Færslur

Staðarhverfi

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um hið síðastnefnda (seinni hluti).

Staðarhverfi

Helgi Gamalíasson sýnir Staðarbrunninn.

Staður, þar sem kirkjugarður Grindvíkinga er nú, var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Hin var Húsatóptir.
Staður hefur verið kirkjustaður um langa tíð. Árið 1657 voru 7 hjáleigur á Stað; Krókshjáleiga, Beinróa og Brykrukka, Hús Ólafs Sighvatssonar, Hús Daða Símonarsonar, Vestur-Hjáleiga og ein ónafngreind, auk ónafngreindrar í eyði. Árið 1703 voru Sjávarhús, Krókur og Beinrófa hjáleigur og Bergskot 1803. Líklega hefur hjáleigan Sjávarhús áður staðið á Staðarklöpp, hjá lendingunni, en tættum á henni skolaði brott á miklu flóði 1798. Staðarklöpp er svört hraungrýtisklöpp með smá grasbrúsk í kollinn en ógróin að öðru leyti. Hægt er að ganga út í hana á lágsjávuðu, en hún er umflotin á flóði.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

Krókur stóð vestan við Móakot. Þar eru nú gróin tún, en engar tóftir.
Krukka er forvitnilegt býli. Í sóknarlýsingu 1840 segir: ” Krukka veit ég ei hvernær var lögð í eyði, en þar e rnú lambhús. Eigi er býlið af sandi né sjó eyðilagt og er það í túninu, sem nú er ræktað milli Móakots og Staðar.” “Krubbhóll er fast sunnan við Dægradvöl (lægð neðan við Bring). Sagt er, að á honum hafi fyrir löngu staðið hjáleigan Krubba og dragi hann nafn sitt af henni. Er þar líklega um að ræða sömu hjáleiguna og séra Geir Backman nefnir Krukku í sóknarlýsingu sinni. “Sú staðsetning kemur heim og saman við að Krukka hafi staðið á Krubbhól”, segir í örnefnalýsingu. Brykrubba var ein af hjáleigum Staðar í úttekt frá 1657, segir í Sögur Grindavíkur. Krubbunafnið var einnig til á bæ í Járngerðarstaðahverfi.
Bringur heitir gróinn hryggur, sem liggur í austur-vestur fyrir norðvestan kirkjugarðinn, fast sunnan við þjóðveginn. Lægðin sunnan við hann heitir Dægradvöl og eru í henni steyptar leifar útihúsa frá síðasta bænum á Stað. Fast sunnan við Dægradvöl er hæð eða hóll í túninu, það er Krubbuhóll eða Krukkhóll. Hann er um 70 m vestur af norðvesturhorni kirkjugarðsins, þar sem gamli bærinn á Stað stóð.

Gíslavarða

Gíslavarða.

Beinrófu er getið í úttekt frá 1657 og hjá Árna Magnússyni 1703. Ekki er vitað hvar hún stóð.
Blómsturvellir voru austan í túni skv. sóknarlýsingu 1840. “Þeir voru af sandi eyðilagðir 1800, og sést þar nú lítt til rústanna.” “Skammt austur af kirkjugarðinum var bakki, allstór, nefndur Blómsturvöllur. Hann var fast austan við túnið. Húsatóptir voru austast á Blómsturvelli. hafa þær líklega verið af samnefndu býli. Nú hefur verið sléttað úr Blómsturvelli og var þar nú bílastæði við kirkjugarðinn og tóftirnar því alveg horfnar. Þá nær nýi kirkjugarðurinn aðeins úr á Blómsturvöll.” Blómsturvellir eru taldir í byggð í úttektargerð árið 1774. Þar bjó Jón nokkur Knútsson árið 1783.
Bergskot stóð á háum bala norðan við Stað, og er það nú sjóbúð, segir í sóknarlýsingu 1840. “Bergskot var á Bringnum, í norðvestur frá Stað. Þar voru tveir bæri, sambyggðir, þegar Árni Vilmundarson, f: 1914, og Sigurður V. Guðmundsson, f: 1910, mundur eftir.” Hjáleigan var komin í eyði 1840, en byggðist á ný 1845 til 1848, þá í eyði til 1855 og aftur frá 1866 til 1870. Á síðasta áratug 19. aldar var þríbýli um skeið í Bergskoti, en býlið fór endanlega í eyði 1927.

Túnakort

Staðarhverfi – túnakort 1918.

“Nýibær var utan við Bringinn, nálægt 100 m norður af Bergskoti”, segir í örnefnalýsingu. Á túnkorti frá 1918 er getið um Nýjabæjatættur á blásnu hrauni. Óvíst er hvar bærinn var.
Staður var prestsetur til 1928, en fór í eyði 1964 og þar með Staðarhverfi. “Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóptarlandi. Til endurgjalds áttu Húsatóptir þangfjörutak á Stað.” Á tuttugustu öld byggðust eftirfarandi tómthús í landi Staðar; Merki (1908-43), Lönd (1911-46) og Melstaður (1936-50). Merki stóð á Hvirflum, á mörkum Húsatópta og Staðar, Melstaður skammt vestar og Lönd þar sem nú er ofan við fjárhúsið skammt vestar.
Árið 1840 var á Stað “mikið slétt og gróandi yfrið fögur tún; eru þau sandoprin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga.

Staðarvör

Staðarvör.

Við aldamótin voru af þeim vel fóðraðar 4 kýr, en nú á dögum gefa þau ekki af sér fóður fyrir 1 kú, þó vel í ári láti, og verður því að afla þess, á vantar, kjarna úr fjöru og lyngi úr heiði. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn að sunnnaveðrum og brimi. bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1799, og munu þó aðrar enn yngri vera. Fáir eru kostir við jörð þessa, nema ef telja skal trjáreka, að hverjum eru þó mikil áraskipti, og allgóða fjárgöngu á vetrardag í fjörunni. En þess fleiri mætti telja hennar ókosti, t.d. í áföllum af feykilegum foksandi, sem og líka sjóargangi í stórflóðum. Aldeilis engin hagabeit á sumardag, hvorki fyrir sauðfé, kýr né hesta, hverjir við minnstu brúkun horast niður af hagaleysi, en búsmali allur þá í sel rekinn, að eigi tapist hé rheima né verði mönnum ónýtur fyrir fóðurleysi eða gangi á túnum manna. Vatnsskortur er hér líka mikill, og eigi vatn að fá handa fénaði nema úr undir Staðarbergi, í gjá, sem fellur að og út í.”

Staðarhverfi

Gengið um Staðarhverfi.

Árið 1925 gekk sjór langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold “svo túnið er nú með öllu varnarlaust fyrir hverju venjulegu stórstraumsflóði.”
Bærinn á Stað stóð eina 4-500 metra upp (norðvestur) frá sjó og var túnið að mestu sjávarmegin við hann. Gamli torfbærinn var við norðvesturhorn kirkjugarðsins austan við steyptar rústir, sem þar eru.
“Grunnur og tröppur steinhússins (byggt 1938) sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð (endurbyggður 2005). Skv. munnlegri heimild (Ólafur Gamalíelson, uppalinn á Stað) stóð síðasti torfbærinn bið NV-horn núverandi kirkjugarðs. Tóftirnar eftir torfbæinn voru sléttaðar út fyrir nokkrum árum, en traðirnar eru enn greinilegar norðan við kirkjugarðinn.” Úttekt á bænum Stað frá 1657 er pr. í Sögu Grindavíkur og fylgir tilgátuteikning af húsaskipan. Á sama stað og bæjarhóllinn var var byggt steinhús árið 1938 og hefur það líklega raskað hólnum, ef nokkur hefur verið.

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði. Gamla kirkjuportið h.m.

“Kirkjugarðurinn er í túni suðaustan við bæinn og er ekki nema 2-3 m á milli skemmunnar og hans.” Þann 26. september 1909 var ný kirkja vígð að Járngerðarstöðum og tók sú við af Staðarkirkju, sem þá var aflögð.
Garðurinn var sléttaður að hluta, en mörg leiðanna sjást vel. Kirkjan, sem var í norðvesturhorni kirkjugarðsins, þar sem nú er greinileg bunga á honum. Hún er um 8×8 m að stærð og á henni miðri eru tveir flatir legsteinar. Á eystri steininum má greina letur, þó svo afmáð að ómögulegt er að lesa það. Á hinum vestari er ekki að sjá neitt letur. Engar leifar eru af sjálfri kirkjunni. Umhverfis kirkjugarðinn er torf- og grjóthlaðinn garður. Hann er mest um 0,7 m á hæð og umför grjóts eru um fjögur. Klukknaportið er úr timbri, en hefur nú verið endurnýjað (2005). Í því er klukka, sem á er letrað; SS. Anlaby 1898 Hull. Það er skipsklukkan úr Anlaby, togara frá Hull, sem fórst með allri áhöfn við Jónsbásakletta aðfaranótt 14. janúar 1902. Saga skipstjórans tengist átökum Hannesar Hafsteins við landhelgisbrjóta í Dýrafirði, manntjóni og vofleiflum dauðdaga hans ofan við Jónsbása.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – brunnur. Helgi Gam.

