Færslur

Geirfugl

Valabjargargjá er með fallegri stöðum á Reykjanesi, en þar er m.a að finna eina af elstu sundlaugum landsins. Ólafur P. Sveinsson vitavörður á Reykjanesi lét gera litla laug í gjánni á árunum 1925-30. Hann lét sprengja hraunklöpp þannig að volgur sjór sytlaði í gjánna og einnig byggði hann yfir laugina og útbjó þrep niður í gjánna.

Reykjanes

Sundlaugin á Reykjanesi.

Reykjanes er ysta táin á Reykjanesskaga. Nesið er eldbrunnið, þar eru lág fjöll og hnúkar úr móbergi, jarðhiti, klettótt strönd og hraun runnið í sjó fram. Á Reykjanesi ber mest á Skálafelli, sem er hæsta fellið, og Valahnúk eða Valahnúkum, sem er(u) yst. Mikið brotnar úr Valahnúk á hverju ári, enda brýtur hafaldan úr honum nánast í hverju roki. Yst á tánni eru svokallaðar Skemmur. Þar hefur sjór brotið hella undir efsta hraunlagið og hafa hellisþökin sums staðar brotnað niður. Þetta veldur því að þegar hvasst er og álandsvindur (suðvestan) þá brotnar hafaldan með miklum dyn inn í hellana og standa svo gosstrókar upp um götin. Er þetta oft mikið sjónarspil.

Reykjanes-sundlaug

Reykjanes – sundlaug.

Austan í Valahnúk er draugshellir nokkur er getið er um í þjóðsögum. Austan við Valahnúk er og gjá nokkur, sem nefnd er Valborgargjá. Í henni er hraungjóta nokkur eða sprunga með vatni, sem áður var volgt. Yfir hana var byggt hús eða skúr snemma á 20. öld og þar kennt sund áður en sundlaugar komu til sögu í byggðarlögunum á utanverðum Reykjanesskaga og man enn margt eldra fólk eftir því er það var að læra að synda þar. Á ströndinni utan við Valbjargargjá er Valahnúkamöl, stórgrýtt fjara þar sem allir steinarnir eru lábarðir og núnir. Margir telja að nafnið Valbjargargjá sé afbökun, því að Valahnúkur heitir líka Valabjörg, og gæti gjáin þá augljóslega heitið Valabjargagjá, sem hefði afbakast í Valbjargargjá og Valborgargjá.

Reykjanes

Valbjargargjá.

Á Reykjanesi var fyrsti viti á Íslandi reistur árið 1878. Hann var uppi á Valahnúk. Árið 1896 urðu jarðskjálftar sem röskuðu undirstöðu vitans og varð þá ljóst að byggja varð nýjan vita. Hann var reistur á Bæjarfelli um 400 m frá Valahnúk. Þeirri staðsetningu fylgdi þó sá galli, að Skálafell skyggir á vitann séð úr suðaustri. Þess vegna var reistur annar lítill viti úti á Skemmum og kalla sumir hann hálfvitann. Frá Reykjanesi er óslitið haf allt til Suðurskautslandsins.

Fyrir Reykjanes liggur erfið siglingaleið, sem er sú fjölfarnasta við strendur landsins. Það er sundið á milli Reykjaness og Eldeyjar, sem heitir Húllið. Í Húllinu er Reykjanesröst, sem er straumþung og getur bára orðið þar mjög kröpp í vissum áttum og eftir sjávarföllum.

Clam

Clam á strandsstað.

Reykjanes hefur löngum verið slysasamt fyrir sæfarendur. Eitt mesta strand þar varð árið 1950 er olíuskipið Clam strandaði þétt upp við hamravegginn sunnan Valahnúks. Um 50 manns voru í áhöfn, helmingur Kínverjar og helmingur Englendingar. Hluti áhafnarinnar fór í björgunarbáta, en hluti var um kyrrt í skipinu. Allir sem fóru í björgunarbáta fórust, en hinum var öllum bjargað af björgunarsveitinni Þorbirni frá Grindavík, en skipið brotnaði í spón á staðnum innan skamms. Þessi atburður var rótin að skáldsögunni “Strandið” eftir Hannes Sigfússon, en hann var einmitt á Reykjanesvita þegar þessir atburðir gerðust.

Heimildir m.a.:
-http://is.wikipedia.org/wiki/Reykjanes

Valahnúkur

Valahnúkur.

