Hafnarfjörður

Í „Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaði“ árið 1965 er birtur uppdráttur dönsku mælingarmannanna af bænum frá árinu 1903 og farið um hann af nokkrum fróðleik:

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1903.

Hér birtist kort af Hafnarfirði, eins og hann leit út um og eftir síðustu aldamót. Er þar allmikinn fróðleik að finna, fyrir þá sem vilja setja sig niður til þeirra hluta, frá erli líðandi stundar. Eru bæði sýnd túnin í suðurbænum og svo matjurtagarðar, sem sýndir eru skástrikaðir. — Einna stærsti kálgarðurinn er sá sem „klúbburinn“ svonefndi stóð í, þar sem nú er húsið Suðurgata 15. Skólinn þar rétt hjá er að sjálfsögðu gamla barnaskólahúsið, sem þá var nýbyggt. Góðtemplarahúsið og sýslumannshúsið eru komin. — Hinum megin við klúbbinn sést Undirhamarsbærinn og syðst í því túni er Stefánshús, þá með kálgarði fyrir framan. Sjávarmegin vegarins sjást m. a. þrjú hús sem enn standa, en fyrir framan þau liggur nú Strandgatan. Vegurinn í gegnum bæinn snarbeygði nálægt þar sem nú er húsið Bristol (Suðurgata 24) og var farið skáhallt upp á suður- eða vesturhamarinn og komið niður á Flensborgarmöl. Verksmiðjan, sem nefnd er, er Gosdrykkjagerðin Kaldá, sem stofnuð var árið 1898 og starfrækt þangað til um 1910.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Hellisgata 1905.

Sé farið norðureftir aftur, sést að á meðan lækurinn rann óáreittur af mannshöndinni, var ósinn allmiklu norðar en nú, og brúin nálægt þar sem nú er apótekið. Austan Gunnarssundsins voru stórir kálgarðar, og eru þeir á kortinu skáskornir af götuslóða. Lá hann þaðan sem nú er efnalaugin og upp þangað sem nú eru húsin Austurgata 27 B og 29 B.
Þar sem nú mætast Linnetstígur og Strandgata hefur bærinn breytzt æði mikið, en sé farið enn vestar, sést að leiðin til Beykjavíkur lá á sama stað og nú, og einnig sést hvar hinn þá nýlagði Kirkjuvegur hlykkjast skáhallt upp hraunið. Það var leiðin áleiðis að kirkjustaðnum, Görðum.
Hús, sem sjást vestan Reykjavíkurvegar og enn standa, eru m. a. verzlunin Ásbúð, hús Bjárna riddara Sívertsens og stóra pakkhúsið þar fyrir vestan. Einnig standa enn í miðbænum 3—4 íbúðarhús sem sjást á kortinu, en ekki eins greinilega.
Hugleiðingar út frá þessu korti gætu verið miklu lengri, en vonandi er að þeir sem þarna koma auga á bernskuheimili sitt sem lítinn punkt, misvirði ekki þótt hér verði staðar numið. Þeim til fróðleiks má benda á það sem skrifað hefur verið í jólablaðið um þetta efni á undanförnum árum.
Um áttaheiti hefur verið fylgt hinum reikulu hafnfirzku málvenjum.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 21.12.1965, Hafnarfjörður 1903, bls. 25.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1903 – í lit.

Arnesarhellir

Í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenskra, er m.a. fjallað um Arnes Pálsson útilegumann. Er frásögnin „eptir handriti séra Jóns Yngvaldssonar á Húsavík (dáinn 1876) rituðu eftir sögn séra Arnórs Jónssonar í Vatnsfirði (dáinn 1853), en Arnes sagði honum sjálfur kringum 1790.
Arnesarhellir í AkrafjalliÍ handritinu er líst ástæðu fyrir útilegu Arnesar eftir að hann varð uppvís að þjófnaði, „ei fæ jeg sagt hvílíkum“, leitinni að honum á Akrafjalli og vist hans með Fjalla-Eyvindi. Í upphafi segir frá kænvísum viðbrögðum og góðum, en iðrunarfullum úrræðum Arnesar: „Vorið 1755 þegar Magnús amtmaður Gíslason sat á Leirá, en Arnór sýslumaður bjó í Bergsholti í Melasveit varð Arnes nokkur Pálsson á Akranesi eða í Garðasókn uppvís að þjófnaði, ei fæ jeg sagt hvílíkum. En áður hann yrði handsamaður og færður sýslumanni, sem þá var títt, hvarf Arnes úr byggðinni og fannst ekki, þó hans væri víða leitað og voru ýmsar getur um, hvað af honum hefði orðið. En er áleið sumar og nótt tók að dimma, fóru menn á Akranesi og í fleiri bæjum nálægt Akrafelli [í fyrri hluta lýsingarinnar er skrifað -fell] að verða varir hvarfa ýmsra muna úr útibúrum. Ei var heldur trútt um, að smalasveinar, er árla voru uppi, sæi mann bera fyrir sig uppi’ á Akrafelli, því hvarvetna umhverfis fjallið er byggð og bæir. Af þessu öllu saman kom upp kvittur sá og grunur, að Arnes mundi hafa byggistöð sína í Akrafelli og hugðu menn ekki gott til, er hausta og vetra tæki að eiga þar vogest slíkan yfir höfði sér. Hreppstjórar sveitanna báru nú þetta vandræði undir héraðshöfðingja sína, amtmann og sýslumann, er báðir voru hyggnir og hugkvæmir; stefndu þeir þá að sér hreppstjórum öllum og virtustu mönnum af Akranesi og úr Mela- og Leirársveitum og réðu ráðum sínum um, hve hægast mundi að handtaka Arnes; var það þá afráðið að hefja skyldi fangaleit um allt Akrafell einn ákveðinn dag um haustið,
ÁrtúnÍ hreinu og björtu veðri eða fyrsta bjartan dag þar næstan og skyldu hreppstjórar allir kveða upp menn í kringum sig af hverjum bæ og var ákveðinn viss tími, þá allir skyldu jafnsnemma hefja leitina allt í kring upp á fellið. En svo Arnes skyldi á engan veg á undan skotizt, þá var svo ráðkænlega um hnútana búið, að allir leitarmenn skyldu vera á hvítum hásokkum, er næðu upp á mið læri og allir bera alhvítar húfur, svo hvar sem nokkur sæi nokkurn mann á annan veg búinn, þá væri að honum auðgengið, af öllum, er sæju hann. En til enn meiri vissu að vara, að Arnes því síður ætti nokkurn kost að komast undan, voru margir menn hér og þar, á beztu hestum, settir til aðgæzlu skammt frá fjallsrótunum, til að henda Arnes á hlaupi, ef hann einhversstaðar leitaði ofan til undanflúnings og höfðu allir þessir reiðmenn langskeptar ólarsvipur í hendi, til að hringvefja um hlauparann, ef færi gæfist, en þar sem mýrlent var, svo ei varð vel hestum viðkomið, þar voru á víð og dreif valdir hinir knáustu og fráustu menn, skammt frá fjallsrótunum, til að elta og áhenda Arnes, ef ofan kynni að vilja hlaupa einhversstaðar, svo kalla mátti að honum væri hér á allan veg allar bjargir bannaðar til undankomu.
Leifar eftir setuliðið eru víðaNú er ei meir frá tíðindum að segja, fyr en kemur sá hinn ákveðni leitardagur og voru þá um 80 menn búnir til leitarinnar og höfðu alir þann viðbúning, sem hér var gert ráð fyrir gert. Þá var veður gott og bjart og hugðu menn gott til að fá handtakið Arnes, er ekkert vissi um allt þetta kænlega ráðabrugg.
Nú er að segja frá Arnesi, að þennan sama morgun fer hann árla á ferl og flakk úr fylgsnishreysi sínu, er var hæst á Akrafjalli [í hellisskúta undir Háahnúk], þar sem víðast mátti til sjá nálægt fjallinu; getur hann þá að líta, hvar sem auga rennir, að hvaðanæva drífa ríðandi menn að fjallinu. Einnig gætir hann þess, að allir mennirnir nema þeir, er fyrstir fóru, höfðu einkennisbúning til höfuðs og fóta; flýgur honum þá skjótt í hug, hvað nú  muni á seyði og þykir heldur óvænlega áhorfast fyrir sér.
Arnes sér nú leitarmennina drífa að á allar hliðar svo búna Tóft við Selfosssem áður segir.
Hvorki átti hann alhvíta sokka né alhvíta húfu og hvorugt varð gripið upp úr grjótinu. Ei hafði hann heldur krít né hvítan lit, en hér rak bráð nauðsyn eptir að vera bæði snar og snjallráður eða gefast upp og þess kvaðst Arnes lengst síðan iðrazt hafa, að þeð ei gert hefði, en hann varð þó ei með öllu úrræðalaus. Arnes átti skyrtutötur. Af hennir rífur hann ermina, ristir sundur og vefur um höfuð sér og bindur um utan. Hvíta sokka átti hann enga og þá var þar ei hægt að fá og hvað var þá til ráða. Sokka á hann enga nema sauðsvarta og eins lita brók og buxur. Arnes fer úr sokkunum eða flettir þeim í vindil fast ofan á ristar, síðan sprettir hann upp í nærskornar stuttbuxur og brýtur þær upp fyrir mitt læri. Þannig sýndist hann klæddur í uppháa, hvíta sokka. Þá var nú enn ein þraut óunnin, sem var sú, að fá laumazt og læðast saman við aðra leitarmenn, svo enginn yrði var við. Hverju bragði hann beitti til þess man jeg ógerla, en þó tólkst honum það að og þannig gekk hann og leitaði með þeim allra manna vandlegast, allan daginn, og áminnti alltaf þá, er næst honum gengu, að leita sem vandlegast.
En af því leitarmenn, sem voru úr 4 sveitum, voru margir svo ókunnugir innbyrðis, að eigi þekktu hvorir aðra, grunaði enginn Grágrýtisbjarg við hellisskútannArnes.
En er lokið var leitinni síð dags og menn fóru að flokkast saman neðan undir fjallinu, drógst Arnes lítið aptur úr, kvaðst hafa týnt vetlingi úr barmi sér, og vilja svipast að honum og bað þá, er næst honum voru að halda áfram; hann mundi skila sér og við það skildi með þeim, að engan grunaði neitt, þótt öllum þætti undarlegt, að Arness kyldi hvergi vart verða og þóttust ei vita, hverju gegndi. En það er af Arnesi að segja, að honum þótti happ að sleppa, þótt þetta væri upphaf rauna hans, því hvað var ein ráðningarrefsing, þótt nokkuð sár væri, hjá öllu hinu illa, er langvinn, ófrjáls útilega hafði í för með sér, og að hljóta ár frá ári að lifa á ránum og stuldi, ófriðhelgi, úti á öræfum, í vetrarhörkum, og aldrei verða ugglaus um fjör og frelsi.
Næstu nótt kúrði Arnes enn í fylgsni sínu í fjallinu, en þorir þó með engu móti að haldast þar við lengur og býr sig að morgni til burtfarar, en veit þó víst ekki, hvert halda skuli, þá án alls undir vetur sjálfan. Hann hafði þá heyrt getið Fjalla-Eyvindar útilegumanns og heldur vel af honum látið, og kemur helzt í hug, að leita hans upp á líf og dauða…“

Innan við syðra opið

Að lokum segir: „Sagt er að Arnes hafi borið Eyvindi bezta orð fyrir góðmennsku og guðrækni, en vart kvaðst hann [hafa verið] óhræddur um líf sitt fyrir Höllu og Abraham syni hennar (?) meðan hann lifði.
Tvö seinustu árin, sem Arnes lá úti, hafðist hann optast við í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni, unz ellibilun knúði hann að gefa sig alveg á vald byggðamanna kringum 1790 og var þá að nafninu settur í tugthúsið, en af því þá var verið að frumbyggja dómkirkju í Reykjavík, en Arnes var þjóðhagi, var hann hafður þar við smíðar og dó fjörgamall í Engey 7. september 1805 eins og segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar II, bls. 247.“ Arnes varð einnig um tíma eins konar dyravörður í fangelsinu í Reykjavík, en sú bygging hýsir nú Stjórnarráð Íslands. Til er kansellíbréf til Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns um að láta Arnes Pálsson lausan úr fangahúsinu í Reykjvík, hinn 4. febrúar 1792. Hann lést sem niðursetningur í Engey við Reykjavík árið 1805, sem fyrr sagði, 86 ára gamall.
Og þá var bara að leita að þessu fyrrum fylgsni Arnesar við Elliðaárnar, í landi Ártúns. Framangreind lýsing gefur staðsetninguna til kynna; „…í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni“. Nyrðri hluta ánna hefur verið raskað varanlega, allt frá rafstöðvarhúsunum upp fyrir stíflu (sjá HÉR). Þá hafa árnar hlaupið fram og aftur um ársvæðin, brotið bakka og fært til.
Gos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla.

