Arnarsetur

Birni Hróarssyni, hellafræðingi, barst nýlega (2009) upplýsingar um hellarásir í Arnarseturshrauni frá áhugasömu hellaskoðunarfólki, Christoph og Sarah Hess.
Þau hjónin höfðu verið að skoða undir Arnarsetursrásir VIIyfirborð hraunsins á svæði suðaustan við Hestshelli og norðvestan við Arnarseturshelli, eins og sjá má á eftirfarandi lýsingum: “Exploring the area. First (a) there were a cave with a VERY narrow entrance, we were inside this one, inside first a small hall 1,2m high, some passages in different directions, one needs to be crawled in (50 cm) but later higher, total length around 30m. I think there was another entrance on the tube. b) Seems to be quite long (just saw in the torchlight deep inside), but was not inside, a rather big entrance, a hall (around 1,2m high), with two or more passages in different directions, one seemed to be quite long. c) Can’t remember this one. d) Quite small, but did not go into, maybe not to be called hraunhellir as it maybe smaller than 20m. e) I think this was a rather big one, some big “bubble” (diameter 15m) that broke in and is open air, but from this there were different cave passages at least one of them around 20m long and 1,5m high.

Arnarsetursrásir VI

It seems that there are hundreds of caves around this area. Maybe one is quite big and we will have another look at it even if it just beneath the surface and quite narrow. Two of them were already marked with a bunch of stones.”

Thank you again for the photos and the forwarded message. Unfortunately I forgot to take my camera with me into the cave, so I only have a photo of the cave entrance in the dark, when we came out. It is a hole (diameter 1 m), with a small cave (not possible to go to the left but you can crawl a bit to the left) and the entrance into the cave is a bit to the right in this hole. It is quite uncomfortable to get in, but this is nothing new for a speleologist and I had to take some stones out of the way to get in at all.

Benediktshellir

So I finished to redraw a small map of the cave – we did not measure a lot, so it is not accurate, but it should be sufficient.
Maybe your friend wants to take a look at the cave and wants to take some pictures. GPS coordinates for entrance of “Benediktshellir” are? The other interesting hole we found is here? Maybe he can look at this, too. I totally forgot to take a picture here. But as it is quite big, I am sure you saw this before. As I said, unfortunately it is not possible to get in deep on both sides, just a little bit behind the “niðurfall”.

Svæðið var skoðað (mannskaðaveður með tilheyrandi úrhelli og varla stætt – ofan jarðar).

Í Benediktshelli

Hnitin voru staðsett. Þau eru öll nokkurn vegin í línu milli Hestshellis og Arnarseturshellis. Hnappurinn er á ofanverðu svæðinu lengra til suðurs. Allt eru þetta yfirborðsrásir (magaskrið) sem skoðaðar hafa verið áður. Litlar vörður eru við a, b og c (I, II og III), en d og e ( IV og V) eru á svo til sama svæðinu og í sömu rásinni skammt ofan við Hnapp. Þótt rásirnar séu stuttar, lágar og þröngar eru í þeim ágæt myndefni.
Á leiðinni til baka var skoðað í VI og VII. Sá fyrrnefndi hefur stórt op, en ekkert framhald. Litadýrðin er mikil. Hinn síðarnefndi er í grunnu jarðfalli, en skemmtilegt skjól á sléttum stalli (3 m á hæð, 7 á breidd og 10 m á lengd). Undir stallinum eru rauðgulir sveppir á smákafla, en þeir hafa ekki sést í helli áður (að vitað sé)

“Another trip: First we saw a big hole that broke in: 10 m diameter. I think someone else saw this Í Benediktshellicave before as it is so big. Unfortunately (as it is such a big broken tube, otherwise it might have been a great cave!) it was to crashed to go in further than 5m. If I have more time maybe I will walk around this thing some meteres, maybe there is another entrance into it and a bigger complete part?!
But we found another one yesterday. And this one seemed to be very interesting. And really the cave was interesting: I think worth to mention in another edition of one of your books 🙂
We called it Benediktshellir (as we are from Germany and the German pope’s name is Benedikt – though we are not catholic. Just to find a name….)
Small description:

Í Benediktshelli

It is a quite narrow entrance with red lava (like Hnappur and not black-gray like the other surfacial caves). So we expected it to be quite deep, especially as we felt a wind coming out of the cave. So I put some broken stones away to have more space to get in. Still it was narrow. and getting slightly down some 3-4 meters 45°. Down we were in a small room (width 3,5m, height 1,6m) with a tube to the right and one to the left, with some nice lava flow formations at the ground. The left one bows to the right after 5m and is going on for about 30m getting narrower, there is a room on the right side going up and the tube ends in a small room diameter 5m and height 0,8m. The ground of this tube is very rough, some stalagtites from the ceiling.

Í Benediktshelli

The right tube from the beginning has a long curve (10m) to the left and goes on for about 30m getting down for about 5m on this 30m, but there is a part where the ceiling broke and a very small hole (maybe someone smaller could get through, we decided not to go as it seems quite narrow and the broken stones not very stable), in the light of the torch I saw about 10m further behind these obstacle. Half the way there is a small bridge that divides the tube: a small tube beneath and a nice surface above. The overall color of the cave is red and has some stalagtites.
I drawed a simple map of the cave. The complete length seems to be something about 60m (without the part we did not explore), the average height is about 1,2m. It is a quite nice and interesting cave.”

Í Benediktshelli

Eftir nánari skoðun á svæðinu kom eftirfarandi í ljós v/framangreint: “Sá síðarnefndi er sami og merktur er Arnarsetursrásir VII. Rauðgulu separnir eru í honum (jarðfallinu) vestanverðum, en að austanverðu liggur þröng rás up með norðurveggnum. Farið var inn um 10 metra og var þá komið inn í rými (um 1.0 m á hæð). Úr því liggur þrengri rás til austurs að sunnanverðu. Ekki var farið þangað inn (magaskrið). Ólíklegt að þarna kunni að vera rás því komið er svo neðarlega í hraunið (þar sem það sléttast út. Annars er jarðfallið í VII svolítið skemmtilegt jarðfræðilega séð. Þarna hefur kvikan stöðvast um tíma í hraunrásinni og safnast hæglátlega saman, myndað tjörn, sem storknað hefur á yfirborði. Smám saman hefur góandi hraunkvikunni tekist að bræða sig niður og undir yfirborðið sem var um nýja þrönga rás. Við það hefur hólfið tæmst og myndað tómarúm. Þunn loftskelin hefur síðar fallið niður og hólfið þá opinberast að ofan. Á smábletti í henni hafa myndast rauðgular skófir, sem óvíða sjást hér á landi (að vitað sé).
Í BenediktshelliBendiktshellir var skoðaður. Rétt norðaustan við opið er falleg hraunrás (yfirborðsrás), stutt en víð (1.20 m á hæð. Opið á Benediktshelli (VIII) er sem fyrr er lýst. Af ummerkjum að dæma var einungis að sjá nýleg spor í mosanum og neðan við opið. Mjög líklega eru þau CH og SH þau fyrstu sem fara þarna niður. Opið virðist lítt áhugavert í fyrstu, jafnvel þegar niður er komið. Erfitt er að þrengja sér lengra niður á milli hvassra steinnybba. Þröng rás virðist áður vera á vinstri hönd, en henni má gleyma. Þegar niður er komið birtist rúmgóð rás, bæði til vinstri og hægri. Hæðin er um 1.60 m g breiddin um 5.0 m. Lýsingin er líkt og sjá má af uppdrættinum, nema hvað hellirinn er meira “afrúnaður”, er í meiri sveig en sýnt er. Uppdrátturinn gefur þó ágæta mynd af aðstæðum. Rásin var þurrr þrátt fyrir rigningartíð undanfarna daga.

 

Benediktshellir

Hún er á ca. 5.0 metra dýpi, sem er sú mesta sem er á hraunrásum á þessu svæði svo vitað sé. Önnur rás skammt ofar (VI) er greinilega hluti af sömu hraunrás. Þegar hún var skoðuð mátti sjá sömu liti í kvikunni og þarna. Vinstra megin inni við opið á þeim helli er rás, þröng í fyrstu, en opnast smám saman. Hana þyrfti að magaskríða og er ekki ólíklegt að hún nálgaðist VIII (Benediktshelli). VIII (Benediktshellir) er um 60 m langur (svona við fyrstu athugun). Þverrásir virðast hafa verið skammvinnar hliðakvikuþrær, sem hafa gengi til baka inn í meginrásina þegar losnaði um.

Hnappur er nokkuð suðaustan við þetta rásarsvæði. Lægð er á millum. Megingígar Arnarseturshrauns (hafa ber í huga að um gos á sprungurein er að ræða og sumir gígarnir því umverpst hrauninu) eru enn lengra í suðaustur (sunnan við Arnarseturshelli). Hraunið stallast þarna og er Bendiktshellir á miðstallinum. Þar eru einnig fleiri skemmilegar rásir, sem vert væri að skoða nánar.

Hnappur

Hnappur – opið.

