Thermopylae

Í Sjómannablaðinu Víkingur 1973 er fjallar Skúli Magnússon um „Skipsstrand við Básenda árið 1881„:

„Flestir hafa hugmynd um að strönd Reykjanesskaga er mjög skerjótt og hættuleg skipum. Þau hafa ekki svo fá farist við þessa strönd þar sem úthafsaldan brotnar án afláts. Hér á eftir mun fara frásögn af einu skipsstrandinu er átti sér stað á Reykjanesskaga, nánar tiltekið skammt sunnan við Básenda, nálægt Þórshöfn, sem er smá vík eða vogur er skerst inn í landið, rétt utan við Ósabotna, þar sem þorpið Hafnir er.

Jamestown

Strandsstaður Jamestown, skammt v.m. við Hestaklett.

Um Básenda er það að segja að þar var til forna kaupstaður og sér þess enn sæmileg merki. Smá tanga er þar skagar út í sjóinn eru búðatóftir og forn garðbrot, þar munu húsin í verzlunarstaðnum hafa staðið. Ennfremur má sjá einn járnpolla allmikinn og sveran þar sem hann stendur uppúr klöppinni og kemur á þurrt við fjöru. Annar slíkur mun hafa verið hinum megin við víkina en nú sjást engin merki eftir hann lengur. Um Básenda hefur margt verið skráð og skilmerkilegust er frásögn sú er á sínum tíma birtist í Blöndu, tímariti Sögufélagsins. Þar segir gjörla frá ofviðri því er grandaði kaupstaðnum að fullu og öllu. Átti þetta sér stað í janúarbyrjun árið 1799. Eftir þetta hófst aldrei framar verzlun á þessum sögufræga stað, Keflavík varð aðalverzlunarstaður okkar Suðurnesjamanna og hefur verið alla tíð síðan.

Þórshöfn

Þórshöfn – loftmynd.

Víkin Þórshöfn var einnig notuð til kaupskapar. Hennar er getið í sögu einokunarverzlunarinnr eftir Jón Aðils. Var verzlað þar á tímum hinnar illræmdu umdæmaverzlunar eða jafnvel fyrr, um 1500 eða þar um bil. Hafa þar vafalaust verið Þjóðverjar á ferð eða Englendingar.
Sama er uppá teningnum um Keflavík, þar hófst verzlun sennilega um svipað leyti, kannski fyrr, en um það höfum við nú engar áreiðanlegar heimildir. Þó er til eitt örnefni á Vatnsnesi við Keflavík, er það Þýzkavör, og liggur hún í Vatnsnesvík, sem er suður af sjálfri Keflavíkinni, en Vatnsnes liggur á milli. Höfnin er í dag í Vatnsnesvík.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Árin um og eftir 1880 munu verða minnisstæð í Íslandssögunni fyrir þrennt, hallæri, ísa og Vesturheimsferðir. Sumir lögðu árar í bát og létu ginnast af gylliboðum hinna kanadísku agenta, um allslags dásemdir í Vesturheimi, hinni nýju og framfarasinnuðu veröld, því þar hafði hvorki verið aðall, kóngar, né kirkjuveldi til að drepa niður framfaraviðleitni samfélagsins. En margir þraukuðu samt enn á gamla Fróni og aðrir sneru úr dýrðinni vestra og settust aftur að í landinu.
Fáir munu hafa farið vestur úr Keflavík og frá Suðurnesjum, það var sjávarútvegurinn sem hélt líftórunni í mönnum, og sem dæmi um það má nefna að í hallærum inni í landi streymdi fólk til sjávarbyggðanna í leit að mat og skjóli. Hér má því segja að sjórinn hafi gefið vel þó hins verði ekki síður getið að hann tók sinn skatt af auðæfum sínum.

Sigurður B. Sívertsen

Sigurður B. Sívertsen.

Eftirfarandi ritar merkisklerkurinn og fræðimaðurinn sr. Sigurður Br. Sívertsen í Suðurnesjaannál sinn árið 1881: „Fór nú sjóinn óðum að leggja, með því líka, að stórar íshellur bárust að landi að ofan og innan. Var nú gengið yfir Stakksfjörð fyrir utan Keflavík og inn að Keilisnesi á Vatnsleysuströnd, og hefi ég ekki lesið, að slíkt hafi viðborið, síðan árið 1699. Sjófuglar fundust dauðir með sjónum.
Ekki veit ég hvort nógar matvörur hafi flutzt til landsins, a.m.k. var svo á Norðurlandi, að þangað barst lítil sem engin björg frá útlöndum enda allt ófært af hafís, sem lá inn á fjörðum fram eftir öllu sumri. Sama hlýtur að hafa verið hér Sunnanlands, eftir því sem annállinn segir. Og um timburflutninginn veit ég lítið með vissu, en allavega skeði nú atburður, sem átti eftir að hleypa mönnum nokkuð upp hér á Rosmhvalanesi, en það var skipsstrand. Mun ég hér eftir tína sitthvað uppúr Suðurnesjaannál varðandi strand þetta, því það er merkilegt fyrir byggingasögu okkar Suðurnesjamanna.
Árið 1881 segir sr. Sigurður í annál sínum (Suðurnesjaannáli er prentaður í Rauðskinnu VII-VIII heftum og kom út 1953):

Jamestown

Jamestown.

„Með stórtíðindum má á þessu ári telja þann viðburð, að sunnudagsmorguninn 26. júní, rak að landi afarstórt farmskip, hlaðið af trjáviði, nálægt Þórshöfn á Suðurnesjum (skammt sunnan við Básenda) og stóð þar á flúð eða skeri, mannlaust, þrímastrað með þrem þilförum. Hafði þriðja mastrið verið höggvið í sundur áður en skipsfólkið hafði farið af því, að líkindum um leið og það hefir á hliðina farið, en svo var allt stórkostlegt á tröllskipi þessu, að allri furðu gengndi, og svo að menn höfðu eigið trúað,
ef menn hefðu eigi séð. Eftir því sem ég hefi komizt næst, var lengd þessa skips 128 álnir, og á breidd 27 álnir (allt að 30 álnir).
Möstrin tveir feðmingar að digurð, akkerin á að gizka, hver af þremur 1000 skippund, eða 3000.
Hið fjórða var lítið. Hver hlekkur í akkeriskeðjunni var 1 fjórðungur. Káetan á efsta þilfari var svo stór, að rúmað gat 200 manns tilborðs. Mátti sjá, að húsið hefir í upphafi verið mjög skrautlegt, en rúið og ruplað hefir það verið af öllum húsbúnaði að innan. Aðeins mátti sjá, að í því hafi verið 12 smærri herbergi, en milligjörð öll brotin. Dýpt skipsins frá efsta þilfari allt að 20 álnir. Segl voru engin, en þau slitur af þeim, sem fundust, og kaðlar, var allt fúið.
S

James Town

James Town, nýlenda landnema við Jamesá í Ameríku 1607.

amt er óvíst, hve lengi það hefur verið í sjó eða hvenær því hefur borist á. En að því var komist, að skipið hefir verið frá Boston í Ameríku, og heitir það „James Town“, sem líka er staðarnafn all nærri Boston. Skipið var fermt eintómum plönkum af allri lengd, en svo vel var í það raðað eða frá gengið og skorðað, að járnkarla þurfti að nota til að losa um það.

Hestaklettur

Hestaklettur – Hafnir að handan.

Þegar þetta tröllskip barst þarna að landi, þar sem svo var brimasamt og illt við að eiga, hugðu menn úr þessum og nærliggjandi hreppum, að óhugsandi og ógjörlegt væri að eiga nokkuð við uppskipun og björgun að svo stöddu, og gerðu sér líka þær vonir, að sýslumaður mundi í einu boði, selja þetta mikla rekald.
Fyrir því að þetta mætti álítast vonarpening, hugðu margir að geta hlotið hin beztu kaup, ef allir fjórir næstu hreppar gengju í félag undir eins manns ábyrgð, og var af öllum kosinn til þess kaupmaður Duus í Keflavík. En nú brást þeim illa sú ætlun sín, og máttu þó sjálfum sér um kenna eða hreppstjóranum, eftir áeggjan annarra, því þegar vandræði eða ráðaleysi viðkomanda bárust héðan, hófst félag eitt í Reykjavík, og tókst á hendur að fengnu einkaleyfi frá amtmanni, að bjarga eða skipa upp svo miklu af trjáfarmi þessum, sem framast væri þeim mögulegt, mót 2/3 fyrir fyrirhöfn og ómak.
Tóku þeir þegar til óspilltra mála, sem svo ágætlega vel hepnaðist þeim, að þeir, eftir hart nær þriggja vikna vinnu, voru búnir að skipa í land mest öllum farmi af efsta þilfari sem eftir ágizkun mun hafa orðið 15.000 plankar.

James Town

Frá James Town í Ameríku.

Frá upphafi og leikslokum með fleiru hér að lútandi skal seinna verða nákvæmar sagt.
Þegar seinna var brotið upp milliþilfarið, sem innihélt ekki minni trjávið en hið efra, og ekki þótti sjá högg á vatni, þó haldið væri með kappi áfram uppskipunni, var enn að nýju fengið amtsleyfi fyrir héraðsmenn að skipa nú upp til helminga, en þó að margar hendur ynnu hér að úr fjórum nærliggjandi hreppum, var ekki búið að ljúka uppskipuninni af milliþilfari, þegar sýslumaður hélt uppboð, miðvikudaginn þann 10. ágúst.

Duus

Duus – bryggjuhús.

Varð hið vægasta verð að kalla mátti gjafverð á öllum plönkum og timbri. Taldist svo til, að hver planki seldist á 50 aura, 6 álna, eða 8 aura alinin, en þó tók út yfir góðkaupin, þegar skipið með fullri hleðslu á neðsta þilfari með fullum farmi o.s.frv. seldist fyrir 330 krónur, en fyrir þá skuld var ekki boðið hærra, að hlutaðeigandi félagsmenn voru búnir að semja sín á milli, ekki aðeins að ljúka ekki upp munni sínum, heldur stuðla til með samtökum, og sjá um, að aðrir spilltu ekki góðum málum. Varð svo herra Duus hæstbjóðandi eftir áðurgjörðum samningi.

Kaupstaðavegurinn

Kaupstaðavegurinn, vagnvegurinn, ofan Ósa – að Jamestownsrekanum.

Hér á eftir fóru menn úr öllum áttum á skipum, og í flotum að ná heim til sín hinu keypta timbri, en þó að veðurblíðan héldist áfram, var þó minna en helmingur ósóttur. Því næst fóru allir úr öllum hreppum að vinna að uppskipun á því, sem hafði orðið eftir á miðþilfari, en þó að allvel gengi, hugðu flestir, að ekki væri hugsandi að halda áfram með neðsta þilfar, ef veður breyttist. En þá bar svo við, að mánudaginn þann 9. sept. gekk í landsunnan sterkviðri og stórbrim um stórstraumsflóð, svo að allur skipsskrokkurinn liðaðist í sundur á þremur tímum, og bárust að landi plankar og skipsflekar. Var það ógrynni og feikn saman komið, að meira var en nokkurn tíma fyrir uppboðið.

Jamestown

Jamestown – opinber auglýsing um strandið.

Eins og þetta mikla strand er og verður fáheyrt, ekki aðeins hér sunnanlands, heldur í landssögunni, að annað eins timbur hafi komið á einn stað af einu skipi, eins og þetta, má kalla hið mesta happ fyrir öll Suðurnes og nærliggjandi hreppa, sem Drottinn allsherjar rétt hefir mönnum upp í hendur án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar, og án þess að neinar slysfarir hafi þar af orsakast eða tjón. Eins yrði það
óafmáanlegur blettur eða svívirðing í sögu Suðurnesja, ef menn skyldu á endanum ekki koma sér saman um réttsýn skipti meðal félagsmanna sín á milli“.
Þetta hefur sr. Sigurður að segja um þessa stóru skútu. Síðar við sama ár í annál sínum (1881) segir klerkur:

Garður

Unuhús í Garði, eitt margra húsa byggt upp úr standgóssi Jamestown.

