Rauðhólssel

Hér veður fjallað um „Seljabúskap á Suðurnesjum„. Upplýsingarnar eru fengnar úr skýrslu Óbyggðanefndar frá árin 2004 um úrskurði Grindavíkur- og Vatnsleysustrandarlands.

Selsvellir

Selsvellir – tóftir.

Í lýsingu Skúla Magnússonar á Gullbringu- og Kjósarsýslu árið 1781 er í XI. kafla fjallað um hverja kirkjusókn fyrir sig og m.a. fjallað um tölu og ásigkomulag bújarða. Um Krýsuvík segir m.a.: „Bær þessi er tvær mílur frá lendingarstað sínum og telst því fremur sveitajörð en sjávar. Landrými er mikið; … Jörðin er vel fallin til sauðfjárræktar og til mikils sauðfjárbótabús með yfir 1000 sauðfjár.
Um Staðarsókn í Grindavík segir Skúli Magnússon árið 1781: „Þarna eru býlin fast með ströndinni, og liggur ekkert engi eða slægjuland undir þau nema túnin ein, sem er eigi unnt að auka, … En 2 mílur í norðaustur frá byggðarlaginu, inni á milli fjallanna, eru góðir hagar. Hafa menn þar selstöður. En eigi eru þar skilyrði fyrir nýbýli“.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel.

Skúli Magnússon tekur fram um Kirkjuvogssókn árið 1781 að selstöður séu 1 1/2 mílu norðaustur frá bæjunum, en engar selstöður séu í Hvalsness- og Útskálasóknum. Hins vegar eru taldar selstöður í Njarðvíkursókn. Um Kálfatjarnarsókn segir Skúli: „Frá flestum bæjum eru selstöður uppi til fjalla. Í sókninni er hvergi hagfelldur staður til nýbýla, en eitthvert hið bezta land til sauðfjárræktar, það er ég hefi séð á Íslandi, á fjögra mílna svæði samhliða bæjunum. Á breiddina nær það svæði 2 mílur frá sjónum upp að háfjöllunum, sem greina Gullbringusýslu frá Árnesssýslu. Þannig tekur svæði þetta yfir 8. fermílur“.
Geir Bachmann, prestur á Stað í Grindavík, samdi sóknalýsingu Staðarsóknar í Grindavík árin 1840-1841. Þar segir hann eftirfarandi um selstöðu Staðar: „Eftir jarðabókinni 1760 á Staður selstöðu á Selsvöllum, þó það nú sýnist orðið almennings selstaða úr allri Grindavík“.

Selsvellir

Selsvellir – tóftir.

Geir fjallar síðar nánar um selstöður í Staðarsókn í svari við 31. spurningu sóknarlýsinganna (selstöðum): „Þess er áður getið, að Staður eigi selstöðu á Selsvöllum. Selsvellir eru héðan í landnorður upp í fellum, og er Keilir, þegar í sel þetta er komið, rétt í útnorður. Stendur selið í Strandarmannalandi eður fyrir norðan Grindavíkur landamerki. Þar er all-grösugt, en bízt fljótt upp, því allir bæir í sókninni nema Hraun hafa þar í seli, og þó að engu goldið Staðarprestinum. Vilja menn hér gjöra þessa selstöðu almenning, og þyrfti þó ei að vera. Litlu vestar en Selsvellir er selstaða frá Hrauni; hér er árlega haft í seli frá bæ þessum, og eru landamerkin milli seljanna í svo kölluðum Þrengslum. Flestir bæir í Grindavík hafa haft í seli einhver staðar til fjalla; er mér sagt, að vatnsleysi olli því, að allar þær eru afræktar og getur vel verið sannleiki. Sú mun og orsök, að allir hafa þyrpzt á Selsvelli, því þar er dálítill rennandi lækur rétt við selið. … 32. Ekkert er hér afréttarland; allt fé ungt og og gamalt, lömb og sauðir er rekið í selið og þar smalað á hverju máli; lömbin eru kefluð. Þó eru réttir í Stóru-Vogum, sóttar af Ströndinni, Rosmhvalaness-, Hafna- og Grindavíkurhreppum“.

Baðsvallasel

Baðsvallasel.

Síðar átti Geir eftir að kvarta undan ágengni nágranna sinna í sellandi eins og kemur fram í grein Guðrúnar Ólafsdóttur Sel og selstöður í Grindavíkurhreppi sem birtist í afmælisrit Ólafs Hanssonar Söguslóðir árið 1979. Þar segir: „Til enn frekari áréttingar um mikilvægi þessara hlunninda [þ.e. selstöðu Grindvíkinga] má tilfæra bréf frá árinu 1844 frá sr. Geir Bachmann til biskups, þar sem hann kvartar yfir því, að allir nágrannar sínir noti selstöðuna á Selsvöllum án þess að greiða honum leigu fyrir, þótt hún sé sannanlega eign prestssetursins samkvæmt jarðabókinni 1760“. Telur hann, að bændurnir hafi komist upp á að nota selstöðuna, þegar fyrirrennarar hans í prestsembættinu hafi verið svo fénaðarfáir, að þeim hafi ekki þótt svara kostnaði og fyrirhöfn, að viðhalda selhúsum og hafa fólk yfir litlum fénaði og þess vegna leyft öðrum afnot af henni gegn leigu, sem síðan hafi fallið niður vegna hirðuleysis. Nú sé svo komið, að fyrir utan hann, sem hafi byrjað að nota selið 1837, þ. e. tveimur árum eftir að hann fékk brauðið, eigi sex búendur þar selhús og hafi þar allan sinn fénað og taki auk þess sumir fénað af öðrum til göngu og hirðingar. Telur hann, að sumarið áður hafi að minnsta kosti 500 fjár, ungt og gamalt, og 30 nautgripir auk inntökupenings gengið á völlunum og geti menn getið sér þess nærri, að þvílíkur urmull af kúm og kindum geri „ærið usla og jarðnag í beitilands þrengslum”. Vegna hagleysis verði að reka allan fénað, sem tíðum sé kominn í selhagana löngu fyrir fráfærur í 7. viku sumars, heim á miðjum selvinnutímanum, …

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Pétur Jónsson, prestur á Kálfatjörn, fjallar lítið um selstöður í lýsingu Njarðvíkur- og Kálfatjarnarsóknar árið 1840. Hann nefnir selstöðu frá Innri-Njarðvík, sem verið hafi við veginn frá Vogum að Grindavík, en síðar segir Pétur um Hvassahraun: „Hér hefir verið selstaða fyrrum eins og á öllum Strandarhrepps lögbýlum, en öll af lögð á seinni tímum; þau hafa öll eður flest vatnslaus verið og staðið hér um í miðri heiði, milli fjalls og fjöru“.
Árni Óla blaðamaður samdi bók sem fjallar um Vatnsleysuströnd og Voga, Strönd og Vogar, og kom út árið 1961. Árni víkur þar á tveimur stöðum að seljum á svæðinu en getur ekki heimilda nema hann vitnar í seinna skiptið til frásagnar Benjamíns Halldórssonar: „Um alla heiðina eru rústir af gömlum seljum, … Flekkuvíkursel lagðist ekki niður fyrr en um 1870, en þá höfðu öll hin selin verið lögð niður fyrir löngu“. …
Hér verða nú taldar seljarústirnar í Vogaheiði og Strandarheiði, og er aðallega stuðzt við frásögn Benjamíns Halldórssonar og lýsingar hans á staðháttum.
1. Selhólar heita skammt fyrir ofan. Voga. …
2. Nýjasel er við Snorrastaðatjarnir ofanverðar. …
3. Þórusel er skammt austur af Vogum. …

Arahnúkasel

Arahnúkasel.

4. Arahnúkssel er hjá Stóru-Aragjá … og er þangað röskur hálfrar stundar gangur frá Vogum. Í Arahnúksseli eru glöggar seltóftir og allstórt seltún þar umhverfis, … Túnið var seinast slegið 1917.
5. Gamla-Vogasel er austast í svonefndu Vogaholti. Þar eru greinilegar seltóftir og nokkuð stórt seltún…
6. Dalsel er í Fagradal við samnefnt fjall. Þar hafa sézt seltóftir til skamms tíma, en Fagridalur er nú uppblásinn fyrir löngu. Dalselið mun hafa verið notað frá Grindavík (Járngerðarstöðum). …
7. Gjásel er um 3/4 klukkustundargang frá Brunnastöðum. Þar eru glöggar seltóftir, en lítið seltún. …
8. Brunnastaðasel er austur af Gamla-Vogaseli. Mitt á milli þessara selja er Markhóll, sem skiptir löndum milli Voga og Brunnastaða. Þarna eru margar og allglöggar seltóftir og allstórt seltún, en ekkert vatn. Þangað mun vera um klukkustundar gangur frá Brunnastöðum. …

Hlöðunessel

Hlöðunessel.

9. Hlöðunessel er austur af Brunnastaðaseli. Þar eru litlar og ógreinilegar seltóftir og lítið seltún. …
10. Knarranessel er norðaustur af Hlöðunesseli, um stundar gang frá Knarrarnesi. … Þarna er stórt seltún og allmikið vatn í nokkuð stóru leirflagi. Í miklum þurrkum hefir vatn þetta þornað, og svo var fyrir 1920, en þá var grafin niður í leirflagið nokkuð djúp hola. Komu menn þar niður á mó, er reyndist góður eldiviður, en mósvæðið takmarkast á alla vegu af hraunklöppum og var mórinn því fljótt upp urinn. …
11. Auðnasel er austur af Knarrarnesseli. Þar eru margar greinilegar seltóftir og allstórt seltún. …
12. Kolgrafaholt heitir um hálfrar stundar gang frá Þórustöðum. … [Árni Óla segir engar seltóftir sjást þarna en virðist giska á að þarna sé selstaða Þórustaða, Fornuselshæðir, sem Jarðabók Árna og Páls nefnir].

Flekkavíkursel

Flekkavíkursel.

13. Flekkuvíkursel eru um 1/2 stundar gang frá Flekkuvík. Þar eru glöggar seltóftir, en ekki margar. Eru þær við berghamar hjá Hrafnagjá, … Í Flekkuvíkurseli er lítið seltún, en nokkrar grasi grónar flatir austur og vestur frá selinu, …
14. Rauðhólssel átti Stóra-Vatnsleysa. Það er við hraunjaðarinn, sem liggur frá Kúagerði, en vestur af Snókafelli, sem er úti í hrauninu. Í Rauðhólsseli eru glöggar seltóftir og allstórt seltún, …
15. Oddafell heitir milli Keilis og Trölladyngju. Þar átti Minni-Vatnsleysa selstöðu. …
16. Sogasel. Það er uppi í Vesturhálsi og í landi Stóru Vatnsleysu, en þar höfðu Kálfatjörn og Bakki selstöðu. Er þangað um 2 1/2 klukkustundar gangur frá Kálfatjörn. …

Sogasel

Sogasel.

17. Hvassahraunssel var vestast í Almenningum. …
Í áðurnefndri grein Guðrúnar Ólafsdóttur frá 1979 er gert ráð fyrir að selstöður, sem Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns nefnir og jarðir í Grindavíkurhreppi nýttu, hafi verið innan marka hreppsins. Miðar Guðrún við kort Landmælinga Íslands, blað 27, Reykjavík, útgefið 1977, og blað 29, Krýsuvík, gefið út 1969. Stangast það á við umsögn Geirs Bachmanns í sóknalýsingunni 1840-1841, sem segir Selsvelli í Strandamannalandi, og greinargerð Sesselju Guðmundsdóttur, sem oft hefur verið vitnað til hér að framan.
Guðrún telur hugsanlegt að ásókn Grindvíkinga í selstöðuna á Selsvöllum megi að einhverju leyti skýra með því að þeir höfðu ekki lengur haft innhlaup í selstöðurnar í Krýsuvíkurlandi eins og var á 18. öld. Þrjú nýbýli hafi risið í Krýsuvíkurlandi á 19. öld, öll í fyrri seljalöndum. Vigdísarvellir og Bali á Vigdísarvöllum og Fitjar í svonefndri Selöldu [sem er utan kröfusvæðis]. Telur hún ólíklegt að Krýsuvíkurbændur hafi leigt út selstöður eftir að þessi býli byggðust.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Guðrún Ólafsdóttir reynir að tímasetja hvenær selfarir í Grindavíkurhreppi hafi hætt og vitnar til bókar Gísla Brynjólfssonar, „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók” (útgefinni 1973) og Ferðabókar Þorvalds Thoroddsens (útgefinni 1913), en Þorvaldur kom að Hraunseli, Selsvöllum, Baðsvöllum og Vigdísarvöllum árið 1883. Samkvæmt því hefðu selfarir hætt milli 1850 og 1883. En í þjóðháttasöfnun árið 1976, hefði Magnús Hafliðason frá Hrauni (fæddur 1891) sagt foreldra sína haft í seli í Hraunseli og talið að því hefði verið hætt um 1890.
Svo virðist sem Grindvíkingar hafi enn haft í seli um 1870 ef dæma má af bréfum hreppstjóra Vatnsleysustrandarhrepps 15. og 21. janúar 1870, sem telur mann, sem sýslumaður segir búsettan á Vigdísarvöllum, heimilisfastan á Vatnsleysuströnd, þó að hann flytji sig og fé sitt um sumartímann á Vigdísarvelli, líkt og þegar Grindavíkurmenn hafi í seli á Selsvöllum.

Heimild:
Úrskurður Óbyggðanefndar 2004 – Grindavík og Vatnsleysuströnd.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – stekkur.

Tóarstígur

Að þessu sinni var Hrístóarstígurinn skoðaður. Áður hafði Tóarsstígurinn verið genginn.
„Austan og neðan við Gráhellu komum við á Tóasstíg. Tóarstíg eða Tóustíg en hann liggur upp í Hristoarstigur-2Tórnar eða Tóurnar eins og málvenja er núorðiðþ Stígurinn var eyðilagður að mestu þegar efni í Reykjanesbrautina var tekið en hluti hans sést þó vel enn þá rétt neðst þar sem hraunið er enn óraskað. Stígurinn kemur svo aftur í ljós fyrir ofan ruðningana.
Tórnar eru nokkrir óbrennishólmar sem ganga í gegnum mitt hraunið til suðsuðausturs. Gróursvæðin hafa líklega heitið Tór, samanber grastó (et.) eða grastór (ft.), en nafnið afbakast í tímans rás. Orðmyndin „Tóin“ verður notuð hér en ekki „Tóan“ en báðar myndirnar koma fyrir í heimildum.
Tórnar eru aðgreindar í Tó eitt, Tó tvö, Tó þrjú, Tó fjögur, Hrístó og Seltó en tvö síðustu nöfnin ná yfir efsta hluta Tónna sem er nokkuð víðáttumikil.
Í Tónnum er fallegur gróður, s.s. brönugrös, blágresi, birkikjarr, víðibrúskar og ýmsar lyngtegundir. Hristoarstigur-3Tó eitt var að mestu eyðilögð þegar Reykjanasbrautin var upphaflega byggð en þó sér hennar enn aðeins stað við norðurenda efnistökusvæðisins. Tó tvö er fallegust nú og í hana göngum við um djúpan og vel markaðan Tóastíg í austurátt þar sem efnistökuruðning-ingnum lýkur. Hlaðnir hraungarðar eru sitt hvorum megin við stíginn þar sem hann liggur niður í tóna og ganga þeir upp í hraunið til beggja átta. Hluti varnargarðsins fór undir ýtutönn við breikkun Reykjanesbrautar. Nú má áhugafólk um söguminjar þakka fyrir að hliðinu sjálfu varð bjargað með snarræði eins náttúrverndarsinnans sem var þarna á vappi þegar jarðýtustjórinn var við það að rústa minjunum – e.t.v. í ógáti.
Mjög líklega hefur töluvert lyng til eldileviðar verið rifið í Tónum og grjótgarðarnir þá verið notaðir til þess að veita „hríshestunum“ aðhald, einnig er mögulegt að þar hafi verið setið yfir fé þó svo að þar sjáist engin smalabyrgi. Í Tó tvö eru þrjú tófugreni.
Nyrst í Tó tvö eru lynglautir umkringdar háum hraunkanti og þar finnum við lítið mosagróið grjótbyrgi sem Vatnsleysubræður hlóðu sé til gamans upp úr 1940. Á byrginu sést glöggt hvað mosinn er fljótur að nema land. Um efsta hluta Tóar tvö liggur línuvegurinn.

