Reykjanes

Í Lesbók Mbl. þann 31. janúar 1954 fjallaði Árni Óla um „Lífið fyrir aldamótin 1900„. Um var að ræða frásögn sem hann hafði eftir Stefáni Filippussyni um fyrstu langferð hans, 18 ára gamall, frá Fljótshverfi vestur að Höfnum á Reykjanesi.
Drykkjarsteinninn“Þetta gerðist árið 1888. Þá hafði foreldrum mínum enn eigi tekizt að koma sér upp nægilegum bústofni eftir felliveturinn 1882. Var oft þröngt í búi á þessum árum, því að börnin voru mörg og sjaldnast færra en 12 manns í heimili. Það var því afráðið að senda mig suður í Hafnir til Sigurðar Benediktssonar í Merkinesi, sem var hálfbróðir móður minnar. Skyldi ég vera hjá honum á vertíðinni sem matvinnungur…
Seinni hluta dags náðum við tíu saman Þorlákshöfn í grenjandi stórhríð og treystumst ekki að fara lengra. Okkur var vísað til gistingar í sjóbúð og var þar köld aðkoma, jafnmikið frost inni sem úti og marhálmurinn í bælunum gaddaður. Við spurðum fólkið hvort við gætum ekki fengið eitthvað heitt að láta í okkur, en því var dauflega tekið….
Snemma var lagt á stað næsta morgun. Þegar upp á Selvogsheiðina kom, var þar talsverð ófærð. Færðin fór að skána þegar vestur fyrir Herdísarvík kom. Þar úti í hrauninu komm við að dys, og var svo sem sjálfsagt að hver maður kastaði steini í hana. Mér þótti þetta ófagur leikur, en varð þó að gera sem hinir. Seinna frétti ég að þetta ætti að vera dys þeirra Herdísar og Krýs, sem fyrstar bjuggu á bæum þeim, sem við þær eru kenndir, en spurngu þarna af geðofsa út af beit. Skammt þaðan var mér sagt að héti Mjöltunnuklif. Að Krýsuvík komum við um kvöldið og gistum hjá Árna Gíslasyni sýslumanni, sem nýlega var fluttur þangað frá Kirkjubæjarklaustri. Þá var nýkominn til hans í fóstur frændi minn, Stefán Stefánsson, sem síðar varð alkunnur ferðamaður og nú er sagt að haldi vörð um Kleifarvatn…
Nú var haldið á stað til Grindavíkur. Ekkert rennandi vatn er á þeirri leið og tók marga að þyrsta illilega. En á melhól nokkrum um miðja vega stendur stór steinn, sem Drykkjarsteinn er nefndur. Honum fylgir sú blessun, að aldrei þrýtur vatn í holi, sem í hann er og hefir mörgum ferðamanninum komið sér vel.
Seinna hluta dags komum við til Þorkötlustaðahverfis í Grindavík. Þar voru allir félagr mínir ráðnir í skiprúm, svo ég varð nú eins og staki hrafninn á haustþingi. En úr þessu rættist betur en á horfðist, því að Jón Benónýsson bauðst til að fylgja mér út í Hafnir eftir tvo daga.
Merkines - tóftÁ leiðinni komum við að einhverju koti í Staðarhverfinu og var okkur boðið kaffi, Þarna áttu heima karl og kerling og virtist mér þau ánægð með hlutskipti sitt í lífinu, en á annað eins heimili hefi ég aldrei komið á ævi minni. Þarna var baðstofugreni með moldargólfi. Innst við stafn hafði verið lagður timburfleki á gólfið og þar hamaðist karl á þófi, svo að svitinn bogaði af honum. Voðin hafði verið undin upp úr stækri keitu, svo hún skyldi þæfast betur, og á ég engin orð til að lýsa þeim þef, sem þarna var inni, því ofan í keituþefinn bættist, að reyk lagði inn göngin framan úr eldhúsinu, þar sem kerling var að elda við þang. Mér varð þegar óglatt er ég kom inn, en ekki vildi ég þó fara út. Svo kom kerling með kaffið, og tók þá ekki betar við, því að það var gert úr brimsöltum sjó. Sá ókostur var á brunnum í Grindavík að sjór flæddi inn í þá með flóði og varð að sæta sjávarföllum þegar vatn var sótt. Um leið og ég bragðaði á kaffinu, ætlaði að líða yfir mig. Þó komst ég einhvern veginn út á hlað og þar kom spýan upp úr mér og engdist ég sundur og saman. Aumingja konan kom þá út og skildi ekkert í hvað að mér gengi og var víst hrædd um að ég mundi enda ævi mína þarna við bæardyr hennar.
Smátt og smátt hresstist ég af útiloftinu, en ekki áræddi ég að fara inn aftur, því að ég þóttist vita að þá mundi líða yfir mig. Vildi ég því komast sem fyrst af stað.
Heldum við Jón nú út á Reykjanes. Þar vildi hann að ég hvíldi mig, því að enn var ég fárveikur, Þarna bjó þá Jón Gunnlaugsson, vitavörður, og tók okkur opnum örmum. Þar fengum við góðan mat og gott kaffi, og náði ég mér þá að mestu eftir áhrifin af keituþefnum og sjókaffinu.
Að Merkinesi náðum við svo um kvöldið til Sigurðar frænda. Þótti þá fótabragð mitt heldur krumfengið, því að ég var með skóvörpin um öklana, enda hafði ég ekki lagt upp í ferðina nema með eina leðurskó.”
Reykjanesviti 1908Stefán lýsir síðan vist sinni að Merkinesi. Þar var m.a. Ingigerður Jónsdóttir, bróðurdóttir Ketils eldra í Kotvogi. Hún var matselja og harðdugleg. Vildi löngum slá í brýnu milli hennar og sjómannanna, þegar hver heimtaði sitt lúðustykki upp úr pottinum. Stefán var duglegur að afla eikar. Hann reri yfir að Ósabotnum og reif þar upp eik úr stórum skipskrokk, sem allir Hafnamenn sóttu í eldivið. Stundum varð hann að flytja eikina á hesti. Ef ekki náðist í eik varð að brenna þurrkuðum þönglum, en það var lélegt eldsneyti og gekk þá illa að koma suðunni upp á 12 fjórðunga potti. Oft varð Stafán að fara upp í heiði til þess að rífa lyng handa kúnni og kindunum. Kúnni eini var ætlað hey, en í harðindum vildi slæðast nokkuð af því í hesta og kindur, og varð því að rífa lyng líka handa kúnni. “Mér þótti þetta leið atvinna, enda var það sú mesta rányrkja, sem hugsast gat, að rífa lyngið þangað til svart flag var eftir. Það er ekki von að Reykjanesskagi sé gróðurríkur, þar sem lyngið hefur verið rifið öldum saman jafnskjótt og það reyndi að festa rætur og skapa gróðurmold.”
Stefán fór frá Merkinesi á lokadaginn og lagði land undir fót. “Ég gekk yfir túnin í Staðarhverfinu og þótti mér þar ljótt um að litast. Vetur gamli hafði haft gripageymsluna fyrir bændur. Þar voru grindhoruð hross og eitt fallið úr megurð eða sandsótt. Strigi var saumaður utan um töglin á hrossunum svo að fé skyldi ekki naga allt hár af stertunum á þeim vegna hungurs. Þar sá ég líka fé, sem klætt hafði veið í striga, því að það hefði etið ullina hvað af öðru.”
Tóftir við ÞorkötlustaðiÁ Þorkötlustöðum fékk Stefán fylgd þriggja karlmanna og sjóbúðar ráðskonu er ætluðu austur í Fljótshlíð. “Svo vorum við beðin fyrir 4 tryppi að reka þau upp á heiði. Þau voru svo horuð og lúsug að við gátum ekki látið þau bera pokana okkar og losuðum okkur því fljótt við þau.” Gruggugt vatn var í tveimur holum í Drykkjarsteini. “Þurrtæmdum þær og fengum þó ekki nóg. Ekkert gátum við talað saman fyrir þorsta, en þegar við komum til Krýsuvíkur fengum við sýrublöndu, – og mikill himnaríkisdrykkur var það. Síðan var haldið áfram austur í Herdísarvík. Þar ætluðum við að matast, en það var ekki hægt fyrir mývargi og enginnn maður heima, svo ekki komumst við í bæinn. Við héldum svo fyrir ofan vatn, til þess að losna við Vogsósana og komum að Stakkahlíð. Þar hvíldum við og átum. Þar lá á hlaðvarpanum tryppi svo horað að það gat ekki staðið á fótunum, en annað skjögraði þar í kring um það. Svo var haldið austur að Ölfusá í sama steikjandi hitanum uns farið var á ferju yfir frá Óseyrarnesi og haldið yfir að Eyrarbakka.” Þetta var ein dagleið.

Heimild:
-Lesbók Mbl, sunnudaginn 31. janúar 1954, Árni Óla, bls. 54 – 58.
Torfbær

