Í “Landfræðisögu Íslands” er fjallað um “Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar”; Höfndurinn er Þorvaldur Thoroddsen. Í ritinu eru m.a. skýrðar “Frásagnir fyrrum um landnám Íslands“.
Sagnir um Thule
Ekki eru neinar líkur til þess, að mannabyggð hafi verið á Íslandi, fyrr en Írar komu hingað á 8. öld; ekki hafa hér fundizt nein mannvirki eða menjar frá eldri tunum. Um allt meginland Evrópu og Ameríku hafa fundizt leifar eptir steinaldaþjóðir á mjög lágu menningarstigi, og rannsóknir vísindanna benda til þess að villi þjóðir hafi búið í Norðurálfunni þegar á ísöldinni eða jafnvel áður. Ísland hefir eflaust verið orðið frálaust frá öðrum löndum, löngu fyrr en Norðurálfan byggðist af mennskum mönnum, og þjóðflokkar þeir, sem lifað hafa á steinöldinni og löngu seinna, voru eigi svo langt komnir að þeir hefðu skip, sem gæti þolað stórsjói í úthöfum; smábátar illa gerðir komust að eins fram með ströndum og hættu sér ekki út ár úmsjó; jafnvel Fönikíumenn þorðu ekki lengi fram eptir að sigla svo langt á haf út, að þeir misstu sjónar á landinu. Kartverjar, Grikkir og Rómverjar áttu seinna mikil hafskip og fóru langar sjóferðir; en starfsvið þeirra lá miklu sunnar, og var því ekki undarlegt, þó þeir ekki þekktu jafn fjarlægt land eins og Ísland er, en Norðurlandabúar hafa á þeim dögum eigi verið orðnir þeir sjógarpar, sem þeir seinna urðu.
Mikið hefir verið ritað og rætt um það, hvort fornþjóðirnar suðrænu hafi þekkt Ísland eða ekki; en allar rannsóknir fræðimanna virðast benda til þess, að hvorki Grikkir né Rómverjar hafi þekkt Ísland; að minnsta kosti er engin söguleg vissa fyrir því. Sumir hafa haldið, að nafnið Thule, sem svo opt kemur fyrir í fornum bókum, eigi við Ísland, en það er mjög ólíklegt, að svo sé; allur þorri rómverskra rithöfunda hefir alls ekki vitað með vissu, hvað þeir sjálfir meintu með þessu nafni, en hafa nefnt svo ýms lönd, sem voru þeim ókunn langt í norðri.
Ég ætla þó hér að fara nokkrum orðum um þetta efni, af því svo margir hafa fengizt við það, og margir hafa haldið þeirri skoðun fram, jafnvel fram á vora daga, að Thule væri Ísland.
Hinn gríski landfræðingur Strabó getur í landafræði sinni um Thule, en tekir það þó óvíst, hvar það land sé og hvernig því sé háttað. (Strabó fæddist í Amaseia við Pontus um 63 árum f. Kr., fór til Rómaborgar árið 29 f, Kr., og dó þar gamall, líklega á dögum Tiberíusar keisara.) Strabó ber annan mann fyrir öllu því, sem hann segir um Thule; þessi maður var Pyþeas frá Massilíu; hann var uppi á dögum Alexanders hins mikla. Massilía var grísk borg á Frakklandsströndu, þar sem nú heitir Marseille; það var mikil borg og auðug og rak verzlun víða um strendur Miðjarðarhafsins.
Fönikíumenn og Kartverjar stofnuðu snemma á öldum nýlendur hér og hvar fram með Miðjarðarhafinu og áttu verzlun við þarlendar þjóðir; fóru þeir verzlunarferðir með ströndum fram langt norður eptir; þeir sóttu silfur til Spánar, tin til Bretlands og raf norðan úr Eystrasalti. Raf notuðu þeir til skrauts, en tin var í þá daga mjög nauðsynlegur málmur, því það var notað í eirblending, sem menn gerðu úr vopn og verkfæri. Fönikíumenn leyndu landafundum sínum, og því vita hinir elztu fræðimenn Grikkja því nær ekkert um lönd og höf fyrir vestan og norðan Njörvasund; Heródót nefnir að eins Tineyjar, Kassiterides; svo óljós er hin fyrsta hugmynd um Bretland.
Grikkir fóru snemma að keppa við Kartverja og leita norður með ströndum, og hafa líklega komizt allt norður í Eystrasalt; gamlir grískir peningar (frá 5. og 6. öld f. Kr.) hafa fundizt þar sumstaðar í jörðu, og bendir það á mjög fornar samgöngur milli landanna. Massilía byggðist 600 árum fyrir Krists burð, og varð snemma forkólfur grískrar verzlunar og nýlendustofnana þar vestra; þaðan byggðust nýlendur með ströndum Frakklands og Spánar. Í Massilíu blómgvuðust listir og vísindi langt fram eptir öldum, að því er rómverskir rithöfundar segja.
Lítið vita menn um norðurferðir Fönikíumanna og Grikkja, því í þá daga var leturgjörð fátíð, enda eru mörg af hinum eldri ritum fyrir löngu týnd. Pyþeas sá, sem fyrr var getið, fór langferðir norður til Bretlauds, til Thule og með ströndum Evrópu til Raf-landsins, sem líklega hefir verið við Eystrasalt; Pyþeas hefir líklega verið á ferðum einhvern tíma á árunum 330—20; hann ritaði bækur um ferðir sínar og athuganir, en þær eru nú týndar. (Brotum úr ritum Pyþeasar hefir verið safnað saman, og þau gefin út í einni heild af Arwedson í Uppsölum 1824 og Schniekel í Merseburg 1848.)
Fornir landfræðingar tóku ýmsa kafla úr ritura Pyþeasar í sínar bækur; það eru því allt sundurlausar smágrein[a]r, sem nú eru til, flestar umsnúnar og afvega færðar, og ekki gott að geta í eyðurnar.
