Færslur

Brunntorfuhellir

Kristbjörg Ágústsdóttir skrifaði um skógræktina í Brunntorfum (Brundtorfum/Brunatorfum) í Skógræktarritið árið 2012 undir fyrirsögninni „Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar“:

Brunntorfur

Í Brunntorfum.

“Um miðbik síðustu aldar hófu fjórir menn að gróðursetja tré í hrjóstrugu hrauni suður af Hafnarfirði. Skógrækt ríkisins átti landið en taldi ekki miklar líkur á því að þar gæti risið skógur. Í dag er þarna stór og mikill sjálfbær skógur, sambland náttúrulegs gróðurs og gróðursettra trjáa. Þetta svæði kallar fjölskylda höfundar „Hraunið“ og þangað hafa þrjár kynslóðir lagt reglulega leið sína til að gróðursetja, bera á, hlúa að, njóta og upplifa. Í þessari yfirlitsgrein er ætlunin að segja frá tilurð svæðisins og landnámsmönnunum fjórum og kynna svæði sem fleiri og fleiri eru að uppgötva. Greinin er byggð á BS ritgerð minni úr Umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2006.
Í upphafi 6. áratugarins féll hluti jarðarinnar Straums, um 2000 ha, til Skógræktar ríkisins. Var það Bjarni Bjarnason, skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni, sem gaf landið. Straumur var landstór jörð og þar hafði verið fjárbúskapur til margra ára. Landið var því mikið beitt, hrjóstrugt og ófrjótt og kallaði það á friðun og gróðursetningu. Svæðið, sem kallast Almenningur og er sunnan við Kapelluhraun í Hafnarfirði, var það fyrsta sem Skógræktin eignaðist nálægt höfuðborginni og var hafist handa við að girða af um 200 ha árið 1953.
Með nýjum skógræktarlögum, sem tóku gildi 1955, var skógræktarstjóra heimilt að leigja land til einstaklinga, félaga eða stofnana innan girðinga Skógræktar ríkisins, gegn því að leigutakar gróðursettu barrskóg í landið.

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson í Brunntorfum.

Þessi leigusvæði voru með erfðafestu og gerðir voru sérstakir samningar um þau. Þetta voru kallaðar landnemaspildur og fengu landnemar allar plöntur gefins en ekki mátti byggja á landinu.
Þrátt fyrir að svæðið í Straumi væri ókræsilegt til gróðursetningar voru fjórir félagar sem gerðu samning við skógræktina um leigu á landi. Þeir fengu hver 10 ha svæði í suðvestur hluta girðingarinnar. Þessir menn voru: Björn Þorsteinsson (1918–1986), Broddi Jóhannesson (1916–1994), Marteinn Björnsson (1913-1999) og Þorbjörn Sigurgeirsson (1917–1988). Það sem þessir menn áttu sameiginlegt, auk þess að vera tengdir fjölskylduböndum, voru hugsjónir þeirra, eldmóður og áhugi á náttúrunni. En hverjir voru þessir menn?

Upphafsmenn skógræktar í „Hrauninu“

Brunntorfuhellir

Brunntorfuhellir (Brundtorfuskjól).

Björn Þorsteinsson fæddist á Þjótanda í Villingaholtshreppi. Hann ólst upp á Hellu og í Selsundi undir Heklurótum. Hann var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands en hafði áður kennt bæði við Menntaskólann við Hamrahlíð og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Margar bækur og greinar liggja eftir hann, meðal annars Íslandssaga til okkar daga sem kom út eftir andlát hans. Vorið 1985 hlaut hann viðurkenningu fyrir ræktunarstörf sín í „Hrauninu“ frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir merkilegt framlag til umhverfismála á höfuðborgarsvæðinu. Björn lést árið 1986, 68 ára gamall.

Fornasel

Fornasel.

Broddi Jóhannesson fæddist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lauk doktorsprófi í sálarfræði í München 1940 og fór þá að kenna við Kennaraskólann, en þar tók hann við skólastjórastöðu árið 1962.

Broddi Jóhannesson

Broddi Jóhannesson.

Árið 1971 varð skólinn að Kennaraháskóla Íslands og var Broddi rektor hans til ársins 1975. Broddi setti sitt mark á þróun kennaramenntunar á Íslandi með hugsjónum sínum og dug. Hann var mikill náttúruunnandi og náttúruverndarsinni löngu áður en talað var um menn sem slíka. Broddi lést árið 1994, 78 ára gamall.
Marteinn Björnsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lauk prófi í verkfræði við Danmarks Tekniske Højskole árið 1944 og vann sem verkfræðingur hjá Bæjarverkfræðingnum í Reykjavík og Almenna byggingafélaginu meðal annars en einnig var hann með sjálfstæðan rekstur.

Þorbjörn Sigurgeirsson

Þorbjörn Sigurgeirsson.

Lengst af starfaði Marteinn sem byggingafulltrúi Suðurlands með aðsetur á Selfossi (1958–83). Marteinn lést árið 1999, 86 ára gamall.

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var doktor í eðlisfræði og frumkvöðull greinarinnar á Íslandi. Hann var meðal annars forstöðumaður Eðlisfræðistofnunar frá upphafi hennar árið 1958 til ársins 1966. Þorbjörn starfaði fyrst og fremst sem tilraunaeðlisfræðingur og jarðeðlisfræðingur og varð þjóðkunnur fyrir hraunkælingu við eldgos í Heimaey árið 1973. Þorbjörn lést árið 1988, 70 ára gamall.

Í upphafi höfðu menn ekki mikla trú á að hægt væri að rækta skóg í „Hrauninu“.

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Það var í raun tilraunastarfsemi hjá Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra að láta þá félaga hafa landið til að sjá hvort það væri hægt. Á Hákon að hafa sagt við Björn eitt sinn að þetta hafi gengið betur en hann hafði búist við þar sem hann hafði talið landið vera allt of þurrt. Þrátt fyrir að búið væri að girða svæðið var ekki friður fyrir sauðfé, þarna voru frekar og heimavanar kindur sem fóru í gegnum allar girðingar. Suðurhluti girðingarinnar var að auki lélegur, þoldi illa snjó og var til vandræða. Girðinguna var reynt að laga á hverju vori og dró þá aðeins úr ágangi sauðfjár, nægjanlega til að í ljós kæmu ýmis fjölgresi sem ekki höfðu sést áður.

Gróðursetning og trjátegundir í „Hrauninu“

Fornaselsvarða

Fornaselsvarða.

Aðkoma Kristins Skæringssonar að „Hrauninu“ var tengd starfi hans hjá Skógrækt ríkisins, fyrst sem starfsmaður í plöntuafgreiðslu og síðar sem skógarvörður Suðvesturlands. Kristinn fylgdist með þeim félögum við skógræktarstörfin og gaf þeim ráðleggingar. Það var aðallega stafafura sem var gróðursett, enda landið rýrt og hentaði fyrir furuna, en einnig voru gerðar tilraunir með margar aðrar tegundir. Plönturnar voru til reiðu hjá Skógræktinni svo lengi sem þeir tóku við. Mikið var gróðursett í upphafi og þétt en ekki mikið klippt frá þar sem verið var að hugsa um skjólið.

Hellishólsskjól

Hellishólsskjól.

Eftir að Marteinn hóf störf á Suðurlandi árið 1958 og flutti á Selfoss fékk hann svæði fyrir austan og lagði áherslu á ræktun þess. Broddi gróðursetti heilmikið í „Hrauninu“ en fékk síðar land á Silfrastöðum í Skagafirði þar sem hann gróðursetti. Það voru því Björn og Þorbjörn sem sinntu „Hrauninu“ langmest. Þeir gengust upp í þessu og hrifu fólk með sér. Einn af þeim sem hreifst með var Arngrímur Ísberg og fékk hann úthlutað svæði við hlið Marteins árið 1980.
Í gegnum árin gengu félagarnir um svæðið og báru á áburð en einnig voru gerðar tilraunir með lífrænan heimilisúrgang. Auk þessa var gróðursett lúpína í leirflög til að undirbúa jarðveg betur. Þessi vinna bar þann árangur að allskonar gróður fór að spretta sem enginn vissi að væri til staðar eins og blágresi og fleiri blómategundir.

Hellishólshellir

Hellishólsskúti.

Félagarnir reyndu að gróðursetja Bæjarstaðabirki en einhverra hluta vegna gekk það ekki, það þreifst illa og lognaðist út af. Það var ekki fyrr en upp úr 1980, þegar girðingin varð loks fjárheld, að náttúrulega birkið tók aðeins við sér þegar kindin, eða ókindin eins og „Hraunverjar“ kölluðu hana, fór og eftir árið 1990 tók það virkilega við sér. Einirinn tók einnig við sér og reis upp og burknar sýndu sig í hellisskútum.
Stafafura er ríkjandi tegund í „Hrauninu“ en einnig má þar finna sitkagreni, rauðgreni, broddfuru, lindifuru (alpa-afbrigði), alaskaelri og þöll en ekki í miklum mæli. Mikið var reynt við lerki en því virtist ekki líka vel vistin, hvorki rússalerki né síberíulerki. Þar er einnig að finna tvo silfurreyni og töluvert af ilmreyni en hjónin Arngrímur og Bergljót týndu reyniber, dreifðu yfir birkikjarr og létu svo fuglana um afganginn. Í viðtali orðaði Arngrímur afraksturinn á þann hátt að: „þegar maður lítur yfir þessi ár sem við höfum verið þarna þá finnst mér að ávöxturinn hafi verið meiri og betri en maður bjóst við“.

Mörk svæðisins

Fornasel

Vatnsból í Fornaseli.

„Hraunið“ afmarkast af landamerkjum sem gerð voru fyrst á korti 1955 og svo endurgerð á korti 1989 og þá hnitsett. Alls er svæðið um 55 hektarar og er innan vatnsverndarsvæðis Hafnarfj arðar, að hluta til innan grannsvæðis (vatnsvernd II) og að hinum hluta innan fjarsvæðis (vatnsvernd III).
Frá Krýsuvíkurvegi liggur slóði inn á svæðið sem greinist í tvennt. Þetta er einbreiður, grófur malarslóði og er á köflum aðeins jeppafær. Ekki eru nein bílastæði en við enda slóðanna er breikkun þar sem hægt er að snúa við bíl. Girðing er umhverfis hluta svæðisins sem er orðin mjög léleg og liggur niðri á köflum. Með því að fjarlægja girðinguna og opna svæðið væri auðveldara fyrir fólk að fara þar um og njóta þessarar leyndu náttúruperlu. Stigi er yfir girðingu á einum stað en hann er orðinn fúinn og hættulegur.

Gjásel

Gjásel.

Tvær þekktar minjar eru í „Hrauninu“. Fyrst skal nefna fallega hlaðna fjárborg sem er heilleg, en hún varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum 1968 sem átti upptök sín í Krýsuvík. Fjárborgin nefnist Þorbjarnarstaðarborg og var hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjóna um aldamótin 1900. Tóftir eru af seli sem talið er að hafi tilheyrt Þorbjarnarstöðum, nefnt Fornasel. Við Fornasel er stórt vatnsból nánast í miðju tóftanna en þær eru af húsi og eldhúsi nokkru fjær. Sumarið 2002 gróf Bjarni Einarsson fornleifafræðingur í tóftirnar og kom í ljós að þær virtust vera frá því um 1400–1500. Það var Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar sem stóð að þessari rannsókn.

Marteinn Björnsson

Marteinn Björnsson.

Rétt utan við skógræktarsvæðið eru tóftir af Gjáseli. Töluvert er af vörðum á svæðinu og eru þær ýmist leiðarvörður eða landamerkjavörður.

Nokkuð er um gönguleiðir á svæðinu og hafa Loftmyndir ehf. gefið út göngukorti af Reykjanesi. Hluti gönguleiðanna eru gamlar þjóðleiðir til Hafnarfjarðar, til dæmis Hrauntungustígur. Aðrar gönguleiðir eru til að mynda Gerðarstígur sem liggur frá Straumsvík upp í Gjásel og Straumselsstígur samsíða en vestar, frá Straumsvík að Straumsseli.
Á síðustu árum hefur Sigurgeir Þorbjörnsson, sonur Þorbjörns Sigurgeirssonar, verið duglegur við að marka stíga innan svæðisins ásamt fjölskyldu sinni. Einnig er byrjað að hnitsetja stígana og er vilji til að útbúa skilti sem sýna gönguleiðir og segja frá sögu svæðisins, tilurð þess og minjum.

