Tag Archive for: skógrækt

Hafnarfjörður

Sú klausa er hér fer á eftir stendur í blaðinu Fjallkonan 19. júní 1908:
„Hafnfirðingar höfðu það til hátíðarbrigðis afmælisdag Jóns Sigurðssonar að stofna hjá sér ungmennafélag. Hlaut það nafnið Ungmennafélagið 17. júní. Framkvæmdahugur var mikill í félagsmönnum, enda margvísleg mál er ungmennafélög hafa á stefnuskrá sinni. Þar á meðal að klæða landið skógi.
vidistadirHafnfirðingar létu sig ekki vanta í hóp þeirra brautryðjenda. Því til sönnunar stendur eftirfarandi í sama blaði 28. apríl 1909:
„Ungmennafélagið 17. júní í Hafnarfirði hefur fengið lofun fyrir landi til skógræktar í nánd við bæinn í Víðistöðum.  Félagið er tekið til við að vinna við skógarstæðið – girða það. Vinna flestir félagar að því með eigin höndum, karlar og konur í frístundum sínum og miðar verkinu furðuvel áfram. Hugsað er til að rækta þarna tré í næsta mánuði.“
Lengri eru upplýsingar Fjallkonunnar ekki. En staðreynd er að þarna voru á þessu vori gróursettar um eitt þúsund trjáplöntur. Garðhleðsla og undirbúningur var eins og fyrr segir framkvæmdur af félögum. Stofnuðu þeir um þetta nokkurskonar hlutafélag, þannig að fyrir 5 kr. vinnu fengu menn hlutabréf og mun eitthvað af þeim enn vera til hér meðal gamalla 17. júní félaga. Árið 1910 fór Árni Helgason sem nú er verkfræðingur í Chicago til náms í trjárækt upp að Rauðavatni. Hvernig þessum trjágróðri í Víðistöðum reiddi af er mér ekki kunnugt. En mjög dofnaði yfir starfi þessa ungmennafélags eftir 1910 og það leið alveg undir lok 1913. En margir eru þeir Hafnfirðingar sem harma það að þarna skyldi ekki rísa upp almennur skemmtistaður með trjám og blómstrum.

Víðistaðir

Skógrækt á Víðistaðatúni.

Í Náttúrufræðingnum – 4. tölublað (01.03.1973), bls. 177 segir m.a. um Víðistaði: „Í vesturjaðri Hafnarfjarðarbæjar er lítill hraunlaus blettur, um 200 m á hvorn veg, nefndur Víðistaðir. Þetta er ein af þeim fáu eyjum, sem standa upp úr Búrfellshrauni og raunar aðeins smáhólmi í samanburði við hinar háu grágrýtiseyjar, sem áður var getið (með Setbergshlíð og Smyrlabúð). Hitt er þó kynlegra um Víðistaðahólmann, hve lágur hann er og flatur, en hraunbrúnin há allt í kring. Áður en hraunið rann, hefur hann væntanlega verið dálítil hæð, sem það sveigði hjá, en fyllti svo rækilega að á alla vegu.“

Alþýðublaði Hafnarfjarðar – Jólablað 1959 (19.12.1959), bls. 6-8, fjallar Stefán Jónsson athyglisverða grein um Víðistaði. Hann telur svæðið sem heild varðveislunnar virði.
Í meðfylgjandi fornleifaskráningu, reyndar mjög takmarkaðri, er farið yfir sögu Víðistaða, sem vert er að staldra við og skoða.

Hafnfirðingar mættu gjarnan huga meira að sögu sinni því spillt arfleifð verður ekki aftur tekin.

Víðistaðir eru, og verða vonandi um ókomna framtíð, vin íbúa Hafnarfjarðar í hjarta bæjarins.

Víðistaðir

Brot úr fornleifaskráningu Víðistaða frá 2002.

Víðistaðir

Víðistaðir

Víðistaðir

Frásögn Stefáns Jónssonar um Víðistaði.

Heimildir:
-http://www.skoghf.is/greinar
-https://timarit.is/files/12537511#search=“Víðistaðir%20Víðistaðir“
-Alþýðublað Hafnarfjarðar – Jólablað 1959 (19.12.1959), bls. 6-8ttps://www.hafnarfjordur.is/media/nordurbaer/Vidistadir-fornleifaskraning2002.pd
-Náttúrufræðingurinn, 4. tölublað (01.03.1973), bls. 177.

Rósel

Hin forna lögrétt Kjósverja við Fossá er ágætt (slæmt) dæmi um hvernig skógrækt hefur gengið óþarflega nærri fornleifum. Furutrjám hefur verið plantað í og í kringum réttina án sýnilegrar ástæðu, enda stangast gjörningurinn á við ákvæði Þjóðminjalaga. Það eru Skógræktarfélög í Kópavogi, Kjós og Mosfellsbæ, sem þarna voru að verki.
HvaleyrarselsstekkurÞegar gengið er um skógræktarsvæði má víða sjá fornminjar. Þrátt fyrir lögbundna vernd þar sem röskun varðar refsingu hefur skógræktarfólk verið duglegt að planta trjám í minjarnar. Líklegt má telja að verið sé að nýta skjólið. Í sumum tilvikum gæti fólk verið meðvitað um að minjar geti verið að ræða, en sennilega er flest einungis að hugsa um skógræktina og kemur ekki auga á minjarnar. Dæmi er um að trjám hafi verið plantað í fornar götur og í seltóftir, líkt og sjá má á Baðsvöllum, við Snorrastaðatjarnir og nú síðast í Hvaleyrarselsstekknum við Hvaleyrarvatn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Í fræðsluefni um skógrækt fyrir Norðurlandsskóga má sjá að viðleytni er til þess að gæta varúðar á minjasvæðum. Hefti hefur verið uppsett að það nýtist sem best skógarbændum sem taka þátt í verkefninu.
„Margir bændur kannast við svokallaða bæjarhóla á jörðum sínum, enda er það svo að á vel flestum lögbýlum á Íslandi hafa staðið bæir um aldir. Er menn byggðu úr torfi og grjóti þurftu byggingarnar mikið viðhald og bændur urðu gjarnan að dytta að húsum á hverju sumri. Með reglulegu millibili varð að hlaða upp torf- og grjótveggi og skipta út fúnum spýtum úr burðargrindinni. Við hverja viðgerð varð breyting á bænum og hver kynslóð lagaði hann að þörfum sínum og tók upp nýja tækni. Gjarnan hafa bæirnir staðið á sama blettinum svo öldum skiptir og við endurbyggingu eða viðgerðir einstakra húsa hafa með tímanum hlaðist upp manngerðir bæjarhólar. Hólar þessir geta oft verið um 3 metrar á flykkt og um 30-40 metrar í þvermál. Með fornleifarannsóknum má því oft rekja þróun torfbæjanna Hvaleyrarselsstekkuraftur á miðaldir og geyma slíkir bæjarhólar í sér gríðarlega miklar upplýsingar um sögu þjóðarinnar.
Íbúðarhús nútímans eru stundum á eða í námunda við slíka bæjarhóla. Í næsta nágrenni bæjarins voru svo útihús og önnur mannvirki, svo sem gripahús, túngarðar, kálgarðar, heimaréttir o.fl. Í meiri fjarlægð frá bænum má svo finna m.a. tóttir af seljum, fjárborgum og beitarhúsum. Minjar um líf og starf genginna kynslóða hafa ekki aðeins gildi fyrir fræðimenn er rannsaka sögu og menningu þjóðarinnar, heldur ekki síður fyrir námsfólk og allan almenning er sækir heim söfn eða nýtur útivistar á fjölbreytilegum minjastöðum. Minjar hafa aðdráttarafl og geta skilað þjóðarbúinu tekjum, ekki síst í tengslum við menningartengda ferðafljónustu. það er því mikilvægt að rækta þlennan arf vel, standa vörð um hann og kynna og leitast við að skila honum í sem bestu ástandi til komandi kynslóða.
FossárréttFornminjar eru hins vegar forgengilegar og ætti að vera óhætt að segja að á síðustu áratugum hefur farið fram meiri eyðing fleirra en á öllum öldum Íslands byggðar. Munar flar mest um stórtækar vinnuvélar nútímans.
Skógrækt og varðveisla menningarminja ætti hins vegar vel að geta átt samleið og skiptir þá mestu að skógræktarbændur og þjóðminjavarslan í landinu stilli saman strengi. Mjög mikilvægt er að vinna að því að kortleggja minjar á skógræktarjörð um svo komast megi hjá því að þeim verði spillt. Fornleifar eru stundum ekki greinanlegar á yfirborðinu, en oft koma tóttir mannvirkja fram sem þústir í landslaginu. Fornleifar eru skilgreindar í 9. gr. þjóðminjalaga, en að jafnaði er miðað við að minjar 100 ára eða eldri teljist til fornleifa. þeim má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.
TrjáræktTelji landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask er haggað geti við fornleifum skal skýra Fornleifavernd frá því áður en hafist er handa við verkið. Sömuleiðis ef fornleifar finnast við framkvæmd verks ber að skýra stofnuninni frá því.“
Skógræktarfélag Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um nýræktun skóga m.t.t. fornleifa: „Skógrækt í nágrenni fornleifa þarf að skipuleggja þannig að þær spillist ekki. Slikum minjum á að reyna að gera hátt undir höfði á ræktunarsvæðunum, enda eykur vitneskja um þær fjölbreytileika svæðanna.
Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar. Hér á eftir Í Fossárdaleru listaðar helstu tegundir fornleifa, sem búast má við að finna á Íslandi en ekki má þó líta á þennan lista sem tæmandi upptalningu allra fornleifa. Skilgreiningin hér að ofan er alltaf í gildi. Ef vafi leikur á því hvort mannvirki telst til fornleifa eða ekki er nauðsynlegt að hafa samband við Fornleifavernd ríkisins.
Hér eru dæmi um  tegund fornleifa: Búsetuminjar, vinnustaðir, samgöngumannvirki, varnarmannvirki, áletranir og fleira. Eftirtalin atriði þarf að varast þegar skógrækt er undirbúin nærri fornleifum.
1. Mikilvægt er skógræktin sé skipulögð þannig að hún falli sem best að slíkum minjum í landinu.  Ekki síst á það við um skógarjaðarinn næst minjunum. Einnig fer oft betur að hafa meira en 20 m radíus í kringum minjarnar. Fornminjasvæði auka mjög á útivistargildi viðkomandi skógræktarsvæða og gera þau áhugaverðari.
Í Fossárdal2. Ekki skal jarðvinna með vélum á svæðum þar sem talið er að fornminjar séu í jörðu.
3. Oft eru fleiri einstakar fornminjar nálægar og mynda heild. Þá skal opið, skóglaust svæði vera nægjanlega stórt umhverfis þær allar.
4. Þess skal gætt að girðingar, vegir og slóðar liggi ekki þvert yfir fornminjarnar.“
Í þjóðminjalögum, 107/2001 eru ákvæði um vernd minja:  „10. gr. Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins“ og „11. gr.
Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fornleifavernd ríkisins lætur skrár þessar í té Þjóðminjasafni Íslands.“
Í reglugerð um þjóðminjavörslu, 334/1998, eru einnig verndunarákvæði. Þótt gildandi Þjóðminjalög kveði m.a. Trjám plantað í fornleifar - merktar Borgarminjumá um verndun fornminja vernda þau (sem slík) ekki minjarnar. Ekki heldur þær stofnanir, sem þar eru tilgreindar. Þá hefur reglugerð studd af fyrrgreindum lögum ekki verið fyrir hendi þrátt fyrir að lögin geri ráð fyrir henni. Mikilvægt er að endurskoða núverandi Þjóðminjalög og um leið allt fyrirkomulag fornminjamála hér á landi. Markmiðið á ekki að vera að ákveða hvaða stofnun á að gera hvað heldur hvernig vernduninni er best fyrir komið. Lögin þurfa að gera ráð fyrir eðlilegu samspili allra þeirra er að þeim málum koma, afmarka einstaka stjórnvaldsþætti, ákvarða ábyrgð á tilteknum framkvæmdum og gera ráð fyrir að lögreglan eða tilgreindir eftirlitsaðilar hafi eftirlit með að fornminjar, þjóðararfurinn, fari ekki forgörðum. Tímarnir hafa breyst – og það mjög hratt upp á síðkastið. Mikilvægt er að taka mið að þeim breytingum sem og því sem vænta má í undirliggjandi framtíð.
Góður skilningur skógræktarfólks er nauðsynlegur svo auka megi líkur á verndun fornra minja og meðvitund þess um gildi þeirra – líkt og skógurinn hefur tiltekið gildi í augum þess. Miðað við ákafa skógræktarfólks á liðnum árum verður, með sama áframhaldi, ekki langt að bíða að farið verður að planta trjám, skuggsælum plöntum, í hella og skúta.
Sjá meira HÉR.