Kristrúnarborg

Gengið var um svonefnda Skógargötu frá Óttarsstöðum, um Eystraklif og upp á Alfaraleið ofan við Löngubrekkur.
OttarsstadagoturGatan liggur áleiðis upp í Óttarsstaðasel. Önnur gata, oft nefnd Skógargata, liggur vestar (Óttarsstaða-selsstígur). Þær sameinast skammt norðan Alfaraleiðar. Milli Bekkja og Meitla eru aftur gatnamót þar sem Skógargatan beygir til suðvesturs áleiðis að Skógarnefi en Óttarsstaða-selsstígurinn liggur upp í selið, sem er þar skammt ofar í Almenningi. Leiðin liggur um tiltölulega slétt helluhraun; Hrútagjárdyngju-hraun. Þessi gata (götur) hefur einnig verið nefnd Rauðamelsstígur, en hún liggur yfir Litla-Rauðamel ofan Nónhæða.
Næst Óttarsstöðum (Eyðikoti) greinast göturnar fyrst skammt ofan Hrafnagjár. Báðar mætast þær þó á Kotaklifi við Kotaklifsvörðu þar sem hún liggur um Eystraklif þar sem þær greinast enn á ný. Skógargatan fer um einstigi syðst á klifinu, en selsstígurinn liggur til suðsuðvesturs upp á klapparrana þar sem hann greinist en kemur saman aftur skammt sunnar. Á þessum leiðum má sjá brýr á sprungum.
Önnur gata liggur frá Stekknum undir Miðmundarhæð og liðast áleiðis upp að Smálaskálahæð um Jakobsvörðuhæð að Kristrúnarborg (Óttarsstaðaborg) vestan við Smalaskála.
Ætlunin var að reyna að fylgja þessum götum upp fyrir hæðirnar og til baka með viðkomu í Gvendarbrunnshelli, Borginni, Smalaskálaskjóli og fiskbyrginu í Hrafnagjá.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði segir m.a. um þetta:
“Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshliði upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklif. Skammt austur af því, á sömu hæðinni, er Eystraklif. Þar lá gatan frá Eyðikotinu upp í hraunið. Önnur gata lá yfir Eystraklifið upp í Nónhóla. Hún lá út af Skógargötunni rétt austan við Hrafnagjá, sem brátt verður nefnd.
KotaklifsvardaSunnan við túnið á Vesturbænum er Hádegishæð, eyktamark. Á henni var Hádegishæðarvarða). Hæðin var mjög sprungin og miklar gjár í henni. Suðaustar svolítið er feiknamikil hæð með sprungu, sem nefnist Hrafnagjá. Í henni var Fiskabyrgið. Þar var geymdur fiskur harður og geymdist vel. Sést fyrir byrginu enn þann dag í dag.
Vestur af Hrafnagjá er Miðmundahæð. Vestast á henni er stór varða, sem heitir Miðmundavarða, en vestan við hæðina er lægð, sem heitir Miðmundaskarð. Stígurinn frá Óttarsstöðum liggur upp úr því. Stóra réttin, sem fyrr var nefnd, var inni í krika vestan undir hæðinni. Þar er skúti stór með miklum hleðslum og þröngum dyrum. Hefur hann sennilega verið notaður sem fjárhús einhvern tíma í gamla daga.
Skogargatan-22Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.
Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógargötuna, er Kotaklifsvarða. Þaðan liggur Skógargatan suður um hraunið.
Sunnan undir Miðmundahæð er klapparskarð, sem heitir Djúpaskarð. Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu uppi á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.
Frá Spóa hlykkjar Skógargatan sig eftir lægðum upp að Reykjanesbraut og suður fyrir hana.
Langt vestur af Stóra-Nónhól er hóll, sem heitir Goltrahóll. Á honum var Goltravarða, nú fallin.
Raudamelur litliSkógargatan liggur áfram suður yfir Rauðamel litla og austan við Rauðamel stóra, en Suðurnesjavegurinn lá milli Rauðamelanna. Rauðimelur litli var lágur melhóll. Rauðimelur stóri var sunnar. Hann var feiknastór, og var varða á honum í gamla daga. Vestast á honum var rofabarð með hríslum. Nú eru melar þessir horfnir vegna flugvallargerðar og komin tjörn, þar sem sá syðri var. Austan við Rauðamel stóra er Gvendarbrunnshæð og þar um liggur landamerkjalínan í Gvendarbrunn, sem er stór hola í klöpp við elzta veginn. Í Gvendarbrunnshæð vestanverðri er fjárhellir, kallaður Gvendarbrunnshellir.
Gvendarbrunnur-22Vestan við Rauðamel stóra er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, hellir, sem fé lá inni í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnann. Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.
Sunnan við Smalaskálakerið er mikil klapparhæð og sprungin. Sunnan í henni eru lyngbrekkur, sem nefnast Löngubrekkur. Gjá mikil var eftir allri brúninni, nefnd Löngubrekkugjá. Í norðurbarmi gjárinnar verpti hrafninn alltaf á hverju vori.
Frá Gvendarbrunni liggur gamla hestaslóðin (fyrsti Keflavíkurvegurinn) vestur framan við Gvendarbrunnshæð og áfram suður með Löngubrekkum. Vegurinn er nú uppgróinn fyrir löngu, en þó sést víða móta fyrir honum. Víða voru hlaðnar vörður á klapparhólum með veginum, og standa sumar þeirra enn.”
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði.

Hraunin

Alfaraleiðin um Draugadali.

Grensdalur

Þegar gengið er hring um Reykjadal og Grændal (Grensdal) ofan Hveragerðis um Dalaskarð (um 8 km ganga) er áður áhugavert að skoða örnefnalýsingu Ólafar Gunnarsdóttur, sem lengi var í Reykjakoti og m.a. smali þar.
Reykjadalur - djupagilsfoss-1Á svæðinu, auk örnefnanna, eru allnokkrar fornar minjar, s.s. selstöður, sauðahús og stígar. Hægt er að taka mið af Varmá er rennur í gegnum Hveragerði, en svo heitir áin neðan Sauðár sem rennur úr Gufudal. Ofar renna í hana Grendalsá, Reykjadalsá og Hengadalsá, auk nokkurra smærri lækja. Hér er byrjað við Sauðá og haldið upp eftir: “Sandhóll er hæð austan við Gróf að Sauðá. Selmýri er austan Sauðár, þar sem Gufudalur er. [Þar eru leifar sels eða selja (FERLIR).] Reykjanes nes niður þaðan við Varmá, austan Sauðár, ræktunarland Gufudals. Sokkatindur er hár tindur upp með Sauðá og norður af Gróf. Sokkatindsflöt er flöt vestan undir tindinum, dálítil.
Jarðföll eru vestur og inn af Sokkatindi og flöt. Þau sjást ekki af veginum. Tæpimelur er hryggur vestur þaðan mjór ofan. Tæpamelsgil er innan við melinn lítið, rennur í Grændalsá, smávætlur í gilinu. E.t.v. er gilið nafnlaust. Melar eru inn þaðan, inn undir Klóarmýri. Kló er upp þaðan. Snókatorfa (Snjákutorfa) er lítil torfa innan Tæpamelsgils. Þar var stundum slegið. Heyið flutt niður gilið og Þrengsli. Hrútatorfur eru inn af Háeggjum, lægðir og gróðurtorfur. Hrútastígur er stígur upp í torfurnar. Farið upp Gilið og fast uppi við Háeggjar og upp fyrir þær að norðan. (Hrútatorfur eru nær bænum en Sokkatindsflöt).”
Reykjadalur - KlambragilÞá færum við okkur upp að ætluðum upphafsstað. “Engjavað er á Grændalsá neðan við Engjamúla. Grændalsmói er mói á Eyrum fram af Grændal, flatur ofan, en með börðum í kring, oft kallaður Móinn.Grændalur er að austan. Blesatorfa er torfa innanvert við Þrengsli, nær niður að ánni, var slegin. Austurengi er gróðurblettur inn frá Blesatorfu, var slegið. Gil er innan til í enginu. Kjálkabrekka er gróðurbrekka innan við gilið, var slegin. Grænidalur að vestan: Langamýri er mýri, nær niður að á og er niðri við hana. Vörðudalur er dalskvompa, sem liggur upp þaðan upp undir Eggjar (Dalafellseggjar) eða Grændalseggjar). Stóridalur er dalskvompa nokkru stærri og nokkru innar. Heystöð er grasblettir inn með ánni. Engjamúli er sandhóll, sem gengur fram í dalinn og grasblettir uppi á, þar var slegið. Miðengi er engjaspilda þar inn af. Vesturfossahvos er lægð innar. Vesturfossar eru fossar þar upp frá, undir Dalaskarði. Vesturengi er þar innar af. Það er stærsta engjaspilda í Grændal. Dalafell er fjallið milli Grændals og Reykjadals. Dalaskarð er skarð innarlega við Grændal, yfir í Reykjadal, grunnt. Þar endar Dalafell.”
Þá færum við okkur aftur niður í mynni Grændals: “Leirdalsbrekka er brekka framan við þrengslin að vestan upp frá Engjavaði. Leirdalur er gilhvos framan við hana. Fláar eru brekkurnar suðaustan í Dalafelli niður að Grændalsá og Hofmannaflöt, með holum og giljum. Í þeim voru sauðahús frá Reykjakoti, á Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru brekkur vestur af flötinni og upp í Dalafell.
Reykjadalur - Klambragil-2Efribrekkur eru upp þaðan, óvíst hvar. Lækir gróðurflatir með ánni vestur frá Hofmannaflöt, þar var slegið. Kálfagróf gróið dalverpi upp frá Lækjunum til norðvesturs. Smjörgróf er gróf upp þaðan í Rjúpnabrekkum. Reykjadalsá er áin úr Reykjadal niður að ármótum Grændalsár – þaðan Varmá: áður fyrr rann Grændalsá í Reykjadalsá á Eyrunum skammt innan við túnið og neðan við Grændalsmóa. Djúpagilsfoss er foss í Reykjadalsá neðst í Djúpagili, sést frá bænum. Djúpagil er þröngur dalur neðan við Reykjadal.”
Förum þá áleiðis ofan úr Reykjadal að austan, frá Dalaskarði: “Dalaskarðsmýri er allstór mýri, nær upp undir Dalaskarð – meðfram ánni. Fálkaklettagil er austasta gilið af þremur, sem Reykjadalur greinist í innst í botni. Djúpagilsmýri er dálítill mýrarblettur neðst í dalnum upp frá Djúpagili. Hverakjálkar eru dalskvompa(ur) sem liggja vestur frá dalnum framarlega. Þar eru hveraaugu. Torfumýri er mýri innan við gil, sem liggur niður úr Hverakjálkum. Mýrin með ánni er mýrarteigur inn með ánni, undir Molddalahnjúk. Molddalir eru skvompa, nokkuð greinótt, vestur frá Reykjadal og bak við Mold-dalahnúk. Þar eru hverir. „Sandhnúkar“ eru kringum dalinn. Djúpagilseggjar eru klettabrún vestan við Djúpagil. Krossselsflatir eru suður af Djúpagilsfossi, en norðvestur af Svartagili. Gróðurflesjar, sjást frá bænum. Krossselsstígur er götuslóði upp brattann, þaðan upp í Árstaðafjall. Árstaðafjall er hryggur upp á heiðarbrúninni, samhliða Djúpagili.
Svartagljúfur er gljúfrið Vallasel-5að Hengladalaá, þar sem hún fellur ofan af heiðinni í Svartagljúfursfoss: hæsti fossinn í gljúfrinu. Árhólmar eru móarnir milli Hengladalaár og syðsta farvegs hennar niður að Varmá. Mosar eru brekkurnar upp þaðan sunnan við Svartagljúfur. Í Grændalsbotni eru Miðfossar, Austurfossar, Vesturfossar og Efstifoss.”
Tóftir eru þar sem jafnan er nefnd Stekkjaflöt neðst og vestan við Grændalsá. “Þar voru Sauðhús. Sauðhúsbarð innan við Grændalsá – var einnig hjáleiga [þar sem Menntaskólasetrið stendur nú (FERLIR). Þar var líka Reykjakots-hjáleiga, en óvíst hvar. Sauðhúsgil var upp með Sauðhúsi. Rjúpnagil var upp frá Hofmannaflöt, langt upp. Jókutangi var nes í Árhólmum, gegnt Hofmannaflöt. Annars talinn neðst á Hólmum. Ranghóll var í Lækjum. Kúadalur var lægð í Rjúpnabrekku.