Gránuskúti

Gránuskúti við Gjásel.

Framsýni landnámsmannanna var mikil og ber að þakka þeim öllum fyrir dugnað þeirra og þrautseigju. „Hraunið“ er arfleið þeirra til komandi kynslóða.”

Sjá meira um skógrækt í Brunntorfum HÉR.

Heimild:
-Skógræktarritið 2012, 2. tbl., Skógræktarfélag Íslands; Kristbjörg Ágústsdóttir, „Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, bls. 8-13.
http://www.skog.is/wp-content/uploads/2019/03/Rit2012-2-lr.pdf

Brunntorfuhellir

Í Brunntorfuhelli. Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnarstaði: “Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir. Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stóð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur. Þá er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.” [Hér ruglað saman Fornaseli annars vegar og Gjáseli hins vegar, þ.e. hið síðarnefnda er nefnt “Fornasel”. Við það er nefndur Gránuskúti. – ÓSÁ]

Brunntorfur

Í Þjóðviljanum helgina 23.-24. ágúst 1980 var viðtal við Björn Þorsteinsson undir fyrirsögninni “Landvinningar á Reykjanesi” um unaðsreiti og löglausan sauðfjárbúskap:

Fornasel

Hér reyndar um Fornasel ofan við Brunntorfur að ræða.

“Reykjanesskaginn hefur jafnan búið yfir mestu aðdráttarafli allra héraða á Íslandi. Björn Þorsteinsson prófessor hefur um áratugaskeið stundað skógrækt í Straumsheiðinni ásamt nokkrum öðrum áhugamönnum um landgræðslu. Þar heitir í Straumsseli. Björn telur Reykjanesskagann vera hið mesta gósenland vegna margvíslegra landkosta og vill friða hann fyrir sauðfé og láta úthluta fólki þar ræktunarlöndum. Við áttum samtal við Björn fyrir skemmstu og þar útlistaði hann sjónarmið sín.
— Já, Reykjanesskaginn hefur jafnan búið yfir mestu aðdráttarafli allra héraða á Íslandi. — Eftir rækilega rannsókn á landkostum sló fyrsti landnámsmaðurinn tjöldum til frambúðar í Reykjavík. Þar var mikið undirlendi, varp- og akureyjar, þar var hægt að rækta bygg og brugga, góð fiskimið, laxár, veiðivötn, selalátur, hvalreki og geirfuglabyggðir skammt undan og fuglabjörg, góðar hafnir, heitar laugar og talsverður reki. Auk þess var beitiland sem aldrei brást á Reykjanesskaga.

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson í Brunntorfum.

Skaginn var skógi vaxinn og þar gekk sauðfé sjálfala frá upphafi vega uns Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum árið 1952 að mig minnir, sællar minningar. Hvergi var öllum þessum gæðum hlaðið jafn ríkulega á eitt hérað og af því býr þar nú nálega helmingur þjóðarinnar. Skaginn var síðar nefndur Gullbringusýsla, en það mun afbökun. Dönsku umboðsmennirnir hafa kallað Bessastaðaumboðið: Den guld indbringende syssel.
Menn sóttu hingað á Inn- og Suðurnes frá upphafi vega, keyptu sér land eða hótuðu hernaði fengju þeir ekki jarðnæði. Eyvindur í Kvíguvogum hrökklaðist t.d. til Heiðarbæjar undan Hrolleifi Einarssyni Ölvissonar barnakarls. Hér urðu menn að bindast samtökum, stofna til þinghalds og stjórngæslu til þess að verjast hvers konar ágangi. Upphafs allsherjarríkis mun að leita á Þingnesi við Elliðavatn.

Fornasel

Þetta er vatnsstæðið í Fornaseli.

Blm.: Voru ekki útvegsbændur á Reykjanesskaga einhverjir ríkustu menn landsins hér fyrrum?
— Jú, fiskimiðin hafa verið svo stórgjöful við Reykjanes að þar hafa jafnan verið einhverjar bestu verstöðvar landsins. Allt frá því á 15. öld hafa stórveldi glímt um Reykjanesskaga. Ég vil einnig bæta því við að jarðhitinn á Reykjanesskaga er ómældur og lítið nýttur enn. Garðbæingar ættu að vita að laug var í Hliðstúni, en hefur aðeins komið upp síðustu aldir á blásandi fjöru. Volgra var norðan til við Arnarnesi undan Gvendarbrunni, en á Reykjanesskaga heitir fersk uppspretta Gvendarbrunnur. Um skagann liggja mörk skaparans milli austurs og vesturs. Þar skiptir hann veröldinni með eldsprungu sem er nú einna virkust norður í Gjástykki.
Brunntorfur—Skaginn er í rauninni ein af tilraunastöðvum skaparans í landasmíð. Þar æfir hann tilvonandi arkitekta sköpunarverksins áður en hann felur þeim stærri verkefni annars staðar í geimnum.
Þar er hvert náttúruundur öðru meira. Eitt er Kleifarvatn, ævintýravatn, sem menn nýta ekki til neinnar hlítar af því að í því er flóð og fjara, en láðst hefur að binda vatnsborðið. Það er auðgert með um 4 km skurði, en að honum gerðum opnast ómældir möguleikar til fiskræktar og annarrar ræktunar, búsetu og siglinga.
Blm.: Nú er Reykjanesskagi í vitund margra heldur hrjóstrugur. Ert þú á annarri skoðun?
— Já, skaginn er í raun mjög frjósamur, en gróðri var eytt þar gegndarlaust á 19. öld. Eftir 1820 hefur engin stórplága geisað hér landi og sveitirnar yfirfylltust af fólki. Þá flýði það hrönnum til verstöðva og á Vatnsleysuströnd komst fólksfjöldinn upp í um 650 manns árið 1870. Þá var gróðri skagans eytt svo að hann hefur staðið rúinn og eyddur eftir. Ég tel að mikill orkusparnaður yrði að því að veita ræktunarfúsu fólki landspildur á skaganum gegn ræktunarskyldu. Á þann hátt væri hægt að breyta skaganum í sígrænan gróðurreit á 10-15 árum. Fólk við Faxaflóa þarf ekki að æða norður í Aðaldal til þess að tjalda á hrauni. Skaginn er mjög fagur og fjölbreyttur og sökum orkukreppu er brýnt að Faxaflóaþjóðin kynnist því að þar eru dásemdir tilverunnar engu minni enn annars staðar á landinu.

Blm.: — Og því vilt sem sagt friða Reykjanesskaga fyrir sauðfé?
— Já, með því og að úthluta fólki þar ræktunarlöndum vinnst þrennt: Fólki hættir að leiðast, orkuvandinn leysist því að menn losna við að flýja austur á Hérað eða til sólarlanda sér til afþreyingar og nytjaskógar og unaðsreitir munu prýða Reykjanesskagann. Síðast en ekki síst er óhemjukostnaði við girðingar létt af ræktunarmönnum.

Hraunin

Hraunin ofan Straumsvíkur.

Blm.: Hafið þið Straumsheiðingjar orðið fyrir tjóni af völdum sauðfjár í landi ykkar?
— Við erum líklega búnir að planta um hundrað þúsund trjáplöntum síðan við byrjuðum og þó að girðingin sé tvöföld, bæði gaddavír og vírnet, er tjónið ómælt. Það þarf ekki nema eina kind að brjótast inn til að valda miklum skaða. Ísland var og er eignarréttarins land. Hingað komu menn til þess að eignast land og hér voru engir frumbyggjar fyrir, —landið var numið til séreignar, en með því er ekki sagt að eignarrétturinn sé svo heilagur að leggja þurfi í auðn hans vegna heil héröð. Ég tel að eigendur sauðfjár eigi að gæta eigna sinna í heldum girðingum. Þeir eiga að vera ábyrgir fyrir tjóni sem rollurnar valda hjá öðrum. — Það þættu skrýtin lög í landi ef innbrotsþjófar gætu afsakað gerðir sínar með því að læsingar væru ekki nægilega traustar. Hér hafa hirðingjasjónarmið ríkt um aldir og sauðfé verið friðheilagt enda hefur gróðurlendi eyðst  jafnt og þétt eins og hjá öðrum hirðingjum. Mál er að linni og gróðurinn verði friðhelgur.

Hraunin

Hraunin ofan Straumsvíkur.

Blm.: Hvað er til ráða? Hvernig á að breyta alda gamalli hefð?
— Í lögum er og hefur verið um aldir ákvæði um ítölu, ítölu búfjár í haga. — Ítala er ákvörðun eða öllu heldur áætlun um það hve margt búfé hver og einn megi hafa í sameiginlegu beitilandi. Ítala er leyfður fjöldi búfjár frá hverjum nytjanda beitar í sameiginlegt land. Nú mun um þriðjungi fullorðins sauðfjár ofaukið í haga hér á landi. Þennan bústofn verður að skera niður. Enginn, hvorki stétt manna né einstaklingur á minnsta rétt á því að eyða lífríki landsins, leggja gróðurlendi í auðn. Ítöluákvæðinu var framfylgt allstrangt oft á tíðum fram á öld véltækni og fóðurbætis, en eftir það hefur allt gengið úr skorðum. Vistfræðingar okkar eiga að vita nú orðið nákvæmlega hvað hektari gróðurlendis ber af búfé, og auðvitað þolir landið misjafnlega mikið eftir aðstæðum og gróðurfari. Þeir eiga að stjórna ítölu í landið undir forystu landgræðslustjóra með aðstoð stjórnvalda. Allt annað er stjórnleysi eða anarkismi. Útgerðarmenn verða að leggja skipum sínum af því að vernda þarf fiskistofna. Á sama hátt verða bændur að takmarka búsmala sinn af því að vernda þarf gróðurlendi. Landeyðing er höfuðglæpur og íslenskur sauðfjárbúskapur er víða vélvædd rányrkja.

Brunntorfur

Fjárskjólið í Brunntorfum.

Líttu á Grafninginn og uppsveitir Rangárvalla- og Árnessýslu, svo að dæmi séu tekin. Ég veit að núverandi landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson, hefur beitt ítöluákvæðum til þess að draga úr ofbeit á einstökum svæðum en gróðurlendur eru samt á undanhaldi og því má alls ekki una. Menn hafa verið að amast við sumarbústöðum borgarbúa á ýmsum forsendum en þeim fylgir gróður, sauðfjárbúskap og auðn.
Ingvi Þorsteinsson sagði í Þjóðviljanum fyrir hálfum mánuði að Grænland væri ekki ofbeitt enda fallþungi dilka þar meiri en hér. Þetta stafar ekki af framsýni bænda þar í sveitum, heldur af því að þeir setja enn á guð og gaddinn og horfalla árlega, gjörfelldu 1968 og rollubúskapurinn hangir þar á horriminni. Þeir eru litlir ræktunarmenn, en hér er heyöflunin vélvædd og þar með er haldið lífi í hundruðum þúsunda sauðfjár á vetrum og þeim sleppt á úthagann þessa fáu mánuði, sem hér er þíð jörð.
Ef náttúran fær að vera í friði ríkir oftast einhvers konar jafnvægi innan hennar. Nútímabúskapur hefur rofið þetta jafnvægi hjá okkur. Hér eru milljarðar greiddir í verðbætur til bænda til þess að þeir geti eytt landinu, en aðrir milljarðar eru greiddir í landgræðslusjóð. — Þessi háttur skipulagsmála var eitt sinn kenndur við Bakkabræður.
Stórsektir þarf að leggja við landeyðingu — í stað þess að nú er hún verðlaunuð.

Fornasel

Í Fornaseli (Brunnseli?).

