Brúargjá

Skoðaður var óbrennishólmi inni í Lynghólshrauni (Berghrauni/Rauðhólshrauni) vestan við Grindavík. Áður hafði neðri hluti hraunsins, aðskilið, verið skoðar ofan við Lambagjá. Nú var ætlunin að skoða þennan hólma ofan við Brúargjá, sem Jón Jónsson, jarðfræðingur, lýsir í hraunaritgerð sinni. Þar segir hann m.a. um hraun þetta: „Það þessara hrauna, sem er næst elst kemur fram í viki því er verður milli Eldvarpahrauns að austan og Rauðhólshrauns vestan við Grænabergsgjá í landi Staðar, en auk þess í óbrennishólmum þar norður af. Ekki mun það hafa sérstakt nafn en vikið milli áður nefndra hrauna mun heita Moldarlág.

Svæðið-2

Hraun þetta er afar sérstætt að útliti. Það er nú talsvert gróið en sendinn jarðvegur og foksandslag í öllum lægðum. Aldur hraunsins má nokkuð marka af því að það er brotið um þvert af gjám og sprungum, og hefur því verið til áður en þær mynduðust. Sprungurnar sjást aðeins í tveim elstu hraununum þarna, en hvorki í Rauðhólshrauni né Eldvarpahrauni. Jafnframt er svo að sjá sem litlar eða engar hreyfingar hafi á þessu svæði orðið frá því að Rauðhólshraun rann. Það sem vekur undrun er ytra útlit þessa hrauns, en því verður trauðla með orðum lýst og jafnvel góðar ljósmyndir gera því ekki full skil. Það er þunnt, varla nema 5 – 6 m og auðvelt hefur reynst að grafa gegnum það, en þéttan bergkjarna virðist víðast hvar vanta. Þó sést hann á kafla ofan við Lambagjá. Hraunið samanstendur af misstórum og alla vega löguðum bergbrotum, flestum hellulaga, mest 15-25 cm þykkum og afar blöðróttum.
BrúargjáVíða má greina opnar rásir eftir hraunlænur eða gas. Nú horfa þær í allar áttir „eins og andarvana auga í sjálfs sín tómleik rýni“. Svo hefur þetta ekist saman í hrauka og hóla, sem sumir eru nokkurra metra háir og óreglulega dreifðir um svæðið. Eina skýringin sem mér er tiltæk á þessu útliti hraunsins er eitthvað á þessa leið: Hraunið hefur verið mjög heitt, þunnfljótandi, gasmikið og hefur runnið hratt. Eftir fyrstu og hörðustu goshrinu hefur nokkurt hlé orðið, nóg til þess að skorpa hefur náð að myndast á hrauninu, en það hefur að nokkru leyti runnið í rásum undir yfirborði. Næsta hrina í eldvarpinu verður til þess að skorpan brotnar upp og ýtist saman í hóla og hrúgöld. Sums staðar getur að líta hvernig hraunið úr síðari hrinunni (?) hefur vafist utan um brotin úr fyrstu skorpunni. Í heild er þessi myndun hin furðulegasta, og hef ég engan hennar líka séð. Upptök hraunsins eru ófundin, en hljóta að vera á því svæði, sem nú er hulið Eldvarpahrauni og/eða Rauðhólshrauni og geta ekki verið fjarri. Nyrst sést það í óbrennishólmum röskum kílómetra ofan við Lambagjá. Þar er það stórbrotnast og raunar ekki útilokað að þar séu upptök þess enda þótt ekki séu þar neinir dæmigerðir gígir. 

Gatan

Athyglisvert er að gjár, sem eru margra metra breiðar ganga gegnum þetta hraun, en næst undir því er hraun úr Sandfellshæð, eins og áður segir. Virðist því aldursmunur þessara tveggja hrauna ekki vera ýkja mikill. Í vestari óbrennishólmanum er Sandfellshæðarhraunið yfir 20 metra þykkt og grófstuðlað. Gegnum bæði hraunin gengur gjá, margra metra breið. Ég hef leyft mér að kalla hana Brúargjá sökum þess að yfir hana hefur myndast brú, steinbogi, úr Rauðhólshrauni. Að dæma af þeim staðreyndum, sem hér má lesa í landslaginu hafa gjárnar orðið til á tímabilinu frá því að Sandfellshæð var virk eldstöð til þess að Rauðhóll gaus. Aldursákvörðun þessara eldstöðva getur því varpað ljósi á hvenær gjárnar mynduðust á þessu svæði. Að samsetningu er hraunið dæmigert þóleiíthraun með ámóta miklu af plagíóklasi og pýroxeni, 4% ólivín og aðeins um 1% plagíóklasdíla.“
Ein gjáinÞegar gengið var inn í óbrennishólmann var komið inn á gamla götu, rudda að hluta, í gegnum hraunið beggja  vegna hans. Efst í hólmanum var fyrirhleðsla þar sem gatan fór upp úr honum og inn á nýrra hraunið, sem er allt umleikis hólmann. Brúargjá er neðst óbrennishólmanum. Bæði þar og ofan við hólmann, þegar komið er í Sandfellshæðarhraunið, má sjá hinu stórbrotnu gjár, sem hraunið hefur staðnæmst við á köflum. Efsti hluti gjárinnar heitir Hrafnagjá.
Reykjanesskagi er er allur eldbrunninn enda á milli. Fjallabálkur gengur eftir honum endilöngum og er uppistaðan í honum móbergsfjöll, sem myndast hafa við eldgos undir jökli á síðustu ísöldum. Láglendi eru nokkru meiri norðan á skaganum en sunnan, en þau eru þakin hraunum frá nútíma (frá lokum síðustu ísaldar og fram á sögulegan tíma) og grágrýtishraunum frá hlýskeiðum ísaldar.
GatanÚthafshryggurinn gengur á land á Reykjanestá (Mið-Atlanshafshryggurinn, Reykjaneshryggur) og mun það vera eini staðurinn á jörðinni, þar sem svo háttar til. Gosbelti gengur þaðan austur skagann (Reykjanesgosbeltið), allt austur í Selvog – Ölfus, en þar tengist það gosbelti, sem stefnir norðaustur og nær allt norður fyrir Langjökul (Langjökulsgosbeltið eða Vestara-gosbeltið). Eru Hellisheiði og Hengillinn á því. Gosfylki, eða eldstöðvakerfi, ganga á ská yfir gosbeltið og stefna norðaustur. Þau eru fjögur til átta, eftir því hvernig skilgreint er, og einkennast af móbergshryggja-kerfum og gossprunguknippum. Dyngjur og móbergsstapar frá ísöld (Fagradalsfjall, Langahlíð, grunnurinn undir Heiðinni há) eru tengd gosfylkjunum og eru staparnir mestir um sig af fjöllunum á skaganum. Sprunguskarar fylgja gosfylkjunum, með opnum sprungum og virkum misgengjum.
Þessar sprungur, margar hverjar djúpar og mikilfenglegar, má sjá í Sandfellshæðarhrauninu vestan við Grindavík. Nýrri hraun hafa runnið að og yfir gjárnar að hluta, en á stökum stað má sjá hluta af þeim elstu, stærstu og stórbrotnustu.
Fljótlega er ætlunin að fylgja götu, sem liggur upp úr óbrennishólma Lambahrauns að sunnanverðum Eldvörpum (FERLIR-1487).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Jón Jónsson: Hraunið við Lambagjá, Náttúrufræðingurinn – 56. árg., 4. tbl. 1986, bls. 209-211.

Grindavík

Gengið um Grindavík og nágrenni.

Verbúð

“Um aldir hafði það hagnast landbændum að senda vinnumenn sína í verið til útróðra á vetrarvertíð einmitt þegar hvað minnst var um að vera og erfiðast um bjargræði til sveita.

Sjóklæði

Fátækir einyrkjar héldu einnig oft í verið og skildu búið eftir í höndum konu og barna. Þá héldu ungir bændasynir suður á Nes og undir Jökul til að “togna á árinni”, eins og það var kallað, njóta frjálsræðis fjarri föðurhúsum og lenda í slarki.
Útróðrarmennirnir komu af stóru svæði; allt austan af Síðu og norðan úr Skagafirði. Eins og eðlilegt má teljast sóttu Vestfirðingar og Snæfellingar ekki í ver suður á Nes. En þangað sóttu Húnvetningar, Dalamenn, Borgfirðingar og Mýramenn, að því er ætla má  til jafns við verstöðvar undir Jökli. Skagfirðingar voru fjölmennir frá fornri tíð er Norðlendingar fjölmenntu á útgerð Hólastóls á Bæjarskerjum. Kjósverjar, Kjalnesingar, Mosfellingar og Reykvíkingar héldu einnig suður á Miðnes ef þeir sóttu ekki eigin inntökubáta í Garði og Leiru. Þá var títt að Strandarmenn, Njarðvíkingar og fleiri “innanbugtarmenn” sæktu í verin á utanverðum Reykjanesskaga áður en þeirra eigin vertíð hófst 14. mars – til að  ná sér í nokkra viðbótarfiska áður en síðbúnir vermenn leystu þá að hólmi. Uppistaðan í vermannafjölda þeirri er á hverri vertíð reri á bátum útvegsbænda á Miðnesi var þó Sunnlendingar: Árnesingar, Rangæingar og Skaftfellingar, en þó einkanlega, eins og áður hefur verið að vikið, menn úr Landeyjum og undan Eyjafjöllum. Eftir aldamót færðist þó í auka að menn úr byggðum við sunnanverðan Faxaflóa reru frá Miðsnesi en þá hafði verið breytt um útgerðarhætti á Miðnesi svo þeim svipaði meir til útvegs Innnesinga.
Samkvæmt fornri venju þurftu vermenn á útnesinu að vera “komnir að sínum keip” á kyndilmessu, hinn 12. febrúar. Í umhleypingum, vetrarhörkum og skammdegi janúarmánaðar þurftu þessir menn því að ferðast landshluta á milli, iðurlega fótgangandi með þungar byrðar, “þræða hrikalegt fjalllendi og buðótta dali” og leggja að baki grýtt hraun og beljandi fljó.
Héldu þeir oft af stað úr heimasveit í hópum, þó meðalstórum svo hægar reyndist að afla gistingar. Norðlendingar þurftu að glíma við langa heiðarvegi og erfiða fjallvegi en Sunnlendingar fóru léttstígari götur. Oftast var byggð fylgt og reynt að Uppróðrarmenn að störfumhafa sem stysta leið milli bæja. Stundum voru þó farnar öræfaleiðir eins og “Skagfirðingavegur” um Stórasand og Fjallabaksleið. Voru það áhættusamar ævintýraferðir sem gátu endað með ósköpum, eins og slysið fræga á Fjallabaksleið 1868 ber vitni um. Þá urðu fjórir vermenn úti á leið til Suðurnesja en bein þeirra fundust ekki fyrr en að tíu árum liðnum. Fátt jafnast þó á við stórslysið á Tvídægru í janúar 1588 er 13 vermenn urðu úti og margir fleiri örrkumluðust. Bæði Norðlendingar og Sunnlendingar, er héldu í útver á Suðurnesjum, þurftu síðan að fara yfir úfin og villugjörn Reykjaneshraunin sem oft reyndust erfiðasti hjallinn. “Hraunstrýta kom eftir hraunstrýtu”… svitinn fraus fraus á hálsnetum okkar, klakaskel setti í loðhúfuna og niður fyrir augu, sem smám saman varð að brjóta burtu”, svo vitnað sé í hrollkennda frásögn Eyjólfs Guðmundssonar, sem bætti við að skrambi reimt hefði verið á leiðinni. Þessar langferðir á versta árstíma voru eitt af merkilegri fyrirbærum í gamla bændasamfélaginu auk þeirra mikilvægu samskipta Vermenninnsveita og sjávarsíðu er þeim fylgdu.
Á ofanverðir 19. öld voru menn ráðnir upp á hlut að fornu lagi og eins upp á fast vertíðarkaup. Hlutamenn lögðu með sér mötu sem þeir höfðu ýmist með sér að heiman eða fengu hjá kaupmönnum ásamt skinnklæði og hluta veiðifæra. Hjá bændum fengu þeir vökvun og á stundum harðæti en þurftu að greiða fyrir soðningu. Í aukinni samkeppni um vinnufafl við sjávarsíðuna fór að tíðkast undir lok 19. aldar að sjómenn væru ráðnir upp á kaup og ókeypis fæði og húsnæði. Sérstaklega voru það Norðanmenn sem réðu sig uppá fast kaup á Miðnesi og í Höfnum. Vertíðarkaup var yfirleitt 40-50 krónur en gat verið allt að 100 krónur, Það var vitanlega hagstæðara útvegsbændum á aflaárum en útróðrarmönnum í aflatregðu. Reyndar héldu vermennirnir til í húsakynnum útvegsbændanna og í tómthúsum í kring, ólíkt og var á tímum konungsútgerðar fyrrum. Þegar Sigurður frá Syðstu-Mörk kom að Miðkoti laust eftir 1879 voru útróðrarmenn þar hýstir í óþiljuðu herbergi undir baðstofuloftinu. Sigurði þótti þetta þröngar og daunillar vistarverur. Var siður vermanna að hengja skinnklæði á stólpa er voru á milli rúmanna og lagði af þeim hvað mestan ódaun. Þröng var á þingi í þessum vistarverum. Þurftu menn að liggja saman í hverju rúmi. Var það algengt Oddur V. Gíslasonumkvörtunarefni útróðarramanna hversu þröng og hörð marhálmsfleti Suðurnesjamanna væru. Í þessum vistarverum mötuðust einnig útróðramennirnir er þeir komu af sjónum að kvöldi. Vistarverur í Miðkoti voru fornlegar og lét Sigurður betur af bænum að Bursthúsum, þar sem voru “allgóð húsakynni og meiri þrifnaður”. Af samanburði við aðrar lýsingar á aðbúnaði vermanna á Suðurnesjum má þó ætla að lýsing hans sé í meginatriðum rétt.
Verið heillaði unga menn; “töfraheimar hranna laga / hugann til sín draga” kvað Þorsteinn Gíslason. Það veitti frjálsræði og ævintýri en einnig þolraunir og vosbúð. Flestir komu þó vitanlega fyrir annarra verknað eða í leit að lífsbjörg en gátu þó engu að síður notið karlmennskulífsins í verinu.
Skiptar skoðanir voru um gildi verferða. Sérstaklega lá verbúðarlíf undir ámæli á ofanverðri 19. öld er sveitarbændur tóku að finna fyrir samkeppni við sjávarsíðuna um vinnuafl. Einnig lögðu áhugamenn um verklegar og menningarlegar framfarir á Íslandi orð í belg. Bæði var fundið að aðbúnaði og lélegri menningu. Má telja vonum seinna að aðbúnaður útróðrarmanna kæmu til umræðu. Sjóbúðir voru ærið óhrjálegar vistarverur; þröngar, kaldar, loftlausar og daunillar. Hreinlæti var mjög ábótavant og húsakynni þessi óholl í meira lagi. Áhrifa þessa gætti ekki hvað síst í heilsufari. Kvillasamt var á vertíðum. Sérstaklega voru hver skyns kýli og fingurmein algeng. Má rekja það til vosbúðar og óhreinlætis og hversu oft ígerð komst í smáskeinur jafnvel svo að hætt var við stórfelldu heilsutjóni, ef til vill bana, ef í komst eitrun. Ætla má að aðbúnaður sjómanna hafi verið betri þar sem sem þeir voru vistaðir á heimilum eða sérstökum vermannaskálum er tengdir voru bæjarhúsum. Þá var mjög til bóta ef sjóklæði og veiðarfæri voru geymd í bæjargöngum eða sértakri skemmu.
Veður gátu verið váleg og brimasamt mjög á vetrarvertíð á Miðsnesi. Landlegur voru því tíðar og oft gæftarleysi svo vikum skipti. Stundum voru útróðrarmenn látnir ganga til annarra starfa eins og t.d að dytta að grjótgörðum bænda. Annars þurftu þeir að finna sér eitthvað til dundurs í ógæftum. Ef inni þurfti að að sitja ófu menn, gerðu að skinnklæðum eða hnýttu hrognkelsanet, sumir tegldu og táðu, aðrir spiluðu spil eða tefldu. Ekki fara af því sögur hvort Vermaðurfjárhættuspil hafi verið iðkað til vansa af vermönnum á Miðnesi. Í Grindavík fékk Oddur á Stað sett sýslumannsbann á “hazardspil” er honum þótti “kötturinn” (en svo hét vinsælasta fjárglæfraspilið) vera farinn að taka völdin af þorskinum. Oddur fékk þá einnig sett bann á allt lausaprang með áfengi í Grindavík og fylgdu málssóknir í kjölfarið mörgum bændum til armæðu. Ekki er vitað hvort leynivínsala og drykkjuskapur var viðlíka vandamál á utanverðu Rosmhvalanesi. Ef til vill voru Útskálaklerkar ekki eins eftirlitssamir og eldhuginn á Stað. Þá var styttri ganga Miðnesinga en Grindvíkinga til Keflvavíkur. Oft var kátt í “Norðfjörðsbúð” (Knutzonsverslun) þegar vermenn söfnuðust þangað í landlegum, skammdegi og vetrarhörkum.
Þótti mörgum iðjuleysi sjómanna í landlegum (og “atvinnusjómanna” utan vertíða) hið mesta þjóðfélagsböl. Hvöttu gagnrýnendur formenn og útvegsbændur ti að ganga á undan með góðu fordæmi, fá útróðramönnum verðug viðfangsefni í hendur, kenna þeim til landverka, og hvetja til bóklesturs. Hvatt var m.a. til stofnunar lestrarfélaga í verstöðvum til að bæta úr bágu menningarástandi og beina huga þeirra frá “iðjuleysi eða dýrslegu gjáleysi”. Þessi umræða varð háværari eftir afnám vistarskyldu er vinnumönnum í ársvistum fór fækkandi. Íslensk sjómannastétt var í mótun; stétt lausamann sen fylgdu vertíðum um landið, reru ýmist á árabátum eða þilsskipum, og kröfðust í auknum mæli fastra peningagreiðslna í stað hefðbundinna ráðningar upp á hlut. Hvort raddir siðapostula og heimsósómaþulur hafði náð eyrum manna í útverum Suðurnesja vitum við ekki. Á stórbæjum suður með sjó var ekki reynt að víkka sjóndeildarhring útróðrarmanna, enda engar forsendur fyrir hendi, í mesta lagi var haldið að mönnum fornum guðsótta. Vermenn hlýddu þar á húslestra úr postillum (helst Vídalínspostillu því sjómenn mátu fremur “kjarna og kraft” en hægláta umvöndun), voru látnir setja ofan í Jesú nafni, syngja sjóferðasálma og hafa yfir sjóferðabænir. Vermenn þurftu að þjónusta á fleiri vegu. “Verpóstar” báru þeim bréf og sögðu almælt tíðindi. Yfirleitt veittu þekktir landshornaflakkarar þesa þjónustu og höfðu þá oft skemmtanir fyrir útróðrarmenn. Á hávertíð voru þessir menn nokkurs konar tengiliðir útvera við umheiminn. Ef útróðrarmenn þurftu að svara tilskrifum komst margt heljarmennið til lands og sjávar í hann krappan, því margir þessara manna kunnu ekki að rit nafn sitt hvað þá meira. Var þá leitað á náðir pennafærra manna í byggðalaginu. Presturinn, hreppsstjórinn og hérðarslæknirinn önnuðust margs konar bréfaskriftir bæði fyrir Miðnesinga og útróðrarmenn þeirra. Sumir kvörtuðu yfir ónæðinu er þessu fylgdi enda skiptu útróðrarmenn hundruðum í útverum Suðurnesja.
Ekki fara af því sögur að útvegsbændur á Miðnesi hafi átt í erfiðleikum með að manna báta sína. Samkeppni um Uppvaxin verstöð - Grindavík fyrrumvinnuafl jókst þó töluvert er skútuútgerð óx fiskur um hrygg sunnanlands og vestan á lokaáratug 19. aldar. Betri og jafnari aðkomumöguleikar löðuðu fólk til fastrar búsetu í skútuútgerðarbæjunum, bæði úr sjávarbyggðum Suðurnesja og eins fólk sem fyrrum hafði sest þar að. Samkeppni um vistfast vinnuafl var harðari en samkeppni um lausamenn. Þó ríkti ákveðið jafnvægi milli skútuútgerðar og bátaútvegs á vetrarvertíðarsvæðunum. Ákveðin umsetning skútuáhafna átti sér stað; sumir voru einungis á skútu á vetrarvertíð en reru voru og sumar á bátum (t.d. Austfjörðum); aðrir reru á vetrarvertíða (t.d. á Miðnesi) og jafnvel einnig á vorvertíð en skiptu síðan á skútu um lok eða Jónsmessu. Þá þurfti minna aðkomuvinnuafls við eftir að lóðir urðu höfuðveiðarfæri Miðnesinga og útgerð hinna fornu stórkskipa aflagðist. Útvegsbændur á Suðurnesjum þurfu þó að hafa allar klær úti við að afla sér manna. Þeir skrifuðust á við landbændur og höfðu menn til taks í Rekjavík, þá vermenn streymdu þangað, er gáfu sig á tal við aðkomumenn sem skorinortu ávarpi; “Ertu ráðinn lagsi?”

Heimild:
-Ásgeir Ásgeirsson – Við opið haf, sjávarbyggð á Miðnesi 1886-1907 – 1998.

Fugl

„Reykjanes er alveg einstakur staður á jörðinni því þar má sjá flekaskil milli meginfleka jarðskorpunnar, Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, á þurru landi.

pall E

Páll Einarsson.

Flekaskilunum fylgir landmótun, eyðing, eldvirkni, jarðhitavirkni, sprungur, misgengi og jarðskjálftar. Flekarnir fjarlægjast hver annan um tvo sentímetra á ári “sagði Páll Einarsson, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í jarðskjálftum við upphaf 6 klst ferðar um Reykjanesið. „Þegar ný kvika kemur ekki upp úr iðrum jarðar, eins verið hefur s.l. 800 árin verða afleiðingarnar þær að landið lækkar og sjórinn nær að éta smám saman af landinu, einkum á sunnanverðum Skaganum. Í þessari ferð var m.a. ætlunin var að skoða bæði jarðsöguna, – mótunina og kíkja á mögulega þróun í þeim efnum í nánustu framtíð. Páll var annar tveggja leiðsögumanna í skoðunarferð sem farin verður um Reykjanesið sem lið í afmælisdagskrá Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Hinn var Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur, og er fjallað um hans þátt hér á eftir.

gja-22

Svæðið er stöðugt viðfangsefni vísindamanna, bæði innlendra og erlendra, sem koma til að rannsaka þau ferli sem skapa nýja jarðskorpu á flekaskilum. Í ferðinni voru m.a. skoðuð þversnið í gegnum eldgíga og gossprungur sem og mismunandi gerðir sprungna athugaðar. Sérstök stopp voru áætluð ofan við Sandvík og á Reykjaneshæl.
Strax í upphafi ferðar fjallaði Páll um flekaskil Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Sagði hann líta mæti t.d. á Keflavík sem „ameríska borg“ en Grindavík aftur móti sem „evrópska borg“. Skilin væru um 5 km breið, en þau væru hvergi skýrari en yst á Reykjanesi.

Flekaskil

Flekaskil.

Flekarnir rækju í burt frá hvorum öðrum sem næmi að jafnaði 18-19 mm á ári. Þannig mætti greina 18 cm rek á 10 ára tímabili, 1.80 m á einni öld og 18 m á þúsund árum. Það samsvarði nokkurn veginn breidd svonefndrar gjáar á milli meginlenda, sem væri einungis skemmtileg framsetning á efninu, en fjarri lagi. Jaðar Ameríkuflekans væri nokkurn veginn þarna, en eins og fyrr sagði, er jaðar Evrópuflekans í u.þ.b. 5 km fjarlægð í austri. Þegar um hreint frárek væri að ræða færðust flekarnir beint í sundur, en þegar flekarnir hliðruðust kallaðist það hliðrek.

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.

Þannig væri ysti hluti jarðar samsettur úr nokkrum geysistórum bergflekum sem ná djúpt niður í seigan möttul jarðar. Flekarnir eru 100–200 km þykkir og „fljóta“ ofan á möttlinum. Efsti hluti flekanna kallast jarðskorpa og er hún 5-70 km þykk. Við flekamót rekur fleka saman, líkt og sjá mátti afleiðingarnar af nálægt Japan nýlega, en við flekaskil rekur þá í sundur.
Við flekaskil valda iðustraumar í möttulbráðinni því að flekar færast í sundur. Þar þrýstist bráðin hraunkvika upp og bætist á jaðra flekanna. Eldgos verða þar sem hraunkvikan brýst alla leið upp á yfirborð. Flekaskil eru að langmestu leyti á botni úthafanna og mynda þau geysilangt net af neðansjávarhryggjum, alls um 60 þúsund km að lengd.

Sprunga

Hraunsprunga.

Aðeins um 1% af úthafshryggjum jarðar eru ofansjávar og það gerir Reykjanesið sem og Ísland allt svo sérstakt. Úthafshryggurinn sem liggur um Ísland og sker það í tvennt kallast einu nafni Norður-Atlantshafshryggur og er hann hluti af jöðrum flekanna tveggja.
Svæði þar sem flekana tvo rekur hraðast í sundur eru kölluð gliðnunarbelti eða rekbelti. Utan rekbeltanna eru tvö hliðarbelti og liggja þau í eldri jarðskorpu en rekbeltin. Tvö þverbrotabelti tengja saman hliðrun sem er á Norður-Atlantshafshryggnum um mitt Ísland.
Hliðrun úthafshryggjarins stafar líklega af miklum möttulstrók, svokölluðum heitum reit með sérstaklega heitu, léttu og miklu kvikuuppstreymi, sem er undir Íslandi. Miðja möttulstróksins er undir Vatnajökli og togar strókurinn hrygginn eða gliðnunarbeltin til sín.
AtlantshafshryggurinnTil eru þrjár gerðir af hreyfingum við flekamæri, svæðin sem tveir flekar liggja saman. Sú fyrsta er tveir samliggjandi flekar færast í átt hvor frá öðrum á svæði sem nefnist flekaskil, önnur er að flekar færast hvor í átt til annars á svæði sem kallað er flekamót og sú þriðja er sniðgeng flekamæri (þverbrotabelti, hliðrunarbelti) þar sem tveir flekar færast meðfram hvor öðrum. Við flekaskil, þar sem plöturnar færast í sundur, eins og t.d. á Íslandi, er uppsteymi í möttli jarðar og ný jarðskorpa myndast stöðugt þar sem flekarnir skilja eftir sig gliðnunina. Við flekamót gerist  annaðhvort það að þar sem flekar rekast hvor á annan eyðist jarðskorpan hjá þyngri flekanum en léttari flekinn byggist upp eða þá að tveir jafnþungir flekar rekast hvor á annan en þá geta þeir ekkert annað en þrýst upp á við. Við sniðgeng flekamæri geta verið miklar jarðskjálftahreyfingar þar sem mikill þrýstingur myndast við mismunandi hreyfingar tveggja fleka.

Atlantshafshryggurinn-2

Frá því að Atlantshafið byrjaði að opnast, í lok Miðlífsaldar og upphafi Nýlífsaldar, hefur Norður-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann rekið í gagnstæðar áttir. Á gliðnunarsvæðinu í miðju Norður-Atlantshafi hefur byggst upp hryggur og þessi hryggur skýtur kollinum upp úr hafinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að endurbætt landrekskenning varð viðurkennd á 7. áratugnum
var ljóst að tilvera Íslands er mjög tengd landrekinu og í raun afleiðing þess og samspils við möttulstrókinn. Ísland gnæfir um 2-4 km yfir venjulega hæð Norður-Atlantshafshryggjarins.

Landris

Landris.

Það sem skapar Íslandi þessa sérstöðu, er að undir landinu er óvenjumikið uppstreymi heits efnis úr möttlinum, svokallaður möttulstrókur eða heitur reitur. Þessi heiti reitur hefur verið virkur að minnsta kosti síðustu 55 milljónir árin og virkni hans virðist ekki fara minnkandi enn sem komið er.

Sandfellshaed

Talið er að fyrir um 20 milljónum ára hafi flekaskilin rekið yfir heita reitinn og þar með hafi myndun Íslands hafist.
Páll sagði megineldfjöllin eftir síðustu ísöld, dyngjurnar, hafa gefið af sér undirlendi það er Reykjanesskaginn byggist á nú. Í raun væru þau ekki líkar hinum gríðarstóru dyngjum er þekkjast víða um heim, heldur mætti fremur kalla þær dyngjuskyldi. Á leið um Reykjanesbrautina var ekið yfir hraun frá Hrútargjárdyngju vestan við Straum. Dyngjan gaus fyrir ca. 7.000 árum og hefur, líkt og aðrar dyngjur, gosið samfleitt í nokkra áratugi eða jafnvel í eina öld. Hrútagjárdyngjan hefði gefið af sér apalhraun. Þegar litið væri yfir slík hraun mætti víða sjá flatar ójöfnur og hraunkýli (hraunhveli). Þegtta gerðist þegar fljótandi efsti flötur hraunkvikunnar storknaði en fljótandi hraunið streymdi fram undir. Þá safnaðist það stundum í þrær eða hólf, lyftu storknuðu þakinu um stund, en rynni síðan áfram ef og þegar kvikan næði að bræða sér áframhaldandi leið – og landið sigi á ný. Við þessar aðstæður spryngi storknuð hraunkvikan ofan á glóðinni.

Berggangur a reykjanesi

Apalhraun, lík Afstapahrauni, gerðu sig á annan hátt; yltu fram seigfljótandi undan þunga straumsins og mynduðu gróf hraun sem jafnan væru síðar erfið yfirferðar.
Þráinsskjöldurinn væri dyngjuskjöldur allt frá því í lok síðustu ísaldar. Sjá mættu leifar þessa efst við gígbrýnina. Sandfellshæðin væri litlu yngri, en frá henni hefði runnið mikið magn hraunvikur er myndaði núverandi undirlag ysta hluta Reykjanesskagans, stranda á millum. Tvo hliðarskyldi mætti sjá á dyngjuskyldinum; annars vegar Berghóla og Hafnarbergs og hins vegar Langhól miklu mun ofar. Einn væri þó sá dyngjuskjöldur, sem ekki  væri ætlunin að heimsækja að þessu sinni, þ.e. Heiðin há. Hún væri dæmigerður dyngjuskjöldur, líkt og Skjaldbreið og Trölladyngja.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Páll lýsti Kapelluhrauni (rann 1151) og Afstapahrauni (ca. 1700 ára) þegar ekið var í gegnum þau. Auk þess fjallaði hann nánar um nýhraunin á Skaganum. Fram kom að kortlagning og aldursgreiningar á hraunum á Reykjanesskaga hafi leitt í ljós að eldvirknin síðustu 10.000 árin einkennist af gosskeiðum sem vara í 400-600 ár. Á milli gosskeiðanna eru um 600-800 ára goshlé. Á hverju gosskeiði verða flest eða jafnvel öll eldstöðvakerfin á skaganum virk. Gossaga síðustu tveggja gosskeiða er allvel þekkt og myndin af því þriðja síðasta óðum að skýrast. Um eldri gosskeið liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar enn sem komið er, þó bætist smám saman við ný vitneskja.
Tímasetning hrauna á Reykjanesskaga Atlantshafshryggurinn-23byggir annars vegar á C-14 aldursgreiningum á gróðurleifum undan hraunum og hins vegar á gjóskulagatímatali.
Gjóskutímatalið byggir á Heklu- og Kötlulögum ásamt gjóskulögum sem eiga upptök í sjó við Reykjanes. Landnámslagið (LNL), frá því um 870 e.Kr., finnst um allan skagann og er eitt mikilvægasta leiðarlagið. Á seinni hluta nútíma, síðustu 4500 árin, er stutt á milli gjóskulaga í jarðvegssniðum og tímatalið því notadrjúgt en neðar verður það hins vegar mun gisnara, sem takmarkar notagildi þess. Frá síðasta gosskeiði eru þekktir þrennir eldar, þeir fyrstu á 10. öld og hinir síðari á 12. og 13. öld. Hraun frá fyrstu eldunum eru í Brennisteins-fjallakerfinu, s.s. Tvíbollahraun, Breiðdalshraun, Húsfellsbruni, Selvogshraun og Kristnitökuhraunið. Þrjú fyrstnefndu hraunin hafa verið aldursgreind af Jóni Jónssyni (1983). Mögulegt verður að teljast að einhver þessara hrauna hafi brunnið á 11. öld. Öll liggja þessi hraun ofan á Landnámslaginu og undir Miðaldalaginu (ML) frá 1226.

