Lúther

Þórunnarsel í Brynjudal gefur tilefni til vangaveltna varðandi selstöður í Brynjudal (og víðar). “Samkvæmt Jarðabókinni 1703 eru “berbeinur og skógarrunnar” búnar að eyðileggja Þórunnarselstæðið, sem og hrjóstur og mosi.
Í árdaga landsins þegar það var viði vaxið milli fjalls og fjöru má ætla að selstæðin hafi frekar verið á Selið sunnan við ánaberangri (þ.e. norðan í móti) en ekki þar sem ryðja þurfti skóg (móti sólu) og því má ætla að fyrsta selstaða í dalnum hafi verið innst og syðst þar sem minnstur skógur var, þ.e. lægstur gróður, s.s. á Selflötum. Svo þegar landið kólnaði hefur þurft að færa selstöður á hlýrra svæði, þ.e. undir fjallahlíðar mót sólu. Allt var þetta þó háð veðurfari og búskaparháttum frá einu tímabili til annars. Telja má að mögulegt væri að heimfæra norskar selstöður hingað um árið þúsund. Menn hafa plantað þeim á sömu staði  hér og í Noregi  því staðhættir voru svipaðir og menn tóku sína siði með sér í önnur lönd, sbr. Vestur-Íslendinga.
Það má huga að því að þar sem skóglendi var hér í árdaga þá byggðu menn bú á mörkum (og ofan við) skóganna, sbr. Garðaflatir og Skúlatún (Múlatún) Gullbr.sýslu. Tóftir í fjöllum ofan Síðubæja í V-Skaftafellssýslu. Heilsárstóftir sem fara undir Kárahnjúkastíflu í S-Þingeyjarsýslu (Vestur-öræfum, upp af Hrafnkelsdal) og víðar.
Jarðabókin segir svo um selið: “Þórunnarsel liggur og í Ingunnarstaða landi, þar ætla menn bygð hafi verið til forna, og sjest þar bæði fyrir girðingum og tóftaleifum. Enginn veit nær það hafi eyðilagst, en eyðileggingunni valdið hafi snjóþýngd og vetrarríki. Hafa nú Ingunnarstaðamenn þar selstöðu þá er þeim líkar. Túnstæði alt er í
hrjóstur og mosa komið, og í því bæði berbeinur og skógarrunnar; kann því valla eður ekki aftur að byggjast, nema Ingunnarstöðum til baga og þó með stórerfiði.” Jafnframt er þess getið að Hrísakot í Brynjudal hafi haft selstöðu á heimajörð og það á fleiri en einum stað.”
Selið norðan við ánaBerbeinur virðast hafa verið lauflaus tré, lágvaxin og jafnvel dauð. Runnar virðast og hafa verið komnar yfir selstöðuna (að hluta eða öllu leyti). Gróðurlítið og mosi. Það gæti vel staðist að selið hafi í fyrstu verið í sunnanverðum dalnum og síðan verið fært yfir ána. Á móti kemur að seltóftirnar að sunnanverðu virðast bæði nýlegri og reglulegri en hinum megin.
Af öðrum seltóftum á Reykjanesskaganum að dæma virðist hafa komist meiri regla á húsagerðina síðar. Svo virðist sem selin hafi jafnan tekið mið af húsagerðinni heimafyrir og þróun hennar. Yngstu selin virðast bæði stærst og reglulegust. Þar gæti þó tíminn haft eitthvað að segja, þ.e. nýjustu selin eru greinilegri en þau eldri og því virst stærri. Úr þessu fæst ekki skorið fyrr en nokkur valin sel verða grafin upp, þau aldursgreind og borin saman.
Ekki er útilokað að selið (núverandi tóftir) að sunnanverðu hafi byggst upp úr eldra seli, sem gæti þá hafa verið Þórunnarsel. Seltóftirnar að norðanverðu er erfitt að greina, að öðru leyti en því að þær eru mjög gamlar og í betra skjóli. Þá skemmir svolítið fyrir að fjárhús (með miklu grjóti) hefur verið byggt við þá selstöðu. Grjótið úr nefndum görðum gæti hafa verið notað í fjárhúsið og Þórunnarsel þá verið þar. Reyndar gætu báðar seltóftirnar verið leyfar Þórunnarsels – frá mismunandi tímum.
Hrísakot á að hafa haft selstöðu á eigin landi og víðar en á einum stað. Spurning er um selstöðu í Seldal. Hún gæti hafa verið frá Múla, en líka frá Ingunnarstöðum (eða Þorbrandsstöðum). Hrísakot gæti hafa átt land austan í dalnum, en mörkin gætu hafa (og hafa eflaust) tekið breytingum frá einum tíma til annars (sbr. tengsl og kaup jarðanna). Þegar rætt var við LLitla-Botnsselúther Ástvaldsson á Þrándarstöðum, fróðasta núlifandi mann um minjar í Brynjudal, ltaldi hann Þórunnarsel þarna sunnan við ána, enda áberandi. Þá mundi hann ekki eftir selstöðu norðan við ánna. Ætla má að skútinn og aðstæður (runnar og takmarkaður gróður), sem þar er, gæti gefið tilefni til að ætla að þar hafi verið eldra sel.
Áhugavert væri að grafa skurð við syðra selið og skoða þykkt og gerð varðvegsins. Ef mikið af gömlum rótum eða greinum þar gæti það staðfest framangreinda hugmynd eða að öðru leyti lýst því hvernig aðstæður hafa verið þar áður fyrr. Jarðvegurinn að sunnanverðu er nú grynnri, en þó eru þar enn svæði, ekki ósvipuð þeim að sunnanverðu, sbr. grasbeðin þar við ánna.
Á þessu svæði gætu verið tóftir fleiri selja, s.s. innar með ánni. Menn nýttu jafnan ystu möguleg mörk jarðanna fyrir selstöðu, einkum í fyrstu. Virðist það hafa verið til að undirstrika eignarrétt sinn á landinu, auk þess sem með þeim hætti var nýtingin best. Oft var ágreiningur um landamerki og þá var ekki verra að hafa þar mannvirki er gátu staðfest eignarréttinn.
Selin virðast mörg hafa lagst af á 17. og 18. öld, bæði vegna mikilla kulda, hungurs og mannfæðar. Mannfæðin varð einmitt ein ástæða þess að selin lögðust alveg af á 19. öldinni, en í millitíðinni virðist hafa verið teknar upp selstöður frá betri megandi bæjum. Kuldinn og fátæktin gæti einnig hafa orðið til þess að kot voru byggð upp úr aflögðum seljum. Það átti þó ekki við um selin á Reykjanesskaganum.
Á síðasta stigi selsbúkaparins virðist annar háttur hafa verið hafður á en fyrrum og staðsetning seljanna önnur, þ.e. voru færð nær bæjum, einkum þar sem selsgatan var löng fyrir. Aðrar ástæður hafa og örugglega verið til staðar og stundum staðbundnar. Enn vantar flestar grunnrannsóknir v/þennan þátt búskaparsögunnar. Þangað til verður meira og minna um ágiskanir að ræða.
Brynjudalurinn er langt í frá að hafa verið tæmdur. Ætluninn er að skoða grónar tóftir sels í Eyjadal (4 km gangur), þ.e. sel frá Eyjabæjunum svo og sel í Svínadal og Trönudal (frá Möðruvöllum og Írafelli). Þessi sel gætu svarað að hluta framangreindum vangaveltum.

Í Þórunnarseli