Fossárrétt

Höfðaskógur

Hörður Zóphaníasson tók viðtal við formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er birtist í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu, árið 1964 undir fyrrisögninni „Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann„:

„Jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar hafði hug á að kynna fyrir lesendum sínum Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og heimsótti því formann félagsins, séra Garðar Þorsteinsson, og lagði fyrir hann ýmsar spurningar um skógræktarstarfið. Séra Garðar leysti greiðlega úr öllum spurningum um skógræktina í Hafnarfirði, og gefum við honum hér með orðið.

Garðar Þorsteinsson

Garðar Þorsteinsson.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað hinn 25. október 1946. Það ár var Skógræktarfélagi Íslands breytt í samband héraðsskógræktarfélaga og sérstakt skógræktarfélag stofnað hér. Fyrsta stjórn félagsins skipuðu þessir menn: Ingvar heitinn Gunnarsson kennari, sem var formaður, Jón Magnússon frá Skuld, Jón Gestur Vigfússon, sparisjóðsgjaldkeri, Gunnlaugur heitinn Kristinsson, kennari og sandgræðslustjóri, og Þorvaldur heitinn Árnason skattstjóri.
Fjórir menn hafa fram að þessu gegnt formannsstörfum í félaginu: Ingvar Gunnarsson 1946—’49, Þorvaldur Árnason 1949—’54, Jón Gestur Vigfússon 1954—’58 og sr. Garðar Þorsteinsson frá 1958 til þessa dags.
Árið 1935 var komið upp svonefndri Skólagirðingu í Undirhlíðum, um 12 ha. svæði innan hennar. Börn úr efsta bekk barnaskólans önnuðust þar gróðursetningu fyrir forgöngu þeirra Ingvars Gunnarssonar kennara, Hákonar Helgasonar kennara og Guðjóns Guðjónssonar skólastjóra.

Gráhelluhraun

Gráhelluhraun.

Aðalgróðursetningin fór þar fram á árunum 1937—1939. Árangurinn af þessu skógræktarstarfi hefur orðið mjög góður. Hæstu sitkagrenin eru nú 5 til 7 m há. Á þessum tíma hefur landið batnað stórlega og hefur þetta komið skýrt í ljós: Í fyrsta lagi, að víða þarf ekkert að gera til að hefta uppblástur annað en girða landið, og í öðru lagi hefur orðið þarna stórfelld gróðurfarsbreyting. Til dæmis er svæðið innan girðingar blátt af blágresi fyrri hluta sumars, en utan girðingar er ekki blágresi að sjá. Blágresið hefur djúpar rætur og hjálpar mjög til við að bæta jarðveginn. Þetta sama er einnig að koma í ljós í öðrum girðingum skógræktarinnar. Skólagirðingin gekk fljótt úr sér og var ekki gripheld í mörg ár. Þá fór þessi trjágróður ákaflega illa og furðulegt, að hann skyldi ná sér aftur svo sem raun ber vitni.

Sléttuhlíð

Sléttuhlíð.

Árið 1952 samdist svo milli bæjarstjórnarinnar og Skógræktarfélagsins, að félagið tæki við þessari girðingu og sæi um hana framvegis. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar lét setja nýja girðingu þarna 1955. Þessi girðing segir bezt til þess, hvers vænta má. Bendir allt til, að trén þarna geti orðið allt að 20 m há. Skólabörnin unnu líka að gróðursetningu í Sléttuhlíð, en svæðið, sem þau gróðursettu í þar, var síðar úthlutað undir sumarbústaði.
Ári eftir stofnun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fær félagið land frá Hafnarfjarðarbæ í Gráhelluhrauni. Var það 8 ha. á stærð. Strax var hafizt handa, svæðið girt og gróðursetning hafin. Árið 1949 er svo Gráhelluhraunsgirðingin stækkuð um 30 ha og er hún því nú 38 ha. að stærð.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Árið 1957 fær Skógræktarfélagið 35,2 ha. land við Hvaleyrarvatn og er það girt sama ár. Ári síðar, 1958, er stóra girðingin gerð í Stóraskógarhvammi í Undirhlíðum, en innan hennar er 67 ha. svæði. Í Stóraskógarhvammi eru síðustu leifarnar af hinum víðáttumikla birkiskógi, sem upphaflega klæddi allar Undirhlíðar. Þegar girt var, voru þar um 4 m háar birkihríslur á nokkrum stöðum og samfellt birkikjarr á stóru svæði. Nú er gert ráð fyrir því, að á þeim hluta landsins verði eingöngu ræktaður birkiskógur og gamli birkiskógurinn þannig endurnýjaður.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – Stóriskógarhvammur.

Loks var árið 1961 þriðja svæðið girt í Undirhlíðum. Það svæði er 60 ha og nær frá Skólagirðingunni og norður undir Kaldá. Höfuðáhugamál félagsins hefur undanfarin ár beinzt að því að girða sem mest, til þess að bjarga landinu frá eyðileggingu ofbeitar. Afgirt land Skógræktarfélags Hafnarfjarðar nú er 212 ha. Samanlögð lengd girðinga félagsins er 14 1/2 km. Í dag mundi það kosta 700 þúsund krónur að koma þessum girðingum upp.
Búið er að gróðursetja í 43,8 ha. af þessu landi félagsins. Þegar Skólagirðingin er frátalin, hefur verið plantað í þetta rúmlega 200.000 trjáplöntum. Mestur hluti þessara plantna er barrviður, svo sem sitkagreni, blágreni, broddgreni, rauðgreni, sitkabastarður, hvítgreni, skógarfura, bergfura, stafafura og lerki. Þá hefur verið plantað allmiklu af birki og verður það gert hlutfallslega meira síðar. Einnig hefur verið plantað út lítið eitt af öðrum trjátegundum. Allmikið af þessu starfi hefur verið unnið í sjálfboðavinnu, einkum fyrstu árin. En síðustu átta árin hefur félagið haft einn fastan starfsmann sumarmánuðina, og sum árin tvo. Það starf hefur einkum verið fólgið í gróðursetningu, áburðargjöf, jarðabótum og viðhaldi á girðingum félagsins.

Stóriskógarhvammur

Piltar úr Vinnuskólanum í Krýsuvík í Stóraskógarhvammi ásamt Hauki Helgasyni.

Árið 1959 kemst sá háttur á, að vinnuflokkur frá vinnuskólanum í Krýsuvík hefur það verkefni meðal annars að vinna að gróðursetningu í Undirhlíðum. Á árunum 1959 til 1962 vinna unglingar og börn úr vinnuskólanum að gróðursetningu undir stjórn Hauks Helgasonar skólastjóra og Helga Jónassonar yfirkennara. En síðastliðin 2 sumur unnu nokkrir hafnfirzkir unglingar að gróðursetningunni undir stjórn kennaranna Guðmundar Þórarinssonar fyrra sumarið, en Björns Ólafssonar og Pálma Ágústssonar sl. sumar og kostaði Hafnarfjarðarbær vinnu unglinganna.

Skógrækt

Piltar úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við gróðursetningu í Stóraskógarhvammi um 1962.

Allmikið af landi Skógræktarfélagsins er enn ekki hæft til gróðursetningar. Sums staðar eru melar og blásin börð, sem verður að græða. Þar verður að hjálpa náttúrunni til, og ætlum við Alaskalúpínunni þar mikið hlutverk. Hún er sannkölluð undrajurt, vinnur áburð úr loftinu og skilar honum í jarðveginn. Félagið hefur gert tilraunir með hana, sem lofa góðu. Nú þegar klæðir hún heila mela og undirbýr þá undir annan gróður.
Rotaryfélög í Noregi hafa í nokkur ár, eða frá 1959 til 1962, sent félaginu trjáplöntur að gjöf, aðallega bergfuru. Árið 1959 gróðursettu Rotaryfélagar þær trjáplöntur, sem þannig bárust. Alls hafa verið gefnar frá Noregi 42.500 bergfurur og 14.000 sitkagreni.
Góðtemplarar hafa í allmörg ár farið í gróðursetningarferð einu sinni á ári. Góðtemplarareglan í Hafnarfirði verður vafalaust fyrst til að fá ákveðið land innan girðinga Skógræktarfélagsins, sem hún hafi allan veg og vanda af. Vonandi mun svo verða Ingvar gunnarsson kennari um fleiri félög síðar.
Skógrækt
Árið 1958 voru höggvin tré úr elztu girðingunni og gefin í kirkjurnar í Hafnarfirði, í barnaskólann, á ráðhúsið, að Bessastöðum og víðar. Trén voru allt að 4 1/2 m á hæð. Þetta ár var líka höggvin bergfura og seld í verzlanir. Síðastliðið ár var enn grisjað, og bílhlass af greni og furu var selt í verzlanir fyrir jólin. Nú er búið að girða um helminginn af Undirhlíðunum frá Vatnsskarði norður að Kaldá. —
Hugmyndin er, að nytjaskógi verði komið upp í Undirhlíðum, enda er landið þar vel til þess fallið. Hvaleyrarvatnsgirðingin og Gráhelluhraunsgirðingin eru hins vegar fremur hugsaðar sem skemmtigarðar en skógur. Þær eiga að verða eins konar Heiðmörk Hafnfirðinga, griðland þeirra og hvíldarstaður.
Skógrækt
Árið 1953 barst félaginu dánargjöf frá systkinunum Gunnlaugi Kristmundssyni og Ingibjörgu Kristmundsdóttur, að upphæð 22 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir, að gerður verði minningarreitur um þau systkinin í Hvaleyrargirðingunni. Frá því 1958 hafa verið gróðursettar 143.730 skógarplöntur hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
Stjórn félagsins skipa nú: séra Garðar Þorsteinsson formaður, Páll Daníelsson ritari, Haukur Helgason gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Jón Magnússon, sem setið hefur í stjórn félagsins frá upphafi, Ólafur Vilhjálmsson, Guðmundur Þórarinsson og Helgi Jónasson.

Krýsuvík - vinnuskóli

Drengir úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við skógrækt í Undirhlíðum.