Innan við nyrðra opið

Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann (sjá HÉR).
Þegar gengið var upp með og innan við árbakkana beggja vegna neðan frá var hvorki hella né skúta að sjá. Einu minjarnar voru eftir setuliðið, nokkur skeifulaga hlaðin skjól. Ólíklega hefur fylgsni Arnesar við vestan Ártúns því þar er bæði flatlent; flæðihætta, og þar var aðalþjóðleiðin austur um sveitir. Enn vottar fyrir grunni þóaramylluhússins, skammt frá aðalleiðinni yfir vaðið, en það kom einmitt við sögu þegar Arnes lenti í vandræðum og gafst næstum því yfirvöldum á vald.
Hólmahraunin hækka eftir því sem ofar dregur. Spurnir höfðu fengist af hraunsprungu í efsta hólmanum (Blásteinshólma) og innundir honum svolítið rými, varla þó nógu stórt til að hýsa manneskju. Dæmi var um í dagbókarfærslu lögreglunnar að þar hefðu þjófar falið þýfi fyrrum, lítilræði þó. Ferðin yfir í hólmann var ekki árennileg því ekki verður komist í hólmann nema í vöðlum.
Ljóst er að Arnes hefur ekki gert miklar kröfur til vistavera sinna ef marka má önnur nálæg skjól, sem við hann eru kennd, s.s. í Akrafjalli (-felli), við Hraunsholt í Garðabæ og Arnersarhelli við Hvalvatn (sjá HÉR). Hann hefur þó gjarnan búið svo um að munnarnir væru ekki við fjölfarnar sljóðir og ekki auðfundnir. Í Hvalvatni þarf t.d. að vaða spölkorn út í vatnið til að komast inn í skútann. Líklega hefur hann ekki með viðvarandi dvöl á hverjum stað.
Eftir að FERLIR hafði gengið fram og aftur um Elliðaáasvæðið kom einungis einn álitlegur staður til greina. Að vísu gæti áin hafa fært fyrrum hellisskútan í kaf og fyllt hann eða hann fallið saman. Hvorugt virtist þó sennilegt því líklegt mátti telja að Arnes hafi valið sér skjól á nokkuð öruggum stað, þar sem vel sást til mannaferða, en trauðla til hans. Auk þess hefur hann, eftir svo mörg ár á flótta, lært af refsins klækjum; fundið stað með fleiri en einum útgangi, ef á þyrfti að halda – að fenginni reynslu. Fangavist yfirvaldsins á Ströndum hafði ekki verið nein sæla þótt alþýðufólkið hafi sýnt honum nærgætni. Viðbrögðin voru því, er hér var komið, að forðast yfirvaldið og þess menn með sem bestum ráðum.

Nyrðra hellisopið

Ljóst má vera að Arnes hefur gengið beina hjá Ártúnsfólkinu, en svo hafði bærinn heitið allt frá 1584 (áður hét hann Árland neðra). En vegna gestaferða um fjölfarinn túngarðinn hefur Arnes þurft öryggt afdrep. Eflaust hefur hann notað það sem skjól því sagan segir að komið hafi verið að honum sofandi í þóaramyllunni fyrrnefndu og munaði litlu að þá tækist að koma honum undir manna hendur. Flúði hann í hraunin við Álftanes, en þar má enn sjá skjól það er hann hafðist þá í um tíma.
Staðurinn, sem líklegastur er til að geyma „Arnesarhelli“ í Elliðaárdal sendur hátt, við Hólmstá, reyndar á besta stað. Tvö op er á hellisskútanum, sem er um 10 metra langur. Stærra opið, það nyrðra, horfir heim að Árbæ, en bærinn er þó ekki í sjónfæri. Utan við syðra opið er lausagrjót. Nokkra slíka steina má sjá innan við opið. Hellirinn er ekki auðfundinn, enda lágur. Ofar heitir Selfoss. Milli hans og hellisins eru leifar af tvískiptri tóft, hugsanlega tímabundinni selstöðu eða aðhaldi. Sunnar er Kermóafoss (Skorarhylsfoss/Indíánafoss). Við hann eru tveir grunnir skútar, en undir hraunveggnum þar er hið ágætasta skjól. Utan við hellismunnann er stórt grágrýtisbjarg, sem ísaldarjökullinn hefur skilið eftir. Við það má auðveldlega dyljast á alla vegu fyrir mannaferðum handan árbakkanna.
Hafa ber í huga að þarna gæti Arnes, hinn þrautreyndi útilegumaður á öræfum Íslands um mörg ár, hafa hafst við þau tvö ár er hann dvaldi við Ártún.
Frábært veður.

Heimild:
-Huld – safn alþýðlegra fræða íslenskra, 1890-1898, I, bls. 31-37.
-Örnefnastofnun Íslands.

Nyrði hluti hellisins

Úlfljótsvatnskirkja

Ætlunin var að skoða ystu norðausturmörk hins forna landnáms Ingólfs, m.a. þjóðsagnakenndan og einstígsaðgengilegan Skinnhúfuhelli norðan í Björgunum austan Hellisvíkur við Ölfusvatnsvík, fjárhelli frá Villingavatni, sem notaður hefur verið frá ómunatíð allt til loka síðustu aldar, fjárborg í Borginni vestan Úlfljótsvatns, beitarhús og nokkrar aðrar tóftir á svæðinu, auk þess sem ætlunin var að koma við á Ölfusvatni og skoða Grímkellsleiði í Grímskellsgerði, leiði Grímkells goða Bjarnasonar, sem þar bjó um 950.

Fjárborgin

Byrjað var á því að fara frá Steingrímstöðvarsvæðinu norðvestan Úlfljótsvatns með stefnu að klapparhæð er nefnd er Borg. Þar upp undir henni eiga að vera tóftir fjárborgar skv. fornleifaskráningu.
Jörðin Úlfarsvatn hefur skv. framangreindu verið fornleifaskráð. Yfir 90 fornleifar fundust á 68 stöðum á jörðinni. Var þó ekki öll landareign jarðarinnar fullkönnuð. Bjarni F. Einarsson, doktor í fornleifafræðum hjá Fornleifafræðistofunni vann að fornleifaskráningunni vegna deiliskipulags í landi Úlfljótsvatns. Meðal fornleifanna er þessi rúst fjárborgar við Borgarhóla (Borgin) sem eru NV af Hrútey, ca. miðja vegu vestan við vatnið. Aldur rústarinnar er talið vera tímabilið 1550-1900. „Ástand rústarinnar er talið ágætt. Varðveislugildi og minjagildi telur fornleifafræðingurinn vera talsvert.“
Norðan við Borgarvíkina eru Fjárhöfðarnir, ágætur útsýnisstaður yfir vatnið og suður yfir Sogið. Ekki síst er þar útsýni yfir Hrúteyna og sundið milli lands og eyjar. Tengist sundið þjóðsögu um skrímsli eða orm í vatninu og er undur yfir að líta t.d. í frostum að vetrarlagi vegna sérkennilegra strauma og fyrirbæra í vatninu. Til gamans má geta þess að samkvæmt þjóðsögunni er hið svikula eðli íssins á vatninu af völdum ormsins, hann brýtur upp ísinn þegar hann er á ferð. Að Fjárhöfðum er skammt að fara frá fjárborginni og nálægum beitarhúsatóftum við Hagavík sem eðlilegt er að tengja gönguleið með vatninu.