Strabó og aðrir landfræðingar til forna lögðu ekki mikinn trúnað á ferðasögur Pyþeasar, en þó hæla þeir honum fyrir kunnáttu í mælingarfræði og stjörnulist. Pyþeas hefir verið mikill vísindamaður, eptir því sem þá gerðist. Það sést á ritbrotum þeim, sem eptir Pyþeas liggja, að hann hefir í mörgu skarað fram úr samtíðarmönnum sínum; hann ákvað stöðu himinspólsins, mældi sólarhæð með sólspjaldi og ákvað með því breiddarstig Massilíuborgar furðu vel og nákvæmlega. Pyþeas var hinn fyrsti, sem sýndi fram á, að flóð og fjara kæmu af áhrifum tunglsins; hann getur líka um flóðhæðina við Bretlandsstrendur, en gerir hana ofmikla; Grikkjum hefir þótt undarlegt, að sjá hinn mikla mismun á flóði og fjöru í úthafinu, af því þeir voru ekki vanir slíku í Miðjarðarhafinu.
Af köflunum úr ritum Pyþeasar, sem eru í landafræði Strabós, sést vel, að Pyþeas hefir haft vitneskju um norðlægari lönd en Grikkir almennt þekktu í þá daga, en ekki er allskostar gott að vita, hvernig hin upprunalega ferðasaga Pyþeasar hefir verið. Strabó hefir að ölum líkindum ekki sjálfur þekkt rit Pyþeasar, en fer eptir frásögn Polybíusar sagnaritara, svo að margt getur verið aflögu fært á svo langri leið, þegar hver segir frá með sínum eigin orðum. Ég set hér hið helzta, er Strabó segir um Thule, því rit hans er heimildarrit fyrir ótal eldri og yngri höfunda. Helztu kaflarnir eru þetta: »Pyþeas segir, að Thule sé sex daga sigling frá Bretlandi til norðurs, nálægt hinu frosna hafi«. (Strabonis Geographiica. Ed. C. Miiller et F. Dúbner. Parisiis 1853. 4to lib. I. c. 4. § 2.)
»Pyþeas kveðst hafa farið gangandi um allt Bretland, og segir hann, að ummál þessarar eyjar sé meira en 40 þúsund skeiðrúm: bætir hann auk þess við um Thule
og þá staði, að þar sé hvorki jörð né haf né lopt út af fyrir sig, en sambland af þessu öllu, líkt hafslunga; segir hann, að jörð, haf og allt sveimi í þessu eins og í lausu lopti, og það sé eins og fjötur, til þess að halda öllu saman; þar sé hvorki hægt að fara yfir gangandi né á skipi og segist hann sjálfur hafa séð, að það væri líkt lunga; en hitt segir hann eptir því, sem hann hefir heyrt.
Þetta segir Pyþeas, og bætir því við, að hann hafi þaðan farið aptur um strönd Európu frá Gades allt til Tanais.
Polybius segir, að einmitt það sé ótrúlegt, hvernig einstakur maður og fátækur skyldi geta farið svo mikla fjarlægð á sjó og landi«. (8. st, lib. II. c. 4, § 1-2.)
Þessa undarlegu frásögu hafa menn átt bágt með að skilja, og hafa haft alls konar getgátur um það, hvernig ætti að skilja orðið hafslunga í þessu sambandi; sumir hafa haldið, að Pyþeas hafi séð sjóinn fullan af marglyttum eðu öðrum líkum kvikindum, af því að orðið hefir þess konar merking hjá ýmsum fornum höfundum; sumir ætla, að hann hafi séð sjóinn vera að frjósa (S. Nilsson: Nagra Commentarier till Pytheas’ fragmenter om Thule. (Physiographiska Síillskapets tidskrift. Lund 1837—38 L, hls. 44—53).
Til forna höfðu menn langt niður eptir öldum mjög undarlegar hugmyndir um hið nyrzta haf á endimörkum jarðar og kölluðu það mare pigrum, m. concretuui, m. congelatum, m. coagu- latum o. fl., sbr. K. MiiUenhof: Deutsche Altertumskunde. Berlin 1870, L, bls. 410—426.) o. s. frv. Líklegast er hér verið að tala um einhvern hugsaðan óskapnað náttúrunnar, sem menn til forna ætluðu að væri á endimörkum jarðarinnar, þar sem allar höfuðskepnur rugluðust saman. Seinna segir Strabó enn frá Thule hér um bil á þessa leið: «Pyþeas frá Massilíu segir, að það sé yzt í heiminum, sem er í kringum Thule, sem er nyrzt af hinum brezku löndum; þar er sumarhvarfbaugur hinn sami og heimsskautsbaugur; hjá öðrum fæ eg ekki að vita, hvort Thule er ey, eða hvort allt þangað er byggilegt, þar sem sumarhvarfbaugur verður heimskautsbaugur; en eg ætla að norðurtakmörk hinnar byggðu jarðar séu miklu sunnar; þeir sem nú rannsaka, geta ekki til nefnt neitt hinu megin við Ierne (Írlind), sem liggur nærri Bretlandi til norðurs, og segja, að þar séu alvilltir menn, er búa illa sökum kulda; þar held eg því, að eigi að setja takmörkin«. (Strabó, 2, bók, 5. kap. § 8.)
»Miklu óglöggari er frásögnin um Thule — sökum fjarlægðarinnar, því menn segja hún sé nyrzt af öllum löndum, sem nefnd eru; að Pyþeas hafi sagt það ósatt, er hann hefir sagt um Thule og aðra staði þar, er auðséð á því, að hann segir flest ósatt um þá staði, sem kunnugir eru, svo það er bert, eins og á undan er sagt, að hann hefir skrökvað meira um það, sem fjarlægara er; en hvað snertir stjörnufræði og tölvísi, þá mætti álíta, að honum eigi hafi farizt óheppilega, þar sem hann segir, að »þeir, sem nálægt kuldabeltinu búa, hafi sumpart alls enga ræktaða ávexti né alidýr, sumpart líði þeir skort á þessu, en að þeir lifi á hirse-korni og öðru kálmeti, ávöxtum og rótum; þar fæst korn og hunang og úr því gjöra þeir drykk, en kornið þreskja þeir í stórum húsum, þegar þeir hafa fært kornöxin þangað, með því að þeir hafa ekki bjarta sólskinsdaga, því láfagarðar verða þeim ónýtir sökum sólarleysis og rigninga«. (Strabó, 4. bók, 5. kap. § 5.)