Þú spyrð um framtíðarhorfur í skógræktarmálum. Eg get ekki betur séð, en sú reynsla, sem þegar er fengin, gefi góðar vonir. Því er ekki að neita, að eitt og annað hefur valdið vonbrigðum. Til dæmis var fyrstu árin gróðursett allmikið af skógarfuru. En mikið af henni er dautt, og eins fer um það, sem eftir er, vegna þess, að ekki hefur enn tekizt að gera þær bjöllur landlægar hér, sem halda í skefjum lúsinni, sem á hana sækir. Eins urðum við fyrir nokkrum skakkaföllum í hretinu vorið 1962, þótt það tjón væri minna en við var að búast. Þá hefur grenilúsin valdið nokkru tjóni, en að því eru áraskipti. Þannig olli hún miklu tjóni árið 1962 og aftur nú í haust, einkum í skrúðgörðum í bænum, en hennar gætir mikla minna í skógræktargirðingunum. Skógfræðingar telja að vetrarhlýindin undanfarin ár hafi skapað þessum meindýrum óvenjugóð lífsskilyrði í bili, en annars er við þetta sama vandamál að stríða í öllum löndum, þar sem greni vex. Með úðun er hægt að halda grenilúsinni í skefjum í skrúðgörðum og á litlum svæðum, en þess hefur ekki verið gætt í bæjunum sem skyldi. En við lærum af óhöppunum, og sá er til dæmis dómur norskra skógfræðinga, að árangurinn hér hjá okkur gefi í engu eftir árangri þeirra í Noregi. Aðaláhyggjum veldur ofbeitin á landinu utan girðinga. Það fer algerlega í auðn, ef ekki verður komið í veg fyrir hana.“ – H.Z.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1964 (18.12.1964), „Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann“ – Garðar Þorsteinsson, bls. 15-16.

Skógarmenn

Minningarskjöldur um fyrrum skógræktarmenn.

Baðsvellir
Frá því á fyrri hluta 20. aldar hefur áhugasamt fólk og félagasamtök reynt að rækta smáskóga á Reykjanesskaganum. Það hefur gengið þokkalega, sbr. skógana í Undirhlíðum, við Hvaleyrarvatn, Í Gráhelluhrauni, undir Háabjalla, á Baðsvöllum og í Sólbrekkum.

Skógur

Skógur.

Ísland meðal yngstu landa jarðar og það land Evrópu sem seinast byggðist. Önnur lönd voru numin löngu áður. Þetta eyland í Norður-Atlantshafi hafði að mestu einangrast með þeim tegundum plantna og dýra sem komust þangað í lok síðustu ísaldar. Engir stórir grasbítar lifðu í landinu og í meira en 13.000 ár fékk gróður að vaxa og dafna óáreittur af öðru en kaldtempraðri úthafsveðráttunni. Á seinni hluta tertíertímabilsins í jarðsögunni, fyrir 10-15 milljónum ára, ríkti heittemprað loftslag á þeim eyjum í Norður-Atlantshafi sem mynduðu landgrunn Íslands. Hér óx skógur í líkingu við þann sem nú er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Fundist hafa steingervingar af um 50 ættkvíslum plantna frá þessum tíma, einkum trjáa. Af lauftrjám hafa hér verið magnolíutré, túlípantré, lárviður, valhnota, álmur, eik, hlynur, beyki, hesli, ölur og birki.

Barrtré

Barrtré.

Einnig hafa barrtré eins og stórviður, fenjatré, lerki, þinur, greni og fura vaxið hér á míósentímabilinu, sem lauk fyrir rúmum fimm milljónum ára. Á síðari hluti tertíertímabilsins fór loftslag kólnandi. Veðurfar hér hefur á þeim tíma verið temprað og flóran lík því sem nú er um vestanverða Mið-Evrópu. Kaldasti mánuður ársins hefur haft meðalhita um eða yfir 0°C. Á því tímabili höfðu barrskógar yfirhöndina.
Fyrir um þremur milljónum ára varð gagnger breyting á loftslagi og sjávarhita á norðurhveli jarðar. Ísöld tók við með sín jökulskeið og hlýskeið. Þá mynduðust í fyrsta sinn víðáttumiklir jöklar á Íslandi. Fæst tré þoldu loftslag jökulskeiðanna og skógarnir náðu ekki að rétta sig af á hlýskeiðum á einangraðri eyju eins og þeir gerðu á meginlöndunum. Steingervingar benda þó til þess að frá upphafi ísaldar og þar til fyrir rúmri einni milljón ára hafi fura, ölur, birki og víðir vaxið hér. En þá dó furan út og ölurinn fór sömu leið fyrir um 500.000 árum, á síðasta og kaldasta jökulskeiði ísaldarinnar.

Skógur

Skógur.

Á síðustu tveimur hlýskeiðum ísaldar hefur gróður hér verið orðinn svipaður og nú er, með birki og víði sem eina trjágróðurinn. Þó er líklegt að bæði einir og reynir hafi lifað af ísöldina. Loftslag á Íslandi virðist hafa verið fremur þurrt og hlýtt fyrir 9.000 árum. Vaxtarskilyrði birkis voru hin ákjósanlegustu og breiddist það út um landið. Þetta hlýviðrisskeið stóð í rúm 2.000. Þegar því lauk tók við svalara tímabil sem leiddi til stækkunar mýrlendis og votlendisplöntur sóttu á í flórunni. Kuldinn hélst í 2.000. Hið síðara birkiskeið hófst fyrir um 5.000 árum og stóð í 2.500 ár. Á því tímabili var veðurfar hér á landi afar gott og hefur aldrei verið betra síðan fyrir síðasta jökulskeið. Þá breiddist birkiskógur og kjarr út um allt land.

Birki

Birki.

Talið er að mestallt hálendi Íslands hafi þá einnig verið gróið. Þeir birkilurkar sem finnast víða í mýrum eru frá þessu tímabili. Einnig er talið að leifar birkiskóga, sem nú liggja hæst í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli, séu menjar af skógum þessa tíma.
Fimmhundruð árum fyrir Kristsburð kólnaði aftur. Birkiskógurinn hopaði aftur úr mýrlendinu og skógarmörk færðust neðar í fjallshlíðum. Þegar landnám hófst var skógurinn því farinn að hopa. Samt má merkja af frjókornarannsóknum og ýmsu öðru að þá fyrst fór að síga verulega á ógæfuhliðina.
Fyrstu landnemar Íslands hafa án efa heillast af ósnortinni náttúrunni sem tók á móti þeim. Írskir munkar, sem allt bendir til að hér hafi fyrst tekið land, áttu ekki að venjast slíku náttúrufari. Á Bretlandseyjum hafði kvikfjárrækt verið stunduð um aldir og skógar hopað fyrir graslendi. Munurinn var sjálfsagt ekki eins mikill fyrir víkingana frá Noregi, sem sögur herma að numið hafi hér land á 9. öld. Miðað við hve landið byggðist hratt hafa fréttir af þessari búsældarlegu eyju þó vakið mikla athygli. Auðæfi til lands og sjávar virtust óþrjótandi og auðvelt að draga björg í bú.

Skógur

Skógur.

Skógurinn sem tók á móti landnámsmönnum náði milli fjalls og fjöru þar sem jarðvegur var þurr. Þó að þetta hafi ekki verið hávaxinn skógur má leiða getum að því að víða hafi vaxið há og bein birkitré eins og enn finnast. Örnefni benda til þess að skógur hafi verið mestur á Suðurlandi, Vesturlandi, við Eyjafjörð, í Suður-Þingeyjarsýslu og á Austurlandi, en minnstur á Vestfjörðum, við Húnaflóa og á Norðausturhorninu. Við búsetu manna tók allt vistkerfi landsins miklum breytingum. Rannsóknir á frjókornum í jarðvegi hafa leitt í ljós, að fljótlega eftir landnám fækkar birki- og víðifrjóum en grasfrjóum fjölgar hlutfallslega. Sömu rannsóknir sýna, að birkiskógur hefur náð hámarki sínu á Íslandi fyrir 4.000-2.800 árum en verið á niðurleið síðan með stórum afföllum á landnámsöld og 17. öld. Lengi hafa glöggir menn reynt að reikna út hversu stór hluti landsins hafi verið skógi vaxinn við landnám.
Rannsóknir og heimildir benda til þess að meira en 40.000 ferkílómetrar hafi verið huldir gróðri á 9. öld, eða um tvöfalt stærra svæði en nú er. Leiddar eru líkur að því að meira en helmingur þess lands hafi verið viði vaxinn. Mestur hefur skógur verið á láglendi, neðan 200 metra hæðar yfir sjávarmáli, en lágvaxið kjarr hefur teygt sig inn á hálendið upp í yfir 400 metra hæð. Þar sem vaxtarskilyrði hafa verið best, í botnum dala og skjólgóðum hlíðum, hafa birkitré náð góðum vexti og gefið af sér smíðavið. Víðar hefur þó verið lágvaxinn skógur og kjarr. Norrænir landnámsmenn voru vanir kvikfjárrækt og akuryrkju. Þeir ruddu skóg fyrir bæi sína og akra.

Skógur

Skógur.

Fornleifarannsóknir sýna að menn brenndu gjarnan skóginn þar sem bærinn átti að standa og umhverfis hann. Búfénaðurinn, sauðfé, nautgripir, svín og geitur, var látinn ganga sjálfala allt árið um kring í skjólgóðum skóginum en kjarr var sviðið til þess að rýma fyrir beitilandi og ökrum til kornræktar. Einnig munu landnemarnir hafa notað svonefnda sviðningsræktun sem tíðkaðist á Norðurlöndum, en þá var skóglendi brennt undir akra og síðan sáð í volga öskuna. Rauðablástur og járnsmíði var iðnaður sem víkingarnir þekktu vel til. Slíkt höfðu þeir stundað um aldir í Skandinavíu. Þeir komust fljótt að því að íslenski mýrarrauðinn var járnríkur og héldu því uppteknum hætti í nýja landinu. Til þess þurftu þeir mikið eldsneyti. Skógur var einnig höggvinn í byggingarefni fyrir skála og langeldar kyntir í þeim. Búfjárbeitin hefur þó átt drýgstan þátt í skógareyðingunni. Grasbítarnir sáu til þess að nýgræðingur ásamt öðrum botngróðri komst hvergi upp og vetrarbeitin gerði illt verra. Ari fróði Þorgilsson ritar Landnámu og Íslendingabók snemma á 12. öld, eða um 250 árum eftir landnám. Frásagnir beggja greina frá því, að í þá tíð sem land var numið hafi það verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi orð gefa til kynna að ekki sé lengur skógur í landinu svo nokkru nemi þegar þau eru rituð. Að skógurinn hafi eyðst að mestu á 250 árum er ekki ólíklegt. Íslenska birkið verður yfirleitt ekki meira en 200 ára gamalt og skógur sem er mikið beittur endurnýjar sig lítið. Því er ekki fráleitt að á fyrstu 250 árum Íslandsbyggðar hafi mönnum og búfénaði tekist að uppræta helming þess skóglendis sem var við landnám. Frjólínurit sýna að birkiskógurinn hefur látið á sjá fljótlega eftir að landnám hófst og sum héruð, eins og Húnaþing og Skagafjörður, snemma orðið skóglaus.

Skógur

Skógur.

