Vogaheiði
Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels.
BrunnastaðaselNýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur bjalli. Hann dregur nafn sitt af litlu seli, sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. Þar eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg, sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna. Á efri gjárbarminum þarna rétt við selið eru þrjár „hundaþúfur“ með stuttu millibili. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.
Í Nýjaseli eru þrjár tóftir. Miðtófin er þremur rýmum og er sennilega hluti hennar stekkur eða kví. Tóftirnar sunnan og norðan við hana eru eitt rými hvor, nokkurn veginn jafn stórar. Þarna eru því dæmigerðar selstóftir frá fyrri tíð. Þær eru fremur litlar, en á skjólgóðum stað undir lágum hamrabakkanum, ekki svo langt frá norðurenda Snorrastaðatjarna. Aðskildar tóftirnar, og hversu lítil húsin eru, benda til þess að þara hafi verið kúasel, sem fyrr segir.
Snorrastaðasel er norðvestan tjarnanna. Ein heimild er til um selið sem segir að það hafi verið frá bæjum í Vogum. Í því eru einnig þrjár kofatóftir. Selið er einnig nálægt byggð og við vatn er bendir til að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr. Tóftirnar voru ekki heimsóttar að þessu sinni, en verða rissaðar upp fljótlega.
GjáselHuldugjá er næsta gjá ofan við Nýjaselsbjalla. Huldur nefnast svæðið milli Hrafnagjár, sem er næst Reykjanesbrautinni að ofanverðu, og Huldugjár. Tvær skýringar hafa verið gefnar á nafninu. Önnur er sú að vegna þess að Huldur er jarðsig milli Hrafnagjár og Huldugjár (gjáveggirnir snúa andspænis hvor öðrum) er allt á „huldu“ um það sem fjær er, Hitt er þó líklegra að nafnið Huldur komi til af því að austast á svæðinu eru margar litlar, en djúpar sprungur, sem geta verið varasamar ef snjór liggur yfir og því er unnt að tala um „huldar hættur“ á þessum slóðum.
Á Huldugjárbarmi er Pétursborg, fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni, bónda þar (1839-1904), en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Hún er sporöskjulöguð og austurveggurinn er hrauninn að mestu. Lengd borgarinnar er 6-7 m, breidd 4-5 m, veggþykkt um 50 cm, hæð um 180 cm og dyr snúa í suðaustur. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.
Fjárhústóftirnar eru enn nokkuð greinilegar. Grjót hefur verið í útveggjum og sést það vel ó tóftunum. Hleðslurnar gefa vel stærð húsanna til kynna sem og legu þeirra. Efsta tóftin er ofan við borgina og snýr dyraopi til suðausturs. Austasta tóftin snýr dyraopi til suðvesturs og miðtóftin, milli hennar og borgarinnar, virðist hafa snúið dyrum til suðausturs. Allnokkur gróðureyðing er þarna, en tóftarsvæðið hefur haldið sér nokkurn veginn vegna tóftanna.
Norðaustur og upp af Pétursborg, en rétt neðan Litlu-Aragjár, er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru nokkuð heillegar hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu, sem liggur gegnum einn hólinn. Þarna hefur ólíklega verið sel, enda engar húsarústir sjáanlegar – eða hvað?
Hlöðunessel
Ef vel er að gáð má sjá að þarna gæti hafa verið selstaða um skamman tíma. Hleðslurnar benda til stekks og að öllum líkindum hefur sprungan verið notuð sem skjól, hlaðið til endana og reft yfir. Ólíklegt má telja að selið hafi verið notað um langt skeið.
Næsta gjá fyrir ofan Litlu-Aragjá er Stóra-Aragjá. Þarna er bergveggurinn hæstur. Nefnist hann Arahnúkur. Hann sést vel af Vogastapa og víðar. Undir Arahnúk er Arahnúkssel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðrinn eyddist.
Arahnúkaselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
Tóftirnar geyma fimm hús með átta til tíu kofa tóftum, sem fyrr segir. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins.
Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnsóðal og þar er sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Svo virðist sem refurinn lifi þar enn góðu lífi því rjúpufiður á á víð og dreif ofan gjárinnar.
Vogheiði heitir svæðið einu nafni ofan Voga allt frá Gamla-Keflavíkurveginum upp úr og inn að landamörkum grannjarðanna. Vogaholtið er hins vegar á austurmörkum þess.
Í því er Jóhannesarvarða, er vestur undir Holtsgjá, aðeins norðan við austur frá Brandsgjá en v-n-v Vogasels. Í raun er Jóhannesarvarða á milli Arahnjúkssels og Vogasels. Varðan stendur hátt utan í litlum, en háum, klapparhól. Það eina sem vitað er um Jóhannesarvörðu er að þar hefði maður orðið úti.
Nýjasel
Utan í Vogaholtinu að norðaustanverðu er Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel. Þar má sjá þrjár gamalgrónar tóftir og eina nýlega rétt fyrir ofan uppblásna kvos sem heitir Vogaselsdalur. Í Jarðabókinni 1703 segir að þarna hafi Stóru- og Minni-Vogar í seli. Ekkert vatnsból hefur fundist við Gamla-Vogasel. Norður af selinu er Vogaselsdalsgrenið og inn í „dalnum“ eru þrjú greni sem heita Dalsbotnsgrenin.
Tóftirnar á neðra svæðinu, í jaðri Vogaselsdals, sem nú er að verða jarðvegseyðingunni að bráð, mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það þriðja virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar.
Efri tóftirnar, ofar í holtinu til suðausturs, geyma hús á þremur stöðum. Það nyrsta er tvískipt. Miðhúsið er byggt að hluta til í hól og er erfitt að greina útlínur þess svo vel sé. Efsta tóftin er fast undir háum kletti. Mikið er gróið í kringum hana og er ekki ólíklegt að húsið hafi verið stærra, en virðist. Austan efstu tóftarinnar er hlaðinn tvískiptur stekkur og sést lega hans vel.
Norðan við Gamla-Vogasel er Brunnastaðsel undir Brunnastaðaselsgjá. Um 15. mín. gangur er milli seljanna. Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan ogs unnan selsins, en það hefur ekki fundist enn svo óyggjandi sé.
Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr (frá Reykjanesbæ til Voga). Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst bygðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir, en aðeins norðar og neðar á grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni er lítil kví, óskemmd með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltartíma.
Tóftirnar undir hlíðinni, næst gjánni geyma þrjú hús. Tvö þeirra eru tvískipt og virðist kví vera við suðurenda þess efra. Milli þessara húsa er hús með einu rými. Vestan vestasta hússins er stekkur. Ytri tóftirnar eru tvískipt hús og þriðja rýmið er hlaðið reglulega úr grjóti aftan (norðan) við húsið. Lítill hóll er norðaustan við tóftirnar og er hlaðið gerði eða kví vestan undir honum, í skjóli fyrir austanáttinni.
Pétursborg
Enn má sjá talsvert grjót í innveggjum húsanna í Brunnastaðaseli. Veggir standa yfirleitt vel og eru u.þ.b. 120 cm á hæð. Kvíin í gjánni er heilleg og hefur varðveist vel.
Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið. Milli Brunnastaðasels og Gamla-Vogasels er Markhóll, sem skiptir löndum Brunnastaða og Voga. Um tvo hóla er að ræða. Sennilega er sá efri (með vörðu á) endamörk, en sá neðri hinn eiginlegi Markhóll. Neðan hans er Markhólsgrenið.
Í Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel er Hemphóll eða Hemphólar, en þar áður fyrr áður smalar úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir. Hemphóllinn er mjög áberandi séður frá Kúagerði og á honum er varða. Heimild frá Grindavík segir hólinn heita Stóruvörðu. Sagt er að prestar Kálfatjarnarsóknar og Staðarsóknar í Grindavík hafi átt sameiginlega hempu og að hún hafi verið sótt á hólinn fyrir messu á hvorum stað og vegna þess sé nafnið Hemphóll tilkomið. Hemphólsvatnsstæðið er lítill mýrarpollur rétt austur af hólnum.
Brunnastaðaselsgjá er efsta gjáin, sem eitthvað kveður að í heiðinni og liggur hún í sveig langt inn úr. Nokkuð inn með gjánni frá Brunnastaðaseli og neðan hennar er Hlöðuneskinn, en aðeins ein heimild er til um þetta örnefni (Jarðabókin 1703). Hlöðuneskinn er nokkuð brött brekka eða brekkur, sem liggja frá gjánni til norðurs og eru þar sundurgrafnar af moldargiljum, sem myndast hafa við framrás vatns.
Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri standa leifar Gamla-Hlöðunessels eða Hlöðunessels. Þar eru tvær gamlar tóftir, en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem er mikil þarna. Í Jarðabókinni 1703 segir að selið í Hlöðuneskinn sé aflagt vegna vatnsskorts. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við selið.
Vogasel
Vestari tóftin virðist hafa verið óskipt hús, sem bendir til þess að hún sé mjög gömul. Austan hennar, samsíða, er tvískiptur stekkur, nokkuð stór.
Enn má sjá móta fyrir grjóthleðslum þátt þær séu nú vel grónar og næstum jarðlægar, líkt og húsatóftin.
Neðan af Vatnsleysustrandarheiði sést vel til Gjásels, austan og sunnan við Knarrarnessel. Síðarnefnda selið er ofan við Klifgjá, en hið fyrrnefnda kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá, stundum nefnd Gjárselsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ haft var í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðasels.
Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn, en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs, en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum. Ein heikmild telur líklegt að selin umhverfis Gjásel hafi haft afnot af vatnsbólinu þar en áður fyrr hefur líklega verið vatnsstæði við hvert sel eða tiltölulega stutt frá þeim þó svo þau séu svo til vatnslaus nú.
Um er að ræða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni.
Arahnúkasel
Sjá má grjót í innveggjum. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá. Gjáselið er eitt hið fallegasta í heiðinni.
Gjáselsgjá og eins og aðrar gjár í heiðinni opnast þessi og lokast á víxl. Suðvestar er Holtsgjá, sem tengist að einhverju leyti Gjáselsgjá. Frá Gjáseli sést vel yfir til Knarrarnessels norðar í heiðinni.
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring. Hún sæist ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana. Um aldamótin 1900 hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna eru augun mikilvægasta skilningavitið.
Frábært veður. Fuglasöngur í heiði. Gangan tók 3 klst og 33 mín.Heimild m.a.:
Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995

Pétursborg

Pétursborg.