Hristoarstigur-4

Tó þrjú er minni en Tó tvö og þar vex meira kjarr í hraunjöðrunum en í neðri tónum. Nyrst í þessari tó er jarðfall sem heitir Tóarker en þar var gott fjárskjól.
Uppi í hrauninu norðaustur af Tó þrjú sjáum við nokkuð háan ílangan og grasi vaxinn hraunhól sem heitir Snókhóll.
Efsta tóin ber í nokkrum heimildum tvö nöfn; neðri hlutinn heitir Hrísató en efri hlutinn Seltó. Í Hrísató er Hrísatóargreni. Líklega dregur tóin nafn af því að þangað hafi verið sóttur eldiviður.
Út úr Hrístó til suðvesturs liggur Hrísatóarstígur. Stígurinn liggur úr tónni og suðvestur yfir hraunið en það er erfitt að koma auga á hann þar þó svo að við upphaf hans sé varða. Það er hægara að finna stíginn af Afstapahraunsjaðrinum vestanverðan og ganga hann síðan til norðausturs.

Rauðhóllsel

Rauðhóllsel.

Þegar ekið er upp Höskuldarvallaveginn er á einum stað, nokkuð ofarlega en þó fyrir neðan Rauðhól, vik inn í hraunkantinn sem nær alveg að veginum og þar er upphaf Hrísatóarstígs mjög greinileg. Menn hafa getið sér til um að líklega hafi búpeningur úr Rauðhólsseli verið rekinn þarna um til beitar í Seltó og af því dragi tóin nafn sitt. Sú tilgáta er afara ólíkleg því langur og torfær vegur er úr selinu í tóna og lítið gagn af því að hafa í seli ef ekki voru hagar á stanum.
Trúlega hefur stígurinn frekar verið notaður af mönnum með hesta til þess að sækja eldivið í tórnar og þá e.t.v. eldivið til notkunar í Rauðhólsseli. ein gæti verið að menn af Ströndinni hafio komið upp Hristoarstigur-5Þórustaðastíg, farið út af honum norðan Keilis og yfir á Hrístóarstíg til eldiviðartöku í Tóunum. Annar stígur sem hér verður kallaður Seltóarstígur (trúlega eingöngu kindargata) liggur úr Seltó og yir Afstapahraunið austanvert en þar er hraunið mjóst og auðveldast yfirferðar ef ekki er farið með snjó.
Í Seltó er tilraunarborhola sem gerð var á uppbyggingartíma fiskeldir í Stóru-Vatnssleysu [1986] og að henni liggur vegruðningur. Vegurinn að borholunni gengur út úr Höskuldarvallavegi aðeins fyrir ofan Hrístóarstíg en fyrir neðan Rauðhól. Svo til beint austur af borholunni er upphaf Seltóarstígs til austurs úr tónni. Nálægt Seltó eru tvö Seltóargreni. Seltóarhraun er slétt og nokkuð víði vaxin hraunspilda sunnan Seltóar. [Í Seltó hefur verið komið fyrir jarðskjálftamælitækjum.]
Upp af Tónum förum við um fjölbreytilegt en á köflum illfær hraun allt að Snókafelli sem er lágt fell upp undir Sóleyjarkrika og Höskuldarvöllum.“
Ruðningurinn var genginn til baka úr Seltó yfir á Höskuldarvallaveg.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Sesselja Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, b.s 104-106.

Hrístóur

Stígur um Hrístóur í Afstapahrauni.

Hellisheiðarvegur

Gengið var frá Draugatjörn, framhjá Kolviðarhól, upp Hellisskarð, litið á Búastein, haldið eftir Gamla veginum um Hellisheiði og áfram áleiðis niður Kambana. Austarlega á Hellisheiði eru gatnamót Skógarvegar (Skógarmannagötu) er liggur til suðurs um Stóradal og Háaleiti áleiðis niður að Hjalla í Ölfusi.

Hellukofinn

Hellukofinn.

Hellisheiði er heiðin sunnan Henglafjalla. Hellisheiði er mjög eldbrunnin en víða er mosagróður og lyng á hrauninu. Er talið að yngsta hraunið hafi runnið við eldgos á 6 km langri gossprungu um árið 1000. Heiðin hefur öldum saman verið mjög fjölfarin. Hin forna leið var kölluð Gamli vegurinn, en hún lá á öðrum stað en nú er farið. Að austan lá hún upp Kamba, yfir Hurðarás og þaðan sjónhendingu á Hellisskarð fyrir ofan Kolviðarhól. Síðan lá leiðin niður af heiðinni um Hellisskarð, þaðan um Bolavelli vestur með Húsmúla, um norðanvert Svínahraun hjá Lyklafelli og var oft komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit.

Hellisheiði

Hellisheiði – gömul gata.

Leiðin liggur um klappir vestan til á heiðinni og er gatan þar víða mörkuð allt að 20 sm djúp í stálhart hraungrjótið. Þessi leið var öll vörðuð og standa margar vörðurnar vel enn í dag. Þekkt er Biskupsvarða sem stóð á klapparhól vestarlega á heiðinni. Vörðunnar er getið í heimild frá 1703 og mun hún hafa verið ævaforn og mikið mannvirki, krosshlaðin svo að hafa mætti skjól við hana í öllum áttum. Hún stóð fram á 19. öld. Nálægt 1830 var byggður sæluhúskofi á sömu klöppinni og var grjótið úr Biskupsvörðu notað í hann.
Kofinn stendur enn, nefndur Hellukofi enda eingöngu byggður úr hellum. Er fullri vegghæð er náð dregst hleðslan saman og myndar þakið en efst er stór hella sem lokar opinu. Kofinn tók 4-5 menn. Hellukofinn var friðaður 1. janúar 1990. Þórður Erlendsson bóndi á Tannastöðum, d: 1872, reisti Hellukofann en hann var víst „snillingur í öllum handtökum“. Gamli þjóðvegurinn sker núverandi þjóðveg en stór hluti af þessari gömlu leið er enn vörðuð. Enn má sjá djúp för í jörðinni, um hraunklappirnar nálægt kofanum, því að á sumum stöðum hefur umferðin markað allt að 20 sm djúp för.

Hellisheiðarvegur

Austurvegurinn 1900.

Á árunum 1879-1880 var lagður upphlaðinn vegur upp Kamba og vestur Hellisheiði, nálægt hinni fornu þjóðleið, en á árunum 1895-1896 var lagður vagnfær vegur yfir Hellisheiði, nokkru vestar en eldri leiðir, niður í Hveradali og vestur fyrir Reykjafell en ekki niður Hellisskarð.

Gangan hófst við réttina sunnan við Draugatjörn, sunnan Húsmúla. Önnur rétt er þar skammt suðaustar, fast við gamla þjóðveginn upp að Kolviðarhól. Áður en haldið var inn á gömlu þjóðleiðna, sem liggur að Hellisskarði, var komið við í sæluhústóft austan við tjörnina.

Hellisheiði

Gata um Hellisheiði.

Árið 1703 var hún talin nauðsynleg á vetrartímanum til innivistar. “Er og lofsvert, að þetta sælhús skuli ei niður fallið (1793)”. Hann var ætlaður þeim, sem ferðast þarna á vetrardegi, og kallaðist sæluhús. Margir hafa dáið í þessum kofa, því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda. Í örnefnalýsingu segir að í ekkert hús var að venda [á leiðinni yfir Hellisheiði] nema smákofa, er var í Svínahraunstöglum, sem ganga út á Norðurvellina. Kofi þessi var illa ræmdur fyrir draugagang, og mynduðust meðal manna hinar fáránlegustu sögur um kofa þennan.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsið.

Árið 1845 var nú kofinn í Svínahrauni fluttur upp á Kolviðarhól. Hafði nýtt sæluhús verið byggt á Kolviðarhóli 1844. Ýmsar sagnir eru um menn sem hafa tekist á við drauga í kofa þessum, t.d. um Grím á Nesjavöllum en hann var á ferð þar um 1820 og kljáðist við afturgöngur þriggja manna sem höfðu orðið þar úti nokkrum árum áður. Þar kemur fram að bálki hafi verið í suðurenda kofans.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1910.

Stuttur gangur er eftir gömlu götunni að Kolviðarhól. Áður var farið yfir læk úr Mógili í Húshólma og framhjá síðarnefndu réttinni, áfram eftir suðaustanverðum Bolavöllum og að hólnum. Bú var fyrst reist á Kolviðarhóli 1883. Um vorið settist þar að Jón bóndi frá Stærribæ í Grímsnesi. Byggði hann sér bæ framan í hólnum. Kolviðarhóll er 4-5 m hár, gróinn, melhóll við norðurenda á lágum rana eða ási sem gengur norður úr Reykjafelli, beint neðan (vestan) við Hellisskarð. Ekkert vatnsból er sýnilegt en hefur væntanlega verið í brunni.

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt.

Undirstöður síðustu húsanna á Kolviðarhóli sjást enn vel og hafa sumar verið steyptar en aðrar eru úr tilhöggnum sandsteini, sem víða má finna í Reykjafelli beint ofan við hólinn. Framan í nyrðri hluta hólsins (norðan við bæjarstæðið) hefur verið hlaðinn pallur úr hraungrýti og er hann mjög heillegur að sunnanverðu og að vestan en norðurhornið er hálfhrunið. Lítill heimagrafreitur er þarna með steyptum veggjum. Árið 1910 voru tvö hús á Hólnum, timburhús og steinhús, þar að auki næg búpeningshús. Einu útihúsaleifarnar sem nú sjást er steypuhrúgald austan í norðanverðum hólnum. Þjóðsaga segir að “almenn sögn segi, að í þessum hól sé heygður Kolfinnur, sem nefndur er í Kjalnesinga sögu.”

Hellisskarð

Gengið um Hellisskarð.

Haldið var upp Hellisskarð. Í frásögn árið 1703 segir að „upp í hnúknum fyrir norðan fyrrnefnt Hellisskarð er sá stóri steinn einstakur, er Búasteinn kallast, við hvörn stein varðist Búi Esjufóstri, sem saga hans til vísar.“ Um það bil í miðri heiðarbrekkunni til vinstri, nokkuð hundruð fet uppi er stór teningslaga steinn; Búasteinn. Er hann settur í samband við frásögn Kjalnesinga. Stór þverhníptur sandsteinsklettur og er aðeins gengt upp á hann að ofan (austan). Talsvert rof er í kringum steininn af vatnsflaumi en einnig af mannaferð.
Ofan við Hellisskarðið eru gatnamót. Til norðausturs liggur leið er gekk undir nafninu “milli hrauns og hlíða”, um Skarðsmýri og upp á gömlu þjóðleiðina til norðurs frá Hveragerði.

Þegar komið er upp á heiðina úr Hellisskarði, verður fyrir samfelld hraunbreiða, og er aðeins eitt einstigi yfir hana.

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt.

Hraunið er að mestu flatar og sléttar hellur, en grjót og melar hér og hvar. Svo mætti virðast, sem einstigi þetta væri höggvið af manna höndum í hraunstorkuna, því þar er svo beint og reglulegt. Víða mælist það allt að 1/2 feti, og má af því marka, hve geysigamall þessi vegur er og fjölfarinn. Rásin er misgreinileg. Samfellda kafla má rekja lengst um 50 metra en yfirleitt mun styttra en á milli liggur leiðin sumstaðar um djúpar rásir þar sem grjóti hefur verið rutt úr veginum en víðar gufar slóðin alveg upp á milli. Á nokkrum stöðum má greina að slóðin er tvö- eða jafnvel þreföld.

Hellisheiði

Hellisheiði – vörður.

Austur frá Reykjafelli (Stóru-Reykjafell) eru Hellurnar, eru þær sléttar klappir, liggja yfir þær djúpar götur eftir hestafætur. Sanna göturnar að yfir þessar sléttu klappir hefur umferð verið allt frá fyrstu byggð hér á landi.“ segir í örnefnalýsingu. Allt frá því að komið er upp úr Hellisskarði er hálfbert helluhraun austur að miðri heiðinni eða þangað til að fer að halla austur í Ölfus. Fleiri vörður eru og við veginn til leiðarvísis. Á Hellisheiði eru yfir 100 vörður. Vegir hafa legið yfir Hellisheiði frá ómunatíð. Gata lá upp Kamba, yfir Hurðará og í stefnu á Gíga ofan við Hellisskarð. Í klöppum á þeirri leið eru víða djúpar götur, gengnar á liðnum öldum.

Eiríksbrú

Eiríksbrú á Hellsiheiði.

Síðar var lagður upphlaðinn vegur, kenndur við Eirík í Grjóta, sömu leið.”Það mun hafa verið nálægt 1880-1881, að Eiríkur Ásmundsson í Grjóta lagði steinilagðan veg um Kamba, yfir allar hæðir og lautir, svo að hann yrði þráðbeinn. Vegna brattans víðast hvar og þess, að ekkert var borið ofan í veg þennan, var hann sjaldan eða aldrei farinn.
Framhald vegar Eiríks í Grjóta um Svínahraun, lagður 1877-78, lá upp um Hellisskarð fyrir ofan Kolviðarhól. Þar er enn efst í skarðinu lítt hrunin hleðslan í vegköntunum. Vegirnir voru lagðir á þann hátt, að þeir útilokuðu þann möguleika að menn hæfu vagnferðir eftir þeim. Til þess var brattinn í Hellisskarði og Kömbunum of mikill og einnig vantaði akfæran veg frá Reykjavík upp að Svínahrauni. Við þetta ástand sat að mestu fram yfir 1890.

Búasteinn

Búasteinn neðan Hellisskarðs.

Á herforingjaráðskorti frá 1909 liggur norðurendi Lágaskarðsleiðar útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns. Um grasi grónar hlíðar og slétt helluhraun, mosagróið, mjög greiðfær leið. Vegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna, en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur. Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936.

Grafningur

Ölfusvatnslaugar.

Margrét útilegumaður hafðist við í Nesjalaugum eða Ölfusvatnslaugum, en síðan í ýmsum stöðum nálægt þjóðveginum á Hellisheiði og stal þar af ferðamönnum. Um þá lýsingu má lesa annars staðar á vefsíðunni.

Lákastígur

Varða við Lákastíg.

Þegar gengin hafði verið 2/3 af leiðinni um Gamla veg var komið að gatnamótum Skógarvegar. Í örnefnaslýsingu segir að “á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hvorir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða. Sanddalir eru neðan og suðaustan við Lágaskarð og mætti ætla að um sömu leið væri að ræða, en hér mun sennilega verið átt við leið „frá Hjallahverfi um Kálfabergsstíg, Káfadali, Hálsa, Vegarbrekkur, Lakadal, Stóradal, á þjóðveg í Hveradölum.” Skógarvegur liggur hins vegar til suðurs af Hellisheiðavegi og niður að Hjalla um Stóradal og Háaleiti suðaustan undir Skálafelli (verður genginn síðar).

Skógargata

Skógargatan.

Í örnefnalýsingu 1703 segir að “upp á Hverahlíð er Skálafell, með vatnsstæði. Á þessu felli var skáli Ingólfs Arnarssonar, fyrsta landnámamanns, hvar af þetta fell hefur sitt nafn dregið, sem Landnáma á víkur. Skógarmannavegurinn austan Skálafells er frá þeim tíma, er Hjallamenn sóttu skógarnytjar í Nesjaskóg í Grafningi. Einnig nefnd Suðurferðagata, milli Háaleita, við Hlíðarhorn, – á þjóðveginn á Hellisheiði vestan við Loftið (40 km steininn).” Nefndur steinn er við Skógarveginn, eða Skógarmannaveginn, skammt sunnan núverandi þjóðvegar.

Frá þessum gömu gatnamótum sést vel niður að Kömbum sem og yfir Ölfusið allt – í góðu skyggni.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-Bæjarbókasafn Ölfuss.

Reykjafellsrétt

Reykjafellsrétt í Dauðadal.

