Skálabrekka

Í fornleifaskráningu fyrir Skálabrekku eystri í Þingvallasveit vegna deiliskipulags frá árinu 2020 má m.a. sjá eftirfarandi fróðleik:

Skálabrekka – saga jarðarinnar
Skálabrekka
Fyrst er greint frá Skálabrekku í Landnámu: ,,Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar; hann átti Helgu, dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er landið var víða byggt með sjá; hann hafði skip það, er Elliði hét; hann kom í Elliðaárós fyrir neðan heiði. Hann var hinn fyrsta vetur með Þórði skeggja, mági sínum. Um vorið fór hann upp um heiði að leita sér landskosta. Þeir höfðu náttból og gerðu sér skála; þar heitir nú Skálabrekka. En er þeir fóru þaðan, komu þeir að á þeirri, er þeir kölluðu Öxará; þeir týndu þar (í) öxi sinni. Þeir áttu dvöl undir fjallsmúla þeim, er þeir nefndu Reyðarmúla; þar lágu þeim eftir áreyðar þær, er þeir tóku í ánni.“
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var jörðin sjö hundruð að jarðardýrleika um 1700 og var í leigu en eigendur voru tveir. Jörðin var þá talin í landþröng og mætti stórum skaða af hestabeit lestamanna bæði að norðan og austan. Í Jarðatali árið 1947 var jörðin hins vegar tólf hundruð.
Ekki kemur fram í skráningunni, enda utan skráningarsvæðisins, að:
-Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið (JÁM 1703).
-Hólmar tveir grasivaxnir eru í vatninu og hinn þriðji graslaus, allir kallaðir Skálabrekknahólmar.
-Þessi jörð mætir og stórum skaða af hestabeit lestamanna, bæði Norðlendinga og Austanmanna, en ekki svo af alþingismönnum.

Fjárbyrgi ‒ rétt/gerði

Skálabrekka

Gerði ofan Skálabrekku.

Í örnefnalýsingu Skálabrekku segir: „Nátthagi eða Fjárbyrgi er hraunbolli, grasi gróinn, hringlaga, 35-40 m í þvermál, um 300 m í norður af Hellunesvík. Björn Ólafsson hlóð grjótvegg í kringum þennan bolla og byrgði þarna kvíærnar á næturnar, og ber hann nafn sitt af því. Bændur austan úr sveitum, sem ráku fé sitt til slátrunar til Reykjavíkur, fengu iðulega afnot af honum. Þar austur af eru Nátthagaflatir, beggja megin Árfarsins. Þessar flatir eru líka kallaðar Bakkar. Þeir hafa myndazt vegna framburðar Árfarsins. Þarna lágu ferðamannagötur, og var kallað að fara austur Bakka.“5 Þarna er enn varðveitt stórt sporöskjulaga gerði, sa. 30×26,4 m, hlaðið úr grjóti kringum grösuga dæld. Mesta hleðsluhæð er nú einungis um 0,5 m og breidd um 1 m. Svolítill inngangur virðist vera suðvestan megin, 1 m á breidd. Gerðið er sunnan við og alveg upp við gamla línuveginn. Þetta hlýtur að vera gerðið sem Björn hlóð. Miðað við að hann lifði til 1925 gæti það verið hlaðið á síðustu áratugum 19. aldar eða í upphafi 20. aldar. Sonur hans, Þorlákur Björnsson, tók síðan við búskap til 1941.

Smalabyrgi – tóft
SkálabyrgiÍ örnefnalýsingu segir síðan: „Á hraunbrúninni, rétt fyrir ofan við Nátthagaflatir, er Smalabyrgi, hlaðið úr grjóti, hringlaga, og gengið inn í það frá norðri. Veggirnir rísa hærra að sunnanverðu, móti rigningaráttinni. Inni í byrginu var sæti, hlaðið úr grjóti.“ Á þessum stað er rúst. Vestan megin í henni er greinilegt hólf með grjóthlöðnum veggjum, sa. 1 fm að innanmáli en 2,7 x 2 m að utanmáli. Hleðslan utan um þetta hólf er ágætlega varðveitt og nær norðvesturhornið mestri hleðsluhæð, um 1,3 m. Hleðslan er svolítið rúnuð að utan á norðurhliðinni sem snýr frá Þingvallavatni en að öðru leyti er mannvirkið ferhyrnt. Grjót úr veggjunum liggur allt í kring en mest hefur hrunið úr þeim sunnan og austan megin enda hefur meira mætt á þeim hliðum sem sneru að vatninu og rigningaráttinni. Norðaustan megin virðist vera annað hólf eða stétt. Stórir steinar eru inni í litla hólfinu og hefur mátt sitja á þeim. Inngangur í hólfið virðist þó öfugt við það sem segir í örnefnalýsingu vera suðaustan megin.
Þarna er því ekki fullkomið samræmi við örnefnalýsinguna en staðsetning þessa mannvirkis virðist þó vera svipuð og má því ætla að þetta séu leifar smalabyrgisins. Það er alveg upp við vegarslóða sem kemur þvert á línuveginn þar sem hann endar rétt eftir að hann kemur út um girðingu gamallar sumarbústaðarlóðar austan megin. Smalabyrgið er staðsett fast austan við vegarslóðann þar sem hann liggur norður frá línuveginum, skammt austan við norðurhorn sumarbústaðarlóðarinnar.

Lendingar – varir
SkálabrekkaVið vatnið eru góðar lendingar og fimm varir hafa greinilega verið ruddar. Sú vestasta er innst í Hellunesvík, austan megin, en hinar tvær eru sín hvoru megin við bátanaust nokkru austar við Hellunes, síðan eru tvær vestan á Grjótnesinu. Vörin var grafin í kringum 1970. Varirnar gætu bæði hafa verið notaðar fyrr og síðar. Í austustu vörinni eru tvær stórar hellur innst. Ekki eru neinar heimildir um þessar varir en í örnefnaskrá er nefnd vör sem er utan þessa svæðis. Virðist sem þær séu allar frá 20. öldinni.

Götur – leiðir
Götur, stígar, línuvegur og slóðar liggja fram og aftur um svæðið. Frá malarvegi sem liggur inn á svæðið má sjá götu sem liggur suður að Hellunesvík og síðan áfram í norðaustur meðfram vatninu. Önnur gata er greinileg norðan megin á svæðinu og liggur hún beint norður fyrir smalabyrgið og þaðan áfram í austur. Í vesturáttina liggur hún fyrir ofan lóð gamla bústaðarins, 1-8 m frá girðingu og sveigir síðan í suður við vesturhorn lóðarinnar. Þar greinist hún í tvennt: Ógreinileg slóð liggur í suðurátt að línuveginum og gerði en týnist áður en þangað kemur. Þessi gata gæti hafa tengst réttinni og smalabyrginu.
SkálabrekkaAnnar greinilegri stígur heldur hins vegar áfram í kringum girðingu sumarbústaðarins og tengist þá ef til vill honum. Milli þessa stígs og hins sem liggur meðfram vatnsbakkanum má sjá leifar af enn einni götu sem liggur austur að Nátthagaflötum eða Bökkum. Þarna gætu mögulega verið ferðamannagötur sem nefndar eru í örnefnalýsingu.
Það voru hins vegar bændur sem fóru um þær með fé sitt en ekki ferðamenn í nútímaskilningi. Flestar leiðirnar virðast vera frá 20. öldinni en ferðamannagötur ættu að vera eldri, frá seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Nýr slóði myndaðist núna í sumar þegar Rarik var að leggja jarðstreng í sumar á svæðinu. Sá slóði er fast upp við fjárbyrgið-gerðið og við smalabyrgið.

Heimildir:
-Fornleifaskráning Skálabrekku eystri vegna deiliskipulags, Antikva 2020.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Árnessýsla, bls. 372.

Skálabrekkusel

Skálabrekkusel.

Sveinshús

Í Lesbók Morgunblaðsins þann 13. maí árið 2000 er fjallað um Sveinshús í Krýsuvík undir yfirskriftinni “Hús Sveins Björnssonar í Krýsuvík opnað gestum”:

Sveinn björnsson

Sveinn Björnsson við Indíánann í Kleifarvatni.

“Á hvítasunnudag, hinn 11. júní nk., verður Sveinshús í Krýsuvík, þar sem Sveinn Björnsson listmálari hafði um árabil vinnustofu sína, opnað eftir gagngerar endurbætur, en í gær afhenti Hafnarfiarðarbær Sveinssafni húsið. Margrét Sveinbjörnsdóttir átti tal við tvo af þremur sonum listamannsins, Erlend og Þórð, en þeir hyggjast taka þar á móti gestum og veita þeim innsýn í líf og list föður síns.
Sveinssafn var formlega stofnað 28. apríl 1998, ári eftir andlát Sveins Björnssonar.

Sveinn Björnsson

Sveinn að störfum við Kleifarvatn.

Safnið er til húsa í Trönuhrauni 1 í Hafnarfírði og hefur að geyma rúmlega átta þúsund myndverk listamannsins, en synir hans hafa á undanfömum árum unnið að flokkun og skráningu verkanna. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa nú afhent Sveinssafni húsið í Krýsuvík til eignar ásamt tveggja milljóna króna styrk til endurbóta og viðhalds hússins, sem synir listamannsins, Erlendur, kvikmyndagerðarmaður, Sveinn, læknir, og Þórður Heimir, lögfræðingur, munu hafa umsjón með. „Þar með verður Sveinshús ekki aðeins órjúfanlegur hluti Sveinssafns, heldur raunverulegt andlit þess út á við,” segir Erlendur.

Ætlun þeirra bræðra er að varðveita húsið eins og faðir þeirra skildi við það og hafa það þannig til sýnis en jafnframt hyggjast þeir setja upp breytilegar sýningar í tveimur herbergjum á fyrstu hæð, sem verða lagfærð lítillega. í framtíðinni láta þeir sig einnig dreyma um sýningaraðstöðu utanhúss. Bræðurnir fagna gjöf Hafnarfjarðarbæjar, sem þeir segja höfðinglega og lýsa virðingu bæjaryfirvalda fyrir æviverki Sveins Björnssonar og trausti á því sem þeir eru að gera í þágu listar hans.

Sveinshús opið almenningi þrjá sunnudaga í sumar

Sveinn Björnsson

Erlendur Sveinsson með eitt verka föður hans.

Framkvæmdir eru nú að hefjast í Sveinshúsi og þótt ekki takist að ljúka þeim að fullu nú í vor hefur þegar verið ákveðið að hafa húsið opið almenningi þrjá sunnudaga í sumar; 11. júní, 16. júlí og 20. ágúst. Þá verður þar dagskrá í tengslum við árþúsundaverkefni Hafnarfjarðarbæjar, sem aftur tengist dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000, og hefur yfirskriftina Krýsuvík – samspil manns og náttúru.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – sjálfsmynd.

Húsið var reist árið 1948 fyrir bústjóra kúabús sem átti að reka í Krýsuvík en ekkert varð úr. Stjórnendur vinnuskóla sem starfræktur var á vegum Hafnarfjarðarbæjar í Krýsuvík á árunum 1953-64 notuðu húsið í stuttan tíma en eftir það grotnaði það niður. Árið 1974 fékk Sveinn Björnsson síðan húsið til afnota og kom sér þar upp vinnustofu, þar sem hann starfaði allt þar til hann lést árið 1997, auk þess sem hann dvaldi löngum í íbúð á efri hæð hússins. „Það voru svo margir sem voru alltaf á leiðinni í Krýsuvík að heimsækja föður okkar – en svo dó hann og ekkert varð af því,” segir Erlendur og bætir við að það verði gaman að geta opnað húsið gestum á ný og veitt þeim hlutdeild í sköpunarverkum listamannsins.

Æviverk Sveins Björnssonar verði tekið út
Sveinn Björnsson
Andi Sveins svífur áfram yfir vötnum í Krýsuvík, þar sem hann var jarðsettur, en þá hafði ekki verið jarðað þar í áttatíu ár. „Þegar staðið er við leiðið og horft í gegnum sáluhliðið blasir bláa húsið hans við, þannig að það er bein tenging. í gömlu kirkjunni, sem er í vörslu Þjóðminjasafnsins, er svo altaristaflan sem hann málaði,” segir Erlendur.
„Húsið í Krýsuvík er kannski stærsta listaverkið sem faðir okkar skilur eftir sig, þar eru allar hurðir með ámáluðum listaverkum, sömuleiðis loft og veggir og listaverk hanga á veggjum í öllum herbergjum eftir hann og aðra,” segir Þórður. Þeir bræður láta þess getið að faðir þeirra hafi lengi átt sér þann draum að stofna listasafn.
Hann hafi gert mikið af því að skipta á myndum við aðra listamenn og einnig keypt verk af kollegum sínum. „Okkur telst svo til að í safninu séu um 300 verk eftir aðra,” segir Erlendur. Þar er einnig stórt úrklippusafn um listir á íslandi og mikill fjöldi listaverkabóka sem Sveinn safnaði, sýningarskrár og sendibréf.
Erlendur segir Sveinssafn stærst þeirra Iistasafna landsins sem grundvölluð eru á verkum eins listamanns og þriðja stærsta listasafn landsins í verkum talið, eða með yfir átta þúsund skráð verk, en aðeins Listasafn Reykjavíkur og Listasafn íslands varðveiti fleiri listaverk.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – sjálfsmynd.

„Grundvallarmarkmiðið hjá okkur er auðvitað að æviverk Sveins Björnssonar verði tekið út – og við erum að vona að ákvörðun okkar um að halda safninu saman í stað þess að skipta því og selja mælist vel fyrir hjá fólki og teljum það vera forsendu þess að hægt sé að gera þessa úttekt og marka honum þann sess sem honum ber í íslenskri listasögu. Raunverulega held ég að hvorkilistfræðingar né aðrir hafi yfirsýn yfir hans æviverk,” segir Erlendur. „Eiginlega erum við rétt að uppgötva það sjálfir,” bætir Þórður við. „Það hefur verið mikið ævintýri fyrir okkur að finna nýjar og nýjar myndir sem við höfðum aldrei séð áður – og jafnvel heilu myndlistarsýningarnar. Við fundum t.d. tvær sýningar sem höfðu ekki verið teknar upp eftir að hann kom heim frá Kaupmannahöfn. Ég var reyndar síðast að finna sex myndir í Krýsuvík í gær, uppi í geymslu. Og ég sem hélt að við værum búnir að finna allt sem hann eftirlét okkur,” segir Erlendur.

Leitað að bláa fuglinum eða Krýsuvíkurmadonnunni

Sveinssafn

Sveinshús í Krýsuvík.

Mikil vinna liggur að baki skráningu safnsins og drjúg vinna er enn eftir við ljósmyndun, skönnun og skráningu, að sögn bræðranna. Draumurinn er að í framtíðinni verði allt safnið aðgengilegt með uppslætti í tölvu, þar verði hægt að sjá mynd af umbeðnu verki, hvar það sé að finna, hvenær það sé unnið, í hvaða efni, hver sé eigandi þess, hvort og þá hvar það hafi verið sýnt og þannig mætti áfram teíja. Verkunum verður skipt í efnisflokka, þannig að auðvelt verður að finna myndir eftir þemum, t.d. með því að slá inn leitarorð á borð við Blái fuglinn eða Krýsuvíkurmadonnan. Þessi skráningarvinna er raunar þegar hafin. Þeir bræður eru með hugmyndir um að setja upp sérstakar þemasýningar, sýningar fyrir fyrirtæki og stofnanir og einnig að leigja út listaverk til fyrirtækja og einstaklinga. Nú stendur yfir sýning sem þeir settu upp á Hrafnistu í Hafnarfirði í vetur í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli listamannsins, en henni lýkur 9. júní nk. Áður höfðu þeir sett upp sýningu í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði og í Hallgrímskirkju. Snemma á næsta ári er svo fyrirhuguð sýning á verkum Sveins í Hafnarborg.

Árviss listaverkasýning á dagatali

Sveinshús

Þó að styrkurinn frá Hafnarfjarðarbæ komi að góðum notum við að setja húsið í Krýsuvík í stand segja þeir Erlendur og Þórður enn vanta mikið upp á að treysta fjárhagsgrundvöll safnsins til frambúðar. Þeir hafi raunar fengið byrjunarstyrki frá menntamálaráðuneytinu og Hafnarfjarðarbæ – en betur má ef duga skal. Þeir hafa nú sent velunnurum listmálarans og safnsins bréf, þar sem þeim er boðið að kaupa í áskrift listaverkadagatal með litprentunum af verkum Sveins en það myndi koma út í takmörkuðu upplagi og hvert eintak tölusett. Áformað er að fyrsta slíka dagatalið komi út í lok þessa árs og hefji þannig göngu sína á fyrsta ári hins nýja árþúsunds. Dagatölin hefðu m.a. það markmið að vera ákveðin kynning á list Sveins, eins konar árviss listaverkasýning. Frá náttúruupplifun listamannsins að listaverkinu.
Aftur að Sveinshúsi í Krýsuvík og því starfi sem þar er fyrirhugað. Erlendur lýsir skoðunarferð um húsið á þessa leið: „Við hugsum okkur að vera með ljósmyndasýningu sem leiðir fólk frá náttúruupplifun listamannsins, í gegnum sköpun listaverksins og að listaverkinu sjálfu inni í vinnustofu. Þetta verða níu stækkaðar ljósmyndir, þær fyrstu teknar fyrir ofan húsið, þar sem hann er að skoða jörðina og taka inn áhrifin, svo sjáum við hann vera að búa myndina til – og svo er myndin sjálf þarna.
Sveinn Björnsson

Við ætlum að taka fólk inn í litlum hópum, leiða það í gegnum húsið og benda á öll listaverkin sem eru partur af þessu húsi, benda á ýmis stef, segja frá huldukonunni hans, hver sé blái kallinn o.s.frv. Okkur dreymir líka um að koma upp sjónvarpsaðstöðu í stofunni og sýna þar búta úr vinnukópíunni af kvikmyndinni sem ég er að gera um föður okkar, líf hans og starf, þannig að fólk sjái meistarann að störfum og sömuleiðis myndir úr gagnagrunninum.”

Sveinn Björnsson

Maddonnan við Kleifarvatn.

Eins og áður sagði hyggjast þeir setja upp breytilegar sýningar í tveimur herbergjum á fyrstu hæð hússins, auk þess sem uppi eru hugmyndir um sýningar utandyra og menningarmiðstöð í næsta nágrenni Sveinshúss, sem myndi hlúa að Krýsuvíkursvæðinu í heild. Sé stór hópur fólks á ferð má skipta honum upp, þannig að á meðan hluti hans gengur um húsið í fylgd leiðsögumanns geti hinir gengið að Grænavatni eða Gestsstaðavatni, litið inn í kirkjuna eða fengið sér kaffisopa í Krýsuvíkurskóla. Nóg er að sjá í Krýsuvík, svo mikið er víst.”

Hafnarfjarðarbær, eigandi húsanna í Krýsuvík ofan Gestsstaðavatns, undir forystu Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra, lét Sveini eftir bústjórahúsið á sínum tíma til afnota. Að Sveini látnum var samþykkt að húsið skyldi gert að safni til minningar um listamanninn Svein Björnsson og verk hans.

Sjá viðtal við Svein HÉR.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – menning/listir 13. maí 2000, Hús Sveins Björnssonar í Krýsuvík opnað gestum í sumar, bls. 16-17.
Sveinshús

Sandgerði

Í Alþýðublaðinu 17. sept 1965 skrifar Grétar Oddsson um Sandgerði – og birtir myndir af bænum.

“SANDGERÐI liggur vestan á Reykjanesskaganum og er um stuttan lágheiðarveg að fara frá Keflavík, ekki er það meira en svo sem tíu mínútna akstur. —

Sandgerði

Sandgerði 1965.

Heiðin er auðnarleg, eins og Reykjanesskaginn allur, en efst á henni er ratsjárstöð, með hvítum kúplunni, minnir í fljótu bragði á máríska virkisborg.