„Eftir að félagsmenn hins strandaða skips, James Town, höfðu lengi verið búnir að vinna að uppburði timbursins af skipinu, voru þá í nóvember tekin fyrir skiptin í 4 aðalhluti eins og til stóð og fóru þó ekki eins og til var ætlast skiptin fram á þeim helmingi skipsins, sem þessum hrepp var fyrirhugað, því að vissir menn vildu þar öllu ráða, svo að óánægja varð af, þó að allt væri íátið kyrrt liggja, með því að allir félagsmenn, fengu svo mikið í sinn hlut, að þeim mátti nægja, og ekki fyrir neinn ójöfnuð annarra þess vert að láta verða úr misklíð. Plankarnir töldust í allt rúm 16000, svo að í hvern fjórða part komu 4000. Skipsflekum var eigi skipt, sem mjög mikill slægur var í, en voru þó komnir uppá þurrt land, og einn þeirra, önnur hliðin, var mæld 40 fet á lengd.“ Það kom sér mjög vel fyrir alþýðu manna, hve ódýrt timbur var úr skipinu, eða 50 aura plankinn. Með því móti gátu margir fengið gnótt viðar og notað til margs konar smíða og bygginga.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri, byggðir að hluta úr rekaviði  úr Jamestown.

T.d. getur prestur þess í annálum, að timbrið hafi mjög víða verið notað í húsbyggingar. Og víst er, að mörg hús hér í Keflavík voru byggð úr timbrinu úr James Town. Sum þeirra eru nú horfin af sjónarsviðinu, önnur allmikið breytt frá fyrri tíð.
Meðal húsa hér að lútandi má nefna Þorvarðarhús, sem stendur svo til óbreytt hið ytra. Hús Þórðar héraðslæknis Thoroddsen (sem stóð hér við Hafnargötu) var víst líka byggt úr timbri hins strandaða skips. Þórður var fyrsti læknir sem settist að hér í Keflavík og var upphafsmaður að mörgu, t. d. aðaldriffjöðrin í stúkunni Vonin nr 15, stofnaði Kaupfélag Rosmhvalaneshrepps árið 1889, stofnaði sparisjóð Rosmhvalaneshvepps um 1890. Á Thoroddsensheimilinu ríkti mikill menningarbragur. Því má við bæta að Emil pianóleikari er einmitt sonur Þórðar, og er fæddur hér í Keflavík. Sjálft Thoroddsenshús mun hafa verið rifið að mestu um 1930 er Eyjólfur Ásberg byggði hús sitt á sama stað við Hafnargötu. Þar varð síðar greiðasala, verzlun og bakarí.

Sandgerði

Húsið Sandgerði (Sáðgerði) var byggt úr timbri úr Jamestown.

En það var ýmislegt fleira, er leiddi af strandi James Town, en annállinn fræðir okkur um. Um það mál fáum við nokkra vitneskju í blaðinu Þjóðólfi, vorið og sumarið 1884, en þá var Jón Ólafsson, alþingismaður, ritstjóri blaðsins.
Svo er mál með vexti, að í 7. og 8. tölublöðum Þjóðólfs þetta ár, ræðir Guðmundur Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri í Landakoti á Vatnsleysuströnd um fiskveiðasamþykktina fyrir Faxaflóa. Þeir Útskálafélagar, prestarnir Sigurður og Helgi Sívertsen, senda Guðmundi síðan svargrein í 9. tbl. sama blaðs. Ekki ætla ég samt að ræða það mál nánar hér, enda er það tómt persónulegt pex. (Síðar getur samt svo verið að ég muni gera hér fiskveiðasamþykktir að umtalsefni, en ennþá hef ég þó ekki nægar heimildir undir höndum varðandi það efni). En málið var þar með ekki úr sögunni.
Í 11. tölubl. Suðra, sem Gestur Pálsson var ritstjóri fyrir, svara „nokkrir íbúar Rosmhvalaneshrepps“ greinum Guðmundar, svo hann neyðist til að taka aftur til pennans og svara, enda var dróttað að honum persónulega í grein þessari. Við skulum nú grípa niður í svargreinar Guðmundar frá Landakoti, en þær birtust í 20. og 33. tbl. Þjóðólfs. Ræðir þar um strand skipsins James Town.

Stafnes

Stafnes – uppdráttur ÓSÁ.

Í 20. tbl. er inngangur eftir ritstjórann (J.Ó.) með fyrirsögninni: „Uppljóstur á stórþjófnaði“. Ræðir þar um fyrri greinar Guðmundar og þeirra Útskálafeðga og allt það persónulega pex, sem þar birtist. Síðan segir: „Þegar vér nú tökum eftirfylgjandi svargrein frá hr. Guðmundi Guðmundsyni, þá er það af því, að hér er orðið um alveg nýtt mál að ræða — það mál, sem ekki má þegjandi niður falla.
Þegar eins merkur maður og hr. Guðmundur ber fram svo stórvægilega sakargift um stórþjófnað, þá er sú sakargift svo vaxin, að yfirvöld geta ekki og mega ekki ganga þegjandi fram hjá henni — og gjöra það nú vonandi því síður, sem orðrómurinn um þetta athæfi er fyrir löngu hljóðbær orðinn“.
Jamestown
Þá kemur grein Guðmundar sem hefur að inngangi: „Þann ég kalla að þekkja lítt þekkir ei sjálfan sig“. Hann skýrir nú frá því, að „nokkrir íbúar Rosmhvalaneshrepps“ hafi í Suðra svarað greinum sínum er birtust í Þjóðólfi. Síðan segir orðrétt: „Þeir minnast, þessir göfugu greinasmiðir, á félagseignina í James Fown (?) er þeir nefna svo, það er líklega timbrið á Stafnesfjörum, sem þeir meina, þó skipsnafnið sé ekki sem allra réttast (okkur mun vera hollast að gefa okkur ekki mikið út í það að rita ensku, samt hafa aðrir sett ,,T“, þar sem þeir setja „F“ í skipsnafnið) og lítur helzt út fyrir að þeir vilji telja lesendum Suðra trú um, að ég hafi við það tækifæri sýnt mig í óráðvendni, og jafnvel komið einhverjum kunningjum mínum til að vera mér til aðstoðar í því. Þessu ætla ég ekki að svara með öðru en því, að segja söguna svo sanna og rétta, sem mér er unnt, en sannanir fyrir henni mun ég geta framlagt síðar, ef með þarf, þó ég, að líkindum ekki sæki þær í uppboðsbók Rosmhvalaneshrepps….“ .

Jamestown

Ankeri Jamestown í Höfnum.

Þá getur Guðmundur um það, að menn úr Höfnum hafi verið viðstaddir er hann kom að ná í sinn ákveðin timburpart og hafi hann sagt á þá leið við þá, að þeir vissu að hann ætlaði að taka nokkrar spýtur til að fylla þilskip sitt er hann var þangað (að Þórshöfn) kominn á. Hann skyldi greiða andvirði þeirra seinna við tækifæri. Þetta tóku allir gott og gilt og Guðmundur hélt heim með farminn.
Eftir þessa frásögn sína segir Guðmundur: „En ef íbúar Rosmhvalaneshrepps (að undanskildum Keflavíkurmönnum) eiga jafnhægt með að gjöra grein fyrir, að allar aðferðir þeirra á Stafnesfjörum þessi ár hafi verið leyfilegar og lögmætar, eins og mér veitir hægt að sanna framanritaða sögu mína, þá er of miklu upp á þá logið. Að þessir piltar skuli vera svo fífldjarfir að minnast á samvizku í plankamálinu, það er hrein furða, hún hefur þó að líkindum ekki ónáðað þá eða sveitunga þeirra suma hverja í undanfarin 2 ár, en máske hún sé að bregða blundi hjá einhverjum þeirra. Gott ef svo væri“.
Og litlu síðar kemur þetta:

Jamestown

Jamestown – silfurberg.

„Skal ég þá leyfa mér að spyrja þá (þ. e. íbúa Rosmhvalaneshrepps) að, hverja skilagrein þeir hafi gjört fyrir koparhúð þeirri sem þeir heimildarlaust bæði nótt og dag rifu utan af skipsflekunum? Hafa þeir samkvæmt áskorun og skipun þeirra manna, sem áttu koparinn með þeim, skilað honum á þá staði, sem þeim var boðið?“
Guðmundur getur þess að þeir Strandarmenn hafi ekkert fengið af koparnum, sem þeir þó áttu að fá í sinn hlut, svo sem aðrir þeir, er unnu að björgun timbursins úr skipinu.
Enn segir Guðmundur: Timburhvarfið ætla ég sem minnst að minnast að tala um í þetta sinn, það tekur svo út yfir allan ósóma, að flestir, sem kunnugir eru því máli, þykjast vissir um, að síðan Suðurland byggist muni ekki hér í sýslu hafa verið framin annar eins stórþjófnaður og sá, sem þessi ár hefir átt sér stað þar syðra, og ef íbúar Rosmhvalaneshrepps vilja brýna okkur Strandarmenn, þá er ekki víst að við þurfum að hafa fyrir að tína saman tvo eða þrjá gemsa þaðan úr hreppnum, sem yfirvaldið þyrfti og ætti að ná í lagðinn á, það er ekki ómögulegt, úr því tveir eða þrír væru handsamaðir, að hópurinn kynni að stækka“.
Og að endingu segir Guðmundur þessi orð í grein sinni: Vilji íbúar Rosmhvalaneshrepps róta betur upp í þeim saur, sem þeir eru nú byrjaðir að moka, þá vildi ég með aðstoð kunnugra manna vera þeim til liðveizlu, en ekki get ég að því gjört, þó af honum leggi fýlu.“

Útskálar

Útskálar 1920 – Jón Helgason.

Enn er málinu þó ekki lokið, því í Þjóðólfi, 12. júlí 1884, ymprar ritstjórinn, Jón Ólafsson, enn á því að rannsókn þurfi endilega að fara fram á málinu. En Guðmundur í Landakoti ritar ein grein enn og er það svar við grein sem Jón ritaði í blað sitt 12. ágúst þar sem hann segir að Guðmundur sé of hægur á sér að birta ástæðurnar fyrir þjófnaðium. Guðmundur tekur það fram eins og til að forða frekari misskilningi að þeir Útskálafeðgar, Helgi Sívertsen og faðir hans, sr. Sigurður, séu ekkert við málið riðnir, og sömuleiðis Keflvíkingar en það tekur hann reyndar fram áður.. .
Landakot
Guðmundur segir svo í grein sinni (12. júlí í 33. tbl.): „Síðasta og 3. ástæðan (þ.e. fyrir því að hann birtir ekki sannanir fyrr í málinu) er sú, að ég vissi til þess, að einn heiðvirðasti maðurinn þar í Rosmhvalaneshreppi, sá, sem mest hafði að segja yfir félagseigninni, lét í fyrra sumar semja kæru eður kvörtun til sýslumanns út af timbur- og koparmissinum, bjóst ég því við að réttarrannsókn yrði þá og þegar hafin, og að opinber málssókn mundi, þegar minnst varði, gjósa upp, en verkanirnar af áminnstri kæru hefi ég ekki orðið var við. Ég held helzt að hún hafi aldrei komizt til sýslumannsins“.
Og að endingu segir Guðmundur: „Aðaltilgangur minn var aldrei sá, að verða þess valdandi að nokkur maður þar syðra yrði sakfelldur, en ég þykist hafa unnið Rosmhvalahreppi gott verk og þarft, ef þeir menn, sem oftast hafa unnið sér óráðvendisorð við hvert strand, sem þar hefur komið fyrir, bæta nú svo ráð sitt, fyrir þá hreyfingu, sem komin er á málið út af grein minni, að þeir framvegis leitist við að sýna sig, sem heiðvirða og vandaða menn við slík tækifæri. Þá hefi ég náð tilgangi mínum, og þá vona ég að allir þar í hreppi, sem nokkurs meta gott mannorð, þakki mér fyrir þetta nauðsynlega og holla læknislyf, þó sumum þyki það súrt á bragðið“. Svo mörg voru orð Guðmundar í Landakoti.
Lýkur hér með að segja frá strandi þessu þó hins vegar viðbúið sé að hér hafi ekki öll kurl um þetta mál til grafar komið.“

Í Eyjafréttum 2017 tók Ómar Garðarsson viðtal við Theódór Ólafsson undir fyrirsögninni „Akkeriskeðjur úr bandarísku skipi sem rak á land enduðu sem legufæri í Eyjum„:

Jamestown

Jamestown – keðjuminningin í Vestmannaeyjum. Kári Bjarnarson og Theódór Ólafsson.