Gunnuhver

Saltfisksetur Íslands í Grindavík var stofnað haustið 2002 og hefur á þeim stutta tíma náð að marka sér stöðu sem einn af helstu ferðamannastöðum Reykjaness.
SaltfisksetriðMikill vaxtarbroddur er í ferðamennsku á svæðinu að sögn Óskars Sævarssonar. Hann er og hefur verið forstöðumaður Saltfisksetursins, (síblundandi sjómaður frá fyrri tíð), göngugarpur, leitarmaður fjár að hausti, félagi í björgunarsveitinni Þorbirni, stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Suðurnesja og nefndarmaður í Menningarráði Suðurnesja, áhugamaður um menningu og minjar á Reykjanesskaganum, frumköðull að örnefnaskiltagerð í Grindavík, jeppafræðingur og samhæfingarsinni um áhrifaríkt samspil náttúru og sögu. Óskar telur að ferðaþjónustumöguleikarnir á Suðurnesjum séu nær óþrjótandi.
„Það hefur verið nokkur aukning hjá okkur undanfarið og sem dæmi var síðastliðinn febrúar okkar besti febrúarmánuður frá upphafi,“ segir Óskar, en á síðasta ári sóttu 12.000 gestir setrið heim. [Eru þá ótaldir hinir fjölmörgu er leið áttu um svæðið, gjörsneiddir meðvitund um hvað það kynni að geta boðið því upp á að öðru leyti).
Óskar í Saltfisksetrinu[Athyglinni var hins vegar að þessu sinni (árið 2006) aðallega beint að vinnustað Óskar; Saltfisksetrinu]. Fjölbreytt starfsemi er í Saltfisksetrinu, en fyrir utan sýninguna „Saltfiskur í sögu þjóðar“, sem hefur verið uppi frá upphafi er í setrinu glæsilegur listsýningasalur þar sem nokkrir frægustu listamenn þjóðarinnar hafa sýnt verk sín. Vinsældirnar hafa heldur ekki látið á sér standa og sækja nú um 400 manns hverja sýningu að jafnaði. Óskar segir sýningarsalinn í mikilli sókn sem slíkan, en hann er nú fullbókaður fram á næsta ár.Þar hafa, auk sýninganna, verið haldnir fyrirlestar og kynningar ýmiss konar, t.a.m. sérstök sagnakvöld um minjar og menningu svæðisins.
„Mesta traffíkin hjá okkur þessa dagana er í hópferðunum, en þá koma til okkar fólk frá vinnustöðum eða félögum. Ferðin hefst gjarna í hellaferð í nágrenninu, fólkið kemur svo hingað í Saltfisksetrið þar sem er boðið upp á rauðvín og saltfiskbollur eftir sérstakri uppskrift,“ segir Óskar, en eftir þá dagskrá er farið á veitingastað í Grindavík til að snæða og eftir það á pöbbarölt.
Áætlanir eru þó uppi um að í nánustu framtíð verði í Saltfisksetrinu Í Saltfisksetrinuallsherjarferðamannamiðstöð. Lykillinn að því er í fyrsta lagi að bæta aðstöðu í setrinu, en strax næsta sumar er gert ráð fyrir að opna kaffiteríu sem hefur bráðvantað til að geta annað eftirspurn. „Svo erum við líka að byrja með aðra nýjung en það er svokölluð hljóðleiðsögn. Þá fá erlendir ferðamenn geislaspilara með heyrnartólum með sér sem leiðir þá um sögusýninguna og segir frá því sem fyrir augu ber á tungumáli áhorfandans. Þetta fyrirkomulag hefur þegar gefið mjög góða raun.“
Sá ferðamannahópur sem hefur vaxið hvað örast á síðustu árum er farþegar skemmtiferðaskipa, en Óskar hefur lagt mikla áherslu á að fá slíka viðskiptavini á Reykjanesskagann. „Það skiptir öllu máli að markaðssetja svæðið rétt og bjóða upp á eitthvað einstakt. Við höfum til dæmis verið að vinna í því að koma á fót jeppaferðum um Reykjanesið, en það verður að sjálfsögðu skipulagt með umhverfisvernd í huga,“ segir Óskar og er full alvara þar sem hann metur hið ósnortna svæði Reykjaness mikils.
Óskar á göngu á ReykjanesskaganumÓskar hefur gengið um nesið þvert og endilangt frá því hann var drengur og þekkir þar til Oskar en flestir. Hann var einmitt í göngu fyrir skemmstu ásamt ferðahópnum FERLIR þegar hann rak skyndilega augun í áður óþekktar mannvistaleyfar sem stendur til að rannsaka og aldursgreina. Um var að ræða hlaðin hús í Eldvörpum, mjög líkum þeim er uppgötvaðar voru í Sundvörðuhrauni á 19. öld – og þóttu einstaklegur fundur á þeim tíma.
Óskari er heitt í hamsi þegar talið berst að umgengni fólks á Reykjanesi, sem hann segir að mætti bæta verulega. „Það eru ótrúlega margir útlendingar sem hafa farið um svæðið sem minnast á slíkt. Það er varla eitt skilti sem ekki er útskotið svo að maður minnist ekki á gróðurskemmdirnar. Jeppaslóðirnar og förin eftir torfæruhjólin eru skelfileg. Það má ekki skilja sem svo að ég vilji láta banna hjólin og jeppana með öllu, en við verðum að vinna saman að því að finna öllum stað. Það gengur ekki að bjóða fólki að skoða náttúru sem er búið að fara svona með.“
Uppgötvun Óskars - týnt byrgi í EldvörpumMöguleikar Reykjaness í ferðamannaiðnaðinum eru nær óþrjótandi og með bættum samgöngum telur Óskar að svæðið eigi enn eftir að eflast. „Tilkoma Kynnisferða hér á svæðinu hefur stóraukið tíðni rútuferða frá Reykjavík. Það er að vísu óvíst með framhaldið á því þar sem fyrirtækið er til sölu, en við erum bjartsýn.“
Þá hafa Ferðamálasamtökin staðið fyrir miklu átaki í að merkja gönguleiðir á svæðinu og er nú búið að stika 5 af u.þ.b. 20 leiðum leiðum. Auk þess er búið að setja upp eitt af 6 stórum gönguleiðaskiltum við Sólarvéið í Grindavík.
Vonir Óskars og fleiri ferðaþjónustaðila á svæðinu standa til þess að fá nánara samstarf við Bláa lónið, fjölsóttasta og best kynnta ferðamannastað landsins. „Það væri mikil lyftistöng fyrir Grindavík sem ferðamannastað að ferðamenn gætu farið í Bláa lónið og tekið þaðan rútu að Grindavík. Þaðan væri svo farið í hellaferðir, gönguferðir, ferðir með leiðsögumönnum eða eitthvað slíkt. Þá gæti Saltfisksetrið verið miðpunkturinn hér í Grindavík.“
Framtíðin er björt í ferðaþjónustunni á Reykjanesi segir Óskar að lokum. Með réttri og markvissri stjórn Ferðamálasamtakanna og ekki síst nánu samstarfi helstu aðila á svæðinu hefur kynningarstarf skilað miklu – og gæti enn bætt um betur.
„Það segir sig sjálft að einn stór bás frá Reykjanesi á Vest-Norden ferðakaupstefnunni hefur meiri áhrif en ef við værum hver í sínu horni. Það eru enn mikil sóknarfæri hjá okkur og má þar minnast á ferðir tengdar upplifun af ýmsu tagi líkt og jeppaferðir. Þar erum við að tala um allt öðruvísi kúnnahóp en hefur vanið komur sínar hingað til lands. Sem dæmi um möguleikana má nefna að franskur milljarðamæringur hefur leigt helli í nágrenni Grindavíkur til að halda upp á stórafmæli sitt.“
Grindavík býður upp á óteljandi möguleikaÁ árinu verður enn bætt um betur í aðgengi um svæðið þegar Ósabotnavegur verður lagður milli Hafna og Stafness og þá verður kominn hringvegur um alla ferðamannastaði á nesinu. Einnig verður nýr áfangi endurnýjuðum Suðurstrandavegi frá Hrauni til Ísólfsskála tilbúinn í júni og Nesvegur frá Stað í Grindavík að orkuveri Reykjanesvirkjunar mun verða malbikaður  [ef alþingismenn standa við orð sín]. „Grundvöllur þessara tækifæra er að stækka Reykjanesfólkvang og koma á  samvinnu allra aðila í því sambandi. Við vonumst til að fá Hitaveitu  Suðurnesja með okkur í það verkefni auk Landgræðslunnar sem þegar er  byrjuð að vinna gott starf eftir að beitarhólf var girt við Krýsuvík.“
Það má með sanni segja að framtíðin sé björt í ferðamannaiðnaðinum  á Reykjanesi þar sem þegar er rekin ein öflugasta ferðaþjónusta landsins. Nú er einmitt rétti tíminn því mikið liggur á að efla slíka  starfsemi undir núverandi kringumstæðum. Hver veit nema þjónusta við ferðamenn verði hin nýja kjölfesta í atvinnulífinu suður með sjó er fram líða stundir.

Heimild:
-reykjanes.is

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur er í Seljadal. Í rauninni er nafnið tengt bænum og jörðinni Þormóðsdal, vestast í Seljadal, norðan Búrfells. Seljadalsáin rennur þar á millum. Samkvæmt aldagamalli sögn er landnámsmaðurinn Þormóður, sem Þormóðsdalur er kenndur við, heygður í Þormóðsleiði. Í landi Dalsins eru nokkrar minjar, sem telja verður áhugaverðar.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – fjárborg.

Óljóst er hvar hinn forni bær stóð nákvæmlega, en þegar verið var að grafa fyrir viðbyggingu austan við nýjasta íbúðarhúsið fyrir nokkrum árum komu í ljós allnokkrar hleðslur og aðrar mannvistarleifar. Tóftir útihúsa eru þarna skammt frá sem og uppi á hól eða hæðarbrún ofan við núverandi íbúðarhús. Ljóst er að bæði land og landkostir hafa breyst þarna umtalsvert á liðnum öldum. Stór gróin svæði hafa orðið gróðureyðingu að bráð og sumsstaðar, þar sem fyrrum voru grónar þústir, eru nú berir melhólar.
Vangaveltur hafa verið um hver hafi verið umræddur Þormóður. Hann hefur að öllum líkindum verið tengdur landeigandanum á einn eða annan hátt. Þess má geta að Þormóður hét sonur Þorkels mána. Þorkell var sonur Þorsteins, sonar Ingólfs Arnarssonar og Hallgerðar Fróðadóttur frá Reykjavík, þeirra er fyrst norrænna manna eru sögð hafa staðfest varanlega búsetu hér á landi (um 874). Þau hjónin bjuggu um tíma búi sínu ofan við tjarnarbakkann, þar sem hús Happdrættis Háskóla Íslands og Herkastalinn eru nú gegnt núverandi ráðhúsi Reykjavíkur. Leifar þeirrar búsetu eru nú horfnar, líkt og svo margt annað. Enn er þó ekki útilokað að takist að endurheimta hluta þeirra við uppgröft á Alþingisreitnum við Tjarnargötu – og rúmlega það.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – fjárhús.

Í Sturlubók segir m.a. um þetta: „Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum.
Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla; þeirra son var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður alþingi var sett.
Son Þorsteins var Þorkell máni lögsögumaður, er einn heiðinna manna hefir best verið siðaður, að því er menn viti dæmi til. Hann lét sig bera í sólargeisla í banasótt sinni og fól sig á hendi þeim guði, er sólina hafði skapað; hafði hann og lifað svo hreinliga sem þeir kristnir menn, er best eru siðaðir. Son hans var Þormóður, er þá var allsherjargoði, er kristni kom á Ísland. Hans son var Hamall, faðir Más og Þormóðar og Torfa.“
Ekki síst þessa vegna hefði verið áhugavert að reyna að staðsetja þann stað er þessi náintengdi landnámsmaður hefur verið talinn hvíla æ síðan.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – fjárhús.

Þótt nafn Þormóðsdals hafi fyrrum tengst gulum geisla hefur nafnið í nútíma einkum tengst samlitum málmi. Og enn er hafin leit að gulli í Þormóðsdal.
„Forsaga þessarar leitar hófst fyrir tæpum 20 árum síðan þegar ÍSOR, sem þá var hluti Orkustofnunar, hóf skipulega leit að gulli. Ástæða gullleitarinnar voru niðurstöður rannsókna um að gull félli út við sérstakar aðstæður í jarðhitakerfum, og ekkert sem mælti því í mót að slíkt ætti einnig við hér. Fyrsti áfangi leitarinnar tók um þrjú ár, og var farið víða um land. Snemma kom í ljós að Þormóðsdalur, rétt austan Hafravatns, bar af öðrum stöðum hvað varðar magn gulls í bergi. Árið 1997 fór gullleit aftur af stað, og var stofnað fyrirtækið Melmi og fengust fjárfestar í gegnum verðbréfamarkaðinn í Kanada. Leit var haldið áfram og meðal annars voru gerðar viðamiklar yfirborðsrannsóknir í Þormóðsdal og boraðar 9 rannsóknarholur til að kanna útbreiðslu gullríka kvarsgangsins. Þegar rannsókn lauk kom annað hlé, enda áhuginn minni, að hluta til vegna afar lágs gullverðs.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – varða.

Nú er gullverð enn á ný komið í sögulegt hámark, og hefur ekki verið hærra síðan 1984, og hefur áhugi leitaraðila aukist mikið. Hafa tekist samningar við félag í Bretlandi um að fjármagna enn frekari gullleit í samstarfi við fyrirtækið Melmi. Verður áhersla fyrst lögð á að kortleggja mun betur með borunum kvarsganginn áðurnefnda, og meta rúmmál hans og hæfni til námuvinnslu. Enn fremur eru uppi áform um að hefja enn frekari leit að gulli á svæðum á Vestur-, Norður- og Suðurlandi.“

Þormóðsdalur tilheyrir nú Mosfellsbæ. Í landi bæjarins má víða finna fornminjar og af þeim hafa fjórar verið friðlýstar af Þjóðminjasafni Íslands. Þær eru rústirnar á Blikastaðanesi, Sámsstaðarústir í Hrafnhólum, leifar tveggja fjárborga skammt fyrir ofan Gljúfrastein og Hafravatnsrétt við austurenda Hafravatns. Auk þessara merku friðlýstu minja má nefna hólana tvo eða fornmannaleiðin: Hraðaleiði á landamærum Hraðastaða og Mosfells og Þormóðsleiði í Seljadal. Samkvæmt aldagamalli sögn er Hraði, þræll sem fékk frelsi til forna og byggði Hraðastaði, heygður í Hraðaleiði og, eins og fyrr er lýst, er Þormóður heygður í Þormóðsleiði.

Guðmundur Einarsson

Guðmundur Einarsson.

Ef skoðuð er örnefnalýsing Tryggva Einarssonar í Miðdal um Þormóðsdal kennir ýmissa grasa. Tryggvi var gagnkunnugur í Þormóðsdal, sem er næsta jörð norðan Miðdals. Tryggvi var fæddur í Miðdal árið 1901 og hafði átt þar heima alla sína tíð. Hann skráði lýsinguna veturinn 1976-77.
„Að vestan ræður Hafravatn mörkum, að sunnan Seljadalsá og árförin inn í Leirdal. Lýsi ég örnefnum frá vesturmörkum.
Hafravatnseyrar eru að mestu uppgrónar (nú ræktað tún), markast af Seljadalsá að vestan og Hafravatni að norðan. Fyrir sunnan Hafravatnseyrar er hólaþyrping að Seljadalsá, er Vesturhólar heita. Austur af Vesturhólum, upp með Seljadalsá, eru stakir hólar, sem Sandhólar heita. Norðan við Sandhóla er mýri, sem Reiðingsmýri heitir, var þar nothæf reiðingsrista, en heytorf gott. Voru til menn, sem ristu allt að 300 torfur á dag. Norður af Reiðingsmýri er Grafarmýri; var þar mótak, frekar lélegt. Upp með Seljadalsá að Þormóðsdal eru melar, er Þormóðsdalsmelar heita. Vestur af Þormóðsdalsmelum eru grastorfur, er Torfur heita.

Mosfellsbær

Kambsrétt.

Við Hafravatn er Hafravatnsrétt. Sunnan við réttina er fallegur klettahóll, sem Stekkjarhóll heitir. Skammt austan við Stekkjarhól er Stekkjarás.
Vestan undir Stekkjarás er stekkur ásamt beitarhúsum frá Þormóðsdal. Norðaustur af Hafravatnsrétt er Stekkjargil.“
Þegar svæðið milli Stekkjargils og Seljadalsáar er skoðað má sjá móta fyrir víðfeðmri fjárborg, dómhring eða öðru hringlaga mannvirki á vind- og vatnssorfnum melhól, nokkru suðvestan við bæjartóftirnar. Markað hefur verið fyrir mannvirkinu með grjóthring, sem sést enn. Mannvirkið hefur verið gert úr torfi, en er nú löngu horfið af hólnum, enda gróðureyðingin þarna mikil. Eftir stendur grjóthringurinn mótunarumlegi.