Borg eða beitarhús

Fjárborgin og beitarhúsatóftirnar eru norðan við Höfðana (undir Borgarhöfða) milli Borgarvíkur og Hagavíkur. „Hér mun vera um að ræða minjar um aflagða búskaparhætti og nýtingu landsins og hljóta að teljast varðveisluverðar. Auk þess tengist staðurinn fyrrnefndri þjóðsögu (Þjóðsagnasafn Guðna Jónssonar) sem gefa honum enn meira gildi.“
Upp úr Hagavíkinni er auðveld og falleg merkt gönguleið yfir að Þingvallavatni, eða upp á Björgin við sunnanvert Þingvallavatn, yfir að Sogi og að Skinnhúfuhelli (þ.e.a.s. fyrir þá sem hann finna). Op hans snýr að Þingvallavatni. Skátar hafa jafnan fengið það verkefni að fara í Skinnhúfuhelli og reyna að rekja sagnfræðilega tengingu hans.
Til að komast í Skinnhúfuhelli þarf að fara um einstigi (ef farið er að austanverðu, annars er leiðin greið að vestanverðu) og hefur sumum fundist betra að snúa við en taka áhættuna að komast hvorki í hellinn né annað eftirleiðis. Um er að ræða þjóðsagnakenndan dvalarstað, sem óþarfi er að Tóft austan Einbúaniðursetja hér til lengri framtíðar.
Í maí árið 1946 fann Jón Ögmundsson bóndi á Kaldárhöfða kuml, sem er gamall haugur, í Torfnesi. Torfnes er hólmi rétt sunnan við þann stað þar sem Sogið rennur út í Úlfljótsvatn. Af gerð forngripanna sem fundust í kumlinu má fullyrða að það sé síðan snemma á 10. öld. Þarna voru fullorðinn maður og ungur drengur, 6-8 ára, grafnir.
Enginn fornmaður sem hefur enn verið grafinn upp hér á landi, hefur verið eins ríkmannlega búinn og þessi. Í kumlinu fundust t.d. leðurbelti með bronssilgju, sverð úr silfri og bronsi, tvenn spjót, 6 örvar, bardagaöxi fatapjötlur úr fínu vaðmáli, hönk af silfurvír, fjórir tinnumolar, krókstjaki, tveir skildir, hnífur og svo mætti lengi telja. Af manninum varðveittust lítilfjörlegar beinaleifar og tvær mjólkurtennur fundust úr drengnum. Í kumlinu hafði einnig verið um 3 metra langur bátur og 80 sentimetra breiður.
Geymsluhús Skálholtsstóls?Ýmsar kynjaverur virðast hafa haldið sig í og við Úlfljótsvatn. Í Suðra II er eftirfarandi lýsingu að finna: „Í nóvember árið 1929 sást skrímsli eða vatnakind í Fjósavík sunnan við bæinn á Úlfljótsvatni. Hringsólaði skrímslið í víkinni. Voru þrjú horn eða uggar upp úr bakinu og um 2 metrar á milli þeirra. Var það að hringsóla þarna part úr degi. Hugðust menn fá meiri vitneskju um hvaða skepna þetta væri. Fóru þá tveir menn á báti með net og hugðust leggja það fyrir og króa það inni. Annar maðurinn var unglingur og var hálfhræddur og fór að henda í það. Kom þá styggð að dýrinu, svo það stakk sér niður og hvarf þar með sjónum.“ Engin skýring hefur fengist á þessu fyrirbæri.
Undir Dráttarhlíð voru geymsluskemmur Skálholtsstóls og aðrar við Þingvallavatn skammt frá upptökum Sogsins. Þarna voru búvörur og skreið flutt yfir. Mikið sog var þarna og flutningur þessi því ekki með öllu hættulaus. Eitt sinn barst í Sogið hluti af líkfylgd og líkið að auki.
FjárhellirinnÁ 17. júní árið 1959 gerðist sá atburður við Efrafall að Þingvallavatn reis óvenju hátt í miklu roki þannig að stífla brast og mikið vatn streymdi í gegnum jarðgöng sem verið var að vinna við og hálfbyggt stöðvarhús. Miklar skemmdir urðu þarna og hreinasta mildi að þetta var á Þjóðhátíðardaginn og enginn við vinnu. Annars hefði eitthvað farið meira en líkfylgdin forðum, enda fjöldi manns starfandi bæði í göngum og stöðvarhúsinu virka daga. Fleiri vikur tók að týna saman spýtnabrak niður með öllu Soginu.
Þegar komið var að borginni, en hún er auðfundin í hæðinni norðaustan í Borginni er komið er úr norðri. Í fyrstu mætti ætla að um borg hefði verið að ræða, en við nánari skoðun kom í ljós að mannvirkið var tvískipt beitarhús, líkt og þrískipta beitarhúsið u.þ.b. 15 metrum norðvestar. „Borgin“ hefur augsýnilega verið hlaðinn ferköntuð, en vegna hallans hefur framhliðin látið undan og veggurinn sígið og er nú bogalaga. Allir veggir eru upphlaðnir svo einungis hefur þurft að refta yfir, andstætt efri beitarhúsunum, sem eru bæði mun stærri og hafa haft trégafla mót norðri. Dyr „borgarinnar“ eru tvennar; önnur snýr til austurs, að vatninu, en hin til Hellisvikurhellirsuðausturs. Mannvirkið hefur verið skipt í tvennt með garði að neðanverðu og tréþili að ofan. Að öllum líkindum er „borgin“ eldri beitarhús en þau sem að ofan eru. Fyrir neðan austurvegginn er hlaðið bogadregið gerði til að stýra fé inn um báðar dyr húsanna.
Í örnefnalýsingu fyrir Úlfljótsvatn segir um þennan stað: „Fjárhöfðar heita einu nafni hæðirnar fyrir norðan Borgarvíkina. Þar eru grasbrekkur og hvammar neðan til, en klettabelti og berg í brúninni. Uppi á Fjárhöfðanum var fjárborg, hlaðin úr grjóti, en nú eru þar tóftir einar. Borgin var lögð niður sem fjárskýli 1887 og byggð fjárhús og heyhlaða. En áður var heyið haft í tóft skammt frá, suður á brúninni, og fénu gefið á gadd, þegar því var gefið. Fjárhús þessi voru lögð niður 1914.“
Skammt sunnar, á hæð er hefur útsýni yfir Hrútey, er stakt hús. Frá því sér heim að Úlfljótsvatni. Líkt og önnur sambærileg hús, er það hlaðið og snúa dyr mót suðaustri. Bæði er staðsetningin ákjósanleg til að fylgjast með beit hrútanna í Hrútey svo og fylgjast með ferðum með vatninu, einkum frá bænum. Líklega hefur þarna verið um að ræða aðsetur eða athvarf þeirra sem höfðu þann starfa að fylgjast með hrútunum og sinna fénu í beitarhúsunum. Veggir hafa verið hlaðnir og standa hleðslur enn að hluta, en eru grónar. Skv. framanskráðri örnefnalýsingu hefur þarna verið haft hey um tíma.
FjárhellirinnSuðvestan undir Björgunum, suðaustan við Einbúa, er tóft. Hún stendur hátt og eru veggir hlaðnir úr móbergssteinum. Gróið er í kringum húsið. Veggir standa að hluta. Líklegt er að gróningarnir hafi orðið til eftir að húsið lagðist af og fé nýtti það sem skól. Ef vel er að gáð má sjá vel varðaða leið til suðvesturs, að Villingavatni, en tóftin er í þess landi. Í stefnu til norðausturs er Fjárhellirinn stóri, sem Hellisvíkin í Þingvallavatni dregur nafn sitt af. Þarna hefur því að öllum líkindum verið athvarf þeirra er þurftu að sinna fé Villingavatnsmanna í Fjárhellinum þegar veður voru válynd. Frá tóftinni sér heim að Villingavatni og stutt er í Fjárhellinn vestast í Björgunum. Varða er á holti skammt sunnar, sem mun vera stefnan á leiðina að Úlfljótsvatni. Hún sést enn mjög vel ofan við Borgina. Í örnefnalýsingu fyrir Villingavatn er ferköntuð tóftin sögð hafa verið fjárborg.
Suðaustan við hæðirnar, sen tóftin stendur á, eru tjarnir. Þarna mun hið forna affall Þingvallvatns hafa verið, úr en opnað var niður í Sogið.
Enn ein tóftin er brekkunni sunnan í Björgunum, í svonefndri Dráttarhlíð. Um er að ræða tvískipta tóft, hlaðna úr móbergi. Stafn hefur verið mót suðri. Þar sem húsið hefur verið í allnokkrum halla má ætla að þar hafi ekki verið íveruhús, hugsanlega stekkur, en þá vantar Björginallt samhengi. Líklegast er þarna um að ræða geymsluhús það er Skálholtsstóll hafði vestan við Sogið og nefnt er hér að framan. Þótt tóftin virðist lítt áberandi og harla ómerkileg fyrir áhugalausa virðist hún enn merkilegri fyrir bragðið.
Þá var haldið vestur fyrir Björgin og komið að Fjárhellinum stóra vestast í þeim. Gróin tún eru vestan við Björgin og augljóst er að Fjárhellirinn hefur verið notaður um „ómunatíð“ eins og segir í lýsingu, allt fram undir síðustu áratugi 20. aldar. Bæði má merkja þá á bárujárninu, sem nú er fallið niður en hefur áður verið notað sem þak yfir hinn stóra skúta, og auk þess hefur plexigler verið notað sem gluggi á einum stað við innganginn.
Ofan við hellinn er drjúgt fjárskjól, en engar hleðslur sjáanlegar. Í Fjárhellinum eru steinþrep þegar inn er komið og síðan blasa við reglulegar hleðslur; stíur og garðar. Skjólinu er skipt í a.m.k. tvennt. Af undirlaginu að sjá virðist Fjárhellirinn hafa verið notaður frá á 6. eða 7 áratug 20. aldar, og jafnvel eitthvað eftir það sem skjól, því fé frá Villingavatni hefur jafnan gengið úti allt árið um kring. Í örnefnalýsingu fyrir Villingavatn segir að fjárhellir þessi hafi tekið 120 fjár með heykumli. Á steini í hleðslu við innganginn er áletrunin ÞM 1919. Steinninn er neðarlega í hægri dyrahleðslu.  Í Árbók F.Í. 2003 segir að hellirinn hafi verið notaður 1963 og hafi rúmað 120 fjár.
Stefnan var lokst tekin á Símonarhelli og Skinnhúfuhelli. Gengið var austur með og undir Björgunum. Leiðin er greið enda er kindagötu fylgt langleiðina. Á óvart kom hversu mikið og óvenjufagurt landslagið er undir Björgunum. Bergið efra er greinilega markað af Þingvallavatni, sem þá hefur risið miklu mun hærra en það gerir nú. Bæði hefur orðið allverulegt landsig á svæðinu norðan af og auk þess hefur affalli vatnsins verið breytt. Nauðsynlegt er þó þrátt fyrir  dýrðina að hafa augun opin svo gatan liggi jafnan rétt fyrir fótum. Stór klettur, fagurlega skreyttur að ofan, verður á leiðinni. Þarna gæti Skinnhúfa steinrunnin verið komin – blessunin. Rétt er að fara varlega því niðar í fjörunni má sjá beinagrind af kind, sem orðið hefur fótaskortur á leið sinni, líklega á klaka. Framundan sést til hellisins.
Þegar að Símonarhelli er komið virðist augljóst að þarna hefur verið um fjárskjól að ræða. Hið fegursta útsýni er úr honum vestur með Björgunum. Einstigið fyrrnefnda er neðan Símonarhellirvið hellinn. Um er að ræða stutt haft, ca. 5 m langt, en alls ekki illfært. Bergið slútir þar lítillega fram og því virðist það óárennilegt. Haldið var eftir einstiginu inn í grasi gróinn uppreistan hvamm. Lengra en að næstu klettasnös verður ekki farið. Gengið var upp brattan hvamminn og upp á Björgin. Leiðin er greið.
“Í höfða þeim í landi Villingavatns eru tveir hellar. Um þessa hella er til þjóðsaga, sem prentuð er í “Íslenskum sagnaþáttum” Guðna Jónssonar (VII, bls. 84-86) eftir handriti Magnúsar Magnússonar á Villingavatni. Í sögunni eru hellarnir nefndir Skinnhúfuhellir og Símonarhellir. Skinnhúfuhellir er norðaustan í Dráttarhlíð um 200-300 metra fyrir vestan stífluna, þar sem Sogið féll úr Þingvallavatni, miðja vega frá vatninu upp í klettabrún. Hellirinn er fjögurra til fimm metra langur, tveggja metra breiður og manngengur að meira en hálfu leyti. Í áttina að Þingvallavatni eru manngengar dyr um það bil í hnéhæð frá hellisgólfi. Annað op er til hægri handar, þegar inn er gengið. Það hefur verið byrgt með grjótvegg, sem er hruninn að ofanverðu. Gólfið í Skinnhúfuhelli virðist hafa verið sléttað og mýkt með mosa. Samkvæmt sögunni er hellirinn kenndur við förukonu, sem kölluð var Elín skinnhúfa og lá þar úti skamma hríð um 1770. Um 100 metrum vestar er hellisgímald, Einstigið að austanverðusem nefnt er Símonarhellir, í sama berginu og sömu hæð. Mestan hluta leiðarinnar milli hellanna er mjótt þrep í brekkunni, en næst Símonarhelli er einstigi. Þjóðsagan kennir þennan helli við Símon nokkurn, smalamann á Villingavatni, sem var lagsmaður Elínar skinnhúfu.”
Ólafur Briem fjallar um útilegumenn á Reykjanesskaganum í bók sinni “Útilegumenn og óðar tóttir”. Bókin var gefin út árið 1959, en var síðan endurskoðuð og endurbætt í nýrri útgáfu 1983. Í eftirfarandi umfjöllun er stuðst við síðari útgáfuna.
“Fyrstu útilegumenn, sem um getur á Reykjanesfjallgarði, eru Eyvindur Jónsson úr Ölfusi – sem kalla mætti hinn eldra til aðgreiningar frá Fjalla-Eyvindi – og fylgikona hans: Margrét Símonardóttir.” Í alþingisbók 1768 er þess getið að manneskjur þessarar “urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undan Erfiriseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris [árið 1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á nefndnum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu…” Þetta ár tóku Eyvindur og Margrét út líkamlega refsingu í Kópavogi þann 3. desember fyrir útileguna og “hnígandi þjófnaðar atburði”
og voru síðan afleyst af biskupnum í Skálholti.
Ekki leið á löngu þangað til að “þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útileguvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust.” Síðan voru þau bæði dæmd til dauða, og fór aftan fram 3. júlí 1678. Að öllum líkindum var hér um helli Elínar skinnhúfu að ræða.
Í örnefnalýsingu fyrir Úlfljótsvatn segir um Skinnhúfuhelli: „Skinnhúfuhellir er allstór hellir uppi í miðju berginu. Að honum liggur pallur í berginu, sem ganga má Útsýni austur með Björgunumeftir, nema á einum stað er hann u.þ.b. slitinn sundur. Þó fara það stundum kindur og fótvissir menn, sem ekki eru lofthræddir. Hellir þessi þótti ágætt fjárskýli, áður en skarðið kom í pallinn. Austast við pallinn er lágur hellir, ekki stór. Hann heitir Tvídyri.“
Reynt var að nálgast Skinnhúfuhelli að austanverðu með viðkomu í Tvídyra. Um er að ræða rúmgóðan tvíopa skúta í berginu; annað opið snýr í norðaustur og hitt, minna, í norður, að vatninu. Skútinn er í u.þ.b. 10 m hæð. Þegar komið var að einstiginu fyrir klettasnös þar sem sást yfir að Skinnhúfuhelli, var látið staðar numið. Einstigið er um 5 m langt, en verulega hefur brotnað úr því. Snarbratt er niður að vatninu. Ekki er nema fyrir fífldjarfa að fara þarna um nú orðið og þá ekki einfara. Í örnefnalýsingunni er bætt við að „þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur. Sá hellir er vestan í Skinnhúfubergi, en sá hellir er í Villingavatnslandi.“
Í bakaleiðinni var komið við í Haugahelli og Bríkarhelli austar með berginu, þar sem affallið er í Sogið. Um er að ræða smáskúta. Báðir þessir „hellar“ voru notaðir fyrir fjárskýli til forna, á meðan ekki voru hús fyrir fullorðið fé – segir í örnefnalýsingunni.
ÚlfljótsvatnÞá var haldið yfir að Ölfusvatni með það fyrir augum að staðsetja leiði Grímkells.
Sagan segir að Illugi hafi búið á Hólmi á Akranesi og var hann Hrólfsson. Hann var gildur bóndi. Sagt er frá því í Harðar sögu og Hólmverja, að hann fór til Ölfusvatns í bónorðsför og bað Þuríðar dóttur Grímkels, sem hann átti með fyrstu konu sinni. Grímkell tók honum vel og fóru festar fram.
Síðan segir í Harðar sögu: „Að tvímánuði skyldi brúðlaupið vera heima að Ölfusvatni. En er kom að þeirri stefnu bjóst Illugi heiman við þrjá tigu manna til brúðlaupsins. Með honum var Þorsteinn öxnabroddur úr Saurbæ, mikill bóndi, og Þormóður úr Brekku af Hvalfjarðarströnd. Þeir fóru yfir fjörð til Kjalarness og fyrir norðan Mosfell og svo upp hjá Vilborgarkeldu, þaðan til Jórukleifar og svo til Hagavíkur og svo heim til Ölfusvatns og komu snemma dags.“
Jórukleif heitir eins og kunnugt er eftir Jórunni bóndadóttur úr Sandvíkurhreppi í Flóa, sem ærðist þegar hestur föður hennar beið lægri hlut í hestaati. Hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Svo hljóp hún með lærið yfir Ölfusá og upp Grafning og nam ekki staðar fyrr en uppi í Hengli. Þar settist hún að í Jóruhelli.
JóruhellirAf Jórusöðli, hnjúk í Henglafjöllum, fylgdist hún með ferðamönnum bæði sem fóru um Grafning og Dyraveg. Í Jórukleif sat hún svo fyrir ferðamönnum, rændi þá og drap. Þessu linnti ekki fyrr en Noregskonungur fann upp ráð til að koma henni fyrir kattarnef. Í dag eru læri þó ekki rifin undan hrossum þegar illa gengur. Eins og sjá má í
Lýsingu FERLIRs um Grafningsselin er Kleifarsel í Jórukleif.
Miklar minjar eru að Ölfusvatni, bæði nýlegar og einnig miklu mun eldri. Forn garður er utan „nýjagarðs“ og ef tekið er mið af honum og jarðlægar tóftir skoðarar af nákvæmni má m.a. sjá fornan skála suðaustar í núverandi túni. Blótsteinn er við innganginn í „nýja“ bæinn, en hann mun hafa staðið framan við kirkjuna, sem mun hafa verið sunnan við núverandi bæjartóftir.
Lítum nánar á upplýsingaskilti á staðnum: „Ölfusvatn hefu verið í eyði frá 1947. Bæjarins er getið í  fornum heimildum og því má ætla að hér hagi verið búið óslitið allt frá landnámsöld. Bæjarstæði Ölfusvatns er einstakur minjastaður og óskaddaður að mestu leyti. Bærinn fór í eyði áður en byrjað var að beita stórvirkum vinnuvélum við sléttun túna og byggingar. Á Ölfusvatni er því óskemmdur bæjarhóll – upphlaðnar leifar af bæjarhúsum síðustu 1000 ára og útihúsatóftir og garðleifar sem gefa hugmynd um forna búskaparhætti. Bæjarstæðið eða bæjarhóllinn er mjög greinilgur og má enn greina í honum herbergja- og húsaskipan síðasta bæjarins. Enn fremur sjást leifar nokkurra útihúsa í túninu. Uppbyggð heimreið liggur heim að bænum en framan eða austan við hann voru kálgraðar.“
Auk þess stendur skrifað: „Ölfusvatn var stórbýli á miðöldum og var þar komin sóknarkirkja um 1200. Jarðirnar Hagavík og Krókur eru gamlar hjáleigur frá Ölfusvatni sem ekki urðu stjálfstæð býli fyrr en á 10. öld. Sóknin sem Ölfusvatni tilheyrði var hins vegar með þeim minnstu í landinu – auk heimamanna og hjáleigubænda sótti þessa kirkju aðeins heimilisfólk á Nesjum. Ölfusvatnskirkja átti hálfa jörðina og Sandey í Þingvallavatni. Hún stóð fram undir 1600 en eftir það lagðist sóknin til Úlfljótskirkju, Í byrjun 18. aldar sáust enn „merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem Jórutindurkirkjan skyldi staðið hafa.“ Ekki er nú hvar kirkjan stóð en fast sunnan við bæjarhólinn er sjálfstæð rústabunga sem mögulega er hið forna kirkjustæði.
Nokkrar fleiri minjar eru þess verðar að skoða. Í brekkurótunum í túninu vestan við bæjarstæðið er steinn sem var friðlýstur af þjóðminjaverði 1927. Á honum er kossmark, áletrunin VES og ártalið 1736. Ekki er ljóst fyri hvað áletrunin stendur, hugsanlega er hún fangamark einhvers. Þá er svonefndur Blótsteinn, steinn með tilhöggvinni skál, á hlaðinu um 2 m austan við leifarnar af framhlið gaml bæjarins. Steinn þessi hefur löngum þótt merkilegur og ýmsar getgátur verið uppi um tilgang hans og uppruna. Sumir telja að hann hafi staðið fyrir dyrum hinnar fornu Ölfusvatnskirkju með vígðu vatni í en aðrir hafa leitt að því líkum að hann hafi verið hlautsteinn úr heiðni og hafi verið í hofi Grímkells goða. Sagt er frá slíkum steinum í fornum heimildum, t.d. Eyrbyggju og Hákonar sögu góða. Orðið hlaut merkir blóð fórnardýrs eða það sem guðirnir hljóta. Dýrum var slátrað goðunum til dýrðar og blóð þeirra sett í hlautbolla. Þaðan var því slökkt með svonefndum hlautteini á veggi hofsins og þá menn sem að blótinu komu.
Í örnefnalýsingu fyrir Ölfusvatn segir m.a. um hrautsetin þennan: „Hlautsteinn með bolla stendur í hlaðinu á Blótsteinn (hlautsteinn) á ÖlfusvatniÖlfusvatni. Sæmundur [Gíslason] segir, að steinninn hafi  um tíma verið notaður í hleðslu í bæjarhúsavegg. (Steinn þessi kann að vera úr hofi Þorgerðar hörgabrúðar, sem var að Ölfusvatni í heiðni, svo sem getið er í sögu Harðar Hólmverjakappa Grímkelssonar. Steinninn er nú friðlýstur og hefur varðveist vel).“ Benda má að annar hlautsteinn, minni og handhægari, líkur skál, er þarna skammt frá. Sá virðist hafa verið í „smíðum“ þegar hætt var við hann í hálfu kafi. Gæti sá steinn hafa verið gerður á tímamótum heiðini og kristni?
Í Harðar sögu segir frá því er Grímkell goði flytur bú seitt að Ölfusvatni: „Grímkell átti vítt goðorð. Hann var auðugur maður og höfðingi mesti og kallaður ekki um allt jafnaðarmaður. Hann færði bú sitt eftir konu sína dauða til Ölfusvatns, því að honum þóttu þar betri landskostir.“ Síðar í sögunni er greint frá því að hof hafi verið við bæinn „því Grímkell var blótmaður mikill“. Hof þetta var helgað Þorgerði hörgabrúði, en hún var yfirnáttúruleg vera sem víða er getið í fornritum. Engar ótvíræðar hoftóftir sjást á yfirborði en örnefnið Hofkofi gefur þó vísbendinu hvar menn hafa talið að hofið hafi staðið á Ölfusvatni. Kofinn er eitt af fjárhúsum bæjarins en á seinni hluta 19. aldar var talið að hann hefði verið byggður á þeim stað sem hofið stóð áður.
Leiði Grímkells goðaÍ túni Ölfusvatns eru tvö örnefni sem minna á hinn forna goða, Grímkel. Annars vegar er það Grímkelsleiði sem er ógreinilegur og mjög forn garðstubbur sem liggur í boga suðvestur af gamla bænum. Ekki er nú vitað hvaða tilgangi hann hefur þjónað en innan hans er ójafna eða þúfa sem er kölluð Grímkelsleiði. Það telst til minja á Ölfusvatni sem hafa verið friðlýstar af þjóðminjaverði. Hér er talið að fornmaðurinn Grímkell hafi verið grafinn þótt nokkuð sé það málum blandið. Raunar töldu menn óræka sönnun þess koma fram í Harðar sögu. Þar segir að Grímkell hafi orðið bráðkvaddur undir borðum „ok var hann jarðaðr suð frá garði“. Þessi lýsing kemur óneitanlega heim og saman við staðsetningu Grímkelsleiðis en á síðari tímum hafa menn dregið sannleiksgildi Íslendingasagna nokkuð í efa og þar með frásögn þess.
Fleiri gerði eru í og við túnið, kölluð Utastagerði, heimastagerði og Stöðulgerði. Þau eru nú öll horfin og ekki vitað til hvers þau voru en getum hefur verið að því leitt að þau hafi verið akurgirðingar. Stöðulgerði var þar sem nú er tóft Stöðulhúsa, austast í túnjarðrinum, sunnan við gönguleiðina að bænum. Þar voru ær mjaltaðar eins og nafnið bendir til. Margar útihúsatóftir sjást í túninu, bæði niðri á flatanum og uppi í brekkunni ofan við bæinn.
Fjárborg við ÖlfusvatnAðeins er vitað um nafn á einu þessara húsa., Horkofa, en þar voru geymdar veiklulegar ær. Mógrafir voru í Bæjarmýri norðan við túnið og sjást þær enn. Suður frá Grímkelsgerði liggur breiður upphækkaður garður allt suður að Ölfusvatnsá. Ekki er vitað hvaða hlutverki hann gegndi en mögulegt er að þetta sé forn vegur. Skammt frá þar sem þessi garður endar við ána er rúst af fjárborg. Árbakkinn austan við Ölfusvatnsá gegnt bænum heitir Höggorrustubakki en ekki er vitað af hverju það nafn stafar. Innan garðs er tóft, nefnd hofkofi. Í örnefnalýsingunni segir að “ [þar] er gömul fjárhústóft, rétt norðan við Grímkelsdys. Munnmælasögur segja, að þar hafi verið hof í heiðni. Matthías Þórðarson taldi líklegra, að það myndi hafa verið í hól utan (vestan) við túnið, er ber í Tindgil. Sæmundur Gíslason telur, að þar hafi verið gömul fjárborg.“ Að skoðun lokinni verður skoðun Sæmundar að teljast líklegri.
Þórðar saga kakala í Sturlungu greinir frá því er Símon knútur var veginn á Ölfusvatni árið 1243, en hann var einn þeirra er stóðu að vígi Snorra Sturlusonar. Tumi Sighvatsson – bróðursonur Snorra – kom á Ölfusvatn og lét taka Símon: „Var hann út leiddur og höggvin. Sá maður vá að honum, er Gunnar hét og var Hallsson, – hann var kallaður nautatík.“
NesjavellirSímon þessi var bóndi á Ölfusvatni en hafði frá blautu barnsbeini verið fylgdarmaður Gissuarar Þorvardssonar höfingja Haukdæla og síðar jarls yfir Íslandi. Símon hafði m.a. verið með Gissuri í Örlygsstaðabardaga. Svo virðist sem Ölfusvatn hafi á þessum tíma verið einskonar útstöð Haukdæla í vestri, Á 15. öld hafði jörðin komist undir Skálholtsdómkirkju og bjuggu þar eftirleiðis leiguliðar en margir þeirra voru þó mikilsvirtir menn og nokkrir lögréttumenn í þeim hópi á 17. og 18. öld.“
Fjárborgin fyrrnefnda vakti strax athygli FERLIRsfélaga við komuna að Ölfusvatni. Einnig forn garður utan við hinn „forna garð“. Þá vakti það ekki síst athygli að þrátt fyrir gagnmerkar upplýsingar á staðnum sem og tilvitnun í friðlýsingu þjóðminjavarðar frá árinu 1927, bæði hvar varðar áletrunina frá 1736 og á Grímkelsleiði, að hvorutveggja skuli ekki vera bæði haldið til haga og gert aðgengilegt, þ.e. merkt, áhugasömu fólki. Fyrirspurn um hvorutveggja mun hefur verið lögð bæði fyrir Þjóðminjasafn Íslands sem og Fornleifavernd ríkisins – með von um greið svör. Svörin munu án efa verða áhugaverð, sérstaklega í ljósi þess „létta“ mikilvægis sem fornleifar á Reykjanesskaganum hafa haft til þessa.
FERLIR hefur að vísu leitað að og skoðað hinar merkustu fornleifar á svæðinu – en hvað um launaða Olfusvatn - 6varðmenn menningarverðmætanna, sem skv. lögum og reglugerðum eiga að gæta þess að allt sé skráð og allt það skráð sé jafnan varðveitt. Þá á FR að sjá til þess að friðlýstar minjar séu jafnan skráðar og að hægt sé að ganga að þeim þar sem þær eru. Merki þess til stuðnings eiga að vera við minjarnar – en þær var ekki að sjá við Ölfusvatn. Skv. Friðlýsingaskrá frá árinu 1990 segir m.a. um friðslýstar minjar við Ölfusvatn: “ 1. Girðing forn, er nefnist Grímkelsgerði og stór þúfa í því, nefnd leiði Grímkels, sbr. Árb. 1898: 2. 2. Jarðfastur grágrýtissteinn, með áletruninni VES+1736; hann er í túninu, suðaustan við gamla fjárhústóft, nær hulinn jarðvegi. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.“
Ölfusvatn – menningarminjar þess, ekki síst þær óskráðu – má án efa telja til merkustu fornleifastaða hér á landi.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/guestbook/
-http://www.or.is/
-http://www.847.is/index0.php?pistill_id=31&valmynd=3&vo=12
-Örn H. Bjarnason.
-Örnefnalýsingar fyrir Ölfusvatn og Villingavatn.
-Árbók Fornleifafélagsins 1899, bls. 2.

