Færslur

Hvalsnessteinninn

Fyrirspurn hafði verið send fulltrúa Þjóðminjasafns Íslands varðandi rúnasteininn á Hvalsnesi.
UtskálasteinninnEftirfarandi svar barst um hæl: “Rúnasteinarnir frá Hvalsnesi eru í vörslu Þjóðminjasafnsins. Líklega eru þeir í geymslu safnsins í Dugguvogi (fremur en í Vesturvör). Það gæti verið dálítið maus að komast að þeim. Þeir hafa skráningarnúmerin Þjms. 10929 (aldur: 1450-1500) og Þjms. 5637 (aldur: 1475-1500). Hægt er að lesa um þá í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 2000-2001 bls. 12.” Jafnframt er getið um rúnastein frá Útskálum (og fyrr hefur verið fjallað um).
Steinninn, sem fjallað var um í Árbókinni 1908 hefur skv. þessu númerið 5637 hjá Þjms. Jafnframt fylgdi eftirfarandi ábending: “
Þú ættir að hafa samband við Þórgunni Snædal, rúnafræðing. Mér þykir líklegt að hún geti sagt þér allt sem hægt er að vita um þá og gæti líka átt myndir af þeim.”
Rúnasteinn

Haft var samband við Þórgunni. Hún svaraði um hæl: “Allir rúnalegsteinar í vörslu Þjóðminjasafns hafa verið, og eru vonandi enn, í geymslu Þjóðminjasafnsins í Dugguvogi, en þar skoðaði ég þá 1997-98. Því miður var þeim staflað upp í hyllur og erfitt að komast að þeim og nærri ógerlegt að mynda þá. Þess vegna eru svona fáar myndir í skránni minni í Árbók. Ég hef lengi ætlað að fara aftur í Dugguvoginn og reyna að mynda steinana með stafrænni myndavél, en ekki komið því í verk ennþá. Hugsanlega á ég lélega slidesmynd af Hvalsnesbrotunum sem ég gæti skannað og sent, ég skal athuga það, annars er mynd af þeim í Bæksteds Islands Runeindskrifter.
YngraMér virðist tímasetning Bæsteds til loka 15. aldar eða um 1500 geta vel staðist, enda er meirihlutinn af rúnalegsteinunum frá seinni hluta 14. aldar til upphafs 16. aldar.”
Engar ljósmyndir bárust, en finna mátti myndir af framangreindum steinum á vefsíðunni –http://www.arild-hauge.com/islandruner.htm

Í grein Þórgunnar Snæland, “Rúnaristur á Íslandi”, sem birtist í árbók Hins ísl. fornleifafélags 2000-2001, bls. 12, segir m.a. um nefnda rúnasteina á Hvalsnesi:

Hvalsnes 1 (Þjms. 10929); hraungrýti, L.65 cm, B. 39 cm, Þ. 24 cm, RH. 6 cm: “her : huilir : margr…” – Hér hvílir Margrét. Steinninn fannst í Hvalsneskirkjugarði, ekki er vitað hvenær. eins og steinarnir frá Útskálum var hann sendur til Odnordisk Museum í Kaupmannahöfn 1843 og kom á Þjóðminjasafn 1930. Tímasetning í IR (Anders Bæksted: Islands Runeindskrifter. Bibliotheca Arnamagnsæana. Vol. 2, 1942): 1450-1500.
Um er að ræða legstein. Kross er höggvinn á steininn og inn í “langtréð” er áletrunin greypt. Síðasta rúnin er eins konar bindirún.

Hvalsnes 2 (Þjms. 5637); grágrýti, L. 118 cm, B. 40 cm. Þ. 7-30 cm, RH. 9-14 cm: “her hu—r : ingibrig: -of-s : doter”EldraHér hvílir Ingibjörg (?) Loftsdóttir. Steinninn, sem er í tveimur brotum, fannst laust eftir aldamótin 1900, kom á Þjóðminjasafn 1908þ Tímasetning í IR: 1475-1500.Â

Um nefndan Anders Bæksted segir Þórgunnur m.a. (bls. 8-9): “Bæksted ferðaðist um Ísland og skoðaði rúnaristur árin 1937, 1938 og 1939. Því miður kom heimsstyrjöldin í veg fyrir að hann fengi lokið verkinu sem skyldi. Hann fékk ekki nauðsynleg gögn frá Íslandi og áform hans að birta rúnaristurnar í samvinnu við þáverandi þjóðminjavörð, Matthías Þórðarson, sem var manna fróðastur um íslenskar rúnaristur, fóru út um þúfur.
Þrátt fyrir erfiðar kringumstæður er IR (Islands Rundeindskrifter) gerð af þeirri vandvirkni og umhyggju um smáatriði sem setur svip á allt sem Anders Bæksted skrifaði um rúnir, en þar má m.a. nefna doktorsritgerð hans Maalruner og Troldruner (1952).