Nærsel„Í túninu í Þormóðsdal, skammt sunnan við bæinn, er talið, að Þormóður, sem bærinn dregur nafn sitt af, sé grafinn. Er þar en[n] að sjá upphlaðið leiði. Hefur því verið haldið við, svo lengi sem ég man eftir. Eru ámæli á leiði þessu, að sé það slegið, eiga að farast 3 stórgripir. Leiðið var slegið með vilja og vitund einu sinni í minni tíð. Fórust þá á árinu 3 stórgripir á hryllilegan hátt.“
Þrátt fyrir leit að leiðinu fannst það ekki svo öruggt mætti teljast. Bæði hefur svæðinu sunnan við bæinn verið raskað með vegagerð og athafnasvæði, auk tún- og trjáræktar. Mun gamall maður, Steingrímur, fyrrum ábúandi og hagvanur þarna á svæðinu, eitt sinn hafa skimað eftir leinu, en þá talið að það hefði farið undir nýja veginn. Gamli vegurinn sést þarna enn að hluta (lá fast niður við íbúðarhúsið), en þegar malbikaði vegurinn var lagður fyrir nokkrum árum (upp í malargryfjurnar undir Stórhól ofar í dalnum) er talið að hann hafi verið lagður yfir Þormóðsleiði, líkt og gert var við Járngerðarleiðið í Grindavík á sínum tíma. A.m.k. eru engin (eða nær því engin) ummerki eftir það sjáanleg nú – og er það skaði. Þar með er a.m.k. ein minjaperla Mosfellsbúa, sem fyrr er getið, horfin vegna gátleysis.
Á brún austan við Þormóðsdal eru leifar lítillar tóftar. Þegar nýi vegurinn var lagður hefur verið krukkað utan í syðsta hluta hennar. Tóftin er þrískipt; tvö rými og gerði vestast. Fróðlegt væri að komast að því hvað þessi tóft hefur haft að geyma, en a.m.k. austasti hluti hennar er nokkuð heillegur að sjá.
„Í túninu norðan við Þormóðsdalsbæinn er stór hóll, er Gapi heitir [á honum eru tóftir]; vestan undir Gapa er Gapamýri.
Norður af Þormóðsdalsbænum er fell, sem Þverfell heitir að gildragi nokkru austar. Þá tekur við Þormóðsdalsfjall. [Sukkar eru ofar og austar}. Úr Sukkum kemur lækur, er rennur í Seljadalsá, þar sem heitir Árnes. Heitir sá lækur Árneslækur. Bugða í Seljadalsá myndar Árnes. Árnes er allstórt, þurrlent og grasgefið. Voru þar aðalútengjaslægjur Þormóðsdals. Árnes er nú ræktað tún. Upp með Árneslæk að vestan var sauðahús Þormóðsdals. Sést þar vel fyrir tóftum.“

Nessel

Nessel.

Sauðahús þetta er mjög stórt. Vel sést enn móta fyrir útlínum þess. Aftan (norðan) við það er hlaða eða heygarður. Sunnan við húsið mótar fyrir gerði. Skammt norðaustan við tóftina er næstum jarðlæg fjárborg eða fyrrum hús á lágum grónum hól. Mannvirki þetta hefur allt verið úr torfi, líkt og mannvirkið er áður var lýst á melhólnum suðvestan við bæinn. Enn má þó sjá móta fyrir stærð þess og lögun. Það hefur eflaust tengst sauðahúsinu, en virðist þó eldra af ummerkjum að dæma. Kannski sauðahúsið hafi orðið til þarna vegna borgarinnar.

Ofar er varða á klapparholti. Norðan hennar sést móta fyrir tóft í valllendi. Hún er að mestu jarðlæg og erfitt er að áætla notkunargildi hennar.
„Frá Árnesi upp með Seljadalsá að norðan, er alllöng valllendismóaspilda; þar mótar fyrir seltóftum. Var það nefnt Nærsel. Nokkru innar með ánni er hóll við ána, sem Hesthóll heitir.“
Hér er um að ræða tóftir, sem FERLIR fann nýlega eftir loftmynd. Við skoðun komu í ljós tvo mannvirki, er benda til þess að hafi verið sel. Ef ekki hefði komið til uppbit hrossa á þessu svæði hefðu tóftirnar að öllum líkindum horfið í landslagið, eins og þær hafa gert um langan aldur.
Kambsrétt„Skammt fyrir norðan Hesthól er brattur hóll, sem Kambhóll heitir. Sunnan undir Kambhól er fjárrétt, er Kambsrétt heitir. Var hún notuð sem vorrétt. Við Kambsrétt er fallega gerður vegarspotti, sem var gerður fyrir konungskomuna 1874. Skammt fyrir austan Kambsrétt er árspræna, sem rennur niður í Seljadalsá í Seljadal; heitir hún Nesselsá. Upptök Nesselsár eru í sérkennilega fallegum krika undir suðvesturhorni Grímannsfells. Heitir sá kriki Nessel, talið sel frá Gufunesi; sést þar fyrir seltóftum.“ Hér er Nessel talið hafa verið frá Gufunesi, en í örnefnalýsingu Ness er það talið hafa verið frá Nesi á Seltjarnarnesi. Reyndar er einungis sagt að Nes hafi haft selstöðu í Seljadal, en telja má líklegt að enn eigi eftir að finnast tóftir selja í dalnum – við nánari leit. (Enn á eftir að gaumgæfa suður- og austurhluta dalsins). Þá er ekki vitað með vissu hvaða bæ Nærsel hafi tilheyrt, en það er jú í Seljadal.
Vekjandi athygli á ógætilegri vegagerð í nálægð má vel sjá á veginum í gegnum Kambsréttina miðja hversu lítið hugsunarháttur vegagerðarhönnuða hefur lítið breyst í langan tíma, eða allt frá tímum fyrstu vegargerðar hér á landi allt að því til dagsins í dag. Á allra síðustu árum virðist þó vera farið að rofa svolítið til í þessum efnum – til hins betra.

Seljadalur

Vegur um Seljadal.

FERLIR skoðaði nýlega Kambsréttina sem og Nesselið, auk tófta tveggja annarra selja í Seldalnum.
Að lokum segir í örnefnalýsingu Tryggva að „suðvestur af Nesseli er hár hóll með klettaborgum að ofan, sem Hulduhóll heitir. Norðan við Nessel er hár melhryggur, sem Torfadalshryggur heitir. Norðaustur af Nesseli, uppi í Grímannsfelli, er áberandi urð, er Skollaurð heitir; þar er tófugreni. Nálægt miðju Grímannsfelli að sunnan er Illagil. Nær það hátt upp í fellið og er með öllu ófært yfirferðar; er tófugreni skammt frá efri enda gilsins.“
Sem fyrr segir verður eitt af verkefnum FERLIRs að skoða sunnanverðan Seljadalinn m.t.t. hugsanlegra tófta þar. Fjallað er og um gullvinnslu í Þormóðsdal HÉR.

Heimildir m.a.:
-isor.is
-mosfellsbaer.is
-Sturlubók.
-Örnefnalýsing fyrir Þormóðsdal.

Járnbrautarteina

Ferlir
FERLIR-1: Helgafell – Gvendarsel – Valaból – Músarhellir – 100 metra hellir – 90 m hellir – Rauðshellir (Pólverjahellir) – Kershellir – Fithellir – Setbergssel – Hamarskotssel – Gráhelluhraun – Gráhella – Lækjarbotnar.
FERLIR-2: Þorbjörn – Þjófagjá – Lágafell – Illahraun – Svartsengi.
FERLIR-3: Oddafell – Þráinsskjaldarhraun – Keilir.
FERLIR-4: Búrfellsgjá – Gjáarrétt – Vífilstaðasel – (skotbyrgi) – Gunnhildarvarða (Grímsvarða) – Svarthamrar – Hjallar –Vatnsendasel – Selgjá – fjárhellar (Þorsteinshellar – Efri-hellar) – fjárborg – sauðahellir (Heiðmerkurmegin) – Seljahlíð – Þverhlíð -Lækjarbotnar.
FERLIR-5: Grindarskörð – Kerlingarskarð – Hallahellar – Sæluhús – Drykkjarsteinn – Þrívörður – Kistufell – Brennisteinsfjöll – Draugahlíðar – Kóngsfell.
FERLIR-6: Lambafellsklofi – Trölladyngja – Grænadyngja – Söðull – Sogasel.
FERLIR-7: Höskuldarvellir – Oddafell – Höskuldarvallahraun – Keilir.
FERLIR-8: Sveifluháls frá Vatnsskarði – Arnarvatn – Bæjarfell. Jarðskjálftar á 7.1 á Richter og 5.0 á Richter í fögru fjallalandslagi.
FERLIR-9: Straumur – Jónsbúð – Jónsbúðarbrunnur – Óttarstaðir – Óttarstaðabrunnar – Lónakot – vatnsból – Almenningur – Kúarétt.FERLIR-10: Sveifluháls (eftir skjálftann) – Arnarvatn – Hetta – Folaldadalir – Norðlingaháls.
FERLIR-11: Selatangar – byrgi – refagildra – tóttir – Katlahraun –fjárhellir.
FERLIR-012: Hópsnes – Þórkötlustaðanes – Klöpp – Sloki – fiskigarðar
FERLIR-13: Selvogsgatan frá Bláfjallavegi, um Grindarskörð
(Kerlingaskarð) að Selvogi.
FERLIR-14: Lambafellsklofi – Trölladyngja – Sogin – Sogasel –
Höskuldarvellir.
FERLIR-15: Ratleikur í Hafnarfjarðarhrauni – Kaldársel –
fjárborg – stekkur – hálfgert fjárhús v/Fremstahöfða – Stórhöfði –Hamranes – Grísanes – Ásfjall – skotbyrgi – varða – Dagmálavarða.
FERLIR-16: Fjárborg Þorbjarnarstaðarbarna – Fornasel (1500-1600 (BFE)) – Gjásel – Almenningur – Efri-hellrar – Vorréttin.
FERLIR-17: Frá Straumi að Straumseli – Óttarstaðarsel – Lónakotssel – Alfararleið – Gvendarbrunnur – fjárhellir.
FERLIR-18: Bláfjöll – Kerlingahnjúkur (613 m hátt) – Reykjavegur – Kóngsfell – Þrívörður – drykkjarsteinn – Grindarskörð – hús – „Hallahellar“.
FERLIR-19: Eldvörp – Sundvörðuhraun – byrgi – minjar frá tímum Tyrkjaránsins (1627) – fjárhellir norðan vegar –Húsatóftir – Byrgishólar – fiskibyrgi.FERLIR-20: Geitahlíð – Kálfadalir – Gullbringa – Hvammahraun – hellir – Vatnshlíð – Fagridalur.
FERLIR-21: Hrútagjá – Hrútagjárhraun – Fjallið eina –eldgýgaröð – hellar – fjárhellar – fjárborg.
FERLIR-22: Krýsuvíkurbjarg – Selalda – Strákar – Lækur – Fitjar – Húshólmi.
FERLIR-23: Hrútadalir – Slaga – Drykkjarsteinn – Langihryggur – Kistufell – Merardalir – Fagradalsfjall – Langhóll – gýgur – Dalsel -Görn.
FERLIR-24: Illahraun – Arnarsetur – Skógfellshraun – Dalshraun – Eldborgir.
FERLIR-25: Prestastígur frá Höfnum í Grindavík – Eldvörp.
FERLIR-26: Eyra – Þríhnjúkar – hellir – Víti – Þjófakrikar.
FERLIR-27: Dauðadalir – Strompar – Stromphellar (Langihellir).
FERLIR-28: Staðarborg í Vogum – Þórustaðarborg – Þórustaðastígur.
FERLIR-29: Grænavatn – Austurengjahver (Stóri-hver) – Vegghamrar – Eldborg – Krýsuvíkurbjarg – Eyri – Selalda – Strákar – Arnarfell – Bæjarfell – Krýsuvík – Augun.

FERLIR-30: Grásteinn – álfar
FERLIR-31: Selvogsgata – Kristjánsdalahorn – Gullkistuvatn – Litla-Kóngsfell – Stóri-Bolli – Grindarskörð (Kerlingaskarð).
FERLIR-32: Þorbjarnarstaðafjárborgin – Fornasel – Gjásel – Straumssel – Óttastaðasel – fjárhellar – Lónakotssel –
Óttastaðafjárborgin – Gvendarbrunnur – fjárhellir – Þorbjarnarstaðir.
FERLIR-33: Kaldársel – Helgafell – Valahnjúkar – Músarhellir –
Hundraðmetrahellir – Rauðshellir (Pólverjahellir) – Lambagjá.
FERLIR-34: Hraunin austan Núpshlíðarháls – Mávahlíðar – Mávahlíðarhnúkar – “Kynjagjá” – Fjallsgjá.
FERLIR-35: Vatnsleysuströnd frá Keilisnesi, um Flekkuvík, Kálfatjörn – Gerðistangavita að Brunnastöðum við Voga.
FERLIR-36: Folaldadalir – Sveifluháls – Arnarvatn – Seltún
(Hveradalur) – Ketilsstígur – Móhálsadalur – Djúpavatnsvegur.
FERLIR-37: Bleiksteinshöfði – Hvaleyrarsel – Selhöfði – Stórhöfði – Kaldárssel – fjárborg – fjárhús – fjárhellar – Lambagjá – Pólverjahellir (krá) – Selvogsgata – Ketshellir.
FERLIR-38: Selvogsgata – Grindarskörð (Kerlingarskarð) – Draugahlíðar – Brennisteinsnámur – Hjaltadalur – Grindarskarðahnúkaskarð – Grindaskarðshnjúkar – “Hallahellar”.
FERLIR-39: Valahnjúkar – Músarhellir – Mygludalir – Húsfell – Búrfell – gjá – sel – rétt – almenningur – Kolhóll.

FERLIR-40: Trölladyngja – Hörðuvallaklofi – Sogasel – Sogin –
Spákonuvatn – Grænuvatnseggjar – Selsvallasel – Oddafell.
FERLIR-41: Fjallið eina – Steinbogahellir – Híðið – Húshellir –
Maístjarnan.
FERLIR-42: Höskuldavellir – Núpshlíðarháls – Selsvellir – Hraunsel – hellir – Vigdísavellir – Bali – Djúpavatn – Sogin.
FERLIR-43: Hrafnagjá – Stóra-Aragjá – Knarrarnessel – Brunnastaðasel – Snorrastaðatjarnir.
FERLIR-44: Ósar – Kirkjuvogur – Kotvogur – Kotvogsbrunnur (1750) – Hafnir – leturhella við Kirkjuvogskirkju (1830) – Merkines – Strákur (A-varða) – skotbyrgi – fiskibyrgi – fiskiþurrkgarðar – Kalmanstjörn (Gálmatjörn) – Junkaragerði.
FERLIR-45: Fornasel – Auðnasel – Rauðhólssel – Flekkuvíkursel –Hvassahraunssel.
FERLIR-46: Latfjall – sæluhús – Óbrennishólmi – Húshólmi (Gamla-Krýsuvík).
FERLIR-47: Herdísarvík – sjóbúðir – fjárborgir – fiskigarðar – gerði – Langsum – Þversum – Fjárréttin – Hellir – Breiðabás – Draugagjá – Alfaraleið – Stakkavík – Hlíðarvatn.
FERLIR-48: Herdísarvík – Stakkarvíkurhraun – Hlíðarvegur – drykkjasteinar – Grænabrekka – fjárskjól – drykkjarsteinar
– Lyngskjöldur.
FERLIR-49: Selvogur – Strandarkirkja – Klöpp – Guðnabær – Nes – Bjarnastaðir – Þorkelsgerði – Litlibær.

FERLIR-50: Langeyri – Bali – Dysjar – skipasteinn – Garðar –
Garðalind – Hliðsnes – Hausastaðaskóli.
FERLIR-51: Staðarhverfi – Húsatóftir – Kóngshella – Stóra-Gerði – Litla-Gerði – Kvíadalur – rústir – brunnur – Gerðistangar –
kirkjugarður – Staður – tófusteinagildra á Básum.
FERLIR-52: Flóttamannavegur – Urriðakot – Urritavatnsholt (Campur) – Urriðakotsdalir – Urriðakotshraun – sel – nátthagi –
fjárborg – Seljahlíð – Þverhlíð – Gráhella – Setbergshlíð –
Lækjarbotnar.
FERLIR-53: Hvaleyri – Hvaleyrarhöfði – Sveinskot – Vesturkot –
– Þórðarkot – Hvaleyrarklappir (Flókaklöpp).
FERLIR-54: Sandgerði – Melgerði – Fuglavík – Hvalsnes – Stafnes – brunnur – dómhringur – Básendar – kengur.
FERLIR-55: Hrútagjárdyngja – Sandfell – Húshellir – Hýðið –
Maístjarnan – Steinbogahellir.
FERLIR-56: Kúadalur – stekkur – Þórustaðarborg – rúnasteinn v/Stóra-Knarrarnes – steinbrú gegnt Kálfatjörn (ártalssteinn).
FERLIR-57: Vogaheiði – Snorrastaðatjarnir – Pétursborg – Kálffjall – fjárhellar – gerði – stekkur.
FERLIR-59: Latur – Ögmundarhraun – fjárhellir + Dysjar Herdísar og Krýsu í Kerlingadal austan Deildarháls.
FERLIR-59: Eldvörp – Þórðarfell – Klifgjá – Lágafell – gígur – gjá.