„Þann níunda september 1919 skrifar Þorvaldur Bjarnason, Höfnum á Reykjanesi bréf til hafnarnefndar Vestmannaeyja og segist hafa til sölu akkeri og keðjur sem séu mjög hentug sem öflug legufæri. „Keðjan er að stærð, hver hlekkur tólf þumlungar að lengd og sjö að breidd og lengd keðjunnar er ellefu liðir,“ segir í bréfinu þar sem kemur fram að akkerið sé um tvö tonn að þyngd. Verðið er 450 krónur á lið eða 5950 krónur þar sem keðjan var niðurkomin við Hafnir. Eftir bréfa- og skeytasendingar var niðurstaðan sú að keðjan var keypt til Eyja og var hún notuð sem legufæri í áratugi en akkerið var ekki keypt.
Þetta á sér merkilega forsögu því keðjan er úr bandarísku skipi sem rak mannlaust um Norður Atlantshaf og strandaði að lokum þann 26. júní 1881 á milli Hestakletts og Þórshafnar í Rosmhvalaneshreppi, síðar Miðneshreppi á Suðurnesjum. Það var, samkvæmt seinni tíma mælingum um fjögur þúsund tonn og að líkindum meðal stærstu skipa sem komið höfðu til Íslands á þeim tíma.

Áhugi Theódórs vaknar
Jamestown
Þessa sögu þekkja fáir betur en Theódór Ólafsson, vélstjóri og fyrrum útgerðarmaður á Sæbjörgu VE. Hefur Theódór aflað sér gagna um skipið, sögu þess og örlög. Líka hvað varð um akkeriskeðjurnar sem hafa enst ótrúlega vel. Skipið flutti verðmætan timburfarm frá Bandaríkjunum sem átti að fara til Liverpool á Englandi en lenti í aftakaveðri undan vesturströnd Írlands. Skemmdist mikið og var skipverjum bjargað um borð í annað skip og settir á land í Glasgow í Skotlandi. Jamestown rak stjórnlaust um Norður Atlantshafið í fjóra mánuði þangað til það strandaði við Ísland.
Ein ástæðan fyrir áhuga Theódórs á Jamestown er tenging hans við Stafnes og að hluti akkeriskeðjunnar hafnaði í Vestmannaeyjum.
„Teddi hefur ekki setið auðum höndum þótt hann sé hættur að vinna. Hann hefur lagst í ýmiss konar grúsk,“ segir Sigurgeir Jónsson um Theódór í viðtali sem hann tók við hann og birtist í Fréttum. Þá hafði hann barist við krabbamein í tvö ár. Lýsir hann því einnig hvernig kona hans, Margrét Sigurbjörnsdóttir sem er frá Stafnesi, stóð við hlið hans í veikindunum og greinilegt að hann kann að meta það. Tilheyrði fjaran þar sem Jamestown strandaði Stafnesbæjunum og er Margrét frá Vestur Stafnesi.

Jamestown var alvöru skip

Jamestown

Eyjahöfnin – Bólið 1930.

„Í þessum veikindum mínum átti ég oft erfitt með svefn og fór þá að láta hugann reika, ekki síst að hugsa um þau skipsströnd sem ég hef sjálfur lent í og kannski ekki síður öðrum skipsströndum. Fór síðan að lesa mér til um hin ýmsu strönd. Þar á meðal skipsströnd við Stafnesið, úti fyrir æskuheimili Margrétar. Þar strandaði t.d. Jón forseti, fyrsti togarinn í eigu Íslendinga og fórust fimmtán skipverjar en tíu tókst að bjarga. Sigurbjörn, faðir Margrétar, var einn af björgunarmönnum þar,“ segir Theódór.
En svo var það eitt skipsstrand sem vakti sérstaka athygli mína. Það var þegar ameríska skútan Jamestown strandaði ekki langt frá Stafnesi árið 1881. Þessar amerísku skútur voru flutningaskip, stærstu skútur í heimi og hétu allar eftir bandarískum borgum. Þessi skúta var, samkvæmt okkar mælingum í dag, um 2000 tonn, var hundrað metra löng og 16 metra breið. Í henni voru fjögur þilför og fjögur möstur, sem sagt alvöru skip.
Jamestown fór frá Bandaríkjunum á leið til Englands, fullhlaðið af smíðatimbri sem átti að fara í undirstöður fyrir járnbrautarteina.

Silfurgrjót

Silfurgrjót.

Áður hafði skipið verið ballestað með silfurgrýti. Þegar skipið átti eftir um 600 mílur í Írland lenti það í ofsaveðri og stýrisbúnaður þess brotnaði. Lítið gufuskip gerði tilraunir til að taka Jamestown í tog en þær tilraunir mistókust þar sem tógið slitnaði alltaf. Þá var ákveðið að áhöfnin yfirgæfi skipið. Þetta gerðist í mars 1881 og síðan rak skipið stjórnlaust norður eftir Atlantshafi, upp að Íslandsströndum, fyrir Reykjanes og strandaði.“
Meira að segja Eyjamenn nutu góðs af rekanum. Þannig lýsir Theódór þessari síðustu ferð þessa glæsilega skips, Jamestown sem strandaði á Hestakletti þann 17. júní 1881, mannlaust. Varð að vonum uppi fótur og fit á Stafnesbæjunum. Hafist var handa við að koma timbrinu í land og gekk það vel um sumarið eða þar til gerði stórviðri um haustið og skipið brotnaði. Mikið af timbri rak á land víðs vegar um land, m.a. í Vestmannaeyjum og Þorsteinn Jónsson í Laufási minnist í bók sinni á plankarekadaginn mikla. „Ég held að flest hús í Sandgerði á þessum tíma hafi verið byggð úr timbri úr Jamestown og mörg hús í öðrum byggðarlögum. Og þegar ráðist var í endurbætur á Menntaskólanum í Reykjavík, árið 1883, þá var notað timbur úr þessum farmi,“ segir Teddi.

Mikil vinna

Kaupstaðavegurinn

Kaupstaðavegurinn ofan Gamla-Kirkjuvogs.

Landeigendur vildu eigna sér strandið og stóðu forráðamenn hreppsins fyrir því en landsstjórnin var á öðru máli og yfirtók skipið og það sem í því var. „Hún útvegaði menn, vélstjóra, vélsmið og mann sem sá um peningamálin og þrír komu af svæðinu. Þeir leigðu litla skútu og vildu fá fleira fólk í nágrenninu til að koma að verkinu með sér. Það var ekki tilbúið fyrr en því var lofað vikulegri greiðslu í gulli í hverri viku. Þá slógu menn til, enda ekki algengt að fá greitt í peningum á þessu árum,“ segir Theódór.
Skútan er fyllt af viði og siglt til Reykjavíkur en verkinu er haldið áfram og því sem kom úr skipinu staflað í stæður uppi á landi. „Þannig gekk þetta en að lokum voru stæðurnar boðnar upp og gat hver sem er keypt. Það nýttu sér margir sem þarna bjuggu.“
Þarna er akkerið og keðjurnar komnar við sögu því eitt þeirra var fest í landi og keðjan strekt til að varna því að skipið losnaði af strandstað. Það hafði þó lítið að segja í stórviðrinu þegar það brotnaði um haustið.
Það er svo 38 árum síðar að maður sem var unglingur þegar Jamestown strandaði sagðist muna hvar keðjan lá og vildi ná henni upp. Hann hafði ekki leyfi en keypti keðjurnar í sjónum á tvær krónur af ríkisstjórninni. „Hann hét Sigurður og smíðaður var fleki sem notaður var við að ná keðjunum upp. Á hverri stórstraumsfjöru var farið niður að keðjunni og hún fest við flekann sem var svo dreginn á land á flóðinu. Þannig tóku þeir einn og einn lið í einu,“ segir Theódór.

Keðjurnar góðu

Jamestown

Jamestown – ankerið í Höfnum.

Það líða fjörtíu ár og aftur kemur Jamestown við sögu í Vestmannaeyjum og nú eru það akkeriskeðjan sem Vestmannaeyjahöfn keypti. Mikil vandræði voru með báta í höfninni og oft skaðar þegar aldan gekk óbrotin inn höfnina. Þorsteinn í Laufási var þá í hafnarstjórn og frétti að því að akkeriskeðjan úr Jamestown væri enn um borð í skipinu á strandstað. Hann fór til Sandgerðis og keypti keðjurnar en ekki akkerið sem heimamenn vildu einnig selja Eyjamönnum. Minna akkerið stendur nú við kirkjuna í Höfnum en stóra akkerið er í Sandgerði.
En aðalerindi Þorsteins var að festa kaup á akkeriskeðjunni úr Jamestown sem hann gerði. Dugði hún í þrjár lagnir og gátu 50 til 60 bátar legið við hana.

Hluti af sögunni
Keðjurnar luku sínu hlutverki og Theódór Ólafsson, vélstjóri og fyrrum útgerðarmaður lagðist í grúsk þegar hann kom í land.
Þegar dýpkun hófst í höfninni voru þær teknar upp. Ekki var hugað að því að hér væru merkar sögulegar minjar og lágu keðjurnar lengi vel uppi við Sorpu. Þær týndu tölunni þegar útgerðarmenn fóru að nota hlekkina til að þyngja flottroll. Eftir að Theódór fór að kanna sögu þeirra fann hann þrjá hlekki við FES-ið sem eru til skrauts í garði hans í Bessahrauninu.
„Þetta er stokkakeðja og hlekkirnir eru sjö kg að þyngd. Aftur á móti voru endahlekkirnir mun stærri og þyngri, eða um 50 kg. Hvað merkilegast finnst mér, hvað þeir eru enn heillegir og óskemmdir, eftir að hafa legið í 40 ár í sjó við Stafnesið og síðan í 50 ár í höfninni í Vestmannaeyjum. En ég vil endilega að þeir sem enn eru með þessa hlekki í fórum sínum sjái um að koma þeim á viðeigandi stað. Þeir eiga heima í Sandgerði, til minja um þetta strand og svo auðvitað líka á Byggðasafninu í Vestmannaeyjum, en ekki í ruslahaugum einhvers staðar,“ segir Teddi um þetta áhugamál sitt og greinilegt að hugur fylgir máli. Sérstaka athygli hans hefur vakið endingin á keðjunni og að þeir skuli enn vera heilir og engin tæring sjáanleg.

Mikill happafengur

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir.

Skipið þótti mikill happafengur á Íslandi enda erfitt að verða sér úti um timbur hérlendis. Voru plankarnir notaðir í brúargerð og húsagerð og enn stendur að minnsta kosti eitt hús sem smíðað er úr viði úr Jamestown, húsið Efra Sandgerði, heimili Lionsklúbbsins í Sandgerði. Einnig var „gamla“ húsið að Krókskoti í Sandgerði byggt úr Jamestown timbri. Timbrið úr því húsi var síðan notað í „nýja“ húsið að Krókskoti og stendur það enn þá.
Árið 2002 fannst annað akkeri skipsins undan Höfnum, og hinn 24. júní 2008 var það híft upp af meðlimum umhverfisverndarsamtakanna Blái Herinn og því komið fyrir við húsið Efra Sandgerði. Áður hafði hitt akkerið fundist og er það fyrir utan kirkjuna í Höfnum. Þetta kemur fram í grein eftir Leó M. Jónsson sem birtist upphaflega í tímaritinu Skildi 2001. Segir að við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því.

Með stærstu seglskipum

Jamestown

Jamestown.

Í annálum er Jamestown talið amerískt skip, sagt vera líklegast frá Boston. Af lýsingu á stærð þess að dæma hefur það verið með stærstu seglskipum á sinni tíð, um eða yfir 100 m á lengd og um 16 m á breidd, til samanburðar má hafa að venjulegur fótboltavöllur mun vera 90 til 100 m á lengd.
Jamestown var smíðað í Richmond og hleypt af stokkunum í nóvember 1879 og, að sögn Dan Conlin, er það horfið af skránni yfir amerísk og erlend skip upp úr 1880 og fyrir 1884. Hann segir að fjöldi smærri seglskipa hafi borið nafnið Jamestown eða James Town og verið á skrá um þetta leyti en hægt sé að útiloka þau öll þar sem ekkert þeirra hafi verið yfir 200 tonnum að stærð og öll styttri en 100 fet. Dan sagðist einnig hafa athugað skipaskrá Lloyds (Lloyd’s Register of Shipping) frá þessum tíma og ekki fundið þar neitt annað skip jafnstórt og Jamestown frá Richmond.

Glæsilegustu skipin á höfunum

Jamestown

Jamestown.