Flekkuvíkursteinninn

Í IR (bls. 13-70) rekur hann sögu og þróun íslenska rúnastafrófsins sem eðilega er mjög skylt norska rúnaletrinu. Hann aldursgreinir rúnalegsteinana út frá rúnagerðunum og málinu, að svo miklu leyti sem það er hægt.” Á eldri steina er ritað með örðum hætti en þá yngri. “Þessi tímasetning er þó ekki alltaf áreiðanleg, á mörgum steinum blandast eldri og yngri rúnagerðir.
Aldursgreining er að sjálfsögðu einföld ef nöfnin á steinunum eru þekkt úr öðrum heimildum, en það á við um þriðjung steinanna. Ljóst er að flestir steinanna eru frá 15. og 16. öld.”

Fulltrúa Þjms var send eftirfarandi svar: “Þakka skjót svör – Í grein ÞS í Árbókinni 200-2001, bls. 12, er lítið um steinana sjálfa (sendi ÞS þó fyrirspurn með von um meiri fróðleik v/letrið, hugsanlegan aldur og myndir).
Ef það væri ekki óþarfa fyrirhöfn væri áhugavert að fá að skoða umrædda steina (aðallega þó 5637), sem eru í vörslu Þjms. og jafnvel mynda.” Ekki var hægt að verða við þeirri beiðni fyrr en með vorinu (skrifað í janúar).

“Óðinn var guð menntamannsins. Hann er hinn forni guð sem tók hina dauðu til sín. Athöfnin að hengja glæpamenn er án vafa sprottin frá dýrkun hans. Þegar líður á víkingaöldina er hann í auknum mæli tekinn upp af skáldum og konungum. Óðinn er sagður hafa fundið upp rúnaletrið eftir að hafa hangið öfugur upp í tré í níu daga og níu nætur. Þetta klingir nokkrum bjöllum, heilaga talan níu og heilaga gjörðin að hanga. Samkvæmt goðsögunum þá er það með þessu móti sem Óðinn uppgötvar galdra. En er það hið eina sem rúnaletur gengur út á? Alþýða manna tengdi þetta við galdra enda gat hún ekki lesið skriftina. Skáld, konungar, höfðingjar og annað yfirstéttarfólk, þeir sem tilbáðu Óðinn voru þeir sem notuðu rúnaletur Óðins til Kistugerðissteinninnsamskipta. Honum er einnig þakkað fyrir að hafa komið með skáldskapinn, en hann rænir einmitt skáldskaparmiðinum af jötnum. Það er algengt í frásögnum fornmanna að skáld þurfi að verða drukkinn til að komast í rétt ástand til að yrkja. Margir telja að það sé arfur af því annarlega ástandi sem sjamaninn þarf að vera í, til þess að geta séð um athöfnina.”

Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.
Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir Draughólssteinninnenda gat verið seinlegt að rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.

En hver var Margrét? Og hver var Ingibjörg? Var Ingibjörg systir Þorvarðar Loftssonar? Og var þetta Margrét sú er kom við sögu í máli Jóns Gerrekssonar Skálholtsbiskups?. Samkvæmt þeirri frásögn girntist brytinn í Skálholti, Magnús kæmeistari, heimasætuna á Kirkjubóli, Margréti Vigfúsdóttur Hólm en bróðir hennar var Ívar Vigfússon Hólm, hirðstjóri konungs. Magnús þessi var af sumum talinn launsonur Jóns biskups og veitti forystu lífvarðasveit hans.
Margrét, … sem talin var einhver bestur kvenkostur á Íslandi”, hryggbraut hann hins vegar og hugðist Magnús leita hefnda. Hann fór að Kirkjubóli, a.m.k. samkv. skáldsögu Jóns Björnssonar; “Jón Gerreksson”. Hann fór að Kirkjubóli í skjóli nætur og brenndi bæinn til grunna, en drap Ívar þegar hann freistaði útgöngu.
HaugbúasteinninnMargrét náði að forða sér með því að grafa göng með skærum sínum og flýja í skjóli reyksins. Sór hún þess dýran eið að eiga þann mann sem næði að hefna bróður síns.
Þar sem Margrét flúði land strax eftir ódæðið hlaut hefndin að koma niður á Jóni Gerrekssyni og kom hún í hlut Þorvarðar Loftssonar, höfðingja frá Mörðuvöllum í Eyjafirði, er hann átti Jóni grátt að gjalda vegna fyrri misgjörða. Jón Gerreksson var aflífaður árið 1433. Veittu höfðingjar úr Eyjafirði og Skagafirði honum aðför í Skálholti, drápu sveina hans sem í náðist, settu Jón í poka og drekktu honum í Brúará.
Þremur árum síðar gekk Þorvarður að eiga Margréti og eignuðust þau börn og buru.