FERLIR-60: Krýsuvíkurhraun – fjárhellir Arngríms frá Læk (Grákolla) í Klofningum – 2 fjárhellar – “Bjálkahellir”.
FERLIR-61: Hjallhólahellir – Strokkamelar (Hvassahraunskatlar) – brugghellir í Hvassahrauni – Gráhelluhellir – Tóur – Tóustígur – Seltó – Hrísató – Hrísatóarstógur – Gvendarborg – Rauðhólsstígur – Vatnaborg.
FERLIR-62: Vogar – Stapinn – Innri-Njarðvík + Keflavík – Útskálar – Garður – Garðskagi.
FERLIR-63: Hrauntungur – fjárhellar – Laufhöfði – Efri-hellrar – Vorrétt – Þorbjarnarstaðar-Rauðimelur – fjárhald.
FERLIR-64: Krýsuvíkur-Mælifell – dys Ögmundar – Drumbur –
Bleikingsdalur – lækur + fjárhellir í Bæjarfelli.
FERLIR-65: Latfjall – Tófubruni – gígar – Stóri-Hamradalur – rétt.
FERLIR-66: Vatnsheiði – Beinavarðahraun – Svartakrókur – Fiskidalsfjall – Guðbjargarhellir – (Efri-hellir) – Efri-hellar – Heiðarvarða – tótt Baðsvallasels – Jónshellir í Klifhólahrauni.
FERLIR-67: Deildarháls – Hvítskeggshvammur – saga – Geitahlíð – Æsubúðir.
FERLIR-68: Dauðadalir – Kistufell – Kistudalur – Brennisteinsfjöll – námur – ofanverðar Draugahlíðar.
FERLIR-69: Hraunssel á Núpshlíðarhálsi – Núpshlíðarhorn – gígar.

FERLIR-70: Vatnsskarð – Sandklofi – Sandklofahellir – Sandfell.
FERLIR-71: Óbrynnishólar – Óbrynnishólabruni – fjárhellir – Stakur – Gvendarsel.
FERLIR-72: Húsafjall – Fiskidalsfell – Hrafnshlíð – Svartikrókur – Hofflöt – Festarfjallshellir (teista).
FERLIR-73: Ögmundardys við Krýsuvíkur-Mælifell – Drumbur – Bleikingsvellir – lækur um Ögmundarhraun.
FERLIR-74: Markhella – Búðarvatnsstæðið – Sauðabrekkugjá – gígar – Hrútagjárhraun.
FERLIR-75: Herdísarvíkurfjall – Mosaskarð – hellar – Herdísarvíkursel – Stakkavíkursel – Hlíðarsel.
FERLIR-76: Vogar – Arahólavarða – Grænaborg.
FERLIR-77: Breiðdalur – Leirdalur – Skúlatún – Slysadalir – Kaldársel.
FERLIR-78: Kvennagönguhólar – Djúpadalshraun – fjárborg.
FERLIR-79: Strandarhæð – Gaphellir – Strandarhellir – Bjargarhellir.

FERLIR-80: Gíslaborg – Hringurinn – fjárborgir – Kúadalur – stekkur – Knarrarnesholt – varða – Brunnastaðalangholt – varða – Tyrkjavörður – Stúlknavarða (1700)
FERLIR-81: Þorbjarnarstaðir – Gerði – þvottalágar – Vorrétt –
Þorbjarnastaða-Rauðimelur – Efri-Hellrar – Laufhöfði – Hrauntungur – fjárhellar – Þorbjarnarstaðarfjárborgir.
FERLIR-82: Kánabyrgi – Viðaukur –Heljarstígur – Hrafnagjá – Huldur – Kúastígur.
FERLIR-83: Vatnsleysuströnd frá Gerðistangavita að Vogum – Brunnastaðir – Skjaldarkot – Halakot – Hausthús – Vorhús – Hvammur – Grænaborg – Arahólavarða.
FERLIR-84: Pétursborg – Hólssel – Ólafsvarða – Huldugjá – Snorrastaðatjarnir – Snorrastaðatjarnasel – Arnarseturshraun – Arnarklettur – Háibjalli.
FERLIR-85: Hvassahraun – Hjallhólahellir – rétt – Markaklettur – sjóbúð – garður – tóttir – brugghellir – hálf-garður vestast..
FERLIR-86: Hrossabrekkur- Hnífhóll – Garðaflöt – Kolhóll – Gjárétt – fjárhellir.
FERLIR-87: Rosmhvalanes – Útskálar – Garðskagi – kornakrar – Hafurbjarnastaðir – fornmannagrafreitur – Kirkjuból – hlautbollar – Flankastaðir – Sáðgerði – Skagagarður (1015) – Skálareykir.
FERLIR-88: Hólmur – (bær Steinunnar gömlu) – dys Hólmkels – Litla-Hólmsvör – Stóra-Hólmsvör (Bakkakotsvör) – brunnur – Prestsvarða – letur – Árnarétt á Miðnesi – Gufuskálar – Ellustekkur.
FERLIR-89: Kaldársel – sel – fjárhellar – fjárborg – fjárskjól – Kúastígur – Kaldárhnjúkar – Undirhlíðar – Kúadalur – skógræktarreitur – Kerin – Bakhlíðar – Hlíðarhnjúkur.

FERLIR-90: Innri-Njarvík – kirkja – Dalbær – Stapakot – rústir n/Reykjanesbrautar.
FERLIR-91: Stóri-Hólmur – Litla- og Stóra-Hólmsvör – hleðslur – Rafnsstaðir – Kistugerði – letursteinn – Arnarétt – fjárborg – Álaborg – fjárrétt – Hafurbjarnastaðir – fornmannagrafir – Kirkjuból – hlautskálar.
FERLIR-92: Ísólfsskáli – Ísólfsskálahellir – Skollahraun – fjárhellar – Slaga – Drykkjarsteinn – Núpshlíðarhorn – gígar – gjár – Hraunssel.
FERLIR-93: Selvogur – fjárborgarbrot við Þorkelsgerði – fjárborg – heykuml – hellir (búseta 1839-1840) – sel.
FERLIR-94: Vífilstaðahraun – tóttir – kvíar – stekkur – Jónshellar – fjárhellir + hellir í Heiðmörk.
FERLIR-95: Stóri-Hamradalur – Núpshlíðarháls – Hraunssel – Selsvellir – Trölladyngja.
FERLIR-96: Skógfellsvegur – Brúnir – Grindarvíkurgjá – Litla-Skógfell – Stóra-Skógfell – Vatnaheiði – Hópsheiði – Gálgaklettar – Grindavík – 16 km.
FERLIR-97: Trölladyngja – Spákonuvatn – Selsvellir – Skolahraun – Þrengsli – Hraunssel – Leggjabrjótshraun – Núpshlíðarháls (gamli Krýsuvíkurvegurinn).
FERLIR-98: Ísólfsskáli – Skollahraun – Hraunsnes – Veiðibjöllunefn – Mölvík – Katlahraun – Ketill – Selatangar.
FERLIR-99: Grísanes (Grímsnes) – hlaðin rétt – Hamradalur –
fjárhellir – Selshöfði – fjárhús – fjárborg – Stórhöfði – beitarhús – Gjár – hraunrás – hellir – hleðslur – Klifsholt.

Ath. GPS-punktar eru faldir á bak við hvern nefndan stað.

Ferlir
FERLIR-100: Sandfell – Geitarfell – Selsvellir – Ólafsskarðsvegur – Hlíðarendasel – Réttargjá – Geitafellsrétt – Merarbrekkur – Kjallarahellir – Eiríksvarða – Selvogsrétt – Staðarsel – Hellholt – Þorkelsgerðissel – Vindássel – Eimuból – Vörðufell – Vörðufellsrétt – Ólafarsel – Strandarhellir – Gaphellir – Gapstekkur.
FERLIR-101: Kaldársel – fjárhellar – fjárborg – fjárhús – stekkur – Undirhlíðar – Kúadalur – Kýrskarð – Kerin.
FERLIR-102: Mosar – Búrfellsgjá – Garðaflatir – Einihlíð – Kolhóll – Húsfell – Húsfellsbruni – Víghóll – Valahnjúkar – Músarhellir – Pólverjahellir – steinhleðsla undir vatnslögn (1909).
FERLIR-103: Arnarhreiður – Fjallsendahellir – heykuml – Hlíðarendahellir í Hellisholti – heykuml – hellissteinn – fjárborg.
FERLIR-104: Valahnjúkar – Gvendarselsgýgar – Bakhlíðar – Kaplatór – Valaból – Kaldárbotnar.
FERLIR-105: Grásteinn – Garðastekkur – Kaldárfjárhellar – Fremsti-Höfði – fjárhellir – í Hamradal – beitarhús undir Grísanesi – fjárhellir í Hrauntungum – brugghellir í Hvassahrauni.
FERLIR-106: Pétursborg – Hólssel – Ólafsvarða – Hrafanagjá.
FERLIR-107: Prestastígur (16 km) – frá Höfnum að Húsatóttum – Eldvörp.
FERLIR-108: Nessel – Nesselshellir – Hellisþúfa – hellir í túni – Djúpudalir – Djúpudalaborg – hellir – heykuml – Kvennagönguhólar.
FERLIR-109: Strandarkirkja – Nes (leiðsögn Kristófer – kirkjuvörður) – fjárborgir – sjóbúðir – brunnhús – gamli kirkjugarðurinn – gamli bærinn – Bjarnastaðir – brunnur – Guðnabær – brunnur – Vörslugarður – Djúpudalir – Djúpudalafjárborgin – Dimmudalshæð.FERLIR-110: Eldborgir – gjár til suðurs í Krýsuvíkurhrauni (eystri og vestari).
FERLIR-111: Árnastígur – Brauðstígur – byrgi – hellir.
FERLIR-112: Krýsuvíkurhraun – ströndin vestan Seljabótar að Keflavík.
FERLIR-113: Hnúkar – Hnúkavatnsstæðið – Hnúkahellir – hleðslur – Imphólarétt – Kvennagönguhólar – Nessel – Arnarker –Raufarhólshellir – Þorlákshafnarsel (Hafnarsel).
FERLIR-114: Urriðavatnshraun – rétt (v/8. holu) – fjárhús – fjárhellir.
FERLIR-115: Stakkavíkursel – Vogsósafjárborgin – Hlíð- Breiðabólstaðarborg.
FERLIR-116: Hellir v/Kleifarvatn – Vogsósafjárborg – Hnúkar – Búrfell.
FERLIR-117: Kögunarhóll – Ingólfsfjall – járnbraut
FERLIR-118: Vatnaborg – Rauðhólsselsstígur – Rauðhólssel.
FERLIR-119: Skipsstígur (Árnastígur) – 19 km.FERLIR-120: Sandakravegur (22 km) frá Vogum að Selatöngum.
FERLIR-121: Rauðhóll – Hellnahraun – Kapelluhraun
FERLIR-122: Rauðhóll – Rauðhólssel – Þráinsskjaldarhraun – Gvendarborg.
FERLIR-123: Búrfell – Ólafsskarðsvegur – Hlíðarendasel – Geitafell.
FERLIR-124: Þorlákshöfn – minjar – sjóbúðir – brunnur er austan við Hraunbúðir og stétt að honum – hákarlabyrgi – Latur –
Háaberg – Þyrsklingur – Hlein.
FERLIR-125: Vogsósasel – Hlíðarborg – Stakkavíkursel –
Selstígur – Hlíð – fjárhús.
FERLIR-126: Flekkuvíkurborg – Flekkuleiði – Ströndin að Vatnsleysu.
FERLIR-127: Álftanes – Litlibær.
FERLIR-128: Kirkjuból – Hafurbjarnastaðir – Garðskagi – Útskálaborg – Helgastaðir – Síkin – Vatnagarðar.
FERLIR-129: Ártalssteinn á Lakheiði – 1878 – gervigýgar í Lækjarbotnum.

FERLIR-130: Litla-Eldborg – Arngrímshellir – Bálkahellir – Klofningar.
FERLIR-131: Brunntorfur – hellir – Sauðabrekkur – Búðarvatnsstæði – Gamla-Þúfa – Geldingahraun- hellir.
FERLIR-132: Krýsuvíkurhraun – beitarhús (Jónsvörðuhús).
FERLIR-133: Kirkjuvogssel – tóttir – stekkur – nátthagi (fjárborg).
FERLIR-134: Baðsvallasel – Þorbjarnarfell.
FERLIR-135: Draugar – Kirkjuhöfn – Sandhöfn – fiskbyrgi – garðar – Stúlkur (A-vörður) – Heiðarvarðan – Eyrarbær – Hafnaberg – Lendingamelar – Skjótastaðir – Stóra-Sandvík.
FERLIR-136: Ögmundarhraun – Húshólmi – Kirkjuflöt – Óbrennishólmi – Miðrekar – Selatangar – Katlahraun – Mölvík – Hraunsnes – Skollahraun.
FERLIR-137: Stúlknavarða – ártal (1777) – tótt – fjarskiptamiðstöð – rústir.
FERLIR-138: Hólmaborg á Borgarhól – fjárhústótt ofan við Keflavík.
FERLIR-139: Vífilstaðasel – Grunnuvötn.

FERLIR-140: Fagradalsfjall – Dalssel.
FERLIR-141: Háleyjarbunga – tótt – Hrafnkelsstaðaborg – Reykjamestá – Gunnuhver – tóttir.
FERLIR-142: Ósar – Stafnessel – Gamli-Kirkjuvogur – hunangshella.
FERLIR-143: Þórusel – Nýjasel – Pétusborg – Hólasel – Arahnúkasel – Vogasel – Brunnastaðasel – Gjásel – 10 tóttir – Gamla Hlöðunessel – Knarrarnessel – Breiðagerðisslakki – flugvélaflak – Auðnasel – Flekkuvíkursel – Fornasel.
FERLIR-144: Skálholt – Auðnaborg – Vatnsleysustekkur – Krummhóll – Borg – fjárborg – stekkur – Klifholt – fjárborg – Rauðstekkur.
FERLIR-145: Breiðagerðisskjólgarður – kross – Sýrholt –
Fornusel.
FERLIR-146: Sýrholt – Fornusel.
FERLIR-147: Hlið – Skjónaleiði – áletrunarsteinn (1807).
FERLIR-148: Virkrarskeið – Drepstokkur – Óseyranes
FERLIR-149: Brú yfir Hrafnagjá – brú yfir Kolhólagjá – Kolhólar –kolagrafir.

FERLIR-150: Dátahellir v/Grindavík – hesthústóttir vestar (1920) – Básar – refagildra.
FERLIR-151: Háibjalli – Vogaheiði
FERLIR-152: Fagradalsfjall
FELRIR-153: Bessastaðanes – sauðabyrgi – skotbyrgi – tóft – Skansinn – brunnhola – Breiðabólstaður.
FERLIR-154: Keflavík – höfnin – Grófin
FERLIR-155: Vogar – brunnur v/Suðurkot – Stapabúð – Kerlingabúð – Hólmabúð.
FELRIR-156: Húshólmi – Ögmundarhraun
FERLIR-157: Arnarfell – bæjartóttir – stekkur – Arnarfellsvatn
FERLIR-158: Staðarstekkur – Vatnsleysustekkur – Vatnsleysusel – Vatnaborg – letursteinn v/Stóru-Vatnsleysu.
FERLIR-159: Gvendarborg – stekkur – brunnur við Suðurkot.

FERLIR-160: Dysjar Herdísar og Krýsu – vangaveltur
FERLIR-161: Járngerðarstaðahverfi – Tyrkjaránið
FERLIR-162: Hreiðrið – Kaðalhellir – hellar norðan Kaldársels.
FERLIR-163: Einbúi – Selskál – Ísólfsskálasel – garðar – rétt – fjárborg – Drykkjarsteinn.
FERLIR-164: Arnarsseturshraun – gjá – hraunrás – hleðslur.
FERLIR-165: Arnstapi – Tóurnar.
FERLIR-166: Síldarmannagötur
FERLIR-167: Almenningsleið frá Kúagerði um Vatnsleysuheiði.
FERLIR-168: Lækjarbotnar – Örfiriseyjarsel – hellir – Hólmstún –hellir.
FERLIR-169: Seltún – sel – Hveradalur – Ketilsstígur.

FERLIR-170: Núpshlíð – Skeggi – Sængukonuhellir.
FERLIR-171: Kálfatjörn – Kálfatjarnarvör – letursteinn ((1677)- A°1674)).
FERLIR-172: Básendar – Þórshöfn – kengur – letursteinn Hallgríms Péturssonar (1728) – fjárborg.
FERLIR-173: Fuglavík – letursteinn í brunni (1538) – Lyngborg – fjárborg.
FERLIR-174: Stóri-Hólmur – rúnasteinn í garðhliði –Prestsvarða –letursteinn.
FERLIR-175: Selvogsgata – Kerlingaskarð – sæluhús.
FERLIR-176: Arnarseturshraun – gamall stígur – hleðslur.
FERLIR-177: Rósasel v/Rósaselsvötn – Prestsvarða – letursteinn.
FERLIR-178: Innra-Síki í Garði – letursteinn á fornmannagröf.
FERLIR-179: Reykjavíkursel – Hlíðarhúsasel.

