Færslur

Herdísarvík

Eftirfarandi frásögn um “Ferð yfir Reykjanesfjallgarðinn” er Ólafs Þorvaldssonar í Sunnudagsblaði Tímans árið 1969. Ólafur og fjölskylda hans bjó um tíma í Herdísarvík og hefur skrifað margan fróðleiksþáttinn um svæðið:

Selvosgleidir-551

“Ferð þessa fór ég að liðnum fardögum árið 1928. Ég lagði upp frá Hafnarfirði, einhesta, á hina ævafornu, fjölförnu leið milli Selvogssveitar og Hafnarfjarðar, sem liggur um þveran Reykjanesskagann nyrzt. Yfir fjallið er farið norðan Lönguhlíðar um skarð, er Kerlingarskarð heitir, og er á hinni gömlu Grindskarðaleið. Mín ferð var gerð til Herdísarvíkur, sem er vestust jörð í Selvogi og þar með í Árnessýslu, við sjó fram.
Ekki var Rauður minn neinn gæðingur. en léttur var hann og þægilegur ásetu, mjög góður ferðahestur, traustur og hraustur, svo að erfitt held ég hefði verið að ofbjóða honum. Þess utan var Rauður fallegur og vel vaxinn.
Klukkan tíu að kvöldi lagði ég af stað frá Hafnarfirði, austur yfir fjall. Veðrið var unaðslegt, logn og ekki skýskán á himni. Á ferð minni hafði ég hinn gamla og sjálfsagða máta; að fara hægt til að byrja méð, aðeins ferðamannagutl, en þess á milli lét ég kasta toppi.

Helgadalur

Helgadalur – vatnsbólið.

Alllangur aðdragandi er frá Hafnarfirði upp að fjalli, allt heldur á fótinn, en hvergi bratt. Mörg kennileiti eru á þessari leið, sem bera sitt nafn, og nefni ég hér þau helztu: Helgadalur, og er talið að þar hafi verið byggð að fornu og sjást þar enn rústir nokkrar, þar suður af er hið tigulega Helgafell, Valhnjúk, Mygludalir og þar vestur af Búrfell, sem einhvern tíma hefur gosið miklu hraungosi, þar nokkru austar Húsfell, stórt og ábúðarmikið. Allt þetta nefnda svæði má heita, að hafi verið mínar æsku- og ungdómsheimahagar. Ég gat því vel raulað fyrir munni mér hina fornu vísu: Þessar klappir þekkti ég fyrr, þegar ég var ungur…

Kerlingarskard-553

Úr Mygludölum liggur leiðin upp á hraunið, sem er hluti hins úfna og illfæra Húsfellsbruna. Í Mygludölum voru margir vanir að á smá stund, einkum á austurleið, þar eð þarna er síðasta grænlendi nálægt vegi, þar til kemur langt austur á fjall. Snertispöl upp í hrauninu eru Kaplatór, en til forna nefndar Strandartorfur. Þar átti Strandarkirkja í Selvogi skógarhögg, en nú sést þar öngin hrísla.
Á miðnætti var ég kominn allhátt í fjallið, þar sem grasi gróin hvilft er inn í efsta hluta þess. Í hvilft þessari fóru lausríðandi menn oft af baki, á austurleið. Á síðari helmingi nítjándu aldar var byggt þarna ofurlítið sæluhús. Kofa þann lét byggja W. G. S. Paterson, skozkur maður, forstjóri brennisteinsvinnslunar í Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Brennisteinninn var fluttur á hestum til Hafnarfjarðar frá báðum þessum stöðum, og lá Brennisteinsfjallaleiðin vestur yfir Kerlingarskarð. Í áðurnefndri hvilft var
eins konar umhleðslustöð. Til þessara flutninga þurfti fjölda hesta, og mun Paterson hafa haft nær sjötíu, og sagðist hann vera mesti lestamaður Íslands.
Kerlingarskard-552Frá Brennisteinsfjöllum var brennisteinninn selfluttur þannig, að lest að austan fór ekki lengra en ofan fyrir skarðið í hvilft þá, sem hér er nefnd, og sú, sem frá Hafnarfirði korm, stanzaði einnig þarna. Svo var skipt um farangur, þannig að önnur lestin tók bagga 
hinnar og fór sína leið aftur til baka. Sæluhúskofann lét Paterson byggja sem afdrep handa lestamönnum og farangri, ef bíða þurfti eftir annarri hvorri lestinni. Uppruni þessa litla sæluhúss, held ég, að fæstum Selvogamanna hafi verið kunnur að hálfri öld liðinni frá tilkomu þess.
Svona gleymast á stundum, atvik og hlutir undrafljótt. Í þessu tilfelli gat ég, nýkominn í hreppinn frætt þá um þetta. Ég vék Rauð í hvilftina, út af götunni lítið eitt til vinstri, að litlu tóftinni, sem enn var allstæðileg, teymdi hann upp í brekkuna, spretti af hnakk og beizli, lét vel að Rauði og sagði við hann, að nú skyldi hann blása mæðinni, því “við eigum brekku eftir, hún er há”.