Atlantshafshryggurinn-24

Við kortlagningu hrauna í Brennisteinsfjöllum og í Krýsuvíkurkerfinu kom í ljós að þar er að finna hraun sem liggja fast undir Landnámslaginu. Lítill sem enginn jarðvegur er sjáanlegur þar á milli. Næsta þekkjanlega gjóskulag undir þessum hraunum, eða gjalli frá upptakagígum þeirra, er Heklulag sem er 1400-1500 ára gamalt (kallað „Gráa lagið“ vegna sérstaks litar). Yfirleitt er nokkur jarðvegur á milli „Gráa lagsins“ og hraunanna. Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga teljum við að þau séu frá 8.-9. öld.

gja-22

Ljóst er að hraunin tilheyra síðasta gosskeiði en ekki því næsta á undan sem varð fyrir um tvö þúsund árum. Síðasta gosskeið lengist því um allt að 200 ár og spannar tímabilið frá um 750-1240 e.Kr., eða um 500 ár. Hraunin sem um ræðir er annars vegar að finna í Brennisteinsfjalla-kerfinu og hins vegar í Krýsuvíkurkerfinu. Í Brennisteinsfjöllum eru það Hvammahraun og Vörðufellsborgahraun. Upptök þess fyrrnefnda eru í gígaröð efst í Brennisteinsfjöllum. Stærsti gígurinn heitir Eldborg. Síðarnefnda hraunið kemur frá gígaröð nokkru sunnar, vestan undir Vörðufelli, sem nefnd er Vörðufellsborgir. Skammur tími hefur liðið á milli gosanna. Hraunin eru ungleg og hafa stundum verið talin meðal sögulegra hrauna. Jón Jónsson taldi þau ekki með í þeim hópi en þó vera mjög ung. Hraunin þekja til samans ríflega 40 km2 og runnu ofan úr fjöllunum á nokkrum stöðum, s.s. um Hvamma í átt að Kleifarvatni og fram af Herdísarvíkurfjalli um Lyngskjöld og nokkur fjallaskörð þar fyrir austan.

Nutimahraun

Í Krýsuvíkurkerfinu er hraun frá líkum tíma í Móhálsadal. Upptök þess eru á um sjö kílómetra langri gígaröð, talsvert slitróttri. Á nýlegu jarðfræðikorti af Reykjanesskaga er hraunið nefnt Hrútafellshraun. Stærstu gígarnir eru Lækjarvallagígar austan við Djúpavatn. Lítill hraunfláki sem aðgreinist frá meginhrauninu er á risspildu Hrútagjárdyngju. Ofan á henni, skammt norðvestur af gíg dyngjunnar, hefur opnast tveggja kílómetra löng gossprunga sem gefið hefur frá sér hraun sem er um 0,66 km2 að flatarmáli. Meginhraunið er hins vegar um 6,8 km2 að lágmarki en syðsti hluti þess er hulinn af Ögmundarhrauni, sem er frá 12. öld.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga verður ekki annað séð en að þau séu öll mynduð á mjög svipuðum tíma. Ekki er þó víst að eldar hafi verið uppi í báðum eldstöðvakerfunum samtímis, en skammt hefur liðið á milli þeirra. Úr þessu mætti mögulega fá skorið með aldursgreiningum á koluðum gróðurleifum og mó undan hraunum og gjalli. Slík sýni hafa nýverið náðst frá tveimur stöðum. Annar staðurinn er norðan við rissvæði Hrútagjárdyngju og hinn í Sogum. Sýnin hafa verið send til greiningar.

Móhálsadalur

Móhálsadalur.

Á báðum svæðunum, þ.e. í Móhálsadal og í Brennisteinsfjöllum, hafa hlaðist upp stórir gjall- og klepragígar sem bendir til að gosin hafa verið kröftug og staðið nokkuð lengi. Hraunin í Brennisteinsfjöllum ná yfir stórt svæði. Gosvirknin þar hefur smám saman færst í einn megingíg sem gefið hefur frá sér mikið af hrauninu. Hvammahraun er að mestu úfið og illfært apalhraun en umhverfis gígasvæðið er helluhraun. Talsverð hraunbunga með dyngjulögun er við aðalgíginn.

Sveifluhals-22

Eldarnir á 8.-9. öld bæta nokkru við þá mynd sem við höfum af eldvirkni á Reykjanesskaga. Til dæmis er nú ljóst að á sama gosskeiðinu hefur gosið tvisvar í sama eldstöðvakerfi. Einnig bendir nú flest til að gosskeiðin séu nokkru lengri en talið hefur verið, en vísbendingar um það hafa einnig komið fram varðandi gosskeiðið fyrir um 2000 árum. Eldgos á Reykjanesskaga á næstunni kæmi ekki á óvart.
brennisteinsfjoll-222Vísindamenn sem voru við rannsóknir á Reykjaneshrygg síðasta sumar rak í rogastans þegar þeir uppgötvuðu gríðarstóra megineldstöð á hryggnum en fræðilega ætti hún ekki að geta verið þar. Er hún líklega sú eina sinnar tegundar í heiminum. Fullyrt er að þetta sé með merkustu uppgötvunum í jarðvísindum í áratugi. Auk eldfjallsins fundu þeir tvö gömul rekbelti sem stjórnuðu upphleðslu Vestfjarðarkjálka og Snæfellsness. Á meðal þess sem finna mátti á hafsbotninum voru greinileg ummerki eftir borgarísjaka og fornir árfarvegir.
Megineldstöðin, sem fengið hefur nafnið Njörður, er á stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Í toppi hennar má greina öskju, eða sigketil sem er um 10 km í þvermál. Núverandi rekás Reykjaneshryggjar liggur í gegnum Njörð. Reykjanes-sprungukrefiAðstæður við Njörð eru því svipaðar og í Kröflu, þar sem að megineldstöðin og sigketill hennar er klofin af Kröflusprungu-sveimnum.
Reykjaneshryggurinn er því um margt stórmerkilegur jarðfræðilega. Einnig Reykjanesið, sem er eini staðurinn á jarðkringlunni þar sem glögglega má sjá úthafshrygg ganga á land.
Sprengigígur er á Reykjaneshæl og 6-7 slíkir í Krýsuvík, þ.e. Gestsstaðavatn, Grænavatn, Stamparnir og Augun og a.m.k. einn norðan við Grænavatn. Þeir hefðu orðið til vegna kvikuuppleitunar undir bergvatn, sem sprenging hafi hlotist af með tilheyrandi afleiðingum.
Páll taldi að Sveifluháls (Austurháls) hefði orðið til í nokkrum gosum, bæði undir snemmjökli og undir lok síðasta jökulsskeiðs þegar íshettuna var að leysa. Mætti sjá þess glögg merki á einstaka hnúkum hálsins.
Greanavatn-22Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
nedansjavargosNeðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. Þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.
Á Krýsuvíkursvæðinu má víðast hvar sjá túff, brotaberg, móberg og bólstraberg. Sumstaðar er þessu öllu hrært saman líkt og í risastórum grautarpotti. Landlyfting hefur orðið í Krýsuvík síðustu par ára. Landið suðvestan við Kleifarvatn hefur risið um 5-15 cm sem getur gefið vísbendingu um að ekki verði langt að bíða eftir einhvers konar hraunuppstrymi þar. Einkennin eru dæmigerð fyrir aðdraganda goss, þ.e. landlyfting og tíðir litlir skjálftar í langan tíma. Að vísu seig landið um tíma, en hefur nú verið að rísa á nýjan leik. Svona goshrinur eru taldar koma eftir öllu Reykjanesinu á um 1000 ára fresti og standa í um 300 ár með hléum. Síðasta hrina hófst fyrir um 1100 árum.

bolstraberg-22„Ég vildi gjarnan sjá Hafnfirðinga taka tillit til staðreynda tilverunnar eins og íbúar snjóflóðahættusvæða gera. Það er þó alls ekki raunhæf hætt á að sprunga opnist inn í byggðina þarna – en ansi nálægt (það er verið að moka gjallinu úr gígunum í burtu þarna rétt fyrir ofan) og það ætti að gera fyrirfram ráð fyrir varnar-mönum til að stýra hugsanlegu hraunflóði því þau munu koma og eru fremur þunnfljótandi á Reykjanesi – þarna ættu ekki síður að vera hraunvarnar-manir fyrir ofan byggðina en að menn reisa hljóðvarnar-manir meðfram götum og hraðbrautum til að verja hús fyrir hávaða. Það er engin hætta á miklum sprengigosum á Reykjanesi og fyrir ofan Hafnarfjörð heldur fyrst og fremst hraungosum. –

Sundhnúkur

Sundhnúkur ofan Grindavíkur.

Grindavík æti að huga að þessu líka – þó aldir geti liðið þá getur það líka gerst á morgun. Menn byggja háhýsi með hliðsjón af miklum jarðskjálftum þó líkur á að stór jarðskjálfti ríði yfir Reykjavík (með upptök við eða undir Reykjavík) séu nær engar – þegar aftur víst er að fyrr að síðar mun hraun renna þar sem Vallahverfi er nú og víðar. Því ætti að skipuleggja byggð frá upphafi þannig að byggðin þoli það, rétt eins og að gera þarf ráð fyrir að hús þoli jarðsjálfta af stærð sem aldrei eða nær aldrei kemur í Reykjavík. Einföld en nægilega efnismikil og öflug efnis-mön ofan byggðar stýrir hrauninu frá byggðinni“

Gunnar thor-2Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur annaðist leiðsögnina ásamt Páli. Gunnar hefur unnið að doktorsverkefni um máfa og tófur á Reykjanesi ásamt því að rannsaka fuglalíf svæðisins fyrir  Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. „Á Reykjanesi er eitt fjölbreyttasta fuglalíf á landinu yfir vetrartímann og það er viðkomustaður fjölmargra farfugla á haustin og vorin. Þar eru  líka nokkur fuglabjörg þar sem finna má mikinn fjölda sjófugla,“ segir Gunnar og bætir við. „Í ferðinni sjáum við flesta þá vetrargesti sem enn eru til staðar og einnig fyrstu farfuglana, eins og sílamáv og lóu.“
Gunnar Þór Hallgrímsson er líffræðingur frá Háskóla Íslands og er í doktorsnámi við sama skóla. Helstu verkefni Gunnars eru á sviði fuglafræði en mörg verkefni eru í vinnslu á því sviði. Þannig fylgist Gunnar mjög náið með sílamávavarpinu á Miðnesheiði en samkvæmt gögnum frá 1995 er það eitt hið stærsta í heimi.

Sílamávur

Sílamávur.

Athuganir á sílamávavarpinu felast meðal annars í að skoða aðferðir sem nota megi til fækkunar máfsins en bent hefur verið á vandamál tengdu svo stóru varpi í nágrenni alþjóðaflugvallar. Samhliða rannsóknum á sílamávi sem unnar eru í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskólans vinnur Gunnar m.a. að athugunum á sendlingum í samstarfi við skoska aðila, æðarfugli í samstarfi við Háskólann í Glasgow, eiturefnavistfræði í samstarfi við Stokkholmsháskóla og vöktun arnarstofnsins í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða, Náttúrustofu Vesturlands og Fuglavernd.

loa-12

Undanfarin tvö ár hefur mikið borið á mávum í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum og hafa margir kvartað undan átroðningi fuglsins inn í mannabyggðir. Fuglafræðingar benda á að ástandið sé mjög óvenjulegt og að það tengist atferlisbreytingum hjá fuglategundinni. Fæðuskortur rekur máva frá varpstöðvum inn í þéttbýlið.
„Mávarnir eru að segja okkur að það er ekki allt í lagi í sjónum,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofnun Reykjaness, í samtali við mbl.is „Það er alvarlegt ástand í gangi sem við skiljum ekki og mávarnir eru að minna okkur á það.“  Sílamávurinn hefur til að mynda verið mjög aðgangsharður í ætisleit við Reykjavíkurtjörn og jafnvel veitt sér andarunga til matar. Gunnar segir stofn sílamávsins hafa fjölgað mjög mikið undanfarin ár en árið 2004 virðist sem að hann hafi náð hámarki. Ári síðar hafi farið að halla undan fæti í varpi hjá mávnum og það varð algjör viðkomubrestur, þ.e. fáir ungar komust á legg úr varpinu.

Fjöruspói

Fjöruspói.

Gunnar Þór benti þátttakendum á sílamáva, bjartmáva (sem eru vetrargestir hér, en verpa á Grænlandi), urtönd (sem er smæst anda), skúfönd, stokkendur, tjald (sjá má aldur hans bæði á gogg og fótum), fjöruspóa (sem er sjaldgæfastur fugla hér á landi, telur einungs ca. 10 fugla), lóu (sem nýkominn var til landsins, m.a. sást hópur slíkra með ca. 30 fuglum koma inn yfir ströndina), geirfuglinn og margt fleira.

geirfuglar

Gunnar benti reyndar á að síðustu tveir geirfuglarnir í heiminum hefðu verið veiddir  á syllu í Eldey þann 3. júní 1844. Þar með hefði þeirri merkulegu fuglategund verið útrýmt endanlega. Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins. Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna. Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar.

Geirfugl

Geirfulg á Náttúruminjasafninu.

Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Gunnar Þór fjallaði auk þess m.a. um sendil, súlu og fýl, en síðastnefndi er ekki mávategund þó svo að flestir teldu svo vera. Í Eldey væri ein af stærstu súlubyggðum í heimi og sú stærsta hér við land. Þar væri fjöldinn orðin svo mikill að fáar fleiri kæmust þar að.
Þá fjallaði Gunnar Þór um tófuna og tilvist hennar á Skaganum, ekki síst til að stemma stigu við fjölda máva við flugbrautirnar á Miðnesheiði.
Frábært veður. Ferðin tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Páll Einarsson, prófessor við HÍ.
-Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur.
-Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 26. nóvember 2010.
-Magnús Á. Sigurgeirsson og Kristján Sæmundsson, Íslenskar Orkurannsóknir, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Eldey

Eldey.

Gamli Kirkjuvogur

Gengið var um sunnanverða Ósabotna að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd.
osar-22Á þessari leið má velja um gömlu reiðleiðina er liggur rétt ofan við ströndina eða gamla vagnveginn. Hann, líkt og reiðleiðin, er enn sýnilegur austan túngarðs hins horfna bæjar Teigs (enn má þó sjá skorsteininn af bænum skammt austan Hafna). Ef vel er að gáð má sjá að vagnvegurinn hefur á einhverjum tíma verið útfærður í bílveg og að hætt hafi verið við þær vegabætur í miðjum kliðum. Þegar komið var austur fyrir Hunangshelluna var haldið frá gatnamótunum að Njarðvík eftir reiðleiðinni þar sem Lágafellsleiðin sameinast henni áleiðis að gamla verslunarstaðum í Þórshöfn. Gatan er greinileg í heiðinni og sjá má fallnar vörður við hana. Þegar komið var yfir austanverðan Djúpavog tók við vagnvegur frá Illaklifi áleiðis að verslunarstaðnum.
Af og til mátti þó osar-23sjá gömlu reiðleiðina út frá veginum. Á Selhellu og við Draugavog eru tóftir, bæði ofan Selhellu og efst á henni. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp. Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, eru einnig tóttir. Gengið var inn fyrir voginn og inn á þjóðleiðina, ofan við Beinanesið að Hestaskjóli og áfram fyrir Djúpavog, sem fyrr sagði. Í botni vogarins liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið (Illaklif) er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels. Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna.
osar-24Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið osar-25kirkjugarður og kirkja eða bær. Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir.
Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Vikið var út af vagngötunni til suðurs vestan Illaklifs og gamalli götu niður lága brekku. Þar sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Einnig á öðrum skammt suðvestar. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kaf í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi.

osar-26

Skammt austar er önnur tótt, mun stærri, og sú þriðja suðvestar. Við hana er hlaðið gerði, sennileg aupp úr eldri fjárborg, sem enn mótar fyrir. Götunni var fylgt upp brekkuna uns komið var að manngerðum stórum grónum hól á klöpp. Þarna kanna að vera dys, a.m.k. benda ummerkin til þess. Umleikis hólinn miðsvæðis er hringlaga hleðsla. Skammt þarna vestar er Gamli Kirkjuvogur. “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipan er ekki hægt að greina. Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.“

osar-27

Kaupstaðaleiðin er falleg vagngata á melhálsi upp af Djúpavogi, en gamla þjóðleiðin liggur sunnar, að Gamla-Kirkjuvogi. Enn önnur leið, greinilega minn farin, liggur frá Djúpavogstóftunum og rétt ofan við strönina að Gamla-Kirkjuvogi. Þar á leiðinni er slétt flöt og gerði. Liggur veggur þess út í sjó, en land mun hafa sigið þarna verulega á umliðnum öldum (nokkra millimetra á ári skv. mælingum).
Gamli-Kirkjuvogur er sagður vera mjög gamall, forveri bæjanna handan Ósa. Sumir segja það þar hafi verið landnámsjörð. Sjá má þar tóftir, garða, gerði o.fl. og virðast þær allar mjög komnar við aldur. Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn osar-28prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi.
Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 um „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“. Þar segir hann m.a. um Gamla-Kirkjuvog og Gamla-Kotvog, sem áttu að hafa verið norðan Ósa en ekki sunnan eins og síðar varð. „Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smávoga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna.
Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, osar-29þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt að sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.
Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn. Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vígði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík.

osar-30

Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna. Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«. Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Ósabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270: »En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi.

osar-31

Hér virðist »Djúpivogur « vera bæjarnafn. Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur. Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að marka. Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af. Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla. Jarðabók Á. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel hafa verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli. Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor.

osar-33

Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið kirkjugarður og kirkja eða bær.

osar-32

Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
osar-34Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Áletranir eru á klöppum austan við Þórshöfn. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrím Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644).

osar-35

Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.
Gengið var út með víkinni beggja vegna og festarhringjanna leitað. En þrátt fyrir útfjöru fundust hringirnir ekki. Jón Borgarson í Höfnum kvaðst hafa siglt þangað yfir fyrir nokkrum árum og þá m.a. litið festarhringina augum. Næsta skref verður að fara með Jóni í Þórshöfnina og skoða hringina.
Vestan þræsingur stóð inn í Ósana og því auðvelt að ímynda sér við hvaða aðstæður þurfti að takast á við er koma þurfi vélavana skipunum inn fyrir skerjagarðinn og inn í örugga höfnina í Þórshöfn. Utan hennar var hvítfyssandi öldurótið, en innan var lygna og angurværð. Auðvelt var að sjá fyrir sér hversu góð Þórshöfn var skipum hér fyrr á öldum.

osar-37

Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum.
osar-38Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
osar-36Í Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
osar-39Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: „Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“ Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður „klinker“ sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.“

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.

 

Mosfellsheiði

Í skýrslu Óbyggðanefndar fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið má m.a lesa eftirfarandi um Mosfellsheiði:

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort.

„Í Landnámu er minnst á Mosfell. Jarðarinnar er einnig getið í Egils sögu. Þar stendur að Grímur Svertingsson, lögsögumaður 1002-03, hafi búið á Mosfelli fyrir neðan heiði. Kirkja hefur staðið að Mosfelli þegar um 1200 er Páll biskup Jónsson tók saman kirknaskrá sína.
Bæði Stærra- og Minna-Mosfell er að finna í fógetareikningunum 1547-1552 og hefur jörðin því verið í eigu Viðeyjarklausturs áður en konungur sló eign sinni á jarðir klaustursins. Einungis kúgilda og innanstokksmuna er getið í máldaga Mosfellskirkju í Gíslamáldögum frá um 1575.
Mosfell var meðal þeirra jarða sem samkvæmt konungsboði 3. október 1580 voru lagðar til fátækra presta.
MosfellskirkjaBrynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, stóð fyrir vísitasíu á Mosfelli árið 1642. Í visitasíubókinni stendur eftirfarandi: Kyrckian ad Mosfelli i Mosfellssveit, ä suo mikid i landi sem bref og mäldagar fullnast, er heima jordin lógd til prests upphelldis med óllum gógnum og giædum, öskar Biskup landamerkia af sera Einari Olafssyni, epter eignar halldi edur hefdar vitnum. Sómuleidis er prestinum veitt jórdin Mögilsä, leygd fiörum ä gilldum hid sama öskar Biskup um hennar landamerki ad skiallega tekin sieu og hvorutveggiu send Innan Jafnleingdar til Skalhollts. Undir þetta rita Einar Ólafsson prestur, Hallur Árnason prestur, Gunnar Magnússon, Pétur Gissursson og Stefán Ólafsson prestur.
Í visitasíu Mosfells sem fram fór 23. ágúst 1646 var lagður fram vitnisburður Guðrúnar Þorsteinsdóttur, eiginkonu séra Þorsteins heitins Einarssonar sem var prestur á Mosfelli 1582–1625, um að enginn hefði sér vitanlega notað Mosfellsskóg nema með leyfi eiginmanns síns. Í sama vitnisburði sagði ennfremur að: … Mosfells landamerki væri Bláskrida sem rennur med hrijsbrunar túne, Somuleydes þess land Móar fyrir sunnan Ána sem kalladur er kyrkiu Móe og þar heffdi Asgrijmur heijtinn Gijsla Son Sinn stekk sem þá Bió i Hittukoti hvortt ad stendur i mosfellstune. Datum þess vittnisburdar Anno 1643 7. februarij á Vollum undir Svijnskardi. Undir skrifadir menn Nikulas Eyolfsson Hallgrijmur Þolleijfsson Jon Jorundsson Nikulas Hendriksson.

Helgusel

Helgusel (Mosfellssel) í Bringum.

Í sömu visitasíu var birtur vitnisburður Árna Magnússonar í Ytri–Njarðvík frá 23. október 1626. Þar kom m.a. fram að í þau þrjú ár sem hann var á Mosfelli hafi bóndinn haft selstöðu í skóginum heima á bringunum. Í sama vitnisburði kemur eftirfarandi fram: … i þeim skóge sem greijndu Mosfelle var þá i þann tijma Eignadur leijfdist ongvum sier ad nijta nema med þeirra leijffe sem á mosfelle voru. Undir visitasíuna skrifa Einar Ólafsson prestur á Mosfelli, Stefán Hallkelssson prestur í Seltjarnarnesþingum, Sigurður Árnason, Halldór Eiríksson, Jón Árnason og Bjarni Eiríksson.

Bringur

Bringur.

Í visitasíu Þórðar Þorlákssonar biskups þann 30. ágúst 1678 kemur eftirfarandi fram: Þann 30 Augusti visiterud kÿrkiann ad Mosfelle i Mosfellssveit heima stadurinn og jordinn Mögilsä er lógd prestinum ad Mosfelli til uppheldis nota, eirnenn eru stadnum eignadar tuær selstodur su ejna under Grymanzfellzfossi, en ønnur hejmar i Brÿngunum, veidj i kietilhiloz ofann efter leirvox a, ad sunnan bædj i Skrautä og Backafliotj, enn umm landa merki stadarins finnst vïsitatiubok sal. M Brinjolfs sub dato 1646. Undir þetta rita Þórður Þorláksson, Einar Ólafsson prestur, Einar Einarsson, Árni Álfsson, séra Hannes Björnsson, Bjarni Jónsson, Pétur Ámundason og Bjarni Sigurðsson.
Jón Vídalín visiteraði Mosfell 2. ágúst 1703. Þar kemur fram að presturinn hafi jörðina Mógilsá til uppihalds, að staðurinn hafi tvær selstöður og að kirkjan eigi ákveðin veiðiréttindi. Textinn er í samræmi við það sem stendur í vísitasíunni frá 1678. Síðan segir: Item ä Hun Möan fÿrer sunnann äna sem kalladur er Kÿrkiu möi. Undir þetta rita Þórður Konráðsson prestur, Pétur Ámundason, Pétur Daðason Gamm, Benedikt Einarsson, Einar Ísleifsson og Árni Gíslason.

Hrísbrúarsel

Hrísbrúarsel (Mosfellssel).

Þann 23. júní 1751, í tíð Ólafs Gíslasonar biskups í Skálholti, var Mosfell visiterað. Sú vísitasía er keimlík þeirri frá 1703 en þar segir: Enn Jórdenn Mögilsä er lögd prestinum til upphelldis. Stadnum eru eignadar 2 Selstodur. Su eina under Grimansfelles Fosse, enn ónnur heimar í bringunum. Kyrkiann ä Veide i Ketilshil og ofann efter Leirvogsä ad sunnann bæde i Skrautä og Backar Flióte. It: a hun möann fÿrer sunnan Äna, sem kalladur er Kÿrkiumöe. Undir þetta rita Ólafur Gíslason, Guðmundur Jónsson, Sigurður Ólafsson, S. Sigurðsson, Gísli Einarsson og Oddur Jónsson. Finnur Jónsson Skálholtsbiskup visiteraði Mosfell þann 12. júní 1758. Vísitasían sem samin var í kjölfarið er nánast samhljóða vísitasíunni árið 1751 og því vísast til hennar.

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Þann 26. júní 1800 var Mosfellskirkja visiteruð af Geir Vídalín. Í greinargerðinni sem samin var í kjölfar eftirlitsferðarinnar segir: Anno 1800 þann 26ta Junii, visiteradi Biskupinn Geir Vidalin Kirkiuna ad Mosfelli i Mosfellssveit; – hun á heimaland allt og eru þessi Landamerki ad utannverdu, eftir Visitatiu Magr. Brynjólfs Sveinssonar 1646; ad Bláskrida, sem rennur med Hrísbrúar túni ad austanverdu, skylie Löndinn.
Í vísitasíubókinni er líka texti sem er keimlíkur upplýsingum sem er að finna í eldri vísitasíum Mosfells: Hún á 2 Selstödur, adra undir Grímansfells fossi, (nu kölludum Helgusels fossi) hina nordur í Bríngunum, þar sem nú eru kalladar Blásteinns Bríngur; Veidi í Kétilshil, og ofann eftir Leyrvogsá ad sunnannverdu, bædi í Skrauta og Barkarflióti; item á hun Móann fyrir sunnann Ána, þar sem kalladur er Kirkiu mói. – Jördinn Mógillsá er lögd Prestinum til upphelldis. Undir skrifa; Geir Vídalín, A. Jónsson, Þórarinn Kolbeinsson og Auðunn Bjarnason.

Hvannavellir

Hvannavellir.

Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1704 virðast bændur í allstórum hluta Kjalarneshrepps hafa rekið geldneyti og hross á Mosfellsheiði. Er þar einkum talað um Hvannavelli, og virðist ekki hafa verið greitt fyrir. Slíkur geldneytarekstur er nefndur við Álfsnes og Varmadal. Norðurgröf, Vellir, Kollafjörður, Mógilsá, Esjuberg, Vallá vestri og Hof (þar með talin afbýlin Jörvi, Krókur og Lykkja) höfðu geldneyta- og hrossarekstur á Mosfellsheiði. Um Vallá vestri segir: Hesta og nautagánga um sumur hefur frá þessari jörðu so vel sem öðrum í þessari sveit brúkuð verið frí og átölulaust um lánga æfi á Mosfellsheiði, þar sem heita Hvannavellir.
Og í lýsingu Hofs stendur: Geldnauta og hesta upprekstur hefur frá þessari jörðu um lánga tíma brúkaður verið til sumarbeitar upp á Mosfellsheiði þángað sem heita Hvannavellir, og það frí og átölulaust. Nú um stundir síðan menn urðu hjer so fátækir, að þeir áttu ekki slíkan peníng, hafa þeir þetta ekki megnað að brúka.

Draugatjörn

Draugatjörn – rétt.

Móar og Saltvík höfðu geldneyta- og geldfjárupprekstur á Mosfellsheiði. Vallá eystri hafði hrossagöngu: Hestagánga um sumur þykist eigandinn af eldri mönnum heyrt hafa frá þessari jörð hafi brúkuð verið frí og átölulaust á Mosfellsheiði, þar sem heitir Hvannavellir.
Jarðabók Árna og Páls minnist ekki á „afrétt“ varðandi Sjávarhóla, Öfugskeldu og Skrauthóla en ætla má að sama hafi gilt um þær og aðrar jarðir innan til í Kjalarneshreppi. Raunar voru þessar jarðir í einkaeign eða eign Kjalarnesþinga en Hof, sem hafði þennan rétt samkvæmt Jarðabókinni, var líka í einkaeign. Stóðhrossa- og geldneytaganga á Mosfellsheiði er ekki nefnd við jarðir yst á Kjalarnesi.
Í greinargerð Þjóðskjalasafns Íslands er vakin athygli á því að samkvæmt Jarðabók Árna og Páls átti konungur eða hafði átt allar jarðir í Kjalarneshreppi innanverðum, þ.e. Þerney, Álfsnes, Fitjakot, Varmadal, Stardal, Hrafnhóla, Þverárkot, Gröf (Norðurgröf), Velli, Kollafjörð, Mógilsá, Esjuberg, Móa, Saltvík og Skrauthóla. Veki þetta upp vangaveltur um rétt bænda á framantöldum jörðum á Kjalarnesi til gjaldfrjáls upprekstrar, hvort hann hafi byggst á réttindum, sem Viðeyjarklaustur hafi náð. Í því sambandi væri rétt að líta til rekstrarréttinda Eystri- og Vestri-Vallár, en Vallárnar voru meðal þeirra jarða sem konungur seldi Henrik Bjelke 30. apríl 1675.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort 1909.

Hvannavellir munu nú kallast Bolavellir samkvæmt frásögn Kolbeins Guðmundssonar: Ég sé á landabréfum, að búið er að færa örnefni og sýslumörkin talsvert austur á bóginn fyrir vestan Hengilinn, t.d. heita nú Vatnaöldur, þar sem til skamms tíma hét Bolöldur. En Bolalda er komin austur undir Húsmúla. Ekki veit ég, hvort þetta á rætur sínar að rekja til ósamkomulagsins í fjallleitunum eða það er af því, að fáir virðast vita, hvar Bolavellir voru kallaðir til forna, en þeir eru fyrir austan Lyklafell norður af Bolöldum, sem nú eru nefndar Vatnaöldur. En þar, sem nú eru kallaðir Bolavellir, hétu til forna Hvannavellir. (Sjá lýsingu Ölfushrepps eftir Hálfdan á Reykjum 1702).

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort 1964.

Í lýsingu Skúla Magnússonar á Gullbringu- og Kjósarsýslum frá 1782-1785 segir: „Mosfellsheiði og Kjósarheiði nefnist öll víðáttan frá byggð í Kjós og Mosfellssveit upp að Henglinum, sem áður er nefndur. Þar er mjög gott og grösugt afréttarland á sumrum og er notað úr öllum sýslunum, Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Árnesssýslu. Þar hefir og verið haldinn nautamarkaður 1. október árlega á svæði, sem til þess er afgirt við gjá eina“.
Áður hafði Skúli Magnússon sagt í sama riti: Skilyrði eru og góð til að hafa í seli á heiðinni [Mosfellsheiði] uppi undir afréttarlandinu.
Af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem og lýsingu Skúla Magnússonar virðist því mega ráða að Kjalnesingar hafi stundað stóð- og geldneytarekstur á Mosfellsheiði. Er það stutt af öðrum gögnum sem hér verða nefnd á eftir. Einnig má ráða af Jarðabókinni og lýsingu Skúla að Mosfellsheiði og heiðalöndin milli Kjósar-, Gullbringu- og Árnessýslna hafi verið notuð sem „afréttur“ fyrir sauðfé líka.
Árið 1740 lögfesti Markús Snæbjörnsson, prestur á Þingvöllum, Þingvallastað. Í þeirri lögfestu eru teknar með jarðir Þingvallakirkju í Þingvallasveit þannig að segja má að sveitarmörkum sé lýst að mestu leyti. Hluta marka Mosfellsheiðarlands er að finna í lögfestunni: … úr Riúpnagili i Steininn á litla Saudafelli, frá Steini þeim i Sysluvördur á eystri Moldbreckum, og so þvert yfir i Klofnínga, enn úr þeim i Þingvallavatn …

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort; fornar leiðir – Jón Svanþórsson.

Þann 9. júní 1801 á manntalsþingi á Esjubergi lagði séra Auðunn Jónsson fram lögfestu fyrir landi Mosfellskirkju frá 22. maí 1770 sem að hans sögn var grundvölluð á máldagabók Brynjólfs biskups Sveinssonar, undirskrifuð af sálugum séra Böðvari Högnasyni og upplesin af sálugum sýslumanninum Guðmundi Runólfssyni á þremur þingstöðum í Kjósarsýslu árið 1770. Lögfestan var lesin upp á ný en ekkert kemur hins vegar fram um innihald hennar.
Í jarðamatinu 1804 er að finna eftirfarandi upplýsingar um Mosfell: Med denne Jord bruges tillige et Kirken paa Mosfell tilhörende Stykke Land oppe paa Fiældet; men da dette er forbunden med saa megen besværlighed, formedest at det er saa langt bortliggende, formodes samme Stk. Land at blive i Tiden solgt særskildt og taxeres derfor a parte saaledes.

Helgusel

Helgusel (Helgasel) – uppdráttur ÓSÁ.

