Færslur

Svartsengi

Áhrif álvera á Íslandi – þungmálmar og brennisteinn í mosa
“Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands hélt  fyrirlestur í nóv. 2007 þar sem hann gaf stutt yfirlit yfir vöktun á þungmálmum í Evrópu á síðustu áratugum og segir frá helstu niðurstöðum rannsóknanna hér á landi, einkum í nágrenni iðjuveranna í Straumsvík og á Grundartanga.
MosadauðiÍ Evrópu hefur um árabil farið fram vöktun á magni þungmálma í mosum með það að markmiði að fylgjast með mengun í andrúmslofti. Íslendingar hafa tekið þátt í þessu fjölþjóðlega verkefni á fimm ára fresti frá árinu 1990 og hefur tildurmosa (Hylocomium splendens) verið safnað víðs vegar um land og þungmálmar (As, Cd, Cr, Cu, Fe, Hg, Ni, Pb, V, Zn) greindir. Síðust árin hefur brennisteinn (S) einnig verið mældur.
Vöktun með mosaaðferðinni byggist á því að mosar, einkum þeir sem mynda breiður, fá mestan hluta næringar sinnar með úrkomu og ryki sem á þá fellur. Málmarnir safnast fyrir í mosanum og því endurspeglar magn þeirra hreinleika þess andrúmslofts sem um mosann hefur leikið.
Árin 2000 og 2005 var mosa einnig safnað til mælinga á þungmálmum bæði við álverið í Straumsvík og í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. Var það hugsað sem upphaf vöktunar á þungmálmum við álverin. Sumarið 2005 voru þessar rannsóknir endurteknar og vöktun einnig hafin í nágrenni verksmiðjanna á Grundartanga.
MosadauðiNiðurstöðurnar sýna að styrkur flestra þeirra efna sem mæld voru reyndist vera hærri í nágrenni iðjuverana í Straumsvík og á Grundartanga en bakgrunnsgildin gefa til kynna. Þessi áhrif eru þó mjög mismikil eftir efnum. Í Straumsvík kemur talsvert af þungmálmum einnig frá iðnaði í nágrenninu og á Grundartanga leggur Járnblendiverksmiðjan til talsvert af viðbótarefnum.
Á stórum svæðum á landinu urðu einnig töluverðar breytingar á styrk efna sem ekki verða raktar til innlends iðnaðar eða beint til umsvifa manna hér á landi.
Tildurmosi (Hylocomium splendens) er algeng mosategund hér á landi. Hann vex víða í breiðum og myndar afmarkaða árssprota. Tildurmosi er því mjög heppilegur til mælinga á þungmálmum. Með þessum rannsóknum fæst yfirlit yfir dreifingu þungmálma á landinu og hvort breytingar hafa orðið með tíma.
Vöktun á þungmálmum í mosa er sérstaklega mikilvæg í ljósi þess að iðnaður fer nú vaxandi hér á landi auk þess sem alltaf má búast við að eldvirkni geti haft veruleg áhrif á magn sumra efna í andrúmslofti og þar með á lífríki Íslands.
MosadauðiÁrin 1990 og 1995 sá Rannsóknastofnun landbúnaðarins um framkvæmd rannsóknanna en eftir það hefur Náttúrufræðistofnun Íslands séð um verkið. Auk þessara stofnana hefur verkefnið verið styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, umhverfisráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, Umhverfisstofnun, stóriðjufyrirtækjum o.fl.

Mosi drepst við Hellisheiðarvirkjun
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru að Hellisheiðarvirkjun föstudaginn 5. september eftir að hafa fengið ábendingu um að mosi hefði drepist á nokkru svæði vestan við virkjunina. Skoðuðu þeir svæðið milli Þjóðvegar 1, Svínahrauns og vegarins að virkjuninni. [Síðan hefur komið í ljós, sem reyndar flestir vissu, að mosi hefur verið að drepast í nágrenni við Svartsengisvirkjun ofan við Grindavík allt frá því að virkjunin tók til starfa.]
Á þessu svæði er mosinn hraungambri ríkjandi og myndar hann þar þykkt mosateppi, einkum á hraunbungum. Í lægðum setja háplöntur mikinn svip á gróður þótt hraungambri finnist þar í nokkrum mæli. Athuganirnar leiddu í ljós að mosinn er allvíða talsvert skemmdur. Mestar eru skemmdirnar í brúnum sem snúa í átt að virkjuninni. Skemmdir eru hins vegar litlar í lautum og uppi á hraunbungum.

Sveppir

Vaxtarsprotar mosans hafa drepist og göt hafa komið í mosaþekjuna. Eldri og hálfrotnaðir mosastönglar standa eftir og þekja yfirborð. Nánast hvergi sér í mold. Aðrar tegundir virðast hafa orðið fyrir mun minni áhrifum. Þó má allvíða merkja að blaðendar stinnastarar, sem þarna vex með mosanum, eru óvenju dökkir. Einnig sáust merki um að hattsveppir væru dekkri á þeirri hlið sem snéri að virkjuninni.
Skemmdirnar eru mismiklar, einna mestar eru þær norðvestan við virkjunina en einnig eru talsverðar skemmdir norðaustan við Þjóðveg 1. Þær eru greinilega mun minni við jaðar Svínahrauns en ná þar aðeins upp í hraunjaðarinn en lítið sem ekkert upp á hraunið.