Það fyrsta sem maður sér í Sandgerði er urmull af nýjum og fallegum íbúðarhúsum og þorpið hefur yfir sér þokkalegan svip, þrátt fyrir auðnarlegt og ívið kuldalegt umhverfið.

Sandgerði er ekki gamalt pláss, frekar en svo mörg önnur kauptún á Íslandi. Fyrstu drög að þorps myndun á staðnum munu hafa verið gerð, þegar Matthías Þórðarson, faðir Ástþórs Matthíassonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, stofnaði þar til útgerðar með vélbáti rétt eftir aldamótin. Þá var ekki önnur byggð á staðnum, en jörðin Sandgerði og frá henni mun hafa verið sóttur sjór frá því hún byggðist. Hvenær það var, veit enginn og ekki er vitað til að hún sé landnámsjörð.

SandgerðiMesta útræði í nágrenni Sandgerðisjarðarinnar var um aldaraðir frá Stafnesi. Þaðan var ívið styttra á miðin, en sá litli munur var mikill á tímum áranna og seglanna. Þegar vélbátarnir komu til sögunnar var engin leið að koma þeim við á Stafnesi, vegna þess, hve höfn er þar ótrygg, en hins vegar er dágóð smábátahöfn frá náttúrunnar hendi í Sandgerði. Varð því úr að útgerðin fluttist þangað, en Stafnes lagðist af sem verstöð, þó að þar hafi efalaust vérið ein allra stærsta útgerðarstöð á landinu um aldabil.

Básendar

Básendavík.

Skammt sunnan við Stafnes stóð verslunarstaðurinn Básendar, þar til nóttina milli 8. og 9. janúar 1799, að staðurinn eyddist í ægilegu flóði, sem einnig eyddi þá verslunarstaðnum í Hraunhöfn á Snæfellsnesi, þar sem nú standa Búðir. Er þetta mesta flóð sem um getur á Suðurnesjum og jafnframt það afdrifaríkasta. Það mun hafa verið á Básendum, þar sem Skúli Magnússon síðar landfógeti var innanbúðar hjá Danskinum og neitaði að pretta viðskiptavinina.

SandgerðiNæst kemur það sögu Sandgerðis að árið 1913 selur Matthías Þórðarson Lofti Loftssyni útgerðarmanni aðstöðu sína í verstöðinni og skömmu síðar settist Haraldur Böðvarsson þar að með sinn útgerðarrekstur og einnig fleiri. Haraldur var í Sandgerði um skamma hríð milli þess sem hann hætti útgerð frá Vogum á Vatnsleysuströnd og flutti til Akraness. Segir sagan að meðan Haraldur stóð við, hafi verið hörð keppni milli hans og Lofts um útgerðaraðstöðuna í landi. Ekki fer hjá því að öll þessi umbrot í útgerðinni hafi kallað á hafnarframkvæmdir og var fyrst gerð trébryggja og bólverk, en byrjað var á núverandi hafnargarði einhvern tímann á árunum upp úr 1940 og er hann nú orðinn 300 metra langur.”

Innsiglingin inn til Sandgerðis hefur löngum verið örðug stærri bátum. Hafa þeir gjarnan orðið að sæta sjávarföllum til að komast út og inn um Hamarssund, en svo heitir innsiglingin. Síðan 1962, eða sl. 3 ár hefur stöðugt verið unnið að hafnarbótum. Garðurinn lengdur um 42 metra og Grettir hefur unnið að dýpkun á sundinu 4-6 mánuði á ári hverju. Það er seinunnið verk og erfitt, enda stórgrýtt í botni. Til þessa hafa framkvæmdirnar kostað um 20 milljónir króna.

Sú sögn er til um Hamarssund að þar eigi aldrei að farast skip, en sá fyrirvari fylgir, að fara verði rétt í sundið. Þjóðsagan segir, að kerling ein, sem bjó á Bæjarskerjum hafi átt börn tvö, pilt og stúlku. Þeim barst á í sundinu og fórust bæði. Kerlingu varð svo um þetta slys, að hún mælti svo um, að aldrei skyldi farast þar skip, væri rétt farið. Boðar tveir, sem eru norðan og sunnan við sundið heita eftir börnum kerlingar, Þorvaldur og Bóla. Raunin hefur líka orðið sú, að bát hefur aldrei svo vitað sé hlekkst á í sundinu sjálfu, en komið hefur fyrir að borið hefur út úr því og getur þá verið tvísýnt um afdrifin.

SandgerðiVerslunarstaður myndaðist fyrst í Sandgerði um leið og útgerð hófst þaðan, eða á árunum 1907-1908 og þar hefur verið verslað stöðugt síðan. Búsettu fólki fer fyrst að fjölga fyrir alvöru á árunum upp úr 1940 og nú eru um 1000 íbúar í Miðneshreppi, en svo heitir sveitarfélagið.

Hér áður á árum var fjörugt verbúðalíf í Sandgerði. Þá mátti heita að tvöföld áhöfn væri á hverjum báti. Helmingur áhafnarinnar var í landi og beitti línuna, gerði að fiskinum og vann önnur aðkallandi störf, en sjómennirnir réru yfirleitt með skrínukost. Þá hafði hver bátur sína verbúð, þar sem mennirnir nutu svefns og matar og höfðu ráðskonu til halds og trausts. —

Yfirleitt voru verbúðir þannig innréttaðar að fiskhús og beitingaaðstaða var niðri, en íbúðir uppi. Frægust hrakningasaga tengd við Sandgerði, er um það, þegar vélbáturinn Kristján hraktist vélarvana um hafið í vondum veðrum í hálfan mánuð eða meira og var löngu búið að telja hann af. Þá bjarg það lífi áhafnarinnar, að vélstjórinn hafði fengist eitthvað við brugg og gat eimað drykkjarvatn úr sjó í litlum mæli þó. Þegar þeir loks gátu hleypt bátnum á land við Stafnes í vitlausu veðri voru þeir búnir að brenna hann hér um bil upp til agna til að halda þessari einstæðu bruggun í gangi.

SandgerðiNú hefur orðið ákaflega mikil breyting á. Verbúðalífið, eins og það þekkist fyrr á árum er að mestu horfið, enda línuvertíð úr sögunni svona hér um bil. Nú munu skráðir 10 stórir vélbátar í Sandgerði og urmull smærri báta og trilla. Sú var þó tíðin, að vertíðarbátar voru þar miklu fleiri, en smærri. 1918 voru til dæmis gerðir 90 bátar út frá Sandgerði, en ekki voru það allt merkilegar fleytur að stærðinni til. Nú landa 40—60 bátar í Sandgerði á hverri vertíð, en sú breyting hefur orðið á, að bátarnir eru lausari við en áður og geta notfært sér löndunarmöguleika víðar jafnframt. –

Fyrir tveimur árum eða svo byggði Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstöðum síldarverksmiðju í Sandgerði, þá fyrstu á staðnum. Fyrir var lítil beinamjölsverksmiðja,- sem Garðar h.f. hafði reist í upphafi, en Guðmundur keypti hána og stækkaði og breytti. Bátar hans lenda allir í Sandgerði, þó að þeir séu skráðir í Garðinum.

Aðal útgerðarfélögin á staðnum í dag eru Miðnes og Garður: Miðnes er stöðin sem Haraldur Böðvarsson byggði upphaflega, en Guðmundur á Rafnkelsstöðum á Garð, sem Matthías Þórðarson lagði grundvöllinn að, og Loftur Loftsson eignaðist síðar.

Sandgerði

Sáðgerði í Sandgerði.

En þetta eru aðeins stærstu aðilarnir sem reka útgerð frá Sandgerði. Aðrir minni eru ótaldir, fyrirtæki eins og Djúpáll h.f., Arnar h.f. og Barðinn á Húsavík, sem á útgerðaraðstöðu í Sandgerði. Og líklega eru þeir fleiri.

Þó að Sandgerðishöfn hafi nú í áraraðir ekki verið talin með öndvegishöfnum landsins, er nú svo komið eftir stöðugar hafnarbætur og dýpkun á innsiglingunni, að hafskipafært er orðið inn á glóði. 1000-1500 tonna skip geta hiklaust farið þar inn og athafnað sig við garðinn, sem er öruggur legugarður í öllum veðrum. Sú tíð er löngu liðin að formenn flýðu með báta sína frá garðinum og út á leguna í vondum veðrum.

Sandgerði

Sandgerði – erfið innsigling.

Geysimikið er byggt af húsum í Sandgerði, ekki síður en annars staðar á SV landi. Þar eru að rísa, eða eru risin stór hverfi af fallegum einbýlishúsum og óðum er verið að snyrta til í kringum þau. Áður en langt um líður verður subbuskapurinn, sem löngum hefur auðkennt íslensk útgerðarpláss horfinn með öllu og ekkert eftir sem minnir á bernskuárin annað en rauðu Miðneshúsin, sem eru hvað mest áberandi umhverfis höfnina og upp af garðinum.

Sveitarstjóri í Sandgerði er Þórir Sæmundsson, ungur maður. Hann fræddi okkur um það helsta sem er á döfinni hjá sveitarfélaginu. Hafnarbæturnar hafa að sjálfsögðu verið kjarni framkvæmdanna, en margt fleira kemur til. Sveitarfélagið er að láta reisa áhaldahús niðri á fjörukambinum alllangt innan við höfnina, en þar á kambinum er líka að rísa nokkur fjöldi fiskverkunarhúsa. Suðurgata, sem er aðalgata bæjarins og sú sem fyrst er komið á ofan af heiðinni verður malbikuð í haust.

Bygging íþróttahúss átti að hefjast í sumar, en sú framkvæmd var stöðvuð af ríkisvaldinu, en Þórir fullyrðir að byrjað verði á því næsta sumar. Þá er verið að virkja nýtt vatnsból og verður neysluvatn þá bæði nægt og gott.

Sandgerði

Sandgerðishöfn í dag.

Borað var eftir vatninu og gekk það vel. Þá hefur verið lokið við að leggja Vallargötu.

Mjög knýjandi nauðsyn er að stækka barnaskólann og verður það gert eftir að íþróttahúsið hefur verið reist. T.d. um þann fjölda sem sækir skóla í Sandgerði má taka, að íbúar Miðneshrepps eru í dag 1031, en þar af eru ekki nema tæp 500 á kjörskrá, þannig, að meira en helmingur íbúanna er innan við 21 árs aldur. Í sambandi við þetta má svo geta þess, að skólastjórabústaður hefur verið endurnýjaður.

Þá er talið það helsta sem bæjarfélagið, eða eigum við heldur að segja sveitarfélagið, hefur á sinni könnu í bili og er þá ekki minnst á eilífðarmál hvers bæjarfélags, eins og vatns og skolplagnir.

Til þessa hefur lítið verið um annan iðnað í Sandgerði en fiskiðnaðinn einan og má eiginlega segja, að svo sé enn. Þó eru nú sem óðast, eftir því sem bærinn vex örar að spretta upp þjónustufyrirtæki við útgerðina og byggingariðnaðinn, vélsmiðjur, trésmiðjur og þess háttar.

Þá held ég, að Sandgerði sé að nokkru lýst, en mikið skortir sjálfsagt á, að fullnægjandi mynd fáist af staðnum. En það sem á vantar geta menn séð af eigin raun, ef þeir eru staddir í Keflavík á annað borð, nenna að skreppa 10 mínútna leið eftir greiðfærum vegi suður í Sandgerði, þar sem úthafsbáran þagnar aldrei að eilífu sunnan frá Reykjanestá norður á Garðskaga.”

Heimild:
-Alþýðublaðið 17. sept. 1965, Sandgerði, Texti og myndir: Grétar Oddsson, bls. 7-10.

Sandgerði

Frá Sandgerðishöfn.

Kastið

Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvélinni “Hot Stuff” er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943, kl. 16:20.
Flugvélin Slysavettvangurvar að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Gengið var vestur fyrir Kastið og síðan haldið á fjallið. Innst á því, upp undir hlíðum Fagradalsfjalls, eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Einhver athöfn virðist hafa farið fram við hjólastellið því skrælnaðar rósir trjónuðu upp úr því. Traðk var í kring. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum.
Eftirminnilegar Á slysavettvangiljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.

Hot Stuff

Áhöfnin á Hot Stuff er fórst í Kastinu hinn örlagaríka dag, auk þriggja annarra.

Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.
Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Fllugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs. Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.
Í febrúar þetta ár hafði 
Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., “Hap” Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.

Áhöfn og farþegar
Capt. Robert H. Shannon – Pilot †
Lt. Gen. Frank Maxwell Andrews – Copilot †
Capt. James E. Gott – Navigator †
T/Sgt. Kenneth A. Jeffers – Radio Operator †
S/Sgt. Lloyd C. Weir – Crew Chief †
S/Sgt. Paul H. McQueen – Gunner †
Civilian Adna W. Leonard – Methodist Bishop and Chairman of the Corps of Chaplains †
Brig. Gen. Charles A. Barth Gen. Andrews Chief of Staff †Hot Stuff Crew in front of aircraft
Col. Marlow Krum – Member of Gen. Andrews Staff †
Col. Frank L. Miller – US Army, Chief of Chaplains †
Maj. Theodore C. Totman – Gen. Andrews Secretary †
Lt. Col. Fred A. Chapman – US Army†
Maj. Robert H. Humphrey – US Army Chaplain †
Capt. Joseph T. Johnson – Gen. Andrews Aide †
S/Sgt. George A. Eisel – Tailgunner – lifði slysið af

Andrews
Flugvélin

Consolidated B-24D-1-CO Liberator
Serial no: 42-23728
USAF 8th. Airforce 93rd. Bombardment Group.

FERLIR hefur það jafnan fyrir sið að láta allt óhreyft á vettvangi. Dæmi eru um að fólk, sem tekið hefur með sér hluti úr óhappaflugvélum, til minningar um atburðinn eða einungis komur þess á Kastid-7slysavettvang, hafi sjálft orðið fyrir óhappi skömmu síðar.

Þannig má nefna dæmi um komu FERLIRs í Kastið utan í Fagradalsfjalli þar sem skoðuð var nefnd flugvél. Einn félaganna vildi ólmur taka með sér bráðinn álbút til minningar um þennan sögufræga atburð. Hann var talinn frá því. Skömmu síðar gerði hann sér ferð á vettvang með það fyrir augum að ná sér í hlut úr flugvélinni. Á leiðinni til baka týndi hann gleraugunum sínum, farsímanum og krítarkortinu, hlutum sem hvað mikilvægastir eru nútímamanninum. Hann fór þá til baka og skilaði hlutnum, en gripirnir eru enn ófundnir. Ef hann ætlar að endurheimta þá þarf hann líklegast að fara á Vörðufell í Selvogi og hlaða þar vörðu. Skv. þjóðsögunni á hann þá að endurheimta gripina.
Sjá meira HÉR.


Flagghúsið
Flagghúsið í Grindavík hefur nú verið endurbyggt að hluta. Í hugum núlifandi stóð það sem hálfgerður stakur hjallur ofan við gömlu bryggjuna í Járngerðarstaðarhverfi, en fyrir frumkvæði hjónanna Erlings og Guggu, hefur hann nú gengið í Loftmynd af svæðinu ofan við gömlu bryggjunaendurnýjun lífdaga. Háleitar hugmyndir eru um framtíðarnotkun þessa fyrrum notardrjúga og örumviðarskorna geymsluhúss. Ein hugmyndin er t.d. að nýta það undir krambúð, önnur að þar verði aðstaða fyrir listviðburði og svo mætti lengi telja. Staðsetningin, í hjarta gömlu Grindavíkur, er líka hin ákjósanlegasta fyrir hvað sem er – ekki síst á tímum ferðamennskueflingar sem mótvægi við samdrátt í aflaheimildum, en fiskur og fiskvinnsla hefur verið helsta lífsviðurværi þorps-/bæjarbúa í u.þ.b. 780 ár.  Menningin hefur þó löngum ýmist blundað í Grindvíkingum eða legið “undir steini” því ekki hefur alltaf verið mikill tími, a.m.k framan af, til að nýta hana sem skyldi, hvorki til afþreyingar né andlegs hugarfóðurs. Þetta er þó óðum að breytast – ekki síst skilningurinn. Það er reyndar kominn tími til að skipulagsyfirvöld í Grindavík staldri við stutta stund, kalli á sinn fund áhugasamt fólk um endurmat og leiti eftir hugmyndum að “vistvæna” tilögugerð þar sem tekið verði tillit til áþreifanlegra menningarverðmæta. Fá, eða jafnvel engin sveitarfélög á landinu, hafa sýnt af sér slíkt fordæmi – ef af verður.
Í næstu nálægð við Flagghúsið (Olafsenshús) eru gömul hús, þ.e.a.s. þau sem ekki hafa verið rifin, er bæði hafa verið gerð upp að hluta eða verið látin drabbast niður. Sum húsanna, sem þarna voru, mætti endurbyggja með tiltölulega litlum tilkostnaðir (þegar heildarmynd gömlu þorpsmyndarinnar er höfð að markmiði til lengri framtíðar). Öruggt má telja, ef það verður gert, munu bæði íbúarnir sem og aðkomufólkið verða núlifandi ákvörðunaraðilum ævarandi þakklátir fyrir vikið. Eftir því sem tíminn líður munu líkur á endurgerð og enduruppbyggingu þessa kjarnasvæðis minnka og jafnvel að engu verða. Komandi kynslóðir munu þá verða mun fátækari á menningararfinn, auk þess sem vanrækt verður að gefa afkomendunum kost á að kynnast Flagghúsið í endurbygginguhúsakosti og aðstæðum forfeðra Grindvíkinganna – hinna miklu sjósóknara og höndlara.
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur. Það er talið vera byggt árið 1917. Það hefur verið, sem fyrr segir, í endurnýjun árdaga. Erling Einarsson í EP verk h/f, eigandi hússins, og Gugga eiginkona hans, áformuðu af framsýni að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir nú komnar vel á veg. Ljóst er þó að mikið verk er enn fyrir höndum. Erling smíðaði sperrur, hálfhandlama, og verkaði panelklæðningu sem fór inn í húsið með ákveðnum aðferðum þannig að nú lítur hann út fyrir að vera a.m.k. hundrað ára gamall (þ.e. panellinn). Gugga kom m.a. með framkvæmanlegar tillögur og annaðist bókhaldið. Verkið hugsuðu þau hjónin sér að taka í markmiðssettum áföngum – ef vonir ganga eftir um viðhlítandi stuðning til mótvægis við eigið framlag. Þau hafa nú þegar náð að loka húsinu með klæðningu, en gluggaásetning, dyraumbúnaður o.fl. eru enn á hugarstreymisstigi.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944 ) hætti formensku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar ú landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft hættuleg og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá Flagghúsloftið að endurnýjun lokinnivar í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastarhverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum.
Einungis þetta eina hús er ennþá uppistandandi af verslunarhúsum Einars kaupmanns í Garðhúsum (sjá mynd á vefsíðunni frá því um 1960). Flagghúsið hafði áður verið íbúðarhús í Garðhúsum, byggt 1890 og síðar flutt o gert að pakkhúsi við Einarsbúð. Í dag er þetta hús upphaflegt viðmið skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer í bænum frá þessu húsi talin. Flagghúsið hefur gegnt margvíslegum verkefnum meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, skemmtistaður, leikhús, andansstaður, stefnumótastaður, athvarf, beitu­skúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbelsverðlaunaskáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar “Sölku Völku”. Þarna er uppspretta myndlistar málarans Gunnlaugs Scheving enda miðja margra mynda hans. Nafngift hússins er komin, sem fyrr sagði, af flaggstönginni, sem var á vesturgafli hússins. Þar voru sjómenn, sem fyrr sagði, varaðir við ef aðgæslu var þörf á Járngerðarstaðarsundi. Þá var flaggað lóða­belgjum, einum, tveim eða þrem, Einarsbúð (nú horfin) og Pakkhúsiðeftir því hversu slæmt sundið var. Eins var verkafólk kallað til með flaggi þegar breiða átti saltfisk á nálæga þurrkreiti eða taka þurfti fiskinn saman. Við endurbygginguna var skipt um þak, sperrur, bæði gólfin, fóttré og burðarbita bæði neðri- og efri hæðar. Einnig var skipt um klæðningu og stóran hluta burðarvirkis í gafli og hliðum hússins. Grjóthleðslur sökkuls voru endurhlaðnar svo og framstéttin. Reynt var með sérstakri bæsun að ná lit og áferð nýrra viðarhluta sem líkastan gömlu viðarhlutunum. Húsið var einangrað að utan og klætt bárujárni líkt og áður var. Þannig hafa inn­veggir húss­ins verið gerðir sýnilegir,  en  þeir  geyma byggingarlag  hússins og sögu gengina kynslóða sem skráð er á veggi hússins, bæði með málningu og útskurði. Útlit glugga og gluggaskipan verður upprunaleg þegar upp verður staðið. Sett verður flaggstöng á gafl hússins líkt og áður var.
Eins og áður sagði eru háleitar hugmyndir um að hýsa í Flagghúsi framtíðarinnar krambúð með menningar- og sögutengda starfsemi að markmiði, starfsemi sem sæmir merkri sögu hússins, byggðarlaginu svo og komandi kynslóðum. Þarna er um að ræða ómetanlegar minjar, sem ekki má glata, en öllu heldur gera að lifandi sýningarsal, hvort sem verður á verkum og handbragði forfeðranna eða orðsins látbragði.
Málverk G.S. af Einarsbúð og Pakkhúsinu í tilefni af leiksýninguUm langt skeið hefur mörgu hugsandi fólki verið það vel ljóst að Flagghúsið er veruleg menningarverðmæti sem ekki hefði mátt glata og orðið hefur verið að varðveita í upprunalegri mynd.
Endurbygging Flagghússins hefur hingað til kostað verulegar fjárhæðir og ekki hefur verið á eins manns færi að standa straum að endurbyggingu þess. Herslumuninn vantar þó enn til að klára húsið og gera nothæft til áhugaverðra hluta. Líklegt má telja að í framhaldi af því muni smitáhrifa gæta, þ.e. að áhugi á að vernda og endurbyggja nálæg hús mun fara vaxandi og þau ganga í endurnýjun nýtingardaga. Fylgi mun aukast við að svæðið allt verði jafnvel notað til uppbyggingar og varðveislu “gamalla” húsa – bæjarkjarna hinnar gömlu Grindavíkur.
Sem lið í sporgöngu þessa fór fram menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins laugardaginn 21. okt. 2007. Gangan hófst við nýtt örnefna- og söguskilti af Járngerðarstöðum, sögusviði Tyrkjaránsins 1627. Skiltið er við gatnamót Verbrautar og Víkurbrauta, næstu gatnamót ofan við Pakkhúsið.
Uppdráttur af gamla bæjarkjarnanum á JárngerðarstöðumGenginn var hringur um hverfið, m.a. að þeim stað þar sem að þjóðsagan segir að “tyrkjaþistill” vaxi. Gengið var að dys Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum. Eitt horn leiðisins stóð þá undan beygju í götunni, en við nýlegar úrbætur á henni, var endanlega valtað yfir leiði gömlu konunnar – örnefnatilurð hverfisins. Síðan var gengið til baka meðfram strandlengjunni, með Járngerðarstaðavíkinni og vörunum, að gömlu bryggjunni og ýmislegt skoðað sem  fyrir augu bar á leiðinni. Reynt var að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Boðið var upp á uppákomur s.s. hákarlasmakk o.fl.. Gangan endaði svo við gamla Flagghúsið, sem þá var í miðjum endurnýjunarkliðum. Það var til sýnis þátttakendum, auk þess sem Erling Einarsson rakti sögu þess og endurnýjunaráform.

