Færslur

Ægissíða

Á skilti við fisk- og beitningaskúrana við Ægissíðu, þ.e. þeirra sem eftir eru eða hafa verið gerðir upp, má lesa eftirfarandi texta undir yfirskriftinni “Gull úr greipum Ægis konungs“:

Ægissíða

Ægissíða – skilti.

“Langt fram eftir 20. öldinni var stundað útræði úr vörum á Reykjavíkursvæðinu. Flestar varirnar eru nú horfnar undir uppfyllingar og því fátt sem minnir á þennan þátt í atvinnusögu borgarinnar.
Grímstaðavör er ein af sjö vörum við Skerjafjörð og sú þeirra sem lengst var róið frá. Betri lending var talin vera í Grímstaðavör en í öðrum vörum við Skerjafjörðinn, meðal annars vegna skerja fyrir utan sem drógu úr öldunni. Vörin er kennd við bæinn Grímsstaði á Grímsstaðaholti.

Grímsstaðaholt

Grímsstaðaholt – Fremst á myndinni sjást Þormóðsstaðir en hvíta húsið t.v. er Garðarnir.

Grímsstaðaholtið afmarkast af Suðurgötu, Starhaga, Ægissíðu og Hjarðarhaga. Grímur Egilsson reisti sér býli á þessu svæði árið 1842 sem hann nefndi Grímsstaði. Fljótlega var farið að kenn aholtið við býlið. Síðasti Grímsstaðabærinn stóð nálægt gatnamótum Dunhaga og Ægissíðu.
Grímsstaðavörin var þekktust fyrir útgerð grásleppubáta síðustu áratugina en áður fyrr var ekki síður gert út á þorsk og ýsu. Þegar mest var voru 16 bátar gerðir út frá vörinni. Þrír til fjórir réru alltaf en hinir um helgar eða þegar tími gafst til frá öðru. Tíðarfarið réði því hvaða daga var hægt að róa. Björn Guðjónsson gerði síðastur út frá Grímsstaðavör eða allt til ársins 1998.

Varnargarður

Ægissíða

Uppdráttur af aðstöðunni við Ægissíðu.

Á kreppuárunum var veitt fé í atvinnubótavinnu við hafnargerð í Grímsstaðavör. Byrjað var að hlaða garð einn mikinn og atti hann að verða upphaf bryggjugerðar í vörinni. Hætt var við garðinn í miðjum kliðum vegna þess að menn höfðu ekki trú á höfn í vörinni vegna þess hversu mikið útfiri var við fjörðinn. Einnig að í vestanátt mundi flóðið standa beint upp á höfnina. Menn álitu því að vænlegra væri fyrir bátana í Grímsstaðavör að fá teina og sleða en bryggju.

Brautir

Ægissíða

Myndir úr Grímsstaðavör.

Eftir að hætt var við bryggjugerð í Grímsstaðavör voru settir niður teina í vörina. Teinarnir komu að góðu gagni. Meðal annars gat einn maður sjósett bát á eigin spýtur. Áður höfðu venjulega fjórir til fimm bátar farið í róður um svipað leyti á morgnana og hjálpuðust menn þá að við sjósetninguna.

Garðar, Lambhóll og Þormóðsstaðir
Í næsta nágrenni við Grímsstaðavörina voru býlin Garðar, Lambhóll og Þormóðsstaðir. Garðar eru við núverandi gatnamót Ægissíðu og Lynghaga. Byggð reis í Görðum um 1860. Sigurður Jónsson, sem frægur var fyrir umsvifamikla útgerð og fiskvinnslu, var ávallt kallaður eftir húsinu, en hann keypti það árið 1892. Núverandi íbúðarhús í Görðunum er talið vera frá 1881-1883.
Lambhóll var býli úr landi Skildingarness. Það er jafnvel talið að á þessum slóðum hafi verið lambhús frá Skildingarnesi. Núverandi hús í Lambhól eru fyrir neðan Ægissíðu, milli Þormóðsstaða og Garða en nær sjónum.

Ægissíða

Ægissíða – skilti.

Þormóðsstaðir eru rétt við Lambhól og Garðana. Í heimildum er fyrst getið um býli þar um 1850 en ekki er ljóst við hvern það er kennt. Á árunum 1912-1927 rak fiskveiðifelagið Alliance í samvinnu við aðra lifrabræðslu á Þormóðsstöðum. Lifrabræðsluhúsið, Brenneríið, var strýtulaga og setti mikinn svip á umhverfið. Á Þormóðsstöðum voru einnig fiskreitir og fiskhús. Timburhúsin þrjú við Starhaga tilheyra fyrrum Þormóðssstaðabyggðinni.

Hrognkelsi
ÆgissíðaHrongkelsið er klunnalegur fiskur, með stuttan haus, lítinn kjaft og smáar tennur. Augun eru lítil. Roðið er mjög þykkt og kallað hvelja. Hrognkelsi hefur enga rák. Grásleppan (kvk) er dögggrá að ofan en ljósari á hliðum og hvít eða ljósgræn að neðan. Rauðmaginn (kk) er dögkkgrár að ofan og grágrænn að neðan, en verður rauður að neðan um hrygingartímann. Hrognkelsavertíðin var frá mars til júlí.
ÆgissíðaRauðmagi og grásleppa þóttu sæmileg til átu en grásleppuhrogn þóttu aftur móti ólystug fæða lengi vel og voru aðseins etin ef ekki var annað að hafa. Um miðja 20. öldina urðu þau hins vegar eftirsótt útflutningsvara og breytti það stöðu hrognkelsaveiðanna mjög. Umdanfarna áratugi hafa grásleppuhrogn verið háttverðlögð. En neysla á rauðmaga og grásleppu hefur dregist saman.”

(Prentvillur á skiltinu hafa verið leiðréttar í meðfylgjandi texta.)

Á gafli austasta beitarskúrsins skammt frá skiltinu má lesa eftirfarandi á skilti:
Menningarminjar við Grímsstaðavör
ÆgissíðaBorgarsögusafn Reykjavíkur hefur umsjón með varðveislu minja við Grímstaðavör. Árið 2018 var gerð fornleifarannsókn á svæðinu, skipt var um jarðveg og möl sett í kring um skúrana til þess að halda gróðri í skefjum og svæðinu snyrtilegu. Stefnt er að því á næstu árum að gera við hvern skúr fyrir sig, styrkja þá og laga, en halda útliti þeirra að mestu óbreyttu. Skúrarnir verða fjarlægðir á eðan á viðgerðum stendur.
Frekari upplýsingar veitir Borgarsögusafn Reykjavíkur.”

Ægissíða

Ægissíða – menningarminjarnar 2024.