Grensdalur-102

Kúadalsöxl er milli og Smérgróf og Stekkjartúnsfell: vestur af Þrengslum upp frá Leirdal. Hveramóar eru fremsti gróður á Grændal. Tæpur er við efri hver um götu. Kúadalsöxl er önnur milli Þrengsla og Rjúpnagils. Hveramýri er milli hvera.” Skammt vestar: “Nóngil er á Grændal, þar inn af. Smádalir eru lægðir niður af Stóradal. Austurfossar: austasta stórgil í Grændalsbotni. Miðfossar: inn þaðan, þá Ófærugil, næsta gil við Austurfossa. Tröllháls er milli Klóar og Kyllisfells. Miðengi er niður af Miðfossum. Ófærugilshnúkur er vestur af Ófærugili. Vesturfossar eru í gili, kemur úr Álftatjörnum. Grenbrekkur eru vestur þaðan. Grjótdalur er hvos austan við Dalaskarð. Heystöð: flatar mýrar vestan ár, niður frá Dalafelli. Grensdalur-103Sælugil er við hveri fram af þeim. Engjamúli (inni) þar fram af. Kapladalir er utan í Kló, loðnar dokkir niður eftir Langimelur. Tæpimelur og Pumpugil eru á milli. Blesu[a?]torfa er móti Löngumýri við á. Klandragil er innst á Reykjadal, stærsta gil þar [jafnan nefnt Klambragil (FERLIR).]”
Þess skal getið, að þetta er vélritað eftir eiginhandarriti Pálma Hannessonar rektors, en sums staðar hefur hann skrifað svo óskýrt, að ekki verður lesið með öruggri vissu. Af þessum sökum er ekki hægt að ábyrgjast, að hér sé allt rétt upp tekið – 7.8.1966.
Til samanburðar má skoða örnefnalýsingu Þórðar Ögm. Jóhannssonar af sama svæði: “Hengladalaá (Kaldá, eldra nafn, H.J. Lýsing Ölfus.)
Kemur úr Hengladölum, rann áður niður hraunið í Grensdalur-104fjallshlíðinni og var mikil útsýnisprýði frá Reykjakoti. Á seinni árum hefur hún runnið eingöngu í Svartagljúfur. Gamla-Árfar er Þurr farvegur Hengladalaár. Kemur í núverandi farveg við brúna heim að Reykjakoti. Varmá: Mjög er á reiki hvenær áin fær það heiti. Algengasta málvenja er nú að Varmárheitið fái hún þegar Hengladalaá og Grændalsá koma saman. Í lýsingu Ölfus frá 1705, eftir Hálfdán Jónsson, er Varmá talin byrja eftir að Sauðá er komin í ána. Sauðá kemur innan úr Kló og fellur í Varmá milli Reykjakots og Gufudals. Svæðið milli Gamla farvegs og árinnar. Árhólmar eru Móar á milli farvegsins og árinnar.
Mosar er hraunbrekkan á milli farvegsins og árinnar. Tjaldstaðabrún er efst á Mosunum. Þar lá gata. Skjónulág er graslaut, grasflöt í Mosunum. Grensdalur-105Mosalautir eur grasflatir í Árhólmunum. Jókutangi er tanginn þar sem Árhólmarnir ná lengst til norðausturs. Svartagljúfur er gljúfur norðan Mosanna. Þar rennur áin nú. Svartagljúfursfoss er foss efst í gljúfrinu. Klofningar eru Mosatunga norðan Svartagljúfurs. Nóngil er tvö gróin gil, norðan Klofninga.
Nóngiljabrekkur eru grasbrekkur á milli giljanna. Nóngiljabrekka: (K.G.) er grasbrekka norðan giljanna. Krosselsstígur er gömul gata sem lá upp á fjallið upp úr Nónbrekkunni (K.G.). Raufarberg er bergið ofan Nóngilja, sunnan Ástaðafjalls. Ástaðafjall (Heim. notaði þessa mynd af nafninu). Gróið fjall, norðan Raufarbergs, ber hæst. Þúfa er ávalur smáhnúkur syðst á Ástaðafjalli. Frammýri er mýrarblettur undir Raufarbergi, að ánni. Þúfudalur eru lautir og dalverpi austur af Þúfunni, norðan Frammýrar. Kvíar eru róin hlíð og lautir austan í Ástaðafjalli, norðan Þúfudals. Þar var um eitt skeið nautagirðing. Kvíagaflhlað er hæð norðan Kvíanna. Gjósta er gróið dalverpi norðan Ástaðafjalls. Bitra er sléttur mói giljóttur, nær allt að Hengli. Gömul grágrýtisdyngja. (Sjá einnig Kröggólfsst). Molddalahnúkar eru Grensdalur-106gróðurlausir hnúkar norðaustan Ástaðafj. Molddalir (Litli og Stóri) eru gróðurlausar dældir milli Molddalahnúka. Hverakjálkar er hverasoðið dalverpi, giljótt, sunnan Molddalahnúka. Syðri-Brúnkollublettur eru gróin flöt upp (vestur) af Reykjadal norðan Hverakjálka. Nyrðri-Brúnkollublettur er gróin flöt norðar. Svæðið vestan Reykjadalsár, frá Nóngiljum, neðan brúnar, til norðausturs. Krossselsflöt er létt flöt, neðan (austan) Nóngilja. Fossdalur er grýtt laut við fossinn. Fossdalsfoss er lágur foss neðst í Reykjadalsá, sést frá bænum [hér er Fossdalsfoss og Djúpagilsfoss í fyrri örnefnalýsingunni sami fossinn (FERLIR].
Fagraflöt er slétt grasflöt vestan árinnar, norðan Fossdals. Djúpagil er gilið fram úr Reykjadal (suður). Grensdalur-107Djúpagilsfoss er foss þar sem áin fellur niður í Djúpagil úr Reykjadal. Reykjadalur er dalurinn þar norður af. Í honum eru þessi nöfn; vestan ár til norðurs: Djúpagilsmýri er mýrarblettur norður frá fossinum. Ponta er smálaut þar norður af, neðan (austan) Molddalahnúka. Torfærumýri er lautur mýrarblettur norður af Pontu. Hveramýri er mýrarblettur með hverum, norður af Torfærumýri. Klambragil er gil með úfnum klettum, kemur frá vestri. Neðst í því er skáli U.M.F.Ö. [nú brunninn (FERLIR)]. Ölkelduháls er lágur háls austan Klambragils. Ölkelduhnúkur er hnúkur uppi á hálsinum. Fálkaklettar eru háir klettar fyrir botni dalsins. Norðan Fálkakletta er Lakahnúkur, í Grafningi. Austan ár til suðurs er Dalaskarð: Gróið skarð yfir á Grænsdal. Dalafell er fellið á milli Reykjadals og Grændals.

Grensdalur-108

Dalaskarðsmýri er mýrarblettur sunnan Fálkakletta, neðan Dalaskarðs. Klemensargil eða Skriðugil sunnan Dalaskarðsmýrar. Sigmundargil er gróið gil sunnar, þar var slegið. Grámelur er brattur melur móti suðvestri, móts við Djúpagilsfoss. Grámelsgil er smágil sunnan Grámels. Móklifsmýri er mýrarblettur sunnan Grámelsgils. Kúadalsöxl, vestri er hálfgróinn klettakambur, sunnan Móklifsmýrar. Smjörgróf er gróin laut neðan (sunnan) við Kúadalsöxlina. Strokkalágar eru grasbrekkur upp í melinn upp af borholunni. Kálfagrófarmelur er melhryggurinn austan Djúpagils. Kálfagróf er gróin kvos, skerst upp (vestur) í hrygginn. Fossdalshorn er endinn á Kálfagrófarmel, við Fossdalsfossinn.
Grjóthólmi er við ármótin þar, sem Grensdalur-109Reykjadalsá rennur í Hengladalaá, norðan hennar. Rönghóll er smáhóll þýfður neðar við Hengladalaá. Lækir er grasflöt með lækjum norður af Rönghól. Vallasel er grasflöt neðan við brekkuna, frá Lækjum og að borholunni. Hofmannaflöt er slétt flöt austan við lækinn, hærri. Þar var fjárhús í seinni tíð. Flötin slegin. Löngumýri (Langamýri) er hallandi mýri upp í fellið, upp frá Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru grasbrekkur sunnan í fellinu ofar Löngum. Rjúpnafell er klettakambur ofan við Rjúpnabrekkur. Efri-Brekkur eru grasbrekkur ofan við Rjúpnafell. Efribrekkuhnúkur er hnúkur uppi á fellinu ofan við Efri-Brekkur.
Fláar eru grónar brekkur austur af Hofmannaflöt, að litlu gili, ónefndu. Stekkatún eru grónar brekkur austan litla gilsins. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti, sér Grensdalur-110fyrir tóftum. Grændalsvellir er bær, kominn í eyði 1703. Ketill taldi að hann hefði verið í Stekkatúni.”
Og þá aftur að upphafsstað neðst í Grændal: “Reyrbrekka er lítil brekka mót austri, við Þrengslin. Stekkatúnsfell er hæðarhryggur ofan Stekkatúns, vestan Þrengsla. Þrengslin eu þar sem Grændalaáin kemur fram úr fjallinu og niður á flatann, þar er enginn gróður, aðeins melbakkar. Hveramói er rasteygingar innan við Þrengsli, þar eru hverir, móinn var slægju-land, gróður hefur minnkað þar síðan heim. voru í Reykjakoti. Hveramýri er ofan við Hveramóa, að mestu horfinn nú. Kúadalur er hvilft við eggjarnar, nokkur gróður á milli kletta. Þar er nú hver, sem ekki var í minni heim. Þar hefur og fallið skriða. Kúadalsöxl eystri eru eggjarnar ofan Kúadals. Suðausturhornið á Dalafellinu. Bændabrekka er grasbrekka með hverum norðan Hveramóa. Þar slógu áður þrír bændur segja munnmæli (Stutta-Gunna).

Stekkatun-3

Löngumýri (Langamýri ?) er mýri niður við ána, neðan Bændabrekku. Vörðudalur er hvilft uppi í brekkunni, norðan Kúadals, gróður hefur minnkað þar. Miðdalur er smádæld norðan Vörðudals. Stóridalur er stærri dæld norðan Miðdals. Skeiðflatardalur er dæld neðan Miðd. og Stórad. Heystöð eru grasbrekkur innar (norðar), þar var slegið. Sælugil er gróið gil með hverum innan við Heystöð, þar var heyjað. Hrafnhreiðurhólar eru hólar uppi við eggjarnar. Með Eggjum er heildarnafn á svæðinu frá Þrengslum og að Engjamúla.” Síðan meira um Grændalseggjar: “Engjamúli, innri er gróinn hryggur frá Eggjum og niður að ánni. Grænsdalur eru inn frá Engjamúla. 