Eyðing náttúruskógar á Íslandi er ekkert einsdæmi. Hið sama hefur átt sér stað um gjörvallan heim þar sem vestrænir menn hafa numið land. Slíkt gerðist á meginlandi Evrópu fyrir nokkrum þúsundum ára og endurtók sig bæði í N-Ameríku og á Nýja Sjálandi þegar Evrópubúar fluttust þangað með húsdýr sín. Við landnám höfðu skógar náð hvað mestum þroska við forn sjávarmörk og ofan þeirra. Jarðvegurinn á þeim svæðum var laus í sér, samsettur úr aðfluttri bergmylsnu blandaðri ösku- og vikurlögum. Um leið og skógurinn hvarf opnaðist svörðurinn og þar með átti vindurinn greiða leið að fokgjörnum jarðveginum.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Þegar lauf trjánna hlífði ekki lengur jörðinni fyrir regni og trjáræturnar bundu ekki lengur jarðveginn fór vatnið að rjúfa gróðurþekjuna og undirlag hennar. Í stórrigningum og hlákum braut vatnið smátt og smátt niður þau frjósömu lög sem alið höfðu tré og annan gróður. Moldin skolaðist burt með leysingarvatninu. Skriður í hlíðum, grjóthálsar og berir melar tóku við af gróðursæld óspilltrar náttúru. Þrátt fyrir að meðferð manna hafi ráðið mestu um afdrif skóga á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áttu náttúruöflin einnig sinn þátt í þeim. Náttúruöflin sem skópu landið voru enn að. Kunnar eldstöðvar skipta tugum og frá landnámsöld hafa 150 eldgos breytt ásýnd landsins með öskufalli og hraunrennsli. Jöklar og ár brjóta niður og hafið sverfur strendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að veðurfar var fremur gott á landnámsöld og lofthiti svipaður og á tímabilinu 1920-1950. Á fyrri hluta 13. aldar tók hitastigið hins vegar að lækka og köld veðrátta hélst allt fram undir lok 19. aldar. Kaldast varð á 17. öld.Heimild m.a.:
-www.skogur.is

Fossárrétt

Fossárrétt eldri – þakin skógi.

Skógrækt

„Síðasta dag sumars árið 1946, nánar tiltekið þann 25. október, mætti 21 Hafnfirðingur til fundar þar sem ákveðið var að stofna Skógræktarfélag Hafnarfjarðar.
smalahvammur-222Mætingin var nokkuð lakari en fundarboðendur reiknuðu með því þá þegar höfðu 100 Hafnfirðingar gerst félagar í Skógræktarfélagi Íslands sem var stofnað á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Skógræktarfélag Íslands hafði sinnt ræktunarstörfum á suðvesturhorni landsins frá stofnun félagsins en vorið 1946 var ákveðið að stofna sérstök félög í Reykjavík og Hafnarfirði í anda þeirra héraðsfélaga sem störfuðu víða um landið. Markmiðin sem lögð voru til grundvallar stofnun nýja skógræktarfélagsins voru háleit eins og kom fram í lögum þess:
Tilgangur Skógræktar-félags Hafnarfjarðar er að vinna að trjárækt og skógrækt í Hafnarfirði og nágrenni og auka skilning og áhuga Hafnfirðinga á þeim málum.
Tilgangi sínum ætlar félagið að ná með því að veita félagsmönnum fræðslu um skógrækt og trjárækt, með útbreiðslu ársrits Skógræktar-félags Íslands, fyrirlestrum, myndasýningum og öðrum leiðbeiningum. Félagið ætlar að greiða fyrir útvegun ýmissa frætegunda og trjáplantna handa félagsmönnum.
Á stofnfundinum var ákveðið að allir hafnfirskir ársfélagar og ævifélagar í Skógræktar-félagi Íslands, skyldu teljast félagsmenn í Skógræktar-félagi Hafnarfjarðar, frá og með 1. janúar 1947.
Helmingur þeirra sem sátu stofnfundinn voru kosnir í embætti á vegum félagsins. Þar á meðal voru Jón Magnússon (1902-2002) frá Skuld í Hafnarfirði sem tók að sér starf gjaldkera og sinnti því árum saman. Þorvaldur Árnason skattstjóri var meðstjórnandi til að byrja með en tók við formennskunni af Ingvari Gunnarssyni árið 1948 og gegndi embættinu til ársins 1954. Jón Gestur Vigfússon bókari var fyrsti ritari félagsins og tók síðan við formennskunni af Þorvaldi árið 1954 og sinnti því starfi til 1958, þegar séra Garðar Þorsteinsson tók við formanns embættinu. Hann var formaður til ársins 1965. Þessir fjórir menn lyftu grettistaki og fóru fyrir áhugasömu skógræktarfólki á fyrstu árum félagsins, þegar mest á reyndi að sýna og sanna að skógrækt væri möguleg í upplandi Hafnarfjarðar.
smalahvammur-223Staðreyndin var sú að ekki höfðu allir bæjarbúar trú á að skógræktar-áhuginn ætti eftir að endast lengi. Það blés ekki byrlega til að byrja með og reyndi verulega á þrautsegju og þolgæði þeirra sem stýrðu málum af hálfu Skógræktar-félagsins. Þar munaði miklu um þekkingu og dugnað frumkvöðlanna sem létu ekki deigan síga þó svo að á móti blési. Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri átti sæti í stjórn félagsins fyrstu fjögur árin. Hann var kunnur af störfum sínum við uppgræðslu landsins og þekkti betur til en flestir aðrir. Að ráði hans var leitað til bæjaryfirvalda og óskað eftir landi til ræktunar við Hvaleyrarvatn, í svonefndum Vatnsenda neðan við Beitarhúsaháls og Húshöfða. Þegar til átti að taka vorið 1947 var mikil kuldatíð og útlitið við Hvaleyrarvatn allst ekki nógu gott. Gunnlaugur stakk þá upp á því að reynt yrði að fá leyfi til að girða af nokkra hektara nyrst í Gráhelluhrauni, skammt frá Lækjarbotnum. Hann taldi að þar yrði vænlegt að planta út trjám, þrátt fyrir kuldann, og hann hafði rétt fyrir sér. Jón Magnússon frá Skuld í Hafnarfirði var hörkudulegur og vanur að taka til hendinni. Jón hafði fengið úthlutað landi í Smalaskálahvammi í Klifsholti árið 1945 sem hann girti og hófst handa við að stinga niður rofabörð og bera á þann gróður sem fyrir var. Hann breytti á nokkrum árum grýttu holti í ræktanlegt land og plantaði út furu, greni, birkitrjám og fleiri tegundum sem hann komst yfir. Jón breytti þessum ofbeitta hvammi í sannkallaðan sælureit á nokkrum áratugum og sýndi fram á að þetta var kjörið land til ræktunar. Smalaskáli ber Jóni og fjölskyldu hans gott vitni og það er ljóst að hann og ættmenni hans eru með græna fingur, eins og frægt er. Nægir að nefna gróðrastöðina Skuld sem Jón stofnsetti árið 1952. Gróðrarstöðin útvegaði Hafnfirðingum og íbúum helstu nágranna byggðarlaga fjölbreyttan trjágróður um langt árabil og þar ræktað Jón m.a. beinstofna birkitré sem sett hafa svip á garða um allan bæinn.
Í trjálundinum í Smalahvammi er m.a minningarsteinn um eiginkonu Jóns, Elínu Björnsdóttur (1903-1988).
Jón í Skuld tók að sér að annast girðingavinnuna í Gráhelluhrauni og fékk til liðs við sig þrjá unga menn sem girtu 7 smalahvammur-224hektara spildu vorið 1947. Gunnlaugur sandgræðslustjóri útvegaði girðingaefnið, en á þessum tíma var afar erfitt að fá girðingarefni nema til að girða lönd bænda, enda voru höft á öllum innfluttum vörum.
Fyrsta gróðursetninga-ferðin í Gráhelluhraun var farin 27. maí 1957. Bæjarbúar fjölmenntu og meðal þeirra sem tóku þátt í þessari fyrstu gróðursetningu í hrauninu voru kennarar, prestar, læknar, embættismenn, fiskverkafólk, sjómenn, húsmæður og börn. Flestir voru í sínu fínasta pússi enda um helgidag að ræða. Fjölmargir vildu leggja sitt af mörkum til að klæða landið skógi og fyrsta sumarið voru 2.300 trjáplöntur settar niður í hraunið. Þetta var erfitt starf og þurfti að útbúa sérstaka haka til að koma plöntunum niður í hrjóstrugt hraunið.
Lautirnar í Gráhelluhrauni reyndust skjólgóðar og vel lagaðar fyrir skógrækt eins og Gunnlaugur sá fyrir. Fyrirkomulag útplöntunarinnar var með þeim hætti að þarna áttu að vera falleg rjóðrur umkringd trjágróðri sem gæti brotið vindinn og skapað skjólsæla unaðsreiti fyrir íbúa bæjarins og aðra sem vildu njóta þess sem skógurinn hefði upp á að bjóða. Vissulega stórfenglegt markmið og þetta vor var sá grunnur lagður að ræktun sem hefur skilað gjörbreyttri ásýnd þessa hluta bæjarlandsins.
Stjórnarmennirnir Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon og Jón Magnússon voru dugmiklir félagsmenn á upphafsárunum og unnu af miklum krafti að ræktuninni og öflun styrkja frá fyrirtækjum og bæjaryfirvöldum. Þegar Ingvar Gunnarsson ákvað að hætta sem formaður vorið 1949 varð Þorvaldur Árnason sjálfkrafa formaður félagsins. Stjórnarfundir voru haldnir á skrifstofu Þorvaldar á Skattstofunni frá upphafi. Fyrsta verk nýja formannsins var að fá aukið land í Gráhelluhrauni til útplöntunar. Girðingin var stækkuð og náði austur að Hraunsrétt sumarið 1949.
Framkvæmdagleðin var mikil í þessu litla félagi og afar brýnt að halda vel utan um fjármálin. Jón Magnússon í Skuld stóð sig með stakri prýði og var  manna duglegastur við að afla nýrra félaga. Á þessum tíma gerði hann út strætisvagna sem gengu milli Hafnarfjarðar og Rsmalahvammur-225eykjavíkur.
Sú saga gekk um bæinn að það fengi enginn far með strætó nema vera í Skógræktar-félaginu. Jón gerði lítið úr þessari sögu, enda orðum aukin, en honum fannst sagan góð engu að síður.
Jón í Skuld hélt tryggð við félagið alla tíð og sat í stjórn þess í 40 ár. Hann átti mikinn þátt í að félagið gat útbúið eigin græðireiti í Höfðaskógi sem var  mikilvægt framfaraskref. Hann var gerður að heiðursfélaga á 40 ára afmæli Skógræktar-félagsins árið 1986 og var sá fyrsti sem hlaut þann heiður.
Vorið 1954 urðu formannaskipti þegar Jón Gestur Vigfússon tók við af Þorvaldi Árnasyni. Jón Gestur var þekktur ræktunarmaður og hafði stundað landbætur og trjárækt í Sléttuhlíð frá sumrinu 1925. Á aðalfundinum var ákveðið að fjölga í stjórninni úr fimm í sjö manns, því það þurfti að fá fleiri til að sinna starfinu enda stækkaði félagið stöðugt. Árið eftir gat félagið ráðið til sín sumarstarfsmann á launum. Sumarið 1956 voru sumarmennirnir tveir og veitti ekki af enda ætlunin að hefja girðingavinnu við Hvaleyrarvatn árið eftir.
Þegar 32 ha spilda við Hvaleyrarvatn hafði verið girt vorið 1958 hófst gróðursetning með aðstoð félagsmanna Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, sem gróðursettu 7000 plöntur. Almennir félagsmenn gróðursettu annað eins þetta sumar og starfið var blómlegt.
Vorið 1958 óskaði Jón Gestur eftir því að hætta formennskunni og var séra Garðar Þorsteinsson kjörinn í hans stað. Garðar var áhugamaður um trjárækt og hafði m.a. komið sér upp glæsilegum gróðurreit í hvammi ofan við Grænugrófarlæk, sunnan Jófríðarstaða. Þegar hér var komið sögu hætti Jón í Skuld sem gjaldkeri, en Haukur Helgason kennari tók við af honum. Haukur var starfsmaður félagsins sumarið áður og vann við að planta út í Gráhelluhrauni. Hann átti eftir að koma mikið við sögu félagsins næstu árin.

