Álfhóll

Draugaklettar eru í Breiðholsthvarfi á móts við Árbæinn, ekki háir en dökkir að lit. Þar fer ekki sögum af draugum; hins vegar átti huldufólk að búa í þeim.
Einnig er talað um DraugasteinarDraugasteina skammt frá suðurenda Árbæjarstíflu.
Uppi á Breiðholtshvarfinu, eða við fjölbýlishúsið Vesturberg 2-6, er önnur álfabyggð í hól einum, skv. Fornleifaskrá Reykjavíkur. Trúin á hana lifir svo sterkt að þegar byggja átti fjölbýlishús þar sem hóllinn var, í samræmi við skipulag annarra húsa við götuna, þótti það óráðlegt. Var ákveðið að hrófla ekki við hólnum heldur víkja frá skipulagi og byggja húsið fyrir framan hann.

Sæskrímsli í Elliðavogi.
Árið 1883 var maður að nafni Guðmundur Guðbrandsson staddur við Elliðarvog. Ekki er getið um erindi hans þar, en líklegt er að það hafi verið að tína krækling á leirunni til beitu eins og algengt var. Komst hann þarna í kast við ókennilega skepnu á stærð við veturgamlan kálf sem þakinn var skeljum að utan. Stóð hann í stimpingum við skepnuna í um tvær klukkustundir en komst á endanum að Bústöðum, blóðrisa og svo illa til reika að hann lá þar í tvo daga rúmfastur. Var hann þó annálað hraustmenni.

Með hausinn í hendinni.
ElliðaárdalurÖnnur saga tengist einnig ofanverðum Elliðaárdalnum og er sömuleiðins frá síðari hluta 19. aldar. Maður hét Guðmundur og bjó í Kópavogi. Var hann forn í skapi og hafði jafnvel í heitingum við menn um að leggja á þá eins og það var kallað. Eftir að hann dó urðu menn óþyrmilega varir við það. Reyndist hann mjög skæður, meðal annars Stefáni bónda í Hvammskoti sem var mesti sómamaður.
Það var á góðviðrisdegi haustið eftir að Guðmundur í Kópavogi andaðist að Stefán gekk upp að Vatnsenda og dvaldist hann þar fram undir sólsetur. Var honum síðan fylgt áleiðis til baka vestur að svonefndu Vatnsendahvarfi. Þá er fylgdarmaðurinn var nýskilin við Stefán sá hann man við hlið sér og þekkti hann strax, að þar var Guðmundur úr Kópavogi. Stefáni varð ekki um sel, en hann hélt þó áfram og alltaf var draugurinn á hlið við hann uns hann kom niður á móts við Breiðholt. Þá nam draugurinn allt í einu staðar, tók ofan hausinn og marghneigði sig fyrir Stefáni með hausinn í hendinni, og hvarf draugurinn eftir það. Skömmu síðar tók Stefán sótt og andaðist.
Guðmundur í Kópavogi sótti einnig að bóndanum í Breiðholti en hann stóð af sér allar skráveifur hans.

Heimildir m.a.:
-www.heimskringla.noÁlfhóll

Duushús

2. Keflavík – Hafnir

-Nikkelsvæðið
Nefnt svo vegna meintrar nikkelmengunar á svæðinu neðan við Háaleiti. Einnig olíumengun. Nú er Vatnarliðið búið að afhenta Reykjanesbæ svæðið, olíugeymar hafa verið fjarlægðir, skipt hefur verið um jarðveg að mestu og svæðið undirbúið undir íbúðarbyggingar.

-Hitaveitutankarnir
Rauðu pípurnar frá Svartsengi – heita vatnið…
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Pattersson

Lífstöðugrjót við Pattersson flugvöll.

Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon.

-Varnarliðið
nýtt hlið tekið í notkun, kostnaður við það…..
Nýtt varðskýli kostaði um 100 millónir kr. í byggingu, líkt og 5 einbýlishús.

Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda.
Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar hafði áhrif á íslensk stjórnvöld, m.a. valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948, fyrsta kjarnorkusprenging Sovétríkjanna í september 1949 og upphaf Kóreustríðsins í júni 1950. Árið 1949 gerðist Ísland stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og var varnarsamningurinn við Bandaríkin gerður á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins. Honum er ætlað að tryggja varnir Íslands og stuðla að friði og öryggi áþví svæði sem samningurinn tekur til.
Varnarliðið samanstendur af mörgum aðskildum starfseiningum innan Bandaríkjahers, en þar starfa einnig hermenn og fulltrúar frá Hollandi, Noregi, Danmörku og Kanada. Um 750 Íslendingar starfa fyrir varnaliðið (en þeim fer fækkandi). Varnarliðið rekur ratsjárstöðvar, annast skipa- og kafbátaeftirlit, flugvallarekstur, þyrlubjörgunarflug, fjarskipti og landvarnir.

Hafnir

Ankeri Jamestown í Höfnum.

Það var árið 1941 að Ísland og Bandaríkin gerðu með sér herverndarsamning. Samningurinn batt í raun endi á þáverandi hlutleysisstefnu Íslands. Sama ár komu fjögur þúsund landgönguliðar til landsins. Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands kom til landsins, en að því tilefni var haldin stærsta hersýning, sem um getur. Árið 1943 var bandaríski heraflinn á Íslandi hvað fjölmennastur, eða um 45.000 manns. Þá voru hér á landi um 50.000 hermenn (einnig frá Bretlandi og Kanada), eða álíka margir og allir fullorðnir karlmenn á Íslandi. Á haustdögum tók að fækka í heraflanum.
Keflavíkurflugvöllur var lagður af bandaríkjaher í heimstyrjöldinni síðari. Skömmu eftir hernám landsins hófu Bretar flug frá Kaldaðarnesi á bökkum Ölfusár og sumarið 1941 hófst flug þeirra frá Reykjavíkurflugvelli, þrátt fyrir að gerð hans væri ekki að fullu lokið. Jafnframt voru sléttaðir lendingarstaðir á nokkrum stöðum er nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var útbúinn á Garðskaga og voru það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum.
Bandaríska herráðið áætlaði lagningu stórs flugvallar fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar á suðvesturhorni landsins ásamt minni flugvelli fyrir orrustuflugsveit er þar höfðu aðsetur. Beindust augu Bandaríkjamanna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og svæðið nánast hindrunarlaust til flugs.

Nafnið á vellinum kom frá flugmanni, sem hafði farist í flugi frá Reykjavíkurflugvelli. Vél hans flæktist í vírum við brautarendann og skall í Skerjafjörðinn (SJ). Flugvöllurinn hlaut þá nafnið Keflavíkurflugvöllur og varð alþjóðaflugvöllur í eigu Íslendinga.

Það var árið 1946 sem íslensk stjórnvöld höfnuðu beiðni Bandaríkjamann um afnot af landi undir herstöðvar til langs tíma. Keflavíkursamningurinn var undirritaður og ákveðið að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram tiltekin afnot af Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn var síðan afhentur Íslendingum. Árið eftir yfirgáfu síðustu bandarísku hermennirnir svæðið.
Árið 1949 gerast Íslendingar stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu. Aðildin veldur innanlandsdeilum og óeirðum við Alþingishúsið. Fyrstu hersveitir Bandaríkjahers koma til landsins 7. maí 1951 og setja upp bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þær voru undir stjórn hershöfðingja í landhernum, sem laut stjórn Atlantshafsherstjórnar NATO og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna. Vallarsvæðið og nágrenni verður meginathafnasvæði varnarliðsins. 1955 var fjarskiptastöðin Broadstreet við Seltjörn flutt til Grindavíkur.
Húsnæði varnarliðsins var mjög takmarkað í fyrstu. Þúsundir hermanna höfðu búið í braggahverfum í námunda við flugvöllinn á styrjaldarárunum, en flestar þessara bráðabirgðabygginga voru rifnar eða gengu úr sér á árunum eftir stríð. Þá þurfti flugvöllurinn, sem upphaflega var með þeim stærstu í heimi, allmikla endurbóta við.

Kotvogur

Kotvogur.

Varnarliðið hefur allnokkrum sinnum komið við sögu björgunarmála. Má þar t.d. nefna Vestmannaeyjagosið 1973 og Goðastrandið 1994. Árið 2001 fékk þyrlubjörgunarsveitin viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til landsins árið 1971.
Í upphafi fimmta áratugar síðustu aldar var Háaleiti fyrir ofan Keflavík einungis sorfinn jökulruðningur. Efst á honum trjónaði háreist gígopið (þar sem flugstjórnarturninn á Keflavíkurflugvelli stendur nú). Norðan þess stóð Kalka, hvítkölkuð stór varða, áberandi landamerki og kennileiti á Miðnesheiði.

-Hafnavegur
Sjá má gamla Hafnaveginn hægra megin við núverandi veg.

-Patterson flugvöllur
Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu. Lagning flugvallanna tveggja, Patterson á Njarðvíkurfitjum og Meeks á Háaleiti hófst snemma árs 1942. Var Patterson flugvöllur tilbúinn til takmarkaðrar umferðar strax um sumarið er flugvélum 8. flughersins bandaríska var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Meeks flugvöllur, er við þekkjum nú sem Keflavíkurflugvöll, var tekinn í notkun í apríl 1943 og framkvæmdum við flugvellina lokið þá um haustið.
Patterson flugvöllur þjónaði orrustuflugvélum Bandaríkjamanna sem önnuðust loftvarnir á suðvesturhorni landsins til stríðsloka, en Meeks var áningarstaður í millilandaflugi eins og æ síðan. Einu umsvif Breta á Keflavíkurflugvelli (Meeks) voru starfsemi Liberator flugvéla, sem flogið var til stuðnings skipalestum og aðgerðum gegn þýskum kafbátum. Þessar flugvélar, sem aðsetur höfðu í Reykjavík, voru stórar og þungar til að geta athafnað sig þar fullhlaðnar við allar aðstæður. Lögðu þær því gjarna upp í eftirlitsflug frá Keflavík, þar sem þær höfðu aðsetur í Geck flugskýlinu, en lentu í Reykjavík að ferðinni lokinni þar sem áhafnirnar höfðu aðsetur.
Rekstri Pattersen flugvallar var hætt að styrjöldinni lokinni sumarið 1945, en fámennt herlið annaðist rekstur Meeks flugvallar til ársins 1947, en bandarískir borgarlegir starfsmenn tóku við rekstrinum samkvæmt Keflavíkursamningnum, sem gerður var milli Íslands og Bandaríkjanna haustið 1946.

-Lífsstöðugrjót

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja.

Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

-Gamla sorpeyðingarstöðin
Reykjanesbær, Gerðahreppur, Sandgerðisbær, Grindavíkurbær og Vatnsleysustrandarhreppur eiga og reka saman, sameignarfélag með ótakmarkaða ábyrgð undir nafninu Sorpeyðingarstöð Suðurnesja s.f. (Suðurnes Incinerator Autority) skammstafað S.S. Heimili þess og varnarþing er í Njarðvík. Tilgangur félagsins er að eiga og reka hina nýju móttöku-flokkunar- og eyðingarstöð Kölku í Helguvík. Ennfremur að annast þjónustu og á sviði sorphirðu og móttöku úrgangs í sveitarfélögunum og önnur verkefni sem sveitarfélögin kunna að fela félaginu, á sviði úrgangs og endurvinnslumála.
Frá og með 1. apríl 2004 flutti starfsemi S.S. í nýja móttöku-flokkunar- og eyðingarstöð í Helguvík sem ber nafnið Kalka. Þar fer fram öll móttaka á sorpi frá sveitarfélögunum og fyrirtækjum á starfsvæði stöðvarinnar samkvæmt verðskrá. Þar er einnig rekin gámasvæði fyrir almenning sem og í Grindavík og Vogum, þar sem íbúar svæðisins geta komið með úrgang frá heimilum til endurvinnslu og eyðingar gjaldfrítt.
Nýja stöðin Kalka sem getur brennt allt að 12.300 tonnum úrgangs á ári er með mjög fullkomin hreinsunarbúnað til að halda mengun frá stöðinni í algjöru lágmarki. Jafnframt er unnin orka úr sorpinu sem gefur um 4.5 mw af varmaorku sem knýr gufutúrbínu sem framleiðir um 450 kw af rafmagni eða um helmingi meira en stöðin þarfnast sjálf. Hitaveita Suðurnesja á og rekur rafstöðina og sendir raforkuna út á dreifikerfi sitt en afgangsvarmaorkan er nýtt til að hita upp hús og plön Kölku.
Annar úrgangur sem til fellur á Suðurnesjum um 6.000 tonn verður að stærstum hluta sendur í endurvinnslu. Stefnt er á að endurvinnsluhlutfall verði yfir 80% á svæðinu að meðtalinni orkunýtingui í Kölku.
Auk þess að þjóna sveitarfélögunum fimm á Suðurnesjum tekur Kalka á móti úrgangi frá varnarsvæðum og flugþjónustusvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá er stöðin einnig útbúin til að eyða sóttmenguðum úrgangi sem og ýmsum flokkum spilliefna sem falla til hér á landi.

Hunangshella

Hunangshella.

Kalka
Nafnið vísar til vörðu sem nefndist Kalka og skipti löndum meðal 4 sveitarfélaganna á Suðurnesjum en er nú horfin undir flugbrautir á Keflavíkurflugvelli. Hún var hvítkölkuð á lit og var kennileiti af sjó.

-Stapafellið
sem er að hverfa…..
Stapafellið er frá síðasta jökulsskeiði. Það er að mestu úr bólstrabergi, líkt og Súlurnar og Þórðarfellið. Malargryfjur Íslenskra aðalverktaka eru í fjallinu. Flutt hefur verið slíkt magn úr því að nú liggur fyrir fjallinu að hverfa alveg. Í Stapafelli er “stærsti bólstri í heimi – Sig. Þórarinsson).

-Landnámsmenn
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er kveðið á um að Steinunn gamla hafi fengið Rosmhvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og er talið að hann hafi haft bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru. Eyvindur bjó í Kvíguvogum. Hann skipti síðan á því landi við Hrolleif Einarsson á landi í Þingvallasveit þar sem hann bjó að Heiðarbæ, en flutti síðan að Bæjarskerjum á Romshvalanesi. Ásbjörn Özurarson fékk land frá Hvassahrauni að Álftanesi og Þórður skeggi fékk land norðan við Ingólf þar sem nú er Mosfellsveit. Herjólfur fékk land frá Kotvogi að Reykjanestá, en Molda-Gnúpur þaðan að Selatöngum. Austar var Þórir haustmyrkur (Krýsuvík) og Álfur Egzki austan Selvogs að Ölfusárósum.

-Ósabotnar
Af veginum á Þrívörðuhæð, beint af augum, sjást Ósar, eða Kirkjuvogur, en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndst vegna landsigs. Vísbendingar um það er að minnst er á 50 kúa flæðiengi, sem lægi undir jörðina Vog sem var norðan Ósa, í Vilkinsmáldaga frá 1397. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er óvenjuleg fjölbreytni í lífríki fjöruborðsins auk fuglalífs.

-Vörður
Vörður eru við gömlu þjóðleiðina, en flestar fallnar. Þær tvær sem nýlega hafa verið hlaðnar eru gerðar fyrir Varnarliðið. Á þær eru fest upplýsingaspjöld um tilkomu Bandaríkjahers hér á landi 1941 er þeir tóku við af breska hernámsliðinu. Ýmsir kampar voru vítt og breitt um Suð-Vesturland. Í fyrstu var búið í Nissen-skálum Bretanna, en svo nefndust braggar, sem þeir höfðu reist. Bandaríkjamenn reistu síðan aðra tegund af bröggum, sem þóttu bæði reisulegri og betri mannabústaðir.

-Vopnageymslur varnarliðsins
Vopnageymslur hersins austan Pattersonflugvallar eru nú að mestu aflagðar. Líklegt er talið að svæðið muni verða afhent íslenskum yfirvöldum innan ekki langs tíma. Nú eru einungis hluti geymslanna í notkun og þá með meira og minna fornfálegum skotfærum.

-Hunangshellan
Spölkorni lengra er Hunangshella klöpp norðvestan vegarins (á hægri hönd). Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni – nú grasi gróið. Sjálf Hunangshellan er stærri hluti klapparinnar sjávarmegin, nokkuð löng klöpp sem hallar móti norðvestri. Á háflóði eru 25-30 metrar á milli Hunangshellu og sjávarborðs. Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. En þessi meinvættur var svo vör um sig að engin leið reyndist að komast í færi til að vinna á henni – ekki fyrr en einhverjum hugkvæmdist að smyrja hunangi á klöppina. Á meðan dýrið sleikti hunangið skreið maður með byssu að því og komst í skotfæri. Sagt er að hann hafi til öryggis rennt þrísigndum silfurhnappi í hlaup framhlaðningsins en fyrir slíku skoti stenst ekkert, hvorki þessa heims né annars.
Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.
Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta.
Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna. Sumir hafa farið villu vega og nefnt tiltölulega slétta klöpp við veginn þessu nafni.

Hlið

Nýja hliðið inna á Varnarsvæðið.

-Teigur
Þegar ekið er áfram í vestur meðfram Ósum er komið að gamalli heimreið. Á hægri hönd sést eins konar steyptur strompur. Það mun vera það eina sem eftir er af mannvirkjum býlis sem hét Teigur og er reyndar ekki strompur heldur gömul undirstaða vindrafstöðvar sem framleiddi rafmagn fyrir loðdýra- og síðar svínabú sem þar var sett á stofn snemma á 6. áratug síðustu aldar. Það var rekið fram á síðari hluta 8. áratugarins og mun hafa verið eitt fyrsta stóra svínabú landsins og sem slíkt merkilegur áfangi í nútímaiðnvæðingu landsins en fóðrið var matarúrgangar frá mötuneytum í herstöðinni á Vellinum (en með honum streymdu hnífapör og annað dót í Hafnir). Bóndinn í Teigi hét Guðmundur Sveinbjörnsson, var frá Teigi í Fljótshlíð, lærður skósmiður og hafði rekið skósmíðastofu í Reykjavík þegar hann setti upp búið í Teigi. Og þótt það sé aukaatriði má geta þess að Guðmundur í Teigi mun hafa verið einna fyrstur manna til að kaupa og nota japanskan ,,pikköpp-bíl“ hérlendis – en Guðmundur í Teigi mun hafa verið á undan sínum samtíðarmönnum í ýmsu sem laut að tækni.

-Annað sem tilheyrir Höfnum
Hafnir byggðust upp í kringum mikið útræði. Hefur byggðin nafn sitt af tveimur fyrrum stórbýlum, Sandhöfn og Kirkjuhöfn, sem nú eru í eyði. Var fjölmenn byggð í Höfnum og útræði mikið á stórum bátum allt fram til aldamótanna 1900.

Keflavík og Njarðvík runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Hafnir eru annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi en byggð þar er fámenn nú miðað við það sem áður var.

Þorpið
Byggðin, Kirkjuvogshverfi í Höfnum, er dæmigert ,,svefnþorp“ því flestir sækja vinnu til Keflavíkur eða upp á Völl. Frystihús var reist upp af gömlu bryggjunni árið 1943 af Eggerti Ólafssyni og fleirum og var starfrækt fram á 8. áratug 20. aldar en stóð þá ónotað um margra ára skeið þar til fiskeldi hófst í hluta þess. Sú starfsemi lagðist af með gjaldþroti en nú er rekið Sæfiskasafn í húsinu. Laxeldisstöð er skammt sunnan við þorpið og 2 verksmiðjur úti á sjálfu Reykjanesinu, önnur sem framleiðir salt úr jarðsjó en hin sem notar hveragufu til þurrkunar á sjávarfangi. Fiskvinnslu og verkun í Höfnum stundaði Eggert Ólafsson fram á 9. áratuginn í síðara húsinu sem hann byggði og er upp af nýrri hafnargarðinum og aðrir í nokkur ár eftir að hann hætti. Í því húsi er nú starfrækt líftæknifyrirtæki (og merkt upp á ensku ,,Bio Process“). Um annan atvinnurekstur er ekki að ræða í Höfnum ef undan er skilin smábátaútgerð. Frá Kirkjuvogshverfi er stutt sigling á fengsæl fiskimið. Vegna veðra er hafnaraðstaðan þó ófullnægjandi og hefur oft orðið tjón á bátum í stórviðrum. Þjóðvegurinn út á Reykjanes og áfram til Grindavíkur liggur í gegn um Kirkjuvogshverfi og hefur umferð um veginn aukist jafnt og þétt í áratugi enda er svæðið sunnan Hafna sérkennilegt, einstakt og áhugavert í fleiri en einu tilliti.