Úlfljótsvatn

Hausastaðir

Grein þessi er erindi, lítið eitt breytt, sem höfundur flutti á kvöldvöku í Barnaskólanum í Garðahreppi 18. október síðastliðinn, þegar kennarar þar og nokkrir fleiri minntust 15 ára starfsemi skólans. Óskaði skólastjórinn, Vilbergur Júlíusson, eftir erindi um þetta efni, en höfundurinn liafði þá fyrir skömmu verið ráðimi til að taka saman sögu skólanna á svæðinu frá Krýsuvíkurbergi að Fífuhvammslæk. Hér er greinin lítillega stytt, en hana má lesa í heild í „Jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar“ árið 1973 – „Á Hausastöðum gerðist merkileg saga„:

Ólafur Þ. Kristjánsson„Yzt í Garðahverfi, á lágum ásenda í vestur frá hinu forna prestsetri Görðum, liggur býlið Hausastaðir. Samtýmis er Katrínarkot, byggt á öldinni sem leið úr landi Hausastaða.
Hausastaða mun fyrst vera getið í máldögum Garðakirkju frá ofanverðri 14. öld og eru þeir þá í eigu kirkjunnar. Enginn veit, hve býli þar er gamalt. Hitt má telja víst, að Hausastaðaland hafi frá öndverðu verið hluti af Garðalandi, en Garðar hafa ugglaust verið elzta — og um skeið eina — býlið í Garðahverfi öllu, enda benda margar líkur til, að í Görðum hafi verið aðsetur landnámsmannsins, Ásbjarnar Össurarsonar.
Í Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 er frá því skýrt, að tvær fjölskyldur búi á Hausastöðum, samtals 8 menn. Hausastaðir voru eign Garðakirkju, eins og fyrr er sagt. Árið 1762 er enn tvíbýli á Hausastöðum.
Átjánda öldin er merkilegt tímabil í sögu Íslendinga fyrir margra hluta sakir. Aldrei var eymd og vesaldómur þjóðarinnar meiri, aldrei var jafn tvísýnt um, hvort hún myndi lífi halda. En sé miðað við allar aðstæður, hafa sennilega aldrei verið hér á landi menn, sem hafa hugsað jafn djarft og stórt um framtíð þjóðar sinnar. Nægir að nefna menn eins og Skúla Magnússon og Eggert Ólafsson, og Magnús Stephensen var farinn að láta til sín taka undir aldarlokin, þótt meira yrði síðar.

Ludvig Harboe

Ludvig Harboe.

En margir fleiri voru í þessum flokki, þótt ekki séu eins nafnkunnir Einn þessara manna var Jón Þorkelsson skólameistari, ágætlega lærður maður, flestum samvizkusamari í störfum, gæddur óþrotlegum áhuga á menningu íslenzku þjóðarinnar. Hann hefur ekki verið metinn að verðleikum. Kann þar að valda nokkru um, að hann stendur í skugga af öðrum manni, dönskum að vísu, en manni sem getið hefur sér að maklegleikum gott orð í íslenzkri sögu: Ludvig Harboe biskupi. Hann var sendur hingað til lands 1741 og dvaldist hér til 1745 til þess að kynna sér ástand í kirkju- og kristnimálum og gera tillögur til bóta. En aðstoðarmaður hans í þessari ferð var Jón Þorkelsson, sem verið hafði skólameistari í Skálholti 1729 til 1737. Átti hann mestan þátt í að ferð þessi var farin, en það ýtti og undir, að þá var heittrúarstefnan svonefnda (pietisminn) í sem mestum uppgangi í Danmörku. Bar Harboe fram ýmsar tillögur um kristnihald í anda þeirrar stefnu, og reyndust sumar þeirra að vísu heldur fánýtar í framkvæmd, en aðrar komu að drjúgu gagni, svo sem það, hve mikil úherzla var lögð á að börn lærðu að lesa, að vísu til þess að þau gætu lesið guðsorð sér til sáluhjálpar. Víst er, að þessar tillögur ýmsar voru frá Jóni Þorkelssyni runnar, því að hann hafði sýnt það áður, að hann var mikill áhugamaður um uppfræðslu barna og unglinga, og átti hann í því sammerkt við Harboe. Hitt er alkunnugt, að lestrarkunnátta þjóðarinnar tók miklum framförum á næstu áratugum.
Jón Þorkelsson
En Jón Þorkelsson lét ekki hér við lenda. Hann dvaldist í Danmörku eftir að rannsókn þeirra Harboes hér á landi lauk og andaðist þar 5. maí 1759, 62 ára gamall, ókvæntur og barnlaus og án nokkurra nákominna ættingja á lífi. Hann lét eftir sig töluverðar eignir, bæði hér á landi og í Danmörku. Hann gerði erfðaskrá og mælti svo fyrir, að í kirkju í Innri-Njarðvík, þar sem hann var fæddur og upp alinn, skyldu geymast guðfræðirit hans á íslenzku, bæði prentaðar bækur og handrit, en eigandi ritanna væri uppeldisstofnun, sem öðrum eigum hans skyldi varið til að koma á fót og starfrækja. Í þessari stofnun áttu hin allra aumustu og fátækustu börn í Kjalarnesþingi að fá kristilegt uppeldi og alla nauðsynlega umönnun, þar í talið húsnæði, fatnaður og fæði, unz þau gætu unnið fyrir sér hjá öðrum. Má hiklaust fullyrða, að aldrei hafi maður lagt fram jafnstóra gjöf til uppeldismála hér á landi, miðað við verðgildi á þeim tímum. Og gjöfin skyldi koma þeim til gagns, sem sízt gátu borið hönd yfir höfuð sér og áttu enga von á sæmilegu uppeldi nema þetta kæmi til. Er dánargjöf Jóns skólameistara einstök í sinni röð að flestu leyti og þá líka maðurinn, er erfðaskrána setti.

Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen.

Stiftamtmaðurinn yfir Íslandi og biskupinn yfir Sjálandi áttu að sjá um framkvæmd erfðaskrárinnar. Voru eignir Jóns í Danmörku seldar og myndaður af sjóður, en hans var heldur slælega gætt og varð hann fyrir stórtjóni af verðfalli peninga og fleiri sökum. Eigur Jóns á Íslandi voru í jörðum, sem skiluðu árlega landskuld og leigum í sjóðinn. Sjóðurinn var kenndur við gefandann og kallaður Thorkillii-sjóður, en þau rök liggja til nafnsins, að skólameistari færði oft heiti sitt í latneskan búning að hætti lærðra manna á þeim tímum og kallaði sig Johannes Thorkillius, en Thorkillii er eignarfall af Thorkillius.
Finni Jónssyni Skálholtsbiskupi og Magnúsi Gíslasyni amtmanni var skjótlega falið að semja reglugerð fyrir væntanlega uppeldisstofnun. Gerðu þeir það 1761, og mun raunar biskupinn hafa átt þar að mestan hlut. Tóku æðri stjórnarvöld tillögum þeirra vel, og var rætt um að setja stofnunina á fót í Innri-Njarðvík, fæðingarstað gefandans, því að sú jörð var í eigu konungs og átti því að vera auðfengin. Ekkert varð úr framkvæmdum: viður til húsagerðar þótti dýr og fleira tafði. Liðu svo 30 ár.
Þá varð það árið 1790, að íslenzkur maður var skipaður í embætti stiftamtmanns, Ólafur Stefánsson, sem kunnastur er undir nafninu Stephensen. Hann tók erfðaskrá Jóns skólameistara Þorkelssonar skjótt til athugunar, skrifaði Balle Sjálandsbiskupi [Nicolai Edinger Balle] og kvað einsætt að stofna skóla samkvæmt erfðaskránni, enda væri sjóðurinn þess vel megnugur. Tók biskup þessu vel. Stiftamtmaður samdi þá ýtarlega reglugerð fyrir hina nýju stofnun, og fór þar í mörgu eftir reglugerð Finns biskups og Magnúsar amtmanns frá 1761, en breytti þó ýmsu.
Jarðnæði fyrir skólastofnunina var fengið á Hausastöðum í Garðahverfi. Prófasturinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu átti að hafa eftirlit með skólastarfseminni, og nú vildi svo til, að prófastur var séra Markús Magnússon í Görðum, einn af mest virtu prestum á landinu á þeim tímum. Munu hafa þótt hæg heimatökin að hafa skólann í nágrenni hans. Jörðin var eign Garðakirkju, eins og fyrr var sagt, og því auðgert að losa hann úr ábúð, en Thorkillii-sjóður galt kirkjunni jafnan leigu fyrir jörðina þau ár, sem skólinn stóð þar.

Nicolai Edinger Balle

Nicolai Edinger Balle.

Vanda þurfti til forstöðumanns við hina nýju uppeldisstofnun. Var til þess fenginn Þorvaldur Böðvarsson, búandi maður á Flókastöðum í Fljótshlíð. Hinn nýi skólahaldari — eins og hann var jafnan nefndur — var maður tæplega hálffertugur að aldri, vel að sér og prúðmenni mikið og ríkur að lífsreynslu. Hann hafði verið aðstoðarprestur hjá föðurbróður sínum á Breiðabólsstað og verið kvæntur dóttur hans. Þau voru saman í hjónabandi í 5 ár, en þá andaðist kona hans. Þau höfðu eignazt 3 börn, er öll dóu á 1. ári, en hið 4. fæddist andvana.
Þá réðst til prests bústýra, sem Margrét hét Arnoddsdóttir. Þau felldu hugi saman, en mjög var það að óvilja frænda séra Þorvalds, einkum þó móður hans, sem var skaprík kona og fullmetnaðar fyrir hönd sína og sinna, en Margrét þótti smárrar ættar. Kom svo, að beðið var honum til handa lögréttumannsdóttur utan úr Gnúpverjahrepp, Guðrúnar Einarsdóttur, mætrar konu. En kunningsskapur hélzt með presti og Margrétu, og fæddist þeim sonur haustið 1787. Var þá ekki að sökum að spyrja, og var prestur dæmdur frá kjóli og kalli, eins og lög stóðu til. Tók hann sér þetta nærri, ekki sízt vegna konu sinnar, sem hann mat mikils. Bar hann þó harm sinn í hljóði, því að hann var stillingarmaður. Bjó hann embættislaus á Flókastöðum, eins og áður er að vikið, þegar til hans var leitað um að taka að sér forstöðu hins nýja skóla. Segir hann í ævisögu sinni, sem prentuð er í 4. árgangi Fjölnis, að það hafi verið fyrir atbeina séra Páls Þorlákssonar á Þingvöllum, en sá séra Páll var bróðir séra Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá og var kvæntur systur fyrri konu Þorvalds, þekkti hann vel og vissi, hvílíkur hæfileikamaður hann var.

Finnur Magnússon

Finnur Magnússon.

Þorvaldur Böðvarsson fluttist að Hausastöðum vorið 1792 og veitti skólanum forstöðu til 1804 eða í 12 ár. Gerðist hann á þeim tíma þekktur lærdómsmaður og kenndi mörgum piltum undir skóla bæði fyrr og síðar. Jafnframt varð hann frægur fyrir sálma, sem hann orti, eins og sjá má á sálmabókinni, sem Magnús Stephensen sá um útgáfu á (1801). Var Þorvaldur bæði vinsæll maður og vel metinn.
Það var loks árið 1803 að Þorvaldur fékk uppreisn og réttindi til prestskapar á ný, sér til mikillar gleði og ekki síður maddömu Guðrúnu, en hún andaðist í ársbyrjun 1804. Fer séra Þorvaldur um það þessum orðum í ævisögunni: „Þannig var ég sviptur trúfastri og hollri aðstoð, sem ég hafði notið í 18 ár, og stóð nú uppi á Hausastöðum með 4 börn ásamt móður minni, sem þá var mjög hnigin að kröftum, og 16 skólabörnum, vafinn töluverðum kaupstaðarskuldum, og sá mér öldungis ófært að bjargast framvegis.“ — Eitt af þessum 4 börnum hans var Böðvar, faðir séra Þórarins í Görðum, er stofnaði Flensborgarskóla.
Vorið 1804 lét séra Þorvaldur af stjórn Hausastaðaskóla og gerðist prestur á Reynivöllum í Kjós og kvongaðist í 3. sinn, en frá Reynivöllum fór hann prestur að Holti í Önundarfirði og var síðan um skeið á Melum í Borgarfjarðarsýslu, en síðast í Holti undir Eyjafjöllum. Þar dó hann 1836, hátt á áttræðisaldri, og þótti hafa verið hinn merkilegasti maður.
Þótt venja sé að tala um skólann á Hausastöðum og forstöðumaðurinn væri kallaður skólahaldari, var þó hér um meira að ræða en venjulegan skóla. Þetta var uppeldisstofnun, þar sem börnin voru allan ársins hring frávikalaust og höfðu allt uppeldi, komu í skólann 6 eða 7 ára gömul og voru þar í 10 eða 12 ár. Skólahaldarinn kostaði þau að öllu leyti, en fékk 16 ríkisdali til jafnaðar með hverju barni, en það meðlag var síðan hækkað í 20 dali. Einnig hafði hann 45 ríkisdali í árslaun, en kona hans 15 dali. Enn fremur fékk hann leigulausa ábúð á Hausastöðum og hafði Vífilsstaði hálfa til afnota.

Þórarinn Böðvarsson

Þórarinn Böðvarsson.

Ekki auðgaðist Þorvaldur Böðvarsson á veru sinni á Hausastöðum, enda óx verðlag allrar vöru mjög á þeim árum vegna Norðurálfuófriðarins (Napóleonsstyrjaldanna). Eru áðurgreind ummæli séra Þorvaldar um hag sinn, er hann fór þaðan, en um komuna þangað segir hann þetta: „Þetta embætti var bæði örðugt og launalítið og þurfti mikið fólkshald, í tómu húsi að kalla mátti, því ekki urðu hafðar fleiri en 4 kýr.“ — Tómthús er sama og þurrabúð.
Nokkra uppbót fékk séra Þorvaldur síðar á laun sín sem forstöðumaður skólans. Þess var áður getið, að skólanum hefði verið sett reglugerð. Hún var í 23 greinum, sumum löngum, og öll á dönsku, en hér á eftir verða nokkur atriði úr henni endursögð, sum nákvæmlega, önnur lauslegar.
Tilgangur með skólanum er að gera alþýðubörn að kristnum, duglegum, siðsömum og nýtum mönnum. Þess vegna skal öll starfsemin miða að því að innræta börnunum hollan og heilbrigðan hugsunarhátt, einlægan guðsótta og ráðvendni, iðjusemi, aðgát, nægjusemi og þrifnað.  Skólahaldarinn átti að vera vammlaus og hæfur maður, kunnur að ráðvendni og siðprýði, lipur til kennslu, duglegur og með þekkingu á búskap. Honum til aðstoðar átti að vera kona, helzt eiginkona hans, væri hún nauðsynlegum kostum búin, en hún átti að vera þrifin, nægjusöm og myndarleg í framkomu og kunna skil á öllu, sem bóndakonu hæfði að kunna og vita, einkum þó að búa til óbrotinn, hreinlegan og bragðgóðan mat úr innlendum efnum. Kona þessi er kölluð skólamamma (Læremoder).

Skálholt

Skálholt.

Börnin átti að velja úr hópi öreiga, sennilega þeirra, sem voru á sveitarframfæri, en foreldrarnir þó helzt að vera sómasamlegt fólk og börnin sjálf vel lynt og viðráðanleg. Hverju barni átti að fylgja vottorð frá sóknarpresti þess um aldur þess og foreldra og enn fremur um gáfnafar þess og hneigðir. Skólahaldari sjái börnunum fyrir öllum nauðþurftum. Öll áttu börnin að borða við sama borð, nema veik væru, piltar þó við borð sér og stúlkur sér. Skólahaldari eða skólamamma áttu að vera viðstödd til eftirlits. Börnin skiptist á um að lesa hæn, er setzt er að borðum og er upp er staðið. Þau skulu vanin á að ganga vel og hæversklega að mat sínum. Tekið er fram, að þau séu vanin á kálmeti, enda á að rækta það svo, að dugi allt árið: grænkál, hvítkál, gulrófur og jarðepli. Maturinn á að vera sem mest úr innlendum efnum, hollur en íburðarlaus, svo að börnin fúlsuðu síður við mat hjá bændum, er þau réðust í vist. Fötin skyldu vera úr innlendu efni, búin til eftir því sem unnt væri í skólanum sjálfum, öll af sömu gerð. Fátækrasjóður hreppsins leggi til 4 ríkisdali til fata með hverju barni um leið og það kemur í skólann, en fær fötin, sem barnið kemur í, jafnskjótt til baka, því að barnið fer í skólafötin. Skólahaldari kostar að sjálfsögðu skólafatnaðinn, og sæmilega fötuð skyldu börnin vera, er þau færu úr skólanum að vist þar lokinni.
Hausastaðir
Skólamamma átti að sjá um að börnin væru snyrtilega til fara, aldrei rifin, bæði þau og fötinhrein. Telpurnar á að venja sem fyrst við að þvo og bæta föt og einnig að gera við skó, drengjanna líka. Stúlkurnar eiga að búa um rúmin, en ekki skulu þær draga klæði af drengjunum; það skulu þeir sjálfir vandir á að gera.
Dagurinn hófst með því að skólahaldari fór með bæn og sálmur var sunginn, lesið úr biblíunni og síðan farið með morgunbæn. Börnin lesa til skiptis, þau sem læs eru, en öll séu þau viðstödd. Á kvöldin var farið með bæn, lesinn kafli úr guðrækilegri bók, sem sóknarprestur hafði valið, sálmur sunginn og kvöldbæn lesin. Skólahaldari spyr úr efninu til þess að æfa eftirtekt og athygli nemendanna og jafnframt skýrir hann efnið. Á sumrin var morgunbænin ein látin nægja, en allt haft eins á kvöldin, þótt sumar væri.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Jafnskjótt og börnin eru orðin bóklæs, fara þau að læra barnalærdóminn, kverið. Skólahaldari skýri og útlisti hvern kafla áður en hann er lærður. Mikil áherzla er lögð á að börnin skilji trúarlærdóm og siðalærdóm, svo að þau geti haft kunnáttuna að leiðarvísi í daglegu lífi, hvert eftir því sem það hefur greind til. Þau eiga að ganga til spurninga til sóknarprestsins undir fermingu eins og önnur börn í sókninni.
Til bóknáms voru ætlaðir 2 klukkutímar fyrir hádegi og 4 eftir hádegi daglega yfir veturinn, sem talinn var frá 13. október til 11. maí. Yfir sumarið átti að halda því við, sem lært hafði verið. 10 ára gömul skyldu börnin hafa lokið við kverið. Eftir það áttu þau að rifja upp eftir þörfum og læra sálma, bænir og fleira gott. Hvern virkan dag frá nóvemberbyrjun fram til marzmánaðar átti að kenna hverjum pilti í tvo tíma á hverjum degi að skrifa og reikna 4 höfuðgreinir reiknings í heilum tölum og einnig þríliðu. Einnig átti að kenna þeim vefnað og smíðar á tré og járn eftir því sem hver bóndi þurfti að kunna. Stúlkur, sem langar til að læra að skrifa og reikna, fái kennslu í því einn tíma tvisvar á viku. Þær læri að sníða og sauma föt á sig og piltana og öll heimilisstörf hjá forstöðukonunni. Garðyrkju átti að kenna bæði piltum og stúlkum. Öll venjuleg verk á heimili úti og inni áttu þau að læra. Þau unnu öll í einni vinnustofu, svo að betra væri að fylgjast með störfum þeirra, en þó skyldi vera skilrúm milli pilta og stúlkna, grind. Skólahaldari fékk verðlaun fyrir hverja alin, sem ofin var, 2 skildinga. Það var einkum vaðmál og einskefta, sem ofin var. Aldrei skyldu börnin vera iðjulaus og aldrei rápa á aðra bæi nema með leyfi skólahaldara, og það leyfi skyldi hann ekki láta í té nema nauðsyn bæri til, og er þó ekki langt milli bæja í Garðahverfinu. Einn klukkutíma á dag máttu börnin leika sér að eigin vild, en þó skyldi skólahaldari eða skólamamma líta eftir að þau gerðu ekki neitt hættulegt eða ósiðlegt.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli – Helgi S. Jónsson (1910-1982).