FERLIR-180: Gvendarbrunnur norðan Arnarnesshæðar – Gvendarbrunnur sunnan Þorbjarnarstaða.
FERLIR-181: Seltjarnarnes – Seltjörn – Nes – Grótta.
FERLIR-182: Garðarhraun norðanvert – tótt – fjárhús – stekkir – Miðaftanshóll – landamerkjavarða – gamall stígur – vegurinn undir járnbrautina – steinsteypt skotbyrgi á Hraunsholti.
FERLIR-183: Hvaleyri – letursteinar – hernámsbyrgi.
FERLIR-184: Kaldadý – brunnur – Hamarinn – letursteinar.
FERLIR-185: Gvendarbrunnur á Arnarnesi – tótt sunnan Kópavogslækjar.
FERLIR-186: Kálfatjörn – letursteinn í brú – skósteinn – Kálfatjarnarvör – letursteinn.
FERLIR-187: Kaldársel – hellar.
FERLIR-188: Hellisgerði – Fjarðarhellir.
FERLIR-189: Kaldadý (1904) – tótt sunnan Jófríðastaða.

FERLIR-190: Snókalönd – Stórhöfðastígur – frá Almenningum að Kaldárseli.
FERLIR-191: Fiskaklettur – Skerseyri – Langeyri.
FERLIR-192: Markrakagil – Gullkistugjá – Skúlatún – Strandartorfur – Selvogsgata.
FERLIR-193: Vatnsskarð – Stóri-Skógarhvammur – Stakur – Óbrennisbruni.
FERLIR-194: Klifsholt – Smyrlabúðir – Kershellir – Ketshellir – Hamarskotssel – Setbergssel – stekkur – hellir – Gráhella – Lækjarbotnar.
FERLIR-195: Vatnsendaborg – Arnarbæli – Grunnuvötn – Vífilsstaðasel.
FERLIR-196: Taglhæð – Hólbrunnhæð – Virkishólar – Skyggnir.
FERLIR-197: Garðahraun – Gálgahraun.
FERLIR-198: Dauðadalir – hellar – Markraki.
FERLIR-199: Selhraun – Seldalur – Selhöfði – Hvaleyrarsel – Húshöfði – tóttir – Bleiksteinsháls – Ásfjall.

Ath. GPS-punktar eru faldir á bak við hvern nefndan stað.

Ferlir
FERLIR-200: Seltún – Ketilsstígur – Sveifluvegur – Hettuvegur – upptök Bleikingsdalslækjar – Arnarvatn – Kaldrani – gamla Krýsuvíkurleið.
FERLIR-201: Litlibær – stórgipagirðing á Keilisnesi – forn.
FERLIR-202: Bjargarhús – Fuglavík – Fuglavíkrusel – Melabergsborg.
FERLIR-203: Selvík Fuglavík – Másbúðarhólmi – Knarrarnes.
FERLIR-204: Kálfatjarnarvör – letursteinn (A°1674) – skósteinn (ártalssteinn – A°1790) í brú – brunnur (hlaðinn).
FERLIR-205: Keflavíkurborg – Keflavíkurbjarg – Berghólsborg.
FERLIR-206: Pétursborg – Stapaþúfa – Gjásel – Hólasel.
FERLIR-207: Kerlingabúðir – ártalssteinn (1780) – Brekka – ártalsstein (1925).
FERLIR-208: Melaberg – fjárborg – Melabergsvötn – Fuglavík – ártalssteinn (1538 eða 1523).
FERLIR-209: Keilisnes – refagildra.FERLIR-210: Kaplahraun – refgildrur (3) – Selatangar.
FERLIR-211: Reykjanesviti (1878) – gamli vitavegurinn – Valahnjúkahellir – sundlaugin – brunnurinn – gamli vitavarðabærinn undir Bæjarfelli.
FERLIR-212: Býjasker – gömul rétt við Álaborg – sel innan Vallargirðingar – Býjasel.
FERLIR-213: Bjarghús – brunnhella – steintappi – helluhús – Selhólar – Fuglavíkursel.
FERLIR-214: Helguvík – letursteinn.
FERLIR-215: Hraun – stekkur – Kapellulág – kapella – tóttir – Hraunsbrunnur – Hrólsvíkurbrunnur – Guðbjargarhellir – fiskgarðar.
FERLIR-216: Selatangar – 4 refagildrur – Smíðahellir.
FERLIR-217: Nýjasel – Brandsgjá – varða – Mosadalir – Kálffell –Oddshellir – fjárhellir – stekkur – fjárskjól – kví – Vogasel – tóttir.
FERLIR-218: Maístjarnan – Holan – Gatið – Raninn – Geilin – Neyðarútgöngudyrahellir – Húshellir – Aðventan – Steinbogahellir – Hýðið.
FERLIR-219: Loftskútahellir – Grænudalir.FERLIR-220: Undirhlíðar.
FERLIR-221: Fuglavík – ártalssteinn í stétt (158?) – konungslóð – Fuglavíkurborg við Selhóla – Vatnshólavarða.
FERLIR-222: Stapaþúfa – hleðslur – Brunnastaðabithagar – Gjásel.
FERLIR-223: Másbúðarhólmi – ártalsklöpp (1696 – JJM) – tóttir – Kóngshella.
FERLIR-224: Lækjarbotnar – hleðslur vatnsveitunnar – huldufólkssteinn eyktarmark frá Setbergi – Gráhella – Selvogsgata.
FERLIR-225: Pétursborg – Arahnjúkasel – Gjásel – Ólafsvarða.
FERLIR-226: Másbúðarhólmi – ártal (1696) – Magnús Þórarinsson, bls. 138 – Frá Suðurnesjum – Másbúðarvarða – Nesjarétt – Réttarklappir – Svartiklettur – Bræður v/Melaberg – Stakksnípa – Stakkur – Helguvík – Stúlknavarða.
FERLIR-227: Innri-Njarðvíkursel við Seljavatn (Seltjörn) – tóttir – stekkur – rétt.
FERLIR-228: Vargshólsbrunnur við Herdísarvík – Herdísarvíkurborgir – Herdísarvíkurvegur – til vesturs – Vogsósavegur að hraunkanti vestan Hlíðarvatns.
FERLIR-229: Langgarður (Fornigarður/Strandargarður) frá Hlíðarvatni austur að Snjóthúsavörðu ofan Selvogs.

FERLIR-230: Sköflungur – vegur milli Þingvallasveitar og Hafnarfjarðar.
FERLIR-231: Draugatjörn – Kolviðarhóll – Hellisskarð – Búasteinn – Hellisheiði – Kambar
FERLIR-232: Sandgerðisvegur – úr Sandgerði í Keflavík – tengdist Garðsvegi – Hvalsnesvegur – til Keflavíkur – Garðsvegur – til Keflavíkur – Kirkjubólsvegur – á Garðsveg að Leiru – Nessvegur – að Hvalsnesi.
FERLIR-233: Sængukonuhellir – Seljabót – Herdísarvíkursel.
FERLIR-234: Taglhæð – Hólsbrunnshæð – vatnsból v/Alfaraleið – Smalaskáli – skotbyrgi.
FERLIR-235: Herdísarvík – Breiðabás – hellir – Mosaskarð.
FERLIR-236: Brenniselshæðir – tveir fjárhellar – Bekkir.
FERLIR-237: Ísólfsskáli – hellar – sel.
FERLIR-238: Keflavík – Helguvík – Stakksvík – Stakkur – Selvík – Hólmsberg – Keflavíkurborg – Stafnesvegur – Keflavíkurbjarg – Brenninípa – Stekkjarlág – Drykkjarskál –
Grófin – Brunnurinn – Berghólsborg – Bergvötn – sel – Nónvarða.
FERLIR-239: Sandfellsklofi – Hrútfell – Hrútagjárdyngja.

FERLIR-240: Þórustaðastígur
FERLIR-341: Hraunsholtssel (sunnan við Hádegishól) – Stekkjartúnsrétt – Grjótrétt (ofan við Urriðakot) – fjárborg – letursteinn – JTH 1846.
FERLIR-242: Leira – Hólmur – vör – brunnur – tóttir.
FERLIR-243: Pétursborg – Arahnúkasel – Gjásel – Stapaþúfa – Ólafsgjá.
FERLIR-244: Litlahálsborg (Borgarhrauni) – Merkinessel (Miðsel) – Möngusel.
FERLIR-245: Stekkjarhamar (Njarðvík) – stekkur – þjóðleið v/Njarðvíkurkirkju – Hjallatún – Ásrétt.
FERLIR-246: Breiðabás – hellir – Mosaskarð – Fornigarður úr Hlíðarvatni – Vogsósavegur gamli og nýji.
FERLIR-247: Flóðahjallaborgin – letursteinn (1940) – Oddsmýrardalur – tótt.
FERLIR-248: Lækjarbotnar – Selfjall – Lambastaðasel – Nessel.
FERLIR-249: Stakkavíkurhellir – Mosaskarð – Breiðibás – hellir.

FERLIR-250: Arnarbæli – Arnarbælisgjá – Mönguselssgjá – Möngusel – Merkinessel yngra – heillegar tóttir – stekkur – brunnur – Nauthólar – Merkinessel eldra sel undir Stömpum (Kalmanstjarnarsel) – letursteinn við Kirkjuvogskirkju (1830).
FERLIR-251: Hafnarétt n/Bergshóla – letursteinn við Kirkjuvogsskirkju – refagildra v/Merkines.
FERLIR-252: Urriðakot – letursteinn – IJS 1846 – Grjótrétt – fjárborg – stekkur – B-steinn í Selgjá (norðanverðri).
FERLIR-253: Hlíðarhúsasel – Víkursel – tótt vestur á Öskjuhlíð – letursteinn (Landamerki – 1839) – skotbyrgi – Skildingarnesstekkur – fjárbyrgi.
FERLIR-254: Fornigarður – Bjarnastaðasel – Hlíðarendasel.
FERLIR-255: Seljabót – Krýsuvíkurhraun – Keflavík – Bergsendar.
FERLIR-256: Dauðsmannsvarða við Árnakötluhól v/Bæjarsker – letursteinn (hella).
FERLIR-257: Refagildra á Keilisnesi.
FERLIR-258: Merkines – Sjómannagerði – garðar – fiskibyrgi – Strákur – klofin varða – kvíar – refagildra.
FERLIR-259: Kaldársel – letursteinar við Kaldá – sálm.+Jóh. – tóttir undir Húshöfða.

FERLIR-260: Auðnar – Þórustaðir – Kálfatjörn – kotin
FERLIR-261: Almenningsvegur – Alfaraleið
FERLIR-262: Rjúpnadalshraun skammt norðan Húsfells – refagildra – Selatangar – 3 refagildrur.
FERLIR-263: Brennisel – hleðslur – Bekkjarskúti – Brenniselshæð – Steinkirkja (Álfakirkja).
FERLIR-264: Tóhólahellir – Tóhólaskúti – Efri-Straumselshellir – Neðri-Straumsselshellir – Kolbeinshæðarhellir – Gránuskúti – Gránuhellir – Kápuhellir.
FERLIR-265: Þorsteinshellir – Dimma – ofan við Hólmaborgina.
FERLIR-266: Selfjall – Heiðmörk – Hólmaborg – fjárborg – ártalsstein (1918).
FERLIR-267: Imphólarétt (norðan Hellisþúfu) – Fornigarður – Vogsósafjárborg v/Gíslhól – Þorkelsgerðisréttin.
FERLIR-268: Bæjarfell – Lækur – tóttir bæjar Hella-Guðmundar –grjótrétt – Hafliðastekkur – Gestsstaðir – tóttir.
FERLIR-269: Gvendarbrunnur – Sigurðarhellir – Brennuhellar – Óttastaðasel – Tóhólaskúti – Straumssel – Straumsselshellar- neðri – Staumsselshellar-efri.

FERLIR-270: Fjárborg undir Vífilsstaðahlið – hálfkláruð – B-steinn í Selgjá – Selgjá – 11 sel – 30 tóttir – Selgjárhellir.
FERLIR-271: Baðsvellir – sel undir Hagafelli (Hópssel) við Selsháls – eldri tóttir skammt norðar – tóttir suðvestan við vatnið neðan Þorbjarnarfells – tóttir (Járngerðarstaðarsel) við hraunkantinn – stekkir – brunnur.
FERLIR-272: Kolbeinsvarða – ártalsstein (1774) – Oddnýjarhóll – Árnakötluhóll – Vegamótahóll – Dauðsmannsvarða – letursteinn –Sjónarhóll – Digravarða .
FERLIR-273: Vinnubúðir vegagerðarmanna á 8 stöðum v/Grindavíkurveg
FERLIR-274: Rauðamelsstígur – Litlaskjól – Bekkjaskúti
(Sigurðarhellir) – miklar hleðslur – Brennisel – miklar hleðslur – tótt – Kolasel – Álfakirkja (Steinkirkja) – fjárskjól.
FERLIR-275: Fjárskjólsstígur – Herdísarvíkursel – Seljabót –
refagildrur.
FERLIR-276: Jónsvörðuhús á Krýsuvíkurheiði + sæluhús sunnan í heiðinni.
FERLIR-277: Geldingadalir – (Herdísarvíkursel) – tótt – Merardalir – hestarétt sunnan Einbúa og skjól – refabyrgi – Stekkur sunnan Einbúa – Borgarhraunsrétt – Grettistak.
FERLIR-278: Kleifarvatnsrétt – Lambhagatjörn – gangnamannahellir.
FERLIR-279: Snjóthúsavarða – Fornigarður/Strandargarður – Gíslhóll – Impuhóll.

FERLIR-280: Bæjarfell – fjárhellir – vörslugarður – Arnarfell – Bleiksmýri – Trygghólar – Krýsuvíkurheiði – Jónsvörðuhús –
sælu hús sunnar á heiðinni – Arngrímshellir – Bálkahellir – dysjar Herdísar og Krýsu.
FERLIR-281: Dauðsmannsvarða – leturhella – Digravarða – Fornmannagröf í Garði – rúnasteinn – Stóri-Hólmur – rúnasteinn –Kolbeinsvarða – ártalssteinn (1770).
FERLIR-282: Bæjarskersrétt – Bæjarskersleið – Stekkurinn (Bæjarskerssel) – Álfaklettur – Álaborg syðri (heilleg) – Vegamótahóll – Sandgerðisleið – Digravarða Sjónashòll – Árnakötluhóll – Oddnýjarhóll – Dauðsmannsvarða-neðri – Sandgerði + Sjónarhóll (varða s/Garðs).
FERLIR-283: Seltún – Gestsstaðir undir Hverfjalli – tóttir – Gestsstaðavatn – Hafliðastekkur – Bæjarfell.
FERLIR-284: Hólmur – fornmannagröf – rúnasteinn – Steinakot – garðar – lind – varir – Bakkakot – Bakkakotsvör – letursteinn (Þ) – Leira – brunnur – Leiruhólmi – letursteinn (LM) – Bergvík.
FERLIR-285: Óbrennishólmi – tvær fjárborgir – langur garður (garðlag) – rétt – kví.
FERLIR-286: Bæjarfell – Hafliðastekkur – Gestsstaðir – Gestsstaðamói – Skuggi – fjárskjól – Drumbsdalavegur – Mælifell.
FERLIR-287: Selatangar – Miðrekar – Brúnavörður – Húshólmi – svæði austan Húshólma – garðlag.
FERLIR-288: Seltúnssel – tóttir – Fell sunnan Grænavatns – Litli-Nýibær – brunnur – Arnarfell – Eiríksvarða – Stínuhellir – stekkur og skúti – Arnarfellsrétt – Ræningjahóll – dys – Grjóthólsrétt (Gráhólsrétt).
FERLIR-289: Selatangar – Smíðahellir – Selatangagata í
gegnum Katlahraun – rústir – refagildrur – Dágon – Miðrekar –
Brúnavörður – stígur um Ögmundarhraun í Húshólma – rústir skáli – grafreitur- garður – tótt – fjárborg – stekkur
– sel – Húshólmastígur – rétt austan Ögmundarhrauns – Miðrekar
– eystri – Selatangar – Þyrsklingasteinn.

FERLIR-290: Stapagata
FERLIR-291: Skógfellavegur
FERLIR-292: Þorbjarnastaðafjárborgin – Fornasel – Efri-Straumsselshellar – Gamla-þúfa – Búðarvatnsstæðið – Markhelluhóll – Húshellir – Maístjarnan – Hrútagjárdyngjan,
FERLIR-293: Óttastaðaselsstígur – Sigurðarhellir – Sveinshellir
– Brennisel – Kolasel.
FERLIR-294: Gerðastígur – Neðri-Hellar – Fjárskjól í Seljahrauni – Gránuskúti – Kápuhellir.
FERLIR-295: Selsvellir- Þráinsskjöldur – Hraunsels-Vatnsfell – Hraunssel.
FERLIR-296: Hagafell – Gálgaklettar – Þorbjarnarfell – Þjófagjá.
FERLIR-297: Hólmur – rúnasteinn – Draughóll – letursteinn.
FERLIR-298: Rósaselsfjárborg – Hólmur – letursteinn –Kistugerði – rúnasteinn – Garður – letursteinn – Skagahóll –
Draughóll – letursteinn.
FERLIR-299: Grjóthólarétt – Krýsuvíkurrétt – Breiðabáshellir – Imphólarétt – Bjarnastaðasel – Djúpadalaborgin eldri.