Flagghúsið

Flagghúsið, eins og það er í dag (des. 2020).

Til fróðleiks má geta þess að afkomendur Dagbjarts Einarssonar frá Garðhúsum og Valgerðar Guðmundsdóttur frá Klöpp komu um haustið saman í húsi björgunarsveitarinnar Þorbjörns af sérstöku tilefni, m.a. tengt Pakkhúsinu. Þau bjuggu í Ásgarði í Grindavík. Við það tækifæri var stjórn björgunar sveitarinnar færður til varðveislu silfurskjöldur í ramma, en þar má lesa æviágrip og um Flagghúsið í dag (2008) - grunnurinn á Vörum sést v/megintilurð þess að Dagbjarti var færður þessi silfurskjöldur frá formönnum í Járngerðarstaðar hverfi árið 1944.
Dagbjartur Einarsson fæddist að Garðhúsum í Grindavík 18. október 1876. Foreldrar hans voru Einar Jónsson óðalsbóndi og hreppstjóri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Selvogi.
Dagbjartur bjó í foreldrahúsum til fullorðinsára, en þá gerðist hann lausamaður og síðar formaður og útgerðarmaður. Kona Dagbjarts var Valgerður Guðmundsdóttir frá Klöpp í Þórkötlustaðarhverfi. Þau reistu sér bú þar sem hét að Völlum. Árið 1925 urðu þau fyrir miklum búsifjum vegna aftakaveðurs og flóðs sem gerði í janúar við suðurströnd landsins. Þá reistu þau hjón framangreint hús ofarlega í kauptúninu og nefndu Ásgarð.

Flagghúsið

Flagghúsið, ein og það er í dag (des. 2020).

Dagbjartur hætti formennsku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum á Járngerðarstaðarsundi leiðbeiningar úr landi um veðurhorfur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg, en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn.  Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddu aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans.
Heimilisfesta Flagghússins ehf, kt. 6206012090, er að Efstahrauni 27, 240 Grindavík, sími: 4268438. Símtölum frá öllu áhugasömu fólk með nýtingarhugmyndir verður svarað, hvort sem þær lúta að Flagghúsinu eða nálægum húsum, s.s. Bakka, Kreppu, Júlíusarhúsi, Vörum og Sæmundarhúsi eða endurbyggingu horfinna húsa á svæðinu.
(Sjá einnig umfjöllun um Flagghúsið – endurnýjun I).

Flagghúsið 

Selatangar

Í samantekt FERLIRs um Selatanga, hinu fornu verstöð, má sjá ýmsan fróðleik.

Selatangar

Bæklingur um Selatanga – “Merkilegur staður í umdæmi Grindarvíkur”.

Krýsuvík­ur- og Ísólfsskálabændur, auk leiguliða Skálholtsbænda reru frá Selatöngum. Sagnir eru og um að Sk­álholtsstóll, sem átti m.a. veruleg ítök­ í Grindavík­ sem og annars stað á sunnanverðum Skaganum, hafi gert langtíma ú­t frá Töngunum. Sagt er að síðast hafi verið róið þaðan árið 1884, en vitað er að bæði róður og selveiðar voru stundaðar nok­k­ur ár eftir það. Síðar var oft­  lent á Selatöngum, ef lending var ófær annars staðar, meðan róið var á opnum sk­ipum, s.s. frá Þórk­ötlustöðum, Járngerðarstöðum, Hrauni og víðar.

Við Dágon, k­lett í fjörunni á Selatöngum, eru landamerk­i Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur. Dágon er nú­ minnstur og austastur þriggj­a k­letta neðan við vestustu
sj­óbú­ðina. Neðan Dágons, við lágfjöruborð, er LM (landamerk­i Krýsuvík­ur og Ísólfssk­ála) mark­að í k­löppina. Ögmundarhraun (rann 1151) umlyk­ur Selatanga. Þar sj­ást enn mik­lar og heillegar rú­stir verbú­ðarmannvirk­j­a, hlöðnum ú­r hraungrýti. M.a. má sj­á þar tóft­ir sj­óbú­ða, hlaðin fisk­byrgi þar sem hertur fisk­ur var geymdur, og fisk­garða þar sem fisk­urinn var þurrk­aður þegar gaf. (Jón benti FERLIRsfélögum á áletrunina).

Selatangar

Selatangar – Smíðahellir.

Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella, en talið er að þeir hafi  verið notaðir sem byrgi. Vestan við Selatanga er hellir (Mölunark­ór) sem sagður er hafa verið notaður til „eldamennsk­u“ – mötuneyti þess tíma, og Smíðahellir er vermenn notuðu til smíða í landlegum. Einnig má sj­á þarna a.m.k­. fjórar hlaðnar refagildrur frá síðustu öld.
Á Selatöngum gek­k­ aft­urgangan Tanga-Tómas lj­ósum logum, svo hatrömm að ek­k­i þýddi að sk­j­óta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu á drauga. Auk­ Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Selatöngum og nágrenni, eink­um þegar sk­yggj­a tek­ur.

Hér má lesa meira um Selatanga:

Selatangar

Á Selatöngum.

Nú­verandi  minj­ar á Selatöngum eru lík­ast til innan við tveggj­a alda gamlar. Þær hafa eflaust tek­ið allnok­k­rum breytingum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík­. Eldri minjar hefur sjórinn náð að afmá með landbroti. Á Selatöngum má enn sj­á greinilega tóftir  tveggj­a bú­ða (vestustu bú­ðarinnar og austustu búðarinnar), auk­ þess sem sé­st móta fyrir ú­tlínum þeirrar þriðj­u miðsvæðis. Þar eru og a.m.k­. þrj­ú­ verk­unarhú­s þar sem gert var fyrst að fisk­i, þurrk­byrgi, þurrk­garðar, þurrk­reitir, brunnur, smiðj­a, sk­ú­tar með fyrirhleðslum, hesthú­s, Nótarhellir (þar sem dregið var fyrir sel), Mölunark­ór eða Sögunark­ór og Smíðahellir, auk­ gamalla gatna og hlaðinna refagildra.

Nótarhellir

Selatangar – Nótarhellir.

Vestan við Selatanga er hið merk­ilega náttú­rufyrirbrigði „Ketillinn“ í Katlahrauni. Sk­ammt norðan hans er hlaðið fj­ársk­j­ól þeirra Vigdísarvallamanna. Talið er að verstöðin á Selatöngum hafi lagst af um 1880. Sumardag einn árið 2002 var gengið um Selatanga með Jóni Guðmundssyni2 frá Ísólfssk­ála, sem man eftir minj­unum eins og þær voru eftir að verstöðin var yfirgefin. Hann k­om m.a. með föður sínum í vestustu sj­óbú­ðina árið 1926 er Sk­álabóndi gerði enn ú­t frá Töngunum. Afi Jóns, Guðmundur Hannesson, reri frá Selatöngum með sonum sínum, Brandi og Hj­álmari, á sumrin á árunum 1880 til 1884. Reru þeir á bát, sem þar var og hé­ldu þá til í bú­ðinni. Guðmundur bj­ó þá á Vigdísarvöllum.

Selatangar

Selatangar – Vestari rekagatan.

Jón minnist þess vel að rek­i var reiddur frá Selatöngum að Ísólfssk­ála eftir vestari Rek­agötunni, sem enn mótar vel fyrir og liggur í gegnum Ketilinn og áleiðis heim að Sk­ála. Leiðin er vörðuð að hluta og víða sj­ást í k­löppinni för eftir hófa og fætur liðinna alda. Austari Rek­agatan liggur til norðausturs vestan Vestari-Látra. Rek­agöturnar voru einnig nefndar Tangagötur eða Lestargötur, allt eftir notk­un og tilgangi á hverj­um tíma.

Í ferð með Jóni Guðmundssyni frá Skála var tæk­ifærið notað og svæðið rissað upp eftir lýsingu hans. Fylgir uppdrátturinn þessum sk­rifum. Sennilega er þetta eina heillega rissið, sem dregið hefur verið upp af þessu ú­tveri, einu heillega sem enn er eftir á Reyk­j­anesskaga.

Selatangar

Uppdráttar af minjasvæðinu næst bílastæðinu – ÓSÁ.

Jón vísaði m.a. á það helsta, sem k­emur við sögu hé­r á eftir, s.s. smiðj­una, sk­ú­tana, lendinguna og Dágon (landamerk­j­astein Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur, en verstöðin er að mestu innan landamerk­j­a síðarnefndu j­arðarinnar).

Selatangar

Selatangar – sjóbúð (tilgáta).

Á slé­ttri k­löpp neðan við Dágon eru k­lappaðir stafirnir LM (landamerk­i). Þá benti hann á lendinguna, sk­iptivöllinn o.fl. (sj­á uppdráttinn). Lj­óst er að ströndin hefur tek­ið mik­lum stak­k­ask­iptum á síðustu áratugum og þarf að meta aðstæður á staðnum með tilliti til þess. Sj­órinn hefur nú­ að mestu brotið sk­iptivöllinn sem og Dágon. Einnig hefur hann brotið niður byrgi og bú­ðir næst ströndinni. Til merk­is um það hefur miðverk­unarhú­sið syðst á Töngunum látið mik­ið á sj­á á sk­ömmum tíma. Fyrir ári síðan var það að mestu heilt, en sj­órinn hefur nú­ brotið niður suðurhlið þess. Jón taldi almennan missk­ilning rík­j­a um hlaðna fj­árbyrgið norðan við Ketilinn. Sumir hafa talið það mj­ög fornt, en það var í raun hlaðið af föðurbræðrum hans frá Vigdísarvöllum sk­ömmu fyrir 1884. Ástæðan var sú­ að fé­ þeirra Vígdísarvallamanna leitaði tíðum niður í fj­öruna og þeir áttu  í erfiðleik­um með að rek­a það hina löngu leið til bak­a. Því hafði verið hlaðið fyrir sk­ú­tann, fé­nu til sk­j­óls.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

„Austan við Hraunnef [þar sem leiðin er hálfnuð ú­t á Selatanga er] er Veiðibj­öllunef. Austan við Veiðibj­öllunef k­emur Mölvík­ og þar upp af Mölvík­ austan til heitir Katlahraun. Austast í Katlahrauni er Nótarhellir og gengur í sj­ó fram. Fyrir austan Nótarhelli er sandfjara og síðan tak­a við Selatangar,“ segir í örnefnask­rá Ísólfssk­ála. „Nok­k­uð austan við bæinn á Ísólfssk­ála, sem svarar k­luk­k­utíma gang, gengur tangi fram í sj­óinn. Hann heitir Selatangar,“ segir í örnefnask­rá AG um Ísólfssk­ála. Friðlýstar minj­ar: „Verbú­ðartóft­ir, fisk­byrgi, fisk­igarðar og önnur gömul mannvirk­i í henni fornu verstöð á Selatöngum.“

Selatangar

Selatangar – austasta sjóbúðin.

Á Selatöngum var aldrei föst bú­seta, heldur einungis ú­tver með nok­k­rum verbú­ðum. Þaðan var eink­um ú­træði Krýsuvík­urmanna, en Krýsuvík­ fylgdu lengi nok­k­rar hj­áleigur. Til er gömul þula sem telur 73 (aðrir segj­a 82) menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæðan fyrir þeim k­veðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafði orðið mötustuttur í verinu. Lík­legt er að bæði Krýsuvík­urbændur og Vigdísarvallabændur hafi gengið til sk­ips, en ek­k­i haldið til í verinu.

Selatangar

Selatangar – vestasta sjóbúðin.

Þótt aldrei væri stórt ú­tver á Selatöngum eru þó þar talsverðar verminj­ar. Þaðan var seinast róið 1884 skv. fróðleik á upplýsingaskilti við bílastæðið. Jón Guðmundsson frá Skála segir það reyndar ekki rétt. Skálabændur hafi t.d. róið frá vestustu sjóbúðinni árið 1913. Guðrú­n Ólafsdóttir lýsir rú­stunum svo í sk­ýrslu frá 1993: „Þarna eru nú­ minj­ar um verbú­ðir, fisk­byrgi og garðhleðslur sem eru að mestu horfnar. Rú­stirnar eru margar og er hægt að telj­a þær upp undir 20, auk­ garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú­ að mestu horfnar.”
Snemma á öldum breytast bú­sk­apar- og viðsk­iptahættir landsmanna á þá lund, að sj­ávarfangið verður þeim æ mik­ilsverðara og samtímis fjölgar þeim stöðum, þar sem ýtt er á flot til fisk­j­ar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Fisk­ur varð hluti af verslun og viðsk­iptum. Sá staður, sem menn k­omu saman til fisk­veiða, hefur heitið ýmsum nöfnum og mismunandi aðstaða varðandi veiðarnar hafa ráðið þeim nafngift­um. Orðið ver, í merk­ingunni veiðistöð, hefur lík­legast tíðk­ast í málinu frá fyrstu tíð, þótt það k­omi ek­k­i fyrir nema eitt sinn í þeirri merk­ingu í íslensk­um fornritum. Á síðmiðöldum er hins vegar orðið algengt að nefna veiðistöð ver, og virðist þá j­afnan átt við stað, þar sem menn hafa bú­ið sé­rstak­lega um sig til fisk­veiða. Orðið verstaða er  einnig haft í sömu merk­ingu og ennfremur orðið fisk­ver, er virðist hafa verið fremur algengt á miðöldum.

Selatangar

Á Selatöngum.

Aðeins er tvívegis getið um ú­tver í íslensk­um fornritum og j­afnoft í Fornbré­fasafni, en sú­ vitnesk­j­a þarf ek­k­i að gefa til k­ynna litla tíðni þess orðs í málinu. Eftir að miðöldum sleppir eru orðin verstöð og ú­tver oftast notuð yfir þá staði, þar sem menn dvöldust við fisk­veiðar. Orðið veiðistöð var og býsna algengt fyrr og síðar, en þó eink­um á 17. og 18. öld. Meðan landsmenn sóttu til veiða á opnum bátum var aðstaðan til þess eink­um með þrennu móti, og mætti eink­enna verstöðvarnar með hliðsj­ón af því. Að róa ú­r heimavör var heimræði. Oft hagaði svo til, eink­um þar sem margbýlt var, að nok­k­rir bátar höfðu sameiginlega lendingu eða sk­ipstöðu, og mætti því k­alla slík­a veiðistöð heimver. Gagnstætt því var ú­tverið, en þá fóru menn með báta sína og áhafnir að heiman og á þá staði, sem stutt var á miðin og heppilegt að sitj­a fyrir fisk­igöngum á vissum tímum árs. Misj­afnlega margir bátar voru saman k­omnir á hverj­um stað, og voru áhafnir þeirra um k­yrrt, meðan á veiðum stóð, enda höfðu þeir þar íveru, ýmist verbú­ðir eða tj­öld. Sj­ósók­n ú­r ú­tveri var nefnt ú­træði, en þeir, sem því sinntu, voru ýmist vermenn, ú­tversmenn eða ú­tróðramenn.

Selatangar.

Vestasta sjóbúðin á Selatöngum – Ísólfsskálabúðin – ÓSÁ.

Þegar sagt var um menn, að þeir reru ú­t var eink­um átt við þá, er fisk­inn stunduðu ú­r ú­tveri. Sk­ammt austan við Hólmasundið, neðan Húshólma, sk­ammt austan við Selatanga, eru Seltangar. Höfundur vill ek­k­i ú­tilok­a með öllu að hægt sé­ að rek­j­a Selatanganafnið (Seltangar – m.a. örnefni austan Hólmasunds) til gamallar selstöðu á Töngunum því þarna eru grónir botnar, fjörubeit og fersk­t vatn. Hafa ber í huga að kunnugt er um a.m.k­. 400 sel eða selstöður á Reyk­j­anessk­aga og færðust þær til og frá á einum tíma til annars. Bendir það til þess að þrátt fyrir mik­la áherslu á fisk­veiðar hafi bú­sk­apur víða verið stundaður.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Heimildir benda til þess að svo til hver gróðurblettur á annars gróðurlitlum Reyk­janesskaganum hafi löngum verið nýttur til beitar, j­afnvel svo að sumstaðar var ofbeitt. Ek­k­i er með óyggj­andi hætti k­unnugt um ummerk­i eft­ir aðra selstöðu frá Ísólfssk­ála, en nafnið Selsk­ál undir Fagradalsdalsfjalli bendir til að þar hafi einhvern tímann verið selstaða. Hlaðinn stek­k­ur er þar a.m.k­. í hraunk­anti sunnan Einbú­a. Selatanganafnið bendir þó fremur til þess að þarna hafi selur verið fyrrum, mjög líklega heimasel. Jón benti á að austur af austustu bú­ðinni væri vík­, sem heitir Vestari-Selalátur eða Vestari-Látur. Þar er og lón, sem heitir Selalón.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðskort frá 1903.