Stóru seglskipin sem voru í langferðum á milli heimsálfa á 19. öld og fram yfir 1900 voru tilkomumikil sjón á höfunum þar sem þau skriðu undir fullum seglum, iðulega framúr gufuskipum. Frægust langferðaskipanna voru bresku Cutty Sark og Thermopylae (sem fór á 28 dögum frá Newcastle á Englandi til Shanghai í Kína – met sem stóð lengi) en þau voru rétt innan við 1000 tonn að stærð (þess tíma mæling) og þau amerísku ,,Yankee clippers“ á borð við Young America og hið fræga breska Lightning (kennt við Macey) sem fór reglulega með póst á milli Bretlands og Ástralíu árum saman.“

Í Útvarpinu, Sumarmálum á Rás 1 árið 2020, er fjallað um „Mörg hús á Íslandi smíðuð úr mannlausu draugaskipi“ í viðtali við Tómas Knútsson:

Jamestown

Ólafur Ketilsson.

„Ferðin átti að vera sú síðasta sem skipstjórinn færi með skipinu og tók hann því dóttur sína með sér. Lokaferðin reyndist mikil sneypuför. „Þetta var svona Titanic-dæmi,“ segir Tómas Knútsson um Jamestown-strandið. Mannlaust skipið rak á land við Hafnir á Reykjanesskaga árið 1881.
Þann 26. júní árið 1881 varð sá óvenjulegi atburður í Höfnum á Reykjanesskaga stórt og voldugt seglskip rak þar á land í aftakaveðri. Jamestown hafði rekið um höfin í fjóra mánuði og var mannlaust. Það reyndist að miklu leyti gæfa fyrir Íslendinga að skipið skyldi reka á fjörur landsins því það var smekkfullt af brúklegum harðviði sem átti eftir að nýtast landsmönnum til bygginga næstu árin.

„Þetta er guðsgjöf, allt þetta timbur“

Jamestown

Jamestown – ankeri.

Jamestown var með stærri seglskipum sem smíðuð höfðu verið á þessum tíma. Það var drekkhlaðið af viði og var á leið til Englands til að setja viðinn undir járnbrautarteina. Skipið lagði af stað með farminn frá Ameríku og var búið að vera í vandræðum þegar það lendir í miklu óviðri á Norður-Atlantshafi með þeim afleiðingum að stýrið brotnar. „Þá kemur skip og bjargar áhöfninni en svo er meiningin að bjarga skipinu en þá finnur enginn skipið,“ segir Tómas Knútsson sem er í hópi áhugafólks um Jamestown-strandið. Þegar skipið loks fannst við Íslandsstrendur hafði það eigrað stefnu- og mannlaust um höfin mánuðum saman. „Svo gerir suðvestan hvell og skipið mölbrotnar og rekur á land svo það var hægt að bjarga öllu úr skipinu sem var nýtt til agna,“ segir Tómas. „Þetta var náttúrulega guðsgjöf, allt þetta timbur.“

Dóttir skipstjórans með í för
Skipið var mannlaust því áhöfninni var bjargað við illan leik. Ferðin átti að vera sú síðasta sem skipstjórinn færi með skipinu og tók hann dóttur sína með sér. Lokaferðin reyndist svo mun ævintýralegri en skipstjórinn hafði viljað. „Þetta var svona Titanic-dæmi. Þetta voru endalokin hjá þessu stóra mikla fyrirtæki sem skipstjórinn hafði unnið fyrir alla sína ævi og þá fer hann í svona sneypuför,“ segir Tómas.

Svíta skipstjórans varð predikunarstóll í Hvalneskirkju

Hvalsnes

Hvalsneskirkja.

Áhugahópurinn sem hefur einbeitt sér að örlögum skipsins síðustu ár hittist tvisvar, þrisvar á ári og hefur haldið tvær sýningar þar sem munir úr skipinu sem fundist hafa í hafinu eru til sýnis. „Við höfum látið Byggðasafnið hafa þetta allt saman eins og til dæmis seglvindu, svaka flott hjól og svo er akkerið.“

Hópurinn hefur staðið í ströngu við það síðustu ár að kortleggja þau hús á Íslandi sem byggð hafa verið úr timbri úr skipinu. „Gröndalshús í Reykjavík er eitt og brúargólfið í Elliðárbrúnni,“ segir Tómas. „Þetta fór um allt Suðurland og Suðurnes, það eru nokkur hús í Keflavík, nokkur í Sandgerði, eitt hús í Höfnum, einhver í Hafnarfirði, Vatnleysuströnd og það er eitthvað í Grindavík líka. Predikunarstóllinn í Hvalsneskirkju er úr mahóní sem kom úr svítu skipstjórans.“

Heimildir:
-Sjómannablaðið Víkingur, 3. tbl. 01.03.1973, Skipsstrand við Básenda árið 1881 – Skúli Magnússon, bls. 68-71.
-Eyjafréttir, 23. tbl. 08.06.2017, Akkeriskeðjur úr bandarísku skipi sem rak á land enduðu sem legufæri í Eyjum – viðtal við Theódór Ólafsson, bls. 22-23.
-https://www.ruv.is/frett/2020/08/09/morg-hus-a-islandi-smidud-ur-mannlausu-draugaskipi

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir á Vatnsleysuströnd – eitt húsanna byggt úr timbri Jamestowns.

Kolviðarhóll

„Elzta draugasagan, sem nú mun þekkjast frá sæluhúsinu við Húsmúlann, er meira en tvö hundruð ára gömul.
Hún kolvidarholl-321segir frá viðskiptum Eiríks í Haga í Eystrihrepp við draugana í sæluhúsinu, en Eiríkur var bóndi í Haga um og eftir aldamótin 1700, en andaðist gamall nálægt miðju átjándu aldar. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi ritaði sagnir um Eirík og birtust þær í þjóðsagnaritinu Huld, sem út var gefið á árunum 1890—98. En þar segir svo um Eirík:

„Eiríkur var ekki myrkfælinn, tenda þó hann væri ekki laus við draugtrú, heldur en aðrir í þá daga. Eitt haust fór hann einn síns liðs suður með sjó til skreiðarkaupa, og var um nótt í sæluhúsinu á Bolavöllum, það var þá ekki á Kolviðarhóli, heldur norður undir Húsmúlanum, þar sem enn sér tóftina. Þar þótti mjög reimt. Þegar Eiríkur hafði búizt um, tók hann til matar. Myrkur var inni. En allt í einu sá hann eldglæringum bregða fyrir í hinum enda kofans. Þá segir Eiríkur: „Kveikið þið kindur sælar, svo Hagakarlinn sjái til að rífa roðbitann sinn“. Þá hættu eldglæringarnar; hann varð einskis var framar og svaf þar nótt til morguns.“
Eftirfarandi draugasögur eru skráðar í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar II. bindi, bls. 44—438:
kolvidarholl-233Það hefur verið draugagangur á Kolviðarhóli um langan aldur. Fyrst stóð þar sæluhúskofi úr torfi, og þótti alreimt í honum; sótti kvendraugur á ferðamenn, er lágu þar. Svo stóð á draug þessum, að stúlka ein lagðist út í Svínahraun og rændi ferðamenn. Hún lagðist vist út um sumar, og rak hún iðn sína svo duglega um veturinn, að þeir voru margir, er ekki þorðu að fara um veginn, enda urðu flestir, er það gjörðu, fyrir skaða og skömm. Á útmánuðum fór maður einn um veginn sem oftar. Stúlkan réðst á hann, en hann vann hana og skar af henni hausinn. Stúlkan gekk aftur og sótti á ferðamenn ,sem lágu á Hólnum.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – fyrsta sæluhúsið.

Snemma var reist sæluhús á Kolviðarhóli úr timbri. Þar dó maður einn, og er ekki alllangt síðan. Hann gekk aftur. Úr því voru draugarnir tveir, karldraugur og kvendraugur. Einu sinni lá maður þar um hávetur. Hann var skikkanlegur og sannsögull. Ekki veit ég um nafn hans. Hann fór þaðan um hánótt í grenjandi hríð, og sagði hann seinna, að hann hefði ekki haft neina von um líf, er hann hélt af stað, en kvaðst heldur hafa viljað verða úti en þola draugagang þann, er hefði verið á Kolviðarhóli þessa nótt.
kolvidarholl - heimagrafreiturEinu sinni voru gangnamenn að borða þar haustkvöld eitt. Þeir sátu flötum beinum á gólfinu, því lítið var um stóla í kotinu, þeir eru að éta í bezta gæti. Allt í einu er stóreflis högg rekið í hlerann, og spratt hann upp eins og stálfjöður. Einn gangnamanna kvað fjanda þann furðu djarfan, sem settist á hlerann, og bað þann, er rekið haefði höggið á hlerann, að koma nú aftur, ef hann andskotans þyrði. Þá er hann hafði nýsleppt orðinu, var rekið högg í hlerann miklu meira en áður, og maðurinn hentist upp í háa loft. Hann settist á hlerann aftur eins og ekkert hefði í skorizt, og urðu þeir félagar ekki varir við neitt eftir það. Sumir segja samt, að maðurinn hafi verið keyrður þrisvar upp á hleranum. og hann hafði boðið draugnum inn.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhústóft.

Kolviður sá, sem hóllinn er kenndur við, er heygður skammt frá sæluhúsinu. Dag einn fór Ebenezer og kona hans að skoða hauginn; þeim þótti gaman að því og gátu þess, að gaman væri að sjá Kolvið gamla og félaga hans eiga vopnaskipti í öllum hertygjum. Um kvöldið sátu þau hjón í baðstofu sinni, en stúlka var í gestastofu; hún var skyggn. Þau hjónin heyrðu hávaða frammi í stofu, litu þangað inn, en sáu ekkert. Aftur sá stúlkan 4 hertygjaða menn, og börðust þeir í ákafa. Þessu fór fram nokkra stund. Loksins fóru þeir út, og varð engum meint við komu þeirra. Ebenezer var tvö sumur og loft upp um miðja nótt og aftur öfugur, svo að vinnumaðurinn hafði orðið undir honum. Skömmu seinna gekk vinnumaðurinn í burtu, því að hann vildi ekki oftar hafa rúmrusk af draugnum.
Reykjafell-231Á fyrstu árum Jóns Jónssonar sem gestgjafa á Kolviðarhóli var það vor eitt, að danskan ferðalang bar þar að garði. Þetta var ungur maður, skólalærður, og hafði lagt stund á náttúrufræði og var því nefndur „náttúruskoðari“. Erindi hans upp á Kolviðarhól var, að hann hugði að dveljast þar á fjöllunum fram eftir sumri að rannsaka grös og jurtir, Hafði hann meðferðis topptjald lítið og eitthvað af vistum.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Steinhús var reist á Kolviðarhóli fyrir örfáum árum. Sá hét Ebenezer, er fyrstur annaðist þar veitingar. Einu sinn kom karl og kona austan yfir heiði, seint um kvöld. Þau börðu að dyrum. Ebenezer kom út. Honum sýndist þrír menn standa úti, karl og kona og stálpaður strákur. Karlinn og konan gengu inn, en strákurinn gjörði sig ekkert líklegan til þess. Ebenezer yrti á hann, og spurði, hvort hann ætlaði ekki að koma inn líka. Þá brá strákur við og fór inn í ræfil af viðsæluhúsinu, er stendur skammt frá hinu.
Ebenezer spurði gestinn, hvernig stæði á strák þessum. „Strák“, þau vissu ekki af neinum strák, þá sá Ebenezer, hvernig í öllu lá. Strákurinn hafði verið draugur.
Daudidalur-231Eins og kunnugt er, er Kolviðarhóll í þjóðbraut á Hellisheiði og hefur margur haft þar viðdvöl um dagana. Sæluhúsin á Hellisheiði eiga sér viðburðaríka sögu. Kolviðarhóll hefur að undanförnu verið mjög á dagskrá og í fyrra kom út skemmtileg bók eftir Skúla Helgason: Saga Kolviðarhóls. Eins og að líkum lætur telja ýmsir sig hafa orðið vara viS reimleika á Kolviðarhóli — þó að þeirra sé nú hætt að gæta nú í allri birtunni. TÍMINN birtir í dag nokkra kafla úr bókinni Saga Kolviðarhóls um reimleika á Hellisheiði. einn vetur á Kolviðarhóli. Þá fór hann þaðan. Skömmu síðar kom þangað bókbindari einn, er Ólafur hét. Hann hefur nú (31. des. 1881) verið þar tæp 2 ár. í fyrravetur var mikill draugagangur á Kolviðarhóli; gengu ýmsar sögur um það manna á milli. Ein var sú, að beddi, er vinnumaður Ólafs hafði sofið í, hefði verið keyrður í um. Eigi vildi hann reisa tjald sitt heima á Kolviðarhóli, heldur kaus hann sér verustað í dalverpi einu á bak við Hádegishnúkinn.

Reykjafellsrétt

Reykjafellsrétt í Dauðadal.