Eins og áður er að vikið var markmið skólans að venja börnin á guðsótta og góða siði, iðjusemi og nýtni, og átti skólahaldari að leiða þau með lempni á þá braut. Hann átti að skýra fyrir þeim svo að þau gætu skilið af hverju þau ættu að haga sér á þennan hátt eða hinn. Aldrei átti hann að líða þeim óátalið að aðhafast neitt, sem ekki átti að vera, en aðfinnslur átti að bera fram gremjulaust með ástúðlegri hógværð. Dugi ekki endurteknar áminningar, skal grípa til refsinga, þó einungis með venjulegum vendi, en áður skyldi barninu gert skiljanlegt, af hverju þetta hlaut þannig að vera. Skipist barnið ekki við þríendurtekna refsingu, skal sóknarpresti gert aðvart, og skal hann og skólahaldari þá reyna að finna ráð til bóta eftir sinni þekkingu á skapgerð barnsins. Komi allt fyrir ekki, má vísa barninu burtu eftir að málið hefur verið borið undir eftirlitsmenn skólans, og sé þá jafnskjótt annað barn frá sama hreppi tekið í staðinn. Gert er ráð fyrir, að börnin geti fermzt á 15. ári. Þau eiga að vera orðin nokkurn veginn kunnandi í öllu, sem læra skal, á 17. ári, og yfirgefa þau þá skólann að afstöðnu prófi. Skólahaldari fær 2 ríkisdali aukalega fyrir hvern pilt, sem nær prófi innan 17 ára aldurs, en skólamamma sömu upphæð fyrir hverja stúlku, og auk þess fær skólahaldari 2 dali fyrir hverja stúlku, sem lært hefur að vefa, en skylt var að kenna piltum vefnað.
Sérstakt hús var reist fyrir skólann árið 1793. Það var 15 álna langt og 8 álna breitt, og var allur gólfflöturinn þannig innan við 50 fermetra. Húsið var í 7 stafgólfum, allt þiljað og með fjalagólfi nema grjótlagt stykki fyrir framan reykháfinn. „Langseftir er húsið gegnumþiljað með skilrúmi, afdeilt í 4 verelsi fyrir utan kokkhús með lítilfjörlegu spísskamersi,“ segir í úttektarlýsingu. Átta gluggar voru á húsinu, hver með 6 rúðum. Loft var í húsinu með tveim herbergjum afþiljuðum í endunum, og voru 3 gluggar á loftinu með 4 rúðum hver.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli – tóftir.

Þegar séra Þorvaldur Böðvarsson lét af störfum sem forstöðumaður Hausastaðaskóla vorið 1804, reyndist erfitt að fá mann til að taka við skólanum. Um síðir var ráðinn til þess prestlærður maður, 27 ára gamall, Guðni Guðmundsson að nafni, síðar prestur í Miðdal og á Ólafsvöllum. Hann var karlmenni til burða og kallaður Guðni sterki, en þótti ekki mikill gáfumaður. Stjórn hans á skólanum var léleg, og þótti séra Markúsi í Görðum hann ekki hæfur til þess starfs. Hann hafði hins vegar talið stjórn séra Þorvalds fullnægjandi í sumum efnum, og mun þá hafa átt við bóklegu kennsluna, en nokkurs vera á vant í öðru, enda segir prófastur einhvers staðar, að séra Þorvaldur sé ekki mikill fésýslumaður. Nemendur höfðu verið 12 fyrsta árið, jafnmargt af piltum og stúlkum, en eftir 3 ár voru þeir orðnir 16, og hélzt sú tala, meðan Þorvaldur var við skólann, en þegar Guðni sleppti skólastjórninni eftir 2 ár (1806) voru þeir aðeins 8, á aldrinum 8 til 16 ára.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli – AMS-kort.

Til er „úttekt“ á skólabörnunum, þegar Guðni fór, en því miður finnst engin slík „úttekt“, þegar hann tók við, þótt hún hafi sennilega verið gerð þá líka.
Þegar Guðni sterki fór frá skólanum 1806, tók við annar prestlærður maður, einnig 27 ára gamall, Hjálmar Guðmundsson, síðar prestur á Kolfreyjustað og Hallormsstað. Hann var vel að sér og prýðilega gefinn, en þótti síðar nokkuð sérvitur. Hann stjórnaði skólanum í 6 ár við erfiðar aðstæður, því að dýrtíð óx enn ákaflega. Til er skrá, sem Hjálmar samdi, þar sem hann gerir samanburð á verðlagi á ýmsum vörum 1792 og 1810. Höfðu þær yfirleitt tvöfaldast eða þrefaldast í verði, en gluggarúður til að mynda fjórfaldast. Meðlag með hverju barni var þó hið sama og áður, 20 ríkisdalir, og skyldi skólahaldari kosta uppihald þeirra að öllu leyti. Kvartaði Hjálmar oft undan þessu, en fékk aldrei neina uppbót á kaup sitt. Taldi hann sig hafa tapað 992 ríkisdölum samanlagt. Nemendurnir voru oftast 8 í hans tíð, en 9 skilaði hann af sér, þegar hann hætti. Verður ekki annað séð en Hjálmar hafi leyst starf sitt við skólann vel af hendi, þegar alls er gætt.

Hausastaðir

Hausastaðir – loftmynd.

1812 afsagði Hjálmar með öllu að vera við skólann lengur. Erfitt reyndist að fá skólahaldara í hans stað, og brá þá stiftamtmaðurinn Castenskjöld á það ráð án þess að spyrja nokkurn að, að hann lagði skólann niður með öllu það ár. Hausastaðaskóli var úr sögunni eftir að hafa starfað í 20 ár. Einn veturinn hafði hann meira að segja verið eini opinberi skólinn í landinu. Það var veturinn 1804—1805.
Skólarnir höfðu þá fyrir nokkru verið fluttir frá biskupssetrunum í Skálholti og á Hólum til Reykjavíkur og settur einn skóli þar vestur á Hólavelli eða Hólavöllum. Nú var skólahúsið orðið svo lélegt, að heilsa nemenda og kennara þótti í voða, ef þar væri kennt, því að bæði lak húsið og vindar blésu lítt hindraðir þar í gegn, en ofn spjó reyk í allar áttir nema upp um reykháfinn. Næsta vetur hóf latínuskólinn starf á Bessastöðum.
Thorkillii-sjóður kemur nokkuð við sögu menntamála í landinu eftir þetta allt fram á þennan dag, þótt hér verði ekki rakið. En aldrei síðan Hausastaðaskóli var að störfum hefur tilraun verið gerð til að framkvæma fyrirmæli hins stórhuga stofnanda sjóðsins, Jóns skólameistara Þorkelssonar, með því að setja á fót uppeldisstofnun fyrir fátækustu börn í Kjalarnesþingi. Þessi tilraun var látin nægja.

Garðahverfi

Garðahverfi – örnefni.

Hafði tilraunin með Hausastaðaskóla þá misheppnazt og gagnið af henni orðið lítið eða ekkert? Þessu verður auðvitað ekki svarað til hlítar, ekki sízt þar sem enginn veit, hvernig rættist úr börnum þeim, er þar áttu dvöl, auk þess sem gagnsemi af skólavist verður aldrei mæld með kvarða eða vegin á vog, einkum þó þegar meira en öld er liðin síðan nemendurnir hurfu af sjónarsviðinu.
Sé nú á það litið, sem bezt verður vitað um uppeldi sveitarbarna á þessum tímum, þegar efnaleysi og erfiðleikar surfu hvað fastast að þjóðinni, ekki sízt í verstöðvunum við Faxaflóa, þá getur engum um það hugur blandast, að skólabörnin á Hausastöðum hafa haft gagn af verunni þar, sum mjög mikið. Þau hafa hlotið þar bóklega menningu og verklegan þrifnað, sem þau hefðu ella að öllum líkindum farið á mis við. Segja mætti mér, þótt ekki verði það sannað, að fleiri eða færri af börnunum hefðu tortímzt algerlega bæði andlega og líkamlega, ef þau hefðu ekki notið vistar í Hausastaðaskóla og aðhlynning hans að sál þeirra og líkama orðið til að gera þau að farsælum mönnum, sem fengu notið sín, sér og þjóðfélagi sínu til nytja.
Það var merk saga, sem gerðist á Hausastöðum áratugina tvo frá 1792 til 1812.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar – jólablað 24.12.1973, Á Hausastöðum gerðist merkileg saga – Ólafur Þ. Kristjánsson, bls. 7-11.
https://timarit.is/page/4677480?iabr=on#page/n5/mode/2up/search/al%C3%BE%C3%BD%C3%B0ubla%C3%B0%20hafnarfjar%C3%B0ar%20j%C3%B3labla%C3%B0

Hausastaðir

Hausastaðir og nágrenni – túnakort 1918.

Flugmynd

Haldið var í flug yfir Reykjanesið. Stefnan var tekin yfir öll helstu minja-, sögu- og náttúrusvæði skagans.

Hraunssel

Hraunssel – flugmynd.

Flugmaðurinn reyndist þrautþjálfaður, Ólafur Örn Ólafsson, hafði þekkingu á svæðinu og átti auðvelt með að finna hin helstu svæði.
M.a. var flogið yfir Bessastaðanesið, Þorbjarnastaði í Hraunum, Óttarstaði og Straum, Straumssel, Gapið í Almenningum, Kleifarvatn, Austurengjahver, Grænavatn, Krýsuvíkurheiði, Krýsuvíkurbjarg, Húshólma, Óbrennishólma, Selatanga, Katlahraun, Ísólfsskála, Festarfjall, Hraun, Þórkötlustðahverfið, Þórkötlustaðanesið, Grindavík, Stóru-Bót, Húsatóftir, Sundvörðuhraun, Eldvörp, Háleyjabungu, Skálafell, Valahnúk, Karlinn, Reykjanestána, Gömlu-Hafnir, Junkaragerði, Merkines, Ósabotna, Pattersonflugvöll, Stapann og Vatnsleysuströndina á leið inn til lendingar.

Flugmynd

Straumssel – flugmynd.

Ofan frá var mun auðveldara að átta sig á aðstæðum, legu garða, nálægra minja, stíga og gamalla gatna.
Stefnt er að öðru yfirlitsflugi fljótlega og skoða þá m.a. austanvert svæðið, s.s. Selvogsheiðina, Brennisteinsfjöll og Heiðina há.
Veður var frábært. Flugið tók 1 klst og 10 mín.

Flugmynd

Straumssel – flugmynd.

Arnesarhellir

Í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenskra, er m.a. fjallað um Arnes Pálsson útilegumann. Þar er frásögnin „eptir handriti séra Jóns Yngvaldssonar á Húsavík (± 1876) rituðu eftir sögn séra Arnórs Jónssonar í Vatnsfirði (± 1853), en Arnes sagði honum sjálfur kringum 1790. Í handritinu er líst ástæðu fyrir útilegu Arnesar eftir að hann varð uppvís að þjófnaði, Uppdrátturinn frá 1880(„ei fæ jeg sagt hvílíkum“ var haft eftir sýslumanni), leitinni að honum á Akrafjalli og vist hans með Fjalla-Eyvindi. Að lokum segir: „Tvö seinustu árin, sem Arnes lá úti, hafðist hann optast við í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni, unz ellibilun knúði hann að gefa sig alveg á vald byggðamanna kringum 1790 og var þá að nafninu settur í tugthúsið, en af því þá var verið að frumbyggja dómkirkju í Reykjavík, en Arnes var þjóðhagi, var hann hafður þar við smíðar og dó fjörgamall í Engey 7. september 1805 eins og segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar II, bls. 247.“
Uppdráttur er til af Elliðaánum, teiknaður af Sigurði Guðmundssyni málara 1880 eftir mælingum H. Guðmundssonar. Þessi uppdráttur er upphaflega frá árinu 1869 og gerður út af deilu, sem reis vegna veiðiréttinda í ánum og laxakistum. Á þennan uppdrátt eru m.a. teiknaðar gamlar götur, sem lágu nánast í beinu framhaldi af því, sem nú er Bústaðavegurinn, fyrst yfir vestari álinn á Ártúnsvaði. Þaðan fyrir sunnan Ártún og í Reiðskarð, en það er fyrir austan Ártún og liggur þar nú stígur upp.
Ekki er vitað hvenær farið var að búa í Ártúni, en þess er getið í máldögum árið 1379 og er þá talið í eigu Neskirkju.
Í Arnesarhelli við HraunsholtÁrið 1906 keypti Reykjavíkurbær bæina Árbæ, Breiðholt, Selás og Ártún í sambandi við áætlanir um að taka neysluvatn úr
Elliðaánum fyrir þéttbýli í Reykjavík. Bauð bærinn Þorbirni og Jónu að setjast að í Ártúni. Þar voru fyrir mjög hrörleg hús og hófust þau strax handa við byggingu núverandi húsa. Íbúðarhúsið að Ártúni svipar mjög til húsa sem byggð voru austur um sveitir eftir jarðskjálftann mikla árið 1896. Þau eru nú flest horfin af sjónarsviðinu. Allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar árið 1883 lá þjóðleiðin til og frá Reykjavík um tún Ártúns. Í Ártúni var ferðamönnum seldur viðurgerningur og var það vinsæll áningastaður.
Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós, eins og nafnið sé eintala, (ekki *Elliðaáaós), en á síðari tímum er alltaf talað um Elliðaár, t.d. í Skarðsárannál frá um 1640 (við árið 1582) (Annálar I:168), Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II. b.) (eða Hellisár í sumum heimildum, t.d. sóknarlýsingu, Gullbringu- og Kjósarsýsla, 148).

