Færslur

Jóhannes Reykdal

Eftirfarandi umfjöllun um brautryðjandann Jóhannes Reykdal er eftir Albert J. Kristinsson:

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal Einarsson, langalangafabarn Jóhannesar Reykdal, og Lovísa Christiansen, dótturdóttir Jóhannesar J Reykdal, afhjúpuðu styttu við “Reykdalsstífluna (25. maí 2018).

“Jóhannes Reykdal varð goðsögn í lifanda lífi. Hann fæddist að Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 18. janúar árið 1874. Tvítugur að aldri hóf hann trésmíðanám hjá Snorra Jónssyni trésmíðameistara á Akureyri og fjórum árum síðar silgdi hann til Kaupmannahafnar til frekara trésmíðanáms.Eftir þriggja ára dvöl ytra flutti hann heim til Íslands og ætlaði til Akureyrar, en hann hitti unga konu, Þórunni Böðvarsdóttur, og ástin varð til þess að hann festi rætur sunnan heiða.

Fyrstu árin sinnti Jóhannes húsbyggingum en fannst það ekki nóg. Hann vildi reisa verksmiðju við Lækinn í Hafnarfirði og er það fyrsta stórvirkið sem Jóhannes vann.

Reykdal

Jóhannes Reykdal – minningarskjöldur við Reykdalsstíflu.

Trésmiðjan var búin átta fullkomnum trésmíðavélum og staðsetningin var engin tilviljun, því Jóhannes virkjaði lækinn og fékk þar orku til að knýja vélarnar áfram. Elísabet Reykdal, dóttir Jóhannesar, segir þetta fyrsta virkjunarafrek Jóhannesar megi rekja til heimsóknar hans til Margrétar systur hans sem bjó í Noregi. Þar sá hann hvernig Norðmenn nýttu sér vatnsaflið. Alls unnu tíu til tólf menn að jafnaðií þessari fyrstu verksmiðju Jóhannesar.

Upphaf rafvæðingar
Jóhannes ReykdalJóhannes lét ekki staðar numið þótt hann væri kominn með orku til að knýja vélarnar, hann vildi nýta lækinn betur og framleiða rafmagn. Árið 1904 fór hann til Noregs og festi kaup á rafal og setti sig í samband við fyrsta íslenska raffræðinginn, Halldór Guðmundsson, sem nýkominn var úr námi í Þýskalandi. Með hjálp Halldórs setti Jóhannes upp rafalinn og einn starfsmanna hans, trésmiðurinn Árni Sigurðsson, lagði raflagnir. Þann 12. desember þetta sama ár urðu þáttaskil í sögu þjóðarinnar. Þá tók virkjunin til starfa og ljós voru kveikt í 15 húsum í Hafnarfirði, auk trésmiðjunnar. Þar á meðal voru tvö stærstu hús bæjarins, barnaskólinn og Góðtemplarahúsið. Einnig voru tendruð fjögur götuljós.

Rafvæðing Íslands var hafin
Jóhannes ReykdalEins og gefur að skilja varð strax mikil eftirspurn eftir rafmagninu hans Jóhannesar og trésmiðjuvirkjunin annaði engan vegin eftirspurn, jafnvel þótt Jóhannes hafi bætt nýju vatnshjóli við virkjunina.
Jóhannes fór því aftur af stað, fékk vatnsréttindi ofar í læknum og reisti á eigin spýtur nýja rafstöð, á svo kölluðum Hörðuvöllum, sem fyrst um sinn fullnægði allri eftirspurn eftir rafmagni í Hafnarfirði. Þetta er fyrsta sjálfstæða rafstöðin á Íslandi og hún tók til starfa haustið 1906 og framleiddi 37 kW. Á þessum tíma var ekki hægt að mæla rafmagnsnotkun heimilanna þannig að Jóhannes tók til þess ráðs að selja perur. Hann einn seldi perurnar og þegar pera sprakk þurfti fólk að skila ónýtu perunni til þess að kaupa nýja. Áður en Hörðuvallavirkjunin kom mátti einungis hafa tvær perur í hverju húsi, þótt perustæðin væru fleiri.

