Færslur

Ródólfstaðir

“Sælir FERLIRsfélagar,
ég var að kíkja inn á ferlir.is og sá færsluna um Ródólfsstaði. Mér fannst alveg magnað að lesa þetta og get bætt aðeins við þetta.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ég var aldrei fyllilega sáttur við staðsetninguna undir Efri-Rótólfsstaðahæð/Rana og þótt einhver kolalög hefðu komið í ljós fór ég að hallast að því að þetta væru kolagrafir en ekki byggingaleifar. Svæðið undarlegt að byggja á og ég skildi ekki hvernig Brynjúlfur hafi getað séð túngarð á staðnum. Ég hef litið á loftmyndir af svæðinu endrum og sinnum síðan þá og nú síðast í miðjum mars seinastliðnum tók ég eftir staðnum umrædda 600 metrum suðvestar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ég gekk að þessum stað kvöldið 22. maí. Þetta var degi eftir að Gunnar Valdimarsson gerði sér ferð á staðinn og ég get staðfest að á þessum dögum var frekar hvasst. Hvílík tilviljun að tveir einstaklingar — með sama nafn — hafi gengið að þessu með eins dags millibili! Og að sama skapi gleðilegt og algjörlega frábært að fólk hafi áhuga á þessu. Það var veðurgluggi um kl 22 til að fljúga yfir svæðið og ég náði að myndmæla það, útbúa hæðalíkan sem og samsetta loftmynd. Síðan þá hef ég legið á þessu og melt en þegar þú skrifaðir um Mjóaness-selið um daginn áttaði ég mig á að þetta þurfi auðvitað að tilkynna og var byrjaður að skrifa stutta lýsingu til að senda á Minjastofnun. Ég sendi þér textann hér fyrir neðan og einnig nokkrar myndir í viðhengi. Þarna er loftmynd, hæðalíkan, frumtúlkun frá 24. maí og staðsetning Ródólfsstaða + nærliggjandi selja út frá leiðum og slóðum (ég hef teiknað skipulega upp allar leiðir á Þingvallasvæðinu). Svo er nýrri túlkun hjá mér, nokkuð svipuð en ég hef tekið sumt út og bætt öðru inn.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Við Gunnar nafni minn Valdimarsson höfum túlkað þetta mjög svipað í grundvallaratriðum og það er hughreistandi, enda erfitt að greina á milli rofbletta og eiginlegra minja á þessum slóðum. Vatnsbólið er reyndar um 50 m vestan túngarðsins. Þetta rímar við Mjóaness-selið og Hamrasel og ég velti fyrir mér hvort þetta sé gömul selstaða frá Mjóaness- og/eða Miðfellsbændum. Auðvitað getur þetta líka hafa verið býli, sbr. nafnið en maður verður ekki var við mikla húsakosti þarna. Mér finnst áhugaverðast að hugsa um þessi garðlög, bæði m.t.t. aldurs og svo er líkt og það séu tveir garðar þarna, annar ferhyrndur og hinn hringlaga. Og að þeir skarist jafnvel á?! Hvað ætli þetta segi okkur svo um sögu náttúrunnar. Var nægur hvati að hafa einn fjárhelli eða er þetta kannski minnisvarði um horfna skóga fornaldar. Svo er spurningin um “Bæjarstæði” úr sóknarlýsingunni 1840 — ef það hefur yfir höfuð verið til, þá er kannski spurning hvort það sé undir hæðinni 600 m norðaustar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ródólfsstaðir eru staðsettir um 1300 metra norðaustur af Miðfellsfjalli, sunnan undir lágum, mosavöxnum grjótbala. Greinileg leið liggur frá staðnum suðvestur í átt að Miðfelli og virðist halda áfram alla leið til Mjóaness. Önnur leið liggur framhjá Ródólfsstöðum metð stefnu NV-SA milli Gjábakka/Arnarfells og Grímsness. Útlit svæðisins kemur hér um bil heim við lýsingu Brynjúlfs Jónssonar árið 1905. Óglöggar rústir (1) eru norðan við áðurnefnda leið, nokkuð litlar eða um 10 m á lengd og þeim svipar frekar til selstöðu en eiginlegs fornbýlis. Um 20 metrum sunnar eru tveir hellar (5) hlið við hlið og hafa líklega verið fjárhellar.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Þetta byggðamynstur rímar við nærliggjandi sel Mjóaness við Selshelli 1,5 km norðvestar og Hamrasel + Hamraselshelli 2,2 km austar. Aftur á móti eru Ródólfsstaðir frábrugðnir seljunum að því leyti að hér er stórt garðlag (2-4) upp við rústirnar (1) líkt og túngarður, um 100 x 50 metrar að flatarmáli. Garðlögin eru mjög fornleg útlits og líkur eru á að þau séu frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Mögulega hefur garðurinn upprunalega verið ferhyrndur, um 50 x 50 m að stærð, en síðar færður út til vesturs. Um 100 metrum norðvestan rústanna (1) er djúpt brunnstæði (6).

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Fleiri hugsanlegar minjar gætu leynst á Ródólfsstöðum en frekari rannsókna er þörf til að meta eðli þeirra. Eru það tvær dældir, ein (7) austarlega í „túninu“ og önnur (8) um 50 m austan „túngarðsins,“ hvorar tveggja möguleg brunnstæði. Nokkrar þústir (9-12) innan „túnsins“ minna á forn mannvirki og enn aðrar (13-15) skammt utan þess. Svæðið er þó afar illa farið, traðkað og uppblásið og því geta ýmsið rofblettir minnt á fornar byggingar. Því þyrfti helst að staðfesta mögulega minjastaði með kjarnaborun.
1. Tóft, um 10 x 6 m að utanmáli, snýr hér um bil N-S. Veggir hennar hafa breitt vel úr sér og eru um 2.5 m að þykkt. Hleðslusteinar eru áþreifanlegir skammt undir sverði. Tóftin er reist upp við garðlag (2) og er inngangur á suðurgafli í átt að fjárhelli (5), sem er um 20 m sunnar. Mannvirkjabrot eru sjáanleg við austurgafl tóftarinnar; líklega eru þau hluti af túngarðinum en e.t.v. gætu hér einnig verið leifar annarrar tóftar. Vel má vera að þetta séu leifar fornrar selstöðu og tengist fjárhellinum. Þetta er líklega tóftin/tóftirnar sem Brynjúlfur getur um árið 1905.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – garður.