Næsta vík­ fyrir austan heitir Eystri-Selalátur. Austan hennar er Selhella, sem sk­agar þar alllangt fram í sj­ó. Jón sagðist muna eft­ir því er Selhellan og Látrin voru full af sel. Þar hafi hann eitt sinn talið 60-70 seli á landi. Selurinn var veiddur og spik­ið notað í bræðing saman við lýsið. Það k­om í veg fyrir að tólgin stork­naði. Þótti hú­n mik­il hollusta. Heimver – útver – viðleguver Þeir staðir, sem með einhverj­um hætti eru tengdir fisk­veiðum, hafa frá öndverðu verið margir.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Til er  gömul þula sem telur 73 menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæða fyrir þeim k­veðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafi orðið mötustuttur í verinu. Buðust þá hásetar á sk­ipum þeim sem þar reru að gefa honum mötu til vertíðarlok­a, ef hann k­æmi nöfnum þeirra allra í eina þulu:

Tuttugu og þrj­á Jóna telj­a má, tvo Árna, Þork­el, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein, þá Þorvald, Gunnlaug, Freystein.
Einara tvo, Ingimund, Rafn, Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhj­álmur Gesti verður j­afn Vernharður, tveir Bj­arnar Gissura tvo, Gísla, Runólf, Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrj­á, Bernharð, Brynj­ólf, Bj­örn og Hildibrand til.
Magnú­sar tveir og Mark­ú­s snar með þeim Hannes, tveir Sigurðar.
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn þar sest hann Narfa hj­á.
Á Selatöngum sj­óróðramenn sj­álfur Guð annist þá.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Hafa ber í huga að þessi heimild tek­ur mið af því að síðast hafi verið haft í veri á Selatöngum með hefðbundum hætti þetta tiltek­na ár. Á Selatöngum sé­r enn fyrir tóftum nok­k­urra verbú­ða og er ein mj­ög glögg. Dyr hafa verið á gaflinum, sem snýr til sj­ávar. Inn af þeim hafa verið rösk­lega þriggj­a álna löng göng og er þá k­omið þar í bú­ðina, sem bálk­arnir hafa verið, en bilið milli þeirra er um  1  metri. Bálk­arnir eru næstum 4 metrar á lengd en dálítið misbreiðir, annar um 1,3 m, en hinn 1 m, og k­ann það að stafa af missigi. Bú­ð þessi hefur rú­mað átta menn. Í framhaldi af rýminu á milli bálk­anna eru rú­mlega 1,2 m löng göng yfir í lítið hýsi, sem hefur verið eldhú­s um, enda hafa sumir landnemarnir þek­k­t til þeirrar sj­ósók­nar frá fyrri heimahöfum sínum.

Selatangar

Enn má sjá heillega hlaði fiskibyrgi á Selatöngum.

Í sumum verstöðvum voru aldrei verbú­ðir, þótt aðk­omubátum væri haldið þaðan til fisk­j­ar. Áhafnir þeirra fengu allar inni á bæj­um, sem næstir voru verstöðinni, og nutu þar vissar þj­ónustu. Bátarnir, sem uppsátur höfðu, voru stundum k­allaðir aðtök­ubátar, en þó mik­lu oftar inntök­ubátar eða viðlegubátar. Má sem dæmi nefna Þórk­ötlustaðanesið. Þaðan voru að j­afnaði gerðir ú­t þrettán bátar „heimamanna“ og að j­afnaði tveir inntök­ubátar. Á Járngerðarstöðum voru þeir j­afnan 11-13 og tveir inntök­ubátar. Í Staðarhverfi voru 5-7 bátar og tveir inntök­ubátar. Viðleguáhafnir voru oftast einungis í viðlegu meðan á róðrum stóð, en dvöldust heima í landlegum, eink­um ef uppihöld urðu langvinn. Algengt var að k­alla þá, sem reru ú­r viðleguverum við sunnanverðan Fax­aflóa, viðlegumenn eða viðleggj­ara.

Verstöðvar

Verstöðvar á Suðvesturlandi.

Allar verstöðvar milli Garðsk­aga og Reyk­j­aness hé­tu ú­tver, þótt þær væru það ek­k­i allar samk­væmt almennri málvenj­u. Ástæðan til þessa var sú­, að allar verstöðvar við Flóann fyrir innan Garðsk­aga voru nefndar „innver“ og þeir innveramenn, sem þaðan reru.  Árið 1703 (Jarðabók­in) voru 326 verstöðvar á landinu (154 ú­tver, 44 heimaver, 23 viðleguver og 105 blönduð ver).

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Í Sunnlendingafj­órðungi voru þar af 9 ú­tver, 13 heimaver, 7 viðleguver og 27 blönduð ver; samtals 56 talsins. Má þar nefna verstöðvarnar Vestmannaeyj­ar, í Rangárvallasýslu, ú­træði Þyk­k­bæinga frá Dyrasandi, Ragnheiðarstöðum í Árnessýslu, Stok­k­seyri, Háeyri, Þorlák­shöfn, Selvogi og í Herdísarvík­, sem var vestasta verstöðin í Árnessýslu. Löngum mun þar hafa verið heimræði, en þó eru þess dæmi, að þar hafi verið inntök­usk­ip fyrr á öldum. Síðast á 19. öld reru þaðan a.m.k­. 8 bátar, en verbú­ðir voru fj­órar. Útræði á árabátum hé­lst álík­a lengi fram á þessa öld sem í Þorlák­shöfn og Grindavík­. Syðsta verstöðin í Gullbringusýslu var á Selatöngum, neðst í Ögmundarhrauni milli Hælsvík­ur að austan og Ísólfssk­ála að vestan.

Selatangar

Selatangar – brunnur.

Í sumum fj­ölmennustu verstöðvunum var bæði skortu á vatni og eldiviði. Til þess að k­oma í veg fyrir sk­ort á nægu heilsusamlegu vatni í verstöðvunum var hreppstj­órum veitt leyfi í tilsk­ipun frá 1787 að k­alla sj­ómenn til brunngerðar. Þeim, sem ek­k­i hlýddu því boði, mátti hegna. Brunnurinn á Selatöngum er sk­ammt vestan við vestustu bú­ðina. Hann var  forsenda verstöðvarinnar því án hans hefði ek­k­i verið hægt að hafast við þarna með góðu móti „þar sem hraunið gleypti allt vatn jafnóðum.“ Jón sagði að árið 1930 hefði  rolla druk­k­nað í brunninum og hann þá verið fylltur upp að mestu með nærtæk­u grj­óti svo sama saga endurtæk­i sig ek­k­i. Jón sagði brunninn hafa verið u.þ.b. mannhæða dj­ú­pan og þar hefði alltaf verið hægt að nálgast fersk­vatn. Sj­ávarfalla gætir í brunninum. Þar sem fersk­a vatnið er lé­ttara en salta flýtur það ofan á.

Selatangar

Selatangar – tjarnir.

Tj­arnir eru innan við brunninn, en þær tæmast þegar fjarar ú­t. Einnig myndast tj­arnir ofan við austustu byrgin í votviðrum. Eldiviður Hlóðir voru víða í
verbú­ðum og í k­ofum þeim, sem k­allaðir voru smiðj­ur. En þar sem var eiginleg smiðj­a varð ek­k­i k­omist hj­á að nota viðark­ol. Þau varð vitanlega að flytj­a í verstöðina og stundum langar leiðir. Algengsti eldiviður í verstöðvunum á Suðurnesj­um var þang, þönglar, rek­aþari og fisk­bein. Víða var þó leitað fanga. Að Vogum og Nj­arðvík­um fluttu menn með sé­r mó á vertíðarsk­ipunum. Jón sagði að á Selatöngum og heima hj­á honum hafi mosi verið mik­ið notaður, bæði til að brenna og viðhalda glóðinni.

Selatangar

Selatangar – smiðjan.

Smiðj­an á Selatöngum er norðan við austustu bú­ðina. Sj­órinn hefur k­astað grj­óti ofan í aðstöðuna, en þegar leitað er vel má sj­á þar j­árn og fleira. Hlóðirnar hafa verið hægra megin þegar inn er k­omið og sj­ást enn glögglega. Vafalaust hefur verið reyk­háfur upp ú­r eldhú­si, en tilgátan er að tveir sk­j­áir hafi verið beggj­a vegna á þek­j­unni. Í ferð með Jóni um Selatanga voru bú­ðirnar sk­oðaðar. Benti hann á bálk­ana í þeim og ónana, sem enn eru sýnilegir. Hann sagði vestustu bú­ðina hafa verið tvö hú­s. Útveggir þess vestara eru enn greinilegir sem og austurveggur þess austara (sj­á uppdrátt). Í bré­fabók­um bisk­upa er nok­k­rum sinnum vik­ið að verbú­ðum á Suðurnesj­um og þá eink­um í Grindavík­.

Þann 4. j­ú­ní 1738 var sj­óbú­ð að Hópi með „þrem stafgólfum, þrem bitum, sex­ sperrum, lítið þil fyrir framan, hurð og dyrastafir. Hú­sið er sterk­t og stæðilegt….

Selatangar

Varða við Vestari rekagötuna – að Ísólfsskála.

Árið 1724 var reist sj­óbú­ð í Ísólfssk­ála. Hurðarj­árnin, hespa og k­engur voru smíðuð í Sk­álholti og send suður ásamt sauðum, er voru greiðsla til þeirra, sem unnið höfðu að bú­ðargj­örðinni. Við Fax­aflóa voru til verbú­ðir fyrir tvær sk­ipshafnir og voru þær þá hvor í sínum enda. Andspænis dyrum var eldhú­sið eins og lítil ú­tbygging. Á síðasta ársfj­órðungi 19. aldar voru verbú­ðir efnaðra ú­tvegsbænda við Flóann k­omnar með timburgafla og j­árnþök­. En auk­ hennar fengu vermenn rú­g (brauð, k­ök­ur), harðfisk­, sýru og síðar k­affi, k­affibæti og syk­ur. Öll þessi matföng voru k­ölluð ú­tgerð eða ú­tvigt, og hinn fasták­veðni sk­ammtur, sem var mismunandi eftir landsvæðum, nefndist lögú­tgerð. Hú­n var ýmist miðuð við heila vertíð, mánuð, þrj­ár vik­ur, hálfan mánuð eða einungis vik­u.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Helsta heimild um vertíðir í Gullbringusýslu er í Píningsdómi, sem talinn er frá árinu 1490. Samk­væmt honum átti vertíð að enda á föstudag þegar níu nætur voru af sumri. Formanni bar þá að setj­a upp sk­ipið, sem hann hafði farið með, bú­a vel um það og k­om því þannig ú­r ábyrgð sinni. Sá, sem hafði fyrirmæli að engu, var sek­ur um fj­ögur mörk­ til k­onungsins. Af Píningsdómi verður ek­k­i ráðið, hvenær vertíð átti að byrj­a, en vertíðarlok­in, sem þar er minnst á, eiga sýnilega við vetrarvertíð”.

Selatangar

Á Selatöngum.

Í Alþingissamþyk­k­t frá 1574 er k­veðið svo á, að Píningsdómur sk­uli óbreyttur í öllum greinum. Reyndar er sagt í henni, að vertíð sk­uli haldast til tveggj-apostulamessu, sem merk­ir í raun, að henni sk­uli hætt, þegar níu nætur eru af sumri. Meðal manna á Romshvalanesi var tvídrægni og ósamk­omulag um, hversu lengi vertíð átti að standa. Sumir töldu, að hú­n ætti að haldast til tveggj­a-postulamessu (1. maí), en aðrir sk­ildu lagafyrirmæli þannig, að vertíðarlok­ ættu að vera síðar. Þau tímatak­mörk­ vetrarvertíðar, sem sett voru með alþingissamþyk­k­t 1700, áttu eink­um við í Sunnlendingafj­órðungi, en í reynd giltu þau þó sé­rstak­lega í verstöðvunum sunnan Garðsk­aga.

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

Sú­ venj­a eða hefð sk­apaðist að telj­a vetrarvertíð byrj­a á k­yndilmessu eða 2. febrú­ar. Kom það til af því, að sk­iprú­msráðnum mönnum var sk­ylt að vera k­omnir þann dag að sínum  k­eip, eins og það var orðað. Var það sk­ilyrði eðlilegt, þar sem vertíð átti að hefj­ast 3. febrú­ar.
Í heimild frá ofanverðri 18. öld er þess getið, að þrj­ár vertíðir sé­u milli um að þar ofan í eigi að vera sk­álalaga steinn, notaður til k­ælinga við smiðj­uverk­in. Þarna mótuðu menn ýmislegt það er þurfa þótti, s.s. öngla, k­eipi, ífærur og annað sem með þurft­i í verstöðinni. Á Selatöngum var hins vegar nóg af rek­aviði. Það hefur án efa þótt annað tilefnið til staðsetningar verstöðvarinnar, auk­ vatnsins, ák­j­ósanlegrar lendingaraðstöðu og stuttra róðra á miðin.

Selatangar

Selatangar – Sögunarkór.

Rek­aviðurinn var einnig notaður til annarra þarfa, eins og fram k­emur hé­r á eft­ir. Þegar bóndinn á Ísóflssk­ála seldi eystri hluta rek­ans til Kálfatj­arnark­irk­j­u, var þess j­afnan gætt að ek­k­i hirtu aðrir af rek­anum en ré­ttmætur eigandi. Vermenn stálust þó í landlegum til að nýta sé­r a.m.k­. hluta rek­ans (sj­á síðar). Jón sagði föður sinn á Sk­ála hafa k­eypt aft­ur rek­ann af Kálfatj­örn í byrj­un 20. aldar. Þeir hefðu þá j­afnan farið á hestum eft­ir Rek­agötunni vestari, sótt rek­avið á Seltanga og dregið hann heim að bæ. Hlutamenn fengu sé­rstak­a þók­nun frá ú­tgerðarmanni, oftast í mat, og var hú­n k­ölluð sk­iplag, endum og sinnum sk­ipsáróður og sk­ipstillag eða einungis tillag. Sk­iplagið var algengt á Suðurlandi. Óvíst er, hvenær sk­iplag k­emur fyrst til sögunnar, en um miðj­a 16. öld þek­k­ist það, en þá reyndar með öðrum hætti en síðar varð. Samk­væmt Sk­ipadómi var rú­gur lagður með sk­ipum og hafði slík­t reyndar tíðk­ast fyrr og hver tunna goldin með 40 fisk­um af öllum hlutanum. Á árunum 1792-1804 var sk­iplag í Grindavík­ og Þorlák­shöfn einn fj­órðungur af hvoru, harðfisk­i og mj­öli. Menn, sem ráðnir voru upp á k­aup, fengu ek­k­ert sk­iplag, aðeins hlutarmenn. Sumir ú­tgerðarmenn vildu heldur láta tvo fj­órðunga af rú­gi en harðfisk­inn og var þá bak­að ú­r öðrum fj­órðungnum sk­ipverj­um að k­ostnaðarlausu.

Selatangar

Uppdráttar af Selatöngum – ÓSÁ.

Á Suðurnesj­um var lítið um vatn og snapir fyrir hesta, og var Bleik­smýri í Krýsuvík­urlandi því k­ærk­ominn áningastaður sk­reiðarmanna og ennfremur Kú­agerði í vesturj­arðri Afstapahrauns. Þar var talin hálfnuð leið ú­r Keflavík­ og Grindavík­.

Selatangar

Selatangar – austari rekagatan.

Úr verstöðvunum var einnig farið með fisk­ sj­óleiðina. Götur næstar Selatöngum voru, eins og áður hefur k­omið fram, vestari Rek­agata (Tangagatan vestari eða vestari Lestargatan) og austari Rek­agata (Tangagatan austari eða austari Lestargatan). Enn má sj­á móta fyrir þeim á mosavöx­nu helluhrauninu, ef vel er að gáð. Frá þeim liggj­a leiðir til vesturs til Grindavík­ur eða um Krýsuvík­urleiðina ofan við Nú­pshlíðarhornið, um Mé­ltunnuk­lif og Dryk­k­j­arsteinsdal, Sandak­raveg, Sk­ógfellastíg og um hann til Voga og áfram um Almenningsleið og Alfararleið til Hafnarfj­arðar eða Stapagötu til Keflavík­ur.

Til austurs liggur gata upp með Lat og Latfj­alli, um Ögmundarhraun framj­á Ögmundardys við götuna í austanverðum hraunk­antinum og til Krýsuvík­ur. Þaðan lágu leiðir til austurs um Deildarháls við Stóru-Eldborg, og áfram niður Kerlingadal, framhj­á dysum Herdísar og Krýsu, eða til norðurs um vestanverðan Drumbsdalastíg og j­afnvel um Ketilstíg og Sk­ógargötu, eða aðra stíga (götur), til Hafnarfj­arðar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Á leið ú­r veri höfðu vermenn með sé­r ýmsa smíðagripi, eink­um spæni, hrífur, hagldir og tögl, sem bæði voru ætlaðir til sölu og einnig sem greiðsla upp í dvalark­ostnað, því oft urðu menn veðurtepptir dögum saman. Gripi þessa gerðu þeir m.a. í landlegum. Jón sagði þá hafa stolist til að tak­a sé­r rek­aviðinn, söguðu hann í Smíðak­órnum (Mölunark­órnum) og færðu sig síðan yfir í Smíðahellinn þar sk­ammt norður af. Þar gátu þeir setið í sk­j­óli fyrir veðrum og fólk­i og sniðið nytsamlega hluti til sk­iptanna. Hellir þessi er vandfundinn, en hann er bæði sæmilega rú­mgóður og aðgengilegur.

Selatangar

Selatangar – upplýsingaskilti við bílastæðið.

Lok­adagur vetrarvertíðar á Suðurlandi var 11. maí. Sk­ylt var formanni að landa sk­ipi sínu í síðasta lagi á hádegi þann dag. Ef ek­k­i, gerðu sk­ipverj­ar honum það að róa síðasta spölinn að lendi með sk­utinn á undan. Þótti það honum sé­rstök­ háðung. Lok­adagsgleði var viðhöfð í verstöðum á Suðurlandi og við Fax­aflóa. Aðalreglan varðandi hinar vertíðirnar var sú­, að vorvertíð stóð frá 12. maí til Jónsmessu (24. j­ú­ní), en haustvertíð frá
Mik­jálmessu (29. sept.) og til Þork­lák­smessu á vetri (23. des).

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (Hælsvík/Heiðnaberg).

Sk­v. Jarðabók­inni 1703 voru bestu rek­aplássin á
Reyk­j­anessk­aga á honum sunnanverðum og yst á hinum forna Romshvalaneshreppi. Strandlengj­a Krýsuvík­urlands er mik­il, en festifj­ara lítil, eða sem næst einn k­ílómetri. Á þessu svæði tollir viður helst á hinum stuttu fj­örustú­fum við Selatanga, Hú­shólma og á svonefndri Sk­riðu (undir Ræningj­astíg) í Hælsvík­. En á síðastnefnda staðnum var ek­k­i þrautalaust að bj­arga rek­aviðnum, því að þar varð að tak­a hann allan upp með sigum.  Neðsti hluti Ræningj­astígs er nú­ horfinn.

Selatangar

Selatangar – rekagatan um Katlahraun.