Bóndinn á Setbergi
Jóhannes ReykdalJóhannes Reykdal óttaðist ekki breytingar. Árið 1909 seldi hann Hafnarfjarðarbæ virkjanirnar og keypti jörðina Setberg. Hann seldi líka trésmiðjunaen starfsmennirnir tólf ráku hana áfram undirnafninu Trésmiðjan Dvergur. Fyrstu tvö árin hafði Jóhannes ráðsmann sems á um búreksturinn en árið 1911 tók hann við búskapnum en sá fljótt að hann gat ekki án rafmagns verið. Árið 1917 tók hann sig til og reisti enn eina rafstöðina við Lækinn. Þá þurfti hann að grafa um það bil eins kílómetra aðveituskurð og er það fyrsti aðveituskurðurinn sem grafinn var fyrir vatnsaflsvirkjun á landinu. Sem dæmi um framsýni Jóhannesar segir Elísabet að hann hafi fjárfest í fyrstu mjaltavélinni sem kom til landsins og fyrstu dráttarvélinni sem var Countor G, tíu hestafla framdrifin vél sem hægt var að tengja ýmis heyvinnutæki við.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Jóhannesson Reykdal; minningaskjöldur við heimagrafhýsi fjölskyldunnar milli Setbergs og Þórsbergs.

Þótt Jóhannes Jóhannesson Reykdal hafi rekið myndarbú á Setbergi, með 20 kýr í fjósi og 200 ær, nægði það framkvæmdamanninum ekki. Hann reisti því timburverslun og trésmiðju við bæinn sem að sjálfsögðu var drifin með afli úr Læknum.

Timbur og skonnorta
Elísabet Reykdal segir að JóhJóhannes Reykdalannes hafi víða séð tækifæri og hafi kunnað að nýta sér þau. Hún nefnir sem dæmi þegar þýska skonnortan Adelheid strandaði í hafnarmynninu í Hafnarfirði og sökk. Skonnortanvar full af kolum. Jóhannes keypti skipið fyrir lítið og fékk mannskap með sér í að koma vírum undir það og lyfti því síðan upp með prömmum og lét aðfallsölduna mjaka því smám saman upp á land.

Hafnarfjörður

Jóhannes Reykdal; stífla.

Björgunaraðgerðirnar gengu ótrúlega vel, en mesta vesenið var að koma vírunum undir skonnortuna. Jóhannesi leist ekki áhægaganginn hjá köfurunum og brá sér því sjálfur í kafarabúning og bjargaði málunum. Þetta þótti mikil dirfska og kafararnir sem biðu á þurru voru orðnir ansi smeikir, því Jóhannes var mun lengur í kafi en þeir voru vanir. Elísabet segir að Jóhannes hafi haft allar klær úti við að ná sér í timbur. “Húne r fræg sagan af því þegar hann var í timburleiðangri en erfitt var að finna skip til að sigla með timbrið heim. Þá fékk þá hugmynd að gera fleka úr timbrinu og láta dráttarbát draga farminn yfir hafið. Ekki varð úr því, þar sem enginn banki vildi tryggja farminn. Jóhannes gerði sér því lítið fyrir og keypti barkaskip, fyllti það af timbri og lét sigla því heim.”

Jóhannes ReykdalÞað er óvinnandi vegur að gera æfi Jóhannesar Reykdals skil í einni blaðagrein, slík voru afrek hans. En ekki verður hjá því komist að nefna íshúsið sem hann reisti. Húsið framleiddi ís fyrir togara Hafnfirðinga og skilaði um leið miklum auði til bæjarins. Aðrir togarar þurftu að fylla sig af ís eftir söluferðir til útlanda meðan hafnfirsku togararnir lestuðu kol og fluttu heim til Hafnarfjarðar. Því varð aldrei kolaskortur í Hafnarfirði, þökk sé stórhug og framfaraviðleitni Jóhannesar Reykdals.”
Sjá meira um Jóhannes HÉR.

Heimild:
-http://www.rafmagn100.is/johannes.htm
-Brautryðjandinn Jóhannes Reykdal – Albert J. Kristinsson.

Jóhannes Reykdal

Stytta af Jóhannesi Reykdal við “Reykdalsstífluna”.

Jóhannes Reykdal

Við Reykdalsstífluna neðan Lækjarkinnar er upplýsingaskilti Byggðasafns Hafnarfjarðar um Hörðuvallastöðina og fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi. Á því má lesa eftirfarandi texta og sjá meðfylgjandi myndir:

Hörðuvallastöðin

Hörðuvallastöðin – skilti.

“Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldara á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk og stöðvarhús með íbúð fyrir stöðvarstjórann og fjölskyldu hans. Hörðuvallahúsið er fyrsta rafstöðvarhús sem reist var á Íslandi.

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal – minningarskjöldur við fótstall styttu af Jóhannesi á Reykdalsstíflunni ofan Hörðuvallarstöðvarinnar.