Í Brunndal er brunnur. Í sóknarlýsingu 1840 segir; “..en brunnur er grafinn syðst í túninu, hvar af neyzluvatn er tekið; er það vatnsslæmur sjóblendingur.” Í örnefnaskrá segir: “Skammt suður af (Hundadal) er Brunndalur, slétt flöt neðst í túni. Liggur hann frá austri til vesturs næst sjávarkambinum. Lægðin nefnist Dægradvöl. Þótti góð dægradvöl að slá hana. Í suðurjaðri Dægradvalar lét Brynjólfur Magnússon grafa mikinn brunn árið 1914. Í úttekt, sem gerð var á Stað 16. júli 1948 er brunninum lýst þannig: “Brunnur byggður og tilbúinn ár 1914 að dýpt 23 fet, að þvermáli 6 fet, mjókkandi niður, hringhlaðinn að innan og hleðslan sementeruð ofan frá og niður að klöpp, en tekur við fyrir neðan miðju. Steynsteyptur kragi er í kringum brunninn ofan jarðar og yfir sjálfu brunnlokinu þar úr plönkum með hlera. Öflug vinda er til upphölunar á vatninu. Brunnurinn með öllum útbúnaði er í óaðfinnanlegu lagi.” Brunnurinn hefur nú verið gerður upp.

Staðarhverfi

Letursteinn í kirkjustað.

Kvosin vestan við rústirnar af Kvíadalsbænum heitir Brunndalur. Þarna var fyrrum Kvíadalsbrunnurinn, sem Staðarbændur sóttu áður vatn sitt í, en hann er nú löngu horfinn í sjávarkambinn.
Móakot var hjáleiga frá Stað. Kastalalaga steinhúsið í Móakoti (byggt 1931), sem margir núlifandi muna eftir, var nýlega rifið. Fyrst er getið um byggð í Móakoti 1822, en býlið fór í eyði 1945. Árin 1869-70 voru tvö Móakot; efra og neðra. Móakot stóð á svipuðum stað – þó ekki sama – og Krókur á 18. öld og má líta á Móakot sem framhald byggðar í Króki, eins og segir í Sögu Grindavíkur.
Móakot var vestur af Staðartúni. Garður var á milli túnanna, en hann er nú að mestu horfinn og túnin sameinuð. Enn sést þó í suðurendann á honum, en gróið er yfir hleðslurnar. Eftir standa garðhleðslur og tóftarbrot útihúsa.

Staðarhverfi

Litla-Gerði.

Garðar voru hjáleiga frá Stað. Getið er um mann fæddan í Stóragerði 1745, en búskapar þar er fyrst getið 1786 og var búið þar til 1919. Litlagerði hét hjáleiga, sem braut í Básendaveðrinu 1799, en 1851 er aftur byggð hjáleiga með því nafni og var þar búið til 1914. Garðabæirnir, eða Gerðabæirnir, eru á Gerðistöngum suðaustur af Stað.
Staðargerðir eða Stóragerði stóð niður á Gerðistöngum. Venjulega var það bara nefnt Gerði. Tóftir Stóragerðis eru enn bæði miklar og greinilegar. Norðan við þær eru gróin tún, en sunnan við þær tekur við stórgrýttur sjávarkambur. Bæjarrústirnar bera enn glöggan vott um híbýli og húsaskipan. Heim að þessum fornu, grónu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður. Á bæjartóftunum sést að þetta hefur veruð reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kampar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn og bera þögult en greinilegt vitni um mannfólk fortíðarinnar á þessum bæ, segir í Staðhverfingabókinni “Mannfólk mikilla sæva”. Útihús er austast í Stórageristúninu.

Staðarhverfi

Við Stóra-Gerði.

Brunnur er um 10 m norðaustan við þar sem traðirnar sveigja suður á milli kálgarðsins og Stóragerðistóftanna. Hann er um 1,5×1 m aðs tærð og tæplega 1 m á dýpt. Hann er grjóthlaðinn, en hleðslurnar eru mikið hrundar.
Við norðurenda traðanna að Stóragerði eru leifar túngarðs, sem liggur austur-vestur. Að vestan er hleðslan um 12 m löng, en sveigir þá til norðurs um 100 m. Hleðslurnar eru fallnar að mestu leyti.
Við Staðarbæina voru miklir, háir og breiðir steingarðar. Þeir voru flestir fluttir á brott með vörubifreiðum þegar höfnin í Járngerðarstaðarhverfi var byggð.
Litlagerði braut, sem fyrr sagði, í Básendaflóðinu 1799. Tóftir af bænum má þó enn sjá á töngunum fyrir vestan Stóragerði. Í Litlagerði var þurrabúð. Aðeins er lítið tóftarbrot eftir af býlinu, en sjórinn hefur að mestu eyðilagt aðrar minjar.

Staðarhverfi

Kvíadalur.

Kvíadalur var hjáleiga og tómthús frá Stað. Getið er um menn fædda í Kvíadal 1767 og 1786 og þar var búið skv. manntali 1801, en býlið virðist hafa lagst í eyði eftir það og ekki verið byggt á ný fyrr en 1829 til 1833, en þá aftur í eyði til 1845. Sú byggð stóð aðeins í eitt ár, en aftur var búið í Kvíadal 1847 og svo samfleytt til 1919 að býlið lagðist endanlega í eyði. Tóftir Kvíadals eru allnokkrar og standa suður af Stað. Norðan við þær eru gróin túnin á Stað. Tóftirnar eru um 15×12 m að stærð og skiptast í a.m.k. sex hólf. Op eru greinileg á öllum hólfunum, þrjú til vesturs, tvö til suðurs og eitt til norðurs.
Hvirflavörður eru á Hvirflum, hæðardragi milli Staðar og Húsatópta. Sypsta sundvarðan er á sjávarbrúninni fast vestan við bryggjuna. Hin er um 150 m ofar. Vörðunar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli fyrrnefndu bæjanna.

Staðarhverfi

Bryggjan í Staðarhverfi.

Draugagjá er annað nafn á Sandgjá, svartri og dimmri er liggur þvert yfir Hvirflana (á merkum Staðar og Húsatópta). Nú er hún nær full afs andi. “Þjóðvegurirnn um Reykjanes liggur þvert á gjána, en lítið mótar fyrir henni þar sem hún er nær full af sandi. Þó sést til hennar um 300 m norðaustur af bæjarstæðinu, fast norðan vegarins, sem lítið kletabelti í norðaustur-suðvestur.”
Bindiskeri er lýst í sóknarlýsingu 1840: ” …þriðji boltinn, úr hverjum hringurinn er farinn, er á Staðarlóð í skeri austur af Sjávarhúsum. Var kaupskipið þannig bundið á þrjá vegu, en atkerum varpað fram af því, og horfði svo á sjó út í landsuður.” Norður af eystri enda Staðarklappar er Vatnstangi, kúptur hryggur út í sjó, og braut á honum þegar alda var. Bolti með hring í er í Vatnstanga, í skeri, sem heitir Bindisker. Er hann á móti þeim, sem var í Barlestarskerjum í landi Húsatópta,” segir í örnefnalýsingu. “Utan við Staðarklöpp er lítil klöpp, Vatnstangi, slétt að ofan og í henni miðri stendur járnbolti, ferkantaður, ca. 6″ á kant og með ca. 4″ gati í uppendanum. Utan með boltanum hefur verið rennt blýi.” Bolti þessi er talinn vera frá kóngsverslunartímanum, þegar skipin voru, sem kallað var, svínbundin. Hann var friðlýstur 1930.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Þvottaklappir nefnist þar sem ferskt vatn vætlar undan klettunum norðaustan Bjarnasands. Þar skoluðu húsfreyjurnar í Merki og á Löndum þvott sinn og þvoðu ullina. Voru klappirnar því nefndar Þvottaklappir. Þær eru fast suðvestan við Hvirflavörðuna.
Norðan í Staðarklöpp er Skökk, lítil vör. “Mun nafnið dregið af því að ekki er hægt að róa beint inn í hana úr Staðarsundinu, heldur verður að taka á sig mikinn sveig,” segir í örnefnalýsingu. “Þar var fiskurinn stundum tekinn á land þegar vel stóð á sjó,” segir Gísli Brynjólfsson í riti sínu um Staðhverfinga. Að norðanverðu í Staðarklöpp voru í raun tvær varir; Skökk og Litla-Vör. Staðarklöpp er svört grágrýtisklöpp með smá grasbrúsk í kollinn, en algerlega ógróin að öðru leyti. Skökk er norðan í henni.