smalahvammur-227

Séra Garðari fylgdu nýjar áherslur í starfinu. Ráðist var í að grisja rauðgrenið í Gráhelluhrauni fyrir jólin 1958 og bæjarbúum boðið að kaupa hafnfirsk jólatré. Garðar kom því til leiðar að félagi fékk úthlutað 56 hektara landsvæði við Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum. Næstu sumur unnu drengirnir í sumarbúðunum í Krýsuvík að útplöntun í Stóra-Skógarhvammi undir stjórn Hauks Helgasonar.
Árið 1961 fékkst samþykki bæjaryfirvalda fyrir því að endurnýja girðingarnar við Skólalund í Litla-Skógarhvammi í Undirhlíðum. Ræktunarsvæðið var á sama tíma stækkað um 30 hektara með Kúadalagirðingunni, sem náði langleiðina að Kaldárbotnum. Segja má að ræktunarsvæði í umsjón Skógræktar-félagsins hafi vaxið úr 7 hekturum vorið 1947 í 200 hektara vorið 1961, sem var vonum framar.
Séra Garðar var formaður félagsins til vorsins 1965 en þá tók Ólafur Vilhjálmsson við og sinnti því hlutverki lengst allra, eða næstu tvo áratugina.
Minningarsteinar á vegum félagsins eru orðnir þó nokkuð margir og eru á víð og dreif um ræktunarsvæðin. Það á vel við að minnast þessara fjögurra frumkvöðla í saman enda komu þeir allir að starfinu á umbrotatímum í sögu þjóðarinna. Með áræðni, bjartsýni go umfram allt skýrri framtíðarsýn áttu þeir hver á sinn hátt stóran þátt í að Skógræktar-félag Hafnarfjarðar varð öflug fjöldahreyfing á upphafsárunum og er enn í  dag eitt fjölmennasta skógræktarfélag landsins.
Þessir menn stóðu ekki einir, því þeir áttu maka, börn, ættingja og vini sem skiluðu ekki síður miklu og merku starfi smalahvammur-226til eflingar skógræktar í bæjarlandinu. Fjöldkyldur þeirra stóðu heilshugar að baki þeim og studdu þá til góðra verka. Minningarsteinar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eru virðingarvottur við allt það merka fólk sem hefur lagt sig fram um að bæta landið með hag komandi kynslóða fyrir brjósti.“

Heimild:
-http://www.skoghf.is/greinar/84-minningarskjoeldur-4-brautryejenda-a-grahellufloet

Gráhelluhraun

Gráhelluhraun – minningarskjöldur.

Rauðavatn

„Kveikjan að þessari frásögn er grein Sigurðar G. Tómassonar í síðasta Skógræktarriti. Árið 2007 var gerð úttekt á skerðingarsvæði Suðurlandsvegar við Rauðavatn vegna fyrirhugaðrar breikkunar vegarins þar. Í framhaldi af henni vakti úttektarmaður athygli á leifum girðingar sem þar væru að finna og gerði m.a. Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri viðvart um minjar þessar. Þann 11. september 2008 fórum við tveir félagarnir á vettvang með þau áform að Raudavatn-hornstaurbjarga frá áformuðum vegarframkvæmdum þeim girðingarstaur sem næstur var þjóðveginum og yrði í öllum tilvikum að víkja. Breikkun Suðurlandsvegar á þessum stað lenti í útideyfu en það er önnur saga.
Nú kann einhverjum að þykja sem hátt hafi verið reitt til höggs fyrir einn girðingarstaur, en svo einfalt er málið ekki því að girðingin um Rauðavatnsstöðina – hvað elstu minjar um skógrækt í Reykjavík – virðist á sínum tíma hafa verið svo vönduð að við fátt jafnast er síðar þekktist á því sviði. Áður en sagt verður frá minjabjörgunaraðgerðum okkar félaga er rétt að rifja upp nokkuð af því sem vitað er um sjálfa girðinguna – mannvirkið.
Frá fyrstu framkvæmdum skógræktarmanna við Rauðavatn er meðal annars sagt í skýrslu Flensborgs, hins danska skógræktarstjóra landsins, fyrir árið 1902. Við þýðum lauslega orð skógræktarstjórans: „Spildan við Rauðavatn var girt sams konar girðingu og hin nýfengnu svæði að Hálsi og á Hallormsstað… Spildan var girt með járnstaurum og gaddavír og sléttum vír til skiptis [afvekslende Pigtraad og glat Traad]. Ég legg með nánari upplýsingar um girðinguna, sem áhugaverð kann að þykja, þar sem hlutur girðinga mun skipta miklu fyrir skóga framtíðarinnar…“
Síðan lýsti Flensborg girðingarefni og -aðferð af mikilli nákvæmni; „hér er aðeins getið helstu atriða er vörðuðu undirbúning verksins: Finna þarf girðingarefni sem er ódýrt og auðvelt í flutningum og uppsetningu, er sterkt og heldur úti sauðfé og hrossum. Eikarstaurar og gaddavír duga vel, en hver hestur ber aðeins 4 staura, auk þess sem staurarnir taka mikið pláss í skipunum…“
Þar eð í ár skyldi girða um það bil 40 tunnur landsins á þremur stöðum var um að ræða mikið efni. Við leituðum því tilboða ýmissa framleiðenda í Kaupmannahöfn á grundvelli fastrar áætlunar. Athugað var hvort gömul gasrör kæmu til álita… Einnig var leitað til Englands… og fór svo að samið var við Jones & Bayliss í London um 4500 stika langa girðingu (um 4.100 m). Rækileg lýsing Flensborgs á hinni ensku girðingu er upplögð æfing í „ólesinni“ dönsku, svo við látum hana koma orðrétta: „Hegnet, som har 4 Pigtraade og 3 glatte Traade med 3–10 Tommers Afstand, tættest forneden, er 4 Fod højt over Jorden. Det opstaaende Materiel udgøres af: Hjørnestolper, massive, firkantede Jernstøtter, som forneden bærer en stor Plade og i Jordoverfladen et Kors af mindre Plader, og som støttes af 2 Skraastivere ligeledes med Jordplade paa den nederste Ende.
raudavatn-staur-1Dernæst Strammestolper, dannede af 2 Stkr. svært Pladejern og forsynede med Plader som Hjørnestolperne. Endvidere Mellemstolper af dobbelt T-Jern, hvorpaa der fæstes en Plade i Jordoverfladen, parallelt med Hegnslinien. Og
endelig Dropper, Vinkeljern, som kun gaar til Jordoverfladen. Der sættes en Hjørnestolpe i hvert vandret eller lodret skarpt Knæk paa Hegnslinien samt ellers for hver 6–800 Fod; en Strammestolpe indsættes for hver 3–400 Fod, en Mellemstolpe for hver 24 Fod og endelig for hver 6 Fod en Dropper. Paa Hjørne- og Strammestolper sidder der Strammeruller med Palhjul og Nøgletap; i Mellemstolper og Dropper er der Indsnit til Traaden, som fastholdes med drejelige Lukkehager og med Splitter. De fornødne Laager hænge mellem 2 Strammestolper med Skraastivere. Alle Stolper graves 2 Fod ned i Jorden.“
Og efnið kom frá Leith vorið 1902, sjóleiðis að sjálfsögðu. Flutningur þess til Norður- og Austurlands tafðist vegna hafísa, er bæði jók kostnað við efnisaðdrætti og seinkaði girðingavinnunni. En girðingin um gróðrarstöðina (planteskolen) við Rauðavatn komst upp og síðan liðu ein 106 ár. Segir nú af athugun okkar eins og frá henni var greint í verksskýrslu: „Í fyrsta lagi gengum við hluta hins gamla girðingarstæðis, austur og upp í holtið þar sem „Planteskolen“ á að hafa verið, sbr. loftmynd af svæðinu. Þar uppi er afar vandaður hornstaur. Staurinn er jarðfastur og hefur ekki gefið sig á neinn veg. Undir girðinguna virðist hafa verið hlaðið jarðvegi og þarna nærri má sjá skýran garð í girðingarstæðinu, sbr. lýsingu Flensborgs: „Planteskolen skal omgives med en 3 Fod Jordvold, af hvilken Allerede en Del er bygget“, Ákveðið var að láta borgarminjavörð vita um minjar þessar svo þær mætti færa á skrá. Þannig væri helst hægt að forða þeim frá eyðileggingu vegna mannvirkjagerðar síðari tíma. Sem stendur eru minjarnar það langt frá umferð að þeim er sennilega fremur lítil hætta búin. Vel mætti líka stinga þarna niður merki sem héldi til haga merkri skógræktar- og girðingasögu.
Í öðru lagi var það svo ´kraftstaur´ (strammestolpe) er varðveist hafði á girðingarlínunni meðfram Suðurlandsvegi, gengt bensínstöð Olís er þarna stendur. Þessi og áðurnefndur hornstaur virtust við fyrstu skoðun okkar félaganna vera einu staurarnir úr girðingunni, sem eftir eru. Kraftstaurinn stóð traustum fótum og hreyfðist lítt þótt skekinn væri. Við ákváðum að bjarga staurnum en ljóst var að hann myndi verða í vegi framkvæmda kæmi að þeirri breikkun Suðurlandsvegar sem áformuð var.
Sýnilega hafði verið grafið fyrir staurnum og púkkaraudavatn-girdingastaur-2ð vel að honum með hnullungsgrjóti. Eftir að hafa fjarlægt
nokkra steina úr púkkinu tókst okkur að hreyfa staurinn töluvert en upp vildi hann ekki. Fengum við þá dráttarvél Skógræktarfélagsins til aðstoðar. Reynt var að hífa staurinn lóðrétt upp en þá slitnaði borði, sem átti að sögn ekils dráttarvélarinnar, að þola fimm tonna átak. Fjarlægðum við þá enn meira grjót úr púkkinu. Tókst þá loks að lyfta staurnum. Kom þá í ljós hvað hélt honum niðri: Allstór platti sem boltaður var við staurinn en ofan á hann hafði grjótinu verið púkkað. Hefðum við betur kannað lýsingu Flensborgs nákvæmar áður en við vörðum öllum svitadropunum til verksins. Kraftstaurinn reyndist vera 222 cm langur. Á honum eru sjö strekkirúllur fyrir vír; um það bil 90 cm af staurnum voru neðanjarðar. Ber þessum málum vel saman við lýsingu Flensborgs nema hvað staurinn hefur sennilega verið settur dýpra í jörð en þar var sagt. Líka kann að gæta þar áhrifa áfoks. Áðurnefndur platti er um 45 x 31 cm að stærð og á langhlið hans er 11 cm hornrétt ´uppábrot´. Kraftstaurinn er, eins og hornstaurinn, ótrúlega heill eftir allan þennan tíma. Á málminum, sem að mestu virðist vera steypt járn, sá undralítið.
Það er af staurnum að segja að hann var tekinn til athugunar er í Landbúnaðarsafnið kom. Reyndist hann sáralítið ryðgaður, helst þó þar sem jarðaryfirborð hafði verið. Strekkihjól voru heil að mestu. Staurinn var forvarinn með Jóhannesar-olíu og honum síðan komið fyrir gestum safnsins til sýnis. Það er ljóst að mjög hefur verið vandað til þessarar fyrstu skógræktargirðingar á SV-landi. Minjarnar sýna líka að a.m.k. girðingarstaurum má koma þannig fyrir hérlendis, bæði um efni og frágang, að þeir standi lengur en í heila öld!
Við samningu þessarar greinar kom upp í huga höfunda hvort útséð væri með að fleiri staurar – hvort sem væru hornstaurar eða kraftstaurar – gætu leynst einhversstaðar í upprunalegu girðingarlínunni. Til að ganga úr skugga um það fór annar höfundur í reisu meðfram gömlu girðingunni núna í lok ágúst 2013. Og viti menn, í þéttum skógi ofan við gömlu gróðrarstöðina (planteskolen) fannst einn kraftstaur sem virðist vera alveg í jafngóðu ástandi og staurinn góði sem nú er á Landbúnaðarsafninu.
Ekki fundust fleiri staurar þrátt fyrir nokkra leit meðfram upprunalega girðingarstæðinu. Það er þó ekki hægt að útiloka að fleiri standi þarna enn, enda skógurinn mjög þéttur á köflum. Ekki er vafi á því að þessar minjar eru býsna merkilegar í ræktunarsögu þjóðarinnar. Girðingaöld Íslendinga var að hefjast á fyrstu árum tuttugustu aldar og það sama átti við um skógræktina. Minjarnar eru hluti af upphafi þeirrar sögu. Full ástæða er því til þess að gæta vel skógræktarminjanna þarna við Rauðavatn.“

Heimild:
-Skógræktarritið 2013 2. tbl.- Bjarni Guðmundsson og Jón Geir Pétursson – Rauðavatnsstöðin – sögubrot af vandaðri girðingu, bls. 68-71.