Hafnarfjörður

Skútuöldin í Hafnarfirði – Fyrstu ár fríhöndlunar.
Með tilskipun frá 1786 var einokunarverslunin afnumin og öllum þegnum Danakonungs heimilað að stunda verslun á Íslandi. Jafnframt var ákveðið að stofna sex kaupstaði í landinu, til að efla verslun Hafnarfjordur-301og iðnað. Reykjavík var gerð að kaupstað, svo sem minnst hefur verið á þessu ári, og féll Hafnarfjörður þar með endanlega í skuggann af nýrri höfuðhöfn í landinu. Verslun var þó áfram stunduð í Firðinum, og enn átti hann eftir að vera í forystu í sjávarútvegi landsmanna. Ekki gekk vel að selja verslunina í Hafnarfirði eftir 1787. Kaupmaður frá Altona, Dultz að nafni, leigði vörugeymslu verslunarinnar árið 1788 og keypti einnig tvær af fiskiskútum konungsútgerðar. Altona var mikil verslunarborg syðst í Holtsetalandi nálægt Hamborg, en Holtsetar lutu á þessum tíma dönsku krúnunni. Altonakaupmenn nýttu sér einna fyrstir aukið verslunarfrelsi á Íslandi og tóku upp verslun víðar um Vesturland. Dultz virðist þó ekki hafa verslað lengi í Hafnarfirði, því engum sögum fer af honum eftir þetta. Árið 1790 tók Mullox, fyrrverandi starfsmaður konungsverslunar, yfir verslunina í Hafnarfirði. Kaupmennska hans varð hins vegar ekki langlíf, því hann varð gjaldþrota tveim árum seinna. Kenndi hann lausakaupmönnum um erfiðleika sína og sagði þá hafa sprengt upp fiskverð í Firðinum úr 7-9 ríkisdölum skippundið í 24 – 27 ríkisdali.
Bændur og hásetar hafa því hagnast vel á aukinni samkeppni í verslunarmálum. Annað Hafnarfjordur-302sem orðið hefur Mullox að falli var að hann átti ekkert skip í förum til útlanda, svo hann átti örðugt um vik að fá nægilegt verð fyrir útflutningsvörur sínar. En það voru fleiri sem stunduðu verslun og fiskveiðar í Hafnarfirði um þetta leyti. Tveir danskir kaupmenn tóku á leigu fiskgeymsluhúsið á Langeyri, en 1792 keypti það Manöe nokkur, nefndur skipstjóri. Annar skipstjóri, Dyrekjær að nafni, keypti íbúðarhúsið á Langeyri. Íbúðarhúsið á Hvaleyri keypti hins vegai Knud Petersen, en ekki er getið um atvinnu hans, sem trúlega hefur þó eitthvað tengst útgerð og verslun. Það er því ljóst að verslun var fjörug í Hafnarfirði fyrstu ár fríhöndlunar 1788-93, og þilskipaútgerðin hefur haldið áfram að einhverju leyti. Heimildir eru hins vegar mjög litlar um athafnir þessara manna svo ekki er hægt að segja hve lengi eða mikil útgerð þilskipa var í Hafnarfirði um þetta leyti. Kaupmenn þeir sem tóku við eigum einokunarverslunarinnar, eins og Mullox, kvörtuðu sáran undan lausakaupmönnum sem komu á hafnirnar öllum að óvörum og buðu hærra verð fyrir fisk en föstu kaupmennirnir og tóku þá stóran hluta afurðanna sem þeir höfðu ætlað sér. Yfirvöld ákváðu að takmarka umsvif lausakaupmanna, og tóku þannig afstöðu með kaupmönnum gegn landsmönnum. Árið 1793 voru tveir kaupmenn reknir frá Hafnarfirði með verslun sína og fiskverkun sem þeir starfræktu á Langeyri. Hétu þeir Kyhn og Lund og var sá síðarnefndi norskur. Hin fjörlega verslun í Firðinum var því mjög takmörkuð eftir þetta, og óvíst um framhald þilskipaútgerðar. En sama ár og þetta gerðist keypti Hafnarfjarðarverslun Íslendingur sem varð atkvæðamikll kaupmaður og útgerðarmaður, sá mesti sem landið hafði fóstrað um aldir. Hann er oft nefndur faðir Hafnarfjarðar.

Bjarni riddari Sívertsen.
Hafnarfjordur-303Um það leyti sem einokunar-versluninni var aflétt, bjó í Nesi í Selvogi ungur bóndi, Bjarni Sigurðsson. Hann var kvæntur Rannveigu Filippusdóttur, kostakonu og vel menntaðri. Hún var nokkru eldri en hann og ekkja er hún giftist. Sagt er að Rannveig hafi bæði kennt Bjarna lstur og reikning eftir að þau hófu sinn búskap, og víst er að sá lærdómur reyndist vel. Hinn ungi bóndi hóf að þreifa fyrir sér með verslun í sinni heimasveit ásamt tveimur nágrönnum sínum. Útveguðu þeir sér borgarabréf í vestmannaeyjum, sem var einn hinna nýju kaupstaða, og nefndist Bjarni eftirleiðis Sívertsen, svo sem fyrirmanni sæmdi. Kaupmaðurinn á Eyrarbakka leit tiltæki þeirra Selvogsmanna óhýru auga og linnti ekki látum með klögum og kærum, fyrr en borgarabréfin voru tekin af þeim. Bjarni Sívertsen sigldi þá beint í höfuðstöðvar verslunar og stjórnsýslu, til kóngsins Kaupmannahafnar, og rak mál sín þar. Kom hann ár sinni þar svo vel fyrir borð, að árið eftir, 1794, kom hann heim með kaupsamning fyrir Hafnarfjarðarverslun og 4000 ríkisdala lán að auki. Hóf hann þegar verslunarrekstur. Átti Bjarni samstarf við stórkaupmanninn Wolf í Kaupmannahöfn allt til þess að Wolf andaðist árið 1809. Blómgaðist verslunin vel og opnaði hann útibú í Reykjavík árið 1897. Og þó árangur Bjarna væri glæsilegur á verslunarsviðinu, þá er það þó útgerð hans sem haldið hefur frægð hans á lofti. Bjarni átti og rak bæði millilandaskip og fiskiduggur og skal nú það helsta rakið sem vitað er um skipaeign hans.