Staðarvör er fast norðan við Staðarklöpp, flórlögð upp í sandinn. Ekki er vitað með vissu hvenær hún var gerð, en talið er sennilegast, að það hafi verið rétt upp úr aldamótunum 1900.

Staður

Festarkengur.

“Í Staðarvör voru bátarnir settir upp á land,” segir Guðsteinn Einarsson. Austan við Staðarvör er sandfjara. Flórinn er hellulagður stórum flötum steinum. Hann er um 50 m langur og um 10 m breiður. Eftir flórnum voru bátar dregnir á land.
Flæðikrókar eru ofan við Staðarmalirnar. Í framhaldi af Flæðikrókunum er nokkurt graslendi. Þar eru tveir hólar, nefndir Stekkjarhólar. Fram af þeim eru klappir fram í sjó, nefndar Stekkjarnef, allbreitt. Sjór flæðir upp á það framan til. “Norðvestan við Stekkjarhóla er dálítill pollur, nefndur Vatnsstæði,” segir í örnefnalýsingu. Nöfnin benda til þess að þarna hafi stekkur Staðarprests verið fyrir eina tíð þótt nú sjái þess engin merki. Engar tóftir eru við Stekkjarhóla og ekki ólíklegt að þær séu fyrir löngu komnar undir sjávarkampinn.

Staðarberg

Staðarberg – Bergsendi ofan Ræningjaskers.

Ræningjasker er fram af Staðarmölum, alltaf upp úr sjó. “Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627 lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker,” segir í örnefnaslýsingu. Ræningjasker er skammt austan við eystri Staðarbergsendann, stakt, stórt og mikið.
Tyrkjavarðan er á hraunhól ofan og vestan við Stað. Við hana er kennd sú sama þjóðsaga um Tyrkjana og um Nónvörður skammt austar. Segir sagan að á meðan varðan stendur mun Grindavík óhætt.
Hróabásar eru við vestari Staðarbergsendann, austan við Mölvík. Í þeim var flóruð vör, sem bendir til þess að þarna hafi eitt sinn verið útræði, en um það eru engar skráð heimildir.

Háleyjar

Háleyjar – tóft.

Fyrir innan Krossvíkur tekur við Háleyjaberg og þá Háleyjar. Þar voru talin góð fiskimið skammt undan landi. Rústir eða tóftarbrot er upp á kampinum. Þær gætu bent til þess að þarna hafi fyrrum verið útræði. Um sjósókn frá Háleyjum eru þó engar öruggar heimildir. Húsatóptamenn áttu sölvatekju í Háleyjum og gætu minjarnar verið eftir þá. Í skýrslu Brynjúlfs Jónssonar frá árinu 1903 segir: “Þar er ágætur lendingarstaður. Skammt vestur frá Krossvíkum, en á landi er þar hraun eitt og ekkert einkennilegt. Að eins er þar ofurlítil rúst eftir sjóbúð, sem byggð var seint á 18. öld. Þá gjörði Grindvíkingur einn, er Jón hét, bæ í Vatnsfelli, þar sem nú er bær vitavarðar, og hafði útræði frá Háleyjum. En það er langt frá Vatnsfelli, og gat hann ekki sótt sjó aðheiman. Því byggði hann búðina. En honum reyndist ókleyft að lifa á þessu nýbýli sínu, og fór þaðan aftur eftir 2 ár. Síðan hefir Háleyjalending ekki verið notuð.” Í Háleyjum átti Staðarkirkja hálfan viðreka við Viðeyjarklaustur og “hefur sá helmingur fylgt Húsatóptum fyrir þá almennilegu leiguna, sem annars af jörðinni gengur.” “Í Háleyjum skal hafa verið bær”, hafði Árni Magnússon eftir Ryjólfi Jónssyni á Þórkötlustöðum og öðrum gömlum Grindvíkingum árið 1703.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga. Mölvík ofar.

“Skarfasetur heitir hin ysta tá á Reykjanesi. Þar austur frá er kallað Rafnkelsstaðaberg og þá Háeyjahæð,” segir Magnús Grímsson í ritgerð sinni um fornleifar á Reykjanesi. Annað nafn á Rafnkelsstaðabergi er Krossvíkurberg. Ekki er vitað til þess að bæjarnafnið Rafnklesstaðir hafi verið til í Grindavíkurhreppi.
Í Mölvík er 1703 sagður hafa staðið bær og vatnsból þar hjá. Í Mölvík er fiskeldisstöð í eyði. Engar minjar hafa fundist þar.
Í Chorographiu Árna Magnússonar 1703 segir að Sandvík hafi verið eign Staðarkirkju og þar “skal hafa verið bær”. Um 1860 segir Gísli Brynjólfsson að þar sé “talið að hafi verið verbúð, jafnvel bær, fyrir eina tíð, enda má þetta kallast eitt af fáum byggilegum stöðum á þessum sandauðnum.”

Krossavíkur

Krossavíkur.

“Í Krossvík skal hafa verið bær”, hafði Árni Magnússon og eftir gömlum Grindvíkingum. Brynjúlfur Jónsson telur að örnefnið bendi til byggðar þar áður en hraun runnu þar.
Herkistaðir er næst Skarfasetri. Þá á að hafa verið bær. Þar er þó engin fjara, en á Skarfasetri halfa menn að hafa verið kirkja Reyknesinga og það fremst á nesinu. Segja menn kirkjuna þaðan færða til Staðar í Grindavík og Grindvíkinga til forna hafa sótt kirkju til Hrauns. “Þess bæi meina menn til hafa verið alla áður en nesið brann. En nú er ekkert til baka nema brunahraun og sandar og þar engum manni byggjandi.” Þetta hafði Árni Magnússon eftir Eyjólfi Jónssyni á Þórkötlustöðum og fleiri gömlum Grindvíkingum 1703. Ljóst er að enn vita gamlir Grindvíkingar ýmislegt um byggðalagið, sem öðrum er hulið eða ókunnugt um.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning 2002 – FÍ.
-Saga Grindavíkur.
-Örnefnalýsing.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur – ÓSÁ.

Staðarhverfi

Gengið var um Staðarhverfi í fylgd Helga Gamalíassonar. Byrjað var við Húsatóftir og gengið með ströndinni um Kóngshelluna, Hvirfla, Stóra-Gerði, Litla-Gerði – Kvíadal og Stað. Að því loknu var haldið út í Bása ofan við Staðarberg og skoðuð hlaðinn refagildra.

Húsatóftir

Brunnur við Húsatóftir – Erling og Helgi Gam.

Helgi byrjaði á því að staldra við Pústhól á golfvellinum að Húsatóttum eftir stutta göngu. Sagði hann þann sið viðhafðan að þar hafi menn tekið byrðar af baki sér, sest niður og hvílst um stund áður en lengra var haldið. Rústir Kóngsverslunarinnar eru á sjávarbakkanum vestan við golfvöllinn. Kóngshellan sjálf er að mestu horfin sem og lendingin, enda hafa aðstæður þarna breyst mjög síðari áratugina (og jafnvel til enn lengri tíma litið). Sandfjara, sem verið hafði við skerin, væri nú horfin. Sjórinn hefur verið að brjóta af ströndinni smátt og smátt. Sést það m.a. vel á tóftunum, sem nú eru að hverfa til sjávarins.
Golfsvæðið, sem byggt var eftir stofnun Golfklúbbs Grindavíkur árið 1981, hefur verið varið með brimgarði, en hann nær ekki út fyrir það. Skv. upplýsingum fróðustu manna höfðu fengist fjármunir til að verja landið þarna og aðilum falið að sjá um það, en þeir hafi því miður einungis takmarkað sig við vallarsvæðið. Undir sjávarbakkanum má sjá hluti frá kóngsversluninni, s.s. krítarpíur o.fl. vera koma smám saman í ljós.