Garður

Árni Óla ritaði eftirfarandi grein um „Álagasteininn í Garði“ í Lesbók Mbl. á gamlársdag 1961.
Fornmannahaugurinn í Garði“Sumarið 1960 dvaldist eg um tíma í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Var þar margt annara sumargesta, þar á meðal Una Guðmundsdóttir frá Gerðum í Garði, fróðleikskona og velhygggjandi. Hún gaf sig eitt sinn á tal við mig og mælti:
-Þú ættir að koma suður í Garð. Þar er ýmislegt markvert að sjá og eg er viss um að þér myndi þykja gaman að skyggnast þar um meðal gamalla minja.
Eg spurði hvort ekki væri fremur fátt um fornminjar þar, því að hinn margfróði klerkur, Sigurður B. Sívertsen, hefði eigi getið um annað í sóknarlýsingu sinni 1839 heldur en Skagagarðinn, sem nú væri að mestu horfinn, og letursteininn í Kistugerði hjá Hrafnkelsstöðum, en sá steinn þætti nú ekki merkilegur.
-Ef þig fýsir mest að sjá fornminjar, mælti hún, þá er þarna steinn merkilegur og á sér sína sögu.
Og svo sagði hún mér söguna af þeim steini:
-Skammt frá bænum Vegamótum í Garði, sem nú er kominn í eyði, er stór steinn hellulaga og eru undir honum þrír steinar, sem hann hvílir á. Munnmæli eru um að eitthvert letur hafi verið á honum, en það hefi eg aldrei séð og veit ekki af neinum, sem hefir séð það, og ekki er mér heldur kunnugt um að neinn fróðleiksmaður hafi athugað steininn til að ganga úr skugga um hvort letrið sér þar enn. Má vera að það hafi eyðst af steininum. En sögn er, að undir þessum steini hvíli fornmaður nokkur, og steinninn megi alls ekki hreyfa.
Nú er það á öldinni sem leið, að á Lykkju í Garði bjó Þorsteinn Ólafsson, faðir Björns hafnsögumanns í Hafnarfirði og afi séra Álagasteinn og fornmannahaugur Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests í Reykjavík. Þorsteinn var framkvæmdamaður mikill og kappsfullur. Eitt sinn stóð hann í einhverjum byggingum og vantaði stóran stein. Kom honum þá í hug að steinninn á leiði fornmannsins myndi henta sér ágætlega. Þorsteinn vissi þó hverjar sagnir gengu um steininn, að hann mætti ekki hreyfa, því að þá myndi illt af hljótast. En hann var maður ófælinn og kjarkmikill og lét sér ekki smámuni fyrir brjósti brenna, enda var hann hið mesta karlmenni. Varð það svo úr að hann safnaði saman mönnum til þess að bera steininn heim til sín, og urðu þeir 8 saman. En steinninn var svo þungur, að þeir áttu fult í fangi með hann, aenda þótt þeir væri svo margir. Eftir mikið og langt erfiði komu þeir honum þó á þann stað, er Þorsteinn hafði ætlað honum.
Eftir að þessu stórvirki var lokið var Þorsteinn að vinna eitthvað úti við. Skyndilega syfjaði hann þá svo mjög, að hann mátti ekki halda sér vakandi. Fór hann því heim, gekk upp á baðstofuloft, hallaði sér upp í rúm og var þegar sofnaður. Dreymir hann þá, að upp úr baðstofustiganum kemur maður, stór og aðsópsmikill, og skipar honum harðlega að skila steininum aftur þangað sem hann var tekinn. Þortseinn hrökk upp við þetta og þóttist þá sjá á efyir manninum niður uppgönguna. Var hann nú glaðvaknaður. Ekki setti hann þetta neitt fyrir sig, heldur fór á fætur og gekk út til vinnu sinnar, sem hann hafði frá horfið.
En hér fór sem áðurm að skyndilega sækir hann svefn svo að hann má ekki halda sér vakandi. Lagðist hann þá út af og sofnaði skjótt. Kemur þá sami maður að honum aftur og er nú enn byrstari í bragði er hann skipar Þorsteini að skila steininum. Þorsteinn hrekkur upp í þetta og íhugar draum sinn. En vegna þess Álagasteinninnað hann trúði ekki á neina fyrirburði, ætlaði hann að humma þetta fram af sér. Og enn fer hann til vinnu sinnar.
En það fer sem fyr, að brátt syfjar hann svo að hann má ekki annað en leggja sig til svefns og sofnar þegar. Kemur hinn ókunni maður þá að honum í þriðja sinn og er nú ærið gustmikill. Gengur hann að Þorsteini, tekur um fót hans og kreistir fast, og segir að hann skuli ekki hafa betra af því ef hann vilji ekki skila steininum.
Nú vaknar Þorstienn og er honum þó nokkuð brugðið. Finnst honum sem hinn ókunni maður haldi enn um fót sinn heljartaki. Og rétt á eftir laust æðisverk í fótinn, svo að hann mátti varla bera þær kvalir hljóðalaust.
Hann sagði þá konu sinni frá draumum sínum, en hún sagði að steininn skyldi þegar flytja á sinn stað. Þorsteini var ekki um það, vildi ógjarnan láta undan því, er hann kallaði draumarugl. En nú varð konan að ráða. Voru nú fengnir menn til þess að flytja steininn á sinn stað. Einn af þessum önnum hét Stefán Einarsson og var frá Króskvelli í Garði. Hann sagði mér svo frá, aðþeim hefði virzt steinninn mjög léttur og veist miklu auðveldara fjórum að bera hann, heldur en þeim átta sem höfðu sótt hann. Síðan hefir enginn hróflað við steininum.
En það er af Þorsteini að segja, að hann tók svo mikið fótamein,a ð hann varð að liggja vikum saman.
Þannig var saga Unu og hún lofaði því að sýna mér steininn ef eg kæmi í Garðinn.
Áletrunin á álagasteininumSvo leið sumarið og veturinn að eg hafðist ekki að. En einn góðviðrisdag í vor brá eg mér út í Garð að hitta Unu og steininn. Hún efndi loforð sitt og fór með mér á staðinn.
Utan við Garðinn eru tjarnir, sem nefnast Innrasíki og Ytrasíki. Sunnan við Innrasíki eru rústir bæjarins Vegamót og grjótgarðar um kring. Norðan við grjótgarðana er kirnglóttur grjíthóll og mannvirki á. Má vera að þarna hafi einhvern tíma verið hringlaga kofi, en hitt getur líka verið, að þarna hafi verið dys eða fornmannshaugur, sem þá hefir verið raskað.
Norðan undir þessum hól er álagasteinninn. Þetta er stór grágrýtishella, burstmynduð. Er hún um 3 fet á breidd að neðam, en 5 feta há og mjög misþykk, líklega allt að fet þar sem hún er þykkust. Hún liggur þarna flöt og eru stórir steinar undir.
Eg athugaði helluna gaumgæfilega, en gat hvergi fundið þess nein merki að ristur væru á henni. Hún er grá og flöt en þó dálítil dæld í hana að ofanverðu, ofan frá burst og niður að miðju. En þótt hún virðist slétt tilsýndar er hún með smábungum og dældum. Talsverðar skófir eru á henni og þekja hana alla. Mér kom til hugar að hellan mydni vera á hvolfi og því gæti veriða ð letur væri á hinum fletinum. Gat það og verið að þeir, sem rogðu henni út að hólnum, hefðu ekki snúið henni rétt. En Una þvertók fyrir það, hún sagði að svo langt sem menn hefði sögur af, hefði hellan snúið þannig.
Letrið eftir forskrift Árna ÓlaEf hellan er bautasteinn og grjóthóllinn skyldi vera gamall haugur, fannst mér sennilegt að hellan hefði átt að standa uppi á hólnum. En Una sagði að hún hefði alltaf legið þarna síðan sögur fara af, en það væri þá gleymt ef hún hefði staðið á hólnum. Og áreiðanlega hefði hún legið þarna þegar Þorsteinn í Lykkju lét sækja hana, enda hefir mennirnir, sem fluttu hana út að hólnum aftir, varla árætt að skilja hana eftir á örðum stað en hún var áður, og þeir hefði áreiðanlega reynt að ganga frá henni eins og hún hagði legið áður. Hellan hlyti því að snúa rétt. [Mér er nær að halda að hóllinn sé forn haugur og styðzt þar vð þjóðsöguna um að hellan hafi staðið upphaflega á fornmannshaugnum. Þar sem hún er nú er enginn haugur undir og ólílegt að þar hafi nokkuru sinni verið legstaður. Má vera að þeir sem rufu hauginn hafi velt hellunni niður fyrir hólinn. Svo getur verið að seinna hafi verið gert eitthvað byrgi á hólnum og þá gleymst að þetta hafi verið haugur].
Hið eina sem eg gat gerð að svo komnu máli, var því að biðja Unu að bera steinolíu nokkrum sinnum á steininn. Og svo ætlaði eg að koma aftur og vita hvort það hefði nokkurn árangur borið.
Þá varð sú breyting á orðin, að glöggt mátti sjá að leturlína hafði verið rist um steininn þveran, neðst í dældinni.
Þjóðsagan hafði þá rétt að mæla, þetta var letursteinn.
Eg hófst þegar handa og ætlaði að hreinsa letrið, en fekk engu áorkað fyrir skófunum. Meðfylgjandi riss af steininum sýnir hvað kom fram, og hvar risturnar eru á steininum. Og enda þótt stafir sé óþekkjanlegir, sýna þessi strik þó að þar er lína þvert yfir steininn. Gæti það ef til vill bent til þess, að steinninn hefði átt að standa upp á endann, og þá var enginn staður ákjósanlegri fyrir hann, en hólkollurinn þar rétt hjá.
Það getur vel verið að fleiri leturlínur sé á steininum, en þá eru þær svo þaktar skóf, að þeirra sést enginn votur.
Viðleytni mín hefir ekki leitt annað í ljós en að ristur eru á steininum. Þessar ristur voru horfnar fyrir löngu. En munnmælin heldur fast í þá fullyrðingu, að þana ætti þær að vera, og einnig hitt, að steinninn hefði staðið á fornmannahaug. Vegna þessa á steinninn og umhverfi hans það skilið, að þetta sé rannsakað betur.”

Heimild:
-Lesbók Mbl., 31. des. 1961, bls. 629-631.

Fornmannasteinn

Ufsaklettur

Árið 2007 skrifaði Helgi Þorláksson grein í Vesturbæjarblaðið um „Ufsaklett og Selsvör„. Þar segir m.a.:
Selsvör„Ufsaklettur er norðvestur af torginu sem er fyrir fram JL-húsið við Hringbraut 121 og hann á sér merka sögu. Hún verðu reifuð stuttlega í eftirfarandi samantekt.
Fyrir hálfri öld var fjaran við götuna Ánanaust eitt helsta athafnasvæði æskufólks vestast í Vesturbænum og hafði verið lengi; krossfiskar og ígulker voru algeng leikföng barna, steinum og glerbrotum, sem sjórinn hafði núið og nuggað, var safnað, kerlingum var fleytt, hlaupið undan öldunni, færi rennt, stálpaðir strákar fóru í þönglastríð eða lögðu í ævintýraferðir á prömmum, og fleira var sér til gamans gert. Margir minnast ljúfra æskuára í fjörunni við Ánanaust, t.d. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem átti heima á Ásvallagötu og kallaði sig „fjörubarn” í útvarpsviðtali við Jökul Jakobsson, muni ég rétt. Merkilegt vitni um bjartar bernskuminningar er Ufsaklettur sem stóð einu sinni í fjörunni skammt fyrir norðan Selsvör, þegar hún var og hét, við enda Hringbrautar. Meðfylgjandi mynd sýnir afstöðu klettsins, eins og hún var. Á sínum tíma var mæld staða Ufsakletts áður en hann lenti í uppfyllingu. Sá sem mun einkum hafa beitt sér fyrir þessu var Grétar Jónsson, fyrrum starfsmaður Reykjavíkurhafnar, og átti heima á Vesturvallagötu 7 í æsku sinni. Hann vildi ekki týna Ufsakletti með öllu og hafði í huga að síðar mætti grafa hann upp og koma fyrir varanlega aftur.

Tuttugu strákar taka sig saman
Ufsaklettur-2Grétar fékk hóp stráka úr Vesturbænum til að styðja þá viðleitni að láta grafa klettinn upp og úr því varð árið 1993, með tilstuðlan borgarverkfræðings. Þá voru. í forystu fyrir strákahópnum með Grétari þeir Sigurður Þ. Árnason, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, og Rafn Sigurðsson, fyrrum framhaldsskólakennari, báðir úr Lautinni, en svo nefnist svæðið milli Holtsgötu og Bráðræðisholts. Við þá hef ég báða rætt og þeir hafa lesið þessa samantekt mína í drögum og gert athugasemdir. Þremenningarnir fengu strák af Ásvallagötunni, Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar, til að styðja við málefnið, og saman sendu þeir borgaryfirvöldum bréf árið 1993 og aftur 1994 og báðu í seinna bréfinu um að hlaðið yrði undir klettinn og komið fyrir merkingu. Þeir töluðu í nafni 20 manna hóps og vildu að fram kæmu á skilti þessi orð um Ufsaklett, „Hann tengist manndómsvígslu stráka í Vesturbænum”. Hinum nýuppgrafna kletti var í fyrstu komið fyrir á torginu framan við JL-húsið við Hringbraut en þetta torg mætti nefna Selstorg.
Um aldamótin síðustu skyldi torgið svo endurhannað og hækkað. Áhyggjur vakti að erfitt yrði áhugasömum að komast að klettinum úti á torginu, vegna mikillar umferðar, og var þá rædd hugmynd um að koma honum fyrir þar sem hann hafði staðið áður, eða sem næst því, en að vísu ofan á uppfyllingunni. Umræddur hópur Vesturbæjarstráka samþykkti þetta á fundi og forkólfarnir sendu borgaryfirvöldum bréf um málið í árslok 1999 og lögðu jafnframt til aðSelsvör - 2 torgið yrði nefnt Selstorg.
Kjartan Mogensen landslagsarkitekt, sem ráðamenn borgarinnar fólu að skipuleggja torgið, sat fundinn og var með í ráðum um frágang við Ufsaklett. Hann var síðan settur ofan á uppfyllinguna, sem næst sínum gamla stað, öllum aðgengilegur. Hörður Óskarsson prentari, þekktur á sjötta áratuga 20. aldar sem miðvörður í meistaraflokki KR í knattspyrnu, hafði meðferðis ljósmynd af klettinum þar sem hann stóð á upprunalegum stað og gat ekki verið vafa undirorpið að klettur sá sem komið var fyrir norðvestan við torgið, var hinn eini sanni Ufsaklettur og snýr eins og hann gerði á gamla staðnum.