Hafnarfjordur-305

Þegar Bjarni var úti í Kaupmannahöfn 1894 setti hann skipið Johanne Charlotte að veði fyrir láninu sem hann fékk. Fátt er vitað um þetta skip, en það hefur áreiðanlega verið notað bæði til flutninga innanlands og fiskveiða.
Fljótlega eignaðist Bjarni svo allstórt skip, De tvende Sostre, sem notað var til vöruflutninga milli landa. Það var einmitt á þessu skipi sem Bjarni varð innlyksa í Bretlandi árin 1807-9 vegna Napóleonsstyrjaldarinnar í Evrópu. Seinna eignaðist hann fleiri hafskip og var ejtt þeirra Anna Casia, sem var sögð 37 commerisiallestir (ca. 150 brúttótonn). Anna þessi sigldi sumarið 1820 beint suður til Barcelona á Spáni með fullfermi af saltfiski og lestaði salt í Frakklandi á heimleiðinni. Næstu ár sendi Bjarni fleiri skipsfarma beint til Spánar og Ítalíu og var þannig í beinu sambandi við saltfiskmarkaðinn í Suður-Evrópu. Annars fór mestallur útflutningur íslendinga um danskar hafnir. Sýnir þetta vel hversu Bjarni Sívertsen var burðugur í verslun sinni. í þessum förum eru nafngreind tvö skip auk Önnu Casiu, og hétu þau, Tingöre og De tre Söstre.

Þilskipaútgerð og fiskverkun.
Hafnarfjordur 307Stundaði Bjarni samhliða verslun og útflutningi, svo sem venja varð á skútuöldinni hjá stærstu verslunum. Getiðer um þrjárfiskijaktir í eigu Bjarna: Havnefjords pröven, Foraaret og Flynderen. Foraaret kom til landsins árið 1800, en Havnefjords pröven lét Bjarni sjálfur smíða í Hafnarfirði, svo sem nafnið bendir á. Yfirsmiður þess var Ólafur Árnason sem bjó á Hvaleyri. Skútan rann af stokkunum árið 1803 og voru þá mannsaldrar síðan slíkt skip var smíðað hér á landi.
Eftir þetta reisti Bjarni skipasmíðastöð í landi Jófríðarstaða, sem hann keypti undir fyrirtækið árið 1804. Auk þess keypti hann jörðina kringum verslun sína, Akurgerði, sem og jarðirnar Hvaleyri og Óseyri. Átti Bjarni þar með nær allan fjörðinn. Um skipasmíðastöðina er vitað að 1817 höfðu verið smíðuð þar þrjú þilskip.
Útgerð sinni hélt Bjarni áfram allt til þess að hann andaðist í Kaupmannahöfn árið 1833. Verslun hans var seld á 3900 ríkisdali í silfri. Voru það jörðin Akurgerði, íbúðarhús, verslunarhús og tvær vörugeymslur, skipakví og hlutar í saltgeymsluhúsum á Álftanesi og í Þorlákshöfn. Auk þess átti hann þá Havnefjords proven og fleiri fiskiskip og aðrar jarðeignir. Bjarni Sívertsen var tvímælalaust sporgöngumaður íslenskrar skútuútgerðar.

Kaupmenn og verslanir.
Hafnarfjordur 310Framan af 19. öld. Þilskipaútgerð og verslun voru alla tíð nátengd. Kaupmenn áttu hægast um vik á þessu sviði. Þeir réðu yfir fjármagni og þekkingu til atvinnureksturs, auk þess sem verkun og verslun með fisk var jafnan það sem mestan arðinn gaf. Útgerð þilskipa var því eðlilegt framhald á verslunar-rekstrinum. Flestir tóku upp þann hátt að senda kaupskip sem komu til landsins á vorin til fiskveiða á sumrin. Þá voru fengnir íslenskir hásetar í dráttinn, en erlendir skipstjórnendur stýrðu. Hins vegar var lítið um að menn fylgdu dæmi Bjarna Sívertsen og gerðu út fiskiskútur til veiða. Þó Vestfirðingar stunduðu slíka útgerð varð hún engin að ráði við Faxaflóa, fyrr en eftir 1870.
Kaupmenn voru margir í Hafnarfirði á síðustu öld. Sama ár og Bjarni Sívertsen tók við verslunareignum í landi Akurgerðis,
reist önnur verslun í landi Jófriðarstaða við sunnanverðan fjarðarbotninn. Voru þar á ferð kaupmenn frá Flensborg í SlésviK bar verslunin og staðurinn nafn þeirri borg og gerir enn. Er leið öldina fjölgaði verslunum enn.
Hans Linnet stofnaði verslun árið 1836 og var hún rekin af afkomendum hans til ársins 1914. Árið 1841 var svo þriðja verslunarlóðin stofnsett í Hafnarfirði á Hamarskotsmöl miðja vegu milli Flensborgar og Akurgerðis.
Um miðja öldina voru starfræktar fjórar verslanir í Hafnarfirði. Þeirra stærst var verslun P.C. Knudtzon, sem einnig rak verslanir í Reykjavík og síðar í Keflavík. Knudtzonsverslun keypti allar verslunareignir Bjarna Sívertsen, og rak umfangsmikla fiskverkun og útflutning. Var verslunin einhver hin mesta á öllu landinu á sinni tíð. Keypti hún upp verslanir í nágrenninu, til dæmis Flensborgarlóðina, og varð nálægt því að vera einráð með verslun í Firðinum eftir miðja öldina. Svo varð þó ekki því rými var nóg til útgerðar og fiskkaupa í Hafnarfirði á þessum tíma. Verslun P.C. Knudtzon var starfrækt allt fram til síðustu aldamóta. Litlum sögum fer af útgerð Knuszonsverslunar, þó hún hafi sjálfsagt sent flutningaskip sín á handfæri yfir sumarið eins og aðrir kaupmenn. Það voru bændur og sjósóknarar úr nágrenninu sem lögðu afla sinn upp hjá þeim Knudtzonsmönnum og stóðu undir verslunarveldi þeirra. Og það voru miklir sósóknarar í  nágrenninu, sem sumir hverjir sóttu sjó á þiljuðum skútum.

Útvegsbændur á skútum.
Hafnarfjordur 311Nokkrir útvegsbændur á Suðurnesjum gerðu út lítil þilskip til fiskveiða á fyrstu áratugum 19. aldar. árið 1918 gerðu Ari Jónsson í Njarðvík, Jón Daníelsson Stóru-Vogum og Jón Sighvatsson Ytri-Njarðvík hver út sína skútu. Tveir þeirra síðarnefndu létu smíða skip sín í eigin garði, en verið getur að skip ara hafi veriðs míðað í stöð Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði.
Áaður var það nefnt að kaupmenn héldu úti skipum til fiskveiða, og er þess getið að 1839 gengju 12 þilskip til veiða frá Hafnarfirði. Eftir það fer litlum sögum af skipum í Hafnarfirði fram til 1860, en upp úr því fer að færast fjör í þilskipaútgerðina sem nær hámarki síðustu tvo áratugi síðustu aldar og fyrstu ár þessarar.