Rauðavatn

Rauðavatn.

Aspar

Svo virðist sem lítið sé aðhafst við að spyrna í verki við fótum og höndum þegar samspil skógræktar og fornleifa eru annars vegar.

Fornasel

Við Fornasel 2008.

Í 3 gr. Laga um menningarminjar nr. 80/2012 segir um „Fornminjar„:
Fornminjar“ samkvæmt lögum þessum eru annars vegar forngripir og hins vegar fornleifar.
Forngripir“ eru lausamunir 100 ára og eldri sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Skip og bátar frá því fyrir 1950 teljast til forngripa. Til forngripa teljast einnig leifar af líkömum manna og hræjum dýra sem finnast í fornleifum, svo sem fornum haugum, dysjum og leiðum.
Fornleifar“ teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri, svo sem:
a. búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi leifum mannvirkja og öskuhauga, húsaleifar hvers kyns, svo sem leifar kirkna, bænhúsa, klaustra, þingstaða og búða, leifar af verbúðum, naustum og verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum,
b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri,

Baðsvellir

Selstóftir í skógi á Baðsvöllum.

c. tún- og akurgerði, leifar rétta, áveitumannvirki og aðrar ræktunarminjar, svo og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita,
d. vegir og götur, leifar af stíflum, leifar af brúm og öðrum samgöngumannvirkjum, vöð, varir, leifar hafnarmannvirkja og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra,
e. virki og skansar og leifar af öðrum varnarmannvirkjum,
f. þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð,
g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum,
h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið,
i. skipsflök eða hlutar þeirra.
Fornminjar njóta friðunar nema annað sé ákveðið af Minjastofnun Íslands.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Í 4. gr. er fjallað um „Byggingararfinn„:
Til byggingararfs samkvæmt lögum þessum teljast hús og önnur mannvirki og einstakir hlutar þeirra sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, svo sem:
a. stök hús eða hlutar þeirra og húsasamstæður, hvort sem er til íbúðar eða menningar- og atvinnustarfsemi í þéttbýli eða dreifbýli, húsaþyrpingar og götumyndir,
b. kirkjur og bænhús, ásamt tilheyrandi mannvirkjum, svo sem klukkuturnum, garðhleðslum og sáluhliðum, klaustur, samkomuhús, skólahús og nánasta umhverfi þeirra, aðrar opinberar byggingar, íþróttamannvirki og sundlaugar,
c. brýr og hvers konar samgöngumannvirki, virkjanir, stíflur, dælustöðvar og önnur orkumannvirki, hafnarmannvirki, vind- og vatnsmyllur, vitar, slippir, hjallar, manngerðir hellar og réttir.

Rósel

Rósel 2020.

Í 21. gr. um „Verndun fornleifa“ segir m.a.:
Fornleifum, sbr. 3. mgr. 3. gr., jafnt þeim sem eru friðlýstar sem þjóðminjar og þeim sem njóta friðunar í krafti aldurs, má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi, framkvæmdaraðili né nokkur annar, spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Eigendur og ábúendur jarða skulu hlúa að fornleifum á landareignum sínum og viðhalda umhverfi þeirra eftir því sem sanngjarnt getur talist. Minjastofnun Íslands er skylt að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í því sambandi.
Minjastofnun Íslands gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fornleifum, viðhalds eða endurbóta, en áður skal gera landeiganda eða ábúanda viðvart um þær. Ef nauðsyn krefur lætur Minjastofnun Íslands rannsaka fornleifar með uppgreftri eða á annan hátt.
Friðlýstum fornleifum skal viðhaldið á kostnað ríkisins. Minjastofnun Íslands ber ábyrgð á friðlýstum fornleifum og semur verk- og fjárhagsáætlun um viðhald þeirra.

Hvalsnesleiðin forna

Hvalsnesleiðin forna 2008.

Í 22. gr. laganna er fjallað um „Friðhelgun og merkingar„:
Fornleifum sem eru friðlýstar skal fylgja 100 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum þeirra og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Hvers konar röskun, byggingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á friðhelguðu svæði umhverfis friðlýstar fornleifar eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands. Friðhelgað svæði umhverfis aðrar fornleifar, sem ekki eru friðlýstar en njóta friðunar, skal vera 15 metrar nema annað sé ákveðið.
Minjastofnun Íslands skal sjá til þess að friðlýstar fornleifar eða minjastaðir séu auðkennd með sérstökum merkjum. Upplýsingaskilti eða aðrar merkingar við friðlýstar fornleifar skulu vera í samræmi við reglur sem stofnunin setur og skal staðsetning þeirra vera háð samþykki stofnunarinnar.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

„Meðal þess sem er nýtt í lögunum og við fögnum hjá Minjastofnun er að friðhelgað svæði í kringum friðlýstar minjar er nú 100 metrar, en það var 20 metrar í eldri lögum. Þá er nýjung í minjaverndarlögum að inn kemur ákvæði um 15 metra friðhelgað svæði kringum friðaðar minjar en slíka mörkun skorti í eldri lögum“ skrifar Kristín Huld Sigurðardóttir í „hugleiðingum sínum um breytt umhverfi minjaverndar í Árbók HIF 2012 (2013).

Á vesíðu Minjaverndar segir m.a. um framkvæmdir við friðlýstar fornleifar: „Umhverfis friðlýstar fornleifar er 100 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum þeirra. Hvers konar röskun, byggingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á friðhelguðu svæði umhverfis friðlýstar fornleifar og á fornleifunum sjálfum eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands“.

Hvaleyrarsel?

Hvaleyrarsel – stekkur.

Í riti um „Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga“ er m.a. fjallað um áhrif skógræktar á menningarminjar: „Það er gert við mat á áhrifum skipulagstillögunnar á umhverfið. Sem dæmi má nefna að skógrækt getur haft áhrif á gróðurfar, ásýnd lands og nærveður og einnig á svæði sem njóta verndar, s.s. vegna vatns, náttúrufars
eða menningarminja“.

Í umsögn Minjastofnunar um lýsingu vegna gerðar landsáætlunar í skógrækt LSK2020 til Umhverfis og Auðlindaráðuneytisins þann 30. janúar 2020 segir m.a.: „Nýrækt skóga getur haft í för með sér umbyltingu lands og raskað einstökum fornleifum sem og haft áhrif á minjaheildir og menningarlandslag. Því er nauðsynlegt að festa í sessi samvinnu skógræktar og minjavörslu til að tryggja hagsmuni minjaverndar.

Seldalssel

Seldalssel.

Í 1. mgr. 21. gr. laga um menningarminjar segir: „Fornleifum […] jafnt þeim sem eru friðlýstar sem þjóðminjar og þeim sem njóta friðurnar í krafti aldurs, má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi, framkvæmdaraðili né nokkur annar, spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr sdtað nema með lyfi Minjastofnunar Íslands“.
Mikilvægt er að það sé skýrt að allar fornleifar (sem uppfylla skilyrði 3. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012) er friðaðar og taka þarf tillit til þeirra og þess menningarlandslags sem þær tilheyra þegar horft er til skógræktar. Í 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 segir: „Nánar tiltekið skal í áætluninni gerð grein fyrir: a; forsendum fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags.“

Húshöfði

Húshöfði – stekkur.

Á Reykjanesskaganum hefur skógræktarfólk litla virðingu borið fyrir menningarminjum og öðrum fornleifum. Eftirlit með að trjám og öðrum gróðri sé plantað í einstakar fornleifar eða jafnvel heilar menningarheildir hefur hingað til verið ábótavant, eins og eftirfarandi nokkur dæmi sanna:

1. Í friðlýsta Fossárréttina hefur verið plantað trjám með þeim afleiðingum að gamla réttin sést nú varla í landslaginu.
2. Í Fornasel ofan Brunntorfa í Hafnarfirði hefur trjám verið plantað fast við selshúsin að norðanverðu.
3. Trjám hefur verið plantað í selin á Baðsvöllum ofan Þorbjarnar í Grindavík. Nokkrum húsanna hefur verið raskað.
4. Plantað hefur verið trjám í tóftir Njarðvíkurselsins austan Seltjarnar í Njarðvíkurlandi.

Húshöfði

Húshöfði – Beitarhús og Jófríðarstaðasel.

5. Selið í Selbrekkum (nú Sólbrekkum) í Njarðvíkum er nú þakið trjám.
6. Önnur selstaðan við Róselsvötn ofan Keflavíkur er nú horfin í trjágróður.
7. Trjám hefur verið plantað í gömlu Hvalsnesleiðina ofan Keflavíkur.

Hamarskotssel

Hamarskotssel – stekkur.

8. Trjám hafði verið plantað í Snorrastaðaselið við Snorrastaðatjarnir, en þau voru fjarlægð eftir að athygli var vakin á því.
9. Trjám hefur verið plantað þétt upp við megintóft Hvaleyrarsels við Hvaleyrarvatn ofan Hafnarfjarðar.
10. Trjám hafði verið plantað í stekk Hvaleyrarsels sunnan vatnsins. Þau hafa að hluta til verið fjarlægð eftir ábendingar.

Heiðmörk

Fjárborg og fjárhús í Heiðmörk.

11. Trjágróður þekur nú stekk Seldalssels norðan Seldals milli Selhöfða og Stórhöfða.
12. Trjágróður þekur nú stekk Jófríðarstaðasel í Húshöfða ofan Hafnarfjarðar.
13. Trjám hefur verið plantað fast við beitarhúsatóft Jófríðastaða í Húshöfða sem og við seltóftirnar þar skammt frá.

Hamarskotssel

Hamarskotssel – trjárækt.

14. Tré þekja nú stekk Hamarskotssel norðan Sléttuhlíðar ofan Hafnarfjarðar.
15. Tré þekja rústir fornbýlisins Holukots í Botnsdal í Hvalfirði.
16. Fjárborg og fjárhús í Heiðmörk eru þakin og umkringd gróðursettum trjám.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

17. Trjám hefur verið plantað framan við munnan að Hamarskotsselsfjárhelli.
18. (Reykja)Víkurselið í Öskjuhlíð er nánast horfið í skóg.

Á nokkrum minjasvæðum hafa tré orðið sjálfsáð með þeim afleiðingum að minjarnar eru nánast horfnar, s.s. við Gránuskúta sunnan Gjásels, við Hrauntungufjárskjólið í Hrauntungum, við innganginn í Neðri-Straumsselshella, Sveinsfjárskjól ofan Hafnarfjarðar sem og Öskjuholtsskjólið ofan Vatnsleysustrandar. Lítið virðist við því að gera.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – plöntuniðursetning.

