Færslur

Bollar

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifar í Náttúrufræðinginn 1977 um “Tvíbolla og Tvíbollahraun“:

Inngangur

Kerlingarskarð

Við Grindarskörð er röð af hnúkum, sem bera við himin norðan frá séð og flestir munu nefna Bolla, Stóra-Bolla, Mið-Bolla eða Tví-Bolla og loks Þrí-Bolla. Að minnsta kosti tvö þessara nafna eru notuð um móbergshnúka, sem harla litla bollalögun hafa, og er raunar með ólíkindum að nöfn þessi hafi þeim nokkru sinni verið gefin eða ætluð.

Tví-Bolli

Tví-bolli og nágrenni.

Gildir þetta um Stóra-Bolla og Þrí-bolla en öðru máli gegnir um Mið-Bolla eða Tví-Bolla, sem hér verða nú gerðir að umtalsefni. Ekki dettur mér í hug að efast um að Bolla-nöfnin eigi við gígi þá og gígskálar, sem þarna eru, en í einhverju undarlegu hugsunarleysi hafa þau verið færð yfir á þann hluta landslagsins, sem er mest áberandi, séð úr byggð. Stóri-Bolli er einna besta dæmið um þetta. Hann er geysistór gígskál norðan í móbergshnúk, sem vel mætti heita Bollatindur en engan veginn Bolli. Raunar er svo að sjá sem allmikill nafnaruglingur hafi hér átt sér stað. Í dagbók Guðmundar G. Bárðarsonar, sem dr. Finnur Guðmundsson hefur góðfúslega lánað mér, stendur eftirfarandi ritað 18. ágúst 1931: “Bolli mikill framan í Kongsfelli (leturbr. J.J.), hefur frá honum fallið mikið hraun, sem hefur myndað ávala bungu neðan við gíginn – Kongsfell er úr móbergi.”

Bollar

Í Bollum

Af þessum ummælum Guðmundar sýnist mér fullljóst að hnúkurinn, sem Stóri-bolli er norðan í, sé hið raunverulega (litla) Kongsfell en ekki sá lítt áberandi gígur við Stór-konugjá og Selvogsgötu, sem nú er látinn bera það nafn. Skal svo ekki meira um þessi örnefni fjallað. Stóri-Bolli hefur úr sér hellt miklu hrauni, sem nær allt norður að Undirhlíðum en láti sér nægja að spýta hraungusum upp á móbergshnúkinn, sem stolið hefur nafni hans.

Tví-Bollar
GrindarskörðÍ stað Mið-Bolla nota ég nafnið Tví-Bollar, því bæði er að það er til (Sigurðsson, 1976), og svo er það í fyllsta máta réttnefni. Gígirnir eru nefnilega tveir saman og mætti sannarlega kalla þá Litla og Stóra, því litli gígurinn nær hinum varla í „mitti” og er honum á hægri hlið sé horft í norður. Báðir eru gígirnir brattir, hlaðnir úr gjalli og gjallkleprum og mjög unglegir. Stærri gígurinn er um 35—40 m hár yfir umhverfið og í um 480 m hæð yfir sjó. Hann er opinn mótí norðvestri og þá leið hefur hraunið runnið, fyrst í bröttum fossi en síðan að mestu í neðanjarðarrásum og hellum, sem hafa kvíslast á ýmsa vegu þegar neðar dró.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli og nágrenni.

Hinir svo nefndu Dauðadalahellar, sem margir kannast við, eru í þessu hrauni. Það hefur runnið yfir hraunið úr Stóra-Bolla. Mjó kvísl hefur runnið meðfram Lönguhlíð og kvíslast þar á ýmsa vegu en meginhraunið hefur fallið í breiðum fossi allt norður að Helgafelli. Loks hefur það sent mjóan straum vestur með Helgafelli að suðvestan. Má þar víða sjá að það hefur fallið ofan í sprungur í eldra hrauni, því sem Gullkistugjá er í og ég tel að komið sé úr Stóra-BoIIa. Það hefur þar, niðri á sléttlendinu, belgst upp í háar bungur og ávala garða. Út frá þeim hafa svo hér og þar komið undanhlaup, sem eru svo þunn að talsverða aðgæslu þarf til að fylgja brúnum hraunsins. Hraunið sjálft er plagioklasdílótt en dílarnir eru mun færri og smærri en í hrauninu frá Stóra-Bolla, og er yfirleitt vandalaust að þekkja þau á því einu.