Staðarhverfi

Bryggjan í Staðarhverfi.

Skoðuð var bryggjan á Hvirflum, en hún á sér áhugaverða upprunasögu líkt og svo mörg mannanna verk, þar sem deilt var um gildi og staðsetningu, skatta og skil. Staðarvörin er fallega flóruð.

Stóra-Gerði er dæmi um grindvískan bæ í Staðarhverfi. Vel má enn sjá húsaskipan, fallega heimtröðina, brunninn og garðana í kring. Hins vegar er sjóinn að taka Litla-Gerði, sem er þar skammt vestar, til sín. Kvíadalur er heillegar tættur. Við hann eru síðustu leifar af görðum Staðahverfis, en þeir voru áður þarna svo til út um allt. Þegar bryggjan var byggð sem og bryggjan í Járngerðarstaðahverfi var komið á vörubílum og grjótið úr þeim hirt í hana. Eftir stendur heillegur stubbur til minningar um bræður hans. Vel sést hvernig sandurinn hefur safnast vestan við garðinn og hlaðist upp.

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Helgi lýsti Stað og staðháttum þar. Hann vísaði m.a. á Staðarbrunninn, sem byggður var 1914, fallega hlaðinn og nær óskemmdur. Prestssetur og kirkjustaður frá fornu fari og allt fram á síðustu öld. Þar var kirkja helguð með guði Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, heilögum Stefáni, Ólafi konungi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrínu mey. Staðarkirkja var flutt inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1909 og nefnd Grindavíkurkirkja.

Gíslavarða

Gíslavarða.

Vestan við Staðarhverfið er hóll við þjóðveginn. Á honum er varða, svonefnd Tyrkjavarða eða Gíslavarða. Sagan segir að hún hafi verið hlaðin eftir Tyrkjaránið með þeim áhrínisorðum að á meðan hún stæði myndi Grindavík og Grindvíkingum óhætt.
Austan við Staðarbergið þaðan í sjávarhendingu (við austurenda bjargsins) er sker eitt hér um bil landfast sem heitir Ræningjasker. Nafnið á það að hafa fengið af því að einhvern tíma á 17. öld kom ræningjaskip að landi í Grindavík og lentu ræningjarnir í skerinu og gengu þaðan á land. Þá var prestur á Stað er Gísli var nefndur og var talinn fjölkunnugur. Þá er byggðarmenn urðu varir við ferð ræningjanna, fóru þeir sem skjótast á fund prests og sögðu honum tíðindin. Brá prestur skjótt við og fór á móti ræningjunum og stökkti þeim á flótta þó að sagan segir ekki með hverjum hætti. Hlóð hann síðan vörðuna til minja um þennan atburð.
Loks vísaði Helgi þátttakendum á hlaðna refagildur á Básum ofan við Staðarbergið. Hún hefur verið staðsett utan í hraunbakka, á leið rebba með berginu.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur – ÓSÁ.

Staðarhverfi

Árið 199 var gerð rannsóknar skýrsla um “Fornleifar Staðarhverfi”. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina og merkar minjar.

Staður

Staður

Staður.

Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið.
Elsta heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað, er „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“, sem gerður var eftir andlát síra Gísla Bjarnasonar árið 1657. Þar var bæjarhúsum lýst allnákvæmlega þó að innbyrðis afstaða þeirra sé ekki skýr. (jþþ,101-3).
Torfbær var á staðnum fram til 1938 er Jón Helgason ábúandi á Stað byggði steinhús ásamt stórri viðbyggingu. Grunnur og tröppur steinhússins sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð.
Skv. munnlegri heimild (Ólafur Gamalíelson, uppalinn á Stað) stóð síðasti torfbærinn við NV horn núverandi kirkjugarðs. Tóftirnar eftir torfbæinn voru sléttaðar út fyrir nokkrum árum en traðirnar eru enn greinilegar norðan við kirkjugarðinn.
„Bærinn á Stað stóð eina 4-500 metra upp (norðvestur) frá sjó og var túnið að mestu sjávarmegin við hann… – Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið.“ (Örn.).

Kirkjustaður. 37,3 hdr. 1847. Skálholtskirkjujörð. 1657 voru 7 hjáleigur: Krókshjáleiga, Beinróa og Brykrukka, Hús Ólafs Sighvatssonar, Hús Daða Símonarsonar, Vestur-Hjáleiga og ein ónafngreind auk einnar ónafngreindrar í eyði. Saga Grindavíkur I, 104. 1703 voru Sjávarhús, Krókur og Beinróf  hjáleigur, Bergskot 1803. Staður var prestsetur til 1928 en fór í eyði 1964 og þar með Staðarhverfi. Ö-Staður, 4; GB, 49-50. “Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóftalandi. Til endurgjalds áttu Húsatóftir þangfjörutak á Stað.» GB, 39. Á tuttugustu öld byggðust eftirfarandi tómthús í landi Staðar: Merki, Lönd, og Melstaður.

Staður

Staður fyrrum.

c. 1200: Staður í Grindavík (G) -Maríu, Jóni post, Stefáni, Ólafi, Blasíu, Þorláki, Katrínu. Kirknaskrá Páls, DI XII, 9.
1367: lxx. Kirkia ad stad j grindavijk er vijd med gude sælle mariu Jone postula. þad ber allt samann vid wilchinzbok. bæde vm reka og annad. vtann hier stendr suo. Kirkia a reka fra Biargsenda og til gardzenda er geingur fyrir vestann arfadalinn. Jtem stendur hier suo. skalhollttzstadr a helming j hualreka ollum vid stad j grindavijk ef meira er en iiij vætter. millum Rangagiogurs og valagnupa annad ber samann. vtann vilchinzbok helldur nockut meira. Hítardalsbók, DI III, 221-222.

Staður

Staður 1960.

1397: a halftt heimaland oc halftt annad mælisland ad Hvsatopttum og mork vadmäla af Jarngierdarstodum. alldri skal minna gialldast þott sa hafi eingi fie er þar byr. giallda skal oc alla kirkiutiund þott hann giori meiri oc aller heimamenn. Þadann skal oc eigi giallda legkaup vnder heimamenn. gialldi þo presti legsaungskaup. [+á grasnautnar hvalreka, reka og viðreka] Þar skal vera heimilisprestur. sa er kirkiu vardveiter. skal abyrgiast hana ad aullu oc allt kirkiufie Kirkia ä Skogfell. giallda skal til Skalholltz vjc skreidar hvert är oc flytia til Hialla. Hun a fiordung j Lonlandi. og skal sa hafa leigu af þeim sem kirkiu vardveiter slijka sem settist vid þann er þar byr. Skalhollt a helming j hvalreka ollum vid stad j Grindavik ef meire er enn iiij vætter millum Rangagiogurs oc Valagnvpa. Þar eiga fleiri j. enn þad verdur attungur skipttingarhvals er hlytst j þessu takmarke j Skalhollti. og þvi eiga Staderner fiordung vr aullum hval. vmm framm aa kirkian or Grindavijk settung vr Hvsatoptta hlut aukist ij kyr oc iij ær. ij hvs. iij hundrad. Jtem gefist sidan sira Ormur tok med einn hestr. portio vm iij ar xvij aurar; Máldagi Staðrkirkju, DI IV,
101-102.

Staður

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

1477: Grindavijk. Kirkian ad stad j grinndavijk er vijgd med gude oc sælle gudz modur märie. jone postula. stephano. olauo. Blacio biskupe. Thorlacho Biskupe oc heilagre katrijnu meyiu fiorum nottum eptir allra heilagra messo. hun a allt heima lannd oc halft annars mælis lannd ad husatoptum oc mork vadmala. af jarngerdartodum. aldreij skal minna gialldst þott sä hafi einngin fee sem þar byr. giallda skal oc alla kirkiutijunnd þott hann giore meire oc allir heimamenn. þadan skal oc ej giallda lægkaup vnndir heimamenn. giallde þo preste legsaungskaup. hun ä ä grasnautnnar hualreka fiorar vættir oc settunng vr þeim hluta er husatoptum fylgir. enn sa hualreke er frä valagnupum til biarnnargiär. enn ef hualur er meire enn iiij vætter þa skal skipt j helmijnnga oc skal hafa stadur j grinndavijk oc jarngerdarstader oc husatoptir helmijnng. þar skal vera heimilisprestur sa er kirkiu vardveitir [oc] skal abyrgiast hana oc allt kirkiufee.kirkia a reka fra gardzbiargz ennda oc til gardz ennda er geingur fyrir vestann arfuadale. hälfur vidreke j mille biarnnargiär oc marks ä arfadalznese. halfur vidreke ä oddbiarnnarkelldu. kirkia a skogfell. hun a iiij kyr. xij ær. iiij saude veturgamla. nockrer hluter jnnann gätta feelitlir et cetera giallda skal til skalhollts .vj. hunndrud skreidar huert är oc flytia til hialla. hun a fiordung j lonalannde oc skal sa hafa leigu af þeim sem kirkiu vardveitir slijka sem hann sættist a vid þann er þar byr. skalhollt a helmijnng I hualreka ollum vid stad j grinndavijk. ef meire er enn iiij vætter millum rangagiogurs [oc valagnupa]. Máldagi Staðarkirkju, DI VI, 125-26. [Þjsks Bps A II, 1, bl. 122a-b].