Ártún í dag

Elliðaárnar renna að nokkru í tveimur kvíslum, og á fyrsta korti sem gert var af þeim frá 1880, er hvor kvísl um sig neðantil merkt Elliðaá þar sem þjóðvegurinn úr Reykjavík lá yfir þær. (Elliða-ár frá upptökum og að árósum 1880. Birt í Elliðaárdalur. Land og saga, bls. 66-67). Bærinn Árland neðra er nefndur í heimildum í lok 14. aldar, hefur líklega upphaflega aðeins heitið Á hin neðri, síðar Ártún, og Árbær Á hin efri (Árland efra) (Ólafur Lárusson, Byggð og saga, 192-197). Í Landnámu er nafnið talið dregið af skipinu Elliða sem Ketilbjörn gamli Ketilsson á Mosfelli átti (Ísl. fornrit I:384). Mannsnafnið Elliði er nefnt í nafnatali frá 17. öld. Alltaf er talað um Elliðavatn, ekki *Elliðaárvatn, svo að bærinn Elliðavatn hefur e.t.v. heitið Elliði upphaflega og þá verið kenndur við eitthvað í náttúrunni sem líktist skipi.
Orkuveita Reykjavíkur (Hitaveita) á átta borholur í dalnum. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar voru fjórir kampar í landi Ártúns, Camp Alabaster (Camp Pershing;), Camp Battle, Camp Hickham, Camp Fenton Street og Camp Ártún á Ártúnshöfða.
Samkvæmt framanskráðu má ætla að svæðið næst Ártúni hafi verið raskað verulega á síðustu aldafjórðungum, en í handritinu framangreinda segir: „…í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni“. Þar sem því svæði hefur lítið verið raskað, nema næst Elliðaáavirkjuninni, er til vinnandi að reyna að finna þennan tilgreinda „Arnesarhelli“.
Annar hellir, kenndur við Arnes, er við Hraunsholt í Garðabæ.

Heimild:
-Huld – safn alþýðlegra fræða íslenskra, 1890-1898, I, bls. 37.
-Örnefnastofnun Íslands.

Arnesarhellir

Arnesarhellir.

Fjárhöfðar

Jörðin Úlfljótsvatn hefur verið fornleifaskráð. Yfir 90 fornleifar fundust á 68 stöðum á jörðinni. Var þó ekki öll landareign jarðarinnar fullkönnuð. Bjarni F. Einarsson, doktor í fornleifafræðum hjá Fornleifafræðistofunni vann að fornleifaskráningunni vegna deiliskipulags í landi Úlfljótsvatns. Meðal fornleifanna er rúst fjárborgar við Borgarhóla (Borgin) sem eru NV af Hrútey, ca. miðja vegu vestan við vatnið. Aldur rústarinnar er talið vera tímabilið 1550-1900. Ástand rústarinnar er talið ágætt. Varðveislugildi og minjagildi telur fornleifafræðingurinn vera talsvert.

Úfljóstvatn

Úlfljóstvatn – kort.

Norðan við Borgarvíkina eru Fjárhöfðarnir, ágætur útsýnisstaður yfir vatnið og suður yfir Sogið. Ekki síst er þar útsýni yfir Hrúteyna og sundið milli lands og eyjar. Tengist sundið þjóðsögu um skrímsli eða orm í vatninu og er undur yfir að líta t.d. í frostum að vetrarlagi vegna sérkennilegra strauma og fyrirbæra í vatninu. Til gamans má geta þess að samkvæmt þjóðsögunni er hið svikula eðli íssins á vatninu af völdum ormsins, hann brýtur upp ísinn þegar hann er á ferð. Að Fjárhöfðum er skammt að fara frá fjárborginni og nálægum beitarhúsatóftum við Hagavík sem eðlilegt er að tengja gönguleið með vatninu.
Fjárborgin og beitarhúsatóftirnar eru norðan við Höfðana (undir Borgarhöfða) milli Borgarvíkur og Hagavíkur. Hér er um að ræða minjar um aflagða búskaparhætti og nýtingu landsins og hljóta að teljast varðveisluverðar. Auk þess tengist staðurinn fyrrnefndri þjóðsögu (Þjóðsagnasafn Guðna Jónssonar) sem gefa honum enn meira gildi.

Úlfljóstvatn

Úlfljóstvatn- minjar.

Upp úr Hagavíkinni er auðveld og falleg gönguleið yfir að Þingvallavatni, eða upp á Björgin við sunnanvert Þingvallavatn, yfir að Sogi og Skinnhúfuhelli. Op hans snýr að Þingvallavatni. Skátar hafa jafnan fengið það verkefni að fara í Skinnhúfuhelli og reyna að rekja sagnfræðilega tengingu hans.
Til að komast í Skinnhúfuhelli þarf að fara um einstigi og hefur sumum fundist betra að snúa við en taka áhættuna að komast hvorki í hellinn né annað eftirleiðis. Um er að ræða þjóðsagnakenndan dvalarstað, sem óþarfi er að niðursetja hér til lengri framtíðar.
Í maí árið 1946 fann Jón Ögmundsson bóndi á Kaldárhöfða kuml, sem er gamall haugur, í Torfnesi. Torfnes er hólmi rétt sunnan við þann stað þar sem Sogið rennur út í Úlfljótsvatn. Af gerð forngripanna sem fundust í kumlinu má fullyrða að það sé síðan snemma á 10. Öld. Þarna voru fullorðinn maður og ungur drengur, 6-8 ára, grafnir.
BorginEnginn fornmaður sem hefur enn verið grafinn upp hér á landi, hefur verið eins ríkmannlega búinn og þessi. Í kumlinu fundust t.d. leðurbelti með bronssilgju, sverð úr silfri og bronsi, tvenn spjót, 6 örvar, bardagaöxi fatapjötlur úr fínu vaðmáli, hönk af silfurvír, fjórir tinnumolar, krókstjaki, tveir skildir, hnífur og svo mætti lengi telja. Af manninum varðveittust lítilfjörlegar beinaleifar og tvær mjólkurtennur fundust úr drengnum. Í kumlinu hafði einnig verið um 3 metra langur bátur og 80 sentimetra breiður.
Ýmsar kynjaverur virðast hafa haldið sig í og við Úlfljótsvatn. Í Suðra II er eftirfarandi lýsingu að finna:
„Í nóvember árið 1929 sást skrímsli eða vatnakind í Fjósavík sunnan við bæinn á Úlfljótsvatni. Hringsólaði skrímslið í víkinni. Voru þrjú horn eða uggar upp úr bakinu og um 2 metrar á milli þeirra. Var það að hringsóla þarna part úr degi. Hugðust menn fá meiri vitneskju um hvaða skepna þetta væri. Fóru þá tveir menn á báti með net og hugðust leggja það fyrir og króa það inni. Annar maðurinn var unglingur og var hálfhræddur og fór að henda í það. Kom þá styggð að dýrinu, svo það stakk sér niður og hvarf þar með sjónum.“
HruteyEngin skýring hefur fengist á þessu fyrirbæri.
Undir Dráttarhlíð voru geymsluskemmur Skálholtsstóls og aðrar við Þingvallavatn skammt frá upptökum Sogsins. Þarna voru búvörur og skreið flutt yfir. Mikið sog var þarna og flutningur þessi því ekki með öllu hættulaus. Eitt sinn barst í Sogið hluti af líkfylgd og líkið að auki.
Á 17. júní árið 1959 gerðist sá atburður við Efrafall að Þingvallavatn reis óvenju hátt í miklu roki þannig að stífla brast og mikið vatn streymdi í gegnum jarðgöng sem verið var að vinna við og hálfbyggt stöðvarhús. Miklar skemmdir urðu þarna og hreinasta mildi að þetta var á Þjóðhátíðardaginn og enginn við vinnu. Annars hefði eitthvað farið meira en líkfylgdin forðum, enda fjöldi manns starfandi bæði í göngum og stöðvarhúsinu virka daga. Fleiri vikur tók að týna saman spýtnabrak niður með öllu Soginu.

Heimild m.a.:
-http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/guestbook/
-http://www.or.is/
-http://www.847.is/index0.php?pistill_id=31&valmynd=3&vo=12

Skinnhúfuhellir

Loftskúti

Á korti mátti sjá götu dregna upp frá Hvassahrauni áleiðis upp í Skógarnef. Gatan endar, skv. kortinu, á landamerkjum Hvassahrauns og Lónakots, nokkuð ofan við Lónakotssel. Á þessu korti eru merkin svolítið vestar en á nýrri kortum.
Veturinn að víkja fyrir vorinuÆtlunin var að reyna að skoða hvort þarna marki fyrir leið, og ef svo er, hvert hún liggur og í hvaða tilgangi. Ekki er ólíklegt að um „skógargötu“ hafi verið að ræða, líkt og nöfnur hennar frá Óttarsstöðum og Straumi.
Reyndar hafði Eggert Kristmundsson frá Stakkavík (Brunnastöðum) sagt að Skógarnefsskútinn væri „neðan við Nefið og á mörkum“. Þarna gætu leynst, við nánari leit, áhugaverðar minjar!
Þá var  ætlunin að koma við í Hvassahraunsseli og fylgja selsstígnum áleiðis að Hvassahrauni.
Gengið var upp með Virkishólum, Virkið barið augum og götu síðan fylgt upp hraunið til austurs. Stefnan á henni var ofan við Grændali og nokkuð norðan við Hálfnunarhæðir. Legan var áfram upp tiltölulega slétta hraungróninga millum Hvassahraunssel og Lónakotssel, svo til beint á áberandi vörðu á klapparhæð. Við götuna mátti víða sjá litlar mosagrónar vörður, jafnvel einungis einn stóran stein á öðrum jarðföstum eða tvo slíka.
KindÁ leiðinni voru rifjaðar upp örnefnalýsingar af göngusvæðinu.
Ari Gíslason skráði: „Upp af bænum, fast ofan við veginn [neðan núverandi Reykjanesbrautar], eru hólar sem heita Hjallhólar. Þetta eru allfyrirferðarmiklir hraunhólar með sprungum og undir þeim sem er næst vegi er Hjallhólsskúti, er fjárhellir. Svo taka við þar ofar Smalaskáli og Smalaskálahæðir. Á Smalaskála er varða sem blasir mjög vel við af Hjallhólum. Svo er þar austar, upp af Skyggni er fyrr getur, tveir hólar nefndir Virkishólar og milli þeirra er gömul fjárborg sem heitir Virki. Þar upp af er svo hólaklasi sem heitir Brennhólar. Beint upp af Öskjuholti í líkri fjarlægð og Smalaskáli heitir svo Öskjuholtsbruni.
Upp og suður af Öskjuholtsbruna er Jónsvarða, stendur þar á flatri klöpp [áberandi stök varða]. Þar upp af eru svo Grendalir og Grendalahellir er ofarlega í þeim, norður af Brennihólum er fyrr getur. Milli Smalaskála og Brennihóla er smáskúti rétt ofan við Virkið sem heitir Loftsskúti. Upp af Grendölum er stakur hóll sem heitir Skuggi. Upp af Brennihólum efst eru Hálfnaðarhæðir, þar hefur verið hálfnað upp í Hvassahraunssel, stórar hæðir tvær. Þar upp og austur af eru Selsskrínshæðir og austur af þeim er Viðunarhóll, þar var skógur. Þessi hóll er austur af Skugga.