Auk þess segir í lýsingu gæða heiðarlandsins: Medens dette bruges med nærverende No 6 [Mosfell], kan det ikke taxeres saa höyt som her er skeet, men kunde da kun udgiöre en 6 a 7 hndr.Lagt var mat á Mosfellsbrauð árið 1839. Hluti skýrslunnar sem samin var af því tilefni fer hér á eftir: Ecki heldur gjet eg eiginlega til nefnt Hlunnindi, edur Itok, utann Kyrkju Landsins Stærd til Fialls, og þvj fylgiandi Slægna Utrymi, Hagabeit og Selstodu, sem gétur verid med stórum Erfidismunum til Nota á Sumrum; – Ecki heldur eru Máldagar infærdir, eins og ecki afskriftir af Documentum, sem bevísa adkomst til hlunnenda, eda Itaka, utann jeg finn i Visitatiu Hra. Biskups G. Vidalins sáluga, af 26ta Junii 1800, Ad Kyrkjann eigi … og 2r Selstödur, adra hiá Helgaselsfossi, þar sem jeg hefi látid byggia Sel – og Fiárhús, og adra í Blasteinsbringum.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er Hitta sögð hjáleiga Mosfells (Stóra-Mosfell). Um Hittu segir síðan neðanmáls: 1802 segir, að yrkt sé land uppá fjalli frá Stóra Mosfelli, sem mjög er örðugt tilsóknar, en fyrir því það þykir bezt, að selt væri og yrkt sér, er það metið sér í lagi til 12 h. 36 al.

Fellsendi

Fellsendi.

Í jarðamatinu 1849 segir m.a. um Mosfell: Eingjar litlar heimavið, en talsverðt beitiland. Heiðarland gott og mikið til slægna og selstöðu, en lángt fráliggjandi og mjög örðugt til allrar notkunar. Þvínær ónytt á flestum vetrum.
Útmæling á nýbýlinu Fjallsenda/Fellsenda fór fram 8. júlí 1850. Við hana mættu auk úttektarmanna: Þingvallaprestur, fulltrúi Mosfellsprests, ábúendur Fremraháls og Stíflisdals og útmælingarbeiðandinn. Mosfellsprestur lagði fram skýrslu um merki milli Mosfells- og Þingvallakirknalanda en hún er ekki innfærð, en hana má finna í uppskrift í skjölum, sem lögð voru fram í Landsyfirrétti árið 1860.

Mosfellssel

Mosfellssel við Leirvogsvatn.

Fylgir einnig vitnisburður mannsins, sem var umboðsmaður Mosfellsprests við áreiðina. Hljóða skýrsla og vitnisburðurinn svo: Með því bóndinn Arni Björnsson á nýbýlinu Fjallsenda hefur gefið mjer í skyn, að næstkomandi mánudag eða þann 8. þ.m. væri áformuð skoðun á landamerkjum og úthlutun lands til tjeðrar nýlendu hans af Sýslumanni með þartil kvaddri nefnd manna, og þareð jeg, sem Beneficiarius á Mosfelli, sem á land að hjer að vestan verðu, hlýt samkvæmt skyldu minni, að eiga þar að nokkruleyti hlut að máli, leyfi jeg mjer hjermeð, til nauðsynlegrar aðgæslu fyrir tjeða nefnd, að geta um og taka fram þau landamerki, sem mjer með samhljóða vitnisburðum gamalla og áreiðanlegra manna hafa verið sögð, og eru þau þessi: Sjónhenda úr Rjúpnagilsdrögum eða upptökum í aflangan stóran stein einstakan austantil á litla Sauðafelli, og aftur sjónhenda úr tjeðum steini, sem sumir kalla markastein (Sýslustein) í austari Moldbrekkur svonefndar, og en<n> sjónhenda úr Moldbrekkum suðaustanvert við Borgarhóla.

Mosfellssel

Mosfellssel við Leirvogsvatn – uppdráttur ÓSÁ.

Á þessum landamerkjum hefi jeg aldrei heyrt neinn vafa leika, hversvegna jeg vona bæði að nefndin taki þessi merki til greina með sannsýni samkvæmt skyldu sinni, sem og hitt, að enginn leyfi sjer að hagga þeim eða raska, eins og ég líka vil reyna til að láta þá kirkju eða prestakall, sem mjer er trúað fyrir halda rjetti sínum óskertum. Býst jeg því við að halda áfram bæði að tileinka Mosfellskirkju fjalllendi alt, að vestanverðu við tjeð merki, sem og að nota það eptir mætti, þörfum og kríngumstæðum. Mosfelli þann 5. dag júlím. 1850. Stefán Þorvaldsson prestur til Mosfells. Framan og ofan skrifuð landamerki milli Þíngvalla og Mosfells kirkna landa á Mosfellsheiði eru einmitt gjörsamlega samkvæmt því, sem jeg heyrði optlega föður minn sáluga. Jón bónda Eyólfsson á Laxnesi og föðurbróður minn Þorstein sál. þar og fleiri greinda og kunnuga menn glögglega tala um. Hraðastöðum þann 6ta Júlí 1850. vitnar Ólafur Jónsson bóndi á Hraðastöðum.

Mosfellsheiði

Nautapollur.

Útmæling nýbýlisins Fjallsenda fór fram 8. júlí 1850: Þarnæst var nýbýlinu Fjallsenda útvísad til yrkíngar hagbeitar og sérhverrar annarar notkunar land þad er liggur innan fylgjandi takmarka: Frá mörkum jardarinnar Fremraháls í Kjós á hæstu nordurbrún stóra Saudafells, í landsudur eptir brúninni beina stefnu í Grjóta, og eptir þessari á til sudurs uppad efri Gljúfrunum, þadan sömu stefnu yfir midja Startjörn í midja Grjótártjörn vestanhallt vid Þrítjarnir í hatt hollt fyrir austan Stórasund og hedan í Sæluhúsid á Eystri moldbrekkum. Hedan til utnordurs í stein austanhallt hæst á Litla Saudafelli, þadan í Rjupnagil á Eyrunum og eptir því uppad austasta klofníngi þess og hedan loksins til landnordurs yfir vestasta Tjarnhól í ádur téda brún nordan og hæst á Stóra-Saudafelli.

Mosfellsheiði

Sæluhúsið í Moldarbrekkum.

Þann 22. maí 1852 var gefið út byggingarbréf fyrir nýbýlinu Fjallsenda. Því var þinglýst 3. júní 1852.
Mosfellsbrauð var metið á nýjan leik árið 1855 en í lýsingu segir m.a.: Skírsla um tekjur og útgjöld Mosfells prestakalls í Gullbríngu og Kjósarsýslu profastsdæmi eptir 5 ára meðaltali 1849-1853. Jörðin er að vísu mikil jörð að öllu samanlögðu og á mikið víðlendi til fjalls og það allgott land til sumarbeitar og slægna, en bæði er erfitt að nota sér það vegna fjarlægðar og líka þvínær ómögulegt að verja það fÿrir ágángi afréttar fénaðar og stóðhrossa, – en heimaland jarðarinnar er mjög lítid og ligg<u>r ónotalega vegna þéttbýlis. Tun jarðarinnar eru stór mjög og harðlend og vóru komin í ena mestu órækt, en eru nú held<u>r að lagast, og munu þau nú í meðalari fóðra 7-8 kýr, og jörðin þessutan hérumbil 80 ær og máské viðlíka af sauðum, en vetrarbeit er lítil og fÿrir hross svo að kalla engin, verður því að koma þeim burtu til hagagaungu. …

Mosfellsheiði

Sæluhúsið í Moldarbrekkum 1896 – Daniel Bruun.

Í lýsingu sinni á Mosfells- og Gufunessóknum frá 1855 minnist Stefán Þorvaldsson stuttlega á Mosfellsheiði með eftirfarandi orðum: Suðaustur með Litla-Sauðafelli liggur allmikill stararflói, grasgefinn, en mjög votlendur, er liggur að landamærum millum Mosfells- og Þingvallakirkna landa á Mosfellsheiði.
Árið 1856 hugðist presturinn á Mosfelli leyfa býli í Mosfellskirkjulandi, svokölluðum Gullbringum. Um þetta atvik er fjallað í kafla 5.21. um jörðina Bringur.

Í bréfi sem presturinn á Mosfelli sendi biskupi þann 12. júní 1858 kemur fram að hann hafi ekkert á móti því að Jón Bjarnason bóndi á Varmá sæki um að fá að reisa nýbýli í landnorðurhorni heiðarlands Mosfellskirkju við Sauðafell. Hann hugðist þó áskilja sér rétt til þess að vera við áreið og útmælingu landsins til að gæta hagsmuna kirkjunnar.
Mosfellsheiði

Stiftsyfirvöld sendu Mosfellspresti bréf þann 22. júní 1858. Þar kemur fram að stiftsyfirvöld töldu sig ekki geta fyrirskipað útvísun lands handa Jóni Bjarnasyni. Síðan segir: … skulu Stiptsyfirvöldin þó hér með láta yðar velæruverðugheitum í ljósi, að frá þeirra hálfu er ekkert á móti því, að þér semjið við Jón Bjarnason öldungis prívat um bæarbyggingu í Mosfellskirkjulandi, á líkan hátt og skeð er um bæarbygginguna í Gullbringum, þó svo að merki kringum land það, er þér leyfið honum til byggingar, sé nákvæmlegra og greinilegra tiltekin … Um 1860 hófust deilur um hvort jörðin Fellsendi í Þingvallasveit teldist nýbýlisland eða Þingvallaeign. Málið fór fyrir dóm og var dæmt í því fyrir Landsyfirrétti árið 1860. Ýmis vitni voru kölluð fyrir í þessu máli.

Mosfellsheiði

Vörður við sæluhúsið í Moldarbrekkum.

Í júlí 1858 lagði t.d. verjandi Árna Björnssonar, sem byggt hafði Fjallsenda/Fellsenda og gerði kröfu til landsins (Árni var þá orðinn bóndi í Brautarholti á Kjalarnesi), fram eftirfarandi vitnisburði nokkurra Kjalnesinga og Kjósverja: ad No 3 -a.
„Jeg undirskrifaður – sem allan minn aldur hefi dvalið í Kjalarneshreppi – gef þann vitnisburð: að frá því jeg fyrst man til mín, hjer um bil á árunum 1802-1803 til þess á árunum 1835-1836 var afrjettar landið á Mosfellsheiði, kríngum litla Sauðafell og í svo kölluðum Hálsum brúkað árlega öldungis átölulaust og óhindrað af öllum bæði frá uppeldis föður mínum, Brinjólfi sál. Einarssyni lögrjettumanni á Bakka og öðrum bændum í Kjalarneshreppi, samt sjálfum mjer, eptir að jeg varð búsráðandi – til uppreksturs fyrir stóð, hross fjallagrasatekju og fl. … Stad<d>ur að Brautarholti þann 18da Júní 1858 M. Sigurðsson (fyrv. hreppst. í Kjalarnes hreppi).“
„Jeg undirskrifaður sem einnig hef dvalið allan minn aldur í Kjalarneshreppi (nú á 61ta aldurs ári) ber vitni um brúkun afrjettarins eða almenningsins á Mosfellsheiði og í Hálsum öldungis samkvæmt þeim, er Magnús Sigurðsson, fyrrverandi hreppstjóri Kjalnesinga hefur þegar útgefið af dató í dag, og hjer að framan er ritaður … Hofi þann 18. Júní 1858 Jón Runólfsson.
Framlagt fyrir aukarjetti að Þíngvöllum 27. Júlí 1858. Th. Gudmundsen.“ ad No 3 – b.

Mosfellsheiði
Vjer undirskrifaðir gjörum svolátandi grein fyrir og vitnisburð um hvað vjer þekkjum til og heyrt höfum um landrjettindi, einkum hvað afrjett snertir, á hinni svokölluðu Mosfellsheiði. Frá því vjer fyrst munum til höfðu Kjósarmenn og Kjalnesingar nauta upp rekstur á Mosfellsheiði. …Þá var þetta land af áðurgreindum sveitum einnig brúkað bæði til trippa uppreksturs og svo fóru menn þangað til grasatekju. Álitu þá Kjósarmenn og Kjalnesingar, að land þetta væri almenningur og afrjettur, sem þessum sveitum væri heimilt að brúka til áður greindra notkana, án þess nokkurs manns leyfi þyrfti til … Þetta vottum vjer eptir áskorun og erum fúsir til að staðfesta þetta vottorð vort með eiði, ef þess verður krafist. Árni Stefánsson á Meðalfelli 68 ára Þorsteinn Torfason á Þorláksstöðum aldur 68.

Mosfellsheiði
Guðmundur Eyolfsson á Sandi 78 ára Jón Jónsson á Grjóteyri 63 ára Framlagt fyrir aukarjetti að Þíngvöllum 27. Júlí 1858. Th. Gudmundsen.Nokkru síðar eða þann 10. september 1858 voru fjögur vitni leidd fyrir aukarétt Kjósar- og Gullbringusýslu þar sem þau voru spurð um landamerki Þingvalla- og Mosfellskirkna.
8. Hvað vitið þjer um brúkun Kjalnesinga á Mosfellsheiði; hvaða skepnur hafa þeir rekið þangað; hvert hafa þeir rekið; í hvers leyfi hafa þeir rekið? Einnig lagði umboðsmaður stefnda (Árna Björnssonar) fram gagnspurningar:
1 Hefir vitnið ekki heyrt þess getið, eða veit það ekkert um að Kjósarmenn og Kjalnesingar hafi talið sér nauta og stóðhrossa afrétt í því landi, sem Fellsendi nú er, eða jafnvel brúkað það sem þvílíkt?
2 Spurning: Veit vitnið til að þeirri brúkun hafi verið mótmælt? Vitnin annað hvort töldu Mosfellskirkjuland og Þingvallaland liggja saman á umræddum mörkum eða voru því ókunnugir.
Á manntalsþingi sem haldið var að Lágafelli þann 30. maí 1864 var þinglesið forboð frá sr. J. K. Benediktssyni, er samið var 27. maí sama ár, gegn óleyfilegri hrossagöngu á Mosfellsland. Sama forboð var þinglesið á manntalsþingi á Hofi þann 1. júní 1864.

Mosfellsheiði
Árið 1867 var Mosfellsbrauð metið og í lýsingu kom m.a. þetta fram: Skýrsla um tekjur og útgjöld Mosfellsprestakalls í Gullbringu og Kjósarprófastsdæmi eptir 5 ára medaltali, frá fardögum 1862 til fardaga 1867. Jördin er til fjalls vídlend og kostagód til sumarbeitar og slægna, en mjög ördug af-nota sökum vegalengdar.
Í byrjun 8. áratugar 19. aldar reis upp ágreiningur milli Þorkels Bjarnasonar prests á Mosfelli, vegna Mosfellskirkju, og Ófeigs Vigfússonar á Nesjum í Grafningi um landamerki á Mosfellsheiðinni. Orsök deilunnar var sú að sumarið 1868 hafði Ófeigur yrkt svæði á Mosfellsheiði sem nefndist Sauðafellsflói. Þetta var Þorkell ósáttur við því að hann taldi þetta landsvæði tilheyra Mosfellskirkjulandi og eftir að deiluaðilar höfðu árangurslaust reynt að ná sáttum í málinu kærði séra Þorkell Ófeig vegna Mosfellskirkju.

Mosfellsheiði
Krafa Þorkels var sú að Mosfellskirkjulandi væri dæmdur Sauðafellsflóinn og landið þar um kring, austur að beinni línu sem dregin væri úr Rjúpnagili í Sýslustein austast á Litla-Sauðafelli og þaðan í Eystri-Moldbrekkur við sæluhúsið á Mosfellsheiði. Þorkell studdi þessa kröfu með lýsingum vitna, lögfestu Þingvallakirkjulands frá 1740, sýslulýsingu Skúla Magnússonar, sóknarlýsingu frá 1855, dómi Landsyfirréttar í máli Þingvallakirkju og Árna Björnssonar árið 1859, þeirri staðreynd að Mosfellsmenn höfðu lengi yrkt Sauðafellsflóann án nokkurra mótmæla og staðsetningu sæluhússins á Mosfellsheiði en það var byggt fyrir gjafafé Mosfellssveitunga.
Ófeigur Vigfússon hélt því hins vegar fram að Mosfellskirkju ætti aðeins að dæmast land austur að þeirri línu á uppdrætti [Halldórs Guðmundssonar og Sigurðar málara], er að öðru leyti var samþykktur af báðum málsaðilum, sem dregin væri beint úr Borgarhólum (yfir Syðri- eða Vestari-Moldbrekkur) og í Rjúpnagil. Hann rökstuddi kröfuna með því að vísa í uppdrátt Íslands frá 1848 eftir Björn Gunnlaugsson, skjöl þar sem fjallað var um línuna frá Borgarhóli í Rjúpnagil, sýslulýsingu Árnessýslu frá 1848, vitnisburð vitna, og að enginn hefði kært Nesjabændur þó að þeir hefðu af og til í tuttugu og átta ár slegið í Sauðafellsflóa.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – Eiturhóll.

Kveðinn var upp dómur í málinu 22. nóvember 1873 sem féll Þorkatli og Mosfellskirkju í vil. Í honum kemur eftirfarandi fram: … vill hinn stefndi [Ófeigur í Nesjum] eiga land úr Rjúpnagili og beint í Borgarhóla, en sækjandi [Mosfellsprestur] aptur úr Rjúpnagili í Sýslustein („Merkjastein“) á Sauðafelli, beint í Moldbrekkur eystri og þaðan sjónhendíng í Borgarhóla.
Sem sönnun fyrir að þetta sé rétt hefur sækjandi komið fram með ýms skjöl og skilríki, svo sem þíngsvitni úr Gullbríngusýslu, eptir hverju 4 vitni hafa vitnað þessu samkvæmt … þar næst 3 skýrslur prófasts séra Stefáns Þorvaldssonar á Stafholti, sem áður var prestur að Mosfelli, frá 1850, 1855 og 1869; lögfestu fyrir Mosfellslandi frá 1740; útskript af lýsingu Skúla landfógeta yfir Gullbríngu sýslur. – Hinar þarnefndu „Þrívörður“ eru nú ei lengur til, því þær segir sækjandi að brúkaðar hafi verið í veggi sæluhússins á Moldbrekkum, þegar það var byggt 1841; (óeiðfesta) vitnisburði, sem nefndir eru undir No 10, 11, og 12 í sóknarskjalinu frá 28. Ágúst 1873.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – Sýsluþúfa.

Öll hin nefndu skjöl og skilríki eru í öllu verulegu samhljóða framburði hinna getnu vitna. Þess er enn vert að geta, að hið umgetna sæluhús á Moldbrekkum var 1841 reist og byggt bæði af Mosfellssveitarmönnum og Árnesíngum eins og hins að sækjandi og og fyrirrennarar hans – Mosfellsprestar – hafa stöðugt yrkt eða léð slægjur í Sauðafellsflóa, einnig átölulaust af öllum. …Eptir öllu því sem nú hefur verið tilfært fær rétturinn eigi betur séð, en að prestinum að Mosfelli eða Mosfellskirkju beri að tildæma hið umþrætta landstykki þannig, að landamerki Mosfells að austan sé úr Rjúpnagili í Sýslustein, þaðan í Moldbrekkur við sæluhús og svo beint í Borgarhóla. …
Mosfellsheiði
Því dæmist rétt að vera. Landamerki Mosfellskirkjulands á Mosfellsheiði skulu vera: úr Rjúpnagili í Sýslustein, þaðan beint í Moldbrekkur við sæluhús og þaðan eptir beinni línu í Borgarhóla. Að öðru leyti á hinn stefndi að vera frí af ákæru sækjandans.
Rekstur þessa máls hófst árið 1870. Í aukarétti Árnessýslu 12. júní 1870 var lagt fram skjal frá Stefáni Þorvaldssyni, fyrrum presti á Mosfelli, dagsett 18. maí 1869, sem vitnað er til í dómnum að framan, svohljóðandi: No 7. „Í þau 12 ár, sem jeg hélt Mosfell í Mosfellssveit og bjó þar , -ə: frá 1843-1855. – notaði jeg atölulaust fjalllendi Mosfells, eptir þessum ummerkjum: Leirvogsá ræður merkjum að norðanverðu, neðan frá Skegg<j>astaða hólum og allt uppí Leirvogsvatn, þá ræður lítill lækur, sem rennur vestan til við „Sauðafellstúngu“ og fellur í sama Leirvogsvatn. Þá er tekin sjónhenda úr svonefndu „Rjúpnagili“ í stóran stein, á austan- eða norðanverðu litla Sauðafelli, – úr þeim steini sjónhenda í „Moldbrekkur“, – verður þá allur Sauðafellsflóinn innan Mosfellslands takmarka, enda notaði jeg hann, ásamt Sauðafellstúngunni átölulaust að meira og minna leyti um áðursagt tímabil, bæði til selveru, beitar og slægna.

Markúsarsel

Markúsarsel.

Austurbóginn var sjónhenda tekin úr Fellshala, nefl. Grímansfellshala og austur heiði, beint austur að fyrr nefndum „Moldbrekkum“. Í mæli var það eptir sögnum gamalla manna, að Mosfell ætti selstöðu í Grímansfelli, og ætti „Fellshalann“ allan suður undir „Seljadal“. – En þessar selstöður notaði jeg allar á víxl, 1, Í Helguseli norðan undir Grímansfelli, – þar sem seinna var sett nýbýlið „Gullbrínga“. – 2, Leirtjarnarsel, fyrir norðan Leirtjörn, – sem líka var af sumum kallað „Markúsarsel“ – 3ju selstöðu hafði jeg og seinast nokkur ár vestan undir illa klifi ofanvert við Leirvogsvatn.
Mosfellsheiði

Áreið á landið fór fram samhliða réttarhaldinu 12. júlí 1870: Því næst mæta fyrir rjettinum þeir hinir áðurnefndu menn úr Árnesssýslu og segja það sitt álit um landamerki milli Árness- og Kjósarsýslu: Úr Rjúpnagili eða gljúfrum þess í landsuður beina stefnu á Borgarhólinn hinn hæsta, sunnarlega á Mosfellsheiði. – Hinir tilkjörnu menn úr Gullbringu- og Kjósarsýslu segja aptur á móti takmörkin þannig: Úr áðurnefndu Rjúpnagili beina stefnu í stóran stein á Litla-Sauðafelli austanverðu, sem hvílir á steinum við báða enda en loptar undir allan í miðju, þaðan beint í Moldbrekkur við Sæluhús á Mosfellsheiði og loksins þaðan í áðurnefndan hæsta Borgarhól. Þessar álits- og skoðunargjörðir segjast allir skoðunarmenn vera reiðubúnir að staðfesta með eiði ef krafist verður, að þær sje gjörðar eptir bestu samvizku og vitund.

Mosfellsheiði

Borgarhólar – kort.

Eptir að leitast hafði verið við að koma á sáttum milli málsparta án þess það lukkaðist, komu þeir sjer saman um, að skjóta málinu á frest uns upplýsingar fengjust viðvíkjandi ummerkjum Árness- og Kjósarsýslu, það er að segja afskriptir af sýslulýsingum og sóknalýsingum sem allar eru hjá deild hins íslenzka bókmenntafjelags í Kaupmannahöfn.
Var þannig málinu frestað. Upplesið staðfest. Rjetturinn hafinn. Þ. Jónasson. Th. Gudmundsen. Páll Melsted. Þ. Guðmundsson. Haldór Jonsson. G. Gíslason. O. Ólafsson. Clausen. Preben Hoskiær. Halldór Melsted.
Aukaréttur Gullbringu- og Kjósarsýslu var haldinn 10. október 1871 í Reykjavík. Var þangað stefnt ýmsum vitnum, sem búsett voru í Mosfellssveit, Seltjarnarneshreppi og Reykjavík. Af þeim mættu Jón Jónsson í Lambhaga, Erlendur Þorsteinsson frá Hlaðgerðarkoti, Ólafur Ólafsson frá Hrólfsskála og Ásta Guðmundsdóttir í Reykjavík, fyrrum húsfreyja í Stardal.

Mosfellsheiði

Litla-Sauðafell – kort.

Vitnisburður eins [Kláusar] var svohljóðandi: Jeg undirskrifadur sem nú er Nálægt 67 ára gamall og hefi Búið hier i Mosfellssveit á 34da ár enn Borinn og barnfæddur í [í, tvítekið] Biskupstungumm í Árnessíslu hefi aldrei heirt annars gietið enn að Sísslumörk milli Árnes- og Kjosarsísslu væru á svokölldum Moldbrekkum Sem Sæluhúsid stendur á á Mosfellsheidi og vil ieg ennfremur gieta þess ad þegar firnemt sæluhús var bigt var jeg feingi enn til ad Flitja vid til uppgierdar þess af Jóni Sál. Stephensen á Korpúlfsstödum sem þá var Hreppstjóri hjer í Mosfellssveit og Sem í Sameiníngu med Kristjáni sál. á Skógarkoti í Þingvallasveit sá umm Biggíngu Hússins og eptir samkomulægie millumm Beggia firnemdra Hreppstjóra eptir ad þejr höfdu leitad þar um álíts Sveita og síslslubúa sinna lietu biggia þettad firnemda Sæluhús á Sísslu mörkumm þar sem Svokalladar Síssluvördur stódu á Svonemdumm Moldbrekkumm og vóru þessar Síssluvördur hafdar til ad biggia úr Sæluhúsið enfremur hef ieg heirt bædi fir og Sjdar ad svokalladar Þrívördur stædu á Næstu hæd firir utann svo nemda VilborgarKjeldu austast á Mosfellsheidi og [hef, yfirstrikað] hef jeg aldrei þekt og þekkje ekkie adrar Þrívördur enn þessar á Mosfellsheidi. Þennann vittnisburd minn gief ieg eptir bestu Þekkíngu og Samvisku hvurn jeg stadfesti med minni Eiginhandar undirskrift Blikastödum 20 November 1871. Kláus Bjarnason. Vidstaddir vottar Olafur Olafsson (á Ejdi) Jón Arnason.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – landamerkjavarða.

Lagðir voru fram ýmsir vitnisburðir um sýslumörk af hálfu verjanda: Ýmsir þeirra vörðuðu fyrst og fremst sýslumörk og eru færðir í þann kafla, þ.e. vitnisburðir Ingimundar Gíslasonar, Narfa Þorsteinssonar, Árna Björnssonar og Guðmundar Jakobssonar.
Björn Bjarnarson gaf eftirfarandi vitnisburð: Eg sem þetta ber: er á sextugs aldri og var á Þyngvöllum í 17 Ár og Heiðarbæ í 14 gef – að: skoðaðri Teiknun og lesnum Vitnisburðum – það sem eg veit nærst sanni. Götuna frá vegamótum, og að syðri þrívörðum lagði Ófeigur Jónsson á Heiðarbæ hana fór eg hana með honum fyrir 42 Árum, sýndi hann mér þá syðri þrívörður, sem hafa síðan staðið – framaní Kláfusi – norðan við götuna á avölum klapparhol sem hann kallaði Helluhól, sem nærst mitt á milli Sæluhúss og syðri Moldbrekkna sem hann sagði sýslumerki- sömuleiðis Þórsteinn Einarsson í Stíflisdal – á þessum moldbrekkum hefir allan þennan 42 Ára tíma staðið Varða og mun ekki langt frá línu þeirri sem dregin er milli Borgarhóla og Rjúpnagils.
Mosfellsheiði
Sýsluvörður á Moldbrekkum eistri, hefi eg aldrey séð, og egi fyrr heirt að Sæluhusið hafi verið biggt úr þeim, heldur á þessum stað: vegna einkennilegrar brúnar góðs grundvallar og vatnslindar sem opt rennur þar undan. Að sunnan vissi eg aldrey slegið austar, en um línu þá sem stefnir á Vífilfell. í Mosfells sókn var eg í 11 ár í fjögra Presta tíð sr. Magnusar Grímssonar sr. Jóhann Knúts – uppalins á Mosfelli sr. Þórðar Árnasonar þessir allir töluðu, um yrkingu Sauðafells flóa – að austan [hér er merkt við með x og neðan máls stendur: það er að skilja héðan]- en eingann klögunar anda fann eg í þeim, en séra Þorkeli fanst ser óþolanlega misboðið með slíkri yrkingu bar hann sem hinir þetta undir mig – sem einhvern þann grann kunnugasta sem kostur væri á en er eg ekk<i> gat rétt dansað eptir hans kröftugu pipu gat hann ekki brúkað mig. séra Þórður sál. sagðist „aungvan staf géta fundið fyrir: að Mosfell ætti land ofar en Bringurnar“ Rjúpnagil þikir mér ógreinilega teiknað og vantar neðri hluta þess ofan í Bugðu, svo efast eg um að stefnan úr Rjúpnagili þaðan sem hún er tekin úr því géti feingist bein um steininn í Húsið. Línan úr því í Borgarhóla er of laung móti þeirri í Steininum sem bendir á Vífilfell því holarnir eru of hallir við. Nesjum 3. September 1873 – Björn Bjarnarson.

Mosfellsheiði

Borgarhólar.

Við skoðun á Fellsendalandi, fól sr Steffan Ólafi heitnum Jónssyni að frammfylgja Skjali því sem frammburður hans og föður hans eru skráðir á, um um stefnuna úr Sæluhusi suðaustan við Borgarhóla, en standandi á: sauðafelli sagði hann – að mér og fleirri mönnum áheirandi: að sú stefna „hefði eingann stað“ og hann „gæfi sig með öllu frá henni“ Sami B.B.
Sækjandi málsins, Þórður Guðmundsson, sýslumaður, sem verið hafði sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sagði í sóknarskjali, 28. ágúst 1873: að í dómi hins konunglega Landsyfirréttar í málinu milli Þingvalla kirkju og Árna bónda Björnssonar á Fellsenda um eignarréttinn að Fellsenda landi, sem dæmt var þar 1859, stendur um þá framlögðu skýrslu Séra Stefans Þorvaldssonar af 5. Júli 1850 „að skýrsla þessi sé af engum reyngd, að hún sýni það að Landamerki Mosfells og Þingvalla kirkna liggi saman á hinu umrædda svæði“ nefnilega: um línu þá, sem dregin er úr Rjúpnagili yfir steininn austast á Sauðafelli í Moldbrekkur, hvar sæluhúsið stendur.
Í framhaldssókn, 3. október 1873, sagði sækjandinn, að bræðurnir Jón Jónsson í Lambhaga og Ólafur Jónsson á Hraðastöðum, fæddir í Laxnesi, hefðu sagt sér við skoðunargerð á sæluhúsinu á Mosfellsheiði árið 1841 að þar við við sæluhúsið næðu Mosfells og Þingvalla kirkna lönd saman, og það sama sagði Hreppstjóri J. B. Stephensen, og að sæluhúsið væri byggt í sýslumorkunum milli Kjósar- og Gullbringusýslu annars vegar, en Árness sýslu hins vegar.

Mosfellsheiði

Steyptur stöpull í Borgarhólum.

Á aðalfundi sýslunefndarinnar í Kjósarsýslu sem haldinn var í Hafnarfirði 28. mars 1912 var lögð fram beiðni prestsins í Mosfellsprestakalli um kaup á ábýlisjörð hans Mosfelli í Mosfellssveit. Hreppsnefndin falaðist einnig eftir kaupum á jörðinni sem hún taldi heppilega til almenningsafnota fyrir hreppinn t.d. sem upprekstrarland. Sýslunefndin taldi óheimilt að selja jörðina án sérstakra laga því hún væri eins og hreppsnefndin hafði tekið fram heppileg til almenningsafnota.
Samkvæmt gerðabók Mosfellshrepps 1908-1925 kom Mosfellsheiðarmál iðulega til umræðu á hrepps- og hreppsnefndarfundum líkt og rakið verður hér á eftir: Á hreppsfundi 10. júní 1911 var samþykkt að ganga að tilboði Mosfellsprests um að hreppsnefndin mætti óátalið láta smala heiðarland Mosfellskirkju þetta ár, en prestur tók jafnframt fram að hann leyfði ekki þar með upprekstur í landið. Á sama fundi var samþykkt áskorun á hreppsnefnd um að leitast við af ítrasta megni að hreppurinn nyti réttar síns viðvíkjandi „afréttarlöndum“ sem hreppurinn kynni að eiga en aðrir nú vildu eigna sér.
Á hreppsnefndarfundi 8. desember s.á. var samþykkt að reyna að fá Bringnaland keypt handa hreppnum sem upprekstrarland og helst allt heiðarlandið sem tilheyrði Mosfelli.
Fimmtánda júní 1912 kom fram á almennum hreppsfundi að spurst hefði verið fyrir um leigu á heiðarlandi Mosfells til upprekstrar. Var það fáanlegt til eins árs með skilyrðum og 75 kr. leigu. Felldi fundurinn tillöguna. Hins vegar leyfði prestur almennar smalamennskur á heiðarlandinu (væntanlega rúningssmalamennskur).

Mosfellsheiði

Landamerkjavarða í Moldarbrekkum.