Ath. GPS-punktar eru faldir á bak við hvern nefndan stað.

Ferlir
FERLIR-300: Helgarétt – Brekka – steinþrep í brunni – Gufuskálar – drykkjarskálar – Háaleitisrétt.
FERLIR-301: Nesbrunnur – Víghólsrétt – Miðvogsrétt – Útvogsrétt – Torfabæjarbrunnur – Vogsósaborg – Fornigarður.
FERLIR-302: Gamlaréttin á Réttarnesi – Kleifarvallaskarð – Músarhellir – Pínir – Sveltir – Katlabrekkur – Katlahraun – Dísurétt – Kálfsgil – Strandardalur – Hlíðardalur – Móvatnsstæði – Eiríksvarða – Sælubuna (neðan Strandardals) – Strandarsel
– Stígshellar – Hlíðarborg – Áni – Hlíðarkot? – Vogsósaborgir (3 –
Bjarnastaðasel.
FERLIR-303: Búrfell – Hlíðarendasel – Litlalandssel – Skrínuhellir – Breiðbólstaðasel.
FERLIR-304: Litlabót – Gerðavellir – Gerðavallabrunnar – Stórabót – Malarendar – Hásteinar – Hásteinarétt – Junkaragerði – Virkið – Hrafnagjá.
FERLIR-305: Stafnes – Básendar – festingar – letur – brunnur –
Þórshöfn – Hallgrímshella (HPs – 1627) – leturklöpp – Hrossagata – Draughóll – Vatnshóll – drykkjarskálar.
FERLIR-306: Kaldársel – hellar – Rjúpnadalahraun – refagildra, Húsfell – fjárskjól – Mygludalir – Valahnúkar – Helgadalur – Kaldárbotnar – Kaldárhnúkar – Gullkistugjá – Skúlatún – Kaplatór – Efri- og Neðri-Strandartorfur.
FERLIR-307: Slaga – sæluhús – Drykkjarsteinn – Geldingadalur –tóttir.
FERLIR-308: Ósabotnar – Kirkjuvogssel – Hunangshella – blóðvöllur – Selhella – tóttir – Seljavogur – tóttir – Djúpivogur – tóttir – Gamli-Kirkjuvogur – Kaupstaðavegur.
FERLIR-309: Hlíðarvatn – Hlíð – Hjallhólmi – Arnarþúfa – Réttartangi – Selvogsrétt – Hlíðarsel – Selbrekkur.FERLIR-310: Fornigarður/Strandargarður – Vogsósaborg – Strandarkirkja – hestasteinn – Út-Vogsrétt – Nesviti – Nesviti gamli – Nesbrunnur – Nesborgir – Bjarnastaðabrunnur – Guðnabæjarbrunnur – Djúpudalaborg – Borgirnar þrjár.
FERLIR-311: Trölladyngja – Hverinn eini – Selsvallastígur –
Útilegumannahellir – Selsvallasel vestari – þrjár tóttir – tveir stekkir – Selsvallasel austari – þrjár tóttir – Sogasel – þrjár tóttir – stekkur.
FERLIR-312: Álftanes – Garðaholt – Gálgahraun – Bessastaðir – Grásteinn – Melshöfði – Skógtjörn.
FERLIR-313: Minni-Vatnsleysa – stórgripagirðing – vatnsstæði – Flekkuvík – rúnasteinn – Stefánsvarða – Litlibær – stórgripagirðing – refagildra – Kálfatjörn – gamall brunnur – letursteinn – Þórustaðir – hlaðinn brunnur.
FERLIR-314: 90 metra hellir – Vatnshellir –Rauðshellir – 100 metra hellir – Fosshellir.
FERLIR-315: Kapellulág – kapella – Gamlibrunnur ofan við Hrólfsvík – dys vestan Hrauns – skírnarfontur – brunnur sunnan Hrauns refagildra ofan við Sandskarð í Hraunsleyni – Hrossabyrgi – hlaðið byrgi vestan Húsfells.
FELRIR-316: Ketshellir – Kershellir + Hvatshellir – Setbergsselshellir – Hamarkotsselshellir – sel –stekkur.
FELRIR-317: Fornusel syðri – stekkur í gjá – Sýrholt – Fornusel nyrðri – tóttir – nátthagi norðaustan Fornasels – Tvíburavörður
– gatavarða.
FERLIR-318: Oddafell – Oddafellssel – stekkur – Oddafellssel
nyrðra – Oddafellssel syðra – Kvíar – stekkur – Keilir – varða á
Rauðhólsselsstíg – Rauðhólssel – Gvendarborg – refabyrgi.
FERLIR-319: Hlíðarendasel – Litlalandssel – Skrínuhellir – Breiðabólstaðasel.FERLIR-320: Gullbringa – Hvammahraun – Vörðufell – Eldborg – Brennisteinsfjöll – Flugvélaflak – námur.
FERLIR-321: Litli-Nýibær – Stóri-Nýibær – Snorrakot – Norðurkot – Krýsuvík – Lækur – Suðurkot – Arnarfell – Arnarfellsrétt – Trygghólar – Selöldusel – Eyri – Eyrarborg efri – Eyrarborg neðri – Strákar – Fitjar.
FERLIR-322: Höskuldarvellir – Sogasel – þrjár tóttir – stekkur – rétt – Sogasel ytra – Sogin – hverir – Spákonuvatn –
Grænavatnseggjar – Grænavatn Selsvallafjall – Djúpavatn –
Grænadyngja – Lambafellsklofi.
FERLIR-323: Ólafsgjá – greni í Stóru-Aragjá beint neðan Stapaþúfu – Stapaþúfa – Gjásel – Hlöðunessel – Brunnastaðasel – 2 sel – Hemphóll – varða – Þráinsskjaldargýgur – Þráinsskjaldargata – Eldborgargreni
– refabyrgi við Eldborgir – Knarrarnessel – 3 sel – Breiðagerðisslakki – flugvélaflak.
FERLIR-324: Hólmur – tóttir – Hólmshellir – hlaðið hús –
Raufahólshellir – Mosaskarðshellir – Herdísarvíkurborg eystri –
Herdísarvíkurborg vestari – Herdísarvíkurrétt – Vesturgarður – Miðgarður – Austurgarður – hlaðið byrgi við Krýsuvíkurhraun –
Krýsuvíkurrétt – Sveifluháls – gataklettar.
FERLIR-325: Nátthagaskarð – Stakkavíkurhellir (neðra op) (efra
op) – Annar í aðventu (op tvö) (þrjú) (op fjögu) – Nátthagi
(neðra op) (efra op – stærst) – greni á Herdísarvíkurfjallsbrún – Brúnahellir – Mosaskarð – Mosaskarðshellir – greni í Mosaskarði – Draugatjörn.
FERLIR-326: Stórhöfði – Stórhöfðastígur – hlaðin brú í Óbrennisbruna – Óbrennisbruni – Brunntorfur.
FERLIR-327: Bergsendar – Krýsuvíkurhellir.
FERLIR-328: Mælifell – Langihryggur – Stóri-Hrútur – Merardalir – Hraunsels-Vatnsfell – Hraunssel – Núpshlíðarháls – Selsvellir – Hverinn eini – Höskuldavellir – Oddafell – Oddafellssel.
FERLIR-329: Strandarhellir – Gerði – Gapið – Gapstekkur – Bjargarhellir – Ólafarsel – stekkur – Vörðufell – krossmark á
klöpp – rétt – Vörðufellshraun – Þorkelsgerðissel – Eimuból – fjárhellir – Vindásel – Skyrhellir.

FERLIR-330: Gerði – Gerðisstígur – Neðri-hellrar – gerði – aðhald í sprungu – Vorréttin – Efrihellrar – Klettakarlinn –
Hrauntungur – Hrauntunguhellir – Hrauntungustígur.
FERLIR-331: Óttarstaðaselsstígur – Sigurðarhellir – Sveinshellir –Brennisel – Kolasel – Álfakirkja – Norðurhellir – Óttarstaðarsel – vatnsstæðið – vatnsstæði í skúta – stekkur – Tóhólahellir – Rauðhólshellir – Rauðhólsstígur – Fjárskjólið mikla.
FERLIR-332: Krýsuvíkurrétt – Drumbdalastígur – Drumbur –
Bleikingsvellir – Vigdísarvellir – Hettuvegur – Sveifluvegur –
Gestsstaðir – tótt undir Sveifluhálsi – Skuggi – Brú á gömlu
Krýsuvíkurleiðinni – Snorrakot – Norðurkot – tótt norðan Norðurkots – Lækur – Suðurkot – Bæjarfell stekkur norðan fells –tótt norðan í fellinu – Hafliðastekkur.
FERLIR-333: Þorbjarnastaðafjárborg – Fornasel – Gjásel – stekkur norðan við selið – Hrauntunguskúti – Efri-hellar – Syðri-hellar – Rauðamelsrétt (Vorrétt).
FERLIR-334: Fornasel 3 tóttir – vatnsstæði – Auðnasel – 3 tóttir – 2 stekkir – brunnur – kví – mjaltarstúlkusæti.
FERLIR-335: Óttastaðaborg – Lónakotssel – skúti vestan Óttarstaðasels – Tóhólaskúti – Óttarstaðasel – fjárskjól suðaustan Óttarstaðasels – Fjárskjólið mikla – fjárskjól sunnan Óttarstaðasels – Rauðhólsskúti – Norðurhellir – Sigurðarhellir – Sveinshellir – Brennisel.
FERLIR-336: Gvendarselshæð – Skúlatún – Gullkistugjá – Kaplatór – Neðri-Strandartorfa – Efri-Strandartorfa – Mygludalir –Valaból.
FERLIR-337: Breiðabólstaðaborg – Ólafsskarðsvegur –
Hlíðarendasel – Litlalandssel – Nessel – Imphólarétt.
FERLIR-338: Loftskútahellir – hleðslur – Hvassahraunsselsstígur – Hvassahraunssel – 2 tóttir – stekkur – 2 refagildrur.
FERLIR-339: Urriðakotshraun – Urriðakotsnátthagi –
Norðurhellar – hleðslur – Norðurhellir –hleðslur – Suðurhellir – Skátahellir syðri – Skátahellir nyrðri – Selgjárhellir nyrðri – Selgjárhellir syðri.

FERLIR-340: Strandarborg – Þórustaðarborg – Borg – Auðnaborg – Hringurinn – Gíslaborg – Gvendarborg.
FERLIR-341: Narðvíkursel – Hópssel – Baðsvallasel – Móar – Hraunkot.
FERLIR-342: Nýjasel – Pétursborg – Arahnúkasel – Vogasel eldri – Vogasel yngri – fjárhellar í Kálffelli – Oddshellir – Brandsgjá og Brandsvarða – Snorrastaðasel.
FERLIR-343: Straumssel – Neðri-Straumsselshellar – Efri-Straumsselshellar.
FERLIR-344: Hellisvörðustígur – Stakkavíkurborg – Selsstígur
– Stakkavíkurselsstígur – Stakkavíkursel yngra Stakkavíkurskarð eldra – Stakkavíkurstekkur – Nátthagi – Annar í aðventu – Halli (Stakkavíkurhellir) (neðra op) – Nátthagaskarð.
FERLIR-345: Sængukonuhellir – Selvogur – Stokkasund – gatasteinar (stjóri) – Torfabæjarborg – Þorkelsgerðisborg –
Þorkelsgerðisbrunnur – Draugshellir – Ingjaldsborg – Bræðraborg
– Skrínuhellir – Hákarlsbyrgi.
FERLIR-346: Vatnaborg – Stóri-krossgarður – Grænaborg – Keflavíkurborg – Rósasel – Hólmsborg – Árnarétt – Hríshólavarða.
FERLIR-347: Breiðabólstaðasel – Hraunssel – Þorlákshafnarsel (Hafnarsel).
FERLIR-348: Dauðsmannsvarða – Fuglavík.
FERLIR-349: Brennisteinsfjöll – námur – flugvélaflak.

FERLIR-350: Ássel – Hvaleyrarsel – Stekkur á Húshöfða – Vetrarhús frá Ási í Húshöfða – fjárborg á Selshöfða – stekkur.
FERLIR-351: Selsvallasel eldri – 3 tóttir – Selsvallasel yngri 3 tóttir – 3 stekkir – nyrsti stekkurinn – Hraunssel yngra – 3 tóttir
– Hraunssel eldra – Hraunsselsstekkur – flugvélaflak í Langahrygg – Drykkjarsteinn í Drykkjarsteinsdal.
FERLIR-352: Vífilsstaðasel – tóftir – stekkur – Gvendarsel – stekkur + Flekkuvíkursel – stekkur – Tvíburar.
FERLIR-353: Grindavík – þyrnar – Sjólyst.
FERLIR-354: Hraunsholtssel – (að mestur skemmt).
FERLIR-355: Ísólfsskáli – Selatangar.
FERLIR-356: Heiðmörk – Kolanef – fjárskjól sauða – beitarhús í
Urriðakotshrauni – tvær tóttir + fjárborg – Einarsnef .
FERLIR-357: Finnsstaðir – Rjúpnahæð – Selshryggur – Selsvellir – Sprengiofn í Kjóadal – Vatnsendahlíð – Básaskarð –
Fjárhústóttir frá Vatnsenda – Arnarbæli – varða á Hjöllum – Vatnsendaborg.
FERLIR-358: Þingnes – uppgröftur – tóftir – þingstaður.
FERLIR-359: Ferð með Jóni Bergssyni um Álftanes, Kaldársel, Vatnsleysuströnd og Grindavík.

FERLIR: 360: Elliðavatn – Þingnes.
FERLIR-361: Hvammahraun – Hvammahraunshellir (Gullbringuhellir) – bæli – Eldborg – Eldborgargígar – Kistufell – flugvélaflak – Brennisteinsfjöll – námur – ofn – híbýli námumanna.
FERLIR-362: Slokahraun í fylgd heimamanns – fiskgarðar – Sögunarhóll – refagildra – Bakki – Hraunkot – Móar.
FERLIR-363: Kristnitökuhraun.
FERLIR-364: Sveifluháls (Austurháls) – frá Vatnsskarði að Krýsuvíkur-Mælifelli.
FERLIR-365: Dauðsmannsvarða – Álaborg Bæjarskeri – Álaborg norðan Sandgerðis.
FERLIR-366: Svæðið sunnan Stafness – Básendar – Þórshöfn – Gamli Kirkjuvogur.
FERLIR-367: Eldvörp – Sundvörðuhraun – Tyrkjabyrgi – Brauðstígur – leit að Hamarshelli.
FERLIR-368: Kirkjuvogssel – tóftir – stekkur – garðar – gerði + refagildra ofan Merkiness.
FERLIR-369: Hraunsselin – fjárskjól – kolasel – fjárborg.

FERLIR-370: Stromphellarnir norðan Bláfjalla – Drottning – Stóra-Kóngsfell.
FERLIR-371: Selvogsgata – Mygludalir – Kaplatór (Strandatorfur) – Kristjánsdalir – tóft – hellir – gömul gata – vatnsstæði – greni.
FELRIR-372: Herdísarvík – Kúavarða – Gamla rétt – Skiparétt – fjárhellir.
FERLIR-373: Þríhnúkahellir – Þríhnúkaskúti – Stórukonugjá – Bratti – Strompahellar – Langihellir – Rótahellir – Tanngarðshellir – Djúpihellir – Gljái – Rósahellir – Bátahellir – Flóki – Hjartartröð (vestasta opið) – refabyrgi í Kristjánsdölum – greni.
FERLIR-374: Fagridalur – Fagradalsmúli – tóft – Breiðdalur – Breiðdalshnúkar (tóttir) – Markrakagil – Ferlir – Slysadalur – Leirdalur – (syðri-Leirdalur) – Leirdalshöfði – Skúlatún (Múlatún).
FERLIR-375: Selbrekkur – tóttir við Seltjörn – 2. vegavinnubúðir.
FERLIR-376: Sýslusteinn – Seljabót – Seljabótagreni – Breiðabáshellir.
FERLIR-377: Arnarsetur – hellir.
FERLIR-378: Gil í Sveifluhálsi – hrafnslaupur – Hella -Kleifarvatnshellir.
FERLIR-379: Selatangar – Katlahraun – Smíðahellir – refagildrur – fiskibyrgi – hesthús – búðir – Dágon – Smiðjan – hellisskútar – Brunnur.