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær.

1491-1518: Stadar maldagi j grindavik. Kirkian aa stad j grindavik er vigd med gude: sælli marie og johanne postula. steffano. olafe konge. blasio biskupi. thorlake biskupe. heilagre mey katrine: iiij nottvm eptir allra heilagra messo. hun aa allt heimaland: og hvn aa allt halft annad mælisland at husaþottum. og mork vadmala ath jarngerdarstodvm. alldri skal minna gialldazt þott sa hafi eigi fie er þar byr: giallda skal og alla kirkiv tivnd þott hann giore meire og allir heimamenn. þadan skal og giallda legkaup undir heimamenn. giallda þo presti liksaungskaup. hvn aa grasnautnar hvalreka iiij vættir og siettung vr þeim hlvta er hvsaþottvm fylgir. en sa hvalreki er fra valagnvpvm og til biarnargiar. ef hvalvr er meire en iiij vættir: þa skal skipta j helminga: og skal hafa grindavik og jarngerdarstodvm og hvsaþottir helming. þar skal vera heimilisprestur sa er kirkiu vardveitir: skal hann äbyrgiazt hana at ollv og alltt kirkiv fie: kirkia aa reka firir biarksenda og til gardsenda er gengvr firir vestan arfadali: halfur vidreki aa millvm biarnargiar og markz aa arfadalsnesi. halfur vidreki a oddbiarnarkielldu. kirkia a skogfell: hvn a vj kyr og hesta ij: vj c j busbuhlutum: med skipi: hvn a fiordvng j lonalandi og skal hafa af þeim sem kirkiv vardveitir sliktt sem hann verdvr vid þann asattvr er þar byr.skalholtz stadvr aa hellming j hvalreka ollvm vid stad j grindavik ef meire er enn iiij vættir aa millvm rangagiogvrs og valagnvpa þar eigv flerie j: En þad verdur attungur skiptingar hvals. er hlytzt j þessv takmarki j skallhollt. og þvi eiga
staderner fiordung vr ollvm hval. og vm fram kirkian j grindavik siettung vr hvsaþotta hlvta. Máldagi Staðarkirkju, DI VII, 48-49 [AM 238 4to, bl. 28 (Bessastaðabók skr. c. 1570); JS 143 4to, bl. 19-20, 149-50 skr. 1696 – þessi máld er samstofna Vilchin og sennilega eldri útg. ef eitthvað er – stofninn án efa frá 13. öld sbr. ábyrgðarákv og orðalag eins og ‘búsbúhlutir’].
1553-54: Máldagi Staðarkirkju, DI XII, 663-664.
1575: Máldagi Staðarkirkju, DI XV, 640.
16.2.1907: Selvogsþing lögð niður og Krýsuvíkursókn lögð til Staðar í Grindavík. PP, 95 [lög].

Staður

Staður. Síðasta íbúðarhúsið – byggt um 1930.

16.11.1907: Kirkjuvogssókn lögð til Staðar. PP, 12 [lög].
1909: Staðarkirkja flutt í Járngerðarstaðahverfi. PP, 102.
29.10.1929: Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin lögð til Grindavíkurkirkju. PP, 95 [stjórnarráðsbréf].
1840: Á Stað eru mikið slétt og í gróanda yfrið fögur tún; eru þau undirorpin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga. Við aldamótin voru af þeim vel fóðraðar 4 kýr, en nú á dögum gefa þau ekki af sér fóður fyrir 1 kú, þó vel í ári láti, og verður því að afla þess, á vantar, kjarna úr fjöru og lyngi úr heiði. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn af sunnanveðrum og brimi. Bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1798, og munu þó aðrar enn yngri vera. … Fáir eru kostir við jörð þessa, nema ef telja skal trjáreka, að hverjum eru þó mikil áraskipti, og allgóða fjárgöngu á vetrardag í fjörunni. En þess fleiri mætti telja hennar ókosti, t.d. í áföllum af feykilegu sandfoki, sem og líka sjóargangi í stórflóðum. Aldeilis engin hagabiet á sumardag, hvorki fyrir sauðfé, kýr né hesta, hverjir við minnstu brúkun horast niður af hagaleysi, en búsmali allur þá í sel rekinn, að eigi tapist hér heima né verði mönnum ónýtur fyrir fóðurleysi eða gangi á túnum manna. Vatnsskortur er hér líka mikill, og eigi vatn að fá handa fénaði nema út undir Staðarbergi í gjá, sem fellur að og út í …” sóknarlýsing, Landnám Ingólfs III, 134.
21.1.1925: “gekk sjórinn langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold “svo túnið er nú með öllu varnarlaust fyrir hverju venjulegu stórstraumsflóði.” “ GB, 49.

Hrafnkelsstaðaberg (bústaður)

Rafnkelsstaðaberg

Gatklettur í [H]Rafnkelsstaðabergi.

Vestan við Háleyjarbungu er smálægð. Framan við hana er Krossvíkin en utar tekur við Krossvíkurberg, sem einnig er nefnt Hrafnkelsstaðaberg. Þykir það nafn benda til þess að þarna hafi verið bær meðan Staður var í „miðri sveit“. (GB,30; Örn.)

Beinrófa/Beinróa (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjáleigur eru: … Beinrófa… Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40). Þeirrar hjáleigu er hvergi getið í eldri heimildum
svo vitað sé nema hjá Árna Magnússyni. (GB,57) og ekki er vitað hvar hún á að hafa staðið.

Blómsturvellir (hjáleiga)
Skammt austur af kirkjugarðinum var bakki, allstór, nefndur Blómsturvöllur. Hann var fast austan við túnið. Húsatóftir voru austast á Blómsturvelli. Hafa þær líklega verið af samnefndu býli – en þess getur Geir Bachmann svo í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41: „Blómsturvellir, austan til í túninu, af sandi eyðilagðir síðan 1800, og sést þar nú lítt til rústanna.“ (Landnám Ingólfs III, bls. 134).
Blómsturvellir eru taldir í byggð í úttektargerð árið 1774 (GB,57).
„Nú hefur verið sléttað úr Blómsturvelli og er þar nú bílastæði við kirkjugarðinn og tóftirnar alveg horfnar. Þá nær nýi kirkjugarðurinn aðeins út á Blómsturvöll.“ (Örn.).

Hús Daða Símonssonar (hjáleiga)
„… þetta vor [1657] voru sjö hjáleigur byggðar í landi Staðar… tvær voru kenndar við ábúendur sína, … og Hús Daða Símonssonar… Enginn veit nú, hvar … bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en
hugsanlegt er, að … þeir… hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ (JÞÞ,104).

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Hús Ólafs Sighvatssonar (hjáleiga)
„… þetta vor [1657] voru sjö hjáleigur byggðar í landi Staðar… tvær voru kenndar við ábúendur sína, Hús Ólafs Sighvatssonar…Einna myndarlegastur virðist bær Ólafs Sighvatssonar hafa verið …
Enginn veit nú, hvar … bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en hugsanlegt er, að … þeir… hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ (JÞÞ,104).

Krókur (hjáleiga)

Staður

Staður-loftmynd 1954.

„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Krókur… Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40).
Krókur stóð vestur við Móakot. Hann var í byggð 1703 en sr. Geir Bachmann segir í sóknarlýsingu sinni frá 1840, að um hann sjáist lítil merki, en að hann hafi staðið „í túninu sem nú er ræktað milli
Móakots og Staðar“. (Örn.;GB,57).