Þingvellir

Klukkustígur liggur í sigdældinni sem er á mótum meginlandsfleka Evrópu og Ameríku. Óvíða sjást skilin betur hér á landi en einmitt þarna.
KlukkustígurEnn í dag má rekja stíginn í gegnum skógi-og lyngivaxið Þingvallahraunið. Að vísu hefur áhugasamt skógræktarfólk gleymt sér í ákefðinni og plantað beint ofan í stíginn á kafla, en úr því má enn bæta.
Klukkustígur var fyrrum aðalþjóðleið austanfara inn á Þingvöll og jafnvel lengra. Á þjóðveldisöld voru hins vegar ekki eingöngu þeir sem áttu lögskipað erindi til Alþingis sem þangað lögðu leið sína. Í hinni fornu lögbók Grágás eru nefndar búðir sútara og sverðskriða og í mörgum Íslendingasögum er getið búða ölbruggara og veitingamanna á Alþingi. Þann tíma sem Alþingi stóð yfir var það miðstöð þjóðlífs og einskonar höfuðstaður landsins þangað sem almenningur sótti. Þangað komu iðnaðarmenn og kaupmenn innlendir sem erlendir, fulltrúar erlendra þjóðhöfðingja, fólk í atvinnuleit og betlarar í leit að ölmusu. Kauphéðnar, sverðskriðar og sútarar buðu fram varning sinn og ölgerðarmenn sáu um að þingheimur gæti vætt kverkarnar. Fréttir voru sagðar úr fjarlægum heimshlutum, kappleikir háðir og veislur haldnar. Æskufólk réð ráðum sínum ekki síður en þjóðskörungar og lögvitringar. Það má því segja að mikið hafi verið um að vera í þessari miðstöð þjóðlífsins um alllangt skeið.
Þórhallastaðir og Skógarkot framundanÞeir sem sóttu þing þurftu að leggja á sig erfið ferðalög til að komast til Þingvalla hvert sumar. Sumir áttu einungis um 1-2 daga reið meðan aðrir voru um 14-17 daga á leiðinni yfir fjöll og eyðisanda á hálendi Íslands. Þingvellir lágu vel við fornum leiðum, mitt á milli helstu héraða sunnanlands og vestan, vart nema dagleið ríðandi mönnum. Úr fjölmennustu byggðum norðanlands, Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði lágu torfærulitlir vegir á þing. Norðlendingar eystri og jafnvel Austfirðingar völdu fjallvegi þvert yfir landið en lengsta þingsókn áttu menn úr sunnanverðu Múlaþingi. Líklegt má þykja að þeir hafi flestir farið um Klukkustíg.
Höfðingjar og hirðfífl, fangar og förumenn fetuðu Klukkustíginn fyrrum. Nú fara hann einungis fáir ferðamenn. Stígurinn er hins vegar ómerktur og því meiri líkur á en ella að hann hverfi smám saman í gróður.
Skógur framundanÞegar gengið er um Klukkustíg er hvað áhrifaríkast að virða fyrir sér landssig og umhverfismótun svæðisins með hliðsjón af hreyfingu jarðskorðunnar. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Hér má glögglega sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Sigdældin er hluti af virku eldgosa- og sprungusvæði sem nær utan frá Reykjanesi norður í Langjökul. Ytri mörk þess eru við Súlnaberg í Botnssúlum og austur á Lyngdalsheiði og Laugarvatnsfjalli. Á Suðurlandi jagast flekarnir hvor framhjá öðrum en á Þingvöllum færast þeir í sundur og spilda á milli sígur. Fjarri flekaskilunum er hreyfingin jöfn, 2 cm á ári en á þeim sjálfum safnar bergið spennu á löngum tíma sem síðan losnar í umbrotahrinum þegar brotamörkum er náð. Síðast gekk slík umbrotahrina yfir Þingvallasvæðið vorið 1789. Þá gekk 10 daga jarðskjálftahrina yfir Þingvelli. Við þá seig landið milli Almannagjár og Hrafnagjár um tæpa 2 m, mest í sigdældinni miðri.
Í SkógarkotiÁ þeim tíma sem liðinn er síðan hraunið rann nemur landsig um gjárnar samanlagt um 40 metrum en gliðnum um 70 metrum.  Telja má víst að landslag á þingstaðnum sé talsvert breytt nú frá því sem var þegar þinginu var valinn staður.
Hið stöðuga landsig hefur valdið ágangi vatns upp í þinghelgina. Frá því að Alþingi var stofnað árið 930 má gera ráð fyrir að sigið nemi upp undir 4 metrum.
Vatnságangur og landsig hafði áhrif á þingstörfin en talið er að Þingvallakirkja hafi verið flutt á 16.öld þangað sem hún er nú.  Lögrétta var færð úr stað 1594 því þá hafði hún einangrast á hólma í Öxará.
Við landsigið 1789 fór nokkuð af túni á Þingvöllum undir vatn, gjár opnuðust í og kringum túnið svo ekki var óhult fyrir gripi, og almenningsvegurinn yfir Öxarárósinn og meðfram Hallinum fór á kaf.  Þinghald var í kjölfarið lagt niður á Þingvöllum og flutt til Reykjavíkur.
Í Vatnskoti nærri miðri sigdældinni hefur landsigið 1789 mælst um 2 og hálfur metri.  Þar fór stór hluti af túninu undir vatn.  Land mun halda áfram að síga á Þingvöllum með fyrirsjáanlegum ágangi vatnsins og árinnar á bakkana og þingstaðinn forna en enginn veit hversu langt er þar til næsta umbrotahrina skellur á með tilheyrandi landsigi.
Klukkustígurinn liggur gjarnan með lægðum og í gróanda. Á stöku stað fer hann yfir lágar klappir, en alla leiðina er hann tiltölulega greiðfær – utan þeirra plantna er komið hefur verið fyrir af óvitaskap í götunni. Björn Th. Björnsson segir í bók sinni „Þingvellir“ að „með því að hreinsa upp þessa götu og merkja væri fornri Þingvallaheimild bjargað, – því heimildir eru ekki einasta í bókum, heldur skrifuðu hestshófar og mannsfætur einnig sögu landsins“.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-www.thingvellir.is
-Björn Th. Björnsson, Þingvellir – 1994, bls. 155
.

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

 

Esja

Gengið var um Esjuhlíðar.
Haldið var upp frá Esjustofu, gengið í gegnum trjásafnið við KvíRannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá, skoðuð Álfakirkja, gengið upp með Hvítá í Hvítárbotna með viðkomu á Nípu, Rauðhóll skoðaður sem og Geithóll áður en haldið var niður með Mógilsá að gömlu Kalknámunni, farið um Kögunarhól og síðan niður með honum austanverðum að upphafsstað með viðkomu í Kvíabrekku.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er umsjónaraðili Esjuhlíða en félagið tók við jörðunum Mógilsá og Kollafirði árið 2000. Skógrækt ríkisins og fleiri hafa ræktað þar talsverðan skóg á liðnum árum og verður því ræktunarstarfi fram haldið á komandi árum. Rúm 40 ár eru síðan skógrækt hófst í landi Mógilsár og hafa plöntur dafnað vel, einkum á seinustu árum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur gefið út leiðsögubækling um Esjuhlíðar.
Í bæklingum eru lýsing á þeim gönguleiðum sem eru greiðfærar og ýtarlegt kort með fræðsluefni um einstök atriði á hverri leið.
AlfakirkjaHægt er að nálgast bæklinginn í Esjustofu og öllum helstu upplýsingamiðstöðvum ferðaþjónustunnar í borginni.
Bæklinginn unnu Bergþóra Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir, aðstoð við kortavinnslu veitti Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Útsýni til fjallsins hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu, og til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði. Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi.
KogunarhollÍ Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.

Fyrir 2.8 milljónum ára gaus Kjalarneseldstöðin sem bar megineldstöð gosbeltis sem liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit norður í Langjökul. Í milljón ár var eldstöðin virk en á þeim árym gengu einnig 10 ísaldir yfir.
Varda á KogunarholÁ þessu tímabili myndaðist Esjan og hluti af berggrunninum undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós. Bergið í Esjunni myndaðist því annars vegar í gosi undir jökli, en þá hleðst gosefnið upp í móberg sem er dökkt á litinn, og hins vegar úr hrauni úr megineldstöðinni sem annað hvort hlóðust upp á, eða ofan á móbergið.
Smám saman færðist mesta eldvirknin yfir í Kistufellið þar sem varð til stærðarinnar eldfjall. Þaðan runnu þunnfljótandi hraunlög sem mynduðu hraunlagsbunka sem myndar nú topp Esjunnar. Næstu milljón ár var svo Esjan sorfin til af ísaldarjöklinum í það landslag sem við þekkjum í dag.

Kvíabrekka
KalknamanÍ Kvíabrekku er mikið úral áningastaða og fjölbreytt fuglalíf. Í hlíðinni er einnig gömul hringlaga kví þar sem kindur voru mjólkaðar fyrrum.

Kögunarhóll
Í Kögunarhól telja margir vera huldufólksbyggð.

Kalknáma
Ofan við gilið í Mógilsá er gömul Kalknáma. Þaðan var byrjað að vinna kalksteindir um 1890. Kalkið var brennt þar sem nú er Kalkofnsvegur í Reykjavík. Meðal bygginga sem kalkið var notað í er Elliðavatnsbærinn.
[Það var reyndar árið 1877 að kalknám hófst í Esjuhlíðum við Mógilsá. Námurnar entust ekki lengi og vinnslunni var hætt þegar sífellt erfiðara var að nálgast kalkið. Kalkið var flutt á bátum til Reykjavíkur og brennt í ofni sem stóð nálægt þar sem nú er Seðlabankinn. Gatan þar heitir einmitt Kalkofnsvegur. Eitthvað af kalkbyggðum húsum standa enn í dag, oftast er húsið að Lækjargötu 10 nefnt sem dæmi.]

Álfakirkja
Kalknaman-2Til er þjóðsaga um lítinn dreng sem hvarf á þessu svæði.
Sagan segir að drengnum hafi fundist hann heyra móður sína kalla á sig og hafi rödd hennar borist úr klettinum. Drengurinn gekk á hljóðið en aldrei sást til hans eftir þetta. Talið er að hann hafi verið hrifinn inn í Klettinn.

Gunnlaugsskarð
Gunnlaugsskarð er í rauninni lægð á flatlendi Há-Esjunnar og liggur í 850-900 m yfir sjávGamall stigur í Esjuarmáli. Í lægðinni, vestan við Kistufell er snjóskafl sem er notaður sem mælikvarði á hitasveiflur. Frá síðustu aldarmótum hefur skaflinn alltaf bráðnað og horfið í lok sumars.

Langimelur
Langimelur myndaðist að öllum líkindum í lok síðustu ísaldar og er hjalli úr fíngerðu jökulseti. Melurinn er líklega eini sethjallinn frá ísaldarlokum á höfðuborgarsvæðinu (sjá þó Blesaþúfu) sem er enn óraskaður. Vestan hans er jarðfalladalur sem áhugavert er að skoða.
 