Stekkatun-4

Heimildarmenn mínir notuðu þetta nafn á dalnum og aðrir kunnugir, sem ég hefi heyrt bera sér það í munn. Sumir hafa haldið fram að dalurinn héti Grensdalur. Grændalsá rennur eftir Grænsdal og í Hengladalaá.”
Skoðum þá á ný svæðið vestan ár: “Vesturengjar eru eildarnafn á graslendinu vestan ár. Nóngiljalækir eru gróið gil innan Engjamúla, slægjuland. Húsmúli er gróinn mói, var sleginn. Sú tilgáta er til, að bærinn Engjagarður hafi verið í Grænsdal. Má vera að þessi örnefni bendi á að þar hafi hann verið. Grjótdalur er hvilft uppi við eggjarnar, sunnan Dalaskarðs.
Grjótdalssnið er stígur, sem lá upp úr Grjótdal og upp í Dalaskarð. Dalaskarð er skarð yfir í Reykjadal, áður getið. Dalaskarðshnúkur er Grensdalur-111hnúkur norðan Dalaskarðs. Vesturfossar eru gil sem rennur niður í Dalinn. Lækurinn kemur úr Álftatjörn. Grenbrekkur eru brekkur vestur frá Vesturfossum (K.G.). Álftatjörn er tjörn grunn, mýri í kring, norður af Folaldahálsi. Brúnir eru fyrir botni dalsins, „fara inn í Brúnir“.
Engjagarður er bær nefndur í Jarðab. Á.M. Ketill taldi líklegast að hann hefði verið vestan Engjamúla. Engjamúlaflöt er graslendið undir Engjamúla, frá Grændalsá (Þrengslum) og austur að Vesturmúla. Við brekkufótinn sér fyrir skurði. Í honum var leitt vatn úr Grændalsá í myllu, sem var við Vesturm.
155. Höfðaskyggnir: (K.G.) Hóll á brúninni upp af Engjamúlaflöt. Grændalsmói er þýfður mói, hærri, vestan vegarins niðri við Hengladalaána, austan óss Grændalsár. Austan túns að Sauðá og Tindarnir. Grófin er gróin laut upp frá ármótunum. Þar var sumarfjós frá Reykjum og síðar fjárhús frá Völlum, nú ræktun frá Gufudal.

Reykjadalur - Klambragil-3

Grasagrautarhóll er klettahóll austan Grófar að Sauðá.”
Framangreint eru ágætar lýsingar á örnefnum neðan, í og ofan við Reykjadal og Grændal (Grensdal), en við lesturinn má ætla að sérhver geti af honum orðið svolítið sjóveikur. Þá  er ráðið, einkum m.t.t. fagurleika svæðisins, að fá kunnugan leiðsögumann með í för (og jafnvel greiða honum svolítið fyrir vikið). Tryggja má með því að annars tilkomumikið svæðið lifnar við og gangan verður öllum miklum minnistæðari en ella.
Þegar Reykjadalur (Reykjadalir) og Grændalur (Grensdalur) eru skoðaðir í fyrri lýsingum FERLIRs má m.a. lesa um svæðið.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing Ólafar Gunnarsdóttir um Reykjakot.
-Örnefnalýsing Þórðar Ögm. Jóhannssonar um Reykjakot.

Grændalur

Grændalur.

Glaumbær

Eftir að baráttan við berklaveikina fór að bera árangur og staða berklasjúklinga í þjóðfélaginu að batna, beindist líknarstaf Kvenfélagsins Hringsins inn á nýjar brautir. Þá fór félagið að styrkja fátæk og veikluð börn úr Hafnarfirði til sumardvalar í sveit. Barnaverndarfélag Hafnarfjaðar átti mikinn þátt í, að barnaheimilið Glaumbær var stofnað 1957 og lagði því talsvert fé.
Bátur á þurru landi við GlaumbæGlaumbær er í Óttarsstaðalandi. Tildrög þess að sumardvalarheimili tók þar til starfa árið 1957 voru þau að barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði oft rætt á fundum sínum um nauðsyn þess að koma á fót sumardvalarheimili fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Mjög erfitt hafði reynst fyrir foreldra að koma börnum á þessum aldri í sveit á sumrin og Hafnfirðingar höfðu aldrei átt barnaheimili fyrir þennan aldursflokk. KFUM í Kaldárseli hafði öðru hverju bætt úr mestu vandræðum fólks og tekið börn til dvalar stuttan tíma í einu, en aldrei sumarlangt. Rauði krossinn hafði einnig unnið gott starf á þessu sviði, og, og Kvenfélagið Hringurinn hafði árum saman styrkt hafnfirsk börn til sumardvalar í sveit.

Hleðslur í einni hamraborginni - sennilega eftir Theodór

Snemma árs 1957 var ljóst, að Kvenfélagið Hringurinn fengi ekki inni fyrir börn úr Hafnarfirði á sumardvalarheimilum Rauða krossins á Hörðuvöllum. Dagheimili Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar á Hörðuvöllum var ætlað börnum á aldrinum 2-6 ára, og í vinnuskólann í Krýsuvík komust aðeins drengir á aldrinum 8-12 ára. Barnaverndarnefnd var ljóst, að nauðsynlegt var að reyna að brúa þetta bil, t.d. á þann hátt að koma á fót sumardvalarheimilli. Snemma árs 1957 komst nefndin á snoðir um, að sumarbústaður Theodórs heitins Mathiesens læknis suður í Hraunum væri til sölu, Hún skrifaði bæjarráði og óskaði eftir fyrirgreiðslu þess í sambandi við kaup á húsinu. Bæjarráð tók málaleitan nefndarinnar vel og lofaði ábyrgð bæjarins, ef nefndinni tækist að útvega lán til kaupanna. Enn fremur skrifaði barnaverndarnefnd þeim félögum í bænum, sem höfðu barnavernd og líknarstarfsemi fyrir börn á stefnuskrá sinni og óskaði eftir samvinnu þeirra um lausn málsins. Þetta bréf var dagsett 18. marz 1957.
Undirtekir voru mjög góðar. Tvö þeirra, Barnaverndarfélagið og Rauðakrossdeildin, tæmdu þegar sjóði sína. Þau gáfu 10.000 kr. hvert, og síðan jók Barnaverndarfélagið framlag sitt um 15.000 kr. og Rauðakrossdeildin bætti 20.000 kr. við framlag sitt. Barnaverndarnefnd útvegaði með aðstoð Axels Kristjánssonar í Rafha 40.000 kr. lán hjá Iðnaðarbankanum. Fleiri lögðu hönd á plóginn.
Klettaborgir GlaumbæjarÁ sumardaginn fyrsta þetta ár var Barnaheimilissjóður Hafnarfjarðar stofnaður. Tilgangur sjóðsins var að kaupa og reka barnaheimili fyrir hafnfirsk börn. Sjóðurinn keypti síðan sumarbústað Theodórs, er nefndist Glaumbær, 16. maí 1957 fyrir 80.000 kr. Glaumbær var á kyrrlátum stað skammt frá Hafnarfirði, stutt frá þjóðvegi, en þó úr alfaraleið. Húsið stóð á fögrum stað í skemmtilegu umhverfi, í snyrtilegum og vel ræktuðum lautarbolla, og klettaborgir gnæfðu við himinn allt um kring.
Hinn 16. júní 1957 hófust framkvæmdir í Glaumbæ. Húsið var lengt með viðbyggingu og fékkst þar mjög gott svefnloft fyrir 24 börn. Niðri var svefnstofa fyrir stúlkur, snyrtiherbergi með salerni og steypibaði, svo og rúmgóður gangur og pláss fyrir miðstöðvarketil. Einnig var byggt rafstöðvarhús og rotþró og unnið að ýmsum fleiri framkvæmdum.

Glaumbær

Sumardvalarheimlið í Glaumbæ tók til starfa 10. júlí 1957, og dvöldust þar 24 börn til 20. ágúst. Starfsemin gekk ágætlega, og þrifust börnin vel á heimilinu. Þau þyngdust að jafnaði um 4 kíló hvert, meðan á dvölinni þar stóð. Heimilinu veittu forstöðu hjónin Guðjón Sigurjónsson íþróttakennari og Steinunn Jónsdóttir. Þeim til aðstoðar var Ólöf Kristjánsdóttir. Þegar stafi heimilisins lauk í ágúst, var barnaheimilissjóðurinn orðinn mjög skuldugur, enda var starfsemin í Glaumbæ kostnaðarsöm. Sjóðurinn tók lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, og fjársöfnun meðal bæjarbúa var haldið áfram. Var því unnt að hefja starfsemi barnaheimilisins á ný sumarið 1958.
Barnaheimilið í Glaumbæ var starfrækt með líku sniði á hverju sumri frá 1957-68, en þá var starfseminni þar hætt, m.a. vegna hugsanlegrar mengunarhættu frá Álverinu í Straumsvík, sem var að hefja starsfemi sína um þær mundir.

Glaumbær

Glaumbær sem sumarhús.

Húsið stóð lengi autt uns það brann, líkt og nafni þess í Reykjavík nokkrum árum síðar. Enn má sjá klettaborgirnar sem og aðrar minjar um veru barnanna í Glaumbæ á framangreindu tímabili.
Óttarsstaðir var hof- og kirkjustaður fyrr á öldum. Þar er grafreitur, jafnvel á fleiri en einum stað. Heimild er fryrir því að árið 1379 votta þeir Kári Þorgilsson, Jón Oddsson og Ólafur Koðráðsson að hafa heyrt máldaga kirkjunnar í Viðey lesinn og að Ólafur hafi lesið hann sjálfur áður en kirkjan brann. Þann 9. september 1447 höfðu þeir Einar Þorleifsson og Steinmóður Viðeyjarábóti með sér jarðaskipti. Meðal þeirra jarða sem komu í hlut klaustursins voru 10 hundruð í Ottastöðum í Kálfatjarnarkirkjusókn. Óttarsstöðum bregður fyrir í fógetareikningunum 1547-1552 og eru þá líkt og aðrar Viðeyjarklaustursjarðir komnir í konungs eigu.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir.

Óttarsstaðir eru meðal svokallaðra Hraunajarða. Á árunum 1825–1874 áttu sér stað ýmsir atburðir er snérust um tengsl Hraunajarða og almenningslands Álftnesinga á Reykjanesi. Óttarsstaðir voru seldir úr konungseigu þann 28. ágúst 1839. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er getið bæði Óttarsstaða og Óttarsstaðakots þrátt fyrir að hvorki prestur né sýslumaður geti hjáleigunnar. Ástæða þess er að nokkru leyti ábúendatalan sem sýslumaður gaf upp á öllum Óttarsstöðum en að auki var hún byggð 1803. Í jarðamatinu 1849 er kafli um jörðina Óttarsstaði með hjáleigunum Óttarsstaðakoti og Nýjakoti.
Þrjú landamerkjabréf fyrir Óttarsstaði voru undirrituð 26. maí 1890 og þeim öllum þinglýst 9. júní sama ár. Fyrsta bréfið fjallaði um landamerki milli Óttarsstaða og Hvassahrauns. Í fasteignamatinu 1932 er að finna lýsingar á eftirfarandi jörðum í Óttarsstaðahverfi: Óttarsstaðir I og II og Óttarsstaðagerði.