Hvað drepur mosann?
Á þessu stigi er ekki ljóst hvað veldur mosadauðanum en útbreiðsla skemmdanna og ummerki benda ekki til þess að skaraveður eða rof hafi valdið þeim. Hins vegar er mun líklegra að um einhvers konar mengun sé að ræða. Hellisheiðarvirkjun losar brennisteinsvetni í talsverðum mæli og er hugsanlegt að mosadauðann megi rekja til brennisteins. Myndirnar sem hér fylgja sýna skemmdirnar nokkuð vel. Ekki er hægt að fullyrða á þessu stigi hvort skemmdirnar ná út fyrir það svæði sem skoðað var en það þyrfti að kanna.”

Mosadauði

Til viðbótar má geta þess, án allra tímafrekra vísindalegra rannsókna, að mosadauði í nágrenni við jarðvarmavirkjanir er og hefur verið staðreynd um langt skeið. Hann hefur verið vel þekktur af þeim, sem að virkjunum hafa staðið. Þeir hinir sömu hafa hins vegar þagað þunnu hljóði í von um að ekki vitnaðist. Betra hefði verið ef þeir hefðu vakið athygli á fyrirbærinu fyrr í von um að finna mætti aðferð til að koma í veg fyrir, eða a.m.k. minnka líkur á, slíku tjóni í framtíðinni.
Núlifandi kynslóðir munu áfram upplifa niðurlægingu gróðurs umhverfis (hinar umhverfisvænu) gufuaflsvirkjanir. Og þrátt fyrir skammlífi slíkra virkjana (ca. 40-60 ár) munu næstu kynslóðir ekki fá að njóta endurheimt gróðursins því á svæðunum mun ríkja auðn næstu aldirnar.

Heimildir m.a.:
-www.ni.is
-Sigurður H. Magnússon, Áhrif álvera á Íslandi – þungmálmar og brennisteinn í mosa: 7. nóvember 2007.
-Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur, Mosi drepst við Hellisheiðarvirkjun: 8. september 2008.
Nesjavallavirkjun

Ölkelduháls

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum allt að 135 MW jarðvarmavirkunar á Bitru,
Sveitarfélaginu Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi, samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Af Á Ölkelduhálsiúrskurðarorðunum að dæma myndu sömu rök og hér eru notuð gilda og um öll önnur fyrirhuguð jarðvarmavirkjunarsvæði á Reykjanesskaganum.
“Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. Skipulagsstofnun telur ljóst að upplifun ferðamanna innan áhrifasvæðis Bitruvirkjunar myndi gerbreytast þegar horft er til umfangs fyrirhugaðra framkvæmda og þeirra ásýndarbreytinga sem þær hefðu í för með sér. Stofnunin telur að í ljósi þess yrði ferðaþjónusta og útivist eins og hún er stunduð í dag samkvæmt framlögðum gögnum ekki lengur möguleg innan áhrifasvæðis virkjunarinnar.
Stofnunin telur að ráða megi bæði af umfjöllun í matsskýrslu sem og í umsögnum og Maríuerluegg á Ölkelduhálsiathugasemdum að um verði að ræða mikil neikvæð, óafturkræf og varanleg áhrif á ferðaþjónustu og almenna útivist vegna breyttrar ásýndar svæðisins og verulegs ónæðis af völdum hávaða bæði á framkvæmda- og rekstartíma. Fyrirhugað framkvæmdasvæði Bitruvirkjunar er að stórum hluta til inni á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Ástæða fyrir skráningu svæðisins á náttúruminjaskrá er stórbrotið landslag og fjölbreytileg jarðfræði, m.a. jarðhiti. Þá njóta hverir, laugar og hraunið úr Tjarnarhnúki verndar samkvæmt 37. gr. náttúruverndarlaga. Á undanförnum árum hefur, samkvæmt matsskýrslu, það sjónarmið fengið aukið vægi í landslagsmati að svæði með tilteknu landslagi hafi meira verndargildi sem heild en vegna sérstakra, stakra, náttúrufyrirbæra. Breytingar á slíkum heildum hafa áhrif á heildarsvip landsins og sundra jafnvel heildinni. Mannvirki Bitruvirkjunar munu valda talsverðum neikvæðum áhrifum á upplifun landslags á svæði sem í dag hefur ákveðið gildi og nýtur sérstöðu vegna þess að þar eru fá og lítt áberandi mannvirki. Þannig breytist ásýnd landsins úr því að vera náttúrulegt yfir í manngert. 