Á bakaleiðinni rataði FERLIR inn á gamlan gróinn stíg áleiðis upp á Esjuna, sem virtist mun greiðfærari en sá sem nú er mest genginn. Vegna þess hversu vinsæl gönguleiðin er væri ekki vanþörf á að endurvirkja gömlu stígana og merkja hin mörgu merkilegheit sem finna má í hlíðunum.
Sjá meira um jarðsögu og örnefni Esjunnar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Esjan

Gengið á Esjuna um Mógilsá.

Hafnarsel

Þegar FERLIR var á ferð um Krossfjöll var m.a. gengið fram á áður óþekktar – og þar með óskráðar selsminjar – ofan Krossfjalla. Minjarnar eru miklar og greinilegar; sjö rými og stekkur. Það er í skjóli fyrir austanáttinni og því er um að ræða dæmigerða staðsetningu fjársels á Reykjanesskaganum, sem nú teljast vera 289 talsins. Annars er undarlegt að minjarnar hafi ekki fyrr verið skráðar, svo greinilegar sem þær eru. Hins vegar ber að hafa í huga að engar skráðar heimildir eru til um þær (svo vitað sé). En hverjum tilheyrði þessi mikilfenglega selstaða forðum? Tilheyrði hún landeigandum (Breiðabólstað (Vindheimum)) eða Þorlákshöfn? Hingað til hefur verið talið að Þorlákshafnarsel (Hafnarsel) hafi verið undir Votabergi. En gæti verið að selstaða frá Þorlákshöfn hafi verið færð á einhverjum tímapunkti?

Breidabolstadasel I-2

Skoðum heimildir. Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um selstöðu frá Breiðabólstað, en hins vegar segir í lýsingunni: „Skipsuppsátur á jörnin í Þorlákshöfn fyrir selstöðu í heimalandi“.
Í lýsingu fyrir Þorlákshöfn segir: „Selstöðu á jörnin í Breiðabólstaðalandi, en Breiðabólstaður þar í mót skipsstöðu um vertíð“.
Í örnefnalýsingu fyrir Hjallahverfi segir m.a.: „Þorlákshöfn á ekki land til fjalls, en hefur langa sævarströnd.“
Í örnefnalýsingu fyrir Þorlákshöfn segir þó: „Þorlákshöfn á land að sjó, austan frá Miðöldu í Hraunsmörkum, vestur að Þrívörðum í Selvogsmörkum. Önnur landamerki eru bókfærð: milli Hrauns frá sjó eftir miðin á tvær vörður fyrir ofan Leirur í Skóg
hlíðargafl. Klappir merktar R M, upp Sand í vörðu fyrir ofan Leirur merkta M, hornmark milli Þorlákshafnar, Breiðabólsstaðar og Vindheima, og Hrauns, út miðjan Sand í vörðu í Hálfförum, hornmark Litlalands og Breiðabólsstaðar, þaðan í vörðu fyrir ofan Leirur, hornmark Litlalands og Hlíðarenda. Við hana er merkt L M, svo út miðjan Sand þar til Markhóla ber í Þrívörður. Við sjó fram tekur Nesland við og er þar hornmark á miðjum Sandi frá sjó til heiðar milli Hlíðarenda og Þorlákshafnar.“
Um landamerki jarðarinnar segir: „Að austan: Ingólfsfjalls öxl eystri í Meitlana, bærinn í Hnúka úr því komið er á Grynnraskarð, þ.e. Núpahnúkur gengur út úr fjallinu niður undan Skálafelli, en þar norður af eru tvö skörð í 

Breidabolstadasel I-1

Reykjafjöllin, sem Núpahnúkur er miðaður við. Dýpraskarð vestar, Grynnra-skarð austar.
Að vestan: Ekki nœr landi en svo að þegar komið er á Einstíg, þ.e. Geitafell ber í Skarð á urðinni við Bergsendann yst á Hafnarnesi, að Þorlákshóll sjáist upp yfir urðina. Er svo haldið þar til Hafnarvarða ber í bæinn, og er þá komið á Grynnraskarð. Nær landi, milli Kúlu og Hafnarvörðu má ekki fara nema í ládeyðu. Er svo beygt norður á við þar til bæinn ber í Hnúka.“
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1978 segir m.a. í Skýrslu Þjóðminjasafnis: „Eftirtaldar fornleifar voru friðlýstar á árinu: Allar gamlar mannaminjar í Herdísarvík í Árnessýslu, fjöldi ótilgreindur, Dælaréttir í landi Skálmholts í Árnessýslu og Þorlákshafnarsel undir Votabergi
á Hellisheiði.“

Breidabolstadasel II-4

Hér er, til fróðleiks, áhugavert viðtal við forstöðumann Fornleifaverndar ríkisins frá árinu 2011, en þessi mál hvíla fyrst og fremst á þeirri stofnun: Viðtalið bar hina viðeigandi yfirskrift „Skráningu fornminja áfátt: „Hvaða tillit er tekið til fornminja við mat á virkjunarkostum? Ísland, eitt Norðurlandaríkjanna, hefur ekki lokið tæmandi fornleifaskráningu. Við gerð 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vegna orkunýtingar þurftu fornleifafræðingar því að reiða sig á heimildarskráningu fornleifafræðinga 19. aldar. Minjayfirvöld telja sig hafa litlar forsendur til að svara því hvaða menningarverðmæti verði fyrir skaða vi

ð þá virkjunarkosti sem áætlunin fjallar um.
Breidabolstadasel II-5Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, segir stöðuna í raun sorglega og að ástæðan fyrir því hversu aftarlega Íslendingar eru við skráningu fornminja sé að ekki hafi verið veitt nauðsynlegu fjármagni til slíkrar vinnu. Tími og peningar segir Kristín að sé ekki sér
stakt vandamál. Athugun Fornleifaverndar fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að um fimm ár þarf til að ljúka fullnaðarskráningu og áætlaður kostnaður þeirrar vinnu var 400 milljónir. Hún gagnrýnir jafnframt hart það misvægi sem er á fjárframlögum ríkisins. „Af því fjármagni sem ríkið ætlar til umhverfisins fá minjarnar þrjú prósent. Og það er merkileg staðreynd þegar við höfum reynt um árabil að fá fjármagn til að ljúka grundvallar skráningu fornminja,“ segir Kristín.

Náttúra og minjar
Breidabolstadasel II-7Í greinargerð sem Kristín skrifaði, og fylgir skýrslu verkefna-stjórnarinnar, er bent á að horfa beri á umhverfi og landslag í víðara samhengi en gert hefur verið og að minjar verði teknar inn til jafns við náttúru í allri framtíðarvinnu varðandi umhverfi landsins og nýtingar þess. Grunnforsenda þess að hægt sé að taka ákvarðanir um menningar arfinn sé að þekkja hann. „Það gefur auga leið að til þess að vernda menningarminjar þurfum við að vita hvar þær eru, hverjar þær eru og í hvernig ástandi þær eru,“ skrifar Kristín. Gróflega er áætlað að fornleifar á Íslandi, minjar sem eru 100 ára og eldri, gætu verið um 200 þúsund. Þær dreifast um landið allt, jafnt um byggð sem óbyggðir.
Fornfræðingar
Breidabolstadasel II-8Stór hluti þeirra svæða sem komu til umfjöllunar í 1. áfanga rammaáætlunar var óskráður og er það enn nú þegar 2. áfanga er lokið og til stendur að undirbúa þingsályktunartillögu um hvernig nýta skuli náttúruna með vali á virkjunar kostum. Við mat á svæðum þar sem gufuaflsvirkjanir koma til greina höfðu fornleifafræðingar í sumum tilfellum ekki annað á milli handanna en skráðar heimildir fornfræðinga 19. aldar þar sem grunnrannsókn hefði verið nauðsynleg. Þar sem vatnsaflsvirkjanir koma til greina höfðu fornleifafræðingar lítið sem ekkert að styðjast við. „Það er ótækt og óforsvaranlegt að fornleifafræðingum á 21. öld sé gert að vinna við þessar aðstæður,“ segir Kristín og bætir við að minjayfirvöld hafi ekki forsendur að óbreyttu til að meta hvort menningarminjar verði fyrir skaða vegna virkjanaframkvæmda sem til greina komi.
Ferðaþjónusta

Hafnarsel II - Breiðabólstaðasel II

Hafnarsel II – Breiðabólstaðasel II – vatnsstæði.

 Fornleifar og menningarlandslag eru þáttur í menningarferðaþjónustu allra landa og telur Fornleifavernd vert að minna á að á sama tíma og farið er með það sem heilagan sannleik að 80 prósent ferðamanna segjast hafa áhuga á íslenskri náttúru þá segist stór hluti sama hóps hafa áhuga á íslenskri menningu og sögu. Það er því mat Fornleifaverndar að í framtíðarvinnu með rammaáætlun sé eðlilegt að fjallað um menningarminjar til jafns við náttúru þegar lagt verði mat á ferðaþjónustu á Íslandi. „Í raun má segja að við búum við gervimennsku því það er verið að búa til sögustaði og söfn á meðan ekkert er gert fyrir sjálfar fornleifarnar sem við eigum. Það er öfugsnúið,“ segir Kristín.“
Með greinininni eru tilgreindir minjastaðir á svæðunum, t.d. á Hengilssvæðinu: „Á Hengilssvæðinu eru tveir friðlýstir minjastaðir, annars vegar Þorlákshafnarsel og hins vegar Hellurnar (ásamt Hellukofanum svokallaða).“
Að öllu framansögðu vaknar eftirfarandi spurning þar sem ekkert hefur enn (árið 2012) verið sagt um framangreinda selstöðu ofan Krossfjalla: Hvers eiga fornleifarnar að gjalda í fornfáleikanum? Eiga þær ekki meiri virðingu skilið en vanrækslu og áhugaleysi viðkomandi yfirvalda?
Frábært veður. 

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenskla fornleifafélags, 75. árg. 1978, bls. 149.
-Fréttablaðið 8. júlí 2011, viðtal við Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, segir stöðuna í raun sorglega og að – Skráningu fornminja áfatt –  bls. 11.
-Örnefnalýsing fyrir Hjallhverfi.
-Örnefnalýsing fyrir Þorlákshöfn.

Breidabolstadasel II-1

Viðeyjarborg

Fjölmargar fyrirspurnir berast á netfangið ferlir@ferlir.is. Sumir eru að þakka fyrir fróðleikinn og leiðbeiningarnar á meðan aðrir eru að leita upplýsinga um einstaka staði eða tiltekin svæði. Jafnan er reynt að svara öllum fyrirspurnum eftir bestu getu og vitneskju. Í einstaka tilviki hefur þurft að kanna nánar aðstæður til að geta svarað af nákvæmni. Undantekningalaust eru fyrirspyrjendur ánægðir með svörin. Hér skal tekið eitt ágætt dæmi um hið síðastnefnda.