Blm.: Þú minntist eitt sinn á það við mig að stofna þyrfti landvinningafélag til þess að herja á auðnirnar, endurheimta þær í ríki gróðursins. Hefurðu gert eitthvað í þeim málum.
— Ég er orðinn ónýtur í öllu félagsstarfi. Hins vegar þykir mér tímabært að gera menningarbyltingu á Íslandi. Hér verða menn að hverfa frá hirðingjamenningu og taka upp ræktunarmenningu. Þeir verða að hætta að trúa á heilaga sauði, og hver maður verður að vera ábyrgur fyrir eigum sínum og þar með sauðkindum, sem valda mér og öðrum óbætanlegu tjóni. Hirðingjar hafa ávallt skilið eftir sig sviðið land, hvort sem þeir búa austur í Mongólíu, suður í Arabíu eða norður á Íslandi.
Blm.: Eiga þá sauðfjáreigendur að girða af sauði sína?
Björn: Í ræktunarlöndum í grennd við þéttbýli á sauðfé ekki að líðast. Það er ómannlegt að leggja þá byrði á ræktunarmenn að girða af hvern skika vegna þess að nokkrir sauðfjárdýrkendur hafa það sér til dundurs að halda skemmdarvörgum til beitar í löndum þeirra. Allir sem vilja rækta land eiga að geta fengið erfðafestuskika að kostnaðarlausu gegn ræktunarskyldu á friðuðu landi. Erfðafestan á að falla úr gildi og landið að ganga aftur til fyrri eiganda, ef ræktunarskyldunni er ekki fullnægt.
Blm.: Þetta hljómar vel, en ríki og bæjarfélög eiga fæst mikið land til slíkra hluta.
Björn: Ef menn nýta ekki landið, eins og t.a.m. Reykjanesskagann, á ríkið að gera slík svæði upptæk til handa þeim, sem eru fúsir til þess að rækta þau. — Hér hefur ræktunarmálum verið mjög litið sinnt. Engin fræðsla er um þau mál innan hefðbundins skólakerfis. Eitt hið fyrsta sem gera þarf er að fræða fólk um það, hvernig hægt er að rækta landið. Ég get best borið um það sjálfur, að vanþekking mín á ræktunarmálum hefur verið mér dýr. —

Fornasel

“Brunnurinn” (vatnsstæðið) í Fornaseli (Brunnseli?).

Ræktunarfræðsla þarf að verða kjörsvið í öllum skólum. Þar á fólk að geta fræðst um undirstöðuatriði í garðrækt, ylrækt, trjárækt og skipulagningu garða og gróðursvæða, og margt annað kæmi til álita, ef mannafli og fræðslu væri til.
Hér er garðyrkjuskóli og útskrifar ágætlega menntað fólk, en þetta ágæta fólk fær mér vitanlega enga þjálfun í því að miðla öðrum af þekkingu sinni, kenna fræði sín. Þekking á lífríkinu í kringum okkur er hverjum manni dýrmætt veganesti. Fræðsla í margs konar náttúrufræðum hlýtur að vaxa í framtíðinni. Ræktunarfræðsla er mikið og vanrækt mál. — Það er ekki á okkar færi að fjalla um það sem skyldi. Menningarbylting verður að vera mjög róttæk ef hún á að standa undir nafni. – G.Fr

Rétt er að geta þess að sel það er fjallað er um í greininni er ekki Straumssel, heldur Fornasel ofan við Brunntorfur (sjá m.a. mynd af vatnsstæðinu við Fornasel, sem sagt er að sé við Straumssel). Fornasel er ofan við Gjásel (þessum seljum er stundum ruglað saman í skrifum), en það hefur einnig verið nefnt “Brunnsel”, sbr. “Brunntorfur”. Straumssel er mun vestar, í svonefnum Almenningum. – aths. ÓSÁ.

Heimild:
-Þjóðviljinn – 191.-192. tölublað (23.08.1980); Viðtal við Björn Þorsteinsson um unaðsreiti og löglausan sauðfjárbúskap á Reykjanesi, bls. 12-13.

Brunntorfur

Í Brunntorfum.

Gráhelluhraun

“Á skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar sem haldinn var við Hvaleyrarvatn um miðjan júlí var Björnslundur vígður í minningu Björns Árnasonar, bæjarverkfræðings og skógarbónda. Afhjúpuðu börn Björns minningarskjöld í Seldal [undir Stórhöfða].
MinningarskjöldurÍ fimmtu og síðustu skógargöngu Skógræktarfélags Hafnafjarðar 9. ágúst s.l. var afhjúpaður minnisvarði í Gráhelluhrauni um fjóra menn sem lögðu sitt af mörkum til að efla skógræktarstarf í Hafnarfirði um miðja síðustu öld. Það voru Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon, Jón Magnússon í Skuld og sér Garðar Þorsteinsson sem áttu allir setu í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um langa hríð.”
Í Gráhelluhrauni er auk þess minningarskjöldur um Guðmund Þórarinsson, skógræktarmann og kennara. Í Húshöfða ofan við Hvaleyrarvatn er minningaskjöldur um Kristmundsbörn annars vegar og Ólafslundur til minningar um Ólaf Daníelsson, skógræktanda, hins vegar.
Björn Árnason var lengi bæjarverlfræðingur í Hafnarfirði. Hann átti drjúgan þátt í vega- og stígagerð á skógræktarsvæðunum ofan við bæinn. Þegar erfiðlega gekk að fá fjárveitingar til slíkra framkvæmda brá hann á það ráð að jafna kostnaðinum yfir á “Ytri-höfnina”, athugasemdalaust. Í dag vildu fáir vera án þessara stíga er gerir þeim kleift að ganga um skógræktarsvæðin með auðveldum hætti. Og Ytri-höfnin er fyrir löngu komin í gagnið.

Heimild:
-fjardarposturinn.is, 28.08.2008.

Minningarskjöldur

Hvaleyrarvatn

Eftirfarandi umfjöllun um skógrækt Skógræktarfélags Hafnarfjarðar birtist í 24stundir í ágústmánuði árið 2008. “Mörg hundruð hektarar af skógrækt með yfir 200 tegundum af trjám – Náttúruperla í útjaðri Hafnarfjarðar. Í Hafnarfirði leynist sannkölluð náttúruperla sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þar eru mörg hundruð hektarar af skógrækt með yfir 200 tegundum af trjám og runnum.

HólmfríðurÍ útjaðri Hafnarfjarðar leynist sannkölluð náttúruperla, fleiri hundruð hektarar af skógræktar og uppgræðslulandi.
„Hér er góður andi,“ segir Hólmfríður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar en félagið hefur umsjón með upplandi bæjarins. „Við erum rík hér í Hafnarfirði að eiga þetta fallega útivistarsvæði alveg við bæjardyrnar. Þetta er ákaflega fallegt og hér er margt að sjá. Hér höfum við opnað fjóra útivistarskóga. Þetta eru glæsilegir skógar sem eru opnir almenningi. Svo erum við með trjásýnilund hérna rétt fyrir neðan þar sem búið er að gróðursetja og merkja yfir 200 tegundir af trjám og runnum. Steinar Björgvinsson sér um trjásafnið en hann er ræktunarstjóri gróðrastöðvarinnar Þallar ehf sem félagið á.“

Fjölbreytni og fegurð
Nýverið var opnuð skemmtileg útikennslustofa í Höfðaskógi enda koma bæði grunnskólar og leikskólar í heimsókn á vorin. „Á vorin koma grunnskólanemar og Fræðsluaðstaðagróðursetja tré og hlúa að gróðri en hver skóli er með sína landnemaspildu. Við reynum að auka fjölbreytnina í skógunum. Í gamla daga var þetta svo einsleitt en í dag setjum við rósir og alls kyns runna í skóginn enda viljum við hafa skóginn fjölbreyttan og fallegan. Við prófum okkur líka áfram og könnum hvað lifir í náttúrunni. Við söfnum íslenskum fræjum, berjum og öðru og fáum það líka sent víða að úr heiminum,“ segir Hólmfríður að lokum og hvetur alla til að koma og skoða þetta fallega svæði.”

Útikennslustofan var formlega tekin í notkun laugardaginn 3. maí, kl. 14:00. Það voru hjónin Hörður Zóphaníasson og Ásthildur Ólafsdóttir sem gáfu Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar peningagjöf á 60 ára afmæli félagsins árið 2006. Gjöfinni fylgdi sú ósk að hún yrði notuð til að fræða ungt fólk um gildi skógræktar og uppgræðslustarfs og til að sýna hversu fjölbreytt not má hafa af skógum. Með þetta að leiðarljósi unnu starfsmenn og stjórn félagsins að því að þróa og móta þetta verkefni, sem nú er orðið að veruleika.

Minjar
BeitarhúsÍ Húshöfða, líkt og í næstu höfðum, Fremstahöfða, Selhöfða og Stórhöfða eru minjar fyrrum búskaparháttar, flestar tengdar selstöðunum, Hvaleyrarseli og Ásslei, við austanvert Hvaleyrarvatn.
Húshöfði dregur nafn sitt af gömlu beitarhúsi frá Jófríðarstöðum og eru tóftir þess enn sýnilegar við höfðann. Á síðustu árum hefur Skógræktarfélagið lagt göngustíga um Höfðaskóg og komið upp trjásýnireit sem áhugavert er að skoða. Ganga kringum Hvaleyrarvatn er í beinum tengslum við skógræktarsvæðið. Leiðin er auðveld því göngustígur hefur einnig verið lagður umhverfis vatnið.
Hlaðinn stekkur eða gerði er norðvestan við skála Skógræktarfélagsins. Hann tengist sennilega notkun beitarhústóftarinnar austar á hálsinum. Þar er nokkuð stór beitarhústóft og önnur minni skammt norðvestar. Hún virðist nokkuð eldri og er mun jarðlægari. Ekki er ólíklegt að beitarhúsið, sem var brúkað frá Jófríðarstöðum, hafi verið byggt þar upp úr eldri selstöðu eftir að hún lagðist af. Innan við beitarhúsatóftina er fyrrnefnd útikennslustofa.

Rós

Skammt austar í hlíðinni er minningarlundur um Kristmundsbörn er munu hafa tengst upphafi skógrækar í Hafnarfirði. Þar hjá er Ólafslundur til minningar um Ólaf Daníelsson, skógræktanda.
Efst á höfðanum er Höfðavarðan

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1946 og er því 62 ára (2008). Skóglendi þess eru Höfðaskógur, Seldalur, Skólalundur, Undirhlíðar og Gráhelluhraun. (Sjá meira um Hvaleyrarvatnssvæðið HÉR).