Árabátaútvegur-inn og afkoma alþýðu.
Hafnarfjordur 312Fiskveiðar áopnum bátum voru aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga á síðustu öld, og hefur svo líklega verið á fyrri öldum. Landgæði eru ekki mikil í Firðinum og nágrenni hans, þó bændur stæðu yfirleitt jöfnum fótum í báðum undirstöðuatvinnugreinum landsmanna, landbúnaði og sjávarútvegi. Við sjávarsíðuna bjuggu svo fjölskyldur sem að mestu eða öllu leyti áttu afkomu sína undir fiskveiðunum. Hjáleigubændur og tómthúsmenn voru þeir nefndir, eftir því hvort þeir höfðu einhverja grasnyt eða ekki. Þeir sem slíkt höfðu héldu þá örfáar kindur eða eina kú, en flestir höfðu þó einhvern matjurtagarð, er komið var fram á síðustu öld. Annars var það sjórinn. Byggðin í Hafnarfirði, sem og á Vatnsleysuströnd og Álftanesi lifði því á sjósókn og styrktist við nálægð öruggrar hafnar og öflugrar verslunar. Hefðbundin útgerð sjávarbænda og tómthúsmanna tók litlum breytingum um aldir. Bátar, veiðafæri, vertíðir og vinnubrögð voru að mestu hin sömu allt frá fyrstu öldum byggðar, þó einhverjar nýjungar fylgdu hverri öld. Raunar má telja víst að útgerðinni færi hrakandi á 17. og 18. öld, með minnkandi skipastól og óhagstæðu verslunarlagi.
Hafnarfjordur 313Afkoma manna fór mjög eftir fiskgengd á grunnmið Faxaflóa, sem voru aðalmið Hafnfirðinga. Ef fiskisæld var fjölgaði búðsetumönnum og byggðin lifnaði við. En yrði fiskileysi fóru þurrabúðirnar fljótt í eyði og fólkið hvarf. Vergangur og hungurdauði urðu þá örlög sumra. Þetta fólk var því oft á mörkum þess að komast af og lifði upp á náð landeigenda, sem áttu jarðnæðið og bátana, og kaupmanna, sem keyptu fiskhlutinn og létu í té matvæli til uppihalds. Ef fiskurinn brást var náðin ekki mikil á þessum stöðum. Sagan geymir dæmi um hvort tveggja, góðæri og harðæri. Þegar Jarðabókin þeirra Árna og Páls var í smíðum upp úr 1700 voru flestallar búðir í Hafnarfirði í eyði við sjóinn, vegna  undangenginsfiskileysis. Þetta hlýtur að hafa verið breytt árið 1734, því þá var fiskirí mjög gott hjá Hafnfirðingum og hlutir á vetrarvertíð milli 7 og 10 hundruð fiskar. Þrem árum seinna var hins vegar ástandið slikt að alger bjargræðisskortur var orðinn í Firðinum og voru verslanir brotnar upp af fógeta konungs og mjöl lánað til fátæklinga. Aftur voru búðir kaupmanna brotnar upp og matvælum útbýtt veturinn 1769-70. Harðæri var þá mikið og uppflosnað fólk flúði úr sveitum og til sjávarsíðunnar í von um mat. Næsta áratug á eftir var hinsvegar talað um mokveiði og góða afkomu.
Árið 1781 voru íbúar í Garðakirkjusókn 385 og hafði þá fjölgað um 125 frá því í upphafi aldarinnar. Garðakirkjusókn náði yfir Hafnarfjörð, ÁlftaneS og núverandi Garðabæ. Þar voru 32 býli árið 1781 og átti Garðakirkja 19 þeirra, konungur 11, en 2 voru í einkaeig. 41 bóndi bjó á þessum jörðum, að meðtöldum prestinum, sýslumanni og kaupmanni. Grashúsmenn og þurrabúðarmenn voru 48. Bátaeign sóknarmanna voru 5 fjögramannaför og 62 tveggjamannaför. Á þeim reru 102 heimamenn en 34 utansveitamenn, flestir af Suðurnesjum og Suðurlandi. Veitt var bæði á færi og í net. Net munu fyrst hafa verið lögð í Hafnarfirði árið 1753 að undirlagi Skúla Magnússonar, en lóðir höfðu þá tíðkast allt frá 17. öld. Netaveiðar jukust fljótt og ollu þær miklum deilum á Suðurnesjum og við Faxaflóða, því menn töldu þau hindra reglubundnar göngur þorksins á grunnmið. Fljótlega eftir 1780 voru því settar reglur sem takmörkuðu netaveiðar. Voru þær bundfnar við ákveðin mið, ákveðinn tíma ársins og fjöldi neta takmarkaður. Þá mátti ekki láta netin liggja að deginum og ekki leggja á laugardögum.
Hafnarfjordur 314Vertíðir Hafnfirðinga voru með þeim hætti, að vetrarvertíð hófst í byrjun mars og stóð til 11. maí. Mest var sótt á grunnmið, en þó var sótt suður á Svið á stærri bátum, sexæringum og stærri sem aftur tóku að tíðkast á 19. öld. Á færum bar beitt innyflum eða hrognkelsum, en hrognkelsaveiðar voru árvissar frá vetri og fram eftir sumri. Vertíðarafla, aðallega þorski, var skipt í fjöru og hlutur hvers og eins merktur. Þá var hann flattur og saltaður í  birgjum eða skúrum og þurrkaður. Yfirleitt var aflinn verkaður sameiginlega af hverri skipshöfn, en skipt að henni lokinni eftir uggamörkum og lagður inn í reikning hjá kaupmanni. Allt fram á 19. öld var mestallur fiskur þurrkaður til útflutnings, en eftir 1780 fór saltfiskverkun að aukast og varð einráð á nítjándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu.
Vetrarvertíðin var aðalveiðitíminn, en á öðrum tímum voru róðrareinnigstundaðir. Á sumrin reru menn á minni bátum og sóttu ýsu og þyrskling, mest í soðið. Annars fóru margir í kaupavinnu austur í sveitir, eða réðu sig á skútur kaupmanna, einkum er leið á 19. öld. Haustróðrar hófust í október og stóðu til jóla. Fyrst var róið á grunnmið en síðan á stærri bátum suður í Garðsjó og víðar. Eftir áramót héldu þessir róðrar áfram, og lágu Hafnfirðingar þá oft við suður í Garði eða Leiru. Voru menn þá að heiman frá tveim eða þrem sólarhringum og upp í viku í einu, eftir aflabrögðum og gæftum. Veitt var á færi og með línu í þessum róðrum. Í mars gekk svo þorskur inn á Flóann og hófst þá vetrarvertíð, svo sem áður sagði.

