Færslur

Búrfellsgjáarrétt

A.m.k. 220 fjárréttir eru þekktar á Reykjanesskaganum; í fyrrum landnámi Ingólfs. Réttirnar voru til margra nota, s.s. heimarétt, almenningsrétt, skilarétt og rúningsrétt, auk “útdráttarétta” einstakra bæja. Margar þeirra eru heillegar, enda ekki um fornar fornleifar að ræða. Eftir að selstöðurnar lögðust af í lok 19. aldar fóru bændur að reka á fé afrétti í byrjun sumars og smala því síðan til rétta að hausti. Fjárrétt var í raun framhald afréttar. Réttir hafa verið misstórar. Bæði þær sem og staðsetning þeirra hafa jafnan tekið mið af notagildi á hverjum tíma.

Réttir

Réttir á Reykjanesskaga – yfirlit.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1963 fjallar Guðjón Jónsson um “Kambsrétt”, dæmigerða slíka á þeim tíma. Hér verður gripið niður í greinina á nokkrum stöðum:
“Landbúnaður hefir verið annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Fram á síðustu ár bjuggu sveitabændur meira við fjárbú en kúabú. Áttu sumir þeirra margt áa og sauða. Mikil vinna er að hirða vel margt fé og halda því saman, sérstaklega vor og haust. Það þarf að smala því í byggð og óbyggð, reka það saman af smærri og stærri svæðum, og koma því í fjárrétt, þar sem því er sinnt og ráðstafað, eftir því sem við á og þurfa þykir.
Flest heimili eiga sína heimafjárrétt út af fyrir sig eða í félagi með öðrum. Svo er almenningsrétt, skilarétt, fyrir eitt eða fleiri sveitafélög, þar sem byggðasöfn og fjallsöfn eru rekin að til sundurdráttar.
Réttir og réttarhald er gamall og nýr þáttur í atvinnulífi sveitafólksins. Frá þeim eiga margir glaðar og góðar minningar, sérstaklega frá þeim tíma, er þær voru eina almenna skemmtisamkoma ársins. Til þeirra hefur verið hugsað með eftirvæntingu. Þær hafa verið og eru enn sóttar af ungum og gömlum, ríkum og fátækum.
Fjárréttir eru breytingum og eyðingu háðar eins og annað á jörðu hér. Mörgum kann að virðast, að það hafi ekki mikið að segja, þótt ein almenningsrétt sé færð úr stað eða lögð niður. Það sé varla í frásögur færandi. En er hann ekki margur fróðleikurinn, sem nútímamenn vildu gjarnan að geymzt hefði, en glataðist af því að hann þótti ekki, á sínum tíma, þess virði, að haldið væri til haga?
Þótt sameiginlegar byggðarsafnsréttir hafi verið notaðar víða um alllangt skeið, er talið vafasamt, að svo hafi verið fyrr á tímum. Meðan engar girðingar voru til að hindra rennsli fjárins og það flakkaði viðstöðulaust bæja og byggða á milli, kom margt fé í skilaréttir. Í hverri rétt var réttarstjóri. Hann sá um, að rekið væri í almenninginn, þegar þess þurfti, áminnti um að fjárdrætti væri hraðað, því sumir áttu langt heim. Í réttarlok seldi réttarstjóri ómerkinga og kalineyrð lömb, sem eigendur gátu ekki helgað sér. Var þá stundum fjörlega boðið, sérstaklega ef um mislitt og fallegt sauðarefni var að ræða, og menn höfðu hresst sig mátulega á réttarpelanum, sem oft var hafður með í réttir. Þeim kindum, sem ekki voru hirtar í réttinni, kom hreppstjóri fyrir hjá einhverjum bónda nálægt henni. Hann skrifaði mörk kindanna og sendi afrit af þeim lista til allra hreppstjóra í ágrannasveitunum. Eigendur kindanna gátu svo sótt þær til bóndans, sem gætti þeirra, gegn 3 aura gjaldi fyrir hvern sólarhring, sem þær voru í umsjón hans. Þær kindur, sem ekki gengu út á milli rétta, voru seldar á uppboði í næstu rétt. Þannig gekk það allt haustið, þar til því var breytt við endurskoðun fjallskilareglugjörðarinnar 1911; þá var ákveðið að selja allan óskilafénað í lok hverrar réttar.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1963, Kambsrétt – Guðjón Jónsson, bls. 100-102.

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt ofan Ísólfsskála

Grænuborgarrétt

Þegar FERLIR reyndi að leita upplýsinga um fjárrétt undir Stapanum kom upp “Brekkurétt“. Ljóst er að réttin var þarna, neðan við Stapabúð og að sú búð lagðist í eyði á undan Brekkubænum þar skammt austar. Réttarinnar er hvorki getið í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Stóru-Voga né í umfjöllun Sunnudagsblaðs Tímans 1964 um helstu minjastaði vestan Voga. Þar segir: “Brekka, reist árið 1848, hélzt í byggð fram um 1930, en þá flutti síðasti búandinn þaðan og reisti sér hús í Vogum. Það er fyrsta „þurrabúðin” sem rís þar í hverfinu á þessari öld. Stapabúð, reist 1872. Þar var búið til 1896, og hefur búðin hangið uppi að nokkru til skamms tíma. Kerlingabúðir voru nokkru utar.”