Glaumbær

Glaumbær sem barnaheimili. Á meðfylgjandi mynd af Glaumbæ má húsið eftir að það var lengt sem og stíginn heim að húsinu. Í dag sést grunnur hússins enn sem og stígurinn.

Klettaborgirnar ofan við Glaumbæ gefa tilefni til að rifja upp gamla deilu um landamerki Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur þar sem segir “… að öðru leyti hefi jeg ekki að athuga [við landamerkjabréf Krýsuvíkur] nema óráðið mun um rjetta þekkingu á “Markhellu” að vestanverðu.” Undir þetta skrifaði Oddur V. Gíslason prestur á Stað í Grindavík … Önnur athugasemd var gerð og var hún svohljóðandi: “Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahraunshverfisins leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir “Markhellu” sjé settur “Markhelluhóll.Að öðru leyti samþykkt.” Þetta undirskrifa Einar Þorláksson og Sigurmundur Sigurðsson. Athugasemdin um Markhelluhól hefur verið tekin til greina því skjalinu er þinglýst með því nafni. Nefnd Markhella er allnokuð austan við Búðarvatnsstæðið og Markhelluhól.

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða. Markhellan er allnokkuð austar.

Setninguna “… Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði” er vert að athuga nánar. Ca. km fyrir ofan vatnsstæðið er trúlega hinn eina sanna Markhella og á landakortum síðustu ára eru mörkin um hana. Á hólnum er lítil varða og stendur hann rétt ofan við djúpa en þrönga gjá og eru stafirnir sem getið er um í landamerkjabréfi Óttastaða – Hvassahrauns meitlaðir stórum stöfum á hólklöppina sem snýr til norðausturs. Það er merkilegt hvað stafirnir eru greinilegir ennþá og vel getur verið að þeir hafi verið skýrðir upp einhverntíman á síðustu öld. Steindranginn, sem nefndur er í lýsingunni, er til þarna í nágrenninu og er hann spöl neðan og vestan við helluna út í illfæru og grófu apalhrauni. Rétt við steindranginn er gömul mosagróin varða, há og mikil um sig, hlaðin úr stórum hraunhellum. Í lýsingunni hefur því verið blandað saman í eitt mark, hólnum og drangnum og eins gæti hugsast, að mörkin hafi einhvern tímann legið neðar, þe.a.s um drangann en ekki hólinn. Hvassahraunsbændur gerðu sér grein fyrir þessu við undirskrift bréfsins og að hægt var að ruglast á stöðunum vegna líkra nafngifta.

Heimild m.a.:
-Saga Hafnarfjarðar, Ásgeir Guðmundsson, 1983.
-Íslenzkt fornbréfasafn, IV. b. Kaupmannahöfn. 1895-1897, s. 707-708.
Glaumbær

Vatnsendi

Gengið var um vestanvert Elliðavatnsland ofan við Vatnsvík við suðaustanvert Vatnsendavatn (Elliðavatn). Þar eru fjárhústóftir frá Elliðavatni.
Miðrýmið í fjárhústóftinniTóftirnar standa hátt á grónum hól ofan við skógræktarlund og sjást vel víða að. Líklega er það tilviljun ein að mikil plöntuárátta hlutaðeigandi hefur ekki náð að hylja tóftirnar með trjám líkt og sjá má svo víða. Á hólnum eru heillegar vegghleðslur. Þrjú rými eru í tóftunum. Þrjú snúa gafli mót Vatnsenda (vestri) og eitt til suðurs (aftan við tvær hinar fremri). Garðar eru í fyrrnefndu rýmunum, en sú aftari gæti hafa verið umleikis heystæði (heykuml). Fjárhúsin munu, af ummerkjum að dæma, hafa verið hlaðin í lok 19. aldar eða byrjun 20. aldar, eða fyrir rúmri öld. Þau eru merkilegur vitnisburður um fyrri tíma búskaparháttu, örskammt frá þéttbýlinu, sem hefur verið að teygja sig óðfluga að rótum þeirra – og mun væntanlega eyða þeim með öllu þegar fram líða stundir (m.v. núverandi áhuga- og viljaleysi hlutaðeigandi yfirvalda í þeim efnum).
Fjárhústóftirnar hafa verið mjög nálægt mörkum Vatnsenda og Elliðavatns. Skammt vestan þeirra er tvískipt tóft, sennilega sauðakofi.
FjárhústóftirnarÖrnefnaskrá Elliðavatns er “eftir Ara Gíslason (heimildarmaður Eggert Norðdahl, Hólmi) og athugasemdir varðandi örnefni Elliðavatns, eru skráðar af Ragnari Árnasyni (eftir Christian Zimsen), með Christian Zimsen, lyfsala, í júlí 1983. Í henni er og stuðzt að litlu leyti við blaðagrein eftir Karl E. Norðdahl, úr Mbl. frá 29. júní 1967.  C.Z. telur allt, sem þar er sett fram, vera hárrétt.
Christian Zimsen (f. 26. september 1910) þekkti vel til á Elliðavatni. Faðir hans, Christen Zimsen (1882-1932), keypti 1/4 jarðarinnar árið 1916 af Einari Benediktssyni. Sama ár keyptu Þórður á Kleppi 1/8 jarðarinnar (á móti borginni, sem átti 1/8) og Emil Rokstad (kenndur við Bjarmaland) helming hennar. Emil Rokstad rak búið til 1927, en þá var jörðin öll seld borginni – eða Rafveitunni. Rokstad fékk þá 10 ára ábúð, þ.e. til 1937, en eftir það for jörðin í eyði. Elliðavatn var í Seltjarnarneshreppi, en er nú innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur.
Christen Zimsen byggði sumarbústað á Elliðavatni árið 1919. Dvalizt hann þar meira og minna á sumrin alla tíð.  Ennfremur var hann sumarstrákur á Elliðavatni, þannig að hann hafði aðstöðu til að læra örnefni jarðarinnar. Hann lærði þau helzt af ráðsmönnum Emils Rokstad, Arnbirni Guðjónssyni, sem var lengst þar, og Guðbirni Sigurjónssyni frá Króki í Flóa.

Tóftin á mörkunum

Á Elliðavatni var rekið stórt bú, fjárbú (flest um og yfir 500 fjár). Kýrnar voru á Bjarmalandi, en á Elliðavatni á sumrin.  Veiði var einnig stunduð; þá var mikil veiði í vatninu. Rokstad reisti tvö klakhús, sem rústir sjást enn eftir. Eftir að Elliðavatn fór í eyði, var starfrækt þar heimili, útibú frá Kleppi. Síðar var byggt upp þar. Nú nýtir Skógræktarfélag Reykjavíkur húsið; þar dvelur vörzlumaður Heiðmerkur”.
Í örnefnalýsingunni segir m.a. um fjárhústóftina: “Árið 1884 var dæmt í landamerkjadeilum á milli ábúenda Elliðavatns og Vatnsenda. Málsaðilar komu sér saman um, að Strípur í jaðri Strípshrauns væri hornmark fyrir landeignir jarðanna og væri því rétt að ákveða merki þaðan.
Í Dómabókinni segir: „Dómurinn hefur nú komizt að Varða vestan við Stríp þeirri niðurstöðu, að frá Stríp eigi merki jarðanna að vera eftir beinni stefnu yfir tóftarbrot suðvestanvert við Elliðavatnsfjárhús í Vatnsendavatn, þannig að enginn bugur sé á merkjunum við nefnda tóft, að þaðan séu mörkin með Vatnsendavatni að austan og norðaustan norður í Þingnestá, að úr Þingnestá ræður bein stefna norður yfir Þingnesál, þá ræður enn Vatnsendavatn vestur með Elliðavatnsengjum í Dimmuós, að þá skilur áin Dimma lönd jarðanna niður að Gjávaði…
C.Z. þekkir merkin ekki vel. Mönnum kom aldrei saman um þau. Hann er þó ekki sáttur við, að mörkin séu þau, sem lýst var hér að framan. Honum er tamt að líta þannig á, að Bugða, eins og hún var, hafi verið á mörkum og síðan Dimma, að ós hennar. Úr Dimmuós hafi mörkin legið þvert yfir Vatnsendavatn í Syðra-Vatnsendavatnsvik og þaðan í vestari vörðuna af tveimur, vestur af Elliðavatnsfjárhúsinu, og þaðan upp í Stríp. Að öðru leyti telur hann, að landamerkjalýsingin eigi að vera rétt.
Þannig tilheyrði u.þ.b. 1/4 Vatnsendavatns StrýpurElliðavatni. Vörður þær, sem um ræðir.eru fallnar, og eru litlar sem engar leifar eftir af þeim. Þær voru rifnar á stríðsárunum. Fyrir vestan Elliðavatnsfjárhús er tóft eftir ærhús frá Elliðavatni yfir 240 ær. Þar voru þrjár krær og hlaða á bak við tvær þeirra.  Vörðurnar voru vestur af tóftunum, önnur 90 faðma frá því, en hin 60 faðma, en í gömlum lögum er ákvæði um, að hús skyldu standa 90 faðma frá landamerkjalínu, ef dyr sneru að henni, en annars 60 faðma frá, þ.e. ef dyr sneru frá.”
Svolítill ónákvæmni er í lýsingunni undir lokin því fjárhúsið, sem var ærhús, gat hýst 240 fjár. Vestan þess er tóft sú er að framan greinir.

Áður en tóftin fyrrnefnda á mörkunum var yfirgefin var kjörið tækifæri að setjast niður í góðvirðinu, horfa heim að Vatnsendabænum sem og Hvammskoti (Elliðahvammi) og rifja svolítið upp forsöguna.
Árið 1847 var Vatnsendi konungseign. Í Fornbréfasafni er máldagaskrá um eignir Maríukirkju og staðar í Viðey á dögum Þorvalds Gissurarsonar. Skráin er talin frá 1234 og er eftir máldagabókum frá Skálholti í safni Árna Magnússonar. Í Fornbréfasafni segir, að hún sé fremst af öllum hinum elztu Viðeyjarskrám og ritað við á spássíu: “gamall máldagi”. Í skránni segir; Hvn a oc Elliðavatz land hálft og allt land at vatzenda með þeim veiðvm og gæðm er þeim hafa fylgt at fornv. Staðr a oc Klepps land allt, oc laxveiði j Elliða ar at helmingi við Lavgnesinga. Hamvndr gaf til staðarins holm þann, er liggr j elliða am niðr frá Vatzenda holmi. Í skrám um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313 segir: At vatx ennda iij merkur. Í skránni frá 1395 um leigumála á jörðum klaustursins segir: at Vatzenda half fjorda mork. Í reikningi Kristjáns skrifara 1547-1548 er eftirfarandi ritað um Vatnsenda: Item met Vatzende iiij legekiór landskyld x óre frj oc xij thónder kuoell ij lege vij fóringer smór dt. her er ij foder en 3 vet nót oc ij landskydt iij for met lame oc 2 ar gamle for oc xij thónder kuóll. Í hlutabók eða sjávarútgerðarreikningi Kristjáns skrifara 1548-1549 segir: Item mett Vatzende iiij legekiór landskyldt x aure frj oc xij thónder kuell. ij lege en vet smór dt. oc ij landskyldt xij tónder kuoell oc desse x aurer tog Halvarder ij sijt kop.