Mikilvægi Ufsakletts
Ufsaklettur - 6Sá sem þetta ritar, mun yngri en umræddir Vesturbæjarstrákar, man vel hversu mikið aðdráttarafl kletturinn hafði snemma á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann stóð allhátt norðan Selsvarar. Hann dró til sín krakka, kannski helst stráka, sem stóðust ekki mátið að klifra upp á hann, til dæmis til að renna þaðan færi og veiða þyrskling eða ufsa. Stundum fréttist að sumir fengju lax, eftir því sem hermt er. Mest þótti varið í að klífa klettinn þegar gætti öldugangs, leita þá lags til að komast upp og stökkva síðan niður áður en næsta holskefla riði yfir.
Þarna stendur hann, nánast í beinu framhaldi af Sólvallagötunni, kletturinn sem nefndur var í upphafi þessarar samantektar. Þetta er sjálfur Ufsaklettur, en fáir munu þekkja sögu hans. Hún er vel þess virði að halda henni til haga, vekur ljúfar minningar um liðna tíð og björgunarsagan er merkur vitnisburður um þörf manna fyrir að leggja rækt við sameiginlegar minningar. Slíkar minningar tengjast mikilvægri vitund um sameiginlegan uppruna og stuðla að samsemd. Þeir sem stóðu fyrir að bjarga Ufsakletti voru æskufélagar úr Vesturbænum og þegar klettinum var komið fyrir á gamla staðnum voru þeir líklega flestir við lok starfsferils, hver á sínu sviði. Þeir áttu með sér fundi og sögðu sögur um lífið í gamla Vesturbænum. Kletturinn var miðlægur í minningum þeirra og þeir tengdu hann manndómsvígslu.
Ég undirritaður gerðist afskiptasamur sumarið 1999, skrifaði borgarverkfræðingi bréf og vildi láta flytja Ufsaklett af torginu yfir á sjávarkambinn, sem næst gamla staðnum, og lagði jafnframt til að torgið yrði nefnt Selstorg. Mér var þá sagt frá strákahópnum, sem ég vissi ekki um, og Sigurður Þ. Árnason bauð mér að vera með á fundi þeirra, sem ég gerði, mér til mikillar ánægju.

Gagnlegt að merkja
Selsvör - 3Þetta er rifjað upp hérna ma. af því að fyrirhuguð stækkun sjóvarnargarðs við Ánanaust og færsla göngustígs, og framkvæmdir sem þessu fylgja, gæti vakið þá hugmynd að best væri að færa klettinn, svo að um muni, eða jafnvel flytja brott. Sú saga sem hér hefur verið rakin sýnir að það væri synd og skömm og lausleg könnun mín bendir til að unnt eigi að vera að leggja nýjan stíg í fullri breidd án þess að færa klettinn. Ástæða er til að merkja Ufsaklett í von um að það gæti orðið honum til nokkurrar varnar og haldið lífinu í sögu hans. Og takist vel til um sjóvarnir væri kjörið að koma fyrir bekk hjá klettinum og stuðla að því að hér á stígamótum geti verið áningarstaður fyrir hina fjölmörgu sem njóta útivistar á stígunum við sjóinn.
Það er annað sem mætti líka merkja. Eins og fleiri á höfundur þessa pistils góðar minningar tengdar Selsvör, bátum, hrognkelsum og grásleppukörlum. Áður var stunduð sókn frá Selsvör á djúpmið en Rafn Sigurðsson telur að slíkir róðrar hafi verið hættir á þriðja áratug síðustu aldar. Eftir það voru aðeins stundaðar hrognkelsaveiðar úr vörinni, sumir höfðu þær sem aukavinnu og svo reru líka gamlir sjómenn sem voru komnir í land en áttu erfitt með að slíta sig frá sjónum, eftir því sem Rafn hermir. Af grásleppukörlum þarna var kannski þekktastur á sjötta áratug síðustu aldar Pétur Hoffmann eða öðru nafni Pétur H. Salómonsson sem átti heima við vörina, og var reyndar ekki einn um það.
Pétur segir af sér sögur í bókinni “Þér Ufsaklettur - 7að segja”, veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar sem Stefán Jónsson færði í letur. Núna mun fólk af yngri kynslóðum kannski helst kannast við Pétur af því að til er um hann söngurinn Hoffmannshnefar, við texta Jónasar Árnasonar.
Margir komu við í Selsvör fyrir ríflega hálfri öld til að kaupa sér í soðið og þar gat verið líflegt. Strákar hjálpuðu til við að setja fram báta eða ráða þeim til hlunns og fengu stundum að fljóta með þegar vitjað var um.
Eftir að fyllt var upp í Selsvör ofanverða, trúlega árið 1959, hefur hún smám saman verið að hverfa með auknum uppfyllingum og niðurbroti sjávar. Ég tel þó að á mikilli fjöru megi greina síðustu leifar hennar og vísa á meðfylgjandi mynd því til staðfestingar. Milli vararinnar, sem ég þykist greina, og Ufsakletts, þar sem hann er að finna á uppfyllingunni fyrir norðan hana, eru um 30 metrar. Ég legg til að Selsvör verði líka merkt og tilgreini frekari ástæður þess hér á eftir.

Sorpa, Selsvör og Öskuhaugar í einni bendu
Pétur HofmannSvo mjög er farið að fyrnast yfir hvar Selsvör er að í sérstakri grein um hana í alfræðisafninu Wikipedia, sem finna má á netinu (www.juugle.info/is/Selsvör), segir að hún hafi verið þar sem núna er endurvinnslustöð Sorpu og að áður hafi verið urðunarstaður á sama stað, þ.e. ruslahaugar. Þessi endurvinnslustöð er fyrir vestan Mýrargötu og æðispöl frá Selsvör þar sem hún er við enda Hringbrautar. Þessi ónákvæmni á sér líklega þá skýringu að skammt frá endurvinnslustöðinni var Litla-Selsvör, fyrir neðan núverandi Vesturgötu, kennd við Litla-Sel, og munu hafa verið ruslahaugar hjá vörinni í eina tíð. Önnur ranghugmynd er sú að ruslahaugar hafi verið við Selsvör sjálfa (Stóra-Sels vör), umrædda vör við enda Hringbrautar, en það mun aldrei hafa verið. Haugarnir þar sem Pétur Hoffmann fann dýrgripi voru kallaðir Öskuhaugarnir eða Haugarnir og voru í fjörunni við Eiðsgranda, fyrir sunnan Grandaveg. Ég þykist muna að um miðbik sjötta áratugar síðustu aldar hafi rusli einkum verið ekið á svæðið svo að segja beint þar fyrir framan sem síðar varð til gatan Rekagrandi.
Athygli vekur hve fjaran þar sem haugarnir voru er orðin hrein og fjörusandurinn freistandi til athafna. En erfitt er að klöngrast ofan í fjöruna hér við Eiðsgranda og væri eðlilegt að gera tröppur til að auðvelda fólki, ungu og gömlu, að komast hérna að sjónum, svo sem til að vaða, fleyta kerlingar eða skoða fjörulífið eða bara til að spígspora í sandinum. Þarna gæti líka verið gaman að koma fyrir upplýsingum

Selsvör og Stóra-Sel
Ærið tilefni er til að merkja Sels-vör, ekki aðeins vegna umrædds ruglings heldur vegna þess að þetta er ein helsta og þekktasta vör í Reykjavík. Hún er kennd við bæinn Sel eða Stóra-Sel sem var lögbýli á 14. öld og er ætlandi að þá þegar hafi vörin verið til, í einhverri mynd. Stóra-Sel er við Holtsgötu 41, á baklóð, og þar stendur enn steinbær sem mun hafa verið reistur árið 1884 og ætti að sýna honum verðugan sóma. Í slíkum steinbæjum áttu oft heima útvegsbændur sem lifðu af sjávarafla og höfðu nokkurt jarðnæði fyrir skepnur (grasbýlingar) og svo hinir sem nefndust jafnan tómthúsmenn og lifðu eingöngu af sjávarafla og vinnu sem féll til. Á seinni hluta 19. aldar gerðu margir þessara manna út opna báta, ekki aðeins til að veiða hrognkelsi uppi við landsteina á vorin heldur einkum til þorskveiða um hávetur, jafnvel allt suður í Garðsjó, og þurfti áræði til og kunnáttu.
Stóra-sel 2010Um þetta má fræðast í bókinni Þættir úr sögu Reykjavíkur. Í Stóra-Selsvör drógu á land báta sína undir lok 19. aldar ekki einungis útvegsbændur frá Stóra-Seli heldur líka tómthúsmenn frá Pálshúsum, að talið er (þar sem er Hringbraut 117 eða 119) og af norðanverðu Bráðræðisholti, svo sem Háholti og Lágholti. Enn fremur af Melnum en þá mun átt við býli sem var gegnt Ásvallagötu 53-5, eða þar um bil (taldist til Sólvallagötu 31). Úr umræddri vör reru líka sem formenn, Snorri Þórðarson í Steinsholti sem Snorrakot mun kennt við (síðar Holtsgata 1) og Jón Ingimundarson í Selsholti eða Jónskoti (Holtsgötu 3). Er um þetta farið eftir þeim Ágústi Jósefssyni heilbrigðisfulltrúa og Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi, sem skráði eftir Ólafi Jónssyni fiskmatsmanni. Stærstu bátarnir, þeir sem haldið var á djúpmið, voru sex- og áttæringar og á þeim voru ófáir aðkomumenn sem fengu inni hjá útvegsbændum og tómthúsmönnum.
Stórasel-2Þetta er merkileg saga um framfarir, fólksfjölgun og bættan hag sem átti rætur í betri bátum, hagkvæmari seglabúnaði og harðari sjósókn. Framfarirnar birtust ma. í vandaðri húsakynnum, þar sem voru steinbæir, eins og á Stóra-Seli. Þessa ber að minnast og liður í því væri að merkja Selsvör. Það mætti gera með því að setja stólpa með skilti við fyrirhugaðan garð og gera tröppur sem auðveldi fólki að fara upp á garðinn til að fá yfirsýn. Óttist yfirvöld að tröppurnar ýti undir fólk að fara sér að voða með því að ganga á garðinum, eða feta sig um illfært stórgrýti niður að sjónum, mætti kannski afmarka útsýnisstaðinn með traustri girðingu. Eftir mikinn ágang sjávar á síðastliðnum vetri voru lítil merki um að hann hefði borið sand og möl á land við Selsvör enda var hún önnur tveggja þrautalendinga við Reykjavík, hin var Grófin.
StóraselAð sunnanverðu í Selsvör teljast vera leifar af hlöðnum garði eða fremur mætti tala um vegg. Í Fornleifaskrá Reykjavíkur frá árinu 1995 segir (bls. 175), „Til stendur að endurhlaða garðinn og koma fyrir upplýsingaskilti á staðnum”. Því miður hefur dregist úr hömlu að koma fyrir skilti. Upplýsingar á slíku skilti þyrftu ekki að vera mjög rækilegar, áhugasömum mætti vísa á fyllri upplýsingar á heimasíðu borgarinnar á netinu. Vegginn má sjá á meðfylgjandi mynd sem er ný og væri nokkurs virði að halda við sem síðustu minjum um vörina. Segir í fornleifaskránni að hleðslusteina úr veggnum megi sjá á víð og dreif hið næsta honum. Auðvitað er hætt við að þeir gangi úr skorðum að nýju en þannig var raunveruleikinn áður fyrr og menn létu sig hafa það að lagfæra vörina og hreinsa hana eftir þörfum.