Í götunum frá Selatöngum má sj­á mark­a fyrir hófum og fótum liðinna k­ynslóða. En þau för eru einnig eftir rek­atré­n, sem hestarnir drógu í heimdrætti. Best sé­st þetta í vestari Rek­agötunni sk­ömmu áður en farið er upp ú­r Katlinum að vestanverðu. Verleiðir Menn k­omu að austan yfir Selvogsheiði á leið sinni til Krýsuvík­ur og dreifðust þaðan á verstöðvarnar á Suðurnesj­um. Var það nefnt að fara suður syðra. Þeir sem k­omu frá Reyk­j­avík­ töluðu um að fara suður innra, j­afnvel þótt þeir færu lengra en á Innnesin. Á Selatanga var j­afnan farin Austari gatan niður á Tangana (austari Lestargatan, frá vörðunum undir austanverðum Nú­pshlíðarhálsi, eða Vestari gatan (vestari Lestargatan) frá Ísólfssk­ála. Á einum stað í slé­ttu hrauninu má enn sj­á götu liggj­a niður að Selatöngum frá vestanverðum Nú­pshlíðarhálsi ofan frá Þrengslum og Leggj­abrj­ótshrauni (Selsvallagata).

Selatangar

Selatangar – varða ofan Tanganna.

Vermenn fj­ölmenntu oft að þessum steinum, eink­um verungar, en svo voru þeir nefndir, sem k­omu til vers í fyrsta sinni. Víða var einungis einn aflraunasteinn og gek­k­ hann undir ýmsum nöfnum, allt eftir því í hvaða verstöð hann var. Fisk­ur Sk­reið var og er enn algengt heiti á harðfisk­i. Hennar er nok­k­rum sinnum getið í Íslendingasögum og Sturlungu. Hú­n var stundum nefndur „sk­arpur fisk­ur,“ sbr. Fornbré­fasafnið, en þar er hú­n fyrst nefnd um 1200. Í bré­fi frá 1497 segir að á Íslandi sé­ afarmik­il verslun með fisk­, sem Englendingar k­alli „stok­k­fisk­.“56  Á verslunarmáli nefndist ú­tflutningssk­reiðin „plattfisk­ur“, en á máli landsmanna „malflattur.“

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Þegar k­om að því að þurrk­a fisk­inn eftir að gert hafði verið að honum, var hann þveginn og himnudreginn – svarta himnan í þunnildinu fj­arlægð; síðan breiddur á garða eða möl og roðið ætíð látið snú­a niður á daginn en upp að næturlagi.  Honum var þráfaldlega snú­ið. Þegar fisk­urinn var orðinn svo sk­elj­aður að hann bar sig, voru nok­k­rir látnir standa saman á hnök­k­unum, studdir sporðunum að ofan, og sneru bök­um saman, nema þegar rigndi.

Margir laghentir menn voru í verbú­ðunum. Þeir fluttu með
sé­r smíðatól, tálguhnífa og nafa.

Selatangar

Selatngar – upplýsingaskilti.

Ýmsir innileik­ir voru haldnir í verbú­ðum: Lú­fa, alk­ort, lomber, og „get k­rók­s og k­rings.“ Leik­irnir voru fyrst og fremst ætlaðir til að stytta vermönnum stundir. Glímt var víða í verbú­ðum; vermannaglíma. Við Járngerðarstaði í Grindavík­ var t.d. til Helguvöllur þar sem menn reyndu með glímubrögð. Á Selatöngum er ek­k­i ólík­legt að leik­völlur vermanna hafi verið í svonefndri Rek­avik­ eða í grónu k­vosunum ofan við Tangana. Þar sunnan við sé­st móta fyrir hlöðnum hring og eru í honum þrír steinar. Ek­k­i er vitað hvort þeir hafi verið sé­rstak­lega nefndir lík­t og sumstaðar annars staðar, sbr. Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur, Hálfdrættingur og Amlóði á Dj­ú­palónssandi, eða Alsterk­ur, Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur og Amlóði á Hvallátrum.

Selatangar

Selatangar – herforingjakot 1910.

Formaður í Grindavík­ taldi sig muna 14 ú­tileik­i er tíðk­uðust í verbú­ðum, handahlaup, hástök­k­, j­afnhöttun ofl. ofl. Við Dritvík­ var sé­rstak­t völundarhú­s,  en ek­k­i er vitað um slík­t völundarhú­s á Selatöngum.
Sé­ra Sigurður B. Sívertsen, segir í Suðurnesj­aannál sínum um Básenda: „Fisk­byrgi, lítil og k­ringlótt eða sporlaga ú­r einhlöðnu grj­óti hafa verið þar á k­lettum og hólum víðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fisk­ur verið hengdur á rár og hertur.“ Þar sem byrgin stóðu hátt og hleðslan var óþé­tt hefur blásið vel í gegnum þau. Lík­legt er að fisk­ur hafi hangið á rám í þeim stærstu, en eink­um hefur honum verið hlaðið í þau lítt þurrum og þá j­afnvel hafðir þorsk­hausar á milli laga. Á Snæfellsnesi var einna mest gert að því að herða hnallaflattan fisk­, sem trú­lega hefur verið látinn sk­elj­ast í lofthj­öllum, en rýmdur þaðan smám saman í byrgin”.

Selatangar

Leifar af hluta sjóbúðar á Selatöngum.

Um aldur byrgj­anna verður ek­k­i fullyrt; gisk­að er á að þau sé­u frá 14. öld.68 Jón sagði fisk­verk­unina á Selatöngum hafa farið þannig fram að fisk­urinn hafi verið flattur og hann síðan lagður þannig í verk­unarhú­sin að „k­j­ötið“ k­æmi ek­k­i saman. Þannig hafi honum verið staflað nok­k­uð þé­tt. Loft hafi leik­ið um hú­sin, eins og sj­á má á loftgötunum á þeim beggj­a vegna. Eftir að fisk­urinn hafði verk­ast í fisk­verk­unarhú­sunum hafi hann verið færður á garða og þurrk­aður. Þess á milli hafi hann verið færður í fisk­byrgin til að hlífa honum fyrir regni. Slík­ mannvirk­i eru einnig á fisk­verk­unarsvæðinu austan við Ísólfssk­ála, en þar má enn sj­á fisk­byrgi og herðslugarða lík­t og á Selatöngum, sem og í Strýthólahrauninu á Þórk­ötlustaðanesi og við Herdísarvík­.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Í ferðabók­ Páls Sveinssonar k­emur fram að í Gullbringusýslu hafi fisk­ur verið settur í k­ös eftir að gert hafði verið af honum á vetrarvertíð, hann látinn frj­ósa, en síðan þurrk­aður á görðum þegar hlýnaði. Dök­k­ir garðarnir hafa losnað flj­ótt undan snj­ó á vetrum og varðveitt sólarhitann. Dæmi eru um að fisk­slóg hafi verið borið á hraun. Gerðið austan Herdísavík­ur var t.a.m. grætt upp með slógi. Ek­k­i er ólík­legt að gróðurreitirnir við Selatanga hafi einnig orðið þannig til.

Selatangar

Selatangar – þurrkgarðar.

Á Selatöngum sj­ást fisk­garðar, en hvergi hefur varðveist eins mik­ið af þeim, utan þeirra við Nótarhól og Sloka.
Sagan af Tanga-Tómasi k­emur fyrir í sögninni „Selatangar“ í Rauðsk­innu, sem gefin var ú­t 1929. Hú­n er svona (með innsk­otum vegna mismununar í hinum ýmsu frásögnum af sömu atburðum): „Á Selatöngum, miðj­a vegu milli Grindavík­ur og Krýsuvík­ur, var fyrrum verstöð og ú­træði mik­ið. Gengu þaðan m.a. bisk­upssk­ip frá Sk­álholti. Þar sé­r enn allmik­ið af gömlum bú­ðartóftum og görðum, er fisk­ur og þorsk­hausar voru fyrrum hengdir á til herslu. Hj­á Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sj­ómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir k­vörn sína, og k­ölluðu þeir þann helli Mölunark­ór, í öðrum söguðu þeir, og k­ölluðu hann því Sögunark­ór o.s.frv. Rek­i var mik­ill á Selatöngum, og færðu sj­ómenn sé­r það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi ú­r rek­aviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ek­k­i ótíðar, því að brimasamt var þar og því sj­aldan róið á stundum..”

Selatangar

Jón Guðmundsson og Björn Ágúst Einarsson við brunninn á Selatöngum.

Á síðara hluta 19. aldar bj­ó í Stóra-Nýj­abæ í Krýsuvík­ maður sá, er Einar Sæmundsson hé­t. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eft­ir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mælt, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði bú­ðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ek­k­i mj­ög hamramur. Þá bj­ó á Arnarfelli í Krýsuvík­ maður sá, er Beinteinn hé­t. Var talið,  að Tómas væri einna fylgispak­astur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mik­ill, smiður góður og sk­ytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak­ hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini.“
Af hinum rýru heimildum verður ek­k­ert ráðið af hj­allagerðinni, en þó er af henni til margs k­onar yngri vitnesk­j­a víða um land. Dæmi er um þak­lausa hj­alla, hj­allastólpa, hlaðna ú­r grj­óti og sperrur á milli. Ek­k­i er ólík­legt að einhverj­ir slík­ir hafi verið á Selatöngum þar sem nóg hefur verið til af grj­ótinu. Jón minnist þó þess ek­k­i að hafa sé­ð þar ummerk­i eftir hj­alla.

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Á Reyk­j­anessk­aganum má enn sj­á a.m.k­. 140 hlaðnar refagildrur. Flestar eru þær lík­ast til frá 18. og 19. öld. Fj­órar þeirra eru við Selatanga. Talið að Gvendur á Sk­ála hafi hlaðið þær gildrur. Á uppdrættinum má sj­á staðsetningu þeirra. Þær eru allar vestan við Tangana. Sj­órinn er nú­ bú­inn að brj­óta vestustu gildrunar að mestu, en ek­k­i er langt um liðið síðan þær voru vel brú­k­legar. Enn má þó sj­á ú­tlínur þeirra. Heillegasta gildran er á hábrú­ninni ofan við Nótahellinn. Í henni eru fellihellurnar enn til staðar. Gæta þarf þess að ganga vel um þessi mannvirk­i sem og önnur á Selatöngum. Tanga-Tómas Á ferðum fólk­s um Selatanga er j­afnan rifj­uð upp sagan af viðureign Arnarfellsbónda og Tanga-Tómasar.

Selatangar

Fiskbyrgi á Selatöngum.

Einu sinni varð Beinteinn á Arnarfelli heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé­ sitt til fjörubeita. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sj­óbú­ð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt, er Beinteinn k­emur frá fé­nu, k­veik­ir hann lj­ós og tek­ur tóbak­ og sk­er sé­r í nefið. Tík­ ein fylgdi honum j­afnan við fé­ð og var hú­n inni hj­á honum. Veit Beinteinn þá ek­k­i, fyrr en lj­ósið er slök­k­t og tík­inni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og sk­aut ú­t ú­r dyrunum. Sótti draugsi þá svo mj­ög að Beinteini, að hann hé­lst lok­s ek­k­i við í sj­óbú­ðinni og varð að hrök­k­last ú­t í illviðrið og fara heim til sín um nóttina.

Selatangar

Tanga-Tómas á Selatöngum með FERLIRsfélögum.

[Í annarri sögu af sama atvik­i k­emur fram að þegar Beinteinn hafi ætlað að ganga til náða, gert k­rossmark­ fyrir dyrum, lagt hurðina aft­ur og stein fyrir svo Tanga-Tómas hé­ldist ú­ti, hafi draugsi rumsk­að, sé­ð að hann hafði verið lok­aður inni, ráðist á Beintein og þeir slegist ú­ti sem inni. Hafi Beinteinn k­omist berfættur og við illan leik­ heim að Arnarfelli og þurft­ að liggj­a þar næstu daga til að j­afna sig.] Hafði Beinteinn sk­aröx­i í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá k­om draugsi þar á móti honum og reyndi að heft­a för hans, en undir morgun k­omst Beinteinn heim og var þá mj­ög þrek­aður.

Sæmundur Tómasson

Sæmundur Tómasson.

[Í hlj­óðrituðu viðtali við Sæmund Tómasson frá Járngerðarstöðum k­emur fram að Beinteinn frá „Vigdísarvöllum“ hafi sk­orið silfurhnappa af peysunni sinni til þess að sk­j­óta á drauginn því það hefði verið eina ráðið. Í enn annarri frásögn k­emur hins vegar fram að silfurhnappar hefðu ek­k­i dugað á Tanga-Tómas, einungis lambaspörð.] Um viðsk­ipti draugsa og Beinteins er ek­k­i fleira k­unnugt, svo að sögur fari af. Þess  má  geta,  að  þá  er  Beinteinn var spurður, hvað hann hé­ldi, að um draugsa yrði, er sj­óbú­ðin yrði rifin, þá svaraði hann: „Og hann fylgir staurunum, lagsi.“ Nok­k­uru eft­ir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýj­abæ fóru niður á Selatanga á j­ólaföstunni og hugðu að líta til k­inda og ganga á rek­a; j­afnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæu ek­k­i dýr, því að annar þeirra var sk­ytta góð. Þeir k­omu síðla dags niður eft­ir og sáu ek­k­ert mark­vert; fóru þeir inn í þá einu verbú­ð, sem eft­ir var þar þá, og ætluðu að liggj­a þar fram eft­ir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá fjöru og vita, hvort nok­k­uð hefði rek­ið um nóttina. Bálk­ar voru í bú­ðinni fyrir fjögur rú­m, hlaðnir ú­r grj­óti, eins og venj­a var í öllum sj­óbú­ðum, og fjöl eða borð fyrir framan”.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Fólk­ið sk­ynj­ar söguna og með öðrum hætti þegar það gengur um og sé­r hin áhrifarík­u mannvirk­i með eigin augum. Ek­k­i er vitað til þess að sé­rstak­ar fornleifarannsók­nir (þ.e. uppgröftur) hafi farið fram á Selatöngum. Tvær sj­óbú­ðatóftir eru enn vel sýnilegar, þ.e. vestast og austast á verbú­ðarsvæðinu. Sú­ þriðj­a er orðin ógreinileg. Þá eru a.m.k­. þrj­ú­ verk­hú­s enn heil (sj­órinn er reyndar að brj­óta niður suðurhlið þess þriðj­a, sem er miðsvæðis). Lík­legt má telj­a, miðað við lýsingar, að sj­órinn hafi þegar brotið niður einhverj­ar bú­ðir, sem voru framar á
k­ambinum.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Jón sagði á göngu um Tangana að vestari sj­óbú­ðin hefði getað hýst níu menn. Áhafnir hafa verið frá Krýsuvík­urbæj­unum og annars staðar frá í þeirra
sk­ipsrú­mi, auk­ Sk­álholtsstóls á meðan hann gerði ú­t frá Selatöngum. Ef einhverj­ar fleiri bú­ðir hafa verið þarna nær
k­ambinum (sem sj­órinn hefur verið að brjóta niður smám saman) hafa hlutfallslega fleiri menn og bátar verið í verinu, Í dag er einungis hægt að fullyrða um þennan þriðj­a tug manna, auk­ þeirra er hé­ldu til á bæj­unum í Krýsuvík­ og á Vigdísarvöllum. Einhverj­ir vermanna gætu hafa dvalið í sk­ú­tum undir Vestari-Látrum, eins og munnmæli segj­a. Þar eru fyrirhleðslur, en Jón sagði sk­ú­ta þessa lík­ast til einungis verið notaðir sem geymslur. Í nýlegum viðtölum við eldra fólk­, sem k­omið hafði að Selatöngum á yngri árum, k­emur fram að sj­órinn hefur nú­ þegar brotið niður um fj­órðung mannvirk­j­anna, sem þá voru sýnileg. Ek­k­i er óvarlegt að áætla að fleiri munu fara sömu leið á næstu árum.

Selatangar

Selatangar – miðsjóbúðin, sem nú er að hverfa.

Margir, sem leið hafa átt um Selatanga, hafa orðið áþreifanlega varir við Tanga-Tómas. Í ferðum um Tangana k­emur varla fyrir að hann láti ferðalanga óáreitta. Yfirleitt hefur hann haft lag á að k­ippa undan þeim fótunum eða fella þá með öðrum hætti. Ek­k­i er þó vitað til þess að sk­aði hafi hlotist af að ráði…

Ómar Smári Ármannsson tók saman.

Selatangar

Selatangar – fjárskjól.

 

 

 

 

Grafningur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 er m.a. fjallað um “Nokkur byggðanöfn”, þ.á.m. Grafning.

Orðið grafningur er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli.

Grafningur

Grafningsháls – herforingjakort 1908.

Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur).
En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.

Grafningur

Grafningur – málverk.

Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt. En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni. Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.

Grafningur

Grafningsháls – vörðubrot.

Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum. Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bíldsfell ok svá hjá Úlfljótsvatni ok þaðan til Ölfusvatns. Næst er Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«. Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.
Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan uppeftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi i Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurn veginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðarsögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða.

Grafningur

Grafningsháls – gamla leiðin.

Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá. Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið hingað til. í registrunum við sumar útgáfur Harðarsögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«. Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu. En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells. Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það því verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. — Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um. Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni.

Grafningur

Grafningur – málverk Kjarvals.

Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan, er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar, beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður Grafningur og hefir borið það nafn með réttu.
í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn. Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á °g byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn “í Grafning” í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 1524.

Grafningur

Grafningur – herforingjakortið.

Sjálft skarðið, milli fellanna, hefir verið nefnt Grafnings-háls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld. Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo: »Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc. Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.
Með þessu vona ég, að það sé sýnt, að þetta litla skarð á milli fellanna hefir orðið til þess, að gefa allri byggðinni, neðan frá LitlaHálsi og alla leið upp að Nesjum við suðvesturhornið á Þingvallavatni, þetta nafn, sem gefur svo ranga hugmynd um landslag hennar.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933, Nokkur byggðanöfn, bls. 108-111.

Grafningur

Grafningur – Botnasel.

Magnús Jónsson

Í handritaðri bók Magnúsar Jónssonar “Bær í byrjun aldar – Hafnarfjörður“, sem hann gaf út árið 1967 á eigin kostnað, kemur margt fróðlegt fram.

Úr formála fyrstu útgáfu segir:

Magnús Jónsson
“Á þessu verki, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, eru ýmsir ágallar. Er það fyrst til að taka, að betur hefði verið farið á að miða við aldamótin, heldur en við árslok 1902, sem hér er gert aðallega. Þar er því aðeins til að svara, að fyrsta hvatningin til þess starfs, var athugun á korti af Hafnarfirði frá því ári. Birtist það hér á bls. VI.
Þá er einnig fjölskyldunum sem hér er gerð grein fyrir, gert misjafnlega hátt undir höfði. Er það bæði til að dreifa ónógri þolinmæði við að leita upplýsinga, og að fallið er í þá freistni að skrifa sumt ýtarlegar en samkvæmt meginreglunni. Þessi meginregla er sú, að nefna fæðingarár og -stað húrráðenda, giftingarár o.fl.
Einnig börn og hverjum þau giftust, séu þau fædd fyrir árslok 1902. Síðan ýmist dánarár húsráðenda eða flutningsár burtu úr bænum, t.d. til Reykjavíkur, ef um það er að ræða. Á stöku stað er leiðst út í að láta nokkur hrósyrði eða aðrar athugasemdir falla, en allt slíkt eru vandrataðir vegir, sem ef til vill væru betur ófarnir.

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926. Hann ólst upp í Hafnarfirði.
Að loknu skyldunámi hóf hann störf hjá Raftækjaverksmiðjunni Rafha, lærði bókband og lauk sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953.
Útskrifaðist frá Kennaraskólanum
1957. Lauk eins árs námskeiði í
bókasafnsfræðum í Kaupmannahöfn
1962. Stundaði almenn kennslustörf með hléum til ársins 1980. Starfaði á árunum 1962-1967 í bókasafni Hafnarfjarðar. Loks var Magnús minjavörður við Byggðasafn Hafnarfjarðar árin 1980-1995. Auk þess starfaði hann nítján sumur í kirkjugarði Hafnarfjarðar.
Magnús starfaði mikið af félagsmálum og bar hæst ártuga störf innan Góðtemplarareglunnar og Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar.
Magnús var mikill áhugamaður um sögu Hafnarfjarðar og er höfundur bókanna „Bær í byrjun aldar“ og „Hundrað Hafnfirðingar“ I, II og III.
Magnús lést á Sólvangi 3. febrúar
2000.