Reykjanesviti

“Reykjanesið er undarlegur skapnaður”, sagði Jón Trausti. En þrátt fyrir svartsýni hafa miklar vonir verið bundnar í gegnum tíðina við þennan útskaga, nýjasta hluta landsins.

Háleyjar

Tóft á Háleyjabungu.

Gengið var frá Sandvík. Mikill reki er á sandorpnum köflum með ströndinni. Innan um rekann ber margt forvitnilegt fyrir augu. M.a. var þarna hluti úr síðu gamals árabáts. Byrðingurinn var negldur saman með koparnöglum.
Hátt bergið gapið við. “Það er eitthvað hrikalegt og seiðmagnað yfir þessari strönd sem enginn mun gleyma”, sagði séra Gísli Brynjólfsson þegar hann hafði gengið leiðina um 1980. Austast í urðinni undir Háleyjarbungu fannst lík óþekkta sjómannsins, sem nú hvílir í Fossvogskirkjugarði. Það var vorið eftir Skúlastrandið fógeta á Staðarmölum.

Rafnkelsstaðaberg

Gatklettur í [H]Rafnkelsstaðabergi.

Nokkru vestar heitir Hrafnkelsstaðaberg. Undir þessu bergi strandaði Jón Baldvinsson 31. mars 1955. Þar gat nú að líta dauðan búrhval í fullri stærð. Utar heitir Skarfasetur. Þar fyrir utan er eina mannvirkið á þessum slóðum, lágur viti til leiðbeiningar sjófarendum þegar ljósið úr Reykjanesvita hverfur bak við Skálafell. Frá vitanum blasir Eldey við sem og karlinn úti með ströndinni austan Valahnjúka.
Í norðurhlíð Skálafells og þar norður af er hverasvæði það sem gefið hefur nesinu öllu nafn. Einn hveranna mun áður hafa verið nefndur Reykjanes-Geysir, en hann var breytilegur, hvarf um lengri tíma en tók sig upp á ný sem goshver 1918. Þá var hverinn einfaldlega nefndur 1918. Í kringum 1960 varð hann hreyfingarlítill, en við jarðskjálftann haustið 1967 tók hann að gjósa ákaflega, en það stóð ekki lengi. Nú er hann tær atkvæðalítill vatnshver með söltu vatni.

Valahnúkur

Valahnúkur og Valahnúksmöl.

Rétt norðan við Reykjanestána, sem er 78 metra há, skerts smávík inn í bergið, Blásíðubás. Þetta er falleg náttúrusmíð. Oftar en einu sinni hefur lífum sjómanna verið borgið í Blásíðubás þótt þar sé alldrei kyrr sjór.
Vestar er Valahnjúkamölin. Þar fyrir utan strandaði Clam 28. febrúar 1950.
Á skipinu voru 50 manna áhöfn. Af þeim fórst um helmingur er þeir reyndu að komast á land á skipsbátum. Hinum náðu björgunarsveitir.
Á syðri Valahnjúknum var reistur fyrsti viti landsins árið 1878. Hann skemmdist í jarðskjálfta 10 árum síðar. Leifar hans sjást nú neðan við hnúkinn.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Árið 1908 var núverandi Reykjanesviti byggður á Bæjarfelli. Hann blasti nú við göngufólkinu frá Valbjargargjá, en þaðan séð er hann eins og klipptur út úr landslagsmálverki.
Endað var með því að skoða hlaðna sundlaug í sprungu skammt ofan við Valahnjúkamalir. Þar lærðu Grindavíkurbörn sund um og í kringum 1930. Þá rann volgt vatn um gjána er blandaðist köldum sjónum. Mannvirkið er enn nokkuð heillegt.

Reykjanes - sundlaug

Sundlaugin á Reykjanesi.