Heimild:
24stundir 6. ágúst 2008 – eftir Svanhvíti Ljósbjörgu.Húshöfði

Selskógur

Selskógur er afurð Skógræktarfélags Grindavíkur í norðurhlíðum Þorbjarnarfells (Þorbjarnar) ofan Grindavíkur.
Selskogur-61Stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur má rekja aftur til ársins 1939. Þá varð Ingibjörg Jónsdóttir sextug og kvenfélagskonur stofnuðu sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað að verja honum til þess að koma upp skógrækt í Grindavík. Fékk hún landið í norðurhlíðum Þorbjörns og þegar hún plantaði fyrstu hríslunum, vorið 1957, gaf hún svæðinu nafnið Selskógur. Skógræktarfélag Grindavíkur var síðan stofnað um haustið.
Ingibjörg Jónsdóttir var stofnandi Skógræktarfélags Grindavíkur og var annt um að gróðursetja í Grindavík á árum áður. Hún var ritari og síðar formaður kvenfélagsins og á árinu 1939 þegar hún varð sextug stofnuðu kvenfélagskonur sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað eftir umhugsun að verja sjóðnum í að koma upp skógrækt í Grindavík. Ráðfærði hún sig við skógræktarstjóra ríkisins sem taldi landið við Þorbjörn vel til þess fallið að rækta upp skóg. Á árinu 1957 var svo gróðursett birki og gróðursetti Ingibjörg fyrstu plöntuna.
Selskogur-8Eftirfarandi er úr ávarpi formanns kvenfélagsins, Laufeyjar Guðjónsdóttur frá Ásgarði, á afmælisfundi félagsins árið 1963: “Þann 24. nóvember 1923 fyrir réttum 40 árum var Kvenfélag Grindavíkur stofnað. Aðal hvatakona að stofnun félagsins var fr. Guðrún Þorvarðardóttir í Ási. Stofnfund félagsins sátu 23 konur úr Járngerðarstaða- og Þórkötlustaðarhverfi í Grindavík.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu frú Guðrún Þorvarðardóttir i Ási, formaður, frú Ólafía Ásbjarnardóttir í Garðhúsum gjaldkeri og frú Ingibjörg Jónsdóttir, kennari, ritari. Stjórninni var á stofnfundinum falið að semja lög fyrir félagið og tilnefndi hún sér til aðstoðar frú Katrínu Gísladóttir frá Hrauni. Á öðrum fundi félagsins voru lög þess samþykkt. Á þeim sama fundi gengu þrjár konur í félagið. Í ársbyrjun 1925 voru 34 konur skráðar í félagið. Eða mikill meirihluti allra giftra kvenna í Grindavíkurhreppi.
Selskogur-223Þ
ess má geta að í dag eru um 140 konur skráðar meðlimir. Á þriðja fundi félagsins var kosin varastjórn, í henni áttu sæti frú Jóhanna Árnadóttir, varaformaður, frú Katrín Gísladóttir vararitari og frú Margrét Jónsdóttir varagjaldkeri. Á þeim sama fundi ber María Guðmundsdóttir á Hlíð upp tillögu þess efnis að eitthvað verði gert til að gera fundina skemmtilega til dæmis með því að lesa upp skemmtilegar og fróðlegar sögur eða syngja falleg kvæði. Þetta er viturleg tillaga, því að fátt er líklegra til að halda saman góðum félagsskap en skemmtilegir og líflegir fundir.
Ekki er ár liðið frá stofnun félagsins þegar Ingibjörg Jónsdóttir heldur framsöguræðu um garðrækt. Hvetur hún konur félagsins til að gera tilraun með að rækta nytjajurtir og blóm. Á sama fundi sem haldinn var 16. maí 1924 vakti Ingibjörg einnig máls á því hvort ekki væri möguleiki á því að félagið keypti spunavél sem það svo starfrækti. Báðar þessar uppástungur Ingibjargar sýna hve holl og skynsamleg áhugamál Kvenfélagsins voru þegar á byrjunarstigi.
María Geirmundsdóttir á Hliði bar á sama fundi upp tillögu um að Kvenfélagið gengist fyrir því að 19. júní yrði haldinn hátíðlegur og hvatti til þess að haldin yrði útiskemmtun á Baðsvöllum. Mun þarna vera að finna fyrsta vísinn að hinum rómuðu útiskemmtunum sem Kvenfélagið stóð fyrir og haldnar voru við Svartengisfell í Grindavík um margra ára skeið og frægar urðu um allar nærliggjandi sveitir.
Ánægjulegt hefði verið að mega enn sjá hér meðal okkar í kvöld þá konu sem lengst, drýgst og óeigingjarnasta starf hefur unnið í okkar hopi — Ingibjörgu Jónsdóttir, en Ingibjörg heldur nú til á Dvalarheimili aldraðra sjómanna i Reykjavík. Henni óskum við allar langrar og bjartrar ævi.”
Nafnið Selskógur má rekja til gamalla seltófta sem enn má sjá á skógræktarsvæðinu. Margir Grindvíkingar kannast við að hafa gróðursett plöntur í hlíðum Þorbjarnar í skóginum hennar Ingibjargar en á sjöunda og áttunda áratugnum a.m.k fóru grunnskólabörn ár hvert og gróðursettu.
Félagið lagðist í dvala árið 1988 en það var svo vaskur hópur skógræktaráhugafólks sem tók sig til og endurvakti félagið 2006. Frá því 2006 hafa verið gróðursettar um 6000 plöntur.
Guðbjörg Ásgeirsdóttir, verðandi formaður Skógræktarfélags Grindavíkur og virkur meðlimur í Kvenfélagi Grindavíkur, tók eftirfarandi saman um Selskóg úr gömlum fundargerðum Kvenfélagsins.
“Í fundargerð Kvenfélags Grindavíkur 24. okt. 1956 má sjá að Ingibjörg Jónsdóttir hafi fengið orðið til að skýra frá sjóði er kallaður var “Ingibjargarsjóður” og stofnaður hafði verið í tilefni af 60 ára afmæli hennar. Henni hafði dottið í hug að vekja athygli á að koma upp skógi í Grindavík. Hafði henni dottið í hug staður norðan ÞSelskogur-224orbjarnarfells. Fékk hún landið til afnota frá landeigendum. Ætlunin var að koma upp girðingu um haustið, en vírnet var þá ekki fáanlegt.
Þann 4. júní 1957 er getið um að búið væri að koma upp smágirðingu, sem að vísu var bara til bráðabrigða þar sem meira efni var ekki til að svo stöddu. Búið var að setja niður 1200 plöntur. Þá var nokkurn veginn búið að ganga frá undirbúningi að stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur. Ætlunin var að starfrækja það á vegum Kvenfélagsins með stuðningi hreppsins og fyrirgreiðslu frá Skógrækt ríkisins. Hafði skógræktarsvæðið hlotið nafnið Selskógur, “sem væri viðeigandi þar sem í skógræktinni væru gamlar seltóftir”.”
Jóhannes Vilbergsson, núverandi formaður Skógræktarfélags Grindavíkur sagði að starfssemin hefði fallið niður um tíma en félagið verið endurstofnað árið 2006. Meðlimir væru í Selskogur-225kringum 40 manns.
“Það er búið að planta rúmlega 20 þúsund plöntum frá 2006 megnið á norður og suðurhlið Þorbjarnar.
Árið 2008 vann skógræktarfélagið í samvinnu við Landsvirkjun að átakinu „Margar hendur vinna létt verk“ og þar voru búnir til göngustígar, hreinsað frá ungum plöntum og áburður borin á. Einnig var plantað fleiri plöntum.
Árið 2009 sótti Skógræktarfélagið um þátttöku í atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands. Við komumst að í því átaki og fengu 10 manns vinnu við það um sumarið, við að setja niður plöntur og bera áburð á eldri plöntur ásamt því að stígar voru lagfærðir o.m.fl.
Árið 2010 endurnýjuðum við samninginn og 20 manns komu að starfinu það sumarið.
Selskogur-226Árið 2011 vildi Grindavíkurbær ekki taka þátt í atvinnuátakinu svo minna hefur gerst þetta árið.
Fyrsti hluti af grisjun skógarins hefur farið fram, og hefur það verið í höndum fagmanna frá Skógræktarfélagi Íslands.
Hefur Skógræktarfélag Grindavíkur sótt um þetta frá endurstofnun félagsins, og loksins fengum við grisjunina.
Grisjun skógarins bætir skóginn og sólarljósið kemst niður í skógarbotninn, og öll trén sem eftir verða fá að njóta sín betur.
Grunnskólinn hefur í mörg ár plantað græðlingum og Leikskólinn Krókur hefur einnig sett niður svolítið af plöntum.
Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi Skógræktarfélags Grindavíkur því það er okkar allra hagur að Selskógur sé útivistarparadís Grindavíkur.”

Selskogur-227Jóhannes sagði að markmið Skógræktarfélags Grindavíkur væru mörg, m.a. að bæta aðkomuna að Selskógi sem er ekki góð eins og hún er í dag, gera göngustíga, grisja og gera skóginn að betra útivistarsvæði Grindvíkinga. Von félagsins er að fá að planta trjám í trefil utan um Þorbjörn og láta gera góða gönguleið þar í kring og til bæjarins.
Í aðalskipulagi Grindavíkur segir m.a.: “Selskógur í Þorbirni hefur verið ræktaður upp þó skógrækt ríkisins hafi mælt eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðar á Suðurnesjum. Þrjú skógræktarsvæði hafa talist hæf til skógræktar og er Selskógur eitt þeirra. Skógræktarfélag Grindavíkur sér um Selskóg og hefur unnið að ræktun þess myndarlega skógar sem nú er fyrir hendi. Félagið gerðist aðili að Skógræktarfélagi Suðurnesja til þess að tryggja plöntur á vægu verði frá Skógrækt ríkisins. Nú eru Selskogur-228hin myndarlegustu grenitré í nokkrum aðskyldum lundum og svo þéttur að þegar hefur myndast skógarbotn í þeim.” Framangrein kemur fram í greinargerð með aðalskipulagi Grindavíkur fram til ársins 2020.
Að sögn Kristán Bjarnasonar, skógræktarmanns, er Selskógur ekki ræktaður á flatlendi, nema þá að mjög litlu leyti, þannig að það virðist vera mótsögn í textanum. Þá er það að Skógrækt ríkisins mæli eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðir. Síðan að “aðeins þrjú svæði á Suðurnesjum henti til skógræktar” hefur ekki verið fjallað um fyrr af hálfu Skógræktarinnar.
Í Jarðabókinni 1703 segir að “selstöðu hefur jörðin og brúkar enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar ofurlitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein að vatnsleysi, þá þeirrar eru, og fyrir þessa lesti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarsstaðar. Þessa brúkar bóndinn aleinn.”

Selskogur-400

Sagt er að Baðsvellir dragi nafn sitt af því, að þar hafi ræningjar baðað sig. Alveg niður við hraun er hallandi graslendi. Þar er slétt laut, Kvíalág. Þar með hrauninu eru tvennar seltættur og hóll. “Þar austan við heitir Stekkjarhóll,” segir í örnefnaskrá. Rústirnar eru undir Þorbirni norðanverðum, í hraunjaðri, vestan við skógarrjóður. Syðst er þyrping, 5 hólf og klettur í miðjunni, sem hólfin raðast utan um. Þar norðan af er önnur tóft, tvö hólf. Norðan við þessa tóft eru tvær tóftir til viðbótar. Trjám var plantað í eina megintóftina.
Við Stekkjarhól eru greinilegar og mjög grónar tóftir. Þær eru norðaustan í skógarjaðrinum. Norðaustan við aðra tóftina er 2 m djúp hola. Hún er nær hringlaga. Sunnan við vegarslóða þar við er önnur hola, 1 m djúp, e.t.v. brunnur. Í skógarjarðrinum, sunnan brunnsins, er önnur tóft. Norðar eru mannvistarleifar í lágum hraunhól.

Selskogur-6

Í þjóðsögu frá þessu svæði segir: “Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.”
Enn má sjá bæði Þjófagjá í Þorbirni og baðstaðinn á Baðsvöllum, auk Gálgaketta í austri.

Selskogur-230

Þegar gengið var um Selskóg þessa kvöldstund voru mannvistarleifarnar, selstöðurnar, m.a. skoðaðar. Þegar betur var að gáð komu í ljós áður óþekktar minjar inni í skóginum norðvestan Stekkhóls, en svo heitir hóllinn neðst í núverandi skógarlundi. Um var að ræða heilstæð selstaða með þremur rýmum, auk stekkjarins, sem hóllinn hefur verið nefndur eftir.
Hugmyndir eru uppi um að byggja upp dæmigerða selstöðu á Baðsvöllum. Hún yrði fulltrúi 286 slíkra, sem enn má sjá í fyrrum landnámi Ingólfs.
Rétt er að nota tækifærið og vekja athygli á því, með fullri virðingu fyrir því sem þegar hefur verið gert í skógrækt, að Selskógur er dæmi um kapp án mikillar fyrirhyggju. Staðsetningin er að vísu ágæt, í nágrenni bæjarins, en að teknu tilli til hinna fornu mannvistarleifa á svæðinu hefði mátt huga betur að þeim áður en plantað var trjám á svæðið. En nú, þegar verið er að grisja skóginn, skapast ágætt tækifæri til að endurheimta minjar þær að einhverju leyti, sem þegar hefur verið plantað í trjám.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Morgunblaðið, þriðjudaginn 17. október, 2006.
-grindavik.is
-Grindavíkurbær – GRINDAVÍK aðalskipulag 2000 – 2020.
-Morgunblaðið, 8. desember 1963, bls. 18.
-Fundargerðir Kvenfélags Grindavíkur.
Guðbjörg Ásgeirsdóttir.
-Jóhannes Vilbergsson, formaður Skógræktarfélags Grindavíkur

Baðsvellir

Baðsvellir – Selskógur.


.