Stapabúð

Stapabúð. Þarna sést “Brekkurétt” á sjávarkampinum neðan við matjurtargarðinn norðan við húsin.

Það liðu því 34 ár á millum ábúnaðar Stapabúðar og Brekku, þ.e. eftir að Stapabúð fór í eyði. Í hugum Vogabúa þess tíma var Brekkuréttinn undir Stapanum neðan við fyrrum Stapabúð. Réttin sú gæti upphaflega heitið “Stapabúðarétt”, en hennar er hvergi getið í heimildum. Þó má sjá hana á ljósmynd frá Stapabúð fyrir árið 1896. “Brekkuréttar” er ekki getið í “Aðalfornleifaskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands 2006.”

Brekkurétt

Í “Brekkurétt”.

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Stóru-Voga er, sem fyrr sagði, ekki getið um “Brekkuréttir, en hann getur þar um Vogaréttir: “Upp af Heljarstíg, vestanvert við Kvennagönguskarð, eru Háhólar. Vestast undir Kvíguvogabjörgum er Mölvík og Hólanef þar litlu austar og þar enn austar er svo Skollanef, út þangað teygir sig gróðurlendisræma. Þar innan við eru svo ystu verbúðirnar og nefndust Kerlingarbúðir. Heita þær svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri. Þannig hefndi kerling þessa verknaðar. Framundan eru svo Kerlingarbúðarvarir, voru þær allgóðar lendingar. Næst þar fyrir innan var svo Stapabúð, stóð í Stapabúðartúni og er lítið eftir af því en Stapabúðarvarir voru þar framundan. Þá er Sandvík og Sandvíksvör, var þar allgóð lending.

Brekka

Brekka undir Stapa 1928. Stapabúð, innar, í eyði.

Þá kom Brekka í Brekkutúni er náði allt upp í Eggjar. Þarna var lengst byggð undir Stapanum. Fram undan var Brekkulón og Brekkulónsvarir eða Brekkuvarir. Fram undan Brekku var tangi nefndur Hólmur og þar var Hólmsbúð og framundan henni Hólmsbúðarvör. Langasker innan við Brekkulóð, en svo var Brekkutúnið kallað, var svo Kristjánstangi. Fremst á honum var Brimarhólmur og þar fram af Brimarhólmstangi og fram í tanganum Tangavör eða Brimhólmstangavör.

Vogaréttin

Vogarétt – loftmynd 1954.

Tvö vik voru þarna, nefndust Moldir og greindust í Stóru-Moldu og Litlu-Moldu. Stakksfjörður heitir fjörðurinn milli Brunnastaðatanga og Hólmsbergs. Inn úr honum liggja Vogarnir milli Eyrartanga að utan og Kvíguvogastapa að sunnan. Aðalbýli Voganna eru Stóru-Vogar en upprunalegasta nafnið mun vera Kvíguvogar. Úr Stóru-Voga landi byggjast síðan Minni-Vogar. Síðar byggðust svo hjáleigur og báru ýmiskonar nöfn. Vestast voru Stapakot, Brekka og Hólmur sem áður eru nefndar. Þessar hjáleigur eru víða nefndar… Þá munu Snorrastaðir hafa verið ein hjáleigan en talið er að þeir hafi farið í eyði í eldsumbrotum á 13. öld en þá voru uppi miklir eldar á Reykjanesi.

Upp af Moldu voru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar-, Rosmhvalanes-, Hafna- og Grindavíkurfjárbændur. Innan við, þar nokkru sunnar, eru vegamót Almenningsvegarins, Gamla- og Skógfellavegar eða Grindavíkurvegar. Hvergi er þarna getið um Brekkurétt.

Voagrétt

Vogarétt – uppdráttur ÓSÁ.

Í “Deiliskráningu fornleifa í Vogavík, Vogum á Vatnsleysuströnd (Fornleifastofnun Íslands 2014) segir m.a. um Vogaréttina: “Vogaréttir heimild um rétt 63°58.369N 22°23.552V. Upp af Moldu eru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar- Rosmhvalanes- Hafnar- og Grindavíkurfjárbændur,” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt Sesselju G. Guðmundsdóttur sést ekki til réttarinnar þar sem grjót úr henni var tekið og sett í sjóvarnargarð. Viktor Guðmundsson telur að réttin hafi staðið við austurhorn stórs bragga í norðvesturhorni afgirtrar lóðar fiskeldisins. Skátamót voru haldin þarna um 1974-1975, var þá hægt að sjá neðstu steinanna í hleðslunni, annars hafði grjótið verið tekið til hafnargerðarinnar.
Réttin stóð þar sem nú er lóð fiskeldisstöðvar á flatlendi skammt suðvestur af ströndinni.