Merkjavarða

Í reikningum Kristjáns skrifara 1549-1550 er ritað um Vatnsenda: Item mett Watzende iiij kiór landskyldt x óre frj oc xij toonder kúoell ij lege j vet smór etc. her er j foder ar gamel nód oc iiij lamb oc xij tonder koel etc. tog Haluarder thene landskyldt j sit kop. Í reikningum Eggerts fógeta Hannessonar, sem dagsettir eru á Bessastöðum 24. júní 1552, er eftirfarandi skráð um Vatnsenda: Item mett Wassende iiij legequiller landskyldt x óre frijj oc xij tonder koll. ik leger j vett smór. dt. och ij landskyldt x óre och tog Pouell Gurensón den ij sijt kop. oc xij toder kull. dt. Í jarðaskrá Björns Lárussonar (The Old Icelandic Land Registers, Lund, 1967) er Vatnsendi talinn konungseign, jarðadýrleiki 22 hundruð, landskuld 112 álnir og leigukúgildi fjögur. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Vatnsenda: “Jarðadýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat. […]” Í skrá um sölu konungsjarða 1760-1846 sést, að Vatnsendi hefur verið seldur 11. september 1816 með fjórum kúgildum. Söluverð var 1384 rd.

Strípur

Samkvæmt Jarðatali á Íslandi (Kh 1847) er jarðardýrleiki 22 hundruð, landskuld hundrað álnir og leigukúgildi fjögur. Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland 1861 er jarðardýrleiki einnig talinn 22 hundruð, en ný hundraðstala 24,4 hundruð. [..].” segir í Örnefnum í landi Kópavogskaupstaðar.
Heimildir, svo sem fasteignamat 1849 og 1916-1918, staðfesti að Vatnsendi hafi frá öndverðu verið landmikil jörð, með mikla og góða sauðfjárhaga en jafnframt að hluta erfið yfirferðar. Fjárhúsin á hæðinni suðaustan við vatnið gefa til kynna að síst hafi dregið úr veldi ábúendanna á síðari öldum. Líklega hefur skógur efrum torveldað aðgengið þótt þess sjáist ekki ummerki nú.
Löngum hafa verið deilur um landamerki Vatnsenda, s.s. milli landeigenda og Reykjavíkurbogar, sem eiganda svokallaðs „eignarnámslands í Heiðmörk. Á því svæði liggur Vatnsendi að Garðakirkjulandi til vesturs, jörðinni Elliðavatni til austurs og að Elliðavatni til norðurs. Að suðvestan og sunnanverðu nær landsvæði þetta Vatnsenda, í Húsfell, Þríhnúka og Stóra-Kóngsfell. Landsvæðið má skipta í annars vegar gróið láglendi og hins vegar hraunfláka. Vestan og sunnan stöðuvatnsins er láglendi, þ. á m. Heiðmörk, gróðursælt og afgirt svæði í 70-150 metra hæð yfir sjávarmáli. Heiðmörkin teygir sig frá vestri til austurs og tekur til landsvæðis innan merkjalýsinga bæði Vatnsenda og Elliðavatns, auk fleiri jarða.
StrípurFyrir u.þ.b. miðri Heiðmörk er Strípur, “hvass hraundrangi”, að sögn. Þangað var einmitt ætlunin að stefna í þessari FERLIRsferð.
Fótstefnan var tekin til suðausturs upp Heiðmörkina, að svonefndum Stríp er Strípshraun dregur nafn sitt af. Hraunið, þakið þykkum hraungambra (er bendir til þess að undirlagið hafi orðið til öðru hvoru við landnám norrænna manna hér á landi), er fremur lítið af hrauni að vera og hefur runnið á sögulegum tíma. Aldur þess hefur ekki verið ákvarðaður af neinni nákvæmni. Hraunið, líkt og flest önnur nútímahraun, sem runnið hafa um Heiðmerkursvæðið, eru komin frá eldvörpum á svæðinu milli Bláfjalla og Þríhnúka. Elstu hraunin í Heiðmörk eru um 7200 ára og hin yngri frá sögulegum tíma.
Íslenska ríkið hefur haldið því fram (í þjóðlendakröfum sínum) að með merkjalýsingum Elliðavatns og Vatnsenda frá 1883 hafi eigendur þessara jarða eignað sér sinn hvorn hlutann úr sameiginlegum afrétti. Þessum lýsingum hafi aldrei verið þinglýst. Þó er vísað til þess í dómi aukaréttar Kjósar- og Gullbringusýslu frá 1884 um merki þessara jarða. Þar segir að Strípur sé hornmark fyrir landareignir jarðanna.

Strípur

Það mun líklega vera nálægt lagi því ekkert kennileiti á svæðinu er jafn augljóst til upplandsins frá bæjunum og Strípur í miðju Strípshrauni. [Hér hefur ekki verið höfð í huga þau eðlilegu samskipti ábúenda og nágranna er jafnan höfðu náð til að skipta löndum sínum rétt m.v. þörf á hverjum tíma].
Í suðvestri blasti Vatnsendaborgin við uppi á Hjöllunum. Fyrstu og einu heildstæðu lýsinguna á landamerkjum Elliðavatns er að finna í yfirlýsingu eiganda jarðarinnar, dags. 20. júní 1883. Merkjum Elliðavatns að suðvestanverðu er lýst „frá sýslumörkum að austnorðanverðu við Kóngsfell og þaðan beina stefnu norður í svokallaðan Stríp …“. Yfirlýsing þessi er einungis undirrituð af eiganda Elliðavatns og henni hefur ekki verið þinglýst. Skjal þetta var meðal málsskjala í áðurnefndum landamerkjaágreiningi á milli eigenda Vatnsenda og Elliðavatns. Svo sem segir í kafla 6.12. eru einnig slíkir ágallar á þessari merkjalýsingu að hún getur ekki talist lögformlegt landamerkjabréf. Sé tekið mið af merkjalýsingu Vatnsenda, eins og hún hljóðar eftir þá breytingu sem áður greindi, miða báðir jarðeigendur við Stríp og í Kóngsfell. Í dómi aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. maí 1884 um merki Vatnsenda og Elliðavatns segir m.a. svo „Málsaðilar hafa orðið ásáttir um, að Strípur í jaðri Strípshrauns sé hornmark fyrir landeignir jarðanna og er því rétt að merki séu ákveðin þaðan.“ Dómurinn sker síðan úr um merki jarðanna frá Stríp og til norðurs.

Vatnsendaborgin

Landsvæðið þar sunnan við, þ.e. línan á milli Stríps og Kóngsfells var þannig ekki til umfjöllunar í málinu og ekki tekin afstaða til þess af hálfu dómsins hvort merki jarðanna næðu þangað. Orðalagið „hornmark“ í forsendum dómsins verður ekki talið ráða úrslitum að þessu leyti. Ljóst er hins vegar að eigendur jarðanna hafa verið sammála um þá merkjalínu, hvort sem það hefur verið strax við gerð merkjalýsinga Vatnsenda og Elliðavatns í maí og júní 1883, eða þegar yfirlýsingu Vatnsenda var breytt. Samkvæmt framangreindu hefur lýsing austurmerkja í yfirlýsingu eiganda Vatnsenda frá 1883 stuðning af dómi Gullbringu- og Kjósarsýslu 1884 suður í Stríp en lína sú sem dregin er úr Stríp í Kóngsfell, styðst einungis við yfirlýsingu eiganda Elliðavatns. Lýsing vesturmerkja í sömu heimild stangast á við þinglýstar merkjalýsingar aðliggjandi landsvæða en merkjum á milli syðstu punkta til vesturs og austurs er ekki lýst. Eigandi Vatnsenda afmarkar kröfusvæði sitt svo sem að framan greinir með Stóra-Kóngsfelli að suðaustanverðu og Þríhnjúkum að suðvestanverðu og til suðurs með línu þar á milli. Sunnan þessarar línu er suðvesturhorn þess landsvæðis og nefnt Afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna. Þar hafa sveitarfélögin Kópavogur, Reykjavík og Seltjarnarnes gert kröfu um eignarland. Kröfusvæði þessara sveitarfélaga vegna afréttarins tekur þó til mun stærra svæðis, nánar tiltekið stórs hluta af svæðum eigenda Vatnsenda og Elliðavatns, auk landsvæðis suðaustan jarðarinnar Lækjarbotna. Ekki hafa komið fram neinar sjálfstæðar merkjalýsingar fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna og verður afmörkun hans því fyrst og fremst ráðin af merkjum aðliggjandi landsvæða, þ.á.m. Vatnsenda.

Kort af svæðinu

Af framangreindu má sjá a.m.k. tvennt; annars vegar ágreining um landamerki, sem reyndar er ekkert nýtt hér á landi, og hins vegar mikilvægi Stríps sem kennileitis. Auk þess dregur dularfullt hraun nafn sitt af kennileitinu. Þá er ekki síðra að bæði er Strípur í miðju friðlandi höfuðborgarsvæðisins og auk þess er hann mikilvægt, áberandi, en næsta óþekkt kennileiti á verndarsvæðinu.
Þegar gengið var upp að Stríp svo til beint upp frá fjárhústóftinni virtist einungis einn klettadrangur koma til greina – með beina stefnu á Kóngsfellið. Þegar nær dró birtust tvær vörður á neðri efri brúnum hraunsins skammt vestan Stríps. Þær virtust nýlega hlaðnar, en hafa áreiðanlega verið gerðar í ákveðnum tilgangi. Líklegt má telja að þar hafi einhverjir verið að  verki er undirstrikað hafa vilja þeirra afstöðu til greindra marka jarðanna. Þær röskuðu þó ekki fyrri lýsingum af Stríp, sem er þar skammt austar. Á gróinni hæð austan við dranginn kom í ljós að undir gróningunum voru greinilegar leifar af gamalli vörðu. Steinar úr henni lágu og út frá fætinum.
Frá Stríp var hið ágætasta útsýni, hvort sem um varð að ræða niður að Vatnsenda og Elliðahvammi eða upp til Kóngsfells.
Á óvart kom (og þó ekki) hversu landakort voru misvísandi á bæði örnefnaheiti og staðsetningar á þeim. T.d. voru bæði örnefnin “Heykriki” og “Strípur” augljóslega ranglega staðsett á kortunum. Því miður er hér ekki um einstök dæmi um að ræða. Tilgangurinn með ferðinni var hins vegar ekki að leysa úr landamerkjaágreiningi, enda hefur FERLIR jafnan gefið slík tilefni frá sér þrátt fyrir eftirgangssemi í þeim efnum. Ætlunin var, líkt og í upphafi var boðað, að skoða hina heillegu fjárhústóft ofan Vatnsvíkur sem og að líta hinn mikilvæga Stríp augum. Í ferðinni, líkt og svo oft áður, heilsaði “hraunkarlinn/-konan” í Strípshrauni þátttakendum. Áratuga löng reynsla þátttakenda hefur kennt þeim að taka slíku með jafnaðargeði, þ.e. sjálfsögðum hlut.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Landamerkjabréf.
-Örnefnalýsingar.