Kirkjuvogshverfið nefnist Hafnir í daglegu tali en þar hafa búið 80-120 manns sl. 2 áratugi. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog. Nú er byggðin öll í gamla Kirkjuvogshverfinu auk íbúðarhúss í Merkinesi og í Junkaragerði.
Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. 3 forríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír. Annað stórbýli var Kirkjuvogur í Höfnum þar sem búið hafa margir höfðingjar. Á 19. öldinni bjó í Kirkjuvogi dannebrogsmaðurinn Wilhjálmur (Christinn) Hákonarson (1812-1871), en þannig er nafn hans stafað á leiði hans í Kirkjuvogskirkjugarði. Vilhjálmur átti 2 dætur. Önnur þeirra hét Anna. Heimiliskennari í Kirkjuvogi var þá ungur menntamaður, Oddur V. Gíslason, og felldu þau Anna hugi saman. Þegar ungi maðurinn bað um hönd dótturinnar brást faðir hennar hinn versti við og þvertók fyrir ráðahaginn. Afleiðingin varð eitt frægasta og æsilegasta brúðarrán Íslandssögunnar. Sættir tókust þó síðar. Oddur varð prestur í Grindavík við mikinn orðstír og var m.a. upphafsmaður að sjóslysavörnum á Íslandi. Af honum er mikil saga sem endar í Bandaríkjunum.
Vilhjálmur Kr. Hákonarson reisti þá kirkju sem nú stendur í Höfnum. Hún er úr timbri og var vígð árið 1861. Vilhjálmur lést 10 árum seinna 59 ára að aldri. Ekkert er eftir af Kirkjuvogsbænum en kirkjan stendur nánast á bæjarhlaðinu enda nefnist hún Kirkjuvogskirkja og sóknin Kirkjuvogssókn. Ketill Ketilsson (1823-1902) dannebrogsmaður og útvegsbóndi í Kotvogi, stundum nefndur Mið-Ketill vegna þess að hann tók við búi af föður sínum og Ketill sonur hans tók svo við búi af honum, hefur ekki viljað vera minni maður en Vilhjálmur í Kirkjuvogi og byggði kirkju úr timbri á Hvalsnesi í Miðneshreppi, en þá jörð átti hann. Kirkjuna lét hann síðar rífa og byggja aðra stærri og íburðarmeiri úr tilhöggnu grjóti. Sú kirkja var vígð 1887 og stendur enn.
Sem dæmi um stærð Kotvogs á dögum Mið-Ketils á 19. öld má nefna að þá var bærinn alls 16 hús og mörg þeirra stór, 38 hurðir á lömum og 72 í heimili á vertíðinni. Bærinn í Kotvogi var enn reisulegur og stór um aldamótin 1899/1900. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið og fórst þrennt í brunanum. Pakkhús úr timbri var austast og fjærst eldinum og skemmdist því ekki . Því var breytt í íbúðarhús og notað sem slíkt til 1984. Það stendur enn ásamt nokkrum útihúsum en allt er það illa farið og ekki svipur hjá sjón (stendur á kampinum strax vestan við Sæfiskasafnið). Stór grasi vaxinn hóll rétt hjá Kotvogi hægra megin götunnar þegar horft er í vestur nefnist Virkishóll.
Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum – víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið, uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim.
Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sunnan hennar var sauðfé bannað. Síðar var svæðið stækkað með því að sett var horn á girðinguna uppi í hrauninu og girt norður að Ósum og sá hluti girðingarinnar sem lá fram í sjó að vestanverðu var lagður niður.
Mikið og fjölbreytt fuglalíf er í hrauninu, m.a. talsvert af rjúpu í góðum árum, talsvert af kjóa og einstaka smyrill. Nokkuð er um æðarfugl við Ósa en æðarvarp er ekki svipur hjá sjón eftir að minnkurinn kom á svæðið. Mikið er um sjófugl og mest byggð í Hafnabergi og Eldey. Hafnir eru eitt af mestu veðravítum landsins og þar er sjaldan logn. Hvöss austanátt með rigningu getur staðið svo dögum og vikum skiptir, einkum á haustin og eirir engu sökum vindálags. Oft bresta stórviðri á fyrirvaralaust eins og hendi sé veifað. Mest og hættulegust veður nefna Hafnamenn ,,aftakastórveltu af suðvestri“ (í einni slíkri eyðulögðust tún að vestanverðu í Kirkjuvogshverfi og í Merkinesi). Hríðarbyljir og skafrenningur eru algengir að vetri – snjói á annað borð. Og þótt ekki séu nema 9 km frá Höfnum til Njarðvíkna er veðurfar gjörólíkt.
Nýr uppbyggður vegur var lagður frá Höfnum út á Reykjanes um miðjan 9. áratug nýliðinnar aldar.

Hafnir

Hafnir.

Þyrnir

9. Grindavík – bæjarferð

1. Talið er að byggð hafi hafist í Grindavík mjög snemma. Í landnámsbók er talað um tveir landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur kringum árið 934 voru það þeir Molda-Núpur Hrólfsson sem nam Grindavik og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson en hann nam Selvog og Krísuvík. Synir Moldanúps settust að í þeim þremur hverfum sem auðkenna Grindavík enn þann dag í dag. Voru það Björn eða Hafur-Björn, Þorsteinn og Þórður. Grindavíkurhverfin nefnast austast er Þórkötlustaðarhverfi, svo Járngerðarstaðarhverfi sem er aðalhverfið í dag, en vestast er Staðarhverfi

2. Grindvíkingar hafa ekki verið duglegir í viðhaldi gamalla húsa, en þó má sjá nokkur þeirra. Garðhús var t.d. gert upp 1912. Flaggstangarhúsið, sem þjónaði því mikilvæga hlutverki að aðstoða sjómenn við að sigla til hafnar þegar brimaði snögglega, gengur nú í endurnýjun lífdaga. Á því voru þá dregin upp á stöng viðvörunar merki sem sjómenn skildu. Gesthús er líka með elstu húsum í Grindavík en þar eru Grindvískar konur með handverk ýmiskonar til sölu þar.
Ýmsar menjar má finna í Grindavík t.d. í Hópsnesinu, Hella úti í hrauni, göngustíga, menjar mannvista, sela, skipsskaða, og svo mætti lengi telja.

3. Einnig eru sögulegir atburðir eins og Grindavikurstríðiö árið 1532 og hefur stundum verið nefnt 5 þorskastríðið. Tyrkjaránið 1627 en þá var 12 Grindvíkingum rænt af Alsírmönnum.

4. Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til til Einars Einarssonar frá Garðhúsum en hann setti upp verslun í húsi sem hann byggði 1897 í Járngerðarstaðarhverfi.

5. Árið 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið en fyrir þann tíma voru notaðar svokallaðar varir, en upp úr 1950 hófst alvöru hafnargerð. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi 1974. Um aldamótin 1900 voru íbúar 357 talsins en eru núna nálægt 2500. Grindavík er fallegt bæjarstæði við rætur Þorbjarnarfells, nálægt góðum fiskimiðum, ferðamannastaður og heilsulind eins og Bláa lónið. Öflugt íþróttastarf með ungu fólki. Allt þetta hjálpast að við að skapa gott mannlíf í framsæknu bæjarfélagi. Hér má einnig geta þess að í Grindavík hefur verið reist stórt og mikið menningarsetur Saltfisksetur Íslands sem notað verður í þágu Grindvíkinga jafnt og allra Íslendinga.

6. Atvinnulíf í Grindavík hefur lengi verið í miklum blóma. Hefur Grindavík verið einn öflugasti útgerðarbær landsins með fjölda báta og togara og sterkum sjávarútvegsfyrirtækjum. Meðal þeirra stæstu má telja Þorbjörn Fiskanes hf, Stakkavík, Vísir, Samherja/Fiskimjöl og Lýsi. Grindavíkurhöfn hefur lengi verið ein af 4-5 höfnum á landinu sem hvað mestum afla hafa skilað á land á ári hverju. Í Grindavík er alla helstu þjónustu hægt að fá læknis, verslana, löggæslu, og margt fleira

7. Margir merkismenn hafa upp vaxið og /eða starfað í Grindavík má þar nefna.

Kristján Eldjarn Þórarinnsson sem var klerkur á Stað (1871-1878),
Oddur V Gíslason frumherji slysavarna á Íslandi á Stað (1878-1894),
Dr Bjarni Sæmundsson sem fæddur var á Járngerðarstöðum (1868), kennari, fiskifræðingur forstöðumaður Nátúrugripasafnsins. Bjarni samdi merk fræðirit Lýsingu Íslands. Sjó og Loft Íslensk dýr 1-3. Hann var ömmubróðir Guðlaugs Þorvaldssonar háskólarektors, og ríkissáttasemjara einnig fæddur að Járngerðarstöðum,
Sigvaldi Kaldalóns tónskáld héraðslæknir í Kef héraði (1929-1941),
Kristinn Reyr (1914),
Guðbergur Bergsson (1932); Músin sem læðist,
Einar G. Einarsson kaupmaður setti upp verslun 1897,
Sira Brynjólfur Magnússon flutningur kirkjunnar 1909 til Þórkötlustaðarhverfi.
Halldór Killjan Laxnes bjó í Krosshúsum þegar hann samdi Sölku Völku.
Og svo Kalli Bjarni sem varð Idol stjarna 1994.

-Baðsvellir
Sel Grindvíkinga áður en þau fluttust yfir á Selsvelli – tóftirnar eru í vestanverðum hraunkantinum og norðan við skóginn. Á Baðsvöllum er einnig frumraun Kvenfélags Grindavíkur til skógræktar. Vellirnir tengjast og sögunni af þjófunum i Þjófagjá í Þorbirni, handtöku þeirra og aftöku í Gálgaklettum skammt austar.

-Hópssel
Tóftir vinstra megin við veginn, skammt áður en ekið e rupp á Selshálsinn (þann sem vatnsgeymirinn er á).

-Hagafell
Hluti af Sundhnúkagígaröðinni – 4200 ára.

-Hesthúsabrekka – vegagerð 1913-1918.

-Járngerðarstaðahverfi
Lítið sem ekkert er vitað um byggðina næstu þrjár aldirnar eftir landnám. Ekki er vitað nákvæmlega hvar landnámsmennirnir byggðu sér bú. Þó er líklegt að það hafi verið í námunda við Hópið en síðar risu þar bæirnir Hóp, Þórkötlustaðir og Járngerðarstaðir. Það má jafnvel ímynda sér að þetta hafi verið höfuðból og bæjarkjarni myndast utanum þó sem síðar urðu hverfin þrjú. Þessi hverfi er eitt af því sem einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík fram á þessa öld. Þessi hverfi heita Þórkötlustaðahverfi sem er austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast.
Ekki er vitað um aldur og upphaf hverfanna þriggja og heldur ekki afhverju þau byggðust nákvæmlega þarna. En gera má ráð fyrir því að þau hafi byrjað að myndast á 10. eða 11. öld Ekki er ólíklegt að staðsetning hverfanna hafi ráðist af graslendi á þessum stöðum. En það sem hefur líka haft mikið að segja er aðstaða til sjósóknar. Flest bendir til þess að skömmu eftir 1200 hafi byggðin verið búin að taka á sig þá mynd sem bar allt fram á öndverða 20. öld.
Þegar 19. öldin gekk í garð var byggðin í Grindavík svipuð og hún hafði verið fyrr á öldum. Flestir bjuggu í hverfunum þremur og bjuggu flestir í Járngerðarstaðarhverfi 59 manns en mun færri í hinum hverfunum. Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í sókninni og 13 hjáleigur. Aðalbýlin voru þessi, talin vestan frá; Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir, Hóp, Þórkötlustaðir, Hraun og Ísólfsskáli. Strax um aldamótin 1800 var þegar kominn vísir að þéttbýli í Járngerðarstaðahverfi. Það samanstóð af tveimur býlum sem þar voru auk hjáleiganna sem byggðar voru í landi jarðarinnar.
Á 19. öld hélt byggðin áfram að vaxa í Járngerðarstaðahverfi og varð miðstöð byggðar í Grindavík. Líklegt má telja að ef kirkja hefði verið í Járngerðarstaðahverfi á þessum tíma hefði byggðin jafnvel verið mun þéttari, en kirkjan og kirkjugarðurinn var í Staðarhverfi. En þann 26. September 1909 var vígð ný kirkja í Járngerðarstaðahverfi og kostaði hún 4.475 krónum.
Byggð í Staðarhverfi var nokkuð stöðug á árunum 1801 – 1920 en lagðist svo alveg af fljótlega eftir 1920. Byggð í Þórkötlustaðahverfi og Járngerðarstaðahverfi var nokkuð jöfn fram til ársins 1910. Hverfin héldust nokkuð í hendur varðandi fólksfjölda en á fyrri hluta 20. aldarinnar dróst þó nokkuð í sundur með hverfunum. Að lokum var svo komið að Þórkötlustaðahverfi var orðið nokkurs konar úthverfi við hlið meginbyggðarinnar.

-Landnámsmenn
Landnámabók greinir frá því að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934. Landnámsmenn voru tveir. Þeir hétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast.

Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.
Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar.
En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.
Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðigur; síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sá ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.
Hafur-Björn átti (Jórunni, stjúpdóttur Gnúps bróður síns). Þeirra son var Svertingur, er átti Húngerði, dóttur Þórodds Tungu-Oddssonar og Jófríðar Gunnarsdóttur, þeirra dóttir Þorbjörg móðir Sveinbjarnar, föður Bótólfs, föður Þórdísar, móður Helgu, móður Guðnýjar, móður Sturlusona. Gnúpur Molda-Gnúpsson átti Arnbjörgu Ráðormsdóttur, sem fyrr er ritað. Iðunn var dóttir Molda-Gnúps, er átti Þjóstar á Álftanesi. Þormóður var son þeirra.

-Þjóðsagan af Járngerði
Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.

-Íbúafjöldi
2600 manns í byrjun 2005.

-Á hverju fólkið lifir.
Sjósókn, þjónustu, verslun og stjórnsýslu. Kvótakóngar og útgerðarjarlar.

-Íþróttalíf í bænum og öðru sem fólki þykir gaman að gera í bænum.
Körfuboltaliðið – frábært – Knattspyrnufélagið – lakt.

-Höfnin, innsiglingin, ólíkar tegundir báta
Eins og mörgum stöðum sem lágu að sjó umhverfis landið, voru búskapur og sjómennska aðal atvinnugreinar Grindvíkinga. Eins og með margt annað í Grindavík eru frekar litlar heimildir um búskap í hreppnum fyrst eftir landnám. Það má þó telja öruggt að ekki hefur verið auðvelt að stunda búskap á þessum tíma því mikil jarðvegseyðing var og fylgdi henni mikið sandfok. Einnig hrjáði mikill vatnsskortur bændur. Sumstaðar voru tún svo nálægt sjó að þegar flóð var flæddi yfir túnin.

„Tún voru hvarvetna lítil, mörg illa farin og lítt grasgefin sökum þurrka og ágangs sands og sjávar. Til að fóðra búpening sinn urðu bændur því að grípa til fleiri ráða en heyskaparins eins og var þá einkum um tvennt að ræða: seljabúskap á sumrum og fjörubeit.Þó hafa bændur væntanlega reynt að rækta einhver tún og verið svo með sauðfé í seli yfir sumarið og sett það í fjöru“(S.G, II,163).

Fjörubeitin reyndist góð en þó var oft hætta á flóði. Flestir bændur voru bæði með kýr og kindur. Bændur gáfu kúnum líka söl og gátu með þessu bætt sér að einhverju leyti upp grasleysi og skort á góðum bithögum . Kindur og hestar voru á útigangi allt árið, en reist voru fjós undir kýrnar. Margir Grindvíkingar voru með kýr allt fram á þessa öld og fór ekki að draga verulega úr kúabúskapnum fyrr en um 1940. Enn í dag er fjárbúskapur í Grindavík þó það sé í mjög litlu mæli. Og er það þá eingöngu það sem við köllum hobbýbændur.

-Sjávarútvegur og fiskvinnsla
Í Landnámu er sagt frá því að landvættir allar hefðu fylgt þeim Þorsteini hrugni og Þórði leggjalda, Molda-Gnúpssonum, þá þeir reru til fiskjar. (S.G.I,185) Á þessu má sjá að hinir fyrstu Grindvíkingar hafi aflað sér matar með sjósókn. Ekki kemur þó neins staðar fram að þeir hafi komið sjóleiðina til Grindavíkur. Má ætla að þeir hafi þá smíðað sér bát eftir að þeir komu á staðinn og þá að öllum líkindum úr rekavið, en það hefur örugglega verið nóg að honum í fjörunum við Grindavík.

„Fiskislóðir Grindvíkinga hafa flestar verið í Grindavíkursjó. Miðin voru flest miðuð við kennileiti í landi og voru öll nálægt ströndinni. Í miðaskrá Gísla og Magnúsar á Hrauni voru miðin talin frá vestri til austurs. Fyrsta og vestasta, djúpmiðið, sem þeir nefndu, hét Sílfell(liggur í svo nefndu Sílfellshrauni, norðaustur af Reykjanesvita).Sílfell um Staðarberg(milli Reykjaness og prestsetursins Staður í Grindavík)“. (S.G.I,188).

Fyrstu grindvísku bátarnir hafa sjálfsagt verið mjög litlir. Jafnvel aðeins fyrir tvo til fjóra enda ekki ætlunin að veiða mjög mikið heldur aðeins í soðið. Skipin hafa verið smátt og smátt að stækka og talið er að um miðbik 14.aldar hafi tólfæringar verið mjög algengir í Grindavík. Strax á 15 öld sóttust erlendir menn mjög eftir fiski í Grindavík og lögðu útvegsmenn mikið kapp á að auka útgerð sína. Mikið var um að bændur í öðrum landshlutum sendu vinnumenn sína í verið á Suður-og Vesturlandi á vetrarvertíð. Þar voru þá settar upp einhverskonar verbúðir. Í verbúðum í Grindavík voru þekkt embætti ljósameistara og kjásarhaldara. Ljósameistara bar að sjá um lampann, sem yfirleitt var aðeins einn í hverri verbúð. Kjásarhaldari sá um að tæma og þrífa kjásarhaldið, en svo nefndist kerald, sem yfirleitt tók um 20 potta og var næturgagn.

Margs konar hjátrú var tengd sjóferðum. Það þótti t.d. ekki boða gott ef menn mættu kvenmanni á leið til sjávar. Þegar skipshöfn gekk saman sjávargötuna átti formaður að vera fremstur og ef hann stoppaði af einhverjum ástæðum áttu allir hinir að stoppa líka. Það var talið merki um óhapp ef það var ekki gert.

Fiskur var allur þurrkaður og ef ekki viðraði til að þurrka var fiskurinn settur í kös og var þá fiskinum staflað á ákveðinn hátt.

Árið 1780 gengu til veiða úr Grindavík á vetrarvertíð 27 heimabátar, 8 áttæringar, 13 sexæringar og 6 feræringar. Aflinn hjá þessum bátum voru 105.280 fiskar. Upp úr 1860 fór bátum að fjölga verulega í Grindavík og sést það á að 1871 voru 18 bátar í Grindavík, en árið 1898 voru þeir orðnir 62. Eftir 1900 voru menn farnir að veiða í net og jókst aflinn til mikilla muna. Ekki eru netin aðalástæðan fyrir auknum afla, heldur er talið að óvenjumikill þorskur hafi verið á miðum Grindvíkinga á árunum 1912- 1927.

Vélbátaútgerð hófst í Grindavík árið 1924 og er það langt á eftir öðrum. Ástæðan fyrir því að Grindvíkingar tóku ekki vélbáta fram yfir árabátana fyrr, var sú að lendingarskilyrði voru mjög slæm. Fyrstu vélbátarnir voru áttæringar sem breytt var og vél sett í. Það hefur verið gífurleg bylting fyrir sjómenn að komast á vélbát og losna við allann róðurinn.

Árið 1928 var síðasta árið þar sem árabátar voru notaðir við veiðar í Grindavík og nú voru vélbátar eingöngu við líði og aflabrögð voru mjög góð.

En eitt skyggði þó á og það var hafnleysið. Oft var rætt um að byggja þyrfti höfn. Það var þó ekki fyrr en 1929 sem gerð var teikning af bryggju við varirnar í Járngerðarstaðahverfi. Var teikningin send Alþingi með beiðni um fjárstyrk. Á fjárlögum ársins 1931 var veitt 6 þúsund krónum til bryggjusmíði í Járngerðarstaðavör og var það einn þriðji af kostnaðaráætlun. Tvo þriðju áttu heimamenn að greiða. Byrjað var á bryggjunni sumarið 1931. Einnig voru gerðar bryggjur í hinum hverfunum. En þetta dugði skammt, því bryggjurnar voru aðeins löndunarbryggjur og áfram þurfti að setja bátana í naust að kvöldi. Greinilegt var að ef ný bryggja yrði byggð yrði hún að vera í Hópinu. Sumarið 1939 var svo hafist handa við að grafa í sundur Rifið í ósnum. Það er með ólíkindum að þetta hafi tekist þar sem allt var grafið með handverkfærum. Framkvæmdin gekk svo vel að um haustið gátu bátar flotið inn á hálfföllnu. Árið 1945 var byrjað á dýpkun óssins og eins var stækkuð bryggjan.

Með öllum þessum framkvæmdum gjörbreyttust aðstæður til útgerðar í Grindavík og nú risu upp fyrirtæki sem keyptu og ráku stóra báta. Hafist var handa við að byggja Hraðfrystihús Grindavíkur og var fyrsta verkefni þess frysting beitusíldar. Nokkrum árum síðar var svo stofnað hraðfrystihús í Þórkötlustaðahverfi. En með auknum fiski að landi fylgdi meiri úrgangur og eitthvað varð að gera við hann. Þörfin jókst til muna þegar var farið að salta síld í Grindavík, en fyrsta síldin var söltuð þar hinn 19 september 1945. Úr varð að byggð var beinavinnslu og lýsisbræðsla sem hlaut nafnið Fiskimjöl og Lýsi og var það almenningshlutafélag.

Miklar framkvæmdir urðu í hafnargerð á næstu árum. Sumarið 1957 var byggð 80 metra bryggja. Var hún hugsuð sem viðlegukantur fyrir báta sem þegar hafði verið landað úr. Hafnargarðurinn var líka lengdur um fimmtíu metra árið 1958. Þetta hélt svo áfram smátt og smátt. Haldið var áfram við bryggjusmíði og eins við gerð skjólgarða. Árið 1969 var viðlegu bakkinn orðinn 276 metrar samtals og bryggjurými í höfninni 560 metrar. Í janúar 1973 þurfti að finna Eyjaflotanum höfn í kjölfar eldgoss á Heimaey og varð Grindavík fyrir valinu. Árið 1973 var gerð viðlegubryggja og árið 1974 var svo gerð bryggja við svonefndan Eyjabakka. Eftir allar þessar framkvæmdir á fimmta áratugnum var orðið mögulegt að koma stærri bátum inn í höfnina. Öll helstu útgerðarfyrirtæki á Grindavík ráku síldveiðar og söltun. Einnig lögðu aðkomubátar upp afla sinn í Grindavík. Þegar mest var lönduðu yfir hundrað bátar í Grindavík á degi hverjum. Á árunum 1975 – 1988 voru Grindvíkingar meðal umsvifamestu síldarsaltenda sunnanlands.