Vogarétt

Vogaréttin – mynd Sigurðar Inga Jónssonar, sem staðsetur réttina fyrrverandi af nákvæmni á núverandi lóð Stofnfisks.

Upplýsingar um rétta staðsetningu réttarinnar bárust eftir að vettvangsvinnu lauk og var staðurinn því ekki skoðaður á vettvangi en líkur eru til þess að lítið sem ekkert sjáist til minja um réttina. Farið var aftur á vettvang veturinn 2014 þegar unnin var deiliskráning á lóð Stofnfisks og umhverfis hana vegna breytinga á aðalskipulagi og þá var staðurinn skoðaður þar sem réttin var. Engin ummerki sjást um réttina vegna bygginga og annarra mannvirkja í tengslum við starfsemi Stofnfisks.”

Vogarétt

Kristjánstangi – uppdráttur (úr fornleifaskráningu fyrir Vogavík).  Fyrrum rétt eða fjárborg?

Enn ein réttin á þessu svæði var á Kristjánstanga. Hennar er getið í Fornleifaskráningu fornleifa í Vogavík á Vatnsleysuströnd, Fornleifastofnun Íslands 2014. Þar segir m.a.: “Eftir að vettvangsvinnu við aðalskráningu lauk árið 2008 benti Viktor Guðmundsson, heimildamaður, skráningarmönnum á hringlaga hleðslu í fjörunni á Kristjánstanga auk fleiri hleðslna sem eru að koma undan sjávarbakkanum. Hleðslurnar eru um 785 m suðvestan við Stóru-Voga. 2014: Farið var aftur á vettvang þegar unnin var deiliskráning á lóð Stofnfisks og umhverfis hana vegna breytinga á aðalskipulagi og þá voru þessar minjar skoðaðar á vettvangi.
Minjarnar eru á grýttu svæði í fjörunni sunnan við flatar og sléttar klappir. Sjór gengur yfir svæðið og brýtur stöðugt af sjávarbakkanum.
Viktor Guðmundsson gaf eftirfarandi upplýsingar um minjarnar: Hringlaga hleðslan er um 11 m í þvermál, grjóthlaðin. Veggir hennar eru um 1,4 m á þykkt. Rétt austan við þessa hleðslu eru aðrar hleðslur að koma undan bakkanum og fast við þær hleðslur hefur hugsanlega verið vör. Landbrot hefur verið þarna undanfarin ár og gætu þessar hleðslur eyðilagst á skömmum tíma.

Kristjánstangi

Hleðslur í fjöruborðinu á Kristjánstanga.

Ekki er ljóst hvers konar mannvirki/mannvirkjum þessar hleðslur hafa tilheyrt en líklegt er að þau hafi tengst útgerð og fiskverkun. Hlutverk hringhleðslunnar er einnig óútskýrt. Ef til vill hefur hún líka verið í tengslum við útgerð en það kann að vera að þetta séu leifar af stæðilegri fjárborg. Ekki er þá ólíklegt að eftir að hún féll úr notkun hafi grjótið úr henni sem ekki var gróið við svörðinn verið endurnýtt í hleðslur. Það grjót sem skilið var eftir hefur nú komið í ljós þegar sjórinn hefur hreinsað allan jarðveg ofan af því. Stórhætta er vegna landsbrots.

Og þá að Grænuborgarréttinni. Í Örnefnalýsingu GS fyrir Stóru-Voga segir m.a.: “Austur af Búðarvör taka við Minni-Vogafjörur, Ytri- sem ná að Grænuborgartöngum. Frá Búðinni lá einnig Grænuborgarkampur alla leið að Vesturtúngarði og bak við kampinn, Grænuborgarstígur, allt heim í Vesturhlið á Grænuborgartúngarði sem er grjótgarður vestan og sunnan túnsins. Grænaborg stendur á bæjarhólnum en í suðurtúninu er klapparhóll sem heitir Latur. Austan Grænuborgarhúss í Grænuborgartúni er Grænuborgarbrunnur og Brunngatan þaðan og heim til húss. Sjávargatan liggur heiman að niður á kampinn en þar er Grænuborgarnaust og Grænuborgarvör. Á kampinum er Sjávarbyrgið eða Grænuborgarbyrgi. Grænuborgarós liggur vestan Grænuborgartanga og fram af ósnum eru Ósskerin. Í tanganum er Grænuborgarlón. Hnallsker er hérna fram af og Manndrápssker, er líklegt að þar hafi orðið mannskaði þó þar um sé engin sögn.

Grænuborgarrétt

Grænuborgarrétt.