Á þessari lýsingu er það auðséð, að ekki er átt við Ísland heldur, eru það einhver norðlæg lönd, en þó sunnar en Ísland, enda tekur Pyþeas það sjálfur fram að Thule sé ein af hinum brezku eyjum, og mundi hann varla hafa sagt það um jafn fjalægt land eins og Ísland er. Hirse-kornið, sem nefnt er, hefir líklega verið hafrar, og hunang notuðu bæði Keltar og Germanir mjög snemma til mjaðargerðar. Pyþeas hefir tekið eptir því, hvernig alidýr og ræktaðir ávextir hverfa, eptir því sem nær dregur kuldabeltinu. Öll lýsingin á einkarvel við. norðurhluta Skotlands og eyjarnar þar norður af; kornyrkja hefir þar allt af verið örðug viðfangs, þar eru sól- skinsdagar fáir, sífelld þoka og rigning og hráslagalegt loptslag.
Grískir landfræðingar höfðu framan af sára litla þekkingu um norðurlönd; þekkingin jókst fyrst að nokkrum mun eptir að Rómaríki var orðið voldugt og víðlent. Fyrir daga Pyþeasar vissu grískir rithöfundar svo að segja ekkert um vestur- og norðurströnd Evrópu, og þó hafði þá mjög margt verið ritað um landafræði og sögu landanna við Miðjarðarhafið.
Herodót og aðrir af hinum elztu rithöfundum vissu eins og fyrr var getið ekkert um löndin fyrir utan og norðan Njörvasund, nema að þaðan kæmi tin og raf, og Aristoteles og samtíða menn hans austur á Grikklandi voru litlu fróðari. Eptir ferðir Pyþeasar er það auðséð á mörgum fornritum, að þekkingin er orðin töluvert meiri; nú þekkja menn Bretland og Írland og vita nokkurn veginn, hvernig legu og lögun þeirra landa er varið; menn vita nú, að jörðin er byggileg miklu lengra til norðurs en menn áður héldu, þekkja ýms sérstök nöfn á þjóðum, löndum og höfum, og vita hvaðan rafið kom. Af þessu sést, að ferð Pyþeasar hefir verið til mikilla framfara og þýðingarmikil í þekkingarsögu mannanna. Hinn mikli stjörnuspekingur og hindfræðingur Claiidius Ptolemœus, sem var uppi á miðri 2. öld eptir Kristsburð, nefnir Thule, og segir, að hún sé fyrir norðan Orkneyjar, og að þar sé lengstur dagur 20 stundir; Ptolemæus ákveður legu landanna með breiddar- og lengdarstigum, hann segir, að nyrzti hluti Thule sé á 63° 15′, miðhlutinn á 63°, syðsti hlutinn á 62° 40′.
Pomponíus Mela talar einnig um Thule; hann ritar hér um bil á þessa leið: (Pomponii Melae de situ orbis, libri III. Lipsiæ 1831. lib. 3., cap. 6. Pomponius Mela var uppi um miðja 1. öld e. Kr.; hann var ættaður frá Spáni og ritaði landafræði sína á dögum Claudíusar keisara eða á dögum Caligúlu; menn vita fátt um æfi hans.) »Thule er beint á móti ströndum Belca, og er hún fræg í grískum og latneskum kvæðum; þar eru næturnar stuttar, af því sólin kemur upp til þess að síga fjarri til viðar, en á vetrum eru þær dimmar eins og annarstaðar; á sumrum eru þær bjartar, af því sólin á þeim tíma kemur hærra á lopt, og þó hún eigi sjáist sjálf, þá upplýsir hún þó hið næsta með nálægum ljóma. Um sólstöður eru engar nætur, af því þá verður sólin augljósari og sýnir eigi að eins birtu sína, heldur og líka mestan hluta af sjálfri sér«. Á öðrum stað segir Mela, að Skyþar heiti einu nafni Belcar; sýnir þetta, að hann hugsar sér Thule mjög austarlega, enda var það skoðun manna í þá daga, að norðurhluti Európu tæki fljótt að dragast til austurs og að Svartahaf og Kaspiskahaf vœri flóar, er stæðu í sambandi við norðurhafið; fornir landfræðingar láta því opt Thule og önnur norðurlönd vera mjög austarlega.
Þessu næst kemur Plinius til sögunnar. Hann getur víða um Thule í náttúrusögu sinni; hann ber Pyþeas fyrir því, að þar sé dagurinn 6 mánaða langur og nóttin sé jafn löng, og að frá Bretlandi sé sex daga sigling norður til Thule. (C. Plini seeiindi naturalis historia, rec. J. Sillig. Hamburgi et Gothæ 1851. Vol. I., 2. bók, 74. kap., bls. 177.)
Á öðrum stað segir Pliniiis, að Thule sé nyrzt af öllu sem um sé talað; þar sé um sólstöður engin nótt, þegar sól er í krabbamerki; en enginn dagur um vetrarsólstöður (S. st.. bls. 320.), hann getur þess og (S. st., vol. I., 4. bók, IG. kap., bls. 320-21.) að ýmsir rithöfundar nefni aðrar norrænar eyjar t. d. Scandia, Dumna, Bergos og Nerigon (Þessi nöfn eru mjög efasöm og mismunandi í handritunum; í sumum góðum handritum er Vergos fyrir Bergos og fyrir Nerigon er sumstaðar Verigon, sumstaðar Berricen.), sem sé stærst af öllum; frá Nerigon segir hann sé siglt til Thule og að eins dags sigling sé frá Thule til hins frosna hafs, sem sumir kalli »mare Croniura«.
