Lækjarbotnar

Í Lækjarbotnum er hellir skammt ofan við tóftir Örfiriseyjasels.
Þar munu þau Margrét Símonardóttir og Eyvindur Jónsson hafa hafst við um tíma á ofanverðri 18. öld. Þau höfðu verið strýkt Laekjarbotnar-4veturinn fyrir og látin þá laus, en tóku sig saman, þá voraði og lögðust á nýju á fjöll segir í Setbergsannál, ÍA IV, 119-1220.  Dauðadómurinn er prentaður í Alþingisbókum Íslands VII, 403 og segir þar að þau skötuhjú hafi verið höndluð “í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. Octobris [1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum [voru síðan dæmd fyrir 3 hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu á Bakkárholtsþingi og úttóku líkamlega refsingu á Kópavogi 3.12.1677 fyrir útileguna og þar af hnígandi þjófnaðar aðburði, þar eftir voru þau afleyst af biskupinum og Eyvindur tekinn aftur af konu sinni]. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræðapersónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta nokkrum í Ölvesvatns landeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar [og voru þau svo ströffuð af lífinu eftir Stóradómi 3.”
Laekjarbotnar-5Í Engidal í Hengli er hellir sem einnig er talinn vera útilegumanna-bústaður. Talið er að fyrrnefnd Eyvindur Jónsson og Margrét Símonardóttir hafi hafst við í þessum helli í seinni útleigð þeirra, vorið 1678. Eyvindur þessi kom um einni öld á undan þeim Fjalla-Eyvindi sem flestir kannast við. En þeir voru alnafnar.
Hellir þessi er efst í móbergshnúknum og snýr hellisskútinn í suður og blasir hann við frá sæluhúsinu. Hellirinn er um 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hæðin er um tveir metrar og nokkuð jafn. Hleðslurnar sem hafa verið fyrir opinu að hellinum eru að miklu leyti hrundar en þó eru um 50 sm há hleðsla sem stendur eftir.
Lýður Björnsson segir svo um hleðslu fyrir hellismunnanum í Engidal. “Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og hæðóttur. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni”. Laekjarbotnar-6
Annar hellir er aðeins 40 metrum frá “stóra” hellinum og aðeins neðar. Sá hellir er mun þrengri og dýpri, um 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. En hleðslur eru fyrir mynni þessa hellis einnig. Mjög gott skjól hefur verið úr þessum helli og hefur hann verið ákjósanlegt svefnstæði en hann er mjög þrifalegur og mjúk möl er á gólfi hellisins. Ekki eru neinar mannvistarleifar í helli þessum.
Lýður minnist á að mögulegt sé að hleðslur þessar hafi verið skjól fyrir hreindýraveiðimenn eða skýli fyrir nautreka en trúlegast finnst honum þó að þessir hellar hafi verið skjól fyrir Fjalla-Eyvind og Margréti í seinni útlegð þeirra, vorið 1678. Minnst er á það ár í annálum: “Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin.  Þau tóku sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi.” Fitjaannáll  ÍA II, 247.  sbr. Hestsannál ÍA II, 512.  1678: “Höggvinn maður á alþingi, hét Eyvindur Jónsson, er hlaupið hafði úr Ölvesi frá konu sinni meða aðra konuvestur undir Jökul og héldu sig þar fyrir hjón, fóru síðan þaðan og fundust við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit og lifðu við kvikfjárstuld. Konan hét Margrét Símonsdóttir; henni drekkt í Öxará.”
Í þessari frásögn er minnst á helli á Mosfellsheiði, hér á hugsanlega átt við umræddu hella í Engidal.

Engidalur

Skjól í Engidal.

 

 