Brennisteinsnamur-551

Nú var lægst stund nætur, þegar náttúran tekur að mestu á sig náðir litla stund — enginn andblær, ekkert hljóð. Og einmana ferðalangur hefur heldur ekki hátt um sig. Eina hljóðið, sem ég heyrði, var þegar Rauður minn klippti grængresið ótt og reglubundið, svo og hinn lági andardráttur náttúrunnar, sem maður skynjar aðeins, þegar öll önnur hljóð þagna. Ég settist með hnakktösku mína framan undir öðrum dyrakampinum og fékk mér ofurlítinn miðnæturbita, og Rauður fékk sinn hluta. Ég fór að hugsa um það starf, sem hér fór fram fyrir sem næst hálfri öld. Hér heyrðust ekki lengur æðaslög athafnalífsins. Nú blundaði hér allt, nema ég og Rauður minn. Og mér varð hugsað til hinna mörgu frænda minna og vina, sem sumir lifðu nokkuð fram á tuttugustu öldina, er verið höfðu lestamenn Patersons. Í þennan litla hvamm fluttu þeir mat og annað til þeirra, sem í námunum unni í Brennisteinsfjöllum hér suður af.
Í miðnæturkyrrðinni er sem ég heyri málróm lestamanna, þeirra sem ég man bezt. Þeir, sem koma úr Selvogsgata-559margmenninu, segja fréttir þaðan, hinir, sem frá námunum koma, segja það, sem fréttnæmt er úr fámenni fjallanna. Síðan var skipzt á farangri og aftur haldið af stað, en hvammurinn og litla sæluhúsið biðu í kyrrð fjalla næstu komumanna. Vel man ég einn þeirra, sem unnu í þessum brennisteinsnámum, og ég spurði hann og spurði. Meðal annars sagði hann mér, að sjaldnast hefðu námumenn getað verið lengur niðri í námunum en fimm eða sex mínútur í einu sökum hitans — þá hefði verið skipt um. Allir urðu að vera í tréskóm, klossum, allt annað soðnaði óðar. Og margt annað sagði hann mér um lífið og starfið þarna, sem of langt mál er að rekja. Það er runninn nýr og bjartur dagur, klukkan er eitt ef
tir miðnætti.

Draugahlidagigur-551Ég rís á fætur, fel þessari enn stæðilegu sæluhústóft þær hugsanir mínar, sem bundnar eru henni og þeim mönnum, er hún var gerð handa fyrir rösklega hálfri öld. Tóftin lætur ekki mikið yfir sér og mun nú flestum óþekkt. Og ekki liggur lengur þarna um sá aðalvegur og sú alfaraleið þess byggðarlags, sem að minnsta kosti í fjórar aldir var voldug sveit og víðþekkt, bæði innan lands og utan, Selvogssveitar. Í þeirri sveit sátu um aldir margir lögmenn landsins. Þar sátu einnig á 14. öld tveir hirðstjórar, Vigfús Jónsson og sonur hans, Ívar Hólmur.

Ölfus

Selvogur – Minja- og örnefnaskilti (ÓSÁ).

Þegar þetta er skrifað, 1968, búa aðeins, að ég ætla, fjórir eða fimm bændur í Selvogi og enginn hjáleigubóndi. Þar munu nú ekki vera nein teljandi stekkjarþrengsli, og er mér tjáð, að bændur þessir búi vel, eftir því sem heyrist nú úr sveitum yfirleitt. Nú fer enginn Selvogsmaður lengur þessa gömlu Grindaskarðaleið. Að vísu var Kerlingarskarð farið seinustu áratugina, og er það skarð aðeins sunnar í fjallinu en Grindaskarð, því það þótti að ýmsu leyti greiðari leið, en leiðin engu síður kölluð Grindaskarðaleið. Þessi leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar hefur verið mjög fjölfarin um margar aldir, það sýna hellurnar vestan fjallsins. Þar um má hafa það, sem Grímur Thomsen sagði af öðru tilefni: „Ennþá sjást í hellum hófaförin”. En nú sporar enginn hestur lengur þessar klappir.