Reykjanes

Jón S. Guðlaugsson skrifaði B.Ed.-ritgerð um “Skólasögu úr sjávarplássi” í KHÍ 2007. Hér verður hún skoðuð að hluta með hliðsjón af sögu millistríðsáranna.
Hrönn GK 50 - 1935Í inngangi segir m.a.: “Til umfjöllunar er skólafyrirkomulag, uppeldi barna og atvinnuhættir á millistríðsárunum í tveimur sjávarþorpum á Suðurnesjum. Þorpin eru Grindavík og Hafnir. Hvað varðar atvinnuhætti þá snerist nánast allt um fiskveiðar og landbúnað í sjávarþorpum á þessum tíma. Stundaður var sjálfsþurftarbúskapur þar sem allir voru sjálfum sér nógir og þurftu lítið að sækja annað um aðdrætti. Menn nýttu sér náttúruna og hugurinn var við sjóinn. Börn voru fegin þegar skóli endaði á vorin og þau gátu hjálpað til við meðhöndlun á fiski, tekið þátt í sauðburði á vorin og síðar heyskap yfir sumarið. Skólaganga var ekki löng á þessum tíma. Börn sóttu skóla frá tíu ára aldri til fermingar en árið 1926 kom löggjöf sem leyfði sveitarfélögum að hefja nám barna við sjö ára aldur. Stundað var hefðbundið bóknám en lítil aðstaða var til kennslu í leikfimi, handmennt og smíði. Sund var kennt við mjög frumstæð skilyrði. Skemmtanir voru sjaldan haldnar. Svokallaðir flakkarar vöktu gleði og kátínu þegar þeir birtust. Á þessum tíma var þeirra skeið að renna út vegna breytts tíðaranda.”
Fyrsti barnaskólinnViðmælendur voru Sigurður Gíslason á Hrauni og Guðlaugur Eyjólfsson frá Höfnum.
“Bæði Hafnir og Grindavík eru sjávarþorp frá gamalli tíð. Afkoma fólks byggðist á fiskveiðum og landbúnaði. Algengt var að fjölskyldur hefðu eina til tvær kýr og nokkrar kindur til viðbótar. Að mestu var um að ræða sjálfsþurftarbúskap. Fólk lifði á því sem náttúran gaf. Vinnuaðferðir voru staðnaðar og höfðu nánast ekkert breyst í nokkrar aldir. En framfarir í landbúnaði komu fram í byrjun 20. aldar með tilkomu nýrrar tækni.
Börn á millistríðsárunum ólust upp við mjög ólík skilyrði miðað við í dag, í byrjun 21. aldar. Þeirra lífssýn var allt önnur en tíðkast hjá börnum í dag. Þau ólust upp í beinum tengslum við atvinnulífið. Fóru á unga aldri að fylgjast með hvað var um að vera bæði til lands og sjávar. Börn voru í náinni snertingu við náttúruna. Þeirra leiksvæði var náttúran sjálf, fjaran steinar, klettar og grjót. Þegar bátar komu að landi var fylgst með af áhuga og setið dreymandi um að einhvern tíma færu þau á sjóinn eins og pabbi og afi. Á þessum tíma var verkaskipting þannig að karlmenn fóru á sjóinn en konur voru heima að hugsa um barnauppeldi, sjá um heimilið og sinna þeim  skepnum sem til staðar voru. Fyrir börnin var þetta einn ævintýraheimur þar sem alltaf var eitthvað um að vera til að fylgjast með. Áhugi var á að fylgjast með og læra þau vinnubrögð sem fyrir augu bar. Báðir viðmælendur mínir, þeir Guðlaugur og Sigurður, eru sammála um að sjórinn og það sem tengdist honum hafi verið þeirra heimur.

Kennsla

Samgöngur voru frumstæðar miðað við það sem er í dag. Ýmist var gengið, farið á hestum eða sjóleiðin valin. Þeir efnameiri áttu hesta en aðrir þurftu að ganga. Ekki var auðvelt að ganga á þessum árum. Það voru langar leiðir í verslun. Ekki voru til vegir heldur vegslóðar sem voru grýttir og egglaga steinar voru á vegi fólks sem fóru illa með fætur. Leiðin var löng í verslun og gat verið hættuleg að vetri til enda kom fyrir að menn urðu úti í slæmum veðrum. Þetta stuðlaði að því að ekki var farið að heiman nema brýna nauðsyn bar til.
Allt fram til loka 18. aldar fór kennsla fram á  heimilum landsmanna. Kenndur var lestur, skrift og kristindómur. Yfirleitt voru það foreldrar barna sem sáu um kennsluna og eins og gefur að skilja var algjörlega undir þeim komið hvernig til tókst.
Í Grindavík hófst farkennsla hjá Jóni bónda í Krosshúsum árið 1883. Þar var kennt lestur, skrift og reikningur. Aðal hvatamaður að stofnun skóla var séra Oddur V. Gíslason prestur á Stað. Hann var ekki ánægður með menntun barna í sinni sveit. Hann lagði það á sig að safna fé til skóalgjalds með því að bændur legðu sitt af mörkum auk þess sótti hann styrk út Torkellisjóði. Kennsla hófst síðan á þremur stöðum í Grindavík árið 1888, það er á Stað í Staðarhverfi, Garðhúsum og Járngerðarstaðarhverfi og Hrauni í Þórkötlustaðahverfi.