Skipsskaðar

Svo sem oft vil vera í sambandi við vofveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax. Draumurinn var á þá leið, að henni þótti vera knúið dyra og einhver fara fram, sem kallað var, en koma aftur og segja, að hópur manna sé úti, sem vilji fá að tala við hana. Hún fór fram og Stadur - klukknaport-139þarna stóðu, að hún hélt, 9 eða 10 menn. Þeir báru upp erindið, og var það að fá hjá henni gistingu. Eitthvað leist henni illa á að hýsa svona stóran hóp manna og færðist undan því, en þeir sóttu fast á og sögðu á þá leið, að þeir yrðu að fá að gista á Stað. Þá þóttist hún segja, að hún vissi ekki, hvernig hún hefði rúm handa þeim öllum, en þeir þá svarað, að hún þyrfti ekki að hugsa um au, því hann Einar mundi sjá um það. Ekki var draumur þessi lengri, en þótti passa við strandið, því Einar Jónsson, hreppstjóri á Húsatóftum, sá um alla björgun og einnig um útför mannanna.
Úr skipinu rak tíu lík á rúmri viku. Þá var lítið um húsrými, og voru líkin öll flutt í Staðarkirkju og lögð þar til á bekkjum í kórnum. Um leið og þau voru þvegin var leitað eftir öllum merkjum, tatoveringu, hringjum og öllu, sem sérkenndi þau og var það gert samkvæmt beiðni. Þegar sjö lík voru rekin og búíð að ganga frá þeim, eins og áður er lýst, vildi það til snemma morgun, að maður kom til Einars hreppstjóra. Sá hét Bjarni frá Bergskoti; hann tjáði Einari, að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, þannig, að hann hefði vaknað á milli. Dramurinn var þannig að Bjarna þótti maður koma til sín og biðja sig að fara til Einars hreppstjóra og segja honum, að hann vilji fá aftur það, sem tekið hafði frá sér, og að hann sé norðast í kórnum. Bjarni vissi ekkert, hvað um gæti verið að ræða, en setti drauminn þá í samband við hina drukknuðu menn. Einar hreppstjóri tók draum þennan bókstaflega, því einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum að norðanverðu, og var hann látinn á það aftur.
Eftir að jarðarför þeirra tíu, sem rak, hafði farið fram og send höfðu merki og lýsingar á líkunum, þótti það sannað, að sá, sem vantaði, væri skipstjórinn sjálfur, Carl Nilson.
Eitt fyrirbæri, sem sett var í samband við strand þetta, ætla eg og að geta um. Tveir ungir menn um tvítugt áttu þá heima á Húsatóftum. Þeir stunduðu mikið fuglaveiðar og höfðu haft það fyrir sið að fara á báti út í áðurnefnda Flæðakletta á kvöldin, þegar tungsljós var, því á lagum sjó gat verið ládeyða inni í Vikinu fyrir innan klettana, þótt hafrót væri úti fyrir og fugl kom oft í var þar í rysjutíðarfari.
Stekkholl-139Þann vetur sem Alnaby strandaði, nokkru fyrir jólin, fóru menn þessir, sem oftar, út í Flæðakletta í s.v. -éljagangi. Er þeir höfðu verið nokkra stund úti á klettunum, heyra þeir hljóð eitthvert, að þeir héldu austur með Vörðunestanga. Þeir fóru að taka um hljóð þetta, hvað það hefði verið og hvort selir mundu geta hljóðað svona. Svo nokkru seinna heyrðu þeir aftur sama hljóðið, þá nokkru ær og snöggt um hærra og skýrarar. Aftur tóku þeir upp sama talið, hvort selir gætu virkilega hljóðað svona, en varla höfðu þeir sleppt þessu tali, en upphófst rétt hjá þeim, utan við klettana, eitt óskaplega langdregið og ámátlegt hljóð, svo þeim fannst þeir vera umluktir mjög óhugnanlegum og skerandi hljóðöldum, en ekki mjög háum. Þegar þetta var afstaðið, stóðu þeir upp og flýttu sér að bátnum, hrundu honum á flot og reru í land. Höfðu þeir aldrei farið frá út í Flæðakletta að kvöldlagi eftir þetta. Þetta fyrirbæri var vitanlega sett í samband við Alnabystrandið og var kallað “náhljóð”.
[Þess má geta að klukkan fyrrnefnda í klukknaportinu í Staðarkirkjugarði, er frá þessu strandi, þrátt fyrir aðrar alhæfingar, enda er klukkan merkt togaranum].
Austur við Jónsbásakletta tekur við Jónsbás; þá koma Hvalvíkurklettar og Hvalvík. Það hefði og mátt segjast í sambandi við Alnaby-strandið, að enginn vissi, þegar skipið fór upp. Sá, sem fyrstu varð þess var, hét Björn, vinnumaður í Garðhúsum. hann var að ganga til kinda og er hann kom út í Hvalvík, sá hann þar rekald ýmislegt og þar á meðal dauðan mann. Nokkrar líkur þóttu til, að sá hefði verið með lífsmarki er á land kom, því hann hafði legið ofan við flæðamálið í öllum fötum, færður úr öðru stígvélinu og það legið við hliðina á honum; belgur hafði verið bundinn við hann. Nóttina áður hlaut þó skipið að hafa strandað, því um fjörurnar hafði verið farið daginn áður og ekkert verið þar þá.
Gerdavellir-139Þá kemur Markhóll og er hann mörk milli Húsatófta og Járngerðarstaða; austan við Markhólinn er Katrínarvík, þá Sandvik. Í fjörunni fyrir neðan Sandvikið strandaði kútter Resolut, sem H.P.Duus átti, það mun hafa verið árið 1917, um miðjan október. Skipið var með flutning austur til Vestmannaeyjar, er þetta vildi til. Mannbjörg varð, og minnir mig, að það væri mikið þakað stýrimanninum, að hann hafi synt í land með taug, sem hinir komust svo eftir í land. Það þótti furðulegt, hversu vel tókst þarna með björgun, því skipið strandaði um nótt og á fjöru, í austanstormi, en brim er nú reyndar er alltaf á þessum slóðum. Fjaran þarna er skerjótt með lónum á milli, svo að það hljóta að hafa verið nokkrir örðugleikar að komast upp fjöruna, eftir að komið var upp í fyrstu skerin. En þetta komust þeir allt, án utanaðkomandi hjálpar, og komu til byggða að Járngerðarstöðum um morguninn. Það er svo önnur saga, sem kemur seinna, að þessi stýrimaður, sem svo vel gekk fram við björgunina, átti eftir að heilsa aftur upp á fjörurnar í Grindavík og þá sem skipstjóri.
Ekkert sérstakt er hægt að segja frá þessu strandi, en smáatburði langar mig þó að segja frá, sem þá líka sýnir, hvað vínið getur ofy létt upp gráan hversdagsleikann og skapað smá eða stóra viðburði, stundum alvarlega, en sem betur fer þó oftar þá, sem hægt er að hlæja að.
Eitthvað tveimur dögum eftir að Resolut strandaði voru nokkrir menn að bera ýmislegt dót upp úr fjörunni, tilheyrandi strandinu. Þar á meðal voru þrír kompásar. Svo slysalega tókst til, að glerið á einum þeirra brotnaði. Sá var nokkur stór, sennilega tekið 4-5 potta af spíritus. Þetta var á þeim góðu gömlu tímum, þegar ekki var banvæn ólyfjan á kompásnum. Í hópnum voru aðeins tveir menn, sem heitið gátu fullorðnir; hinir allir innan við tvítugt. Þeim fullorðnu fannst vitanlega, að þeir yrðu að taka að sér varðveislu spíritusins, enda gerðu þeir það; og annar fór þegar í gjá, sem þarna var skammt frá, að sækja vatn til að blanda. Þetta endaði svo þannig, að strákarnir urðu undir kvöldið að sækja hesta til að koma þeim fullorðnu til byggða. Og ekki gat nema annar setið á klárnum; þó snöggt um léttara yfir strákunum, þegar þeir komu með flutninginn, en körlunum, sem tóku að sér spíritusinn.
skyggnir-139Fyrir austan Sandvikið koma Hásteina, næst Hellan og þá Malarendi. Austan við hann kemur lítil vík inn í landið, kallað Stórabót; í henni miðri er sker, sem verður að mestu á þurru um fjörur; það heitir Miðbótarklettur. Næsta örnefndi við Malarenda er Skyggnir. Þá er ásin; það er læmi, sem sjórinn rennur um á stórstraumsflóðum upp í Gerðavallabrunna. Fyrir austan Rásina er Ytri-Hestaklettur, þá Eystri-Hestaklettur, Kampur, Hvítisandur, Stakibakki og Litlabót. Á fjörum er Litlabót aðeins lón, sem rennur úr fram í sjó; það er kölluð Litlubótar-rás. Frá Litlubótar-rás og út að Ytri-Hestakletti eru miklar fjörur, sem fellur út af á lágum sjó, kallaður einu nafni “Flúðir”; á þeim eru þessi örnefni vestast; Stakabakagrót, Önnulónstangi og Flúðagjá.
Flúðirnar eru einn hinn annálaðasti strandstaður á öllum Grindavíkurfjörum, því á þessari 8-9 hundruð metra strandlengju hafa fimm skip strandað, sem vitað er um.
Árið 1899, í desember, strandaði þarna norskt vöruflutningaskip, “Rapit”. Var það með salt í lest og olíutunnur á dekki. Skip þetta hafði fengið mjög vont veður í hafi og hafði ýmist tapað tunnunum fyrir borð eða þær verið brotnar til að lægja sjói með olíunni, svo dekklestin var að mestu farin. Þegar skipið strandaði kom fljótlega gat á það og þannig fór saltið, án þess nokkru væri bjargað. Mannbjörg varð.
Storabot-139Einhverntíma á árinu 1900 strandaði þar togari, Engenes. Sá var eign hinnar svonefndu Vídalíns-útgerðar. Mannbjörg varð og ekkert, sem geymst hefir sögulegt við strandið.
Árið 1911, snemma í janúar strandaði þarna enskur togari, Varonil. Sá var talinn hafa “togað” í land, þannig að hann hafi verið með vörpuna úti, er hann strandaði. Við þetta strand varð slys; drukknuðu þrír menn, eingöngu fyrir mistök, þannig,  að þeir réðust í að setja út björgunarbát, sem voru tveir, en  brim var nokkurt og tóku sjóirnir bátana hvorn á eftir öðrum. Hvolfdi þeim og slitnuðu frá skipinu. Í fyrri bátinn höfðu komist tveir menn, en einn í þann síðari. Þeir, sem eftir voru af skipshöfninni, svour svo kyrrir í skipinu, þar til morguninn eftir, að taug varð komið um borð, með því að láta belg reka með hana frá landi, svo hún náðist frá skipinu.
Vindur var n.a.ðstæður og stóð af landi, svo ekki var hægt að láta belg reka í land frá skipinu. Einhverja nasasjón virtust skipverjar hafa á útbúnaði til að draga menn í land af strönduðu skipi, því bjarghring höfðu þeir útbúið eins og björgunarstólarnir eru nú; og í honum eru þeir dregnir í land. Mennirnir voru dregnir nokkuð langt í sjó, og þar sem 10-13° frost var, voru þeir mjög kaldir og svo dofnir, að varla gat heitið að þeir bæru fæturna fyrir sig, þegar í land kom. En þarna var nægur mannafli til að taka á móti þeim, og fóru fjórir með hvern strandmann, leiddu eða hálfbáru heim að Járngerðarstöðum og Garðhúsum sem voru næstu bæir og einnig þeir, sem á þeim tíma höfðu mest húsrými. Mennirnir hresstust fljótlega, þegar þeir komu í hlýjuna, og vissi ég ekki til að þeim yrði ment af volkinu. Hinn 4. apríl 1926 strandaði svo þarna á Flúðunum togarinn Ása frá Reykjavík, eign Duus-verslunar. Það var sérstakt við þetta strand, að skipið var alveg nýtt eða svo, að aldrei hafði verið landað úr því afla; var að fara inn með fullfermi úr fyrstu veiðiferð, er það lenti þarna.
Gerdavellir-virkid-139Á þessum tímum voru ekki komin tæki þau til björgunar, sem nú er, enda var erfitt að koma sambandi milli skips og lands, það var þá álandsvindur á s.s. og nokkur stormur, en í land var löng leið, því útgrynni er þarna. Fysrt vildi línan festast í botni, þar til haft var nógu stutt á milli flotholta á henni; þá fékkst hún til að reka vestur á Stórubót. Og á lága sjónum var hægt að fara á bát út á Bótina og ná þannig í belginn. Þá var eftir að bera línuna þangað, sem styst var í land frá skipinu, en það var í Eystri-Hestaklettinum. Eftir að það hafði tekist, var fljótlega gengið frá tækjum, svo hægt var að draga mennina í land. Mátti heita það gengi vel; allir björguðust, og ekki vissi ég til að neinn yrði fyrir meiðslum. Þar sem hér var um nýtt skip að ræða, var nokkuð gert til að ná því út aftur, til þess kom hingað danskt björgunarskip, Uffe. Það mun hafa verið í máimánuði, sem Uffe byrjaði á björgunarstafnin og var við það nokkuð fram í júnímánuð. Mestur tíminn mun hafa farið í að létta skipið og steypa í göt, sem komin voru á botninn og einnig að sletta fjöruna, sem draga átti skipið eftir. Þegar þessi udnirbúningur var búinn, var á stórstreymsflóði farið að taka í skipið og var það dregið 2-3 lengdir sínar út. Einhverra hluta vegna var þá hætt að draga skipið þannig út, með afturendann á undan, og farið að snúa því þarna í fjörunni. En þegar það var komið nokkurn veginn þversum, þ.e. lá flatt fyrir sjónum, hreyfðist það ekki meira, og þannig var skilið við það litlu seinna. Það hélt margur hlutlaus áhorfandinn, að hægara hefði orðið að snúa skipinu þegar það hefði verið komið á flot, en að gera það meðan það lá í fjörunni.
Jarngerdarstadir-kort-139Fyrstu dagana í júlí gerði svo nokkurt s.s.-kast, storm og brim og þá, á einu flóðinu hvarf Ása algerlega, svo ekkert sást eftir, nema brak í fjörunni og ketillinn, þar sem skipið var.
Það virðist verka eins og dynamítsprengja, þegar brimsjóir falla ofan í skip með opnar lúgur; þunginn svo mikill á sjónum með samþjappað loft inni í skipinu, að þótt járnskip séu, tætast þau í sundur undan nokkrum sjóum.
Hinn 6. september 1936 strandaði svo síðast á Flúðunum. Það var enskur línuveiðari, Trocadiro. Nú var hægara með björgun manna, en verið hafði áður á þessum slóðum, því nú voru fyrir hendi nýtísku björgunartæki ásamt æfðri björgunar svit, enda gekk björgun greiðlega. Skip þetta var að fara til lúðuveiða hér s.v. af Íslandi, en kom þarna við á leiðinni og ílentist þar á Flúðunum.
Austast við Litlubót, uppi á kampinum, taka við Lönguklettar, vestri og eystri Þanghólar, Draugalóm, Sjálfkvíarklöpp, Fornavör, Kvíahúsakampur, Akurhúsakampur og Stokkavör. Niðri í fjörunni, talið frá Litlubót, eru svo þessi örnefni: Fúlalón, Sölvalón, Sjálfkvíalón, Kvosir, Langitangi, Helgubás og Akurhúsanef. Innan við Akurhúsanefið koma gömlu varirnr (uppsátrin) í Járngerðarstaðahverfinu; þær voru tvær og hétu Suðurvör og Norðurvör. Suðurvararsker var á milli varanna, og Brúnkolla er sker fas við leiðina inn í varirnar. Á lágum sjó vildi það oft til, að bátar lentu á eða utan í Brúnkollu, og þótti það heldur klaufarskapur hjá formönnum þeim, sem þar lentu. Árið 1928 eða 29 var byggð bryggja þarna á klappirnar á milli varanna, svo ekki þurfti eftir það að seila fiskinn, sem kallað var, úr bátunum. Var þá kastað upp á bryggjuna og þaðan ekið á bílum á aðgerðarstaðina. etta bætti mjög aðstöðu með aflann að geta ekið honum upp, í stað þess að bera á bakinu, se, frá fyrstu tíð hafði tíðkast. Varanna þurfti með áfram til að bjarga bátunum undan sjó, eftir hvern róður, – setja þá -, sem kallað var, og hélst það allt til ársins 1939, að vísir var gerður að uppgreftri á bátaleið inn í Hópið.
Hop-loftmynd-139Þarna 
á milli varanna rak þýska skonnortu, “Minnu”. var hún að sækja járnið úr “Oddi”, er kallaður var Bakka-Oddur, frá Eyrarbakka, sem einnig hafði slitnað upp af legunni og lent nokkru innar og verið rifinn. Rétt þegar járninu úr Oddi hafði öllu verið skipað um borð í “Minnu”, gerði s.a.-veður með nokkru brimi, svo hún slitnaði upp og rak í land, svo Oddur strandaði þannig aftur. Ekki var gefist upp við svo búið, því Minna var og rifin og síðan járnið úr báðum skipunum flutt í burtu.
Fyrir innan varirnar er svo Staðarvör; hún er talin vera frá tímum Skálholts-útgerðar.
Þar hafa tvö skip farið upp í klettana og brotnað. Hið fyrra hét Flóra. Það mun hafa verið rétt eftir aldamótin síðustu, að Einar G. Einarsson í Garðhúsum hafði fengið skip etta til að sækja saltfarm fyrir sig til Englands, eftir að það hafði fært honum farm af vörum frá Noregi. Það mun hafa verið upp úr miðju sumri, dag nokkurn í s.a.-kalda og góðu veðri, að skipið sást koma siglandi fyrir Hópsnesið úr þessari Englandsferð. Uppi var fótur og fit í landi, og Einar fékk þegar einn af helstu formönnum staðarins, Gísla Jónsson frá Vík, til að fara um borð.
Eðlilega var hópur manna í landi að horfa á siglinguna inn víkina, eftir að lóðsinn var kominn um borð. En heldur þótti þeim Einar fara að ókyrrast, þegar skipið hafði siglt undr fullum seglum inn á leguna, en hélt svo áfram, án ess að fækka seglum, beint til lands. Hann fór vitanlega að veifa og kalla, skipa þeim að sigla ekki lengra og láta akkerið falla, en ekkert dugði; skipið hélt áfram, þar til það stóð í botni í Staðarvörinni.
Heldur þótti þetta ámátleg sigling að fara þarna beint upp í fjöru í besta veðri. En skýring fékkst fljótlega, egar áhöfnin kom í land. Skipið var orðið svo lekt, að skipstjóri taldi ekki mögulegt að halda því á floti lengur og tók því það ráð að sigla því þarna upp. Það hafði og dottið í sundur, klofnað skömmu eftir að það strandaði og saltið fór allt í sjóinn.
Hop-ornefni-139Hinn 6. september 1921 slitnaði og upp af legunni 5-60 tonna vélbátur, frá Hafnarfirði. Sá var í saltflutningum fyrir Edinborgar-verslun og búinn að fara nokkrar ferðir á milli, þegar þetta vildi til. S.a. rok var og mikið brim. Báturinn fór upp á háum sjó og því hátt upp í kampinn í Staðarvörinni. Fjórir menn voru í bátnum og björguðust þeir allir, en báturinn brotnaði í spón á sama flóði og hann strandaði á. Bátur þessi hét Henry Reid.
Innan við Staðarvör kemur Staðarhúsakampur, á Svartiklettur. Hjá Svartakletti hafði Oddur strandað, sem áður var sagt frá í sambandi við Minnu. Oddur þessi var eign Lefolií-verlsunar á Eyrarbakka, sem hafði skip þetta í förum meðfram ströndinni yfir sumarmánuðina, en hafði það í öruggu lægi á vetrurna í Hafnarfirði eða Reykjavík. Það hafði átt að vera á leið í vetrarlægim er það strandaði þarna, komið inn með eitthvað smávegis, en fengið á sig s.a.-veður á legunni, svo það slitnaði upp. Mannafli hafði verið fenginn til að bera grjót að skipinu sjávarmegin, til að verja það fyrir sjávarágangi. En það mannvirki hafði lítið duga, og sjórinn fljótlega brotið skipið niður. það er talið, að Oddur hafi aðeins verið 30 tonn að stærð, en gufuketillinn úr honum, sem ennþá er þarna í fjörunni, bendir til að hann hafi verið eitthvað stærri. Það hafði heitið “Glytner” og talin norskur galeas. Um það hefi ég ekki getað fengið neina greinilegar sagnir, en líkur eru til, aðs kip þetta hafi verið með vörur til pöntunarfélags, sem verið var að stofnsetja hér í Grindavík, en lenti við þetta áfall líka í strandi. Þetta mun hafa verið um síðustu aldamót.
Fyrir innan Svartaklett er Svíri. Fyrir innan hann kemur Hópið, með því að urðarkampur hefir hlaðist upp, milli sjávar og Hópsins. Sá kampur liggur frá Svíra að vestan og í Rifshaus að austan og heitir einu nafni Rif.
Nú er Hópið orðið höfn fyrir alla Grindavík, með því að grafinn var skurður í gengum Rifið, en það – Rifið – ver Hópið að mestu fyrir úthafsöldunni; hún brotnar þar, svo kyrrt er á Hópinu, þótt veltubrim sé fyrir utan.
Nordurvor-139Á Rifinu voru þrjár lægðir eða ósar, sem hétu Barnaós, vestast, þá Miðós og austast Hópsós; sá var dýpstur. Þegar farið var að grafa skipgengan skurð gegnum Rifið, var lagt í Miðsósinn að dýpka hann, fyrst árið 1939, eins og fyrr var sagt, með handverkfærum. Það var vitanlega ekki að búast við miklum árangri af því, en varð þó til þess að 10-15 tonna bátar gátu komist þar inn á öllum flóðum og notað Hópið fyrir legu. Sumarið 1945 var síðan fengið dýpkunarskip það, sem Reykjavíkurhöfn á, til að gera tilraun að grafa skurð gegnum Rifið. Tilraun efndi ég þetta, vegna þess að vitamálastofan taldi sig ekki geta rannsakað til fulls, hvort klapppir væru þarna ofarlega eða bara laust stórgrýti. Þetta heppnaðist vonum betur, því í þessari fyrstu atrennu var gerður 30 m. breiður skurður og 7-8 feta djúpur. Síðan má heita, að eitthvar hafi verið unnið að hafnarbótum, meira og minna, á hverju ári. Er keppt að því, að fá 14 feta dýpi í ósinn til að fiskiskipaflotinn geti farð þar óhindrað um á öllum fjörum, en á háum sjó má fullyrða, að flot fyrir allt að 1000 tonna skip. Því má og bæta við hafnar málin, að það hefði ekki mátt dragast mikið lengur, að úr rættist með höfn fyrir stærri báta, því sýnilegt var, að menn voru verulega að hverfa frá því að stunda róðra á trillubátum, svo það hefði þýtt algjöran fólksflótta frá Grindavík, hefðu þeir átt að verða ríkjandi lengur.
Innan á Svírann hafa svo verið byggðar bryggjur og bólverk með viðbætur innan í Hópið.
Þá eru örnefni í Hópinu. Innan undir Svíranum var Kvíavík, Rafnshúsarif, Krosshúsa-Vikradalur, Álfsfit og Eystri-Vikradalur. Þessi örnefni öll eru nú ýmist alveg eða að hverfa undir mannvirki við höfnina. Næst við Eystri-Vikradal kemur Hóllinn, þá Draugur. Fyrir neðan Draug eru Vötnin, og Vatnatangi; í Vötnunum hafði verið þveginn þvotta frá Hópi.
Sadvikið, fyrir neðan bæina á Hópi, fyrir austan það Lágin, þá Stekkjarbakki og fyrir utan hann Síkin. Þau eru lægð, sem sjórinn fellur upp í, langt inn með kampinum landmegin. Fyrir utan Síkin kemur svo Rifshaus eystri.
Hop-139Þá er búið að fara í kringum Hópið og komið á Rifshausinn, sem er austurendinn á Rifinu.
Upp á Rifið hafði eitt af þeim skipum rekið sem slitnaði upp af legunni. Þetta mun hafa verið rétt fyrir aldamótin. Skipið hét Fortuna, dönsk forenact. Þetta var kallað “Spekulantskip”. Það voru þau skip kölluð, sem voru með alls konar varning og versluðu við íbúana á höfnum hingað og þangað, dvöldu viku til 1/2 mánaðartíma á hverjum stað, eftir því hvað mikið var hægt að versla. Þarna var vitanlega um vöruskiptaverslun að ræða, þannig, að varningurinn var borgaður með framleiðslu á staðnum, þ.e. fiski, lýsi, ull o.s.frv. Eigandi eða forráðamaður skips þessa var Eyþór Felixson frá Reykjavík.
Næst utan við Rifshausinn er Hópsvör, þá Stekkjarvarða og Hellir. Þessi Hellir er klettahlein út úr kampinum. Utan við hleinina er samnefndur boði, sem beygt er utan við, þegar komið er inn fyrir svo kallaðan Sundboða og inn á lónið eða grunnleiðina inn á Hópið. Þrengsli eru því þarna á sundinu milli Sundboða og Hellisboða.
Um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum er til gömul þjóðsaga, sem hér fer á eftir:
Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðarstöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurinir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé kki getið, því þeir höfðu mannaforráð, sem sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sátu lengur en fjöldinn.
Hopsnes-139Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e. þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land. þegar þeir heimabændurnir komu hvor að sínu sundi. Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkala það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykur allt hafa orðið að áhrínsorðum, annig að enginn bátur hefir farist á Þórkötlustaðasundi, en talið er að 20 bátar hafi farist á Járngerðarðastaðasund og enginn eftir að komið var í þá tölu.
Þarna á kampinum fyrir ofan Hellinn lenti árið 1940? vélbáturinn Aldan frá Vestamannaeyjum. Bátur þessi reri frá Vestamanneyjum deginum áður, en seinnipart þessa dags gekk í mikið s.a.-veður.