Það er ekki til bóta að einstaklingar dundi sér við að planta trjám í fornleifar, án vitundar um hvaða reglur gilda um slíkt. Nýjasta dæmið er að finna í Óttarsstaðaseli ofan Hafnarfjarðar. Þar hefur einhver fundið sig tilknúinn til að planta aspartrjáarsprotum umhverfis meginseltóftirnar, væntanlega með þeim afleiðingum að þær hverfi í gróður þegar fram líða stundir, auk þess aspir eru aðskotaviðbót við ríkjandi trjágróðurinn í Almenningum. Óttarsstaðaselið er menningarheild. Þar er, auk selshúsanna, að finna, nátthaga, tvö fyrirhlaðin fjárskjól, stekki og vatnsból. Óvíst er hvort hlutaðeigandi láti sér nægja að nýplanta í selstóftirnar, eða hvort það sé einungis upphafið að stórtækari trjárækt á svæðinu?

Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Lög um menningarminjar nr. 80/2012, 3., 21. og 22. gr.
-Ný lög um minjavernd – hugleiðingar um breytt umhverfi minjaverndar, Kristín Huld Sigurðardóttir. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2012 (2013).
-https://www.minjastofnun.is/media/skjol-i-grein/Arbok-HIF-181-196.pdf
-https://www.minjastofnun.is/minjar/fridlystar-fornleifar/
-https://www.skipulag.is/media/attachments/Skograektogskipurlag_2017_lores.pdf
-Umsögn Minjastofnunar um lýsingu vegna gerðar landsáætlunar í skógrækt LSK2020 til Umhverfis og Auðlindaráðuneytisins þann 30. janúar 2020.
-https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=&ved=2ahUKEwjzw4ar36HzAhVB3KQKHR_8CukQFnoECBYQAQ&url=https%3A%2F%2Fwww.stjornartidindi.is%2FPdfVersions.aspx%3FrecordId%3D6c07557e-44ee-4c82-9cf7-6cbad986b536&usg=AOvVaw3BNZGa_ub3-gTWUbowFUhZ

Fossárrétt

Fossárrétt 2009.

Fossárrétt

Fossárrétt 2011.

Lúpína

Í Lesbók Morgunblaðsins 1981 fjallar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, um „Lúpínuna frá Alaska„:

Hákon Bjarnason

Hákon Bjarnason.

„Stóra myndin á síðunni til hægri segir flest sem segja þarf um Alaskalúpínuna og hefur greinarhöfundur sýnt í verki, hvernig hin ófrjóu og hrjóstrugu holt og melar upp af Reykjavíkursvæðinu gætu litið út — og raunar gildir það hvar sem er á landinu, þar sem svipuð skilyrði eru.
Lúpínan er undrajurt, sem klæðir landið fljótt og vel og hún er auk þess eins konar áburðarverksmiðja á staðnum.
Fjöldi manns hefur spurt mig spjörunum úr um lúpínu þá, sem ég flutti hingað frá Alaska fyrir 36 árum. Fyrir skömmu bað ágætur kunningi minn mig um að segja eitthvað frá þessari plöntu á prenti, þar sem honum virtist lúpínan væri mikil nytjaplanta. Mér finnst ég geti varla vikist undan þessari bón. Því kemur hér stutt spjall um þennan nýja borgara í íslensku gróðurríki.

Belgplöntur

Lúpína

Lúpína.

Lúpínur eru af ætt belgplantna, og þær eru allar þeim eiginleika gæddar að ala bakteríur á rótum sínum, sem afla köfnunarefnis (níturs) beint úr loftinu. Njóta plönturnar góðs af þessu og geta því víða náð miklum þroska þar sem aörar plöntur eiga erfitt uppdráttar. Belgplönturnar eru yfirleitt próteinríkari og hafa meira næringargildi en aðrar jurtir. Þær bæta líka jaröveg og auka frjósemi hans, sumar lítið eitt en aðrar mjög. Lúpínur eru meðal þeirra sem auka níturinnihald jarðvegs hvað mest. Þær eru lifandi áburöarverksmiðjur og því afkastameiri sem plönturnar eru stórvaxnari og rótamiklar.

Heimkynni Alaskalúpínunnar

Lúpína

Lúpína.

Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) vex á óhemjustóru svæði, allt frá suðurmörkum Alaska að vesturmörkum þess og víða langt inn í landið, þar sem skóglaust er. Lúpínan er mjög ljóselsk og þrífst ekki í skugga. Fyrir því fylgir hún skógjaröðrunum endilanga strönd Alaska frá austri til vesturs.
Haustið 1945 dvaldi ég í Alaska við söfnun trjáfræs. Frá 3. til 13. september bjó ég hjá skógarhöggsmönnum í Collegefirði og hirti köngla af trjám, sem þeir felldu. Collegefjörður skerst um 30 km inn í landið upp frá botni Prince Williamsflóa. Sá flói er á miðri suðurströnd Alaska og er allmiklu stærri en Faxaflói, en Collegefirði svipar mjög til Hvalfjarðar að stærð og lögun. Sá er þó munur á, að Collegefjörður gengur frá suðri til norðurs og ofan í botn hans falla sjö litlir skriðjöklar úr háfjöllum norðan Vilhjálmsflóa. Mynni fjarðarins er á 61° norðlægrar breiddar. Búðir skógarhöggsmanna voru við miðjan fjörðinn vestanverðan. Hér voru óbyggðir miklar langt frá öllum mannabústöðum og enginn vottur mannaferöa. Hingaö varö ekki komist nema af sjó, og var dægursigling frá næsta kaupstað. Beggja megin fjarðar eru lág fjöll við mynnið en þau hækka eftir því sem innar dregur, og norðan fjarðarins munu þau vera um eða yfir 3000 metrar á hæð. Mikill og hár sitkagreniskógur þekur allar hlíðar fjaröarins allt upp í 200—300 „metra hæð, en ofan hans er dökkgrænt elrikjarr áður en háfjallið tekur við. Hér var náttúran „ósnortin“ af mannahöndum fram að þeim tíma er skógarhöggið hófst á þessu sumri. Þótti mér ærið forvitnilegt að svipast um í slíku umhverfi.

Lúpína

Lúpína.

Loftslag hér um slóðir mun vera svipað og víða er á Íslandi. Þann tíma sem ég dvaldi þar, skiptust á bjartir sólskinsdagar með vægu frosti um nætur og dagar með úrhellisrigningu með suðvestan og sunnanroki svo að varla var vinnufært. Með hverju útfalli lónuðu stórir ísjakar út fjörðinn og lagði af þeim kaldan gust upp í fjöruna.
Þegar rennt er að landi í Collegefirði verður aö vaða þvert í gegnum 4—5 m breitt belti af háu melgresi og síðan er álíka breitt belti eða rönd af lúpínu meðfram skógarjaðrinum, sem er bæði þéttur og hár. Inni í skógi eru víða smárjóður þar sem gömul tré hafa falliö sakir elli og þar eru ýmsir runnar og fjölgresi mikið, m.a. yllir og víðitegundir. Lúpínan og melgresið (Elymus mollis) vöktu strax athygli mína, og mér þótti hvorutveggja tegundin líkleg til þroska hér á landi. Melurinn er skyldur þeim íslenska en er allmiklu stórvaxnari.
Um það leyti sem ég bjóst til brottfarar úr búðum skógarhöggsmannanna varði ég dagstund til að safna fræi og rótum af ýmsum tegundum plantna, sem ég taldi vænlegar til vaxtar hér. Tók ég með mér sem svaraði tveim matskeiðum af lúpínufræi og annað eins af melfræi ásamt nokkrum rótum. Komst það allt óskaddað hingað heim.

Vöxtur og þrif lúpínu hér á landi

Lúpína

Dreifing lúpínu á Reykjanesskaganum 2016.

Vorið 1946 var lúpínufræinu sáð í litlu gróðrarstöðina í Múlakoti í Fljótshlíð, en ræturnar höfðu verið settar í sarna beð haustið áður. Hvorttveggja kom vel upp, en plöntunum var ekki gefinn sérstakur gaumur fyrstu tvö árin. En 1948 og einkum 1949 var beðið orðið mikil lúpínubeðja og við svo búið mátti ekki lengur standa.

Lúpína

Lúpínuakur.

Snemma vors 1950 var reist girðing á Þveráraurum austur af bænum í Múlakoti og þangað var lúpínan flutt ásamt dálitlum hnaus af melgresi frá Alaska til þess að sjá hversu þessar tegundir þrifust í íslensku umhverfi. Aurarnir voru þá gróðurvana, aðeins sandur og möl, enda voru ekki liðin nema fá ár frá því að Þverá valt yfir þá. Lúpínuræturnar tóku strax að vaxa, plönturnar báru blóm þegar um sumarið og köstuöu af sér fræi um haustiö. Á öðru og þriðja ári mátti sjá nýgræðing umhverfis plöntubrúskana. Melgresiö óx líka vel en útbreiðsla þess var hæg í byrjun.
Vöxtur lúpínunnar var meö eindæmum og því var farið að reyna hana víðar og við önnur skilyrði. Hún var flutt á ýmsa staði, einkum í girðingar Skógræktar ríkisins, og þar hefur fengist mikil og góð reynsla af henni. Lúpínu hefur verið plantaö um allt land við margskonar jarðvegsskilyrði, frá sjávarmáli og upp í 350 m hæð yfir sjó. Hvarvetna ber hún blóm og fræ og fjölgar sér af sjálfsdáðum.
Lúpínan vex hvað örast og fjölgar sér mest á ógrónu landi svo sem örfoka melum og í skriðum þar sem innlendur gróður á erfitt uppdráttar. Hún sækir ekki mjög á gróið land og mýrlendi sneiöir hún hjá.
Ekki eru til neinar tölur um stærð lúpínuekranna hér, en þær munu skipta nokkrum hundruðum hektara, ef allt væri lagt saman. Reykvíkingar hafa séð lúpínubreiðurnar í Heiðmörk, þar sem áður voru blásnir melar og Akureyringar hafa þær fyrir augum í Vaðlaskógi austan Eyjafjarðar. Þá eru og breiður af lúpínu á Hálsmelum í Fnjóskadal, meðfram þjóðveginum í Hallormsstaöaskógi og víðar og víðar.

Nytjar af lúpínu
Eins og aö framan getur aflar lúpínan sér köfnunarefnis úr lofti fyrir tilverknaö baktería á rótunum. Af þeim sökum þrífst hún í ófrjórri jörð þar sem aðrar plöntur eiga
erfitt uppdráttar eða þrífast alls ekki.

Lúpína

Lúpína.

Andrés Arnalds hefur rannsakað köfnunarefnisnám lúpínu á melum í Heiðmörk og eru athuganir hans birtar í Ársriti Skógræktarfélags Íslands árið 1979. Þar segir m.a.: „Heildarframleiösla köfnunarefnis gæti því veriö sem samsvarar um 500 kg af Kjarna á hektara, en erfitt er að áætla það nákvæmlega.“ Hann skrifar ennfremur: „Ef reynt er á sama hátt að ráða í fosfór- og kalíupptöku miðað við 40 hestburða uppskeru á hektara, þá samsvarar fosfór í uppskerunni um 45 kg/ha af þrífosfati, en kalíið um 140 kg/ha af kalíáburði. Í þeim næringarsnauðu melum, sem lúpínan vex á, er fosfórinn svo fast þundinn í torleyst efnasambönd, að aðrar plöntur eiga erfitt með að nýta hann og hafa að jafnaöi lágt fosfórinnihald. Lúpínan hefur auösjáanlega mun meiri hæfileika til aö taka upp þennan fosfór, líklega vegna þess hve vel hún er stödd, hvað köfnunarefni varðar. Fosfórinn, sem lúpínan tekur upp, verður svo aðgengilegur fyrir aðrar plöntur við rotnun lúpínunnar. Auk þess að bæta köfnunarefnisástand jarðvegsins, ætti lúpínan því aö auðga hann af aðgengilegum fosfór og
fleiri efnum.“

Lúpína

Lúpúna.