En það var ekki bara síld sem barst til lands í Grindavík. Mikið var um loðnuveiði og þegar humarveiðar hófust voru Grindvíkingar fljótir að senda báta á vettvang. Allt þetta gerði það að verkum að Grindavík breyttist úr litlu fátæku svávarplássi í ört vaxandi útgerðarbæ. Lítið hefur breyst í bryggjumálum í Grindavík síðan 1974. Síðustu fimm til sex ár hafa dýpkunarframkvæmdir staðið yfir í höfninni og innsiglingunni og unnið að því að gera innsiglinguna öruggari. Þegar dýpkunarframkvæmdum lýkur verður hafist handa við að gera öflugri varnargarða.

Leiðsögumaður má leiðbeina bílstjóranum að fara um ákveðnar götur. Annars reiknum við með að aka beinustu leið niður að höfn.

-Atlantshafið
Úfið og ægilegt, en spegilslétt og fagurt þar ámilli.

-Sjóvarnargarður
Nýjasti og jafnframt stærsti sjóvarnargaður Grindavíkinga var reistur árið 2004. Hann á að koma í veg fyrir óróa inni í höfninni.

-Saltfisksetrið
Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngum verið drjúgir við að vinna saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á salfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.
Sýningin er forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. Hún er liður í að draga upp og efla sjálfsmynd bæjarins og fólksins sem þar býr.
Aðstæður hafa hagað því þannig að ekkert byggðasafn er staðsett í Grindavík. Saltfisksetrið kemur því í stað slíks safns og er nú miðpunktur margvíslegrar menningarstarfsemi heimamanna og að auki aðdráttarafl og upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim.

Opnunartími er 11:00 – 18:00 alla daga vikunnar

-Grindarvíkurkirkja
Grindavíkurkirkja er í Grindavíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Frá fornu fari var kirkjustaður á Stað vestan við Járngerðarstaðahverfi. Árið 1909 var kirkja reist í Járngerðastaðahverfi og vígð 26. september. Hún var notuð allt þar til ný kirkja var vígð á horni Austurvegar og Ránargötu 26. september 1982. Undirbúningur að smíði nýju kirkjunnar hófst 1966 og var Ragnar Emilsson, arkitekt, fenginn til þess að teikna kirkjuna.

Fyrsta skóflustungan var tekin 1972. Kirkjan er byggð úr steinsteypu. Byggingameistari var Guðmundur Ívarsson en formaður byggingarnefndar Ólafur Sigurðsson, múrarameistari. Kirkjan er að grunnfleti 538 fermetrar og að auki er 49 fermetra kjallari. Kirkjuskipið sjálft er 255 fermetrar. Í kirkjuskipi eru þrjátíu bekkir úr oregonfuru og rúmast þar 240 manns. Í norðausturhorni kirkjunnar er skrúðhús. Safnaðarheimilið, 112 fermetrar að grunnfleti, kemur hornrétt á kirkjuna út úr suðurhlið hennar, þar geta kirkjugestir setið við fjölmennar athafnir.

-Skipaskaðar
Sjá Hópsnesið…
Hér fyrr á öldum gátu sjómennirnir, sem fóru í róður að morgni, aldrei verið vissir um að komast heilir og höldnu að landi að kveldi. Enda eru mörg dæmi þessa. Sem betur fer eru einnig mörg dæmi og merkar sagnir um mannbjörg eftir ófarir manna á hafi úti. Veður gátu skipt um snögglega og þótt ekki hafi verið róið langt gat róðurinn að landi bæði tekið langan tíma og verið erfiður. Stundum urðu sjómenn að bregða á það ráð að leita annað en ætlunin var. Þannig gátu sjómenn frá Járngerðarstöðum oft treyst á var í Þórkötlustaðasbótinni þegar þannig skipaðist veður í lofti. þann 24. mars 1916 fóru t.d. 24 árabátar í róður frá Grindavík að morgni. Óveður skall skyndilega á og komust bátsverjar fjögurra báta ekki að landi. Þeim var hins vegar öllum bjargað, 38 mönnum, af áhöfn kúttersins Esterar frá Reykjavík. Þegar komið var með skipverja að landi þremur dögum síðar urðu miklir fagnaðarfundir í plássinu. Sumir segja það hafi verið sá mesti gleðidagur, sem Grindvíkingar hafi upplifað.
Um árið 1940 lenti Aldan frá Vestmannaeyjum upp á skerjum á Hellinum, en svo nefnist klettahlein, sem gengur fram úr kampinum, skammt austanvið Hópsvörina, og út í sjó. Mannbjörg varð, og báturinn náðist út aftur. Þótti öllum, sem fylgdust með siglingu bátsins, það með ólíkindum. Sigling inn í sundin var vandasöm, og fyrr á tímum fóru sjómenn eftir framangreindum sundvörðum og öðrum leiðarmerkjum á leið sinni inn á þau. En erfitt gat verið að stýra bátum inn þau því mikla þekkingu og reynslu þurfti til þess í vondum veðrum. Dæmi eru um að ekki hafi verið við neitt ráðið og að Ægir hafi annað hvort kastað bátunum upp á sker og strönd eða hreinlega fært þá á kaf. Þannig fylgdust t.d. íbúar Grindavíkur angistafullir og hjálparvana á sjötta áratugnum með því af ströndinni er lítill bátur með þremur mönnum innanborðs á leið inn í Hópið var skyndilega færður í kaf og sjómennirnir drukknuðu svo til fyrir framan nefið á þeim, án þess að það gæti fengið rönd við reist.
Rétt fyrir utan lendinguna á Járngerðarstöðum eru miklir þarar og grynningar, Rif kölluð. Á þeim hafa mörg skip af þeim beðið meira eða minna tjón og margur maður við þau látið lífið. Fyrrum var hættan mikil á leið inn Járngerðarstaðasundið er Svíravarða bar í Stamphólsvörðu. Þá voru þrengslin mest. Þá eru á stjórnborða Manntapaflúð, en Sundboði á bakborða. Aðstæðurnar urðu kannsi ekki síst til þess að álög Járngerðar á sundið, sem lýst er í þjóðsögunni, gengu eftir, en skv. henni áttu tuttugu bátar að farast þar eftir að hún hafði séð á eftir eiginmanni sínum og áhöfn hans í öldurótið.
Austan við Helli eru tveir básar; Heimri-Bás og Syðri-Bás og þar fyrir utan Sölvaklappir, en þar mun hafa verið sölvataka frá Hópi. Fram af klöppunum er klettur, sem Bóla heitir, og upp af honum, uppi á kampinum, var varða, sem kölluð var Sigga og var mið af sjó. Grjótið úr henni var tekið í hafnargarðinn er hann var byggður. Sigga var síðar endurhlaðin af Lionsmönnum í Grindavík, en sjórinn hefur nú fært grjótið úr henni að mestu í lárétta stöðu á ný.
Þegar gengið er austur með Nesinu má sjá nokkur upplýsingaspjöld um strönd á síðustu öld. Áður en komið er að fyrsta spjaldinu verður fyrir hluti braksins úr Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem strandaði þarna utan við 1988. Sagt er að stýrimaðurinn hafi sofnað á leið til lands svo báturinn stýmdi beint upp á ströndina utan við Hellinn, austan við innsiglinguna. Mannbjörg varð, en þegar reyna átti að ná bátunum út gerði vonsku veður með þeim afleiðingum að bátinn tók í tvennt og Ægis spýtti leifunum síðan langt upp á land þar sem þær eru nú. Afl hamsjávarins sést vel á brakinu, þ.e. hvernig hann hefur hnoðað járnið og rifið það í sundur og fært hluta þess langt upp á land, upp fyrir háan malarkampinn.
Fyrsta spjaldið um skipsskaðana er um Gjafar VE 300. Báturinn fórs þarna fyrir utan 27. febrúar árið 1973. Tólf manna áhöfnin var bjargað frá borði með aðstoð björgunarsveitarinnar Þorbjörns, en saga sveitarinnar gæti verið og verður umfjöllunarefni út af fyrir sig. Fáar sjóbjörgunarsveitir á landinu hafa bjargað jafn mörgum sjómannslífum og sveitin sú.
Næst er skilti um flutningaskipið Mariane Danielsen er fór þarna upp á ströndina í vonsku veðri eftir að hafa siglt út úr Grindavíkurhöfn þann 20. janúar 1989. Átta mönnum úr áhöfninni var bjargað í land með aðstoð þyrlu, en yfirmennirnir neituðu að yfirgefa skipið. Þeir voru síðan dregnir í land með aðstoð björgunarstóls daginn eftir.
Vélbáturinn Grindvíkingur GK 39 fórst þarna utan við 18. janúar 1952. Fimm menn fórust. Lík fjögurra fundust daginn eftir, en lík þess fimmta fanns þar skammt frá daginn eftir. Neðan við kampinn, þar sem báturinn fórst, er langur skerjatangi út í sjó, svonefnd Nestá. Hún fer á kaf í flóðum.
Eldhamar GK 13 lenti uppi í grynningunum þann 22. nóvember 1991. Sjórinn kastaði skipinu fram og til baka uns það steyptist með stefnið niður í djúpa gjá. Af sex skipverjum um borð komst einn lífs af. Þetta óhapp varð neðan við vitann á Nesinu.
Varðandi strand franska togarans Cap Fagnet, þá strandaði hann 24. mars 1931 við Skarfatanga við Hraun. Allri áhöfninni var bjargað, 38 manns, með fluglínutækjum sem þá voru tiltölulega nýkominn hingað til lands fyrir tilstuðlan Slysavarnafélags Íslands. Var þetta í fyrsta skipti á Íslandi sem fluglínutækin voru notuð hér við land til björgunar. Þarna eru enn ketillinn úr skipinu ásamt tveimur akkerum. Skrúfan af skipinu fyrir utan björgunarsveitarhúsið í Grindavík, minnisvarði um þessa fræknu björgun.
Annar tilgangur göngunnar var að skoða þurrkbyrgin í Strýthólahrauni.
Neðan við Vitann heitir Látur. Þarna var selalátur. Fleiri selanöfn eru á þessum svæði, s.s. Hópslátur og Kotalátur
Suðaustur af vitanum er grasflöt niður við kampinn; Stóra-Látraflöt. Kampurinn hefur nú að mestu þakið hana grjóti. Austur af vitanum er grasi vaxinn hóll; Tófuflatarhóll. Þar var tófugreni. Annað greni má sjá í hrauninu ofan við vestari hlutann af Hrafni Sveinbjarnarsyni. FERLIR merkti það áður en áfram var haldið.
Austan við Tófuflatarhól eru Strýthólar, þ.e. Vestri-Strýthóll, með tveimur þúfum, en Eystri-Strýthóll er skammt austar niður við Kampinn. Austar er Þórkötlustaðabótin. Í henni hafa nokkrir bátar strandað, t.d. frönsk skúta um miðja 19. öld. Áhöfnin gat gengið í land og heim að Einlandi þar sem hún knúði dyra eftir að skipstjórinn hafði fallið í hlandforina framan við bæinn. Flest skipanna, sem þarna hafa strandað, hafa orðið þar til í fjörunni, en sjórinn hefur tekið það til sín, sem skilið hafði verið eftir. Austast, utan við Klöpp, varð eitt af stærstu sjóslysunum. Það var nóttina áður en Aldan rak upp í Nesið að vestanverðu að annan vélbát rak frá Vestmannaeyjum, Þuríði formann, sem einnig varð fyrir vélarbilun í sama veðrinu og rak þarna upp. En þar tóku höfuðskepnurnar öðruvísi á hlutunum. Þegar fólk kom á fætur á Þórkötlustöðum, varð það vart við óeðlilega mikið brak í fjörunni, og þótti all væri mjög maskað niður. Sást þó, að þarna hafði Þuríður formaður rekið upp og hún farist með allri áhöfn.
Hinn 8. desember 1923 gerðist það í austan veðri og snjókomu, að þýskur togari strandaði utan við Grindavík. Áhöfnin komst í björgunarbáta og bjargðaist í Blásíðubás. Þórkötlustaðanesmenn töldu, að eftir strand þetta hafi komist festa á veiðarfæri þeirra, sem ekki hefði verið þar áður, á leirbotni skammt út af víkinni, og veiðarfærin oft ryðlituð, er þau komu upp.
Strýthólahraun, stundum nefnt Strútuhóalhraun, er nefnt eftir Strýtuhól vestari og Strýtuhól eystri, sem sjá má þarna inn í hrauninu. Í hrauninu eru fjölmörg hlaðin fiskbyrgi og þurrkgarðar. Ná þau svo til frá veginum niður að Leiftrunarhól, sem stendur á sjávarkambinum. Þessi byrgi eru fáum kunn, enda falla þau mjög vel inn í hraunið. Þegar hins vegar er staðið við byrgin sjást þau hvert sem litið er. Þegar staðið var á einum hraunhólnum mátti t.d. telja a.m.k. 14 sýnileg byrgi í hrauninu. Ekki er gott að segja hversu mörg þau eru í heildina. Norðan vegarins eru hlaðnir þurrkgarðar. Á þessu svæði má auk þess sjá standa undir vindmyllur, heimtraðir, veglegar sundvörður o.fl. o. fl. Þá má sjá, ef grannt er skoðað, mjög gamlar minjar sunnan og vestan við Flæðitjörnina.
Þórkötlustaðanesið er einstaklega áhugavert til útivistar og ekki síður út frá sögulegum forsendum. Þurrkbyrgin í Strýthólahrauni eru t.d. engu ómerkilegri en þurrkbyrgin á Selatöngum og e.t.v. ekki yngri en byrgin, sem þar eru. Bændur og sjómenn frá Hrauni réru frá Þórkötlustaðanesinu og eflaust eru byrgi þessi minjar eftir þá. Þau gætu þess vegna, sum a.m.k., verið allt frá þeim tíma er Skálholtsbiskupsstóll gerði út frá sjávarbæjunum við Grindavík, en svæðið var eitt mesta og besta matarforðabúr stólsins um alllangt skeið og ein helsta undirstaðan undir fiskútflutningi hans.
Fleiri lýsingar af Þórkötlunesinu, t.a.m. svæðinu austan Strýthólahrauns, má sjá á vefsíðunni undir Fróðleikur (Þórkötlustaðanes) þar sem Pétur Guðjónsson, skipstjóri lýsir því, en hann ólst upp í Höfn, einu af þremur húsunum í Þórkötlustaðanesi.
Tvískipt heitið á Nesinu eru líkt og dæmi eru um ýmis fleiri en eitt örnefni á kortum Landmælinga yfir sama stað, kennileiti eða náttúrufyrirbæri. Þannig er Grímmannsfell vestast á Mosfellsheiði jafnframt nefnt Grímarsfell á korti Landmælinga. Nafnaskiptingin kom við sögu dómsmáls á meðal bænda í Mývatnssveit, Hverfell versus Hverfjall, árið 1999, en í honum kemur fram að annað dæmi megi nefna um Hópsnes við Grindavík sem einnig er nefnt Þórkötlustaðanes á korti Landmælinga.
Reykjanesskaginn býður upp á meira en fagra náttúru og útiveru. Þess má vel geta hér að gangan frá Saltfisksetrinu austur að Herdísarvík skammt austan gömlu bryggjunnar á Þórkötlustaðanesi tekur u.þ.b. 30 mínútur. Farið er um stórbrotið hraunsvæði á vinstri hönd og minjar skipsskaðanna á þá hægri. Þessi leið er, ef vel er á haldið sögulega séð, ein sú magnaðasta á gjörvöllu Reykjanesinu. Og til að skynja áhrifamátt hafsins og smæð mannsins er nóg að stíga upp á kampinn og þenja skynfærin.

-Grindavíkurstríðið
Eins og kunnugt er lauk “Ensku öldinni” með bardaganum og drápi Englendinga í virki Jóhanns breiða ofan við Stórubót í Grindavík í júní 1532. Þar má enn sjá leifar virkisins sem og „Enskulágar“ þar sem hinir ólánssömu Englendingar voru grafnir. En sá bardagi átti sér langan aðdraganda. Árið 1518 varð t.d. stórbardagi í Hafnarfirði milli þýskra og enskra kaupmanna, sem lutu í lægra haldi eftir mjög mannskæða viðureign. Hrökkluðust þeir við svo búið úr bækistöðvum við Hafnarfjörð.
Englendingarnir höfðu sest að í Fornubúðum við Hafnarfjörð og voru með fjölmenni á stóru skipi. Hamborgarar, sem ekki vildu una því, að ensku kaupmennirnir hefðu höfnina, söfnuðu liði meðal Þjóðverja á Vatnsleysuströnd, í Keflavík, Básendum og Þórshöfn (við Ósa) og fengu þaðan fjörutíu og átta menn til liðs við sig.
Hamborgarar klæddu síðan skip sín sængum í sjó niður og sigldu þannig búnir inn fjörðinn í útrænu. Elda kyntu þeir og á skipum sínum, svo að reykinn legði inn yfir Englendinga.
Þarna varð hinn grimmasti bardagi, og er til marks um mannfallið, að ekki komust heilir úr slagnum nema átta þeirra Þjóðverja, sem gengið höfðu í liðið á Suðurnesjum. Eigi að síður unnu Hamborgarar sigur á Englendingum, er nú eiga sér ekki lengur griðland annars staðar á Reykjanesskaga en í Grindavík.
Vorið 1532 sneru þýskir kaupmenn og skipstjórar sér til ráðsins í Hamborg og báðu það senda sér liðsauka, þar er þeir hefðu einsett sér að fara að Englendingum í Grindavík.
Það er skreiðin, sem í rauninni er bitist um. Hún er svo verðmæt, að Englendingar telja skreiðarfarm geta numið allt að fjórum fimmtu hlutum af verði skips, öllum úthaldskostnaði þess í Íslandssiglingu og vörufarmi, er það flytur til Íslands.

Um 1500 voru í raun tveir “kaupstaðir” á Íslandi; Hafnarfjörður og Grindavík. Síðarnefndi staðurinn stóð betur að vígi því hann var aðalhöfn Skálholtssbiskups, sem hafði skip í förum. Bændur greiddu m.a. skatt sinn í osti, sem seldur var í Evrópu, en korn o.fl. flutt til landsins í staðinn. Grindavík var því mikil höfn um langan tíma og það löngu eftir að “Grindavíkurstríðinu” lauk. Enn má sjá minjar veru, sjósóknar og verslunar útlendra ofan við Stóru-Bót. Þar er hóll sem sagður er hafa verið virki Jóhanns breiða og manna hans og Engelska lág er þar undir hólnum þar sem enskir eru sagðir hafa verið grafnir af eftirlifandi félögum sínum. Vestar má sjá móta fyrir görðum Junkaragerðis. Á Kóngsklöppinni í Staðarhverfi, litlu vestar á nesinu, ráku Danir verslun eftir að þeir komu til landsins og tóku við af Þjóðverjum. Þar má enn sjá talsverðar minjar eftir þá verslun, m.a. tóftir húsa”.

-Tyrkjaránið – blóðþyrnir
Tyrkirnir komu hingað til lands í júní 1627. Þeir voru sjóræningar frá Algeirsborg í Norður-Afríku. Á sama tíma sátu Englendingar um La Rochelle í Frakklandi, þann bæ sem flestir frönsku sjómannanna voru frá er voru við veiðar hér við land síðar á öldum.
Tyrkirnir héldu á brott eftir miðjan júlí sama ár. En í millitíðinni gerðu þeir víða strandhögg og rændu fólki og drápu annað. Þrjú svæði urðu aðallega fyrir barðinu á þeim.

Tvö skipanna fóru austur með landi. Þau komu þangað 4. júní. Ræningjarnir fóru í land í Berufirði, á Djúpavogi og víðar. Alls munu þeir hafa hertekið rúmlega 100 manns á Austfjörðum, þ.a. 62 á Berufjarðarströnd og 13 frá Hamri í Hamarsfirði.

Komu hingað á 5 skipum. Urðu viðskila sunnan við land vegna veðurs. Tvö skip héldu til Grindavíkur ogkomu þangað 20. júní. Þar rændu þeir 15 þorpsbúum og nokkrum Dönum. Þau skip héldu vestur með landi, annað strandaði á Seylunni við Bessastaði, en hirðstjórinn, Holgeir Rósenkranz, þorði ekki að sækja að þeim. Vildi verjast. Tyrkirnir héldu áleiðis til Vestfjarða, en fréttu af enskum herskipum og snéri við.

Sjóræningjarnir rændu sjómönnum, sem á leið þeirra urðu.

Austfjarðarskipin munu hafa hitt það þriðja, sem var í villum suður af landi og stefnu þau saman til Vestmannaeyja. Þegar þangað kom fóru sjóræningjarnir hamförum. Þeir höfðu orðið varir við mótspyrnu. Þeir hertóku fólk, lögðu eld að húsum og drápu gamalmenni. Alls rændu þeir 242 manneskjum í Eyjum og drápu tæplega 40 þar sem fólkið hafði falið sig í klettum og skútum víðs vegar á eyjunnni. Um 200 manns komust undan, þar með kaupmaðurinn danski ásamt fjölskyldu sinni. Hann náði að róa til lands.

Fólkið var flutt í fjötrum til Algeirsborgar þar sem það var selt mansali. Tæpum 10 árum eftir ránið voru um 35 fangar leystir út og komust 27 þeirra til Kaupmannahafnar. Þar á meðal var Guðríður Símonardóttir er síðar tengdist prestinum, sem tók á móti fólkinu við komuna til Hafnar, Hallgrími Péturssyni.