Þessi nýja virkjun var tekin í notkun haustið 1906 og var gerð fyrir 37 kW en vegna vatnsleysis gat hún aldrei framleitt meira en 22 kW. Árið 1909 keypti Hafnarfjarðarbær báðar rafstöðvarnar af Jóhannesi og í kjölfarið var stofnuð rafljósanefnd. Rafmagnssölunni var þannig háttað á þessum árum að einungis var hægt að fá rafmagn á svokölluðum ljósatíma en hann var frá því að skyggja tók og fram til miðnættis á tímabilinu 15. ágúst til 15. maí. Á öðrum tímum var ekkert rafmagn að fá.

Jóhannes Reykdal

Tréstokkurinn milli Reykdalsstíflunnar og Hörðuvallastöðvarinnar.

Árið 1914 var vatnsstokkurinn frá stíflunni og niður að stöðvarhúsi orðinn svo lélegur að ákveðið var að stytta hann og rafljósastöðin færð frá íbúðarhúsinu í nýtt hús er stóð mun nær stíflunni.

Jóhannes Reykdal

Stytta af Jóhannesi Reykdal á Reykdalsstíflunni.

Fljótlega var ljóst að þessar tvær rafstöðvar nægðu ekki til að veita þá raforku sem Hafnarfjarðarbær þurfti á að halda. Margar leiðir voru skoðaðar en að lokum var brugðið á það ráð að reisa dísilrafstöð við Strandgötu og var það fyrirtækið Nathan & Olsen sem átti og starfrækti þá stöð.

Reykdalsstífla

Reykdalsstífla.

Það var árið 1922 sem sú stöð tók til starfa og sá hún bænum vestan lækjar fyrir rafmagni en eldri stöðvarnar sáu um þann hluta bæjarins sem var sunnan lækjar. Þetta fyrirkomulag stóð stutt því að árið 1923 var neðri rafstöðin lögð niður og þremur árum síðar var svo komið að Hörðuvallastöðin gat ekki lengur séð íbúum sunnan lækjar fyrir nægilegu rafmagni. Var hún þá einnig lögð niður og eftir það sá stöð Nathan Olsen öllum bænum fyrir raforku.

Stöðvarstjórar við Hörðuvallastöðina voru Jón Þórðarson (1906-1908), Þórður Einarsson (1908-1914) og Árni Sigurðsson (1914-1926).”

Jóhannes Reykdal

Endurgerður tréstokkurinn milli fyrrum Hörðuallarafstöðvarinnar og Reykdalsstíflu.

Jóhannes Reykdal

Á upplýsingaskilti Byggðasafns Hafnarfjarðar við Austurgötu nálægt Læknum er eftirfarandi texti og myndir um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi:

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal – Skilti um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi við Lækinn.

“Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim erindagjörðum að stofna hér trésmíðaverksmiðju en hann taldi að Hamarskotslækurinn væri ákjósanlegur aflgjafi fyrir vélar verksmiðjunnar. Í verksmiðju þessari, sem tók til starfa árið 1903, voru átta trésmíðavélar sem allar voru knúnar áfram af fallorku lækjarins.

Jóhannes Reykdal

Í trésmiðju Jóhannesar Reykdal við Lækinn.

Það var þannig gert að 94 metra langur tréstokkur var reistur og í honum var vatninu veitt í vatnskassa sem áfastur var við húsið. Fallhæð vatnsins í kassanum var tæpir fjórir metrar og í honum var 11 kílóvatta hverfill. Frá hverflinum lá aðalöxullinn inn í kjallarann undir húsinu og þaðan lágu svo reimar upp í gegnum gólfið í tvær hreyfivélar sem aftur knúðu trésmíðavélarnar.

Jóhannes Reykdal

Upplýsingaskilti um fyrstu rafvæðinguna á Íslandi við Lækinn.

Í frétt Heimskringlu af stofnun verksmiðjunnar sagði meðal annars: “Lækurinn í Hafnarfirði er um aldir og áratugi búinn að renna út í fjarðarbotninn án þess að miðla nokkru af afli sínu mönnum til nytsemdar. Nú er mannshöfnin búin að beizla hann, og er það allrar virðingarvert. Vonandi, að ekki líði langar stundir þangað til hann vinnur fleiri þarfaverkin Hafnfirðingum til þarfa og sóma t.d. að lýsa upp hús og götur þar í bænum.” Það var einmitt raunin, því árið 1904 keypti Jóhannes níu kílóvatta rafal frá Noregi og tengdi hann við ás nýs hverfils.