Krubba/Krukka/Brykrukka (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Krukka … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
„Krubbhóll er fast sunnan við Dægradvöl. Sagt er, að á honum hafi fyrir löngu staðið hjáleigan Krubba og dragi hann nafn sitt af heinni. Er þar líklega um að ræða sömu hjáleiguna og séra Geir
Bachmann nefnir Krukku í sóknarlýsingu sinni: Krukka veit ég ei, hvenær var í lögð í eyði, en þar er nú lambhús.“ (Örn.).
Enn heitir Krukkuhóll rétt neðan við brunninn í Staðartúni. (GB, 57).

Kvíadalur (hjáleiga)

Staðarhverfi

Kvíadalur.

Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „c. Kvíadalur, kvígilda- og húslaust, tómthús. Landskuld 1 vætt.“ (GB,40).
Kvíadalur hefur verið lagður undir staðinn þegar úttekt var gerð 1928. Skammt suður af Hundadal er Brunndalur, slétt flöt neðst í túni. Liggur hann frá austri til vesturs næst sjávarkambinum.
Hjáleigan Kvíadalur var suðaustast í Brunndal, niður við kamp. Sjást rústir hans vel ennþá er örnefnaskrá fyrir Stað er gerð 1977. (GB,34,40,50; Örn.).
„Neðst í Staðartúni, rétt ofan við kampinn, þar sem hafrótið hefur hlaðið sínum mörgu sæbörðu hnullungum í myndarlega hrönn, þarna austarlega fyrir miðri Staðarbótinni – þar standa
enn lágar grasi grónar tóftir hjáleigunnar Kvíadals … Í manntali 1822 er Kvíadals ekki getið, svo að þá mun þar ekki hafa verið byggð. En fólk hefur verið þar löngu fyrr, því að í þessu sama
manntali eru tveir menn fæddir í Kvíadal annar 1767 hinn 1786. Í manntali 1829 eru talin þar til húsa Hálfdán Jónsson 32 ára og Gróa Gísladóttir kona hans ári yngri. [Engin byggð í Kvíadal
1833-1845. Síðustu ábúendur voru Eyjólfur Oddsson og Vilborg Ólafsdóttir] … Skammt varð á milli gömlu hjónanna í Kvíadal. Vilborg dó 30. maí 1918 en Eyjólfur ári síðar 22. maí 1919.
Síðan hefur Kvíadalur legið undir Stað en gróin tóftarbrotin niðri við sjávarkambinn minna okkur enn í dag á hið hógværa mannlíf í smábýlinu í túnfætinum á prestssetrinu.“ (GB, 66-67).

Litlagerði (hjáleiga)

Staðarhverfi

„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: … Litlagerði … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
„Litlagerði var u.þ.b. 70-100 m í vestur frá Staðargerði, þar í túnjaðrinum.“ (Örn.).
„Frammi á Gerðistöngum vestanverðum spölkorn vestan við rústirnar af Stóragerði sér enn móta fyrir undirstöðum húsanna í Litlagerði innan um sæbarða hnullunga, sem brimið hefur
skilið þar eftir í síðasta flóði. Ótrúlega nærri sjónum hefur bærinn staðið. Rétt framan við bæjarþilin hefur brimhvítt löðrið úðazt yfir svartar fjöruklappirnar. Áður fyrr var Litlagerði þó í enn
nánara sambýli við hafið, því að svo segir sr. Geir Bachmann í sóknarlýsingu sinni 1840: „Þar sem Litlagerðishúsin stóðu er nú hár og stórgrýttur malarkambur“. Það virðist vera upphaf byggðar
í Litlagerði innan þess tímaramma, sem hér er miðað við, að þangað kemur vorið 1851 Halldór nokkur Bjarnason austan af Skeiðum. (GB,72).
Lagðist í eyði 1914. (GB,73).

Staðarhverfi

Staðarhverfi og konungsverslunin – uppdráttur ÓSÁ.

Melstaður (hjáleiga)
„Melstaður nefnist nýbýli frá Stað. Húsið er um 5-600 m norðaustur frá Stað, sunnan undir svonefndun Hvirflum. Húsið var byggt 1936, en skemmdist mjög í eldi árið 1950 og lagðist þá af föst búseta á Melstað.“ (Örn.).

Móakot (hjáleiga)

Staðarhverfi

Móakot.

Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „a. Móakot, kvígilda og húsalaust, þó fylgir grasnyt. Landskuld 2 vættir.“ (GB,40).
„Móakot var u.þ.b. 150-200 m austan við Stað. Garður var milli túnanna. Nú er hann horfinn og túnin sameinuð.“ (Örn.).
„Móakot var í byggð fram á öld steinsteypunnar og ber þess augljós merki enn í dag, þar sem stæðilegt hús ber sig vel og reisulega, þótt það hafi staðið að mestu autt og yfirgefið í þrjá áratugi.
Það stendur hátt á barðinu vestast í Staðartúni… Bærinn stendur uppi fyrir miðri Staðarbótinni, víkinni, sem liggur opin til hafs milli Staðarmalar og Gerðistanga…“ (GB,57-58).
Elsta byggð sem minnst er á í bók Gísla er frá 1822, byggð lauk 1945.

Nýibær (hjáleiga)

Staðarhverfi

Staðarhverfi – loftmynd 1954.

„Nýibær var utan við Bringinn, nálægt 100 m norður af Bergskoti.“ (Örn.).
Búseta í Nýjabæ hófst vorið 1889 og lýkur 1910 er heimilisfólkið flutti til Reykjavíkur. Nú sjást engin merki um þennan bæ, en hann mun hafa staðið rétt norðan við Staðartúnið þar sem þjóðvegurinn
liggur nú út á Reykjanes. (GB,76-77).

Sjávarhús (hjáleiga)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjálegur eru: …Sjávarhús. Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok.“ (GB,40).
Hjáleigan Sjávarhús stóð líklega á Staðarklöpp austur hjá Staðarvör. Skv. lýsingu sr. Geirs Bachmann hvarf hún í Básendaflóðinu 1799. (GB,25,26; Örn.).
Þau stóðu austur hjá Staðarvör en eyðilögðust í Básendaflóðinu 1799. (GB,56).

Stóragerði/Staðargerði (hjáleiga)

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

„Staðargerði eða Stóragerði stóð niður á svonefndum Gerðistöngum , u.þ.b. 250 m suður frá Löndum. Venjulega var það bara nefnt Gerði.“ (Örn.).
Sr. Geir Bachmann telur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 upp hjáleigur staðarins: „b. Stóragerði, kvígildislaust, baðstofa og eldhús, samt grasnyt fylgir. Landskuld 2 vættir.“ (GB,40)
„Nesið milli Staðarbótar og Arfadalsvíkur heitir Gerðistangar… Nes þetta dregur nafn af bænum sem á því stóð og var kallað Stóra-Gerði. Trúlegt er að upphaflega hafi bærinn heitið Staðargerði,
enda kemur það nafn oft fyrir í manntalsbókum og víðar. Fyrst hefur verið girt þarna hólf utan við Staðartúnið, notað fyrir nátthaga eða því um líkt. Síðan er byggður þar bær – Staðargerði. –
Löngu síðar annar bær – Litla-Gerði. Þá fær fyrra býlið nafnið Stóra-Gerði. Enn sjást bæjarrústir Stóragerðis vel og bera glöggan vott um hýbýli þar og húsaskipan enda er ekki nema um hálf
öld síðan það fór í eyði … Heim að þessum fornu, grænu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður. Á bæjartóftunum
sést að þetta hefur verið reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kambar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn … Árið 1786 bjó í Stóragerði Þorgeir nokkur Halldórsson, ekkjumaður með 5 menn í heimili. Þá var vel búið í Stóragerði, því að Þorgeir var hæsti framteljandi í Staðarhverfi – 4 hundruð.“ (GB,68-9).
Stóragerði er í „löglegri byggingu“ þegar úttekt var gerð 1928. (GB,50).

Stóra-gerði

Stóra-Gerði. Uppdráttur ÓSÁ.