Hafnarfjordur 320Skútubærinn.
íbúum í Hafnarfirði fjölgaði nokkuð jafnt og þétt á síðustu öld og helst það í hendur við aukna verslun og útgerð í Firðinum.
Þannig var íbúafjölgunin í tölum:
Ár: íbúar:
1821 155
1830 223
1840 317
1850 334
1860 343
1870 363
1880 420
1890 616
1901 599
Árabátaútvegurinn var aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga fram eftir öldinni, en upp úr 1870 færist vöxtur í þilskipaútgerðina og á áratugnum 1880-1890 má segja að þilskipin taki við forystuhlutverki í sjávarútvegi bæjarins sem þá hafði myndast meðfram sjávarbakkanum í Hafnarfirði.
Hafnarfjordur 316Áður var skilið við þilskipaútgerðina um 1840 og virðist þá nokkur deyfð hafa lagst yfir hana allt fram til 1860 og þá lítið um skútur í Hafnarfirði, sem og í öllum Faxaflóa. Það sem eftir lifði aldarinnar jókst  þilskipaútgerðin hröðum skrefum, skútum fjölgaði og jafnframt varð mikið um stærri skip en áður, svonefnda kúttera, sem flestir voru keyptir frá Englandi. Reykjavík varð höfuðstaður skútutímans við Faxaflóa, en Hafnarfjörður fylgdi í kjölfarið sem fjörugur skútubær. Skal nú vikið að helstu útgerðum og útgerðarmönnum í Firðinum á blómatíma skútualdar.
Uppgangur skútuútgerðarinnar hófst um 1870 en hámarki náði hún á tímabilinu 1890-1913. Þá tók verulega að draga úr henni, en vélbátar og togarar tóku við forystuhlutverki í sjávarútvegi. Nokkrar skútu voru þó gerðar út frá Hafnarfirði allt fram yfir 1920. Hinni öflugu þilskipaútgerð fylgdi blómlegt atvinnulíf og íbúafjöldinn í Hafnarfirði óx í réttu hlutfalli. Árið 1870 íbúar við fjörðinn 363,en tuttugu árum seinna 616. Þá var þilskipaútgerðin orðin mikilvægasti atvinnuvegur í Hafnarfirði. Síðasta áratug aldarinnar var mikið aflaleysi hjá opnum bátum í hreppnum og fækkaði þá íbúunum talsvert. Um alda varð hins vegar mikil uppsveifla með nýjum og afkastameiri vinnutækjum í sjávarútveginum, auknum afla og þá fjölgaði mjög í Hafnarfirði. Á árunum 1901 til 1908 fjölgaði íbúum úr 599 í 1469.  Hafnarfjörður var þá í hópi mestu útgerðarbæja í landinu, og þótti tími til kominn að bærinn við fjörðinn fengi sjálfur að ráða sínum eigin málum.
Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1. júní 1908.”

Heimild:
-Ægir, 79. árg. 1986, bls. 460-468.

Hafnarfjörður

Frá smábátahöfninni í Hafnarfirði.

Kálfatjörn
Eftirfarandi er úr erindi Viktors Guðmundssonar, leiðsögumanns, á sagnakvöldi í Kálfatjarnarkirkju þann 19. janúar 2006.
Vatnsleysuströnd„Um miðja 19. öld breyttist útgerð í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Áður höfðu þar nær eingöngu verið smáfleytur, tveggja manna för en nú koma stærri skip, sexæringar og áttæringar til sögunar. Þeir sem eignuðust þessi skip fóru að græða á tá og fingri og brátt risu þarna upp nokkrir útvegsmenn sem báru höfuð og herðar yfir fjöldann.“

Í Æskuminningum sínum segir Kristinn P. Briem (barnabarn Guðmundar á Auðnum) svo frá;
„Í prestþjónustubók Kálfatjarnarkirkju fyrir árið 1854 er greint frá fermingu barna. Prestur var séra Jakob Guðmundsson. Þá voru fermdir sjö piltar og sex stúlkur á Kálfatjörn. Eru drengirnir hafðir sér og stúlkurnar sér, og börnunum raðað í bókina eftir kunnáttu. Drengja megin eru þessir þrír piltar efstir:
1. Sæmundur Jónsson, Stapakoti, fæddur 21. ágúst 1840 (síðar bóndi á Minni-Vatnsleysu). Hefur góðar gáfur. Kann og skilur prýðilega. Siðferðisgóður. Les prýðilega.
2. Guðmundur Guðmundsson, Minni-Vatnsleysu, fæddur 30. nóvember 1839, (síðar bóndi á Auðnum). Allgóðar gáfur. Kann vel. Skilur rétt vel. Les dável. Skikkanlegur og ráðsettur unglingur.
3. Guðmundur Ívarsson, Skjaldarkoti, fæddur 21. desember 1838. Allgóðar gáfur. Kann sæmilega. Skilur vel. Les rétt vel. Skikkanlegur.
Auðnar
Þessir þrír piltar urðu síðar mestu aflamenn á Vatnsleysuströnd. Bestir formenn og mestir aflamenn urðu þeir Guðmundarnir. Hvor var öðrum meiri í þessu efni, vil ég ekki leggja dóm á, og líklega mun erfitt að skera úr því. Kristleifur Þorsteinsson, sem reri nokkrar vetrarvertíðir á útvegi Guðmundar á Auðnum, segir að ekki hafi mátt á milli sjá, hvor væri betri formaður Guðmundur Guðmundsson á Auðnum eða Guðmundur Ívarsson frá Skjaldarkoti. Hann segir þá báða mestu aflaklær, en gerir ekki upp á milli þeirra. … Líklega væri réttast að segja að þeir Guðmundarnir hafi verið nokkuð jafnir að formannshæfileikum og ómögulegt að vita með vissu hvor aflaði meira. En í einu þótti Guðmundur á Auðnum standa ýmsum framar. Var það í reglusemi með útveginn og hirðingu veiðarfæra. Sæmundur Jónsson á Minni-Vatnsleysu stóð þeim nöfnum næstur á Vatnsleysuströndinni með aflabrögð en var ekki talinn ná þeim, hvorki með fiskiafla eða formennskuhæfileika.“

Kálfatjörn

Í bók sinni Þættir af Suðurnesjum segir Ágúst Guðmundsson, sonur Guðmundar Ívarssonar svo frá; „Þeir voru víst með réttu taldir stærstu útgerðarmenn í þessari sveit Guðmundur á Auðnum og Guðmundur Ívarsson og víst var að árlega voru hæstir hlutir hjá þeim og formönnum þeirra. Þó mun Guðmundur Ívarsson oft hafa haft betri hlut, en metnaður mun hafa verið með afla á milli þeirra.“