Frá Grænuborgarvör liggja Austurkotsfjörur allt út undir Djúpaós. Þar taka við Minni-Vogafjörur, Eystri- allt að Syðrirás. Yst í Djúpaós er Dýpstiós. Nokkru innar er Vatnasker, þar upp af eru Vatnsskersbúðir og Vatnsskersbúðarvör. Einnig Djúpavogsvör. Austan við hólmana sem Vatnsskersbúðir eru á er svo Innrirás og skerst hún nokkru lengra inn í landið en Syðrirás. Frá Grænuborgarvör og allt inn að Syðrirás var á sjávarkampinum sjóvarnargarður. Var hans oft ærin þörf því í háflæðum rann sjórinn inn yfir Austurtúnið og var þá ekki lítið verk að hreinsa allt grjót og þara af túninu. Þar sem sjóvarnargarðurinn og suðurtúngarðurinn komu saman var Grænuborgartúngarðshliðið, eystra. Ofan eða sunnan suðurtúngarðs var Grænuborgarrétt. Var hún vorrétt þeirra Vogamanna. Spölkorn sunnar lá Almannavegurinn, Gamli- og þó hann sé nú ekki farinn sést hans glögg merki. Vestasti hluti Vatnsleysustrandarheiðar sem er í Stóru-Voga landi nefnist Vogaheiði”.
Ólíklegt er að “Grænaborgarréttin” hafi verið vorrétt Vogamanna, líkt og að framan segir. “Réttin” ber þess öll merki að hafa verið heimastekkur þar sem fært var frá eftir að selstöður í heiðinni lögðust af.

Grænuborgarrétt

Grænuborgarrétt.

Í Fornleifaskráningu í landi Minni-Voga og Austurkots (Fornleifastofnun Íslands 2006, bls. 11) segir: “Grænuborgarrétt hleðsla rétt 63°59.401N 22°23.077V – Ofan eða sunnan Suðurtúngarðs var Grænuborgarrétt. Var hún Vorrétt þeirra Vogamanna.” segir í örnefnaskrá. Réttin er um 70 m norðvestur af vörðu. Réttin sem er hlaðin utan í nokkuð háan hól, stendur í gróinni kvos umkringd grýttum hólkollum.
Réttin er 15 x 11 m að stærð og er grjóthlaðin. Hún er aflöng, snýr norður-suður og skipist í þrjú hólf. Um miðjan vesturvegg hleðslunnar er lítið hólf, um 2×2 mað utanmáli. Út frá því er hleðsla sem skiptir réttinni í tvennt. op er í norðvesturhorni réttarinnar. Frá opinu liggur um 10 m hlaðinn grjótgarður sem sveigir fyrst til VNV en síðan til vestur og hefur líklega verið byggður til að auðvelda innrekstur í réttina. Hleðsluhæð réttarinnar er mest um 0,6 m og í veggjum sjást 4-5 umför af grjóti.
Hættumat: hætta, vegna framkvæmda.”

Brunnastaðarétt

Brunnastaðarétt 2022.

Brunnastaðarétt á Vatnsleysuströnd er hvergi getið í heimildum. Hún sést þó vel á loftmynd frá árinu 1954. Í “Aðalfornleifaskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – áfangaskýrslu III (Fornleifastofnun Íslands 2006)” er getið um fornleifar í Brunnastaðahverfi, en réttin sú kemur þar hvergi við sögu. Út frá loftmyndinni frá 1954 ná staðsetja réttina og við athugun Ferlirs á vettvangi mátti glögglega slá leifar hennar, sbr. meðfylgjandi drónamynd.

Brunnastaðarétt

Brunnastaðarétt 1954 – uppdráttur ÓSÁ.

Af framangreindu má sjá að hvorki er hægt að treysta á Örnefnalýsingar né fornleifaskráningar þegar fornleifar eru annars vegar. Jafnan eru þær síðarnefndu byggðar á þeim fyrrnefndu, en þess minni áhersla jafnan lögð á að leita uppi minjar að fenginni reynslu á fæti hverju sinni…

Heimildir:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Stóru-Voga.
-Tíminn Sunnudagsblað 20. sept. 1964, bls. 883.
-Fornleifaskráning í landi Minni-Voga og Austurkots, Fornleifastofnun Íslands 2006, bls. 11.
-Deiliskráning fornleifa í Vogavík, Vogum á Vatnsleysuströnd, Fornleifastofnun Íslands 2014.
-Aðalfornleifaskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands 2006.

Brunnastaðarétt

Brunnastaðarétt – fyrr og nú.

Efri-Brunnastaðir

Fyrrum var réttað í Brunnastaðarétt á Vatnsleysuströnd. Réttin sést vel á loftmynd frá árinu 1954, en í dag (2021) er hún horfin af yfirborði jarðar.
Í Úrskurði Óbyggðanefndar árið 2004 var lögð fram lýsing Sæmundar Þórðarsonar á Stóru – Vatnsleysu á smalamennskum á Vatnsleysuströnd og Vogum sem stjórnað var af hreppsnefnd. Þar lýsir Sæmundur bæði Brunnastaðaréttinni og réttinni á Vigdísarvöllum:

Brunnastaðarétt

Brunnastaðarétt 1954 – uppdráttur ÓSÁ.