thorkotlustadanes-139

Báturinn náli ekki lendingu vegna vélarbilunar og rak því alla nóttina undan sjó og vindi. Það vildi þeim bátsverjum til lífs, að bjart var orðið, þegar þá hafði rekið vestur að Þórkötlustaðanesi, því austan á því var brimið svo stórkostlegt, að engin lífsvon gat verið að lenda þar. Þeim heppnaðist að draga upp fokkuna og sigla á henni fram fyrir nesið. Einn maðurinn á bátnum hafði verið á vertíð í Grindavík nokkru áður og rataði inn Járngerðarstaða- sund. Þegar báturinn hafði náð fyrir Þórkötlustaðanesið, tók hann til að sigla inn sundið, sem varla gat þó heitið sund, þar sem víkin var öll enn brimgarður. Em einhvern veginn heppnaðist þetta svo, að báturinn mjakaðist á fokkunni inn eftir sundinu. Enginn maður í landi trúði á, að þetta gæti gerts, því þegar báturinn hvarf alveg tímum saman milli hinna háu sjóa, bjuggust flestir við, að hver væri síðastur. En hann kom uppá öldutoppana og bar þá við loft, og áfram kom hann inn, þar til kom í áðurgetin þrengsli milli Sundboða og Hellisboða. Þá tók einn mikill brotsjór bátinn og færði hann svo hátt upp á kampinn, að bátverjar gátu á næsta útsogi gengið þurrum fótum á land úr bátnum.
Þegar farið var að athuga bátinn sjálfan, kom í ljós, að hann var mjög lítið brotinn, hann var því þéttaður og náð út fljótlega.
Fyrir utan Hellinn kemur Heimri-Bás, þá Syðri-Bás og Sölvaklappir þar fyrir utan. Fram af Sölvaklöppum er kerstandur úti í sjónum; sá heitir Bóla. Sigga heitir stór og mikil varða, þarna uppi á Kampinum; ekki veit ég önnur deili á henni, en hún var notuð sem mið á sjó. Þá koma Hópslátur; það eru klettarnir með malarbásum framan á Þórkötlustaðanesi. Austan við Hópslátur halda áfram svipaðir Klettaranar, sem heita Kotalátur. Mörkin milli þessara klettalátra eru landmörk milli Hóps og Þórkötlustaða. Fram af þessum látrum, beint fram af Nesinu, kemur nokkur hundruð metra langur skerjatangi fram í sjóinn, er kallast Nestá; fer á kaf á flóðum, en upp úr á fjörum.
thorkotlustadahverfi-129Þarna á Nesinu varð hinn 18. janúar 1952 eitt hið hörmulegasta sljóslys, sem orðið hefir í Grindavík, þegar mb. Grindvíkingur fórst þar með allri áhöfn, fimm ungum og hraustum mönnum. Það má segja, að þegar hin ótömdu náttúruölf eru í sínum mestu hamförum, eins og var í þetta skipti, megi alltaf bbúast við slysum. En þarna fórst  stærsti og besti báturinn, að talið var þá í Grindavík.
Gamalt máltæki segir, “að Guð fleyti jafnt grátitlingum sem gamalálftinni”. Og víst er um það, að náttúruöflin virðast í öðru tilfellinu leggja sig fram um að bjarga öllu sem best, en í hinu að tortíma og eyðileggja. Þennan dag reru allir bátar í Grindavík, í sæmilegu veðri, en upp úr hádegi fór að hvessa, með slyddubyl. Kl. 7-8 um kvöldið var svo komið fárviðri og alltaf sama slyddan. Vegna slyddunnar mun Hópsnesviti ekki hafa sést, fyrr en komið var vestur fyrir hann, því áveðurs hefir hlaðist á rúðurnar. Grindvíkingur mun hafa verið um 20 mílur austru frá vitanum, svo ekki er hægt að segja að miklu munaði, ca. 100-200 metrum, sem hann hafði orðið innan við nestána, en það dugði til að valda slysinu.
Fyrir austan Kotalátur koma Austurbæjarlátur; þá Þórkötlustaðalátur. Sagnir eru um, að einhverfs staðar í þessum látrum hafi skip strandað á árunum milli 1880-90. Þetta hafði verið kútter og heitið Vega – verið með saltfarm. Mannbjörg hafði orðið, en skipið brotnaði. Sumarið 19?? í norðan kalda og slétum sjó sigdli og þarna upp á nestána þrímastrað briggskip; var að koma til landsins með saltfarm. Það flaut uppi á næsta flóði, barst undan kaldanum frá landi og losnaði þannig úr strandinu. Einhver leki kom að skipini og var fenginn mannafli úr landi og öflug dæla frá Reykjavík til að halda skipinu þurru. Þetta hepnaðist og skipið komst burtu. Austan við Látrin er Leiftrunarhóll. Frá honum liggja svo kölluð Rif austur og út á Þórkötlustaðarvíkina. Í fjörunni niður undan hólnum lenti enskur togari hinn 23, mars 1932. Veður var gott, s. kaldi og lítið brim, en svarta þoka. Bátar reru seint frá Grindavík þennan morgun vegna þokunnar. Fyrstur á sjó frá Þórkötlustöðum þennan morgun varð Guðmundur Sloki-ornefni-139Benónýsson frá Þórkötlustöðum.
Er þeir komu út fyrir sundið, sáu þeir þúst mikla undan leiftrunarhól og einnig bát með áhöfn. Þetta var hinn strandaði togari uppi í fjöru, en skipshöfnin var komin í björgunarbátinn og út á hættulausan sjó. Guðmundur fór til bátsins og bauðst til að draga hann til lands, og þáðu þeir það. Sem fyrr er sagt var ágætis veður, og fljótlega fóru skip að hópast að strandinu. Upp úr hádegi voru komin þarna enskt eftirlitsskip, tveir eða þrír enskir togarar, danska varðskipið Fylla, og með þeim síðustu kom svo varðskipið Ægir á strandstaðinn. Einar M. Einarsson, skipstjóri Ægis, var þá orðinn frægur fyrir sín björgunarafrek á strönduðum skipum. heyrði ég sagt að Ægir hefði og náð þessum togara út með því að koma taug í togarann, þannig að hún festist ekki í botni. En Guðmundur Benónýsson telur, að hið enska eftirlitskip hafi endanlega kippt togaranum á flot. Þarna nálægt þessum Leiftrunarhól hafa þá tvö skip strandað, sem náðsta út aftur, en það eru líka einu skipin, sem vitað er um við Grindavíkurfjörurnar hafi sleppt aftur.

Innan undir Leifrunarhól, víkurmegin, strandaði í maímánuði 1917 ensk skonnorta með saltfarm og eitthvað af síldartunnum. Sú hét Scheldon Abby. Dag þann, sem strandið varð, hafði verið gott veður, s.a. andvari, súld og svarta þoka. Um hádegisbilið vissi fólk ekki fyrr en að í þokunni birtist ferlíki mikið inni á víkinni, sem greint varð að væri þrísiglt skip, er kom siglandi inn eð Slokkunum og vestur á víkina. Þegar kom á víkina virtist skipshöfnin fyrst verða landsins vör og gerði hún þá tilraun að venda skipinu út um. Það misheppnaðist vegna lognsins, og skipið seig á hliðina upp í kletana þarna. Skipshöfnin fór fljótlega í skipsbátinn og kom í land. Þess er sérstaklega innst í sambandi við skipshöfnina, 8 eða 9 menn, að það voru eingöngu gamlir menn. Stríðið, sem þá var búið að standa í þrjú ár, hefir verið farið að segja til sín og taka þá yngri til sín. Með því að nokkur hreyfing var á skipinu þarna á skerjunum fór það fljótlega að gefa sig, og undir kvöld stranddaginn fékk hreppstjórinn mannafla til að bjarga tunnunum og öðru verðmæti, sem hægt var að ná.
thorkotlustaðanes-uppdrattur-139Þegar um borð kom, þótti sýnt, að skipshöfnin hefði verið að byrja máltíð, en truflast snögglega, því lagt var á borð í káetu og borðsal og nóg á borðum. Björgunarmennirnir töldu sig fyrst hafa tekið til við að ljúka máltíð skipshafnarinnar og ar byrjað björgunarstarfið, enda mun það hafa orðið síðasta máltíðin í skipinu því. Það liðaðist í sundur næstu daga.
Innan Leiftrunarhóls koma Drítarklappir, þá Stekkjarfjara og varirnar í Þórkötlustaðanesi. Þar var þriðja bryggjan, byggð 1930. Allar þessar bryggjur, sín í hverju hverfi, má segja að hafi komið að miklum notum með því að losa menn við það hroðalega erfiði að bera allan aflann á bakinu upp úr fjörunni. Fyrir þá bættu aðstöðu hefir og eitthvað meiri afli komið á land, svo og þannig, bæði beint og óbeint, hefir fé það, sem í þær fór, fengist endurgreitt, þótt nú séu þær allar ónotaðar og einskis virði.
Hið eina, sem telja má, að óhönduglega hafi farið í sambandi við þessar bryggjurgerðir, var lenging og stækkun á þessari bryggju. Í raun og veru var peningum kastað þar í sjóinn, því að verk þetta var unnið sama árið og ósinn inni í Hópið var grafinn, svo eftir stækkunina var hin endurbætta bryggja aðeins notuð næstu vertíð á eftir af tveimur trillubátum og síðan ekki söguna meir.
Innan við varirnar er klettur, sem heitir Draugur, þá Draugsklappir, Herdísarvík – upp af henni í kampinum eru hólar kallaðir Kóngar -, þá Miðmundarflöt og Syðri-Heimri-Bót. Þarna í Bótinni er sögn um, að eftir miðja 18. öld hafi frönsk skúta strandað þar. Ekki er vitað um annað að miða tímatal við en að bóndinn, sem þá bjó í Einlandi í Þórkötlustaðahverfi, hét Hannes. Einhvern tíma seinni part vertíðar í landlegu hafði  hann vaknað í rúmi sínu við hávaða úti á hlaðiinu, heyrðist þar manna mál, en gat ekkert orð gripið. Hann klæddi sig og fór út að vita, hvað um væri að vera. Þegar út á hlað kom, var þar stór hópur manna. Hópurinn var allur á barmi hlandforar, sem var þar á hlaðinu. Þar höfðu þeir umsvif mikil og tal, svo honum fannst þeir helst vera óðamála. Hannes fór í hópinn að vita, hvað um væri að vera, og reyndust þeir þar að vera að braska við að draga einn stóran og feitan félaga sinn upp úr hlandforinni. Þetta reyndist að vera skipshöfn af franskri skútu, sem strandað hafði þar í Bótinni, en það var sjálfur skipstjórinn, sem verið var að bisa við að draga upp úr hlandforinni. Hann hefir sennilega gengið á undan hópnum, en eitthvað verið óklár á staðhætti og sennilega verið nær því að drukkna þarna en við sjálft strandið….
Sjá framhald.

Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.

Miðsel

Í örnefnalýsingu Merkiness segir m.a.:
mongusel-221“Upp frá Merkineslægðum og sunnan Arnarbælis hækkar landið ört , og austur undir mörkum rísa nokkrir brattir hólar gróðurlausir, sem nefndir eru Norður-Nauthólar. Í suðvestur frá þeim, miðja vegu að merkjum, er graslendi nokkuð, þar sem landið er einna hæst.  Þar mót norðvestri má sjá tóftir, sem nefndar eru Merkinessel.  Hvort það er sama selstaðan, sem sagt er frá 1703, að væri vatnslaus og þyrfti að þíða snjó fyrir pening, og ef hann væri ekki til, væri ekki vært í selinu (?).  Þetta er talið mjög gamalt sel.  Svo var þetta sel aflagt og fært enn innar.
Merkinsessel-221Ofan í djúpum, þröngum dal, austan við þar sem landið er hæst, eru tóftir, og er mælt, að einsetukerling, er bjó í Merkinesi, hafi haft þar í seli.  Enn í dag er þetta nefnt Möngusel. Þá skerst landið þvert af gjá, sem er frá suðvestri til norðausturs, og í þeirri gjá austanvert í landareigninni er annað sel, Merkinessel.  Það hafa margir nefnt Möngusel.  Upp frá þessari gjá, sem er nokkuð breið og óregluleg, nyrzt í landinu er mjó (?), eins og 150 faðmar, er öll gróin lyngi, valllendi.  Þar er jarðsig og hamraveggir.  Öll þessi gjá heitir Mönguselsgjá. Stefnir hún svo til suðvesturs, og syðst er hún ekki undir 300 faðma breið. Þar hættir gjáin, og við tekur Kinn, sem nær alla leið út að sjó hjá Stóru-Sandvík.Midsel-221
Suður og upp frá Mönguselsgjá hækkar landið aftur, og eru mosaþembur með hraunhólum.  Lengst til suðvesturs eru tveir einstakir hólar, nefndir Syðri-Nauthólar.  Vafi er, hvort þeir eru um merkin.  Upp frá þessu landi, sem enn hækkar, vex lynggróður.”
Ætlunin var að leita uppi hinar fornu minjar Miðsels (eldra Merkinessels), Merkinessels (hins yngra) og Möngusels. Hafnaheiðin býður ókunnugum ekki upp á mikla möguleika því hún er bæði tilbreytingarlaus og villandi göngufólki. En ef horft er framhjá hvorutveggja má með þolinmæði og góðum vilja nálgast framangreinda áfangastaði.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Merkines.