Í Reykjadal

Ferðalangar sem nú aka um veginn inn á  Bitru koma skyndilega inn í litskrúðugt og fjölbreytt landslag og útsýni sem teygir sig yfir til Þingvallavatns. Þrátt fyrir núverandi verksummerki af mannavöldum hefur svæðið enn að geyma óvænta upplifun fáfarins svæðis.
Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mannvirki við Bitru muni rýra gildi svæðis sem er á náttúruminjaskrá m.a. vegna landslags. Virkjun á þessu svæði muni hluta niður svæði á náttúruminjaskrá, þar sem landslag miðað við núverandi ástand, myndi nær óraskaða heild sem gefi svæðinu gildi.”
Orkuveita Reykjavíkur hefur slegið frekari framkvæmdum á svæðinu á frest. Maríuerlan, sem hafði gert sér hreiður á fyrirhuguðu virkjunarsvæði mun því fá tækifæri til að koma upp unga sínum þetta sumarið.
Í raun gildir, sem fyrr sagði, framangreindur úrskurður um öll lítt eða óröskuð svæði Reykjanesskagans. Við sérhvert þeirra eru bæði landslagsheildir sem og/eða friðuð nútímahraun. Og á hvaða svæði skagans myndi slík virkjun ekki hafa “verulega neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu, þar sem um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins“?
Maríuerlan reynir að draga athygli frá hreiðrinu

Hópefli

Kári Jónason skrifaði um útivistar- og virkjanamöguleika á Reykjanesskaga í Fréttablaðið þann 8. september 2006:
Svartsengi“Landshættir hér á landi eru gjarnan þannig að á sömu stöðunum fara saman mikil náttúrufegurð og álitlegir virkjunarkostir. Á þetta bæði við um jarðvarmavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir, eins og öllum ætti að vera kunnugt núorðið.
Kárahnjúkavirkjun hefur mikið verið í umræðunni sem eðlilegt er, og þar sýnist sitt hverjum. Sú umræða hefur svo leitt til þess að augu manna hafa beinst að öðrum vatnsaflsvirkjunarkostum á landinu, sem reyndar er bæði gömul umræða og ný. Minna hefur hins vegar verið tekist á um jarðvarmavirkjanir fyrr en nú á allra síðustu misserum, en því er ekki að leyna að þær hafa einnig í för með sér breytingar á umhverfinu, þótt með öðrum hætti sé.

Hengill

Hengill.

Í næsta nágrenni við höfuðborgina og nálægar byggðir eru mikil eldfjallasvæði, sem jafnframt eru upplögð útivistarsvæði, þótt þau sé mörgum íbúum á Suðvesturlandi ókunn. Það er oft þannig að menn leita langt yfir skammt til að komast í ósnortna náttúru. Reykjanesskaginn allur býður upp á mikla möguleika bæði sem útivistar- og náttúrusvæði og svo virkjunarkosti fyrir jarðvarmaveitur. Nú þegar eru miklar virkjanir á vestasta hluta skagans og svo á Hengilssvæðinu. Stór svæði um miðbik hans eru hins vegar tiltölulega ósnert, utan þess að þar hafa á nokkrum stöðum verið boraðar tilraunaholur til að kanna hvað felst þar í iðrum jarðar, og síðan hefur verið óskað eftir að fara í frekari tilrauna- eða rannsóknaboranir, þar sem eru óspillt svæði.
HellurÞað eru þessi ósnortnu svæði á Reykjanesskaganum, sem menn þurfa nú að fara að taka ákvörðun um hvað gert verður við. Þeim ætti eindregið að hlífa við hvers konar raski, nema að gera eitthvað til að þau verði aðgengilegri fyrir gesti og gangandi. Þeim má alls ekki spilla með virkjunum og því sem þeim fylgir.
Nesjavallavirkjun er austast á þessu svæði og með virkjun og vegalagningu þangað má segja að opnast hafi nýr heimur fyrir marga. Mikill fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna leggur leið sína þangað árlega og það er eiginlega fastur liður að fara þangað með erlenda tignarmenn sem koma hingað í heimsókn, til að kynna fyrir þeim á auðveldan og aðgengilegan hátt þær orkulindir sem eru hér í jörðu.

Hellisheiðavirkjun

Við Hellisheiðavirkjun.

Íslendingar gera sig nú æ meira gildandi varðandi nýtingu á jarðvarma í öllum heimshlutum og þar er byggt á reynslunni af slíkum verkefnum hér heima. Svipaða sögu er að segja af nýtingu jarðvarmans vestast á Reykjanesskaganum – það kemur varla nokkur útlendingur til landsins án þess að heimsækja Bláa lónið.
Það er því miðja skagans sem fyrst og fremst þarf að verja og vernda frá strönd til standar, jafnframt því að svæðið verði gert aðgengilegt fyrir þá sem vilja njóta þess. Þarna eru miklir möguleikar fyrir hendi til útivistar, ekki aðeins á þeim svæðum þar sem jarðhiti er talinn nýtanlegur heldur ekki síður við og upp af suðurströndinni. Nægir þar að nefna Krísuvíkurbjarg, Ögmundarhraun og Seltanga, að ógleymdum Selvogi og svæðinu þar í kring.”

Heimild:
-Útivistar- og virkjanamöguleikar geta farið saman – Reykjanesskagi – Kári Jónasson skrifar – Fréttablaðið 8. september 2006, bls. 24.

Reykjanesvirkjun

Í Reykjanesvirkjun.