Á 3. öld ritar Solinus um Thule og fer mest eptir því, sem Plinius segir; Soliiius segir, að Thule sé yzt af hinum brezku eyjum; þar sé nærri engin nótt um sumarsólstöður, en mjög stuttur dagur um vetrarsólhvörf; hann segir og, að frá Orkneyjum sé 5 daga og 5 nátta sigling til Thule; þar sé mikið af ávöxtum, og þeir sem þar búi lifi á vorin innan um fénaðinn á grasi, en seinna á mjólk; til vetranna safni þeir saman trjáávöxtum; hann segir og, að hinum megin við Thule sé frosið haf (»Sed Thj’le larga et diutina pomona copiosa est. Qui illic habitant, principio veris inter pecudes pabulis vivunt, deinde lacte. In hiemem compercunt arborum fructus. Utuntur feminis vulgo, certum matrimonium nulli. Ultra Thylen pigrum et concretum mare«. C. Julii Solini Polyhistor. Biponti 1794, 8vo, cap. 22. Cajus Julius Solinus lifði á 3. öld; hann ritaibi »collectanea rerum memorabilium; sú bók var stytt og dregin saman á 6. öld og síðan kölluð Polyhistor. Rit Solinusar er a mestu leyti samsnap úr öðrum rithöfundum, einkum Pliníusi. Mommsen hefir gefið út Solinus í Berlíu 1864, með athugasemdum.) Solinus var átrúnaðargoð lærðra manna á miðöldunum og flestir rit- höfundar á þeim tímum taka frásögnina um Thule úr riti hans; líklega hafa ekki menn eins almennt þekkt hina eldri rithöfunda.
Á dögum Claudíusar keisara (41 — 54 e. Kr.) fengu Rómverjar fótfestu á Bretlandi, en áttu þar í sífelldum ófriði um mörg ár, uns Julius Agricola (d. 94) tókst að friða landið, sefa uppreisnir, og sigra Breta og Skota í mörgum orustum. Um þá daga fengu suðurþjóðirnar miklu meiri og betri vitneskju um Bretland og löndin þar í kring, þó ekki sje mikið af því fært í letur. Tacitiis, hinn frægi sagnaritari, var tengdasonur Agricolu og hefir ritað æfisögu hans. Tacitus segir ýmislegt frá Bretlandi. Meðal annars segir hann, að þá hafi fyrst rómverskur floti siglt í kring um Bretland og hafi menn þá fyrst séð, að land þetta var eyja.
Tacitus segir enn fremur, að Rómverjar hafi þá fundið Orkneyjar (Líklega voru þó Orkneyjar áður kunnar; Pomponius Mela lýsir þeim þannig (III., G): »Triginta sunt Orcades angustis inter se ductæ spatiis«. Eusebíus (264 e. Kr.) og Orosíus (415 e. Kr.), segja, að) Rómverjar haíi unnið Orkneyjar á dögum Claudíusar keisara) og lagt þær undir sig, og að þeir hafi séð Thule í fjarska, en snjór og vetur gekk þá í garð; segir Tacitus, að sjórinn þar sje þungur og mjög örðugt að róa, og að vindarnir þar geti því varla reist neina báru. Þessi Thule, sem Tacitus talar um, getur ekki verið annað en Hjaltland. Hugmyndin um þungt og þétt, letilegt myrkrahaf í norðrinu kemur fram hvað eptir annað hjá fornum rithöfundum; kalla þeir haf þetta ýmsum nöfnum, og segja um það ýmsar bábyljur. Lýsing Tacitusar á sjóferðinni er annars ekkert ólíkleg; það var von þó Rómverjum þætti þungt að róa norður undir Hjaltlandi; það veit hver, sem þar hefir farið, hve þungt vestanfallið er þar í sjónum og hve örðug úthafskvikan opt getur verið jafnvel fyrir gufuskip.
Það er auðsjeð á því, sem vér hér að framan höfum tilfært úr ýmsum höfundum, að þeir vita ekkert um Thule annað en það, sem Pyþeas hefir sagt og hefir hver tekið frásögn hans eptir öðrum, langt niður eptir öldum; Tacitus er hinn eini, sem byggir frásögn sína á öðrum grundvelli. Fjölda margir aðrir fornir rithöfundar nefna Thule bæði í óbundinni ræðu og í kvæðum; Thule er hjá þeim ekkert annað en hin norðlægustu endimörk jarðarinnar, eða eitthvað ókunnugt, fjarlægt töfraland, yzt úti í hafsauga. Hér á ekki við að telja upp alla þessa rithöfunda; ég hefi hér aðeins sett hinar eldri og merkari frásagnir um Thule, til þess menn geti sjeð, hvað það er, sem lærðir menn eru að deila um, þar sem um Thule er að ræða.
Þegar fram líða stundir, verða frásagnirnar um Thule enn þá ruglingslegri. Af hinum seinni fornhöfundum segir Prokopius einna mest frá Thule; hann segir að Thule sé tíu sinnum stærri en Bretland og liggi miklu norðar; hann segir og margt skringilegt frá íbúum þar og siðum þeirra; hann segir, að þar búi 13 þjóðir og séu helztar þeirra Skithifinoi og Gauthoi; lýsing hans sýnist helzt eiga við Noreg eða Skandinavíu alla. (De bello Gothico, lib. 11., kap. 15.) Prokopius var nafnfrægur sagnaritari á 6. öld og hefir ritað um styrjaldirnar við Vandali, Grotha o.fl.; hann var ættaður frá Cesarea” í Palestína.
Hinn fyrsti, sem segir, að Thule sé Ísland, er hinn írski munkur Diculius, sem ritaði landafræðisbók sína um 825, og hafði hann hjá írskum klerkum fengið vitneskju um stórt eyland í norðri, sem eptir lýsingu hans auðsjáanlega er Ísland.
Dicuilus kallar eyju þessa Thule, af því hann hefir haft fyrir sjer frásagnir Solinusar og annara fornra höfunda. Frá því Ísland byggðist, er það algengt fram eptir öldum, að það er kallað Thule, þó einstöku menn telji Thule annarstaðar, eins og t. d. Henricus Huntendunensis, sem segir, að Thule sé yzt af Orkneyjum. (Heniicus Huntenduuensis var fæddur í lok 11. aldar og lif?>i fram j’íir miílja 12. öld; hann telur eyjar kring um Bretland og segir- svo: »Habet autem a septentrione, unde oceano iníinito patet, Orcades insulas novem, de quarum ultima Thule dictum est« : »tibi serviat ultima Thule«. Momxmenta historica Britannica 1848, foL, I, bls. 691.)