Merkinessel

Merkinessel.

Ísólfsskáli

Örnefnin “látur” og “sel” eru víða við Reykjanesskagann, s.s. Selsker, Selhella og Sel[ja]vogur] og Selhelluvogur í Ósum, Selsker við Sandgerði (Fuglavík), Selvík við Hólmsberg, Látrar og Láturtangar við Hvassahraun, Selatangar austan Ísólfsskála, Selalátur á Selatöngum, Látur og Litla- og Stóra-Látraflöt fremst á Þórkötlustaðanesi, Selaklettar við Garð að auðvitað að Selvogi ógleymdum. Örnefnin Selsker og Selatangar eru einnig við Stafnes.

LandselurÍ örnefnalýsingu fyrir Bæjarsker segir m.a: “Nokkur smásker sunnan við grynnri bátaleguna í Sandgerði heita Selsker. Bæjarskerseyri öll tilheyrir Bæjarskerjum (nema Borgarklettur) og er söguleg fyrir ýmsa hluti. Þar hefi ég séð mest af sel saman kominn fyrir aldamót. Þeir lágu í mörgum hópum uppi á Eyrinni um fjöru og tugum saman í hverjum hóp eins og fjárbreiður. En þegar sjór hækkaði og undir þá féll, moraði öll víkin af sel og raunar báðum megin Eyrar. Bændurnir höfðu selanætur, sem þeir lögðu í Eyrarsundin á hentugustu staði, Og munu hafa haft drjúga veiði, einkum fyrr á tíma.
ÚtselurMeðan fjöruþang var eina eldsneytið, var Eyrin óþrjótandi náma og fengu margir aðrir en eigendur að njóta góðs af því, fyrir litla eða enga þóknun. Og Bæjarskerseyri var auðug af sölvum, en það kunnu þeir bændur, sem fluttir voru á Miðnes austan af Síðu, vel að meta, þar voru söl notuð sem mannafóður um miðja 19. öld. Það var að vísu ekki almennt gjört á Miðnesi í mínu minni, en þeirra var aflað í stórum stíl til skepnufóðurs og þóttu ómissandi.
SelatangarÁ tíma seglskipanna, einkum meðan mest var af frönskum skonnortum, svo að telja mátti um og yfir hundrað daglega í Stafnesdjúpi, strönduðu þau oft við Miðnes, þegar útsynningarnir dundu á með brimi og myrkri. Eyrin, lág en föst fyrir, teygði anga sinn um eina sjómílu út, hún var því sem eins konar gildra fyrir skipin, enda strandaði fjöldi þeirra á Eyrinni.
Þó nokkrir áratugir hafi þessu öllu breytt, selurinn horfið af Eyrinni, síðan vélbátar komu með skelli eins og vélbyssuskothríð.”
Hér er þess getið að skothríð fæli selinn frá látrum, enda mun staðreyndin vera sú.
Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir: “Nótarhóll dregur nafn af því að dregið var fyrir sel í Gvendarvör og nótin síðan geymd á hólnum.” Nótarhellir er við Seltanga. Örnefnið er af sömu ástæðum þar.

HringanóriLátur eða sellátur er svæði nærri sjó, þar sem selir kæpa (eignast kópa). Sellátur er að finna víðast hvar þar sem selir halda sig, og eru meðal annars allvíða við strendur Íslands. Látur eru yfirleitt nærri flæðarmálinu, og selirnir liggja þar á fjöru en svamla í sjónum á flóði. Í einu látri geta verið allt frá fáeinum dýrum upp í mörg hundruð. Það hefur löngum verið talið til hlunninda, ef látur voru í námunda við bæi, enda hafa selir verið veiddir frá fornu fari, fyrst vegna kjöts og skinna, en í seinni tíð einkum vegna skinna (þá aðallega kópar) og til að halda hringormi í skefjum.

KampselurHvallátur eru einnig til, og setti Bjarni Einarsson þá tilgátu fram að þau væru kennd við rosmhvali, það er að segja rostunga. Sú tilgáta þykir mjög sennileg, en er erfitt að sannreyna þar sem rostungar eru orðnir sárasjaldgæfir við Ísland.

Sellátur fyrirfinnast víða við strandlengju Íslands. Landselir eru flestir á svæðinu frá Ströndum til Skaga við Húnaflóa

VöðuselurÍ nágrenni Reykjavíkur þykir látur við Stokkseyri og Eyrarbakka einna best til þess að skoða seli, þótt ekki haldi margir þeirra til þar. Hindisvík á Vatnsnesi er sögð vera besti staður landsins til að skoða seli, en látrið þar var friðað um 1940 fyrir atbeina Sigurðar Norland (1885-1971), sem þar bjó.

Selir halda mest til í látrum frá fengitíma og þangað til kóparnir eru orðnir vel syndir. Tvær selategundir kæpa við Ísland, landselur og útselur, og er yfirleitt betra að komast að landselslátrum ef menn eru forvitnir eða í veiðihug.

Fengitími landsela er í ágúst og september og þeir kæpa á vorin, í maí og júní, í látrunum. Kóparnir liggja fyrstu vikuna en taka svo til sunds. Þegar kóparnir eru byrjaðir að braggast, þá byrja fullorðnu selirnir að fara úr hárum, seinni Blöðruselurhluta sumars, áður en fengitíminn hefst að nýju, en þá halda selirnir sig frekar til sjós.

Útselir byrja að kæpa á haustin og stendur kæpingin yfir frá október fram í febrúar. Kópar útsels halda til á þurru landi þangað til þeir hafa skipt um feld, og þegar þeir eru byrjaðir að stálpast, á vorin, þá hefst fengitími fullorðnu selanna.

Þar sem látur eru koma þau gjarnan fyrir í örnefnum. Þannig eru til Sellátur í Tálknafirði og Sellátranes í Rauðasandshreppi, Hvallátur og Látrabjarg í Vestur-Barðastrandarsýslu. Látrar eru til (og hafa bæði þekkst sem Sellátur og Hvallátur að fornu) og Látraströnd í Suður-Þingeyjarsýslu og Sellátur er bæði til í Breiðuvíkurhreppi í Snæfellsnessýslu og í Helgustaðahreppi í Suður-Múlasýslu. Hvallátur heitir eyjaklasi á Breiðafirði, og Hvallátradalur er í Lambadalshlíð í Dýrafirði.

Rostungur

Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Fjórar tegundir í viðbót eru þekktar hér við land sem flækingar, en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Þessar tegundir eru vöðuselur (Phoca groenlandica), kampselur (Erignathus barbatus), blöðruselur (Cystophora cristata) og hringanóri (Phoca hispida). Einnig hafa rostungar (Odobenus rosmarus) sést hér við land en þeir eru þó mjög sjaldséðir.

Þegar skoða á sellátur er vert að hafa í huga að villt dýr, líkt og selir og fuglar, geta verið viðkvæm fyrir umferð manna og því ber að hafa eftirfarandi atriði í huga þegar þau eru skoðuð:

Til að njóta heimsóknar í sellátur til fulls er nauðsynlegt að vera útbúinn góðum sjónauka. Ekki er æskilegt að fara nær selum á landi en ca. 100 metra. Ef dýrin breyta hegðun sinni, gerast óróleg eða flýja í burtu frá þér er það  merki um að þú sért kominn of nálægt.
SelláturTil að ná góðum myndum af dýrunum er nauðsynlegt að vera útbúinn myndavél með góðri aðdráttarlinsu. Það er frekar ólíklegt að ná góðum myndum af selum og fuglum á venjulegar myndavélar.
Gakktu rólega og hljóðlega um heimkynni villtra dýra. Forðastu hróp, köll, hlaup og snöggar hreyfingar.
Þó selir séu afskaplega fallegir, geta þeir einnig verið hættulegir ef þeim er ógnað. Vinsamlegast snertið því ekki veik eða særð dýr, heldur látið vita á afgreiðslu Selasetursins eða til landeigenda.
Vinsamlegast snertið ekki kópa sem villst hafa frá móður sinni. Hættulegt getur verið að fara á milli kóps og urtu.
Vinsamlegast snertið ekki fuglsunga, eða veika og/eða særða fugla heldur látið vita á afgreiðslu Selasetursins.
Leyfið dýrunum að skoða ykkur, forvitinn selur getur t.d. synt ansi nálægt sé honum ekki ógnað á neinn hátt. Tillitsemi borgar sig.

Heimild m.a.:
-Wikipedia.com
-Selasetur Íslands.

Selir

Selir á Skógtjörn á Álftanesi.

Hrafnabjörg

Ofan við Þingvallaskóga er getið um tvö býli; Litla-Hrauntún og Hrafnabjörg. Litlar sögur fara af býlum þessum er þó er hið síðarnefnda talið miklu mun eldra eða allt frá fyrstu tíð. Ætlunin var að leita að og skoða hið gamla bæjarstæði Litla-Hrauntúns og fornbýlistóftir Hrafnabjarga undir samnefndu fjalli norðaustan Þingvalla. Tóftunum var síðast lýst skömmu eftir aldamótin 1900. Hafa sumir talið að þar hafi hinir sagnakenndu Grímastaðir verið. Aðrir að þær hafi verið undir Grímarsgili mun vestar. Prestastígur liggur yfir hraunið, flestum gleymdur.

Kort Þingvallavefsins af göngusvæðinu

Búið var að miða bæjarstæðin út frá gömlum kortum. Svæðið gaf von um ægifagurt útsýn; Ármannsfell, Skjaldbreið og Hrafnabjörg.
Heimildir segja: “Í hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af náttúrunni, þ.e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá henni er forn bæjarrúst. Önnur forn bæjarrúst er í hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún. Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5) að Grímsstaðir, þar sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað, og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður Vigfússon í Árb. 1880-1, bls. 43.”
Lagt var af stað frá Ármannsfelli skammt neðan undir Stóragili. Ljóst var strax í upphafi að svæðið er gríðarlega víðfeðmt og erfitt til leitar að mjög fornum óljósum minjum.
Einar á vettvangi Litla-Hrauntúns? Vörðuleifar nærFERLIR hafði áður leitað upplýsinga um staðsetningar á stöðum þessum hjá viðkomandi staðaryfirvöldum þjóðgarðsins og fengust greið svör frá Einari Á.E.Sæmundsen: “

Hnitin á Litla Hrauntúni sem ég er með hér er: 20° 59´43,139” W-64° 17´44,196” N. Þetta er merkt inn af eldri manni Pétri Jóhannessyni úr Skógarkoti sem setti á loftmynd um 650 örnefni. Þau voru hnituð inn af loftmyndum hans ofan á okkar hnitsetta grunn. Þegar rýnt er í myndina þá er erfitt að greina nokkuð sem gæti bent til fornra rústa. Það eru eitt annað örnefni sem gæti hjálpað ykkur….. Hesthústóft-tjörn (20°57´59,908” W-64°16´54,939”N). Það bendir til einhverrar mannvistar. Í skránni er Hrafnabjörg “eyðibýli”, en búið að fínkemba aftur kortin lögð yfir loftmyndirnar okkar og ég finn það ekki. Það er einsog það hafi gleymst að setja það inn. Mig grunar að þetta örnefni 