Grindarskörð

Stóri-Bolli.

Samsetning Tvíbollahrauns reyndist vera á þessa leið:
Plagioklas 51,8%
Pyroxen 31,2%
Ólivín 7,3%
Málmur 9,0%
Dílar:
Plagioklas 10,3%
Ólivín 0,6%
Tala punkta 455
Nokkuð er um allstóra plagioklasdíla í hrauninu og talsvert um minni díla. Þeir eru mjög beltaðir ,,zoneraðir”, fjölmyndaðir (twinned) og mikið um gler innan í þeim en dílarnir með heila skarpa kanta. Einstaka allstórir ólivíndílar koma fyrir í hrauninu.

Aldur hraunsins
Bollar
Nokkur ár eru nú liðin frá því að ég fyrst frétti um að jarðvegslag væri sýnilegt undir hrauni við Helgafell. Gísli Sigurðsson varðstjóri í Hafnarfirði, sem er mikill náttúruskoðari og náttúruunnandi, hafði fundið þennan stað. Hann bauð mér fylgd sína þangað og fórum við upp að Helgafelli og fundum staðinn). Hraun hefur þarna runnið yfir gróið land, en síðar hefur leysingavatn skorið sér farveg meðfram hraunröndinni og grafið sig inn undir hana og má þar sjá þverskurð af jarðvegslaginu undir hrauninu. Athyglisvert er að ljóst öskulag er í sniðinu nær miðju en svart öskulag nokkru ofar og annað svart öskulag neðar. Hraunið er þarna aðeins 0,5—0,75 m þykkt.

Skúlatún

Skúlatún í Tvíbollahrauni.

Í jarðvegstorfu ofan á hrauninu er eitt svart öskulag allþykkt. Ekki var mér Ijóst fyrr en alllöngu síðar að þarna var um tvö hraun að ræða og það var undir yngra hrauninu, sem jarðvegslagið var.
Við nákvæma athugun kemur í ljós að örþunn hraunlæna úr Tvíbollahrauni hefur runnið upp að Helgafelli, vestur með því að sunnan og beygt norður á við við norðvesturhorn fellsins þar sem áðurnefndur farvegur hefur grafist inn undir hraunið. Örlitlu norðar hefur það mætt Gvendarselshrauni, sem komið er upp austan í Gvendarselshæð og fyllir svæðið milli hennar og Helgafells. Mót þessara tveggja hrauna eru afar ógreinileg en líklegt að Tvíbollahraun sé yngra.

Skal nú vikið að jarðvegssniðinu og því, sem það hefur að segja. Ekki er mér kunnugt um nema 2 ljós öskulög á þessu svæði og hefur Einar Gunnlaugsson (1973) fundið þau á nokkrum stöðum, m. a. við Vatnsskarð og Djúpavatn. Eldra lagið er frá Heklu, H 3 , og samkvæmt niður stöðum Sigurðar Þórarinssonar (1971) er það um 2900 ára gamalt. Hitt lagið er hið svokallaða landnámslag og talið vera frá því um 900 (Þórarinsson, 1968). Tók ég þarna sýni árið 1973 og sendi til Uppsala í Svíþjóð þar sem Ingrid U. Olsson núverandi prófessor annaðist aldursákvörðun á þeim. Niðurstöður voru á þessa leið:
Helmingunartími 5570 ár,
aldur 1075 + 60 Ci * ár.
Helmingunartími 5730 ár,
aldur 1105 + 60 C^ ár.
Séu þessar tölur teknar eins og þær koma fyrir og helmingunartíminn 5570 notaður kemur í ljós að hraunið hafi runnið árið 875 eða árið eftir að Ingólfur Arnarson nam hér land. Einhverjum kann að finnast nóg um þessa tilgátu, en hún hefur nú hlotið nánari staðfestingu.