2. Mjög fornlegt garðlag eða túngarður, mikið fallnir og um 2-3 m á breidd. Vegghæð er 20-30 cm. Austurhelmingur garðsins er greinilegri en hann virðist nær ferhyrndur, að SV-horninu undanskildu þar sem hann liggur upp við tóft (1). Ekki er endilega víst að garðurinn sé samtíma tóftinni. Garðlagið heldur áfram vestan við tóftina og liggur í sveig þar til hann fjarar út.

Ródólfsstaðir

Ródólfssstaðir – garðlag.

3. Mjög ógreinilegar útlínur sem minna á garðlag. Nánari athugana er þörf til að meta hvort um er að ræða fornleifar. Mögulega hefur upprunalegi túngarðurinn verið um 50 x 50 m, en síðar stækkaður til vesturs (um 100 x 50 m) og þessi hluti túngarðsins rifinn. Fleiri ógreinileg mynstur samsíða þessum má greina örfáum metrum austan þessara útlína en þau voru ekki teiknuð upp.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – fjárhellir.

4. Hugsanleg norðurhlið garðlags (2). Frekari athugana er þörf til að meta hvort garðurinn hafi legið hér yfir höfuð en hér er hann teiknaður með góðum vilja.
5. Jarðfall með tveimur hellum, sem hafa líklega verið nýttir sem fjárhellar. Illa farin grjóthleðsla er á milli hellanna, sem eru um 7 m djúpir og lágir til lofts. Nokkuð af kindabeinum í þeim vestari, líklega frá síðari tímum.
6. Ríflega tveggja metra djúp dæld um 50 m vestan garðlags (2) sem hefur verið brunnstæði.

Ródólfsstaður

Ródólfsstaðir.

7. Gróin dæld, um 40 cm djúp og ríflega 1.5 m í þvermál. Ekki er útilokað að hún sé leifar brunnstæðis eða einhvers konar mannvirkis en þyrfti að athuga nánar á vettvangi.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

8. Rétthyrnd dæld um 50 m austan garðlags (1), 4 x 5 m að flatarmáli og um 1 m djúp. Mögulega hefur hér verið annað brunnstæði en athuga þyrfti það nánar á vettvangi.
9. Ógreinileg ferhyrnd þúst, 9 x 7 m að utanmáli. Líklega er þetta til komið vegna landrofs en athuga mætti þústina nánar. Ef þetta er mannvirki gæti þetta verið stekkur og tengt tóft (1).

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

10. Lág, gróin dæld, um 30-40 cm djúp og lítill kantur umhverfis hana, um 10×10 m að flatarmáli, staðsett í SA-horni túns. Athuga mætti þennan grasblett betur og athuga hvort hér hafi mannvirki staðið.
11. Rétthyrnd upphækkun í norðanverðu túni, um 11 x 7 m að flatarmáli og um 45 cm há. Hún er nokkuð grýtt og mosavaxin að innan og gæti verið náttúrufyrirbæri. Útlitið minnir þó mjög á húsarúst og ráðlagt væri að athuga fyrirbærið nánar. Það finnst fyrir grjóti í ‘veggjum’ þegar gengið er ofan á fyrirbærinu.
12. Lágur kantur, um 8 x 7 m að flatarmáli. Líklega er þetta einungis rof en athuga mætti fyrirbærið nánar og hvort hér hafi verið mannvirki.
13. Lítil nibba rétt norðan túngarðs, þarna er virkt rof og einhverjir steinar að koma í ljós. Ekki er þó víst að þeir teljist til fornleifa.
14. Mjög dauf upphækkun og litabreytingar á gróðri, 10 x 6 m að flatarmáli, rétt vestan túngarðs (2). Ekki er þó víst að það sé vegna fornleifa.
15. Afar ógreinileg upphækkun, 8 x 4.5 m að flatarmáli, líklegast náttúrulegt en mætti athuga nánar á vettvangi.
Ég hlakka til að heyra frá þinni ferð á staðinn og hvort eitthvað nýtt komi í ljós.”

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – minjar.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1905 – Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904 eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 46-47, segir um Rótólfsstaði: “Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhorníð vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Eódólfsstaðir (o: Róðólfsstaðirj. Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum eu Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg
eg að t í Róíólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.”
Brynjúlfur virðist meira upptekinn að sagnfræðilegum heimildum minjanna en þeim sjálfum.

Þegar meintar minjar Rótólfsstaða eru skoðaðar af FERLIRsfólki mátti sjá þar ummerki garða og fleiri fornra minja. Fjárskjólið tvískipta sunnan garða bar með sér augljósar tvískiptar steinhleðslur. Eystri hlutinn hefur væntanlega verið nýttur sem búr. Vestari hlutinn hefur verið nýttur sem fjárskjól, a.m.k. um tíma.