Í kjölfarið réð hann Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðing, sem þá var nýkominn heim úr námi í Þýzkalandi, til að annast lagningu raflagnanna til húsa í nágrenninu og Árna Sigurðsson, sem síðar varð fyrsti rafvirki landsins, til að sjá um tengingu raflagnanna innanhúss. Í desember 1904 voru svo fyrstu rafljósin kveikt en þá var búið að leggja rafmagn í 16 hús auk fjögurra ljóskera í bænum. Á þess­um tíma bjuggu 1.079 manns í Hafnar­f­irði.

Reykdal

Reykdalshúsið við Brekkugötu.

Meðal húsanna sem tengd voru má nefna Góðtemplarahúsið, barnaskólann, trésmíðaverkstæðið og íbúðarhús Jóhannesar Reykdals við Brekkugötu.

Fljótlega kom upp sú staða að rafstöð þessi náði ekki að sinna þeirri eftirspurn sem myndaðist og var ráðist í að reisa aðra, mun stærri, rafstöð við Hörðuvelli sem tekin var í notkun árið 1906. Trésmíðaverkstæðið seldi Jóhannes tólf Hafnfirðingum árið 19111 en þeir mynduðu sameignarfélag um reksturinn undir nafninu Dvergur, trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Hafnarfjarðar, Flygenring & Co. og starfaði hún um áratugaskeið í bænum.”

Jóhannes Reykdal

Jóhannes við fyrsta rafalinn á trésmíðaverkstæðinu við Lækinn.

Jóhannes Reykdal

ÚRDRÁTTUR:

“Rafmagnið útrýmdi fljótlega öllum öðrum ljósgjöfum hvar sem það kom vegna yfirburða sinna, bæði hvað snertir birtumagn, þægindi og verð, og hafa rafljósin með sanni orðið ljós hins nýja tíma.”

Eldhús

Hlóðareldhús – Gaimard.

1. Híbýli manna hér á landi allt fram á þessa öld buðu ekki upp á mikla innanhússbirtu. Þykkir veggir torfbæjanna áttu að veita sem besta vörn gegn kula og dragsúg og á meðan ljósop voru raunveruleg op, eins og margt bendir til að þau hafi verið fyrst á landnámsöld, máttu þau hvorki vera mjög stór né mörg.
2. Mjög lítið er vitað með vissu hvernig ljósopum eða gluggum var háttað á húsum hér á öndverðu. Á meðan dagsbirtu naut við barst ljós að utan inn um ljóra. Ljóri, sem er samstofna orðinu ljós, var ljósop eða reykop sem var yfirleitt í þekjunni yfir langeldinum. Í ramma var settur skjár og var hann hafður til aðþétta reykopin þannig að þau gæfu samt svolitla birtu.

Gluggi

Steindur gluggi.

3. Glergluggar munu fyrst hafa verið nefndir í Páls sögu biskups þar sem þess er getið að hann hafði með sér tvo glerglugga og færði dómkirkjunni í Skálholti þegar hann kom heim árið 1195. Á 13. öld er alloft getið um glerglugga í íslensku fornbréfasafni og víðar, en eingöngu í kirkjum. Á venjulegum bæjarhúsum fara gluggar að tíðkast á síðari hluta miðalda í Skandinavíu, en á Íslandi líkega ekki fyrr en á 18. öld.

4. Helsti birtugjafinn í húsum landnámsmanna eftir að skyggja tók hefur að öllum likndum verið langeldurinn, sem upphaflega var á miðju skálagólfi.
5. Dagsbirtan, sem inn í húsin barst gegnum ljósop, var látin nægja á sumrin ásamt birtu sem lagði af eldum er á gólfinu brunnu á fyrstu öldum byggðar í landinu. Af seinni alda heimildum að dæma mun ljós ekki hafa verið kveikt sérstaklega til að lýsa upp vistarverur fólksins nema á svonefndum ljósatíma.

Langeldur

Langeldur.

6. Það var nokkuð á reiki hvenær ljósatími byrjaði að hausti. Algengast virðist hafa verið að ljós væru látin loga innahúss á kvöldin frá miðjum september fram í miðjan mars. Víða var miðað við tiltekinn atburð, t.d. göngur eða réttir. Ljósatíma lauk almennt á vorin um miðja góu eða í góulok.
7. Allt fram á 19. öld urðu tiltölulega litlar breytingar á ljósfærum hér á landi og notkun þeirra. Helstu ljósfærin voru kolur, lýsislampar og kerti.