Atburðurinn hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag, ekki bara vegna mannskaðans heldur og vegna óttans og óöryggisins, sem fylgdi í kjölfarið. Sá uggur náði margar aldir fram í tímann. Enn í dag hötum við hundtyrkjann.
Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar ræntu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.
Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkjar væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir.
Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest. Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir náðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.
Leiði Tyrkjanna sést enn á Hraunssandi, hlaðið úr grjóti og lítið grasi vaxið ofan, næstum kringlótt, nálega einn faðm á hvurn veg. Slétt er fram á það því sandinum hallar, en undan brekkunni er það nálega tveggja feta hátt. Sumir kalla það Kapellu.
Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan, þá hann hlóð múrvegg, en þeir fundu að verkinu, og hafi hann hlaðið þeim í vegginn svo þeir fundust ekki og engan grunaði að Helgi hefði ollað hvarfi þeirra.
Engin dys sjást þar sem bardaginn var eða þar nálægt. En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.

Stóru-Vogar

17. Vogar – Ytri-Njarðvík

-Vogar
Vogar á Vatnsleysuströnd er kauptún, sem varð til við breytingar á útgerðarháttum, þegar vélbátaútgerð gekk í garð með stærri skipum, sem kröfðust góðs lægis eins og er við Voga. Um aldamótin voru tæplega 800 íbúar í Vogum, fleiri en í Keflavík og Grindavík samanlagt. Fyrrum hétu Vogar Kvíguvogar en það nafn er nú með öllu aflagt. Í Landnámabók segir frá Eyvindi, frænda Steinunnar gömlu, en honum gaf hún land ,,milli Kvíguvogabjargs (Vogastapa) og Hvassahrauns” og bjó hann í Kvíguvogum en Hrolleifur Einarsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit skoraði á hann til landa og fór svo að þeir höfðu landaskipti. Í Vogum var hálfkirkja að fornu eins og á Vatnsleysu en höfuðkirkja byggðarinnar hefur ávallt verið Kálfatjörn. Mest jörð í Vogunum og hin upphaflega heimajörð, þar sem mörg afbýli og útkot voru síðar byggð og úr var Stóru-Vogar. Þar fæddist Páll Eggert Ólafsson (1883-1949) prófessor. Páll er einn mikilvægasti sagnfræðingur Íslands fyrr og síðar. Árið 1893 var Vogavík löggilt verslunarhöfn. Árið 1930 hóft útgerð tveggja vélbáta í eigu hreppsbúa, gerð var stopplabryggja og fiskhús reist. Árið 1942 var reist hraðfrystihús. Margt er að skoða í nágrenni Voga og eru þar margar skemmtilegar og áhugaverðar gönguleiðir og sérkennileg náttúra allt í kring. Fyrirhugað var að reisa álver á Keilisnesi við Voga en því hefur nú verið frestað, hvað sem síðar verður. Sterkasti maður landsins Jón Daníelsson bjó í Vogum og á hann að hafa flutt til bjarg eitt mikið með eigin afli. Hann lézt ungur og er bjargið nú minnisvarði um hann við Vogaskóla.
Vegalengdin frá Reykjavík er 44 km.

-Landnámsmenn
Vogar á Vatnsleysuströnd er kauptún, sem varð til við breytingar á útgerðarháttum, þegar vélbátaútgerð gekk í garð með stærri skipum, sem kröfðust góðs lægis eins og er við Voga. Um aldamótin voru tæplega 800 íbúar í Vogum, fleiri en í Keflavík og Grindavík samanlagt. Fyrrum hétu Vogar Kvíguvogar en það nafn er nú með öllu aflagt. Í Landnámabók segir frá Eyvindi, frænda Steinunnar gömlu, en honum gaf hún land ,,milli Kvíguvogabjargs (Vogastapa) og Hvassahrauns” og bjó hann í Kvíguvogum en Hrolleifur Einarsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit skoraði á hann til landa og fór svo að þeir höfðu landaskipti.

-Íbúafjöldi
1. desember 2004 voru íbúar 939. Þar af voru karlar 486 og konur 453.

-Hvað gerir fólkið þar til að framfleyta sér?
Aðallega þjónusta, opinber störf, verslun og sjósókn. Margir stunda vinnu utan þorpsins, s.s. á höfðuborgarsvæðinu, enda er ekki nema u.þ.b. 15 mín. keyrsla til Hafnarfjarðar. Voga- og Vatnsleysustrandarbúar hafa haft hug á því að sameinast Hafnfirðingum. Ástæðan er hræðsla við að sameinast Reyknesbæingum, sem jafnan virðast hafa sýnt nágrönnum sínum yfirgang. Ekki meira um það því leiðsögn á að vera uppbyggjandi.

-Vogastapi
Hét á landnámsöld Kvíkuvogsbjarg en seinna nefndur Vogastapi, stundum aðeins Stapi, einkum af heimamönnum. Grágrýtishæð (80 m.y.s.) milli Vogavíkur og Njarðvíkur, þverhníptur að framan en með aflíðandi halla inn til landsins. Stapinn er gróðurlítill og víða mjög blásinn. Sunnan í honum liggur Reykjanesbraut. Af Grímshóli, hæst á stapanum er mikil og góð útsýn og einnig útsýnisskífa sem Ferðafélag Keflavíkur lét reisa. Grímshóls er getið í þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Á Vogastapa hefur þótt reimt allt fram á þennan dag enda hafa margir villst þar fyrr á árum í hríðarveðri og náttmyrkri og ýmist hrapað fram af Stapanum eða orðið úti. Áður fyrr vildu menn yfirleitt ekki fara yfir Stapann að næturlagi, væru þeir einir á ferð. Á seinni áratugum hafa sumir vegfarendur, sem leið hafa átt um Stapann þóst sjá þar mann á ferli með höfuð undir hendinni þannig á sig kominn átti hann það til að setjast inn bíla ef menn voru einir á ferð.

-Fiskeldi – sæeyru
Elur upp og ræktar sæeyru til útflutnings. Þarna starfa um 6 menn að jafnaði. Reksturinn virðist ganga vel. Skelin einkar falleg og litskrúðug.

-Stapinn – Stapabúð – Brekka – Hólambúð – Kerlingarbúð

-Reiðskarð – Stapagata
Saga af konu með kú og hund í þoku – hvarf…

-Stapadraugurinn
Ökumaður sagði svo frá:
„Eitt sinn sem oftar var ég að koma af Suðurnesjum, eftir að hafa flutt þangað ýmsan varning. Þetta var í byrjun nætur, og var mér rótt í geði, þar sem ég sat einn í hlýju húsi vörubíls á nýjum steinsteyptum vegi. Þau stóðu þó ekki lengi rólegheitin mín, því að ég varð þess skyndilega var, að maður var kominn við hlið mér. Var hann klæddur hettuúlpu og sá ógerla í andlit honum, þar sem hann sneri því sem mest frá mér. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið, og varð mér sem nærri má geta meir en illt við.
„Hvað ertu þú að gera hér?“ spurði ég hranalega og dró um leið úr hraða bílsins eftir megni, en ekki er gott að snarstanza í slíkri umferð eins og er á Keflavíkurvegi á nótt sem degi.
Engu svaraði maðurinn og sneri frá mér í sætinu eins og áður. Bíllinn var nú stanzaður og ég hugsaði mér að láta til skarar skríða við þennan óvelkomna gest, sem ég hugði helzt, að hefði komizt inn í bílinn, áður en ég lagði af stað, og ég hefði ekki tekið eftir honum þá.
En ekki þurfti að koma til átaka, því að eins skyndilega og farþeginn hafði birzt, hvarf hann nú og var aðeins autt sætið, þar sem hann hafði setið. Ég ók hálf utan við mig í bæinn og hef síðan sótzt eftir raunverulegum farþegum á þessari leið, sem öðrum, er ég hefi ekið. Hinir geta farið með öðrum en mér.“

Önnur saga:
Sigurður E. Þorkelsson, skólastjóri Holtaskóla og Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla eru æskuvinir. Hafa ætíð verið miklir samgangar á milli þeirra til þessa dags. Í þann tíð bjuggu þau Gylfi og Guðrún, kona hans í Kópavogi og renndu þau einu sinni sem oftar suður í heimsókn í byrjun desember.
Segir ekki af veru þeirra í Keflavík, en langt eftir miðnætti lögðu þau af stað heim í kulda og kafaldsbyl. Er þau komu á mót við Grindavíkurafleggjarann, sjá þau mann við vegarkantinn sem biður um far með bendingu. Þau taka manninn uppí. Hann er úlpuklæddur að þeirra tíma sið, svo lítið sést andlit eða önnur sérkenni.Ekki líður á löngu en Gylfi, sá samræðumaður, vill spjalla við hinn farþegann og spyr hann allmæltra tíðenda. Ekki fær hann nokkurt svar. En hann heldur áfram að spyrja hann um erendi á Stapanum og annað í þeim dúr, en engin fær hann svörin. Finnst honum þetta no

kkuð einkennilegt og lítur í baksýnisspegilinn og sér þá að enginn er í aftursætinu. Þá lítur hann aftur og sér strax að enginn farþegi er þar afturí. Um hann fer ónotahrollur, enda vel kunnugur sögnum af Stapadraugnum. Hann snýr sér að konu sinni og biður hana að líta aftur í. Nú eru þau bæði orðin nokkuð hrædd og til að stappa í sig stálinu fara þau að syngja, enda bæði söngmenn góðir. Á þessu gengur þar til þau koma á mót við kirkjugarðinn í Hafnarfirði að rödd heyrist úr aftursætinu:
“Hér fer ég út.”
Til er skýring á þessu atviki. En það mun skemma söguna. svo hér læt ég staðar numið.

Og enn önnur saga:
Eitt kvöld ók leigubílstjóri úr Reykjavík suður til Keflavíkur til þess að sækja fólk. Hann var einn í bílnum. Á var dumbungsveður, en úrkomulaust og föl á jörðu. Þegar hann var á veginum milli Voga og Vogastapa sá hann, hvar maður stóð á vegarbrúninni, lítið eitt fram undan. Þegar hann kom nær, sá hann að hann var í hermannabúningi og taldi víst, að þetta væri Bandaríkjamaður að bíða eftir fari til Keflavíkur. Hann stöðvaði bílinn og bauð gestinum á ensku að gera svo vel að setjast inn. Sá anzaði ekki, en smeygði sér þegjandi inn og settist við hlið bílstjórans sem ók af stað. Hann fór að tala á ensku og spyrja manninn hvert hann væri að fara. En hann svarar engu, lítur ekki við honum og horfir beint fram. Þegar hann var kominn þangað upp í Stapann, sem braut lá út af veginum að braggahverfi, sem Bandaríkjaherinn hafði haft þar á stríðsárunum, þá sá hann að maðurinn var horfinn hljóðalaust úr bílnum.
Seinna flutti sami maður eitt kvöld fólk úr Reykjavík

 suður til Keflavíkur og fór þaðan til baka inn eftir um klukkan fjögur um nóttina. Hann var aleinn í bílnum og stanzaði hvergi. Þegar hann kom inn á Vogastapa, þar sem hann er hæstur, varð honum litið í spegilinn fyrir framan sig. Þá blasti þar við augum hans furðuleg sjón. Sá hann í speglinum, hvar tveir menn sátu hlið við hlið í aftursætinu. Hann sá að á þeim var nokkur aldursmunur, og var sá eldri með hatt á höfði, sem slútti niður yfir ennið, og bar hann hærra í sætinu. Manninum brá nokkuð við þessa sýn, en rétt á eftir að hún birtist í speglinum, vildi svo til, að bíll kom á eftir með sterkum ljósum, sem skinu litla stund inn í bíl hans aftan frá, og sá hann þá mennina í speglinum ennþá greinilegar. Enn sá hann þá betur, þegar hann var að fara niður Stapann og tunglið á himninum féll beint á spegilinn. Hann herti á akstrinum, því að hann kunni betur við að vita af bílnum á eftir sér en að verða einn eftir á veginum. Þarna sátu þessir náungar hreyfingarlausir, þar til hann var kominn eitthvað inn fyrir Voga. Þá hurfu þeir eins skyndilega og þeir birtust.
Sami bílstjóri var að flytja mann suður í Keflavík í ausandi rigni

ngu. Þegar hann var kominn uppundir hástapann á suðurleið, springur dekkið á öðru afturhjóli bílsins. Hann varð auðvitað að taka það af hjólinu og setti á það annað dekk, lítt notað. Síðan hélt hann áfram og skilaði manninum af sér í Keflavík og ók að því búnu sem leið lá til baka. En þegar hann kom nákvæmlega á sama stað og dekkið hafði sprungið á í suðurleiðinni, þá sprakk dekkið, sem hann hafði sett þar á hjólið. Hann tók það af og fór að bauka við að gera við það á afturgólfinu í bílnum, setti það svo á hjólið og hélt sína leið. Þessar bilanir fundust manninum mjög kynlegar, í fyrsta lagi vegna þess, að bæði hjólin skyldu springa nákvæmlega á sama stað og ennfremur af því, að þau voru bæði lítt slitin og vegurinn sízt verri þarna en annars staðar.

-Herspítalinn – Daily Camp
Fullkominn herspítali – rúm fyrir hundruðir hermanna. Enn sjást minjar eftir spítalann.

-Matjurtargarður
Hlaðnir utan í sunnanverðan stapann – atvinnubótavinna.

-Grindavíkurvegurinn 1914-1918
Minjar á a.m.k. 12 stöðum – hlaðin byrgi o.fl.

-Grímshóll – þjóðsaga
Þess er og getið um Norðlinga að þá er þeir fóru suður í verið gerði byl á þá nálægt Grímshóli á Stapanum. Einn þeirra var heldur hjárænulegur og dróst hann aftur úr hjá hólnum og hvarf félögum sínum. En er hann var einn orðinn kom maður að honum og bað hann róa hjá sér. Norðlingurinn varð feginn boðinu og fór með hinum ókunna manni og réri hjá honum um vertíðina. En um lokin þegar Norðlendingar fóru heim fundu þeir hann í sama stað á leið sinni og þeir skildu áður við hann. Var hann þar þá með færur sínar og hafði ekki leyst þær upp því ekki hafði hann lagt sér neitt til um vertíðna. Landar hans gjörðu nú heldur en ekki gys að honum að hann skyldi hafa setið þarna alla vertíðina og spurðu hvar hann hefði verið. Hann sagðist hafa róið eins og þeir og ef til vill ei hafa aflað minna. Tekur hann þá upp hjá sér sjóvettling einn fullan af peningum og segir að þarna sé hluturinn sinn. Blæddi þeim þá mjög í augum er þeir sjá það og sýndist aflinn ei alllítill. Fóru þeir síðan allir saman norður. Maðurinn réri suður margar vertíðir eftir þetta, og fór æ á sömu leið og fyrsta skipti. En aldrei sagði hann neitt greinilega hvar hann var og vissu menn það eitt um hann er allir sáu, að hann réri einhverstaðar þar sem hann aflaði vel.

-Brúnavarða – markavarða
Önnur varða er úr henni innar á heiðinni, en menn hafa viljað gera sem minnst úr henni….

-Innri-Njarðvík – sagan
Njarðvík var fyrrum hluti af Vatnsleysustrandarhreppi en fékk sjálfstæði sem sveitarfélag 1889. 1908 rann Keflavík saman við Njarðvík undir merkjum Keflavíkurhrepps en Njarðvíkingar klufu sig frá á ný 1942 og tóku á ný að starfa sem sjálfstætt sveitarfélag og fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi 1. jan 1976.

Sveitarfélögin Njarðvík, Keflavík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna mynduðu eitt sveitarfélag. Byggðin í Njarðvík og Keflavík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki sjáanleg nema tekið væri eftir skiltum við vegarbrúnir, sem gáfu það til kynna. Aðalatvinnuvegur Njarðvíkinga hefur löngum verið sjósókn og fiskvinnsla en iðnaður hefur vaxið mjög sem og þjónusta við Keflavíkurflugvöll, stærsta flugvöll á landinu.

Njarðvík er breið vík sem gengur til suðurs úr Stakksfirði. Byggðin í Njarðvík skiptist í Ytri – og Innri-Njarðvík. Ekki er ljóst hvenær sú skipting varð en það var snemma á öldum. Talið er að kirkja hafi verið reist í Njarðvík á 11. öld. Eftir það var víkin kölluð Kirkju-Njarðvík. Fram til 1515 var Njarðvík í bændaeign en eftir það í eigu konungs að minnsta kosti til loka 18. aldar. Sveinbjörn Egilsson rektor bjó í Innri-Njarðvík.

Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag. Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verzlunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps. Njarðvíkurnar fengu þá sjálfkrafa verzlunarréttindi og hreppurinn fékk nafnið Keflavíkurhreppur.Árið 1942 var hreppunum skipt og Njarðvík varð aftur sjálfstætt sveitarfélag

Í Njarðvík er byggðasafn staðarins og þar hefur þurrabúðin Stekkjarkot, dæmigert heimili frá síðustu öld, verið endurbyggð. Í Reykjanesbæ er mikil körfuboltaiðkun og lið Njarðvíkinga er talið eitt hið bezta á landinu og keppir nær alltaf um Íslandsmeitaratitilinn, oftast við sveitunga sína frá Keflavík og Grindavík. Ferðaþjónusta er mjög vaxandi og stærsta verzlun á Suðurnesjum er í Njarðvík. Vegalengdin frá Reykjavík er 47 km.

-Innri-Njarðvíkurkirkja 

Innri-Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurprestakalli í Kjalarnesprófstsdæmi. Hún hefur staðið í margar aldir í Innri-Njarðvík. Sú kirkja sem þar er nú var reist 1884-86, var hún vígð af prófasti séra Þórarni Böðvarssyni 18. júlí 1886. Hún er hlaðin úr handhöggnu grjóti, sem tekið var úr fjörunni og heiðinni, flutt á sleðum heim og höggvið þar; því verki stjórnaði Magnús Magnússon, múrari í Miðhúsum í Garði, sem einnig var yfirsmiður við Hvalsneskirkju. Þak var úr timbri, hellulagt. Ekki er vitað hver vann tréverkið. Ásbjörn Ólafsson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík stóð fyrir byggingunni.
Á árunum 1917 til 1944 var kirkjan lítt notuð sem sóknarkirkja og sóttu Njarðvíkingar kirkju til Keflavíkur. Árið 1944 var kirkjan lagfærð, m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Fékk kirkjan töflu þá sem nú prýðir hana að gjöf, það er málverk eftir Magnús Á. Árnason, myndlistarmann. Var hún sett upp á endurvígsludeginum.

-Sveinbjörn Egilsson
Sveinbjörn Egilsson (1791–1852), fornfræðingur, skáld og þýðandi.
Fæddur í Innri-Njarðvík 24. febrúar 1971, sonur Egils Sveinbjarnarsonar og Guðrúnar Oddsdóttur. Sigldi til Khafnar 1814 og lauk guðfræðiprófi 1819, ráðinn kennari að Bessastaðaskóla sama ár og kenndi þar grísku og sögu. Dvaldist í Kaupmannahöfn 1845-1846 og varð 1847 fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík. Eftir uppreisn skólasveina 1850, svokallað pereat, þar sem Arnljótur Ólafsson fór fremstur í flokki, fékk hann lausn frá embætti með sæmd og lést 17. ágúst 1852.
Sveinbjörn er kunnastur sem þýðandi Hómerskviðna og fræðimaður á sviði íslenskra fræða en í Bessastaðaskóla kenndi hann einnig rit Platons: Málsvörn Sókratesar, Kríton, Faídon og Menón. Einnig eru skólaræður hans, þar sem hann fjallar m.a. um samband þekkingar og dygðar, athyglisverðar frá heimspekilegu sjónarmiði.
Nokkur rit: Skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar (1968); Platon: Menón, skólaþýðing eftir Sveinbjörn Egilsson (1985).

-Hólmfastur Guðmundsson – einokunarverslunin
Sagan af Hólmfasti og viðskiptum hans af Hafnarfjarðarkaupmanninum og Njarðvíkurkaupmanninum – einokunarverslunin. Bær Hólmsfast (tóftir) eru sýnilegar í Innri-Njarðvík sem og brunnur sá, sem hann sótti vatn sitt í.