Einar við

Hesthústóft geti leitt ykkur áfram en það er næsta í röðinni í skránni. Hann hefur gert þetta eftir minni og kannski munað þau saman ef þau væru nálægt hvort öðru. Hnitin eru í isnet 1993 lambert… Mér finnst þetta sem þið eruð að gera mjög spennandi og lít stundum við á heimasíðuna ykkar. Þetta er vinna sem nýtist okkur mjög vel í framtíðar fornleifaskráningu.”
Ef tekin voru mið af gömlum kortum út frá þekktum kennileitum átti ekki að vera mjög erfitt að staðsetja bæjaleifarnar. Ekki er um langa vegarlengd að ræða frá Ármannsfelli að Hrafnabjörgum, en hafa ber í huga að hraunin þar á millum eru bæði illviljug og höll undir að hylja það sem er þeirra. Og þegar hnitin voru slegin inn á hin ýmsu opinberu landakort, s.s. 1:100.000 og 1:50.000, fengust hinar mismunandi staðsetningar.
Nefndur Pétur merkti örnefnin eftir glöggum loftmyndum, þ.e. númeraði þau inn á myndirnar, en Einar færði þau síðan inn á loftmyndir af svæðinu. Skv. því átti Litla-Hrauntún að vera spölkorn Hesthústóft nálægt Hrafnabjörgumsunnan við sauðfjárveikigirðingu er umlykur Þingvöll. Þegar gengið var á hnitið kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Þegar komið var á vettvang var efitt að sjá að þarna gæti hafa verið bæjarstæði, sem þó hefði þá verið það á mjög  ákjósanlegum stað. Tóftir, mjög gamlar, virtust vera sunnan undir lágum aflöngum klapparhól. Efst á honum var fallin varða, mosavaxin. Grjótið var þá augljóst. Undir hólnum virtist vera grasi gróin geil inn að honum. Mótaði fyrir veggjum beggja vegna, þó ekki hleðslum. Stafn hefur verið mót suðri. Gata lá framan við. Til beggja hliða virtust vera leifar minja, gerði til vesturs og hús til austurs. Þar virtust geta hafa verið tvískipt tóft. Gaflar sneru mót suðri. Stór varða var neðar í hrauninu, skammt austan við Hrauntúnsbæinn. Vel sást yfir að Þingvallavatni. Hafa ber í huga að landið hefur breyst mikið á umliðnum öldum. Varða var á klapparhól skammt suðvestar. Milli hans og “bæjarstæðisins” voru grónir hraunbollar, sem vatn gæti hafa safnast saman í. Skammt austar var opin djúp (botnlaus) gjá, en í hana hefði hugsanlega verið hægt að sækja vatn. Allt um kring voru grasbollar og skjól, hin ákjósanlegasta fjárbeit.
Ferðinni var haldið áfram – áleiðis að Hrafnabjörgum.
Varða, önnur af tveimur, ofan við hesthúsatóftinaFornminjar á Þingvöllum voru friðlýstar árið 1927, og þá sennilega að gefnum tilefnum. Að því tilefni sagði m.a.: “Friðlýsingar fornminjar: Þingvellir. 1. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað, beggja vegna Öxarár. 2. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestan undir Hrafnabjörgum.” Þingbúðarrústirnar hafa verið merktar, en engar hinna síðarnefndu. Þar á Þingvallanefndin þakklátt starf fyrir höndum.
Á megingjánni millum bæjanna, hlutdeild misgengis meginlandsflekanna, var brú. Vestan hennar voru þrjú forvitnileg prestaörnefni; Prestastígur. Presthóll og Prestahraun. Þar myndi verða ástæða til að staldra við um stund. Í Hlíðargjá mótaði fyrir gamalli götu er lá framhjá áberandi háum og sprungnum klapparhól. Þar gæti verið um að ræða nefndan Presthól, enda átti hann að verða neðan við gjána á þessum slóðum. Prestahraunið er augljóst. Það er nýrra en Þingvallahraunið, sem hefur komið úr Eldborgunum ofan við Hrafnabjörg. Prestahraunið hefur hins vegar komið ofan úr Þjófadölum og er mun yngra. Það myndar rana þarna millum Ármannsfells og Hrafnabjarga og líklega hefur stígurinn legið að hluta yfir ranann á leið sinni í átt að Mjóufellunum þar sem Goðaskarð skilur þau að.
Komið var inn á Bjargarvelli, grasflöt suðvestan við Hrafnabjörg. Þar virtist móta fyrir tóftum. Haft var hins vegar sem mið eftirfarandi:
Í Árbók HIF árið 1904 fjallar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi um Grímsstaði í Þingallasveit undir yfirskriftinni “Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904”.
“Svo segir í Harðarsögu, 5. k.: -Grímur keypti þá land suðr af Kluftum, er hann kallaði Grímsstaðiok bjó þar síðan-. en í 19. k. segir svo: -Hann (Indriði) fór Jórukleif ok svá til Grímsstaða ok þaðan Botnsheiði ok svá í Botn-. Ef það eru sömu Grímsstaðir, sem talað er um í báðum þessum stöðum, þá er annarhvor staðurinn ónákvæmlega orðaður.
Vatnsstæðið við hesthústóftinaKluftir (sandkluftir) er milli Ármannsfells og Mjóufjalla. Suður frá Kluftum er skógi vaxin hraun til Hrafnabjarga. en það hraun er vatnslaust og því eigi byggilegt. Í hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af náttúrunni, þ.e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá henni er forn bæjarrúst. Hún er að vísu nokkuð óglögg; þó má sjá, að í henni eru 2 miðgaflar, er skifta henni í 3 herbergi, sem hvert um sig er nál. 3 fðm. langt. Hún liggur nál. frá austri til vesturs og hefir vestasta herbergið dyr á vesturenda, en hin sýnast að hafa dyr á suðausturhliðinni. Breiddin á tóftunum er nál. 3 fðm. Við norðurhliðina vottar fyrir annarri tóft, en einnig hefir dyr á vesturenda. Norðanmegin við þær er lítil tóft með dyr mót norðri. Svo sem 20-30 fðm. norðar er sérstök tóft, talsvert minni. Hún er tvískift, og er það glögt, að miðgaflinn er dyralaus. Hefir austurherbergið dyr á suðausturhlið, en hitt á vesturenda. Lengd hvors um sig er nál. 2 1/2 fðm., breiddin um 2 fðm. Þetta gæti vel verið heimahof. Stekkur gæti hún raunar líka verið, en er þó of lítil til þess á þessum stað; því hér verður að gera ráð fyrir mörgu sauðfé; tún hefir ekki verið og þá ekki heldur kýr.

Presthóll?

Önnur forn bæjarrúst er í hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún. Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5) að Grímsstaðir, þar sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað, og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður Vigfússon í Árb. 1880-1, bls. 43.
En svo er annað fornbýli, kallað Grímastaðir, milli Brúsastaða og Svartagils. Hjá henni er gil sem heitir Grímagil. Um þetta getur S.V. í sömu Árb., bls. 98, og ætlar þá, að hér hafi Grímsstaðir raunar verið, því það kemur vel heim við síðartalda staðinn í Harðarsögu (k. 19.). Botnsheiði, sem þar er nefnd, hlýtur að vera sú leið, sem nú er kölluð Leggjabrjótur. Þá er á hana er lagt úr Þingvallasveit, liggur mjög svo beint við að fara hjá Grímagili. Rúst Grímastaða er vestanmegin lækjarins (-austanmegin- er víst prentvilla í Árb. 1880-1, bls. 98). Hún er svo niður sokkin, að mestu gætni þarf til að sjá hana, og hún virðist hafa verið mjög lítil. Hún liggur austur og vestur, hefir dyr á suðurhlið og miðgafl vestan við þær með dyrum við útidyrnar. Vestur-herbergið er 3 fðm. langt, hott aðeins 1 1/2 fðm. Breiddin er 2 fðm. Þó má vera að austurherbergið hafi verið lengra, því endinn er óglöggur, og litlu austar sér á hleðslusteina í flagrotu. Þar skamt frá sér aðra, óglöggva tóft, mjög litla. Önnur forn mannvirki sjást þar ekki.

Skjalbreiður

Nú er spurnsmál hvort meira gildir; að þessi rúst er svo nálægt Botnsheiðar- (nú Leggjarbrjóts-) veginum, eða  Hrafnabjargarrústin…..”
Hér virðist vera um tvennst konar misskráningu að ræða. Líklega hefur skráningaraðilinn ekki farið að hugsanlegum tóftum Litla-Hrauntúns. Í öðru lagi virtist, við fyrstu skoðun, ekki vera um að ræða tófti á eða við hraunbrúnina tilnefndu. Að vísu má gera sér í hugarlund “tóftir” undir hraunbrúninni á einum stað, en það hugmyndarflug virðist fjarrænt. Hafa ber þó í huga að margt hefur breyst þarna á einni öld. Norðvestan við Hrafnabjörg eru uppblásnar grassléttur í hrauninu, sem áhuagverðar eru til enn frekari skoðunar. Þá má telja líklegt að bær á þessum slóðum hafi verið mun neðar og suðvestar í hraunbrúninni er ætlað hefur verið. Hafa ber í huga að í Þingvallahrauni, allt upp undir Skjaldbreið, hafa verið sagnir um bæjarleifar frá fornri tíð og að svæðið hafi verið ” í miðri sveit”.

Hrafnabjörg

Hrafnabjörg sem slík er merkilegt náttúrufyrirbæri. Ekki er vitað hvort skrifað hafi verið um fjallið, sem ekki er ólíkt Herðubreið; drottningu fjallanna. Hrafnabjörg hafa orðið til við eldgos undir jökli, líklega á síðtíma jökulskeiðsins fyrir u.þ.b. 12.000 árum. Af ummerkjum að dæma virðist fyrst hafa gosið lóðrétt, en eftir því sem leið á gosið hefur hraun náð að renna til hliðanna eftst undir jökulhettunni. Áður en gosinu lauk náði það að bræða efsta lag jökulsins og hraun komst upp á yfirborðið. Eina gosrás út frá meginrásinni má t.d. sjá ofarlega í miðju fjallinu.
Undir vestanverðum Hrafnabjörgum er mikil kyrrð og ró, þrátt fyrir angurværan fuglasögninn. Þrastar-, lóu- og hrossagauks voru hvarvetna á gönguleiðinni.  Fýll verpir og í bjargbrúnunum og hrafninn virðist enn halda tryggð við nafngiftina.
Svæðið er langt í frá fullkannað. Gengnir voru 16 km að þessu sinni og eflaust á eftir að ganga þá miklu mun fleiri áður en leyndardómur Hrafnabjargabæjarins verður afhjúpaður.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimild:
-Brynjúlfur Jónsson, Grímsstaðir í Þingvallasveit, Árbók hins íslenska forleifafélags 1905, bls. 44-47.
Árb. 1880-1881: 22, 98. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.
-Sbr. Árb 1921-1922: 1-107.
-Einar Á.E. Sæmundsen, upplýsingafulltrúi Þingvöllum.

Blóðberg í Þingvallahrauni

Ólafsvarða
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, millum hennar og Stóru-Aragjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring, ólík hinum. Hún sést ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana.
Ólafsvarða

Ólafsvarða.

Um aldamótin 1900 (21. desember) hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson. Einnig var fjallað ítarlega um atburðinn og eftirmálann í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum árum.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna, sem og svo víða annars staðar, eru augun mikilvægasta skilningavitið. (Sjá meira undir Frásagnir).

Heimild:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG (1995).

Ólafsgjá

Ólafsgjá.

Lögberg

Í Ísafold árið 1908 má lesa eftirfarandi um stofnun nýbýlis á Lögbergi: “Lögberg nefni eg greiðasöluhús mitt, nýtt og vandað steinhús, bygt við Fossvallaklif, fyrir ofan Lækjarbotnabæinn sem eg hefi lagt í eyði. – 15. des. 1908. – Guðni H. Sigurðsson.”
logberg 1958Í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins árið 1963 er fjallað um Lögberg: “Sögu Lögbergs er lokið. Síðustu árin hefur húsið staðið autt og yfirgefið, það hafa margir átt leið um veginn eins og áður, en enginn ber að dyrum, enginn á þangað erindi lengur. Ekki alls fyrir löngu átti ég leið þarna framhjá. Það var á sunnudegi. Veður var kyrrt og bjart og fagurt til fjalla. Þó mátti sjá, að haustið var á næstu grösumum. Lyngið í Selfjallinu var orðið eldrautt í brekkum og kvosum, grasviðurinn gulur, það sló brúnleitum blæ á ásana í heiðinni. Hengillinn og Esjan höfðu líka skipt um lit og fengið hvítan koll um nóttina. Undanfarnar vikur hafði verið unnið að. því að rífa Lögbergshúsið gamla. Verkinu var langt komið og þennan morgun hafði verið kveikt í tróði og rusli í hústóttinni og steig reykurinn frá rústunum hátt til lofts í góðviðrinu. Framundan dyrunum lá spýtna brakið úr húsinu í hrúgu. Sú var tíðin, að öðruyísi var hér um að litast og meiri reisn yfir staðnum, sól skein á þil og glugga, blár eldhúsreykur liðaðist vingjarnlega upp frá bænum undir Fossvallaklifinu, dyrnar stóðu opnar, en húsráðendur biðu á hlaði úti og fögnuðu gestum af alúð og innileik. Ei framar spyr að föllnum garði.
Strætisvagninn á Lögbergsleiðinni er auðkenndur Lækjarbotnar. Sumir hafa furðað sig á þessu. Þetta er þó. ekki út í hött. Býlið heitir Lækjarbotnar frá fprnu fari, og nafnið er líklega talsvert gamalt. Það er dregið af nokkrum lækjum og sytrum, sem eiga upptök sín þarna í heiðinni eða spretta fram undan hrauninu og sameinast í eina á, sem nokkru neðar liðast fram milli grænna bakka norðan og vestan við Rauðhóla og heitir Bugða. Lögbergsnafnið er hinsvegar nýtt af nálinni að kalla, orðið til eftir síðustu aldamót þegar íbúðarhúsið, sem nú er nýrifið, var reist. Hálfgerð tilviljun réði nafngiftinni.
Guðmundur Helgi Sigurðsson, sem lét reisa húsið, ætlaði upphaflega að kalla það Berg, enda á bjargi byggt og klappir allt um kring. Hann fékk Stefán nokkurn Eiríksson til að skera nafnið á fjöl til að festa á húsið. Stefáni mun hafa þótt nafnið stuttaralegt og stakk upp á því að kalla húsið Lögberg og á það féllst Guðmundur.  Saga Lögbergs hefst því í raun og veru ekki fyrr en eftir að Guðmundur flytur á jörðina og reisir húsið. Enda er það einmitt hann, sem gerir garðinn frægari.
logberg-2Leiðin suður yfir Hellisheiði og austur fyrir fjall er jafngömul byggð landsins. „Ingólfur fór um várit ofan um Heiði”, segir í Landnámu. Leiðin um heiðina þótti löngum erfiður og hættusamur fjallvegur að vetrarlagi í snjó og hríðarveðrum, áður en akvegur var lagður milli byggða, og ótaldir eru þeir, sem villzt hafa þar af réttri leið eða örmagnast í ófærðinni og sofnað á heiðinni svefninum hinum langa. En áreiðanlega hefur margur, sem af fjallinu kom, orðið skjólinu feginn, þegar hann náði Lækjarbotnum, sem var efsta byggt ból vestan heiðar, þangað til gistihús var reist á Kolviðarhóli. Þó mun vegurinn fyrrum hafa legið nokkru norðar og var þá komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit.
Elzta heimild um sæluhús á þessum fjallvegi er hinsvegar frá 1703, en þá getur Hálfdán Jónsson lögréttumaður um sæluhús á norðanverðum Hvannadölum. Sæluhús þetta mun hafa staðið skamt framan við Húsmúlann við tjörn eina, sem nefnd er Draugatjörn! Átakanlegt dæmi úr slysasögu þessa fjallvegar er eftirfarandi saga, sem bundin er við þetta sælu hús og lifir hann í minnum manna austan fjalls. Skúli Gíslason hefur ekið hana upp í Kolviðarhólssögu sína og er hún þar á þessa leið:
logberg-3„Gömul sögn úr Ölyesi hermir að eitt sinn hafi ferðamaður um vetur í vondu veðri komið austan yfir Hellisheiði. Hann hafði náttstað í sæluhúsinu, lokaði dyrum að sér og lagðist til svefns. Áð nokkurri stundu liðinni heyrði hann að komið var við hurðina og gerð tilraun að komast inn. Sá, er inni var, hugði það draug ytra og opnaði ekki. Heyrði hann um hríð þrusk utan við hurðina, en svo þagnaði það. Um morguninn, þegar maðurinn leit út, brá honum ónotalega við. Utan dyra lá dauður maður. Var það sá, er um kvöldið hafði knúið hurðina og maðurinn haldið vera draug. —”þetta spurðist víða og þóttu hörmuleg mistök. Eftir það “hafði alvarlega yerið brýnt fyrir ferðamönnum að loka aldrei húsinu að sér um nætur.”
Nokkru fyrir 1840 var svo byggt sæluhúsið neðan við Sandskeið eða skammt frá Fóelluvötnum, sem ýmsir núlifandi menn muna og um svipað leyti var Hellukofinn reistur, sunnanvert á miðri heiðinni, þar sem áður stóð svokölluð Biskupsvarða og stendur hann enn í dag. Árið 1844 yar svo loks reist sæluhús á Kolviðarhóli undir Hellisskarði, en gistihúsið þar rís hinsvegar ekki af grunni fyrr en haustið 1877.