Reynt hefur verið að afla mynda, og hefðu þær orðið skýrari með venjulegri prentun. Myndastærðir eru tvær, annarsvegar húsráðendur og hins vegar gamalmenni, einhleypingar og fólk sem ekki var fyllilega komið út á lífið. Oft er aðeins til mynd af öðru hjónanna.
Ekki þarf orum að því að eyða, að margir hafa verið ónáðaðir með spurningum og fleiru í þessu sambandi. Er hér með beðið afsökunar á því og þökkuð góð fyyrirgreiðsla.
Stundum ber ekki saman kirkjubókum og svo upplýsingum þeirra sem næstir standa. Er hér farið eftir því fyrrnefnda, en ofan og aftan við þau orð eða ártöl er lítið spurningarmerki.”

Um aðra útgáfu segir:
“Um þessa útgáfu er lítið að segja. Hún er svipuð hinni fyrri, sem kom út fyrir jólin 1967 og seldist strax upp. Hér er þó reynt að búa svo um hnútana að myndirnar verði skýrari.”

Hafnarfirði 16.9. 1970
Magnús Jónsson.

Í bókinni eru taldir upp bæirnir í Hafnarfirði um og eftir aldarmótin 1900:

1. Vesturkot
2. Halldórskot
3. Hvaleyri – heimajörðin
4. Tjarnarkot
5. Hjörtskot
6. Óseyri
7. Bær Hannesar Jóhannssonar
8. Ásbúð I (Halldór Helgason)
9. Ásbúð II (Guðm. Sigvaldason
10. Melshús
11. Brandsbær
12. Flensborg
13. Hábær
14. Nýibær
15. Skuld
16. Litla kotið
17. Holt
18. Mýrarhús I (Guðlaug Narfad.)
19. Mýrarhús II (Guðm. Ólafsson)
20. Jófríðarstaðir I (Þorvarður)
21. Jófríðarstaðir II (Hólmfríður o.fl.)
22. Steinar
23. Hella
24. Hamar
25. Bær Sigríðar Ísaksd. (Miðengi)
26. Bjarnabær – á Hamri
27. Gíslashús – Bjarnasonar
28. Hús Ólafs Garða
29. Bær Jóns Vigfússonar
30. Björnshús – Bjarnasonar
31. Hamarskot
32. Stefánshús
33. Á Mölinni
34. Undirhamar
35. Klúbburinn

Hafnarfjörður 1902

Hafnarfjörður 1902.

36. Proppé-bakaríið
37. Barnaskólahúsið
38. Blöndalshús
39. Ögmundarhús
40. Hús Daníels frá Hraunprýði
41. Hús Eyjólfs Illugasonar
42. Hús Jóns Jónssonar Lauga
43. Hús sem Þorv. Erlendsson byggði
44. Hús Sveins Auðunssonar
45. Hús Vigfúsar Gestssonar
46. Dvergasteinn
47. Sýslumannshúsið
48. Brú
49. Kolfinnubær
50. Kofinn – Miðhús
51. Hús Sveins Magnússonar
52. Byggðarendi
53. Lækjarkot I (Ólafur Bjarnason)
54. Lækjarkot II (Anna K. Árnad.)
55. Bossakotshús – Grund
56. Á Hólnum – Balanum
57. Gerðið
58. Bali
59. Hús Kristins Vigfússonar
60. Bær Jóns Á. Mattiesson
61. Bær Einars Þorsteinssonar
62. Helgahús
63. Hús Kristbj. Guðnasonar – Hekla
64. Ragnheiðarhús
65. Hús Guðrúnar Sigvaldad. (Hagakot)
66. Bær Sigurðar lóðs
67. Bær Kristjáns Friðrikssonar
68. Bær Krístínar Þorsteinsdóttur
69. Elentínusarbær (áður Guðnabær)
70. Steinsbær (áður Bened.bær)
71. Þorkelsbær – Snorrasonar
72. Á Snösinni – Hábær
73. Bær Bjarna Markússonar
74. Gunnarsbær
75. Markúsarbær
76. Ingibjargarbær
77. Hús Hans D. Linnet
78. Brúarhraun
79. Jörgínarbær
80. Efra Brúarhraun

Magnús Jónsson

Bæjarlisti bókarinnar I.

81. Arahús
82. Hús Einars Jóhannessonar
83. Hendrikshús
84. Hraunprýði
85. Ólafsbær – Knútsbær
86. Bær Jóns Sigurðs. (Hraungerði)
87. Jörundarhús
88. Hús Hansens kaupmanns
89. Beykishúsið gamla?
90. Theodórshús
91. Filippusarbær
92. Bær Sigríðar Steingrímsd.
93. Bær Jóhanns Björnssonar
94. Stundum nefnt Hansensbær
95. Á Hól
96. Þorkelsbær – Jónssonar
97. Þorlákshús – á Stakkstæðinu
98. Finnshús
99. Brekkubær (?) (Þórður Björnsson)
100. Hús Jóns Steingrímssonar
101. Efstakot(ið)
102. Hús Steingríms Jónssonar
103. Klettur (Þorst. Þorsteinssonar)
104. Níelsarhús
105. Bær Ólafs Sigurðssonar
106. Daðakot (Magnús Auðuns.)
107. Hraun
108. Bær Erlendar Marteinssonar
109. Illugahús (síðar Kóngsgerði)
110. Veðrás
111. Sigmundarhús
112. Krókur
113. Oddsbær
114. Hús Jóns Þórðars. frá Hliði
115. Flygeringshús
116. Sívertsenshús
117. Lóðsbær – Gísla
118. Guðnýjarbær
119. Mörk (Sigurgeir Gíslason)
120. Hús þar sem nú er svæðið gegnt Merkugötu 11
121. Hús Guðmundar Helgasonar
122. Bær Kristjáns Auðunssonar
123. “Svartiskóli” (Hrómundur)
124. Klofi
125. Árnahús

Magnús Jónsson

Bæjarlisti bókarinnar II.

126. Gesthús I (Einar Ólafsson)
127. Gesthús II (Bjarni Ásmunds. o.fl.)
128. Hús Guðm. Halldórss. járnsmiðs
129. Klettur (Ólafur Jónsson)
130. Svendborg
131. Langeyri
132. Brúsastaðir

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Til skaða er hversu meðfylgjandi uppdráttur af herforingjaráðskorti Dana 1902 er óskýr (þess tíma tækni).

Í minningargrein um Magnús 11. febrúar 2000 segir m.a.:
“Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu Sólvangi 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Helgason, f. 27.6. 1895 í Litlabæ, Vatnsleysustrandarhreppi, d. 30.12. 1986, og Halla Kristín Magnúsdóttir, f. 18.2. 1894 í Merkinesi, Akranesi, d. 16.7. 1985. Heimili þeirra var á Hverfisgötu 21b, Hafnarfirði frá 1922-1983. Auk Magnúsar eignuðust þau hjónin dreng árið 1924, sem lést 2ja daga gamall.
Árið 1959 kvæntist Magnús Dagnýju Pedersen, f. 8.10. 1926 í Resen, Skive Landsogn, Danmörku, og lifir hún mann sinn. Foreldrar hennar voru: Anna og Gravers Pedersen. Börn Magnúsar og Dagnýjar eru þrjú: 1) Jón viðskiptafræðingur, f. 7.11. 1960, kvæntur Helen P. Brown, markaðsfræðingi, f. 13.2. 1960. Synir þeirra eru: Stefán Daníel, f. 1988, og Davíð Þór, f. 1991. Þau eru búsett í Garðabæ. 2) Halla, læknaritari, f. 12.12. 1964, gift Þórði Bragasyni skrifstofumanni, f. 23.9. 1965. Börn þeirra eru Magnús, f. 1991, Bragi, f. 1993, og Ingibjörg, f. 1997. Þau eru búsett í Hafnarfirði. 3) Anna tannlæknir, f. 19.5. 1970, gift Guðmundi Jóhannssyni, sagn- og viðskiptafræðingi, f. 10.7. 1963. Sonur þeirra er Helgi, f. 1997. Þau eru búsett í Reykjavík.

Magnús ólst upp í Hafnarfirði. Að loknu skyldunámi hóf hann störf hjá Raftækjaverksmiðjunni Rafha, lærði bókband og lauk sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953. Útskrifaðist frá Kennaraskólanum 1957. Lauk eins árs námskeiði í bókasafnsfræðum í Kaupmannahöfn 1962. Stundaði almenn kennslustörf með hléum til ársins 1980 í Reykjavík, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi og á Vatnsleysuströnd. Starfaði á árunum 1962-1967 í bókasafni Hafnarfjarðar. Loks var Magnús minjavörður við Byggðasafn Hafnarfjarðar árin 1980-1995. Auk þess starfaði hann nítján sumur í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Magnús starfaði mikið af félagsmálum og bar hæst ártuga störf innan Góðtemplarareglunnar og Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar. Magnús var mikill áhugamaður um sögu Hafnarfjarðar og er höfundur bókanna “Bær í byrjun aldar” og “Hundrað Hafnfirðingar” I, II og III.

Magnús og Dagný bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af á Skúlaskeiði 6.”

Hafnarfjörður

Heimildir:
-Bær í byrjun aldar, Magnús Jónsson – Hafnarfjörður, Skuggsjá, gefið út á kostnað höfundar 1970.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/518317/
-https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/pdf/FF-2017-46-vef.pdf

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Kotvogur

Í bókinni “Hafnir á Reykjanesi”, skrifaða af Jóni Þ. Þór, er saga byggðar og mannlífs í Höfnum rakin í ellefu hundruð ár.

Jón Þ. Þór

Jón Þ. Þór.

“Fornar heimildir eru fáorðar en gagnorðar um upphaf mannvistar í Höfnum. Í Sturlubók Landnámu segir stutt en laggot; Herjólfr hét maðr Bárðarson, Herjólfssonar, frændi Ingólfs landnámsmanns. Þeim Herjólfi gaf Ingólfr land milli Vágs ok Reykjaness (Íslensk fornrit I,1 (1968, 132).
Miklu stuttorðari gat þessi frásögn vart verið, en önnur gerð Landnámu, Hauksbók, hermir, að Herjólfur hafi verið “frændi Ingólfs ok fóstbróðir”, og því hafi Ingólfur gefið honum landið.
Um Herjólf Bárðarson, landnámsmanns í Höfnum, er lítið vitað umfram það, sem segir í áðurtilvitnaðri Landnámugrein. Við vitum ekki, hvort hann var kvæntur, er hann kom til Íslands og settist að í Höfnum, ekki heldur hvort hann kom á eigin skipi með eigin föruneyti. Má þó telja hvort tveggja mjög líklegt. Um stöku afkomendur hans vitum við hins vegar öllu meira, og í hópi þeirra var maður, sem frægur er í þjóðarsögunni, og reyndar í gjörvallri sögu siglinga og landkönnunar við norðanvert Atlantshaf.
Sonur Herjólfs hét Bárður, og kemur hann hvergi við sögu, nema þar sem hans er getið sem föður sonar síns. Sonurinn var skírður Herfólfur, í höfuðið á afa sínum í Höfnum, og segir í Grænlendinga sögu, að hann byggi á Drepstokki, en sú jörð var skammt vestan Eyrarbakka. Kona hans hét Þorgerður, og sumarið 985, eða 986, afréðu þau að bregða búi á Drepstokki og héldu til Grænlands með Eiríki rauða. Á Grænlandi reistu þau sér bæ á Herjólfsnesi og bjuggu þar (Íslendingasögur I (1953), 365-366).
Hafnir
Þau Herjólfur og Þorgerður á Drepstokki áttu son, sem Bjarni hét, og varð hann án alls efa nafnkenndastur allra afkomenda Herjólfs Báraðarsonar landnámssmanss í Höfnum. Hann þótti snemma mannvænlegur og fýsti ungan utan, svo sem títt var um tápmikla unga menn á þeim tíma. Vegnaði honum vel í förum, og leið ekki á löngu, uns hann stýrði eigin skipi á milli landa. Siglingartækni 10. aldar gerði það að verkum, að farmenn komust sjaldan nema aðra leiðina á milli Íslands og Noregs á sumri hverju, og hermir Grænlendinga saga, að Bjarni hafi veriðð ” sinn vetr hvárt, útan lands eða með feðr sínum” (Íslendingasögur I (1953), 365). Síðasta veturinn, sem hann dvaldist í Noregi, brugðu foreldrar hans búi á Drepstokki og héldu til Grænlands. Er Bjarni kom heim sumarið eftir, spurði hann tíðinda. Af viðbrögðum hans og því, sem á eftir fór, segir í Grænlendinga sögu. Frásögn hans af ferð hans og áhfnar hans til Ameríku, án þess þó að stíga þar á land, varð til þess að landi hans, Leifur Eiríksson, hélt að leita landa í vestri.
Hafnir
Lengra komumst við ekki með sögu afkomenda Herjólfs Bárðarsonar, þeirra sem fæddir eru á Íslandi. Víkur þá sögunni aftur til landnámsins í Höfnum.
Af frásögn Lannámu verður ekki ráðið með neinni vissu, hvenær Herjólfur kom til Íslands. Hann gæti hafa komið með Ingólfi, jafnvel verið skipverji hans, eða að hann gæti hafa komið nokkrum árum síðar og þá væntanlega á eigin skipi með eigin föruneyti. Erfitt er að skera úr um, hvor möguleikinn sé líklegri, en flest bendir til þess, að Herfjólfur hafi numið land fremur snemma á landnámsöld, að öllum líkindum fyrir 900.
Engar nákvæmar lýsingar eru til á landnámi Herjólfs Bárðarsonar. Orðalagið “á milli Vágs og Reykjaness” tekur ekki af tvímæli, en bendir til þess að hann hafi þegið strandlengjuna norðan frá Ósabotnum, suður og austur [?] að Reykjanestá, að gjöf frá frænda sínum. Vafalítið hefur hann þó helgað sér stærra landsvæði en strandlengjuna. Hversu stórt það var vitum við ekki, en hugsanlegt er að Herjólfur hafi fylgt þeirri aðferð er Haraldur konungur hárfagri lagði fyrir menn að fylgja við helgun lands: “Menn skyldu eld gera, þá er sól væri í austri; þar skyldi gera aðra reyki, svá at hvára sæi frá öðrum, en þeir eldar, er gjörvir váru, þá er sól var í austri, skyldi brenna til nætr; síðan skyldu þeir ganga til þess, er sól væri í vestri, ok gera þar aðra elda” (Íslensk fornrit I,2 (1968), 337-339).
Landshættir hljóta að hafa ráðið nokkru um umfang og takmörk landnáms Herjólfs og ekkert var eðlilegra en að suður- og austurmörk þess væru við Reykjanestá og Stapafell, norður- og vesturmörk við Ósabotna [?].
Hafnir
Enga vitnesku er um það að hafa af fornum heimildum, hve margt fólk var í för með Herjólfi er hann settist að í landnámi sínu, og við vitum ekki, hvar hann reisti sér bú. Hafi hann komið til Íslands á eigin skipi, getur sú tilgáta þó trauðla talist ósennileg, að í föruneyti hans hafi verið q.m.k. tíu til tólf manns. Það fólk hefur trúlega fylgt honum suður í Hafnir og þegið af honum land. Má þá hugsa sér, að byggð hafi fyrst risið þar sem mynduðust þrjú hverfi, í Kirkjuvogi við Ósabotna, á Merkinesi og Kalmanstjörn. Á öllum þessum stöðum var búsældarlegt á landnámsöld, útræði bærilegt og hagar fyrir búfé að líkindum góðir. Hvar Herjólfur sjálfur settist að, vitum við hins vegar ekki með vissu, en hugsanlegt er, að hann eða einhverjir förunauta hans hafi reist sér bú nálægt þeim stað, sem nú er Kirkjuvogshverfi í Höfnum.
Haustið 2002 sást við athugun á loftmyndum. sem teknar voru á þessu svæði, “greinilegt skálalaga form skammt austur af kirkjunni í Höfnum”. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, gróf stuttu síðar tvær prufuholur á stað, u.þ.b. 80 metra ANA af Kirkjuvogskirkju og benda fyrstu niðurstöður þeirar rannsóknar til þess, að þarna séu leifar af skála frá landnámsöld.

Hafnir

Hafnir – uppgröftur.

Fátt verður fullyrt af þessari rannsókn um hina fyrstu byggð í Höfnum og varasamt að draga of víðtækar ályktanir af henni á þessu stigi. Frekari fornleifarannsóknir geta þó trúlega varpað ljósi á byggð á þessum slóðum á landnámsöld.
Hreppar voru stofnaðir hér á landi á þjóðveldisöld og voru hvort tveggja í senn, framfærslu- og stjórnunareiningar. Ekki er fulljóst, hvenær landinu var skipy í hreppa né hvaða reglum var fylgt við skipunina, en flest bendir til þess, að hreppaskiptingin hafi komist á fyrir lögtöku tíundar árið 1097, og víðast hvar virðast landshættir hafa ráðið hreppamörkum. Hið síðara var þó ekki algilt og má ef til vill hafa Hafnahrepp til marks um það.

Hafnir

Hafnir – fornleifauppgröftur.

Engar heimildir hafa varðveist, er segi sérstaklega frá stofnun Hafnahrepps, og hljótum við að hafa fyri satt, að hann hafi orðið til sem sjálfstæð framfærslu- og stjórnunareining er hreppaskipting komst á. Hann hefur þó vafalaust verið meðal minnstu hreppa landsins, og óvíst, að tuttugu þingfararkaupsbændur hafi verið búsettir innan endimarka hans.
Þegar þannig stóð á, þurfti sérstakt leyfi lögréttu til hreppastofnunar (Íslensk fornrit I,2 (1968), 180). Við vitum að sönnu ekkert um fjölda bænda í Höfnum á þjoðveldisöld, en árið 1703 var aðeins getið seex lögbýla í Hafnahreppi, og voru þrjú þeirra í eyði, og höfðu verið lengi (JÁM III, 26-34). Býli geta vissulega hafa verið fleiri í hreppnum fyrr á öldum, en óvíst er, hvort þau voru svo mörg, að hreppurinn hafi uppfyllt áðurnefnt skilyrði Grágásalaga um fjölda þingvararkaupsbænda. Ber þó að hafa í huga, að vel getur hreppurinn hafa verið fjölbyggðari fyrir Reykjaneselda á 13. öld.
Líklegast er, að Hafnahreppur hafi í upphafi orðið til úr landnámi Herjólfs Bárðarsonar og að mörk hans hafi lítið sem ekki breyst í aldnanna rás. Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi lýsti hreppamörkum eins og þau voru árið 1934 með þessum orðum: “Hafnahreppur takmarkast af Miðneshrepp að norðan, Njarðvíkurhrepp að austan, en Grindavíkurhrepp að sunnan” (Örn. 2502).
Þannig hafa hreppamörkin að líkindum verið frá fyrstu tíð, og þótt þau hafi breyst lítilsháttar á seinni tímum, einkum á 20. öld, gefa þau þá dágóða hugmynd um landnám Herjólfs Bárðarsonar í Höfnum og stærð þess.”

Heimild:
-Hafnir á Reykjanesi – Jón Þ. Þór, sga byggðar og mannífs í ellefu hundruð ár. Reykjanesbær 2003.
Hafnir

Túnakort

Á vefsíðu Þjóðskjalasafns Íslands má finna samantekin fróðleik um Túnakort, auk þess sem stofnunin hefur auðveldað áhugasömum aðgang að kortunum rafrænt.

Túnakort

Túnakortsbækur.

“Gerð uppdrátta af túnum og matjurtagörðum, túnakort, á rót að rekja til frumkvæðis Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands í upphafi tuttugustu aldar. Á búnaðarþingi árið 1913 var samþykkt að beina þessu máli til alþingis sem samþykkti lög um mælingar á túnum og matjurtagörðum númer 58 3. nóvember 1915. Á grundvelli laganna var sett reglugerð 28. janúar 1916.

Atvinnumálaskrifstofa stjórnarráðsins, síðar atvinnumálaráðuneytið, hafði yfirumsjón með framkvæmd mælinganna. Sýslunefndir og búnaðarsambönd sáu um framkvæmdina og réðu búfræðinga eða aðra sem metnir voru hæfir til að annast mælingar og uppdrætti.