Kaupsvæði Keflavíkurverslunar var ekki glöggt afmarkað og kom ekki að sök því lengstum verslaði sami kaupmaður þar og á Básendum. Oftast var þó talið að það næði yfir Garðinn, Leiruna, Keflavík og Njarðavík. Þó töldu sumir Keflavíkurkaupmenn að þeim bæri einnig réttur til verslunar í Vogum og Brunnastaðahverfi.
Vera má að þessi óvissa hafi verið undirrót þekktra málaferla á hendur Hólmfasti Guðmundssyni árið 1699, en hann var þá búsettur í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd og átti að versla í Hafnarfirði, en lagði inn lítilsháttar af fiski hjá Keflavíkurkaupmanninum og var húðstrýktur fyrir.
Kaupsvæðaskipulagið var eitt þeirra málefna sem Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku til athugunar á ferðum sínum um landið skömmu eftir 1700. Einkum komu þessi mál til kasta Árna Magnússonar og var hann raunar hlynntur áframhaldandi kaupsvæðaverlsun með þeim rökum að kaupsvæðin tryggðu nauðsynlega siglingu til landsins. Árni komst einnig í kynni við Hólmfast og var harla hneykslaður á meðferðinni á honum, og má vera að útreiðin, sem Hólmfastur fékk, hafi einmitt orðið Árna tilefni til að gera að tillögu sinni við yfirvöld í rentumammeri að kaupsvæði Keflavíkur yrði látið ná yfir Brunnastaðahverfi.
Árið 1699 var Hólmfastur Guðmundsson 52 ára og bjó í Brunnastaðahverfi á Vatnseysuströnd, sem tilheyrði lögvernduðu verslunarsvæði Hafnarfjarðar. Hólmfastur mátti því engum kaupmanni selja fisk nema Hafnarfjarðarkaupmanni, en tók það fyrir að flytja á báti sínum frá Brunnastöðum, þvert yfir Stakksfjörðinn til Keflavíkur, 20 harða fiska í eigu vinnumanns nokkurs, átta fiska í eigu vermanns að austan og 10 ýsur og þrjár löngur, sem hann átti sjálfur. Þessa fiska seldi Hólmfastur í Keflavíkurbúð og gerðist þar með brotlegur við tilskipun um kaupsvæðaverslun. Slíka ögrun þoldu yfirvöld vitaskuld ekki af ótíndum alþýðumanni og sjálfsagt hefur óhlýðnin þótt alvarlegri fyrr það að Hólmfastur lét sér ekki duga að selja sinn eigin fisk, heldur kom fiski annarra í lóg einnig. Dómur í máli Hólmfasts var haldinn á Kálfatjörn þann 27. júlí 1699. Dómari var Jón Eyjólfsson sýslumaður, og sátu báðir Njarðvíkurbændur, Þorkell og Gísli, í dómnum, auk nokkurra nágrannabænda annarra, en Jens Jörgensen, fullmektugur á Bessastöðum, sótti málið af hálfu kaupmanna. Þarf ekki að orðlengja það að dómurinn komst að samhljóða niðurstöðu um sekt Hólmfasts og var hann dæmdur til að greiða kóngi átta ríkisdali í sekt eða þola vandarhögg. En því var skotið til ærði yfirvalda hvort ástæða væri til að senda hinn óhlýðna Hólmfast til Brimarhólmsdvalar og báðu dómsmenn honum reyndar ásjár í því efni.
Árni Magnússon, á ferð sinni um landi, tók upp mál Hólmfasts og fékk honm dæmdar 20 ríksidala bætur fyrir dóminn og hina illu meðferð á honum. Löngu seinna komst Hólmfastur á síður einnar þekktustu skáldsögu Halldórs Laxness (Íslandsklukkuna).
Dómurinn yfir Hólmfasti var óneitanlega harður, en hann var þó fráleitt einsdæmi. Öll frávik frá fyrirskipuðum reglum voru illa séð, sérstaklega ef menn lögðu stund á launverslun, sem kallað var, þ.e. versluðu við annarra þjóða menn en Dani. Lengi voru þýsk, ensk og hollensk fiskiskip hér við land eftir að einokun komst á. Árið 1684 voru t.d. nokkri Suðurnesjamenn kallaðir fyrir fulltrúa réttvísinnar á þingstaðnum Kálfatjörn og dæmdir til búslóðamissins fyrir að hafa verslað á laun við hollenska duggara og var dómurinn staðfestur á alþingi árið eftir.
Eftir 1700 mun hafa dregið úr launverslun og um 1740 var hún nánast horfin. Hólmfastur fluttist síðar að Hólmfastskoti í Innri-Njarðvík.

-Byggðasafn
Njarðvík er lítið bárujárnsklætt timburhús í Innri Njarðvík sem byggt var í byrjun 20. aldar. Húsið var gefið til Njarðvíkurbæjar á 8. tug síðustu aldar til safnastarfsemi. Þar er nú sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, aðallega myndir og innanstokksmunir frá síðustu íbúum. Húsið er opið eftir samkomulagi, uppl. í síma 421 6700.

-Faxaflói
Sagan af Faxa í Þjóðsögum Jóns Árnasonar – lík Rauðhöfða. Nokkuð breytt og mikið stytt frá hinum.
Þegar upp komust svik mannsins varð hann óður og steypti sér í sjóinn og breyttist í hrosshveli og kölluðu menn hann Faxa. Af því nafni dregur Faxaflói nafn sitt. Drap tvo syni manns er kunni jafnlangt nefi sínu. Var Faxi rekinn í Hvalvatn þar sem síðan fundust hvalbein til sannindamerkis um þessa atburði.

-Steinlistaverk – eftir hvern og hvað eiga þau að tákna?
Áki Gränz, listamaður – steintröll – til að minna á örnefni og lífga upp á annað tilbreytingarlaust landslag á Njarðvíkurheiðinni. Skiptar skoðanir eru um „steintröll“ þessi, enda höggva þau á stundum nærri fornminjum, andstætt lögum.

-Go-Kart
Akstursíþrótta- og leiksvæði. Kjörin afþreying.

-Kaffi tár
Kaffiframleiðsla og kaffikynning. Tilvalin afþreying.

-Gluggaverksmiðja
Rammi – fór á hausinn. Húsið er til sölu, en hýsir nú Íslending.

-Bílasölur
Margar á litlu svæði í ekki stærra bæjarfélagi – hlýtur aðvera heimsmet.

-Ytri-Njarðvíkurkirkja
Ytri-Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979 eða tæpum áratug eftir að fyrsta skóflustungan var tekin.
Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Hún er 400 fermetrar að grunnfleti og undir henni er 108 fermetra kjallari. Kirkjuskip rúmar 230 manns í sæti en safnaðarsalur, sem opnanlegur er inn í kirkjuskipið, rúmar 100 manns.

-Stekkjarkot

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Bærinn Stekkjarkot er við Njarðvíkurfitjar, milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur.
Stekkjarkot var síðasti torfbærinn í byggð, í Njarðvík.
Bærinn var að miklu leyti reistur úr torfi og grjóti.
Búið var á bænum í um þrjátíu ára skeið en þó með hléum, á árunum 1857 til 1924.
Stekkjarkot var þurrabúð og þar lifði fó

lk á sjósókn. Matarkostur ábúenda var nú alls ekki fjölbreyttur og var því ekki úr miklu að moða. Helsta fæða ábúenda var tros, þ.e. fiskhausar, fuglakjöt og egg, svo að eitthvað sé nefnt. Síðustu ábúendurnir (1921–1924) bjuggu þó við mun betri kjör. Þau áttu eina kú sem geymd var innst í göngunum. Í túnjaðrinum var kálgarður sem þótti gefa vel af sér. Það má segja að ábúendur í Stekkjarkoti hafi verið þekktir fyrir uppskeru sína þar sem að kálgarðurinn þótti frægur hvað varðar góðar kartöflur og næpur. Túngarðurinn í kringum húsið er afmarkaður með grjóthleðslu og önnur grjóthleðsla er í kring um kálgarðinn.
Þurrabúð er verustaður fyrir sjómenn sem eiga sér ekki fastan viðverustað en leigja af bændum skika undir hús og fá aðgang að sjó.
Stekkjarkot í Innri Njarðvík er tilgátuhús sem reist var árið 1993, fjósi var svo bætt við sumarið 2002. Þarna hafði áður staðið gömul sjóbúð að upplagi frá 1856 en yngsti hluti frá fyrri hluta 20. aldar. Húsin eru í góðu standi og ætlunin er að hafa þau opin fyrir ferðamenn og minni háttar móttökur. Nú er Stekkjarkot opið eftir samkomulagi, uppl. í síma 421 6700.
Neðan við Stekkjarkot er ætlunin að reisa víkingaþorp þar sem Íslendingur mun leika aðalhlutverkið.

-Bolafótur – Hallgrímur Pétursson
Þegar síra Hallgrímur Pétursson fór suður á Hvalsnes að taka við prestakalli sínu þar, var hann fótgangandi. Kom hann seinni part dags á prestssetrið, þreyttur mjög og svangur. Í eldhúsi sat kona og eldaði graut og bað hann hana að gefa sér að borða. Bað kerling hann að hypja sig í burtu hið bráðasta og gaf hreint afsvar, því að hún sagði, að vellingurinn ætti að vera handa nýja sóknarprestinum, honum síra Hallgrími.
Varð síra Hallgrími þá að orði:

Einhvern tíma, kerling, kerling,
kann svo til að bera,
að ég fái velling, velling
og verði séra, séra

-Skipasmíðastöð
Skipasmíðastöð Njarðvíkur var stofnuð árið 1945. Megin verkefni eru viðgerðar og viðhaldsverkefni í skipum. Starfsmannafjöldi er um 45 að jafnaði árið um kring og skiptist starfsemin þannig:
• Uppsátur & málningardeild
• Plötusmiðja
• Trésmíðaverkstæði
• Véla & renniverkstæði
• Lager
Haustið 1998 tók Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. í notkun nýtt skipaskýli þar sem boðið er upp á allar almennar skipaviðgerðir allt árið um kring, óháð veðri.
Byggingin er í raun stærsti minnisvarði um Hallgrím Pétursson, næst á eftir Hallgrímskirkju í Reykjavík, en bær Hallgríms var þar sem stöðin er nú.

Gunnuhver

5. Reykjanesviti – Gunnuhver

-Karlinn

Reykjanes

Reykjanes – Karlinn.

Sést utan við Reykjanesið. Gígtappi úr einum gíga gígaraðarinnar í Stömpunum, sá syðsti (frá Stampagosinu hinu Yngra). Karlinn um 50 metra hár og þétt setinn fugli.

-Kerlingin
Horfin, var einnig einn gígtappinn í gígaröðinni vestan við Karlsgígaröðina. Annars eru raðirnar fjórar frá mismundandi tímum. Hörslin eru elst og austast, þá kemur gígaröð milli Stampa og Hörsla, ein vestastan þeirra og síðan Stamparnir. Raða sér á misgengissvæðin frá SV-NA.
Segja má að þar rísi Atlanshafshryggurinn úr hafi og gengur á land með stórum sprungum sem og úfnu hrauni alsettu smágígum. Síðasta gosið á þessum slóðum var árið 1268.

-Atlantshafshryggurinn
Jarðvirkni á Íslandi er mikil og landmótun hröð. Þetta má helst skýra með legu landsins á Atlantshafshryggnum sem teygir sig úr Norður-Íshafinu suður fyrir Afríku. Á hryggnum er hár hiti úr jörðu sem stýrir eldvirkninni og nefnist þetta svæði á Íslandi virka gosbeltið einnig kallað eldvirka beltið. Atlantshafshryggurinn liggur á mörkun tveggja fleka (sjá landrekskenninguna) sem rekur í sundur til vesturs og austurs. Þessar plötur eru nefndar Evrópuplatan og Norður-Ameríkuplatan. Plöturnar eru um 100-200 km þykkar og mörg þúsund kílómetar að breidd. Jarðvirkni á Íslandi, svo sem eldgos og jarðskjálftar, er afleiðing þessa landreks.

Flekaskil

Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.

Sums staðar á hryggnum, á svokölluðum heitum reitum, eru mikið uppstreymi kviku og jarðvarmi mikill. Fræðimenn hallast að þeirri kenningu að undir reitunum myndist möttulstrókar vegna mikils varmaflæðis frá kjarnanum til jarðskorpunnar. Heitur reitur liggur undir Íslandi en talið er að um 20-30 heitir reitir séu dreifðir um jörðina, óháð flekamörkum. Eldvirkni á heitum reitum er oftast meiri en umhverfis hann og því liggur Ísland 2000 metrum ofansjávar meðan hryggurinn rétt hjá er á 2000-3000 metra dýpi. Ísland væri allt öðruvísi í lögun ef heiti reiturinn einn hefði valdið gosum, Ísland myndi þá líkjast meira Hawaii. Ísland hefði að sama skapi sjálfsagt ekki myndast ef einungis hefði verið um að ræða gos vegna plötureks. Ísland er einsdæmi á Atlantshafshryggnum að því leyti að saman fara plötuskil og heitur reitur sem bætir við efni þannig að landið er ofansjávar. Til eru eyjar nálægt úthafshryggjum en engin er nákvæmlega á honum miðjum, líkt og Ísland er eða jafnstór.

-Eldey

Eldey

Eldey.

Eldey er sérkennileg 77 m há þverhnípt klettsey sem liggur tæpa 15 km frá landi og er talin m.a. vera mesta Súlubyggð Evrópu (alfriðuð). Milli Eldeyjar og Reykjaness er Húllið – fjölfarin siglingaleið. Vegarslóði (6,7) á hægri hönd liggur niður í Stóru-Sandvík og að gamla Reykjanessveginum þar sem heitir Skjótastaðir en það er hár höfði norðan við víkina en þar mun hafa verið byggð fyrr á öldum. Annar vegarslóði liggur í Stóru-Sandvík niðri í dalverpinu framundan. Frá útskoti (7,0) við enda beygjunnar til austurs sést ofan í Stóru-Sandvík vaxna melgresi. Handan hennar í suðri tekur við talsvert hraun, kolsvart og sviðið með foksand í flákum.

Stampar

Gígar í Yngra- Stampahrauni.

Stamparnir þrír, sem blasa við framundan handan víkurinnar, eru sérkennilegir eldgígar og eftir þeim nefnist hraunið Stampahraun og nær fram í sjó. Eldgígarnir tveir sem sjást suðvestar, lengra til hægri og utar á nesinu, nefnast Eldborgir. Eins og við er að búast eru þessir upptippingar notaðir sem mið til staðsetningar fiskiskipa úti á Eldeyjarbanka. Sú Eldborganna sem sést af grynnra vatni nefnist Eldborg grynnri og stendur sunnar og nær sjó. Eldborg dýpri nefnist sú sem sést af dýpra vatni. Er hún stærri og stendur vestar. Þar heitir Eldborgahraun. Fjær til norðausturs eru mikil ummerki eldsumbrota. Eru það nefnd Eldvörp. Hafnamenn nefna það einnig í daglegu tali Hörzl, þ.e. ójöfnur. Stamparnir, Eldborgirnar og aðrar eldstöðvar eru eins og misstórir hnútar á svörtu bandi í landslaginu og setja ógnþrunginn svip á umhverfið, jafnvel svo að sumt fólk verður hrætt og þorir ekki að dvelja lengi á svæðinu af ótta við eldgos – enda er hér eldur undir, sem sést m.a. á hverasvæðinu og blásandi borholum austan Reykjanessvita.

Þverhnípt klettaeyja (77 m.y.s) 8 sjómílur suður af Reykjanesi. Eldey er mynduð úr móbergi og er 0,03 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum sem stendur á einni grynningu og nær 45 sjómílur frá landi. Kallast hann Fuglasker eða Eldeyjar. Eitt þessara skerja var Geirfuglasker þar sem síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins en það sökk að mestu í
eldsumbrotum 1830.
Í Eldey er mesta súlubyggð sem þekkist í heiminum og er eyjan jafnan þakin súlu. Við talningu, sem gerð var 1949 var fjöldi súlna þar talin um 70 þúsund.
Eldey er rúmir 70 metrar á hæð og þar 38er ein stærsta súlnabyggð í heimi. Eldey hefur veriðfriðuð frá 1940 en hefur aðeins einu sinni verið klif-in eftir það. Hundrað árum áður eða 1844 voru síðustu Geirfuglarnir teknir við Eldey.

-Reykjanesviti

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Ekið er um hlað vitavarðarhússins (þar er snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk) og áfram út að Valahnjúki. Við strönd Reykjaness og báðu megin nessins hafa orðið mörg og mikil sjóslys á þessari öld. (Greinarhöfundur hefur skrifað sögu Björgunarsveitarinnar Eldeyjar í Höfnum. Þar er m.a. fjallað nokkuð ítarlega um stærri sjóslys á þessu svæði. Greinin er einnig birt á þessari vefsíðu). Við Reykjanes strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar 1950. Skipið vari vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og á leið til útlanda dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Um borð voru 50 skipverjar. (Hvers vegna 50 manns voru um borð í vélarvana skipi sem draga átti til útlanda af dráttarbáti bíður sagnfræðinga að rannsaka). Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga.

Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnjúki 1878. Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli (nefnt eftir litlu vatni/uppsprettu sem er norðan þess – reyndar eru þeir til sem fullyrða að heitið Vatnsfell sé dregið af eimingartækjum sem þar voru sett upp og áttu að sjá vitavarðarhúsinu fyrir drykkjarvatni en sem ekki reyndist svo þörf fyrir) byggður og tekinn í notkun 1908. Annar viti, minni, var reistur sunnar á sk. Austurnefi og er ástæðan sú að lítið fell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri. Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Valahjúk nefnist Bæjarfell.

Skálafell

Skálafell.

Suður og austur frá bænum er hraundyngja allmikil, sem nefnd er Skálarfell. Kvað vera skál ofan í hana miðja. Það er merkilegast við þessa dyngju, að hún rýkur öll, eins og kolabyngur, sem kastað hefur verið ofan á glæður. Það eru hveragufur, sem alstaðar leggur út úr henni, hátt og lágt. Norðan undir henni eru hverirnir, sem nesið dregur nafn af.
Vestan undir dyngjunni er gjá mikil, og gengur hún allt í sjó fram. Gjáveggurinn eystri er nokkuð hærri en hinn og báðir barmar mjög klofnir og sprungnir. Hveragufur leggur alstaðar upp um glufurnar. Vestur af bænum eru leifar af gömlum gígum eða móbergshnúðum, sem sjórinn er nú að brjóta upp. Enginn veit, hve margir þeirra eru horfnir í brimið. Leifarnar af einum þessum hnúð standa fyrir framan fjöruborðið. Er það drangur mikill og heitir Karlinn. Aðrar leifar, og þær allra mestar, standa úti í reginhafi fram undan nesinu. Er það drangur hár og digur, sem nefnist Eldey. Þessi gígaröð nær langt út í hafið. Eitt hnúkbrotið frammi við sjóinn, sem nú stendur líklega tæpur helmingur eftir af, heitir Litli-Valahnúkur. Þar
stóð vitinn áður, og mátti víst ekki seinna vera, að hann væri fluttur. Vitaturninn gamli var sprengdur sundur með púðurskotum, svo að ekki skyldi hann skyggja á nýja vitann, og liggja brotin úr honum þar uppi á hólnum.

Á Reykjanesi var fyrsti vitinn á Íslandi byggður árið 1878. Hann laskaðist í jarðskjálftum 1887 og var síðar felldur. Nú hefur þessum rústum verið bjargað niður af Valahnúk þar sem hætta var á aðþær féllu í sjóinn vegna hruns úr hnúknum. Tilstendur að endurhlaða vitann á næstu árum. Nýr viti var byggður á Bæjarfelli (áður Grasfell eða/og Vatnsfell) árið 1907-08.

-Valahnúkur

Reykjanesvit

Reykjanesviti 1878.

Þann 1. desember 1998 voru 120 ár liðin frá því að fyrsti viti í eigu hins opinbera, Reykjanesviti, var formlega tekinn í notkun. Í yfir þúsund ár fóru siglingar fram milli Evrópu, Grænlands, Vínlands og Íslands, án þess að nokkrar leiðbeiningar væru gefnar til sjómanna frá landi. Tilkoma Reykjanesvita og uppbygging vitakerfisins í kjölfarið var því mjög þýðingarmikill þáttur í sögu eyþjóðar. Vitarnir gerðu sjófarendum kleift að sækja sjóinn utan bjartasta tíma ársins. Á 6. áratugnum lauk uppbyggingu vitakerfisins að mestu en þá hafði ljósvitahringnum verið lokað. Í dag eru 104 landsvitar við strendur landsins og annast Siglingastofnun Íslands uppbyggingu og rekstur á þeim vitum, ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með uppbyggingu og rekstri hafnarvita og innsiglingarmerkja.
Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Vitinn var byggður á Valahnjúk, fram við sjávarbrún, þar sem bjargið stendur þverhnípt. Fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson. Vitinn var endurnýjaður árið 1897 en hann hafði skemmst í jarðskjálftum. Nýr viti var byggður á árunum 1907-1908 á Bæjarfelli. Þann 20. mars 1908 var kveikt á núverandi Reykjanesvita, sem er 73 m. yfir sjávarmáli.

-Kríuvarp

Kría

Kría.

Krían er einn best þekkti fugl landsins. Hún er sjófugl sem kemur til landsins um mánaðamótin apríl maí. Síðsumars fara þær svo að tygja sig til brottfarar en þá eiga þær fyrir höndum, eða vængjum, eitthvert mest ferðalag sem nokkurt dýr leggur í á jörðinni. Þær fljúga suður eftir öllu Atlantshafi að Suðurskautslandinu og er jafnvel talið að þær fari umhverfis Suðurskautslandið áður en þær leggja aftur í norðurátt næsta vor. Á farfluginu fljúga þær á 45–60 km hraða á klukkustund í 6–7 tíma daglega og fara þannig um 300 km á hverjum degi. Allt ferðalagið aðra leiðina tekur því um einn og hálfan mánuð, hreint ótrúlegt afrek fyrir fugl sem ekki vegur nema rúm 100 g. Kríurnar verpa hér í þéttum byggðum um allt land jafnvel uppi á hálendinu. Íslenskar kríur skipta hundruðum þúsunda og virðist stofnstærðin sveiflast talsvert. Oft sjá menn að mikill viðkomubrestur verður í kríuvörpum vegna veðurfars eða fæðuskorts. Krían er afbragðs flugfugl sem andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir sílum sem eru aðalfæða þeirra, ásamt smákrabbadýrum og skordýrum. Hún er einnig þekkt fyrir árásargirni við varplönd sín og njóta aðrir fuglar þar verndar hennar. Sum kríuvörp eru geysistór, það stærsta er í Hrísey með yfir 20.000 varppör en stór vörp eru líka á Snæfellsnesi. Hreiðrið er smálaut oftast án nokkurra hreiðurefna og eggin oftast tvö eða þrjú. Aðalvarptíðin er í júní. Kríur eru friðaðar.
Á Reykjanesi er eitt mesta kríuvarp á landinu. Aðgát sk

al höfð þegar fólk ferðast um Reykjanesið á varptíma því þá er krían mjög aðgangshörð. Hún á sér hreiður allt í kringum vitann og um hverasvæðið.