Kaup á heiðarlandi Mosfells kom til umræðu á hreppsnefndarfundi 4. ágúst 1918 og á fundi 27. desember s.á. var ákveðið að leggja fyrir lögfræðing öll gögn, sem fyrir hendi væru um eignarheimild hreppsins á upprekstrarlandi og landamerki þess lands, og fá álit hans um hvað hægt væri að gera í því efni. Kaup á heiðarlandi Mosfells voru síðan til umræðu á hreppsnefndarfundi 22. júní 1919 og hreppsfundi 20. október 1922.
Í fasteignamatinu 1916-1918 er Mosfelli lýst ásamt Hittu. Þar kemur m.a. fram: Land ekki mikið heima, nægt gripum að sumri, nokkur vetrarbeit. … Kostir: Selland, afrétt og allmiklar slægjur í kirkjulandi á Mosfellsheiði. Í sama fasteignamati er talað um Mosfellskirkjuheiðarland (að frátöldum Bringum) sem sé norðurhluti Mosfellsheiðar. Landið er sagt vera sem „afrétt“ þó ekki sé goldið fyrir og að Mosfellshreppur láti smala það til rétta.
Þann 11. maí 1922 sendi hreppstjórinn í Mosfellshreppi fyrirspurn til Stjórnarráðsins varðandi land sem hin aflagða kirkja á Mosfelli ætti á norðanverðri Mosfellsheiði. Í bréfinu kom fram að tvær jarðir væru á þessu landi; býlið Mosfellsbringur og Mosfellsheiðarland sem stundum væri nýtt til slægna. Samkvæmt jarðabókinni frá 1861 væru þær innifaldar í mati Mosfells en í fasteignabókinni 1921 voru þær metnar hvor í sínu lagi og nú vildi hreppstjórinn vita hver ætti að hafa umsjón með þessum kirkjujörðum þannig að hann gæti áttað sig á því hver ætti að annast merkjagerð þar.

Bringur

(Mosfells-) Bringur 1968.

Fyrirspurnin var send biskupi og sendi hann dóms- og kirkjumálaráðuneytinu svarbréf 30. maí 1922. Þar lýsti biskup þeirri skoðun sinni að þar sem jarðirnar hefðu verið í mati Mosfellsprestseturs, eins og það var metið presti til tekna tveimur árum áður, þá væru þær í umsjón hans og þar með einnig merkjagerðin. Í bréfinu kom líka fram að biskupinn hefði aldrei heyrt [Mosfells]-bringur nefndar kirkjujörð fyrr en nú í bréfi hreppstjórans og ráðuneytisins. Í þeim matsgerðum sem hann hefði undir höndum væru Mosfellsbringur nefndar afbýli frá heimajörðinni. Því hefði það verið metið sem hluti prestsetursins. Að sögn biskupsins var það fasteignabókin nýja sem varð fyrst til þess að gera þetta kot að sjálfstæðri jörð. Hreppstjórinn hafi síðan gert úr því kirkjujörð.
Eftir að ráðuneytinu hafði borist þetta bréf sendi það, þann 10. júlí 1922, hreppstjóranum úrskurð sinn. Hann var á þá leið að kirkjuheiðarlandið á Mosfellsheiði og [Mosfells]-bringur skyldu vera í umsjá sóknarprestsins að Mosfelli sem bæri þar með að annast gerð jarðarmerkja.
Mosfell
Á seinni hluta 3. áratugarins fór hreppsnefnd Mosfellshrepps þess á leit við 2. þingmann Gullbringu- og Kjósarsýslu að hann flytti frumvarp um sölu Mosfellsheiðarlands á Alþingi. Að baki lá brýn nauðsyn hreppsins að fá meira „afréttarland“ til eignar og umráða. Þingmaðurinn samdi frumvarp og leitaði umsagnar Hálfdanar Helgasonar prests og ábúanda Mosfells á því. Hann taldi sig verða fyrir talsverðum tekjumissi yrði það að lögum því að hann hefði, eins og fyrri ábúendur Mosfells, leigt bæði innnan- og utansveitarmönnum nokkuð af heiðarlandinu til slægna og átti hann von á því að þær tekjur myndu aukast í framtíðinni. En þar sem að 2. grein frumvarpsins mælti fyrir um að andvirði sölunnar yrði varið til að rækta upp heimajörðina þá taldi hann sér tekjumissinn bættan og lagði blessun sína yfir frumvarpið.

Mosfellsheiði

Varða á Mosfellsheiði.

Frumvarpið fór næst fyrir allsherjarnefnd sem var mótfallin sölunni því að jörðin væri bæði landlítil til beitar og útheysslægnalaus heima fyrir og því hætt við að salan myndi rýra ábúðarhæfi jarðarinnar. Þrátt fyrir aukna ræktun heimajarðarinnar sem myndi með tíð og tíma auka heyaflann þá myndi jörðina skorta beitiland vegna landleysis. Um afarlangt skeið hefði heyja verið aflað í umræddu landi og að auki væri það aðalbeitiland jarðarinnar. Í heiðarlandinu væri sauðfé Mosfellsbóndans haldið árið um kring og þaðan hefði aðalútheyskap jarðarinnar verið aflað. Er stórbú var á Mosfelli var mikilla heyja aflað þaðan og séu slægnanot enn mikil þó aðrir en ábúandinn færi þau sér til nytja.

Sýslusteinn

Sýslusteinn suðaustan Lyklafells.

Einnig benti nefndin á að Víðirinn, sem væri aðalgraslendið heima fyrir, hefði verið plægður og væri nú flag eitt. Búið væri að selja hluta af honum og frekari sala fyrirhuguð og því væri graslendi jarðarinnar heima orðið afar lítið. Í heiðarlandinu fengi sauðfénaður sveitarmanna að ganga óáreittur og því lítil ástæða fyrir hreppsnefndina að eignast landið enda hefði henni til skamms tíma ekki þótt það nauðsynlegt og talið sveitina vel komast af án þess. Svo fór þó að lokum að frumvarpið var samþykkt og var það afgreitt frá efri deild Alþingis þann 19. maí 1927.
Þann 31. maí 1927 samþykkti Kristján konungur X. lög um sölu á nokkrum hluta úr kirkjueigninni Mosfellsheiðarlandi. Undanskilið sölunni var svonefnt Jónssel en kaupverðinu skyldi varið til ræktunar heimajarðar prestsetursins Mosfells.

Mosfellsheiði

Á Mosfellsheiði 1836.

Í kjölfar þess að yfirvöld fengu heimild til að selja Mosfellshreppi hluta Mosfellsheiðarlands, nánar tiltekið 30. júlí 1927, skrifaði oddviti hreppsins Stjórnarráðinu bréf þar sem hann hvatti það til þess að nýta sér söluheimildina. Stuttu síðar létu yfirvöld meta landsvæðið og töldu matsmenn það að allmiklu leyti gróðurlítið heiðarland en að nokkru leyti mýrar og valllendisbrekkur. Einnig leituðu þau umsagnar prestsins á Mosfelli um söluna. Í bréfi dagsettu 18. janúar 1928 samþykkti Mosfellsprestur hana með því skilyrði að andvirðið yrði nýtt til að bæta heimajörðina.447 Einnig kom fram í bréfinu að prestur teldi að hjáleigan Mosfellsbringur væri undanþegin sölunni.
Ekkert varð af sölunni að þessu sinni en þann 29. desember 1932 báðu yfirvöld Mosfellsprest á ný um að veita ýmsar upplýsingar vegna hugsanlegrar sölu landsvæðisins. Presturinn sendi svarbréf þann 7. febrúar 1933 þar sem fram kom að hann væri sem fyrr samþykkur sölu landsins, með skilyrðum þó. Í fyrsta lagi vildi hann fá ákveðin hitaveitu- og leiguréttindi. Hann vildi líka fá staðfestingu þess að landið yrði notað sem upprekstrarland. Einnig krafðist hann þess að undanskilið sölunni yrðu Jónssel, Mosfellsbringur og veiðirétturinn í Leirvogsvatni og hluta Leirvogsár.

Mosfellsheiði

Gluggvarða.

Í bréfinu kom einnig fram að presturinn hefði reynt að afla sér gagna um landamerki heiðarlandsins. Þau fara hér á eftir: Landamerkin að norðaustan, austan og sunnan eru þessi, að því er Björn Bjarnarson, hreppsstjóri Mosfellshrepps hefir skýrt mér frá: Stefna úr gljúfrinu í Rjúpnagili í sýslustein austanhalt á há – Sauðafelli. Þaðan úr sýslusteini í sæluhústóftina á Vestri – Moldbrekkum og þaðan úr sæluhústóftinni beina stefnu í vörðu á Stóra – Hnúk á Grímmannsfelli. Ræður sú stefna alt að ánni niður að Hraðastaðamörkum. Að norðan ræður svo Leirvogsá mörkum en að vestan Skeggjastaðir, Jónssel og grasbýlið Mosfellsbringur.
Samkvæmt Mosfellspresti var ágreiningur um landamerki milli Skeggjastaða og heiðarlandsins í svonefndum Neðri-Sogum. Bóndinn í Laxnesi, Einar Björnsson, sem eitt sinn bjó á Skeggjastöðum, hafði sagt prestinum að hann teldi landamerkin að sunnan þessi: Úr skógarvörðu á Skógarbringum í Klofningsstein á Langahrygg í Ríp norðan Leirvogár.

Jónssel

Jónssel.

Í bréfi sem oddviti hreppsnefndar Mosfellshrepps sendi dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þann 1. mars 1954 grennslaðist hann fyrir um afstöðu ráðuneytisins til stofnunar nýbýlis í Mosfellsheiðarlandi. Ráðuneytið sendi hreppsnefnd Mosfellshrepps svarbréf 6. júlí 1954. Þar kom fram að það vilji leyfa, þrátt fyrir ákvæði samnings frá 24. maí 1933 um að heiðarlandið yrði aðeins notað sem beitiland, að þar yrði reist nýbýli í svokölluðum Neðri Sogum. Sú krafa var gerð af hálfu ráðuneytisins að land nýbýlisins yrði aðeins nýtt til ræktunar og því eigi látið fylgja annað land en slíkt nema ef nauðsyn kræfi. Í bréfinu kemur einnig fram að ráðuneytið fallist á lítilsháttar landskipti við jörðina Seljabrekku til hagræðis við setningu landamerkja milli nýbýlisins og Seljabrekku. Þar stendur einnig að ókeypis upprekstur frá Mosfelli og Svanastöðum, sem fjallað sé um í samningnum frá 24. maí 1933, nái, þegar nýbýlið hefur verið stofnað, ekki lengur til lands þess sem býlinu verði úthlutað.

Stardalur

Stardalur.

Hitaveita Reykjavíkur keypti öll jarðhitaréttindi í Mosfellsheiðarlandi Mosfellshrepps með kaupsamningi 12. nóvember 1955. Vísað er þannig til landsins í samningnum: Allt land heiðarinnar, sem hreppurinn hefir öðlast eignarrétt og umráðarétt á.
E.J. Stardal kemur inn á heiti Mosfellsheiðar í grein frá árinu 1985 og segir: Heiti þessa mikla heiðarfláka, Mosfellsheiði, virðist dálítið langsótt, því þetta svæði skiptist milli tveggja sýslna og fjögurra hreppa, en Mosfellið, sem það er kennt við sem heild, er lítið fell á mörkum Kjalarnesshrepps og Mosfellssveitar, alllangt vestan við ystu heiðarsporðana. En sú er orsök þessarar nafngiftar að kirkjujörðin Mosfellsstaður átti á sínum tíma miklar lendur upp af Mosfellsdal sem náðu yfir mikinn hluta heiðarinnar austur að sýslumörkum Kjósarsýslu og Árnessýslu og að hreppamörkum Kjalarness-, Þingvalla- og Grafningshrepps um leið. Um þennan hluta heiðarinnar lágu hinar fornu ferðamannaleiðir milli Faxaflóabyggða að vestanverðu og uppsveita Árnessýslu að austanverðu og þannig hefur nafngiftin orðið til.
Um heyskap á Mosfellsheiði nálægt Sauðafellslæk ræðir E.J. Stardal stuttlega í sömu grein: Heiðin er grösug á þessu svæði, einkum við jaðarinn og víða stórir mýrarflákar með holtum á milli. Sóttu menn heyskap þangað úr Mosfellssveit fyrr meir, jafnvel alla leið úr Reykjavík, þótt langur engjavegur væri.

Mosfellsheiði

Litla-Sauðafell og nágrenni – loftmynd.

Árið 1991 var birt auglýsing um staðfestingu félagsmálaráðuneytisins á samkomulagi um mörk á Mosfellsheiði milli Ölfushrepps og Grafningshrepps annars vegar og Mosfellsbæjar og Miðdals I í Mosfellsbæ hins vegar á grundvelli landamerkjabréfs frá 23. janúar 1991. Mörkum er lýst þannig:
1. gr. Mörk milli Grafningshrepps og Ölfushrepps annars vegar og Mosfellsbæjar og jarðarinnar Miðdals I hins vegar eru bein lína frá Sæluhústótt á Moldbrekkum í steyptan stöpul á Borgarhólum, þaðan bein lína í Sýsluþúfu, þaðan bein lína í Sýslustein austan Lyklafells, og þaðan bein lína í steyptan stöpul hæst á Vífilsfelli.
Undirritaðir aðilar eru sammála um það að ofangreind merki séu rétt túlkun merkja í eldri landamerkjabréfum um þessi mörk.
2. gr. Sveitarfélagamörk Grafningshrepps og Ölfushrepps annar vegar og Mosfellsbæjar hins vegar eru þau sömu og greind eru í 1. gr.

Mosfellsheiði

Borgarhólar – loftmynd.

Fylgdi uppdráttur af mörkunum sem fylgiskjal I, en í fylgiskjali II, sem var yfirlýsing samningsaðila, 23. janúar 1991, segir að mörkin teldust ekki endanlega staðfest fyrr en Kópavogskaupstaður, Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstaður hefðu samþykkt þau eða eins og þar segir: Undirritaðir aðilar … sem undirritað hafa í dag landsmerkjabréf um mörk á Mosfellsheiði frá Sæluhússtótt á Moldbrekkum í norðri í Vífilsfell í suðri lýsa því hér með yfir að mörk í téðu landamerkjabréfi frá Sýslusteini austan Lyklafells í Vífilsfell teljast ekki endanlega staðfest fyrr en þeir aðilar aðrir en Mosfellsbær sem telja sig eiga lögsögu og/eða eiganarrétt að þeim mörkum þ.e. Kópavogskaupstaður, Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstaður hafa fallist á mörk þessi fyrir sitt leyti.
Mosfellsbær telur þau mörk sem um getur í landamerkjabréfinu í heild vera mörk lögsagnarumdæmis bæjarfélagsins, en er kunnugt um að ofangreind sveitarfélög eru ekki sammála þeirri afstöðu, hvað varðar mörk frá Sýslusteini au<s>tan Lyklafells í Vífilsfell.

Mosfellssveit

Mosfellssveit og Mosfellsheiði – mörk (rauð heil lína) 2022.

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi og borgarstjórinn í Reykjavík féllust á merkin með yfirlýsingu 30. janúar s.á. en mótmæltu lögsögu og/eða eignarrétti Mosfellsbæjar á landi vestan við mörkin. Bæjarstjórinn í Kópavogi féllst einnig á merkin með yfirlýsingu 6. mars s.á. en mótmælti kröfum um lögsögu og/eða eignarrétt Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar svo og lögsögu Seltjarnarneskaupstaðar á landinu vestan við mörkin.“

Heimild:
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-2_urskurdur.pdf
-Kort úr Árbók FÍ 2019 um Mosfellsheiði.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði.

Brennisteinsfjöll

Gengið var frá Bláfjallavegi upp í Kerlingarskarð milli Miðbolla og Syðstubolla. Selvogsgatan hefur verið vinsæl gönguleið, en hún skiptist þarna ofan við Helluna, annars vegar upp Kerlingarskarð og hins vegar upp Grindarskörð skammt norðar, norðan Stórabolla. Ofan við Kerlingarskarð eru gatnamót, annars vegar á Hlíðargötu niður að Hlíðarskarði ofan við Hlíð við Hlíðarvatn og hins vegar inn á hina gömlu Selvogsgötu niður í Selvog.

Selvogsgata

Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur.

Hlíðargata er vel vörðuð leið, en við Selvogsgötuna eru flestar vörðurnar fallnar og margar orðnar jarðlægar. Gatan sjálf er þó vel greinileg og sums staðar bæði bein og breið. Hlíðargatan liggur gegnum hraunið niður með vestanverðum Hvalhnúki og Austurásum, en Selvogsgatan um Hvalskarð nokkur austar og niður í Hlíðardal. Hlíðarskarð var talið ófært klyfjahestum og því var Hlíðargatan aðallega farin af gangandi fólki t.d. vermönnum. Vegalengdin er um 15 km.
Þegar gengið var í góða veðrinu áleiðis að Kerlingarskarðinu var m.a. velt vöngum yfir nafngiftinni. Var hún til komin vegna þess að það þætti lægra eða auðveldara uppgöngu en Grindarskörðin? Nei, hvorugt á við rök að styðjast. Kom nafnið þá kannski til vegna einhverrar kerlingar, sem nú er löngu gleymd, eða hver er annars sagan á bak við nafnið?

Kerlingarskarð

Kerlingarskarð.

Á Snæfellsnesi er Kerlingarskarð. Þegar komið er þar niður brekkuna af háskarðinu, þegar komið er að sunnan, er hægt að sjá móbergsdrang skaga upp úr Kerlingarfjalli, það er hin eina sanna kerling sem Kerlingarskarð er kennt við. Í þessu Kerlingarskarði í Lönguhlíðu er hraundrangur svo til efst í því miðju. Mannsmynd hans gæti hafa komið fram í þokukenndu skarðinu eða hún veðrast. Gæti drangurinn einhvern tímann hafa heitið Kerling?
Á Snæfellsnesi eru margar sögur af Kerlingunni á Kerlingarskarði og eru margar þeirra svipaðar en nokkur smáatriði eru ólík. Eru margar sögur af uppruna hennar og erindi: Sumir segja að Kerlingin hafi verið af Barðaströnd, aðrir að hún hafi búið í Hítarhelli í Hítardal og enn aðrir að hún hafi búið í helli í Hallmundarhrauni eða á Kili.

Kerlingarskarðsvegur

Efst í Kerlingaskarði. vegur sést vel neðra sem og drykkjarsteinninn í efra.

Sagt er að Kerlingin hafi verið að fara að hitta vin sinn Lóndrang, einnig er sagt að vinurinn hafi verið Korri á Fróðárheiði. Hún er einnig sögð hafa verið á veiðum í Baulárvallavatni vegna þess að hún hefur silungakippu á bakinu.

Kerlingin lagði af stað heiman frá sér og hélt vestur Snæfellsnes. Hafði hún með sér hest og á honum klifjar með skyrtunnu og heysátu, sumir segja að hún hafi einnig haft með sér hafur. Þegar Kerlingin var komin þangað sem nú er Kerlingarskarð ætlaði hún að stökkva yfir skarðið en þurfti að bíða því menn voru í skarðinu. Sumir segja að þar hafi Þangbrandur eða aðrir kristnir menn verið á ferð að boða kristni og hafi hitinn verið svo mikill að Kerling gat ekki stokkið yfir áður en sólin kom upp og varð því að steini. Einnig er sagt að ferðamaður hafi verið þar og sagt: „líttu í austur kerling“ í þann mund er sólin kom upp og hafi kerlingin orðið að steini.

Kerlingaskarð

Kerlingaskarð framundan.

Í Kerlingarskarði í Lönguhlíðum eru tveir drykkjarsteinar, skessukatlar. Í þessum kötlum er alltaf vatn. Annar þeirra hafði týnst (fyllst) þangað til fyrir stuttu að FERLIR fann hann aftur. Beggja var getið í gömlum heimildum. Ekki er ólíklegt að skálar þessar hafi verið nefndar kerlingar í fyrri tíð og skarðið dregið nafn sitt af þeim.

Þekkt er nafngiftin á Grindaskörðum. Líkt og Molda-Gnúpur á að hafa girt fyrir Siglubergshálsin til að varna fé niðurgöngu á gróna Hraunssandana girti Þórir haustmyrkur Víðbjóðsson fyrir í Grindarskörðum til að varna fé sínu niðurgöngu af Selvogsafrétti. Ætla mætti að nægt girðingarefni hafi þá verið við hálsana og landslag með öðrum hætti en nú er þótt fátt virðist benda til þess að svo hafi verið. Umhverfið er þakið tiltölulega nýjum hraunum, sem komið hafa upp úr Bollunum, s.s. Tvíbollahraunin (Leiðarendi), sbr. Hellnahraun hið síðara, um og í kringum 950.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Hvort sem ástæða nafngiftarinnar sé á rökum reist eður ei stendur hún vel fyrir sínu, líkt og svo margar aðrar. Annars er vel þekkt að nöfn hafa færst á milli staða, gömul glatast og ný tekin upp frá einum tíma til annars. Í nafnafræðunum er fátt nýtt undir sólinni, en sömu grundvallaratriðin koma þó yfirleitt byrjendum flestum á óvart. Þannig eru mörg dæmi um að ákv. staður hafi heitið fleiri en einu nafni á meðan aðrar nafngiftir virðast á reiki. En svona er lífið – margþætt og flókið, en einfalt fyrir þá sem hafa öðlast skilning á hvorutveggja.
Fyrst byrjað er að hugleiða nafngiftir: Hvers vegna heitir keilan (kvk) norðan Þráinsskjaldar Keilir, þ.e. karlmannsnafni.? Hvers vegna ekki Keila, eins og eðlilegast væri?
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Selvogsgata

Selvogsgata – kort ÓSÁ.

Elliðakot

Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefni í Elliðakoti, er áður mun hafa heitið Helliskot. Telja verður líklegt, miðað fyrirliggjandi heimildir að þar hafi fyrrum verið selstaða, líklega frá Elliðavatni…
Ellidakot-231„Ég fór með Karli Nordahl að Elliðakoti 18. júlí 1978. Þar eru aðeins húsarústir eftir. Húsgrunnurinn stendur enn, en húsið brann 1949. Karl segir, að afi hans hafi byggt það 1887. Það var timburhús, en Elliðakot hafði þá verið í eyði. Krakkar, sem þar gistu, kveiktu í húsunum. Ósinn, sem Tryggvi nefnir Dugguós, kallar Karl Gudduós. Það er lækurinn, sem rennur frá Selvatni í Hólmsá og ræður merkjum Elliðakots til vesturs. Á herforingjaráðskortinu er lækur, nefndur Urðar-lágarlækur. Karl segir, að enginn lækur hafi verið til með því nafni. Lækurinn hafi alltaf heitað (svo) Sellækur, en Urðarlágar eru upp með læknum. Hrútslækur rennur í norðvestanvert Selvatn úr Sauðhúsamýri.
Ellidakot-232Norðan við Nátthagavatn er engjastykki, sem nefnt er Nátthagi. Austan við Nátthagavatn er ávöl hæð, Klifin. Karl sagði, að kvísl rynni í Leirdal, þegar mikið vatn væri í Fossvallaá, en hún rennur um dragið milli Vatnahæðar og Vatnaáss. Þar sem Fossvallaá rennur í Hólmsá, heita Fossvellir. Heiðin upp af Leirdal er Elliðakotsheiði. Þar langt til austurs, fyrir norðan Lyklafell, er Klakkur, 247 m á hæð. Við Elliðakot er grjótveggur, sem Skúli bóndi á Úlfarsfelli hlóð. Þegar komið er að Elliðakoti, er Dyngja fyrir ofan bæjarrústina. Fram við bæinn er Nónholt [( á teikningum Nónás)], ávalur ás í þá eyktarstefnu frá bænum.
Nátthagaá fellur frá uppsprettum við Syðstubrekkur, norðan við Hólmsá. Þegar komið er upp fyrir Litla-Lyklafell, þá er hér Sleðaás. Þar upp[i] er vindbelgur, rétt austan við veginn. Efrivötn eru fyrir ofan Vatnaás, en Neðrivötn fyr[ir] neðan hann. Fyrir neðan Vatnavelli er Syðri-Fossvallakvísl. Norðan við Vatnásinn (svo) er Fossvallaklifið. Og nálg[u]mst við þá upptök Fossvalláar, skammt frá Stangarhóli og Litla-Lyklafelli.
Ellidakot-233Ég ók með K[arli] Nordahl upp veginn fyrir ofan Elliðakot, ásinn, sem farinn er, heitir Dyngja. Vegurinn var hroðalegur, og komumst við ekki lengra en upp á há-hrygginn og snerum þar við. Þegar ekinn er vegurinn að Elliðakoti, þá er til vinstri Gudduós og síðan Nónholtið og Miðmundahóll. [(Miðmundarhóll á teikningu.)]
Vilborgarkot (og Geirland): Ég kom með Karli að Vilborgarkoti 18. júlí 1978. Hann sagðist muna eftir Vilborgarkoti í byggð. Vilb[orgarkot] fór úr byggð 1905. Síðast bjó þar Pétur Ólafsson, flutti að Elliðakoti og bjó þar í 10 ár, síðan í Þormóðsdal.
Ellidakot-234Geirland er í landi Lækjarbotna. Milli Klifanna fyrir ofan Geirland eru Klofningar. Árfarvegurinn við Lögberg, norðan við foss þar í ánni, [er] nafnlaus. Karl segir, að Klofningar tilheyra (svo) ekki Lækjarbotnum. Miðmundamýri er fyrir neðan Geirland, en Miðmundahóll fyrir ofan. Geirland for í eyði. Ólafur Sigurjónsson (sonur Ólafs í (svo)) hefur kindur í Geirlandi. Geirland var keypt úr landi Lækjarbotna 1927. Sigurjón Ólafsson bílstjóri reisti nýbýli og keypti af Guðmundi Sigurðssyni á Lækjarbotnum.“
Þegar umhverfi og heimatún Elliðakots (Helliskots/Hellis) eru skoðuð má sjá mikinn fjölda minja frá mismunandi tímum. Elstu minjarnar eru að öllum líkindum vestast á heimatúninu; forn selstaða, sem kotið hefur síðan byggst upp úr og þá á nálægum hól skammt austar. Umleikis eru bæði eldri og nýrri minjar uns bærinn Elliðakot var byggður efst og austast í heimatúninu á síðari hluta 19. aldar. Af ummerkjum að dæma var það timburhús. Útihús þess neðan heimatúngarðsins voru hlaðin úr tilhöggnu grjóti, eins og vel má augum líta enn þann dag í dag.

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Elliðakot – Guðlaugur R. Guðmundsson skráði.

Elliðakot

Elliðakot 2021.

Stardalur

Þegar FERLIR var á ferð um Stardal rákust augun í fornar tóftir syðst í dalnum, skammt ofan við Stardalsánna áður en hún fellur niður í gildrögin ofan við núverandi bæjarstæði. Svo virtist vera um að ræða forna kúaselsstöðu, jafnvel allt frá landnámstíð; fjós, baðstofu og vinnslurými á millum. Tóftirnar eru vel grónar þótt vel megi sjá móta fyrir veggjum, en erfitt er að koma auga á þær úr fjarlægð, hvoru megin árinnar sem staðið er. Norðar er djúp skál, manngerð, að því er virðist. Mögulega gæti þar verið um kolagröf að ræða, en skálin var hálffull af snjó þegar horft var á  hana í fyrri hluta aprílmánaðar. Þessarra fornleifa virðist hvergi hafa verið getið í skráðum heimildum – hingað til a.m.k. Að vísu er getið í heimildum um „skála Ingólfs í Skálafelli“ og „bæ Halls hins goðlausa (Helgasonar)“, en þær skýra ekki þessar fornleifar.
Stardalur-332Framangreindur Stardalur er sunnan Skálafells og Múla – austan og ofan við bæjarhúsin í „Stardal“. Um Stardalinn sjálfan rennur Stardalsáin ofan úr Botnum og sameinast Leirvogsánni neðan bæjarins. Efst í grónum dalnum eru Akurvellir. Örnefnið bendir til akra þar fyrrum. Ofar, utan í sunnanverðu Skálafelli eru nokkur grunn gildrög, talin frá vestri;Kimagil, Fláagil, Bolagil, Beinagil og Grensgil og er þá komið að Ytribotnum (neðar) og Innribotnum innan við dalinn.
Í Jarðabók ÁM og PV 1703 segir m.a. um Stardal: „Nýlega uppbyggð fyrir þrjátíi árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykist vita að þar hafi fyrri nokkurn tíma bygt ból verið“. Í sömu bók segir um Skeggjastaði: „Forn jörð bygð úr auðn fyrir 16 árum“. Ekkert er minnst á selstöðu jarðarinnar árið 1703.
Í Jarðabókinni eru þó tilgreindar fimm selstöður frá eftirfarandi bæjum, án þess að hægt hafi, hingað til a.m.k., að ákvarða staðsetningu þeirra af nákvæmni:
1) Gufunessel?
2) Korpúlfsstaðasel?
3) Lágafellssel?
4) Helgafellssel?
5) Blikastaðasel?
Stardalur-333Árið 1220 átti, skv. heimildum, kirkjan í Þerney helming selfara í Stardal. Brautarholtskirkja eignaðist hana þegar kirkjan í Þerney lagðist af.
Í Landnámabók segir frá landnámi hið nyrðra í Mosfellssveitinni, alt frá Leiruvogi og norðr undir Esjuna, bls. 40:..Hallr goðlauss hét maðr; hann var son Helga goðlauss; þeir feðgar vildu eigi blóta ok trúðu á mátt sinn. Hallr fór til Íslands, ok nam land með ráði Ingólfs frá Leiruvági til  Mógilsár. Son Halls var Helgi, er átti Þuríði Ketilbjarnardóttur. Þeirra son var Þórðr í Álfsnesi“. Mógilsá rennr í Kollafjörð, sem liggr inn með Esjunni að sunnanverðu; Mógilsá heitir og bær, er stendr sunnan undir Esjunni. Álfsnes heitir og enn bær í þessu landnámi.
Landnámubók segir og á bls. 257: „Þórðr skeggi son Hrapps, Bjarnarsonar bunu, hann átti Vilborgu Ósvaldsdóttur ok Úlfrúnar Játmundardóttur; Þórðr fór til Íslands ok nam land í Lóni fyrir norðan Jökulsá milli ok Lónsheiðar, ok bjó í Bæ tvo vetr eða lengr; þá frá hann til öndvegissúlna sinna fyrir neðan heiði í Leiruvági; þá réðst hann vestr þannig, ok bjó á Skeggjastöðum, sem fyrr er ritat; hann seldi þá Lónlönd Úlfljóti, er flutti lög út hingat“. Áðr segir um Þórð, bls. 40: „ok nam land með ráði Ingólfs í hans landnámi á milli Úlfarsár ok Leirurágs, (Leiruvágsar réttara, neðanm.). Hann bjó á Skeggjastöðum.
Stardalur-334Skeggjastaðir standa langt uppi í hálendinu, sem gengr austr af fellinu Mosfelli. Þeir eru hér efsti bær annar enn Stardalr. Það er auðvitað, að lönd hafa verið orðin numin hið neðra, því að annars hefði Þórðr ekki tekið sér land svo langt upp til fjalla, heldr fengið sér bústað nær vogunum, þar sem súlurnar komu á land; það er og eðlilegt, að snemma hafi bygzt nálægt Ingólfi, og einkannlega það, sem var nær sjónum.
Þórðr skeggi hefir ekki komið hingað suðr fyrr enn eftir 900; enn kominn var hann, þegar Ketilbjörn gamli kom út, því að hann var með honum hinn fyrsta vetr. Hið nyrðra takmark á landnámi Þórðar skeggja er Leirvogsá; hún kemr úr Leirvogsvatni, sem er skamt fyrir ofan Stardal. Það er norðvestan til við Mosfellsheiði; er það stærsta vatnið þar; síðan rennr áin niðr hjá bænum Stardal, og svo beint vestr milli Skeggjastaða og Hrafnhóla, og þá fyrir norðan Mosfell, niðr hjá Varmadal og Fitjakoti, og svo norðanhalt ofan í Leirvogana.“
Af framangreindu að ráða, sem og útliti og varðveislugildi tóftanna í Stardal, virðist þar um að ræða eitt hinna elstu selja hér á landi – og þá líklega frá Skeggjastöðum.

Heimildir:
-Íslenskt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, 1857, bls. 411-413.
-Landnámubók; Hauksbók og Sturlubók.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 4. árg. 1884-1885, bls. 75.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árg. 1884-1885- bls. 74-75.
-Jarðabók ÁM og PV 1703, bls. 322-323.
-Jarðabók ÁM og PV 1703, bls. 336-337.

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Hleypt hefur verið af stokkunum Umbótakeppni í umdæmi Grindavíkur. Leikreglur eru þær að liðsheild tekur að sér umbætur í einhverju er telja má til gagns er lýtur að útivistar-, umhverfis- og/eða söguminjum í umdæmi Grindavíkur.