Lögberg

Lögberg – stríðsminjar norðan Suðurlandsvegar.

Ekki fara margar eða miklar sögur af Lækjarbotnum á fyrri tímum, enda ekki um stóran stað að ræða. Jörðin túnlítil og slægnalaus að kalla, reytiskot langt uppi í heiði. Þó er talið, að þar hafi verið a. m. k. sex eða sjö ábúendur á undan Guðmundi Sigurssyni, en upphaflega var kotið byggt sem nýbýli úr afréttarlandi Seltirninga. Hallbera nokkur byggði fyrst í Lækjarbotnum og stóð bær hennar allmiklu sunnan við ferðamannagötuna gömlu, sem lá af Sandskeiði meðfram Selfjalli og Hólshrauni og til Hafnarfjarðar. Er um stundarfjórðungsgangur þangað frá Lögbergi. Seinna var bærinn færður, þegar nýr vegur var lagður austur, og byggður sunnan vegarins á grasi grónum hól þar sem fjárhúsin nú standa.
Fróðlegt er að lesa frásögn Willam Lord Watts, Vatnajökulsfara, um ferðalag hans austur yfir fjall árið 1875, en þá liggur leið hans einmitt um Lækjarbotna. Hann segir m. a.:” „Fyrst er þá” farið um gömul hraun, þar sem kindaskjátur í tvennum reyfum voru að kroppa í sig reytingslegan gróður. Þær höfðu rifið af sér ullina á hraunnibbunum svo að hún hékk á þeim í óhreinum dræsum og gerði þær ámóta ömurlegar ásýndum og landið, sem þær gengu á, enda var mesta leiðindaveður þennan dag. Um hádegi bar okkur að örreytiskoti, sem kallast Lækjarbotnar. Þar var ekkert að sjá nema örbirgð, harðfisk og óhreina krakka.

Lögberg

Lögberg – loftmynd 1953.

Ég veit ekki, hverju það sætir, að öll býli í næsta nágrenni Reykjavíkur eru fátækari og niðurníddari en nokkru tali tekur. Að vísu eru heimalönd þeirra lélegri en gengur og gerist í öðrum héruðum en fólkið er líka allt öðruvísi. Enginn kemst hjá því að taka eftir hinni sinnulausu nægjusemi í svip þess, enda vart við öðru að búast, eins og högum þess er háttað, en hvergi hef ég séð eins bláskínandi armúð og á þessu heimili.
En allt um það, hestarnir okkar grípa niður, og við vözlum forina framan við þessi hrúgöld úr grjóti, torfi og grjóti sem virðist með öllu óhugsandi að kalla heimili, hvernig svo sem það hugtak væri teygt eða túlkað. Hestarnir urðu að feta niður bratta og sleipa forarbrekku, sem ekki gerir aðkomuna eða brottförina frá Lækjarbotnum aðgengilegri. Þannig létum við þetta aðsetur eymdarinnar að baki og lögðum á heiðina í þoku svækju og kuldastrekkingi, hvar sem smugu var að finna.”

lögberg

Lögberg.

Ég brá mér einn daginn nýlega upp að Lögbergi og hitti að máli Guðfinnu Sigríði Karlsdóttur, en hún hefur átt þar heima samfleytt í meira en hálfa öld, lengst af ráðskona Guðmundar eða þangað til að hann lézt fyrir tæpum sex árum. Nú býr hún í litlu, snotru húsi, sem stendur í hlýlegri brekku ofan við Fossvallakvíslina, örskammt frá Lögbergshúsinu gamla. Þarna er símstöð og endastöð strætisvagnanna, sem ganga í Lækjarbotna, og eiga vagnstjórar vísan kaffisopann hjá gömlu konunni, þegar uppeftir kemur, því að gestrisnin er enn hin sama og áður. En hún ber þeim líka vel söguna.
Guðfinna er fjölfróð um Lækjarbotna og Lögberg sem vænta má, og varð ég margs vísari um sögu staðarins og ábúendurna, meðan ég sat þarna yfir rjúkandi kaffibolla og kökum. Guðmundur Sigurðsson var fæddur að Gröf í Mosfellssveit 17. des. 1876. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson og Guðrún Þorleifsdóttir, bæði ættuð að austan. Hann var yngstur af sautján systkinum. Hann missti heilsuna á unglingsárum sínum og lá þá rúmfastur um sex ára skeið og beið þess aldrei bætur. Eftir að hann komst til sæmilegrar heilsu, fluttist hann til Reykjavíkur og fékkst þar við ýnis störf, m. a. blaðaafgreiðslu hjá Einari Benediktssyni skáldi og síðar Sig. Júl. Jóhannessyni skáldi, en eftir það lærði hann rakaraiðn og stundaði hana um skeið. En starfið átti ekki vel við hann, enda þoldi hann illa stöðurnar til lengdar, svo hann venti sínu kvæði í kross og keypti landspildu uppi við Rauðavatn með aðstoð góðra manna, reisti þar skála, sem hann nefndi Baldurshaga og rak þar kaffistofu um tveggja ára skeið. Árið 1907 leigði hann síðan Baldurshagann, en keypti Lækjarbotna af Erasmusi Gíslasyni bróður Gísla Gíslasonar silfursmiðs í Reykjavík.

Fossvallaklif

Fossvallaklif.

Guðmundur var alla tíð mikill áhuga- og framkvæmdamaður, þrátt fyrir vanheilsu sína. Hann hófst þegar handa um byggingu íbúðarhúss í Lækjarbotnum og aðrar jarðabætur, enda voru kofarnir að falli komnir og kotið túnlaust að heita mátti. Gömlu bæjarhúsin stóðu, eins og áður er sagt, á hólnum sunnan vegarins, en með tilliti til umferðarinnar ákvað hann að velja nýja húsinu stað norðan við veginn, á klöppinni rétt sunnan við Fossvallarkvíslina. Hann lét kljúfa grágrýti í veggina á húsinu og felldi þar síðan í steinlím í hleðslunni. Þetta var erfitt verk og seinunnið og kostaði mikið fé. En húsið reis af grunni og Lögberg blasti við öllum, sem um veginn fóru að sunnan og austan. Þetta varð allmikið hús áður en lauk méð endurbótum og viðbyggingum, í því voru hvorki meira né minna en tuttugu vistarverur, þegar allt var talið. Enda varð þetta fljótlega fjölsóttur staður. Kolviðarhóll og Lögberg voru á þessum árum fastir áningarstaðir flestra þeirra, sem um Hellisheiði fóru, og náttstaður margra. Erfitt er um túnrækt í Lækjarbotnum, samt tókst Guðmundi að tífalda töðufallið og koma því upp í um 150 hesta. En auk þess falaði hann sér heyja annarsstaðar að, m. a. austan yfir fjall enda hafði hann 12 kýr í fjósi og á annað hundrað fjár á jörðinni, þegar flest var. Jafnframt búskapnum rak hann svo greiðasölu.- Framan af búskapartíð Guðmundar var mikil gestakorma að Lögbergi.
raudholl-229Fjárrekstrarmenn kormu á haustin austan úr sveitum á leið til Reykjavíkur og vermenn á veturna og vorin. Þeir komu venjulega nokkrir saman, gangandi, með þungar byrðar á baki, í misjafnri færð og veðri, sumir hráktir og illa til reika, og áttu stundum líf sitt að launa húsaskjóli og aðhlynningu heimilisfólksins á Lögbergi. Varð bft iitið um svefriihn hjá heimafólkinu, þegar vakið var upp, stundum tvisvar þrisvar á nóttu. Mikið var líka um vöruflutningá um heiðina, en um helgar á sumrin brugðu bæjarmenn sér upp að Lögbergi á hestum og var þá stundum glatt á hjalla. Svo gekk bílaöldin í garð og með henni fækkaði þeim, sem viðkomu höfðu á Lögbergi. Snemma á hernámsárunum settust Bretar að 4 Lögbergi, en seinna Bandaríkjamenn við veginn, þegar komið er upp úr skarðinu.
Höfðu þeir þarna heljarmikið bakarí. Þeir tóku allmikla spildu af túninu undir byggingarnar, en annars fór vel á með þeim og heimafólkinu á Lögbergi. Þeir létu líka byggja skjólvegginn mikla, sem er norðan við húsin. Vann 40 manna flokkur að hleðslunni í fullar sjö vikur og er þetta talinn einhver dýrasti veggur sinnar tegundar sem hlaðinn hefur verið á Íslandi. En vel er veggurinn hlaðinn, svo að Steinar í Hlíðum undir Steinahlíðum hefði jafnvel verið fullsæmdur af verkinu, enda voru vegghleðslumennirnir íslenzkir og sjálfsagt ættaðir að austan. Samt hefur þessi veggur aldrei áunnið sér virðingu í hlutfalli við fyrirhöfn og tilkostnað. Enn standa þarna leifar af varðturninum og nokkrir ryðgaðir braggaskrokkar frá hernámsárunum.

Guðmundur var mjög heilsulítill síðustu árin, sem hann lifði, og leigði þá öðrum jörðina, en dvaldi þar þó áfram sjálfur til dauðadags. Hann andaðist 4. nóv. 1957, rúmlega áttræður að aldri. Hann var jarðsettur í heimagrafreit á túnhólnum sunnan við veginn, þar sem gamli Lækjarbotnabærinn stóð.

Tröllabörn

Tröllabörn – loftmynd 1953.

Fannveturinn mikla 1919—1920 var gífurlegur snjór á Hellisheiði sást hvergi á dökkan díl að kalla. Þá var allt í kafi á Lögbergi pg gengt af húsþakinu upp á hæðina fyrir ofan, en snjógöng grafin frá dyrunum. Í vorleysingunum verða þarna mikil umskipti. Bláar skúrir leiðir með fjöllunum og allt bráðnar og rennur sundur, nýtt líf kemur í Fossvallakvíslina, sem annars er gersamlega þurr, og fellur hún þá beljandi rétt meðfram bæjarveggnum á Lögbergi en neðar flæðir hún út yfir alla bakka og ber með sér aur og leir fram á jafnlendið fyrir neðan. Mörgum finnst sumarfrítt í Lækjarbotnum, þótt Vatnajökulsfaranfum gætist ekki allkostar að landinu, þegar hann fór þar um í þoku og rigningssudda, enda lætur það lítið vfir sér við fyrstu kynni. Þar eru þó margar hlýlegar og vinsælar dældir og kvosir, vaxnar grasi og lyngi, og mosagrænt hraunið lumir á ýmsri óvæntri fegurð. Þetta er ákaflega rólegt og notalegt landslag, enda er þarna krökkt orðið af sumarbústöðum út um allt. Ég er ekkert hissa á því, þótt gamla konan, sem bráðum hefur átt hér heima samfleytt í 54 ár, eigi erfitt með að slita sig héðan, og er henni þó ekki sársaukalaust að horfa upp á eyðileggingu gamalla mannvirkja á staðnum. En umhverfið er þó altént hið sama, Nátthaginn og Selfjallið, ám og hraunið og allt þetta nafnlausa í náttúrunni, sem yljar og hlýjar um hjartaræturnar. Það er ósköp auðvelt að skilja sjónarmið og tilfinningar gömlu konunnar. „Ég vil helzt ekki flytja héðan fyrr en ég fer alfarin.”

trollaborn-221

En Lækjabotnar eiga sér einnig aðra sögu en hér hefur verið rakin, miklu eldri sögu, sem skráð er á klappirnar og klungrin umhverfis Lögberg. Ísaldarjökullinn, sem á sínum tíma þakti meginhluta landsins hefur skriðið þarna fram um heiðina og sorfið og rispað grágrýtisklappirnar og loks skilið eftir heljarmikil grettistök á víð og dreif, þegar aftur tók að hlýna. Slíkar jökulminjar sjást víðsvegar á holtunum og hæðunum upp af Lögbergi, sunnan og norðan vegarins. Löngu seinna, eftir að ísöld lauk og jökullinn var horfinn eða fyrir um það bil fimm þúsund árum, hefur orðið mikið hraungos þarna austur með fjöllunum á báða bóga, til austurs og vesturs. Hraunelfan, sem til vesturs leitaði, hefur fundið sér farveg niður um skarðið milli grágrýtisholtanna ofan við Lækjarbotná, þar sem vegurinn nú liggur, og runnið allt til sjávar í Elliðavog. Í þessu hraunflóði er talið, að Rauðhólar haft myndazt og Tröllbörnin orðið til, en.svo heita nokkrir smágígar meðfram veginum rétt neðan við Lögberg. Þannig hafa eldur og ís á sínum tíma merkt og mótað landið í Lækjarbotnum eins og víða annarsstaðar á Íslandi. Bakgrunnurinn að sögusviði þeirrar f arsælu lífsbaráttu, sem gerði garðinn frægan og hér hefur verið lítillega lýst, er stórfenglegur og eftirminnilegur. En það er einnig ákveðin reisn yfir þeim, sem settust að þarna við veginn í trássi við öll afkomulögmál, græddu bera klöppina, reistu skála að segja um þjóðbraut þvera, af myndarskap, en litlum efnum, hýstu gest og gangandi og áunnu sér þakklæti og virðingu vegfarenda. Nú er sviðið autt og yfirgefið og spýtnabrakið á bæjarhellunni, hinni fimm þúsund ára gömlu klöpp, staðfestir í raun réttri einungis það, sem áður var nokkurn veginn ljóst, að sögu Lögbergs er lokið.” – Gestur Guðfinnsson.