Gluggi

Gloggi á torfbæ.

8. Algengast var að kalla einfaldan lampa kolu, en væri hann tvöfaldur nefndist hann lampi. Kolur gátu verið úr ýmsum efniviði, einkum steini, en lampar voru nær alltaf úr málmi.
9. Elstu ljósfæri sem fundist hafa við fornleifarannsóknir hér á landi eru kolur úr steini, einnig nefndar lýsiskolur. Víða er sagt frá slíkum ljósfærum í fornsögum og að líkundum hafa þær verið helsta ljósfæri sögualdarmanna.
10. Lýsislampar eru taldir hafa komið til sögunnar um miðja 17. öld.

Víkingaheimar

Kola í Víkingaheimum.

11. Algengast var að nota fífukveiki í kolur og lýsislampa og þóttu þeir langbestir. Fífunni var safnað í ágústmánuði eða þegar hún var fullsprottin.
12. Lýsi var það ljósmeti sem notað var í kolur og á lampa fram á þessa öld. Algengast var að nota sellýsi á lampa og kolur. Hákarlalýsi þótti mjög gott þar sem það fékkst.

Tólgarkerti

Tólgarkerti.

13. Kertaheitið er dregið af latneska orðinu ceratus, sem þýðir með vaxi á. Til forna voru kertin búin til úr býflugnavaxi. Kertavaxið varð að flytja inn erlendis frá og var því afar dýrt. Eftir að farið var að nota tólg til kertagerðar var komið efni sem allir áttu aðgang að og ekki þurfti að kaupa dýrum dómum.
14. Olíulampinn var fundinn upp árið 1855 af bandarískum efnafræðingi. Til Íslands fóru þeir að berast að marki á árunum 1870-1880. Fyrstu olíulamparnir voru nefndir flatbrennarar, þ.e.a.s. lampar með flötum kveik.

Lýsislampi

Lýsislampi.

15. Steinolíuampar voru hafðar í baðstofu fyrst eftir að þeir fóru að berast til landsins. Sjaldan var nema einn slíkur lampi á hverjum bæ. Í edhúsi, göngum eða útihúsum voru lýsislamparnir notaðir áfram. Einnig var algengt að menn reyndu sjálfir að búa sér til olíulampa. tekin voru lítil glös, flöskur eða jafnvel blekbyttur, sem tappi var settur á (tvinnakefli), gat borða í gegnum tappann og látúnspípa sett þar í. Kveikur úr bómullargarni var hafður í pípunni og varð að skara hann upp með nál. Þessi lampaglös voru nefndar týrur.
16. Eldfæri lndnámsmanna tóku litlum breytingum fram á 19. öld. Það var eldstál og tinna. Slegið var með stálinu á tinnuna og hrökk þá neisti í fnjóskinn og tendraði eld.

17. Eldspýtur voru fundnar upp á fyrri hluta 19. aldar.
18. Gas sem ljósagjafi áti sér stutta sögu á íslandi í byrjun þessarar aldar og mun varla hafa verið notaður utan Reykjavíkur.

Eldspýtur

Eldspýtur.

19. Rafmagnsljós komu með rafmagnsdýnamó Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði árið 1904.
20. Segja má að ljósfæri landsmanna hafi tekið sáralitlum breytingum í um þúsund ár. Á söguöld hefur langeldurinn verið aðal ljósgjafinn ásamt ljórunum. Elstu eiginlegu ljósfærin, sem við þekkjum, eru lýsiskolurnar sem voru í notkun alveg fram á þessa öld, lítið breyytar. Tvöföldu lýsislamparnir, sem sennilega fóru að tíðkast hér á 17. og 18. öld, eru líklega eina tækninýjungin sem fram kemur á þessu sviði fram á 19. öld. Kertin voru alla tíð einkum notuð í kirkjum og til hátíðarbrigða. Steinolíulamparnir sem hingað fóru að berast í lok 19. aldar valda straumhvörfum á heimilum manna og eru fyrstu boðberar væntanlegrar tæknibyltingar sem breytti á örskömmum tíma fornu bændasamfélagi með rætur í rótgróinni járnaldarmenningu í nútímaþjóðfélag.

-Íslensk þjóðmenning I – uppruni og umhverfi – 1987 Frosti F. Jóhannsson (bls. 195-366).
-Ljósfæri og lýsing – Guðmundur Ólafsson.

Jóhanne Reykdal

“Reykdalsstíflan” ofan Hörðuvalla.