Ölkelduháls

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum allt að 135 MW jarðvarmavirkunar á Bitru,
Sveitarfélaginu Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi, samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Af Á Ölkelduhálsiúrskurðarorðunum að dæma myndu sömu rök og hér eru notuð gilda og um öll önnur fyrirhuguð jarðvarmavirkjunarsvæði á Reykjanesskaganum.
“Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. Skipulagsstofnun telur ljóst að upplifun ferðamanna innan áhrifasvæðis Bitruvirkjunar myndi gerbreytast þegar horft er til umfangs fyrirhugaðra framkvæmda og þeirra ásýndarbreytinga sem þær hefðu í för með sér. Stofnunin telur að í ljósi þess yrði ferðaþjónusta og útivist eins og hún er stunduð í dag samkvæmt framlögðum gögnum ekki lengur möguleg innan áhrifasvæðis virkjunarinnar.
Stofnunin telur að ráða megi bæði af umfjöllun í matsskýrslu sem og í umsögnum og Maríuerluegg á Ölkelduhálsiathugasemdum að um verði að ræða mikil neikvæð, óafturkræf og varanleg áhrif á ferðaþjónustu og almenna útivist vegna breyttrar ásýndar svæðisins og verulegs ónæðis af völdum hávaða bæði á framkvæmda- og rekstartíma. Fyrirhugað framkvæmdasvæði Bitruvirkjunar er að stórum hluta til inni á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Ástæða fyrir skráningu svæðisins á náttúruminjaskrá er stórbrotið landslag og fjölbreytileg jarðfræði, m.a. jarðhiti. Þá njóta hverir, laugar og hraunið úr Tjarnarhnúki verndar samkvæmt 37. gr. náttúruverndarlaga. Á undanförnum árum hefur, samkvæmt matsskýrslu, það sjónarmið fengið aukið vægi í landslagsmati að svæði með tilteknu landslagi hafi meira verndargildi sem heild en vegna sérstakra, stakra, náttúrufyrirbæra. Breytingar á slíkum heildum hafa áhrif á heildarsvip landsins og sundra jafnvel heildinni. Mannvirki Bitruvirkjunar munu valda talsverðum neikvæðum áhrifum á upplifun landslags á svæði sem í dag hefur ákveðið gildi og nýtur sérstöðu vegna þess að þar eru fá og lítt áberandi mannvirki. Þannig breytist ásýnd landsins úr því að vera náttúrulegt yfir í manngert. 

Í Reykjadal

Ferðalangar sem nú aka um veginn inn á  Bitru koma skyndilega inn í litskrúðugt og fjölbreytt landslag og útsýni sem teygir sig yfir til Þingvallavatns. Þrátt fyrir núverandi verksummerki af mannavöldum hefur svæðið enn að geyma óvænta upplifun fáfarins svæðis.
Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mannvirki við Bitru muni rýra gildi svæðis sem er á náttúruminjaskrá m.a. vegna landslags. Virkjun á þessu svæði muni hluta niður svæði á náttúruminjaskrá, þar sem landslag miðað við núverandi ástand, myndi nær óraskaða heild sem gefi svæðinu gildi.”
Orkuveita Reykjavíkur hefur slegið frekari framkvæmdum á svæðinu á frest. Maríuerlan, sem hafði gert sér hreiður á fyrirhuguðu virkjunarsvæði mun því fá tækifæri til að koma upp unga sínum þetta sumarið.
Í raun gildir, sem fyrr sagði, framangreindur úrskurður um öll lítt eða óröskuð svæði Reykjanesskagans. Við sérhvert þeirra eru bæði landslagsheildir sem og/eða friðuð nútímahraun. Og á hvaða svæði skagans myndi slík virkjun ekki hafa “verulega neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu, þar sem um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins“?
Maríuerlan reynir að draga athygli frá hreiðrinu