Gráhella

Laugardaginn 9. ágúst 2008 var fjögurra brautryðjenda skógræktarstarfs í Hafnarfirði minnst með því að afhjúpa minningarskjöld á hraunkletti í norðanverðu Gráhelluhrauni, skammt frá þeim stað þar sem ræktunarstarf á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hófst vorið 1947. Þarna mættu afkomendur þessara manna ásamt fleira fólki til að minnast liðinna tíma.
gvendarlundur-231Þannig vildi til að síðasta dag sumars 1946, nánar tiltekið þann 25. október, mætti 21 Hafnfirðingur til fundar þar sem ákveðið var að stofna Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Mætingin var nokkuð lakari en fundarboðendur reiknuðu með því þá þegar höfðu 100 Hafnfirðingar gerst félagar í Skógræktarfélagi Íslands sem var stofnað á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Skógræktarfélag Íslands hafði sinnt ræktunarstörfum á suðvesturhorni landsins frá stofnun félagsins en vorið 1946 var ákveðið að stofna sérstök félög í Reykjavík og Hafnarfirði í anda þeirra héraðsfélaga sem störfuðu víða um landið.
Markmiðin sem lögð voru til grundvallar stofnun nýja skógræktarfélagsins voru háleit eins og kom fram í lögum þess: 
“Tilgangur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er að vinna að trjárækt og skógrækt í Hafnarfirði og nágrenni og auka skilning og áhuga Hafnfirðinga á þeim málum.
Tilgangi sínum ætlar félagið að ná með því að veita félagsmönnum fræðslu um skógrækt og trjárækt, með útbreiðslu ársrits Skógræktarfélags Íslands, fyrirlestrum, myndasýningum og öðrum leiðbeiningum. Félagið ætlar að greiða fyrir útvegun ýmissa frætegunda og trjáplantna handa félagsmönnum.”
Á stofnfundinum var ákveðið að allir hafnfirskir ársfélagar og ævifélagar  í Skógræktarfélagi Íslands, skyldu teljast félagsmenn í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, frá og með 1. janúar 1947.
Helmingur þeirra sem sátu stofnfundinn voru kosnir í embætti á vegum félagsins. Þar á meðal voru Jón Magnússon frá Skuld í Hafnarfirði sem tók að sér starf gjaldkera og sinnti því árum saman. Þorvaldur Árnason skattstjóri var meðstjórnandi til að byrja með en tók við formennskunni af Ingvari Gunnarssyni árið 1948 og gegndi embættinu til ársins 1954. Jón Gestur Vigfússon bókari var fyrsti ritari félagsins og tók síðan við formennskunni af Þorvaldi árið 1954 og sinnti því starfi til 1958, þegar séra Garðar Þorsteinsson tók við formanns embættinu. Hann var formaður til ársins 1965. Þessir fjórir menn lyftu grettistaki og fóru fyrir áhugasömu skógræktarfólki á fyrstu árum félagsins, þegar mest á reyndi að sýna og sanna að skógrækt væri möguleg í upplandi Hafnarfjarðar. 

Grahelluflot-231

Staðreyndin var sú að ekki höfðu allir bæjarbúar trú á að skógræktaráhuginn ætti eftir að endast lengi. Það blés ekki byrlega til að byrja með og reyndi verulega á þrautsegju og þolgæði þeirra sem stýrðu málum af hálfu Skógræktarfélagsins. Þar munaði miklu um þekkingu og dugnað frumkvöðlanna sem létu ekki deigan síga þó svo að á móti blési. Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri átti sæti í stjórn félagsins fyrstu fjögur árin. Hann var kunnur af störfum sínum við uppgræðslu landsins og þekkti betur til en flestir aðrir. Að ráði hans var leitað til bæjaryfirvalda og óskað eftir landi til ræktunar við Hvaleyrarvatn, í svonefndum Vatnsenda neðan við Beitarhúsaháls og Húshöfða. Þegar til átti að taka vorið 1947 var mikil kuldatíð og útlitið við Hvaleyrarvatn allst ekki nógu gott. Gunnlaugur stakk þá upp á því að reynt yrði að fá leyfi til að girða af nokkra hektara nyrst í Gráhelluhrauni, skammt frá Lækjarbotnum. Hann taldi að þar yrði vænlegt að planta út trjám, þrátt fyrir kuldann, og hann hafði rétt fyrir sér.
Jón Magnússon frá Skuld í Hafnarfirði var hörkudulegur og vanur að taka til hendinni. Jón hafði fengið úthlutað landi í Smalaskálahvammi í Klifsholti árið 1945 sem hann girti og hófst handa við að stinga niður rofabörð og bera á þann gróður sem fyrir var. Hann breytti á nokkrum árum grýttu holti í ræktanlegt land og plantaði út furu, greni, birkitrjám og fleiri tegundum sem hann komst yfir. Jón breytti þessum ofbeitta hvammi í sannkallaðann sælureit á nokkrum áratugum og sýndi fram á að þetta var kjörið land til ræktunar. Smalaskáli ber Jóni og fjölskyldu hans gott vitni og það er ljóst að hann og ættmenni hans eru með græna fingur, eins og frægt er. Nægir að nefna gróðrastöðina Skuld sem Jón stofnsetti árið 1952. Gróðrarstöðin útvegaði Hafnfirðingum og íbúum helstu nágranna byggðarlaga fjölbreyttan trjágróður um langt árabil og þar ræktað Jón m.a. beinstofna birkitré sem sett hafa svip á garða um allan bæinn.
Jón í Skuld tók að sér að annast girðingavinnuna í Gráhelluhrauni og fékk til liðs við sig þrjá unga menn sem girtu 7 hektara spildu vorið 1947. Gunnlaugur sandgræðlsustjóri útvegaði girðingaefnið, en á þessum tíma var afar erfitt að fá girðingarefni nema til að girða lönd bænda, enda voru höft á öllum innfluttum vörum. 

grahella-322

Fyrsta gróðursetningaferðin í Gráhelluhraun var farin 27. maí 1957. Bæjarbúar fjölmenntu og meðal þeirra sem tóku þátt í þessari fyrstu gróðursetningu í hrauninu voru kennarar, prestar, læknar, embættismenn, fiskverkafólk, sjómenn, húsmæður og börn. Flestir voru í sínu fínasta pússi enda um helgidag að ræða. Fjölmargir vildu leggja sitt af mörkum til að klæða landið skógi og fyrsta sumarið voru 2.300 trjáplöntur settar niður í hraunið. Þetta var erfitt starf og þurfti að útbúa sérstaka haka til að koma plöntunum niður í hrjóstrugt hraunið.
Lautirnar í Gráhelluhrauni reyndust skjólgóðar og vel lagaðar fyrir skógrækt eins og Gunnlaugur sá fyrir. Fyrirkomulag útplöntunarinnar var með þeim hætti að þarna áttu að vera falleg rjóðrur umkringd trjágróðri sem gæti brotið vindinn og skapað skjólsæla unaðsreiti fyrir íbúa bæjarins og aðra sem vildu njóta þess sem skógurinn hefði upp á að bjóða. Vissulega stórfenglegt markmið og þetta vor var sá grunnur lagður að ræktun sem hefur skilað gjörbreyttri ásýnd þessa hluta bæjarlandsins.  
Stjórnarmennirnir Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon og Jón Magnússon voru dugmiklir félagsmenn á upphafsárunum og unnu af miklum krafti að ræktuninni og öflun styrkja frá fyrirtækjum og bæjaryfirvöldum. Þegar Ingvar Gunnarsson ákvað að hætta sem formaður vorið 1949 varð Þorvaldur Árnason sjálfkrafa formaður félagsins. Stjórnarfundir voru haldnir á skrifstofu Þorvaldar á Skattstofunni frá upphafi. Fyrsta verk nýja formannsins var að fá aukið land í Gráhelluhrauni til útplöntunar. Girðingin var stækkuð og náði austur að Hraunsrétt sumarið 1949. 
Framkvæmdagleðin var mikil í þessu litla félagi og afar brýnt að halda vel utan um fjármálin. Jón Magnússon í Skuld stóð sig með stakri prýði og var  manna duglegastur við að afla nýrra félaga. Á þessum tíma gerði hann út strætisvagna sem gengu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Sú saga gekk um bæinn að það fengi enginn far með strætó nema vera í Skógræktarfélaginu. Jón gerði lítið úr þessari sögu, enda orðum aukin, en honum fannst sagan góð engu að síður.
Jón í Skuld hélt tryggð við félagið alla tíð og sat í stjórn þess í 40 ár. Hann átti mikinn þátt í að félagið gat útbúið eigin græðireiti í Höfðaskógi sem var  mikilvægt framfaraskref. Hann var gerður að heiðursfélaga á 40 ára afmæli Skógræktarfélagsins árið 1986 og var sá fyrsti sem hlaut þann heiður.    
grahelluheaun-233Vorið 1954 urðu formannaskipti þegar Jón Gestur Vigfússon tók við af Þorvaldi Árnasyni. Jón Gestur var þekktur ræktunarmaður og hafði stundað landbætur og trjárækt í Sléttuhlíð frá sumrinu 1925. Á aðalfundinum var ákveðið að fjölga í stjórninni úr fimm í sjö manns, því það þurfti að fá fleiri til að sinna starfinu enda stækkaði félagið stöðugt. Árið eftir gat félagið ráðið til sín sumarstarfsmann á launum. Sumarið 1956 voru sumarmennirnir tveir og veitti ekki af enda ætlunin að hefja girðingavinnu við Hvaleyrarvatn árið eftir.
Þegar 32 ha spilda við Hvaleyrarvatn hafði verið girt vorið 1958 hófst gróðursetning með aðstoð félagsmanna Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, sem gróðursettu 7000 plöntur. Almennir félagsmenn gróðursettu annað eins þetta sumar og starfið var blómlegt.
Vorið 1958 óskaði Jón Gestur eftir því að hætta formennskunni og var séra Garðar Þorsteinsson kjörinn í hans stað. Garðar var áhugamaður um trjárækt og hafði m.a. komið sér upp glæsilegum gróðurreit í hvammi ofan við Grænugrófarlæk, sunnan Jófríðarstaða. Þegar hér var komið sögu hætti Jón í Skuld sem gjaldkeri, en Haukur Helgason kennari tók við af honum. Haukur var starfsmaður félagsins sumarið áður og vann við að planta út í Gráhelluhrauni. Hann átti eftir að koma mikið við sögu félagsins næstu árin.
Séra Garðari fylgdu nýjar áherslur í starfinu. Ráðist var í að grisja rauðgrenið í Gráhelluhrauni fyrir jólin 1958 og bæjarbúum boðið að kaupa hafnfirsk jólatré. Garðar kom því til leiðar að félagi fékk úthlutað 56 hektara landsvæði við Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum. Næstu sumur unnu drengirnir í sumarbúðunum í Krýsuvík að útplöntun í Stóra-Skógarhvammi undir stjórn Hauks Helgasonar. 

Gráhella

Tóftir við Gráhellu.

Árið 1961 fékkst samþykki bæjaryfirvalda fyrir því að endurnýja girðingarnar við Skólalund í Litla-Skógarhvammi í Undirhlíðum. Ræktunarsvæðið var á sama tíma stækkað um 30 hektara með Kúadalagirðingunni, sem náði langleiðina að Kaldárbotnum. Segja má að ræktunarsvæði í umsjón Skógræktarfélagsins hafi vaxið úr 7 hekturum vorið 1947 í 200 hektara vorið 1961, sem var vonum framar.
Séra Garðar var formaður félagsins til vorsins 1965 en þá tók Ólafur Vilhjálmsson við og sinnti því hlutverki lengst allra, eða næstu tvo áratugina. 
Minningarsteinar á vegum félagsins eru orðnir þó nokkuð margir og eru á víð og dreif um ræktunarsvæðin. Það á vel við að minnast þessara fjögurra frumkvöðla í saman enda komu þeir allir að starfinu á umbrotatímum í sögu þjóðarinna. Með áræðni, bjartsýni go umfram allt skýrri framtíðarsýn áttu þeir hver á sinn hátt stóran þátt í að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar varð öflug fjöldahreyfing á upphafsárunum og er enn í  dag eitt fjölmennasta skógræktarfélag landsins.
Þessir menn stóðu ekki einir, því þeir áttu maka, börn, ættingja og vini sem skiluðu ekki síður miklu og merku starfi til eflingar skógræktar í bæjarlandinu. Fjöldkyldur þeirra stóðu heilshugar að baki þeim og studdu þá til góðra verka. Minningarsteinar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eru virðingarvottur við allt það merka fólk sem hefur lagt sig fram um að bæta landið með hag komandi kynslóða fyrir brjósti. 