Nefnist það Dauðidalur. Þessi ungi Dani var glæsilegur maður og mesta prúðmenni í framkomu; skildi hann eitthvað íslenzku og kynntist fólki vel. Hann samdi við Jón gestgjafa að hann seldi honum þær nauðsynjar, er hann þarfnaðist á meðan hann dveldist við rannsóknir sínar þar á fjöllunum. Var það föst venja hans að koma úr tjaldi sínu á kvöldin heim á Kolviðarhól og fá þar soðið vatn, er hann hellti á telauf, sem hann sjálfur hafði meðferðis.
Um sömu mundir og náttúruskoðarinn danski kom að Kolviðarhóli, réðst þangað til sumardvalar ung stúlka úr Reykjavík. Hafði hún veturinn áður verið „húsþerna“ hjá danskri fjöl skyldu. Það varð hlutskipti hennar að ganga náttúruskoðaranum um beina. Brátt fór það að kvisast milli heimafólksins, að vingott væri orðið milli þeirra. Fór það eins og jafnan fyrst með leynd, en þeir, sem bezt tóku eftir, vissu, að þau felldu hugi saman. Og er fram liðu stundir, varð það á vitorði vinnukonunnar þar á staðnum, að þá er fólk var til sængur gengið, laumaðist stúlkan út úr húsinu. Lagði hún þá leið sína austur í Dauðadal til ástarfunda við náttúruskoðarann.
Reykjafell-234Þegar halla tók sumri, hugði náttúruskoðarinn til heimferðar. Kvaddi hann heimamenn á Kolviðarhóli og kvaðst mundu þangað aftur koma á næsta sumri, ef örlögin breyttu ekki ákvörðun sinni. Var hans saknað af heimamönnum, svo vel hafði hann kynnzt þeim öllum. En síðustu nóttina, sem hann gisti í tjaldi sínu í Dauðadal, hafði vinkona hans dvalizt hjá honum lengi nætur. Sagði hún svo frá síðar, að þá hefði hann heitið sér eiginorði og mundi hann sækja hana á næsta sumri. Næsta dag reið náttúruskoðarinn til Reykjavíkur og lét í haf með dönsku kaupfari til Kaupmannahafnar.
Sumarið kvaddi og veturinn gekk í garð, og þjónustustúlkan var farin frá Kolviðarhóli til Reykjavíkur.
En á milli jóla og nýárs skrapp hún í orlofsferð upp á Kolviðarhól að finna vinstúlku sína, sem hún hafði þar verið með um sumarið.
kolvidarholl - saeluhusid 1844Ekki ætlaði hún að dvelja þar nema eina nótt, en þá atvikaðist það þannig, að húsbændurnir buðu henni að vera þar um áramótin, og þá hún það.
Á gamlárskvöld sat heimilisfólkið saman og spilaði á spil, og lék þá aðkomustúlkan á alls oddi. Allt í einu sá fóik, að hún hrökk við og fölnaði upp, og í sama mund gaf hún frá sér hljóð og féll í öngvit. Var stumrað yfir henni um stund, unz hún raknaði við. Var hún þá mjög þjökuð og óttaslegin og vildi lítið mæla við menn. Lá hún rúmföst næsta dag, en hresstist smám saman, og er hún var ferðafær, var henni fylgt til Reykjavíkur. Eigi vissi almenningur, hvað olli hinu hastarlega veikindakasti stúlkunna. Síðar vinkonu sinni sagði hún í trúnaði, hvað fyrir hefði komið. Þegar hún ásamt heimilisfólkinu sat að spilunum, vissi hún ekki fyrri til en henni þótti danski náttúrufræöingurinn standa á gólfinu andspænis henni. Horfði hann á hana nokkur augnablik með angurblíðum svip. Síðan rétti hann fram aðra hendina og kippti hjartatíunni úr lófa hennar. Með það hvarf hann, og þá veinaði stúlkan upp.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Veturinn leið, og það voraði aftur. Stúlkan taldi dagana og vikurnar í þögulli þrá að frétta af unnusta sínum, og voru það henni langar stundir. Loks barst henni sú harmsaga, með sumarskipum frá Kaupmannahöfn, að náttúruskoðarinn danski væri dáinn. Með sviplegum hætti hefði hann kvatt þennan heim. Á milli jóla og nýárs hafði hann verið á skemmtigöngu ásamt félögum sínum á brú einni, er lá yfir síki eða skurð. Varð honum fótaskortur, hrökk út af gangstígnum niður í vatnið og drukknaði. Var það trú manna, að hann hefði andaður verið kominn upp að Kolviðarhóli á gamlárskvöld með svo miklum krafti, að hann birtist unnustu sinni og kippti hjartatíunni úr hendi hennar, þar sem hún sat að spilunum.
(Sagan er skráð eftir frásögn Kristbjargar, dóttur Jóns á Kolviðarhóli. Hún var bæði greind kona og fróð á fyrritíðar sagnir.)“

Heimild:
-Tíminn 30. október 1960, bls. 9 og 12.
Kolviðarhóll

Grindavík

Gengið var upp úr Klifhólahrauni á Þorbjarnarfell að suðvestanverðu um svonefndan Gyltustíg og upp á vesturöxlina.

Gyltustígur

Gyltustígur (t.h.).

Af henni er fallegt útsýni yfir Illahraun og Bláa lónið. Móbergshamrar eru undir og sjá má fýlinn fljúgja með brúninni. Haldið var áfram til norðausturs með norðuröxl fjallsins að vestanverðu og síðan beygt til hægri handan vesturbrúnar misgengisins, sem liggur um miðju fjallsins. Þar niður liggur mikil gjá, en hún tekur fljótt enda undir háum veggjum gjárinnar. Skammt austar er Þjófagjá. Ætlunin var að ganga niður hana og rifja upp söguna af þjófunum, sem þar áttu að hafa hafst við fyrr á öldum.

Þorbjarnarfell er í daglegu tali nefnt Þorbjörn. Þetta er stakt móbergsfjall, 243 m. á hæð. Af því er mikið útsýn yfir Grindavík og nærliggjandi svæði.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Norðan og norðaustan í fjallinu er mikil jarðhitamyndun þar sem fyrir er Svartsengi og Sýlingafell, jarðhitasvæði þar sem Bláa lónið er m.a. staðsett. Toppurinn á Þorbirni hefur fallið niður og miðja þess myndað misgengi og sigdal. Misgengið fylgir ekki SV og NA sprungureininni líkt og meginlandsflekamörkin heldur liggur sprungan SN líkt og nokkrar slíkar syðst á Reykjanesskaganum. Reykjanesinu er gjarnan skipt í 4 eða 5 eldstöðvakerfi, Reykjanes-Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndast háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, í Svartsengi, í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Þorbjörninn hefur verið talinn frá því á síðasta jökulskeiði, en rannsóknir á honum benda til að hluti hans geti einnig verið frá fyrra jökulskeiði. Hann er þannig með eldri fjöllum á Reykjanesskaganum.

Þorbjarnarfell

Leifar Camp Vail á Þorbjarnarfelli.

Þar sem staðið var efst á Gyltustígnum og umhverfið norðan og vestan Þorbjörns litið augum mátti t.d. horfa niður á Baðsvelli, grasi gróna velli norður af fellinu þar sem gróðursett hafa verið tré á undanförnum árum. Skammt norður af Baðsvöllum er orkuver Hitaveitu Suðurnesja úti í Illahrauni, kennt við Svartsengi. Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld. Aðstandendur Bláa lónsins segja að varla sé hægt að fara hjá Svartsengi án þess að fara í bað í Bláa lóninu, en það er þó vel hægt, eins og dæmin sanna. Það er alveg eins hægt, að lokinni göngu, að halda niður til Grindavíkur og skella sér í hina ágætu sundlaug þarlendra. A.m.k. er hægt að spara verulega á því.

Gálgaklettar

Gálgaklettar í Hagafelli.

Þegar gengið er til austurs má sjá Hagafellið að handan. Austan þess er hamraveggur, sem er misgengi sem klýfur fellið, en undir hamraveggnum eru Gálgaklettar. Þeirra er einnig getið í þjóðsögunni um þjófana í Þorbirni.
Þegar komið er að Þjófagjá má sjá stríðsminjar í gígnum fyrir neðan. Um var að ræða hluta af ratstjárstöð og kampi líkt og voru uppi á hnjúknum Darra í Aðalvík á Vestfjörðum. Einnig var slík stöð uppi á á Hraunhóli á Reynisfjalli í Vík, Siglunesi, Skálum Laugarnesi, Vattarnesi við Reyðarfjörð og Hafnartanga í Stokksnesi.
Þegar gengið er niður í Þjófagjá skiptir miklu máli að fara rétt niður í hana. Kunnugir rata einstigið niður í gjána, en eftir það er leiðin tiltölulega greiðfær, sé rétt að farið. Niðri í miðri gjánni er hellisskúti þjófanna, en hann hefur gengið nokkuð saman eftir því sem árin hafa liðið.

Þjófagjá

Þjófagjá.

Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.
Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.

Baðsvellir

Baðsvellir.

Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Þegar komið er niður í gjána opnast hún mót suðri og Grindavíkurbær og hraunsvæðin og ströndin framundan breiðir úr sér á móti þeim, sem það ber augum. Gangan þarna niður af fellinu er auðveld.

Heimild m.a.: http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=270

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Krýsuvík

Eftirfarandi umfjöllun um „Gróðurhús og búskap í Krýsuvík“ birtist í Skinfaxa árið  1951:
„Á síðari árum hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum.
Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sunnanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, en suðvestan við Kleifarvatn. Fyrr á tímum var þar höfuðból með sex hjáleigum, og um síðustu aldamót lifðu þar um 40 manns. Var sauðfjárræktin undirstaða búskaparins þar og sömuleiðis sjósókn. — Krysuvik - bustjorahusid
Síðan tók fólki stöðugt að fækka og byggðin að eyðast. Olli því að sjálfsögðu breyttir búskaparhættir og þjóðarhættir, og auk þess samgönguleysi. Kom þar að lokum, að aðeins einn maður dvaldi í Krýsuvík, og hafðist hann við i leifum af kirkjunni. Leið þó ekki nema einn vetur, að mannlaust væri í Krýsuvík, áður en starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar settist þar að.
Hafnarfjarðarbær fékk eignarrétt á ræktunarlandi og hitasvæði í Krýsuvík árið 1937. Undirstaða framkvæmda þar hlaut að teljast vegarlagning þangað, en lög um Krýsuvíkurveg höfðu verið samþykkt á Alþingi árið 1936. Síðan sá vegur tengdist Suðurlandsundirlendinu, hefur hann komið í góðar þarfir á vetrum, — ekki hvað sízt á síðastliðnum vetri. — Milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur eru 25 km.
Framkvæmdir í Krýsuvík eru þríþættar, og hafa þessir þrír þættir frá upphafi verið aðskildir, þótt á síðasta ári hafi tveir þættirnir verið sameinaðir undir eina stjórn. Þessir þrír þættir eru: Ræktun í gróðurhúsum, grasrækt og kúabúsframkvæmdir og boranir eftir jarðhita.

A. Gróðurhús.
Krysuvik - grodurhusinVegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróðurhúsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekin í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. Í gróðurhúsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrkur, gulrætur og blóm. Í sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur hektari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti. Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð með, er gufa, og er hún leidd í þró, þar sem katli hefir verið komið fyrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi.
Í sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö íbúðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bústjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatnsleiðsla, skólpræsi og rafmagn frá dieselrafstöð.

B. Búskapur.
Krysuvik - starfsmannahusidÍ Krýsuvík eru ca. 300 ha. ræktanlegl graslendi, en auk þess melar, sem e.t.v. mætti rækta með sérstakri aðferð. Kom fljótt til tals að setja þarna á fót stórt kúabú, er jafnan gæti séð Hafnfirðingum fyrir ferskri og góðri barnamjólk. Á þessum grundvelli hafa verið hafnar allmiklar búskaparframkvæmdir, þótt enn megi þær teljast á byrjunarstigi. Þegar hafa verið brotnir um 30 ha. lands, en vinnslu er misjafnlega langt á veg komið. Meginhlutann mætti þó fullvinna undir grasfræssáningu á þessu vori. Grafnir hafa verið 8 km langir, opnir skurðir til landþurrkunar, en ca. 45 km löng lokræsi (kílræsi). Tveir súrheysturnar hafa verið reistir. Eru þeir 5 m í þvermál og 14 m háir. Fjós fyrir 154 kýr og tilheyrandi ungviði er komið undir þak. Hér er komið framkvæmdum í búskaparmálum í Krýsuvík, en um framhaldið verður ekki sagt á þessu stigi málsins. Það er rétt að geta þess, að í Krýsuvík er mjög votviðrasamt, og verður því naumast gerlegt að vera háður náttúrunni með verkun á heyi. Gera má ráð fyrir, að þarna mætti hafa um 300 kýr. Öll mannvirki, sem hingað til hafa verið reist í Krýsuvík, bæði vegna ræktunar í gróðurhúsum og fyrirhugaðs búskapar, eru hin vönduðustu og af fullkomnustu gerð.

