Vatnsnesviti – skilti

Vatnsnesviti

Við Vatnsnesvita í Keflavík er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Slysavarnir við Íslandsstrendur

Vatnsnesviti

Vatnsnesviti.

Til forna höfðu menn margvísleg ráð til að rata á úthafinu en oft reyndist hættulegasti kaflinn vera sá sem næstur var landi, þá skipti miklu að vera staðkunnugur. Þegar siglingar milli landa urðu tíðari fóru menn að skoða leiðir til að leiðbeina sæfarendum t.d. með sjómerkjum.

Fyrsti ljósvitinn sem reistur var á Íslandi var reykjanesviti árið 1878. Í kjölfarið komu svo aðrir vitar einn af öðrum eftir strandlengjunni. Vatnsnesvitinn var reistur árið 1920 til að leiðbeina sæfarendum sem sigldu hér inn til hafnar.

Sjóslys voru alla tíð algeng við Íslands strendur. Á tíomabilinu 1881 til 1930 drukknuðu til dæmis 3442 sem er að meðaltali 70 manns á ári. Það var mikil blóðtaka fyrir fámenna og fátæka þjóð. Þessi kafli í sögu Íslands er átakanlegur og harmur þeirra sem misstu ástvini sína mikill. Sjóslysið varð oft upphafið af enn meiri harmi þegar heimili voru leyst upp og fjölskyldur sundruðust.

Árið 1928 var Slysavarnarfélag Íslands stofnað, sem síðar varð Landsbjörg. Þessar fjöldahreyfingar hafa lyft grettistaki í björgunarmálum þjóðarinnar.“

Vatnsnesviti

Vatnsnesviti – skilti.