„Hjáleiga frá Stað. Getið er um mann fæddan í Stóragerði 1745 en búskapar þar er fyrst getið 1786 og var búið þar til 1919.“ Ekki er ljóst hvaðan þessar heimildir eru komnar en líklegast er að þær komi frá heimildamönnum er rætt var við árið 2002.
1840: “Stóragerði, í landsuður frá Stað, fram á Gerðistöngum.” SSGK, 134. Þar segir jafnframt að Litlagerði hét hjáleiga sem braut í Básendaveðrinu 1799 en 1851 er aftur byggð hjáleiga með því nafni og var þar búið til 1914.
„Stóragerði var í „landsuður frá Stað, fram á Gerðistöngum.“ Hefur þess verið getið til, að nafn hjáleigunnar hafi upphaflega verið Staðargerði, en síðan breytt í Stóragerði, er hjáleigan Litlagerði var byggð lítið eitt vestan á töngunum. […] Bærinn byggðist ekki aftur […], og var því sögu hjáleigunnar lokið um fardaga árið 1918.“ Saga Grindavíkur 1800-1974, 41-42.
„Enginn veit nú, hvar Beinróa eða bæir þeirra Ólafs og Daða stóðu, en hugsanlegt er, að tveir þeir síðarnefndu hafi verið hjáleigurnar, sem síðar voru nefndar Blómsturvellir og Stóragerði.“ Saga
Grindavíkur 1800-1974, 104.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði – uppdráttur.

“Enn sjást bæjarrústir Stóragerðis vel og bera glöggan vott um híbýli þar og húsaskipan […] Heim að þessum fornu, grónu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir [sjá 009] í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður . Á bæjartóftunum sést að þetta hefur verið reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kampar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn og bera þögult en greinilegt vitni um mannlíf fortíðarinnar á þessum bæ […].” segir í Staðhverfingabók eftir Gísla Brynjólfsson.
“Staðargerði eða Stóragerði stóð niður á svonefndum Gerðistöngum, u.þ.b. 250 m suður frá Löndum. Venjulega var það bara nefnt Gerði,” segir í örnefnalýsingu. Á heimasíðu Ferlis segir:
„Stóra-Gerði er dæmi um grindvískan bæ í Staðarhverfi. Vel má enn sjá húsaskipan, fallega heimtröðina, brunninn og garðana í kring.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1918, því sem næst í miðju túninu. Þá eru níu hús á bæjarhólnum auk þriggja annarra útihúsa í túninu. Tóftir Stóragerðis eru enn varðveittar um 550 m suðaustur af Stað GK-028:001, yst á Gerðistöngum. Heimatúnið er óraskað og ekki hafa orðið miklar breytingar þarna nema af völdum sjávar og gerð sjóvarnargarðs á svæðinu seint á síðustu öld.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði – uppdráttur.

Norðan við bæinn eru gróin tún inn til landsins en skammt sunnan hans tekur við stórgrýttur sjávarkampur. Bæjarhóllinn er 30 x 20 m að stærð og snýr norður-suður. Tóftir síðasta bæjarins ná yfir stærstan hluta hólsins og ekki eru greinileg ummerki um uppsöfnuð mannvistarlög undir honum. Þau sjást þó á smá kafla norðaustan við bæinn, þar sést bæjarhóllinn og er um 0,3 m á hæð og gróinn. Bæjartóftin er 27 x 17 m að stærð, snýr norður – suður og skiptist í níu hólf/hús auk gangs. Op eru fjögur til vesturs (hólf 1-5) og þar voru stafnar bæjarins. Eins og segir hér ofar þá stendur einn dyrakarmurinn ennþá uppi (sjá hólf 3), þar var baðstofan. Tvö hólf eru opin til austurs (hólf 6-7) og eitt til suðurs (hólf 8). Hólf 9 er norðarlega inni í tóftinni, austan við hólf 4-5.

Hleðsluhæð í hólfunum er mest um 1,3 m og umför grjóts allt að átta. Veggirnir eru grjóthlaðnir og víða er tekið að hrynja úr þeim. Þetta eru engu að síður heillegar minjar og mjög sjónrænar. Hér neðar er nákvæmari lýsing á hólfunum. Hólf 1 er syðst og er raskað til suðurs. Það er 4,1 x 2 m að innanmáli en helmingur þess er horfinn, það sést á túnakorti frá 1918. Stafnar þess snéru til vesturs. Hólf 2 er norðan við hólf 1. Það er 6,1 x 5 m að innanmáli og snýr norður-suður. Hólfið er opið til vesturs, þar var þil. Á túnakorti frá 1918 sést að þarna voru fleiri hólf en þau eru horfin.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Hólf 3 er norðan við hólf 2 og var baðstofa. Steinlímdir karmar bæjardyranna standa enn að hluta. Hólfið er 5,5 x 2,5 m að innanmáli. Hólf 4 er norðan við hólf 3. Það er 4,3 x 1,7 m að innanmáli og opið til vesturs. Hólf 5 er nyrst í bæjarröðinni. Það er 4,1 x 1,9 m að innanmáli og veggirnir hafa hrunið hér að hluta. Hólf 9 er austan við hólf 4-5, inni í tóftinni. Það er 5 x 1,8 m að innanmáli og snýr norður-suður. Það er opið inn í hólfið í suðausturhorni, innan úr hólfi 6. Til austurs í bæjartóftinni eru tvö hólf opin. Hólf 6 er norðar. Það er 4 x 1,8 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Í suðvesturhorni þess er op inn í gang sem liggur yfir í hólf 9. Hann er 3 m langur. Hólf 7 er sunnar. Það er 4,7 x 2,1 m að innanmáli og op er í suðausturhorni. Gangur liggur til suðvesturs, yfir í hólf 2. Gangurinn er 6 m langur og bogadreginn. Hólf 8 er sunnan í bæjartóftinni. Það er 6,4 x 2,8 m að innanmáli og opið til suðurs. Op er á því til norðvesturs, yfir í hólf 2.

Vestur-Hjáleiga (hjáleiga)
Vestur-Hjáleiga virðist hafa staðið í hlaðvarpanum á Beinróu samkvæmt elstu heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað: „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“ frá 1657. (JÞÞ,101,104)

Hjallur
Eftir að hjáleigunni Sjávarhúsum skolaði burt 1799 var byggður fiskihjallur á Staðarklöpp. Um 1916 mátti sjá tættur efst á klöppinni en þeim skolaði síðar burt í flóðum. (GB,56; Örn.)
Samkvæmt Gísla Brynjólfssyni stóð sjóhús á Staðarklöpp fram til 1930. (GB,26).

Kirkja – Staðarkirkja

Staðarhverfi

Letursteinn í kirkjunnar stað.

„Á Stað í Grindavík mun kirkja hafa verið reist í öndverðri kristni en fyrst er hennar getið í kirknatali Páls biskups frá um 1200. Og á Stað stóð hún að öllum líkindum á sama grunni, í meira en 700 ár a.m.k… Allt fram til ársins 1836 var torfkirkja á Stað. Þá var reist timburkirkja… Trúlega hefur Staðarkirkja ætíð staðið á þeim stað, sem síðasta kirkjan stóð – inni í kirkjugarðinum, þar sem klukkuturninn er nú. Sáluhliðið var þá á vesturhlið garðsins, fram undan kirkjudyrum. Í því var klukknaport. Aðrar dyr voru á kórgafli til afnota fyrir prestinn vegna þess hve þröngt var orðið í framkirkjunni þegar guðsþjónustan hófst.
Kirkjan var, ásamt Guði og mörgum dýrlingum helguð Blasíusi biskupi… Staðarkirkja var allvel efnuð, átti heimaland allt, rekasælar fjörur (ásamt með Skálholtskirkju), 4 hundr. í fríðu, 7 hundr. í skipum. Auk þess hafði Staðarprestur tekjur af tveim jörðum með kúgildum austur í Árnessýslu, Stóru-Borg í Grímsnesi (30 hundruð að fornu mati) og Hvoli í Ölfusi (20 hundr.).“ (GB,136-7).

Staður

Staður. Kirkjan stóð á hólnum nær. Gröf sjómannanna af Anlaby er vinstra megin ofanvert.