Tvískiptir veggir umhverfis minjasvæðið virðast augljósir. Innan í ofanverðum eystri hluta þeirra virðast vera minjaleifar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

Ofan minjasvæðisins er varða, sem hefur verið breytt í smalaskjól. Sunnan þess er mosagróinn stekkur (ofan garðs). Þaðan að sjá er augljós þvergarður niður að fyrrum selstöðu (ofan fjárhellisins). Þar mótar fyrir þremur rýmum; dæmigerðum selstöðum á þessu landssvæði sem slíkum. Að öllum líkindum hefur selstaðan verið nýtt þarna um tíma, bæði eftir að “bærinn” lagðist af og löngu áður en selstöður lögðust af á þessu svæði (sbr. Mjóanessel þarna skammt vestar), líkt og Hamraselið þarna skammt austar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Ródólfsstaðir

Gunnar Valdimarsson sendi FERLIR eftirfarandi fróðleik um meinta Ródolfsstaði við Ródolfsstaðahæðir. Upplýsingar Gunnars eru mjög áhugaverðar og gefur FERLIRsfélögum ástæðu til að fara aftur á svæðið og skoða það nánar.

“Sæl FERLIRsfólk.

Ródólfsstaðir

Afstaða rústasvæðanna, 1 eru tóttirnar ykkar, 2 gerðið Hringurinn og gerðið á loftmynd á map.is – Gunnar.

Ég heimsæki vefsíðuna ykkar reglulega og hef mikið gaman af. Ég sá að þið voruð að velta fyrir ykkur staðsetningu Rótólfsstaða eða Bótólfsstaða núna nýverið og hef líka litið á umfjöllun Gunnars Grímssonar í verkefninu um byggðaleifar í Þingvallasveit. Ég get vonandi orðið ykkur að liði varðandi þetta.

Um 500-600 m í nokkurn veginn VSV stefnu frá tóttunum sem þið teljið vera undir Rótólfsstaðahæðum suðaustanverðum er annað rústasvæði. Það er vafalaust staðurinn sem Brynjúlfi Jónssyni var bent á þarna á sínum tíma, þ.e. ferhyrningslaga gerði með tótt í norðvesturhorni.

Ródólfsstaðir

Afstaða mannvirkja – Gunnar.

Veggir eru allskýrir og norðurveggurinn mikill og breiður. Til vesturs frá þessum ferhyrningi er annað gerði sambyggt, afmarkað af hringlaga vegg sem virðist tvöfaldur, eins og sá hluti hafi verið stækkaður (eða minnkaður). Í norðvesturhluta ferhyrningsins er húsatótt sem snýr nokkuð á skjön við gerðið og hefur NV-SA stefnu. Þar virðast vera tvö samsíða innrými frá norðri til suðurs og jafnvel það þriðja í norðurendanum, mögulega með dyrum til norðurs. Tótt þessi er öll mosagróin en sæmilega skýr í formi. Rétt suðaustan við hana er niðurgrafin stía með dyrum úr SV-horni. Það er gleggsta tóttin.

Ródolfsstaðir

Afstaða mannvirkja, hús, vatnsból og X, sem gætu verið mannvirkjaleifar við suðurinnvegg ef bjartsýnin er látin ráða – Gunnar.

Í norðausturhorni ferhyrningsins er áberandi trjárunni. Hugsanlega eru einhverjar leifar með norður-suðurstefnu meðfram runnanum að vestan en harla ólíklegt. Eins gætu verið ummerki tveggja stía innan á suðurvegg ferhyrningsins nærri SA-innhorni en óvíst. Það eru mosahaugar og sá vestari líklegri til að hylja eitthvað.

Til suðurs frá ferhyrningnum eru klettar með hellisskútum sem snúa hvor móti öðrum og þar á milli er hlaðinn veggur að sunnanverðu. Vel má vera að þar sé gamalt vatnsból. Í vestari hellinum eru haugar af kindabeinum, ekki mjög gömlum.

Ródolfsstaðir

Séð í vestur eftir ferhyrningnum nær og hringnum fjær. Norðurveggur ferhyrnings til hægri – Gunnar.

Nærri suðvesturhorni ferhyrningsins gæti vel verið tótt sem liggur N-S, annaðhvort tvö samsíða rými eða þá einföld stía byggð saman við túngarð, sem væri þá væntanlega innanverður vesturveggur gerðisins.

Í norðvestur frá ferhyrningnum er mosavaxin slétta eða flötur og þar virðist vera rúst með stefnu austur-vestur og líklegast dyr í austur. Það er grjóthleðsla. Fleiri tóttir gætu leynst á svæðinu en það er erfitt að glíma við þetta umhverfi og ekkert víst í þeim efnum.

Ródolfsstaðir

Hús A og norðurveggur í ferhyrningnum til hægri, horft í vestur – Gunnar.

Ef miðað er við kortið sem fylgir sóknarlýsingunni frá 1840, þá gæti maður ætlað út frá afstöðu að hér sé það sem menn á þeim tíma kölluðu “Bæjarstæði í Hrauni” og tóttirnar ykkar upp við hæðirnar þá Rótólfsstaðir. Þar virðist reyndar vera greinileg tótt með norður-suðurstefnu. En miðað við hve stutt er milli þessara tveggja rústasvæða er líka freistandi að telja þær samstæðar, þ.e. hluta af sömu heild eða býli. Engin augljós íveruhús eru á svæðinu en verið gæti að þau séu uppi á rústasvæðinu ykkar.

Ródólfsstaðir

Hús B til norðurs – Gunnar.

Varðandi þetta má benda á að nokkurn veginn miðja vegu milli þessara tveggja rústasvæða er glompa eða hvilft sem gæti verið vatnsból, virkar svolítið eins og að því sé veggur vestanmegin og gangvegur niður í holuna. Það kann að vera misskilningur en er þó þess virði að á það sé bent.