Heimild:
-http://www.skoghf.is/greinar

Gráhella

Gráhella.

Hafnarfjörður

Sú klausa er hér fer á eftir stendur í blaðinu Fjallkonan 19. júní 1908:
“Hafnfirðingar höfðu það til hátíðarbrigðis afmælisdag Jóns Sigurðssonar að stofna hjá sér ungmennafélag. Hlaut það nafnið Ungmennafélagið 17. júní. Framkvæmdahugur var mikill í félagsmönnum, enda margvísleg mál er ungmennafélög hafa á stefnuskrá sinni. Þar á meðal að klæða landið skógi.
vidistadirHafnfirðingar létu sig ekki vanta í hóp þeirra brautryðjenda. Því til sönnunar stendur eftirfarandi í sama blaði 28. apríl 1909:
“Ungmennafélagið 17. júní í Hafnarfirði hefur fengið lofun fyrir landi til skógræktar í nánd við bæinn í Víðistöðum.  Félagið er tekið til við að vinna við skógarstæðið – girða það. Vinna flestir félagar að því með eigin höndum, karlar og konur í frístundum sínum og miðar verkinu furðuvel áfram. Hugsað er til að rækta þarna tré í næsta mánuði.”
Lengri eru upplýsingar Fjallkonunnar ekki. En staðreynd er að þarna voru á þessu vori gróursettar um eitt þúsund trjáplöntur. Garðhleðsla og undirbúningur var eins og fyrr segir framkvæmdur af félögum. Stofnuðu þeir um þetta nokkurskonar hlutafélag, þannig að fyrir 5 kr. vinnu fengu menn hlutabréf og mun eitthvað af þeim enn vera til hér meðal gamalla 17. júní félaga. Árið 1910 fór Árni Helgason sem nú er verkfræðingur í Chicago til náms í trjárækt upp að Rauðavatni. Hvernig þessum trjágróðri í Víðistöðum reiddi af er mér ekki kunnugt. En mjög dofnaði yfir starfi þessa ungmennafélags eftir 1910 og það leið alveg undir lok 1913. En margir eru þeir Hafnfirðingar sem harma það að þarna skyldi ekki rísa upp almennur skemmtistaður með trjám og blómstrum.

Víðistaðir

Skógrækt á Víðistaðatúni.

Í Náttúrufræðingnum – 4. tölublað (01.03.1973), bls. 177 segir m.a. um Víðistaði: “Í vesturjaðri Hafnarfjarðarbæjar er lítill hraunlaus blettur, um 200 m á hvorn veg, nefndur Víðistaðir. Þetta er ein af þeim fáu eyjum, sem standa upp úr Búrfellshrauni og raunar aðeins smáhólmi í samanburði við hinar háu grágrýtiseyjar, sem áður var getið (með Setbergshlíð og Smyrlabúð). Hitt er þó kynlegra um Víðistaðahólmann, hve lágur hann er og flatur, en hraunbrúnin há allt í kring. Áður en hraunið rann, hefur hann væntanlega verið dálítil hæð, sem það sveigði hjá, en fyllti svo rækilega að á alla vegu.”

Alþýðublaði Hafnarfjarðar – Jólablað 1959 (19.12.1959), bls. 6-8, fjallar Stefán Jónsson athyglisverða grein um Víðistaði. Hann telur svæðið sem heild varðveislunnar virði.
Í meðfylgjandi fornleifaskráningu, reyndar mjög takmarkaðri, er farið yfir sögu Víðistaða, sem vert er að staldra við og skoða.

Hafnfirðingar mættu gjarnan huga meira að sögu sinni því spillt arfleifð verður ekki aftur tekin.

Víðistaðir eru, og verða vonandi um ókomna framtíð, vin íbúa Hafnarfjarðar í hjarta bæjarins.

Víðistaðir

Brot úr fornleifaskráningu Víðistaða frá 2002.

Víðistaðir

Víðistaðir

Víðistaðir

Frásögn Stefáns Jónssonar um Víðistaði.

Heimildir:
-http://www.skoghf.is/greinar
-https://timarit.is/files/12537511#search=”Víðistaðir%20Víðistaðir”
-Alþýðublað Hafnarfjarðar – Jólablað 1959 (19.12.1959), bls. 6-8ttps://www.hafnarfjordur.is/media/nordurbaer/Vidistadir-fornleifaskraning2002.pd
-Náttúrufræðingurinn, 4. tölublað (01.03.1973), bls. 177.

Rósel

Hin forna lögrétt Kjósverja við Fossá er ágætt (slæmt) dæmi um hvernig skógrækt hefur gengið óþarflega nærri fornleifum. Furutrjám hefur verið plantað í og í kringum réttina án sýnilegrar ástæðu, enda stangast gjörningurinn á við ákvæði Þjóðminjalaga. Það eru Skógræktarfélög í Kópavogi, Kjós og Mosfellsbæ, sem þarna voru að verki.
HvaleyrarselsstekkurÞegar gengið er um skógræktarsvæði má víða sjá fornminjar. Þrátt fyrir lögbundna vernd þar sem röskun varðar refsingu hefur skógræktarfólk verið duglegt að planta trjám í minjarnar. Líklegt má telja að verið sé að nýta skjólið. Í sumum tilvikum gæti fólk verið meðvitað um að minjar geti verið að ræða, en sennilega er flest einungis að hugsa um skógræktina og kemur ekki auga á minjarnar. Dæmi er um að trjám hafi verið plantað í fornar götur og í seltóftir, líkt og sjá má á Baðsvöllum, við Snorrastaðatjarnir og nú síðast í Hvaleyrarselsstekknum við Hvaleyrarvatn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Í fræðsluefni um skógrækt fyrir Norðurlandsskóga má sjá að viðleytni er til þess að gæta varúðar á minjasvæðum. Hefti hefur verið uppsett að það nýtist sem best skógarbændum sem taka þátt í verkefninu.
“Margir bændur kannast við svokallaða bæjarhóla á jörðum sínum, enda er það svo að á vel flestum lögbýlum á Íslandi hafa staðið bæir um aldir. Er menn byggðu úr torfi og grjóti þurftu byggingarnar mikið viðhald og bændur urðu gjarnan að dytta að húsum á hverju sumri. Með reglulegu millibili varð að hlaða upp torf- og grjótveggi og skipta út fúnum spýtum úr burðargrindinni. Við hverja viðgerð varð breyting á bænum og hver kynslóð lagaði hann að þörfum sínum og tók upp nýja tækni. Gjarnan hafa bæirnir staðið á sama blettinum svo öldum skiptir og við endurbyggingu eða viðgerðir einstakra húsa hafa með tímanum hlaðist upp manngerðir bæjarhólar. Hólar þessir geta oft verið um 3 metrar á flykkt og um 30-40 metrar í þvermál. Með fornleifarannsóknum má því oft rekja þróun torfbæjanna Hvaleyrarselsstekkuraftur á miðaldir og geyma slíkir bæjarhólar í sér gríðarlega miklar upplýsingar um sögu þjóðarinnar.
Íbúðarhús nútímans eru stundum á eða í námunda við slíka bæjarhóla. Í næsta nágrenni bæjarins voru svo útihús og önnur mannvirki, svo sem gripahús, túngarðar, kálgarðar, heimaréttir o.fl. Í meiri fjarlægð frá bænum má svo finna m.a. tóttir af seljum, fjárborgum og beitarhúsum. Minjar um líf og starf genginna kynslóða hafa ekki aðeins gildi fyrir fræðimenn er rannsaka sögu og menningu þjóðarinnar, heldur ekki síður fyrir námsfólk og allan almenning er sækir heim söfn eða nýtur útivistar á fjölbreytilegum minjastöðum. Minjar hafa aðdráttarafl og geta skilað þjóðarbúinu tekjum, ekki síst í tengslum við menningartengda ferðafljónustu. það er því mikilvægt að rækta þlennan arf vel, standa vörð um hann og kynna og leitast við að skila honum í sem bestu ástandi til komandi kynslóða.
FossárréttFornminjar eru hins vegar forgengilegar og ætti að vera óhætt að segja að á síðustu áratugum hefur farið fram meiri eyðing fleirra en á öllum öldum Íslands byggðar. Munar flar mest um stórtækar vinnuvélar nútímans.
Skógrækt og varðveisla menningarminja ætti hins vegar vel að geta átt samleið og skiptir þá mestu að skógræktarbændur og þjóðminjavarslan í landinu stilli saman strengi. Mjög mikilvægt er að vinna að því að kortleggja minjar á skógræktarjörð um svo komast megi hjá því að þeim verði spillt. Fornleifar eru stundum ekki greinanlegar á yfirborðinu, en oft koma tóttir mannvirkja fram sem þústir í landslaginu. Fornleifar eru skilgreindar í 9. gr. þjóðminjalaga, en að jafnaði er miðað við að minjar 100 ára eða eldri teljist til fornleifa. þeim má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.
TrjáræktTelji landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask er haggað geti við fornleifum skal skýra Fornleifavernd frá því áður en hafist er handa við verkið. Sömuleiðis ef fornleifar finnast við framkvæmd verks ber að skýra stofnuninni frá því.”
Skógræktarfélag Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um nýræktun skóga m.t.t. fornleifa: “Skógrækt í nágrenni fornleifa þarf að skipuleggja þannig að þær spillist ekki. Slikum minjum á að reyna að gera hátt undir höfði á ræktunarsvæðunum, enda eykur vitneskja um þær fjölbreytileika svæðanna.
Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar. Hér á eftir Í Fossárdaleru listaðar helstu tegundir fornleifa, sem búast má við að finna á Íslandi en ekki má þó líta á þennan lista sem tæmandi upptalningu allra fornleifa. Skilgreiningin hér að ofan er alltaf í gildi. Ef vafi leikur á því hvort mannvirki telst til fornleifa eða ekki er nauðsynlegt að hafa samband við Fornleifavernd ríkisins.
Hér eru dæmi um  tegund fornleifa: Búsetuminjar, vinnustaðir, samgöngumannvirki, varnarmannvirki, áletranir og fleira. Eftirtalin atriði þarf að varast þegar skógrækt er undirbúin nærri fornleifum.
1. Mikilvægt er skógræktin sé skipulögð þannig að hún falli sem best að slíkum minjum í landinu.  Ekki síst á það við um skógarjaðarinn næst minjunum. Einnig fer oft betur að hafa meira en 20 m radíus í kringum minjarnar. Fornminjasvæði auka mjög á útivistargildi viðkomandi skógræktarsvæða og gera þau áhugaverðari.
Í Fossárdal2. Ekki skal jarðvinna með vélum á svæðum þar sem talið er að fornminjar séu í jörðu.
3. Oft eru fleiri einstakar fornminjar nálægar og mynda heild. Þá skal opið, skóglaust svæði vera nægjanlega stórt umhverfis þær allar.
4. Þess skal gætt að girðingar, vegir og slóðar liggi ekki þvert yfir fornminjarnar.”
Í þjóðminjalögum, 107/2001 eru ákvæði um vernd minja:  “10. gr. Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins” og “11. gr.
Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fornleifavernd ríkisins lætur skrár þessar í té Þjóðminjasafni Íslands.”
Í reglugerð um þjóðminjavörslu, 334/1998, eru einnig verndunarákvæði. Þótt gildandi Þjóðminjalög kveði m.a. Trjám plantað í fornleifar - merktar Borgarminjumá um verndun fornminja vernda þau (sem slík) ekki minjarnar. Ekki heldur þær stofnanir, sem þar eru tilgreindar. Þá hefur reglugerð studd af fyrrgreindum lögum ekki verið fyrir hendi þrátt fyrir að lögin geri ráð fyrir henni. Mikilvægt er að endurskoða núverandi Þjóðminjalög og um leið allt fyrirkomulag fornminjamála hér á landi. Markmiðið á ekki að vera að ákveða hvaða stofnun á að gera hvað heldur hvernig vernduninni er best fyrir komið. Lögin þurfa að gera ráð fyrir eðlilegu samspili allra þeirra er að þeim málum koma, afmarka einstaka stjórnvaldsþætti, ákvarða ábyrgð á tilteknum framkvæmdum og gera ráð fyrir að lögreglan eða tilgreindir eftirlitsaðilar hafi eftirlit með að fornminjar, þjóðararfurinn, fari ekki forgörðum. Tímarnir hafa breyst – og það mjög hratt upp á síðkastið. Mikilvægt er að taka mið að þeim breytingum sem og því sem vænta má í undirliggjandi framtíð.
Góður skilningur skógræktarfólks er nauðsynlegur svo auka megi líkur á verndun fornra minja og meðvitund þess um gildi þeirra – líkt og skógurinn hefur tiltekið gildi í augum þess. Miðað við ákafa skógræktarfólks á liðnum árum verður, með sama áframhaldi, ekki langt að bíða að farið verður að planta trjám, skuggsælum plöntum, í hella og skúta.
Sjá meira HÉR.