“Lýsingin er dagsett 27. október en án ártals. Segir hann bændur hafa smalað sjálfir heimalönd í Vatnsleysustrandarhreppi í sex einingum:
1. Hvassahraun (Hvassahraunsmenn smöluðu að Markhellu).
2. Vatnsleysubæir og Flekkuvík (í fyrstu rétt smalaðir Höskuldarvellir, farið upp Sog og vestur með Spákonuvatni og sigin norðan í Grænavatnseggjum og niður austan við Driffell og niður með Hrafnafelli, um Kolhól, Einiberjahól og Austari-Hrafnhól. Senda varð tvo menn til að smala tór sem liggja upp eftir Afstapahrauni, allt til Sóleyjarkrika. Með Flekkuvíkurmönnum var farið upp í Flekkuvíkursel og smalaður þríhyrningur, sem myndaðist milli Vatnsleysumanna og Kálfatjarnar- og Þórustaðamanna, milli Hafnhóla og Prestsborgar (Staðarborgar) og Keilisness. Þess hafi verið gætt að vera samsíða Kálfatjarnar-, Þórustaða-, Landakots og Auðnamönnum við smölun).

Vigdísarvallarétt

Vigdisarvallarétt – uppdráttur ÓSÁ.

3. Kálfatjörn, Þórustaðir, Landakot og Auðnar (Sæmundur nefnir það Þórustaðaleit en ekki hve langt þeir hafi smalað).
4. Knarrarnes.
5. Hlöðunes og Brunnastaðahverfi.
6. Vogar. (Sæmundur nefnir ekki hvert menn á svæðum 4 – 6 hafi smalað). Eftir að bílfært varð á Höskuldarvelli og upp í Eldborg og Sog hafi smalar verið fluttir á bílum upp eftir, og hafi allir nýtt sér það nema Brunnastaða- og Vogamenn. Á síðari árum hafi Brunnastaðamenn farið á bílum frá Ísólfsskála að Litlahrút og smalað þaðan til Brunnastaðaréttar. Smalamennskur í Krýsuvík hafi verið samstarfsverkefni Vatnsleysustrandarmanna og Grindvíkinga, réttað á Vigdísarvöllum á sumrum en rekið til Grindavíkur á haustum.
Höskuldarvellir og Sóleyjarkriki hafi verið lífæð beitar yfir sumartímann, jafnvel þótt stór hluti hafi verið í rækt og þar heyjað. Þar hafi alltaf verið rennandi vatn.”

Heimild m.a.:
-Úrskurður Óbyggðanefndar – mál nr. 1/2004; Grindavík og Vatnsleysuströnd.

Brunnastaðarétt

Brunnastaðarétt – fyrr og nú.

Búrfellsgjáarrétt

Fjárréttir á Reykjanesskaganum eru 222 talsins og ekki svo gömul fyrirbrigði. Þær elstu eru frá því í lok 19. og byrjun 20. aldar. Reyndar eru til minjar um eldri réttir, en þær tengjast venjulega rúningum eða fráfærum. Til eru litlar safnréttir, en þá venjulega nálægt bæjum, enda ekki rekið á afrétt fyrr en eftir að selstöðurnar lögðust af um og eftir 1870. Hugtakið “afréttur” hefur breyst mikið frá fyrri tíð þegar fé var haldið upp frá bæjum á afmörkuðum svæðum uns bændur tóku sig saman og ráku fé upp til heiða í byrjun sumars og söfnuðu því síðan saman að hausti til úrdrátta.

Garðastekkur

Garðastekkur, tóftin óljós lengst til vinstri, og Garðarrétt. Fjárborg ofan við réttina, sennilega frá stekkjartímanum.

Sérhver bóndi hafði fé sitt í seli, að jafnaði frá 6. til 16. viku sumars. Í selinu, sem oftast var ofarlega eða jafn yst á landamerkjum, gætti smali fjárins og selsmatsseljan mjólkaði og vann afurðirnar. Fátt fjár var þá á bæjunum, enda flestir kotbýli er byggðu afkomu sína á útvegi.

Hlíðarborg

Hlíðarborg. Síðar stekkur.

Við endalok selsbúkaparins færðist vinna smalans og selsmatsseljunnar heim á bæ. Selsstekkurinn færðist þangað. Stundum var hann heimfærður upp á “heimasel”. Stekkjartíminn var einhver skemmtilegasti tími vorsins og jafnvel alls ársins. Eftir Jónsmessuna komu fráfærurnar, þá var það einn góðan veðurdag, að ærnar voru reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim, líkt og í seljunum fyrrum. Sumir heimastekkjanna urðu síðar að réttum. Þannig varð Garðastekkur, sem enn sést þótt grasi gróinn sé orðinn, að rétt fyrir Garðabæina.

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt.

Geldfé var hins vegar sleppt á vorin, bæði sauðum og gemlingum, svo snemma sem tök voru á, þar sem það var ekki látið eiga sig úti mestan hluta vetrarins. Því var smalað á vorin, oftast um faradagaleytið, og rúið.
Í dag er “afréttur” landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé. Þannig hefur búskaparháttum verið varið í u.þ.b. 150 ár á Reykjanesskaganum. Síðustu árin hefur fé í auknum mæli verið haldið í afmörkuðum beitarhólfum. Hefðir og aðferðir hafa breyst frá einum tíma til annars.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Stekkurinn, síðar rétt.