Þá eru hér nokkrar gagnlegar upplýsingar:

Ferhyrnda gerðið er um 50 m A-V og um 40 m N-S, virðist örlítið breikka til austurs. Veggir eru 2-3 m á þykkt. Hnit á norðurvegg (X).

Ródólfsstaðir

Hús A til suðurs, tóttin í gerðinu (Brynjúlfstótt) – Gunnar.

Tóttin í norðvesturhorni, Brynjúlfstóttin, er um 9 x 7 m. Köllum hana hús A. Krærnar, eða rýmin, gætu hafa verið 120 cm breiðar, sem er eðlilegt miðað við fjárhús og um 5-6 m langar. Veggir um 180-200 cm breiðir nema að norðan, þar sem veggur er 150 cm. Grjót sést á stöku stað í millivegg. Hnit (X).

Niðurgrafna stían, hús B, liggur A-V á lengdina og er þar um 2 m löng og um 1,5 m á breidd. Dyr, 40 cm breiðar, eru út úr SV-horni meðfram V-innvegg og mögulega stuttur leiðigarður vestan með þeim. Dýpt stíunnar er um 60 cm og veggjaþykkt 80-100 cm. Hnit (X).

Ródólfsstaðir

Hús C til vesturs, mögulega tótt en ekki öruggt – Gunnar.

Möguleg tótt við SV-horn ferhyrnings, hús C, er um 5,5 m langt og 2 m breitt. Gætu verið tvö samsíða rými með N-S stefnu en austara rýmið er óvíst.Dyr eru líklega til suðurs og þá um 40 cm breiðar. Grjót er sýnilegt innan í veggjum í innrými hér og þar. Hnit (X).

Tóttin NV við ferhyrninginn uppi í mosanum, hús D, er eitthvað um 6 m löng og 2 m breið. Vesturveggur er um 120 cm þykkur. Fleiri veggjabrot kunna að vera sunnan við suðurvegg.

Ródólfsstaðir

Hringurinn, vesturveggur til S, vatnsból efst á mynd – Gunnar.

Vatnsból og hleðsla sunnan við ferhyrninginn. Klettarnir sjást langt að.

Hringlaga veggur er um 60 m A-V í þvermál í ytri hringnum en um 40 m í þeim innri. Virðist skarast við ferhyrninginn að vestan og er því ekki víst að hringurinn og ferhyrningurinn séu byggðir á sama tíma. Hnit á vesturvegginn er (X).

Mögulegt vatnsból er milli rústasvæðanna.

Mælingar eru grófar ágiskanir og ekki heilagar. Fremur til gamans.

Ródolfsstaðir

Hús D til vesturs, endilöng tótt, austurendaveggur næst á mynd – Gunnar.

Um myndirnar er það að segja að þær eru teknar í tveimur ferðum á þessu ári, annarri 21. maí og hinni 16. ágúst. Í hinni fyrri varð heldur hvasst fyrri smádróna áður en góður árangur náðist og ekki hægt að ná nægri hæð. Í hinni síðari varð ég fyrir því óláni að missa spaða af drónanum í miðjum klíðum sem leiddi til flugslyss (þó án verulegs tjóns). Því eru yfirlitsmyndir fjærri því að vera eins góðar og ég hefði viljað og þarf að fá þær betri. Þær ættu þó að gefa einhverja hugmynd. Almennt er erfitt að mynda tóttirnar svo vel sé enda svæðið erfitt viðureignar og litir, gróðurfar og yfirbragð tóttanna oftast í engu frábrugðið umhverfinu.

Ródolfsstaðir

Hús D til vesturs, endilöng tótt, austurendaveggur næst á mynd – Gunnar.

Ég er ekki menntaður fræðimaður. Þið kynnuð því að spyrja hvers vegna ég hafi þetta undir höndum. Ástæðan er sú að ég litaðist um eftir Rótólfsstöðum fyrir allmörgum árum en fann ekkert. Löngu síðar sá ég á síðunni ykkar aðleit stæði yfir og þá ákvað ég að að reyna aftur, mest til gamans og til að fá útivist og hreyfingu. Þá hafði ég eignast dróna og var því vel útbúinn. Eftir að hafa rýnt í loftmyndir þótti mér eins og eitthvað einkennilegt væri á þessum tiltekna stað og svo reyndist líka vera. Auðvitað getur verið að þið hafið vitað af þessu og ef svo er, þá hendið þið bara þessum pósti. Ef þið viljið meira, þá á ég fleiri myndir og upplýsingar. “

FERLIR fékk góðfúslegt leyfi Gunnars til að birta framangreindan texta.

Ródólfsstaðir

Hús C til vesturs, mögulega tótt en ekki öruggt – Gunnar.

Mjóanes

Í BA-ritgerð Gunars Gímssonar um “Kortlagningu eyðibyggðarinnar á Þingvöllum með flygildum og hitamyndavél” í maí 2020 segir m.a. um Ródólfsstaði:

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir

Mögulegar minjar um Ródólfsstaði sunnan undir Ródólfsstaðahæðum.

Elsta heimild um eyðibýlið Ródólfsstaði er í Ármanns rímum Jóns Guðmundssonar lærða árið 1637 en í einni rímunni gerir sauðaleitarmaður sér ferð „til Rotólfs austur//í rjóðri skógar byggði“ (Ármanns rímur, 1948, bls. 8). Setningin „Rotólfsstaðir norður undan Miðfellsfjalli“ er síðar rituð á lausan miða og er stungið inn í drög af Jarðabókinni, innan kaflans um Þingvallasveit, því þar þótti miðinn best eiga við (JÁM II, bls. 363). Í sóknarlýsingunni 1840 skrifar séra Björn Pálsson: „Bótólfsstaðir og Bæjarstæði í Miðfellshrauni“ og merkir býlin hér um bil mitt á milli Miðfells og Skálholtsvegar á korti (Björn Pálsson, 1979, bls. 186).