Samkvæmt reglugerðinni skyldi mæla öll tún og matjurtagarða á landinu, utan kaupstaða, og átti mælingunum að vera lokið árið 1920. Það gekk að mestu leyti eftir, en þó lauk mælingum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu ekki fyrr en 1927 og 1929.

Mæla skyldi flatarmál túnanna „og stærð þeirra tilgreind í teigum (hektörum) með einum desimal.“ Einnig átti að gera ummálsuppdrátt af túnunum í mælikvarðanum 1:2000. Þrátt fyrir þetta ákvæði er notaður mælikvarðinn 1:1000 á nokkrum hluta uppdráttanna úr Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu af því að það þótti auðveldara með þeim tækjum sem menn höfðu. Stærð matjurtagarða átti að mæla „í flatarskikum (fermetrum).“

Stjórnarráðið ákvað hvernig pappír skyldi nota og útvegaði hann. Mest voru notuð teikniblöð af stærðinni 38 x 56 cm, en stundum var blöðunum skipt í tvennt eða jafnvel fleiri hluta.

Uppdrættirnir eru yfirleitt greinargóðir, en mjög misjafnlega hefur verið vandað til þeirra. Sumir eru hreinustu listaverk en aðrir miklu einfaldari að allri gerð. Í Þjóðskjalasafni eru varðveittir ríflega 5.500 uppdrættir úr 205 hreppum. Í sumum tilvikum eru uppdrættir af túnum og matjurtagörðum fleiri en einnar jarðar á sama blaði.

Myndir af túnakortunum eru á vefsetri Archives Portal Europe. Hægt er að skoða túnakortin með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.”

Skoða túnakort í skjalaskrá Þjóðskjalasafns.
Skoða túnakort hjá Archives Portal Europe.

Elín Ósk Hreiðarsdóttir ritaði um “Íslensk túnakort frá upphafi 20. aldar” árið 2017.

Inngangur

“Heimatún bæja eru áhugavert rannsóknarefni. Túnin eru í raun réttri hjarta hverrar jarðar, þar bjó fólk, hélt skepnur, byggði smiðjur, ræktaði land o.s.frv. Í þeim standa sjálfir bæirnir, gjarnan á uppsöfnuðum bæjarhólum sem hafa að geyma ómetanlegan fróðleik um lifnaðarhætti og sögu lands og þjóðar. Umhverfis þá er svo oftast að finna fjölmörg hús og mannvirki, en dreifing minjastaða er hvergi eins þétt eins og innan gömlu túnanna sem hafa gjarnan verið á sama stað um aldir.
Með vélvæðingu um og eftir miðbik 20. aldar tóku íslensku heimatúnin miklum breytingum með stórfelldri sléttun, niðurrifi gamalla húsa og byggingu nýrra og eru forn útihús úr torfi og grjóti sá minjahópur sem hvað verst hefur orðið úti á 20. öld. Í langflestum tilfellum hafa hús úr torfi og grjóti horfið, oftast verið rifin og jafnað yfir hússtæðin eða ný hús úr steypu byggð á rústum hinna eldri. Ýmislegt bendir til að í gegnum aldirnar hafi verið talsverð samfella í notkun húsa, þannig að nýjum húsum hafi verið fundinn staður á grunni þeirra eldri. Lauslega má áætla að um 40.000 forn útihús hafi staðið í túnum landsins á einhverjum tímapunkti en líklega er innan við 2% þeirra enn við lýði í upprunalegri mynd.
Sökum þess að byggð í sveitum hér á landi er ekki eins þétt og víða annars staðar er landrými meira sem þýðir að minjar eru ekki í eins mikilli hættu og þar sem búið er mjög þétt og hver þumlungur lands ræktaður. Heimatún bæja eru þó undantekning frá reglunni og sá hluti menningarlandslagsins sem hvað verst er farinn hér á landi. Algengast er að lítil sem engin ummerki um eldri mannvistarleifar sjáist þar á yfirborði.
Túnakort
Að samanlögðu er ekki að undra að fornleifafræðingar hafi lagt á það talsverða áherslu á undanförnum árum að afla sér upplýsingar um minjar í túnum í þeim tilgangi að skrá þær og staðsetja.
Í fornleifaskráningu eru skráðar allar tiltækar upplýsingar um minjastaði, líkt og gömul bæjarstæði og útihús, og þeir staðsettir á vettvangi. Um útihúsin eru fáar heimildir og engar heildstæðar aðrar en túnakort sem gerð voru fyrir mestallt landið á árunum 1916-1925.
Á túnakortin voru merkt bæir, útihús og kálgarðar. Túnakortagerðina má með réttu telja fyrstu stórfelldu kortagerð Íslendinga og er hún gríðarlega merkileg sem slík. Túnakortin eru ólík flestri annarri kortagerð frá þessum tíma að því leyti að kortin voru teiknuð í mjög stórum mælikvarða (1:2000) og þau voru ekki ætluð til birtingar, heldur voru þau gerð til að styðja við framfarir í jarðrækt og auka yfirsýn yfir stöðu landbúnaðarins.
Kortin virðast hafa gleymst fljótt og lágu að stóru leyti ónýtt í skjalageymslu Þjóðskjalasafns Íslands allt fram á síðustu áratugi. Kortin voru því í raun gleymd heimild þegar fornleifafræðingar rákust á þau við yfirferð um heimildir í leit að vísbendingum um fornleifar á 10. áratug 20. aldar.
Þeir hófu skipulega notkun á þeim í tengslum við skráningu fornleifa og hefur notkun túnakortanna aukist gríðarlega á undanförnum árum enda túnakortin veigamesta heimildin um menningarlandslag og minjar í túnum á Íslandi fyrir vélaöld.
Þrátt fyrir að höfuðmarkmið túnamælinganna hafi verið að safna áreiðanlegum upplýsingum um stærðir túna og kálgarða er ljóst að það sem gerir túnakortin einstæð og gefur þeim gildi enn í dag er sjálf kortateikningin, þ.e. uppdrættirnir af sjálfum túnunum sem sýna tún, bæi og útihús. Túnakortin eru einstæð þar sem þau eru e.k. svipmynd (ensk. snapshot) af íslensku menningarlandslagi um áratugatímabili í upphafi 20. aldar.
Til að koma til móts við stækkandi notendahóp og bæta aðgengi að túnakortunum voru kortin nýlega ljósmynduð og gerð aðgengileg á vef Þjóðskjalasafns og á evrópsku gagnaveitunni Archives Portal Europe. Árið 2016 hlutu túnakortin svo talsverða upphefð en þá voru þau valin á landsskrá Íslands um Minni heimsins.

Túnakort

Þórkötlustaðahverfi – túnakort 1918.

Við skráningu fornleifa er jafnan reynt að hafa uppi á staðkunnugum heimildamönnum sem muna liðna tíð, þekkja minjastaði og geta aðstoðað við nýtingu kortanna enda stundum erfitt að staðsetja þau mannvirki sem sýnd eru á kortunum nákvæmlega þar sem þeim hefur oft verið rutt út, tún stækkuð og umhverfi gjörbylt auk þess sem áttahorf kortanna er ekki alltaf ljóst. Þeim heimildamönnum sem muna fyrstu áratugi 20. aldar, áður en vélvæðing og túnasléttun kemst á fullt skrið fer óðum fækkandi og því standa túnakortin æ meira sem sjálfstæð heimild, óstudd af öðrum frásögnum og heimildum. En hvað vitum við um þessa umfangsmiklu og metnaðarfullu kortagerð sem minjaskráning í túnum hvílir á og hversu áreiðanleg hún er?
Flest túnakortin sýna sömu grunnupplýsingar: útlínur túna og staðsetningu bæja, útihúsa, kálgarða og gatna auk þess sem skráðar eru á þau upplýsingar um stærð túna og garða, og hversu stórt hlutfall hvers túns taldist sléttað. Sum kortin eru nánast eins og listaverk, nákvæm og ítarleg og máluð í litum, en önnur eru grófgerð og einföld, næstum eins og riss, þó öll byggi þau á mælingum. Túnakortin voru unnin af heimamönnum í hverju héraði og endurspeglar fjölbreytileiki kortanna misjafna þekkingu, metnað, handbragð og nákvæmni einstakra kortagerðarmanna. En fjölbreytileikinn veldur því einnig að heimildagildi kortanna er mismikið, nokkuð sem fram að þessu hefur ekkert verið kannað. Nýverið fékk höfundur styrk úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar til að kanna aðdraganda kortagerðarinnar, forsendur hennar, þær aðferðir sem notaðar voru, nákvæmniþeirra og kortanna og afla upplýsinga um mælingamennina sem unnu verkið og bakgrunn þeirra. Í ljósi sívaxandi notkunar kortanna þótti sýnt að slík rannsókn gæti orðið bæði fróðleg og nauðsynleg til að varpa ljósi á þær forsendur sem kortagerðamennirnir fylgdu við kortagerðina og nákvæmni kortanna.

Lög og reglugerðir
Þingsályktunartillaga um túnamælingar var lögð fram á Alþingi strax sama haust. Flutningsmaður var Sigurður Sigurðsson frá Langholti í Flóa, þingmaður Árnesinga, sem skoraði á Stjórnarráðið að undirbúa málið fyrir næsta Alþingi.

Túnakort

Túnakort – reglugerð.

Sigurður taldi hagkvæmast að vinna mælingarnar í samstarfi við búnaðarfélögin og nýta starfsmenn þeirra sem ynnu að mælingum vegna jarðabóta (sem búnaðarfélögin höfðu staðið fyrir). Hann lagði einnig til að kostnaði yrði skipt, t.d. að Landssjóður borgaði helming en landeigendur hinn helminginn. Til að hægt væri að framkvæma slíkar túnamælingar sagði Sigurður nauðsynlegt að semja lög og reglugerð um málið og taldi hann að ábyrgðin á því að koma slíku í framkvæmd hlyti að liggja hjá landsstjórn og löggjafarvaldi.
Helstu rök Sigurðar fyrir því að ráðast í þetta stóra verkefni sneru að upplýsingaþörf hinnar nýstofnuðu Hagfræðistofu Íslands. Stærð túna og kálgarða hafi verið skráð allt frá lokum 18. aldar (1787) þegar Rentukammerið skipaði fyrir um gerð búnaðarskýrslna. Skýrslurnar voru teknar saman af hreppstjórum en upplýsingar um stærð túna og kálgarða byggðu oftast aðeins á mati ábúenda/hreppstjóra en ekki á eiginlegum mælingum. Túnamælingin var að mati Sigurðar nauðsynleg svo að hægt væri að bæta hagfræði landsins og búnaðarskýrslur. Hann benti á að samkvæmt lögum um hagfræðiskýrslur frá 8. nóvember 1895 (3. gr.), hefði bændum verið gert skylt að veita nákvæmar upplýsingar um stærð túna sinna og sáðlands en bændur hafi engar forsendur til að meta slíkt og því væru þær skýrslur sem skilað hafi verið byggðar á ágiskunum og gagnslitlar. Sigurður lagði til að samhliða flatarmálsmælingu af túnum og matjurtagörðum yrði gerð ummálsteikning af öllum túnum og greint yrði á milli þess hlutar túnsins sem væri sléttur og þýfður. Hann fór þess á leit að landsstjórnin tæki málið upp á sína arma og legði fram frumvarp á Alþingi 1915. Þingsályktunartillagan var samþykkt í neðri deildinni.

Túnakort

Hóp – Túnakort 1918.

Rúmu ári seinna, þann 14. mars 1914, sendi Stjórnarráðið Búnaðarfélagi Íslands bréf þar sem það fór þess á leit að félagið setti fram tillögur um mælingu túna og matjurtagarða og gerði rannsókn á því hvað slíkt kynni að kosta. Stjórnarráðið fór þess einnig á leit að stjórn félagsins léti gera drög að lagafrumvarpi kæmi í ljós að nauðsynlegt væri að semja lög um framkvæmd mælinganna.
Sama sumar skrifaði Búnaðarfélagið fjórum af stærri búnaðarsamböndum sínum (Ræktunarfélagi Norðurlands og Búnaðarsamböndum Austurlands, Suðurlands og Vestfjarða) og fól þeim að kanna hver kostnaður við túnamælingar á þeirra svæði yrði. Í þessu skyni fengu samböndin fjögur mælingamenn til að mæla tún í vikutíma þá um sumarið, eftir þeim tilmælum sem komið höfðu fram í þingsályktunartillögunni. Gætt var að því að túnin væru fjölbreytileg að gerð en að sama skapi að ekki væri langt á milli túna. Mælingamönnunum var gert að greina á milli þess tíma sem fór í ferðir og mælingar og sömuleiðis að greina frá því ef einhverjar aðrar mælingar eða störf hefðu verið unnin samhliða túnamælingunum. Einnig skyldi taka fram hvaða aðstoðar mælingamennirnir nutu við mælingarnar. Niðurstöðurnar reyndust æði misjafnar. Sá mælingamaður sem var fljótastur (Jón Jónatansson á Suðurlandi) var um 5,4 klukkustund að mæla tún að meðaltali en sá sem lengstan tíma tók eyddi 19 ¼ klukkustund að meðaltali í hvert tún (Benedikt Blöndal á Austurlandi). Var þó tekið fram að stutt hefði verið á milli bæja hjá Jóni en langt hjá Benedikt og kortagerðin hjá þeim síðarnefnda hefði verið mjög vönduð og gerð í tvennu lagi. Allir mælingamennirnir höfðu með sér aðstoðarmann og einn eða tvo menn að nokkru leyti.
Niðurstaða Búnaðarfélagsins var sú að ætla mætti að mæling meðaltúns og matjurtagarða ásamt kortagerð tæki að meðaltali um 8,9 klukkustundir og væri því eitt dagsverk. Búnaðarfélagið ályktaði því að raunhæfast væri að áætla að kostnaður við mælingar og kortagerð á einu býli væri dagslaun mælingamanns, auk ferðakostaðar og launa aðstoðarmanns eða samtals um 8 krónur á býli. Þetta þýddi að ef mæld væru upp þau 6500 býli sem þá voru í landinu yrði kostnaður við mælinguna um 52.000 kr. Til að setja þessa fjárhæð í samhengi má nefna að áætlaðar meðaltals árstekjur verkamanna sama ár voru um 700 krónur. Það má því gera ráð fyrir að áætlaður kostnaður við mælingarnar hafi verið svipaður og 74 árslaun verkamanna á þessum tíma. Til samanburðar má nefna að um hundrað árum síðar (2013) voru meðalárslaun verkafólks ríflega 5 milljónir og 74 árslaun því 380 milljónir. Frá upphafi var því ljóst að allmikill kostnaður hlytist af verkinu og Búnaðarfélagið gerði ekki ráð fyrir að ráðist yrði í það strax. Það taldi þó gagnlegt að lagafrumvarp um mælingarnar yrði lagt fram á komandi þingi en ekki afgreitt, svo að kostnaður vegna þess væri ekki óvæntur heldur gætu menn þess í stað rætt málið milli þinga og undirbúið sig. Bréfi Búnaðarfélagsins fylgdu drög að lögum um mælingarnar sem innihéldu fimm greinar og skýringar við þær. Inntak laganna var að öll tún og matjurtagarða á landinu (fyrir utan kaupstaði) skyldi mæla á næstu sex árum frá lagasetningunni og gera samhliða því teikningar af túnunum. Gert var ráð fyrir að Stjórnarráðið fengi mælingar og kort til eignar en afrit af þeim skyldi gera og afhenda jarðeigendum. Sýslunefndir skyldu hafa umsjón með framkvæmd mælinganna. Tvær af lagagreinunum fimm fjölluðu um hvernig skipta skyldi kostnaði vegna mælinganna. Lagt var til að Landssjóður greiddi 2 kr. fyrir hvert býli sem metið væri til dýrleika en að auki 15 aura fyrir hvert hundrað. Hinn hluti kostnaðar átti svo að greiðast úr hreppssjóði þegar oddviti sýslunefndar hefði tilkynnt hreppsnefnd um á hvaða jörðum mælingar hefðu farið fram það árið og hver kostnaður við það hefði verið umfram þá greiðslu sem úr Landssjóði kæmi. Hreppsnefnd skyldi þá jafna kostnaði niður á þær jarðir sem mældar voru að hálfu eftir býlatölu en að hálfu eftir hundraðatölu, en það skyldi þó tryggt að kostnaður á býli vegna hundraðatölu yrði aldrei meira en 10 krónur. Í lagagreininni kom fram að ábúanda væri skylt að greiða þetta gjald og að það mætti taka lögtaki. Leiguliða væri hins vegar heimilt að halda því eftir af „eftirgjaldi“ jarðarinnar.

Túnakort

Nýibær í Krýsuvík – túnakort 1918.

Frumvarp til laga um mælingar á túnum og matjurtagörðum var lagt fram á Alþingi sumarið 1915. Flutningsmenn þess voru þeir Sigurður Sigurðsson og Þórarinn Benediktsson og var frumvarpið samþykkt þann 13. nóvember 1915 með litlum breytingum. Stærstu breytingarnar fólust annarsvegar í því að fest var í lögin að mælingum ætti að vera lokið 1920 og því áætlaður styttri tími í verkið en ráðgert var í upphafi og hins vegar hafði hlutur Landssjóðs í kostnaði lækkað þar sem samþykktu lögin gerðu ráð fyrir því að Landssjóður borgaði flata greiðslu, 3 kr. fyrir hvert mælt býli í stað 2 kr. og að auki 15 aura fyrir hvert jarðarhundrað.
Í reglugerðinni er kveðið á um að stærð túna skuli tilgreind í teigum (hekturum) með einum aukastaf og stærð matjurtagarða skuli koma fram í fermetrum á uppdrættinum. Einnig kemur fram að kortin skuli vera í mælikvarðanum 1:2000 og skuli gerð á þann pappír sem Stjórnarráðið muni tilgreina og útvega (gr. 3). Í reglugerðinni er tún skilgreint sem „….það land, sem borið er á og árlega slegið“ og matjurtagarðar „þeir, sem í daglegu máli eru kallaðir garðar og sáð er í til kartaflna, rófna eða annarra matjurta“ (gr. 4 og 5). Í reglugerðinni er kveðið á um að þess sé getið sérstaklega ef tún hafi nýlega verið færð út en útgræðslan ekki komin í rækt og einnig að nátthaga skuli mæla hvort sem hann sé áfastur túni eða stakstæður, ef hann sé girtur „sauðheldri girðingu, taddur og árlega sleginn“. Í reglugerðinni kemur fram að sáðlönd, sem gera á að túnum en sáð séu til bráðabirgða höfrum eða öðru, skuli talin með túnum en jafnframt að ef óræktaðir blettir, s.s. mýrasund eða móar, nema fjórðungi eða meira af teigi innan túns skuli draga stærð þeirra frá túnstærðinni og sýna svæðið á túnakortinu (gr. 4). Í reglugerðinni kemur skýrt fram (gr. 6) að við mælingarnar eigi að nota keðju eða mæliband og hornspegil eða krosstöflu, „eftir því sem þarf“ og mælistangir en þess getið að í stað þeirra megi nota alls konar sköft. Kveðið er á um að túnið „með hússtæðum og öðru, sem innantúns er,“ skuli mælt og staðsett en draga eigi matjurtagarða, bæjarstæði og önnur hússtæði og vegi frá túnstærðinni (gr. 6 og 7).

Ráðning mælingamanna

Túnakort

Staðarhverfi – túnakort 1918.