Strípur

Þjóðmenningarhúsið

Þjóðmenningarhúsið var byggt fyrir Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands á árunum 1906 til 1908 og opnað almenningi vorið 1909. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúrugripasafn Íslands voru einnig í húsinu um langt árabil. Í Safnahúsinu, eins og það var fljótlega kallað, voru því lengi vel undir einu þaki allir helstu dýrgripir íslensku þjóðarinnar.
thjodmenningarhus-1Helsti frumkvöðull að byggingu Safnahússins var Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands. Hannes Hafstein valdi danskan arkitekt, Johannes Magdahl Nielsen, til að teikna húsið. Hann leysti verkið af mikilli kostgæfni eins og húsið ber vott um. Sjálfur kom hann aldrei til Íslands en umsjónarmaður byggingarinnar fyrir hans hönd var starfsbróðir hans Frederick Kiörboe. Kringlan við Alþingishúsið er einnig verk hans.
Húsið reisti Trésmíðafélagið Völundur undir forystu Guðmundar Jakobssonar. Fyrir steinsmíðinni stóð Guðjón Gamalíelsson, fyrir trésmíðinni Helgi Tordersen og járnsmíðinni Páll Magnússon.
Landsbókasafnið og Þjóðskjalasafnið fengu upphaflega um það bil þriðjung hússins hvort til afnota. Að auki fékk Landsbókasafnið lestrarsalinn í miðrými hússins. Þjóðminjasafnið fékk rishæðina og var þar frá 1908 og fram til ársloka 1950 er flutt var í núverandi hús á Suðurgötu. Var bókum og skjölum þá komið fyrir á hæðinni.
Náttúrugripasafnið var á 1. hæð hússins. Þegar safnið flutti út haustið 1960 var húsnæðið fengið handritadeild Landsbókasafns og Handritastofnun Íslands (fyrirrennara Stofnunar Árna Magnússonar) til notkunar. Landsbókasafnið flutti í Þjóðarbókhlöðuna í árslok 1994 en geymdi bækur á Hverfisgötunni fram til ársloka 1998. Um sama leyti flutti Þjóðskjalasafnið endanlega í framtíðarhúsnæði sitt að Laugavegi 162.
thjodmenningarhus-2Gamla Safnahúsið fékk nýtt og breytt hlutverk, þegar Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra opnaði Þjóðmenningar-húsið á skírdag 20. apríl árið 2000. Veglegar sýningar voru opnaðar sama dag.  Þjóðmenningarhúsið heyrði undir forsætisráðuneytið frá stofnun til 1. október 2009 en þá færðist starfsemin undir mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Með tilliti til fyrirhugaðra breytinga á starfsemi hússins voru gerðar gagngerar endurbætur á húsinu á árunum 1997-2000. Endurbæturnar fólust í fyrsta lagi í utanhússviðgerðum, þ.e. múr- og sprunguviðgerðum, endurnýjun glugga, málun og koparklæðningu þaks. Í öðru lagi fólust endurbæturnar í lóðarframkvæmdum, þar sem yfirborð lóðarinnar var endurnýjað, og í þriðja lagi í endurbótum innanhúss, þar sem húsið var endurnýjað að innan með tilliti til friðunar þess og breyttrar starfsemi.

Þjóðmenningarhúsið

Þjóðmenningarhúsið.

 

Alþingishúsið

“Á Alþingi 1867 var samþykkt ályktun um að minnast þúsund ára Íslandsbyggðar með þjóðhátíð árið 1874 og með því að reisa í Reykjavík alþingishús af íslenskum steini. Til að hrinda því í framkvæmd var skorað á stiftamtmann, biskup og landfógeta að ganga í nefnd með tveimur alþingismönnum til Althingi-221að veita viðtöku og ávaxta það fé sem inn kæmi með almennum samskotum, en hver alþingismaður skyldi gangast fyrir árlegum almennum samskotum í kjördæmi sínu. Næstu ár safnaðist nokkurt fé, en 1871 þótti sýnt að það nægði hvergi nærri til að hrinda af stað byggingu alþingishúss. Var þá m.a. rætt um að verja því til að rita sögu Íslands, en frestað ákvörðun um hvernig því skyldi varið. Fyrsta löggjafarþingið kom saman samkvæmt nýrri stjórnarskrá árið 1875 og á þriðja þinginu, árið 1879, var samþykkt “að á fjárhagstímabilinu 1880-1881 sje byggt hús handa alþingi og söfnum landsins. Ferdinand Meldahl húsameistara og forseta Listaháskólans í Kaupmannahöfn var falið að gera teikningu að húsinu. Tryggva Gunnarssyni var falið að ráða yfirsmið og útvega efni til byggingarinnar en hann hélt á þessum árum heimili í Kaupmannahöfn og dvaldi þar á vetrum.
althingi-222Talsverðar deilur urðu um staðsetningu hins nýja húss. Arnarhólstún var í eigu ríkisins og lögðu Grímur Thomsen og Árni Thorsteinson til að húsið skyldi reist á hólnum. Hilmar Finsen landshöfðingi var eindregið á móti þessari ráðagerð og hafði meiri hluta nefndarmanna með sér. Í deilunni var látið að því liggja að eiginhagsmunir Hilmars hefðu ráðið ferðinni en hann nytjaði túnið. Að lokum var afráðið að reisa alþingishús norðan við Bakarastíg milli lóðanna sem nú heita Bankastræti 7 og Laugavegur 1.
Haustið 1879 var hafist handa við að grafa fyrir grunni og einnig að höggva grjót til byggingarinnar. Kostnaðurinn við undirbúninginn í Bakarabrekkunni varð 2.200 krónur.
F. Bald sem ráðinn hafði verið yfirsmiður og samverkamenn hans, steinsmiðir frá Borgundarhólmi og múrarar frá Kaupmannahöfn, komu til landsins vorið 1880. Bald lagðist þvert gegn því að húsið yrði reist í hallanum í Bakarabrekkunni og var nú aftur rætt um Arnarhól, en einnig Austurvöll, sem althingi-223hugsanlegan byggingarstað.
Í byrjun maí var enn fundur í byggingar-nefndinni um staðsetninguna og samþykkt að húsið skyldi standa vestan við Dómkirkjuna. Var þar með ráðist í kaup á kálgarði Halldórs Kr. Friðrikssonar alþingismanns og yfirkennara undir húsið. Halldóri voru greiddar 2.500 krónur fyrir lóðina og þótti hátt verð. Er sagt að þetta hafi verið fyrsta lóð sem seld var í Reykjavík. Ætlunin var að Alþingishúsið stæði sunnar í lóðinni og væri norðurhlið þess í beinni línu við suðurhlið Dómkirkjunnar. En þegar hafist var handa við að grafa fyrir grunni taldi Bald yfirsmiður að traustara væri og minni leðja undir ef húsið stæði norðar.
althingi-224Talið er að um 100 Íslendingar hafi fengið vinnu við Alþingishúss-smíðina. Grjótið í Alþingishúsið var aðallega tekið úr Þingholtunum þar sem nú er Óðinsgata. Var það klofið með járn- eða stálfleygum eða sprengt með púðri. Grjótið var síðan flutt í vinnuskúr og höggvið til og ýmist ekið á vögnum eða dregið á sleðum að Alþingishússgrunninum.
Vinna við húsið gekk greiðlega. Um sumarið var vinnu við húsið haldið áfram af kappi og um haustið var það komið undir þak. Miklar frosthörkur einkenndu veturinn 1880-1881 en engu að síður var unnið á hverjum degi við húsið að innan. Á hornsteini Alþingishússins (1881) stendur; „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“
Frá 1881 hefur Alþingi haldið alla fundi sína í Alþingishúsinu ef frá eru taldir hátíðarfundirnir á Þingvöllum árin 1930, 1944, 1974, 1994 og 2000. Þegar þingi var slitið 27. ágúst 1881 var hafist handa við að flytja Stiftsbókasafnið (Landsbókasafnið) í Alþingishúsið. Var safnið opnað almenningi 6. mars 1882 og var í fyrstu opið þrjá tíma á dag þrjá daga vikunnar.
althingi-226Forngripasafnið (Þjóðminjasafnið) var flutt í húsið haustið 1881 og haft til sýnis tvisvar í viku. Það var til húsa á þriðju hæð og ætlað allgott rými. Á hæðinni var einnig herbergi sem geymdi húsbúnað Jóns Sigurðssonar forseta sem Tryggvi Gunnarsson hafði fest kaup á í Kaupmannahöfn og flutt til Íslands. Forngripasafnið var flutt í nýreist Landsbankahús árið 1899 og fékk Landsskjalasafnið (Þjóðskjalasafnið) þá þriðju hæð Alþingishússins til afnota.
Listasafnið bættist við í Alþingishúsinu þegar fyrstu verkin sem gefin höfðu verið til safnsins bárust til landsins árið 1885. Veturinn 1908-1909 fluttu Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið svo í nýreist safnahús við Hverfisgötu. Listasafnið jókst smám saman að vöxtum og var verkum í eigu þess komið fyrir í ýmsum opinberum byggingum en mörg voru áfram til sýnis í Alþingishúsinu, allt fram til ársins 1950 þegar safnið fékk til umráða eigið húsnæði í húsi Þjóðminjasafnsins á háskólalóðinni.
Árið 1908 var Kringlan byggð við Alþingishúsið. Hún er á tveim hæðum og undir þeim kjallari þar sem komið var fyrir miðstöð fyrir allt húsið.
althingi-229Háskóli Íslands var stofnaður 1911 og hóf starfsemi sína í Alþingishúsinu. Þröngbýlt þótti í Alþingishúsinu við komu stúdentanna. Árið 1912 var horfið frá því að hafa vetrarþing og þingtíminn færður á sumarið þegar Háskólinn starfaði ekki. Alþingi og Háskólinn voru í sambýli þar til skólinn fluttist í eigin byggingu 1940. Menntaskólinn í Reykjavík fékk næsta vetur litla kennarastofu og tvær kennslustofur á fyrstu hæð fyrir gagnfræðadeild, en sumarið 1941 tók Alþingi fyrir þingflokka herbergin sem höfðu verið kennslustofur, en ríkisstjóri og síðar forseti Íslands skrifstofur þar sem verið hafði kennarastofa Háskólans og skrifstofa rektors. Skrifstofur forsetaembættisins voru fluttar úr Alþingishúsinu í Stjórnarráðshúsið árið 1973.
Þingmennirnir 63 hafa hver sitt sæti í þingsalnum. Bak við stól forseta er gengið út á svalirnar.
Í áranna rás hafði húsið tekið breytingum, til dæmis með tilkomu nýrrar tækni, svo sem síma, rafmagns, miðstöðvarkyndingar og tölvubúnaðar og oft var lítt hugað að áhrifum breytinganna á útlit hússins. Úreltar lagnir voru hreinsaðar burtu og gengið sem snyrtilegast frá nýjum. Eftir er að endurgera loftræstikerfi hússins.”