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Brynjúlfur Jónsson lýsir Ródólfsstöðum svohljóðandi í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1905: Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 46–47). Brynjúlfi þykir nafn bæjarins merkilegra en rústirnar sjálfar og telur þær hljóta að hafa heitið Ródólfsstaðir en ekki Rótólfsstaðir, þar sem hann telur þær kenndar við einhvern Róðólf en nafnið hafi síðar orðið að „Ródólfi“. Dettur Brynjúlfi helst í hug Róðólfur (eða Hróðólfur) biskup en bætir svo við að „auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja“ (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 47).

Mjóanes

Mjóanes.

Ekki verður séð að Brynjúlfur hafi vitað af þjóðsögulegum uppruna nafnsins í Ármanns rímum. Hann getur þá ekki sérlega nákvæmlega til um staðsetningu bæjarins en tæpum 30 árum síðar skrifar Ásgeir Jónasson úr Hrauntúni: Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir efri og neðri. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag. Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó árb. 1905, bls. 46–47). (Ásgeir Jónasson, 1932, bls. 81) Jónas Halldórsson í Hrauntúni, faðir Ásgeirs, telur hins vegar að Ródólfsstaðir hafi varla getað verið býli, enda sé ekkert þar til að lifa við og einnig skóglaust (Jónas Halldórsson, 1921).

Mjóanessel

Gamla þjóðleiðin upp á Skálholtsveg frá Miðfelli.

Jónas segir það í miðri ritdeilu við Guðmund Davíðsson vegna þjóðgarðsáforma en Guðmundur notaði munnmæli um eyðibýli á örfoka landi til marks um að þar hafi eitt sinn verið glæstir skógar, sem byggt hafi verið í en hafi eyðst vegna ágangs manna. Því væri vert að friða landið og leyfa því að gróa upp (Guðmundur Davíðsson, 1919). Jónas Halldórsson sá hins vegar fram á að missa býlið sitt vegna þjóðgarðsmyndunar og því hefur hann mögulega séð ástæðu til að slá á hugmyndir um forna byggð á uppblásnum svæðum. Eyðibýlið svokallaða var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 1927 þar sem það er kallað Ródólfsstaðir eftir túlkun Brynjúlfs.

Pétur J. Jóhannsson

Pétur Júlíus Jóhannsson. Pétur fæddist í Skógarkoti þar sem foreldrar hans voru síðustu ábúendur. Síðar bjó hann um tíma í Mjóanesi. Snemma varð ljóst að Pétur J. Jóhannsson ætti öðrum mönnum fremur aðgang að námu, sem nú er eflaust lokuð, en það er vitneskja um leyndardóma Þjóðgarðsins á Þingvöllum í smæstu efnum. Bestu menn hafa skrifað öndvegisrit í þessari grein og er þar fjölmörgu til skila haldið. En Pétur vissi fleira. Því varð það að ráði að hann fengi í hendur loftmyndir af þjóðgarðinum. Þar skrásetti hann örnefnin öll, sem honum voru kunn, vel á sjöunda hundrað innan þjóðgarðsmarkanna. Þingvallanefnd sýndi Pétri verðskuldaðan sóma af þessu tilefni. Nú er verkið varðveitt hjá Landmælingum Íslands. Mun það verða fræðibrunnur, þeim er ausa vilja af á komandi tíma. Með þeim hætti lét Pétur J. Jóhannsson okkur hinum í té heimild, sem hvergi er til nema þar.

Ekki er fjallað um eyðibýlið á opinberum vettvangi á næstu áratugum að Pétri J. Jóhannssyni undanskildum, sem hafði eftir sögusögnum að býlið hefði staðið vestan undir Ródólfsstaðahæð (Gunnar Þórisson og Pétur J. Jóhannsson, 1983, bls. 186). Sumarið 2012 fór félagið Ferlir að hæðinni og staðsetti mögulegar rústir sunnan undir henni, þar sem þótti líklegt að búið hefði verið í stuttan tíma (Ómar Smári Ármannsson, 2012). Þar sáust ummerki um grónar tóftir og garð. Austan tóftanna sást skúti með hleðslum við opið, sem gæti hafa verið fjárskjól (Ómar Smári Ármannsson, munnleg heimild, 4. október 2019).

Nokkur efi var um tilvist Ródólfsstaða og að vissu leyti er sá efi enn til staðar. Landsvæðið norðan Miðfells er afar illa farið vegna ágangs fólks og fjár og erfitt er að gera sér í hugarlund að nokkur hafi viljað búa þar miðað við núverandi gróðurfar. Þar sem Ródólfsstaðir koma úr Ármannsrímum er spurning hvort býlið sé nokkuð meira en þjóðsaga. Aftur á móti eru tvær selstöður á þessu svæði, hvor við sinn fjárhelli. Heimildir um Ródólfsstaði eru að auki það margar að ekki er hægt að slá tilvist þeirra algjörlega af. Ef gert er ráð fyrir að allar heimildirnar séu óskeikular ætti að leita að litlum, ferhyrndum túngarði með tóftum vestan í. Staðsetningin ætti þá að vera milli Efri- og Neðri-Ródólfsstaðahæða, vestan undir þeirri efri, sunnan grjótbala og austan hraunholu.