Á Skaganum eru allmargar grjóthlaðnar fjárréttir, sumar hverjar meistara vel gerðar. Má þar t.d. nefna Vörðufellsréttina, Girðingarréttina og Geitafellsréttina (Gjáréttina) í Selvogsheiði, Bakkarétt og Þingvallarétt, Árnakróksrétt ofan Selvatns, Eldborgarrétt, Arnarfellsrétt og Bæjarfellsrétt í Krýsuvík, Borgarhraunsréttina ofan Ísólfsskála, Búrfellsgjárréttina og Selflatarétt í Grafningi. Nýlegri réttir eru t.d. Fossárréttin í Kjós, Þórkötlustaðaréttin í Grindavík, Hafravatnsrétt og Skógarhólarétt á Þingvöllum.

Stóri-Hamradalur

Rétt í Stóra-Hamradal.

Rúningsréttir má finna víða nálægt bæjum. Fær er rúningsréttin í Stóra-Hamradal, Kálfellsrétt, Þorbjarnarstaðarétt, Straumsrétt, Óttarsstaðarétt og Dísurétt.
Minjar fjárréttanna, þótt þær séu ekki mjög gamlar, eru mikilvægur vitnisburður um búskaparhættina fyrrum og ber því að varðveita sem slíkar. Nokkrar réttanna hafa verið annað hvort eyðilagðar eða beinlíns verið fjarlægðar líkt og Hraunsréttin ofan Hafnarfjarðar og Meðalfellsvatnsréttin í Kjós. Aðrar hafa orðið skógrækt að bráð, s.s. gamla Fossárréttin.
Réttir á Reykjanesskagnum eru 204 talsins. Sjá myndir af mörgum þeirra HÉR.

Heimild:
-Íslenskir þóðhættir, Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Ísafoldarprentsmiðja 1961, bls. 172.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.

Þórkötlustaðarétt

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur árið 2017 fjallar Ómar Smári m.a. um “Réttir í Grindavík“:

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2017.

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2017.

“Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923). Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímana tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni í Þórkötlustaðahverfi, sem lítið hefur verið vitað um – fram að þessu. (Rétt er að geta þess að Þórkötlustaðahverfið í Grindavík er eitt hið fegursta með því nafni á gjörvöllu landinu, að mati staðfæddra).

Þórkötlustaðarétt

Þórkötlustaðarétt.

“Þórkötlustaðaréttin, sú sem nú er, var komin, óbreytt að stærð og lögun, þegar ég man fyrst eftir mér. Faðir minn sagði að hún hefði verið hlaðin af Grindavíkurbændum um aldamótin 1900. Grjótið var að einhverju leyti úr Vatnsheiðinni og Efra-Leiti, auk þess sem einstaka grjót kom upp úr túnsléttun í hverfinu og áreiðanlega hefur einhver hraunhella verið þarna umhverfis réttina. Hún var síðan endurbætt fyrir nokkrum árum. Efnið í endubótina var fengið í landi eigenda Þórkötlustaða, að þeim forspurðum. Réttin hefur þó ávallt þótt góð til síns brúks.”

Þórkötlustaðarrétt

Gamla Þórkötlustaðarréttin.

Fyrrum var fé Grindvíkinga vel á fjórða þúsund á vetrarfóðrum. Féð af fjalli fyllti safnhólfið sem og alla dilka. Urðu bændur að rýma af og til úr dilkunum svo þeir gætu dregið allt sitt fé. Þegar gerðið kom til, ofan við réttina, greiddist heldur úr þrengslunum. Fjárbóndinn Dagbjartur Einarsson hefur upplýst um heildarfjáreign Grindarvíkurbænda á vetrarfóðrum, en hún mun nú vera 524 um þessar mundir (árið 2007) og er þá allt meðtalið.

Þórkötlæustaðarétt

Þórkötlustaðarétt.

Frægt er útvarpsviðtalið við nefndan Dagbjart; “stórbóndann í Grindavík”:
Spyrjandi: “Hvað áttu margt fjár, Dagbjartur?”
Dagbjartur: “Ég á einar fimm..”.
Spyrjandi greip fram í: “Fimmhundruð. Það þykir nú allnokkuð”.
Dagbjartur sagði ekki orð. Hið rétta var að Dagbjartur átti þá einungis fimm ær þá stundina.

Bæjarfellsrétt.

Bæjarfellsrétt í Krýsuvík.

Áður var lögréttin í Krýsuvík, suðvestur undan Arnarfelli (Arnarfellsréttin). Hætt var að nota hana um 1950. Þangað til varð að reka úrdrátt frá Þórkötlustöðum upp í Krýsuvík og var afgangsféð selt þar.
Réttin suðaustan við Bæjarfellið var vorrétt. Þá voru rúningsréttir t.d. á Vigdísarvöllum og í Stóra-Hamradal, sem enn sjást leifar af.
Áður en Þórkötlustaðaréttin kom til réttuðu Þórkötlustaðabændur þar sem nú er grjótgarður vestast innan girðingar Efra-Lands, þ.e. þar í norðvesturhorninu, sem nú er. Þar var Gamla réttin. Í henni var enginn dilkur, einungis gerði. Sjá má leifar hennar ef vel er að gáð. Réttin var mun stærri en ætla mætti, en grjót var tekið úr henni og notað í garðana, sem sjá má ofan við Efra-Land.”