Nú skal segja nokkur orð um Guðmund Ívarsson, stuðst við bók Ágústar.
„Guðmundur Ívarsson var meðalmaður á hæð og svaraði sér vel, kvikur á fæti og gekk venjulega hart. Hann var svarthærður með kragaskegg. Ennið var í meðallagi hátt, skarpar augnabýr, lítið eitt bogadregnar. Augun dökk og lágu djúpt í höfðinu, beint nef og hækkaði upp að framan, kringluleitur í andliti,en hvítleitur með skarpa og reglulega andlitsdrætti.“
Guðmundur Ívarsson elst upp í Skjaldarkoti, og var oft kendur við þann bæ, flyst síðan að Neðri-Brunnastöðum og hefur búskap þar. Reisir timburhús á Brunnastöðum 1865 talið með fyrstu timburhúsum í hreppnum. Þá er Guðmundur 27 ára.
Hann byrjaði fomennsku 18 ára og gerði út árlega 2-7 skip á vetrarvertíð, sem hann átti sjálfur.Guðmundur Ívarsson átti Valdimar stærsta róðrarskipið, sem þá gekk við Faxaflóa.
Var það teinæringur 42 fet (uþb. 13m) milli stafna og bar 1100 af netfiski uþb 8,5 tonn
Átti hann haffært þilskip (46 tonna) Lovísu hálft á móti Agli Hallgrímssyni Austurkoti.

Viktor GuðmundssonÁgúst Guðmundur segir eftirfarandi sögu í bók sinni: „Tvo vetur fór Guðmundur Ívarsson suður á Miðnes með þorrakomu og lá við á Hvalsnesi. Var hann þá á 10-rónu skipi með 18 menn. Þá var fiskað á bera öngla og handfæri á Suðurnesjum. Þarna hélt hann sig fram undir netavertíðina, sem byrjaði í miðgóu, eða 14.mars.
Fyrri veturinn fékk hann mikinn fisk þarna suður frá en seinni veturinn hömluðu ógæftir og stóð í mörkum að honum gæfi heim fyrir netavertíðina.
Á sunnudaginn í miðgóu var í þetta sinn messað á Hvalsnesi. Var þá vestanstormur en brim heldur að lægja. Segir Guðmundur Ívarsson þá við menn sína: Nú skulum við allir ganga til kirkju og mun ég sitja þar kyrr þangað til að prestur hefur blessað yfir söfnuðinn. Þá mun ég ganga út og líta eftir brimi og vindi og gefa ykkur bendingu, ef fært er. Skuluð þið þá allir koma fljótt. – Gekk þetta allt eftir umtali og álítur hann sundið fært, þó að vindur væri hvass. Þeir voru fljótir að búa sig og stóð það á að prestur var að ganga úr kirkju og þeir að komast undir segl. En þegar séra Sigurður kemur á Útskálahlað voru þeir komnir inn á Leirusjó og sagðist hann þó hafa riðið hart. Heyrði ég Sigmund Andrésson segja að það hafi hann mestan gang vitað á skipi þar sem hann hafi verið innan borðs enda voru þeir ekki fullar tvær klst. frá Hvalsnesi inn í Brunnastaðasund. Man ég vel, hve kátir þeir voru yfir því að vera komnir heim, en uggvænleg þótti þeim þá aldan á Suðurnesjasjónum og gangurinn á skipinu. Ekki hafði gefið á sjó næsta hálfan mánuð af Miðnesi. En hér fyrir innan Skagann var metafli í þorskanetin.
Svona var það þá, og svo er það enn að oft er gott að vera fljótur til hugsana og framkvæmda ef það er af viti stofnað og réttri útsjón.“

KálfatjörnNæst ætla ég að segja nokkur orð um Guðmund Guðmundsson í Auðnum (Guðmundur ríki).
Kristin P. Briem lýsir Guðmundi svo: „Guðmudur á Auðnum var vel meðalmaður á hæð, nokkuð þrekinn, beinvaxinn og herðabreiður. Vel vaxinn og fríður sýnum. Svartur á hár og skegg, hafði kragaskegg eins og þá tíðkaðist. Frekar breiðleitur í andliti. Hann var prúður í framkomu og höfðinglegur í sjón, aðgætinn í orðum og vandaði orð sín svo, að vel mátti taka til greina og athyglis það sem hann sagði.“
Guðmundur er barn þegar hann kemur á Minni-Vatnsleysu með móður sinni, þar elst Guðmundur upp og byrjar sýna útgerð. Um 17 ára aldur kaupir Guðmundur sinn fyrsta bát.
Hefur Guðmundur sinn búskap í Miðengi við Vatnsleysur og eykur skipastól sinn.
Árið 1866 flytur Guðmundur að Auðnum, hafði keypt hálfa jörðina ári áður, þá 26 ára gamall.
Þegar best lét gerði Guðmundur út 5 sex-manna för og 2 áttæringa, var sjálfur formaður á öðrum áttæringnum. Guðmundur lét smíða haffært þilskip í Noregi sem hét Auður, (18 tonn). Kostaði skip þetta 7000 kr. sem jafngilti verði 17 sex manna fara.
Árið 1894 fékk Guðmundur heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX fyrir framkvæmdir á jörðinni. Ekki tókst mér að finna neina sjóferða lýsingu með Guðmundi, hef því eftir stutta frásögn eftir Kristinn P. Briem.
„Einu sinni komum við Guðmundur ríðandi innan úr Reykjavík og var Guðmundur við skál, eins og oftast, þegar hann kom úr kaupstað. Komun við í Hvassahraun til Þórunnar Einarsdóttur, sem þar bjó, en hún var frænka konu Guðmundar. Þegar kaffið var komið á borðið, þá sest Þórunn niður hjá okkur og fer að tala við Guðmund. Hún segir: „Nú er verið að tala um að hætta að flytja inn áfenga drykki. Það verður mikil blessun, ef áfengisbannið kemst á. Þá sér maður þig aldrei drukkinn, Guðmundur minn.“ Guðmundur svarar: „Ekki er það nú víst. Áður en bannið skellur á, þá ætla ég að kaupa 10 tunnur af brennivíni og hafa á stokkunum heima.“ Þórunni brá dálítið við þetta og svarar snöggt: „Nei, það veit ég að þú gerir ekki Guðmundur.“ Guðmundur svarar: „Jú, víst geri ég það.“ Féll svo tal um þetta efni niður, en ég þekkti Guðmund nógu vel til þess að vita, að hann mundi aldrei láta sér detta í hug að safna að sér áfengisbirgðum.“
Þá fjallaði Viktor m.a. um samanburð á þessum tveimur heimilum svo sem fjölda í heimili, hjáleigum og hvorir höfðu hag af öðrum. Stikaði hann t.a.m. kirkjugólfið þegar hann lýsti lengd Valdimars og bað Magnús í Halakoti að standa upp þegar hann lýsti Guðmundi Ívarssyni, svo eitthvað sé nefnt. Ekki var annað að sjá en þarna væri lifandi eftirmynd afa hans komin.