Kerlingarskard-555Ég lagði á síðasta og örðugasta hjallann, sem var á leið minni austur. Ég læt Rauð ganga á undan mér, þar til komið er á hæstu brúnina. Útsýni þaðan er mikið til tveggja höfuðátta, austurs og vesturs. Sá, sem kemur upp á brún þessa mikla fjallaskaga og er ekki því kunnugri, mun þykja geta á að líta fyrst í stað. Það má segja, að þarna séu nokkur heimaskil. Við höfum í svipinn yfirgefið „vesturheim” og höldum í „austurheim”. Fljótt á litið, er landið ekki ólíkt yfir að sjá og áður var — hraunflákar miklir, sem runnið hafa kringum fell og hæðir, lítið af samfelldu gróðurlendi. Þó er gróðurinn nokkuð meiri til austurs. þótt lítt sé greinanlegur sökum fjarlægðar og halla landsins. En lengst í austri ber við „hið víða, blikandi haf”, Atlantshafið, sem héðan séð virðist engin takmörk eiga. Við litum aftur til vesturs yfir nýfarinn veg, og sjáum, að undirlendið er ekki ósvipað því, sem að austan er lýst. Þegar landið þrýtur blasir þar einnig við haf, Faxaflói, sem liggur til „mikils lands og fagurs” í hinum víða faðmi tveggja mikilla fjallaskaga, Reykjaness og Snæfellsness. Svo gott var skyggnið til vesturs að þessu sinni, að með góðum sjónauka hefði ég að öllum líkindum séð Kerlinguna við samnefnt skarð á Snæfellsnesi. En á því Kerlingarskarði, sem ég var staddur á er engin kerling. Við hvaða kerlingu er þá þetta skarð nyrzt á Reykjanesskaga kennt? Ef til vill skýrist það síðar.
Brennisteinsfjoll-567Ég stíg á bak, og Rauður fer að fikra sig ofan fyrri brekku fjallsins, unz komið er að miklum hraunfláka, sem fyllir dalinn milli Draugahlíðar að vestan og Hvalhnúks að austan. Á hraunbrúninni eru tvær allstórar vörður, Þarna greinist vegurinn af í þrjár kvíslar. Ein er lengst til hægri, liggur suðvestur með Draugahlíðum til Brennlsteinsfjalla. Beint af augum fram er götuslóði í suðaustur út á hraunið, og var einkum farinn af þeim útbæjanmönnum í Stakkavík og Herdísarvík. Lengst til vinstri er gata milli hrauns og hlíðar um svonefndan Grafning til Stóra-Leirdals vestan Hvalskarðs. Þetta er leið þeirra Austanvogsmanna. Þessum leiðum, ásamt fleiri fornum slóðum, hef ég nokkuð lýst í bók minni, Harðsporar, sem enn mun fáanleg hjá bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri.

Kistufell-551Ég rifja ég upp gamla sögu og segi Rauð mínum hana á meðan við löftrum austur yfir hraunflákann í átt til Hvalhnjúks. Vitanlega er þetta þjóðsaga eins og sú saga, sem sögð var skáldinu og sýslumanninum endur fyrir löngu vestur í hinu Kerlingarskarðinu. Saga sú, sem ég rifja hér upp, er sem næst á þessa leið: Í fyrndinni bjó tröllkona í Tröllkonugjá, norðaustur af Grindaskörðum. Eitt sinn fór hún að leitafanga til Selvogs. Kom hún þar á hvalfjöru og hafði þaðan með sér það, sem hún treysti sér til að komast með. En til hennar sást, og hún var elt.

Selvogsgata

Hvalskarð.