Eptir að Ísland byggðist af Norðmönnum, trúðu Íslendingar sjálfir, að Ísland væri land það, sem fornir höfundar kalla Thule; þess vegna stendur í byrjuninni á Landnámu: »Í aldafarsbók þeirri, er Beda prestr heilagr gerði, er getið eylands þess, er Tíli heitir, ok á bókum er sagt, at liggi VI dægra sigling í norðr frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetr, ok eigi nótt á sumur, þá er dagr er sem lengstr. Til þess ætla vitrir menn þat haft, at ísland sé Tili kallat, at þat er víða á landinu, er sól skín um nætr, þá er dagr er sem lengstr, en þat er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda prestr andaðist deexxxv árum eptir holdgan dróttins vors, at því er ritat er, ok meir en hundraði ára fyrr en Ísland byggðist af Noregi«. Höfundurinn að þessum kafla Landnámu hefir líklega ekki þekkt neinn annan höfund, er ritar um Thule, heldur en Beda prest, en Beda prestur tekur orðrétta kafla úr Solinusi og Pliniusi. Hinir seinni grísk-rómversku rithöfundar og elztu landfræðingar miðaldanna, eins og t. d. Dionysips Perigetes, Orosius, Isidorus Hispalensis, Priscianus, Gregorius Turonensis o.fl. taka orðrétt kaflana um Thule úr fornritunum og bæta engu nýju við; þó Thule sé mjög víða nefnd, er þó lítið eða ekkert að græða á því, sem um hana hefir verið ritað á miðöldunum.
Adam frá Bremen, sem var uppi á elleftu öld, talar um Thule og lýsir henni líkt og Solinus, en ber þó Beda prest fyrir frásögninni. Adam þessi þekkti töluvert til Íslands, sem síðar mun verða frásagt, og hann bætir því við: »þessi ey Thule er nú kölluð Ísland«; svo gerir nú hver höfundur fram af öðrum, að kalla Ísland Thule, og er óþarfi að nafngreina þá, enda eru þeir mjög margir.
Það er auðséð að lærðir menn hafa fegins hendi gripið Ísland, þegar það var orðið kunnugt, til þess að geta smellt á það Thule-nafninu, sem þeir voru í vandræðum með, og fram eptir öllu eru nú frásagnir hinna fornu höfunda lítið rannsakaðar; fæstum dettur í hug að efast um að Ísland sé Thule. Arngrímur Jónsson lærði verður einna fyrstur til að sanna, að lýsingar hinna fornu höfunda á Thule eigi ekki við Ísland; í riti sínu »Crymogœa« 1610 segir hann að Thule geti ekki verið Ísland, enda hafi þar engin stöðug byggð verið fyrr en 874. Nokkru seinna reis Pontamis, danskur sagnaritari, upp á móti Arngrími, tekur hann í bók sína marga kafla úr fornum höfundum og reynir með því að sanna, að ekkert annað land en Ísland geti verið Thule; leggur hann einkum áherslu á staðinn hjá Pliniusi, þar sem hann nefnir Nerigon; hann heldur því einnig fram að Ísland muni hafa verið byggt áður en Norðmenn settust hér að 874 og ber fyrir sig bréf og páfabullur eldri, sem nefna Ísland, en þær eru eflaust falsaðar. (Sbr. íslenzkt fornbréfasafn I., bls. 14—18.)
Þá reis Arngrímur upp aptur öndverður á móti, skoðaði nákvæmlega heimildarit Pontanusar og tætti sundur sannanir hans og færði með miklum lærdómi ljós rök fyrir því, að Thule gæti ekki verið Ísland. (Arngrímur Jónsson : Speciinen Islandiæ bistoricum et magna ex parte chorograpbicum. Amstelodami 1643. 4to, bls. 89—171.) Nokkru seinna kom þó fram annar Íslendingur, sem var á máli Pontanusar og ritaði allangt um þetta efni; það var Þórður Þorláksson, sem seinna varð biskup í Skálholti (f. 1697); telur hann fyrst upp marga höfunda, sem nefna Ísland og segja að það sé Thule og svo þá sem á móti hafa mælt; því næst heldur hann því sjálfur fastlega fram, að Ísland sé Thule eptir breiddarstigum þeim, sem fornir höfundar nefna, eptir fjarlægðinni frá Bretlandi og eptir dagslengdinni.- (Theodorus Thorlacius: Dissertatio cborograpbico-bistorica de Islandia. Editio tertia. “Wittebergæ 1690. 4to, Tbesis I. § 8—18. (1. útg. 1666).
Seinna hafa enn ýmsir haldið því fram, að Ísland væri Thule og það jafnvel fram á vora daga t. d. Bessel og Burton, (W.Bessel: Pyþeas von Massilia. Göttingen 185S. R. Burton: Ultima Tbule or a Summer in Iceland. London 1875, Vol. I. sbr. Vivien de St. Maiiin. Histoire de la géograpbie. Paris 1873.) en það má heita fullsannað, að svo er ekki. Karl Milllenhoff heldur, að Thule hafi verið ein af Hjaltlandseyjum og eru ýmsir aðrir á hans máli (K. Mulleuhoff: Deutsche Altertumskunde. Berlin 1870, I. Ziegler: Eeise des Pytheas. Dresden 1861.), aptur á móti ætlar Keyser, Sv. Nilsson og Brenner, að Thule sé Noregur eða Skandínavia; (Keyser: Norges Historie. Kristiania 1866, I., bls. 3B. S. Nilsson: Skandinaviska Nordens Urinvånare. 2. Upl., II. Broncealdereu. Stockholm 1862—64. Oscar Brenner: Nord- und Mittel-Evropa in den Schriften der Alten. Múnchen 1877. bls, 29—34, 91 —101. G. M. Redslob: Thule. Leipzig 1855.).
Malte Brun hélt að Thule væri Jótland (Thy), Rudbeck að Thule væri Svíþjóð o.s.frv. Af seinni mönnum hefir Mullenhoff ritað einna mest og bezt um Pyþeas og um þekkingu fornþjóðanna á norðurhluta Európu; ritgjörðir og bækur vísindamanna um þetta mál skipta hundruðum. Þó nú mörg af ritum þessum hafi mjög aukið þekkingu manna á sögu rannsóknanna og landfræðinnar, þá er það þó enn með öllu óvíst, hvaða land það var, sem Pyþeas kallaði Thule, enda má oss Íslendingum standa á sama, úr því, það er ekki hægt að finna fullnægjandi líkur fyrir því að Thule sé sama og Ísland. Aðalfjöldi fornra höfunda kallar það allt Thule, sem er ókunugt í norðri; seinna héldu Rómverjar að Hjaltland eða einhver af Orkneyjum væri Thule, og á 6. og 7. öld hafa sumir rithöfundar sett þetta nafn á Noreg eða Skandínavíu.