Fjárborgin í Litla-Borgarhrauni

Áhugamaður um vegagerð, sem jafnframt mun vera vel kunnugur á svæðinu, hafði lesið fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar. Þar er m.a. getið um fjárborg (Borg) í Ísólfsskálalandi. Þar segir m.a.: „Vísað er í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála: Fjárborg – ca. 40 m suður af malarvegi, NA í klettum er heita Litliháls. Ca. 10,5 m í þvermál. Veggir úr grjóti, ca. 1,5 m breiðir og 0,8 – 1,3 m háir. Dyr snúa mót vestri. Út úr borginni suðvestanverðri gengur garður, 4 m langur, 0,5 – 1 m breiður og 0,1 – 0,6 m hár. Við norðvestur horn fjárborgarinnar er hólf. Veggir þess eru úr grjóti, 1 – 1,5 m breiðir og 0,1 – 1 m háir. Dyr gætu verið á hólfinu til NNV. Út úr þessu hólfi gengur garður, 10 m langur, 0,3 – 0,8 m breiður og 0,1 – 0,4 m hár. Beygir hann dálítið til suðurs. Garðurinn er mjög ógreinilegur eftir því sem utar (vestar) dregur“. Meðfylgjandi eru bæði ljósmynd af Borginni og uppdráttur, auk hnita (reyndar í ótilgreindu hnitakerfi – ef það er slegið inn í ´84 verður staðsetningin nálægt Stokkseyri).
BorgarhraunsborginHér vakna eðlilega allnokkrar efasemdir, einkum vegna þess að Borgin er sögð verða í Ísólfsskálalandi og auk þess undir Litlahálsi,. Vísað er í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála. Hún á reyndar við Borgina í Litla-Borgarhrauni, sbr.: „Ef farið er aftur vestast í landareignina þá eru móklettar vestast (norðaustan í Festi). Austan þeirra er Borgarhraun og austan þess rís Borgarfjall sem er syðsti hluti Fagradalsfjalls. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru frá Móklettum og í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Suður frá Móklettum er Lyngfell og austur úr því er Litliháls. Þar austur af er Litla-Borgarhraun og þar í er hlaðin hringmynduð fjárborg sem kölluð er Borgin“.

Viðeyjarborg

Viðeyjarborg/Borgarhraunsborg.

Borg þessi er á réttum stað skv. örnefnalýsingunni. Hún mun hafa verið frá yfirráðatímum Viðeyjarklausturs, en kirkjustaðurinn Kálfatjörn átti um tíma bæði reka og önnur ítök í Ísólfsskálalandi. Borgarinnar er hins vegar ekki getið í nefndri fornleifaskráningu fyrir Suðurstrandarveg. Sumar aðrar minjar, sem þar er getið (sem betur fer) hafa reyndar ekki réttar tilvísanir. Líklega er um að kenna umfengi og önnum. Erfitt er að halda utan um allar mögulegar upplýsingar um fornleifar á svo stóru svæði sem þessu – frá Ölfusárósum til Grindavíkur. Eingöngu Selvogssvæðið væri ærinn handleggur í þeim efnum. Skrásetjara hefur því verið nokkur vorkunn.
Ef miða ætti við örnefnalýsinguna í fornleifaskrárlýsingunni ætti staðsetningin að vera inni á Tófan hvíta ofanverðum túnum Skála, ofan bjallans, en jafnframt utan þeirra NA við Litlaháls. Þar er bara engin fjárborg, einungis gamla þjóðleiðin til Skála og Krýsuvíkur. Hins vegar er ágætt að gaumgæfa þetta svæði mun nánar því þess er hvergi getið í fornleifaskráningunni. Þarna eru bæði gamla þjóðleiðin, sem fyrr sagði, og ummerki eftir fyrstu vegargerðina árið 1932 og annarrar eldri.  Sú síðarnefna liggur millum Skála og Siglubergshálsar, um Litlaháls. Eldri þjóðleiðin sést enn svolítið ofar utan í Lyngfellinu. Fyrrnefnda leiðin, „Hlínarvegurinn“ (fyrsti akvegurinn), liggur út af Skálaveginum sunnan gamla malarvegarins með stefnu inn á Litla-Borgarhaun og Drykkjarsteinsdalsmynnið. Fleira fróðlegt liggur þarna fyrir manna og hunda fótum – ef vel er að gáð.
Þegar hér var komið virtist ekkert koma heim og saman, hvorki staðsetningin né lýsingin á títtnefndri fjárBorg. Viðfangsefnið vafðist þó ekki fyrir staðkunnugum, einkum vegna þess að í forneifaskráningunni bitist bæði ljósmynd og uppdráttur. Af ljósmyndinni að dæma virtist bakgrunnurinn bera keim af syðsta hluta Sveifluhálsar, langt utan landamerkja Ísólfsskála (sem á landamerki að Dágon neðan við Selatanga, allnokkru vestar) og uppdrátturinn bar með sér að umrædd fjárborg væri Krýsvíkinga vestan Borgarhóla.

Borgarhólsborgin

Þar um lá fyrrum gata frá Krýsuvík áleiðis inn á Húshólmastíg (sem reyndar er sagður Ögmundarstígur í Fornleifaskráningunni). Á  landakortum mun þar og skammt vestar vera Litliháls. Þegar leitað var í örnefnaskrá (AG) fyrir Krýsuvík mátti lesa eftirfarandi: „Austur af Latsfjalli, norðan vegarins um hraunið, er fell það, sem heitir Krýsuvíkur-Mælifell, og suður af því, við suðurenda Sveifluháls, eru Borgarhólar. Norðaustur frá Borgarhólum fer svo hálsinn að myndast. Nokkuð þar austur með hálsrótunum er smáhnúkur einstakur, sem heitir Einbúi“.  Ekkert um Litlaháls og Borgina, sem þar er. Í annarri örnefnalýsinu (Gísla Sigurðssonar) segir hins vegar: „Framundan eru móbergsklettar, nefnast Borgarhólar og eru á vinstri hlið við leiðina. Hér sér enn til gamla troðningsins og hér eru vörðubrot að sjálfsögðu mikið gömul.

Borgarhólaborg

Borgarhólaborg.

Fram undan Borgarhólum er Borgin, Fjárborgin eða Borgarhólafjárréttin, því bæði var þetta fjárskjól og einnig var rekið að þarna fé úr Vesturheiðinni“. Ekkert er minnst hér á Litlaháls.
Af einhverri ástæðu er örnefnið Litliháls komið inn á landakort vestan Borgarhóls. Í umsögn er Borgin þar skammt vestar sögð heita „Borgarhólsborg“. Frá henni er hið ákjósanlegasta útsýni yfir að Húshólma. Varða er við leiðina neðar í Krýsuvíkurheiðinni, áleiðis að Húshólmastíg. Jarðvegseyðingin í heiðinni hefur afmáð stíginn að hluta, en ef vel er gengið má enn sjá legu hans undan hallandanum frá fjárborginni.
BorgarhólsborginVið umfangsstaðfestingarleit á landssvæðinu birtist skyndlega hvít tófa, stór og stæðileg. Hún brást við forvitninni, skaust upp undir Skalla í Núpshlíðarhorni, og fylgdist þaðan með neðanferðum.
Fjárborgin vestan Borgarhóls er sú er getið er um í fornleifaskráningunni (í Krýsuvíkurlandi). Reyndar er, skv. seinni tíma ranglætislöggjörningum, Borgin rétt vestan marka þeirra (Grindavíkurmegin) er ákvörðuð var af Alþingi sem gjafréttur til handa Hafnfirðingum (Borgarhóll og austur að Bergsendum).
Hér að framan er lýst, að því er virðist, litlu dæmi um rangfærslu í fornleifaskráningu. T.a.m. er Sængurkonuhellir er nefndur er í örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík er sagður „fjárskjól“.
Hafa ber í huga að allri framkvæmdarvinnu er ætlað að taka mið af þessum gögnum. FERLIR hefur áður gagnrýnt slíka vinnu, bent á margar meinsemdir og tiltekið dæmi um óvönduð vinnubrögð. Samt sem áður hafa framkvæmdaráætlanir verið keyrðar áfram á grundvelli fyrirliggjandi „gagna“ og fornleifayfirvöld hafa byggt ákvarðanir sínar á þeim – með tilheyrandi afleiðingum. Ef ekki verður hugað betur að þessum málum munu æ fleiri minjar fara forgörðum í framtíðinni, bæði vegna þekkingarleysis og kæruleysis viðkomandi.

Fjárborgin

Fjárborgin í Borgarhólum.

 

Hleinar

Jóhann Guðni Reynisson hefur tekið saman sögu golfklúbbsins Keilis, golfvallargerð á Hvaleyri, örnefnin og sögustaðinn:

Jóhann Guðni Reynisson

Jóhann Guðni Reynisson.

„Keilismenn hafa varðveitt gömul örnefni á og við völlinn með því að gefa öllum brautum nöfn eftir örnefnum á Hvaleyri. Þetta sást strax á fyrsta árinu (1967 ) gat Jónas formaður þess í ræðu sinni á fyrsta aðalfundi klúbbsins að haft hafi verið samband við Gísla Sigurðsson lögregluþjón vegna þessara áforma og hefur Gísli eflaust haft mikla þekkingu á örnefnum og staðháttum á Hvaleyri. Ekki hafði mikið verið gert í málunum á þessum tíma en fyrirheitin voru fyrir hendi, ekki síst ef og þá þegar Keilisfólk hefði afnot af eyrinni allri. Leitast var við að hrófla ekki við neinu sem sögulegt kynni að teljast. Hlutar vallarins eru friðaðir og má þar nefna rúnasteinana, hólinn þar sem gamli Hvaleyrarbærinn stóð og túngarðinn sem er elsta mannvirkið á eyrinni.
Kortið sem hér fylgir gerði Jónatan Garðarsson og það sýnir prýðisvel byggð og starfsemi, örnefni og fornar minjar sem ýmist eru enn sýnilegar eða horfnar af ýmsum ástæðum. Í ljósi þess hve mikilvæg þessi atriði eru í sögu Keilis og mikilvæg kennileiti um staðhætti og sögu á Hvaleyri er rétt að gera þeim sérstök skil í riti sem þessu. Því var Jónatan fenginn til þess að ganga með höfundi um eyrina og segja frá því helsta sem fyrir augu ber.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur.