Erfið varð undankoman, og náðist kerla í skarði því, sem síðan er nefnt Hvalskarð og hnjúkurinn þar suður af Hvalhnjúkur. Og þjóðsagan heldur áfram og segir: Bóndi sá, sem kerlinguna elti, fékk sig ekki til að svipta hana hvalfengnum, heldur gerði við hana þann samning, að hún verði fyrir sig skörðin vestur á fjallinu, svo að sauðir hans rynnu ekki þar af fjallinu, heldur sneri hún þeim aftur til austurs. Eftir þetta setti tröllkonan grindur í nyrðri skörðin, en syðsta skarðið varði hún sjálf, sem eftir það var kallað Kerlingarskarð. Ekki getur sagan æviloka þessarar tröllkonu, og hvergi þar í grennd sjást þess merki, að hún hafi steinrunnið.

Nú vorum við komnir austur úr hrauninu að suðvesturenda Hvalhnjúks. Á fyrstu grösum brá ég mér af baki og gekk upp í brekkuna, leit á klukkuna og sá þá, að hún var lítillega farin að halla í þrjú. Þarna var ég næsta ókunnugur á móts við það, sem síðar varð. Af brekkunni sá ég til tveggja átta, til austurs og vesturs, og varð mér á að líta fyrst í austurátt.
Brennisteinsfjoll-uppdratturHéðan hallar landinu til austurs og suðausturs fram á brún þess fjalls, sem ég var enn staddur á, en þó nýfarinn yfir bæsta hrygg þess. Austur frá fjallinu tók við Selvogsheiði, allmikið land, en austur af henni blasti Atlantshafiö við í norðaustri „brosti á móti mér, Heiðin há, í helgiljóma” og birtu upprennandi sólar, löngu fyrir miðjan morgun. Þessi heiði ber fagurt nafn og fágætt. Þessa heiði hafa tveir andans menn, þeir Grétar Fells og Sigvaldi Kaldalóns, gert víðfræga í ljóði og lagi, og er ljóðlínan hér á undan úr því kvæði. Og svo varð „sólskin á sérhverjum tindi”. Síðan leit ég til vesturs yfir nýfarinn veg, Grindaskörð, og sá, að þar skein einnig „fagur roði á fjöllin”. Grindaskörð eiga sammerkt öðrum fjallvegum landsins um það, að þar skiptast á skin og skúrir. Þetta var ég búinn að reyna ári áður í Grindaskörðum. Mér flaug í hug kvæði Kristjáns Jónssonar um illveður í Grindaskörðum fyrir hundrað árum. Um tildrög þess segir höfundur: 

Selvogsleidin gamla-670„Eftirmæli eftir Jón Jónsson, barón v. Repp. Kveðið við þá harmafregn, er spurðist lát hans 1867, og að hann hefði frosið í hel í Grindaskörðum. Ég reis úr sæti sínu í brekkunni, beizlaði Rauð og steig á bak. Nú hallaði heldur undan fæti, og vegurinn var mýkri undir fæti og greiðari. Ég fór norðan við Svörtuhnjúka og Urðarás og hélt niður milli hraunsins og ásanna. Þannig „styttist leiðin löng og ströng”, þótt engan heyrði ég svanasöng. Í svonefndum Selbrekkum, neðarlega í Ásunum, vissi ég af vatni og fór með Rauð þangað. Þar drakk hann nægju sína. Þarna hefur einhvern tíma endur fyrir löngu verið grafið eftir mó, efalaust frá Stakkavík, og sést enn móta fyrir mógröfunum. Þar hefur einnig verið selstöð fyrrum.

Hliðarvatn-552Ég beindi nú Rauð í götuslóðann og lagði í síðasta áfangann að austurbrún fjallsins, þar sem Selstígur, brattur og krókóttur, liggur niður fjallið. Þeir, sem koma í góðu skyggni á þennan stað í fyrsta sinn, hljóta að verða einkennilega snortnir af því, sem þá blasir við. Hér skal aðeins nefnt hið helzta, sem sést. Fyrir fótum okkar liggur vatn, ekki svo lítið, Hlíðarvatn í Selvogi, og er sem næstu skrefin verði að stíga út í þetta vatn, þar eð það er svo nærri fjallinu, að ekki er gengt með því, en götuslóðinn allhátt uppi í brekkunni. Framan vatnsins er Víðisandur að sjó. Á sjávarströndinni, nokkuð austan vatnsins, hillir uppi hina fornfrægu Strandakirkju. Lengst til vesturs sér til Geitahlíðar innan Krýsuvíkur.