Ekki er hægt að segja til með vissu hvort Ródólfsstaðir hafi hér verið staðsettir, að því gefnu að Ródólfsstaðir hafi í raun verið meira en þjóðsaga. Mögulega gæti þó mannvirkið, sem hér er, verið ein af þeim rústum sem Brynjúlfur Jónsson (1905, bls. 46–47) segir standa vestan í ferhyrndum túngarði. Tvö til þrjú mismunandi kolalög geta þá bent til þess að þarna séu tvö eða þrjú byggingarskeið og útlínur mannvirkisins á yfirborðinu séu leifar yngri rústa, til dæmis seljarústa líkt og túlkað hefur verið á Grímsstöðum, Litla-Hrauntúni og Hrafnabjörgum. Við frekari leit að Ródólfsstöðum ætti að einblína á þetta svæði og skoða vel alla staði þar sem trjágróður vex. Sérstaklega ætti að leita að ummerkjum túngarðs, t.d. sunnan tvískipta mannvirkisins.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Mögulega gætu minjar leynst um 30 metrum vestan þess en þar mótar fyrir rétthyrndri dæld á yfirborðslíkani, sem er um 13 metrar að lengd. Þar gæti verið mannvirki hulið birkigróðri en borkjarnarannsóknir gætu skorið úr um hvort þar séu fornleifar eða gróið rofabarð. Svæðið ætti að skoða að vetri til en mögulega gætu snjóskaflar auðveldlega safnast upp við brekkuræturnar og torveldað heilsársbúsetu. Einnig ætti að rannsaka betur skútann sem meðlimir Ferlis telja vera fjárhelli en var ekki skoðaður í þessari umfjöllun, enda er fordæmi um selstöður við fjárhella á þessum slóðum. Ráðgátan um Ródólfsstaði telst enn óleyst en hafi þeir í raun verið til er líklegt að þeir hafi verið hér, enda samræmist staðsetningin örnefnum og heimildum, auk þess sem fornleifar eru á staðnum.

Mjóanesel

Mjóanessel – fjárhellir (Selshellir).

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: “Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skammt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn.

Mjóanessel

Mjóanessel – fjárhellir.

Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.”

Mjóanessel

Mjóanessel – fjárhellir.

Ekki er að sjá að Gunnar hafi skoðað Mjóanesselið, sem skammt norðvestan Ródólfsstaðahæða, og eini vel gróni bletturinn í heiðinni.

Jarðabókin 1703 segir um Mjóanes (Miófanes): “Selstöðu sæmilega á jörðin í sínu landi, sem enn nú er og brúkuð” (bls. 361). Um Rófólfsstaði (bls. 363) segir: “Rotólfsstaðir norður undan Miðfellsfjalli”.

Jóhann Jónsson

Jóhann Jónsson og Rósa Jónsdóttir í Mjóanesi.

Rætt var bóndann á Mjóanesi, Jóhann Jónsson. Hann kvað selið í Karhrauni hafa verið frá Mjóanesi, en hann kynni ekki frekari deili á því, þ.e. hvenær það hafi verið í brúkun eða hvenær það lagðist af. Selstígurinn frá bæ væri þó enn vel greinilegur, a.m.k. á köflum, einkum hið efra. Þá hafi þjóðleiðin, Hraungatan, legið upp frá norðanverðu Miðfelli og fast upp með selinu að austanverðu að Gjábakka. Hún væri augljós, þótt lítt væri farin hin síðari ár.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Þjóðleiðin var gengin að þessu sinni, frá lítilli hestarétt við þjóðveginn ofan norðanvert Miðfell. Á kortum er Fjárhellir merktur á hæð austan götunnar, en að stenst ekki. Þar eru tvo op, hvort við annað. Hið vestara geymir u.þ.b. 60 metra langan helli. Fremst eru nöguð bein kindar.
Í Mjónesjaseli er hins vegar hinn ágætasti fjárhellir. Í honum eru hleðslur. Ofan á hraunbólunni er gróin varða; selsvarða. Framan við hellisopið eru fjögu samliggjandi rými, auk einnar stakrar. Hlaðinn stekkur er skammt suðaustar. Eldri minjar má mögulega greina við selstöðuna. Ekki er hægt að útiloka að selið hafið verið byggt upp úr eldri minjum, en það virðist ekki hafa verið endurbyggt og því líklega verið í notkun í tiltölulega skamman tíma sem slíkt, mjög líklega frá því um miðja 19. öld til loka selstöðunnar um 1870. Gerð rýma og samsetning bendir til seinni tíma byggingarhátta.
Vatnsbólið frá selinu hefur verið skammt suðaustan við það. Þar eru nú uppþornaðir flekkir í mældarlægð.

Mjóanessel

Mjóanessel. Hér sést gamla þjóðleiðin vel ofan við selið sem og áframhald selstígsins inn á leiðina.

Með vísan í Brynjúlf varðandi nefndan Róðólf biskup og ferða hans á Alþingi mætti ætla að “Róðólfsstaðir” hafi aldrei verið bær, einungis “sæluhús” í takmarkaðan tíma að sumri. Af þeirri ástæðu væri vel þess virði að gefa Mjóanesseli meiri gaum en verið hefur, en þess hefur vart verið getið í heimildum til þessa. Sem fornleif er hún a.m.k. enn óskráð, sem slík. Þá gefur sóknarlýsing séra Björn Pálssonar frá  1840: “Bótlfsstaðir og Bæjarstæði í Miðfellshrauni“ og merkir býlin hér um bil mitt á milli Miðfells og Skálholtsvegar, byr undir báða vængi. Þá er Mjónessel beint “norður undan Miðfellsfjalli”. Ródólfsstaðahæðir eru skammt austan selsins. Pétur J. Jóhannesson taldi einnig að eyðibýlið hefði staðið vestan undir Ródólfsstaðahæð[um].
Þá er vert að minnast þess að “staðarnafnið” var jafnan kennt við kirkjustaði þótt nöfn þeirra bentu ekki til þess. Má í því sambandi benda á Staðarselið í Selvogsheiði, en það var frá kirkjustaðnum Strönd í Selvogi.
Allar nánari upplýsingar um svæðið í heild eru vel þegnar…

Mjóanessel

Mjóanessel – uppdráttur ÓSÁ.