-Gunnuhver (jarðhiti) og sagan af Gunnu. Varað er við hættum á jarðhitasvæðum.

„Fyrrum bjó maður einn á Kirkjubóli á Suðurnesjum, er Vilhjálmur hét. Á dögum hans skyldi hafa verið þar í koti hjá kona sú er Guðrún hét og var Önundardóttir. Hún átti að gjalda Vilhjálmi skuld að Kirkjubóli, en hafði það ekki, er gjalda skyldi. Er þá sagt, að Vilhjálmur hafi tekið pottinn hennar í skuldina. Litlu síðar kom Gunna heim að Kirkjubóli og bað um að drekka. Fólk sá, að henni var brugðið, og var henni fært helgað messuvín. Hún spyr, hvern þremilinn hún eigi að gjöra við þetta. Dembdi hún því niður, en greip vatnsfötu og slokaði svo mikið, að fólk undraðist stórum. Gekk hún síðan heim. Maður sá, er hjá henni var, hafði róið þennan dag. En er hann kom heim, var Gunna dauð í bæli sínu. Var þá smíðað utan um hana og líkið fært til Útskálakirkju. En er þeir, sem báru líkið, komu miðja leið, þótti þeim kistan furðulétt. Þó var ekki athugað um það meira. En þegar verið var að taka gröfina, er sagt, að Gunna hafi sézt á milli þangkastanna á Útskálum og sagt: „Ekki þarf djúpt að grafa, ekki á lengi að liggja.“ Eftir þetta lagðist sá orðrómur á, að mjög reimt væri á Skaganum.

Hoyer

Hús Hoyers við Gunnuhver.

Nokkru síðar var Vilhjálmur við samkvæmi á Útskálum. Var hann þar fram eftir kvöldinu og vildi þá heim. En þar eð þessi orðrómur lá á, var honum boðin fylgd. En hann var hugmaður og þá kenndur nokkuð og þá því ekki fylgdina, en kom ekki heim um kvöldið. Daginn eftir fannst hann í Hrossalág, illa útleikinn. Var hann fluttur í bænahús á Kirkjubóli og fengnir tveir menn til að vaka yfir honum. Nær miðri nóttu komu þeir inn og fengust ekki til að fara út aftur. Aðra nótt voru aðrir tveir fengnir. Þeir vöktu að vísu þá nótt út, en fengust ekki til þess lengur. Var þá fenginn til þess presturinn frá Útskálum, og hafi hann sagt það þá örðugustu nótt, sem hann hefði lifað. Síðan var líkið Vilhjálms jarðað, og bar þá ekki á neinu. En reimleikinn ágerðist eftir það, og sáu allir Gunnu bersýnilega. Reið hún húsum og fældi fénað. Síðan voru fengnir tveir menn hinir ötulustu og sendir til síra Eiríks í Vogsósum og hann beðinn hjálpar. Hann tók þeim stutt og veitti afsvör, unz þeir fengu honum átta potta kút af brennivíni, er þeir höfðu með sér. Hýrnaði hann þá í svari og fékk þeim síðan hnýti og seðil með tveimur hnútum og bað fá Gunnu. Þeir gerðu sem fyrir þá var lagt, og tók Gunna við og leysti af hnútana og leit á. Er sagt, að henni hafi orðið þetta að orði: „Á andskotanum átti ég von, en ekki á Vogsósakarlinum. En ekki tjáir við að standa.“ Hafi hún látið hnýtið renna fyrir, en elt það, þar til hún kom að hver, sem er á Reykjanesi. Hafi hún hlaupið þar sífellt í kring, uns hnýtið var endað, og þá stungizt ofan í hverinn, og heitir þar síðan Gunnuhver.“

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Seltún

13. Seltún – Vatnsskarð

-Jarðhiti
Jarðhiti á yfirborði myndast þegar vatn kemst niður á nokkur hundruð til nokkur þúsund metra dýpi. Þetta getur bæði verið grunnvatn eða leysinga-og úrkomuvatn sem rennur niður í berggrunninn. Vegna þess hve jarðlögin undir Íslandi eru heit, hitnar vatnið. Varminn sem hitar grunnvatnið kemur frá kviku eða heitu bergi í efstu 2-4 km jarðskorpunnar. Varminn er hæstur næst gosbeltunum en þar er jarðskorpan þynnst og bara 10 km niður á bráðið berg. Hitastigið eykst um 80-120° við hverja 1000 metra niður í jörðina. Jarðskorpan þykknar svo og varmaflæðið minnkar eftir því sem fjær dregur gosbeltunum (Axel Björnsson, 1990).
Hitastigið eykst 2-4 sinnum hraðar með dýpi á Íslandi en löndunum í kringum okkur, Skandinavíu og Kanada. Bergrunnur Ísland er auk þess mun sprungnari en berggrunnur þessarra svæða. Þetta skýrir líka þann mikla jarðhita sem er að finna á Íslandi (Ari Trausti Guðmundsson – 1982).
Nái vatnið aftur upp á yfirborðið myndast jarðhita- og hverasvæði en stærstur hluti hvers jarðhitasvæðis er þó neðanjarðar. Jarðhiti finnst um allt Ísland en þó síst á Austfjörðum. Jarðhitasvæðum er venjulega skipt í tvo flokka, háhitasvæði og lághitasvæði. Þessi skipting miðast af mismun í hitastigi og mismunandi staðsetningu (Ari Trausti Guðmundsson, 1982).

Í seinni tíð hafa náttúru- og umhverfisverndarsjónarmið verið að ryðja sér til rúms innan raða þeirra sem taka þátt í virkjun jarðvarma. Lengst af hafa slík sjónarmið ekki verið reifuð sérstaklega en nýtingin hefur reyndar ekki verið umfangsmikil fram á síðustu áratugi. Eyðilegging hvera hefur þó átt sér stað bæði vegna nýtingar eða af öðrum ástæðum. Í Náttúruverndarkönnun árið 1979-1980 í Borgarfirði reyndust nærri helmingur hvera hafa verið eyðilagður og var þó heitt vatn langt umfram þarfir íbúa á svæðinu (Tryggvi Þórðarson 1981). Nýting vatnsins var algengasta orsökin fyrir eyðileggingunni, sem fólst oftast í því að steypt hafði verið yfir hverina. Mjög algengt var einnig að náttúrulegar laugar og volgrur höfðu verið eyðilagðar með skurðgreftri og framræslu. Sú nýting jarðhitasvæða sem nú er ráðgerð í landinu er talsvert umfangsmeiri en sú sem stunduð var í Borgarfirði og því er mun nauðsynlegra að náttúru- og umhverfisvernd séu höfð að leiðarljósi við alla áætlunargerð og framkvæmdir. Ljóst er þó að þekkingn á nýtingu jarðhitans er orðin miklu meiri en þekkingin á verndarmöguleikum og umhverfisáhrifum slíkra framkvæmda. Ástæðan er sú að miklu fé hefur verið varið í undirbúning jarðorkunýtingar en tiltölulega litlu í rannsóknir á umhverfisáhrifum á hverina og lífríki þeirra.
Jarðhitasvæðið á Reykjanesi er um það bil 1 km2 að stærð sé einungis miðað við hverina og önnur sýnileg
jarðhitamerki. Viðnámsmælingar benda til að það sé amk. fjórfalt stærra og teygist auk þess út í sjó til suðvesturs. Jarðhitasvæðið er að mestu þakið hraunum, en móbergs- og bólstrabergshryggir standa upp úr.
Einn þeirra, Rauðhólar, nær inn á jarðhitasvæðið. Þar voru fyrstu vel heppnuðu vinnsluholurnar boraðar.
Tvær gosreinar liggja yfir “hælinn” á Reykjanesi og er jarðhitinn á þeirri eystri milli Skálafells og Litla-Vatnsfells.
Vestar er Stampareinin með yngstu hraununum. Á henni er ekki jarðhiti, en viðnámsmælingar gefa til kynna að jarðhitakerfið nái einnig til hennar.
Landslag er ekki frítt á Reykjanesi, en þar er þó að finna skoðunarverð fyrirbæri. Þar ber af öskugíg með berggöngum þar sem Stampa-gígarnir ganga fram í sjó. Á jarðhitasvæðinu hafa goshverir komið upp endrum og eins, raunar tvisvar á síðustu öld í tengslum við jarðskjálftahrinur. Þeir gjósa jarðsjó, en hafa reynst skammlífir.
Langlífari hefur verið goshver í s.k. Kísilhól sem nú er óvirkur. Hann er úr móbergi með metersþykku kísilhrúðri ofan á. Þar má einnig sjá sprungu sem reif sig upp í skjálftahrinu fyrir 35 árum og sýnist enn fersk þar sem hún liggur norðaustur frá Gunnuhver. Það sem gefur Reykjanessvæðinu mest gildi er vitundin um að þar koma plötuskil Reykjaneshryggjarins á land. Ferðamenn sem fara út á Reykjanes staldra hjá Valahnúkum til að skoða brimið og hjá Gunnuhver, sem er leirpyttaklasi norðan undir Kísilhólnum.
Búseta á Reykjanesi hefur skilið eftir sig ummerki (bú vitavarðar og nýbýlið Hveravellir). Garðrækt hefur lengi verið stunduð, efnistaka í vegi, boranir og verksmiðjurekstur og því hróflað við mörgu. Ný fyrirbæri hafa skapast. Merkast af þeim eru kísilpaldrarnir vestan undir Rauðhólum í afrennslinu frá saltverksmiðjunni.
Reykjanessvæðið er eitt best rannsakaða háhitasvæði landsins. Grunnurinn að þeim rannsóknum var lagður á árunum fyrir 1970. Þá var nýafstaðin öflug skjálftahrina og við hana færðist líf í hveri. Síðan hefur virknin dvínað töluvert.
Reykjanessvæðið er með þeim heitustu sem nýtt eru hér á landi. 30 ára vinnsla hefur ekki haft nein merkjanleg áhrif á forðann í jarðhitakerfinu. Efnainnihald í jarðsjónum skapar vanda við nýtingu, en jafnframt seljanlega vöru.

-Hraunið og gróður (gróðurleysi)
Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist. Nýjasta er sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum hafa um 200 eldstöðvar á fjórum eldstöðvarkerum verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landssvæði. Þar má finna helstu gerðir íslenskra eldstöðva eins og hraunskildir(dyngjur), gígaraðir, gígahópar og sprengigígir t.d. Grænavatn. Auk þess má sjá sigkatla t.d. Hvirfill og Kistufell.
Sjálfur Reykjanesfjallgarðurinn er afar merkilegur því hann hvílir á sjálfu virka gosbeltinu sem partur af hinum mikla Atlandshafshrygg sem liggur þvert yfir Ísland. Lítið er um stöðuvötn og læki á Reykjanesi en Kleifarvatn sem er mest allra vatna á Reykjanesskaganum er á sjálfu gosbeltinu. Það er ekki hægt að skoða þetta framhald af hinum stóra Atlandshafshrygg ofansjávar nema á Reykjanesskaganum. Hann er því einstakur en með duldar hættur. (Jón Jónsson, Árbók Ferðafélagsins, 1984, bls.51-113) (Gunnar H. Hjálmarsson, Útivist 2.tbl. 1.árg 2002).

-Jarðfræði
Eldvirkni á Íslandi
Eldvirkni; Á Íslandi hefur komið upp 1/3 af allri kviku þurrlendis.
Innan eldstöðvakerfanna skiptast eldstöðvarnar í: Meginlandseldstöðvar (gjósa oft og flestum gerðum gosefna og bergtegunda – reka út úr gos- og rekabeltunum – tignalegar eldkeilur, eldhryggir eða öskjur), basalteldstöðvar (gjósa aðein seinus inni og eingöngu basískum gosefnum).
Basalteldstöðvar: Dyngjur (langvarandi flæðigos – þunnfljótandi kvika – breiðir úr sér), Eldborgir (stutt flæðigos – brattir gígveggir, apal- eða helluhraun), Eldgjá (flæðigos í sprungu), Klepra- eða gjallgígar (blandgos í kringlóttum gosopum – hrauntraðir).
Sigketill; kvikan undir jökli bræðir ísinn og myndar vatnsfylta hvelfingu.
Sprengigos; Hverfjall (öskugígur – kraftlítil þeytigos), Ker (sprengigígur – myndast við yfirhit vatns á nokkru dýpi), Sprengigjá (röð gíga).
Hraun (flæðigos); dyngja (Skjaldbreiður), eldborgir (Eldborg við Geitahlíð).
Hraun og gjóska: klepra- og gjallgígar (Búrfell við Hafnarfjörð), eldkeila (Snæfellsjökull).
Gjóska; gjóskugígur (Hverfjall), sprengigígur (Grænavatn).

-Kleifarvatn, stærð, dýpt, myndun, hverasvæði í vatninu sem fóru á þurrt þegar lak úr því árið 2000.
Kleifarvatn er 97 m.d. Það er þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins 97m. Það hefur lítilsháttar aðrennsli en ekkert frárennsli nema gljúpan jarðveg. Töluverður jarðhiti er syðst í vatninu og einnig út af Innri stapa vestan við það.
Fyrir einhverjum árum síðan voru silungsseiði látin í vatnið og dafnar fiskurinn ágætlega í því. Munnmæli herma a skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sést þar endrum og eins. Á það að hafa verið ormskrímsli, svart að lit og á við meðal stórhveli að stærð.

1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Maður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.

-Sveifluháls (móbergsfjöll allt í kring)
Móbergsfjöll myndast við gos undir jökli, í sjó eða vatni. Meðan vatnsþrýstingur er nægur yfir eldstöðinni hleðst upp bólstraberg. Ljúki gosi á þessu stigi verður til bólstrabergshryggur, dæmi: Sigalda. Haldi gosið áfram, minnkar vatnsdýpið vegna upphleðslu gosefna undir yfirborði vatnsins/jökulsins og tekur þá fyrir bólstrabergsmyndun enda er vatnsþrýstingur þá ekki nægur til að halda vatnsgufu og gosgufum niðri. Gosvirkni breytist þá í þeytigos. Ofan á bólstrabergið leggst því gjóska sem er ýmist úr vikri, ösku eða brotabergi. Ef gosið hættir á þessu stigi verða til móbergshryggir, dæmi: Sveifluháls, eða keilulaga móbergsfjöll, dæmi: Keilir (ef um gos á kringlóttu goseopi eða stuttri sprungu er að ræða). Haldi gosið enn áfram, hlaðast gígrimar upp úr vatnsborðinu og vatn nær þá ekki lengur að komast í snertingu við bergkvikuna og snöggkæla hana og valda þeytigosi. Tekur þá að mestu fyrir myndun lausra gosefna og hraun fer að renna úr gígnum. Séu gígrimarnir umflotnir vatni, fyllir hraunið undir sig upp að vatnsborði með skálögðuð bólstra- og gjalllagi sem hraunhella leggst síðan ofan á. Móbergsfjöll, sem náð hafa þessu stigi nefnast móbergsstapar, dæmi: Eiríksjökull og Herðubreið.

-Jarðfræðin – allt mögulegt í þeim efnum.
Lambatangi – eyja fyrrum.

-Gróðureyðing
Þótt gróðureyðingin virðist nokkur ofan við Nýjaland, sér Kleifarvatn um að halda gróðurþekjunni við með vissu millibili, ca. 40-80 ára fresti. Náði fyrrum upp að Lambafellunum.

-Gullbringa
Fjallið eða hlíðin…. Frásagnir af roðagyltri sólinni þegar hún er að setjast á bak við Hádegishnúk.

-Hulstur – Huldur – Hella
„Lægðir“ í austanverðan Sveifluháls. Í Hulstri fórs t.d. kanadískur flugbátur um 1945 með fimm mönnum. Um helluna var stundum farið til Krýsuvíkur áður en vegurinn var lagur á fimmta áratug 20. aldar, en það þótti óráðlegt vegna hallans.

-Stefánshöfði
Nefndur eftir Stefáni Stefánssyni, “fyrsta íslensenks leiðsögumanninum” – 1878-1944.

-Vatnshlíð
-Dalaleið – forn leið – Gullbringuhellir – bæli.

-Kleifin
Fyrrum nefnd Vatnsskarð. Eina aðgengilega leiðin framhjá vatninu þegar mikið var í því. Upp á Vatnshlíðarhornið.

-Krýsuvíkurvegurinn
Lagður á fimmta áratug 20. aldar. Versti kaflinn var undir Hellunni. Hurldur skammt sunnar. Þar fórst efst í henni kanadískur flugbátur með fimm mönnum um 1945. Syðsti-höfði og Stefánshöfði. Fyrsti leiðsögumaðurinn á Íslandi – ösku hans var dreift af höfðanum yfir vatnið að honum látnum. Hafði tekið ástfóstri við Krýsuvíkursvæðið.

-Vatnshlíðin og Vatnshlíðarhorn
Lambhagatjörn og Lambhagi.

Bláa lónið

8. Bláa lónið – Grindavík

-Bláa lónið
Bláa lónið (gamla) myndaðist vegna frárennslis frá orkuverinu í Svartsengi og var einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Ný þjónustumiðstöð, stærri og betri var tekin í notkun í júní 1999. Nokkur hundruð þúsunda gesta heimsækja það árlega og vegna sérstöðu sinnar nýtur það mikillar hylli fjölmiðlafólks um allan heim. Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós, að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar þeirra, sem þjást af húðsjúkdómum (psoriasis) og þar er sérstök aðstaða fyrir þá. Sjúklingarnir koma víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins. Góð þjónusta er við ferðamenn við Bláa lónið og er þar gott hótel og veitingahús ásamt miðstöð upplýsinga og minjagripasölu.

Bláa Lónið hefur á örfáum árum þróast úr því aðvera tilfundinn baðstaður í það að vera einn af fjöl-sóttustu ferðamannastöðum landsins. Yfir 300 þús-und manns koma í Lónið ár hvert.Bláa Lónið er til komið sem affallsvatn frá orku-verinu í Svartsengi, sem verðugt er að skoða.Fljótlega kom í ljós lækningamáttur vatnsinsþegar fólk með psoriasis fór að lauga sig í lóni þvísem myndast hafði. Ný og glæsilega aðstaða hefurverið byggð á nýjum stað fyrir Bláa Lónið með veit-ingasölu og gjafavöruverslun. Í nágrenni Bláa Lónsins er að finna gott hótel og veitingahús. Bláa Lónið er kjörinn hvíldarstaður eftir góða skoðunarferð um Reykjanes áður en haldið er á gististað.

-Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon.

-Tilurð lónsins og sérstaða
…svo sem – spa, nudd, vatnið í lóninu, efni í því, hitastig, kísill, minjagripir, veitingar, leigð handklæði og sundföt…

-Illahraun – aldur, gerð og fleira.
Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld (1226).

-Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon. Nú er verið að opna þar sérstaka Húðlækningamiðstöð þar sem fyrir er hótelaðstaða fyrir 30 manns. Ætlunin er m.a. að bjóða þeim að nýta sér hið margbreytilega umhverfi Bláa lónsins.

-Sýlingarfell – Svartsengisfjall – Svertingsfell
Gígur uppi á fellinu.

-Gjáin
Í „Gjánni“ hefur verið komið upp sýningu um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar. Tæknibúnaður þar er mjög fullkominn og gjáin hljóðdeyfð þannig að unnt er sýna margar myndir og spila mismunandi hljóð samtímis. Myndskjáir eru 42″ plasmaskjáir í stærðarhlutfallinu 16:9 sem er hið nýja form fyrir sjónvarpsmyndir. Á myndskjánum eru sýndar tölvumyndir og kvikmyndir. Víðóms hljóðflutningur er með hverri mynd. Þar sem er þulartexti er hann bæði á íslensku og ensku.
Hljóðkerfi með stafrænum mögnurum er einnig í sjálfri gjánni og nýtist það m.a. fyrir ýmis hljóð sem tengjast gossprungu og jarðskjálftalíkani sem þar er komið fyrir. Þessi hljóð, auk annarra íslenskra náttúruhljóða, eru geymd á stafrænum hljóðspilurum sem stýrt er í samræmi við það sem er að gerast í gjánni á hverjum tíma.

Gjáin er opin almenningi alla virka daga og stundum um helgar.

-Þorbjörn
Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.

Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.

Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom

-Örlítið um Grindavík áður en komið er þangað
Grindavík er í dag 2800 manna bær og einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er grósku mikilútgerð og fjöldi báta. Þótt sjávarsókn brauðfæðiGrindavík er ferðaþjónusta mjög áberandi og örtvaxandi. Fjöldi veitingahúsa og nokkur gistihús eru í Grindavík og gott tjaldsvæði. Í Grindavík er einnigbílaleiga og hestaleiga. Byggð hefur verið ný kirkja í Grindavík þar sem sú er flutt var frá Stað var löngu orðin of lítil. Staðarkirkjan hefur nú fengið nýtt og sérstakt hlutverk – hún er nú barnaheimili. Grindavíkur er vel getið í sögu erlendra kaupmanna á Ís-Búrfellstraðir landi og oft vegna ófriðsamlegra aðgerða eins og 1532 þegar Íslendingar, Danir og Þjóðverjar sameinuðust gegn Englendingum. Tyrkir gerðu sigeinnig heimakomna í Grindavík öld síðar. Vert er að veita skrúðgarðinum Sólarvé sérstaka athygli en hann er við sundlaugina. Sólarvé er skipulag og hlaðið í fornum stíl og vitnar til horfinnar menningar landsins.

Grindavík

7. Grindavík – Bláa lónið

-Ekið eftir nýja veginum frá Grindavík til Bláa lónsins.