Alþingishúsið

Alþingishúsið.

 

 

Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863.
Þann dag færði Jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að thjodminjasafn-221gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk “að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja.” Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. Þórður Jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersen biskup þágu gjöfina skriflega samdægurs. Þeir fólu Jóni Árnasyni umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson málara sem annan umsjónarmann, en Sigurður hafði fyrstur sett fram hugmynd um stofnun safns af þessum toga.
Safnið var oftast nefnt Forngripasafnið fram til 1911 að það hlaut lögformlega það nafn sem enn gildir. Það var fyrstu áratugina til húsa á ýmsum háaloftum, Dómkirkju, Tukthúsi, Alþingishúsi og Landsbanka uns það fékk inni í risi Landsbókasafns við Hverfisgötu (nú Þjóðmenningarhúsi) 1908 og var þar fulla fjóra áratugi. Við stofnun lýðveldis 1944 ákvað Alþingi að reisa safninu eigið hús og var flutt í það um 1950.
thjodminjasafn-222Fyrstu níu áratugina var einkum leitast við að safna jarðfundnum forngripum, kirkjugripum og öðrum listgripum frá síðari öldum. Hálfri öld eftir að frumgripirnir 15 komu til varðveislu voru safnfærslurnar orðnar yfir sex þúsund.
Í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930 afhentu dönsk yfirvöld um 200 íslenska dýrgripi úr dönskum söfnum og fjöldi íslenskra listgripa barst einnig frá Noregi. Nú má telja muni safnsins í tugum eða hundruðum þúsunda. Erfitt er reyndar að tilgreina nákvæma tölu því að í einu safnnúmeri geta verið margir gripir.
Almennum nytjahlutum sem ekki voru jafnframt listgripir var ekki byrjað að safna fyrr en eftir 1950, enda hafði húsrými verið takmarkað. Fjöldi ýmissa verkfæra og búsáhalda hefur stóraukist í safninu á síðari áratugum og upp úr 1970 var hafist handa við að safna tækniminjum.
Hlutverk Þjóðminjasafnsins er margþætt enda er því lögum samkvæmt ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu.
Þjóðminjasafninu er einnig ætlað að stunda rannsóknir á thjodminjasafn-223menningarsögulegum minjum jafnframt því að miðla þekkingu á menningararfi þjóðarinnar. Á vegum safnsins starfa því sérfræðingar í fjölmörgum greinum, s.s. forvörslu, fornleifafræði, byggingarsögu, þjóðháttafræði, sagnfræði, listfræði og fleiri greinum. Minjavarslan felst í því að safna, varðveita, rannsaka og miðla þekkingu á þjóðararfinum í víðum skilningi, enda spanna minjar í vörslu safnsins allt frá þjóðháttum, húsbúnaði, fatnaði, listgripum, kirkjugripum, verkfærum og atvinnuminjum, til húsasafnsins sjálfs sem telur 43 hús vítt og breitt um landið.
Árið 1998 var ráðist í gagngera viðgerð og breytingar á safnhúsinu við Suðurgötu. Allir gripir voru fluttir í vandaðar geymslur, en starfsfólk fékk aðstöðu á tveimur stöðum í Kópavogi og Garðabæ. Nýuppgert Þjóðminjasafn með nýjum grunnsýningum og sérsýningum opnaði á ný þann 1. september 2004.
Þjóðminjasafnið

Á Þjóðminjasafninu.

 

Völvuleiði

Gengið var um vestanvert Flatahraun norðan Hrafnistu. Í hrauninu er margt minja, s.s. rétt, stekkur, heytóftir, kví og stöðull, en utan þess, ofan við Dysjamýrina er Völvuleiðið.

Flatahraunsrétt

Flatahraunsrétt (Balarétt).

Á Völvuleiði hvíla álög. Algengt var að sjá dysjar við gamla þjóðvegi sbr. dysirnar við Kópavogslæk og uppi á Arnarneshálsinum. Eftirfarandi upplýsingar um svæðið eru komnar frá Jónatani Garðasyni, sem þekkir það einna manna best.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn.

Garðagata er gamla leiðin frá Hraunsholti, um Garðaholtsendann, þar sem námurnar voru og nú eru garðlönd, um ýmist um lágholtið eða háholtið framhjá þúfunum (dysjunum) og að Garðakirkju. Kirkjuvegurinn var aftur á móti í gegnum Víðistaði, um Dysjamýrina og Hraunsnefið. Upphlaðinn moldavegur lá yfir Dysjatúnið (sem var mýrlent mjög í þá tíð). Dysjabrúin eins og gatan var nefnd þar sem hún lá yfir mýrina var sléttuð á sínum tíma.
Í annars sléttur hrauninu áður en komið er að úfnum hraunkantinum mátti sjá hringlaga rétt; Bakkastekkjarétt eða Flatahraunsrétt. Stundum var hún nefnd Balarétt. Hún er nokkuð heilleg. Sunnan hennar var gróinn manngerður, hringlaga hóll. Slétt og gróið hraunið ber með sér að þarna hafi verið fiskitrönur þangað til nýlega.

Garðahverfi

Bakkastekkur.

Norðvestan réttarinnar eru hleðslur af kví. Í hraunbolla norðan hennar er hlaðinn leiðigarður og lítil stekkur framan við fyrirhlaðinn smáskúta. Suðvestan við hann er Bakkastekkjanef, sem tilheyrir Flatahrauni. Sunnan þessa mátti sjá rústir af a.m.k. tveimur húsum eða heytóftum.
Neðan við Garðaveginn sem nú er, rétt við steinhlaðna húsið að
heimtröðinni að Bala, er gamall stöðull í hraunkrika þar sem ærnar voru mjólkaðar. Það er Balastöðull.

Það er rétt að benda þér á að ástæðan fyrir að Flatahraun er algjörlega marflatt á þessum stað, sem og á þeim stað þar sem raðhúsin, sem tilheyra Hrafnistu eru, er sú að á Garðaholti var kampur á stríðsárunum og hermennirnir voru einnig með skúra sína og byrgi við Bala, á Skerseyri og Brúsastöðum (eitthvað af þessu stendur enn).

Garðahverfi

Presthóll (Prestaþúfa).

Hermennirnir notuðu gjóturnar í Flatahrauni sem ruslahauga og fylltu þær af drasli og síðan var sléttað
yfir allt saman. Þess vegna er þetta svona fagurlega slétt.
Norðan við Dysjamýri er gróinn hóll; Völvuleiðið.
Haldið var áfram upp á ásinn og yfir að Prestaþúfu (Presthól). Umrótið eftir herinn er í Prestaþúfu, þar sem Markús nokkur sem var Garðaklerkur á sautjándu, frekar en átjándu öld, sat gjarnan þegar hann íhugaði efni predikana sinna. Hóllinn var grafinn út og útbúin einskonar skotgröf, hann er við vegamót Álftanesvegar og afleggjarans að Garðaholti.

Flatahraun

Hlaðið byrgi í Flatahrauni.

Gengið var norður og niður að Garðastekk og gömlu götunni heim að Görðum síðan fylgt til vesturs upp eftir norðanverðu Garðaholti. Við götuna, hægra megin, eru hleðslur. Þar mun vera svonefnd Mæðgnadys.
Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Hún hefur átt tímana tvenna kirkjan, sem þar er nú. Hún var reist 1879-80 og Pétur Sigurgeirsson, biskup, vígði hana á öðarum degi hvítasunnu. Kirkjan er úr hlöðnu grjóti úr holtinu fyrir hana.
Hinn 20. desember 1914 var nýja kirkjan í Hafnarfirði vígð og frá sama tíma var Garðakirkja formlega lögð niður. Gekk nú á ýmsu uns konur í Garðahreppi tóku málið í sínar hendur á öndverðu ári 1953 og hafði kirkjan þá verið rústir einar að heita má í aldarfjórðung. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Völvuleiði

Völvuleiði.

Þingvellir

Löng hefð er fyrir því að forsætisráðherra hafi bústað á Þingvöllum til einkaafnota og opinberra gestamóttaka.
thingv-221Vorið 1907 var reist timburhús á Þingvöllum sem ætlað var Friðriki konungi VIII til bústaðar í heimsókn hans til Íslands um sumarið. Húsið var reist ofan við eða við Vellina, rétt fyrir neðan Öxarárfoss, og var í eigu Landsjóðs. Var það kallað Konungshúsið. Húsið var leigt út til kaffisölu og gistingar næstu sumur og í því voru haldin réttarböll á haustin. Fyrir alþingishátíðina 1930 var ákveðið að flytja húsið og gera það upp og var það staðsett um 200 metrum utan við Valhöll. Var húsið haft sem bústaður Kristjáns konungs og Alexandrínu drottningar á Alþingishátíðinni.
Upp frá þessu mun það hafa farið að tíðkast að ráðherrar dveldu í Konungshúsinu að sumarlagi, einkum forsætisráðherra. Var það oft nefnt forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Árið 1946 er talað um hann sem „sumarhús ráðherra hins íslenska lýðveldis“.
thingvellir-222Konungshúsið brann í eldsvoða 10. júlí 1970 og fórust þar þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir kona hans og ungur dóttursonur. Þar er nú minnisvarði um þau.
Fyrir lýðveldishátíðina 1974 voru byggðar tvær burstir til viðbótar við þær þrjár sem fyrir voru við Þingvallabæinn en hann hafði verið reistur 1930 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Í viðbótarbyggingunni hefur forsætisráðherra síðan haft opinberan sumardvalarstað, sem kom í stað Konungshússins sem brann, og getur notað hann bæði til einkaafnota og við embættisstörf, svo sem fundarhalda og móttöku gesta. Eldri hluti Þingvallabæjarins var íbúð þjóðgarðsvarðar en eftir að hann hætti að búa á staðnum árið 2000 tók forsætisráðherra yfir meginhluta bæjarins og var húsinu við það tækifæri breytt, milliveggir teknir og útbúnir salir fyrir móttöku gesta. Í nyrstu burstinni var þó áfram höfð aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og prest Þingvallakirkju.

Heimild:
http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/radherrabustadir/thingvellir/

Þingvellir

Þingvellir 1900.