Strandarkirkja-590Ég fer af baki á brún fjallsins, læt Rauð rölta lausan á undan niður stíginn, sem er nokkuð í krókum, fyrst um smágerða skriðu, unz komið er í vel grónar brekkur fjallsins, kjarri vaxnar með blóm og góðgresi. Þegar niður úr sjálfum stígnum er komið,  tekur við hrauntunga, sem breiðist austur að vatninu. Yfir hraunið liggur gatan að túngarði jarðarinnar Stakkavíkur.
Klukkan er rösklega þrjú að morgni — allUr hljóta að sofa um þetta leyti nætur inni í litla bænum, sem þá var enn. Þar bjuggu þá æskuvinur minn, Kristimundur Þorláksson, og kona hans, Lára, ásamt börnum sínum, sem voru mörg.
Herdisarvik-579Nú var Hlíðarvatn, sem lá að bæjardyrum Stakkavíkur, eins og spegill, og hafði skammt undan enn stærri spegill, þar eð morgunkyljan er enn ekki runnin á. Nú finnst mér sem ég sé nógu lengi búinn að halda til austurs og suðausturs, breyti hér algerlega stefnu minni og held nú í vestur, heim að Herdísarvík. Rauður tekur götuna vestur á hraunið, hann veit hvað við á. Hraun þetta, sem er mjög auðugt að örnefnum, nær frá Hlíðarvatni vestur að Krýsuvíkurheiði, og er því sú vegarlengd sem næst fimmtán kílómetrar. Að fjórðungi stundar liðnum komum við að austurhliði túngarðsins um heimatún Herdísarvíkur. Við vorum komnir heim eftir fimm og hálfrar klukkustundar ferð frá Hafnarfirði, sem er heldur rólega farið lausríðandi. Hér átti heimili okkar að vera, að minnsta kosti næstu fimm árin. Raunar urðu þau sex. Þá varð ég að standa upp af jörðinni fyrir eiganda hennar, Einari Benediktssyni skáldi.

Herdisarvik-gamliÉg spretti af Rauð, strýk honum um höfuð og háls og þakka honum góða og trausta samveru, hleypi honum síðan til tjarnarinnar, svo að hann geti fengið sér að drekka tært uppsprettuvatn. Ég tek hnakk og beizli og geng rólega heim að bænum. Kaffon minn fagnar mér að vanda hávaðalaus, hlær bara út að eyrum. Ég lít á úr mitt, klukkan er hálffjögur.
Í þetta skipti var ég að koma frá að skila af mér ábúð, sem við höfðum búið á síðastliðin tvö ár og lá undir Hafnarfjarðarkauptað. Von var á litlum þilfarsbáti, sem ég hafði tekið á leigu til þess að flytja búslóð okkar, ásamt matarforða og öðrum nauðsynjum til sumarsins.
Bátur þessi átti að hafa í eftirdragi stórt þriggja marina far, sem ég hafði keypt í Hafnarfirði.
Herdisarvik-leifar gamlaBáðir voru bátar þessir hlaðnir varningi, og þurfti því að sæta góðu veðri og kyrrum sjó — Reykjanesröst á miðri leið. Þetta var því mikil áhætta, þótt nokkuð væri vátryggt. Um þetta, ásamt ýmsu fleira, var ég að hugsa á ferð okkar Rauðs yfir brattan fjallveginn með hraunbreiðurnar til beggja hliða. Og nú stóð ég á langþreyðu hlaði Herdísarvíkur. Ég geng að baðstofuglugga á suðurgafli, því að innan við hann vissi ég, að kona mín svaf, ásamt dóttur okkar, en vinnuhjú í austurenda baðstofunnar. Ég drep létt á rúðu, og í næstu andrá er tjaldi lyft frá, við horfumst í augu augnablik, og tjaldið fellur aftur fyrir.

Herdísarvík

Herdísarvík 1940-1950.

Eftir andartaksstund er loka dregin frá og kona mín stendur léttklædd innandyra. Þetta er mikill fagnaðarfundur, þar eð ég hef verið alllengi að heiman, og enginn vissi, hvernig mér gekk eða hvenær mín var von. En ég skal skjóta því hér við, að báturinn kom á öðrum, degi frá heimkomu minni með allan flutninginn algerlega óskemmdan.

Sú jörð, sem ég var þá að flytjast á, Herdísarvík í Selvogshreppi, á sannarlega sína sögu — og hana ekki ómerkilega. En Hún verður ekki sögð hér — og ef til aldrei. Nú er þessi jörð grafin gullkista og yzta borð hennar nokkuð farið að hrörna. Ef til vill opnar enginn framar þessa gullkistu…”

Heimild:
-Tíminn, sunnudagsblað, Reykjanesfjallgarður, Ólafur Þorvaldsson, 7. des. 1969, bls. 988-992.