Fossárrétt

Höfðaskógur

Hörður Zóphaníasson tók viðtal við formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er birtist í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu, árið 1964 undir fyrrisögninni “Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann“:

“Jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar hafði hug á að kynna fyrir lesendum sínum Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og heimsótti því formann félagsins, séra Garðar Þorsteinsson, og lagði fyrir hann ýmsar spurningar um skógræktarstarfið. Séra Garðar leysti greiðlega úr öllum spurningum um skógræktina í Hafnarfirði, og gefum við honum hér með orðið.

Garðar Þorsteinsson

Garðar Þorsteinsson.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað hinn 25. október 1946. Það ár var Skógræktarfélagi Íslands breytt í samband héraðsskógræktarfélaga og sérstakt skógræktarfélag stofnað hér. Fyrsta stjórn félagsins skipuðu þessir menn: Ingvar heitinn Gunnarsson kennari, sem var formaður, Jón Magnússon frá Skuld, Jón Gestur Vigfússon, sparisjóðsgjaldkeri, Gunnlaugur heitinn Kristinsson, kennari og sandgræðslustjóri, og Þorvaldur heitinn Árnason skattstjóri.
Fjórir menn hafa fram að þessu gegnt formannsstörfum í félaginu: Ingvar Gunnarsson 1946—’49, Þorvaldur Árnason 1949—’54, Jón Gestur Vigfússon 1954—’58 og sr. Garðar Þorsteinsson frá 1958 til þessa dags.
Árið 1935 var komið upp svonefndri Skólagirðingu í Undirhlíðum, um 12 ha. svæði innan hennar. Börn úr efsta bekk barnaskólans önnuðust þar gróðursetningu fyrir forgöngu þeirra Ingvars Gunnarssonar kennara, Hákonar Helgasonar kennara og Guðjóns Guðjónssonar skólastjóra.

Gráhelluhraun

Gráhelluhraun.

Aðalgróðursetningin fór þar fram á árunum 1937—1939. Árangurinn af þessu skógræktarstarfi hefur orðið mjög góður. Hæstu sitkagrenin eru nú 5 til 7 m há. Á þessum tíma hefur landið batnað stórlega og hefur þetta komið skýrt í ljós: Í fyrsta lagi, að víða þarf ekkert að gera til að hefta uppblástur annað en girða landið, og í öðru lagi hefur orðið þarna stórfelld gróðurfarsbreyting. Til dæmis er svæðið innan girðingar blátt af blágresi fyrri hluta sumars, en utan girðingar er ekki blágresi að sjá. Blágresið hefur djúpar rætur og hjálpar mjög til við að bæta jarðveginn. Þetta sama er einnig að koma í ljós í öðrum girðingum skógræktarinnar. Skólagirðingin gekk fljótt úr sér og var ekki gripheld í mörg ár. Þá fór þessi trjágróður ákaflega illa og furðulegt, að hann skyldi ná sér aftur svo sem raun ber vitni.

Sléttuhlíð

Sléttuhlíð.

Árið 1952 samdist svo milli bæjarstjórnarinnar og Skógræktarfélagsins, að félagið tæki við þessari girðingu og sæi um hana framvegis. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar lét setja nýja girðingu þarna 1955. Þessi girðing segir bezt til þess, hvers vænta má. Bendir allt til, að trén þarna geti orðið allt að 20 m há. Skólabörnin unnu líka að gróðursetningu í Sléttuhlíð, en svæðið, sem þau gróðursettu í þar, var síðar úthlutað undir sumarbústaði.
Ári eftir stofnun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fær félagið land frá Hafnarfjarðarbæ í Gráhelluhrauni. Var það 8 ha. á stærð. Strax var hafizt handa, svæðið girt og gróðursetning hafin. Árið 1949 er svo Gráhelluhraunsgirðingin stækkuð um 30 ha og er hún því nú 38 ha. að stærð.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Árið 1957 fær Skógræktarfélagið 35,2 ha. land við Hvaleyrarvatn og er það girt sama ár. Ári síðar, 1958, er stóra girðingin gerð í Stóraskógarhvammi í Undirhlíðum, en innan hennar er 67 ha. svæði. Í Stóraskógarhvammi eru síðustu leifarnar af hinum víðáttumikla birkiskógi, sem upphaflega klæddi allar Undirhlíðar. Þegar girt var, voru þar um 4 m háar birkihríslur á nokkrum stöðum og samfellt birkikjarr á stóru svæði. Nú er gert ráð fyrir því, að á þeim hluta landsins verði eingöngu ræktaður birkiskógur og gamli birkiskógurinn þannig endurnýjaður.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – Stóriskógarhvammur.

Loks var árið 1961 þriðja svæðið girt í Undirhlíðum. Það svæði er 60 ha og nær frá Skólagirðingunni og norður undir Kaldá. Höfuðáhugamál félagsins hefur undanfarin ár beinzt að því að girða sem mest, til þess að bjarga landinu frá eyðileggingu ofbeitar. Afgirt land Skógræktarfélags Hafnarfjarðar nú er 212 ha. Samanlögð lengd girðinga félagsins er 14 1/2 km. Í dag mundi það kosta 700 þúsund krónur að koma þessum girðingum upp.
Búið er að gróðursetja í 43,8 ha. af þessu landi félagsins. Þegar Skólagirðingin er frátalin, hefur verið plantað í þetta rúmlega 200.000 trjáplöntum. Mestur hluti þessara plantna er barrviður, svo sem sitkagreni, blágreni, broddgreni, rauðgreni, sitkabastarður, hvítgreni, skógarfura, bergfura, stafafura og lerki. Þá hefur verið plantað allmiklu af birki og verður það gert hlutfallslega meira síðar. Einnig hefur verið plantað út lítið eitt af öðrum trjátegundum. Allmikið af þessu starfi hefur verið unnið í sjálfboðavinnu, einkum fyrstu árin. En síðustu átta árin hefur félagið haft einn fastan starfsmann sumarmánuðina, og sum árin tvo. Það starf hefur einkum verið fólgið í gróðursetningu, áburðargjöf, jarðabótum og viðhaldi á girðingum félagsins.

Stóriskógarhvammur

Piltar úr Vinnuskólanum í Krýsuvík í Stóraskógarhvammi ásamt Hauki Helgasyni.

Árið 1959 kemst sá háttur á, að vinnuflokkur frá vinnuskólanum í Krýsuvík hefur það verkefni meðal annars að vinna að gróðursetningu í Undirhlíðum. Á árunum 1959 til 1962 vinna unglingar og börn úr vinnuskólanum að gróðursetningu undir stjórn Hauks Helgasonar skólastjóra og Helga Jónassonar yfirkennara. En síðastliðin 2 sumur unnu nokkrir hafnfirzkir unglingar að gróðursetningunni undir stjórn kennaranna Guðmundar Þórarinssonar fyrra sumarið, en Björns Ólafssonar og Pálma Ágústssonar sl. sumar og kostaði Hafnarfjarðarbær vinnu unglinganna.

Skógrækt

Piltar úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við gróðursetningu í Stóraskógarhvammi um 1962.

Allmikið af landi Skógræktarfélagsins er enn ekki hæft til gróðursetningar. Sums staðar eru melar og blásin börð, sem verður að græða. Þar verður að hjálpa náttúrunni til, og ætlum við Alaskalúpínunni þar mikið hlutverk. Hún er sannkölluð undrajurt, vinnur áburð úr loftinu og skilar honum í jarðveginn. Félagið hefur gert tilraunir með hana, sem lofa góðu. Nú þegar klæðir hún heila mela og undirbýr þá undir annan gróður.
Rotaryfélög í Noregi hafa í nokkur ár, eða frá 1959 til 1962, sent félaginu trjáplöntur að gjöf, aðallega bergfuru. Árið 1959 gróðursettu Rotaryfélagar þær trjáplöntur, sem þannig bárust. Alls hafa verið gefnar frá Noregi 42.500 bergfurur og 14.000 sitkagreni.
Góðtemplarar hafa í allmörg ár farið í gróðursetningarferð einu sinni á ári. Góðtemplarareglan í Hafnarfirði verður vafalaust fyrst til að fá ákveðið land innan girðinga Skógræktarfélagsins, sem hún hafi allan veg og vanda af. Vonandi mun svo verða Ingvar gunnarsson kennari um fleiri félög síðar.
Skógrækt
Árið 1958 voru höggvin tré úr elztu girðingunni og gefin í kirkjurnar í Hafnarfirði, í barnaskólann, á ráðhúsið, að Bessastöðum og víðar. Trén voru allt að 4 1/2 m á hæð. Þetta ár var líka höggvin bergfura og seld í verzlanir. Síðastliðið ár var enn grisjað, og bílhlass af greni og furu var selt í verzlanir fyrir jólin. Nú er búið að girða um helminginn af Undirhlíðunum frá Vatnsskarði norður að Kaldá. —
Hugmyndin er, að nytjaskógi verði komið upp í Undirhlíðum, enda er landið þar vel til þess fallið. Hvaleyrarvatnsgirðingin og Gráhelluhraunsgirðingin eru hins vegar fremur hugsaðar sem skemmtigarðar en skógur. Þær eiga að verða eins konar Heiðmörk Hafnfirðinga, griðland þeirra og hvíldarstaður.
Skógrækt
Árið 1953 barst félaginu dánargjöf frá systkinunum Gunnlaugi Kristmundssyni og Ingibjörgu Kristmundsdóttur, að upphæð 22 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir, að gerður verði minningarreitur um þau systkinin í Hvaleyrargirðingunni. Frá því 1958 hafa verið gróðursettar 143.730 skógarplöntur hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
Stjórn félagsins skipa nú: séra Garðar Þorsteinsson formaður, Páll Daníelsson ritari, Haukur Helgason gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Jón Magnússon, sem setið hefur í stjórn félagsins frá upphafi, Ólafur Vilhjálmsson, Guðmundur Þórarinsson og Helgi Jónasson.

Krýsuvík - vinnuskóli

Drengir úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við skógrækt í Undirhlíðum.

Þú spyrð um framtíðarhorfur í skógræktarmálum. Eg get ekki betur séð, en sú reynsla, sem þegar er fengin, gefi góðar vonir. Því er ekki að neita, að eitt og annað hefur valdið vonbrigðum. Til dæmis var fyrstu árin gróðursett allmikið af skógarfuru. En mikið af henni er dautt, og eins fer um það, sem eftir er, vegna þess, að ekki hefur enn tekizt að gera þær bjöllur landlægar hér, sem halda í skefjum lúsinni, sem á hana sækir. Eins urðum við fyrir nokkrum skakkaföllum í hretinu vorið 1962, þótt það tjón væri minna en við var að búast. Þá hefur grenilúsin valdið nokkru tjóni, en að því eru áraskipti. Þannig olli hún miklu tjóni árið 1962 og aftur nú í haust, einkum í skrúðgörðum í bænum, en hennar gætir mikla minna í skógræktargirðingunum. Skógfræðingar telja að vetrarhlýindin undanfarin ár hafi skapað þessum meindýrum óvenjugóð lífsskilyrði í bili, en annars er við þetta sama vandamál að stríða í öllum löndum, þar sem greni vex. Með úðun er hægt að halda grenilúsinni í skefjum í skrúðgörðum og á litlum svæðum, en þess hefur ekki verið gætt í bæjunum sem skyldi. En við lærum af óhöppunum, og sá er til dæmis dómur norskra skógfræðinga, að árangurinn hér hjá okkur gefi í engu eftir árangri þeirra í Noregi. Aðaláhyggjum veldur ofbeitin á landinu utan girðinga. Það fer algerlega í auðn, ef ekki verður komið í veg fyrir hana.” – H.Z.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1964 (18.12.1964), “Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann” – Garðar Þorsteinsson, bls. 15-16.