Efr-innsiglingarvarðan

Að þeim loknum skorar liðsheildin á aðra tiltekna að gera hið sama innan tilgreindra tímamarka og svo koll af kolli. Fylgst verður með áhuga og árangri viðkomandi liða og fjallað um hvorutveggja á vefsíðunni www.grindavik.is.
Keppnin hófts á því að FERLIR, félagsskapur um útivist,  umhverfi, sögu og  minjar á Reykjanesskaganum (sjá
www.ferlir.is) tók að sér að lagfæra skemmdir, sem orðið höfðu á Efri-innsiglingarvörðunni við Hóp, en vörðurnar eru og hafa verið eitt af meginsérkennum Grindavíkur frá því þær voru hlaðnar af sjófarendum inn í Hópið til leiðsagnar eftir að rás fyrir báta hafði verið grafin inn í það árið 1939.
Efri-innsiglingarvarðan, sem er um fimm metra há og fjórir metrar í ummál, hafði orðið fyrir hnjaski í jarðskjálfta tveimur árum fyrr og grjóthleðslan hrunið úr henni bæði að norðvestan- og austanverðu. Að sjá var toppurinn og við það að falla niður, auk þess sem varðan hafði öll að hluta gengið til. Um tvennt var að velja; að láta vörðuna afskiptalausa og leyfa henni að falla saman í grjóthrúgu (með það fyrir augum að hlaða hana frá grunni, þ.e. hlaða nýja vörðu) eða gera við skemmdina og reyna þannig að viðhalda hinu upprunalega mannvirki að svo miklu leyti sem það var hægt.

Efr-innsiglingarvarðan - 2

Í marsmánuði árið 2010 barst erindi til bæjarráðs Grindavíkur um nauðsyn þess að lagfæra þyrfti Efri-innsiglingarvörðuna, ekki síst vegna slysahættu er af hruninu stafaði. Erindinu var vísað til Umhverfisnefndar. Á 122. fundi nefndarinnar var vakin athygli á málinu og lagt til að leitað yrði tilboða í að færa vörðuna í upprunalegt horf. FERLIR sendi nefndinni erindi og bauðst til að taka að sér verkið – endurgjaldslaust. Nokkrir FERLIRsfélagar höfðu tekið þátt í grjóthleðslunámskeiði í Vogum árið áður og töldu sig geta framkæmt verkið án vandkvæða.
Á 123. fundi Umhverfisnefndar Grindavíkur 11. mars s.á. var málið tekið fyrir með afbrigðum: „Eins og fram kom í síðustu fundargerð eru töluverðar skemmdir á Efri Hópsvörðu og stafar af henni slysahætta. Ómar Smári Ármannsson hjá FERLIR hafði samband og bjóðast FERLIRsfélagar að taka að sér verkið endurgjaldslaust. Nefndin þiggur þetta höfðinglega boð fyrir hönd bæjarins og felur formanni nefndarinnar að vera FERLIR innan handar við framkvæmd verksins.“

Efr-innsiglingarvarðan - 3

Þann 8. apríl framkvæmdu FERLIRsfélagar verkið og má segja að Efri-innsiglingarvarðan við Hóp sé nú jafnsett og hún var fyrir skemmdirnar. Að vísu er varðan, sem hlaðin er í halla, gengin til að hluta líkt og sjá má á henni sunnanverði. Úr því verður ekki bætt nema rífa hana í sundur stein fyrir stein og endurhlaða að nýju. Ef ástæða þykir til þess síðar mun FERLIR fúslega taka að sér verkið, en eins og varðan er núna er sá hinn sami sómi að henni og áður var.
Í framhaldi af umbótunum á Efri-innsiglingarvörðunni í Grindavík skorar FERLIR á félaga í Björgunarsveit Grindavíkur (Þorbirni) að byggja göngubrú yfir Rásina ofan við Stóru-Bót og auðvelda þannig íbúum og gestum þeirra að nýta hið fagra og sagnaríka umhverfi Gerðisvallanna. Göngubrúna má gera á einfaldan hátt, t.d. með föstum járnlykkjum beggja vegna og tréstaur er lægi á milli þeirra og gæti mætt bæði fjöru og flóði. Sveitin hefur einn mánuð til að framkvæma verkið og að því loknu býðst henni að skora á hvern þann annan er getur auðveldlega án mikils tilkostnaðar látið gott af sér leiða til úrbóta v/útivist-, sögu- og minjar í umdæmi Grindavíkur. FERLIRsfélagar eru tilbúnir að aðstoða við framkvæmdina.
Eða eins og björgunarsveitarmaðurinn sagði: „Þetta er ekki spurning um hvað samfélagið getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir samfélagið“.
Því miður daufheyrðist björgunarsveitarfólkinu í Grindavík við hugmyndinni.

Hópsvarða

Neðri Hópsvarðan 2021.

Nú er Neðri Hópsvarðan fallin. Hver tekur að sér viðgerð hennar; bæjarstjórinn? eða björgunarsveitarfólkið? Nei, það verður FERLIRsfólkið, sem mun láta að sér kveða við varðveislu þessara sögulegra minja í Grindavík – líkt og svo oft fyrrum…
Efr-innsiglingarvarðan - 5

Mosfellssveit

Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ“ frá árinu 2006 má lesa eftirfarandi um einstaka bæi, auk annars fróðleiks:

Blikastaðir

Blikastaðir

Blikastaðir – túnakort 1916.

Blikastaðir hafa trúlega verið teknir í ábúð snemma á miðöldum en þeirra er fyrst getið í máldaga Maríukirkjunnar í Viðey frá árinu 1234. Þar kemur fram að kirkjan og staðurinn hafi átt landið á „Blackastoðum“ (Dipl. Isl. I, bls. 5078). Næst segir í leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313: „Af bleikastodum hellmingur heyia þeirra sem fast“ (Dipl. Isl. II, bls. 377) og í skrá um kvikfé og leigumála klausturjarða 1395: „aa bleikastodum ij merkur“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Samkvæmt Fógetareikningum áranna 1547-1552 var land á „Bleckestedom“ orðið konungseign um miðja 16. öld (Dipl. Isl. XLL) og var enn þegar jarðatal var tekið árið 1704. Þá var ábúandi jarðarinnar einn en heimilismenn samtals tólf. Í bústofninum voru níu kýr, tvö geldnaut, ein kvíga tvævetur, eitt naut veturgamalt, 29 ær með lömbum, fjórir gamlir sauðir, sex þrevetrir, átta tvævetrir, 23 veturgamlir, þrír hestar, tvö hross og ein unghryssa, en fóðrast gátu sex kýr, 20 lömb og einn hestur (Jarðabók Árna og Páls).

Blikastaðir

Blikastaðir 1905-1925.

Samkvæmt jarðatali Johnsens voru þar árið 1847 þrjú kúgildi og einn leigjandi (bls. 96). Árið 1908 fluttist Magnús Þorláksson, bróðir Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra, ásamt fjölskyldu sinni frá Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu til Blikastaða og hóf þar búskap. Magnús bjó á jörðinni til dauðadags árið 1942 en þá tóku við dóttir hans, Helga, sem búið hafði á staðnum frá tveggja ára aldri, og maður hennar Sigsteinn Pálsson. Stunduðu þau aðallega kúabúskap til ársins 1973 en þá voru á jörðinni 60 mjólkurkýr og samtals 90 gripir í fjósi. Eftir það leigði Skarphéðinn Össurarson íbúðarhús og fjós á Blikastöðum og rak þar hænsnabú (Magnús Guðmundsson, bls. 8). Var hann skráður fyrir skepnunum 1979 (Jarðaskrár). Börn Helgu og Sigsteins hafa reist sér hús við Árnesveg og búa þar (Magnús Guðmundsson, bls. 8).

Blikastaðir

Blikastaðir.

Í Jarðatalinu frá 1704 er engin lýsing á jarðardýrleika Blikastaða (Jarðabók Árna og Páls) en í Jarðatali Johnsen árið 1847 er jörðin sögð 14 hundruð og frá 1855 er til lýsing eftir séra Stefán Þorvaldsson: „…sá bær stendur á láglendu mýrlendi, skammt fyrir norðan Lágafellshamra, austanvert við Korpúlfsstaðaá, sunnan til við Leiruvoga, gagnvart Víðinesi. Þessi jörð hefir góðan útheyjaheyskap…“ og er 15 hundraða (bls. 233). Þegar Magnús kom 53 árum síðar gáfu túnin af sér um 80 hesta af heyi þegar vel áraði. Ræktaði hann smám saman upp mela og mýrar sem ná yfir mikinn hluta þeirra túna sem nú eru á jörðinni. Voru þau orðin 42 hektarar þegar Helga og Sigsteinn tóku við og stækkuðu í 70 hektara í þeirra búskapartíð. Þá hlutu túnin og mismunandi hlutar þeirra einnig nöfn sín sem eru sérstök fyrir Blikastaði.

Blikastaðir – Hjáleigan Hamrahlíð

Hamrahlíð

Tóftir Hamrahlíðar.

Býlið Hamrahlíð var hjáleiga frá Blikastöðum og byggt um 1850. Um það segir séra Stefán Þorvaldsson árið 1855: „Afbýli eitt lítið, byggt fyrir 45 árum úr Korpúlfsstaðalandi, norðvestan undir Lágafellshömrum, skammt í suður frá Blikastöðum, er lítt byggilegt sökum landþrengsla og töðuleysis“ (bls. 235). Í Hamrahlíð er mikið fuglalíf (Magnús Guðmundsson, bls. 23).
Býlið stóð „…efst í óræktaða landinu við afleggjarann að Blikastöðum…“ (Ari Gíslason, bls. 4) við rætur samnefnds fjalls sem í Árbók Ferðafélags Íslands 1936 er talið vesturbrún Úlfarsfells með Lágafellshömrum að norðan (Ólafur Lárusson, bls. 70). Hjáleigunnar er hvorki getið í Jarðatali J. Johnsens 1847 né Jarðabók 1704. Vitað er að hún var í byggð árið 1890 (Magnús Guðmundson, bls. 3) en óvíst hvenær hún lagðist af. Hennar er ekki getið í Fasteignabók 1922. Rústir býlisins sjást enn.
Á Túnakorti, fyrir enda heimreiðarinnar, suðaustan megin í túninu, er timburhús, en skv. kortinu var búið í þeim á meirihluta býla.

(Mosfells) Bringur

Bringur

Bringur – túnakort 1916.

Í visitasíu Mosfells frá 23. ágúst 1646 var framlagður vitnisburður Guðrúnar Þorsteinsdóttur eiginkonu séra Þorsteins prests Einarssonar á Mosfelli, 1582-1625, frá 7. febrúar 1643 um: … „40 tiju ára brúkun syns Eignarmans S. Þorsteins heijtins Eynarssonar tveggia Selstadanna. Annarar heijma í Bringunum“ …
Í sömu visitasíu var lagður fram vitnisburður Árna Magnússonar í Ytri–Njarðvík frá 23. október 1626. Árni upplýsti að hann hefði samtals verið í þjónustu á Mosfelli í þrjú ár og að hann vissi: … „eij annad nie heijrdi af nockrum manne Enn Mosfelle være Eignud selstada atolulaust ad ollu ad, synu viti bædi undir Grijmansfellsfosse og onnur þar i Skögnum heijm á bringunum“ …
Undir visitasíuna skrifa Einar Ólafsson prestur á Mosfelli, Stefán Hallkelsson prestur í Seltjarnarnesþingum, Sigurður Árnason, Halldór Eiríksson, Jón Árnason og Bjarni Eiríksson.

Bringur

Bringur – neðst t.h.

Stefán Þorvaldsson ræðir um Mosfellsbringur í lýsingu Mosfells- og Gufunessókna frá 1855. Hjá honum kemur m.a. þetta fram: „Í austur fram af Mosfellsdal liggur graslendi mikið og víðlent; eru það lágar hæðir og mýrlendar, með stargresisflóum og valllendis börðum, víða greiðfærum eða sléttum. Hæðir þessar eru nefndar „Bringur“ eða „Mosfellsbringur“ og liggja undir Mosfell til selstöðu og slægna, og eru þær allgott sumarbeitarland, en örðugt að sækja þangað heyskap og enn torveldara að verja þær fyrir afréttarfénaði og stóðhrossum. Fyrir austan Bringurnar liggur „Illaklif“ svo nefnt; er það reyndar vestari brún Mosfellsheiðar.“
Þann 30. mars 1856 veitti presturinn á Mosfelli bóndanum á Völlum í Kjalarneshreppi, Jóhannesi Jónssyni Lund, leyfi til þess að byggja sér bæ á þeim hluta heiðarlands Mosfellskirkju sem kallaðist Gullbringur. Í leyfisbréfi prestsins kom fram að býli þessu skyldi fylgja eigi fullur þriðjungur alls heiðarlands kirkjunnar. Umboðsmaður Vallabóndans sendi yfirvöldum, þ.e. Trampe stiftamtmanni og Pétri Péturssyni biskupi, samninginn síðan til umsagnar. Í svarbréfi dagsettu þann 13. júní 1856 kemur fram að þeir töldu samningnum í ýmsu ábótavant. Samningurinn yrði að byggjast á áliti tveggja kunnugra manna útnefndra af sýslumanni, sem bæði mældu út landið þar sem Mosfellspresti væri skaðminnst, og tiltækju stærð og hæfilegt eftirgjald. Eftir að bætt hafði verið úr þessu samþykkti bóndinn á Völlum skilmála þá sem settir voru fyrir byggingunni. Málið barst síðan aftur inn á borð yfirvalda. Niðurstaða þeirra varð sú að hafna samningnum aftur, þ.e. enn hefði ekki öllum skilyrðum þeirra verið fullnægt. Þetta kemur fram í bréfi frá 24. september 1857.

Bringur

Bringnabærinn 1968.

Sjá má í bréfi stiftamtmannsins til Mosfellsprests frá 22. júní 1858, þar sem hann fjallar um útvísun fyrir býli við Litla-Sauðafell í Mosfellskirkjulandi, að Mosfellsprestur hefur samið á eigin vegum um bæjarbyggingu í Gullbringum.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir um (Mosfells) Bringur: „Afbýli úr Mosfellskirkju heiðarlandi. …
Lm. sem Mosf. kirkju. … Land, ákveðinn hluti úr heiðarlandinu, útsuðurhorn þess; rúmt og gott ætíð, er til nær, en talsvert snjóþungt. Smölun erfið (í afréttarjaðri)“.
Í bréfi sem Mosfellsprestur sendi yfirvöldum 7. febrúar 1933 vegna hugsanlegrar sölu á Mosfellsheiðarlandi kemur eftirfarandi fram: „Landamerki Mosfellsbringna eru þessi: Úr vörðu fyrir austan og ofan miðja Geldingatjörn suður beint til suðurmarkalínu Mosfellsprestakallslands. Úr sömu vörðu austan miðrar Geldingartjarnar beina línu í vörðu syðst á Blásteinsbringum, þaðan bein lína eftir uppsettum smávörðum sunnan Jónsselslækja og úr einni þeirra, er stendur á tungu á Jónsselshæð bein lína í hornstein þann, er ræður mörkum milli Mosfellslands og Laxness. Þessar uppsettu vörður bera saman við ærhúsin í Laxnesi og í íbúðarhúsið á Mosfelli (כ :gamla íbúarhúsið). Að sunnan ræður markalína Mosfellsprestakallslands“.

Bringur

Bringur 1968.

Mosfellsbringur voru undanskildar við sölu á Mosfellsheiði árið 1933. Landi Bringna var skipt út úr Mosfellstorfu árið 1939 og landamerki ákveðin. Björn Bjarnarson í Grafarholti samdi greinargerð um það mál 30. nóvember s.á. Segir hann landamerkin hafa verið ákveðin af Mosfellspresti fyrir 20-30 árum.
Landamerkjabréf jarðanna Mosfellsbringna og Seljabrekku var undirritað 7. október 1939 og því þinglýst 1940. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: „Úr Blásteinsvörðu, sem hefir verið hlaðin í dag neðst í Blásteinsbringum, beina línu í Jakkavörðu, sem einnig hefir verið hlaðin í dag, og þaðan beina línu í Markastein, sem er landamerkjasteinn milli Mosfellsbringna, Seljabrekku og Laxness. Auk þess hefir verið hlaðin varða milli Jakkavörðu og Markasteins til leiðbeiningar um stefnu milli tveggja síðasttaldra merkja. Undir bréfið skrifa Hálfdan Helgason á Mosfelli, Hallur Jónsson í Mosfellsbringum og Guðmundur Þorláksson á Seljabrekku“.
Land hefur verið látið til Seljabrekku samkvæmt byggingarbréfi fyrir þeirri jörð 13. mars 1983 eða eins og þar segir: „Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku“.

Bringur

Bringur – útihús.

Í grein frá 1985 talar E.J. Stardal um að eitt af þeim nýbýlum sem risu upp við jaðra Mosfellsheiðar í landi Mosfellskirkjustaðar um miðja 19. öld hafi verið Bringur. Honum farast svo orð um jörðina: „Býlið var reist allhátt uppi í Mosfellsbringum á gilbarmi þeirrar árkvíslar er rennur um norðurhluta Mosfellsdals og sameinast suðuránni skammt neðan Hrísbrúar og heitir Kaldakvísl þaðan“.

Elliðakot (Helliskot)

Elliðakot

Elliðakot – túnakort 1916.

Kotsins er fyrst getið árið 1395 í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá er jörðin í eyði og kallast „Hellar“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Í heimild frá 1704 er svo talað um „Hellirs Kot“ og virðist líklegt að um sömu jörð sé að ræða (sbr. Ólaf Lárusson 1944). Hún er þá í eigu konungs með tvo ábúendur sem búa hvor á sínum helmingi hennar (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 2889). Árið 1847 er jörðin hins vegar orðin bændaeign og býr eigandinn þar einn (J. Johnsen, bls. 96). Nafnið Elliðakot var tekið upp um 1883. Að sögn Karls Nor­ahls (f. 1898) hafði jörðin verið í eyði þegar afi hans byggði þar timburhús til íbúðar árið 1887. Sam­kvæmt fasteignabókum hefur kotið lagst í eyði aftur á árunum 1938-1957 (Fasteignabók) en í heimild frá 1978 kemur fram að húsið hafi brunnið árið 1949 (Guðlaugur R. Guðmundsson, bls. 1) Samkvæmt Eyðijarðaskrá 1963 er jörðin þá í eigu dánarbús Gunnars Sigurðssonar í Gunnarshólma en þar eru engin nothæf hús og hæpið talið að leggja í kostnað til búsetu (Skýrsla um eyðijarðir 1963).
Gamli húsgrunnurinn stóð þó enn þá 1978 (Guðlaugur R. Guðmundsson).

Elliðakot (Helliskot) – Hjáleiga; Vilborgarkot

Vilborgarkot

Vilborgarkot.

Um Vilborga­kot segir í Jarðabók frá 1704: „Forn eyðijörð, og hefur í eyði legið fram yfir allra þeirra manna minni, sem nú eru á lífi, og hefur land þessarar eyðijarðar brúkað verið til beitar eftir leyfi Bessastaðamanna bæði frá Hólmi, sem liggur í Gullbringusýslu, og líka frá Helliskoti, sem í þessari sýslu liggur og er næsti bær við þessa eyðijörð. Líka hafa þar stundum ábúendur á Hólmi heyskap haft og torfskurð, en Hellirskots ábúendur hafa þar fyrir fáum árum eftir orlofi Bessastaðamanna uppbyggt fjárhús. Nú á næst umliðnum vetri kom til greina, hvort brúkun þessa eyðikots skyldi að meiri rjetti Hólms eður Hellirskotsábúendum tilheyra mega, og varð sú endíng þess eftir elstu og bestu manna undirrjetting, þeirra er hjer í nálægð voru og til vissu, að Vilborgarkot heyri til þessari sveit en ekki Seltjarnarnesshrepp, og kynni því ekki Hólmi að fylgja so sem eignarland þeirrar jarðar… Jörðin meina menn upp aftur byggjast mætti, þó með erfiði og bágindum til töðuslægna fyrst um nokkurn tíma…“. Eigandi á þessum tíma var konungur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 287-8).

Vilborgarkot

Vilborgarkot.

Vilborgarkots er hvorki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847, Nýrri Jarðabók fyrir Ísland frá 1861 né Fasteignabók 1922. Það hefur því verið byggt úr auðn einhvern tíma á árunum 1861-1900. Karl E. Nordahl kom í Vilborgarkot, barn að aldri, meðan það var enn í byggð og var baðstofan þá með skarsúð. Síðast bjó þar Pétur Ólafsson en kotið fór í eyði aftur 1905 og hann bjó síðan í Elliðakoti í 10 ár og flutti loks í Þormóðsdal (Guðlaugur R. Guðmundsson). Núna er Vilborgarkot í landareign Geitháls.
Við fornleifaskráningu árið 1981 fundust rústir frá kotinu á norðurbakka Hólmsár. Áin rennur í boga norður meðfram túni bæjarins Gunnarshólma og eru leirur þar sem hún breikkar nyrst og austast. Milli lágra stórgrýtishæða, norðaustan við ána, liggur lítill dalur niður að henni í vestur.
Vestast í dalnum, á grösugu sléttlendi sunnan í hæðinni við nyrsta sveig árinnar og um 300 m í norðaustur frá bænum, beint á móti honum, eru rústir Vilborgarkots (Guðmundur Ólafsson).

Helgadalur

Helgadalur

Helgadalur.

Í Helga­dal hefur verið búið frá því á miðöldum en hans er fyrst getið 1395 í skrá um jarðir sem koma undir Viðeyjarklaustur í tíð Páls Magnússonar ábóta (13781403): „Helgadalvr xijc“ (Dipl. Isl. III, bls. 598).
Jörðin „Helgedall“ er svo orðin konungseign þegar minnst er á hana í Fógetareikningum áranna 1547-1552 (Dipl. Isl. XII) og er enn 1704, þá með tvo ábúendur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 319-20).
Árið 1847 er hún hins vegar komin í bændaeign og býr á henni einn leiguliði (J. Johnsen, bls. 95). Árið 1979 er eigandinn Hreinn Ólafsson og enn er búið á jörðinni (Jarðaskrár).

Helgafell 

Hlegafell

Helgafell – túnakort 1916.

Helgafell hefur trúlega verið í eigu Viðeyjarklausturs en er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-1552 þegar það er komið í eigu konungs (Dipl. Isl. XII). Svo er enn árið 1704 og þá eru ábúendurnir tveir (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 316-17). Árið 1847 er jörðin hins vegar orðin bændaeign en ábúendur áfram tveir leiguliðar (J. Johnsen, bls. 95). Árið 1979 eru eigendurnir þessir: Jón Sv. Níelsson að Helgafelli 1, Haukur Níelsson að Helgafelli 2 og Níels M. Hauksson bifreiðastjóri að Helgafelli 3 sem er smábýli, stofnað síðar en hin (Jarðaskrá Landn. rík.).
Jörðin er enn í ábúð.

Hitta

Mosfell

Mosfell/Hitta – kort 1908.

Hittu er getið í Jarðatali 1847 og er þar þá einn ábúandi (J. Johnsen, bls. 95). Í lýsingu Mosfells og Gufunessókna segir að Hitta sé hjáleiga frá Mosfelli „…sem nú er lögð í eyði…“ og undir heimajörðina (Stefán Þorvaldsson). Í Jarðabók 1861 er hún einnig talin hjáleiga frá Mosfelli og sennilega komin í eyði þar eð einungis er getið fornrar hundraðstölu en ekki nýrrar (Ný Jarðabók…). Í heimild frá 1938 segir að Hitta sé hjá­leiga frá Mosfelli og samtúna heimajörð, „…byggð um miðja næst liðna öld…“ og hefur lengi legið undir ábúð Mosfellspresta (Björn Bjarnason, bls. 107).
Utan við bæinn Mosfell er Kirkjugil en neðarlega vestan við það var gamalt lítið kot sem hét Hitta, hjáeiga frá Mosfelli. Þar fyrir ofan einnig vestan gilsins er stykki sem heitir Merkurvöllur og var þar önnur hjáleiga samnefnd frá Mosfelli (Örnefnalýsing Mosfells).
Neðarlega í túninu á Mosfelli suðaustanverðu er lágur hóll. Sker hann sig nokkuð úr umhverfinu. Sé horft á hann úr fjarlægð sést glögglega, m.a. á litnum, að þar hafa staðið einhver hús (Ágúst Ó. Georgsson). Engar rústir eru sjáanlegar á hólnum eða við hann. Árni Magnússon, Víðibóli, sem ólst upp á Mosfelli, segir að þarna hafi verið rústir í túninu (Ágúst Ó. Georgsson).
Í ágúst 1996 grófu fornleifafræðingar frá Þjóðminjasafni Íslands á þessum stað og fundust þá leifar bæjarins. „Þeir gripir sem fundust við rannsóknina síðsumars 1996 benda ótvírætt til þess að grafið hafi verið í rústir híbýla frá 19. öld.

Hlaðgerðarkot

Hlaðgerðarkot

Hlaðgerðarkot – túnakort 1916.

Fyrst er minnst á Hlaðgerðarkot árið 1704 en þá er jörðin í eigu bóndans á Suður-Reykjum og ábúandi einn leiguliði (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 317). Árið 1847 er hún enn í bændaeign með einum leiguliða (J. Johnsen, bls. 95). Síðar var nýbýlið Reykjahlíð stofnað og breyttist nafn jarðarinnar til samræmis við það á tímabilinu 1922-32 (Fasteignabók 1992 og 1932). Frá því um 1958 var hún án ábúðar (Jarðaskrár) en komst einhvern tíma fyrir 1966 í eigu Reykjavíkurborgar. Í heimild frá því ári segir um Reykjahlíð: „Byggðahverfi í Mosfellsdal. Mikill jarðhiti og þaðan var lögð lengsta hitaveitulögn til Reykjavíkur, röskir 20 km, eftir að höfuðborgin hafði keypt jörðina. Þarna er mikið um gróðurhús“ (Þorsteinn Jósepsson, bls. 288). Frá 1968 var garðyrkjubýli á jörðinni. Árið 1979 var hún ennþá eign Reykjavíkurborgar en leigð Jóel Jóelssyni, bónda í Reykjahlíð (Jarðaskrár). Hlaðgerðarkot er hins vegar meðferðarheimili á vegum Samhjálpar.

Hraðastaðir

Hraðastaðir

Hraðastaðir – Hraðastaðir.

Hraðastaða er fyrst getið í skrá yfir kvikfé og leigumála af jörðum Viðeyjarklausturs frá 1395: „aa Hradastodvm. iij. merkur“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Næst er þeirra getið í Fógetareikningum áranna 1547-1552, þá komnir í eigu konungs (Dipl. Isl. XII) og voru það enn 1704, með einn leiguliða eða ábúanda (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 320-321). Árið 1847 voru Hraðastaðir hins vegar komin í bændaeigu og bjó eigandinn þar sjálfur (J. Johnsen) og við gerð Landamerkjaskrár 1890 var Nikulás Jónsson í Norðurkoti eigandi hálfrar jarðarinnar. Hraðastöðum var síðar skipt í fjögur býli.
Hraðastaðir 2 og 3 voru stofnaðir á árunum 1962-4 og sambýlið Hraðastaðir 4 á árunum 1972-3. Árið 1979 voru eigendur þessir: Kjartan Magnússon að Hraðastöðum 1 og dánarbú Bjarna Magnússonar að Hraðastöðum 2, með Bjarna Bjarnson skráðan fyrir skepnunum. Hann var einnig eigandi að Hraðastöðum 3 og Kjartan Jónsson að Hraðastöðum 4. Jörðin er enn í ábúð (Jarðaskrár).

Hraðastaðir – Legstaður; Hraðaleiði

Hraðastaðir

Hraðastaðir fyrrum.

Í fornleifaskýrslu árið 1817 staðsetur séra Markús Sigurðsson Hraðaleiði „…á Landamerkjum Mosfells og Hradastada, á grasvöxnum Areyrarbakka, hvar hærra Landslag med Móabarde umgyrder fyrir ofan so mögulegt væri, ad Áinn hafde einhvorntima runnid kríngum nefndan Hól“ (Sveinbjörn Rafnsson, bls. 258 o.þ.tilv.rit). Um
þetta ber Markúsi saman við séra Stefán
Þorvaldsson 1855: „…haugur einn er hér í dalnum, á landamerkjum milli Hraðastaða og Mosfells, á sléttu undirlendi við Suðurá, og er haugur sá nefndur Hraðaleiði“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 240). Magnús Grímsson segir að hóllinn sé „…ofarlega á Víðinum sunnanvert, þar sem Reykjaá kemr fram úr Helgadals mynni og beygist vestr á… …á rennisléttri flöt niðr við ána að norðanverðu. Hóll þessi heitir Hraðaleiði… …og stendr í mörkum milli Mosfells og Hraðastaða…“ (Magnús Grímsson, bls. 273).
Skv. Sigurði Vigfússyni 1884-5 er hóllinn „…skammt fyrir neðan Hraðastaði, suðr við syðri ána…“ (bls. 74).

Hraðaleiði

Hraðaleiði.

Í Örnefnalýsingu 1968 segir: „Merkin móti Mosfelli eru þvert yfir Víðinn frá Köldukvísl móti Laxnesmynni, ofan við Svörtukeldu og í Hraðaleiði, sem er hóll við Norður-Reykjaá“ (Ari Gíslason). Skv. Fornleifaskráningu 1980 er þetta vestast í túninu eða í útjaðri þess, „…neðan afleggjarans inn í Helgadal… …um 600 m vestan við Hraðastaði og 2030 m norðan við Köldukvísl, nokkurn veginn fyrir miðju mynni Helgadals“ (Ágúst Ó. Georgsson).
Séra Markús lýsir Hraðaleiði svona: „Aflangr Holl, hérumbil 18 al langr og 6 ad breidd…“ (Sveinbjörn Rafnsson). Séra Stefán bætir við: „Hann er aflangur og snýr í norður og suður og ekki allstór“ (Stefán Þorvaldsson). Magnús segir: „…ílángr hóll, eigi mjög stór“ og um leiðið: „Snýr það nokkurnveginn í suðr og norðr… Að hóllinn sé af mönnum gjörðr held eg eflaust, því svo er að sjá, sem sín gjóta sé hvorumegin hans, þar sem moldin hefði verið tekin upp úr. Norðrendi leiðisins er nú uppblásinn mjög. Leiðið er frá jörðu hérumbil mannhæð, eða vart það, þar sem það heldr sér bezt, og svosem 5 eðr 6 faðma lángt, en hálfu mjórra.
Ekki er að sjá að leiði þetta hafi nokkurn tíma verið grafið upp af mönnum, og væri víst vert að gjöra það. Sama er að segja um Þormóðsleiði, sem kvað vera líkt Hraðaleiði, og stendr í Seljadalnum sunnan undir Grímmannsfelli. Í því á að liggja Þormóðr, sá er Þormóðsdalur er kenndur við“ (Magnús Grímsson). „Dálítill hóll“ segir í lýsingu Sigurðar Vigfússonar en í Örnefnalýsingu: „…stór rústarhóll, þúst eða haugur… …sem á að vera haugur Hraða…“ (Ari Gíslason). Að sögn skrásetjara sem skoðaði hólinn 1980 er hann lágur, aðeins um 1,7 m á hæð, 1012 m á lengd, um 6 m á breidd og „…dregst nokkuð að sér að austan og vestanverðunni“. Hann er allur grasi vaxin en sér þó í beran svörðinn á nokkrum stöðum. „Þar er fyrir mold, blönduð fíngerðri möl“.

Hraðastaðir

Hraðastaðir.

Skrásetjari telur ólíkt Magnúsi „…um náttúrulegan hól að ræða… Sé þetta raunverulegur haugur, þá er hann mun stærri en flest fordæmi vísa hér á landi!“ Hann vill þó ekki taka af allan vafa: Hóllinn „…sker sig óneitanlega frá umhverfinu. Enginn hóll annar er þarna nálægt, einungis lágar bungur“ (Ágúst Ó. Georgsson).
Munnmæli:
Magnús Grímsson bendir á að í Landnámu er nefndur Þorbjörn Hraðason frá Mosfelli en miðað við það hefur Hraði verið til og þá „…líklega byggt sinn bæ um sama leyti og Þórðr skeggi“ (Magnús Grímson, bls. 273).
Eftir að hafa lýst Hraðaleiði vitnar séra Stefán í munnmæli: „Það er mælt, að Hraði hafi verið þræll í fornöld, er hafi fengið frelsi, og hafi hann þá reist bæ sinn þar, er enn kallast Hraðastaðir, og sé þessi haugur yfir hann orpinn og við hann kenndur“. (Stefán Þoraldsson, bls. 240).

Hrísbrú

Hrísbrú

Hrísbrú – túnakort 1916.