Þessar rannsóknir staðfesta þá reynslu, sem orðin er af lúpínu á örreytislandi. Lúpínan er stórvaxin planta, hún er blaðmikil meö gildum stönglum og verður oft 1,20—1,30 m á hæð áður en hún fellur.
Blaðfalliö er því mikið á hverju hausti og það er fullrotnað á næsta vori. Er það mikil ábót á jarðveginn. Ræturnar eru stórar og gildar, líkastar rótum á rabarbara, en ganga dýpra í jörð. Þær hafa verið grafnar upp af 60 cm dýpi en þeim var ekki fylgt lengra niður. Á rótunum eru hnúöar af ýmsum stærðum og allt upp í 2 cm í þvermál, en í þeim búa bakteríur þær, sem vinna köfnunarefnið.
Það gefur auga leið, að slík planta sem Alaskalúpínan, hlýtur að auðga jarðveginn að næringarefnum svo að um munar. Hér við bætast svo störf ánamaðka, en undir lúpínunni verður fljótlega krökt af þeim.
Þar sem lúpínan skyggir mjög á jarðveginn ber lítið á undirgróðri undir laufþakinu. Þó má oft greina ýmsar tegundir jurta og grasa undir því, en það er ærið smávaxið.
En sé lúpínan slegin fyrri hluta sumars vella upp grös og aðrar plöntur síðsumars, og ef hún er aftur slegin næsta ár getur landið orðið aö góðum grasvelli.
Loks má geta þess, að lúpínan er ágætis beitarjurt. Fé er mjög sólgið í hana og ryðst á girðingar hvarvetna sem það getur náð í hana. Sumar lúpínutegundir eru eitraðar, svo að búpeningur getur sýkst og jafnvel dáið af því að éta þær. Því er ekki svo varið hvað Alaskalúpínuna varðar, fé verður feitt og vænt af henni.

Ræktun lúpínu

Lúpína

Lúpína – fé á beit.

Lúpina er mun auöveldari í ræktun en flestar aörar plöntur, sem hér þrífast. En það er vonlaust verk að setja hana niður eða sá til hennar nema á alfriðuðu landi. Svo mjög er hún eftirsótt af búfé.
Auðveldast er að rækta hana á ógrónu eða lítt grónu landi og mun fyrirhafnarminnst að taka rætur snemma vors, kljúfa þær í hæfilega bita og koma þeim fyrir í grunnum holum. Bil milli róta má vera allt upp í fimm metrar. Ekki má búast við miklu fræfalli á fyrsta sumri, en upp frá því eykst það ört. Ennfremur má sá til lúpínu á víðavangi, en sáningar geta mistekist ef holklaki er mikill þegar plönturnar eru að byrja annað sumarið. Gagnslaust er að sá lúpínu í lausan sand eða moldir, en þar má setja rætur með góðum árangri.
Þegar lúpína hefur vaxið um 10 ára skeið á melum eða í skriðum er jarðvegurinn orðinn nógu frjór til að planta í hann ýmsum trjátegundum eða öðrum nytjagróðri. Í Heiðmörk var mælt köfnunarefnismagn í barri í þremur röðum af sitkagreni fyrir nokkrum árum. Ein röðin hafði ekki fengið neina aðhlynningu, að annarri hafði verið borið hrossatað, en sú þriðja óx upp úr lúpínubeðju. Í óhirtu röðinni var köfnunarefnismagnið 1,25%, í töddu röðinni 1,50% en úr lúpínuröðinni var það 1,75%. Þessar tölur tala sínu máli á sama hátt og rannsóknir Andrésar Arnalds.

Lokaorð

Lúpína

Hvaleyrarvatn ofan Hafnarfjarðar, þar sem lúpínan og kerfiillinn virðast ráð ríkjum.

Af því, sem hér hefur verið sagt, má vera ljóst, aö lúpínan gæti orðið til mikilla nytja við uppgræðslu lands, ef að því væri horfið. Viö ræktun hennar er engin þörf á dýrum áburði, hún sáir sér sjálf og endist um langan aldur án umhirðu, bætir jarðveginn og eykur fjölgresið.
Þess má og geta, að Svíar hafa fengið lúpínurætur og fræ héðan. Í Norður-Svíþjóð eru nú gerðar umfangsmiklar tilraunir með hana á fjórum stöðum, þar sem jarðvegur er ófrjór. Þessar tilraunir hafa staðið yfir í 6—8 ár og mér eru að berast fyrstu skýrslur um árangurinn um þessar mundir.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 33. tbl. 03.10.1981, Lúpínan frá Alaska, Hákon Bjarnason, bls. 6-7.

 

 

 

 

 

 

 

Lúpína

Lúpína – dreifing (rauður litur)  á landinu öllu árið 2016.  Seinni tíma athugasemdir til umhverfisráðherra um skýrsluna „Alaskalúpína og skógarkerfill á Íslandi: Útbreiðsla, varnir og nýting” Hvar er lúpína? Hún [alaskalúpína] finnst víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hér er staðfest að lúpína finnst helst á þeim svæðum þar sem fólk hefur komið henni fyrir af ásettu ráði. Innan þeirra svæði (innan girðinga) hefur hún breiðst út, mismikið og mishratt eftir aðstæðum. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir því hversu ágeng planta sé er þó áhugaverðara að vita hvort hún sé að breiðast út utan þeirra svæða þar sem henni var komið fyrir og þá hversu víða og undir hvaða kringumstæðum. Engar upplýsingar um það finnast í skýrslunni. Hvar er skógarkerfill? Upplýsingar um útbreiðslu skógarkerfils benda til þess að hann sé einkum líklegur til að verða til ama sem illgresi í landbúnaði (illgresi = planta sem vex þar sem einhver vill ekki að hún vaxi). Hann bætist þá í flokk með snarrótarpunti, brennisóley, njóla, fíflum og haugarfa. Ógn við líffræðilega fjölbreytni? Á bls. 14 kemur fram að tilgangur með aðgerðum gegn lúpínu og skógarkerfli sé að lágmarka það tjón sem þessar tegundir hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Fjöldi lágvaxinna, ljóselskra háplöntutegunda fækkar á þeim stöðum þar sem lúpína (og væntanlega kerfill) verða allsráðandi í gróðurfari. Aðrir þættir líffræðilegrar fjölbreytni breytast hins vegar öðruvísi. Sumir eflast, t.d. smádýr í jarðvegi og fuglar, og um enn aðra er lítið vitað (Hólmfríður Sigurðardóttir 1994, Edda Oddsdóttir 2002, Gunnarsson og Indridadottir 2009). Fjöldi háplöntutegunda er ekki mælikvarði á líffræðilega fjölbreytni almennt. Rannsóknir hafa sýnt að líffræðileg framleiðsla sé betri mælikvarði á líffræðilega fjölbreytni í heild en fjöldi tegunda innan tiltekins lífveruhóps (Waide o.fl. 1999, Schwartz o.fl. 2000). Það er algild regla í náttúrunni að við hverslags breytingar græða sumar lífverutegundir en aðrar tapa (og enn aðrar verða ekki fyrir áhrifum). Á örfoka mel eru aðstæður þannig að smávaxnar, samkeppnisveikar plöntutegundir (t.d. geldingahnappur) græða en tegundir sem þurfa meiri frjósemi eða eru aðlagaðar samkeppni um ljós og næringu (t.d. reyniviður) tapa. Með tilkomu lúpínu breytast aðstæður, reynivið í hag en geldingahnappi í óhag. Þar er þó ekki endilega um tjón á líffræðilegri fjölbreytni að ræða. Heimild: -https://www.skog.is/wp-content/uploads/2019/02/lupinuvidbrogd.pdf

 

 

Vigdís Finnbogadóttir

Sú klausa er hér fer á eftir stendur í blaðinu Fjallkonan 19. júní 1908:

Víðistaðatún

Víðistaðatún.

„Hafnfirðingar höfðu það til hátíðarbrigðis á afmælisdag Jóns Sigurðssonar að stofna hjá sér ungmennafélag. Hlaut það nafnið Ungmennafélagið 17. júní. Framkvæmdahugur var mikill í félagsmönnum, enda margvísleg mál er ungmennafélög hafa á stefnuskrá sinni. Þar á meðal að klæða landið skógi.

Hafnfirðingar létu sig ekki vanta í hóp þeirra brautryðjenda. Því til sönnunar stendur eftirfarandi í sama blaði 28. apríl 1909:

Ungmennafélagið 17. júní í Hafnarfirði hefur fengið lofun fyrir landi til skógræktar í nánd við bæinn í Víðistöðum. Félagið er tekið til við að vinna við skógarstæðið – girða það. Vinna flestir félagar að því með eigin höndum, karlar og konur í frístundum sínum og miðar verkinu furðuvel áfram. Hugsað er til að rækta þarna tré í næsta mánuði.

Víðistaðatún

Á Víðistaðatúni.

Lengri eru upplýsingar Fjallkonunnar ekki. En staðreynd er að þarna voru á þessu vori gróursettar um eitt þúsund trjáplöntur. Garðhleðsla og undirbúningur var eins og fyrr segir framkvæmdur af félögum. Stofnuðu þeir um þetta nokkurskonar hlutafélag, þannig að fyrir 5 kr. vinnu fengu menn hlutabréf og mun eitthvað af þeim enn vera til hér meðal gamalla 17. júní félaga.
VíðistaðirÁrið 1910 fór Árni Helgason sem nú er verkfræðingur í Chicago til náms í trjárækt upp að Rauðavatni. Hvernig þessum trjágróðri í Víðistöðum reiddi af er mér ekki kunnugt. En mjög dofnaði yfir starfi þessa ungmennafélags eftir 1910 og það leið alveg undir lok 1913. En margir eru þeir Hafnfirðingar sem harma það að þarna skyldi ekki rísa upp almennur skemmtistaður með trjám og blómstrum.“
Í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðvedisins ákvað Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að bjóða forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, á Víðistaðatún í þeim tilgangi að planta þar nokkrum trjám, bæði í tilefni afmælisins sem og ekki síst af framangreindri ástæðu. Formaður afmælisnefndar var Ómar Smári Ármannsson, bæjarfulltrúi. Lundurinn hefur síðan verið nefndur „Lýðveldislundur“.
Víðistaðatún

Á skilti við lundinn á Vísistaðatúni má lesa eftirfarandi: „Lýðveldislundur – Plantaður 1. júní 1994 af Vigdísi Finnbogadóttur forseta Íslands ásamt hafnfirskum börnum í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins.“

Síðan hefur margt gerst til batnaðar. Bæjaryfirvöld Í Hafnarfirði mættu þó gjarnan sýna eftirfylgni framgreindrar hinni táknrænu athafnar meiri virðingu í verki. Vigdís hafði um langt skeið stuðlað að  ræktun, hvort sem um var að ræða æsku landsins eða gróðurs. Þá viðleytni forseta Íslands þarf að hafa í heiðri til langrar framtíðar…

Heimild:
-https://skoghf.is/skogarstaeeie-i-vieistoeeum/

Vigdísarlundur

Vigdísarlundur á Víðistaðatúni. Steinninn fremst ber skjöld af því tilefni.