„Sumarið 1858 var reist ný kirkja fyrir forgöngu sr. Þorvalds Böðvarssonar, sem þá hélt Stað. Var hún af sömu gerð og hin fyrri kirkja en nokkuð stærri eða um 50 m2. Er fram tekið í kirkjulýsingunni, að hún sé byggð á traustum grunni og rammbyggileg… Kirkja sr. Þorvalds var sú síðasta á Stað.“ (GB,142).
„Kirkjan stóð vestarlega í garðinum. – Þann 26. september 1909 var ný kirkja vígð að Járngerðarstöðum og tók sú við af Staðarkirkju, sem þá var aflögð.“ (Örn.).
„Ekki er vitað, hve margar kirkjur hafa verið á Stað í aldanna rás, en af vísitasíugerð frá árinu 1642 má sjá, að þá hafði síra Gísli Bjarnason nýlega látið reisa þar kirkju. Hún er elsta Staðarkirkjan, sem við vitum eitthvað um að gagni, og var lýst svo í vísitasíugerðinni: „Kirkjan í sjálfri sér með kórnum sterk og ný að sínum viðum, súðþak og nýtt öðrumegin. Kirkja og kór í 8 stafgólfum og kapella inn af kórnum. Að auki hálfþil undir bita milli kórs og kirkju og þil bak altaris, sem víðast umhverfis kirkjuna og framanfyrir. Tveir stólar kvennamegin, einn langbekkur kallmannamegin.
3 glergluggar vænir. Hurð á járnum með koparhring, innlæst. Hefur síra Gísli látið gjöra kirkjuna og lagt til marga viðu.“ (JÞÞ, 108).

Kirkjugarður – Staðarkirkjugarður

Staðarhverfi

Staðarhverfi – kirkjugarður.

„Kirkjugarðurinn er í túninu fast suðaustan við bæinn og ekki nema 2-3 m á milli skemmunnar og hans“ (Örn.).

Klukknaturn/Sáluhlið

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði.

Sáluhliðið hefur verið á vesturhlið garðsins fram undan kirkjudyrum. (GB,137).
„Enda þótt klukknaportið á Stað í Grindavík sé nú löngu horfið, eigum við af því nákvæma lýsingu … Í sáluhliði, sem er 6 ál. vítt með kræktri rimlahurð á járnum er KLUKKNAPORTIÐ 2 1/6 al. á vídd og eins á breidd á 4 stólpum 4ra álna háum greypuðum á undirstokka að neðan og syllum hið efra og að neðanverðu eru greypaðir í fjóra stólpa út við veggi kirkjugarðsins, hverjir stólpar að eru styrktir með skástífum á jörð fyrir utan og innan sáluhliðið … Sjálft er klukknaportið með einfaldri súð á alla fjóra vegu uppmjókkandi, og í toppi vindhani á stöng. Undir súðinni er allt um kring rimlar negldir á slár, sem saman binda ennþá betur umgetna 4 stólpa klukknaportsins.
Uppi í því hanga á ramboltum tvær góðar klukkur sem hringt er með útleggjurum …“ (GB,55).

Lambhús
„Hún (Krukka) á að hafa staðið vestur við Móakot, þar sem nú sé lambhús.“ (GB,57).

Bergskot (þurrabúð)
„Þær óbyggðu og óbyggilegu hjáleigur eru: … Bergskot … Þessar hjáleigur hafa lagzt í eyði fyrir sjávargang eða sandfok“ (GB,40).
„Hæðin vestan og ofan við bæinn á Stað heitir Bringur. Bergskot var uppi á Bringnum, í norðvestur frá Stað. Þar voru tveir bæir sambyggðir þegar Á.V. og S.V.G. mundu eftir.“
(Örn.).
Bergskot I er þurrabúð í úttekt árið 1928. Bergskot II hafði lagst niður í tíð sóknarprestsin þegar úttekt var gerð 1928. (GB,50).
„Uppi á bringunum rétt ofan og utan við Stað stóð tómthúsið Bergskot. Þegar þar var mannflest voru þarna mörg lágreist þil í beinni bæjarrönd, sem sneri fram að sjónum. Var gott útsýni af
stéttinni til hafs og strandar… stundum voru þarna þrjú heimili… Bergskot hafði enga grasnyt frekar en aðrar þurrabúðir. Þar lifði fólkið á sjónum haust, vetur og vor en fór gjarna í kaupavinnu um
sláttinn og fékk sauði til frálags í heimilið fyrir veturinn. Í tiltækum manntölum er ekki getið um byggð í Bergskoti fyrr er 1845.“ (GB,62).
Síðasti ábúandi flutti burt 1927. (GB, 64).

Lönd (þurrabúð)
Staðarhverfi„Sunnan við Bjarnasand eru smáklappir, oft nefndar Landaklappir, en þurrabúðin Lönd var beint upp af þeim. “ (Örn.).
„Það var árið 1911, að stofnað var nýtt býli í landi Staðar. Það var nefnt á Löndum… Nýbýlið á Löndum fékk 900 ferfaðma lóð á grundinni skammt norðvestur af fjárhúsunum og má enn
sjá greinileg merki þess. Vilmundur reisti þar timburhús. Það var 3 herbergi og eldhús. Á því var óinnréttað ris, við innganginn var skúr með flötu þaki. Það var klætt með járni á tveimur
hliðum en pappa á tveimur. Gólfflötur þess var 37,6 fermetrar. Þessi lýsing er tekin úr fasteignamati 1916… Árið 1946 fluttist fjölskyldan frá Löndum til Reykjavíkur.“ (GB,77-79).

Merki (þurrabúð)
„Einar Einarsson og Guðrún Ingvarsdóttir voru gefin saman í hjónaband 10. nóvember 1908. Þetta sama ár fengu ungu hjónin leyfi Staðarprests til að byggja sér hús á Hvirflunum við landamerkin
milli Staðar og Tófta. Það kölluðu þau Merki. Þetta var hið snotrasta býli á fallegum stað með útsýni vestur yfir Staðartúnið, suður til Gerðistanga austur um Arfadalinn og víkina… Guðrún og
börn hennar fluttust frá Merki til Keflavíkur árið 1943. Síðan hefur ekki verið búið í Merki og litli bærinn löngu fallinn.“ (GB,75).

Vör – Staðarvör

Staðarvör

Staðarvör.

„Hér við Bjarnasand er eitt af stórmannvirkjum áraskipaútgerðarinnar: Flórlögð Staðarvörin, slétt og breið neðan úr stórstraumsflæðarmáli uppundir grasbakkana ofan við sandinn. Hún
hefur varðveitzt furðu vel, þótt áratugir séu síðan hér var skipi lent.“ (GB,26).
ÁV og SVG vita ekki með vissu hvenær hún var gerð, en telja sennilegast að það hafi verið rétt upp úr síðustu aldamótum. (Örn.).

Brunnur – Staðarbrunnur

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

„Lægðin neðan við Bring nefnist Dægradvöl. Þótti góð dægradvöl að slá hana. Í suðurjaðri Dægradvalar lét séra Brynjólfur Magnússon grafa mikinn brunn árið 1914.“ (Örn.).
Skip fylgdu prestsetrinu Stað frá fornu fari og fram á daga sr. Brynjólfs Magnússonar. En með stjórnarbréfi 10. sept. 1914 var presti leyft að verja 300 krónum af andvirði skipanna til að grafa brunn á staðnum og er honum ýtarlega lýst í úttektinni 1928. Þar með er skipastóll Staðar úr sögunni…(GB,42).
„Í úttekt á Stað 16. júlí 1928 er 7. liður í upptalningu á mannvirkjum þannig: Brunnur byggður og tilbúinn ár 1914 að dýpt 23 fet, að þvermáli 6 fet, mjókkandi niður, hringhlaðinn að innan og hleðslan sementeruð ofan frá og niður að klöpp, er tekur við fyrir neðan miðju. Steinsteypur kragi er í kringum brunninn ofan jarðar og yfir sjálfu brunnopinu þak úr plönkum með hlera. Öflug vinda er til upphölunar á vatninu. Brunnurinn með öllum útbúnaði er í óaðfinnanlegu lagi. – (Álag því ekkert).“ (GB,82).

Brunnur -Kvíadalsbrunnur

Staðarhverfi

Kvíadalsbrunnur.

„Brunnur var beint vestur af Kvíadal. Hann er nú alveg horfinn í sjávarkampinn. Þessi brunnur mun hafa verið notaður í Staðarhverfinu áður en brunnurinn í Dægradvöl var gerður.“ (Örn.).
„Vatn handa fénaði var hvergi að fá í Staðarlandi nema út undir Staðarbergi í gjá, sem fellur að og út í með hverju sjávarfalli. Neyzluvatn var tekið úr brunni syðst í túninu en það var slæmur sjóblendingur.“ (GB,39).

Bryggja
Fram af svonefndum Hvilftum er bryggjustúfur, byggður 1933, meðan útgerðin var hér í fullu fjöri. (GB,25).

Heimild:
-Rannsóknarskýrsla, Fornleifar í Staðarhverfi, Þjóðminjasafn Íslands 1999.
-Deiliskráning í Grindavík: Stóragerði, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2017.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.