Heimildir m.a.:
-Ágúst Guðmundsson Halakoti. Þættir af Suðurnesjum. Bókaútgáfan Edda Akureyri 1942.
-Árni Óla. Strönd og Vogar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1961.
Guðmundur B. Jónsson. Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. Útg. af höfundi 1987.
-Haukur Aðalsteinsson. Árbók Suðurnesja 1994 og 1998.
-Kristinn P. Briem. Æskuminningar frá Vatnsleysuströnd. Heimdragi. Iðunn Reykjavík 1967.
-Kristleifur Þorsteinsson. Litla skinnið. Nesjaútgáfan Reykjavík 1982.
-Kristleifur Þorsteinsson. Rauðskinna I og II, Sagnaþættir af Vatnsleysuströnd. Bókaútg. Þjóðsaga 1971.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

 

Grindavík

Í Tímanum 1950 fjallar G.Þ. um Grindavík undir fyrirsögninni “Grindavík orðin umsvifamikill útgerðarbær að nýju“:

Grindavík orðin umsvifamikill útgerðarbær að nýju”

Grindavík

Grindavík – bræðslan á fullu.

Í haust getur að líta marga tugi síldarskipa við bryggju í Grindavíkurhópi.
Í Grindavík hefir á fáum árum orðið merkileg atvinnuþróun. Fyrir tíu árum var þar aðeins útgerð lítilla trillubáta, vegna slæmra hafnarskilyrða fyrir stærri báta. Nú eru þar á þessu hausti helztu hafnarbækistöðvar síldarflotans við Suðurland. Síld er söltuð á þremur plönum, myndarlegt frystihús vinnur vetraraflann, en ný hverfi af snotrum íbúðarhúsum teygja sig upp um hraunið. Töfrasproti atvinnubyltingarinnar og tækninnar hefir snert Grindavík.

Gömul verstöð

Grindavík

Grindavíkurhöfn 1954 – loftmynd.

Grindavík hefur verið fiskiverstöð svo lengi, sem sögur fara af fiskiveiðum á Íslandi. Þar var stutt að róa á fengsæl mið, og fiskur brást sjaldan, ef gæfitir voru. Fyrr á árum var því blómlegt athafnalíf í Grindavík á þeirrar tíðar mælikvarða. Fjöldi manna komu í verið og fóru heim til sín með vænar klyfjar af skreið í vertíðarlok.
Svo varð Grindavík eftir ein og yfirgefin, þegar tæknin kom til sögunnar, og bæirnir risu fyrst þar sem hafnarskilyrðin voru bezt fyrir stærri báta. Blómleg verstöð var ein og yfirgefin að kalla, á móts við það, sem áður var.

Sjósókn fyrir opnu hafi

Grindavík

Grindavík – innsiglingin.

Þó hafa Grindvíkingar allt af stundað sjóinn af harðfengi og dugnaði, enda oft þurft á karlmennskunni að halda í baráttunni við úfinn sjóinn, úti fyrir ströndinni, þar sem úthafsöldur Atlantshafsins skella á hörðum skerjum í allri sinni tign og veldi. Fáum varð því þörf á stærri og betri bátum til Sjósóknar en einmitt Grindvíkingum, er stunduðu sjóinn eingöngu fyrir opnu úthafinu, og áttu oft allt undir því, að lendingin heppnaðist vel.

Höfnin og hraðfrystihúsið

Grindavík

Grindavík 1957 – loftmynd.

Á árunum fyrir styrjöldina var all mikil útgerð opinna trillubáta frá Grindavík. Hafnarskilyrðin leyfðu ekki notkun stærri báta þaðan. En þegar hafnarbæturnar byrjuðu að koma eftir 1940, stækkuðu bátarnir.
Árið 1942 gerður Grindvíkingar myndarlegt átak til að koma á fót frystihúsi og tókst það. Hraðfrystihús Grindavíkur á áreiðanlega sinn mikla þátt í því, auk hafnarbótanna, að Grindavík er það sem hún er. Jafnhliða hafnarbótum varð að sjá fyrir möguleikum til að hagnýta aflann, sem bezt. Þetta mun frystihúsinu líka hafa tekizt undir hagkvæmri stjórn Guðsteins Einarssonar, hreppstjóra í Grindavík. Það annast saltfiskþurrkun, þegar sú verkunaraðferð kallar að, og hefir með höndum um fangsmikla síldarsöltun, þegar síldin veiðist í Grindavíkursjónum.

Sameiginlegt átak Grindvíkinga

Grindavík

Grindavík – hraðfrystihúsið.

Grindvíkingar eiga frystihúsið svo til allir í félagi. Hreppsbúar tóku höndum saman og komu upp þessu atvinnutæki til að skapa sér betri aðstöðu í lísbaráttunni og lögðu hvorki mefra né minna en 100 manns fé af mörkum til að koma því upp. En hafnarmálin hafa verið erfiðust viðureignar fyrir Grindvíkinga, þó að nú horfi orðið vel um þau. Í fyrstu var unnið að bryggjugerð í Járngerðar- og Þórkötlustaðahverfi. En síðan ákveðið var að legja áherzlu á að gera bátahöfn í Hópinu og gera innsiglinguna í það færa stærstu fiskibátum, hefir hin nýja Grindavík einkum risið upp í Járngerðarstaðahverfinu. En skammt er á milli og öll hverfin þrjú eru Grindavík.

„Skipaskurðurinn” í Grindavík

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið.

Verulegur skriður komst ekki á hafnarframkvæmdir í Grindavík, fyrr en 1945. En síðan hefur þeim miðað ört áfram, og nú er verið að vinna þar að byggingu rúmgóðrar bátbryggju, sem byggð er innan við sjóvarnargarðinn sem er steinsteyptur og traustur. Bryggjan, sem búið var að byggja út frá varnargarðinum, er nú orðin allt of lítil fyrir þá útgerð, sem nú er þegar orðin af stærri bátum frá Grindavík.
En sérstæðasta verkefnið við hafnargerðina í Grindavík er “skipaskurðurinn”, sem gerður hefur verið inn í Hópið. Þessi skurður er að vísu ekki skurður nema um fjöru, því þegar flóð er, flæðir yfir bakkana og klappirnar í kring, en eigi að síður verða bátarnir að sigla þarna eftir skurðinum, þótt flóð sé. Hefur verið komið fyrir háum stöngum á bökkunum, svo að sjómenn geti áttað sig á leiðinni, þegar hátt er í sjó.

Dýpkun innsiglingarinnar

Grindavík

Grindavík – Dýpkunarskipið Grettir annaðist m.a. dýpkun hafnarinnar.