Líklega geta menn aldrei ráðið gátuna um ferðir Pyþeasar til Thule, af því frumritin eru glötuð og ritbrotin, sem til eru hjá öðrum höfundum, eru eflaust umsnúin og aflöguð.
Fornar sagnir um Ísland áður en það fannst.
Fornar sagnir um Ísland áður en það fannst hjá ýmsum miðaldahöfundum er getið um Ísland og það sett í samband við viðburði, er gerzt hafa löngu áður en landið fannst; sést það berlega, að slíkt eru skröksagnir eða ýkjur seinni manna, og sanna þær alls ekki neitt samband við landið á þeim tíma, sem tilfærður er.
Arthúr konungur, höfðingi Sílúra á Bretlandi, er nafnfræg hetja í gömlum riddarasögum og rímum; þó hafa margir efazt um, hvort hann hefir nokkurn tíma verið til; hann á að hafa dáið úr sárum árið 542 e.Kr. Í gömlum enskum bókum er opt talað um orrustur hans og sigurvinninga; þar er sagt að hann hafi lagt undir sig Norðurlönd og eyjar margar, og er þar talið Ísland og Grænland. Galfried af Monmouth segir fyrstur nokkuð til muna um Arthúr konung og samkvæmar ritum hans eru frásagnirnar í Bretasögum. Þegar Arthúr konungr hafði barið á Söxu
m og lagt undir sig England og Skotland, er mælt hann hafi farið herferð til Írlands, og síðan lagt undir sig Orkneyjar og Hjaltland og Suðureyjar, og síðan Danmörk, Noreg, Færeyjar og Gotland, og lagði svo skatt á öll þessi lönd. Síðan lagði Arthúr undir sig Frakkland, og líkaði Rómverjum það stórilla og sögðu honum stríð á hendur; bauð hann út miklu liði og voru með honum margir kappar og konungar úr skattlöndum hans; meðal þeirra er talinn »Malvasíus Tíle-konungr (þat heitir nú Ísland)«.
Einn af konungum þeim, sem komu á eptir Arthúr, Malgó að nafni, »lagði undir sig allt Bretland ok Skotland, Írland, Ísland, Orkneyjar, Danmörk ok Gotland, ok voru þessi lönd öll honum skattgild, en karlmenn þýddust hann en eigi konur ok því varð guð honum reiðr«. (Bretasögur í Annaler for nordisk Oldkyndighed 1849. bls. 94, 104, 126.). Það sér hver maður, að frásagnir þessar eru eintómar ýkjur, tilbúnar löngu eptir þann tíma, sem um er rætt, og verður því ekkert á þeira byggt. Þess er og getið í gömlum bókum, að Kentigern biskup í Glasgow, sem var uppi á 6. öld, hafi sent kristniboða til Orkneyja, Noregs og Íslands; en þetta er jafn ótrúlegt eins og fleira, sem sagt er um þenna biskup. Sögurnar um Sunnifu hina helgu, að hún hafi farið frá Íslandi til Noregs til þess að boða þar kristni á 4. öld, hafa einnig víð jafnlítið að styðjast. (K. Maurer : Die Bekehrung des n
orwegischen Stammes zum Christentliume. Miinchen 1855. I, bls. 8—9.) Í fjölda mörgum fornkvæðum og rímum er getið um Ísland og Íslendinga, án þess að nokkur fótur sé fyrir því, og eru slíkt ekki annað en skáldaykjur, enda tóku rímnaskáldin fram á vora daga það ekki nærri sér, þó landaskipunin væri eigi sem réttust, í »Rosmers«-kvœði er t. d. sagt frá því, að Íslands konungur byggir skip; Rosmer stígur í haf ok lætur alla konungsmenn sökkva til botns og drukkna nema Alvar konungsson; hann kemst af og í hús risans til Hellelille. Hann er þar í 8 ár; þá er Hellelille með barni hans. (Svend Griindtvig: Danmarks gamle Folkeviser. II, hls. 72-88.) Í öðru kvæði er sagt frá því að Burmand risi fréttir, að Íslands konungr eigi fagra dóttur og biður hennar sér til handa og vill hafa hálft ríkið í heimamund; Gloríant dóttir konungs er lofuð Karli keisara og vill ekki þýðast risann og biður Olgeir danska að hjálpa sér; hann fer á móti Burmand risa og leggur hann að velli. (S. st. I, bls. 391—96. Þar er víðar getið um Ísland, t. d. I. Us. 160, 369, 380, o.s.frv.) í færeysku fornkvæði er Friðfróði látinn sigla til Íslands, og þorir þá Íslands konungur ekki annað en bjóða honum skatt til friðar sér o.s.frv. Margs konar aðrar ýkjur um Ísland má finna hér og hvar í gömlum útlendum riddarasögum, rímum og kvæðum, og yrði hér oflangt að eltast við slíkt; þó Ísland sé sumstaðar í þess konar sögum sett í samband við viðburði, sem gerðust löngu áður en landið fannst, þá er það þó þýðingarlaust; því kvæðin og sögurnar eru löngu seinna til orðnar.
Nokkur ágreiningur um fund Íslands hefir fyrrum orðið meðal fræðimanna út úr nokkrura gömlum páfabréfum. Þegar erkibiskupsstóll var stofnaður í Hamborg 835, þá er Ísland nefnt í páfabréfinu og hafi sumir af því viljað ráða, að Ísland hafi verið albyggt og kristið, áður en Norðmenn námu þar land; en hér liggur í augum uppi, að eitthvað hlýtur að vera ranghermt, því landið er nefnt því nafni, er það síðar fékk (Ísland); það er því víst engum efa bundið, að nöfnunum Ísland og Grænland hefir síðar verið skotið inn í páfabréfið, og öll líkindi til, að Brimabiskupar hafi gert það, eptir að Ísland varð kristið, til þess að geta talið þetta land sem önnur norræn lönd undir biskupsstólinn. Halda sumir Aðalbert erkibiskup (1043—1072), er vígði Ísleif Gissurarson til biskups, hafi skotið nöfnunum inn í bréfið og ef til vill í 4 önnur brjef, sem seinna voru útgefin. Seinna spunnust ýmsar sagnir út af þessu, og í munkaritum og kvæðum er Anskar hinum helga talið það til gildis, að hann hafi kristnað öll Xorðurlönd og þar með líka Ísland og Grænland. (Íslenzkt fornbréfasafn I, bls. 1 —44. i?. Burton: Ultima Thale I, bls. 79-87.)