Sundlaugin

Kennt var eina viku í senn á hverjum stað. Ráðinn var til kennslunnar maður að nafni Pétur Guðmundsson sem hafði kennt áður í barnaskólanum í Garði. Kenndi hann í tvo vetur. Fyrsta skólahúsnæðið í eigu Grindavíkur var hús byggt úr steini í Járngerðarstaðahverfi. Það var vígt 6. janúar 1913. Árið 1929 var skólasókn færð niður í sjö ára aldur. Þá voru nemendur 19 í eldri deild (12 og 13 ára) og 22 í ynrgi deild (10 og 11 ára) og 27 í ungbarnadeildinni (7 til 9 ára). Þá var bætt við einum kennara. Auk þess var nauðsynlegt að kenna í Þórkötlustaðahverfi. Það þótti ekki stætt á því að láta ung börn ganga á milli hverfa. Á tímabili var kennt á þremur stöðum. Í Þórkötlustaðahverfi þar sem skólastofan var í kjallarakompu (á Hrauni), í Járngerðarstaðahverfi í gamla skólanum og í Kvenfélagshúsinu, einnig í Járngerðarstaðahverfi.
Sigurður, heimildarmaður minn, hóf nám í Garðhúsm árið 1930, þá 7 ára gamall. Þá var búið að setja lög að sveitarfélögum væri heimilt að láta börn hefja nám 7 ára gömul. Meðal barnanna var skólinn kallaður Rollingaskóli. Eftir þrjá fyrstu veturna fór hann síðan út í hverfi og hóf nám 10 ára gamall í fyrsta skóla Grindavíkur sem var byggður árið 1912 úr steini. Fyrir þann tíma fékk hann kennslu heima hjá móður sinni.
Eftir að Sigurður var fermdur bauðst kennsla í kvöldskóla en hann var ekki tilbúinn að þiggja hana. Hann fór að vinna við sjómennsku, fékk réttindi sem vélstjóri og stýrimaður.
Sigurður lærði að synda í gjá sem er nálægt Reykjanesvita. Hún er nálægt sjó og er volg. Búið var að byggja yfir hana. Búningsklefar voru ekki til staðar þannig að strákar og stelpur skiptu um föt sitt hvou megin við vegg. Sundkennarinn var með aðstöðu inni í litlu húsi sem stóð við gjána.”

Heimild:
-Jón S. Guðlaugsson – Skólasaga ú sjávarplássi – KHÍ, B.Ed – 2007.

Reykjanes - sundlaug

Sundlaugin á Reykjanesi.

Reykjanesviti

“Sjólaug þessi er þegar orðin mörgum kunn síðustu árin, síðan ferðafólk fór að leggja leið sína út á Reykjanes. Þar geta menn tekið bað í sjó, sem er álíka heitur og við baðstaðina á ítalíu og Suður-Frakklandi við Miðjarðarhaf. Þessar volgu sjávaruppsprettur koma fram í hraunjaðri bak við Valahnúkamöl, 1—200 m. frá sjó. —
Sjólaugin

Þar hefir myndast mjótt lón bak við malarkambinn, er hækkar í við flæði. í og við norðurenda þess koma uppspretturnar fram. Streymir volgur sjór þar í lónið og verður laugin þar 17—20° (C.) heit. Sunnar í lóninu er sjórinn mun kaldari, og í syðsta hluta þess, eigi heitari en sjórinn við ströndina (ca. 10°). — Árið 1928 sprengdi Ólafur Sveinsson vitavörður op á hraunið norðanvert við lónið, og kom þar niður á volgar uppsprettur; gjörði hann þar þró í hrauninu, sem má synda í um flæði og hálffallinn sjó, og þakti yfir, svo þar er komið baðhús, sem nota má, hvernig sem viðrar.
Í október síðastl. haust mældi eg hitann, bæði í laugarhúsinu og aðaluppsprettunni í norðurenda lónsins. Er fyrsta mælingin gerð, þegar aðfall var að byrja. Í laugarhúsinu var um 28°C.
StaðsetninginÞegar kl. var 4, var svo hátt orðið í lóninu, að eigi varð komist að aðaluppsprettunni til að mæla hitann. 1 dálitlu keri, ofanvert við grjótgarðinri, austanvert við lónið, var hitinn kl. 41/2 21° (C), og í uppsprettu undan grjótstíg frá túnjaðrinum fram á grjótgarðinn, 25°. Lofthitinn inni í laugarhúsinu var 17°, en lofthitinn úti 5—6°. Því miður var selta sjávarins í uppsprettunum ekki mæld, en eg tel líklegt, að hún sé hin sama og í sjónum við ströndina.
Við aðfallið kemur sjórinn með allstríðum straumi úr uppsprettunum, og er vatnsmagnið talsvert mikið. Sjórinn er tær og hreinn í uppsprettunum. Stöku sinnum hefi eg þó séð marflær í sjónum í laugarhúsinu; þær voru dauðar, en heilar og óskaddaðar, eins og þær væru nýdauðar, og hefðu látið lífið á leiðinni í gegnum hraunið. Af hraðstreymi sjávarins úr uppsprettunum um aðfallið, virðist mega ráða, að sjórinn hafi greiða rás í gegnum hraunið. Á þeirri leið hitnar hann allt að því um 20 stig.