Hrísbrúar er fyrst getið í Egils sögu en hún er talin rituð um 1200. Hrísbrú er með vissu komin í byggð ekki seinna en á 12. öld.
Næst kemur Hrísbrú við sögu í Fógetareikningum 1547-1548 en jörðin er þá komin í kon­ungs­eigu (Dipl. Isl. XII). Líklega hefur Hrísbrú verið í eigu Viðeyjarklausturs áður en hún komst undir konung. Árið 1704 er jörðin enn konungseign. Jón Eyjólfsson, sýslumaður á Seltjarnarnesi hefur til nota af jörðinni „tvo sjöttunga.“ Einn leiguliði hefur til ábúðar þriðjung af jörðinni (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 325-326). Í bændaeigu er jörðin 1847 og eru ábúendur tveir, eigandi og leiguliði (J. Johnsen, bls. 95).
Hrísbrú hefur eflaust verið í samfelldri ábúð frá miðöldum og í dag (1979) eru ábúendur tveir, eigandi Ingimundur Árnason og leiguliði Ólafur Ingimundarson (Jarðaskrár).
Talið er, að kirkja hafi verið á Hrísbrú og er þess getið í Egils sögu. Hún var seinna flutt að Mosfelli. Kirkja þessi var reist um árið 1000 og stóð í um 150 ár (sjá síðar, sbr. líka Mosfell).

Hrísbrú – Kirkja
HrísbrúÍ Örnefnalýsingu Hrísbrúar getur um stæði kirkjunnar, sem þar var talin hafa verið: „Vestur af bæ er stór hóll, sem heitir Kirkjuhóll. Hann er norðvestur frá bæ; þar stóð kirkjan áður fyrr, og kirkjugarður var hér ofan við tröðina“ (Ari Gíslason).
Svo segir Magnús Grímsson: „Þess er þegar getið, að þegar kristni var í lög leidd á Íslandi var Grímr að Mosfelli skírðr, og lét þar kirkju gjöra. En sú kirkja stóð á Hrísbrú. Er eptir því alllíklegt, að bær Gríms, sem þá var hinn eini undir fellinu, hafi staðið þar, sem Hrísbrú er nú, og skal þar um tala síðar betr. Grímr hefir byggt sína kirkju eptir árið 1000, líklega stuttu eptir, en hún stóð á sama stað þángað til í tíð Skapta prests Þórarinssonar, eðr þángað til um miðja tólftu öld. Þessi Skapti prestur Þórarinsson er að ætlan manna sá, sem talinn er meðal nokurra presta, kynborinna íslenzkra, er uppi voru árið 1143. Og í formálanum fyrir Egils sögu (Rvík 1856, vi bls.) byggir Jón Þorkelsson á því þá ætlan sína, að kirkjuflutníngurinn hafi farið fram einhvern tíma á árunum 1130-1160. Hefir því kirkjan staðið á Hrísbrú hérumbil … 150 ár“ (bls. 255).
Talsverðar vangaveltur eru um hvar hinn fyrsti bær að Mosfelli hafi staðið. Kålund álítur að hann hafi upp­haf­lega staðið á Hrísbrú ásamt kirkjunni. Síðan hafi bærinn verið fluttur að Mosfelli og kirkjan á eftir (Kålund, bls. 50). Sig­urður Vigfússon ræðir þetta mál einnig en kemst að annarri niðurstöðu en Kålund. Álítur hann frásögn Egils sögu um kirkju á Hrísbrú, sem seinna var flutt að Mosfelli, rétta. Um bæjarflutning og þar með nafnbreytingu var ekki að ræða. Álítur Sigurður að kirkjan á Hrísbrú hafi verið flutt að Mosfelli á árabilinu 1130-1160 (Sigurður Vigfússon, bls. 62-74).
Í útgáfu sinni að Egils sögu telur Sigurður Nordal líklegast að kirkjan hafi fyrst verið byggð fjarri bænum að Mosfelli en seinna verið flutt að bænum og hjáleigan Hrísbrú byggð á gamla kirkjustaðnum (Egils saga, bls. 298 n.m.).

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur.

Talsvert hefur verið skrifað um staðsetningu hinnar fornu Hrísbrúarkirkju. Um þetta segir Magnús Grímsson: „Það er varla von, að nein viss merki sjáist nú Hrísbrúarkirkju, eptir hérumbil 700 ára tíma. En þó eru þar nokkur vegsummerki enn, sem styðja söguna. Skammt útnorðr frá bænum á Hrísbrú, norðan til við götu þá, er vestr liggur um túnið, er hólvera ein, hvorki há né mikil um sig. Það er nú kallaðr Kirkjuhóll. Stendur nú fjárhús við götuna, landsunnanmegin í hóljaðri þessum. Þegar menn athuga hól þenna lítr svo út, sem umhverfis hann að vestan, norðan og austan, sé þúfnakerfi nokkuð, frábrugðið öðrum þúfum þar í nánd. Þetta þúfnakerfi á að vera leifar kirkjugarðsins (því kirkjan á að hafa staðið á hólnum) og er það alllíkt fornum garðarústum. Innan í miðju þúfnakerfi þessu á kirkjan sjálf að hafa staðið, og þar er varla efunarmál, að þar hafi til forna eitthvert hús verið. Eigi er hægt að ætla neitt á um stærð rústar þessarar … Tveir steinar sáust uppi á hólnum, sokknir í jörð að mestu; voru þeir teknir upp haustið 1857, og líta út fyrir að hafa verið undirstöðusteinar, óvandaðir og óhöggnir, en ekki alllitlir; má vera að þeir hafi verið í kirkjunni. Við upptekníng steina þessara sýndist svo, sem moldin í hólnum væri lausari og mýkri,(?) en í túninu fyrir utan hólinn. Það mun því efalaust, að kirkja Gríms Svertíngssonar hafi hér staðið. Annarsstaðar getur hún varla hafa verið á Hrísbrú, enda bendir og nafnið, Kirkjuhóll, á að svo hafi verið. Hefir þar og verið kirkjustæði allfagurt, en ekki mjög hátt“ (bls. 255-6).

Hrísbrú

Hrísbrú.

Um þetta segir Kålund: „… umiddelbart ved gården hrisbru et par skridt nordvest for denne påvises der en høj Kirkehol (Kirkjuhóll), hvor den gamle kirke skal have stået. Men hvor kirken oprindelig er bleven bygget, må næsten med nødvændighet gården (hoved­ården) på den til have stået. Det er, som allerede bemærket, gennemgående ved alle de islandske kirkesteder, at kirken oprindelig er bleven bygget enten lige over for eller ganska tæt ved våningshusene, en fremgangsmåde, som var så meget mere praktisk, som man ofte, hvad den oven for anførte begivenhed fra Gunl. frembyder et eksempel på, måtte benytte kirken som det eneste nogenlunde sikre tilflugtssted under fjendlige overfald“ (bls. 49-50).
Sigurður Vigfússon segir eftirfarandi um staðsetningu kirkjunnar að Hrísbrú: „…enn þar á móti sést enn nokkur vottur fyrir, þar sem kirkjan hefir átt að standa norðvestr frá bænum; þar er enn kallaðr Kirkjuhóll, og sýnist þar sumstaðar votta fyrir kirkjugarðinum umhverfis, enn það er orðið að þúfnabörðum og allr hóllinn kominn í þýfi, svo ekkert verulega sést fyrir kirkjutóttinni og engu máli verðr hér við komið; vera má; að hér hafi verið sléttað yfir og síðar alt orðið að þúfum. Síra Magnús /Grímsson, í „Athugasemdum við Egilssögu“/ segir, að hér sé öskuhaugar afarfornir og furðu miklir, þarf að grafa það alt í sundr; enn hann getr ekki um, að það hafi verið gert, enda sá eg þess engin merki…“ (bls. 65). Túninu hallar frá Mosfelli í suður. Mynda tveir hólar pall eða brún örskammt NV af bænum. Neðan við stall þennan, hallar túninu mun minna, er nánast flatt. Kirkjuhóll er þannig á miðju heimatúni. Að baki áhaldahúss eða skúrs, um 20 m vestur frá gamla íbúðarhúsinu og 50 – 60 m norðan við það nýja (Ágúst Ó. Georgsson).

Hrísbrú – Sel

Hrísbrúarsel

Hrísbrúarsel.

Í heimild frá árinu 1704 segir: „Selstöðu á jörðin í heimalandi. Landþröng er ef ei er brúkuð selstaða“ (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 325-326).
Í Örnefnalýsingu Hrísbrúar er getið um sel: „Að norðanverðu meðfram frá merkjum heita fyrst Selflatir. Þær munu hafa tilheyrt selinu í gamla daga. Þetta eru fallegar flatir, af sumum nefndar Blómsturvelli“ (Ari Gíslason).
Lítil kvos, öll grasi vaxin og áberandi græn. Sker sig þannig vel frá umhverfinu. Hvammur þessi er um 30 m breiður. Hér er um eina rúst að ræða sem telja má nokkurn veginn örugga. Stærð hennar að innan er um 2×4 m. Dyr hafa verið á miðjum vestur lang­vegg. Tóft þessi er að hluta grafin inn í brekkuna, sem er á bakvið (austanvið). Veggir eru útflattir og breiðir. Hæðin er ca. 0,5 m en þykktin ca 12 m. Við hlið þessarar rústar að norðan mótar fyrir einhverju, sem verið gæti önnur tóft. Sé hér um tóft að ræða, hefur hún verið um 2×23 m að innanmáli. Þessi „tóft“ er samsíða fyrst töldu rústinni og hefur haft dyr móti vestri. Sunnan við fyrstnefnda rúst mótar ógreinilega fyrir einhverju, sem verið gæti tóft. Sé svo hefur hún verið að innanmáli um 2×23 m. Inngangur hefur að líkindum verið á móti vestri. Um 8 m vestan við síðasttöldu rúst er eitthvað. Hér gæti verið um einhver mannaverk að ræða. Þarna virðist hafa verið grafið ofan í brekku, sem hallar lítið eitt til norðurs. Stærð þessa er um 3,5×5 m, dýptin um 0,5 m, opin til norðurs, en fyrir framan opið er nokkurn veginn slétt flöt. Allar þessar rústir eru fornlegar að sjá. E.t.v. gætu þetta verið selsrústir frá Hrísbrú (sbr. skrá um menningarminjar. Niðurgrafna tóftin hefur þá verið kvíar en hinar selið (Ágúst Ó. Georgsson).
Munnmæli:

Hrísbrú

Hrísbrúarsel – uppdráttur.

Guðmundur Þorláksson, bóndi Seljabrekku, sagði 25.7.1980: Við sunnanverða Leirvogsá, á móts við bæinn Gröf er holt eða hæð. Kveðst Guðmundur hafa séð einhverjar rústir þar. Líklega er um seljarústir að ræða en gæti þó verið stekkur. Skoðaði hann þetta ekkert nánar, heldur sá rústirnar úr fjarlægð. Á herforingjaráðskortinu danska er svæði þarna rétt hjá kallað Sveinamýri. Sagt er að svæðið sem rústirnar eru á kallist Selflatir. Ágúst Ó. Georgsson merkti Selflatir inn á ljósrit af 1:50000 korti, skv. tilsögn Guðmundar Skarphéðinssonar, bónda á Hrísbrú. Ber þeim Guðmundum saman um hvar Selflatir hafi verið. Rústin er sem sagt norðan við Mosfell (fjallið), nálægt ánni (Leirvogsá) og á móts við bæinn Gröf í Kjalarneshreppi.

Laxnes

Laxnes

Laxnes – túnakort 1916.

Laxnes hefur sennilega verið í eigu Viðeyjarklausturs áður en þess er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-1552, þá komið undir Danakonung (Dipl. Isl. XII). Árið 1704 var þetta konungsjörð með tvo ábúendur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 321-2) en 1847 var Laxnes komið í bændaeign og með tvo leiguliða (J. Johnsen). Það skiptist nú í Laxnes 1 og 2, og var Mosfellshreppur ásamt fleirum orðinn eigandi að Laxnesi 1 árið 1979. Jörðin er enn í ábúð (Jarðaskrár).

Laxnes – Sel (frá Mosfelli)
Upp af Gljúfrasteini „…heitir Selás; þar voru eitt sinn byggð fjárhús, sem nefnd voru Hóll“ (Ari Gísla­son).

Lágafell

Lágafell

Lágafell – túnakort 1916.

„Lágafell í Mosfellssveit er í landnámi Þórðar skeggja, en hann nam land á milli Úlfarsár og Leiruvogs“ (Landnámabók I, bls. 48). Jörðin Lágafell er fyrst nefnd í skrá um jarðir sem komið hafi undir Viðeyjarklaustur eftir að Páll ábóti kom til Viðeyjar. Lágafell er þar skráð 20 hundraða jörð. Skrá þessi er gerð 1395 (Dipl. Isl. III, bls. 598).
Árið 1541 er hin nýja kirkjuskipan samþykkt um Skálholtsbiskupsdæmi. Konungur hafði slegið eign sinni á klaustureignir í löndum sínum og svo varð einnig hér á landi. Þróunin gat því ekki orðið á annan veg en að Lágafell yrði krúnujörð.
Árið 1547 fær Jón Bárðason „lífsbréf“ af konungi fyrir ábýlisjörð sinni „Laugefeldt“ [Lágafelli] (Dipl. Isl. XI, bls. 593). Í Fógetareikningum Kristjáns skrifara og Eggerts Hannessonar frá 1547-1552 er Lágafell skráð, leiga og landskylda jarðarinnar. Leigan, landskylda og skreiðargjaldsreikningar þessir eru af konungsjörðum í Borgarfirði, Viðeyjarklaustursjörðum, öðrum konungsjörðum í Kjalarnesþingi og af Skógaog Merkureignum (Dipl. Isl. XII, bls. 111, 152, 137, 391-434).

Lágafell

Lágafell 1985.

Sumarið 1703 skrifuðu þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín jarðabók Mosfellssveitar og í henni er eftirfarandi lýsing Lágafells: „Eigandinn kóngl. Majestat. Ábúendur Jón Ólafsson, býr á hálfri, annað Þorvaldur Teitsson, býr á hálfri. Landskuld i c. Betalast með fríðu uppá sama taxta sem áður greinir að kvikfjenaður sje hjer í sveit af Bessastaðamönnum í landskuldir tekinn. Við til húsabótar leggja ábúendur. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eður Við­eyjar. Kúgildin uppýngja ábúendur. Kvaðir eru mannslán um vertíð, eitt af allri jörðinni, og gjalda ábúendur það til skiptis. Í tíð Heidemanns voru tvö mannslán, ef tveir bjuggu á jörðunni, og gaf hann þá tíu fiska þeim, er í það sinn ekki fjell til að gjalda mannslánið. Hestlán til alþingis tvö ef tveir ábúa og hestar eru til, og í tíð Jens Jurgenssonar kveðst Jón Olafsson hafa til látið í þessa kvöð hross sex vetra gamalt, og það síðan aldrei aftur fengið og öngvan betaling fyrir. Dagslættir tveir í Viðey, gjaldast in natura ella leysast með tíu fiskum og fæðir bóndinn sig sjálfur nema hvað einu sinni á dag er í tje látinn lítill mjólkurmatur. Hríshestar tveir, sinn af hverjum. Tveir hestar af digulmó og stundum fjórir. Torfskurður í mógröfum síðan Heidemanns tíð að aflögðust megin skipaferðir, en þessa kvöð hefur umboðsmaðurinn Páll Beyer í næstu tvö ár ekki kallað. Skipaferðir allt fram á Heidemanns tíð, en aflögðust þá upp hófst forpachtningin, og skip kom ekki lengur í Seyluhöfn. Timbur í Þingvallaskóg að sækja á tveimur hestum og fæða sig sjálfur.“

Lágafell

Lágafell.

Þessi kvöð hófst og endist í Heidemanns tíð. Húsastörf á Bessastöðum í Heidemannstíð, stundum í samfelda þrjá daga, og var hvorki gefinn matur nje drykkur. Fóður um vetur, aldrei minna en ein kyr að þriðjúngi og aldrei meira en ein kýr að fullu. Er þessi kvöð í fyrstu so upp komin, að í tíð foreldra þeirra, sem nú eru á lífi, voru frá Viðey skikkuð tvö lömb á bæ í sveitina og síðan smáaukið. Þessi kvöð hefur nú í ár ekki kölluð verið og ekki meir í fyrra en eins lambs fóður. Kvikfjenaður hjá Jóni viii kýr, ii kvígur veturgamlar, ii úngkálfar, xvii ær með lömbum, i geld, vi sauðir gamlir, vi þrevetrir, vii tvævetrir, xiiii veturgamlir, ii hestar, i foli veturgamall, ii hross, i unghryssa; hjá Þorvaldi vi kýr, ii kvígur veturgamlar, i naut þrevett, ii úngkálfar, xii ær með lömbum, ii sauðir tvævetrir, xi vet­urgamlir, i hestur, iii hross, i únghryssa.
Fóðrast kann á allri jörðinni x kýr, xxx lömb, ii hestar. Heimilismenn hjá Jóni vii, hjá Þorvaldi vi. Torfrista og stúnga meinslæm. Mótak til eldiviðar bjarglegt. Landþröng er mikil. Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal. Vatnsból meinlega erfitt, þá snjóvetrar eru (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 313-315).

Lágafell

Lágafell.

Í Jarðabók fyrir Kjósarsýslu, sem undirrituð er af Jóni Eyjólfssyni, 9. nóv. 1695, er leiga Lágafells skráð eitt hundrað eins og í Jarðabók Árna Magnússonar (Björn Lárusson, bls. 130-131).
Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland, sem samin er eftir tilskipun frá 1848, er Lágafell skráð 20 hundraða jörð að fornu mati en samkvæmt nýrra mati 24,40 h. og með hjáleigunni Lækjarkoti 28,70 h.
Í skrá um jarðir Viðeyjarklausturs frá 1395 er Lágafell talið 20 h. jörð sem og í jarða­bókinni frá 1695. Heildarmat Lágafells I samkvæmt fasteignamati í sýslum, sem öðlaðist gildi 1. maí 1957, var 239.000 kr (Ný jarðabók fyrir Ísland, bls. 4041; Fasteignabók I, bls. 416417).
Í lýsingu Mosfells og Gufunessókna 1855 eftir séra Stefán Þorvaldsson er Lágafell einnig talin 20 h. jörð (bls. 227).

Leirvogstunga

Leirvogstunga

Leirvogstunga – túnakort 1916.

Leirvogstunga hefur sennilega áður verið í eigu Viðeyjarklausturs en hennar er fyrst getið í Fógetareikningum 15471552, þá í konungs eigu. Jörðin er enn þá konungseign árið 1704 og bjó Björn Ásgrímsson þá á þrem fjórðungum hennar en ekkjan Margrét Bjarnadóttir á einum fjórðungi (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 3267). Árið 1847 var hún áfram konungsjörð með tvo ábú­endur (J. Johnsen). Leirvogstunga var í tvíbýli til ársins 1909 (Túnakort). Árið 1979 var Guðmundur Magnússon eigandi hennar og hún er enn í ábúð (Jarðaskrár).
Túnið í Leirvogstungu var allt „kargþýft“ árið 1874 en þá var byrjað að slétta litla bletti. Þegar Túnakort var gert 1916 var „…rétt allt sléttað, sem tún [var] talið og nokkuð grætt út við mel og plægður blettur ógróinn“.
Vestan við Ljósateig er „Óskiptaengi, sem var slegið til skiptis frá sambýlismönnum“ meðan tvíbýli var á jörðinni. Enn vestar „…þvert yfir tunguna…“ er „…all­mikið svæði, sem nefnt er Norðureyrar“ (Svavar Sigmundsson).
„Hjá Leirvogstungu, skammt fyrir ofan túnið, fellur“ Kaldakvísl, skv. Magnúsi Grímssyni „…í gljúfrum nokkrum, og er þar foss í henni býsna hár, sem laxinn kemst að en ekki yfir. Undir fossi þessum hafa Leirvogstúngumenn opt talsverða veiði“ (Magnús Grímsson, bls. 273).

Leirvogstunga

Leirvogstunga.

Magnús gefur þessar upplýsingar til að skýra hvers vegna fiskur gengur ekki upp í ána upp í Mosfellsdal en sagnir eru um að það sé vegna álaga sem kerling nokkur í Leirvogstungu lagði á Laxnes. Eins og bæjarnafnið bendir til á þar að hafa verið laxveiði til forna en þá bjuggu kerlingar tvær í Laxnesi og Leirvogstungu, gamlar og fornar í skapi, sem deildu um veiði í ánni „…og heituðust útaf henni. Varð Leirvogstúngu kerlingin ofaná í heitingunum og mælti svo um, að aldrei framar skyldi lax gánga upp í ána upp í dalinn. Hafa þau álög haldist æ síðan, og því er engin veiði í Mosfellsdalnum“ (Magnús Grímsson, bls. 273).

Miðdalur

Miðdalur

Miðdalur – túnakort 1916.

Miðdalur hefur trúlega verið í eigu Viðeyjarklausturs en er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-52 sem „Mýdall“ eða „Mijdall“, þá í eigu konungs. Árið 1704 er hún ennþá konungsjörð og ábúandi einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 289-91). Árið 1847 er Miðdalur hins vegar kominn í bændaeign og býr eigandinn þar sjálfur (J. Johnsen).
Einhvern tíma á árunum 193857 var jörðinni skipt í Miðdal I og II. Skv. Fasteignabók 1957 er Miðdalur II þó í eyði og nýtt frá Dallandi en í Eyðijarðaskrá 1963 kemur fram að Dalland var myndað úr Miðdal II og nýtt af eiganda. Jarðaskrá Landnáms ríkisins staðfestir að Miðdalur II var ekki í ábúð þegar byrjað var að halda jarðaskrár 1958 og hefur ekki verið síðan. Miðdalur I er hins vegar ennþá í ábúð.

Miðdalur

Miðdalur.

Þess ber að geta að fyrr á öldum hafa margar hjáleigur heyrt undir Miðdal. Flestar virðast þó hafa farið í eyði snemma, jafnvel fyrir 1700. Má þar nefna Miðdalskot, Sólheimakot, Borgarholt eða Borgarkot, Búrfellskot og Búrfell.
Loks má nefna að sögulegur viðburður átti sér stað í Efri-Djúpadal í landareign Miðdals, við konungsheimsóknina árið 1907, og segir Tryggvi Einarsson bóndi frá því í Örnefnalýsingu: „…sá faðir minn Einar Guðmundsson í Miðdal að öllu leyti um aðbúnað og móttöku Friðriks VIII, Danakonungs á leið sinni til Þingvalla. Var dalurinn allur flöggum prýddur, byggður var eldhússkúr en matarveisla í tjaldbúðum. Fékk faðir minn lof fyrir stundvísi og aðbúnað allan“ (Tryggvi Einarsson).
Í Örnefnalýsingu má finna margs konar upplýsingar um búskap og landshætti í Miðdal. Austur af Dýjadalshnúk er t.d. svo kallaður Áarfoss í Seljadalsá sem hefur það sérkenni að þegar niður hans heyrist heim að bænum „…bregst ekki að heyþurrkur verður í Miðdal innan tveggja til þriggja daga“ (Tryggvi Einarsson).

Miðdalur – Hjáleiga; Miðdalskot

Miðdalskot

Miðdalskot.

Í Jarðabókinni frá 1704 er getið um Mýdalshjáleigu með einn ábúanda og er það sennilega hið svo kallaða Miðdalskot sem var hjáleiga frá Miðdal. Hún hefur hins vegar lagst í eyði þegar getið er um hana í síðari heimildum. Hvorki er minnst á hana í Jarðatali J. Johnsen frá 1847 né í Nýrri jarðabók 1861 enda hafði kotið skv. Lýsingu Mosfells og Gufunessókna frá 1855 verið „…lagt í eyði fyrir tæpum 20 árum…“, þ.e. um
1835 (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).
Árið 1938 segir Björn Bjarnason að Mýdalskot hafi fyrir löngu verið lagt undir heimajörðina Miðdal (bls. 108). Næst er svo kotið nefnt í Örnefnalýsingu og fylgir ýtarleg upptalning tengdra Örnefna: „Í Seljadalsá er foss er Áarfoss heitir… Suður af Áarfossi er kvos er Kotadalur heitir. Nokkru ofar við Seljadalsá er allstór bergdrangur er Krummaborg heitir…. Við Krummaborg rennur lækur út í Seljadalsá er Bæjarlækur heitir. Milli Bæjarlækjar og Seljadalsár er mjór tangi er Lækjartangi heitir. Spölkorn upp með Bæjarlæknum að vestan er Miðdalskot sem var hjáleiga frá Miðdal. Sést þar vel til allra húsa, þarna er fallegur grasi vaxinn hóll er Kotahóll heitir.

Miðdalur – Hjáleiga; Sólheimakot

Sólheimakot

Sólheimakot – uppdráttur.

Sólheimakots er hvorki getið í Jarðabók Árna og Páls árið 1704 og ekki heldur í síðari tíma jarðabókum en í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna frá 1855 segir: „Enn eru nefnd 2 eyðikot í Miðdalsheiði, nl. Sólheimakot og Búrfellskot, en ekki vita menn hve nær þau hafa lagzt í eyði, enda er mjög langt síðan“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).
Á árunum 19328 varð hins vegar til nýbýlið Sólheimar en um það segir í Fasteignabók 1938: „Járnvarið timburhús, engin hlaða, nautgripir 2, sauðfé 10, hross 2“. Sama ár segir Björn Bjarnason: „Áður hjáleiga frá Miðdal, en nú endurreist nýbýli“. Virðist líklegt að hann sé að vísa til hins forna Sólheimakots og að Sólheimar hafi verið reistir í landi þess. Þeir voru þó án ábúðar a.m.k. frá 1958 og aldrei hefur verið þar mikill búskapur. Eigendur 1979 voru erfingjar Guðmundar Gíslasonar læknis að Keldum og nú er þar sumarbústaður (Fasteignabók, Jarðaskrár). Tryggvi Einarsson í Miðdal getur um rústir kotsins í Örnefnalýsingu: „Austan við Augnlæk er Sólheimamýri. Upp af norðurenda Sólheimamýrar er Háabrekka ofan við Háubrekku eru Brekkubrúnir sunnan við Brekkubrúnir er fallegur hvammur er Sauðhúsahvammur heitir. Ofan við Sauðhúsahvamm eru sauðhús er afi minn byggði. Móts við Sauðhúsahvamm er kriki er Fífukrókur heitir. Skammt suður af Fífukrók er Sólheimakot hjáleiga frá Miðdal sést þar vel fyrir veggjum. Ofan við Sólheimakot er Sólheimamelur, sunnan við Sólheimamel er mýri er Dugguósmýri heitir. Ofan við Sólheimabrúnir“.

Miðdalur – Sel; Víkursel

Víkursel

Víkursel.

Í Örnefnalýsingu segir: „Austur af Selvatnsenda er Víkursel talið vera frá Vík á Seltjarnarnesi, sést þar fyrir selstóftum. Norður af Víkurseli eru Selbrúnir“ (Tryggvi Einarsson). Þetta sel er skv. Fornleifaskráningu staðsett á örlitlum mosa og grasi grónum hól, í mýrarkvos, um 50 m austur af vatninu (Bjarni F. Einarsson).
Hóllinn sem selið stendur á er stórþýfður, ólíkt nánasta umhverfi sínu, og er selið ógreinilegt vegna mosaþúfna. Það er þó aflangt, um 4,5×9 m að stærð, veggir úr torfi, um 1,5 m á breidd og 0,30,4 m á hæð. Selið skiptist í tvennt, fremra hólf A með dyrum í norður og aftara hólf B en á því sjást engar dyr. Stefnan er NS (Bjarni F. Einarsson).

Miðdalur – Sel; Litla-Sel

Litla-Sel

Litla-Sel.

Í Örnefnalýsingu segir: „Austan við Hrútslæk skagar grýtt holt út í Selvatnið sem Bleikjunef heitir. Nokkru austar við Selvatn skagar annað holt út í vatnið, það heitir Urriðanef. Milli Bleikjunefs og Urriðanefs er vík er Litla-Selsvík heitir. Norður af Litlu-Selsvík er Litla-Sel sést aðeins móta fyrir rústum þar. Ofan við Litla-Sel er Litlaselshæð“ (Tryggvi Einarsson). Þar kemur einnig fram að Urðarlágarlækur „…rennur í austurenda Selvatns…“ og „…nokkru norðar rennur Sellækur í Selvatn…“ (Tryggvi Einarsson).

Miðdalur – Hjáleiga; Borgarkot

Borgarkot

Borgarkot.

Fyrst er minnst á „Borgar Kot“ í Jarðabók árið 1704 en skv. henni var það „Hjáleiga af Miðdal, nú í auðn og hefur nú yfir ár um kring í eyði legið, en var í fyrstu bygð í fornu fjárborgarstæði fyrir vel tuttugu árum… Fóðrast kunnu í þessari hjáleigu, fyrir utan það er af heimatúninu var lagt, ii kýr naumlega… Meina menn ei aftur byggjast kunni með sömu kostum, nema því meir að af heimajörðunni væri til lagt“ (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 291). Borgarkot hefur miðað við þetta verið í eyði frá 1703 enda hvorki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847 né Jarðabók 1861. Í Örnefnalýsingu er hins vegar nefnt Borgarholt: „Norður af upptökum Hrútslækjar er Langabrekka. Milli Löngubrekku og Langamels er Langamýri. Norður af Löngumýri er Borgarholt þar var hjáleiga frá Miðdal.
Austan við Borgarholt er mýrarkriki er Borgarholtsmýri heitir. Suðvestan við Borgarholt er mýrarsund er Borgarholtskelda heitir. Suðvestan við Borgarholt er jarðfastur bergdrangur sem Borgarholt dregur nafn sitt af og heitir Borgin“ (Tryggvi Einarsson). Líklegt má teljast að Borgarholt sé hið sama og kallað er Borgarkot í eldri heimildum.

Miðdalur – Hjá­leiga; Búrfellskot

Búrfellskot

Búrfellskot.

Búrfellskots er hvorki getið í Jarðabókinni frá 1704, Jarðatali J. Johnsens 1847 né Jarðabók 1861. Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna frá 1855 segir að Búrfellskot sé eyðikot á Miðdalsheiði, ekki sé vitað hvenær það lagðist í eyði en það hafi verið fyrir löngu síðan (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).
Síðar er minnst á rústir kotsins í Örnefnalýsingu: „Norðan við Mómýri og upp með Seljadalsá er Búrfellsmýri… Norðan við Búrfellsmýri er Búrfell, sunnan við Búrfell er kargaþýfður mói þar var Búrfellskot. Sést vel fyrir bæjarrústum þar. Búrfellskot var hjáleiga frá Miðdal. Sunnan í Búrfellstind er Búrfellsbrekka. Vestan í Búrfelli neðarlega eru grastorfur sem Búrfellstorfur heita… Inn með Búrfelli að norðan er Búrfellsfoss í Seljadalsá“ (Tryggvi Einarsson). Þessar rústir voru skoðaðar við fornleifaskráningu árið 1982 en þar segir að þær séu í þýflendi, neðarlega suðvestan megin í fjallshlíð. Óljóst mótar fyrir veggjum.

Miðdalur Hjáleiga; Búrfell

Búrfellskot

Búrfell – kort 1908.

Fyrst er greint frá Búrfelli í Jarðabók 1704: „Burfell, önnur hjáleiga frá sömu jörð [Miðdal] og hefur í eyði legið hjer um 8 ár… Fóðrast kunna ii kýr og ekki meira… Þessi hjáleiga var fyrst það menn til vita uppbyggð fyrir vel 20 árum, þar sem menn meina að fyrir lángri æfi muni býli verið hafa, og veit þó enginn til þess annað, en hvað fornar girðíngar og húsabrotsleifar, sem þar voru fyr en nú að nýju var uppbygt, sýna fornrar bygðar merki. Lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem liggur í gegnum túnið, og er þetta kot ekki þess erfiðis vert, sem kosta vildi að gjöra þar bygð að nýju, sá er ágángi ferðamanna gæti af hrundið, og þykir því ei aftur byggjandi“ (bls. 2912). Búrfells er hvorki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847 né í Jarðabók 1861 og hefur líklega legið í eyði frá því um 1696. Á árunum 193857 var skv. Fasteignabók 1957 stofnað nýbýlið Búrfell, hugsanlega á svipuðum slóðum og hið forna Búrfell. Jörðin hefur þó verið auð síðan þá en úr Eyðijarðaskrá 1963 fást eftirfarandi upplýsingar: Íbúðarhús „…ekkert og hefir aldrei neinn átt þar lögheimili. Býlið byggt og notað af eigendum til fjárgeymslu að vetrum“. Útihús: „Fjárhús og heygeymsla fyrir ca. 100 fjár“. Beitiland mjög takmarkað, býlið allt 30 ha. Líklega hefur aldrei verið stundaður búskapur á nýbýlinu (Skýrsla um eyðijarðir). Eigandi árið 1979 er Sigfús Thorarensen verkfræðingur (Jarðaskrár).