Óhjákvæmilega verður að tala hér í áttum og því er líklega best að skilgreina áttirnar lauslega þannig að norður er í átt að Esjunni, vestur í átt að Snæfellsjökli, suður í átt að álverinu og austur í átt að athafnahverfinu á Hvaleyrarholti, þegar staðið er við golfskála Keilis þar sem hann stendur árið 2017.

Hvaleyri

Hvaleyrarrétt.

Við byrjum á því að ganga í austur að gömlu réttinni en hún er rétt neðan við vörðuna, sem við segjum frá síðar. Réttin er við veginn sem liggur að golfskálanum sem stendur við Steinholt. Vegurinn ber heitið Miklaholt en ekið er inn á það af Hvaleyrarbraut. Réttin er ævaforn, hlaðin úr grjóti, og enginn veit í raun hversu gömul hún er. Eitthvað hefur réttinni verið raskað og segir Jónatan að það hafi hermenn líklega gert og búið þá til garð úr grjótinu frá kvínni sem er sunnan við réttina og má greina grjótröð sem hefur verið veggur frá kvínni að réttinni. Að öllum líkindum hafa hermennirnir hlaðið vegg þennan úr grjótinu og hefur hann því ekki verið upprunalegur. Tóftir réttarinnar eru þó greinilegar þegar þarna er staðið. Ef horft er í norðvestur frá réttinni, með stefnu nokkurn veginn milli Esjunnar og Snæfellsjökuls, og þá eftir hábungu Hvaleyrarinnar, sést bæjarstæði gamla Hvaleyrarbæjarins á efsta leitinu sem kalla má bæjarhól. Við göngum í átt að bæjarstæðinu.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum. Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið, í forgrunni.

Næst verður á vegi okkar mjög gamall túngarður sem er m.a. kallaður Fornigarður sem eflaust hefur einnig gegnt landamerkjahlutverki á sínum tíma. Þessi garður markaði heimatúnið og varnaði því að lausafé kæmist inn í túnið.

Hvaleyri

Hvaleyri 1772.

Fornigarður liggur samsíða gömlu þjóðleiðinni milli Innnesja og Suðurnesja, svonefndri Alfaraleið eða Suðurvegi. Garðurinn liggur nokkurn veginn í stefnuna austur/vestur og afmarkar að hluta (Suðurtún) Suðurvöll norðaustanvert við hábunguna, en hann tilheyrði Hjörtskoti. Suðurvöllur endar þar sem gamli Kotagatan lá og neðan hans stóð Sveinskotí láginni á eyrinni austanverðri. Þar er Sveinskotstún, en Ársæll Grímsson, síðasti ábúandinn á Hvaleyri, bjó í Sveinskoti. Sjá má það litla sem eftir er af Sveinskoti rétt neðan við vélageymsluna sem stendur eins og eyland á vellinum norðaustanverðum en hún er eitt af þeim mannvirkjum sem breskir hermenn skildu eftir á Hvaleyri eftir hersetu sína hér á landi í síðari heimstyrjöldinni.

Hvaleyri

Hvaleyri – Hvaleyrarbærinn síðasti.

Þegar gengið er eftir eyrinni í góðum skilyrðum sjást vel í landslaginu margvísleg form sem gefa hugmynd um ýmiskonar mannvirki. Til dæmis má sjá gamla veginn sem lá að Vesturkoti, svokallaða Kotagötu, en hann er nú hulinn gróðri þótt glögglega megi sjá móta fyrir slóðinni í landslaginu.

Hvaleyri

Hvaleyri – Fornigarður.

Ef litið er í vestur eða suðvestur þegar gengið er eftir eyrinni frá réttinni við vörðuna og út á hábunguna, þ.e. til vinstri, má sjá svæði sem kallað er Sandbrekknatún og skiptist í tvennt, syðra og nyrðra tún. Sand-brekknaheitið er ágæt heimild fyrir ástandi túnsins áður en Þorsteinn Jónsson stóð fyrir sandgræðslu á eyrinni en hann byggði þar upp þrjú kot austan og vestan við Hvaleyrarbæinn: Bindindi 1778 eða Halldórskot, Lásastaði 1781 eða Vesturkot og Ásgautskot 1785 sem fékk seinna nafnið Sveinskot. Þannig stuðlaði hann bæði að landgræðslu á Hvaleyri og öðrum náttúrunytjum og það fól í sér að ábúendur á svæðinu gátu goldið kónginum það sem kónginum bar.

Hvaleyri

Hvaleyri – Vesturkot.

Þorsteinn fékk síðan ábúðarrétt til æviloka fyrir sig og afkomendur sína að launum frá kónginum. Þorsteinn virðist hafa gert sér ágæta grein fyrir því hvað þyrfti til þess að hjól atvinnulífsins og þar með framþróunar á Hvaleyri snerust svo gagn væri af. Hann endurreisti Hvaleyrarbæinn eins og sést á mynd úr Íslandsleiðangri Sir Joseph Banks frá 1772 og byggði ennfremur stóra bátasmiðju, þá stærstu á landinu að því er Jónatan Garðarsson segir. Þar voru smíðaðir fiskibátar og lét Þorsteinn bændur og búalið á Hvaleyri fá báta til afnota svo að þeir gætu róið til fiskjar og bætt þar með afkomu jarðarinnar. Því þeir fiska sem róa, segir máltækið, og til þess að róa þarf víst báta. Þorsteinn kveikti á þessu og stuðlaði þannig að því að bændur sköpuðu tekjur sem gáfu skatta og kóngurinn fékk sitt. Allir ánægðir. Jón sonur Þorsteins tók við ábúðinni 1805 en hann drukknaði 1812 í Hvaleyrarvör. Eftir það tók Bjarni Sívertsen jörðina á leigu og keypti hana af konungi 1816, en afkomendur Þorsteins misstu ábúðarréttinn. Þar sem Hvaleyrarbærinn stóð fyrrum er nú teigur en þar er hæsti punkturinn á Hvaleyrinni og umhverfis bæinn var Hvaleyrartún.

Hvaleyri

Hvaleyri – málverk Sveins Björnssonar.

Þegar gengið er aðeins lengra í sömu átt er komið að hjartalaga glompu á golfvellinum en þar nærri segir Jónatan að allar líkur bendi til að kirkja hafi staðið forðum enda segi í gömlum heimildum að kirkjan hafi staðið beint upp af Gestalág sem svo er kölluð. Við göngum því í vestur og niður í fjöru. Þar er vissulega lág í landslaginu, rétt upp af lítill vík og segir sagan að þar hafi fundist sjórekin lík erlendra sjómanna í eina tíð og er nafngiftin rakin til líkfundarins. Þar var jafnframt svonefnd Jónasarlending, sumarlending Jónasar Jónassonar bónda í Tjarnarkoti 1875-77 og Sveinskoti 1890-97. Við göngum í norður upp úr Gestaláginni og komum að gömlu skotbyrgi sem breski herinn lét byggja þarna á eyrinni. Byrgið er hlaðið og steypt og að hluta er það hulið torfhleðslu einhvers konar. Þakið er steypt og sjá má að á því hafa verið skotraufar sem nú eru fylltar steypu. Norðvestur af skotbyrginu eru fleiri byrgi sem augljóslega hafa þó verið ætluð aðeins einum hermanni hvert, hlaðin og steypt með braggalaga bárujárnsþaki eða yfirbyggingu. Hefur þá verið gert ráð fyrir að hermaðurinn skriði þarna ofan í byrgið og stæði – eða lægi – vaktina ef til þess kæmi að ráðist yrði á landið af sjó.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Nokkur slík byrgi eru þarna og verða þau að teljast allmerkileg fyrirbæri. Og ekki er síður merkilegt fallbyssustæði þarna frammi á tanganum en þar var nokkuð stór fallbyssa. Jónatan Garðarsson segir hinsvegar að tvennum sögum fari af því hvort þar hafi verið alvöru fallbyssa eða ekki. Allavega var þar svo að á nokkrum stöðum á landinu voru grámálaðir símastaurar í felubúningi, sem sagt dulbúnir sem fallbyssur. Þar er væntanlega komin skýringin á því að engin þjóð þorði að gera innrás á Íslandi í stríðinu, allavega ekki á Hvaleyri. Við svo búið er haldið í vestur frá byrgjunum þangað til við komum að nokkrum flötum steinum, en inn á milli þeirra eru fleiri skotbyrgi.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Einn þessara steina er jafnan nefndur Rúnasteinn og er frægur af ýmsum ástæðum. Hann hefur meðal annars einnig verið kallaður Flókaklöpp, þá ekki síst vegna þess að sjálfur Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur – sá eini sanni, mun hafa rannsakað steininn á 19. öld og talið að áhafnarmeðlimir á skipi Flóka hafi fyrstir letrað nöfn sín í grjótið. Þau sannindi eru þó ekki meitluð í stein. Steinninn er friðaður sem fornminjar. Kringum hann virðist hafa verið einhvers konar hringlaga garður og má sjá menjar um hann. Á steininn er ýmislegt letrað og þarf líklega talsvert hugmyndaflug til þess að ætla honum verðugt hlutverk í norrænni menningarsögu þótt Jónas hafi getað séð þar ýmislegt merkilegt sem ekki verður fjölyrt um hér en fróðlegt er að lesa um þetta á ferlir.is:

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

„Litið var á rúnasteinana á Hvaleyrartanga. Rúnir eru vel sýnilegar á a.m.k. þremur steinanna. Fundist hafa nokkrar gamlar umsagnir um steinana og áletranirnar, sem margar hverjar virðast mjög gamlar. Jónas Hallgrímsson gengur svo langt að segja að innan um þær séu fangamerki áhafnar Hrafna-Flóka, sem kom við á Hvaleyrinni (Herjólfshöfn) á leið sinni út. Nefnir hann steininn þann Flókaklöpp.
Aðrir hafa bent á að fátt sé því til stuðnings að þarna megi merkja áletranir nefndrar skipshafnar. Bæði sýna dæmin að letur á klöppum endist ekki nema tímabundið. Þannig hafa ekki fundist eldri letursteinar á Reykjanesskaganum en frá því um 1500. Steinninn eyðist smám saman vegna veðrunar (vatn, frost og vindur) og letrið afmáist því óhjákvæmilega. Á steinunum eru hins vegar margar áletranir, sumar eldri en aðrar. Breski herinn var með aðstöðu þarna á stríðsárunum og ljóst er að einhverjir hermannanna hafa bættvið fyrri skrif. Þeir notuðu m.a. einn steinninn sem pall til að að hræra steinsteypu. Ber hann þess enn merki.Ýmis ártöl má lesa af steinunum og sumir stafirnir líkjast rúnum. Hvað sem öllu tali og vangaveltum um að áhöfn Hrafna-Flóka hafi klappað fangamörk sín á steinana, sem alls ekki er með öllu útilokað, er greinilegt letur á þeim og sumt af því eldra en annað. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi minnist ekki á Flókaklöppina í skrifum sínum um Hvaleyri í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903; „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“. Þar segir hann m.a. með vísan í Landnámu: „Flóki kom í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ok kölluðu þar Hvaleyri“. Síðan segir hann: „Þar hefir Herjólfur leitað lendingar og svo kennt höfnina við nafn hans: Herjólfshöfn. Á Hvaleyri er að sjá að kirkja hafi verið 1650, því á 2 ljósastökum, sem Krýsuvíkurkirkja á, stendur, að það ár hafi Helmer Dirichsen Roode, undirkaupmaður í Hafnarfirði, gefið þá Hvaleyrarkirkju.““