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt í Krýsuvík.

Hafur-Björn Molda-Gnúpsson er sagður, ef marka má þjóðsöguna, hafa átt gnægð fjár, enda “efnaðist hann mjög af fé” eftir draumfarirnar með landvættinum og tilkomu geithafursins í hjörð hans (þess vegna er allt fé Grindvíkinga öðruvísi en annað fé landsmanna), og bræður hans fiskuðu aldrei sem fyrr. Auðguðust þeir bræður bæði af gæðum lands og sjávar.

Þórkötlustaðarétt

Dagbjartur Einarsson í Þórkötlustaðarrétt.

Ekki þarf að leita að fjárrétt Hafur-Björns og bræðra því annað hvort hafa þeir ekki þurft að rétta eða sú rétt gæti löngu verið komin undir hraun því ekki eru ófá hraunin við Grindavík, sem runnið hafa eftir að ætt Molda-Gnúps bjó þar eftir árið 934. Fyrstu heimildir um byggð í Þórkötlustaðahverfi er um miðja 13. öld, en þá höfðu hraunin ofan núverandi byggðar runnið og kólnað að mestu. Við norðvesturhúshornið á núverandi Þórkötlustöðum (Miðbæjar) eru tóftir fornaldarskála að mati Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi (skrifað 1903). Hann skyldi þó aldrei vera eldri, og það jafnvel mun eldri, en yngsta gosið ofan við Grindavík rann árið 1226. Það náði þó ekki niður að Þórkötlustöðum. Minjarnar, ef vel er að gáð og ef tilgáta Brynjúlfs er rétt, gætu þess vegna verið frá upphafi landnáms í Grindavík.” – Ómar Smári.

Viðbót;
Þórkötludys

Þórkötludys – Sigurður Gíslason á Hrauni við dysina.

“Sigurður Guðjón Gíslason fæddist á Hrauni 5. maí 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð 30. júní 2010.

Foreldrar voru Gísli Hafliðason útvegsbóndi, f. á Hrauni 11. maí 1891, d. 21. mars 1956 og Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. á Einlandi 15. nóvember 1891, d. 9. maí 1967. Bróðir Sigurðar var Þorvaldur, f. 3. febrúar 1919, d. 11. maí 1984.

Sigurður kvæntist 18. október 1960 Hrefnu Ragnarsdóttur, f. í Reykjavík 10. maí 1931, dóttur hjónanna Jóns Ragnars Jónassonar, skipasmiðs og Jóhönnu Eiríksdóttur, húsfreyju. Þau eru bæði látin.

Hraun

Hraun í Grindavík.

Sigurður og Hrefna eignuðust þrjú börn. Þau eru: Gísli Grétar, f. 13. desember 1955, sonur hans er Sigurður Guðjón, f. 21. apríl 1982. Unnusta Gísla er Margrét Hinriksdóttir. Hörður, f. 5. febrúar 1967, kvæntur Valgerði Valmundsdóttir, börn þeirra eru Hrefna, f. 14. ágúst 1990 og Hafliði, f. 28. september 2000. Margrét, f. 16. október 1968, synir hennar eru Axel Örn, f. 15. febrúar 1993 og Vignir Þór, f. 1. júní 1996. Fóstursonur var Ragnar Jóhann Alfreðsson, f. 16. nóvember 1953, d. 11. júní 1987, sonur hans er Þorvaldur, f. 17. maí 1981. Barnabarnabörn eru tvö.

Sigurður starfaði lengst af sem sjómaður, útgerðarmaður og bóndi í Grindavík.”

Hraun

Hraun – minja- og örnefnakort af Hrauni; unnið í samráði við Sigurð Gíslason…

Er minnugur orða Sigurðar stuttu fyrir andlátið; “Ómar, ef þú hefðir ekki skráð örnefnin og sögulegar minjarnar á Hrauni hefði ég tekið það nánast allt með mér í gröfina”…

FERLIRsfélagar þakka Sigurði samfylgdina – og virða minningu hans.

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 2017, Réttir í Grindavík, Ómar Smári Ármannsson, bls. 67-69.
-Morgunblaðið 9. júlí 2010, minningargrein, Sigurður Guðjón Gíslason.

Þórkötlustaðarétt

Í Þórkötlustaðarétt.