Hvað sem öllum vangveltum líður hefur þarna verið um vel settar konur að ræða í báðum tilvikum, auk þess sem áætlaður aldur rúnasteinanna í Hvalsnesi passa við þann tíma er þær Margrét og Ingibjörg voru uppi. Leturgerð rúnasteinanna virðist vera frá svipuðu tímabili svo ólíklegt má telja að þær skyldkonur hafi átt margar nöfnur á þeim tíma, er þær voru og hétu í Hvalsnessókn. Hafa ber þó í huga þann möguleika að rúnasteinarnir kunni að vera eldri en fyrrgreind aldursákvörðun gefur til kynna. Líklegt má telja að grafsteinar hafi ekki verið teknir úr kirkjugarðinum á Hvalsnesi til nota í kirkjugarðsgarðinn nema þeir hafi verið þess mun eldri og grafirnar fyrir löngu grónar upp og gleymdar. Þá hefur grafreiturinn á Hvalsnesi áreiðanlega verið færður nokkrum sinnum og grjót úr eldri görðum verið tekið og nýtt í hleðslur, enda vel til þess fallið. Vegna aldurs áletranna og úreldis þeirra hefur grjótið verið hætt að þjóna fyrra hlutverki sínu og því verið endurnýtt til nauðsynlegri þarfa.

Geymslan

Rúnir og aðrar áletranir á grjóti hefur áreiðanlega varðveist misvel á ýmsum tímum. Þannig má telja að áletrun, sem hefur umverpst jarðvegi og legið í jörðu hafi varðveist betur en sú er hefur staðið berskjölduð andspænis veðrun; regni og vindum, jafnvel um aldir. Sú fyrrnefnda gæti síðan hafa verið færð upp á yfirborðið, uppgötvuð skömmu síðar, tekin til handargangs og flutt undir þak. Ástandið á mismunandi áletrunum rúnasteina segir því lítið til um aldurinn, en leturgerðin gæti þó gert það, sbr. fyrri umfjöllun og tilvísanir. Hafa ber þó huga að rúnasteinar hafa verið gerðir á seinni tímum, löngu eftir að leturtegundin var aflögð. Eina áreiðanlega vísbendingin um aldur rúna er sú að slíkir steinar geta varla talist eldri en upphafið á notkun letursins segir til um.

Gaman hefði verið ef ofangreindar vangaveltur um þær Margréti og Ingibjörgu hefðu gengið upp, en þær gera það ekki ef tekið er mið af upplýsingum Íslendingabókar. Skv. henni mun Margrét hafa verið á Möðruvöllum fyrir norðan og Þorvarður átti ekki systur að nafni Ingibjörg. Þorvarður átti hins vegar jörð á Reykjanesskaganum, þ.e. Strönd í Selvogi.

Fleiri rúnasteinar eru á Reykjanesskaganum, s.s. í Garði (haugur fornmannsins), við Draughól, í Kistugerði og í Flekkuvík. Aflangur rúnasteinn, sem vera átti við “Kéblavíkurveginn” ofan við túngarðinn á Hólmi, hefur hins vegar enn ekki komið í leitirnar þrátt fyrir eftirgrennslan.
Framangreindda rúnasteina ætti að varðveita á þeim stöðum sem tilefni þeirra og áverkan varð til enda hluti af menningarafleifð svæðanna. Þeir koma að engu gagni lokaðir inni í óhentugu geymsluplássi sem ekkert hefur að gera með tilvist þeirra.

Heimild:
-Árbók Hins ísl. fornleifafélags 200-2001, Þórgunnur Snædal, Rúnaristur á Íslandi, bls. 5-66.
-Saga Garðs, bls. 94.
-Annálar 1400-1800, I. og III. bindi, Hið íslenska bókmenntafélag 1922-‘ 38.
-www.hugi.is
-http://www.arild-hauge.com/islandruner.htm

Hallgrímshella

Hallgrímshellan.