Niðurlagsorð
UfsakletturFramtak strákanna vestast í Vesturbænum sýnir ríka þörf fyrir tengsl við fortíðina. Ummerkjum um líf og starf á fyrri tíð hefur verið eytt jafnt og þétt, stundum alveg án þess að nauður ræki til þess. Okkur er þarft að staldra stundum við og minnast þess að merki fortíðar hafa oft í sér fólgin mikil verðmæti, jafnvel þótt þau láti lítið yfir sér.“

Helgi Þorláksson fjallar um Stórasel og Ufsaklett í Mbl. 11. des. 1993. Þar segir hann m.a.: „Mikil saga og merk; Stórasel á sér langa og merka sögu. Fólki þykir fróðlegt að heyra að hér hafi Reykjavíkurbændur haft í seli á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Nálægðin við Vík vekur margar spurningar um seljabúskap að fornu. Selið fékk uppreisn og varð fullgild jörð, svonefnt lögbýli, fyrir 1379. Þá var jörðin í eigu Víkurkirkju og það er skýring þess að þarna varð síðar prestsetur. Útræði hefur sjálfsagt valdið mestu um þessa upphefð, róið var árið um kring frá Seli samkvæmt Jarðabók þeirra Áma og Páls og mun þá hafa verið lagt úr margfrægri Selsvör. Selið hefur verið hin mikla viðmiðun vestast í Vesturbænum; önnur býli tóku nafn eftir því, Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel, Ívarssel, og eftir þessum seljabýlum nefnist Seljavegur. Miðsel er horfið en hin standa enn. Hringbraut liggur vestast milli Bráðræðisholts og Selsholts. Holtsgata heitir eftir Selsholti og milli hennar og Sólvallagötu er Selland enda nefndist vestasti hluti Sólvallagötu Sellandsstígur í eina tíð. Auk Selsvarar má líka nefna Selsker sem er væntanlega nefnt eftir Seli. Selsingar nefndust tómthúsmennirnir á seljabæjunum og í öðrum tómthúsum í Selsholti. Mesti uppgangstími reykvískra
tómthúsmanna var á seinni hluta 19. aldar, þeir reru þá alla leið suður í Garðsjó á vetrarvertíð á breyttum og bættum seglbátum og gerðu sér steinbæi sem tóku torfbæjum langt fram. Þessir menn öfluðu saltfisksins sem var skýringin á tilveru Reykjavíkur. Einn þessara tómthúsmanna var Sveinn Ingimundarson sem reisti steinbæinn í Stóraseli.
Steinbæirnir voru einu sinni um 150 en núna standa aðeins um 20, að sögn, sem vitni um þessa sérreykvísku húsagerð og hefur enn fækkað nýlega.“

Heimild:
Helgi Þorláksson, Vesturbæjarblaðið 6. tbl., 10. árg., júní 2007, bls. 8-9.
-Helgi Þorláksson – Mbl. 11. des. 1993, bls. 46.
-Mbl. 15. des. 1993, bls. 4 (mynd og texti).
-Mbl. 09. nóvember 1996 – C.

Selsvör

Selsvör – kort.

Dvergasteinn

Jón Jónsson skrifaði grein í Náttúrufræðinginn 1990 er hann nefndi „Dvergasteinar„. Þar fjallar hann m.a. um sérstæða myndun grágrýtisbjarga er víða má sjá í fjörum á Reykjanesskaga, t.d. utan við Óttarsstaði, og jafnvel sums staðar innar í landinu, s.s. ofan við Bæjarsker.

„INNGANGUR
Dvergasteinn - 1Kveikjan að þessu greinarkorni er samtal við nágranna minn Einar Vilhjálmsson og síðar grein eftir hann, sem birt var á sínum tíma í Þjóðviljanum ásamt mynd, sem birtist með leyfi Einars. Sjaldgæft mun það að bær taki nafn af einum steini, en svo virðist þó vera um kirkjustaðinn forna, Dvergastein í Seyðisfirði.

ÞJÓÐSÖGNIN
Sögn hermir að kirkja hafi forðum verið sunnan fjarðar nálægt Sörlastöðum, en verið flutt þaðan norður yfir að Dvergasteini, þar sem hún var svo öldum saman. Skammt þar frá er steinninn. Sögnin hermir ennfremur, að í honum búi dvergar, en þeir voru taldir afburða smiðir og því eru slíkir menn sagðir dverghagir. Dvergar þessir voru, svo hermir sagan, góðir og vel kristnir, vildu ekki una kirkjuleysinu né heldur nábýli við þá af sínum kynstofni, sem héldu fast við sína fornu trú, og því var það að til þeirra sást er þeir komu siglandi sínum steini norður yfir fjörð, lenda honum og setja upp ekki fjarri kirkjunni, þar sem hann stendur enn í dag. (Eftir grein Einars Vilhjálmssonar og Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar (1982)).

DVERGASTEINAR
Dvergasteinn - 2Steina með fleti sem veðrast hafa á þennan hátt er víða að finna og fyrirbærið vel þekkt (sjá Glossary of Geology 1980). Slíkar myndanir koma fyrir víðs vegar allt frá ströndum Íslands og háfjöllum til saltvatna Afríku. Sjálfur veitti ég þessu athygli á grágrýtishellum á fjörukambi í Blikalónsey á Sléttu, líklega 1956, en síðar víða. Á sunnanverðum Reykjanesskaga, frá Staðarmölum að Háleyjarbungu, grúir af þessu bæði í föstu bergi og á lausum steinum. Myndun þessa mun ég framvegis nefna dvergasteina, hvort sem aðrir kunna að fylgja eftir í því eða ekki. Sérheiti á þessu er hvort sem er mér ekki kunnugt. Þessi veðrun verður þar sem salt vatn smýgur inn í fínar holur í frauðkenndu bergi svo sem t.d. grágrýti. Þar kristallast saltið út og sprengir um leið út frá sér. Þéttari lög í berginu, oftast mjög óregluleg, taka ekki til sín vatn og standa því eftir sem hryggir. Sama hlutverki sem saltið gegnir vatnið þar sem það nær að frjósa. Af þessu er eðlilegt að dvergasteinar séu meira áberandi við sjávarsíðuna, þar sem seltan er ávallt fyrir hendi árið um kring, en frostverkan að jafnaði ekki nema nokkurn hluta árs.“
Holótt grjót við sjávarströnd getur einnig upphaflega átt rætur sínar að rekja til innilokaðra gasgufubóla í berginu eða saltveðrunar.

Jón Jónsson, Náttúrufræðingurinn, 60. árg. 1990, bls. 161-162.

Dvergasteinn

Dvergasteinn.

Hernám

Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Jeffersonville

Mosfellsbær – upplýsingaskilti.

Norðvestan við Hafravatn er mikið af rústum braggahverfis, sem þar var á stríðsárunum. Hverfið gekk undir nafninu „Jeffersonville“.
Þegar stríðinu lauk skildi herliðið eftir allskyns byggingar, aðallega braggana. Þessi hús voru sett saman úr einingum, amk. burðargrindin og því auðvelt að flytja milli staða. Gluggaumbúnaðurinn var með hætti sem algengt var í Ameríku, opnanlegum fögum var rennt upp og niður eftir þörfum. Svona gluggar munu aldrei hafa reynst vel hér á landi og því þurfti að breyta þeim svo hentuðu íslenskum aðstæðum. Að sögn Friðþórs Kr. Eydal, sem hefur lagt sig eftir sögu hersetunnar í síðari heimstyrjöld, voru svona skálar hvergi annarsstaðar en þarna.

Staðurinn þar sem Camp Jeffersonville stóð er alveg við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Rétt við veginn eru steyptir grunnar sem eru undan þessum húsum eða braggaskemmunum sem þar stóðu líka.

Jeffersonville

Rústir skála við Hafravatn.  Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.

Skálarnir sem Rauða krossinum voru síðan afhentir árið 1945 stóðu við Hafravatn norðvestanvert, í þyrpingu bygginga sem kallaðist „Camp Jeffersonville“. Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.

Barnaheimili Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands í Laugarási
Frá 1952 – 1971 starfrækti Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands stórt barnaheimili í Laugarási, sem var í daglegu tali kallað “Krossinn”. Rekstur þessa heimilis skipti heimiklu máli fyrir Laugarás, fyrir utan auðvitað lífið í Krossinum. Fyrir utan þau 120 börn, auk starfsfólks, sem þar dvöldu 3 mánuði á sumri hverju, stuðlaði þessi starfsemi að því að styrkja innviði, eins og vatnsveitu og hitaveitu, eins og nánar verður komið að annarsstaðar.

Mosfellsbær

Unnið við skálabyggingar í Camp Jeffersonville.

Rauði kross Íslands hóf aðkomu sína að sumardvalarheimilum fyrir kaupstaðabörn árið 1932 með því að greiða 2000 króna styrk til barnaheimilisins á Egilsstöðum. Þetta vatt upp á sig og á stríðsárunum þótti útlit fyrir að flytja yrði öll börn úr bænum með stuttum fyrirvara sökum yfirvofandi loftárásarhættu. Þá stofnaði Rauði krossinn til sumardvalarnefndar og var Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, formaður RKÍ, formaður hennar.
Í byrjun var börnum komið fyrir bæði á sveitaheimilum og í skólum víðs vegar um landið. Þetta þróaðist síðan þannig, að sveitaheimilum fækkaði og meiri áhersla var lögð á sumardvalir í skólahúsnæði sem víða var ónotað yfir sumarmánuðina.

Jeffersonville

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, Haraldur Árnason, Sigurður Thorlacius.

Árið 1940 var stofnuð sumardvalarnefnd, að frumkvæði Reykjavíkurbæjar og landstjórnarinnar. Að ósk borgarstjóra skipaði RKÍ tvo menn í þessa nefnd, þá Þorstein Sch. Thorsteinsson og Sigurð Thorlacius, skólastjóra. Starfsemin sem nefndin hafði með höndum færðist æ meira inn á skrifstofu RKÍ og þar mun Haraldur Árnason, kaupmaður, hafa unnið mikið og merkt starf. Reynslan af þessum sumardvölum sýndi forystufólki RKÍ fram á mikla þörf á þessu úrræði og ljóst varð að vart yði bakkað út þó svo stríðinu lyki.