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

Hvaleyrarbærinn hefur verið þó nokkurt býli og má sjá ýmsar minjar á þessum slóðum sem tengja má viðbúskapinn í kotinu. Vestur af honum stóð Vesturkot, sem var um tíma notað sem golfskáli. Þessi staður var stundum nefndur Drundur sem er annað orð yfir það þegar naut leysa vind. Það hefur eflaust þótt hinn prýðilegasti viðburður á þessum árum, þ.e. á 19. öld eða þar um bil, þegar aðeins fína fólkið gat leyft sér að eiga naut og kýr. Nafngiftin hlýtur því að hafa haft á sér talsvert virðulegra yfirbragð heldur en ef íslenskur sveitabær væri kallaður þetta árið 2017. Almennt mun þó drundur hafa þróast yfir í heldur óvirðulegri merkingueftir því sem árin hafa liðið. Þegar gengið er norður eftir eyrinni frá Drundi og út að sjó er komið að Hvaleyrarbakka en þar hafa fundist mannabein, til dæmis árið 1923 þegar Magnús Benjamínsson bóndi í Hjörtskoti fann höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði í bakkanum „og gróf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó“ eins og segir í grein Matthíasar Þórðarsonar um þetta í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1926. Yfirskriftin er „Fundin á Hvaleyri bein þriggja manna„, en Magnús fann síðar tvær höfuðkúpur í viðbót og fleiri bein. Jónatan Garðarsson segir söguna af því þegar Pálína Margrét Þorleifsdóttir sem hélt heimili fyrir þá þjóðfélagsþegna sem minna máttu sín í Hjörtskoti, tók til sinna ráða varðandi beinin í kistlinum á þriðja áratug síðustu aldar. Þótti henni þessum mönnum lítill sómi sýndur og vildi láta jarðaleifar þeirra í vígðri mold. Leitaði hún þá til Árna Björnssonar sóknarprests í Hafnarfjarðarkirkju sem setti upp tiltekið verð fyrir þjónustu sína. Það hugnaðist Pálínu ekki svo hún leitaði til Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests í Hafnarfirði. Tókust samningar með þeim svo hann annaðist jarðsetningu í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Sagði Pálína svo frá því að eftir þetta hefði maður vitjað hennar í draumi og þakkað henni fyrir að koma þeim félögum í vígða mold.

Hvaleyri

Hvaleyri – brunnur.

Sem kunnugt er stóð Hvaleyrinni mikil hætta af landbroti og varð það úr að Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær létu hlaða umtalsverðan varnargarð þarna á Hvaleyrarbakkanum, norðan í eyrinni. Myndar þessi garður nú fallega umgjörð og ver Hvaleyri fyrir ágangi sjávar. Þegar gengið er meðfram bakkanum norðan frá og suður og austur með ströndinni er komið í svolitla geil sem kölluð er Þórðarvik og er nefnd eftir Þórði Jónssyni lóðs og kotbónda í Þórðarkoti sem síðar var nefnt Beinteinskot eftir ábúendaskipti þar. Þórður þessi mun hafa dregið bát sinn upp úr lendingunni í geilinni og alveg upp á bakkann. Þetta er talsvert bratt og hátt og má kallast þrekvirki að nokkrum manni hafi tekist að draga bát þar upp á þurrt land. Og áfram höldum við í áttina inn að Hvaleyrargranda og Hvaleyrartjörn. Rétt áður en komið er að tjörn-inni og grandanum, förum við um svæðið þar sem bátasmiðja Þorsteins Jónssonar stóð og þar hjá var Hvaleyrarvörin og nokkru innar á Hjallanesi var Hvaleyrarhjalli. En framundan er Hvaleyrartjörn sem þjónaði sem skipalægi á tímum Innréttinga Skúla fógeta Magnússonar. Þar voru húkkortunum eins og fiskiskipin kölluðust siglt inn og þær hafðar í vari. Yfir háveturinn voru skipin dregin á þurrt upp á Skipasand sem kallað var þar sem verbúðarskýlin eru núna að sögn Jónatans. Hvaleyrargrandi var mun lengri og meiri en hann er í dag. Hann mun hafa náð langleiðina að Flensborgarhöfn á móts við Óseyri, en þar stendur veitingahúsið Kænan. Grandinn fór illa í sjógangi á seinni hluta 18. aldar og Óseyrartjörn var smám saman fyllt upp um miðja síðustu öld. Á grandanum voru ýmis kennileiti eins og Skiphóll á móts við Hafnargarðinn en Hvaleyrartjörn var í eina tíð nefnd Herjólfshöfn. Þess má svo til gamans geta að ef staðið er á Hjallanesi á grandanum og horft eftir nesinu og upp í holtið má sjá eldgamla rétt þar sem allt eins gæti verið gerð af landnámsmönnum.

Ársæll Grímsson

Ársæll Grímsson.

En nú beygjum við til hægri eða til suðurs og göngum upp að þústinni sem myndar rústirnar af Sveinskoti – sem reyndar var kallað Sælakot í seinni tíð eftir Ársæli Grímssyni, síðasta ábúanda þar og fyrsta starfsmanni Keilis, rétt neðan við gömlu vélageymsluna, steinhúsið sem enn stendur. Þar fyrir neðan er önnur þúst, aðeins minni, en það er gamli Hvaleyrarbrunnurinn. Þangað sóttu allir bændur og búalið á Hvaleyri vatn sitt um langtskeið og þurfti þá að ganga með skjólur og kyrnur að brunninum og bera í þeim vatnið heim á alla bæi. Þetta hefur verið ærinn starfi. Og nú fer að styttast í gönguferðinni því við erum komin að Hjörtskoti. Það varfyrst nokkuð neðan við síðari staðsetn-ingu en síðast var það rétt neðan viðtóftirnar af Poltzhúsi sem enn sjást. Poltz-hús var timburhús byggt fyrir Legh Poltzárið 1775, en tekið niður nokkrum árum seinna og viðirnir seldir. Legh Poltz var starfsmaður Skúla Magnússonar fógeta og hafði yfirumsjón með skipaflota hans í Hafnarfirði. Það má sjá vinkillaga járnstöng eða rör þar sem hús Legh Poltz stóð en Hjörtskot er hins vegar alveg horfið.
Það var byggt árið 1829 og hét upphaflega Daðakot en fékk nafnið Hjörtskot 1868. Suðurvöllur eða Suðurtún tekur við þegar gengið er í átt að golfskála Keilis og má sjá túngarð á hægri hönd og annan ávinstri hönd. Hinum megin við hann, nærveginum, er gamli Suðurnesjavegurinn enn sjáanlegur en þess má til gamans geta að þarna lá leiðin frá Hafnarfirði til Keflavíkur framyfir aldamótin 1900. Þetta var reiðleið þá en fyrsta bílnum á Íslandi, sem kenndur var við Thomsen kaupmann, var ekið eftir þessum vegi til Keflavíkur árið 1904. Það var í fyrsta sinn sem farið var á bíl þessa leið.

Hvaleyri

Hvaleyri – Poltzhús; byggt 1776.

Við erum loks komin hringinn og endum við vörðuna sem hlaðin var til minningar um ferð Hrafna-Flóka til Íslands. Efniviðurinn í hana var fluttur á Hvaleyri frá Sveio í Noregi þaðan sem Flóki Vilgerðarson hélt af stað í för sína norður á bóginn. Sagan segir að hann hafi gefið Íslandi nafn en við upphaf ferðarinnar hafi hannfórnað þremur hröfnum og síðan haft þrjá unga hrafna með sér til að finna landið. Einn þeirra hafi snúið afturheim, annar lent aftur niðri á skipinu en sáþriðji tekið stefnuna á landið sem síðar fékkheitið Ísland. Með Hrafna-Flóka var maður að nafni Herjólfur og heitir Herjólfshöfn eftir honum. Sagan segir að Flóki, Herjólfur og félagar hafi fundið rekinn hval á eyri við fjörðinn og það hafi orðið þeim innblástur í nafngift fyrir tangann sem þeir hafi þá nefnt Hvaleyri. Um þetta og fleira má lesa á ferlir.is og ágætt að rifja upp þessar gömlu sagnir áður en við segjum skilið við tengingar landnáms og Hvaleyrar:

Hvaleyri

Minnismerki um Hrafna-Flóka á Hvaleyri.

„Víkingurinn Hrafna-Flóki kom hér að landi um 860 ásamt Þórólfi og Faxa hinum suðureyska sem Faxaós (Faxaflói) er kenndurvið. Þegar Flóki ætlaði að halda aftur til Noregs eftir ársdvöl íVatnsfirði lentu skip hans í óveðri og náðu ekki að sigla fyrir Reykjanes.Herjólfur varð viðskila við félaga sína og tók land í Herjólfshöfn. Óvíst er hvar Herjólfshöfn hefur verið. Flóki og menn hans voruum veturinn í Borgarfirði en freistuðu heimfarar næsta sumar. Komu þeir í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ogkölluðu hana Hvaleyri. Þar fundust þeir Herjólfur. Áður en Flóki Vilgerðarson fór að leita Garðarhólms hlóð hann vörðu við Smjörsundí Noregi og blótaði þrjá hrafna sem áttu að vísa honum veginn yfir hafið. Árið 1997 var samskonar varða hlaðin við Hvaleyri úr grjóti frá Smjörsundi, til að minnast þessa atburðar. Hvaleyri var ein af helstu bújörðum í Hafnarfirði frá fornu fari. Fyrir siðaskiptin átti Viðeyjarklaustur Hvaleyri, sem varð síðan kóngsjörð. Þar stóð hálfkirkja uppi til 1765 sem var í eigu Viðaeyjarklausturs en þjónað frá Görðum. Útræði var frá Hvaleyri fyrr á tímum og margar hjáleigur fylgdu.

Hvaleyri

Málverk sem sýnir Hvaleyrina fyrir tíma landnáms Keilis. Myndina málaði sænskur málari sem bjó á Íslandi og gekk undir listamannsnafninu Thy-Molander. Myndina gaf Magnús Guðmundsson, barnabarn Ársæls Grímssonar, fyrsta starfsmanns Keilis. Taliðer að myndin sé máluð í kringum 1950.