Pontanus studdist við þessi páfabréf í ritdeilu sinni móti Arngrími lærða, en Arngrímur áleit, að bréfin mundu vera fölsuð, og á sama máli hafa flestir hinir merkari fræðimenn verið, t.d. K. Maurer, Finnur biskup Jónsson (Historia ecclesiastica Islandiæ I, bls. 219—20. A”, Maurer: Bekehrung etc. I, bls. 23—24.) og Jón Sigurðsson. Sumir hafa haldið, að nöfnin í frumritinu hafi mislesizt og ritararnir hafi aflagað önnur nöfn og gert úr þeim Ísland og Grænland. (I. R. Forster: Gescliiclite der Entdeckungen und Schifffahrten im Norden. Frankfurt an der Oder 1784, bls. 109—110.)
Hinn alkunni stjórnmálagarpur Gladstone hefir allmikið fengizt við fornfræði og í ritum um Homer hefir hann komizt að þeirri skoplegu niðurstöðu, að Ísland sé eyjan Ogygia, þar sem Oddyssevs dvaldi hjá Kalypso. (Sbr. Ólafur Davíðsson: Ísland og Íslendingar. Tímarit bókmf. 1887, bls. 107.)
Írar finna Ísland
Eins og kunnugt er, voru hér Írar þegar Norðmenn komu fyrst til landsins. Ari fróði segir í Íslendingabók (íslendingabók, 1. kap. ísl. sögur I, bls. 4.) »þá voru her menn cristnir, þeir es Norþmenn calla Papa, en þeir fóro síþan á braut, af því at þeir vildo eigi vesa her viþ heiþna menn, oc léto eptir bæer irscar oc bjöllor oc bagla; af því mátti scilja, at þeir voru menn írscir«. Landnáma bætir vi5 um bjöllurnar og baglana, (Landnáma, proL, bls. 24. Fornmannasögur I, bls. 233, XI bls. 410. Theodorici Monacbi historia de antiquitate regum norwagiensium, cap. III. Monumenta bistorica Norvegiæ, udgivne ved G. Storm. Kristiania 18b0, bls. 8—9.) »þat fanst í Papey austr ok í Papýli, (Papýli vita menn eigi með vissu, hvar hefir verið, Dr. Kálund heldur, að héraðið Síða bafi borið það nafn (Hist.-topogr. Beskrivelse af Island II, bls. 276 og 314); aðrir halda, ab Papýli hali verið í Suðursveit (Oddsens Landaskipunarfræði II. 1822, bls 304. Safn til sögu Íslands II, bls. 451 og 475.) er ok þess getit í bókum enskum, at í þann tíma var farit milli landanna«.
Síðar segir um Kirkjubæ á Síðu (Ldn. IV. 11). »Þar höfðu áðr setit Papar, oc eigi máttu þar heiðnir menn búa«. Írar þeir er hinir fyrstu landnámsmenn kölluðu Papa, hafa eflaust verið klerkar eða munkar frá Írlandi, er höfðu leitað í einveru norður í höfum. Það sést líka á riti Dicuils munks, sem skrifað er 825, að Írar hafa fyrstir fundið Ísland. Dicuilus segir í riti sínu fyrst frá Thule og talar um hvað Solinus hafi sagt um þetta land og bætir því næst við: »Nú eru þrír tigir ára síðan, að klerkar, sem dvalið höfðu á þessari eyju frá því í byrjun febrúarmáuaðar til byrjunar ágústmánaðar, sögðu mér, að um sumarsólstöður og um næstu daga undan og eptir þá hyrfi sólin, er hún gengur til viðar eins og bak við dálítinn hól, svo að engin dimma varð um sjálfa þessa stuttu stund, hvað sem menn vilja gjöra t.d. tína lýsnar úr skyrtunni, þá má gjöra það eins og sól væri á lopti; ef þeir hefðu komið upp á há fjöll þar á eynni, mundi sólin líklega aldrei hafa horfið þeim. Mitt um þessa stuttu stund er miðnætti á jörðunni miðri, það er því ætlun mín, að sólin sjáist aptur á móti um skemmsta tíma í Thule um vetrarsólstöður eða nokkrum dögum undan og eptir, en þá er miðdegi á miðri jörðunni.
Þeim hefir skjátlazt, er skrifað hafa, að sjór væri frosinn kringum eyna og að einlægur dagur án nætur væri frá vor- jafndægrum til haustjafndægra og aptur á móti samanhangandi nótt frá haustjafndægrum til vorjafndægra, því klerkar þessir komu þangað sjóleið um þann tíma, þegar mikill kuldi er vanur að vera og dvöldu þar, og voru, þá ávallt dagar og nætur á víxl nema um sólstöðurnar, en þegar þeir sigldu þaðan norður á við eina dagleið, hittu þeir frosinn sjó«. (Dicvilus. Liber de mensura orbis terræ. Berolini 1870, bls. 41—43.) Því næst segir Dicuilus frá eyjaklasa, sem liggur tveggja daga sigling fyrir norðan Bretland og eru það líklega Færeyjar.