Í lok stríðsins, sumarið 1945 nutu um 300 börn á vegum Rauða krossins sumardvalar víða í sveitum landsins, aðallega á sveitabæjum, en einnig í skólahúsnæði. Foreldrar sem óskuðu eftir úrræði af þessu tagi fyrir börn sín, þurftu að sækja um skriflega og láta fram koma eftirfarandi upplýsingar:

Jeffersonville

Saumastofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.

Þó svo stríðinu lyki og þar með hættan á loftárásum ekki lengur fyrir hendi, varð ekkert lát á þörfinni fyrir að koma börnum til sumardvalar í sveitum, enda fóru í hönd mikil barnaár, en fæðingartíðni tók að aukast við byrjun styrjaldarinnar. Þá voru lifandi fædd börn á hverja konu um 2,7 og sá fjöldi náði síðan hámarki um 1960, þegar lifandi fædd börn á hverja konu voru orðin 4,3. Þá kom pillan á markaðinn og síðan hefur fæðingartíðni farið jafnt og þétt minnkandi, jafnframt því sem atvinnuþátttaka kvenna jókst jafnt og þétt.

Frjósemishlutfall á Íslandi á fullveldistímanum fram á tíunda áratug 20. aldar var með því hæsta í Evrópu. Víðast hvar í álfunni jókst frjósemi

Jeffersonville

Skóvinnustofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.

á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hérlendis jókst hún á stríðsárunum og á eftirstríðsárunum jókst hún meira hér en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Almennt séð er frjósemishlutfallið nokkuð hátt í Norður-Evrópu miðað við lönd sunnar í álfunni.

Jeffersonville

Jeffersonville – hluti leifa braggahverfisins.

Það þarf ekkert fleiri orð til að lýsa þeim miklu breytingum sem áttu sér stað frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari og fram yfir 1960, þegar fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu náði hámarki (4,3). Styrjöldin og barnafjöldinn kallaði á ráðstafanir. Á styrjaldartímanum þótti mikilvægt að flytja börn og einnig að talsverðum hluta mæður þeirra, burt frá borginni og öðrum þéttbýlisstöðum, vegna hættu á loftárásum. Þegar styrjöldinni lauk tók síðan við tími þar sem velmegun fór vaxandi á sama tíma og fæðingartíðnin. Þá þótti mikilvægt að halda áfram að gefa borgarbúum kost á því að senda börn sín í sveitina til sumardvalar.

Jeffersonville

Jeffersonville.

Rauði kross Íslands var stofnaður 10. desember 1924. Árið sem samtökin fögnuðu 20 ára afmæli sínu, 1944, var samþykkt að minnast afmælisins með því að sækja um „lóð og land í Laugarási“ undir sumardvalarheimili fyrir börn. Í nóvember þetta ár var síðan undirritaður samningur við Grímsneslæknishérað um afnot af tveim hekturum lands í kvos, vestan Kirkjuholts. Landið var tveir hektarar til að byrja með, en í júni 1952 var gerður samningur um 4,37 ha til viðbótar, þannig að alls fékk Rauði krossinn á leigu 6,37 ha lands. Umsaminn leigutími var 60 ár, eða til ársins 2004.

Í október 1944 ákvað framkvæmdanefnd RKÍ að leita til ríkisstjórnarinnar um að hún afhenti félaginu 8-10 herskála sem setuliðið hafði reist við Hafravatn. Þetta samþykkti ríkisstjórnin og afhenti RKÍ 10 skála til verkefnisins.

Allir sem að komu voru áfram um að sumardvalarheimili skyldi byggt í Laugarási og það var mikill framkvæmdahugur og bjartsýni ríkjandi. Þarna var samþykkt að heimilið skyldi tekið í notkun vorið 1947.

Þetta sama ár voru skálarnir fluttir í Laugarás.

Hvers vegna Laugarás?

Laugarás

Laugarás – sumardvalarheimili.

Einhver kann að spyrja hversvegna Laugarás varð fyrir valinu sem staður fyrir sumardvalir Reykjavíkurbarna.

Aðdragandinn að þeirri ákvörðun var sá, að á þessum tíma var Sigurður Sigurðsson, berklalæknir og síðar landlæknir, formaður RKÍ (frá 1942-1947). Hann hafði, árið 1942, tekið á leigu land í Laugarási sem hann nefndi Krosshól, en sem betur er þekkt undir nafninu Sigurðarstaðir, meðal íbúa.

Upphaflega ástæðan fyrir því að hann tók þetta land á leigu mun hafa verið sú að hann, eins og svo margir aðrir sem höfðu aðstöðu til, vildi hafa afdrep fyrir fjölskyldu sína ef kæmi til loftárása á höfuðborgina. Hann fékk þarna 3-4 hektara erfðafestuland til 60 ára.

Það var Sigurður sem lagði til að tekið yrði á leigu land í Laugarási fyrir sumardvalarheimili og sú varð niðurstaðan.

Jeffersonville

Þvottahús og vatnstankur í Camp Jeffersonville.

Krýsuvík

Eftirfarandi frásögn birtist í Í Lesbók MBL 1987. Í henni fjallar Ólafur E. Einarsson um „Krýsuvík„.
Krýsuvík 1923„Svo segir í fornum ritum, að Grindavík eða Grindavíkursókn, takmarkist að vestanverðu af Valahnúk á Reykjanesi, sem aðskilur bæði land og reka Hafna og Grindavíkur en að austanverðu Seltangar, stuttur tangi í sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Á Selatöngum er klettur nokkur, bergdrangur kallaður Dagon, og aðskilur hann bæði land og reka Grindavíkur og Krýsuvíkur að austanverðu.
Þótt ofangreind landamerkjalýsing sé tekin upp úr riti síra Geirs Bachmann frá 1840, veit ég ekki betur en að landamerki Grindavikur og Grindavíkursóknar að austanverðu séu þar sem jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík mætast og þótt Hafnarfjarðabær hafi á árunum um 1930 fest kaup á Krýsuvíkinni, tilheyrir hún eigi að síður Grindavík landfræðilega séð.

Maríukirkja
Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirkja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík í Árnessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru:
Krýsuvíkurkirkja 19641. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnsstæði. [Hér er athyglinni beint að „hinum háa steindrangi þétt við Búðarvatnsstæðið“. Hér er greinilega ekki átt við Markhelluna, sem er tæpan kílómeter frá vatnsstæðinu. Samkvæmt þessu eru Selsvellir og óumdeilanlega innan marka Grindavíkur – og stækkar umdæmið sem því nemur].
2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjónhending norðanvert við Fjallið eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum [hér er átt við skarð að sem síðar var nefnt Vatnsskarð] og þaðan sama sjónhending að vestur-mörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
3. Að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg, á hægri hönd við þjóðveginn, úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum í Seljabótarnef, klett við sjó fram. [Þessi lýsing gefur til kynna að mörkin séu skráð af ókunnugleika því ekki er vitað til þess að Kóngsfell sé á nefndum stað er lýst er heldur miklu mun norðar. Jafnan hefur verið getið um Sýslustein(a) í þessu sambandi].
4. Að sunnan; nær landið allt að sjó.“
Dagon við Selatanga - hvorum megin sem erÞessu næst eru talin ítök þau, sem kirkjan á og loks „ítök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar“.
Í jarðabók sinni geta þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín til þess, að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, en ekki skýra þeir neitt frá því, um hvað sá ágreiningur sé. Báðar þessar jarðir eru þá (1703) í eigu dómkirkjunnar í Skálholti.
Í máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga Páls og Árna, er svo sgat, að hraundrangurinn, eða kletturinn Dagon (Raufarklettur), sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þessara, en hitt mun lengi hafa orkað tvínælis hor af tevim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðamáli á Selatöngum, sé Dagon (Raufarklettur). Og eigi eru enn full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð nokkurt og málaferli risu út af því, hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þetta mál sýndist sitt hverjum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í bækur Gullbringusýslu.
Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega, en hér kemur til greina, – eins og reyndar víða annars staðar, – hversu öruggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi  verið.
Bilið hinna tveggja hraundranga, eða fjöruræma sú, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengra en það, að meðalstóran hval getur fest þar.

Nakin fjöll og hraunbreiður
KrýsuvíkurtorfanUmmál Krýsuvíkurlandareignarinnar er milli 60 og 70 km, en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkm. Er stórmikill hluti af þessu víða flæmi ýmist ber og nakin fjöll og smáar og strjálir grasteygingar upp í ræturnar, eða þá víðáttumiklar hraunbreiður, þar sem sáralítinn gróður er að finna, annan en grámosa gnógann og svo lyng á stöku stað. Aðalgraslendið í landareigninni er í sjálfu Krýsuvíkurhverfinu og þar í nánd; má segja, að takmörk þessa svæðis séu: Ögmundarhraun að vestan, Sveifluháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melásar að norðaustan og Geitahlíð, eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan, en bjargið og hafið að sunnan. Þessi óbrunna landspilda er nálega 6 km breið syðst, eða sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs, frá Ytri-Bergsenda til hins eystri – en mjókkar svo jafnt og þétt, allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, – 1-2 km. En frá bjargbrún og inn að Kleifarvatni eru um 9 km. Á svæði þessu skiptast á tún (sem raunar mætti nú orðið frekar kalla gömul túnstæði), engi, hagmýrar og heiðlendi vaxið lyngi og lítilsháttar kjarri, en víða er gróðurlendi þetta sundurslitið af gróðurlausum melum og grýttum flögum. Geta mætti þess til, að valllendið og mýrarnar á þessu svæði mundi vera um 10 ferkm.
Ýms fell og hæðir rísa úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin bæði, sem aðskilja Vesturengi og Austurengi, Bæjarfellið, norðan við Krýsuvíkurbæinn og Arnarfell, suður af bænum; bæði þessi fell eru móbergsfjöll. Sunnar nokkru er hálsdrag eitt, er liggur austur af Fitjatúninu; eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll og Trygghólar austastir. Það er talinn hádegisstaður frá Krýsuvík, þar sem mætast rætur eystri Trygghólsins og jafnsléttan austur af honum.

Bali og Vigdísarvellir

Suður af Selöldu og fremst á brún Krýsuvíkurbjargs er hæð sú er Skriða heitir. Mun þar vera hinn eini staður í berginu, sem nokkurs móbergs gætir, en vestanvert við hæð þessa er basaltlag eitt, eða fleiri, efst í bjargbrúninni; skagar basaltlagið þar lengra fram en móbergið (af skiljanlegum ástæðum), svo að loftsig er alla leið niður í urðina, sem þar er neðan undir. Er þar einn hinna fáu og fremur smáu staða á allri strandlengju Krýsuvíkur, sem vænta má, að nokkuð reki á fjörurnar.
Framan í Skriðunni er Ræningjastígur (hans er getið í Þjóðsögum J.Á. og e.t.v. víðar). Stígur þesi er gangur einn, sem myndast hefir í móberginu og liggur skáhalt ofan af bjargbrún og niður í flæaðarmál. Ræningjastígur hefir verið fær til skamms tíma, en nú er sagt, að svo mikið sé hrunið úr honum á einum stað, að lítt muni hann fær eða ekki.