Hamraselshæðarhellir

Staðsetning Ródólfsstaða hefur lengi verið á huldu – þangað til nú. Á göngunni var “Undirgangur” m.a. skoðaður að hluta. Í ljós kom og einn af lengri og alls ekki síðri hellum landsins (reyndar ekki samfelldur), ca. 3 km langur. (Þess ber að geta að FERLIR er hér á þessu svæði kominn skammt út fyrir “umráðasvæði sitt”, þ.e. landnám Ingólfs á Reykjanesskaganum og því voru minjastaðirnir ekki skráðir sérstaklega – þótt merkilegir væru.)
Rodolfsstadir-1Í örnefnalýsingu fyrir Miðfell í Þingvallahreppi (Ásgeir Jónasson) frá Hrauntúni segir m.a.:
“Frá bænum liggur Hellisgata austur að fjárhelli fyrir norðan Dagmálabrúnir. Að hellinum er hægt að ganga á 20 mín.; hann er kippkorn na. af Brúnum. Frá hellinum heldur gatan áfram austur hraunið, [um]  Gjáarhóla, sunnan Háhrauns austur í Drift, og er heybandsvegur á sumrum. Hellirinn er hið mesta hrakhýsi, lágur, dimmur og blautur. Þar var byggð heyhlaða 1892; í honum var haft á vetrum um hundrað sauðir og tuttugu til þrjátíu ær. Heyið var gefíð á gadd, sem kallað var, með öðrum orðum: látið á fönn. Féð þyrptist þar utan um og át. Fór furðu litið til ónýtis.
Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heitir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þvergili í Drift, en hin að Driftarenda. Lítinn kipp austur af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu.
Lengra austur, sunnan götunnar, er HraungotuhellirSigghólsgötuvarða. Þar austur af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar, þrír lágir hraunhellar. Þar suðaustur af eru Hellishæðir. Norður af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Þaðan hækkar hraunið austur eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endilöngum. Öll sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krókhólum [í Kaldárhöfða].
Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-Karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-Karhrauni Rodolfsstadir-2og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosabalar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum og smáum. Suðaustur af Litla-Karhrauni eru tveir hellar kenndir við Hraungötu; austur af miðju Litla-Karhrauni er einn hellir, sem við það er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir, kenndur við Stóra-Karhraun. Austan við Mosa er Stóra-Karhraun af sömu gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær norður á móts við Driftarenda og suður undir Sigghólsgötu.
Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir, Efri- og Neðri-. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag.
Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert Rodolfsstadir-3mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó Árb. 1905, bls. 46−47).”
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: “Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja.

Rodolfsstadir-7

En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.”
Þegar þetta fyrrverandi bæjarstæði var skoðað 2012 mátti telja líklegt að þar hafi bær eða kot verið stuttan tíma fyrir alllöngu síðan. Sjá mátti móta fyrir tveimur húsum, hluta hleðslu, og einu eða jafnvel tveimur litlum húsum skammt vestar. Með götunni að tóftunum mátti greina garðlag. Gras var takmarkað, en þess meira lyng og kjarr. Staðsetningin er hins vegar ákjósanleg suðsuðvestur undan greindum urðargíg Efri-Ródólfsstaðahæðar. Þarna eru verkefni fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar. (Hnit voru tekin.)
Rodolfsstadir-8Austan við hæðir þessar, upp að Grímsnesvegi, er sléttlendur halli suður að Mosum; heita þar Bringur. Í þeim endilöngum er hellraröð, þar sem víða má ganga úr einum í annan, og heitir það Undirgangur. Þar austur af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafnlangt upp og Bringur, og niður að Stóra-Karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir vafalaust verið sel.”
Þegar FERLIR skoðaði Hamraselshæðir (Hamraselshæðahelli) 2012 kom a.m.k. tvennt í ljós; hellirinn hefur jafnan verið rangt staðsettur á landakort, auk þess sem við hann má finna ýmsar aðrar minjar, s.s. leifar af húsi og skotbyrgi refaskyttu. Að þessu sinni (vorlagi) var enn talsverður snjór í hellinum. Á snjónum var allmikið af tófuskít, sem bendir til þess að þarna hafist skolli enn við; annað hvort innst í hellinum eða í lítilli hraunbólu skammt ofan við hann. Ef um selstöðu hefur verið að ræða (sbr. örnefnið  Hamrasel), þá hefur hún ekki verið þarna. Rakinn var hellisstígurinn niður Bringur að Mosum og var þá komið niður í álitlega selstöðu.

Rodolfsstadir-6

Sá gállinn var bara á henni að þykk snjófönn þakti allt svæðið svo ekki var hægt að staðfesta tóftir í þessari annars skjólgóðu kvos. Svæðið verður því skoðað nánar síðar.
“Miðfellsfjall hefir þrjú aðalnöfn; vestast er Múli, lágur og flatur að ofan; þar næst er Dagmálafjall, stór og mikill ávalur hnúkur; þar eru haldin dagmál frá Mjóanesi; [Hattur er klettur efst á Dagmálafjalli,til að sjá eins og hattur]. Þá kemur; þar skiftist fjallið því nær í tvennt; svo byrjar Norðurfjall.”
Á leiðinni til baka var m.a. komið við í stórum og miklum helli; hraunhveli, á Mosum. Í örnefnalýsingunni má m.a. lesa eftirfarandi um svæðið norðan Hellisgötunnar fyrrnefndu: “Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heitir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þvergili í Drift, en hin að Driftarenda.