-Stutt kynning á Grindavík
Hvern hlakkar ekki til að koma til Grindavíkur. Fróðleikur, sem á eftir fylgir, mun gera heimsóknina enn áhugaverðari en ella hefði verið.

Grindavík er einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem veita íbúum og fjölda aðkomumanna atvinnu. Ferðaþjónusta er í örum vexti og verslun og léttari iðnaður þrífast vel. Í Grindavík er skrúðgarðurinn Sólarvé, rétt við sundlaugina, en hann er hlaðinn í fornum stíl og ber vitni horfinni menningu landsins. Strandhögg Tyrkja í Grindavík 1627 er vel þekkt meðal þjóðarinnar en áður kom oft til ófriðsamlegara aðgerða eins og þegar Íslendingar, Danir og Þjóðverjar sameinuðust gegn Englendingum árið 1532.

Landnámabók greinir frá því að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934. Landnámsmenn voru tveir. Þeir hétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast.
Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi. 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið og upp úr 1950 hófst alvöru hafnargerð. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi 1974. Um aldamótin síðustu voru íbúar 357 talsins. Grindavík er öflugt sveitarfélag á suðurströnd Reykjanesskaga um 50 km frá Reykjavík. Íbúar voru 2.382 þann 1. desember sl. Fallegt bæjarstæði við rætur Þorbjarnarfells, nálægð við gjöful fiskimið, ferðamannastaður og heilsulind eins og Bláalónið sem og öflugt íþróttastarf með ungu fólki, allt þetta hjálpast að við að skapa gott mannlíf í framsæknu bæjarfélagi. Nú höfum við bætt við menningu okkar hérna í Grindavík og reist Saltfisksetur Íslands í Grindavík þar höfum við eignast stórt og mikið menningarsetur sem notað verður í þágu Grindvíkinga jafnt sem Íslendinga.

Meðal stærstu fyrirtækjanna má telja Þorbjörn-Fiskanes hf, Stakkavík,Vísir og Samherji/Fiskimjöl og Lýsi. Grindavíkurhöfn hefur lengi verið í hópi þeirra 4 – 5 hafna sem mestum afla skila á land á hverju ári. Þótt Grindavík hafi lengst af byggt afkomu sína á sjávarútvegi hefur á síðustu árum orðið verulegur samdráttur í vinnu landverkafólks og það ýtt undir leit að nýjum atvinnutækifærum. Aukin vinna við þjónustu kom með byggingu glæsilegrar langlegudeildar í Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra í Grindavík. Deildin tilheyrir Sjúkrastofnun Suðurnesja í Keflavík. Þá varð mikill uppgangur í þjónustu við ferðamenn með uppbyggingunni við Bláalónið og tilkomu Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Þar er verið að byggja hótel og meðferðaraðstöðu við Lónið á nýjum stað þar sem baðgestir eru alveg öruggir og öll aðstaða verður eins og best verður á kosið. Nú er hótel við Bláalónið, veitingastaður og einnig fer þar fram vinnsla á heilsuvörum sem unnar eru úr efnum úr Lóninu. Í bænum er öll nauðsynleg þjónusta heilsugæsla, tannlæknir, verslanir, löggæsla, skrifstofa Sýslumanns.

Grindavík er í dag 2600 manna bær og einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er grósku mikilútgerð og fjöldi báta. Þótt sjávarsókn brauðfæðiGrindavík er ferðaþjónusta mjög áberandi og örtvaxandi. Fjöldi veitingahúsa og nokkur gistihús eruí Grindavík og gott tjaldsvæði. Í Grindavík er einnigbílaleiga og hestaleiga. Byggð hefur verið ný kirkja í Grindavík þar sem sú er flutt var frá Stað var löngu orðin of lítil. Staðarkirkjan hefur nú fengið nýtt ogsérstakt hlutverk – hún er nú barnaheimili. Grindavíkur er vel getið í sögu erlendra kaupmanna á Ís-Búrfellstraðir landi og oft vegna ófriðsamlegra aðgerða eins og 1532 þegar Íslendingar, Danir og Þjóðverjar sam-einuðust gegn Englendingum. Tyrkir gerðu sigeinnig heimakomna í Grindavík öld síðar.Vert er að veita skrúðgarðinum Sólarvé sérstaka athygli en hann er við sundlaugina. Sólarvé erskipulag og hlaðið í fornum stíl og vitnar til horfinnar menningar landsins.

Landnámsmenn í Grindavíkurhreppi voru tveir: Molda-Gnúpur Hrólfsson, er nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson er nam Selvog og Krýsuvík. Í Landnámabók segir svo frá Moldar-Gnúpi að hann hafi verið sonur Hrólfs höggvandi, sem bjó í Moldartúni á Norðmæri í Noregi. Þeir Gnúpur og Vémundur bróðir hans voru vígamenn miklir og vegna drápa þeirra fór Gnúpur til Íslands. Hann nam land á milli Kúðafljóts og Eyjarár og allt Álftaver. Þar bjó hann uns byggðin spilltist af hraunstraumi en þá hélt hann vestur til Höfðabrekku og reisti sér skála, þar sem nú heita Kaplagarðar og dvaldist þar um veturinn. Þar lenti hann enn í ófriði og hélt um vorið ásamt sonum sínum vestur til Grindavíkur og tóku þeir sér þar bólfestu.
(Þessi saga er rituð í Sturlungabók, en í annarri gerð Landnámu, Hauksbók, segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir, Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík. Sérfræðingar geta ekki fullyrt hvort er rétt en telja meiri líkur á að Molda-Gnúpur hafi komist alla leið.)
Erfitt er að tímasetja landnámið nákvæmlega. Nýlegar rannsóknir jarðfræðinga sýna að hraun hefur runnið yfir Álftaver og þau svæði sem Moldar-Gnúpur settist fyrst að á um og eftir 934. Þessu ártali kann að skeika um 1 eða 2 ár til eða frá, en ef það er notað til viðmiðunar hefur Moldar-Gnúpur og fólks hans komið til Grindavíkur um og eftir árið 940.
Fólkinu virðist hafa gengið vel að koma sér fyrir eins og fram kemur í hinni frægu sögu um Hafur-Björn: “Björn hafði nær ekki kvikfé; hann dreymdi að bergbúi kæmi at honum og byði að gera félag við hann, en hann játti. Þá kom hafr til geita hans litlu síðar; því var hann Hafr-Björn kallaðr. Hann gerðist bæði ríkr og stórauðigr. Þat sá ófresk kona, at allar landvættir fylgdu Hafr-Birni þá er hann fór til þings en Þorsteinn ok Þórði bræðrum hans þá þeir fiskuðu”.

Vitneskja okkar um upphaf byggðar í Grindavík takmarkast við frásögn Landnámu af Moldar-Gnúpi og sonum hans og ekkert er vitað með vissu um byggðina og sögu hennar næstu 300 árin eftir landnám. Engu að síður verður að telja líklegt að flestar bújarðirnar hafi byggst þegar á 10. og 11. öld og með því að gefa hugarfluginu lausan tauminn til þess að reyna að lesa milli línanna í Landnámu og þætta saman frásögn hennar og alþekktrar þjóðsögu má geta sér til hvernig hin fyrsta byggð í Grindavík hefur risið.
Hvergi kemur fram hve margt fólk fylgdi Moldar-Gnúpi á ferð hans austan úr Álftaveri, en varla hafa það verið færri en 20-30 manns, fjölskylda og fylgdarlið.
Þegar landnemarnir voru komnir á áfangastað hafa þeir vafalaust byrjað á því að velja sér stað til vetursetu og reist þar skála. Sá staður hefur að öllum líkindum verið í námunda við Hópið, trúlega á einhverjum þeirra staða sem síðar risu bæirnir Húsatóftir, Hóp og Járngerðarstaðir. Hópið var ákjósanlegur staður til að setjast að og reisa skála. Þar var öruggt vatnsból, stutt sjávargata, góð lending fyrir báta og mikil fjörugæði. Hinn fyrsta vetur hafa landnemarnir vafalítið notað til að kanna landkosti í nýjum heimkynnum og ekkert var eðlilegra en þeir Molda-Gnúpssynir tækju að svipast um eftir löndum fyrir sjálfan sig. Að sögn Landnámu voru þeir allir fullorðnir er hér var komið sögu og frumbyggjasamfélagið krafðist þess að menn staðfestu ráð sitt og hæfu búskap eins fljótt og auðið var.
Við vitum ekki í hvaða röð þeir bræður giftust né hvar hver þeirra reisti sér bú. Við vitum að bræðurnir fjórir; Gnúpur, Björn (Hafr-Björn), Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjandi. Við vitum líka að Gnúpur (yngri) giftist Arnbjörgu Ráðormsdóttur og að Hafr-Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrollleifssonar. Björn og Jórunn bjuggu í Grindavík, en óvíst er hvort Gnúpur og Arnbjörg hafi gert það líka.

Flestir kannast við þjóðsöguna um þær Járngerði og Þórkötlu, sem bjuggu á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum. Þjóðsögur geyma oft löngu gleymda vitneskju. Það er því ekki ólíklegt að konur með þessum nöfnum hafi í fyrndinni búið í Grindavík á þessum tveimur jörðum og jarðirnar dragi nöfn sín af þeim. Er þá ekki hugsanlegt að þær hafi verið tengdardætur Molda-Gnúps, giftast Þorsteini hrugni og Þórði leggjanda, og þá fyrstu húsfreyjur á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum. Hafi svo verið hafa þeir bræður verið fyrstir til að búa á þessum tveim bæjum og á sama hátt getum við hugsað okkur Moldar-Gnúpur hafi búið á Hópi (Hofi), en Gnúpur eða Björn á Stað og hinn á Húsatóftum.
Þetta er aðeins tilgáta en skemmtilegt að velta þessu fyrri okkur. Það er staðreynd að allar stærstu jarðirnar í sveitinni hafa byggst strax á landnámsöld og hverfin 3 vaxið út frá höfðubólunum.
Í Krýsuvík er landnámsmaður talinn Þórir haustmyrkur. Hann hafi búið í á bæ, sem Hlíð hét og lagt veg yfir svonefnd Grindarskörð. Þar átti þá að hafa verið svo mikill skógur að hann hafi tekið börkinn af nokkrum trjám og búið til grind og sett á skarðsbrúnina vestanverða til að merkja hvar fara ætti þegar ferð lá yfir fjallið. Er ekki ósennilegt að sú skýring að örnefninu Grindavík og Grindarskörð séu dregin af veggrindum á fjöllum uppi eigi rætur að rekja til þessarar sögu.

Hér á eftir er fjallað um nokkur áhugaverð atriði er varða Grindavík. Fólk á leið í og um bæinn gæti nýtt sér þennan fróðleik til að upplifa hluta af sögu hans því flest það, sem minnst er á má sjá með berum augum ef vel er að gáð.
1. Það er alltaf sól í Grindavík – stundum að vísu á bak við skýin. Hér er súrefnið hvað ferskast og svo til ónotað er það kemur með vindum og golfstraumnum sunnan úr höfum. FERLIR hefur farið um 750 ferðir um Reykjanesskagann, en einungis þrisvar fengið kærkomna rigningu á þeim ferðum. Reykjanesskaginn er sennilega ónýttasta útivistarsvæði landsins – í nálægð við u.þ.b. 200.000 neytendur, auk annarra áhugasamra Íslendinga, að ekki sé talað um nýtingu skammstoppandi útlendingum til handa. Svæðið hefur upp á allt að bjóða, sem önnur fjarlægari svæði gætu boðið upp á – jarðfræðina, náttúruna, fegurðina, fjölbreytina, minjarnar, söguna og þjóðtrúna, eitt helsta sérkenni okkar Íslendinga.
2. Mikilvægt er fyrir leiðfarendur að vera jákvæða og uppbyggjandi – vera innblásturshvetjandi, frumlega og leitandi að einhverju áður ókunnu. Nægan eldivið fyrir slíkt er að finna í Grindavík og nágrenni.
3. Mörk Grindavíkur að norðanverðu – Í Arnarklett við Snorrastaðatjarnir og þaðan yfir í Seltjörn (Selvatn) – í Þórðarfell og áfram niður í Valahnúkamalir við Reykjanestá. Austurmörkin eru í Seljabót þannig að landið, og ekki síst ströndin, er víðfeðmt.

-Fjarskiptamöstrin – til hvers eru þau notuð?
Möstrin voru reist fyrir hlustunarstöð fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli. Sendistöðin var við Rockwille á Miðnesheiði, en móttökumerkin eru hér. Önnur svipuð stöð var austur á Hraunssandi, en var rifin á sjöunda áratugnum. Þessi stöð er enn í notkun. Hún þjónar hluta til Landssímanum.

-Þorbjörn – þjófagjá – Gálgaklettar
Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.

Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.

Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom

-Illahraun
Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld (1226).

-Skipsstígur
Frá Fitjum í Njarðvík liggur forna þjóðleiðin Skipsstígur til Grindavíkur. Vörður hafa fallið á fyrrihluta leiðarinnar en eru mjög greinilegar frá Stapðafelli til Grindavíkur og Húsatófta (Árnastígur). Áætlaður göngutími er u.þ.b. 5 klst.

-Sundvörðuhraunsbyrgin
Aðeins um það bil 1 km austur/suðaustur af þessum helli eru húsarústir í Sundvörðuhrauni sem vert er að leggja leið sína að. Þær eru skammt vestur af Sundvörðunni, vel faldar í dálítilli hraunkvos. Þetta eru 10 tóftir, flestar vestanundir hraunbrún en tvær þeirra eru uppi á henni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4 x 1,5 m á stærð.
Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.

-Gyltustígur
Misengi í vestanverðum Þorbirni. Klifhólahraun sunnan fellsins.

-Svartsengi
Grasfletir norður frá Grindavík. Þar hafa verið haldnar sumarsamkomur Grindvíkinga. Sunnan við það er svartsengisfell. Mikið háhitasvæði er við Svartsengi. Er hitaveita leidd þaðan til allra Suðurnesja. Affallsvatn af orkuverinu sem þar er myndar Bláa Lónið.

-Bláa lónið

Bláa lónið gamla myndaðist vegna frárennslis frá orkuverinu í Svartsengi og var einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Ný þjónustumiðstöð, stærri og betri var tekin í notkun í júní 1999. Nokkur hundruð þúsunda gesta heimsækja það árlega og vegna sérstöðu sinnar nýtur það mikillar hylli fjölmiðlafólks um allan heim. Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós, að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar þeirra, sem þjást af húðsjúkdómum (psoriasis) og þar er sérstök aðstaða fyrir þá. Sjúklingarnir koma víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins. Góð þjónusta er við ferðamenn við Bláa lónið og er þar gott hótel og veitingahús ásamt miðstöð upplýsinga og minjagripasölu.

Bláa Lónið hefur á örfáum árum þróast úr því aðvera tilfundinn baðstaður í það að vera einn af fjöl-sóttustu ferðamannastöðum landsins. Yfir 300 þús-und manns koma í Lónið ár hvert.Bláa Lónið er til komið sem affallsvatn frá orku-verinu í Svartsengi, sem verðugt er að skoða.Fljótlega kom í ljós lækningamáttur vatnsinsþegar fólk með psoriasis fór að lauga sig í lóni þvísem myndast hafði. Ný og glæsilega aðstaða hefurverið byggð á nýjum stað fyrir Bláa Lónið með veit-ingasölu og gjafavöruverslun. Í nágrenni Bláa Lónsins er að finna gott hótel og veitingahús. Bláa Lónið er kjörinn hvíldarstaður eftir góða skoðunarferð um Reykjanes áður en haldið er á gististað.

-Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon.

-Sýlingarfell – Svartsengisfjall – Svertingsfell

-GjáinÍ „Gjánni“ hefur verið komið upp sýningu um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar. Tæknibúnaður þar er mjög fullkominn og gjáin hljóðdeyfð þannig að unnt er sýna margar myndir og spila mismunandi hljóð samtímis. Myndskjáir eru 42″ plasmaskjáir í stærðarhlutfallinu 16:9 sem er hið nýja form fyrir sjónvarpsmyndir. Á myndskjánum eru sýndar tölvumyndir og kvikmyndir. Víðóms hljóðflutningur er með hverri mynd. Þar sem er þulartexti er hann bæði á íslensku og ensku.
Hljóðkerfi með stafrænum mögnurum er einnig í sjálfri gjánni og nýtist það m.a. fyrir ýmis hljóð sem tengjast gossprungu og jarðskjálftalíkani sem þar er komið fyrir. Þessi hljóð, auk annarra íslenskra náttúruhljóða, eru geymd á stafrænum hljóðspilurum sem stýrt er í samræmi við það sem er að gerast í gjánni á hverjum tíma.

-Tilurð lónsins og sérstæða – upplýsingar sem þið teljið muni nýtast gestum ykkar áður en farið er í bað, svo sem – spa, nudd, vatnið í lóninu, efni í því, hitastig, kísill, minjagripir, veitingar, leigð handklæði og sundföt…

Reykjanes

4. Stóra-Sandvík – Reykjanesviti (Valahnúkur)

-Stampar
Á árunum 1210-1230 má segja að Reykjanesið hafi logað stafnanna á milli og leikið á reiðskjálfi. Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.

Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjóómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegssniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.

-Saltverksmiðjan
Á mótum vegar að Reykjanessvita eru rúmir 11 km frá syðri hraðahindruninni í Kirkjuvogshverfi. Vegurinn liggur fyrst í vestur að Sjóefnaverksmiðjunni, síðan í norðvestur fram hjá gúanóverksmiðju en skammt þaðan er vinkilbeygja til vinstri á veginum að vitanum og út að Valahnjúki. Þessar verksmiðjur eru hér vegna jarðhita sem fæst úr borholum en þær eru með öflugustu borholum landsins um og yfir 10 megavött hver.

-Haustak – hausaþurrkun
Upplýsingar liggja ekki á lausu – líklega liggur reksturinn niðri. Hins vegar var gerð þarna ágæt tilraun með því að þurrka fiskhausa með því að nota jarðgufuna. Fiskurinn var aðallega ætlaður til útflutnings.

-Reykjanesvirkjun – djúpborunarverkefni
Hér á eftir er stuttur útdráttur úr erindi sem flutt var á nýafstöðnu Orkuþingi. Erindið var flutt af Guðmundi Ómari Friðleifssyni, Orkustofnun, en fleiri komu að gerð þess.
Kynnt var hugmynd um að bora 4 til 5 km djúpa rannsóknarholur í háhitasvæði landsins. Markmiðið er að finna yfirkrítískan jarðhitavökva djúpt í rótum háhitasvæðanna, rannsaka hann og kanna nýtingarmöguleika hans. Vitað er að yfirkrítískan jarðhita er að finna á þessum stöðum en ekki er vitað hvort hann er í vinnanlegu magni. Hreint vatn sýður við 100°C við yfirborð jarðar en með auknu dýpi og þar með auknum þrýstingi sýður það við stöðugt hærra þar til komið er að krítískum mörkum við tæplega 375°C og rúmlega 222 bara þrýsting. Við hærra hitastig og þrýsting er vatnið í einum fasa, einskonar gasfasa, og hvorki sýður né þéttist við hita- eða þrýstingsbreytingar ofan krítísku markanna. Neðan krítískra marka skilst vatn hins vegar í tvo fasa við suðu, þ.e. vatn og gufu.
Ljóst er að orkuinnihald vökva í þessu ástandi er firnahátt, en óljóst er hvort tekst að nýta það með hagkvæmum hætti. Til að átta sig á því hvert orkuinnihaldið er hefur verið nefnt að því megi helst jafna við orku í jafnþyngd af dýnamíti. Grundvallarspurningin er hvort vinna megi margfalt meiri orku úr háhitasvæðum en unnt er með hefðbundinni tækni. Með djúpvinnslu má væntanlega auka líftíma jarðhitakerfanna, draga úr umhverfisáhrifum, auka nýtni vinnslunnar umtalsvert og jafnvel vinna verðmæt steinefni og málma úr djúpvökvanum. Áhersla verður lögð á heildstæða vinnslu auðlindanna sem þýðir að fléttað verður saman framleiðslu á raforku, framleiðslu á varmaorku fyrir iðnað, lífrænni og ólífrænni efnavinnslu og skipulagðri fræðslu og ferðamennsku. Verkefnið er ekki einvörðungu áhugavert fyrir Ísland, heldur einnig í alþjóðlegu tilliti þar sem líklega má yfirfæra reynsluna héðan á háhitasvæði vítt og breytt um heiminn bæði á landi og á hafsbotni.
Talið hefur verið að Ísland henti vel til slíkra rannsókna þar sem landið er staðsett á miðju rekbelti jarðskorpuplatna á úthafshrygg. Hér er bæði hægt að skoða háhitakerfi sem flytja varmaorku til yfirborðs með missöltu sjávarættuðu vatni eins og á Reykjanesi og með tiltölulega fersku úrkomuvatni eins og á Hengilssvæðinu og á Kröflusvæðinu.
Til þessa hafa Hitaveita Suðurnesja hf., Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur staðið að þessu verkefni með ráðgjöf frá Rannsóknasviði Orkustofnunar. Leitað hefur verið eftir alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir aðrar en nýtingarrannsóknir og hefur miðað vel í þeim efnum. Ef áætlanir um verkefnið ganga eftir má búast við að ýmsum undirbúningi, svo sem hagkvæmniathugunum og umhverfismati, verði lokið á næstu tveimur árum þannig að boranir geti hafist árið 2004.

-Forsetahóll
Spölkorn frá kröppu beygjunni er grasi vaxinn hóll eða fell á vinstri hönd sem nefnist Litlafell og einnig Forsetahóll (en þennan hól gáfu bræðurnir Ketill og Oddur Ólafssynir frá Kalmanstjörn (en ekki Hafnamenn sem þakklæti fyrir veg út á Reykjanes eins og ég hafði áður haldið fram og haft ákveðna heimildarmenn að) forsetaembættinu í tíð Sveins Björnssonar (að hans ráði) til að forsetinn gæti aðstoðað þá í að fá ruddan slóða út á Reykjanes.