Nýlega  héldum við Sigmundur Einarsson til nánari rannsókna á Tvíbollahrauni. Sunnan undir Helgafelli nokkru austan við áðurnefndan stað er jarðvegstorfa lítil við hraunkantinn og þar er hraunið svo þunnt að auðvelt er að brjóta það upp með handverkfærum. Þarna tókum við gryfju og er ekki að orðlengja það að þarna fundum við landnámslagið með sínum þekktu einkennum og var auðvelt að rekja það inn undir hraunið þar sem efri hluti þess hverfur í kolaða lagið næst hrauninu. Smásjárathuganir á öskunni sýna að ljósbrot glersins og plagioklassins passa vel við það, sem Jens Tómasson (1967) gefur upp, og er því ekki ástæða til að efast um að þarna sé landnámslagið komið.

Selvogsgata

Kerlingarskarð framundan.

Af ofangreindum staðreyndum má því ráða, að hvað sem nákvæmni C1 4 aldursákvarðananna viðvíkur þá hefur þetta gos orðið á þeim tíma þegar landnám norrænna manna á Íslandi var að hefjast eða nýhafið. Því kann að vera að gosið í Tví-Bollum við Grindarskörð hafi verið fyrstu eldsumbrot, sem forfeður vorir litu augum hér á landi.
Af þessum niðurstöðum leiðir ennfremur að fleiri hafa eldgos orðið á Reykjanesskaga á sögulegum tíma heldur en fram til þessa hefur verið vitað, en í þessari grein skal það ekki rakið.
Sjá meira um það HÉR.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 1977, 47. árgangur 1977-1978, 2. tölublað, “Tví-Bollar og Tvíbollahraun, Jón Jónsson, bls. 103-109.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Bollar

Selvogsgatan var gengin frá Bláfjallavegi áleiðis að Grindarskörðum við Kristjánsdali.

Ekkitilvatn

Ekkitilvatn.

Gamla þjóðleiðin var fetuð upp skörðin, upp á brún og síðan haldið áfram til vesturs ofan hennar. Komið var inn í tiltölulega sléttan dal, opinn til suðurs. Haldið var upp úr honum að norðanverðu. Þegar komið var upp yfir brúnina að austanverðu blasti við fallegt lítið ónafngreint vatn. Á vatninu var gullkista.
Sú saga fylgdi kistunni að hún sæist á vatninu einungis einn dag á ári. Reyndar væri vatnið ekki til, stundum nefnt Ekkitilvatn, en hér verður það nefnt Gullkistuvatn.

Ekkitilvatn

Við Ekkitilvatn.

Sagan segir að í fyrndinni hafi bóndi nokkur, vel efnum búinn, staðið í búferlaflutningum að vetrarlagi. Á leiðinni suður með sjóð sinn hafi hann villst af leið í ófærð, orðið hræddur og ákveðið að sökkva kistlinum, sem sjóðinn geymdi, í vatnið í von um að enginn myndi verða hans var. Auðnaðist honum að komast til byggða myndi hann koma aftur síðar og sækja sjóðinn. Það gekk eftir, en er hann ætlaði að leita vatnsins nokkrum dögum síðar, fann hann það hvergi. Kom hann þá þeirri sögu á framfæri að ef einhver kæmi að vatni á þessum slóðum skyldi hinn sá sami varast að snerta það því vatnið væri eitrað.

Kóngsfell

Kóngsfell.