Minna-Mosfell

Minna-Mosfell

Minna-Mosfell – túnakort 1916.

Mosfells er fyrst getið í Landnámabók, en einnig í fleiri fornritum svo sem Egilssögu og Gunnlaugssögu. Elsta heimild um Minna-Mosfell eru Fógetareikningar frá árunum 1547-1552. Þá er jörðin komin í eigu konungs og er í reikningunum nefnd „Mijndemossefeldt“ (sbr. Dipl. Isl. XII).
Árið 1703 er MinnaMosfell enn konungsjörð. Ábúandi er einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 323-324).
Jörðin er komin í bændaeigu árið 1847 og er einn leiguliði ábúandi (Jarðatal J. Johnsen).
Minna-Mosfell er enn í ábúð (Ágúst Ó. Georgsson/Guðmundur Ólafsson).

Minna-Mosfell – Sel

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellssel.

„Stóra og Litla-Sveinamýri eru neðarlega við Leirvogsá. Þar er allmikið flæmi öðru nafni nefnt Selflatir. Selás er við Sveinamýrar“ (Ari Gíslason). Gróðurlítill ás á syðri bakka Leirvogsár, sem liggur ca í AV. Norðurhluti hans er allgrýttur og vaxinn mosa. Svæðið milli ássins og fjallsins er þýft mýrlendi (Ágúst Ó. Georgsson). Rústin stendur á lágum hól, sem sker sig nokkuð úr umhverfinu. Hóllinn er talsvert þýfður og grasi vaxinn. Norðan hans rennur Leirvogsá um 3040 m í þá átt. Hóllinn er á mörkum graslendis og grýtts mosavaxins svæðis. Tóftin er um 2,5×4,5 m að innanmáli. Veggjaþykkt er 11,5 m. Hæð veggja er víðast um 0,4 m, nema NV-veggur, sem er um 0,7 m. Við NV-gafl á suðurlangvegg eru dyr en tóftin skiptist í tvo hluta.

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellsel – uppdráttur.

Magnús Grímsson, prestur á Mosfelli (d. 1865), segir að á þessum ás hafi staðið selrúst. Skrásetjari gekk um allan ásinn og víðar þarna í nágrenninu. Var þetta eina rústin, sem fannst á eða við ásinn. Kemur lýsing Magnúsar, hvað staðsetningu varðar, vel heim og saman. Hús þetta hefur byggt verið úr torfi og grjóti (Ágúst Ó. Georgsson).
Einar Björnsson, Litla-Landi og Guðmundur Þorláksson, Seljabrekku, vissu um þessar rústir. Telja þeir, að um selrústir sé að ræða. Eru þær beint niður undan s.k. Gatkletti, sem er austan í Mosfelli og sést greinilega frá veginum sem liggur norðan við Leirvogsá. Ekki hafa þeir heyrt sagnir um, hvaða sel þetta hafi átt að vera.

Mosfell

Mosfell

Mosfell I – túnakort 1916.

Mosfells er fyrst getið í Landnámu og oftlega í Egilssögu en einnig í fleiri fornritum svo sem Gunnlaugssögu.
Um 1200 er Mosfells getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar (Dipl. Isl. XII, bls. 9).
Um miðja 15. öld er Mosfell komið í eigu Skarðverja. Greinir frá því í skiptabréfi, eftir Björn ríka Þorleifsson, frá 1467, að Mosfell komi í hlut ekkju hans, Ólafar Loftsdóttur, að Skarði á Skarðsströnd (Dipl. Isl. V, bls. 503). Ekki var Mosfell lengi í eigu Ólafar, því í kaupbréfi frá 1470 segir, að Ólöf Loftsdóttir fái Sigurði Jónssyni Mosfell í skiptum fyrir Hraungerði í Flóa (Dipl. Isl. V, bls. 503).
Á 16. öld kemst Mosfell undir Skálholt er Ögmundur biskup Pálsson kaupir jörðina.

Mosfell II

Mosfell II – Túnakort 1916.

Við siðaskiptin er Mosfell, ásamt fleiri kirkjujörðum, tekið undir konung. Tilvitnisburðar um það eru Fógetareikningar 1547-1552 (sbr. Dipl. Isl. XII).
Árið 1704 er Mosfell „Beneficium og kirkjustaður“. Ábúandi er staðarhaldarinn, séra Þórður Konráðsson (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 324).
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er Mosfells getið sem kirkjujarðar. Ábúandinn er prestur.
Mosfell er enn í ábúð (1980) og er kallað Mosfell I í Jarðaskrá Landnáms ríkisins. Eigandi er ríkissjóður (J. Johnsen).
Egilssaga getur um kirkju á Mosfelli og er það staðfest í áðurnefndri kirknaskrá Páls biskups. Svo virðist sem kirkja hafi verið lögð niður á Mosfelli einhvern tíma fyrir miðja 14. öld. Næsta kirkja á Mosfelli er reist á fyrri hluta 16. aldar og er kirkja að Mosfelli til ársins 1888, en er þá flutt að Lágafelli. Kirkjan, sem nú stendur að Mosfelli var vígð árið 1965.

Silfur Egils

Mosfell

Mosfell – kort 1908.

Magnús Grímsson skrifar talsvert um líklega felustaði. Segir hann á einum stað: „En þegar skammt er komið suður fyrir Köldukvísl á Víðinn, á að geta 100 faðma, verða þar fyrir jarðholur miklar, einar þrjár eða fjórar. Eru þær víðar um sig og djúpar, með leireðju í botninum. Eru þær jafnan fullar af vatni, og sést lítill munr á því, þó þerrar gángi“. Ætlar Magnús, að þar séu komnar jarðholur þær er nefndar eru í Egilssögu. Þrælapyttur er á barði nálægt Kýrgili „…býsna stór og furðu djúpr, með forarleðju í botninum. …er mælt að þar hafi seinna fundist í þrælarnir, sem Egill drap, eðr bein þeirra. En ekki hefir söguritarinn vitað af því að segja. … Neðan undir hólbrekkunni á Mosfelli, sem fyr er getið, er dý eitt fullt af grjóti, eigi stórt um sig, en furðulega djúpt. Þar halda sumir að fé Egils sé niðri í“. Ekki telur Magnús þetta vera líklegan stað. Telur hann líklegast að Egill hafi fólgið silfur sitt í ein­hverjum pyttinum á Víðinum, fyrir sunnan ána Köldukvísl. Þó segir hann þetta ekki verða sagt með vissu. „Sagan segir og, að þángað [í jarðholunum] sé opt sénn haugeldr, og styðr það þessa ætlun, jafnvel þó eg ímynda mér slíka elda af öðrum rótum runna en fé, og því harðla marklitla í þessu efni. En slíkar sjónir sýna opt trú manna, og hygg eg, að menn hafi snemma orðið á sömu ætlan um þetta og eg er, af því líkurnar hafa þótt svo sterkar til hennar. Einn manna hefi eg talað við, sem enn er lifandi, sem þykist hafa séð slíka elda, nálægt því svæði sem hér um ræðir, fyrir hérumbil 15 eðr 16 árum“. Endar Magnús vangaveltur sínar um hvar silfur Egils sé að finna með því að ítreka að pyttirnir, nálægt hinum forna vegi yfir Víðinn, séu líklegastir (Magnús Grímsson, bls. 266-270).

Kýrgil

Kýrgil – neðsti hluti.

Eina sögu kveðst Magnús hafa heyrt um að silfur Egils hafi fundist: Einn góðan veðurdag var bóndinn í Þverárkoti á leið til kirkju að Mosfelli. Þegar hann kom að Kýrgili veik hann sér lítillega upp með því „að gegna nauðsynjum sínum“. Þarna átti bóndi að hafa fundið peninga en leyndi fundi sínum vel. Er sagt að hann hafi orðið ríkur á fáum árum. Silfrinu átti bóndi að hafa skipt hjá Jóni Ólafssyni ríka í Síðumúla (Magnús Grímsson, bls. 271). Í athgr. 5 í sömu heimild stendur að árið 1722 hafi fundist enskir peningar nálægt Mosfelli. Höfðu þeir skolast fram í vatnagangi. Frásögnin um peningana er í ritgerð eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík um íslenskar sögur. Segir Magnús, að sér þyki líklegast „að Grunnavíkur Jón hafi eitthvað orðið áskynja um peningafund Þverárkotsbóndans, og haldið að gilið mundi hafa spýtt fram fénu.“ Ekki telur Magnús miklar líkur á, að saga þessi sé sönn. Bóndi hefði eins getað efnast í Þverárkoti án þess að hafa fundið peningana (Magnús Grímsson, bls. 276).

Mosfell – Hjáleiga; Merkurvöllur

Mosfell

Mosfell 1955-1965.

Merkurvallar er ekki getið í Jarða­bók 1704, ekki í Jarðatali 1847 eða í Jarðabók 1861.
Heimild frá 1938 getur um þessa „jörð“ en þær upplýsingar eru harla sparsamar. Segir þar að Merkurvöllur sé hjáleiga frá Mosfelli og hafi lengi í auðn legið. Liggja tún Merkurvallar og Mosfells saman (Björn Bjarnason, bls. 107).
Í Örnefnalýsingu Mosfells segir: „Utan við bæinn er gil, sem heitir Kirkjugil. Vestan við það gil var lítið gamalt kot, sem hét Hitta, en austan við gilið er stykki, sem heitir Merkurvöllur“ (Kristinn Guðmundsson). Á þessum stað eru engar rústir sjáanlegar.
Aðrar upplýsingar:
Árni Magnússon, prestssonur frá Mosfelli, er þar mjög vel kunnugur en segir að engar rústir hafi verið á Merkurvelli. Hið eina sem þar stóð var fjárhúskofi, sem nú er horfinn og ekkert sér eftir af. Árni þessi á hús þar sem Víðihóll heitir, er það S eða SV frá Mosfelli (Ágúst Ó. Georgsson).

Mosfell – Hjáleiga; Bakkakot

Bakkakot

Bakkakot – bæjarstæði.

Bakka­kot eða „Backakot“ var hjáleiga frá Mosfelli árið 1704. Ábúandinn, sem var einn bjó á hálfri jörðinni, hinn helmingurinn var nýttur frá Mosfelli. Bústofn: 2 kýr, 1 mylk kvíga, 4 ær með lömbum, 2 veturgamlar gimbrar, 1 hross. Fóðrast geta á jörðinni allri 4 kýr og 2 „úngneyti“. Heimilismenn samtals 3 (Jarðabók Árna og Páls).
Bakkakot lagðist í auðn einhvern tíma á árabilinu 1704-1847 (sbr. J. Johnsen og Nýja jarðabók).
Aðrar upplýsingar:
Enginn, sem spurður hefur verið, veit hvar kot þetta stóð né hefur heyrt um það talað. Bjarni Bjarnason, Hraðastöðum, stingur upp á, eða telur líklegt, að það hafi staðið á túninu sem nú er vestan við Guddulaug (nú er þetta tún í eigu Minna-Mosfells), nálægt lækjarbökkunum sem þar eru (Ágúst Ó. Georgsson).

Mosfell – Sel; Helgusel

Helgusel

Helgusel – uppdráttur.

Magnús Grímsson segir svo um sel á Mosfelli: „…víða finnast gamlar seljarústir uppi í heiðarlandi Mosfells, sem nú er. Þó eru engar þeirra eins gamlar, og rústir hins svo kallaða Helgusels. Það hefir staðið norðan undir miðju Grímmannsfelli, undir hárri og fagurri brekku niðr við Köldukvísl, á norðurbakka hennar. Eru það seljarústir miklar til og frá í hvamminum, og er auðséð, að þar hefir verið mikið umleikis. Segja sumir, að Helga, dóttir Bárðar Snæfellsáss, hafi hafzt hér við um hríð, og við hana sé selið kennt. Foss er þar í ánni skammt fyrir ofan selið, hár og fagr, sem heitir Helgufoss [Grímannsfellsfoss], og blasir hann við selinu. Fram undan selinu er hamrahóll allmikill, hérumbil þriggja til fjögurra faðma hár, toppmyndaður. Stendr hann einstakur á sléttu fram við ána sjálfa. Hann heitir Helguhóll, og á Helga að hafa gengið í hann í elli sinni, og aldrei komið út aptr. Hvammurinn allr, sem selið hefir verið í, er kallaðr Helguhvammr. Hefir hann nú mist mikið af fegurð sinni, því bæði hefir runnið á hann grjót og sandr, og víða er svörðrinn einnig blásinn í burtu. Á seinni tímum hefir sel þetta verið byggt uppi á bakkanum fyrir ofan hvamminn. [þar standa nú gömul fjárhús] Hin önnur sel, sem eg veit til í heiðarlandinu, eru öll miklu ýngri, og ómerkileg“ (bls. 272).
Bærinn Bringur var reistur skammt frá Helguseli, til móts við Helgufoss. Bringur kallar Magnús reyndar Gullbringur (Magnús Grímsson).

Helgusel

Helgusel – eldri minjar – uppdráttur.

Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna segir: „Í austur fram af Mosfellsdal liggur graslendi mikið og víðlent; eru það lágar hæðir og mýrlendar, með stargresisfláum og valllendis börðum, víða greiðfærum eða sléttum. Hæðir þessar eru nefndar „Bringur“ eða „Mosfellsbringur“ og liggja undir Mosfell til selstöðu og slægna, og eru þær allgott sumarbeitarland, en örðugt að sækja þangað heyskap og enn torveldara að verja þær fyrir afréttarfénaði og stóðhrossum“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 236).
Árið 1877 segir Kålund: „Nu er sætevæsendet en undtagelse på Island … Mosfell er dog en av de gårde, hvor det jævnlig er bleven brugt, men i de senere tider har sæter landet været oppe i Mosfellshedens skråninger ned mod Mosfellsdalen, de såkalde Guldbringer (Gullbringur)“ (bls. 53). Grasi vaxinn hvammur, s.k. Helguhvammur, norðan Köldukvíslar, í gilinu eða dalskorningnum, sem er á milli Grímannsfells og Bringnatúns, neðan við Helgufoss.

Helgusel í Bringum

Helgusel í Bringum. Helgufoss (Grímannsfellsfoss) fjær.

Hvammurinn er sérlega gróðursæll og er þarna skjól í flestum áttum. Niður dalskorninginn rennur Kaldakvísl. Undirlendi er þarna svo lítið að rústirnar standa svo gott sem á árbakk­anum. Stór og mikill klettur, nokkurn veginn kúpulaga, stendur vestarlega í skorningnum og setur mikinn svip á umhverfið. Magnús Grímsson segir að hann sé kallaður Helguklettur. Halldór Laxness, skáld á Gljúfrasteini, telur að Bringnafólkið hafi aldrei kallað klettinn annað en Hrafnaklett og hafi huldufólk búið í honum. Í hvammi þessum, sem Magnús Grímsson kallar Helguhvamm, eru tvö rústasvæði. Annað austan við klettinn, hitt nánast á bak við hann (þ.e. norðan megin við hann). Magnús kallar rústir þessar Helgusel (Ágúst Ó. Georgsson).
Á bakka Köldukvíslar standa fjórar rústir eða rústahópar, öllu heldur. Virðast hópar þessir vera misgamlir og á sumt saman en annað ekki. Hér er byrjað á austustu rústinni eða rústunum. Þetta eru miklar tóftir og þær sem mest ber á. Rústirnar eru orðnar það grónar, að erfitt er að segja til með fullri vissu hvernig þær hafa litið út en þó skal reynt að segja til um hugsanlega lögun þeirra. Á þetta við allt eystra svæðið, nema tvær rústir. Austasta rústin samanstendur af þremur herbergjum. Dyr eru á miðjum suðurlangvegg. Strax þegar inn er komið greinast leiðir í þrjár áttir og inn í herbergin þrjú. Rúst þessi er að utanmáli um 6×8 m. Veggjahæð, þar sem hún er mest, er um 6070 cm. Þykkt veggja um 1 m. Tóftin er allfornleg að sjá. Líklega er hér um selsrúst að ræða. (Ágúst Ó. Georgsson).

Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna segir:

Mosfellssel

Mosfellssel ofan Illaklifs.

„Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; er þangað langur vegur og slitróttur yfirferðar“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 237). „Örnefni benda til fleiri selja. T.d. í Mosfellskirkjulandi er mýrarfláki sem heitir Selflá. Þar voru ær hafðar í seli inni í Klifi. [Þetta mun vera Illaklif við Leirvogsvatn]. Selmatráðskona var þar Ragnhildur Þórðardóttir“ (Þjóðháttarannsókn stúdenta 1976).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 3040 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra. Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið.
Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps (Ágúst Ó. Georgsson).

Mosfell – Sel; Jónssel

Jónssel

Jónssel.

„Lægðin sem bærinn [Seljabrekka] stendur í hét upphaflega Jónssel, þó ekki öll. Um hana rennur lækur, sem heitir Jónsselslækur og fellur í Köldukvísl… …í Jónsseli er örlítil rúst, þar er örlítill kofi ofan við veg og utan Markúsarsels…“ (Guðmundur Þorláksson).

Mosfell- Sel; Markúsarsel

Markúsarsel

Markúsarsel.

„Norð­austur frá Leirtjörn er Markúsarsel. Þar eru miklar tættur… Graslendið sunnan Langahryggjar og upp af Leirtjörn heitir Markúsarsel, og eru þar gamlar hústættur. Sagnir eru um að þar hafi verið búið á fyrri hluta síðustu aldar“ (Guðmundur Þorláksson).
Um 800 m. NA við Selvog, við NA enda Leirtjarnar. Sumarbústaður um 150 m sunnar. Grasgefin mýri við NA enda vatnsins. Myndast þarna aflíðandi kvos niður að vatninu. Rústin er á graslendi milli tveggja lækjarskorninga (Ágúst Ó. Georgsson).

Norður-Reykir

Norður-Reykir

Norður-Reykir – túnakort 1916.

Hafi Norður-Reykir verið í byggð á 16. öld hafa þeir verið í bænda eigu því þeirra er ekki getið í skrám yfir konungsjarðir frá því um 1550 (Fógetareikningar, sbr. Dipl. Isl. XII). Þeir eru hins vegar komnir á blað í Jarðabók 1695 (Björn Lárusson, bls. 13031) og 1704 segir að jörðin öll sé 30 hundruð en skipt eignarskiptum í þrjá staði: Norður-Reyki, Hlaðgerðarkot og Æsustaði. Eigendur Norður-Reykja voru þá tveir bændur en ábúandi á jörðinni einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 31719). Árið 1847 var hún enn bændaeign og ábúandi einn leiguliði (J. Johnsen, bls. 95). Þegar Landamerkjaskrá Norður-Reykja var gerð 1888 voru þeir í eigu Þorleifs Þórðarsonar bónda í Hækingsdal í Kjósarhreppi. Árið 1979 voru þeir hins vegar komnir í eigu Mosfellshrepps og leiguliði Jakob Einarsson. Jörðin er enn í ábúð.

Óskot

Óskot

Óskot – túnakort 1916.

Í skrá um kvikfé og leigumála jarða Viðeyjarklausturs er Óskots fyrst getið en nefnist þá Ós: „…at Osi. ij. merkr“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Af því má trúlega álykta, að Óskot hefur verið lögbýli áður fyrr (sbr. Ólaf Lárusson).
Jarðabók frá 1704 hefur eftirfarandi að segja um Óskot: „Oskot, forn eyðijörð og veit enginn maður hvað lengi hún hefur í auðn verið. Nú brúka ábúendur á Reynisvatni það land til beitar og líka fyr meir til torfskurðar, sem nú er aþr eyddur. Vita menn þó ekki hvör eigandi þeirrar jarðar hafi til forna verið, og meina þó flestir kóngseign vera. Silúngsveiði sýnist þar til forna verið hafa, og enn nú vera kunna með stóru erfiði. Sýnist valla mögulegt aftur að byggja, og óvíst að jafnmikill ávinníngur sem kostnaður yrði“ (Jarðabók Árna og Páls, bls. 292).
„Óskot, suðvestanvert við Hafravatn, í vestur útnorður frá Miðdal, lagt í eyði fyrir mörgum árum, en hvað mörgum, vita menn ekki gjörla, og er landi þess skipt upp meðal nærliggjandi jarða, Þormóðsdals og Miðdals, Reynisvatns og Kálfakots“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).

Óskot

Óskot – uppdráttur.

Óskots er ekki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847, né í Jarðabók 1861.
Nýbýlið Óskot var stofnað árið 1889. Í dag er jörðin notuð til slægna og beitar. Eigandi 1979 er Magnús Vigfússon múrarameistari (Jarðaskrár).
Í Nýbyggjarabréfi fyrir Óskot frá amtmanninum yfir Suður­amti og Vestur­amti dagsettu 24. september 1889 segir: „…þar eð Guðmundur Kláusson frá Blikastöðum, samkvæmt tilsk. 15. Apr. 1776, hefur, með skoðunargjörð, er framkvæmd var af sýslumanninum í Gullbringu og Kjósarsýslu, með tilkvöddum 4 mönnum óvilhöllum, 23. augúst mán. þ.á., fengið útvísað land til nýbýlis í svo nefndu Óskotslandi í Mosfellssveit. Þá veitist nefndum Guðmundi Kláussyni hjer með nýbyggjararjettur yfir hinu
tilgreinda landi með þeim skyldum og rjettindum og undanþágum, sem í ofangreindri tilskipun eru heimilaðar, þó að óskertum betri rjetti sérhvers annars manns, ef sannaður verður“ (Dipl.Isl).

Reykjakot

Reykjakot

Reykjakot – túnakort 1916.

Reykjahvoll hét áður Reykjakot og varð nafnbreytingin um árið 1893. Um þetta segir Hannes Þorsteinsson: „Reykjahvoll (Reykjkot). Reykjahvoll er nýnefni, tekið upp fyrir nál. 30 árum, auðvitað án stjórnarleyfis; mun nú hafa fengið nokkra hefð, og því réttast að láta það standa sem aðalnafn“ (bls. 32).
Reykjakots getur fyrst í Jarðabókinni frá 1704. Segir þar að jörðin sé ekki minna en 100 ára gömul. Reykjakot var þá hjáleiga frá Suður-Reykjum og var ábúandi einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 311312). Árið 1874 bjó eigandi sjálfur í Reykjakoti (J. Johnsen 1874).
Í Örnefnalýsingu Varmár frá 1976 segir að Reykja­kot hafi verið í byggð árið 1890 (Guðlaugur R. Guðmundsson).
Í Eyðijarðaskrá 1963 segir: „Úr jörðinni er búið að leggja 3 nýbýli (Efri-Hvol, Akra og Sólvelli), eftir er lítið tún og sameign í beitilandi. Búrekstur enginn nú“ (Skýrsla um eyðijarðir).
Eigendur árið 1979 eru Helgi Ól. og Sigríður Helgadóttir. Jörðin er komin í eyði talsvert fyrir 1958. G.J. skráður fyrir 50 rollum á jörðinni 1979 (Jarðaskrár).
Jarðirnar Reykjakot og Stekkjarkot voru hjáleigur frá Reykjum. Finnbogi Árnason, afi Oddnýjar Helgadóttur á Ökrum, keypti Suður-Reyki fyrir 7.000 kr. árið 1877. Hann hætti þar búskap um 1900 og byggði hús í Reykjavík.

Reykjakot

Þúfnabani.

Björn Bjarnason hreppstjóri Mosfellshrepps og alþingismaður bjó í Reykjakoti og byggði sér þriggja herbergja hús með kjallara um 50 metra frá og nefndi Reykjahvol (Magnús Guðmundsson, bls. 5).
Á 20. öld. breyttist búskapur mikið á Reykjahvoli. Fyrr á öldum voru allir grasblettir nýttir. Áður var slegið í Hvömmunum, við Stekkjarkot, í Krókunum, Flóðunum, Uxamýri og öllum blettum heima við húsin. Slegið var annað hvert ár og beitt hitt.
Um 1945 kom frá Bandaríkjunum fyrsta dráttarvélin að Ökrum. Oddný telur að það hafi verið tólfta dráttarvélin sem kom til landsins (Magnús Guðmundsson, bls. 5).
Helgi Finnbogason faðir Oddnýjar kom að Reykjahvoli skömmu eftir aldamót, eftir að Björn Bjarnason fluttist að Gröf í Mosfellssveit. Jörðin skiptist svo eftir 1930 í nýbýlin Sólvelli, Akra og Efrihvol. Garðyrkjubýlið Blómvangur var einnig úr landi Reykjahvols. Fyrsti bóndi þar var Jóhannes Boeskov og að honum látnum tók bróðir hans Laurits við (Magnús Guðmundsson, bls. 5).
Hér á eftir er greint frá skiptingu jarðarinnar, u.þ.b. hvenær hún fór fram og hverjir voru fyrstu ábúendur á jarðarpörtunum: 1925-Blómvangur:Jóhannes Boeskov; 1930-Sólvellir: Finnbogi Helgason og Ingibjörg Bjarnadóttir; 1934-Efrihvoll: Ingveldur Árnadóttir og Vígmundur Pálsson; 1937- Akrar: Oddný Helgadóttir og Ólafur Pétursson; Reykjahvoll: Sigríður Helgadóttir og Páll Helgason (Magnús Guðmundsson, bls. 5).

Skeggjastaðir
Skeggjastaða er fyrst getið í Landnámabók. Þar bjó Þórður skeggi sem land nam í landnámi Ingólfs milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpúlfsstaðaár). Skeggjastaðir voru meðal jarða sem komust í eigu Viðeyjarklausturs í tíð Páls Magnússonar ábóta (1378-1403) og eru nefndir í skrá yfir þessar jarðir frá 1395: „Skeggiastader zij. c.“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Ekki er á þá minnst í upptalningu konungsjarða í Mosfellssveit í Fógetareikningum frá 1547-1552 (Dipl. Isl. XII) en í Jarða­bók­inni 1704 segir hins vegar: „Skieggiastader, forn jörð byggð úr auðn fyrir 16 árum… Eigandinn kóngl. Majestat. Ábúandinn Guðmundur Guðmundsson“ (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 3223). Af þessum heimildum má ráða að Skeggjastaðir hafi farið í eyði á 15. öld eða fyrri hluta 16. aldar en byggst að nýju um 1688. Síðan hefur þar verið samfelld byggð. Árið 1847 býr eigandinn sjálfur á jörðinni (J. Johnsen). Eigandi 1979 er Eiríkur Ormsson. Hús og landspilda: Eigandi: Pólarmink hf (Jarðaskrár).

Stekkjarkot

Helgafell

Helgarfell – tóftir í Stekkjargili.

Sólvellir hétu áður Stekkjarkot (Björn Bjarnason, bls. 108). Fyrsta heimildum Stekkjarkot eða „Steckiar kot“ er frá 1704. Jörðin var þá hjáleiga frá Suður-Reykjum og segir að hún sé ekki minna en 100 ára gömul. Ábúandi var einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 312).
Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna frá 1855 segir um Stekkjarkot að það sé í byggð og teljist sjö og hálft hundrað (Stefán Þorvaldsson, bls. 230). Í Jarðabók 1861 heitir hjáleigan enn Stekkjarkot (Ný jarðabók).
Nýbýlið Sólvellir var stofnað á árunum 19221923. Eigandi 1979 er Finnbogi Helgaon (Fasteignabækur, Jarðaskrár).
Af ofannefndum heimildum má ráða að Stekkjarkot hefur lagst í eyði á árabilinu 1861-1922 og ef heimildin frá 1938 er traust, nýbýli verið reist á landi þessu á árunum 1922-1923.
Örnefnalýsing Reykjahvols getur um gamalt býli er Stekkjargil hét. Hugsanlega gæti verið um nafnarugling að ræða og Stekkjargil sé sama og Stekkjarkot. Þar segir: „Niður af Stekkjargili við lækinn, Stekkjargilslæk, var fyrrum býli, er hét Stekkjargil, hafa tættur þess sést fram að þessu“ (Magnús Guðmundsson).
Í Örnefnalýsingu Varmár segir um Stekkjarkot: „Hér austar er að lokum komið að hinum fornu merkjum móti Stekkjarkoti, en þau voru Markarfoss, sem var niður við ána“.
„Niður af Stekkjargili til norðurausturs skammt frá læknum stóð býlið Stekkjarkot. Tættur þess hafa sést fram að þessu“ (Magnús Guðmundsson, bls. 4).

Suður-Reykir

Suður-Reykir

Suður-Reykir – túnakort 1916.

Elsta heimild um Suður-Reyki er máldagi kirkjunnar þar, er Þorlákur biskup Þórhallsson setti árið 1180 (Dipl. Isl. I, bls. 268).
Í Hítardalsbók, frá 1367 er getið um Þorlákskirkju að Reykjum (Dipl. Isl. III, bls. 220).
Vilchinsmáldagi frá 1397 getur einnig um Þorlákskirkju á Reykjum (Dipl. Isl. IV, bls. 112).
Máldagar Gísla biskups Jónssonar geta kirkju að Reykjum (sbr. Dipl. Isl. I, bls. 268). Í sömu heimild segir að jörðin hafi alltaf verið bænda eign. Í Jarðabókinni 1704 eru Suður-Reykir taldir kirkjustaður. Eigandinn bjó sjálfur á jörðinni. Segir að þar sé „Heima­manna gröftur“. Árið 1847 er jörðin bændaeign en ábúendur eru tveir leiguliðar (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 311, J. Johnsen, bls. 96). Af öllu að dæma hefur jörðin verið í ábúð frá því snemma á miðöldum og er það enn. Nú á dögum er talað um Suður-Reyki I, II og III.

Suður-Reykir

Suður-Reykir 1920-1930.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídal­íns segir að hjáleigur Suður-Reykja hafi verið þrjár, Reykiakot, Steckiar kot og Amsturdam (síðar í Jarðabókinni ritað Stekkjarkot, bls. 313). Þar er jörðin nefnd „Sudur­reyker“ og jarðardýrleiki sagður xl hundruð. Í sóknarlýsingu Mosfellssóknar frá 1855 segir svo um þessa bæi: „Þessir 4 bæir… …nefnast Reykjahverfi. Það var fyrrum sameign og Suður-Reykir þá höfuðból eitt með 3 hjáleigum; nú er sú sameign sundruð og margir eigendur“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 230-231). Í þessari lýsingu hétu hjáleigurnar Reykjarkot, Stekkjarkot, hvor um sig metin á 7 1/2 hndr., og Amsturdammur 5 hndr (Stefán var prestur á Mosfelli frá 1843 til um 1855). Í Jarðatali Johnsens frá 1847 eru Suður­Reykir (Reykir) einnig taldir 40 hundruð, landskuld 2,1 hundrað, 8 kúgildi og tveir ábúendur sem voru leiguliðar (J. Johnsen, bls. 96).
Björn Bjarnason bjó í Reykjakoti fyrir aldamótin síðustu. Um 1895 byggði hann upp bæjarhúsin og færði bæinn vestar og skírði Reykjahvol, er það jafnan nefnt svo síðan. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin nefnd Reykjakot (bls. 96). Fór það orð af Birni að hann hafi breytt örnefnum og gefið stöðum nöfn sem þeir ekki höfðu fyrir. Arnaldur Þór sagði það Guðmundi Ólafssyni um 1983.

Suður-Reykir

Suður-Reykir.

Björn settist síðar að í Gröf (Suðu-Gröf) í sömu sveit. Þegar hann breytti bæjarstæðinu þar skírði hann bæinn Grafarholt. Björn segir eftirfarandi í lýsingu sinni á Mosfellssveit árið 1937: „Í Syðri-Reykjahverfi voru: Reykir (2 býli), Reykjakot (nú Reykjahvoll), Stekkjakot (nú Sólvellir) og Amsturdam (Amsturdammur) lagt undir Reyki“ (Björn Bjarnason, bls. 108.). Ekki kannast heimildarmenn við að jörðin hafi verið nefnd Syðri-Reykir, ef frá er talið kort Magnúsar Arasonar frá 1721-1722, eða að talað hafi verið um Syðri-Reykjahverfið, nema sem mismæli. Rétt áður hafði Björn talað um Norður-Reykjahverfið, sem heimildarmenn kannast reyndar heldur ekki við nema sem partabæina, Hlaðgerðarkot, Norður-Reykir og Æsustaðir, en þar er þó beygingin á Norður-Reykjum samkvæmt venju. Í þessari sömu lýsingu Björns talar hann um Varmárdal, sem Jón M. Guðmundsson kannast við sem svæðið norðan ár: „Þá er Varmárdalur. Í honum er (Suður) Reykja­hverfið efst, verksmiðjuhverfið við Álafoss neðar, tvær aðrar bújarðir og fimm nýbýli“ (Björn Bjarnason, bls. 103. Oddný Helgadóttir á Ökrum kannast ekki við örnefnið Varmárdal). Venju samkvæmt má ætla að hjáleigan Stekkjarkot hafi dregið nafn sitt af því að þar hafi verið stekkur. Menn kannast einnig við gamlar tóftir þar sem Stekkjarkot stóð. Á síðari árum er fremur talað um Amsterdam en Amsturdam. Elsta heimild sem fundist hefur um orðmyndina Amsterdam er í Jarðatali Johnsens frá 1847, bls. 96.