C. Boranir eftir jarðhita.
Krysuvik - borholurÍ Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafnan miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðboranir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknarráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom.
Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðborar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.
Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946—47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir snúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Ennfremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve horar vildu festast. Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá borinn fluttur i svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð, var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau, eins og þau voru þá. —
Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Krysuvik - seltun IIHveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Ennfremur hafa víðari holur verið boraðar með fallborum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst. Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þref alt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir. Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.
Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum í Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora, og orðin var 229 m djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 100 m niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram, siðan það byrjaði, og kemur úr holunni allvatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting, þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu. Gufa sú, sem úr holunni kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 1 af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti í hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess, að Hafnarfjarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 holum alls, þótt gosið úr fyrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst. Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þelta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki. Komið hefur í ljós, að ítölsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarf jarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál. Bráðabirgðaáætlun sýnir, að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan í sambandi við ítölsk orkuver, sem reynslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa Ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kílóvött rafmagns. Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og hún er nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött. Borunum er að sjálfsögðu haldið áfram í Krýsuvík.“

[Þessi grein er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum í Krýsuvík forstöðu. — Myndirnar af húsum í Krýsuvík eru teknar núna í marz, en óvenju mikill snjór hefur verið þar í vetur. — S. J.]

Heimild:
-Skinfaxi, „Krýsuvík“, 42. árg., 1. tbl., 1951, bls. 17-23.

Krýsuvík

Krýsuvík.

 

Strandarkirkja

Í Lesbók Mbl 20. febr. 1993 ritar Konráð Bjarnason grein,  „Sending af hafi jarðskjálftasumarið 1896„. Greinin fjallar m.a. um hús í Selvogi, sem voru byggð úr einstakri himnasendingu – strandreka. Konráð var áður búsettur í Hafnarfirði, ættfræðingur og fræðimaður, en hefur leitað heimaslóðanna á efri árum.

Arnarbæli

„Þann 13. nóv. sl. gaf að líta eftirfarandi fyrirsögn og frétt í MBl: „Prestsbústaðurinn á Arnarbæli í Ölfusi var brenndur til grunna fyrir skömmu. Það voru slökkviliðsmenn í Þorlákshöfn sem stóðu að brunanum og notuðu tækifærið til æfinga í slökkvistörfunum. Eldurinn sást víða að enda stóð húsið á hæð og var hið reisulegasta. Það var byggt upp úr aldamótunum síðustu og var tvílyft hús á háum grunni.“ Svo mörg voru þau orð. Ekki svo ókunnugleg þó í ljósi reynslunnar síðustu aldarmisserin.
Á náttúruhamfaraárinu 1896 riðu skelfingar yfir að kvöldi hins 26. ágúst með ógurlegum jarðskjálfta er lét eftir sig í fyrstu lotu mörg hundruð hruninna bæja, einkum í uppsveitum Rangár- og Árnesþings. ekki var þetta nóg því nýjar skelfingar dundu yfir Skeið, Holt og Flóa, en minni háttar í Ölfussveit.. Um kl 2 aðfaranótt sunnudagsins 6. september reið yfir Ölfussveit voðalegur kippur sem felldi til grunna 24 bæi og 20 stórskemmdust. Meðal þeirra bæja var prestsetursbærinn að Arnarbæli.“
NeshúsUm þetta leyti strandaði skip utan við Selvog. Nær hádegi hafði drifið að strandstað flestalla vinnufæra menn í byggðalaginu, en þeir voru allmargir um þessar mundir. Það bakti mikla forvitni Selvogsmanna á leið til strandsstaðar með hvaða hætti strand þetta hafði borið að í nær dauðum sjó og góðviðri… að þessu sinni var sýnt að ævintýri hafði gerst á strandstað. Skip hafði komið af hafi undir fullum seglum hlaðið unnum góðviði til húsagerðar fyrir hina fjölmörgu nærsveitunga er stóðu yfir föllnum bæjarhúsum sínum niður í grunn sinn. Skipverjar gengu nær þurrum fótum til lands eftir flúðum er komu upp á fjöru…
Þegar Gísli hreppstjóri hafði rætt við skipsstjóra farskipsins var Selvogsmönnum sagt eftirfarandi: Skipið hét „Andrés“ og var frá Mandal í Noregi, á leið til Reykjavíkur með timburfarm til húsagerðar þar. Var þetta stórfarmur af unnum við, einkum panelefni. Þegar skipið nálgaðist Ísland kom mikill leki að því sem jókst og varð óstöðvandi þrátt fyrir að handdælur væru nýttar til hins ýtrasta. Skipverjar voru komnir að niðurlotum þegar þeir voru á móts við Selvog og vonlaust að n´fyrir Reykjanes. Tók skipstjóri til þess örþrifaráðs að sigla skipi sínu á grunn með stefnumið á Strandarkirkju þar sem sjór sýndist kyrrastur. Háflæði var og kenndi skipið grunns á flúðunum vestanmegin Strandarsunds.“
HlíðarendiByrjað var á því að færa skipshöfnina til lands og hlúa að henni. Þá tóku við björgunaraðgerðir farmsins. „Farmur á þilfari var fyrst borinn upp fyrir fjörukamb vestan Vindásbæjarrústa. Þar voru einkum tré er voru borin á öxlum tveggja manna. Þá komu plankar sem tveir báru og smáplankar, gólfborð, skífuborð, listar og mikið magn af plægðum viði eða panel. Svo virðist sem mestum hluta farmsins hafi verið bjargað óskemmdum á fyrstu dögum eftir strandið vegna þess hversu ládautt var. Á sama tíma var einnig bjargað silgingarbúnaði, áhöldum, tækjum og kosti. Honum uppborna viðarfarmi var staflað í aðgreind búnt eftir tegundum og síðan breitt yfir hann. Nokkuð af viði laskaðist í strandinu og var því safnað í hrúgur og selt samkvæmt sölunúmeri eins og annar viður. Hið verst farna fékk söluheitið hrak.“

Hlíðarendi í Selvogi - sögufrægt mannvirki

Uppboðið á varningnum var haldið 5. nóvember 1896. „Þegar uppboðsþing var sett var ljóst að fjölmargir væntanlegir kaupendur voru mættir á uppboðsstað. Þeir hafa komið úr mörgum hreppum Árnessýslu og víðar að en flestir úr Ölfushreppi. Þeir hafa þegar kynnt sér það sem í boði var og við blasti á malarkambi. Þeri hafa komist að raun um að hér var í boði nýr girnilegur húsbyggingarviður unninn til uppbyggingar á hærri, rýmri og betri húsakosti, en dreifbýlisfólk hafði átt að venjast hingað til. Timbrið var auk þess líklegt til að standa af sér eyðingaröfl þau er nýgengin voru yfir. Þeir sem komnir voru á strandstað með það í huga að byggja hús, allt að tveggja hæða, hafa tekið með sér smið og vinnumenn. Og þeir væntu þess óefað að gera góð kaup á rekafjörunni… Þeir sem stórtækastir voru á uppboðinu, sem stóð í tvo daga, voru stórhúsbyggjendurnir Þorbjörn í Nesi í Selvogi, séra Ólafur í Arnarbæli, Jón hrepstjóri á Hlíðarenda og Jakob í Auðsholti…“ Þessi menn byggðu tvílyft hús úr nefndum húsagerðarviði. „Hús þessi vitnuðu um stórhug og metnað byggjenda sinna og gegndu menningarhlutverki hvert á sínum stað. Þau eru nú fallin, utan eitt, Hlíðarendahús.

Heimild:
-Konráð  Bjarnason – Sending af hafi jarðskjálftasumarið 1896 – Lesbók MBL 20. febr. 1993.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Fornleifar

„Fornleifauppgröftur er í eðli sínu eyðileggjandi. Til þess að geta túlkað minjastaðinn verður oft að rífa steinahleðslur í sundur og grafa burt torfveggi og gólf. Enda þótt það bætist við þekkinguna við fornleifauppgröft, þá eru tengslin við söguna rofin með uppgreftinum og menningarlandslagi svæðisins breytt.

husholmi 331

Í Húshólma.

Hingað til hefur helst verið stuðst við gildishlaðið mat, eins og tilfinninga gildi eða upplýsinga gildi þegar íslenskar minjar hafa verið metnar. Höfundur þessarar ritgerðar hefur lengi haft hug á að yfirfæra aðferðafræði, sem beitt hefur verið erlendis, til að rannsaka hagrænt gildi fornleifa á Íslandi. Eru það fyrst og fremst aðferðir sem þekkjast úr umhverfishagfræði (e. evironmental economics). Upplýsingar um hagrænt gildi ættu að koma að gagni í allri stefnumörkun um minjavernd. Upplýsingarnar ættu að hjálpa til við ákvarðanatöku um hvaða minjar sé ástæða til að rannsaka með uppgrefti og hverjar væri skynsamlegra að varðveita óraskaðar á vettvangi og nýta þannig í menningarferðaþjónustu. Kostnaður við að halda minjum við, varðveita þær og útbúa upplýsingaefni miðað við þær tekjur sem hugsanlega væri hægt að hafa af minjunum, gætu þannig verið þáttur sem taka ætti hér tillit til við matið. Þá nýtast upplýsingar um hagrænt gildi minja í allri vinnu varðandi mat á umhverfisáhrifum. Erlendis hafa hagrænir útreikningar verið teknir með inn í ákvörðunarferilinn, en hingað til hefur einungis verið stuðst við huglægt gildismat við þá vinnu hérlendis.

Hofstaðir

Hofstaður – frágangur eftir uppgröft fornaldarskála.

Það var ekki fyrr en í upphafi 21. aldarinnar sem menningargeirinn á Íslandi tók við sér og fór að kanna hagrænt gildi menningar. Meðal þess var rannsókn Ágústar Einarssonar á hagrænum áhrifum tónlistar. Í skýrslu norræns verkefnis um gildi minja, er að finna grein eftir Þór Hjaltalín þar sem fjallað er um nýtingu minja og þann hag sem byggðir landsins gætu haft af slíkri nýtingu. Í byrjun desember 2010 var kynnt rannsókn sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir á hagnaði af skapandi greinum. Rannsóknin leiddi í ljós að heildarvelta skapandi greina nam 191 milljarði króna árið 2009. Sumt af því sem sem fjallað var um í skýrslunni eru raunverulegar markaðsvörur, sem hægt var að setja verðmiða á, en menningarminjarnar eru annars eðlis og ekki svo einfalt verk að meta gildi þeirra. Fornleifar heyra til svokallaðra almannagæða (e. common resources), eins og náttúran. Á undanförnum árum hefur verið unnið að nokkrum rannsóknum á Íslandi, sem byggja á slíkri aðferðafræði, þar sem fjallað er um hagrænt gildi náttúrunnar.“

Heimild:
-Hagrænt gildi fornleifa. Kristín Huld Sigurðardóttir. HÍ – 2011.
http://hdl.handle.net/1946/7946

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Svörtuloft

Svörtuloft eru í landi Krýsuvíkur. Þar er hraunbreiða fram að sjó og víða hamrar. „Næst vestan við Vestri-Bergsenda [á Krýsuvíkurbjargi] taka við svonefnd Svörtuloft“, segir í örnefnaskrá. Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða.

Svörtuloft

Svörtuloft austan Húshólma.

Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen getur þeirra í Ferðabók sinni með þessum orðum: „Fram með sjónum eru há hraunbjörg; þar eru hin illa ræmdu Svörtuloft“ (bls 50). Þannig er lýsing höfunda í ritinu Landið þitt Ísland (4:243): „Er þar brotin hraunströnd og er hraunið þverbratt og sums staðar eins og það væri höggvið eða skorið.“  Skip hafa oft farist undir Svörtuloftum, meðal annars póstskipið Anne Dorothea 1817 með allri áhöfn, 9 manns (Öldin sem leið, 63).

Svörtuloft

Svörtuloft.