Nú voru góð ráð dýr. Þarna var gullkista úti á vatninu, en ekki mátti snerta vatnið. Á bakkanum lágu nokkrir bandspottar. Einhverjum datt í hug að binda þá saman í einn langan, ganga síðan með annan endann yfir á öndverðan bakka og reyna að slæða kistuna þannig yfir vatnið. Það gekk eftir. Þegar kistan var opnuð leyndist í henni bréf frá bóndanum forna, en hins vegar engin veraldleg verðmæti. Kistunni ásamt bréfinu góða var því komið fyrir aftur á sama stað á vatninu. Þess skal getið að er FERLIR kom þarna að nokkrum dögum seinna var ekkert vatn þar að sjá.

 

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli (Konungsfelli).

Gengið var niður af hlíðunum að sunnanverðu og strikið síðan tekið að Kóngsfelli, landamerkjum Gullbringu- og Árnessýslu. Sumir segja þau reyndar vera í Stóra-Kóngsfellið við Drottningu í Bláfjöllum og enn aðrir í Litla-Kóngsfell undir Stórkonugjá, sem er suðaustan við fyrstnefnda Kóngsfellið. Kóngsfellið er fallegur eldgígur, klofinn og auðveldur gegnumgöngu. Í miðju hans er laut, gott skjól fyrir öllum áttum. Segir sagan að nafngiftin sé komin til vegna þess að þarna hafi fjárkóngarnir hist í upphafi leita, ráðið ráðum sínum og skipt liði.
Þá var gengið til vesturs sunnan við Stórabolla og Miðbolla að Kerlingarskarði, niður það með stuttu stoppi við Drykkjarsteininn efst í því og götunni síðan fylgt uns komið var að upphafsstað við Bláfjallaveginn.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Bollar

Bollar.

Stóribolli

Gengið var á Stórabolla (Stórabollahnúk/Kóngsfell).
Lagt var af stað frá Bláfjallavegi neðan Storibolli-12Grindarskarða, gengið áleiðis upp í Kerlingarskarð og síðan vent til norðausturs upp mosahlíðina undir Bollunum með stefnu á gíginn (Stórabolla). Loks var haldið upp eftir vestanverðri gígskálinni ofanverðri og áfram upp á hnúkinn. Efsti hlutinn er tiltölulega greiðfær í aflíðandi sandmulningi uns komið er að stórri vörðu efst á kollinum. Þar sem staðið er í u.þ.b. 550 m.h.y.s. er útsýnið einkar tilkomumikið; til norðurs að Þríhnúkum, austurs Bláfjöllum og að Heiðinni há, suðurs að Hvalhnúk og Ásunum og vesturs Miðbolla, Syðstubollum og Brennisteinsfjöllum.
Storibolli-9Skoðum áður skráða leiðarlýsingu um svæðið er birtist í MBL árið 1980: “Ekið sem leið liggur áleiðs eftir veginum til Krýsuvíkur, en beygt út af honum til vinstri og stefnt til Bláfjalla og ekið eftir þeim vegi að neyðarskýli sem er skammt frá veginum á hægri hönd. Þar hefst gangan.
Um þessar slóðir liggur Selvogsgata, gömul þjóðleið, upp í gegnum Grindarskörð og niður í Selvog sem og Reykjavegurinn, leiðin frá Reykjanesvita til Nesjavalla. Grindarskörð eru mynduð af nokkrum gígum sem standa á hlíðarbrúninni og hafa verið kallaðir bollar. Lengst til hægri eru Syðstubollar, þá Tvíbollar eða Miðbollar og lengst til vinstri og þeirra stærstur er Stóribolli (551 m.y.s.) og þangað er ferðinni heitið að þessu sinni.