Í Vísi árið 1962 er frétt: “Lögberg selt til niðurrifs“:

Lögberg

Lögberg 1931-1935. Í forgrunni er nokkuð stór fólksbíll af eldri gerð og er barn að hlaupa að honum. Í bakgrunni er stórt hús og viðbyggingar frá því, aðallega t.h. Á húsinu má lesa nafnið LÖGBERG. Á bakhlið myndarinnar er skrifað: Erik körte med Adam til Stokkesyer (Stokkseyri) med bilen fra mejeriet, skulle hente varer til mejeriet.

“Fyrir nokkru auglýsti bæjarverkfrœðingur Kópavogs bygginguna Lögberg að Lækjarbotnum til sölu til niðurrifs og brottflutnings.
Lögberg, eða Lækjarbotnar, eins og staðurinn hét forðum, er gamall áningar- og greiðasölustaður, en síðustu árin hefir staðurinn eiginlega ekki þjónað öðrum tilgangi en að vera endastöð fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, sem hafa þjón að íbúum í Kópavogskaupstað, er nær þarna upp eftir, með því að flytja þá úr bænum og í.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – Friðrik VIII. á för sinni um landið 1907.

Bæjarverkfræðingur Kópavogs, Páll Hannesson, hefir skýrt Vísi svo frá, að allmargir aðilar hafi látið í ljós áhuga á Lögbergi, er það var auglýst, en niðurstaðan verður sú, að tveir menn úr Kópavogi, Jóhann Kristjánsson og Sigurður Jakobsson, hafa hreppt húsið, og munu þeir fá húsið fyrir að rífa það og flytja á brott, en ætlun þeirra mun vera að nota efnið til innréttingar á vinnuskála, sem þeir nota.
Engin bygging mun koma í stað gamla hússins, sem þarna verður rifið, því að vegagerð ríkisins mun fá hússtæðið til sinna þarfa. Ætlunin er að gera breytingu á lagningu þjóðvegarins austur yfir fjall, þar sem hann kemur niður brekkuna við Lögberg, svo að vegarstæðið flytzt til og fer yfir þann stað, þar sem húsið stendur nú.”

Í Morgunblaðinu árið 1966 fjallar Guðmundur Marteinsson í Velvakanda um “Aðeins eitt Lögberg”:

Lögberg

Lögberg – athöfn.

“Í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins (25. 8.) er sagt frá nýbyggingu Suðurlandsvegar vestan Svínahrauns, og er skýrt frá því, að nýr vegur verði lagður frá vegarendanum við hraunið og niður að Lögbergi, og einnig að nýi og gamli vegurinn eigi að koma saman við Lögberg.
Það var fyrir rúmlega hálfri öld, að norðan við veginn, gegnt býlinu Lækjarbotnum, var reist hús, sem var gefið heitið Lögberg, rétt um svipað leyti og Lækjarbotnar fóru í eyði. Þetta hús var rifið fyrir nokkrum árum, og er því ekkert sem heitir Lögberg á þessum stað lengur.
Ráðamenn Strætisvagna Reykjavíkur breyttu fyrir nokkrum árum heitinu á strætisvagninum, sem fer þangað upp eftir, úr Lögberg í Lækjarbotnar, og þótti mörgum það smekkvíslega gert. Það var raunar gert áður en húsið Lögberg var rifið.
Ég sendi þér þessar línur, Velvakandi góður, og bið þig að koma þeim á framfæri. sem ábendingu til blaðamanna og amnarra um að afmá nafnið Lögberg á þessum stað. Það á aðeins heima á einum stað — á Þingvöllum.” – 27. 8. 1966; Guðmundur Marteinsson.

„Kirsten Henriksen einn gefanda er fædd 1920 og lést 2009.“ (VHP 2018)

Í Skátablaðinu árið 1985 segir Reynir Már Ragnarsson frá “Væringjaskálanum í Lækjarbotnum“, sem þá hafði verið fluttur á Árbæjarsafnið.

Lögberg

Lögberg – hestamenn á leið austur. Væringjaskálinn í bakgrunni.

“Einn er sá staður í nágrenni Reykjavíkur sem margir skátar eiga eflaust góðar minningar frá en það eru Lækjarbotnar. Þar hefur verið skátaskáli síðan 1920 og eru þeir því orðnir nokkuð margir skátarnir sem hafa verið þar í útilegu. Minningar tengjast oft skálanum, því andrúmslofti sem þar er og stemmingunni sem þar myndast. Oftar en ekki halda menn tryggð við skálann sem minningarnar eru tengdar við.

Væringjaskálinn

Væringjaskálinn á Lögbergi.

Líflaus og tómur með hlera fyrir gluggum í sumar fór ég að skoða Árbæjarsafn og tók þá eftir litlu húsi sem
stendur skammt frá safnhúsunum. þetta einmana hús reyndist vera gamli Lækjarbotnaskálinn – Væringjaskálinn. Hann má nú muna sinn fífil fegri. Söngurinn er þagnaður og leikir og ærsl eru víðs fjarri. Mætti hann tala hefði hann frá mörgu að segja. En nú er hann einn og yfirgefinn, hurðin læst og hlerar fyrir gluggum. Ég gisti þennan skála aldrei sjálfur en fyrir hönd þeirra sem það hafa gert og reyndar fyrir hönd skátahreyfingarinnar skammaðist ég mín. Af hverju er hann ekki opnaður og komið einhverju lífi í hann?

Væntanlegt útileguminjasafn eða tómur áfram?

Væringjaskálinn

Væringjaskálinn á Árbæjarsafni – mynd: Saga Væringjaskálans – Sumarið 1919 fór stjórn Vœringjafélagsins að leita að stað undirfyrirhugaðan skála. Eftir nokkra leit komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að Lækjarbotnar vœru heppilegasti staðurinn. Þar hafði áður verið býli, sem var áningarstaður ferðamanna sem voru á leið austurfyrirfjall. Bygging skálans hófst snemma sumars 1920 og 5. september sama ár var hann vígður þótt byggingunni væri ekki að fullu lokið. Fáni var þá í fyrsta sinn dreginn að hún á stönginni við skálann.
Í byrjun voru hliðarveggir skálans hlaðnir úr grjóti og torfi, en það þótti slæmt til lengdar og voru því hlöðnu veggirnir rifnir burt. Sumarið 1929 var byrjað að girða lóðina kringum skálann og gróðursett voru tré og aðrar jurtir. Þessu verki var lokið 1931. Skálinn kostaði alls uppkominn nær 7000 krónum.

Ég hafði samband við Ragnheiði Þórarinsdóttur, borgarminjavörð og sagði hún að skálanum væri haldið við og áætlað væri að flytja hann nær safnhúsunum. Mikill áhugi væri fyrir að opna hann almenningi, en áður þyrfti að safna hlutum sem tengdust útilegustarfi fyrri ára og koma þeim fyrir í skálanum. Hún taldi best að skátarnir hefðu frumkvæði að þeirri söfnun. Árbæjarsafn væri tilbúið að varðveita hlutina og lagfæra ef með þyrfti.”

Heimildir:
-Ísafold 19. desember  1908, bls. 315
-Sunnudagsblað Alþýðublaðsins 20. október 1963, bls. 74-75 og  86-87.
-Vísir, 278. tbl. 10.12.1962, Lögberg selt til niðurrifs, bls. 7.
-Morgunblaðið, 199. tbl. 02.09.1966, Aðeins eitt Lögberg – Guðmundur Marteinsson, bls. 4.
-Skátablaðið, 1. tbl. 01.02.1985, Væringjaskálinn í Lækjarbotnum – Reynir Már Ragnarsson, bls. 34-35.

Tröllabörn

Tröllabörn.

Gíslagata

Stutt var síðan Kirkjugatan milli Reynivalla og Fossár var rakin. Nú var ætlunin að fara um Gíslagötu austar á Reynivallahálsi, upp á Selgötuna (Sandfellsleið), fylgja þeim niður í Fossárdal og ganga síðan til baka eftir Svínaskarðsvegi, hinni fornu þjóðleið, að Vindáshlíð.
GíslagataÁ hálsinum eru Dauðsmanns-brekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna, þar sem hún kemur inn á og yfir Sandfellsveg, er dys.
Guðbrandur Hannesson í Hækingsdal lýsti Gíslagötunni þannig áður en lagt var af stað: “Gíslagatan sést þegar komið er upp úr lúpínubreiðu neðan við Gíslalæk og ofan við Gíslalækjardrög. Gatan er skágengin upp hlíðina vestan  við gilið, sem lækurinn rennur um. Fyrst fer hún frá gilinu, en síðan aftur nær því. Kemur hún upp á hamrana um skarð, sem þar er nokkru frá gilinu. Þegar upp er komið er upp á brúnir er varða. Við hana liggur gatan til norðurs, en beygir síðan aftur til austurs uns hún kemur inn á Sandfellsveg í Dauðsmanns-brekkum. Gengið til austurs inn á Sandfellsveg. Hann liggur þar til norðurs. Þegar veginum er fylgt beygir hann fyrst til hægri og síðan aftur til vinstri. Þá eru Dauðsmannsbrekkur á hægri hönd en ekki vinstri eins og sýnt er á landakortum. Í þessum beygjum, við gatnamótin, er Dysin.
Gíslagata á að vera greinileg þegar upp úr drögunum er komið ofan við gilið. Þá er Sandfellsvegurinn vel greinilegur. Ekki eiga að vera vörður við  hann utan þeirrar er ég nefndi. Þá er Svínaskarðsvegurinn vel greinilegur. Hafa ber í huga að Gíslagata hefur ekkert með Sandfellsveginn að gera. Hún var leið á milli Gíslholts og Seljadals, en gatan heitir eftir Gísla Einarssyni, bónda á báðum stöðum, síðar í Seljadal þar sem hann bjó á árunum 1897 til 1921. Þetta er leiðin sem Gísli og hans fólk fór á millum bæjanna. Gísli var afabróðir minn. Afi minn hét Guðbrandur Einarsson frá Hækingsdal. Þar er skyldleikinn kominn milli ábúandans í Seljadals og ábúenda í Hækingsdals.”

Varða

Ábendingar Guðbrands komu sér vel því bæði er búið að sá lúpínu þar sem gatan liggur af fyrrum kirkjugötunni frá nálægum bæjum að Reynivöllum og auk þess hefur gatan verið lítið farin í seinni tíð af öðrum en hestamönnum. Fyrir þá, sem vanir eru að rekja gamlar götur, er gatan augljós upp fyrir brúnirnar. Þar taka við gróningar, en ofan þeirra má sjá hvar gatan liggur á ská til austurs, yfir Gíslalæk ofan gilsins og upp á brún, sem þar er vörðuð. Við vörðuna beygir gatan til norðurs, en hins vegar er auðvelt að villast af henni áfram til austurs því kindagata liggur þar af henni áleiðis að Sandfellstjörnum og nágrennisgróningum.
GíslagataEf götunni er rétt fylgt héðan í frá verður hún auðlesin allt yfir Dauðsmannsbrekkur og að dysinni, sem þar er við Sandfellsveginn. Við götuna eru þrjár vörður og auk þess tvö vörðubrot. Gatan virðist af umsögninni ekki mjög gömul, en er samt sem áður orðin af fornleif skv. skilgreiningu þjóðminjalaga.

Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum lýsir leiðunum þannig:

“Gíslagata

DysinÖnnur leið yfir Hálsinn er á landamerkjum Vindáss og Reynivalla upp með Gíslalæk, það er Gíslagata. Hún hefst á Gíslholti, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið skógrækt og komið sér upp bækistöð. Síðan liggur vegurinn eftir vel merkjanlegri slóð upp á Hálsinn. Efst taka svo við Gíslagötudrög. Vegurinn beygir til austurs þegar upp er komið og er þar farið yfir Gíslalækinn og haldið síðan nánast beint til norðurs yfir Hálsinn.

Austan götunnar eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna er dys. Í örnefnaskrá segir: “Dauðsmannsbrekkur, talið var að einhvern tíma hefði fundizt þar látinn ferðamaður”. Þegar upp á Hálsinn er komið blasir Sandfell við í suðaustri og vestan við það er Sandfellstjörn.”

Gíslagata

Gíslagata – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar til 1921.” 

Séra Gunnar lýsir einnig Svínaskarðsvegi:
“Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju og segir frá syðri hluta leiðarinnar annars staðar í þessari bók. Vegurinn liggur út Svínadal, yfir Laxá og upp með Vindáshlíð austan Sandfells og er leiðin auðfundin enda oft farin á sumrin, einkum af hestamönnum en einnig göngumönnum.