Í austan- og norðaustanbálviðri hafa skip löngum leitað vars undir Svörtuloftum, en í hafáttum vill enginn vera þar nærri. Í ofsa vetrar og vestanstórsjó er engu hlíft við Svörtuloft. Hvergi er skjól og bergstálið nötrar undan þunga brimsins og brotnar sí og æ (Guðmundur Páll Ólafsson 1995, 307). Skip sem lenda í slíku veðri undir Svörtuloftum hreinlega splundrast og áður fyrr varð þar yfirleitt ekki mannbjörg. Á síðari tímum hefur þó tekist að bjarga mönnum á strandstað, til dæmis einum manni af vélskipinu Svanborgu frá Ólafsvík sem fórst þar 2001, en þrír sjómenn fórust (Árbók Íslands 2001, 153). Viti var reistur þar fyrst 1914, nefndur Skálasnagaviti (Árbók 1982, 122). Nafnið Svörtuloft er aðeins notað af sjó en björgin sjálf heita á landi Saxhólsbjarg og Nesbjarg norðar.
Svörtuloft eru nefnd norðan í Akrafjalli, austan við Kjalardal, samkvæmt Íslandsatlas (3C2). Nafnið er ekki í örnefnaskrá Kjalardals en þar segir hins vegar: „Og innan við Kjalardalinn heita björgin í dalsmynninu Votubjörg.“ Vafalaust er um sömu björgin að ræða þó að nafnið sé annað.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg – sjávargatan; horft frá Bergsenda vestari til austurs. Neðar eru Svörtuloft.

Svörtuloft eru innan Raknadalshlíðar í Patreksfirði í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið er heldur ekki í örnefnaskrá, það er skránni um jörðina Raknadal í Rauðasandshreppi, en þar stendur: „Austan Raknadalsár er hátt og áberandi standberg, svart og mikilúðlegt, sem heitir Lofthögg.“ Kristinn Fjeldsted gerði athugasemdir við skrána 2007 og segir að Svörtuloft á kortum hafi sér fundist notað frekar en Lofthögg.
Svörtuloft á Stað í Súgandafirði eru klettar upp af svonefndu Stórahvolfi. Heimildarmaður að örnefnaskránni hefur heyrt kletta þessa kallaða Svarthamra og segir að ofanvert í Stórahvolfi sé minna hvolf kallað Svarthamrahvolf.
Svörtuloft heitir krókurinn innan við svonefndar Brekkur í landi Höfðabrekku í Mýrdal.
Svörtuloft í Steinsholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu eru gljúfur, sem Kálfá rennur eftir.
Athyglisvert er að fjórir þessara staða bera líka annað nafn. Loft merkir væntanlega annaðhvort ‚hæð (í húsi)‘ eða ‚lofthaf, vegalengd í lausu lofti‘ í þessum örnefnum. Lofthellir heitir í Ketildyngjuhrauni milli Hvannfells og Búrfells í Mývatnssveit. Hann er á fimm hæðum og er nafnið dregið af því (Ferðir júní 2006, 65). En oftast er um að ræða þverhnípta veggi eða standberg á þeim stöðum sem bera nafnið Svörtuloft. Svarti liturinn stafar stundum af vætu, samanber Votubjörg, sem gerir þessi „loft“ svört að lit. Auk þess ber að nefna að Seðlabanki Íslands er til húsa í dökkri byggingu við Kalkofnsveg sem snemma var farið að kalla Svörtuloft eftir að það var fullbúið 1987. Að síðustu má geta þess að nýjasta glæpasaga Arnalds Indriðasonar ber þetta sama nafn.

Heimild:
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=54690

Svörtuloft

Ofan við Svörtuloft,

Fjara

„Fjörur bjóða upp á einstakt umhverfi fyrir útivist. Fjörur er tilvalið að nýta sem gönguleiðir allt árið um kring. Margar strandir eru öruggar gönguleiðir á veturna þar sem sjávarseltan kemur í veg fyrir klakamyndun. Mikilvægt er að fara með gát þegar gengið er um fjörur. Sumar fjörur er aðeins hægt að fara um þegar flæðir út og aðrar geta verið torfelldar vegna stórgrýtis eða mikils þörungagróðurs. fjara-222Erfitt getur verið að fóta sig á hálum steinum og þangi. Sérstaklega er erfitt að ganga á sagþangi þar sem það getur verið mjög sleipt.
Börnum (og fullorðnum) þykir fátt skemmtilegra en að fá tækifæri til þess að skoða, safna eða leika með þá fjársjóði sem fjaran hefur að geyma s.s. dýr, þara, skeljar, steina eða uppreknar spýtur. Krabba er t.d. að finna í grýttum fjörum, undir steinum og í fjörupollum (Agnar Ingólfsson og fleiri, 1986) og hefur þeirra orðið vart víða við kortlagningu búsvæða í fjörum Reykjaness. Krabbar eru ekki á lista yfir vísitegundir og hefur því hefur ekki verið leitað markvist eftir þeim. Kuðunga (Þangdoppur, klettadoppur, nákuðung eða beitukóng) er einnig hægt að finna í flestum fjörum þó ekki sandfjörum. Þá getur verið skemmtilegt að leita að skemmtilegum steinum, skeljum, sprettfiskum eða öðrum fjörulífverum.
Sandfjörur eru margar á Reykjanesskaga og geta verið sérstaklega skemmtileg leiksvæði sem t.d. er hægt að nýta til sandkastalagerðar. Í Holtsfjöru í Önundarfirði er t.d. árlega haldin sandkastalakeppni. Fjörur á Reykjanesi þar sem tilvalið er að gera sandkastala eru t.d. Stóra Sandvík, Litla Sandvík, neðan við Garðskagavita, við Bæjarskerfjara og Lindarsandsfjara. Hentugt er að stunda sjósund úfjara-221tfrá sandfjörum.
Að sögn Hálfdáns Örnólfssonar, sjósundskappa, er „snilld“ að synda í sjóunum við Garðskagavita á flóði og við Fitjar í Njarðvík.
Við Reykjanesskaga má einnig finna fjölmarga hentuga brimbrettastaði. Að sögn Georgs Hilmarssonar, brimbrettakappa skiptir fjörubotninn mestu máli þegar kemur að því að finna góða brimbrettastaði. Mikilvægt er að botninn sé lagaður þannig að aldan skælist, en brotni ekki öll í einu. Þessar aðstæður er oft að finna meðfram töngum og þar sem sandrif, hraunrif eða steinar í botninum mynda form eins og bókstafurinn A. Staðir á Reykjanesskaga sem eru hentugir brimbrettastaðir eru m.a., út frá fjörunni norðan Garðskagavita, Garðhúsavík, Lindarsandi, Merkinesi, fjörunni við Junkaragerði, Eyrarskerjum, Stóru-Sandvík, Malarenda við Grindavík, Bólu á Hópsnesi og Þórkötlustaðabót.
Fyrir fuglaáhugamenn eru fjörur Reykjanesskaga einnig gósenland, því margar tegundir fjörufugla eiga hér heimkynni sín og frá fjörunni má sjá ýmsa sjófuglategundir. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur hefur tekið saman upplýsingar um fuglalíf í Sandgerði og á vestanverðu Romshvalsnesi fyrir Fræðasetið í Sandgerði.

fjara-223

Aðilar eins og Ferðafélag Íslands, Hið Íslenska Náttúrufræðifélag, Fræðasetrið í Sandgerði og Ferðafélagið Útivist hafa boðið up á fuglaskoðun á Reykjanesi. Einnig má oft sjá hvali meðfram ströndinni, frá Garðskaga og inní Njarðvík, auk þess sem selir eru algengir í ágúst í Ósabotnum.
Fjölbreytt lífríki fjörunnar má nýta í kennsluskyni og algengt er að fara með hópa skólabarna og leikskólabarna í fjöruferðir. Margar fjörur eru einnig tilvaldar til íþróttakennslu. Félagar í Júdódeild Njarðvíkur hafa t.d. haldið júdó- og jiujitsuæfingar í Stóru-Sandvík á góðviðrisdögum. Auk þess sem höfundi er kunnugt um kennslu á brimbretti m.a. í Stóru-Sandvík.
Í fjörum er að finna ýmiskonar hráefni sem hægt er að nýta á fjölmargan hátt. Margir eru t.d. með fjörugrjót í görðum sínum. Í landi Hrauns, vestan Ölfusár, hefur einnig verið stundað sandnám úr fjörum frá 1960 (Bölti ehf, 2009). Einnig hefur rekaviður verið nýttur hér á landi frá landnámi (Lúðvík Kristjánsson, 1980). Rotnandi þarabingi sem finna má í mörgum fjörum mætti líka nýta sem áburð eða til að blanda saman við garðúrgang eða húsdýraúrgangi til moltugerðar. Þannig er hægt að búa til úrvals mold sem er rík af hvers kyns næringar efnum og snefilefnum sem nauðsynleg eru fyrir gróður.“

Heimild:
-Fjörunytjar á Suðurnesjum, Eydís Mary Jónsdóttir, Náttúrustofa Reykjaness 2011.

Fjara

Í fjörunni.

Eldvörp

Í  sléttu Eldvarpahrauni skammt norðan Sundhnúkahraun austan Eldvarpa, í sléttu mosahrauninu, er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina.

Eldvörp

B-17 vélin í Eldvarpahrauni.

Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr tré, sem notaður var til að setja við hjól flugvéla á jörðu niðri. Númer má sjá á einum hlutnum, hringlaga með gleri í. Talsvert af álleiðslum og álbitum eru þarna einnig.
Heyrst hafði af því að flugvél, svonefnt „Fljúgandi virkið“, hafi nauðlent ofan við Húsatóftir á fimmta áratugnum. Vélin hafi skemmst lítið og áhöfnin sloppið heil á húfi.
Að sögn Friðþór Eydals er líklegt að þarna hafi verið um B-17 vél að ræða, fjögurra hreyfla, sem nauðlenti ofan við Tóftir í apríl 1943 á leið til Keflavíkurflugvallar, en hann hafði þá nýlega verið opnaður fyrir flugumferð. Vélin var nokkuð heil eftir óhappið, en var síðan bútuð niður og flutt á brott, en enn má sjá þarna hluti úr henni, sem fyrr sagði. Brak úr B-47 flugvél er hrapaði vestan Húsatófta, sést einnig enn ef grannt er skoðað.

Í Eldvörpum

Skv. upplýsingum frá Friðþóri Eydal „er brakið væntanlega brot úr þessari B-17 sprengjuflugvél sem lenti í villum á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands með fyrirhugaðri viðdvöl á Keflavíkurflugvelli og nauðlenti þarna er eldsneytið þraut eftir 14 klst. flug þann 17. apríl 1943.
Kringlótta brotið á myndinni hér að neðan er úr hliðinnni á kúlulaga byssuturni í botni vélarinnar rétt aftan við vænginn er skyttan, sem sat milli tveggja 50 cal. Browning vélbyssa sem hann miðaði með því að snúa kúlunni. Kúluna mátti draga upp svo botninn næmi við botn vélarinnar þegar þurfti ekki að sitja í honum eða í flugtaki og lendingu. Slíkur bydduturn var yfirleitt ekki í öðrum vélum sem leið áttu hér um.“
Brak úr vélinniMyndin af vettvangi í apríl 1943 staðfestir að hér er um sömu vél að ræða – við svipaðar aðstæður og þegar brakið af henni fannst í mars 2006.
Nú er búið að merkja Árnastíginn frá Húsatóftum til Njarðvíkur, en kaflinn austan og næst Eldvörpum hefur verið merktur svolítið norðar en hinn eiginlegi stígur liggur, þrátt fyrir að sjá megi hann greinilega markaðan þar í klöppina.
Skammt austar í sléttu mosahrauninu er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina. Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr tré, sem notaður var til að setja við hjól flugvéla á jörðu niðri. Númer má sjá á einum hlutnum, hringlaga með gleri í. Talsvert af álleiðslum og álbitum eru þarna einnig.
Hafa ber í huga þá þjóðtrú að ekki megi fjarlægja muni af slysavettvangi látinna. Þeir, sem slíkir, eru og eiga að vera minnisvarði um atburðinn. Taki einhver hluta þeirra mun sá hinn sami hljóta verra af. Dæmi er um fólk, sem tekið hefur gripi af slysavettvangi, en orðið fyrir vandræðum. Þannig missti einn FERLIRsfélaga farsíma, krítarkort og gleraugu eftir að hafa stungið „minjagrip“ af flugslysavettvangi, þrátt fyrir aðvaranir, í bakpoka sinn. Álögunum var ekki aflétt fyrr en hann hafði skilað gripnum á sama stað.
Á ferð

Fornleifar

Eftirfarandi er byggt á efni í kennslustund í Fornleifafræði; „Fornleifar og ferðaþjónusta„.