Eyjar þessar eru allar litlar segir hann, og þröng sund á milli, og hafa þar búið í nærri hundrað ár einsetumenn frá Skotlandi, en þeir hafa orðið að flýja fyrir norskum víkingum, (Hammershaimb segir, að í í fjöllunum við Hvalbö séu margir hellar og gjótur; þar duldust Færeyingar á fyrri tímum fyrir árásum víkinga, og hengdu svart vaðmál fyrir hellismunnana ; þar eru líka sagnir um, að frumbyggjar Færeyja hafi dulizt í hellum þessum, þegar Norðmenn námu þar land, og dáið þar út. Antíqvarísk Tidskrift 1846-48, bls, 261.) segir hann að þar sé ótölulegur grúi af sauðfé og alls konar sjófuglum. Af frásögn Dicuils er það auðséð að einsetumenn írskir hafa fundið Ísland líklega einhvern tíma á 8. öld, úr því Dicuilus hefir talað við klerka, sem þar höfðu verið um árið 795. Á Írlandi og Skotlandi hefir ekki verið friðsamt í þá daga þegar víkingahóparnir austan um haf alltaf voru að gera strandhögg, brenndu borgir og þorp, kirkjur og klaustur, drápu fólkið og rændu fénu; guðhræddir einsetumenn urðu að leita lengra og lengra burtu til þess að geta verið í friði.
Í latnesku riti um sögu Noregs, sem ritað hefir verið á Orkneyjum á miðri 13. öld, er þess getið, að þar hafi búið Piktar og Papar, er Norðmenn námu þar land; um Papana segir höfundurinn meðal annars: »Papar voru þeir kallaðir af því þeir klæddust hvítum klæðum eins og klerkar. -Þess vegna eru allir klerkar á tevtonska tungu kallaðir Papar. Ennþá heitir ein eyja Papey eptir þeim«. (Breve Crouicon Norvegiæ. Symbolæ ad historiam antiquio- rem rerum Norvegicarum. Ed. P. A. Munch. Christiania, 1850, bls. 6 og 88).
Allmörg örnefni á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum benda á Papana. Í Orkneyjum eru tvær Papeyjar, Papey meiri og Papey minni (Papa-Westray og Papa Stronsay) og á tveim stöðum heitir þar Papýli, á Hrossey (Mainland) og á Rögnvaldsey (South Ronaldsay). Við Hjaltland eru líka tvær Papeyjar, Stóra Papey (Papa Stour) og Litla Papey (Papa Little) o.s.frv. (P. A. Munch: Geograíiske Oplysninger om Orknöerne (Annaler for nordisk Oldkjrndighed 1852, bls. 51-58).) Af þessu sézt, að klerkar frá Írlandi mjög snemma hafa sest að á eyjum þessura og má svo rekja feril þeirra um Suðureyjar, Orkneyjar, Hjaltland, Færeyjar og alla leið til Íslands.
Hinir fyrstu íbúar, sem menn hafa sögur af á Orkneyjum, voru Piktar, og tóku þeir snemma við kristni, sagt er að Cormac hafi boðað þar kristni á 5. öld. Piktar héldu Orkneyjum fram á níundu öld, (Nennius: Historia Britonum, cap. 5. (Monumenta historica Britanuica 1848 I, bls. 56). Nennius segir, að Piktar hafi lagt undir sig Orkneyjar í fyrndinni og búi þar enn. Nennius lifði fram yfir miðja 9. öld.) en þá urðu bæði lærðir og leikir að stökkva úr landi fyrir ofríki hinna norrænu víkinga. Munkaflokkar frá Írlandi settust víða að á eyjum og útskerjum við strendur Skotlands á 8. og 9. öld, og finnast mjög víða merki eptir þá; (Á Orkneyjum eru mörg merki um hina eldri kristni og klerka þessa, sbr, Joseph Anderson: Introduction to The Orkneyinga Saga. Edinburgh 1878, bls. 11-21. Þar hafa meðal annars fundizt sjerstaklega lagaðar bjöllur, eins og þær, sem voru notaðar í hinni elztu kristni; eru þær líklega eptir Papana og ef til vill líkar bjöllum þeim sem fornmenn fundu hjer á landi. Mynd af þess konar bjöllu, er hjá Anderson á s. st., bls. 14.
Þessir elztu keltnesku klerkar og einsetumenn hafa snemma verið kallaðir Culdees (guðsmenn) af keltnesku orðunum cule = socius, de = dei; var nafn það brúkað um keltneska munka, hvort þeir voru í klaustrum eða einsetumenn. Worsaae talar um menjar eptir Pikta á Orkneyium og Hjaltlandsevjum; þar eru kastalarústir (pictish towers) o.m.fl. Minder om de danske og Nordmændene í England, Skotland og Írland,bls. 230.) seinna settust þeir að á eyðieyjum og lifðu einsetumannalífi, fjarri róstum og ofríki víkinganna, sem þá fóru að koma í stórhópum að austan, einkum eptir það, að Haraldur hárfagri fór að brjóta undir sig Noreg.
Hinir fornu Keltar á Írlandi og Skotlandi voru yfir höfuð að tala mjög gefnir fyrir sjóferðir og allt af á sífelldu flakki; það eru jafnvel nokkrar líkur til þess, að þeir hafi fundið Vesturheim fyrr en allir aðrir Norðurálfumenn, þó það sé með öllu ósannað enn. (Í Vita S. Galli II, 47 (Pertz: Monum. German. historica II, bls. 30) er sagt um þessa flakkaranáttúru Kelta frá Skotlandi og Írlandi: »Nuper quoque de natione Scotorum. quibus consuetudo peregrinandi iam paene in naturam conversa est, quidam advenientesí o.s.frv., sbr. Alexander v. Humbolclt: Kritische Untersuchungen iiber die historische Entwickelung der geographischen Kenntnisse von der neuen Welt. Berlin 1852. III, bls. 197.) sem fornmenn fundu hjer á landi. Mynd af þess konar bjöllu, er hjá Anderson á s. st., bls. 14. Þessir elztu keltnesku klerkar og einsetumenn hafa snemma verið kallaðir Culdees (gubsmenn) af keltnesku orðunum cule = socius, de = dei; var nafn það brúkab um keltneska munka, hvort þeir voru í klaustrum eða einsetu- menn. Worsaae talar um menjar eptir Pikta á Orkneyium og Hjaltlandsevjum; þar eru kastalarústir (pictish towers) o. m. fl. Minder om de danske og Nordmændene í England, Skotland og Írland, bls. 230.)”
Heimild:
-Landfræðisaga Íslands – Hugmyndir manna um Ísland, náttúrskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar – Þorvaldur Thoroddsen, Ísafoldarprentsmiðja 1892-96, bls. 1-20.