 

Hvalsnes

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1908 fjallar Matthías Þórðarson m.a. um nýfundinn rúnastein á Hvalsnesi undir framangeindri fyrirsögn (Nýfundinn rúnasteinn á Hvalsnesi).
Í dag er ekki vitað um rúnastein á Hvalsnesi. Hvar er þá þessi merkilegi steinn sem fyrrverandi þjóðminjavörður taldi ástæðu til að geta sérstaklega um í Hvalsnesárbókinni?
“Á skrásetningarferð minni um Suðurnes í ágústmánuði í sumar var mér sagt til tveggja rúnasteinsbrota á Hvalsnesi. Athugaði ég brotin (28. ágúst) og virtist mér þau vera úr sitt hvorum steini, svo ólík voru þau að sjá bæði að rúnalagi og allri gerð. Annað lá úti undir kirkjugarðsveggnum að sunnanverðu, fyrir utan hann; er það aftar hluti steinsins. Hitt var í hleðslunni í norð-vesturvegg kirkjugarðsins að innanverðu og sást á þá hlið sem rúnirnar voru á. efni beggja brotanna er grágrýti (dolerit) og er það brotið, sem í hleðslunni var, orðið eytt og  veðurbarið; hefði það verið hér mörg ár enn, var fyrirsjáanlegt að allt verk hefði eyðst af því.”
Þá getur Matthías um forgengileika grjótsins og að “allt letur er horfið af þeim á fám árum” þótt víða megi enn sjá grafsteina allt frá 16. og 17. öld í kirkjugörðum.
Hvalsneskirkjugarður“Bæði brotin eru nú komin á Forngripasafnið, og er ég sá alla lögun þeirra og gat lagt þau saman, sá ég brátt, að þau áttu saman og að lítið vantaði í steininn. Lengd steinsins er nú á efri hlið 117 sm., en endafletirnir eru skáhallir og er neðri hlið steinsins um 9 sm. lengri. Að framan er steinninn 40 sm. að breidd, efri hliðin, en hann er allur mjórri í aftari endann, aftast um 20 sm. Efri röndin, sú er frá veit, er um 28 sm. að breidd, en þeim megin, sem að snýr, er steinninn aðeins 7 sm. að þykkt. Steinninn hefir verið lítið eitt lengri og hefir brotnað af áletruninni.
Sú hlið steinsins, er áletrunin er á, er allvel slétt af náttúrunni og virðist ekki hafa verið jöfnuð af mannavöldum; dálítið er hún hvelfd inn. Steinninn má heita fremur vel valinn og hefir aflaust verið lagður, en ekki reistur, á leiðið. Á fremri enda steinsins hefir verið höggvinn út upphækkaður kross, en mjög lágt upphækkaður (um 3-4 mm.) og höggvið einungis meðfram álmunum og um 4 sm. út frá þeim.”
ÁletruninÞá er rúnum þeim er mynda nafn á steininum lýst og reynt að ráða í þær. “Áletrunin er því í heild sinni þannig: hér hv[íe]r ingibrig [l]ofs dóter, þ.e. -Hér hvílir Ingibjörg Loftsdóttir-“.
Ekki er vitað hverjum steinninn heyrði. “Það er eftirtektarvert, að einn legsteinn er kunnur héðan frá Hvalsnesi áður, og af lýsingu dr. Kr. Kålunds af honum í “Isl. fortidslævninger” (Kbh. 1882; bls. 46) sést, að hann mmuni vera ekki ósvipaður þessum að ýmsu leyti. ennfremur ber þess að geta, að 2 rúnasteinar eru komnir frá Útskálum, næsta kirkjustað, sjá “Isl. fortidsl.”, bls. 43-35; hvergi annars staðar hafa fundist ráunasteinar í Gullbringu, Kjósar- og Árnessýslu. Þessir þrír rúnasteinar frá Útskálum og Hvalsnesi, sem Kålund lýsir, flæktust til Kaupmannahafnar árið 1844; Hoppe stiftamtmaður sendi þá til forngripasafns Dana (nationalmusæet). Þar er og 4. íslenski rúnasteinninn; hann sendi þangað sama árið síra Ólafur Sívertsen í Flatey, og er hann úr Gufudalskirkjugarði.”
Fyrirspurn hefur verið lögð fram til Þjóðminjasafnsins um steininn frá Hvalsnesi. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann lítur út, ef hann þá kemur í leitirnar.

Heimild:
-Árbók Hins ísl. forleifafélags 1908, Matthías Þórðarson, bls. 48-52.

Kistugerði

Letursteinn við Kistugerði.