Kambsrétt
Heiti: Fjöldi: Fundið:x Staðsetning:
Arnarfellsrétt 1 x Arnarfelli
“Arnarbælisstekkur” 1 x Vatnsl.str.
Álaborg – nyrðri 1 x Miðnesheiði
Álaborg – syðri 1 x Miðnesheiði
Ásláksstaðarétt 1 Strandarrétt
Ásrétt 1 Miðnesheiði
Básendarétt 1 x Básendum
Bergvatnarétt 1 x s/v við Bergvötn
Bjarnastaðarétt 1 Selvogi
Bjarnastaðaselsst. 1 x Selvogsheiði
Borgarhraunsrétt 1 x Ísólfsskála
Borgarklettarétt 1 horfin Selvogi
Bóndastakkstúnsrétt 1 x v/Járngerðarstaði
Bæjarfellsstekkur 1 x Krýsuvík
Bæjarskersrétt 1 x Bæjarsker
Dísuréttir 1 x Kötluhraun
Draugatjarnarrétt 1 x Draugatjörn
Finnsstekkur 1 x Vífilsstaðir
Fjárréttin gamla 1 x Herdísarvík
Fjárréttin nýja 1 x Herdísarvík
Fornistekkur 1 x Vatnsl.str.
Fornuselsstekkur 1 x Milli Fornuselja
Flóðahjallaréttin 1 x Svínhöfða
Gamlarétt 1 x Flatahrauni
Gamlaréttin 1 x Stakkavík
Garðarétt 1 x Garðahrauni
Gapstekkur 1 x v/Gapið
Girðingarréttir 1 x Selv.heiði
Gjáarrétt 1 x Réttargjá v/Geitaf.
Gjáarrétt 1 x Búrfellsgjá
Grísanesrétt (Ásrétt) 1 x v/Grísaness
Grjóthólarétt 1 Krýsuvík
Grjótréttin – e. og n. 2 x Urriðakot
Gömluþúfurétt 1 x Straumsseli
Hafliðastekkur 1 x Krýsuvík
Hafnarétt 1 norðan v. Berghóla
Hamradalsrétt 1 x Stóra-Hamradal
Háaleitisrétt 1 Njarív./Keflav.
Herdísarvíkurrétt 1 x Herdísarvík
Hestagerði 1 x Ísólfsskála
Hestarétt 1 x Einbúi
Hrafnhólarétt 1 x n/a Fornasels
Hraunsholtsrétt 1 x Flatahrauni
Hraunsholtsstekkur 1 x Flatahrauni
Hraunsrétt 1 Hafnarfirði
Hvassahraunsrétt 1 x Hvassahrauni
Hvasshr. (Virkið) 1 x Hvassahrauni
Imphólarétt 1 x Selvogi
Ísólfsskálastekkur 1 x sunnan Einbúa
Járngerðarstaðarrétt 1 x Járngerðarstöðum
Kambsrétt 1 x Seljadal
Kampsstekkur 1 x Bæjarskeri
Kleifarvatnsrétt 1 x v/Lambhagatjörn
Krókamýrisrétt 1 x Krókamýri
Krýsuvíkurrétt 1 x Eldborg
Krýsuvíkurrétt 1 x Krýsuvík
Kúarétt 1 x Straumi
Litlistekkur 1 x Vatnsl.str.
Miðvogsrétt 1 x Selvogi
Mosaskjólgerðar 1 Stafnesi
Neðri-hellagerði 1 x N/Neðri-hella
Neðri-hellaaðhald 1 x s/Neðri-hella
Nesgerði 1 x Nesi
Nesrétt 1 x Selvogi
Nesstekkur 1 x Nesi
Óttarstaðarétt 1 x Óttarstöðum
Óttarstaðaselsnátth. 1 x Óttarstaðaseli
Rauðamelsrétt 1 x v/Kapelluhraun
Rauðshellisstekkur 1 x n/Rauðshellis
Rauðsstekkur 1 x Vatnsl.str.
Seljabótarrétt 1 x Seljabót
Selvogsrétt 1 x v/Hnúka
Selvogsrétt 1 x v/Hlíðarvatn
Skálaréttir 1 x Ísólfsskála
Skyggnisrétt 1 x Járngerðarst.hverfi
Staðarrétt 1 x a/Staðar
Staðarstekkur 1 x Vatnsl.str.
Stakkavíkurselsst. 1 x Herdísarv.fjalli
Stekkjartúnsrétt 1 x Flatahrauni
Stekkurinn 1 x Flatahrauni
Stekkurinn 1 x Bali
Strandarhellisgerði 1 x n/Strandarhellis
Strandarselsstekkur 1 x Selvogsheiði
Straumsnátthaginn 1 x n/Straums
Straumsrétt 1 x Straumi
Suðurbæjaréttin 1 Höfnum
Toppuklettar – rétt 1 x ofan við Selshraun
Urriðakotsrétt 1 x Urriðakotshrauni
Urriðakotsnátthagi 1 x Urriðakotshrauni
Útvogsréttir 1 Selvogi
Virkisrétt 1 x Grindavík
Víghólsrétt 1 Selvogi
Vorréttin 1 x v/Kapelluhraun
Vörðufellsrétt 1 x Vörðufelli
Þorbjarnarsstaðarétt 2 x Þorbjarnarstöðum
Þorkelsgerðisselsst. 1 x Selvogsheiði
Þorkelsgerðisréttir 1 x ÞorkelssgerðiAth. Sumar réttir hétu fleiru en einu nafni.Á bak við nafn er falinn GPS-punktur.

Portfolio Items