FERLIR-380: Óttarstaðafjárborg – Brennisel – hleðslur -Álfakirkja – hleðslur – Sveinsskúti – hleðslur – Sigurðarskúti – hleðslur – Norðurskúti – hleðslur – Óttarstaðasel – brunnur – Tóhólaskúti – hleðslur – Rauðhólsskúti – hleðslur – Nátthagi – hleðslur – Efri-Straumsselshellir – hleðslur – rétt – Neðri-Straumsselshellir – hleðslur – Straumssel – garðar – brunnur.
FERLIR-381: Ósar – Hunangshella – Draugavogur – Selhella –
tvær tóttir – vatnsstæði – Seljavogur – tótt – Beinanes – Hestaskjól – Kaupstaðavegur – Djúpivogur – rudd gata – Illaklif –tvær tóttir – gerði – Stafnessel – vatnsstæði – Gamli
Kirkjuvogur – fjórar tóttir – gerði – brunnur.
FERLIR-382: Kaldásel – fjárborgin – fjárskjól – stekkur – nátthagi – tótt – fjárhellar – hálfhlaðið fjárhús.
FERLIR-383: Ferð með Hellarannsóknarfélaginu – Brunntorfuhellir – Tvíbollahraunshellir – Sængurkonuhellir – Mosaskarðshellir.
FERLIR-384: Leiðarendi – Tvíbollahraun – Skúlatún.
FERLIR-385: Selalda – sel – Eyri – tvær fjárborgir – Fitjar – fjárhús – steinbrú – Strákar – fjárhús.
FERLIR-386: Húshólmi – rétt – sel – greni – fjárborg – garðar grafreitur – tótt – kirkja – bær – skáli – stígur – Brúnavörður.
FERLIR-387: Seljabótahellir – Herdísarvíkursel – Seljabót – gerði – manngerður hóll.
FERLIR-388: “Gvendarhellir” – tótt – skúti – fjárskjól – rétt –hellir.
FERLIR-389: Straumssel – Neðri-Straumsselshellar – hleðslur I og II – Efri-Straumsselshellar – Gömluþúfurétt – Toppuklettar – rétt – Gvendarbrunnur – Gvendarbrunnshellir.

FERLIR-390: Leiðarendi – Slysadalur – “Ingvar”.
FERLIR-391: Kristjánsdalir – Kerlingaskarðsstígur.
FERLIR-392: Gvendarbrunnur – Mjósundsvarða – Klofaklettur – Markasteinn.
FERLIR-393: Kolbeinshæðahellir – Kolbeinshæðaskjól – refabyrgi v/Straumsselsleið – Stekkjatúnsrétt – Miðmundarvarða.
FERLIR-394: Fjallgjá – Markhelluhóll – Búðavatnsstæði –
Gamlaþúfa – Sauðabrekkugjá – Ginið.
FERLIR-395: Grindavíkurvegurinn – hellir – vegavinnubúðir –
Gaujahellir – Hópssel – Baðsvallasel.
FERLIR-396: Merkines – brunnur – vör – sjóbúðir – Mönguhóla – refagildra – Sandhöfn – Hákarlabyrgi – Hafnareyri – garður – Suðurbæjarétt – Bjarghóll.
FERLIR-397: Fjallið eina – Híðið – Húshellir – Maístjarnan – Kokið – refagildra.
FERLIR-398: Þríhnúkahellir – 120 m – Þríhnúkaskúti.
FERLIR-399: Grindavíkurvegurinn – byrgi – skjól + Tyrkjabyrgi -– refagildra – útilegumannahellir hellir við Eldvörp (leit) + K9 – Húsfell.

Ath. GPS-punktar eru faldir á bak við hvern nefndan stað.

Ferlir
FERLIR-400: Kokið – Húshellir – Ginið (með HERFÍ).
FERLIR-401: Bláfjallahellar – Langihellir – Goðahellir – Rótahellir – Tanngarðshellir – Djúpihellir – Ranghali – Rósahellir – Smáhellir – Krókudílahellir.
FERLIR-402: Krýsuvíkurhellir – Bálkahellir – neðsti hluti –
Arngrímshellir.
FERLIR-403: Óbrennishólmi – garður – tvær borgir – hleðslugarður við hraunkant – rétt.
FERLIR-404: Bjargarhellir – Litli-Skolli – Stóri-Skolli (skútar) – Gapið – Gapastekkur – Árnavarða – Smalabyrgi – Fótalaus – LM –mót Bjarnastaða og Ness– “M” á klöpp í Selvogi á mótum Eimu og Strandar.
FERLIR-406: Útilegumannahellar í Engidal – hleðslur – Marardal –hleðslur – Innstadal – hleðslur.
FERLIR-405: Gvendarsel – rústir í gíg vestan Bláfjallavegs.
FERLIR-407: Arnarsetur – hellar.
FERLIR-408: Eldvörp – gengin frá norðri til suðurs – gígaröð – hellisop.
FERLIR-409: Ginið – um 20 metra djúpt.
FERLIR-410: Nátthagi – Brúnahellir – Rebbi – refabyrgi – Miðhellir (Rebbi) – Hvalskjaftur (Rebbi) – Krumla – Annar í aðventu – refabyrgi – Hallur – Smárás.
FERLIR-411: Kolbeinsvarða á Vogastapa – ártal (1724) –
Fyrstubúðir v/Grindavíkurveginn (á Vogastapa).
FERLIR-412: Bjarnastaðasel (Hásteinar) – Hnúkar – áletranir.
FERLIR-413: Jarðfall austan Geitahlíðar – Snorri – rás við slóða
– Slóðahellir.
FERLIR-414: Eimuhellir – Eimuból – Hellholtshellir – hleðslur í helli – Hafri – Hruni – Þorkelsgerðisból – Vindásból – Ólafarsel.
FERLIR-415: Snorri.
FERLIR-416: Sýslusteinn – eldborgir – Geitahlíð – Sláttudalur.
FERLIR-417: Leifur-Þórður – varða – LM – (1890) – mörk Brunnastaða og Vogahverfis – Prestshóll – LM – sömu mörk.
FERLIR-418: Hvítskeggshvammur – Æsubúðir – eldborgir – Vörðufell – Eldborg – Hvammadalshraun – Gullbringuhellir.
FERLIR-419: Lambafellshraun – Fjallið eina – Ólafsskarðsvegur –Hrossahryggir – Rauðhóll – Hrafnaklettur.FERLIR-420: Hellar norðan Hrossagjár – austan “Kúluhatts” – þrjú göt 70).
FERLIR-421: Vörðufellsrás norðvestan við Vörðufell.
FERLIR-422: Hásteinshellir – Hellisþúfuhellir og Háleitishellir í Nesheiði – Nesselshellir – Selhellar í Selbrekku (Vogsósum).
FERLIR-423: Bjarnastaðaból – Bjarnstaðaselsstekkur – Þorkelsgerðisból – Þorkelsgerðisselsstekkur – Svarthólstótt –
Eimuból– Eimuhellir – Vindássel – Einbúalág (hellir) – Ból við Hellholt – Strandarsel – Strandarselsstekkur – Valgarðsborg – Hlíðarsel – Hlíðarborg – Áni – Vogsósasel.
FERLIR-424: Grísanes – Ásrétt – Ásborg – tóttir – hlaðið byrgi – Ásstekkur – Hádegisskarð – Ásfjallsöxl borg – borg/byrgi á Ásfjalli – byrgi við Ásfjallsvörðu – byrgi austan Ásfjallsvörðu – fjárhellir í Dalnum.
FERLIR.425: Kolbeinsvarða (1724) – Brúnavarða.
FERLIR-426: Grindarskörð – tótt brennisteinsmanna í Kerlingaskarði – Stórkonugígur – Kistufellshellir – KST-1 (Ískjallarinn) – KST-2 (Jökulgeimur) KST-3 (Kistufellsgeimur) – KST-4 – (Loftgeimur) – Steinbrú – Nýhruni Hvirfill – Grindarskarðstindar.
FERLIR-427: Fjárskjólshraunshellar – FJH-1 – tvö op – þröngt –
FJH-2 – átta inngangar – margir litir – FJH-3 – einn inngangur – FJH-4 – lítið op -FJH-5 – einn inngangur – FJH-6 – fimm inngangar – margir hellar – FJH-7 – lítið op – margar rásir.
FERLIR-428: Hvaleyrarvatn – Ássel – Hvaleyrarsel – Selhöfði – stekkur –Seldalur – Stórhöfði – Kjóadalir.
FERLIR-429: Borgarskörð – rústir – Borgarskarð – greni í Krýsuvíkurhrauni – hlaðið refabyrgi í Krýsuvíkurhrauni – Bálkahellir – Neðsti hluti – Bálkahellir – miðop
– Bálkahellir – efsta op – Hellir sunnan Arngrímshellis – Bjössabólur – þrjú op.FERLIR-430: Kúluhattshellar – ný rás.
FERLIR-431: Þúfnavellir – Geitafell – Fosshellir – Selsvellir.
FERLIR-432: Kaldársel – sel – Borgarstandur – borg – Selhellar –fjárhellar – Gjár – hellar – Nátthagi – Fremstihöfði – hleðslur – forn gata.
FERLIR-433: Vigdísarvellir – garðar – tóftir – brunnur – Þórustaðastígur – hleðslur í Bæjargili – Bali – Sængurkonuhellir – fjárhellir.
FERLIR-434: Brunnastaðir – letursteinn (1779) – Brunnastaðabrunnur.
FERLIR-435: Kánabyrgi – handgerð drykkjarskál – refagildrur við Hrafnhóla.
FERLIR-446: Hellar í Arnarseturshrauni – Hnappur – Dollan – Kubbur – Dátahellir.
FERLIR-447: Refagildra Hrafnagjá – Refagildra Hrafnhólum.
FERLIR-448: Breiðabáshellir -hellir við Breiðabás.
FERLIR-449: Kánabyrgi – refagildrur við Hrafnhóla.

FERLIR-450: Rústir (sæluhús + brunnur) vestan Arnarþúfna – letursteinn (R.B).
FERLIR-451: Hafnaheiði – Kirkjuvogssel – Gamli Kaupstaður –
áningastaður – hleðslur – Hestavegur – Tjaldstaðagjá – Merkines – refagildra.
FERLIR-452: Kirkjuhöfn – Systur – fjárborg – kirkjugarður –
Sandhöfn – Eyrarhöfn – Hákarlabyrgi – vörslugarður – refagildra
– rétt á Hafnabergi – Bjarghóll – Sigvörður – Dimma.
FERLIR-453: Tjaldstaðagjá – Haugsvörðugjá – Mönguselsgjá.
FERLIR-454: Kershellir – Hvatshellir – Ketshellir – Setbergssel – stekkur – hellir – hleðslur – kví – tóftir – Setbergsselshellir – Hamarkotsselshellir – tóftir.
FELRIR-455: Sandfell – Þúfnavellir – Geitafell – Fosshellir – hraunfoss (brúnn).
FERLIR-456: Ginið – sig – >20 metrar – kannað.
FERLIR-457: Stamphólsgjá (Grindavíkurhellir – Hópsheiði –
Hópsvarða – Vatnsheiði – Nían – kvarnarsteinn – Húshellirinn –
Húsafjall – refagildra ofan við Sanddal – refagildra neðan við Sanddal – Guðbjargarhellir – Hraun – Slokahraun – þurrkgarðar – Hraunkot – Buðlunguvör – Þórkötludys – Þórkötlustaðarétt – blóðþyrnar.
FERLIR-458: Kristjánsdalir – sæluhús – Grindarskörð – Stóribolli – Kóngsfell – dkr – Selvogsgata – Hvalhnúkur – Stakkavíkurselsstígur – Selsstígur – í Hlíðarvatn.
FERLI: Dys Járngerðar – Junkaragerði – Virkið – Skjaldan – Geldingalaut – Hraunstekkir – tótt – stekkur – Einisdalur – Stekkhóll – stekkur – Markhóll – Hrafnagjá – Títublaðavarða – Bóndastakkstún – rétt – Gyltustígur.

FERLIR-460: Undir regnbogann – Maríuhellar – vextan, austan og norðan.
FERLIR-461: Gálgahraun – Álftanesgata (Fógetastígur) – Gálgaklettar – Garðastekkur – Garðastekksborg,
FERLIR-462: Flatahraun – Engidalsstígur – Hraunsholtsstekkur – Hraunsholtshellir* – Hraunsholtsrétt – Hraunsholtsselsstígur – Hraunsholtssel ( Hádegishóll – Miðdegishóll – járnbrautargatan.
FERLIR-463: Garðaflatir – tóft – Búrfellsgjá – Gjáarrétt – stígur
upp úr gjánni að austanverðu (Hjallavegur) – Smyrlabúð – hleðsla við hraunkantinn að vestanverðu – varða í Smyrlabúðahrauni.
FERLIR-464: Kleifarvatn – rústir gamals ferjuhúss – ferja.
FERLIR-465: Hafnarberg – gerði – Stóra Sandvík.
FERLIR-466: Dauðadalahellar – Flóki.
FERLIR-467: Lambagjá – Helgadalur – Níutíumetrahellir – Vatnshellir – Rauðshellir
– Hundraðmetrahellir – Fosshellir – Valaból – Músarhellir –
Valahnjúkar – Kaldárhnúkar.
FERLIR-468: Undirhlíðar – Aðalhola – Aukahola – sig – litadýrð – Óbrennishólahellir.
FERLIR-469: Undirhlíðar – skógræktin – Stóri-Skógarhvammur – Markrakagil.

FERLIR-470: Garðalind – Lindargata – Garðahúsabrunnur –
Völvuleiði – Miðengisbrunnur.
FERLIR-471: Ræningjastígur – sel – Ræningjadys.
FERLIR-472: Undirhlíðar – Markrakagil – skógræktin.
FERLIR-473: Hafnabæirnir – rétt.
FERLIR-474: Þórusel.
FERLIR-474: Krukka – Staðarbrunnur – Dys – Háleyjabunga – klukka.
FERLIR-475: Þórkötlustaðanesið – Pétur Guðjónsson – Höfn – Arnarhvol – Þórshamar – fjárborg – Kóngar – Herdísarvík –
Dritasker – Leifrunarhóll – Strýtuhóll eystri – Strýtuhóll vestri –
Strýtuhólahraun – þurrkbyrgi – garðar – Sigga (varða) – Nes –
sjóbúðir – gerði.
FERLIR-476: Kleifarvatn – fyrrum veitingastaður – ferja.
FERLIR-477: Hamrabóndahellir í Eldvörpum – refagildra.
FERLIR-478: Kaðalhellir – Gjáahellir.
FERLIR-479: Litlaflöt – Stóraflöt – refagildrur – leið frá Húsatóftum – Hamrabóndahellir (leit).

FERLIR-480: Litla-Sandvík – Háleyjabunga – tóft – klukka.
FERLIR-481: Hóp – Hópsnes – Nes – sjóbúðir – þurrkbyrgi – gerði – Digra-Sigga.
FERLIR-482: Bjargarhellir – hraunrás – (leit).
FERLIR-483: Selvogsgötuhellar – Elgurinn – Grindarskörð – sæluhús brennisteinsmanna – búðir í Kristjánsdölum – Heiðarvegur.
FERLIR-484: Vörðufell – Eldborg – Lýðveldishellir.
FERLIR-485: Leiðarendi – rolla.
FERLIR-486: Kerlingargil – Lönguhlíðar- varða – Mýgandagóf.
FERLIR-487: Arnarseturshellir.
FERLIR-488: Goðatótt – forn kirkja við neðri Sundvörðuna á Hópi.
FERLIR-489: Grenjadalur – Sundhnúkar – hraunrás.

FERLIR-490: Jónssíðubás – gufuvélin úr Alnaby – sést í strórstraumsfjöru – Kolabás.
FERLIR-491: Þorbjarnarstaðir – tóttir – garðar – réttir – þvottabryggjur – götur – Alfaraleið – Gvendarbrunnur – Kristrúnarborg.
FERLIR-492: Bjargarhellir – innri hellir.
FERLIR-493: Háleyjarbunga – klukka – flugvélaflak v/Húsatóttir -– búðir við Grindavíkurveginn n/Svartsengisfjalls.
FERLIR-494: Hellir ofan við Þjófadali.
FERLIR-495: Vífilstaðasel – Grunnuvötn – Vatnsendaborg –
landamerkjavarða – Hjallar – Löngubrekka – Garðaflatir – tóftir – garðir – Gjárétt – Gerðið.
FERLIR-496: Háleyjabunga – “Íslandsklukkan” (leit).
FERLIR-497: “Canso” – kanadískur flugbátur – brak – Kleifarvatn.
FERLIR-498: Bær Molda-Gnúps? – Þórkötlustaðir – Hóp – Járngerðarstaðir – Húsatóttir – (uppdráttur gerður).
FERLIR-499: Virkið Stóru-Bót – „Grindavíkurstríðið“.

Ath. GPS-punktar eru faldir á bak við hvern nefndan stað.