Fjórtán hjáleigur
Krýsuvík, með hjáleigum sínum öllum, hefir um langan aldur verið sérstök kirkjusókn og mun kirkja jafnan hafa haldist Fitar og nágrenniþar frá ómunatíð, þar til nú fyrir fáeinum árum; nokkur fyrr en Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvíkurtorfuna, að kirkjan var lögð niður. Líklegt má telja, að það hafi gerst í kaþólskum sið, að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu, en eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður, var ekkert því til fyrirstöðu að jarðirnar yrðu aðskildar eignir, enda er og nú svo komið. Herdísarvík hefur jafnan talist til Selvogshrepps og fólk þaðan átt kirkjusókn að Strandarkirkju.
Sé Stóri-Nýjabær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa, fram undir síðastliðin aldamót, og sé ennfremur trúað, að nokkurn tíma hafi verið byggð á Kaldrana; verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þar sem menn vita nú um, að byggðar hafi verið, og heita þær svo: Stóri-Nýjabær (austurbærinn), Stóri-Nýjabær (vesturbærinn), Litli-Nýjabær, Norðurkot, Suðurkot, Lækur, Snorrakot, Hnaus, Arnarfell, Fitar, Geststaðir, Vigdísarvellir, Bali og Kaldrani (?).
Óvíst er og jafnvel ekki líklegt, að hjáleigur þessar hafi nokkurn tíma verið allar í byggð samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítið, að það séu sömu hjáleigurnar, sem nú kallast Norðurkot og Suðurkot.

Fjárskjól við Stráka

Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt, að Austurhús hafi verið þar, sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér, hvar Vesturhús hafi verið [þótt sennilegast hafi þar verið um Snorrakot að ræða].
Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, eru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur eru suð-austan undir Núpshlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá Aðalhverfinu, en þar um slóðir er Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða „Hálsinn“. Í Jarðabók sinni, telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjaáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum; telja þeir, að 41 sá sé í söfnuðinum; en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinga, þá hefir hún verið næsta lítilfjörleg, á slíkri afbragðs hagagöngujörð, Hrossafjöldi er og af mjög skornum skammti, en mjólkurkýr telja þeir vera 22.
Fiskbyrgi á SelatöngumSem hlunnindi telja þeir; fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláss til sölvatekju“. Þá geta þeir þessm að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa „en lending þar, þó merkilega slæm“. En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræðu á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, a.m.k. alltaf öðru hvoru. Er til gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má“ o.s.frv. En endar svona: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá.“
Á Seltaöngum hafðist við um eitt skeið, hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi), sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðamikill, að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá: En hér mun bú vera komið út fyirr efnið.

Eggjataka og fugl

Tóptir Geststaða

Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins; austan heimabergsins en vestan Strandabergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki, að taka fleiri egg en 150 og ekki að veita meir en 300 fugla (svartfugl, álku og lunda). Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessar 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa. Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta hluta. Í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið i sinn hlut, af hvoru Nýjalandi, um 50 hestburði, af nautgæfu heyi.
Vigdíarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar, er og um nokkuð langan veg og einar torsóttan að sækja þaðan á Krýsuvíkurengjar.

Tóptir Fitja

Langt mun nú síðan Geststaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, bæði ú Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún, er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla, þegar bezt lætur.
Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um, eða fram yfir 1870, en túnið þar, var jafna slegið, frá höfuðbólinu, fram undir 1890 og þá er túnið í rækt, var talið að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).
Á Fitum voru nokkuð stæðilegar bæjartóptir fram yfir síðastliðin aldamót, þar var og safngryfja, sem óvíða sáust merki til, annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitjum og útslægjur hefði mátt þaðan hafa; á Efri-Fitum, á Lundatorfu, eða í Selbrekkum; eigi var og heldur heybandsvegur þaðan í Trygghólamýrina.
Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hin svonefndu Klofninga í Krýsuvíkurhrauni; þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjóslhraun sunnan í Geitahlíð, austarlega, og hólmarnir tveir í Ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öllum þessum stöðum lynggróður mikill og dálítið kjarr, sprottið úr úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær, autan við Núpshlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum „Dalirnir“ og valllendisflatirnar fyrir Kleifarvatn, ásamt grasbrekkum nokkrum, sem ganga þar upp í hlíðarnar.

Sævarströndin

Krýsuvíkurbjarg

Strandlengja landareignarinnar, frá Dagon á Selatöngum og austur í sýslumörk á Seljabót er 15-16 km. Frá Dagon og á austrujaðar Ögmundarhrauns er 5-6 km, er það óslitin hraunbreiða allt í sæ fram, að undantekinni Húshólmafjöru, sem vart er lengri en 300-400 metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur við þverhnípt bjargið (Krýsuvíkurberg) og er það talið þrítugt eða fertugt að faðmatali. Ekki er ólíklegt, að þessi áætlun um hæð bjargsins sé nokkuð rífleg, því að á korti Herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðarmælingar á bjargbrúninni og er önnur 33 metrar en hin 36. E.t.v. gæti það átt viðhérm það sem Páll Ólafsson kvað forðum: „Þeir ljúga báðir, held ég megi segja“. Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við Krýsuvíkurhraunið, allt austru á Seljabót, og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun, en þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal því staðar numið í þá átt.
Þar sem hraun þessi, Ögmundarhraun og Krýsuvíkurhraun, ganga fram á sævarströndina og verða víðast hvar hamrar nokkrir, en þó ekki nægiulega háir til þess, að bjargfugl geti haldist þar við um varptímann.
Þrátt fyrir þessa miklu strandlengju eru þó furðulega fáir staðir á henni, þar sem reka getur fest og munu rekasvæðin öll til samans vart nema meiru en einum km að lengd. Af þessum stuttu fjörustúfum eru helztir: Selaatangar, Húshólmi og Skriða, sem áður er nefnd, en þar er bjargsig allmikið og verður að hala upp í festum hvern þann hlut, sem þar rekur á fjöru og að nokkrum notum skal koma. Sama máli gegnir og um Bergsendana báða, þá sjaldan nokkuð slæðist þar á fjörurnar.

Keflavík

Í Keflavík.

Á Keflavík erða Kirkjufjöru í Krýsuvíkurhrauni og eins á Miðrekunum, milli Selatanga og Húshólma, er og lítilsháttar reki, en um illan veg er að sækja, ef afla skal fanga af öðrum hvorum þessara tveggja staða. Austarlega í Ögmundarhrauni verða tveir básar upp í hraunbrúnina, fram við sjóinn, Rauðbás og Bolabás, en ekki er fjaran í hvorum þeirra nema fáeinir metrar.
Eitt er það um Krýsuvík, sem fástaðar mun vera til á Íslandi, en það er; að heiman frá höfuðbólinu og reyndar frá flestum öðrum bæjum í hverfinu, sést engin skák af landi, né fjall, svo að ekki sé innan landareignarinnar, nema ef telja skyldim að „þegar hann er óvenju austanhreinn“, þá sjást Vestmannaeyjar hilla uppi. Er svo talið, að jafnan viti „Eyjahillingar“ á mjög mikla úrkomu. Dr. Bjarni Sæmundsson getur þess einnig í ritu sínum,a ð í Grindavík sé það trú manna, að „Eyjahillingar“ boði hálfsmánaðar rigningu. Frá Krýsuvík eru rösklega tíu tigir km sjónhending til Vestmannaeyja, en nálega stórthundrað km úr Grindavík. Eyjarnar eru að sjá frá Krýsuvík, sem sex mistórar þúfur, yzt við hafsbrún.“
(Höfundurinn er Suðurnesjamaður að uppruna, en nú kaupsýslumaður í Reykjavík).

Heimild:
-Ólafur E. Einarsson – Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess – Lesbók MBL 7. mars 1987.

Krýsuvíkurstrandlengjan í suðri

Efrafjall

Þann 22. október 1944, u.þ.b. kl. 15:00, flaug fyrsti lútenant John J. Custy, meðlimur 33ju orrustusveitar ameríska flughersins, C-64 flugvél sinni, í Efrafjall ofan við Ölfus. Hann, ásamt fjórum farþegum, liðþjálfanum Robert R. Richt, korperálnum Anthony P. Colombo, óbreyttum Leonard T. Damerval og óbreyttum Floyd C. Van Orden, lést er kviknaði í flugvélinni við brotlendinguna. Brak úr henni dreifðist um stórt svæði.
Þremur árum fyrr, eða sunnudaginn 7. desember 1941, fórst önnur herflugvél, af Hudson-gerð/G, þarna í fjallinu, ekki langt frá. Fjórir menn í áhöfninni létust allir. Flugstjórinn hét Eric Stewart, 22 ára Nýsjálendingur.
Ætlunin var að skoða brakið úr vélunum, sem er þarna enn um 65 árum síðar, en líta fyrst á á Hraunssel við Selstíginn undir Lönguhlíðum og athuga hvort tóftir kunni að leynast undir Selbrekkum í austanverðu Efrafjalli.
Gengið var til austurs yfir Eldborgarhraun ofan við Frambrúnir í Þrengslunum og yfir á Selstíginn undir Lönguhlíð. Þar kúrir Hraunsselið. Auðvelt er að fylgja gróinni kindaslóð í gegnum mosahraunið, svo til beint að selinu.
Eftir að hafa skoðað tóftirnar var gengið upp á Litlaberg ofan við Kerlingaberg og inn á Selbrekkur undir Efrafjalli. Ofar eru Vatnsbrekkur og enn ofar Suðurhálsar. Neðar er Neðrafjall ofan við Hjalla.
Altalað var í Ölfusi að búkonurnar á Hrauni hafi fengið nægan efnivið til sauma eftir slysið því fallhlífarnar, sem voru úr silki, fundust skammt frá slysstaðnum og voru notaðar í flest það sem þurfa þótti til sauma næstu daga á eftir, hvort sem um var að ræða klæðnað eða gluggatjöld.
Í bókinni „Styrjaldarárin á Suðurlandi“, II. útgáfa, bls. 16-217, eftir Guðmund Kristinsson segir m.a. frá síðarnefnda flugslysinu. Í frásögninni kemur fram að slysið hafi borið upp á sama dag og árás Japana á Pearl Harbour, þann 7. desember 1941. Þrátt fyrir að þetta væri á sunnudegi var búist við því að þessu myndi fylgja óvænt árás þýska hersins einhvers staðar í Evrópu. Að því tilefni var 8 Hudson flugvélar, sem staðsettar voru á Kaldaðarnesflugvelli, sendar á loft um hádegisbil og var hlutverk þeirra að skima eftir eftir óvinaflugvélum, kafbátum eða skipum nálægt suðurströndinni. Þegar líða tók á daginn fór veður versnandi. Flugstjórar vélanna ákváðu því að snúa til baka fyrr en ákveðið hafði verið. Síðastur á loft hafði verið Eric Stewart á Hudson/G, með einkennisstafina T-9416, ásamt þremur öðrum áhafnameðlimum. Samkvæmt áætlun átti vélin að lenda kl. 15:45. Á þeim tíma sást hún fljúga tvo hringi yfir vellinum fyrir lendingu, en mjög lágskýjað var orðið þegar það varð.

Hraunssel

Hraunssel Ölfusi.