Hvalsneskirkja

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1908 fjallar Matthías Þórðarson m.a. um nýfundinn rúnastein á Hvalsnesi undir framangeindri fyrirsögn (Nýfundinn rúnasteinn á Hvalsnesi).
Í dag er ekki vitað um rúnastein á Hvalsnesi. Hvar er þá þessi merkilegi steinn sem fyrrverandi þjóðminjavörður taldi ástæðu til að geta sérstaklega um í Hvalsnesárbókinni?
“Á skrásetningarferð minni um Suðurnes í ágústmánuði í sumar var mér sagt til tveggja rúnasteinsbrota á Hvalsnesi. Athugaði ég brotin (28. ágúst) og virtist mér þau vera úr sitt hvorum steini, svo ólík voru þau að sjá bæði að rúnalagi og allri gerð. Annað lá úti undir kirkjugarðsveggnum að sunnanverðu, fyrir utan hann; er það aftar hluti steinsins. Hitt var í hleðslunni í norð-vesturvegg kirkjugarðsins að innanverðu og sást á þá hlið sem rúnirnar voru á. efni beggja brotanna er grágrýti (dolerit) og er það brotið, sem í hleðslunni var, orðið eytt og  veðurbarið; hefði það verið hér mörg ár enn, var fyrirsjáanlegt að allt verk hefði eyðst af því.”
Þá getur Matthías um forgengileika grjótsins og að “allt letur er horfið af þeim á fám árum” þótt víða megi enn sjá grafsteina allt frá 16. og 17. öld í kirkjugörðum.
Hvalsneskirkjugarður“Bæði brotin eru nú komin á Forngripasafnið, og er ég sá alla lögun þeirra og gat lagt þau saman, sá ég brátt, að þau áttu saman og að lítið vantaði í steininn. Lengd steinsins er nú á efri hlið 117 sm., en endafletirnir eru skáhallir og er neðri hlið steinsins um 9 sm. lengri. Að framan er steinninn 40 sm. að breidd, efri hliðin, en hann er allur mjórri í aftari endann, aftast um 20 sm. Efri röndin, sú er frá veit, er um 28 sm. að breidd, en þeim megin, sem að snýr, er steinninn aðeins 7 sm. að þykkt. Steinninn hefir verið lítið eitt lengri og hefir brotnað af áletruninni.
Sú hlið steinsins, er áletrunin er á, er allvel slétt af náttúrunni og virðist ekki hafa verið jöfnuð af mannavöldum; dálítið er hún hvelfd inn. Steinninn má heita fremur vel valinn og hefir aflaust verið lagður, en ekki reistur, á leiðið. Á fremri enda steinsins hefir verið höggvinn út upphækkaður kross, en mjög lágt upphækkaður (um 3-4 mm.) og höggvið einungis meðfram álmunum og um 4 sm. út frá þeim.”
ÁletruninÞá er rúnum þeim er mynda nafn á steininum lýst og reynt að ráða í þær. “Áletrunin er því í heild sinni þannig: hér hv[íe]r ingibrig [l]ofs dóter, þ.e. -Hér hvílir Ingibjörg Loftsdóttir-“.
Ekki er vitað hverjum steinninn heyrði. “Það er eftirtektarvert, að einn legsteinn er kunnur héðan frá Hvalsnesi áður, og af lýsingu dr. Kr. Kålunds af honum í “Isl. fortidslævninger” (Kbh. 1882; bls. 46) sést, að hann mmuni vera ekki ósvipaður þessum að ýmsu leyti. ennfremur ber þess að geta, að 2 rúnasteinar eru komnir frá Útskálum, næsta kirkjustað, sjá “Isl. fortidsl.”, bls. 43-35; hvergi annars staðar hafa fundist ráunasteinar í Gullbringu, Kjósar- og Árnessýslu. Þessir þrír rúnasteinar frá Útskálum og Hvalsnesi, sem Kålund lýsir, flæktust til Kaupmannahafnar árið 1844; Hoppe stiftamtmaður sendi þá til forngripasafns Dana (nationalmusæet). Þar er og 4. íslenski rúnasteinninn; hann sendi þangað sama árið síra Ólafur Sívertsen í Flatey, og er hann úr Gufudalskirkjugarði.”
Fyrirspurn hefur verið lögð fram til Þjóðminjasafnsins um steininn frá Hvalsnesi. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann lítur út, ef hann þá kemur í leitirnar.

Heimild:
-Árbók Hins ísl. forleifafélags 1908, Matthías Þórðarson, bls. 48-52.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.