Út á brún – og önnur mið – Haukur Aðalsteinsson

Hólmabúð

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar gaf árið 2022 út bókina „Út á Brún og önnur mið; útgerðarsaga Vatnsleysustrandarhrepps til 1930„. Höfundur er Haukur Aðalsteinsson. Um er að ræða umfangsmikið ritverk um efnið.

Út á brúnÍ 1. kafla bókarinnar um „Sögusvið og forsögu“ á bls. 15 má lesa eftirfarandi um „Landnámið“:

„Frá því að Ingólfur Arnarsson nam hér land hefur lífsbarátta fólks, í landnámi því sem við hann er kennt, lengst af snúist um sjósókn og fiskveiðar og er byggðamyndun á Suðurnesjum til forna lýsandi dæmi um það. Býli voru öll sett niður við sjávarsíðuna og byggðin því dæmigerð strandbyggð þar sem íbúarnir höfðu viðurværi sitt að mestu af sjávarfangi. Þegar farin er leiðin suður með sjó í hinu forna landnámi Ingólfs og komið nokkuð suður fyrir Straum kemur að mörkum Vatnsleysustrandarhrepps. Í Landnámu segir að efir að Ingólfur nam land vildi hann gefa frændkonu sinni Steinunni gömlu „Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun“, en hún vildi kaup kalla og gaf fyrir heklu eina flekkótta þar sem henni þótti það óhættara við riftingum.
Stóru-VogarAf þessu landnámi sínu gaf Steinunn síðan frænda sínum og fóstra, Eyvindi að nafni, land allt milli Kvíguvogabjargs og Hvassahrauns – afmarkað landsvæði innan landnámsins er síðar arð Vatnsleysustrandarhreppur. Á árinu 1596 voru Njarðvíkurnar sameinaðar hreppnum og voru mörkin þá frá Hraunsnesi við Hvassahraun að og með Vatnsnesi við Keflavík og skiptist í tvær kirkjusóknir, Kálfatjarnarsókn og Njarðvíkursókn, þar til hreppnum var skipt eftir sóknum árið 1889. Þann fyrsta janúar árið 2006 var nafni sveitarfélagsins breytt í Sveitarfélagið Vogar. Hér verður sögusviðið miðað við elstu mörk héraðsins sem jafnframt nær yfir kirkjusókn Kálfatjarnar, svæðið frá Hvassahrauni að Vogastapa.“

Heimild:
-Út á brún – og önnur mið; Útgerðarsaga Vatnsleysustrandarhrepps til 1930, Haukur Aðalsteinsson, Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar gaf út 2022, ritstjóri Jóhann Þ. Guðmundsdóttir.
Tangabúð