Í Íslendingabók segir að FlókiVilgerðarson hafi verið “víkingr mikill; hann bjósk af Rogalandi at leita Snælands. Þeir lágu í Smjörsundi. Hann fekk at blóti miklu ok blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið visa…. ok sleit frá þeim bátinn, ok þar á Herjólf. Hann tók þar land, sem nú heitir Herjólfshöfn. ”Hafnarfjörður byggir grundvöll sinn á höfninni sem hefur veitt skipum öruggt skjól um aldir. Þegar norður evrópskir sæfarar leituðu á hin gjöfulu fiskimið við Íslandsstrendur í lok miðalda þótti fjörðurinn bera af vegna náttúrulegra hafnarskilyrða.

Hvaleyri

Hvaleyri – loftmynd 1954.

Snemma á 15. öld settu enskir farmenn upp kaupbúðir við fjörðinn og lögðu grunninn að verslunarstaðnum Hafnarfirði. Alla tíð síðan hefur verslun og sjávarútvegur stýrt vexti og viðgangi Hafnarfjarðar. Þýskir kaupmenn hröktu þá ensku í burtu seint á 15. öld. Hansakaupmenn höfðu mikil umsvif á 16. öld, allt þar til einokunarverslunin danska tók við 1602. Síðan hefur höfnin tekið sífelldum breytingum og er unnið að frekari stækkun hennar út með Hvaleyrinni. Sumir segja, þ.á.m. Jónas Hallgrímsson, að áhöfn Hrafna-Flóka hafi klappað fangamörk sín á Flókaklöppina, en aðrir eru efins. Hvað sem því líður hefur mikið verið klappað á hana í gegnum tíðina og eru áletranirnar greinilega misgamlar.“

Heimild:
-http://gunnar.vinnsla.com/keilir/files/assets/basic-html/page40.html

Hvaleyri

Hvaleyri – örnefni.

Hestbak

Skoðaðar voru minjar á og við Geitháls. Í bókinni Áfangar, ferðahandbók hestamannsins, segir m.a. um staðinn: „Gjótulág er á mörkum þeirrar jarðar í Mosfellssveit, sem áður hét Vilborgarkot, og Hólmsheiðar.

Vilborgarkot

Vilborgarkot – loftmynd 1953.

Þarna við norðaustanverð vegamót Suðurlandsvegar og vegar yfir Mosfellsheiði (lagður um 1887) reis býlið Geitháls. Veginum við Gjótulág var breytt 1984 og hann færður vestar.
LeifarBærinn í Elliðakoti stóð við brún Mosfellsheiðar. Þar komu saman ofan af heiðinni gamlar lestarleiðir bæði austan úr Grafningi og austan yfir Hellisheiði. Aðrar leiðir voru litlu norðar. Í Elliðakoti bjó um aldamótin og hafði lengi búið Guðmundur Magnússon (1842-1929). Hann var lærður smiður og einn af framámönnum í Mosfellssveit um sína daga. Haraldur Norðdahl telur og víst að afi sinn hafi jafnframt haft allnokkrar tekjur af ferðamönnum. Auk Elliðakots átti Guðmundur Vilborgarkot handan við Ósinn, eða Gudduós.
TröppurÍ ljósi nýrra ferðahátta færði Guðmundur Magnússon sig um set og byggði árið 1906 við krossgöturnar austan Gjótulágar reisulegt hús ásamt útihúsum, meðal annars fyrir hesta. Nefndi hann staðinn Geitháls eftir hálsinum eða ásnum fyrir ofan. Í ásnum átti áður að hafa verið geitakofi frá ábúanda í Vilborgarkoti. Enginn virðist veita nú hvar ásinn er. Norður af bæjarstæðinu og rétt austan vegar úr Gjótulág er þó ás eða háls með vallgróinni rúst, sem gæti verið Geithálsinn (Geitásinn).
Stuttu síðar lagðist byggð af í Vilborgarkoti og nytjaði Guðmundur landið frá Geithálsi. Festist það nafn svo við landið og jörðina. Guðmundur rak greiðasölu á Geithálsi til ársins 1919. Seldi hann þá landið og fluttist burt. Var Geitháls á þessum árum vinsæll áningarstaður manna, sem fóru um veginn í hestvögnum eða ríðandi.

Geitakofinn

Blómaskeið veitingareksturs að Geithálsi var um það bil tuttugu ár eða svo. Eftir því sem bílaumferð óx, eftir 1919, dró úr vægi slíkra veitingastaða og þeir áttu örðugar uppdráttar. Á Geithálsi skipti það svo sköpum er umferð til Þingvalla lagðist af yfir Mosfellsheiði eftir Alþþingishátíðina 1930. Vegurinn fékk þá nafnið gamli Þingvallavegur.
Geitháls lenti í hers höndum árið 1940. Tóku Bretar húsin og hlóðu þar garða mikla og höfðu birgðastöð. Þá tóku þeir efri hæðina af húsinu. Þeir byggðu og mikla braggaþyrpingu til norðurs beggja vegna við veginn úr Gjótulág. Eftir stríðið hélst þó enn um hríð greiðasala í gamla húsinu á Geithálsi. Ekki er okkur kunnugt um hvenær hún lagðist af, en húsið mun hafa verið rifið stuttu eftir 1955.

Geitháls

Geitháls.

Síðar reisti Olíuverslun Íslands skála á Geithálsi og var þar með bensínsölu og nokkra verslun og greiðasölu á árunum 1958-1972. Þá var kominn nýr vegur fyrir sunnan Suðurlandsveginn gamla og Geitháls [féll] aftur úr leið.

Geitháls

Geitháls 1920-1935.

Á Geithálsi sér nú fyrri mannvirkja engan stað, ef undan eru skildir nokkrir grunnar og hleðslur. Það mannlíf, sem þar var í nær sjötíu ár, er nú þegar að miklu gleymt.

Geitháls

Geitháls 1907 – útihús.

Þegar Guðmundur Magnússon fluttist frá Geithálsi kom þangað Helgi Jónsson, sem oftast var kenndur við Tungu í Reykjavík. Var hann þekktur hestamaður og var mikið um að vera á Geithálsi í hans tíð. Helgi flyst frá Geithálsi að því best verður séð árið 1928. Sama ár kaupir Gunnar Sigurðsson kaupmaður í Von (1884-1956) Norðurhólma af eiganda Geitháls, væntanlega Helga Jónssyni, og reisti þar nábýli og nefndi Gunnarshólma. Ólafur Sigurjónsson frá Geirlandi segir þó að Gunnar muni hafa byrjað þarna framkvæmdir fyrr, á árunum 1926-1927.
Gunnar byggði á jörð sinni myndarleg íbúðarhús og peningshús, sem enn standa, og ræktaði mikinn töðuvöll svo sem sjá má. Þegar mest var bú á Gunnarshólma voru þar nær þrjátíu nautgripir, á annað hundruð fjár, mikið af fuglum og svínum, svo og minkar og refir. Var þetta mikið bú og mikið í lagt. Erfiðust var þó túnræktin.“

Geitháls

Geitháls 1925.

Forvitni lék á staðsetningu nefnds „geitakofa“ á Geithálsi. Auðvelt var að finna hann m.v. lýsinguna. Reyndar fellur hann nokkuð vel inn í ásinn, en þegar nær var komið mátti glögglega sjá minjarnar. Annars eru geitur skondnar kýr.

Geithals-26

Erla Norddahl sendi FERLIR eftirfarandi ábendingu um Geitháls frá Noregi:
„Bara smá upplýsingar um Geitháls, sem tilheyrði Kópavogi. Þótt ég hafi alist upp á Hólmi, fædd árið 1954, upplifði ég að fara inn i gamla veitingahúsið, sem langafi minn byggði. Veitingarekstri var hætt þar um 1960.
Sløkkvilið Reykjavíkur kveikti i gamla húsinu eitt dimmt vertarkvøld (1961) sem „æfingu“. Mikið hefur farið forgørðum, bæði hér og þar í nafni framfara.
Annars góður vefur hjá ykkur og þakkir fyrir það, en reynið endilega að leggja inn fleiri gamlar ljósmyndir.“

Heimild:
-Áfangar – ferðahandhók hestamanna, 1986 – Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.

Geitháls

Geitháls – minjar.

Douglas

Enn átti eftir að staðsetja tvö flugvélaflök sem vitað var um, þ.e. Douglasvél, sem fór niður á „hraunssléttu SA Helgafells“ 1944 og aðra, sem fórst í Lönguhlíðarfjöllum, Hudson eða sama ár. Líklega er þó hér um eina og sömu flugvélina að ræða. Í skýrslu ameríska hersins frá 11. júní 1944 segir: „An Icelandic sheepherder reported a crashed in a lava bed about 8 miles southeast of Hafnarfj0rdur. The plane was idendified as the RAF C-47, missing since 7 March, 1944.“