Storibolli-7

Frá bílastæðinu er haldið út á hraunið og stefnan tekin lítillega austur fyrir Stórabolla, um s.k. Kristjánsdali og sneiðingur tekinn upp hlíðina. Rétt er að veita athygli hrauninu sem gengið er um, en þar má víða finna e-ð sem gleður augað.
Þegar upp á hlíðarbrúnina er komið kemur í ljós að gígurinn Stóribolli er í raun samfastur við lítið fjall, sem stundum hefur verið nefnt Kóngsfell, en Stórabolla nafninu verið skellt á allan pakkann í tímanns rás.
Konungsfell

Kóngsfells-nafnið er á e-u flakki á kortum og ekki í vísan að róa hvort ætlað Kóngsfell sé Stóribolli, eða hvort lítið fjall skammt frá sem ýmist er nefnt Litla-Kóngsfell eða Kóngsfell, sé umrætt Kóngsfell. Stóra-Kóngsfell sem er rétt við Bláfjöllin fær þó að hafa sitt nafn í friði. Til fróðleiks má þó geta þess að á herforingjaráðskorti frá árinu 1910 er nafnið “Konungsfell” sett á fjallið. Á það kort er reyndar Selvogsgatan (Suðurfararvegur) settur um Kerlingarskarð, sem jafnframt er nefnt Grindarskarð. Á kortinu eru öll landamerkin dregin í nefnt Konungsfell.
Rétt er að ganga upp á Stórabolla (Kóngsfell?) og berja augum útsýnið sem er yfir hraunið allt um kring. Hraun úr Stórabolla hafa runnið allt að Helgafelli og að Undirhlíðum.
Af Stórabolla er haldið vestur með Grindarskörðunum og að Selvogsgötu / Reykjaveginum og þeirri leið fylgt að niður þar sem gangan hófst. Á niðurleiðinni má ekki sjá ýmislegt sem gleður augað og rétt að benda á að víða markar fyrir götunni í hrauninu.”

Storibolli-8

Í Hellahandbókinni eftir Björn Hróarsson segir að illa gæti farið ef eldgos yrði í nágrenni Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Spurning sé ekki hvort heldur hvenær hraun muni renna á ný til þessara bæja. Því megi telja það “undarlegan sofandahátt” að ekki séu stundaðar alvöru rannsóknir á hraunrennslu á Íslandi. “Töluverðum fjármunum er varið í snjóflóðavarnir og jarðskjálftarannsóknir meðan rannsóknum á hraunrennsli hefur lítt eða ekki verið sinnt. Hætt er við að Hafnfirðingar muni dag einn vakna upp við vondan draum af þeim sökum,” segir Björn í Hellahandbókinni.
Hættan er raunveruleg. Eldvirkni á Reykjanesskaga kemur í hrinum, oft með 500 ára virkni og 500 ára sem hún liggur niðri. Eldvirknin hefur nú legið niðri frá því  um 1477. Miðað við 500 ára regluna þá gæti farið að líða að næstu hrinu eldsumbrota. Þá er líklegt að hraun renni þar sem hraun er nú þegar. Búrfellshraun er 7.200 ára gamalt og ekki þar með sagt að þar geti ekki gosið á morgun en það getur líka liðið hundrað eða þúsundir ára.

Thrihnukar-21

Þá eru bullandi virk eldstöðvakerfi þarna í nágrenninu, í Stórabolla, Litlabolla og Þríhnúkum.
Eldgos urðu í Stórabolla og Litlabolla  fyrir 1.000 og 2.000 árum og runnu í þá átt þar sem hverfin í Garðabæ og Hafnarfirði eru nú. Eldgos getur orðið hvenær sem er og það getur orðið löng bið, það veit enginn.”
Hellnahraun er í raun tvö hraun sem hafa verið nefnd Yngra- og Eldra-Hellnahraun. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra-Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Yngra – Hellnahraun hefur einnig verið nefnt Tvíbollahraun, en það hefur að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og Breiðdalshraunið á síðari hluta 10. aldar og komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991).”

Staldrað við í Grindaskörðum

Sydstubollar-2

Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, Hvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m.y.s. Með breyttum samgönguháttum lagðist umferð um Selvogsgötuna niður að mestu og hin síðari ár hefur verið lítið um mannaferðir í Grindaskörðum. Þó munu gangnamenn eiga þar leið um vor og haust, rjúpnaskyttum bregður fyrir á haustin í leit að bráð og svo kemur fyrir að einstaka göngumaður sé þar á flakki sér til gagns og ánægju.