Undirgangur-2

Lítinn kipp austur af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu. Lengra austur, sunnan götunnar, er Sigghólsgötuvarða. Þar austur af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar, þrír lágir hraunhellar.  Þar suðaustur af eru Hellishæðir. Norður af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Þaðan hækkar hraunið austur eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endilöngum. Öll sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krókhólum [í Kaldárhöfða].

Rodolfsstadir-4

Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-Karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-Karhrauni og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosabalar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum og smáum. Suðaustur af Litla-Karhrauni eru tveir hellar kenndir við Hraungötu; austur af miðju Litla-Karhrauni er einn hellir, sem við það er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir, kenndur við Stóra-Karhraun.

Rodolfsstadir-10

Austan við Mosa er Stóra-Karhraun af sömu gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær norður á móts við Driftarenda og suður undir Sigghólsgötu.”
Áður hafði verið fjallað um Kaldárhöfðaselin. Í örnefnalýsingu fyrir Miðfell segir um þau: “”Norður af Kaldárhöfðavöllum gengur heiðarmúli vestur úr Lyngdalsheiði, er heitir Selmúli. Þar norður af eru Selvellir. Þar er lítil uppsprettulind, er sjaldan þornar að fullu. Austur af  Selvöllum, í heiðarbrúninni, byrja grasbrekkur þær, er Drift heita. Syðst í henni er Selhvammur. Þar uppi á heiðarbrúninni hafði verið sel frá Kaldárhöfða, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ekki sást þar til tófta í lok nítjándu aldar.”
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.  

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Miðfell.

Hamrasel

Hamraselshellir.

Miðfell

Á loftmynd má sjá gróna flöt vestarlega á svonefndum Mosum ofan við Miðfell í Þingvallahreppi. Að flötinni liggur forn gata upp frá bænum. Auk hennar má sjá nokkrar aðrar götur er liggja ýmist til norðurs og suðurs eða austurs og vesturs. Í Friðlýsingaskránni frá 1990 stendur m.a. þetta um friðlýstar minjar ofan við Miðfell: “Miðfell. Rústir Ródólfsstaða, uppi í hrauninu. Sbr. Árb. 1905: 46-Midfell-147. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.” Vitað er að austan núverandi vegar undan Miðfelli er fjárhellir sem notaður var fram á öldina.
Þegar FERLIR kom að framangreindum helli mátti m.a. sjá leifar túngarðs og annarra hleðslna við hann. Túngarðurinn hefur verið verklegur þótt nú sjáist hann einungis að hluta. Leifar af hlöðnu ferhyrndu húsi eru norðan í túninu, rúst sauðakofa suðvestar og minjar stekks suðvestan við túnið. Heillegustu hleðslurnar eru veggir framan við hellisopið; inngangurinn.
Fjárhellirinn hefur getað hýst a.m.k. 200 kindur. Hann er bæði víður og langur, ca. mannhæðahár. Fyrrum hefur verið hærra til lofts því talsvert tað hefur sest á gólfið. Augljóst er að þarna hefur verið fjárskjól, en önnur ummerki gefa til kynna að þarna hafi getað verið kot fyrrum.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: “
Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna.

Midfell-2

Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.”
Midfell-3Í örnefnalýsingu fyrir Kaldárhöfða segir m.a. um austur/vestur göturnar: “
Austur af Mölvíkum, alllangt austan vegar, eru Krókhólar (ekki Hrakhólar (GG)), hólaröð. Það eru ekki stórir hólar, sem mynda hrygg, er hraunbollar ganga inn í. Þar sem þeir eru hæstir, er stór varða, Krókhólavarða. Vestan við Krókhóla liggja svonefndar Prestagötur út af Miðfellsgötunum. Þegar Þingvallaprestar fóru til Úlfljótsvatnskirkju, styttu þeir sér leið með því að fara fyrir vestan Vesturhöfðann, beint yfir Kaldá fyrir vestan bæinn í Kaldárhöfða og svo beint að ferjustað móti Úlfljótsvatni. Voru þeir sóttir þaðan austur yfir vatnið.”
Í örnefnalýsingu fyrir Miðfellshraun segir: ”
Frá bænum liggur Hellisgata austur að fjárhelli fyrir norðan Dagmálabrúnir. Að hellinum er hægt að ganga á 20 mín.; hann er kippkorn na. af Brúnum. Frá hellinum heldur gatan áfram austur hraunið, [um]  Gjáarhóla, sunnan Háhrauns austur í Drift, og er heybandsvegur á sumrum.
Hellirinn er hið mesta hrakhýsi, lágur, dimmur og blautur. Þar var byggð heyhlaða 1892; í Midfell-4honum var haft á vetrum um hundrað sauðir og tuttugu til þrjátíu ær. Heyið var gefíð á gadd, sem kallað var, með öðrum orðum: látið á fönn. Féð þyrptist þar utan um og át. Fór furðu litið til ónýtis.
Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir, Efri- og Neðri-. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag. Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó árb. 1905, bls. 46−47).
Austan við hæðir þessar, upp að Grímsnesvegi, er sléttlendur halli suður að Mosum; heita þar Bringur. Í þeim endilöngum er hellraröð, þar sem víða má ganga úr einum í annan, og heitir það Undirgangur.
Þar austur af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafnlangt upp og Bringur, og niður að Stóra-Karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir vafaust verið sel. Syðst á hæðum þessum er stór brekka við Stóra-Karhraun, er Grembás heitir.”                             

Heimildir m.a.:
-Friðlýsingaskrá 1990.
-Örnefnalýsing fyrir Kaldárhöfða.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1905, Rannsókn í Árnesþingi, Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, bls. 46-47.
-Örnefnalýsing fyrir Miðfellshraun.

Miðfell

Miðfellsleið.