Hjaltland

Minjar á Hjaltlandseyjum.

Menningarlandslag er tiltölulega nýtt hugtak hér á landi, en hefur verið notað um allnokkurt skeið víða erlendis. Nú virðist vera aukin vakning á þessu sviði, sem lýsir sér í nokkurs konar framþróun á sviði ferðaþjónustunnar. Þegar fjallað er um hugtakið er venjulega átt við heilstæð svæði og þá menningararfleið, sem þau hafa upp á að bjóða. Þannig getur heilstætt búsetulandslag tiltekins svæði verið sérstaklega verðmætt vegna heildarmyndarinnar. Hér á landi er vitundin um að nota minjar fyrir ferðamenn að vakna. Einstakar minjar hafa haft aðdráttarafl, s.s. Snorralaug, munir á byggðasöfnum, gripir í kjallara Skálholtskirkju eða á Þjóðminjasafni. Núú er t.d. verið að ræða um að nýta uppgraftasvæði sem og einstakar minjar á tilteknum svæðum í víðara samhengi.

Hjaltland

Minjar á Hjaltlandseyjum.

Ýmsir alþjóðasáttmálar gera ráð fyrir verndun „líffræðilegrar fjölbreytni“ og eiga þar ekki síst við menningarlegan fjölbreytileika. Ferðalög fólks hafa verið að aukast og eiga enn eftir að aukast ef að líkum lætur. Allnokkrar rannsóknir hafa farið farið fram um vilja og áhuga ferðamanna og gefa sumar hverjar til kynna aukna viðleytni, eða ósk, um betra og greiðara aðgengi að fornminjastöðum, sem hingað til hafa verið óaðgengilegar almenningi. Mikill munur er t.d. á því hvernig stjórn slíkra mála er háttað í Skotlandi og hér á landi. Um það verður m.a. fjallað hér á eftir.
Í tímaritinu „Journal of Tourism studies“ er t.a.m. grein um menningararf og arfleifða ferðamennsku, minjagarða og svæði, sem skipulögð eru sérstaklega fyrir ferðamenn, þar sem þeir geta skoðað fornar minjar og tengt þær bæði sögu svæðisins sem og sinni eigin vitund. Á vettvangi ferðamála er hér um nýbreytni að ræða, en virðist vekja allnokkra athygli.

Þingvellir

Þingvellir.

UNEP (UNITEP Network Program) gaf nýlega út skýrslu um menningarlegan fjölbreytileika (Tourism Biodiversity). Í henni kemur t.d. fram þörf mannsins til að skilja sjálfan sig í sögulegu samhengi við tilteknar sýnilegar minjar eða skilning á minjum ákveðinna svæða. Mikilvægt er að svæði skilgreini sérstöðu sína út frá minjum og sögu þess. Hér er í raun um grundvallaratriði að ræða. Á íslenskan mælikvarða mætti heimfæra þetta upp á að bæjaryfirvöld í Vogum ættu að einblína á útvegsminjar, sem eru fjölmargar með strönd bæjarfélagsins, og hinum fjölmörgu óröskuðu selsminjunum upp í heiðinni er undirstrika tiltekinn þá hefðbundinna atvinnu- og búskaparhátta í 1000 ár. Stundum þarf að byggja upp „aðdráttarafl“ til að tengja ferðamenn sögunni.

Hafnir

Hafnir – uppgröftur í skála fyrir norrænt landnám.

Íslendingar voru seinir til að framkvæma skipulega fornleifaskráningu, sem í rauninni er einn grundvallarþáttur í sjálfstæði þjóðar. „Tourism Manangement“ er enn eitt tímaritið er fjallað hefur um arfleifðarferðamennsku (heritage tourism) og „iðnaðarfornleifar“ fyrir ferðamenn. Með því er átt við fornleifar í tvennum skilningi; bæði sem slíka og einnig sem veigamikinn hluta að ferðamannaiðnaðinum. Svo virðist að hvarvetna sé fyrir hendi ákveðin þörf mannsins til að „tengja“ sig því viðfangsefni, sem hann tekur fyrir eða er þátttakandi í hverju sinni – á hverjum stað. Einn þáttur þess er að „tengja“ hann við viðfangsefnið á staðnum; hvernig sér hann „mótívið“ með hliðsjón af eigin sögu – eigin samtíma?

Hofsstaðir

Hofsstaðir í Garðabæ.

Þetta er mikilvægur, en oft vanmetin þáttur við frágang menningarverðmæta, s.s. uppgraftasvæða.
Angkor í Kambódíu (Indó-Kína) er gott dæmi um aðdráttarafl ferðamanna. Heillegar rústirnar eru arfleifð Kmer-heimsveldisins, höfuðborgar, sem blómstraði á 11. til 14. öld. Stór hluti þess komst nýlega á Heimsminjaskrána (1992). Svæðið er til marks um mikilvægi stjórnmálalegs stöðuleika þar sem ferðamenn eru annars vegar. Frakkar voru á svæðinu á fyrri hluta 20. aldra, grófu upp heilu borgirnar, skráðu og öfluðu heimilda og lögðu áherslu að vernda þennan merkilega en að því er virtist glataða menningararf. Á áttunda áratug 20. aldar braust út ófriður og svo virtist sem tilgangur hersherrana væri að eyðilegga minjarnar sem og að eyða bæði fróðleik og mögulegri leiðsögn um þær. Nærtæk sambærileg dæmi þekkjum við frá Írak og Afganistan. Eitt helsta vandamálið eftir ófriðin og uppbygginguna í kjölfarið var að fá leiðsögumenn með næga þekkingu til að fylgja ferðamönnum um svæðin.
UNESCO var falið það verkefni að vernda og endurvekja enduruppbyggingarstarfið eftir ófriðinn. Nú hefur svæðið verið gert aðgengilegt að nýju með mikilli aðsókn ferðamanna. Stýra hefur þurft aðgenginu, útbúa aðstöðu og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir.
Mexico er annað dæmi. Þar eru nú mikil sýnileg arfleifð Inka og Maya. Eftir hinar miklu uppgötvanir þurfti til áhrif einstaklinga til að meta „skilyrt verðmætamat“ minjanna með hliðsjón af ferðamennsku. Stjórnvöld voru sofandi fyrir mikilvægi þeirra. Í kjölfarið fór fram umræða um það hvernig haga ætti fyrirkomulagi að aðgengi og rekstri einstakra minjasvæða, þ.e. með frjálsum framlögum, opinberum eða með gjaldtöku. Í dag er heildaryfirstjórnin opinber, en henni er stýr með gjaldtöku.
Eitt vandamál við varðveislu fornminja eru ófriður og stríð. Þegar Íraksstríðið braust út voru mikil menningarverðmæti flutt frá Írak til Bandaríkjanna. Þannig hefur þatta og verið í gegnum árþúsundin. Spurningin er hvort hægt er með sæmilegri sanngrini að áætla að sum verðmæti séu betur geymd um tíma annars staðar en á upprunastað en að eiga á hættu að eyðileggjast. Þessi spurning er þó einungis ein af mörgum við slíkar aðstæður. Til að samlíkja þessu við íslenskan veruleika má segja að Valþjófsstaðahurðin hefði sennilega ekki varðveist nema vegna þess að Danir fengu hana til varðveislu á sínum tíma. Síðar kom hún „heim“ ásamt þeim merkilegheitum er hana varðar.
Reynsla Hjaltlendinga af varðveislu og aðgengi til handa ferðamönnum gæti verið okkur Íslendingum góð fyrirmynd. Ágætt dæmi um slíkan stað er „Jarlshof“. Þar er um að ræða um 3000 ára minjar, þær elstu, og allt fram á 15. öld. Svæðið var umorpið sandi, en grafið upp og gengið frá því með það fyrir augum að það gæti orðið ferðamönnum áhugavert. Byggt var upp gott aðgengi, stígar gerðir, upplýsingar settar upp og upplýsingamiðstöð í „stíl“ reist. Í dag er staðurinn einstaklega áhugaverður þegar ferðamenn vilja skoða þróun og áþreifanlegar minjar svæðisins árþúsundir aftur í tímann, húsagerð, göng, stéttar og eintakar búsetuminjar fólksins, sem þar bjó og dó. Um er að ræða að hæuta til sýnileg arfleifð norrænna manna án þess þó að hana sé beinlínis hægt að tengja „víkingatímanum“. Tengsl minjanna er þó fyrst og fremst við norræna menn frá Noregi, en varla við Ísland, og þó – fjölmörg nöfn á svæðinu er beinlínis þau sömu og finna á á Íslandi. Forvitnilegt væri að skoða hvernig og með hvaða hætti norræn menning kom frá Noregi (og öðrum löndum Skandinavíu) í gegnum Skotland og skosku eyjarnar áleiðis til Íslands. Líklega hefur og of lítið verið gert úr þeim áhrifum í gegnum tíðina. Ástæðan er sennilega „of vísindalegt“ samfélag fornleifafræðinga hér á landi síðustu ár og áratug (þar sem samfélagið lítur ákv. takmörkuðum lögmálum fræðimanna).
Hjaltlendingar (með stuðningi Historic Schotland-samtakanna) hafa byggt markvisst aðgengi og aðstöðu við menningarminjar á eyjunum – með góðum árangri. Á vettvangi einstakra minja eru undirstrikuð tengslin við arfleifð norrænna manna og fornleifarnar bæði kynntar sérstaklega og settar í víðara samhengi. Í septembermánuði er t.a.m. öllum landsmönnum gert að skoða minjarnar endurgjaldslaust í svonefnum „fornleifamánuði“. Historic Scotland-samtökin hafa yfir að ráða um 800 minjastöðum sem um 3 milljón ferðamanna heimsækja árlega. Þau telja að fræðslistarf þeirra sé eitt hið mikilvægasta í starfseminni.
Árlega koma á staðina um 76.000 skólabörn til að fræðast um eigin uppruna og menningu.
Disneyland er ágætt dæmi um ekta „fake“ frá upphafi. „Ef ætlunin er að gera tilkall til raunverulegs menningarsvæðis þarftu að eiga þér sögu“. Túlkun tákna sem og minja er mikilvæg hverju sinni sem og hverju svæði. Það er ekki öllum gefið að geta lesið úr landslaginu. Slíkt er á stundum „náttúrugáfa“, sem fáum er gefin. „Þeir sem það geta eru öfundsverðir“ segir einhvers staðar. „Ef þú ætlar að gera tilkall til svæðis þarftu að eiga þér sögu“. Hér virðist vera um beina tilvísun til Vogabúa að ræða, miðað við framangreind skrif.
Túlkun fornleifatákna er eitt af viðfangsefnum fornleifafræðinnar. Það að miðla þeim til annarra er ekki síður mikilvægt. „Hvert er jafnvægið milli sannleika og lygi“ spurði einhver einhvern tímann af gefnu tilefni. Hér er átt við upprunanlegar rústir annars vegar og endurgerðar hins vegar.

Mikilvægt er, vegna ólíkra sjónarmiða hinna ýmsu aðila, að leita jafnvægis því þeir, sem allt snýst um, eru jú þeir sem höfða á til – ferðarmennirnir. Sumir ferðamenn vilja bara sjá staði eða byggingar eins og þeir voru – endurgerða, og hafa engan áhuga á tóftum eða rústum, enda getur oft á tíðum verið kúnst að „lesa í landslagið“ þar sem fátt virðist bera fyrir augu.
Endurgerð minjasvæða hafa stundum verið til umræðu. Nýleg áform Íslendinga á framangeindu sviði er helst að finna í „landnámsskála Ingólfs“ í Aðalstræti, „klasaverkefni“ Eyjafjarðar að Gásum og „Minjagarðsverkefni“ að Reykholti frá því um aldarmótin 2000. Verkefnið er enn á fósturstigi, en forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig hugmyndin kemur til með þróast og dafna. Eins og kunnugt er hefur farið fram verulegur uppgröftur í Reykholti í nokkur ár og hugmyndin er að byggja yfir þær fornleifauppgröftin þar, en ljóst er að það mun fela í sér mikla vinnu og verða æði kostnaðarsamt. (sjá www.snorrastofa.is).
Ljóst er að framtíðin er æði spennandi á framangreindum sviðum – en fjölmörg verkefni virðast enn óleyst miðað við eðlileg og sjálfsögð markmið.

Heimild m.a.:
-Anna Karlsdóttir, lektor í landafræði og ferðamálafræði, við HÍ – 2006.

Mosfellsbær

Dómhringur í Mosfellsdal.