Midbolli

Um þessar mundir er unnið að vegargerð frá Krýsuvíkurveginum fyrir sunnan Hafnarfjörð áleiðis að skíðalöndunum við Bláfjöll. Vegurinn mun liggja rétt fyrir norðan skörðin og við það opnast aftur þetta svæði sem hefur til þessa verið falið fyrir svo mörgum.
Vegurinn nær nú ekki lengra en að Lönguhlíð og þar skiljum við bílinn eftir og tökum stefnuna á Grindaskörðin. Á vinstri hönd höfum við hraunið úfið og ógreiðfært en á hina hlíðar fjallsins þaktar lausum skriðum. En milli hrauns og hlíðar er gott að ganga. Þar eru harðir, sléttir og grasigrónir balar, sem ættu að reynast tilvalin tjaldstæði handa þeim, sem hafa hug á lengri dvöl. 

Storibolli-10

Eins og sjá má á korti eru Grindaskörðin milli Lönguhlíðar og Kristjánsdalahorns. Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar (á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir og þangð tökum við stefnuna. Þegar komið er upp á gígbarminn kemur í ljós að gígskálarnar eru tvær. Unnt er að ganga brúnirnar allan hringinn, en þó er nokkuð laust undir fæti á stöku stað. Enginn hefur rannsakað þetta svæði betur er Jón Jónsson jarðfræðingur.
Álit hans er að meginhluti þeirra hrauna, sem þekja svæðið frá Grindaskörðum og norður að UStoribolli-11ndirhlíðum og Helgafelli, sé komið frá Stórabolla og Tvíbollum. Hann segir Stórabollahraunið eldra og liggi það víða undir Tvíbollahrauninu. Samkvæmt mælingum munu þessi hraun vera nokkurn veginn jafnstór, þekja um 18 ferkm. Hvort og vera um 0.36-0.37 km að rúmmáli. En þegar farið er að athuga aldur Tvíbollahrauns nokkru nánar, koma fram sterkar líkur til þess, að það hafi runnið eftir landnám norrænna manna hér á landi, því undir því hefur fundist á einum stað hið svokallaða landnámslag, en það er öskulag, sem talið er að sé frá því um 900.

Midbollar-2

Útsýnið af Bollunum er frábært í einu orði sagt. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum. Og í einni sjónhending greinir maður byggðina á Innnesjunum, allt frá Hafnarfirði til Kjalarness. Og ekki spillir fjallasýnin með Snæfellsjökul sem útvörð í vesturátt. Þótt útsýnið til suðurs sé ekki eins tilkomumikið, hefur það samt glögga mynd af hinu gífurlega hraunhafi sem þekur þennan hluta Reykjanesskagans, enda telur Jón Jónsson að á sama tíma og Tvíbollahraunið rann, hafi á annan tug gíga við Grindaskörð og þar fyrir suðvestan, verið virkir.

Bollar-loftmynd-2

Þótt við höfum ekki farið lengra en upp í Grindaskörðin, er margt annað að sjá og skoða, sem athyglisvert er, þótt ekki hafi verið minnst á það hér. T.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin og má það nefna hellana í Dauðadölum og Kristjánsdölum. Við höldum til baka sömu leið að bílnum. Það hallar undan fæti og leiðin sækist greitt. Og þá er gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.”

Storibolli-10

Þegar gengið var niður og norður eftir hrauntröð Stórabolla komu í ljós nokkur gróin jarðföll. Neðsta og minnsta jarðfallið vakti þó einna mesta athygli. Í því virðist vera op, sem gæti verið inngangur í hraunrás milli jarðfallanna. Könnun hennar bíður betri tíma.
Þá á enn eftir að skoða inn í lítið jarðfall neðst í rásinni, en í það liggja þröng göng.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Mbl dags. óviss 1980 júlí.

Stóribolli

Stóribolli.