Þessi miklvægu mannvirki er hvergi nærri lokið ennþá.
Í sumar hefir verið unnið að því að dýpka innsiglinguna, svo að hún er nú orðin það djúp, að stærstu bátar geta farið þar út og inn, hvernig sem stendur á sjó.
Næsti áfangi í framfaramálum Grindvíkinga er að auka hafnarbæturnar, svo að millilandaskipin geti komið þar að bryggju til að sækja afurðir til útflutnings og flytja nauðsynjavörur til atvinnurekstursins. Eins og nú er fara flutningarnir fram á landi til næstu útflutningshafnar, Keflavíkur.

Byrjuðu á áraskipum — en enda kannske á togara

Grindavík

Árabátar.

Gömlu mennirnir í Grindavík muna tímana þrenna í atvinnumálum kauptúnsins. Þeir sóttu sjó á áraskipunum gömlu um aldamótin, á opnum trillubátum fram að síðasta stríði og loks nú á stórum vélbátum.

Þróun bátaútvegsins í Grindavík fylgdi framþróun og endurbótum hafnarinnar
Segja má, að bátarnir hafi stækkað eftir því sem innsiglingin í Hópið dýpkaði. Þegar trillubátunum fækkaði komu í staðinn 4—8 smálesta vélbátar, því næst bátar 10—16 lesta og loks bátar 20—80 lesta. Var þannig skipt um bátastærðir þrisvar sinnum í Grindavík á fáum árum, meðan höfnin var að skapast, því að stóru bátarnir gerðu Grindvíkingum það kleyft að stunda sjóinn úti fyrir hinni brimóttu strönd betur en hægt var áður á litlu bátunum. Vel getur svo farið, að áður en mörg ár eru liðin, verði fyrsti Grindavíkurtogarinn kominn þar að bryggju, ef hafnarframkvæmdir verða jafn örar í Grindavík á næstu árum og þær hafa verið upp á síðkastið.

Gamla og nýja Grindavík á sama blettinum

Grindavík

Grindavíkurhöfn 1968 – loftmynd.

Grindavík hefur skipt um svip, Nú þessa dagana má oft sjá þar inn á höfninni 40—60 stóra og sterkbyggða síldarbáta. Þegar maður kemur þjóðveginn ofan úr hrauninu til Grindavíkur, heilsa manni hverfi fallegra íbúðarhúsa og reisulegur nýr barnaskóli. En niður við sjóinn er gamla og nýja Grindavík á svo til sama blettinum. Himinháum tunnustöflum er ekið eftir þröngum stígum milli gamalla, rauðmálaðra húsa.
Á sjávarbakkanum eru grasigrónar rústir gamalla búða, en gamall bátur brotinn og fúinn liggur undir búðarvegg. Hann er fulltrúi sama tímabilsins, og á bezt heima þarna undir búðarveggnum, og heldur sér við vegginn af gamalli tryggð, þó nú séu þar hænsni í kofa.

Sildarstúlkur og síldarstrákar — kokkurinn hleypur til skips

Grindavík

Grindavíkurbátar 1955.

Niðri á Hópinu liggja við bryggjur 40 — 60 stórir og sterklegir síldarbátar, meðan losaður er aflinn, sem fenginn er úr Grindavíkursjó. Síldartunnubreiðunum fjölgar upp við hraunið, og hraðfrystihúsið gnæfir hátt við rústir gamalla verbúða ofan við myndarleg hafnarmannvirki, sem enn eru í smíðum.
Á bryggjum og götum kauptúnsins er líf og fjör, síldarstúlkur og síldarmenn. Strákarnir af síldarbátunum þykir illt að komast ekki að til löndunar, en þeir kunna líka að meta þann frið, sem þeir fá til þess að ganga upp um götur og hraun. Áður en varir kemur kokkurinn kannske hlaupandi fyrir blint horn með ótal pakka í fanginu. Líklega er báturinn hans að leggja frá, og guð má vita nema hann týni einhverjum pakkanum á leiðinni.” – GÞ.

Heimild:
-Tíminn, 211. tbl. 26.09.1950, Grindavík orðin umsvifamikill útgerðarbær að nýju – G.Þ., bls. 7 og 8.

Grindavík

Grindavík 2021.

Vogar - skilti

Í Vogum, ofan við innri Vogavíkina, er upplýsingaskilti um Hólmabúðir og Gullkistuna. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Hólmabúðir og Gullkistan
VogarÍ Hólmanum hefur eflaust verið veiðistöð um margar aldir en saga þeirrar útgerðar er glötuð. Frá um 1830 þekkja menn hins vegar söguna þegar verstöðin Hólmabúðir rísa. Þá risu hin svokölluðu “anleggshús” sem menn nefndu í daglegu tali salthús og fisktökuhús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er að hér hafi verið gerðir út 18-20 bátar þegar best lét á 19. öld og sjómenn og landverkafólk verið um 140-150. Ummerki verstöðvanna eru óðum að hverfa þó enn megi sjá leifar af miklum mannvirkjum, húsagrunnum, kálgörðum, upphlöðnum torfveggjum, uppsátur og grjótbyrgjum fremst á Hólmanum þar sem sjómenn hafa salta fisk sinn.
Seinastur með útræði í Hólmanum árið 1910-1012 var Haraldur Böðvarsson. Eftir það flutti hann útgerðina, fyrst til Sandgerðis og síðar til Akraness.
Fiskimiðin undir Vogastapa voru kölluð Gullikistan vegna mikillar og góðrar veiði. Þjóðsagan sefir frá mikilli fiskgengd undir Reykjanesskagann, í göngum sem lágu frá Grindavík og komu upp undan Vogastapa.

Bæirnir undir Vogastapa
Vogar
Undir Vogastapa er lítið undirlendi. Vestast þar sem udirlendið er minnst voru Kerlingabúðir. Þar voru sjóbúðir sem sorfnar hafa verið burt af sjávarróti og landeyðingu. Um Kerlingabúðir eru til þjóðsögur.
Næst kom Stapabúð, síðast í ábúð árið 1896, þá Brekka sem lagðist í eyði árið 1928 og í Hólminum var þurrabúð. Stapabúð og Brekka voru grasbýli og greiddu þau landskuld til Stóru-Voga, er átti landið. Undir Stapanum sést ekki til sólar í 18 vikur.

Pramminn á Langaskeri
Vogar
Pramminn á Langaskeri var hluti af færanlegri höfn bandamanna við innrásina í Normandí í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Tilgangurinn var að auðvelda hraða uppskipun hergagna og herliðs úr stórum herskipum sem ristu djúpt og komust ekki nálægt ströndinni.
Eftir stríðið keypti íslenskur athafnamaður, Óskar Halldórsson, nokkra pramma og lét draga þá hingað til lands. Prammarnir voru notaðir í hafnargerð, þeim var sökkt og fylltir grjóti og steypu.
Vogar