Í reglugerð um túnamælingar er kveðið á um að sýslunefndir geri tillögur að mælingamönnum í samvinnu við búnaðarfélögin en að það sé svo Stjórnarráðsins að útnefna þá. Svo virðist sem búnaðarfélögin hafi ýmist gert tillögur að mælingamönnum eða samþykkt þá mælingamenn sem sýslunefndir lögðu til og skrifað bréf þess efnis til sýslumanns. Hann sendi svo tillöguna til Stjórnarráðs sem þurfti að samþykkja hana formlega og tilkynna um mælingamanninn. Af bréfaskriftum að dæma virðist æði misjafnt hvernig var staðið að ráðningu mælingamanna eftir sýslum. Í reglugerðinni um túnamælingarnar er kveðið á um að sýslunefndum sé heimilt að fela búnaðarfélögum umsjón með mælingunum svo lengi sem þau hlíta reglum Stjórnarráðsins um mælingarnar.
Í mörgum sýslum landsins útnefndu sýslunefndir einn mælingamann fyrir alla sýsluna. Sú var raunin í Vestur-Ísafjarðarsýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Dalasýslu, Barðastrandarsýslum, Strandasýslu, Borgafjarðarsýslu, Mýrarsýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu þar sem allar mælingar voru gerðar af sama mælingamanninum. Í öðrum sýslum komu fleiri að mælingunum, oft talsvert fleiri, sérstaklega þegar fram liðu stundir. Ráðningarferli mælingarmanna virðist hafa verið mjög misjafnt. Sumstaðar virðist fyrsti mælingamaðurinn sem stungið var upp á hafa verið ráðinn án mikillar skriffinnsku en í öðrum sýslum er greinilegt að nokkrir sækja um eða bjóða í verkið og valið var úr hópnum eftir hæfni og hversu lágt mælingamennirnir buðu. Flóknast virðist ferlið hafa verið í Gullbringu- og Kjósarsýslu þar sem margir sóttu um og talsverð rekistefna varð út af því hvernig ætti að meta kostnað sökum fjölda þurrabúða.
Flestir mælingamennirnir virðast hafa verið ráðnir strax árið 1916. Síðasti mælingamaðurinn sem skjalfest er að var ráðinn til túnamælinga var hins vegar Eiríkur Ingibergur Eiríksson Sverrisson í Vestur-Skaftafellssýslu sem ráðinn var árið 1928 eftir að fyrri mælingamaður í sýslunni lést. Oftast luku þeir mælingamenn sem fyrst voru ráðnir einfaldlega því verki sem þeim var ætlað.
Þegar nánar er rýnt í störf og ævi mælingamannanna kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Margir þeirrar voru kennarar að starfi, a.m.k. hluta ævinnar, unnu fyrir búnaðarfélögin, voru sýslunefndarmenn og/eða sýslubúfræðingar, hreppstjórar eða jafnvel sýslumenn og nokkrir þeirra áttu á einhverjum tímapunkti sæti á Alþingi. Þar sem fundust minningargreinar eða skrif um mælingamenn var þeim gjarnan lýst sem framfarasinnuðum fræðimönnum sem lögðu metnað sinn í að breiða út og kenna góða búskaparhætti. Að samanlögðu má sjá að til verksins hafa verið valdir forystumenn á sviði búfræðinnar, gjarnan þekktir og virtir búfræðingar sem höfðu þegar látið talsvert að sér kveða eða áttu eftir að gera það. Kennslu í mælingaraðferðum höfðu þeir hlotið í námi sínu í búfræðinni og voru flestir útskrifaðir frá Hólum og Hvanneyri en nokkrir einnig frá Ólafsdal eða Eiðum. Svo virðist sem gert hafa verið ráð fyrir að þeir hafi haft fullkomið vald á mælitækni, a.m.k. finnast engin skrif eða skjöl um að þeim hafi verið veitt upprifjun eða þjálfun í þeim efnum áður en þeir hófust handa við mælingarnar og ekki er ólíklegt að flestir þeirra hafi unnið svipaðar mælingar áður enda virðist þjálfun í uppmælingum hafa verið hluti af námi, a.m.k. í Ólafsdal og sjálfsagt á flestum búnaðarskólunum.
Mælingamennirnir mældu mjög misjafnlega mikið. Fimm mælingamenn mældu aðeins einn hrepp og flestir, eða 24 (60%) mældu fimm hreppa eða minna. Aðrir mældu á bilinu 6-9 hreppa en fjórir mælingamenn mældu tíu hreppa eða fleiri (en þeir mældu allir heilar sýslur). Hrepparnir voru auðvitað misstórir og fjöldi bæja var mjög misjafn. Tíu mælingamenn mældu eitthundrað tún eða færri en flestir mældu á bilinu eitt til tvöhundruð tún (20 mælingamenn). Tíu mælingamenn mældu um 200 tún eða fleiri, en langflest túnin mældi Vigfús Guðmundsson í Gullbringu- og Kjósarsýslu, eða samtals ríflega 500 tún.

Vettvangsvinna

Túnakort

Krýsuvík – túnakort 1918.

Ekki er vitað hvernig ábúendur tóku mælingamönnum og engin gögn hafa varðveist á Þjóðskjalasafni sem varpa ljósi á samskipti mælingamanna og bænda. Í upphafi var gert ráð fyrir að mælingamenn hefðu aðstoðarmann með sér en síðar var fallið frá því og sagt að þess í stað gætu þeir leitað aðstoðar á bæjum og greitt þóknun fyrir það ef þyrfti. Engar heimildir fundust um hvort slíkar þóknanir voru greiddar og þá hversu háar. Í bréfaskriftum kemur fram að leitast var við að nota unglinga til þessara verka. Ekki er ólíklegt að bændur hafi haft nokkuð misjafnar skoðanir á mælingunni, sér í lagi þar sem greiðslur fyrir verkið lentu að talsverðu leyti á þeim.
Nokkrar vísbendingar fundust í bréfasafni um að bændur hefðu ekki alltaf tekið vel í mælingu túnanna. Eigandi Arnarholts í Stafholtstungnahreppi vildi ekki láta mæla hjá sér og sagðist ætla að gera það sjálfur og því voru öll tún í hreppnum nema Arnarholt send inn og svipaða sögu virðist hafa verið að segja með jarðareiganda Höskuldsstaða í Laxárdal sem fékk leyfi mælingamanns til að mæla sitt tún sjálfur en gerði það svo ekki þannig að mælingamaður þurfti að gera sér sérstaka ferð til að mæla það.61 Í fyrirspurn frá Búnaðarsambandi Austurlands frá 1917 er leitað álits á því hvort landeigandi geti neitað því að mælt sé sérstaklega fyrir hvert býli á jörð hans en Búnaðarfélagið sem fengið var til umsagnar um fyrirspurnina segir í svari sínu að það geti hann ekki en minnir á að aðeins verði krafist greiðslu frá honum fyrir þau býli sem metin séu til dýrleika. Þrátt fyrir einstaka dæmi um að ábúendur/landeigendur hafi ekki tekið vel í mælingarnar bendir flest til að mælingamönnunum hafi víðast verið vel tekið og er t.d. ekki að finna neinar vísbendingar um að þeir hafi átt í vandræðum með að fá aðstoðarmenn á bæjunum.
Eins og gefur að skilja virðast mælingamennirnir ekki hafa farið á stúfana að vetrarlagi en þeir hafa nýtt sér sumar, vor og haust í verkið. Á sjálfum túnakortunum má sjá að sumir mælingamenn nýttu sér vetrarmánuðina til að teikna upp þau tún sem mæld höfðu verið sumarið áður.

Skil á kortum og eftirlit með gæðum

Túnakort

Kirkjuvogshverfi – túnakort 1918.

Mælingar á túnum hófust sumarið 1916 og fyrstu kortunum var skilað 1917. Þrátt fyrir að reglugerð um túnamælingar væri að mörgu leyti skýr hvað varðar mælingatækni, hvað skyldi mælt og útlit korta þá eru túnakortin talsvert misjöfn og kemur þar ýmislegt til. Inni það spilar án efa áhugasvið, metnaður og þekking mælingamanna sem og skilgreining þeirra á því hvað væri mikilvægt að skrá. Umgjörð kortanna var þó svipuð; flest voru gerð á þann pappír sem kveðið var á um og voru þau undantekningalaust blekuð, enda neitaði Stjórnarráðið að taka við óblekuðum kortum sem gerð var tilraun til að skila inn úr Hrunamannahreppi. Langflest voru kortin líka í mælikvarðanum 1:2000 eins og reglugerð um túnamælingar kvað á um en Stjórnarráðið veitti Búnaðarsambandi Austurlands leyfi til að víkja frá þessum kvarða í mælingum sínum og mæla í 1:1500 eða 1:1000 ef það hentaði betur. Árið 1921 hafði uppdráttum verið skilað úr 172 hreppum eða um 84% af hreppum landsins en þá tók að hægja talsvert á skilum og var á bilinu 3-4 hreppum að meðaltali skilað inn á ári eftir það fram til 1930. Uppdráttunum var skilað til sýslumanns sem sá svo um að senda þá í Stjórnarráðið sem kom þeim áfram til Hagstofu Íslands þegar búið var að taka á móti uppdráttunum, telja túnin og yfirfara gæði. Í Stjórnarráðinu var það Atvinnumálaskrifstofan (síðar Atvinnumálaráðuneytið) sem hafði málið á sinni könnu en greinilegt er að Búnaðarfélag Íslands bar einnig mikla ábyrgð og virðist félagið í raun hafa tekið afstöðu til nærri allra fyrirspurna og deilumála sem upp komu í sambandi við mælingarnar.
Greinilegt er að athugasemdir voru stundum gerðar við einstök kort en ekki er ljóst hvort þær hafa upphaflega komið frá ábúendum sjálfum eða annars staðar frá. Af bréfaskriftum má ráða að tvö af þeim kortum sem teiknuð voru í Mjóafjarðarhreppi í Suður-Múlasýslu voru talin röng og ný kort voru send í þeirra stað til Stjórnarráðs árið 1922. Svipað var e.t.v. upp á teningnum í Auðkúluhreppi í Ísafjarðarsýslu. Þar neituðu hreppstjóri og sýslumaður að greiða Jóni Þórarinssyni mælingamanni nema hann gerði nokkra uppdrætti aftur. Verklok töfðust talsvert út af þessu (fram til 1921) en málið endaði þannig að Jón teiknaði sex tún aftur. Samkvæmt skilgreiningu túnamælingalaga átti öllum túnamælingum að vera lokið árið 1920 en það markmið náðist ekki. Árið 1924 virðist hafa verið gert átak í því að ljúka túnamælingum. Þá fór Stjórnarráðið yfir hvaða bæi og hreppa væri búið að mæla og skila inn og hvað væri eftir.
Niðurstaðan var að einhverjar mælingar væru ókomnar úr um 30% hreppa (61 hreppi af 205). Í kjölfarið var sýslumönnum þeirra sýslna þar sem mælingum var ekki lokið (sem var í 12 sýslum) send áminning um að ljúka þyrfti mælingum sem fyrst. Yfirlit um það sem enn vantaði árið 1929 er að finna í Búnaðarskýrslu ársins 1929. Samkvæmt skýrslunni voru mælingar alveg eftir í fimm hreppum en að hluta til í 19 hreppum. Af hreppunum fimm var eitt svæði sem aldrei stóð til að skrá (Vestmannaeyjar þar sem kortagerð var nýlokið þegar túnakortverkefnið hófst, og þrír hreppar sem hafði ýmist verið skilað eða var skilað í kjölfarið (Hvammshreppur, Dyrhólahreppur og Vestur-Landeyjahreppur). Eftir stendur því bara einn hreppur sem aldrei var skilað í heild sinni en það var Villingaholtshreppur í Árnessýslu.

Túnakortasafnið

Túnakort

Járngerðastaðahverfi – túnakort 1918.

Túnakortasafnið er geysistórt en samkvæmt talningu höfundar voru gerð túnakort fyrir 5947 tún í 204 hreppum.99 Markmiðið var að kortagerðin væri mjög samræmd, að allir notuðu sömu mælingatæknina, mældu sömu atriði, notuðu samskonar pappír og teikniblek. Til verksins voru aðallega ráðnir búfræðingar sem hlotið höfðu áþekka menntun og kennslu í mælingaraðferðum og þeim var ætlað að nota samræmdar mælingaaðferðir. Allt var þetta gert til að gæta samræmis og gera kortin sem áreiðanlegust og sambærilegust. Þrátt fyrir þetta urðu túnakortin mjög fjölbreytileg að gerð, þótt helstu upplýsingar sem komi fram á þeim séu áþekkar.

Útlit og einkenni kortanna

Túnakort

Ísólfsskáli – túnakort 1918.

Ákveðnar grunnupplýsingar koma fram á flestum kortunum, t.d. heiti jarðar og í hvaða hreppi hún var. Eins kemur stærð túna fram, hversu mikill hluti túnanna var sléttaður og hversu stórir kálgarðar voru á jörðinni. Að auki var algengt að mælingamenn merktu sér kortin með fullu nafni (56%) eða settu a.m.k. upphafsstafi sína á kortin (13%). Um 60% túnakortanna er einnig merkt ártali. Sum túnakort voru stimpluð með nafni mælingamanns, merki þess búnaðarfélags sem hafði umsjón með mælingunum eða mælikvarða. Kortin voru undantekningalítið gerð á pappír sem var nálægt A3 að stærð eins og kveðið var á um í reglugerðinni um túnamælingarnar, flest gerð á þykkan pappír sem Stjórnarráðið hafði milligöngu um að senda til mælingamanna en þó skera flestir hreppar í Eyjafjarðarsýslu og nokkrir hreppar í Þingeyjarsýslum sig úr þar sem þeir hafa greinilega samið við Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri um að sérprenta blöð fyrir sig. Umrædd kort eru því gerð á forprentuð blöð þar sem lykilbox voru stöðluð ásamt helstu upplýsingum og línulegum skala en mælingarmenn fylltu út aðrar upplýsingar og teiknuðu sjálft kortið. Þessi kort eiga það sameiginlegt að engar textaupplýsingar voru settar inn á sjálfa túnmælinguna og í raun lítið um aukaupplýsingar á þeim.
Í flestum tilfellum virðist afar líklegt að kortin hafi verið í mælikvarðanum 1:2000 eins og mælt var fyrir um í reglugerðinni um túnamælingar. Í um fjórðungi tilfella er sýndur línulegur mælikvarði á kortunum. Slík kort koma undantekningalítið frá Norðurlandi, úr Eyjafjarðar-, Þingeyja- og Skagafjarðarsýslum. Að auki eru kort úr Strandasýslu með línulegan mælikvarða og sömuleiðis kort úr Hofshreppi í Austur-Skaftafellssýslu.
Eitt af því sem getur valdið vandræðum við notkun kortanna í fornleifaskráningu er að áttatilvísun vantar á mörg þeirra. Í um 60% tilfella kemur ekki fram á kortinu hvernig túnið snýr við áttum. Sumir mælingamenn snéru kortum sínum kerfisbundið í tiltekna átt, eða létu kortin ávallt snúa á sama hátt gagnvart landslagi (t.d. upp í fjallshlíð dala eða út með firði), en stundum er ekki að sjá neitt augljósa reglu um hvernig kort á ákveðnum svæðum snúa. Þar sem áttatilvísun er á kortum er hún oftast í samræmi við málvenjur og legu landsins frekar en að hánorður sé merkt samkvæmt áttavita.

Nýting í fortíð og nútíð

Túnakort

Túnakort.

Ástæða þess að ráðist var í túnamælingar var sem fyrr segir þörf á því að afla áreiðanlegra upplýsinga um stærðir túna og kálgarða í sveitum landsins. Fram að þeim tíma er ráðist var í túnamælingar byggðu þær upplýsingar sem höfðu verið notaðar

í árlegum Búnaðarskýrslum um stærðir túna og kálgarða í flestum tilfellum á mati bænda en ekki á eiginlegum mælingum. Í Búnaðarskýrslum sem sendar voru inn var líka algengt að ekki væri fyllt út í reiti um túnstærð og kálgarða og því þurfti annað hvort að nota gamlar upplýsingar eða ágiskanir þegar stærð túna var áætluð í sumum hreppum/sýslum. Túnamælingunum var ætlað að bæta úr þessu.

Túnakort

Hraun – túnakort 1918.

Nýjar tölur um stærðir túna og matjurtagarða tóku að berast með túnakortum árið 1917 og var byrjað að nota þær, eins langt og þær náðu, við gerð búnaðarskýrsla strax sama ár.
Túnakortin urðu helsta heimild skýrslnanna hvað þessi atriði varðaði næstu ár. Upphaflega var gert ráð fyrir að túnamælingunum yrði lokið árið 1920 en verklokin töfðust allt fram til 1930 (þótt um 84% korta hafi verið komin inn 1921).
Strax í upphafi 20. aldar unnu bændur víða að því að stækka tún sín og matjurtagarða þótt aukningin hafi orðið enn meiri þegar komið var undir miðbik aldarinnar og vélvæðing jókst. Á tímabilinu 1900-1940 stækkuðu tún að meðaltali á landsvísu um 1-2% árlega en kálgarðar um 4%. Þegar skoðað er hvort hinar nýju mælingar hafi umbylt upplýsingum um stærð túna og kálgarða hér á landi verður að hafa þessa árlegu aukningu í huga. Þegar hún er höfð til hliðsjónar má sjá að einhverjar breytingar verða á tölum um tún- og kálgarðsstærðir umfram árlega meðaltalshækkun fyrstu árin sem tölur úr túnamælingum koma inn. Árið 1930 var síðustu túnamælingunum skilað og mætti því segja að það ári marki verklok. Þá voru 14 ár liðin frá fyrstu mælingum og elstu kortin orðin of gömul til að teljast fullkomlega sambærileg við þau yngstu. Sama ár var hætt að nota mælingar af túnakortum í Búnaðarskýrslum (nema þar sem slíkar mælingar vantaði) og má því segja að túnakortin hafið orðið úreld sem mæligögn um leið og kortagerðinni lauk. Vægi túnamælinganna fyrir hagtölur reyndist því ekki eins mikið og gert var ráð fyrir í upphafi en túnakortin urðu engu að síður gríðarlega mikilvæg heimild, þrátt fyrir að það hafi orðið á annan hátt en gert var ráð fyrir í upphafi.
Þrátt fyrir að túnakortin hafi fljótt fallið úr gildi sem heimild um stærð túna og kálgarða þá hafa kortin hlotið endurnýjun lífdaga á síðustu tveimur áratugum. Þau hafa orðið eitt helsta hjálpargagn fornleifafræðinga við að staðsetja minjar í túnum, sér í lagi þar sem yfirborðsummerki um fornar byggingar eru horfin.

Áreiðanleiki túnakortanna

Túnakort

Húsatóftir – túnakort 1918.

Fornleifafræðingar hafa nýtt sér túnakort við fornleifaskráningu allt frá upphafi og nú er svo komið að það telst sjálfsagður hluti fornleifaskráningar að skrá alla þá staði sem merktir voru á túnakortin á sínum tíma.
Til að fá mynd af notkun kortanna við fornleifaskráningu var gerð óformleg könnun á meðal þeirra fornleifafræðinga sem hvað mest höfðu skráð minjar á síðustu árum og þeir spurðir út í notkun kortanna. Spurt var um hversu áreiðanleg þeim þættu kortin og hvort þeir tækju eftir mun á nákvæmni/áreiðanleika eftir svæðum. Þar sem skrásetjarar höfðu tekið eftir áberandi villum á túnakortunum var reynt að afla upplýsinga um hvers konar villur þeir hefðu rekið sig á og hvort líklega væri um að kenna kerfisbundinni skekkju sem gæti verið afleiðing af þeim mælingaaðferðunum sem notaðar voru eða hvernig þeim var beitt, eða hvort um er að kenna mistökum eða ónákvæmni. Spurt var hvort skrásetjarar teldu algengara að finna skekkjur í stórum túnum en litlum, eða túnum í halla, hvort þeir hefðu tekið eftir meiri villum á ákveðnum svæðum en öðrum o.s.frv. Meginniðurstaða þeirrar notkunar er sú að túnakortin þykja í almennt merkilega áreiðanleg heimild hvað varðar megindrætti túna og grófa staðsetningu húsa og kálgarða.”

Heimildir:
-Íslensk túnakort frá upphafi 20. aldar; aðdragandi, aðferðir og áreiðanleiki mælinga og uppdrátta, Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses, Reykjavík 2017.
-http://testbirting.manntal.is/