Suður-Reykir – Hjáleiga; Amsterdam

Suður-Reykir

Suður-Reykir – kort 1908.

Amsturdam var hjáleiga frá Suður-Reykjum árið 1704. Talin byggð þá fyrir rúmlega 40 árum eða um 1660. Ábúandi var einn. Bústofn: þrjár kýr (en þá gátu fóðrast þar fjórar) og eitt leiguhross. Samtals voru fjórir í heimili (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 312-313).
Svo segir í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna 1855 (Stefán Þorvaldsson, bls. 230): „Amsturdammur, 5 hndr., skammt fyrir norðan Suður-Reyki“.
Árið 1847 var Amsturdam enn í ábúð og bjó einn leiguliði þar þá (J. Johnsen, bls. 96).
Bærinn hefur lagst í eyði á árunum 1861 1922 (sbr. Ný Jarðabók 1861 og Fasteignabók 1922).
Svo virðist sem Amsturdam hafi verið lögð undir Suður-Reyki, sem stundum eru kallaðir Reykir (Björn Bjarnason, bls. 108).

Suður-Reykir – Kirkja; Þorlákskirkja

Suður-Reykir

Suður-Reykir 1926.

Kirkju að Suður-Reykjum er fyrst getið í máldaga, er Þorlákur biskup Þórhallsson setti um 1180.  en talið að hún hafi verið A og S við núverandi íbúðarhús Jóns M. Guðmundssonar (Magnús Guðmundsson).
Elsta heimild um kirkju á Suður-Reykjum er máldagi Þorláks Þórhallssonar (1133 – 1193). Máldagi þessi er prentaður í Fornbréfasafni og segir í formála að honum: „Reykir þeir sem hér eru nefndir eru Suður-Reykir í Mosfellssveit. Þar stóð kirkja og heyrði undir Mosfell. Máldaginn er skáður árið 1180. Í máldaganum segir m.a. að messað skuli annan hvern löghelgan dag í kirkjunni á Reykjum. Fjórða hvern dag skuli syngja morgunsöng og messað skuli á hátíðum. Greiða skuli prest sem svarar hundrað álnum af vaðmáli þar af helminginn í mjöli ef ábúandi kýs það heldur. Tekjur kirkjunnar voru tíund heimamanna og ljósatollar. Samkvæmt máldaganum átti kirkjan fjögur altarisklæði, þrjár bjöllur, tvo kertastjaka, tvær mundlaugar, tvo dúka, þrjá bikara og eina kú. En nyt hennar skyldi gefa á Maríumessu til að fæða þurfamenn.
Til eru máldagar Reykjakirkju frá árunum 1367 og 1379. Kirkjunnar er einnig getið í máldaga Vilkins biskups frá árinu 1397. Í Vilkinsmáldaga kemur m.a. fram að Þorlákskirkja að Reykjum
átti jörðina Úlfarsfell. Meðal annarra eigna voru þrjár kýr, róðukross, Þorlákslíkneski, altarisklæði, mundlaug, tvær bjöllur og paxspjald.

Suður-Reykir

Suður-Reykir.

Er hún talin í máldögum Wilchins (1397) og Gísla biskups Jónssonar (1557) og kölluð hálfkirkja, en átti ekkert í heimalandi því jörðin hefir ávallt verið bóndaeign. Úlfarsfell var kirkjujörð þaðan.
Í Hítardalsbók frá 1367 stendur að „… þorlakskirkia ad reykium a land ad vlarsfelle. iij. kyr“ (Dipl. Isl. III, bls. 220).
Reykjakirkju er enn getið í máldaga Gísla biskups Jónssonar frá 1575. Auk jarðeigna átti kirkjan þá m.a. messuklæði, altarisklæði og tvær litlar klukkur.
Í júní árið 1704 ritaði Páll Jónsson Vídalín lögmaður jarðabók fyrir Mosfellssveit í viðurvist og eftir tilsögn almúgans. Þar segir að Suður-Reykir séu kirkjujörð og að þar sé „heimamanna gröftur og embættað þá fólk er til altaris“. Um jörðina Úlfarsfell er sagt að jörðin sé „kirkjueign bóndajarðar Suðurreykja“.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1704 segir að Suður-Reykir séu kirkjujörð og að þar sé „…heimamanna gröftur og embættað þá fólk er til altaris“ (bls 311). Ætla má að bænhúsið hafi verið fallið tæpri öld eftir að það var lagt niður. Ekki er vitað hvar kirkjan stóð.
Svo segir í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna frá 1855: „Mælt er, að bænhús hafi áður verið til forna á Suður-Reykjum“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).
Kirkjan að Reykjum var ein af þeim, sem var felld af með konúngsbréfi 17. Mai 1765” (Lagasafn handa Íslandi III, bls. 525)“ (Dipl. Isl. I, bls. 268).
Séra Stefán Þorvaldsson prestur á Mosfelli segir í Lýsingu Mosfells- og Gufunessóknar frá 1855: „Mælt er, að bænhús hafi áður verið til forna á Suður-Reykjum“.
Kirkjan að Reykjum var ein af þeim sem lögð var niður með konungsbréfi 17. maí 1765.
Kirkja, kirkjugarður, var rétt sunnan við íbúðarhús Jóns Guðmundssonar. Ekkert sýnilegt. Grafreitur og kirkja var á Reykjum, austur og uppi á hól frá húsi Jóns Guðmundssonar (Guðmundur Ólafsson hefur þetta eftir Ingveldi Árnadóttur, 12. júní 1980).

Suður-Reykir – Sjúkrahúsbygging; Álafosshospital

Reykjalundur

Reykjalundur.

Í mynni Skammadals er stífla sem stíflar vatnið í Skammadalslæk. Hún var gerð af hernum um 1942 og var til vatnsöflunar fyrir „Álafosshospital“ sem var braggasjúkrahús setuliðsins, þ.e. þar sem endurhæfingarmiðstöð Reykjalundar stendur nú (Magnús Guðmundsson, bls. 12).

Úlfarsá

Úlfarsá

Kálfakot (Kálfárkot) – túnakort 19016.

Úlfarsá hét Kálfakot fram til ársins 1927 þegar núverandi nafn var tekið upp. Elsta heimild um Kálfakot er Jarðabókin frá 1584 þar sem hún er nefnd Kálfastaðakot (Kalvestaedtkaedt) (Ólafur Lárusson bls. 8384). Í Jarðabók frá 1590 er jörðin nefnd Kálfakot.
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls III er hún í konungseign árið 1704 og ábúendur eru tveir (bls. 293-294). Í Jarðatali J. Johnsens frá 1847 er hún komin í bændaeign og ábúandi er einn leiguliði (bls. 96).
Úlfarsá var í ábúð fram á miðja 20. öld en er nú í eigu ríkisins. Þar hefur verið meðferðarheimili frá Kleppsspítala (Jarðaskrár).

Úlfarsá

Úlfarsá 1980 – tóftir gamla bæjarins nær.

Nokkuð hefur verið ritað um nafnið Kálfakot. Um það segir Hannes Þorsteinsson árið 1923: „Kálfakot. Matsbókin nefnir Kálfá og Kálfárkot, en hvorugt finst annarsstaðar.
Kálfastaðakot nefnist jörðin í JB. Jens Söffrenssonar 1639 og í JB. 1696, og getur vel verið, að það sé upphaflega heitið, kennt við einhverja Kálfa(r)sstaði (eða Kálfsstaði), en nafnið horfið fyrir ævalöngu og Kálfakot komið í staðinn, sem heiti jarðarinnar“ (bls. 33).
Um þetta atriði hefur Ólafur Lárusson einnig farið nokkrum orðum: „Nafnið Kálfastaðakot er tilkomið fyrir nafnbreytingu þannig, að orðið kot hefir tengzt við eldra nafn Kálfastaðir, en Kálfastaðir er aftur afbökun úr eldra nafni Kálfarsstaðir, dregið af mannsnafninu Kálfarr… Mannsnafnið Kálfarr finnst nú eigi frá fornöld eða mið­öldum hér á landi, en hefir hins vegar tíðkast lítilsháttar á síðari öldum“ (bls. 8).

Úlfarsfell

Úlfarsfell

Úlfarsfell – túnakort 1916.

Úlfarsfells er fyrst getið í máldaga kirkjunnar á Suður-Reykjum árið 1367: „Þorlakskirkia ad reykium a land ad vlars­felle. iij.
kyr“ (Dipl. Isl. III, bls. 220) og síðan í máldögum sömu kirkju frá 1397 og 1557 (Dipl. Isl. I, bls. 268). Í Jarðabók Árna og Páls frá árinu 1704 segir um Úlfarsfell: „Kirkjueign bóndajarðar Suður­Reykja. Ábúandinn Einar Ísleifsson, sem heldur hjer fjelagsbú sitt og systra sinna, og er hann eignarmaður til jarðarinnar Suður­Reykja, sem þessi jörð, Úlfarsfell fylgir„ (bls. 310). Jörðin var bændaeign árið 1847 og bjó á henni einn leiguliði (J. Johnsen, bls. 96). Hún var í ábúð fram á 20. öld og skv. Fasteignabók er hún enn í fullri ábúð árið 1938 en hefur verið án ábúðar a.m.k. frá 1958. Síðar var jörðinni skipt í tvennt og stofnað nýbýlið Úlfarsfell 2 árin 19721973. Árið 1979 var Ragnar Guðlaugsson eigandi að Úlfarsfelli 1 en Grímur Norðdahl að nýbýlinu (Jarðaskrár).
Árið 1938 segir um Úlfarsfell í Fasteignabók: „Steinhús; tún girt.“

Varmá

Varmá

Varmá – túnakort 1916.

Fyrstu heimildir um Varmá eru frá 14. öld og er þar getið kirkju að Varmá en hún lagðist af skömmu fyrir 1600 (sbr. Sveinbjörn Rafnsson). Varmár er getið í Fógetareikningum 15471552 og er þá konungseign (Dipl. Isl. XII).
Varmá var þingstaður og er þess fyrst getið árið 1505 (Dipl. Isl. VII, bls. 801). Árið 1704 voru ábúendur tveir, eigandi er konungur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 315).
Konungseign einnig árið 1847. Ábúendur þá tveir (J. Johnsen, bls. 95).
Skv. heimild frá 1938 var Varmá lögð undir Lágafell um 1900 (Björn Bjarnason, bls. 108). Varmá var án ábúðar árin 1922 1932 og hefur verið það síðan (sbr. Fasteignabækur). Þar er nú mikil húsaþyrping.

Álafoss

Álafoss fyrrum.

Álafoss er húsahverfi eða smáþorp við Vesturlandsveg. Húsaþyrping þessi hefur myndast umhverfis klæðaverksmiðju, sem starfrækt hefur verið síðustu áratugina. Þar var sundlaug um skeið og einnig íþróttaskóli, en sundlaugin var flutt og skólinn er hættur störfum (Þorsteinn Jósepsson, bls. 10).
Við samanburð Fasteignabóka áranna 1922 og 1932 má sjá að Álafoss var stofnað á því tímabili. Eigandi árið 1979 er Álafoss hf. (sbr. Jarðaskrár). Nýbýlið Brúarland var stofnað á árabilinu 1932-1938. Það fór í eyði á árunum 1938-1957 (sbr. Fasteignabækur).
Upplýsingar um jörðina árið 1938 skv. Fasteignabók: Steinús. Tún algirt.
Húsið stendur enn (1980) og er í notkun.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – túnakort 1916.

Fyrsta heimild um Þormóðsdal er máldagi Maríukirkju í Viðey frá 1234. Segir þar svo: „Magnvs Gvðmvndarson gaf til staðar selför j Þormoðsdal enn efra. oc alls fiar beit bæði vetr oc svmar“ (Dipl. Isl. I, bls. 507). Næst er Þormóðsdals getið í máldagabroti Viðeyjarklausturs frá 1284: „Stadur j videy aa ok selfor j þormodz dal hinn efra“ (Dipl. Isl. II, bls. 247). Í leigumálaskrá jarða Viðeyjarklausturs árið 1313 stendur eftirfarandi: „J þormodz dal iij merkur ok xij hrossa beit“ (Dipl. Isl. II, bls. 377). Á sextándu öld kemst Þormóðsdalur, ásamt fleiri jörðum, í eigu konungs og bera Fógetareikningar 1547-1552 því vitni. Þar er ýmist talað um „Thormôndsdall“ eða „Thomondsdall“ (Dipl. Isl. XII). Árið 1704 er Þormóðsdalur enn konungsjörð. Ábúendur eru tveir (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 309310). Þormóðsdalur er líka konungsjörð árið 1847 og er ábúandi þá einn (J. Johnsen, bls. 96). Eigandi 1979 er Ríkissjóður, Rannsóknarstöð landbúnaðarins í Keldnaholti (Jarðaskrár).

Þormóðsdalur – Sel; Nærsel

Nærsel

Nærsel – uppdráttur.

„Frá Árnesi, upp með Seljadalsá að norðan er allöng valllendismóaspilda. Þar mótar fyrir seltóftum; var það nefnt Nærsel“ (Tryggvi Einarsson).

Þormóðsdalur – Sel; Nessel

Nessel

Nessel – uppdráttur.

Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls átti Nes á Seltjarnarnesi selstöðu í Seljadal: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Nessel í Seljadal undir Grímafelli, og hefur um lánga stund ekki brúkuð verið“ (bls. 239).
Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna segir svo um Seljadal: „Seljadalur er og dalur óbyggður, sunnan undir Grímansfelli, liggur frá vestri til austurs, milli Grímnsfells að norðan og Seljdalsbrúna svonefndra að sunnan… Þar eru seltóftir gamlar, sem fyrrum verið hafa af Seltjarnarnesi. Þar heitir enn Nessel. Aths. höf.“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 223). „Skammt fyrir austan Kambsrétt er árspræna, sem rennur niður í Seljadalsá; heitir hún Nesselsá. Upptök Nesselsár eru í sérkennilega fallegum krika undir suðvesturhorni Grímmannsfells. Heitir sá kriki Nessel, talið sel frá Gufunesi; sést þar vel fyrir seltóftum“ (Tryggvi Einarsson).

Mosfellsbær

Nessel.

Ekki mun þetta standast að sel frá Gufunesi hafi verið í Seljadal, sbr. Jarðabók Árna og Páls. Þar segir að jörðin hafi fyrrum átt selstöðu í Stardal. Kirkjunni er eignuð mánaðarbeit við Sólheimatjarnir „…og nú er kallað Keldnasel, fyrir þá orsök að bóndinn í Gufunesi skal hafa fyrir mörgum árum ljeð ábúandanum á Keldum þetta ítak til selstöðu…“ (bls. 301).

Æsustaðir

Æsustaðir

Æsustaðir – túnakort 1916.

Í Jarðabókinni frá 1704 eru Æsustaðir taldir tíu hundruð úr Norður-Reykjum. Þá var jörðin (N-Reykir) í eigu tveggja bænda. Ábúandi var einn leiguliði (Jarða­bók Árna og Páls III, bls. 318319). Árið 1847 voru Æsustaðir bændaeign og ábúandi var einn leiguliði (J. Johnsen, bls. 95). Eigandi árið 1979 var Hjalti Þórðarson. Um tíma, ca. 19631972, var talað um Æsustaði II. Var þá jafnan nafnið Árvangur haft aftan við innan sviga. Nú er ekki lengur um það að ræða, enda varð Árvangur sjálfstætt býli á árunum 1972-1973 (Jarðaskrár).

Æsustaðir – Álagablettur; Æsuleiði

Æsuleiði

Æsuleiði – Bjarki Bjarnason stendur á leiðinu.

Svo segir í Örnefnalýsingu Æsustaða: „Vestan í túnbrekkunni, neðan við Æsustaðabæ, er aflöng þúfa, er heitir Æsuleiði. Þar fyrir vestan við landamerki NorðurReykja er túnblettur, sem heitir Krókur og mýrin þar vestan túnsins var nefnd Sund, er nú tún að mestu. Sú trú hefir verið, að það megi ekki slá eða hagga við því, og er því fylgt enn“ (Ólafur Þórðarson).
Í Örnefnalýsingu sömu jarðar segir á öðrum stað: „Vestast í túnbrekkunni er Æsuleiði er ekki má slá eða snerta“ (Ólafur Þórðarson).
Aflöng þúfa eða upphækkun, sem mjókkar til beggja enda, u.þ.b. 7 m á lengd og 1,5 á breidd (yfir miðjuna). Hæðin er um 1 m. Legan er nokkurn veginn NS. Þúfa þessi er utan í lágri brekku skammt NV af bæ á Æsustöðum og liggur samsíða henni.
Æsuleiði er allgreinilegt. Milli þess og brekkunnar er grunn skora eða rás, sem afmarkar það vel frá brekkunni. Hlíf Gunnarsdóttir frá Æsustöðum segir að rásin sé gömul. Sjálf heldur hún að þar liggi landnámskonan Æsa er land nam á Æsustöðum. Líklega er þetta náttúrumyndun (Ágúst Ó. Georgsson).

Samantekt

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – kort 1908.

Í Mosfellsbæ voru samkvæmt Jarðatali Johnsen árið 1847 skráðir 25 bæir og miðast fornleifaskráin við þá. Að auki var eyðibýlinu Óskoti gefið sérstakt númer þó það sé ekki nefnt í ofangreindu jarðatali þar sem jörðinni hefur aldrei verið skipt upp, þó hún hafi verið nýtt af bæjunum í grennd. Einnig voru sextán hjáleigur og kotbýli sem falla undir þá bæi sem þær/þau voru upphaflega byggð úr.

Friðlýstar fornleifar

Blikastaðanes

Blikastaðanes – veslun og útgerð fyrrum.

Friðlýstar fornleifar eru á þremur jörðum í Mosfellsbæ, allar friðlýstar af Þór Magnússyni þjóðminjaverði.
Á Blikastöðum eru fornar rústir og grjótgarðar frá verslunarstað eða útræði niðri á sjávarbakkanum, yst í svonefndu Gerði. Rústir þessar voru friðlýstar árið 1978 og friðlýsingin þinglýst sama ár.
Í Laxnesi eru friðlýstar leifar af tveimur fjárborgum, Grænuborg og annarri ónefndri (stundum kölluð litla Grænaborg, sitt hvoru megin þjóðvegar skammt ofan við Gljúfrastein. Þær voru friðlýstar 1976 og friðlýsingin þinglýst sama ár.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.

Í Þormóðsdal er friðlýst Hafravatnsrétt, hin gamla skilarétt við austurenda Hafravatns. Friðlýst 1988, þinglýst sama ár.
Allar þessar fornleifar eru í dag í fremur slæmu ástandi. Nýlega var lagður yfir rústirnar í Blikastaðagerði göngustígur sem nú hefur verið fjarlægður aftur en eftir er að ganga frá svæðinu. Girðing hefur verið sett yfir báðar fjárborgirnar í Laxnesi og er nauðsynlegt að færa hana a.m.k. 20 metra frá ystu sýnilegu mörkum rústanna. Fjárréttin við Hafravatn hefur látið mjög á sjá á síðustu árum og hefur grjót greinilega verið fjarlægt úr hleðslum. Nauðsynlegt er að setja fram stefnu um varðveislu og viðhald þessara minja.

Bæjarhólar og bæjarstæði

Óskot

Óskot.

Í Mosfellsbæ voru samkvæmt Jarðatali Johnsen árið 1847 skráðir 25 bæir. Að auki var eyðibýlið Óskot, en það er ekki nefnt í ofangreindu jarðatali þar sem jörðinni hefur aldrei verið skipt upp, þó hún hafi verið nýtt af bæjunum í grennd.

Samkvæmt Örnefnaskrá voru tóftir Amsterdam jafnaðar við jörðu um 1950. Þó er mögu­legt að rústir leynist undir sverðinum. Nú er umfangsmikil skógrækt á svæðinu og má segja að rústirnar séu í umtalsverðri hættu af þeim sökum. Amsterdam var upphaflega hjáleiga frá Reykjum.

Blikastaðir

Blikastaðir 1985.

Núverandi bæjarstæði Blikastaða virðist svo til á sama stað og bær sem sést á Túnakorti frá 1916. Hús þar eru vegleg og líklegt að stór hluti bæjarhólins hafi eyðilagst er þau voru byggð, þó mögulegt sé að brotakenndar leifar leynist undir og við núverandi bæjarhús. Bæjarins er fyrst getið í heimildum frá árið 1234.

Undir Blikastaði fellur hjáleigan Hamrahlíð sem byggð var um 1850. Hún virðist hafa lagst í eyði fyrir 1922 og eru rústir hennar greinilegar um 100 metrum neðan Vesturlandsvegar á móts við skógræktarreit í hlíðum Úlfarsfells.

Elliðakot

Elliðakot – síðasti bærinn – uppdráttur.

Elliðakot lagðist í eyði rétt fyrir 1950. Enn eru mjög greini­legar leifar síðustu búsetu þar. Síðast var búið þar í timburhúsi sem byggt var eftir að torfbær sem þar stóð var orðinn að rústum einum. Elliðakot er utan alfaraleiðar og því ekki í teljandi hættu vegna framkvæmda. Undir Elliðakot fellur hjáleigan Vilborgarkot. Það er sagt forn eyðijörð í Jarðabók 1704.
Jörðin byggist upp aftur einhvern tíma á árabilinu 1861-1900 en lagðist aftur í eyði árið 1905.

Í Helgadal var torfbær árið 1938 en hann er nú horfinn. Samkvæmt núverandi ábúanda stóð hann líklega þar sem nú er gróðurhús, SV við núverandi bæjarhús. Grjót úr veggjum og stéttum hefur komið í ljós á því svæði við jarðrask. Bæjarins er fyrst getið í heimildum frá miðöldum.

Helgafell

Horft að bænum Helgafelli á stríðsárunum.

Bæjarstæði Helgafells er á sama stað og á Túnakorti frá 1916. Þar er nú stórt íbúðarhús auk útihúsa sem hafa líklega raskað stórum hluta gamla bæjarins. Austan við bæinn er hóll sem líklega er forn bæjarhóll. Vorið 1980 var grafið framan af hólnum og komu í ljós hleðslur í sárinu. Haft var samband við Þjóðminjasafn Íslands og kom fornleifafræðingur á staðinn. Hann teiknaði upp og skráði hólinn. Nú virðist vera búið að taka meira af hólnum og liggur vegur yfir hann að hluta.

Hitta var hjáleiga frá Mosfelli um miðja 19. öld. Þar sjást nú engar rústir. Fornleifafræðingar frá Þjóðminjasafni Íslands grófu árið 1996 á þeim stað sem Hitta er talin hafa verið og fundu þar leifar býlis sem ekki hefur verið í byggð meira en einn mannsaldur.

Hlaðgerðarkot sést á Túnakorti frá 1916 og man heimildamaður eftir bæjarhúsunum frá u.þ.b. 1936. Nú hefur verið byggt ofan í rústirnar og eru þær alveg horfnar.

Hraðastaðir

Hraðastaðarétt.

Á Hraðastöðum er nú allmikil byggð og líklegt að gamla bæjarstæðið sé horfið. Þó er mögulegt að eitthvað leynist undir þeim byggingum sem þarna eru.

Á Hrísbrú var byggt ofan í gamla bæjarstæðið fyrir löngu. Þó er rétt að geta þess að tilgátur hafa lengi verið um að Mosfell hafi upphaflega verið byggt á þessum stað og síðar verið flutt þar sem það er nú. Nýlegar fornleifarannsóknir virðast styðja þessa tilgátu en þar hefur fundist kirkja og kirkjugarður frá því um 1000-1200. Nauðsynlegt er því að fara með gát við allar framkvæmdir á staðnum þar sem undir yfirborði gætu leynst leifar bæjar frá þessum tíma. Hrísbrúar er fyrst getið í Egils sögu Skallagrímssonar.

Laxness er fyrst getið í Fógetareikningum 1547–1552 og er þá í eigu konungs en var trúlega áður í eigu Viðeyjarklausturs.

Bárðartóft er um 1 km austan við Gljúfrastein. Þar á einsetumaður að hafa búið um tíma, líklega um aldamótin 1900.

Laxnestunga er hjáleiga sem hefur lagst í eyði fyrir 1916 en þá voru rústirnar mjög greinilegar. Við fornleifaskráningu 1980 fundust tóftirnar ekki þrátt fyrir mikla leit. Gera má þó ráð fyrir að þær séu enn til staðar í túni því sem kallast Laxnestunga en sléttað hafi verið yfir þær.

Lágafell

Lágafellskirkja 1901 – brúðkaup.

Á Lágafelli hefur alveg verið sléttað yfir bæjarstæðið og sjást engar tóftir á yfirborði. Samkvæmt ljósmyndum stóð síðasti bærinn þar sem nú er bílastæði við hlið kirkjugarðsins og að hluta til undir honum. Ekki er ólík­legt að rústir leynist undir sverðinum og ber því að fara með gát við allar framkvæmdir. Lækjarkot var hjáleiga frá Lágafelli sem fyrst er getið í heimildum frá 1855 og hefur lagst í eyði einhvern tíma á árabilinu 1861-1922. Lækjarkot virðist hafa horfið undið byggð sem nú er neðan Vesturlandsvegar undir Lágafelli.

Engar leifar gamla bæjarins í Leirvogstungu eru nú sjáanlegar og virðist mikið hafa verið sléttað í og við bæjarstæðið.

Miðdals er fyrst getið í Fógetareikningum 1547–1552 og er það þá í eigu konungs en var trúlega áður í eigu Viðeyjarklausturs.
Núverandi bæjarhús virðast á mjög svipuðum stað og húsin sem sjást á Túnakorti frá 1916. Þó er ekki ólíklegt að leifar gamla bæjarins leynist þar. Mikill trjágróður er nú á svæðinu og gerir það erfiðara að greina mögu­legar fornleifar. Sex hjáleigur eru skráðar undir Miðdal. Miðdalskot er nefnt í jarðabók 1704 en er komið í eyði um 1835. Rústir þess fundust við fornleifaskráningu SA í Kotahól, um 240 m SV Hafravatnsleiðar.
Í heimild frá 1855 segir að Sólheimakot og Búrfellskot hafi lagst í eyði fyrir mjög löngu síðan. Nýbýlið Sólheimar var reist 19328 en hefur verið án ábúðar frá 1958. Rústir Búrfellskots eru í kargaþýfðum móa sunnan við Búrfell. Býlið Geitháls var reist einhvern tíma á árunum 1861-1922 en hefur ekki verið í ábúð að minnsta kosti frá 1958. Tóftir bæjarhúsanna fundust við Hólmsá, um 25 m suður af Suðurlandsveginum. Borgarkot hefur samkvæmt Jarðabók verið í eyði frá 1703 en virðist einungis hafa verið í byggð 20 ár þar á undan. Nákvæm staðsetning er ekki þekkt. Annað kot sem hefur verið í byggð svipuðum tíma er Búrfell. Jarðabók 1704 segir að Búrfell hafi legið í eyði í átta ár en var fyrst uppbyggð fyrir um 20 árum.

Minna-Mosfell

Minna-Mosfell.

Gamla bæjarstæðið á Minna-Mosfelli var þar sem hlaðið er núna. Mögulegt er þó að rústir leynist undir.
Yngstu bæjarhúsin á Mosfelli eru nú líklega að einhverju leyti horfin undir kirkju og kirkjugarð en þó má minna á texta að ofan um Hrísbrú. Mosfells er fyrst getið í Land­námu og oft í Egils sögu Skallagrímssonar. Í heimild frá 1938 segir að Merkurvöllur sé hjáleiga frá Mosfelli og hafi lengi í auðn verið. Engar aðrar heimildir eru um þessa jörð og engar rústir eru á þeim stað sem nú heitir Merkurvöllur. Bakkakot var hjáleiga frá Mosfelli árið 1704. Hennar er ekki getið í Jarðatali Johnsen frá 1847 og hefur því lagst í eyði einhvern tíma á því tímabili. Ekki er vitað hvar hjáleiga þessi stóð. Bringur (einnig kallaðar Gullbringur) voru reistar í landi Mosfells vorið 1856. Bringur fóru í eyði árið 1966 og hefur bæjarstæðið verið sléttað með jarðýtu.

Norður-Reykja er fyrst getið í Jarðabók 1695. Bæjarhúsin standa enn á sama stað og á Túnakorti frá 1916.

Óskot

Óskot.

Óskots er fyrst getið í skrá um kvikfé og leigumála jarða Viðeyjarklausturs en nefnist þá Ós. Árið 1704 er hennar getið sem fornrar eyðijarðar og hún er ekki nefnd í Jarðatali frá 1847. Árið 1889 er nýbýli stofnað á jörðinni. Í dag er jörðin komin aftur í eyði en er nýtt til slægna og beitar. Rústir síðasta bæjarins á Óskoti eru mjög greinilegar í dag og einnig er líklegt að finna megi tóftir forna bæjarins. Ein tilgáta er að hann hafi verið þar sem nú er lágur hóll í túninu og virðist mega greina túngarð kringum hann á gömlum loftmyndum. Það er því nauðsynlegt að fara með gát við allar framkvæmdir á jörðinni.
Í Jarðabók 1704 er fyrst getið um Reykjakot og sagt að það sé ekki minna en 100 ára gamalt. Reykjakot var hjáleiga frá Reykjum. Árið 1893 eða þar um bil er nafni jarðarinnar breytt í Reykjahvol, á sama tíma og hætt var að búa í gamla torfbænum og
byggt stein­hús um 50 metra frá.

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir 1924.

Skeggjastaðir eru fyrst nefndir í Landnámabók. Þar bjó Þórður skeggi sem land nam milli Leirvogsár og Úlfarsár í landnámi Ingólfs. Skeggjastaðir virðast hafa lagst í eyði á tímabilinu frá því einhvern tíma á 15. öld eða byrjun 16. aldar og fram til 1688. Hætt var að búa í torfbæ og steinhús byggt í staðinn einhvern tíma á milli áranna 1932 og 1938. Engar leifar gamla torfbæjarins sjást nú en vitað er hvar hann stóð og líklegt er að leifar hans séu varðveittar undir sverðinum. Samkvæmt Örnefnaskrám eru Ketilsstaðir austan við bæinn, við Leirvogsá.

Í Jarðabók 1704 er fyrst getið um Stekkjarkot og sagt að það sé ekki minna en 100 ára gamalt. Stekkjarkot var hjáleiga frá Reykjum og lagðist í eyði á árabilinu 1861-1922. Nýbýlið Sólvellir var svo reist á jörðinni 1922-1923.

Elsta heimild um SuðurReyki er máldagi kirkjunnar sem Þorlákur biskup Þórhallsson setti þar árið 1180. Samkvæmt Túnakorti frá 1916 hefur bærinn þá staðið á sama eða mjög svipuðum stað og hann stendur núna. Gera má ráð fyrir að núverandi íbúðarhús hafi að minnsta kosti að einhverju leyti raskað eldri bæjarhúsum.

Úlfarsá

Úlfarsá (Kálfakot) – tóftir.

Úlfarsá hét Kálfakot fram til ársins 1927 þegar núverandi nafn var tekið upp. Elsta heimild um Kálfakot er Jarðabókin frá 1584 þar sem hún er nefnd Kálfastaðakot. Gamla bæjarstæðið er um 100 m NNA við núverandi íbúðarhús á Úlfarsá. Þar var síðast kartöflugarður og lítið sýnilegt á yfirborði.

Úlfarsfells er fyrst getið í máldaga kirkjunnar á Suður-Reykjum árið 1367. Það er þá kirkj­ueign. Í túninu á nýbýlinu Fellsmúla eru tveir lágir flatir rústahólar en þar á að hafa verið lítið kot eða hjáleiga frá Úlfarsfelli.
Fyrstu heimildir um Varmá eru frá 14. öld. Varmá var lögð undir Lágafell um 1900 og hefur verið án ábúðar frá því einhvern tíma á árabilinu 1922-1932. Rústir gamla bæjarins eru greinilegar um 40 50 metra SA og A gagnfræðaskólans.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – minjar.

Fyrsta heimild um Þormóðsdal er máldagi Maríu­kirkju í Viðey frá 1234 þar sem fram kemur að Viðeyjarklaustur eigi selför í Þormóðsdal hinum efri. Núverandi bæjarhús virðast standa á sama stað og bæjarhús á Túnakorti frá 1916.

Æsustaðir eru nefndir í Jarðabókinni frá 1704 og eru þá sagðir byggðir úr Norður-Reykjum. Gamli bærinn á Æsustöðum stóð u.þ.b. 20 – 30 metrum framar á hlaðinu en núverandi íbúðarhús Æsustaða I.

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Þjóðminjasafn Íslands 2006.
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-2_urskurdur.pdf

Úlfarsfell

Úlfarsfell.