Stakkavikurvegur-591

Stakkavík

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943 fjallar Ólafur Þorvaldsson um “Grindaskarðaveg – Selvogsleiðir“:

Stakkavíkurvegur

Stakkavíkurvegur út frá Grindarskarðavegi t.v.

“Leiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur liggur frá fyrrnefndum vörðum, suðaustur á slétt hraun, og eru smávörður með fram veginum yfir hraunið. Þegar á mitt hraunið kemur, er úfinn bruni suðvestan vegar, og er farið yfir mjótt haft af honum við suðurtagl Hvalhnjúks. Þegar austur fyrir Hvalhnjúk kemur, taka við Vestur-Ásar.
Fyrst til hægri handar nokkrir gróðurlausir og dökkir hólar, Svörtu Ásar. Nokkru suðaustur af þeim úti við brunann er Urðarás, og er hann auðþekktur af mikilli grágrýtisurð sunnan megin. Neðarlega í Ásunum eru austan vegar grasbrekkur allstórar, og heita þær Dýjabrekkur. Þar sér enn leifar þess, að þar hefur fyrir löngu verið leitað eftir mó, en ekki mun það hafa þótt svara kostnaði. Litlu neðar eru Selbrekkur. Þar hefur, þegar það tíðkaðist almennt, verið haft í seli frá Stakkavík. Úr Selbrekkum er stutt fram á fjallsbrún. Þegar á brún kemur, hýrnar svipur útsýnisins og breytist nokkuð. Það hefur líka hýrnað yfir mörgum vegfaranda þarna, sem kemur úr svartaþoku eða vondu veðri af fjallinu, því að oft er mikill munur veðurfars uppi á fjalli og neðan fjalls. Á brúninni stingum við því við fótum og rennum augum yfir það helzta, sem við blasir. Fyrst skulum við líta niður fyrir fætur okkar, svo að við blátt áfram dettum ekki fram af fjallinu, svo er það snarbratt. Af brúninni blasir við hafið, svo langt sem augað eygir til austurs, suðurs og nokkuð til vesturs, og sjaldan er sjór svo kyrr hér, að ekki kögri hvítu við sanda og hleinar. Héðan sjáum við til Selvogs, og ber þar hæst á vitanum á Selvogstöngum, og kirkjunni á Strönd — Strandarkirkju. Neðan fjallsins er allstórt vatn, Hlíðarvatn. Við austurenda þess, uppi við fjallið, er jörðin Hlíð, bær Þóris haustmyrkurs, þess er nam Selvog.

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli eldra.

Fyrir nokkrum árum var Hlíð lögð undir Stakkavík, en nú eru báðar í eyði, sorgleg saga, sem gerist víða nú. Við vesturenda Hlíðarvatns er Stakkavík.

Þar sem hús og tún jarðarinnar var fyrir 70—80 árum, er nú allt í vatni, og sést aðeins smáhólmi, þar sem bærinn stóð.

Nú stendur bærinn í hraunjaðrinum við vatnið og má heita túnlaus. Þess vegna var Hlíðin lögð undir Stakkavíkina, því að allgott tún er í Hlíð, en sami eigandi að báðum jörðunum, sem sé Strandarkirkja.
Úr vatninu rennur ós til sjávar, Vogsósaós. Í Hlíðarvatni er allmikil silungsveiði, og eru það Hlíð og Stakkavík, sem eiga beztu lagnirnar.

Stakkavíkurstígur

Á Stakkavíkurstíg efst í Selsskarði.

Af brúninni sjáum við ekki til Herdísarvíkur, þar eð Stakkavíkurfjall byrgir útsýn þangað. Ef við ætlum okkur heim á annan hvorn víkurbæinn, förum við að feta okkur niður stíginn, sem liggur í mörgum krókum og sveigum niður fjallið og heitir Selstígur. Frá fjallinu er aðeins steinsnar heim að Stakkavík. Vestur að Herdísarvík er um þriggja stundarfjórðunga gangur frá Stakkavík.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1943, Grindaskarðavegur – Selvogsleiðir, Ólafur Þorvaldsson, bls. 100-102.

Grindaskarðavegur

Stakkavík í og við Hlíðarvatn.