Skógarmenn

Minningarskjöldur um fyrrum skógræktarmenn.

Baðsvellir
Frá því á fyrri hluta 20. aldar hefur áhugasamt fólk og félagasamtök reynt að rækta smáskóga á Reykjanesskaganum. Það hefur gengið þokkalega, sbr. skógana í Undirhlíðum, við Hvaleyrarvatn, Í Gráhelluhrauni, undir Háabjalla, á Baðsvöllum og í Sólbrekkum.

Skógur

Skógur.

Ísland meðal yngstu landa jarðar og það land Evrópu sem seinast byggðist. Önnur lönd voru numin löngu áður. Þetta eyland í Norður-Atlantshafi hafði að mestu einangrast með þeim tegundum plantna og dýra sem komust þangað í lok síðustu ísaldar. Engir stórir grasbítar lifðu í landinu og í meira en 13.000 ár fékk gróður að vaxa og dafna óáreittur af öðru en kaldtempraðri úthafsveðráttunni. Á seinni hluta tertíertímabilsins í jarðsögunni, fyrir 10-15 milljónum ára, ríkti heittemprað loftslag á þeim eyjum í Norður-Atlantshafi sem mynduðu landgrunn Íslands. Hér óx skógur í líkingu við þann sem nú er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Fundist hafa steingervingar af um 50 ættkvíslum plantna frá þessum tíma, einkum trjáa. Af lauftrjám hafa hér verið magnolíutré, túlípantré, lárviður, valhnota, álmur, eik, hlynur, beyki, hesli, ölur og birki.

Barrtré

Barrtré.

Einnig hafa barrtré eins og stórviður, fenjatré, lerki, þinur, greni og fura vaxið hér á míósentímabilinu, sem lauk fyrir rúmum fimm milljónum ára. Á síðari hluti tertíertímabilsins fór loftslag kólnandi. Veðurfar hér hefur á þeim tíma verið temprað og flóran lík því sem nú er um vestanverða Mið-Evrópu. Kaldasti mánuður ársins hefur haft meðalhita um eða yfir 0°C. Á því tímabili höfðu barrskógar yfirhöndina.
Fyrir um þremur milljónum ára varð gagnger breyting á loftslagi og sjávarhita á norðurhveli jarðar. Ísöld tók við með sín jökulskeið og hlýskeið. Þá mynduðust í fyrsta sinn víðáttumiklir jöklar á Íslandi. Fæst tré þoldu loftslag jökulskeiðanna og skógarnir náðu ekki að rétta sig af á hlýskeiðum á einangraðri eyju eins og þeir gerðu á meginlöndunum. Steingervingar benda þó til þess að frá upphafi ísaldar og þar til fyrir rúmri einni milljón ára hafi fura, ölur, birki og víðir vaxið hér. En þá dó furan út og ölurinn fór sömu leið fyrir um 500.000 árum, á síðasta og kaldasta jökulskeiði ísaldarinnar.

Skógur

Skógur.

Á síðustu tveimur hlýskeiðum ísaldar hefur gróður hér verið orðinn svipaður og nú er, með birki og víði sem eina trjágróðurinn. Þó er líklegt að bæði einir og reynir hafi lifað af ísöldina. Loftslag á Íslandi virðist hafa verið fremur þurrt og hlýtt fyrir 9.000 árum. Vaxtarskilyrði birkis voru hin ákjósanlegustu og breiddist það út um landið. Þetta hlýviðrisskeið stóð í rúm 2.000. Þegar því lauk tók við svalara tímabil sem leiddi til stækkunar mýrlendis og votlendisplöntur sóttu á í flórunni. Kuldinn hélst í 2.000. Hið síðara birkiskeið hófst fyrir um 5.000 árum og stóð í 2.500 ár. Á því tímabili var veðurfar hér á landi afar gott og hefur aldrei verið betra síðan fyrir síðasta jökulskeið. Þá breiddist birkiskógur og kjarr út um allt land.

Birki

Birki.

Talið er að mestallt hálendi Íslands hafi þá einnig verið gróið. Þeir birkilurkar sem finnast víða í mýrum eru frá þessu tímabili. Einnig er talið að leifar birkiskóga, sem nú liggja hæst í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli, séu menjar af skógum þessa tíma.
Fimmhundruð árum fyrir Kristsburð kólnaði aftur. Birkiskógurinn hopaði aftur úr mýrlendinu og skógarmörk færðust neðar í fjallshlíðum. Þegar landnám hófst var skógurinn því farinn að hopa. Samt má merkja af frjókornarannsóknum og ýmsu öðru að þá fyrst fór að síga verulega á ógæfuhliðina.
Fyrstu landnemar Íslands hafa án efa heillast af ósnortinni náttúrunni sem tók á móti þeim. Írskir munkar, sem allt bendir til að hér hafi fyrst tekið land, áttu ekki að venjast slíku náttúrufari. Á Bretlandseyjum hafði kvikfjárrækt verið stunduð um aldir og skógar hopað fyrir graslendi. Munurinn var sjálfsagt ekki eins mikill fyrir víkingana frá Noregi, sem sögur herma að numið hafi hér land á 9. öld. Miðað við hve landið byggðist hratt hafa fréttir af þessari búsældarlegu eyju þó vakið mikla athygli. Auðæfi til lands og sjávar virtust óþrjótandi og auðvelt að draga björg í bú.

Skógur

Skógur.

Skógurinn sem tók á móti landnámsmönnum náði milli fjalls og fjöru þar sem jarðvegur var þurr. Þó að þetta hafi ekki verið hávaxinn skógur má leiða getum að því að víða hafi vaxið há og bein birkitré eins og enn finnast. Örnefni benda til þess að skógur hafi verið mestur á Suðurlandi, Vesturlandi, við Eyjafjörð, í Suður-Þingeyjarsýslu og á Austurlandi, en minnstur á Vestfjörðum, við Húnaflóa og á Norðausturhorninu. Við búsetu manna tók allt vistkerfi landsins miklum breytingum. Rannsóknir á frjókornum í jarðvegi hafa leitt í ljós, að fljótlega eftir landnám fækkar birki- og víðifrjóum en grasfrjóum fjölgar hlutfallslega. Sömu rannsóknir sýna, að birkiskógur hefur náð hámarki sínu á Íslandi fyrir 4.000-2.800 árum en verið á niðurleið síðan með stórum afföllum á landnámsöld og 17. öld. Lengi hafa glöggir menn reynt að reikna út hversu stór hluti landsins hafi verið skógi vaxinn við landnám.
Rannsóknir og heimildir benda til þess að meira en 40.000 ferkílómetrar hafi verið huldir gróðri á 9. öld, eða um tvöfalt stærra svæði en nú er. Leiddar eru líkur að því að meira en helmingur þess lands hafi verið viði vaxinn. Mestur hefur skógur verið á láglendi, neðan 200 metra hæðar yfir sjávarmáli, en lágvaxið kjarr hefur teygt sig inn á hálendið upp í yfir 400 metra hæð. Þar sem vaxtarskilyrði hafa verið best, í botnum dala og skjólgóðum hlíðum, hafa birkitré náð góðum vexti og gefið af sér smíðavið. Víðar hefur þó verið lágvaxinn skógur og kjarr. Norrænir landnámsmenn voru vanir kvikfjárrækt og akuryrkju. Þeir ruddu skóg fyrir bæi sína og akra.

Skógur

Skógur.

Fornleifarannsóknir sýna að menn brenndu gjarnan skóginn þar sem bærinn átti að standa og umhverfis hann. Búfénaðurinn, sauðfé, nautgripir, svín og geitur, var látinn ganga sjálfala allt árið um kring í skjólgóðum skóginum en kjarr var sviðið til þess að rýma fyrir beitilandi og ökrum til kornræktar. Einnig munu landnemarnir hafa notað svonefnda sviðningsræktun sem tíðkaðist á Norðurlöndum, en þá var skóglendi brennt undir akra og síðan sáð í volga öskuna. Rauðablástur og járnsmíði var iðnaður sem víkingarnir þekktu vel til. Slíkt höfðu þeir stundað um aldir í Skandinavíu. Þeir komust fljótt að því að íslenski mýrarrauðinn var járnríkur og héldu því uppteknum hætti í nýja landinu. Til þess þurftu þeir mikið eldsneyti. Skógur var einnig höggvinn í byggingarefni fyrir skála og langeldar kyntir í þeim. Búfjárbeitin hefur þó átt drýgstan þátt í skógareyðingunni. Grasbítarnir sáu til þess að nýgræðingur ásamt öðrum botngróðri komst hvergi upp og vetrarbeitin gerði illt verra. Ari fróði Þorgilsson ritar Landnámu og Íslendingabók snemma á 12. öld, eða um 250 árum eftir landnám. Frásagnir beggja greina frá því, að í þá tíð sem land var numið hafi það verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi orð gefa til kynna að ekki sé lengur skógur í landinu svo nokkru nemi þegar þau eru rituð. Að skógurinn hafi eyðst að mestu á 250 árum er ekki ólíklegt. Íslenska birkið verður yfirleitt ekki meira en 200 ára gamalt og skógur sem er mikið beittur endurnýjar sig lítið. Því er ekki fráleitt að á fyrstu 250 árum Íslandsbyggðar hafi mönnum og búfénaði tekist að uppræta helming þess skóglendis sem var við landnám. Frjólínurit sýna að birkiskógurinn hefur látið á sjá fljótlega eftir að landnám hófst og sum héruð, eins og Húnaþing og Skagafjörður, snemma orðið skóglaus.

Skógur

Skógur.

Eyðing náttúruskógar á Íslandi er ekkert einsdæmi. Hið sama hefur átt sér stað um gjörvallan heim þar sem vestrænir menn hafa numið land. Slíkt gerðist á meginlandi Evrópu fyrir nokkrum þúsundum ára og endurtók sig bæði í N-Ameríku og á Nýja Sjálandi þegar Evrópubúar fluttust þangað með húsdýr sín. Við landnám höfðu skógar náð hvað mestum þroska við forn sjávarmörk og ofan þeirra. Jarðvegurinn á þeim svæðum var laus í sér, samsettur úr aðfluttri bergmylsnu blandaðri ösku- og vikurlögum. Um leið og skógurinn hvarf opnaðist svörðurinn og þar með átti vindurinn greiða leið að fokgjörnum jarðveginum.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Þegar lauf trjánna hlífði ekki lengur jörðinni fyrir regni og trjáræturnar bundu ekki lengur jarðveginn fór vatnið að rjúfa gróðurþekjuna og undirlag hennar. Í stórrigningum og hlákum braut vatnið smátt og smátt niður þau frjósömu lög sem alið höfðu tré og annan gróður. Moldin skolaðist burt með leysingarvatninu. Skriður í hlíðum, grjóthálsar og berir melar tóku við af gróðursæld óspilltrar náttúru. Þrátt fyrir að meðferð manna hafi ráðið mestu um afdrif skóga á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áttu náttúruöflin einnig sinn þátt í þeim. Náttúruöflin sem skópu landið voru enn að. Kunnar eldstöðvar skipta tugum og frá landnámsöld hafa 150 eldgos breytt ásýnd landsins með öskufalli og hraunrennsli. Jöklar og ár brjóta niður og hafið sverfur strendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að veðurfar var fremur gott á landnámsöld og lofthiti svipaður og á tímabilinu 1920-1950. Á fyrri hluta 13. aldar tók hitastigið hins vegar að lækka og köld veðrátta hélst allt fram undir lok 19. aldar. Kaldast varð á 17. öld.Heimild m.a.:
-www.skogur.is

Fossárrétt

Fossárrétt eldri – þakin skógi.