Tómas Jónsson frá Þóroddsstöðum, þá 8 ára, var að sækja hesta út í mýri á þessum tíma, handan Ölfusár. Komið var myrkur. Kl. 16:45 sá hann ógurlegan eldblossa í fjöllunum fyrir ofan Hjall. Hann hafði skömmu áður séð vél koma fljúgandi með blikkandi ljós og stefna beint á fjallið. Bjarminn var eldrauður og u.þ.b. 15 mínútum síðar sá hann annan blossa, hvítan er lýsti sem dagur væri. Fyrr bjarminn gæti hafa stafað af því er kviknaði í flugvélinni er hún snerti jörðina, en síðari blossinn gæti hafa verið kafbátasprengjur að springa, sem höfðu verið um borð í vélinni. Bjarmar þessir sáust vel frá Hveragerði því næstum albjart varð þar þessa örskömmu stund.
Gerður var út 12 manna leitaflokkur frá Hjalla undir leiðsögn þeirra Sigurðar Steindórssonar og Engelberts Hannesson frá Bakka. Flakið af flugvélinni fannst á Efrafjalli ofan við Hjalla síðar um kvöldið. Aðkoman var hroðaleg. Ljóst var af ummerkjum að dæma að vængur hafði rekist í jörðina, vélin steypst í fjallið og síðan allt sprungið í tætlur. Fallhlífar fundust, sem fyrr sagði, skammt frá slyssstað og úr þeim voru saumaðar margar flíkur, allar úr skínandi silki. Og það þóttu nú ekki dónalegur fatnaður til sveita í þá daga.
Öðrum Hudson vélum á Kaldaðarnesflugvelli var síðan flogið til Reykjavíkur og þær gerðar út þaðan. Sem fyrr sagði fórust fjórir með vélinni.
Gengið var frá Raufarhólshelli í Þrengslunum og austur yfir gamburmosahraun, afurð Eldborgar norðaustur undir Litlameitli, með sínum grónu lyngbollum. Gangan tekur innan við 10 mínútur. Hægt er að ganga eftir gamalli götu er liggur upp úr Lyngbrekkum frá Breiðabólstað, um Rauðhól, síðan eftir gróinni kindaslóð yfir hraunið og áfram inn á Selstíginn skammt norðar. Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið þar sem það kúrir undir lágum hraunkantinum, greinilega miðlungs gamalt. Þetta eru fimm tóttir; baðstofa, búr og eldhús, auk tvískipts stekks. Á bak við tóttirnar er lítið fjárskjól í skúta. Selstígurinn (Skógstígurinn) liggur upp og niður milli hraunkantsins og hlíðarinnar. Bæði ofan og neðan við selið að norðanverðu eru grasi grónar Lönguhlíðarnar.
Eitt af sérkennum seljanna á Reykjanesskaganum er hversu fá þeirra uxu og urðu að kotum til tímabundinnar eða varanlegrar búsetu. Einungis Straumssel, af þeim 165 seljum, sem enn hafa verið skoðuð á svæðinu (landnámi Ingólfs) mun hafa vaxið til heilsársbúsetu, en þó einungis í skamman tíma. Þessu er t.a.m. öfugt farið á öndverðu landinu, Melrakkasléttu. Þar virðist einungis Bakkaselið hafa varðveist í upprunalegri selsmynd, en önnur sel orðið að kotum til heilsársbúsetu. Fróðlegt væri að bera þessi landssvæði saman, því á báðum má finna margar selsminjar og aðstæður eru ekki svo frábrugnar til sauðfjárbeitar og fjarnýtingar frá bæjunum með ströndinni. Sel á Norðurlandi og Vestfjörðum (og jafnvel víðar) virðast hafa verið annarskonar, þ.e. nokkurs konar afrit af bæjunum þangað sem búsmalinn flutti yfir sumartímann.
Gengið var yfir vestanvert Litlaberg og áfram inn á Efrafjall austarn Kerlingabergs. Gott útsýni er þarna yfir fjalllendið sem og niður á Neðrafjall, sem nú hefur víða orðið gróðureyðingunni að bráð. Bændur þar neðra hafa þó reynt að stemma stigu við eyðingunni með víðtækri trjáplöntugróður-setningu.
Þegar horft var yfir fjallshlíðina var erfitt að reyna að gera sér í hugarlund hvar brakið af Hudson/G vélinni gæti verið. Kaldalaðanesflugvallarstæðið sést í austri, handan Ölfusár. Flugvélin hefur væntanlega verið í aðflugsbeygju að vellinum. Stefnan var tekin á brekkuna þar sem hún rís hæst á móti suðvestri, líklegasta slysstaðinn. Eftir u.þ.b. klukkustundar göngu var lagst niður í móann og hann skimaður. Stöng stóð upp úr í norðri. Haldið var þangað. Þar reyndist verða slysstaðurinn með öllu því braki er slíku fylgir.
Heillegt dekk merkt Goodyear, tveir hreyflar, blágrænn litur á áli, leiðslur, hjólaspyrna og hluti mælaborðs, auk annars er fylgir sundurtættu flugvélaflaki var þarna. Ógróið svæði var þar sem flugvélin hafði komið niður og væntanlega brunnið skv. lýsingunni, en smábrak allt um kring. Vel mátti ímynda sér hvernig slysið hafði orðið. Ekki var þó að sjá leifar eftir eld eða sprengingar á vettvangi. Teknar voru myndir af númerum einstakra hluta og sendar sérfræðingi. Mun álit hans væntanlega berast innan skamms.
Ef finna ætti brakið af C-64 flugvélinni í heiðinni myndi það væntanlega verða meiriháttar tilviljun. Samkvæmt lýsingum á það að vera u.þ.b. 2 km sunnan Núpafjalls. Það gæti verið í suðausturhlíðum Skálafells. Ef einhver fróður eða upplýstur maður getur gefið upplýsingar hvar brakið er að finna væru þær upplýsingar vel þegnar.
Þá var gengið upp í Hjallasel og áfram norðaustur upp og yfir Efrafjall. Bóndinn á Hrauni hafði áður sagt að sjá mætti tóftir suðvestan við Hjallaselið, en þar eru víða grónir blettir. Við leit var ekki að sjá ummerki eftir mannvistarleifar, enda geta þær varla verið miklar því vatnsskortur hlýtur að hafa háð viðverandi dvöl manna og skepna í heiðinni.
Á göngunni til vesturs voru þveraðar a.m.k. þrjár veglegar götur, þ.á.m. Sólarlagstígurinn neðan frá Hjalla.
Frábært veður. Lygna og angan af vorgróanda. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir m.a.:
-Styrjaldarárin á Suðurlandi, II. útgáfa, bls. 16-217, eftir Guðmund Kristinsson.
-Sævar Jóhannesson.

Efrafjall

Brak á Efrafjalli.

Eldvörp

Leitin að Hamrabóndahelli hélt áfram.
EldvörpNú var ætlunin að leita sléttlendi eldra Eldvarpahrauns frá Bræðra- og Blettahrauni í átt að Lágafelli. Eldvarpahraunin voru að renna úr hinni löngu gígaröð á svo til beinni sprungureininni um það leiti er Kristur hélt Fjallræðuna fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir u.þ.b. 2000 árum síðan. Þá opnaðist jörðin á Atlantshafshryggnum við vestanverða suðurströnd Grindavíkur, bæði í sjó og á landi. Sprungan teygði sig um 10 km upp til landsins, að mörkum Lats, sem sjá má skammt vestan við Bláa lónið, og að mörkum Arnarseturshrauns, en það hraun (1226) rann yfir efsta hluta þess. Hraungosið gekk á í hrinum með hléum á millum. Ef grannt er skoðað má sjá hraunskil víða á svæðinu. Um blandhraun eru að ræða, þ.e. bæði hellu- og apalhraun. Klepragígarnir á sprungureininni eru hver öðrum myndarlegri. Víða má finna skúta við þá sem og hella. Flestir og stærstir eru þeir þar sem gígaröðin rís hæst. Þar er t.d. hægt að ganga inn í einn myndarlegasta gíginn, u.þ.b. 12 metra djúpan, og feta sig í gegnum jörðina yfir í annan engu að síðri. Á nokkrum stöðum við Eldvörpin má sjá mannvistarleifar, en þær munu vera yngri en hraunin.
Nýrra Eldvarpagos, frá 13. öld, kom úr gígunum sunnarlega í gígaröðinni, gegnt Rauðhól og áfram til suðurs að Staðarbergi. Þeir gígar hafa svolítið suðlægari stefnu en gígarnir efra. Er líklegt að það hraun hafi fært neðri gíga eldri hraunsins í kaf. Hraunið vestan við þetta hraun heitir Klofningahraun og er Rauðhóll eini sjáanlegi gígurinn í því hrauni. Hann er í rauninni náttúrufyrirbrigði út af fyrir sig, með stutta, en fallega hrauntröð, stórar kvikuþrær og fallegan litskrúðugan gjóskugíg. Sumir hafa nefnt hraunið Rauðhólshraun, en það er talið vera 2000-3000 ára.
Eldvörp Yngra Eldvarpahraunið er jafnan talið hafa runnið árið 1226. Eldsumbrotin eru þó venjulega kennd við þrettándu öldina því þau stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226, sem fyrr segir. Þessi hrina er oft nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Samskipti Þorsteins í Hömrum og hreppsstjórans á Húsatóftum voru flestu fólki kunn hér fyrr á árum. Munnmæli þessa efnis hafa lifað og lýsa vel hvað skyndileg viðbrögð geta haft í för með sér. Rústir af grunni hússins sjást en neðan við þjóðveginn sakmmt vestan Tófta – fast við golfvöllinn. Þorsteinn var vinnumaður hjá hreppsstjóranum og þótti bæði iðinn og atorkumikill. Hann var vel af guði gerður, en skapmikill. Í staðinn fyrir starfann fékk Þorsteinn að beita fé sínu á landið.
Eitt sinn er snjór þakti jörð ætlaði Þorsteinn að beita fé sínu í fjöruna við Arfadalsvíkina, neðan við bæinn. Þegar hreppsstjóri sá hvers kyns var skipaði hann Þorsteini að fjarlægja féð úr fjörunni. Hann hefði aldrei gefið honum leyfi til þessa. Hreppsstjórinn stóð jafnan fastur á sínu og vildi manngæskan þá stundum gleymast. Í stað þess að þrátta við hreppsstjórann rauk Þorsteinn með fé sitt upp í hraunið norðan við Tóftir, hlóð fyrir skúta og hélt fénu þar um veturinn. Það hefur varla verið margt, enda skútinn lítill. Þorsteinn hefur þurft að fara margar ferðirnar upp í hraunið um veturinn og þá borið heyið á bakinu. Skúti, eða hellir, þessi hefur verið týndur um allnokkurt skeið og þrátt fyrir fyrirspurnir hafa þeir ekki borið árangur. Auk þessa hefur verið gerð nokkur leit að hellinum, en án árangurs – til þessa.