Leiðin sameinast af Gíslagötu norðan til í Hálsinum. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmanns-brekkum, sem eru þá á hægri hönd og sér þaðan niður í Seljadal. Það er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni; þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Þar er gott sauðfjárland. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsá. Í ánni er Folaldafoss. Eftir Seljadal rennur Seljadalsá, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur.

GöngusvæðiðLeiðin liggur sem fyrr segir ekki niðri í dalnum heldur vestan til í honum, uns hún fer niður í lítið dalverpi er Sperribrekkugil heitir og er ársprænan Mígandi í því gili. Við dys eina, sem er rétt ofan við Míganda, sameinast Svínaskarðsleið Gíslagötu.

Þegar komið er niður í Fossárdalinn liggur leiðin eftir vesturhlíð Þrándarstaðafjalls, eftir svonefndum Reiðhjalla og beygir síðan til austurs inn á við í átt til Brynjudals. Önnur leið liggur svo til vesturs.

Í Fossárdal er forvitnilegt að svipast ofurlítið um og skoða gömlu fjárréttina niðri við ána, um það bil 250 metra frá steypta veginum. Niðri við veginn er svo önnur hlaðin rétt í Kálfadal, hún er allmiklu yngri en hin. Fossinn neðst í ánni nefnist Sjávarfoss.

Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.”

SandfellsvegurGíslagatan er vel greinileg yfir hálsinn. Á Dauðsmannsbrekkum verður hún ógreinileg á melum, en auðvelt er að sjá hvernig hún hefur legið á ská niður malarbrekkuna.
Þá var Sandfellsvegi fylgt upp að Sandfelli. Um er að ræða unnin veg, en sjá má gömlu götuna á stuttum köflum beggja vegna hans. Veginum er auðvelt að fylgja. Tvær vörður eru á brúnum austan hans. Sandfellstjörn verður á hægri hönd sem og Sandfellið. Utan í því austanverðu eru gatnamót Svínaskarðsvegar. Neðar hverfur gatan undir veginn, en beygir síðan til hægri ofan við Vindássel. Þaðan í frá er auðvelt að fylgja henni niður á kirkjugötuna gömlu.

Á næstunni er fyrirhuguð ferð upp frá Fossá inn á Sandfellsveg. Ætlunin er að fylgja honum upp að dysinni, rekja síðan Gíslagötu áfram yfir í Seljadal og ganga Svínaskarðsveginn upp að Sandfelli og niður að Vindáshlíð (sjá væntanlega lýsingu HÉR).

Sandfellstjörn

Þegar komið var niður að Vindáshlíð blasti húsakostur KFUMogK við. Einn þátttakenda, fyrrum félagsmaður og síðar starfsmaður, lýsti kirkjunni með eftirfarandi hætti: “Hallgrímskirkja í Vindáshlíð er kirkja sem staðsett er í Vindáshlíð í Kjós og er hluti af starfstöð KFUM og KFUK þar. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ afhenti sumarstarfi KFUK í Reykjavík sína gömlu kirkjubyggingu til eignar án endurgjalds sumarið 1957 er ný kirkja hafði verið byggð og vígð í Saurbæ það sama sumar, en byggingin hafði verið guðshús Saurbæjarsóknar frá árinu 1878. Hugmyndin um að flytja kirkjuna frá Saurbæ upp í Vindáshlíð hafði vaknað hjá velgjörðarmanni sumarstarfs KFUK í Reykjavík, Guðlaugi Þorlákssyni, meðan á byggingu nýju kirkjunnar í Saurbæ stóð, en draumur um kirkju í Vindáshlíð hafði lengi verið í huga hans og annarra sem tengdir voru starfinu.
SandfellTveimur árum áður en ný kirkja í Saurbæ var vígð leitaði Guðlaugur Þorláksson á fund prófastsins og sóknarprestsins í Saurbæ, séra Sigurjóns Guðjónssonar og kom hugmyndinni og beiðni um gömlu kirkjuna á framfæri. Tók hann henni vel og kom þessari málaleitan til skila við sóknarnefndina, sem samþykkti beiðnina. Í miklu hvassviðri í febrúar 1957 færðist kirkjan til á grunni sínum. Þá hringdi sr. Sigurjón Guðjónsson, prófastur í Saurbæ, í Guðlaug Þorláksson og sagði við hann: „Nú er kirkjan lögð af stað í Vindáshlíð“.
VindáshlíðKirkjan var svo flutt á flutningavagni upp í Vindáshlíð mánudaginn 23. september 1957 og kom þann 24. september um kvöldið þangað eftir einstaka ferð sem í dag er talið mikið verkfræðilegt afrek miðað við tækni þess tíma. Kirkjunni var valinn staður uppi á flötinni þar sem hæst ber í Vindáshlíð og ekkert skyggir á hana. Aðalsteinn Thorarensen, húsgagnasmiður, var fenginn til að annast endurbætur á kirkjunni ásamt félögum sínum, Magnúsi Jónssyni og Ægi Vigfússyni húsgagnasmiðum. Kirkjan var stækkuð með viðbyggingu við kórgafl, en hélst að öðru leyti óbreytt að utan. Að innan var hún öll einangruð og þiljuð.
KirkjanInni í kirkjunni tók vígslubiskup við kirkjugripunum, sem gefnir höfðu verið í tilefni endurvígslunar, og setti á altarið. Vígslan hófst með því að Gústaf Jóhannesson lék á orgelið. Blandaður kór KFUM og KFUK annaðist söng. Séra Bjarni hélt vígsluræðu og ritningarlestra lásu þeir séra Friðrik Friðriksson, séra Kristján Bjarnason, þáverandi sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós, séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík og séra Sigurjón Þ. Árnason, prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Að því loknu vígði séra Bjarni Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og afhenti hana sumarstarfi KFUK. Þá prédikaði séra Sigurjón Guðjónsson prófastur og athöfnin endaði á því að séra Magnús Runólfsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík, tónaði bæn og blessunarorð. Hlíðarstjórn samþykkti á stjórnarfundi 18. apríl 1959, að áletrunin á kirkjuklukkuna skyldi vera svohljóðandi: Hallgrímskirkja í Vindáshlíð 24. september 1957, þann dag sem kirkjan kom upp í Vindáshlíð.
Sjá einnig Kirkjugötuna yfir Reynivallahálsinn HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Gunnar Kristjánsson – Í Kjósinni.
-Örnefnalýsing fyrir Vindás.
-Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hallgrímskirkja í Vindáshlíð, bls. 87-92 í bókinni: Hér andar Guðs blær – Saga sumarstarfs KFUK, Reykjavík 1997, útgefandi: Vindáshlíð, ritstjóri: Gyða Karlsdóttir.

Varða

 

Reykjavík

Í Lögbergi 1949 fjallar Árni Óla um Reykjavíkurhúsin:
torfbaer-221Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. “Um 1940 voru talin vera rúmlega hundrað torfbýli í borginni. Um 1840 hafa þau verið nokkru fleiri, en þá voru íbúðarhús úr timbri um 40 að tölu. Mannfjöldi í Reykjavík var þá 900 og þar af áttu 300 heima í timburhúsum, en hálfu fleiri í „kotunum”. Fólkinu var altaf að fjölga. „Kotin” voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.
Ekki var torfbæjaöldin á enda um þessar mundir, því að enn voru reistir margir torfbæir. Tók Skuggahverfið aðallega að byggjast eftir 1840 og svo bættust við nokkrir bæir í Þingholtunum og Vesturbænum. Mun láta nærri að milli 40 og 50 nýir torfbæir væri reistir á tímabilinu frá 1840—1890. Upp úr því breyttist byggingarlagið algjörlega og bar einkum tvent til þess.
storasel-221Árið 1874 flyst hingað fyrst þakjárn, þykt og vandað, og varð Geir Zoega kaupmaður fyrstur manna til þess að láta setja það á hús sitt. Þetta þak er enn við líði, hefir dugað öll þessi ár og má af því marka hvað það hefir verið vandaðra heldur en þakjárn það, sem flust hefir á senni árum. Þakjárnið olli byltingu í byggingarmálum Reykjavíkur. Eftir að það kom var ekki sett torfþak á íbúðarhús og menn fóru að rífa torfþökin af bæjunum og setja járnþök á í staðinn. Má því segja að næst torfbæjaöldini hefjist hér bárujárnsöldin. Menn létu sér ekki nægja að hafa járn á þaki á timburhúsum, heldur klæddu þau öll með járni og helzt þetta þangað til sementsöldin (eða steinhúsaöldin) tók við, eða 30—40 ára skeið.
Önnur höfuðorsök þess að torfbæjaöldin leið undir lok, var sú, að þegar Alþingishúsið var bygt, lærðu margir steinsmíði, og upp frá því var hætt við að hafa veggi bæjanna úr grjóti og torfi. Þá komu hinir svonefndu „steinbæir”, sem margir standa enn í dag, með útveggjum úr höggnu og límdu grjóti.

Torfbær

Tofbær í Reykjavík 1925.

Eins og fyr er getið samdi Jón Brúnsbær var upphaflega beykisíbúð og vinnustofa innréttinganna. En 1791 keypti mad. Gristine Brun (ekkja Bruns tugt meistara) kofana og bjó þar til æviloka. Var bærinn kendur við hana. 1808—09 bjó þar Peter Malmquist beykir, sem kunnur varð af fylgi sínu við Jörund hundadagakóng, og hjá honum bjuggu þeir Jörundur og Savignac fyrst er þeir komu hér, prentari skýrslu sína 1886. Þá var liðin torfbæjaöldin, sem staðið hafði um 90 ár. Það virðist því svo, sem honum hefði átt að vera innan handar að telja einnig alla þá torfbæi, er risu upp eftir 1840 og gera þannig fullkomna skrá um alla þá torfbæi, sem reistir voru í Reykjavík. En þótt hann hafi ekki gert það, er samt mikill fengur að skýrslu hans því að, hún sýnir hvernig úthverfin voru bygð þegar Reykjavík var fimtug. „Kotin” voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.

Midsel-221

Það lætur að líkum, að mismunandi hafi „kotin” verið bæði um frágang á byggingu og umgengni ytra og innra. Sum hafa verið örgustu greni og sennilega hefir þar oft farið saman sóðaskapur og hirðuleysi íbúanna. Aðrir bæir hafa verið snotrir bæði að frágangi og umgengni, þótt ekki væri þeir háreistir og til sannindamerkis um það höfum vér ummæli Jóns biskups Helgasonar. Hann sagði í einu riti sínu, að sér sé í barnsminni mörg heimili efnalítilla tómthúsmanna, bæði fyrir austan bæ og vestan, þar sem myndarskapur blasti við manni þegar inn var komið, þótt fátt væri þeirra innanstokksmuna, sem á vorum dögum teljast ómissandi á hverju heimili. Og hann getur sérstaklega um nokkur fyrirmyndaheimili í torfbæjunum. Þessi nefnir hann í Austurbænum: Sölvahól, Steinsstaði, Stafn, Pálsbæ, Loftsbæ, Eirnýjarbæ, Suðurbæ, Söðlakotsbýlin og Skálholtskot. En þessi í Vesturbænum: Melkot, Skólabæ, Hákonarbæ, Hákot, Arabæ, Vigfúsarkot, Hól, Nýjabæ, Hlíðarhúsabæina, Miðsel, Garðhús. „Og svona mætti lengi telja áfram”, segir hann.
steinbaerReykjavík var torfbæjaborg, þegar hún var fimtug. Á hundrað og fimtíu ára afmæli hennar voru allir torfbæirnir horfnir. En þeir eiga sinn kafla í sögu bæjarins. Það er hverju orði sannara að torfbæirnir höfðu sína annmarka.
En þótt nútíma menningin fordæmi þá niður fyrir allar hellur, þá er ekki víst að þeir hafi verið verri mannabústaðir heldur en skúrarnir, braggarnir og kjallararnir eru nú á dögum. Það er að minnsta kosti víst, að fólkið, sem bjó í torfbæjunum og ólst þar upp, var engu óhraustara né kvellisjúkara en fólk er nú á dögum.
Helzti munurinn á torfbæjarkynslóðinni og steinhúsakynslóðinni mun vera sá, að unglingar eru bráðgjörri nú en þá, en það stafar miklu fremur af bættu viðurværi heldur en bættum húsakynnum.” – Á.Ó. — Lesbók Mbl.

Heimild:
-Lögberg 22. desember 1949, bls. 2.

Litla Brekka

Litla Brekka – síðastai torfbærinn í Reykjavík. Bærinn stóð við Suðurgötu.

Björgunarsveit

Mánudaginn 28. des. 2009, frá kl. 18:00-20:00, var skipulögð dagskrá í sal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns við Seljabót í Grindavík undir heitinu “Byggð bernsku minnar”.

Börgunarsveit

Merki Björgunarsveitar Þorbjarnar.

Yfirskriftin var vísan til fyrra bindis æviminninga Tómasar Þorvaldssonar, en dagskráin var tileinkuð 90 ára afmæli hans. Tómas fæddist 26. des. 1919. Hann lést 2.des. 2008.
Kristinn Þórhallson, Óskar Sævarsson og fleiri sögðu sögur af Tómasi og störfum björgunarsveitarinnar, en auk fjölþættra starfa á æfinni sinnti Tómas mörgum framfaramálum í sinni heimabyggð.
Sonur Tómasar, Gunnar, var með einkar áhugaverða myndasýningu og gömul björgunartæki voru til sýnis. Kvennadeildin var með fiskisúpu til styrktar björgunarstarfinu. Allir voru velkomnir. Samkoman var mjög vel sótt, enda húsfyllir.Hlífðarfatnaður
Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1977. Þá tók hann við formennsku í Slysavarnadeildinni Þorbirni í Grindavík og sinnti henni til ársins 1987.
Í tilefni afmælisins færði Eiríkur Tómasson, f.h. fjölskyldunnar, björgunarsveitinni kr. 1.000.000- til styrktar starfseminni.
Samkoman var liður í Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins 2009.

Björgunartæki

Fyrsta fluglínubyssan hjá Þorbirni.