Reykjanesviti

Sjór sá, sem fyrst kemur inn um aðfallið, er lítið eitt hlýrri en síðar á aðfallinu. Stafar það líklega af því, að sjórinn sem kemur með fyrsta rennslinu, hafi staðið lengur í hrauninu, þar sem hitastöðvarnar eru. Skammt frá laugarhúsinu er ylur í sprungum í hrauninu, vottar fyrir gufum niðri í sprungunum. Sýndi hitamælir þar 20 stig. Annaðhvort mun sjórinn fá innrásfrá ströndinni um sprungur, eða um rásir milli hraunlaga.
Geysir á Reykjanesi, sem er 13—1400 m. spöl frá sjó, hefir undanfarin ár gosið sjóðheitu saltvatni*, sem var eins salt eða saltara en sjórinn við ströndina. Orsökin til þess er án efa sú að sjónum hafi verið opin leið neðanjarðar gegnum hraunin, frá ströndinni, inn að hverastöðvunum.
Á Reykjanesi er jarðhitasvæðið minnst 3—4 ferkílómetrar. Víða á þessu svæði, í nánd við hverina, þar sem eigi sést gufa úr jörðu, og jörðin er þakin gróðri, er svo grunnt á hitanum, að eigi þarf að stinga nema 1—2 skóflustungur niður til að ná 80-90° hita. Væri nóg rennandi vatn hér nærri, sem leiða mætti um jarðhitasvæðið, myndi mega hita hér vatn, er nægja myndi stórri borg til híbýlahitunar. En hér í nánd er engin lækjarsitra. Öll úrkoma hripar niður í gegnum hraunin og hraunsprungurnar, og kemur hvergi fram aftur á yfirborði sem ferskt, rennandi vatn. —
Aðstreymi vatns neðanjarðar virðist aðeins mögulegt úr sjónum, og þess gætir aðeins í GeyReykjanesvitisir og í leirhver þar rétt hjá, sem myndaðist 1919, og heldur hefir eflst síðan Geysir hætti að gjósa. Allir aðrir hverir þar í nánd, eru gufuhverir. Er Gunnuhver mestur þessara gufuhvera. Þeytir hann gufustrókum með miklu afli í loft upp, og heyrist gnauð og dunur í blástursholinu eða gufurásinni neðanjarðar. Væri hægt að leiða vatn í hver þennan, myndi hann að öllum líkindum breytast í voldugan goshver.
Sjólaugin á Reykjanesi virðist ágætur stofn að baðstað. Væri volga sjónum safnað í steyptar þrær, og þakið yfir þær, mætti nota þessi böð, hvernig sem viðraði. Þá mundi og læknum erlendis takast að nota sér hveragufurnar og heita hveraleirinn á þessu jarðhitasvæði til lækninga á ýmsan hátt, og takast að laða þangað sjúklinga víða að. Þegar sólar nýtur, eru þarna líka hentugir staðir til sólbaða í gjám og kvosum í hraununum. — Gígarnir og gosmyndanirnar þarna umhverfis eru margskonar og sérkennilegar, og mundi mörgum útlendingum, er þar dveldu, þykja þar margt nýstárlegt að sjá, enda þótt staðurinn sé afskekktur og eyðimörk umhverfis að kalla má.”

4./5. 1931.
G. G. B.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 01.05.1931.

Reykjanes

Sundlaugin á Reykjanesi.