Helgi Gamalíelsson, fæddur á Stað árið 1947 og upp alinn í Staðarhverfi, kom tvisvar í hellinn í kringum fermingu. Í bæði skiptin var hann á ferð með föður sínum og bræðrum á traktor Staðarbræðra.
Eldvörp Ekið var eftir skriðdrekaslóðanum upp frá Tóftum, í gegnum hraunin og upp undir Þórðarfelli. Tilgangurinn var að sækja þangað oddmjóa járnstaura, um 70 cm langa, sem herinn hafði skilið þar eftir. Í hverri ferð var haldið með 20-30 staura á vagni, sem dreginn var af traktornum, og krakkarnir sátu á. Bræðurnir höfðu hlaupið frá dráttarvélinni þegar hlé var gert á akstrinum og þá séð hellisopið. Staurarnir voru hins vegar seldir útgerðarmönnum í Grindavík á kr. 60- stk, en þeir gerðu m.a. úr þeim netadreka.
Helgi lýsti opinu þannig: „Opið er nálægt þeim stað þar sem vegurinn er – vestan við skriðdrekaslóðann (gæti þó verið eitthvað ofar) – opið snýr í vestur, í átt að Stapafelli, í lítilli lægð, undir klöpp, hlaðið er um opið, sem er ferkantað.“
Helgi var mættur á svæðið, „tók veðrið“ og „exploraði“ minnið. Hann, snerist síðan í þrjá hringi og varð þá, sem fyrr, viss um að hellirinn væri þarna einhvers staðar. Slétthraunið norðan Sundvörðuhrauns, sem reyndar er eitt Eldvarpahraunanna, var skannað og síðan tekin stefnan til norðvesturs með vestanverðum slóðanum.
Gengið var til vesturs yfir slétt Eldvarpahraunið eldra. Árnastígur liggur um hraunið, markaður í klöppina. Skriðdrekaslóðinni, sem er samhliða stígnum, var fylgt og leitað vandlega vestan hans – reyndar í þriðja sinn á jafn mörgum árum. Vestar blasir Sandfellshæðin við. Hún er dyngja með stórum gíg í toppinn. Það er reyndar alveg þess virði að taka lykkju á leið sína og ganga upp á Sandfellshæð (90 m.h.).
Þegar upp er komið blasir hringlaga dalverpið við, en það nefnist Sandfellsdalur. Dalurinn þessi er dyngjuhvirfillinn. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir hin mikilu eldsumbrot og öskufallá Reykjanesi á þrettándu öld hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg.
Eldvörp Þegar komið var yfir Eldvarpagígaröðina ýfðist hraunið, en slóðinn liggur áfram í gegnum það. Stígurinn er til hliðar við slóðina, en beygi síðan frá henni til vesturs. Slóðinni var fylgt í gegnum hraunið og síðan norður með vesturrönd þess, alveg upp í Gjár. Nokkur merkt greni urðu á leiðinni, reyndar nokkur af merkustu Grindavíkurgrenjunum, sem og hlaðið skjól fyrir grenjaskyttu. Efst tekur hin gríðarlega hrauntröð Gígsins við. Hún hefur áður verið fetur, skref fyrir skref.

Haldið var til baka og svæðaleit gerð með slóðanum vestan Eldvarpa, yfir þau og áfram til suðausturs austan þeirra.
Á leiðinni sáust m.a. ummerki eftir æfingar „varnarliðsmanna“ á svæðinu, fjöldinn allur af tómum skothylkjum og brunninn mosi. Nokkur óhöpp urðu við æfingar vegna þess að „hetjurnar“ gleymdu að þeir lágu hreinlega á eldiviðarkesti þegar hleypt var af skoti, með tilheyrandi afleiðingum.
Nú er búið að merkja Árnastíginn frá Húsatóftum til Njarðvíkur, en kaflinn austan og næst Eldvörpum hefur verið merktur svolítið norðar en hinn eiginlegi stígur liggur, þrátt fyrir að sjá megi hann greinilega markaðan þar í klöppina.
Skammt austar í sléttu mosahrauninu er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina. Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr tré, sem notaður var til að setja við hjól flugvéla á jörðu niðri. Númer má sjá á einum hlutnum, hringlaga með gleri í. Talsvert af álleiðslum og álbitum eru þarna einnig.
Heyrst hafði af því að flugvél, svonefnt „Fljúgandi virkið“, hafi nauðlent ofan við Húsatóftir á fimmta áratugnum. Vélin hafi skemmst lítið og áhöfnin sloppið heil á húfi.
Eldvörp Að sögn Friðþór Eydals er líklegt að þarna hafi verið um B-17 vél að ræða, fjögurra hreyfla, sem nauðlenti ofan við Tóftir í apríl 1943 á leið til Keflavíkurflugvallar, en hann hafði þá nýlega verið opnaður fyrir flugumferð. Vélin var nokkuð heil eftir óhappið, en var síðan bútuð niður og flutt á brott, en enn má sjá þarna hluti úr henni, sem fyrr sagði. Brak úr B-47 flugvél er hrapaði vestan Húsatófta, sést einnig enn ef grannt er skoðað.

Skv. upplýsingum frá Friðþóri Eydal „er brakið væntanlega brot úr þessari B-17 sprengjuflugvél sem lenti í villum á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands með fyrirhugaðri viðdvöl á Keflavíkurflugvelli og nauðlenti þarna er eldsneytið þraut eftir 14 klst. flug þann 17. apríl 1943.
Kringlótta brotið á myndinni er úr hliðinnni á kúlulaga byssuturni í botni vélarinnar rétt aftan við vænginn sem skyttan, sem sat milli tveggja 50 cal. Browning vélbyssa sem hann miðaði með því að snúa kúlunni. Kúluna mátti draga upp svo botninn næmi við botn vélarinnar þegar þurfti ekki að sitja í honum eða í flugtaki og lendingu. Slíkur bydduturn var yfirleitt ekki í öðrum vélum sem leið áttu hér um.“
Myndin af vettvangi í apríl 1943 staðfestir að hér er um sömu vél að ræða – við svipaðar aðstæður og þegar brakið af henni fannst í mars 2006.
Enn vantar staðfestingu á staðsetningu „Hamrabóndahellis“ ofan við Húsatóftir. Ef einhver hefur komið auga á hann einhvern tímann eða getur gefið upplýsingar um hvar hann kann að vera að finna er sá (eða sú) sami vinsamlegast beðin/n að hafa samband.
Frábært veður. Leitin tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Helgi Gamalíelsson.
-Kristján Sæmundsson.
-Friðþór Eydal.

Eldvörp

Eldvörp.

Hraun

Þann 24. mars 2006 voru 75 ár síðan björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn togarans Cap Fagnets undan Hraunsfjöru. Þá var fluglínutæki fyrst notuð til björgunar hér á landi.

Cap Fagnet

Cap Fagnet.

Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.

Cap Fagnet

Björgun við Cap Fagnet.

Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í nóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.

Heimild:
www.grindavik.is

Áhöfnin

Áhöfnin á Cap Fagnet sem bjargað var.

Mosfellsbær

Þegar leitað er efnis um Mosfellsbæ má finna ágætt upplýsingakort af því helsta sem sveitarfélagið býður upp á hvað varðar útivist og sögulegan fróðleik:

Mosfellsbær – sveit með sögu

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að sunnanverðu af Kópavogi og að vestanverðu af Reykjavík. Í aldanna rás hét sveitarfélagið Mosfellshreppur og náði allt að Elliðaám fram á 20. öld en 9. ágúst 1987 lauk langri sögu hreppsins og Mosfellsbær varð til.  [Mosfellssveit náði framan af að Elliðaám. Öll braggabyggð austan Elliðaáa var því í Mosfellssveit – SH].
Sögu byggðar í Mosfellssveit má rekja aftur á landnámsöld þegar Þórður skeggi og Vilborg Ósvaldsdóttir námu land milli Leirvogsár og Úlfarsár. Þau bjuggu á Skeggjastöðum en „frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi,“ segir í Landnámu.

Mosfellsbær

Lágafell – Þarna er viðbygingin sem hýsti m.a. Lestarfrélagið.  Þinghúsið er ekki risið.
Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Allt fram á síðari hluta 19. aldar ríkti kyrrstætt bændasamfélag í Mosfellssveit, líkt og annarsstaðar á Íslandi. Sveitin var að vísu í þjóðbraut því um hana lágu leiðir til Vesturlands, Þingvalla og austur fyrir fjall. En íslenskir bændur voru ekki alltaf að flýta sér til móts við nútímann og þegar fyrsti hestvagninn sást í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld töldu menn að eigandinn væri genginn af göflunum!
Kringum aldamótin 1900 varð félagsleg vakning í Mosfellssveit, ýmis félög voru stofnuð, til dæmis lestrarfélag, kvenfélag og ungmennafélag. Smám saman urðu atvinnumálin einnig fjölbreyttari: Ullarverksmiðjan á Álafossi tók til starfa árið 1896 og fyrsta gróðurhús landsins var byggt á Reykjum árið 1923. Mikinn jarðhita er að finna í Reykjahverfi og Mosfellsdal og vagga íslenskrar ylræktar stóð í Mosfellssveit.
Mosfellssveit og þegar þeim lauk voru yfirgefnir hermannabraggar meðal annars nýttir undir starfsemi Reykjalundar sem tók þá til starfa.
Allt frá stríðslokum hefur verið mikil fólksfjölgun í sveitarfélaginu, fyrsta stóra stökkið í þeim efnum varð á 8. áratugnum og nú búa meira en átta þúsund manns í sveitinni milli fellanna þar sem fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga haldast í hendur.

Hernámsárin

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum. Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi. Braggahverfi, svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur. Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.
Norðvestan við Hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einnig voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði. Braggabyggðin við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.

Stekkur

Helgafell

Helgarfell – stekkur í Stekkjargili.

Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.
Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðurfar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekjan þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.

Helgafell
Helgafell
Helgafell rís 216 metra yfir sjávarmáli og þeir sem ganga á fjallið verða verðlaunaðir með góðu útsýni yfir Mosfellsbæ og Sundin blá. Efst á fellinu má sjá rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum og vestan fjallsins eru leifar fjöruborðs, í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, sem skýrist af því að eftir að ísaldarjökullinn tók að hopa fyrir um 10.000 árum gekk sjór inn á láglendið í Mosfellssveit.
Algengasta gönguleiðin á Helgafell hefst á svonefndum Ásum við Þingvallaveg. Leiðin liggur framhjá tveimur steyptum vatnstönkum frá hernámsárunum sem voru notaðir til að miðla köldu vatni í stórt sjúkrahúshverfi sem reis á Ásunum og nefnt var Helgafell Hospital.

Helgafell

Helgafell – Stekkjartjörn (loftmynd).

Göngusneiðingur liggur upp fjallið að vestanverðu og þar sem lagt er á brattann er smálaut sem er leifar af lítilli gullnámu frá því snemma á 20. öld. Forsaga málsins er sú að skömmu eftir aldamótin 1900 tóku menn að gera sér vonir um að finna gull í Mosfellssveit, einkum við Seljadalsá í suðurhluta sveitarinnar. Þegar bóndinn á Reykjum auglýsti jörð sína til sölu árið 1911 skrifaði hann í blaðaauglýsingu: „Reykjaland liggur meðfram Þormóðsdals landareign að norðan, og stefnir gullæðin þar á það mitt. Líka kvað hafa fundist gull í næstu landareign að norðan í líkri stefnu (Helgafelli).“ Engar frekari sögur fara af gullinu í Helgafelli.

Reykir

Mosfellsbær – herseta á Reykjum.

Árið 1942 voru reistar spítalabúðir í landi Suður­Reykja,­ þar sem Reykjalundur er í dag. Spítalinn hóf starfsemi með 250 sjúkrarúmum í októbermánuði,­ en hafði rými fyrir 550 sjúklinga í neyðartilvikum. Álafoss Hospital var aðeins starfræktur í eitt ár en starfsemin þá flutt í Helgafell Hospital vegna fækkunar í herliðinu. Reykjabændur,­ þeir Bjarni Ásgeirsson og Guðmundur Jónsson,­ voru leigusalar lóðarinnar til hersins. Flestir braggarnir voru fljótlega fjarlægðir en S.Í.B.S. keypti lóðina og hóf starfsemi sína m.a. í þeim sem eftir stóðu og voru í notkun fram á sjöunda áratuginn.

Sjá upplýsingaskilti Mosfellsbæjar HÉR og HÉR.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.