Skúti undir vörðu á mörkum Hvassahrauns

Þá er í suðaustur af Selskrínshæðum Hvassahraunssel en það er milli Mosanna fyrrnefndu og Krossstapa en Neðsti-Krossstapi er á merkjum móti Lónakoti og Mið-Krossstapi er hornmark þar sem þrjár jarðir mætast. Krossstaparnir eru í suðaustur frá Skugga.
Upp af Hvassahraunsseli eru Selhæðir, þar austur og upp af er Snjódalaás, allstór ás með stóru keri í sem heitir Snjódalir. Þá beint upp og austur er Skógarnef, þar voru gren, það er hæð upp til fjalls, lyngi og skógi vaxin og nær upp að Búðavatnsstæði, þar er oftast vatn. Upp af því er Markaklettur þar mætast lönd Óttarsstaða og Krýsuvíkur.“
Í örnefnalýsingum Gísla Sigurðssonar Guðmundar Sigurðssonar má sjá eftirfarandi: „Lítið eitt vestar eru Hjallhólar og Hjallhólaskúti þar í. Hann var fjárbyrgi. Suður af þessu svæði er Smalaskáli og Smalaskálahæð. Þar á er varða, Smalaskálavarða. Hún sést vel af Hjallhólum. Í suðaustur frá Skyggni eru þrír miklir klapparhólar, sem heita Virkishólar. Virkishóllinn vestasti er stærstur. Mið-Virkishóll er minnstur, og þar austur af er Virkishóllinn austasti. Milli þeirra er hringlaga jarðfall í hraunið, tveggja metra djúpt og þrettán metra vítt. Þetta er Virkið. Þarna var hrútunum hleypt til ánna um fengitímann. Þar suður og upp af er hólaþyrping, Brennhólar. Loftsskúti er fjárbyrgi milli Smalaskála og Brennhóla. Norðaustur af  Virkishólum eru Draugadalir. Þar eru einnig Grændalaflatir, Grændalir, Grændalahellir, sem er fjárskjól, og Grændalavarða. Upp af Grændölum er hóll, sem nefnist Skuggi.
Heiman úr Tröðum liggur troðningur suður um Hellur, suður á hraunið. Það er Hvassahraunsselsstígur eða Selsstígur. Rúmgott skjól syðst í Skorási, skammt sunnan markaStígur þessi lá áfram suður hraun allt til Krýsuvíkur. Upp af Brennhólum er Hálfnaðarhæð. Þar er hálfnuð leið frá bænum í Selið. Þá tekur við sunnar nokkuð Selskrínshæð og þar sunnar er Viðunarhóll, skógi eða hrísi vaxinn. Þá er komið í Selið eða Hvassahraunssel, sem er vestan undir Selásum. Veggirnir standa enn nokkurn veginn uppi, og gróður er þar í kring. Vatnsbólið er undir skúta, eiginlega beint austur af Selinu, og er erfitt að finna það [það er í litlu, grónu jarðfalli, einu af þremur, sem þar eru, skammt austan við rana er liggur niður frá Selásnum].
Sunnan við Rjúpnadalahraun tekur við hraunhryggur, er liggur frá vestri til austurs. Heitir það Öskjuholt og nær vestur í Afstapabruna. Þar er að finna Öskjuholtsskúta [erfitt er að finna opið því gróið hefur fyrir það, en inni má sjá allmiklar fyrirhleðslur], Öskjuholtsgjá og Öskjuholtsbruna ofan til. Þar suður af eru Höfðar, allgott beitiland. Efst í Höfðunum er Sauðhóll og Sauðhólsskúti eða Sauðhólsbyrgi. Suður af Öskjuholti er svo Jónsvarða og stendur á hraunklöpp.“ Þá segir ennfremur: „Þaðan úr Búðarhól liggur línan um Klofningsklett, Skógarnef, Skógarnefsskúta, sem er fjárskjól, og Skógarnefsgren.“
Hér er Skógarnefsskúti sagður á landamerkjum Hvassahrauns og Lónakots/Óttarsstaða, en merki Lónakots ná skammt upp fyrir Lónakotssel. Skútans er ekki getið í örnefnalýsingum þeirra jarða, svo leiða má líkur að því að hann sé inni í Hvassahraunslandi.

Í Hvassahraunsseli

Eftir viðkomu í eiginlegri „Dauðagildru“, þ.e. litlu, en djúpu jarðfalli utan í klapparhæð (ef einhver hæð ætti að fá „Dauða“nafnbótina þá er það þessi staður) milli seljanna þar sem sjá mátti beinagrindur þriggja kinda, lá gatan upp með syðsta hluta mikillar klapparhæðar, þeirri sömu og Skorás er nyrsti hluti af. Undir honum er Lónakotssel. Þarna á hæðinni eru tvær háar vörður, auk selsvörðunnar. Þá eru þrjár minni í réttri röð, í beinni línu á mörkum jarðanna. Stærri vörðurnar tvær höfðu greinilega aðra þýðingu, enda sjást þær mjög langt að þegar komið er upp frá Hvassahrauni, einkum sú syðri. Þegar að var gætt kom ljós önnur lítil varða skammt suðaustan við syðri vörðuna, á brún á stóru, grónu og ílöngu jarðfalli. Við norðvesturenda þess, undir stóru vörðunni, er hið ágætasta fjárskjól. Ekki var að sjá manngerðar hleðslur framan við munnann, en þar er gróinn lyngbakki. 

Gatan, sem rakin var upp að sunnanverðum Skorás

Líklegt má telja að þarna hafi verið fjárskjól og/eða nátthagi og þá sennilega frá Hvassahraunsseli. Örskammt sunnar er stór og rúmgóður skúti með mold í botni – hið besta fjárskjól. Snjór huldi framanverðan innganginn, en aðrekstur að munnanum hefur verið mjög góður þar sem hann er í krika utan við fyrrnefnt jarðfall.
Nyrðri stóra varðan, skammt sunnan við Skorásvörðuna, er einmitt ofan við fjárskjól og nátthaga frá Lónakotsseli.
Haldið var yfir að Hvassahraunsseli, en selsvarðan norðaustan þess sést greinilega þar sem hún stendur við gjásprungu á klapparhæð, Selásnum.
Blankalogn, sól og friður var þarna í selinu þennan vordag. Tóftirnar í selstöðunum tveimur höfðu komið vel undan sjónum og böðuðu veggi sína í sólinni. Tíbráin lá yfir þeim í jarðvarmanum. Við skoðun á hugsanlegri götu upp úr selinu kom í ljós að ein slík liggur upp frá því sunnan við Selásinn áleiðis upp í Mosa. Sennilega hefur gatan, sem liggur framhjá Bögguklettum inn í gegnum Skógarnefið og áfram inn á Óttarsstaðaselsstíg, haft þvergötu sunnan við Skógarnefið er lá niður í Hvassahraunssel ogáfram til bæjar.
Selsstígurinn sést glögglega þar sem hann liggur vestur úr selinu, að Hálfnaðarhæð. Þegar komið er yfir línuveginn verður erfiðara að fylgja stígnum því tveir slíkir koma til greina; annars vegar um Smalaskála og hins vegar sunnan Grændala niður með Virkishólum.
Stök varða er á milli leitanna. Stendur hún á lágri hæð í krika hærri klapparhæðar. Erfitt er að sjá til hvers hún hefur verið hlaðinn, nema ef vera skyldi að greni gæti hafa verið þar í hæðinni. A.m.k. tók hundtík, sem var með í för, viðbragð, brá sér undir eini er slútti yfir skúta og virtist bæði óróleg og leitandi.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Virkið

Hækingdalssel

Leit var gerð að Hækingsdalsseli (hinu síðara). Áður hafði verið gerð leit að selstöðu frá bænum á svonefndum Selflötum (Selsvöllum) undir Geitahlíð. Tekið var hús á Guðbrandi Hannessyni (f: 1936), bónda og fyrrum oddvita í Kjósarhreppi.
Stekkur við SauðhúsÍ Jarðabókinni 1703 er getið um selstöðuna frá Hækingsdal og jafnframt að hún hafi verið í landi þar sem áður var Sauðhús: „Hjer [í Hækingsdal] segja menn til forna hafi bænhús verið; aflagt og í auðn komið fyrir allra manna minni, sem nú lifa. Eigandi að hluta er Gísli Illugason að Kirkjuvogi í Höfnum“. Einnig: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“
Þá segir í Jarðabókinni 1703: „Sauðhús hefur til forna í Hækingsdalslandi kallað verið þar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast, og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og tófta leifar; ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði alt er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið af á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá“.

Uppdráttur

Guðbrandur er sá núlifandi manna er gerst þekkir til örnefna, staðhátta og minja í Kjósinni. Hann var líka fljótur að reikna dæmið til fullnustu. Sagði hann að fram með hlíðinni ofan við bæinn væri nefnd Selá. Vestan við hana væru tóftir á a.m.k. tveimur stöðum; annars vegar selstaðan og hins vegar stór tóft er jafnan væri nefnd Borgin. Í örnefnalýsingu er getið um Fjárborgir. Bauðst hann til að fylgja FERLIR þangað.
Þegar komið var að Selá var gengið upp með henni að vestanverðu svo sem fyrr var nefnt. Þar er stór klettur við ána. Utan í hann suðaustanverðan er hlaðið gerði, tvískipt. Frá gerðinu liggur hlaðinn veggur til vesturs uns hann beygir að stórum hól.
Skammt undan veggnum Borginmiðsvæðis er kaldavermsl. Var augljóst að langgarðurinn hafði verið hlaðinn til að auðvelda fjárhirði að reka féð inn í stekkinn. Enda sagðist Guðbrandur oft á yngri árum hafa setið yfir fé á þessum stað og þá notað aðhaldið við klettinn.
Skammt suðvestan við hólinn er aflangur þúfnamyndaður hóll, jafnan nefndur Borgin. Þegar komið var upp á hólinn var augljós hringlaga gróin hleðsla í honum vestanverðum. Austan við hann var ferningslaga þúfnamyndun er skar sig úr landinu umleikis.
Svo var að sjá sem grjót hafi verið tekið úr veggjum tóftanna, sem þarna voru, og sett í fjárborg. Hún er greinilega nýrri en aðrar tóftir á svæðinu. Það má því ætla að þarna hafi kotið Sauðhús verið fyrrum með þrjár Hækingsdalsréttin yngriburstir mót suðsuðvestri.
Við bæinn hefur verið garður. Eftir að kortið fór í eyði var þarna selstaða frá Hækingsdal s.s. segir í Jarðabókinni. Selstaðan er of nálægt bænum til þess að hús hafi þurft fyrir selsmatsseljuna. Því hefur efniviðurinn verið notaður til að byggja fjárborgina. Þar gætu hafa verið geymdir sauðir meðan selstaðan sjálf við Selána var notuð fyrir fráfærur.
Selstaðan við Sauðhús er augljós (sú 255. sem FERLIR skoðar á Reykjanesskagnum). Túnstæðið hefur verið lítið og aðallega í mýrum neðanvert. Það er því ekki rétt sem í Jarðabókinni stendur að túnstæðið væri brotið af ánni. Garðarnir (garðurinn) hefur verið þarna um 1700 og þá þegar selstaðan verið notuð sem slík. Kottætturnar eru því mun eldri, enda bera þær þess merki.
Hækingsdalsréttin eldriÞá var haldið að Hækingsdalsrétt, fallega og heillega hlaðinni heimarétt. Hún hefur verið fast utan við gamla túngarðinn, sem er heillega hlaðinn frá fjalli til lágar. Guðbrandur sagði að þangað hafi heimafé jafnan verið smalað til rúninga. Réttin hefði verið notuð til langs tíma. Gamla réttin, sem enn sést móta fyrir nokkru austar og ofan við bæinn, hefði ekki verið notuð eftir að faðir hans settist að í Hækingsdal árið 1921. Hann hefði hætt að færa frá 1929 og var síðasti bóndinn í Kjós, sem það gerði. Ástæða er til að varðveita þetta mannvirki, enda bæði heillegt og fallegt; dæmigert mannvirki er tilheyrt gæti fyrri búskaparháttum hér á landi. Enda minnti Guðbrandur á að þegar faðir hans hafi hafið búskap í Hækingsdal hefði að öllu leyti verið unnið með „gamla laginu“, þ.e. tún og engi voru slegin með orfi og ljá og allt sótt á hestum, mór þurrkaður undir Hulshrygg og heimfluttur sem fyrrum.

Ketilsskora

Gamla Hækingsdalsrétt er í hlíðinni ofan við gamla bæinn (ofan túna). Núverandi íbúðarhús stendur þar sem gamli bærinn stóð. Neðan undir hennar er lind, sem neysluvatn var tekið úr fyrrum. Það var leitt í steinhlöðnum stokk niður að bænum. Annar sambærilegur steinstokkur var úr annarri lind skammt austar. Þegar túnið var sléttað ofan og vestan við bæinn fór stokkurinn undir það. Nú, að vorlagi, mátti sjá hvernig stokkurinn liggur undir túninu, norðavestan við íbúðarhúsið. Réttin gamla er ferhyrnd. Inngangur er að suðvestan, austan við stóran stein í hleðslunni. Guðbrandur sagði að fyrrum, þegar hann var enn barn, hafi hann gjarnan verið sendur þangað til leikja því ágætt útsýni var þangað frá bænum og auðvelt að fylgjast með börnunum. Skjól hafi verið gott í réttinni, en þegar nýja íbúðarhúsið var byggt hefði grjót verið tekið úr henni í grunninn.
Á leiðinni upp í Möngutóftir (selstaða) í landi Fremraháls var farið upp með Grenhlíð, Grindagili og Geitarhlíð í Dagmálafelli/Brattafelli. Austan gilsins er Ketilsskora. Guðbrandur sagði svo frá: „Þarna er Ketilsskora, ókleif. Neðan hennar eru Stórusteinar eins og sjá má. Við þá var áningarstaður fyrrum á Kjósarskarðsleiðinni. Skömmu fyrir fyrsta manntal hér á landi (um 1700) bjó Ketill nokkur í Hækingsdal. Honum varð á að barna vinnukonuna. Hjúin voru handsömuð, dæmd og til stóð að flytja þau á Þingvöll til refsinga lögum samkvæmt. Á leiðinni var áð við Stórusteina. Þar slapp Ketill frá fylgdarmönnum sínum, tók strikið upp hlíðina, áfram upp Ketilsskoru og hvarf sjónum þeirra. Í manntalinu er hann sagður ábúandi í Hækingsdal, en týndur. Fréttist af honum á Vestfjörðum þar sem hann mun hafa náð á skip til útlanda. Ekki fer spurnum af vinnukonunni, sem væntanlega hefur átt að dæmast til aftöku í Drekkingarhyl“.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jarðabókin 1703.
-Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal.
-Örnefnalýsing fyrir Hækingsdal.

Hækingsdalur

Hækingsdalur.