-Reykjanes-vitar, gamli og nýi
Ekið er um hlað vitavarðarhússins (þar er snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk) og áfram út að Valahnjúki. Við strönd Reykjaness og báðu megin nessins hafa orðið mörg og mikil sjóslys á þessari öld. Við Reykjanes strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar 1950. Skipið vari vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og á leið til útlanda dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Um borð voru 50 skipverjar. (Hvers vegna 50 manns voru um borð í vélarvana skipi sem draga átti til útlanda af dráttarbáti bíður sagnfræðinga að rannsaka). Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga.

Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnjúki 1878. Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli (nefnt eftir litlu vatni/uppsprettu sem er norðan þess – reyndar eru þeir til sem fullyrða að heitið Vatnsfell sé dregið af eimingartækjum sem þar voru sett upp og áttu að sjá vitavarðarhúsinu fyrir drykkjarvatni en sem ekki reyndist svo þörf fyrir) byggður og tekinn í notkun 1908. Annar viti, minni, var reistur sunnar á sk. Austurnefi og er ástæðan sú að lítið fell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri. Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Valahjúk nefnist Bæjarfell.

-Valahnúkur – sem eldri vitinn stóð á, Bæjarfell sem sá nýji stendur á.

-Kríuvarpið (arctic tern) við Reykjanesvita

Kría

Kría.

Krían er einn best þekkti fugl landsins. Hún er sjófugl sem kemur til landsins um mánaðamótin apríl maí. Síðsumars fara þær svo að tygja sig til brottfarar en þá eiga þær fyrir höndum, eða vængjum, eitthvert mest ferðalag sem nokkurt dýr leggur í á jörðinni. Þær fljúga suður eftir öllu Atlantshafi að Suðurskautslandinu og er jafnvel talið að þær fari umhverfis Suðurskautslandið áður en þær leggja aftur í norðurátt næsta vor. Á farfluginu fljúga þær á 45–60 km hraða á klukkustund í 6–7 tíma daglega og fara þannig um 300 km á hverjum degi. Allt ferðalagið aðra leiðina tekur því um einn og hálfan mánuð, hreint ótrúlegt afrek fyrir fugl sem ekki vegur nema rúm 100 g. Kríurnar verpa hér í þéttum byggðum um allt land jafnvel uppi á hálendinu. Íslenskar kríur skipta hundruðum þúsunda og virðist stofnstærðin sveiflast talsvert. Oft sjá menn að mikill viðkomubrestur verður í kríuvörpum vegna veðurfars eða fæðuskorts. Krían er afbragðs flugfugl sem andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir sílum sem eru aðalfæða þeirra, ásamt smákrabbadýrum og skordýrum. Hún er einnig þekkt fyrir árásargirni við varplönd sín og njóta aðrir fuglar þar verndar hennar. Sum kríuvörp eru geysistór, það stærsta er í Hrísey með yfir 20.000 varppör en stór vörp eru líka á Snæfellsnesi. Hreiðrið er smálaut oftast án nokkurra hreiðurefna og eggin oftast tvö eða þrjú. Aðalvarptíðin er í júní. Kríur eru friðaðar.

-Helstu sjófuglar sem verpa í Valahnúk.
Fýll, rita, svartfugl, dæmi um lunda.

-Vara fólk við hættum
Ástæða er til að vara fólk, sem vil ganga að Valahnúk, við hættum. Stöðugt fellur úr berginu.

Valahnúkur

Valahnúkur.

Krýsuvíkurkirkja

11. Ögmundarhraun – Krýsuvíkurkirkja

-Ögmundarhraun – 1151
Hraunbreiða fyrir vestan Krýsuvík suður af Núpshlíðarhálsi ( Vesturháls). Vestasti hluti þeirrar hraunbreiðu, sem á uppdráttum er nefnt Ögmundarhraun er þó af öðrum toga spunnið, það nær vestur undir Ísólfsskála. Ögmundarhraun er runnið frá norðurhluta gígaraðar austan Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurbergs.

Áður en það var rutt varð að fara vestur yfir hálsa fyrir endann á hraunsuppkomunni þegar fara þurfti til Njarðvíkur eður Keflavíkur. Bóndinn í Njarðvík átti dóttur. Hennar bað lausingi nokkur er Ögmundur hét, tröllmenni að stærð og kröptum. Bóndi vildi ei gipta dóttur sína fúlmenni þessu en treystist ei að standa í móti honum. Tekur hann því það ráð að lofa honum stúlkunni ef hann vildi vinna það til hennar að gera færan veg yfir hraunið, þar sem beinn yrði vegur til Suðurnesja. Þetta verk tókst hann á hendur og framkvæmdi það duglega en lagðist til svefns að loknu verkinu austan til við hraunbrúnina en bóndi lá í leyni í hraungjótu. Ætlaði hann inum stundir að sofna vært og drap hann sofandi. Þar er dys hans sem drepinn var og er hraunið síðan við hann kennt og kallað Ögmundarhraun.

-Selatangar – útgerð
Gömul verstöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Á Selatöngum var allmikið útræði, bæði á vegum Krýsuvíkurbónda og annarra, meðal annars reru þar skip frá Skálholtsbiskupi. Vísa er til sem nefnir 82 sjómenn þar. Útræði lagðist niður á Selatöngum eftir 1880. Allmiklir verbúðarústir eru þar og viða hefur verið hlaðið fyrir hraunhella sem vermenn höfðu til ýmissa nytja, má þar nefna Mölunarkór og Sögunarkór. Minjar þar eru friðlýstar. Á seinni hluta 19. aldar kom upp reimleiki á Selatöngum og var draugurinn nefndur Tanga-Tómas. Mikill reki er við Selatanga. Þar er stórbrotið umhverfi og má einkum nefna Katlahraun vestan við Tangana. Þangað liggur ógreiðfær vegarslóði af Ísólfsskálavegi.
Ferðamálafélag Grindavíkur hefur gefið út bækling um Selatanga þar sem lýst er minjum og aðstæðum þar.

-Selatangar– Tanga-Tómas

Á Selatöngum var fyrrum verstöð og útræði mikið. Gengu þaðan m.a. biskupsskip frá Skálholti. Þar sér enn allmikið af gömlum búðartóftum og görðum, er fiskur og þorskhausar voru fyrrum hengdir á til herzlu. Hjá Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum höfðu þeir kvörn sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv. Reki var mikill á Selatöngum og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.

Á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur. Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans:
„Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini“.

Einu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið.
Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini að hann hélzt loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hröklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður. Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann: „Og hann fylgir staurunum, lagsi“.

Nokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu búð sem eftir var þar þá og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttinni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig að Einar svaf við gaflhlaðið en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagzt niður, töluðu þeir saman dálitla stund og segir þá Guðmundur meðal annars:
„Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?“
Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætlað að sofna en er þeir hafa legið litla stund heyra þeir að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna:
„Þarna er hann þá núna“, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra. Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafzt þar við síðan.

-Landeyðing, uppblástur, ofbeit
Mesta jarðvegseyðing á Reykjanesskagagnum hefur verið að eiga sér stað á Krýsuvíkurheiði. Nú er hins vegar verið að reyna að snúa vörn í sókn með uppgræðslu. Landvern í samstarfi við sveitarfélögin, Grindavík og Hafnarfjörð, hefur verið að sá og bera áburð í gróðurvana svæði. Flæmið er mikið og eflaust tekur langan tíma að græða það allt upp. Áður hefur verið reynt að sá fræum og bera á svæðin með flugvélum og sjást þess m.a. merki austan við Selöldu. Þar hefur um nokkurt skeið verið beitarhólf fyrir fé Hafnfirðinga og nú er svo komið að allt fé á Reykjanesskagnum hefur verið sett í afgirt beitarhólf frá og með þessu vori. Menn hafa því horft bjartsýnni augum á meiri möguleika upgræðslu á svæðinu en verið hefur.

-Reykjanesfólkvangur
Þegar ekið er austur frá Grindavík um Ísólfsskálaveg verður fyrst fyrir okkur Festarfjall mjögmyndrænt fjall. Þegar komið er framhjá Ísólfsskálatekur Ögmundarhraun við. Selatangar eru út viðsjóinn fornt útræði og greinilegar rústir vistarveraog fiskihjalla frá fyrri öldum. Héðan er hægt að velja um tvær leiðir um fólk-vanginn. Annars vegar Djúpavatnsleið um Vigdísarvellisem er falleg óbyggðaleið. Frá Djúpavatni erskemmtileg gönguleið um Sog á Grænavatnseggjar,Grænudyngju og Trölladyngju. Á leiðinni er Hrúta-gjá sem er mjög áhugaverður staður.Hin leiðin er um Krísuvík, Grænavatn (sprengjugígur líkt og Kerið) og Kleifarvatn, mikið hverasvæði. Leiðirnar koma saman við norður enda Sveifluhálss. Af Sveifluhálsi er stórbrotið útsýni tilnorð austurs og er rétt eins og af hálendinu.Áður en haldið er til Krísuvíkur er skemmtilegt að fara niður á Krísuvíkurberg, eitt af fuglabergumlandsins. Þá er líka hægt að halda áfram austur ísveitir um Selvog og nálgast hringveginn á þannhátt.Segja má að á Reykjanesi er að finna þverskurðaf Íslandi ef stór ám og jöklum er sleppt. Margar gönguleiðir eru á Reykjanesi og umfólkvanginn sem er um 300km2 að stærð. Sérstaklega er vert að benda á fornar þjóðleiðir á Reykja-nesi en þær njóta mikilla vinsælda hjá göngufólki ídag.Á Reykjanesi eru ótæmandi ferðamöguleikar.Gangið vel um íslenska náttúru – njótið Reykjaness og eignist góðar minningar.

-Moshóll – klepragígur
Ágætt dæmi um eyðileggingu náttúruverðmæta í þáguvegagerðar fyrri tíma.

-Núpshlíðarháls – myndun undir jökli
Móbergsfjöll myndast við gos undir jökli, í sjó eða vatni. Meðan vatnsþrýstingur er nægur yfir eldstöðinni hleðst upp bólstraberg. Ljúki gosi á þessu stigi verður til bólstrabergshryggur, dæmi: Sigalda. Haldi gosið áfram, minnkar vatnsdýpið vegna upphleðslu gosefna undir yfirborði vatnsins/jökulsins og tekur þá fyrir bólstrabergsmyndun enda er vatnsþrýstingur þá ekki nægur til að halda vatnsgufu og gosgufum niðri. Gosvirkni breytist þá í þeytigos. Ofan á bólstrabergið leggst því gjóska sem er ýmist úr vikri, ösku eða brotabergi. Ef gosið hættir á þessu stigi verða til móbergshryggir, dæmi: Sveifluháls, eða keilulaga móbergsfjöll, dæmi: Keilir (ef um gos á kringlóttu goseopi eða stuttri sprungu er að ræða).Haldi gosið enn áfram, hlaðast gígrimar upp úr vatnsborðinu og vatn nær þá ekki lengur að komast í snertingu við bergkvikuna og snöggkæla hana og valda þeytigosi. Tekur þá að mestu fyrir myndun lausra gosefna og hraun fer að renna úr gígnum. Séu gígrimarnir umflotnir vatni, fyllir hraunið undir sig upp að vatnsborði með skálögðuð bólstra- og gjalllagi sem hraunhella leggst síðan ofan á. Móbergsfjöll, sem náð hafa þessu stigi nefnast móbergsstapar, dæmi: Eiríksjökull og Herðubreið.

-Latur – Sæluhús

-Latfjall – Latstögl – Latsfjall

-Ögmundarstígur – dys
Sagan af Ögmundi…

-Krýsuvíkur-Mælifell – greni…

-Húshólmi – saga – aldur minja og hrauns…
Ferðamálafélag Grindavíkur hefur gefið út bækling um Húshólma og minjarnar þar, sögðu staðarins, aldur þeirra o.fl….

-Krýsuvíkurheiði – gróðureyðing
Þar sem hraun þekur mest af yfirborði Reykjanesskagans og lítið er um jarðvatn er fjölbreytni gróðursins ekki mikil. Mikil úrkoma nægir ekki til að mynda þykkan jarðveg ofaná hrauninu vegna þess hve það er ungt. Dæmigert úthafsloftslag og veturnir sem eru yfirleitt mildir eru plöntum í hag en hins vegar blæs mikið og lítið er um heita og sólríka sumardaga sem rýrir vaxta skilyrði gróðursins verulega.
Því er algengasta plantan gamburmosi, síðan koma krækilyng og beitilyng. Nokkuð má sjá af birki sérstaklegavið Straumsvík og í Herdísarvíkurhrauni. Votlendisgróður finnst aðeins á smá blettum fyrir utan mýrarnar við Kleifarvatn og í við Krísuvík. Hér eru engin há og stór fjöll sem mynda skjól fyrir vindi svo að trén nái að vaxa vel. Því er gróðurinn mjög lágvaxinn á Reykjanesinu.

Melar eru gróðurlendi þar sem undirlagið er grýtt eða sendið og gróður venjulega mjög strjáll. Þó eru ætíð ákveðnar plöntur sem einkenna mela, og oftast vaxa á þeim um 15 til 20 tegundir plantna. Gróður melanna er nokkuð mismunandi eftir því hversu fastir þeir eru í sér, eða sendnir og lausir, og eins eftir hæð yfir sjó, og eftir því hvort þeir eru við landrænt eða hafrænt loftslag. Lausa og sendna mela einkenna oft tegundir eins og geldingahnappur, skeggsandi, holurt, melanóra, melskriðnablóm og jafnvel melgresi, en á fastari melum eru holtasóley, blóðberg, melakræða, blásveifgras, krækilyng, kornsúra, vetrarblóm, hvítmaðra og axhæra einkennandi. Túnvingull, lambagras, músareyra og lógresi vaxa á flestum melum, hvort sem þeir eru sendnir eða fastir í sér. Á hálendismelum eru þúfusteinbrjótur, vetrarsteinbrjótur og snæsteinbrjótur oft áberandi ásamt melskriðnablómi, ólafssúru, axhæru, geldingahnappi og kornsúru. Holtasóley er algengari á melum við landrænt loftslag, en blávingull og er oftar áberandi við hafrænt loftslag, jafnvel gamburmosi þar sem loftraki er mikill. Allar þær melaplöntur sem nefndar hafa verið eru algengar um land allt. Fáar sjaldgæfar tegundir vaxa á melum, en í þeim hópi eru melasól sem er á melum á Vestfjörðum, og finnungsstör sem er á melum hátt til fjalla við landrænt loftslag.

Hér á eftir eru nokkur helstu atriði varðandi gróðurfar á Reykjanesi.

1. Sérkenni gróðurfars:
Á miklum hluta láglendisins eru eldhraun. Eldhraunin eru hriplek. Vindasöm sumur – umhleypingasamir vetur.
Gamburmosinn er einkennisplanta Reykjanesskagans því gamburmosi er einkennisgróðurlendið. Nánast allur annar gróður í hraununum, nema fléttur, á gamburmosanum tilveru sína að þakka, því hann myndar smám saman jarðveg sem plönturnar festa rætur í. Mosaþemba útbreiddasta gróðurlendið. Skiptist í fernt: mosaþemba í einföldustu mynd, mosaþemba með lyngi, mosaþemba með lyngi og kjarri og mosaþemba með grasi. Mólendi austast á svæðinu. Graslendi á köflum. Kjarrlendi í Almenningum. Votlendi við Kleifarvatn. Ógróið land (meirihluti Reykjanesskagans er gróinn þótt gróðurþekjan geti oft verið lítil). Ógróið á melum, skriðum, úfnum hraunum, efri brúnum fjalla og á uppblásnu landi.
Skipa má Reykjanesskaganum í þrjá aðallhluta eftir gróðurfari og fer það saman við bergmyndun hans: Móbergssvæði, grágrýtissvæði og Miðnesheiðina.

2. Helstu orsakir gróðureyðingar:
Ofnýtt af mönnum og af skepnubeit. Ástæður einnig sandfok, kuldi, vatns- og vindrof, frost, gos og jökull. Mest er jarðvegseyðingin í mólendi og grasbrekkum. Um Reykjanesfóksvang má segja að landeyðing sé eitt af höfuðeinkennum gróðurfarsins. Jarðvegur er rýr og að mestu myndaður úr gosefnum og því fokjarn. Veðrátta jafnan óhagstæð og umhleypingasöm veður.

3. Landgræðsla og skógrækt:
1938 var sáð í sandinn í Stóru-Sandvík, uppsprettu sandfoksins á vestanverðum skaganum. Girðingar voru settar upp. Skógræktarfélag Suðurnesja hefur stuðlað mjög að landgræðslumálum. Grindavíkurgirðingin (landgræðslugirðing) varð til þess að stemma stigum við ágangi búfjár handan hennar. Gróður tók fljótlega við sér. Uppgræðsla innan landgræðslugirðingarinnar á Reykjanesi var algerlega uppblásið. Nú endurgrætt. Ýmis áhugamannafélög og fyrirtæki hafabeitt sér í landgræslu, einnig einstaklingar. Flugvél landgræðslunnar hefur verið notuð af og til frá 1975. Skógræktarfélag Suðurnesja frá 1950 (Sólbrekkur) og Skógræktarfélag Grindavíkur (Selskógur). Auk þess Háibjalli og Álaborg.

Krýsuvíkurbjarg – Ræningjastígur – Heiðnaberg – þjóðsaga
Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðan heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík.
Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti hátt:
„Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.“
Prestur mælti: „Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?“
Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu. Hann mælti til þeirra:
„Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.“
Þar börðust þeir og drápust niður. Heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík.

-Krýsuvík – búsetusaga – Suðurkot – Norðurkot – Hnausar – Lækur – Snorrakot – Stóri-Nýibær – Litli-Nýibær – Brekka – Fell
Fornt höfuðból fyrir sunnan Kleifarvatn. Það lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Í upphafi stóð Krýsuvíkurbær allmiklu vestar upp af vík sem heitir nú Hælsvík en hefur ef til vill heitið Krýsuvík til forna. Bæinn tók af þegar Ögmundarhraun rann yfir mikið af gróðurlendi jarðarinnar. Jarðhitasvæði er mikið í Krýsuvíkurlandi. Þar hefur verið borað eftir gufu og hefur verið um það rætt að virkja gufuaflið fyrir Hafnarfjörð eða önnur nærliggjandi byggðarlög. Brennisteinsnáma var þar um skeið og brennisteinninn fluttur til Hafnarfjarðar en þaðan til útlanda.

Krýsuvík er sennilega landnámsjörð. Segir Landnáma að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Eftir að kristni var lögtekin var þarna kirkja og helguð Maríu mey. Voru prestar búsettir í Krýsuvík fram yfir 1600, séra Eiríkur í Vogsósum þjónaði Krýsuvíkur prestakalli (margar sögur fara af síra Eiríki í Vogsósum og göldrum hans).
Stóri Nýibær lagðist síðastur í eyði í Krýsuvík og var það árið 1938, en eftir það var ekki mannlaust þarna. Einn maður var eftir og bjó í kirkjunni í Krýsuvík þegar allir höfðu flúið af hólmi. Með órjúfandi tryggð við staðinn gafst hann aldrei upp þraukaði fjarri mannabyggðum aleinn og ósveigjanlegur og barðist þar áfram með hinn einstöku íslensku seiglu. Þessi maður var Magnús Ólafsson.
Magnús Ólafsson var nauðugur sendur í vist 18 ára gamall til Árna sýslumanns Gíslasonar, í kringum 1895 (bærinn lagðist í eyði 1938). Ætlunin var að senda Magnús í verbúðir sem að Árni sýslumaður átti í Herdísarvík. Enn Magnúsi var ekki um sjóinn gefið og vonaðist eftir starfi í Krýsuvík. Betur fór en áhorfðist og fékk Magnús fjárhirðastöðu í Krýsuvík, á Nýjabæ.

-Herdís og Krýsa – þjóðsaga
Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.
Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík. –
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.
Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
Þangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.
Herdís og Krýs
Herdís og Krýs hétu konur tvær í fyrri daga; þær bjuggu í víkum þeim í Gullbringusýslu sem við þær eru kenndar síðan, Krýs í Krýsuvík, en Herdís í Herdísarvík.
Þar er vatn eitt uppi á heiðunum sem þá var veiði í. Þóktust báðar kerlingarnar eiga veiðina í vatninu og notuðu hana hvor um sig eftir megni.
Einu sinni mættust þær á leiðinni til vatnsins í hrauninu milli víkanna; þar deildu þær út af veiðinni og heituðust og urðu loks sín að hvorum steini. Standa þar steinarnir sinn hvorumegin við götuna í hrauninu, og heitir hinn syðri Herdís en hinn nyrðri Krýs.

-Krýsuvíkurkirkja
Krýsuvíkurkirkja er í Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan, sem stendur enn þá, var reist 1857. Byggð af Beinteini Stefánssyni frá Arnarfelli. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveizlu.
Í dag er tæp 90% þjóðarinnar er lútherstrúar, og um 2% kaþólskrar trúar. Skráð trúfélög utan þjóðkirkjunnar voru árið 2003 samtals 21, en tíu árum fyrr voru þau aðeins 11.

-Skátar
Hafnarfjarðarskátar – Hraunbúar – Skýjaborgir – Hverahlíð.

-Krýsuvíkurskóli
Afvötnunarstöð og meðferðarheimili rekið af Krýsuvíkursamtökunum fyrir fíkneifnaneytendur. Ætlunin var að setja þarna upp heimavistarskóla á vegum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, en ekkert varð af því. Húsnæðið var notað undir svín um tíma.