BrakÍ viðtali, sem Sævar Jóhannsson tók fyrir nokkrum árum (óbirt) segir viðmælandinn, Ingólfur Guðmundsson, m.a. frá slysstaðnum í Huldum í Sveifluhálsi (í des. 1944).
Um atvikið í Kistufelli segir: „Við fórum oft í „kröss“ hjá hernum. Í eitt skipti, það hefur verið 1944, fórum við í veðurathugunar Hudson, sem „krassaði“ í Lönguhlíðarfjöllunum. Hún var að koma inn yfir land utan af sjó. Það var slæmt skyggni, flugmaðurinn hefur séð hæð framundan og rifið snöggt í þannig að vélin fór ekki upp heldur „massaði“ inni í hæðina. Við fundum vélina og það var ömurleg aðkoma. Daginn eftir fór Björn Jónsson og fleiri dugmiklir kappar með hermönnum að sækja líkin og ýmislegt úr vélinni. Þeir villtust og voru villtir í 2 eða 3 daga. Það var þannig, að Björn átti að vera leiðsögumaður, enda öllum staðháttum kunnur, en officerinn, sem fór fyrir leiðangrinum og Björn átti að lóðsa, þóttist vita betur en Björn og því fór sem fór. Björn vissi upp á hár, hvar vélin var. því hann fann hana daginn áður. Hermennirnir sem voru aðal „burðardýrin“ voru með ferkantaða vatnsdunka með sér, því þeir máttu ekki drekka vatn úr lækjum sem urðu á vegi þeirra. Það gerði frost svo vatnið fraus í dunkunum og svo gerði vitlausa austanátt. Þeir komu ekki niður fyrr en tveimur eða þremur dögum seinna og að mig minnir á Vatnsendahæð. Björn skilaði sér til byggða á eðlilegum tíma enda öllum leiðum vel kunnugur“. (Slys þetta er skráð 31. mars 1945. Fjórir fórust)
Áður hefur verið lýst að „fjárhirðir“ hafi fundið flak um 8 mílur suðaustur af Hafnarfirði sbr. skrá hersins (Record of Events): „11. júní 1944: Íslenskur fjárhirðir tilkynnti um hrap flugvélar í hraunið u.þ.b. 8 mílur suðaustur af Hafnarfirði. Um var að ræða breska flugvél, C-47, er saknað var síðan 7. mars sama sama ár.“ Sennilega er þetta sama vélin og sögð er hafa farist efst í Kerlingargili eða „Lönguhlíðarfjöllum“ sbr. framangreint. Sú vél átti einnig að hafa verið Douglasvél, en leifar hennar má m.a. sjá í Óbrinnishólabruna norðvestan Lönguhlíða.
BrakUm skoðun á því brakinu kom fram eftirfarandi hugleiðing: „Ljóst er að að skoða þarf nánar svæðið „undir Lönguhlíðum inn við Grindarskörð“ með hliðsjón af því hvort þar kunni að leynast álpjötlur, skinnur, rær og/eða leiðslur úr flugvélinni. Hafa ber þó í huga að flugvél, sem var að flytja varahluti, fórst þarna á svæðinu á 5. áratug síðustu aldar. Brak úr henni sást lengi vel.
Sagnir um að flugvélahlutar eftir flugslys hafi síðar verið dregnir til Hafnarfjarðar eru nokkrar, t.d. flak Canso-vélar (Canadian-Vickers Canso A), sem fórst efst í Sveifluhálsi utan við Huldur. Brak úr henni fannst mörgum árum síðar í Hrútagjárdyngju. Það gæti hafa hent flugvélina undir Lönguhlíðum því brak er að finna í hrauninu norðvestan við meintan nauðlendingarstað. Á því braki má lesa stafina .032 ANRA. Skv. upplýsingum þess manns, sem best þekkir til flugslysasögunnar fyrrum, Eggerts Norðahls, mun „.032“ vera þykktin á álinu, en ANRA gæfi til kynna að þarna gætu verið leifar breskrar Douglas flugvélar, sem fórst á hraununum suð-austan við Helgafell (átta mílur suð-suð-austur af Hafnarfirði 7. mars 1944. Flakið fannst fyrst 11. júní 1944). Á hlutum, sem þar fundust áður var einmitt áletrunin .032 AN eða .032 ANRA stimplað á plöturnar að innanverðu. „Hugsanlegt er að ANRA standi fyrir Army Navy Rolled Aluminium eða eitthvað álíka. Á öðrum hlutanum er merki Breska flughersins svo enginn vafi er á hvers þjóðar hún var„.
BrakÞá var ekki um annað að ræða en fara á vettvang og leita uppi slysstaðinn. Eftir að hafa gengið brúnir Lönguhlíðar sunnan við Kerlingargil kom í ljós að flugvélinni hafði verið flogið í hlíðina eins og fram kemur í framangreindri lýsingu. Undir hlíðinni er brak úr vélinni, s.s. pústgrein frá mótor og ýmislegt annað. Ofan þess eru smásteinóttar skriður, sem hafa verið að hylja brakið smám saman síðustu 65 árin (skrifað 2009). Ekki er útilokað að hluti braksins kunni að vera ofar á brúninni. (Sjá meira undir Lönguhlíð – flugvélaflak II.)
Nú má segja að tekist hefur að staðsetja öll þekkt flugvélaflög á Reykjanesskaganum frá stríðsárunum. Enn á þó eftir að skoða svæðið sunnan við Leiti austan Bláfjalla, en þar sagt vera heillegt brak úr herflugvél. Auk þess á eftir að skoða betur í Lakadal, en þar var gengið fram á brak úr flugvél árið 2005.

Frábært veður. 

Heimild m.a.:
-Sævar Jóhannsson.
-Dagbókafærslur ameríska hersins (MACR) hér á landi 1944 og 1945.

Lönguhlíð

Brak við Kerlingagil.

Óttarsstaðaganga

Í Smalaskálahæð er Smalaskálaker, rauðamalarhóll í jarðfalli Hrútagjárhrauns. Árið 1974 var komið fyrir þar „listaverki„.
Hreinn Fridfinsson„Húsbyggingin“ (Das Haus Projekt) er þekkt verk eftir Hrein sem einnig varð til á 8. áratugnum. „Húsbyggingin“ byggir á sannri sögu eftir Þórberg Þórðarson, Íslenskum aðli, um sérvitring sem afræður að byggja hús þar sem innihliðin snýr út. Hreinn ákvað að taka þessa hugmynd upp og byggði húsið þannig að veggfóður þess og gardínur lágu utan á. Þegar húsinu hafði verið snúið við þurfti hið sama að gilda um heiminn fyrir utan, þ.e. öllu sem var úti fyrir þurfti nú að finna stað inni í húsinu. Sem listmunur er húsið lítils virði að mati listamannsins. Nauðsynlegt var að reisa það til þess að fullkomna þessa hugmynd, en það nægir að það sé til sem vitnisburður á ljósmyndaformi. „Mér líkar vel að uppgötva hið óvenjulega í hinu venjulega. Það er þetta sem ég fæst við, fyrst og fremst.“ Hreinn Friðfinnsson vinnur með nánast hvaða efnivið og hvaða miðla sem er, jafnt ljósmyndir, hús, fíngerðar teikningar og efnivið sem hann hefur fundið. Í þeim og með aðstoð þeirra rannsakar hann venjubundna skynjun, tilfinningar og skilning. Jafnvel smæstu verk hans og þau sem minnst ber á búa yfir mikilfenglegri hugmyndaauðgi og tilfinningu.“
Slunkariki - myndir„Hér má sjá sex af sextán myndum af Slunkaríki Hreins Friðfinnssonar sem teknar voru sumarið 1974. Myndirnar er fengnar af heimasíðu listamannsins. Hreinn setti listaverkið upp það árið í Smalaskálakeri, en það er jarðfall í Smalaskálahæð. Jarðfallið er sunnan í Smalaskálahæð í Hraunum suðvestur af Straumsvík, nánar tiltekið skammt frá Óttarstaðafjárborg, sem nefnist einnig Kristrúnarborg. Þangað liggur vegslóði af gamla Suðurnesjaveginum og Gamlavegi (eldri vegurinn), en afleggjarinn er til móts við Lónakots heimreiðina.
Myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson tilheyrði SÚM hópnum þegar hann gerði listaverkið. Þetta var lítið hús sem var forsmíðað og síðan flutt í einingum. Þegar það var risið voru teknar af því sextán ljósmyndir úr ýmsum áttum, bæði ofan frá og neðan frá og myndaði ljósmyndasyrpan sjálft listaverkið.
Slunkariki-21Þegar þessi gjörningur var afstaðinn var hlutverki hússins sem listaverks í rauninni lokið en eftir stóð lítil bygging á röngunni, ef svo mætti segja. Hreinn vann verkið undir áhrifum frá kafla í bókinni Íslenskum aðli sem skáldið Þórbergur Þórðarson ritaði 1938 og fyrr er getið. Í einum kafla bókarinnar fjallaði Þórbergur um sérkennilegan mann sem hét Sólon og bjó rétt utan við þéttbýlið í Ísafjarðarkaupstað við Skutulsfjörð.
Sólon byggði sér einkennilegt hús og lét bárujárnið snúa inn í húsið en setti veggfóður á útveggina. Veggfóður var nýjung á þessum tíma en bárujárnið hafði verið notað um árabil. Sólon var svo hrifinn af veggfóðrinu og vildi leyfa öllum íbúum staðarins að njóta fegurðarinnar með sér. Það var því eðlilegt að hafa það utan á húsinu, sem gekk undir nafninu Slunkaríki. Samneft myndlistar gallerý hefur verið starfrækt á Ísafirði um nokkurra ára skeið og er það til minningar um þennan merka mann, sem var sennilega fyrsti íslenski konsept listamaðurinn, án þess að hafa hugmynd um það sjálfur.
Slunkariki-22Það sem eftir er af Slunkaríki er aðeins brak á víð og dreif um Smalaskálaker. Eftir að búið var að mynda húsið lét Hreinn það afskiptalaust, enda tilgangur hans aðeins að koma því á þennan stað og útbúa myndröð í anda SÚM-aranna. Gjörningnum var lokið og síðan beið hússins að ummyndast með veðrinu sem lék um það og setti mark sitt á náttúruna allt í kring. Húsið var eins og sérkennilegur hlutur á sjálfu tunglinu, bygging í miðri náttúruperlu, enda er jarðfallið afar sérstakt og fallega mótað.

Slunkariki-23Húsið stóð af sér flest veður um árabil þó svo að myndirnar létu fljótlega á sjá eins og veggfóðrið, sem flettist af veggjunum. Hurðin fauk upp einn veturinn og losnaði eftir það af hjörunum. Skotglaðir Hafnfirðingar notuðu húsið til að æfa hæfni sína, eins og þeir virðast hafa gert svo óralengi á þessum slóðum. Smám saman drukku spónaplöturnar sem mynduðu útveggina í sig regnvatnið og grotnuðu niður, en bárujárnið hélt húsinu uppi. Stoðirnar blöstu við og innan þeirra var bárujárnið heilt og óryðgað enda vel galvaniserað. Stuttu eftir 2000 sprakk húsið í vindhviðu einn veturinn og dreifðust stoðir og  járnplötur vítt og breitt um jarðfallið, en restin af húsinu varð að einni grautarhrúgu efst á gjallhaugnum. Eftir það stóð grunnurinn efst á haugnum í gjótunni ásamt spýtnadóti og öðru smálegu og má enn sjá brotin í Smalaskálakeri.
ottarsstadaborg-21Laugardaginn 17. júlí 2010 voru einhverjir á ferð í Smalaskálakeri og kveiktu í því sem eftir var af Slunkaríki. Það sem viðkomandi aðilar gerðu var ekki bara skemmdarverk á listaverki sem var að veðrast með eðlilegum hætti, því eldurinn læsti sig í trjágróður, lyng, mosa og annan lággróður sem hefur verið að sækja í sig veðrið og vaxið þarna um langa hríð. Magnaðist upp mikið bál og varð að kalla út slökkvilið sem réð ekkert við eldinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá kölluð á vettvang til að hjálpa við slökkvistarfið og fór margar með sérstakann sekk sem notaður er til að sækja vatn í sjó eða stöðuvötn þegar erfitt er að athafna sig við slökkvistarf úti í náttúrunni.“
Þrátt fyrir listaverkið og gjörning þann er að framan greinir er rauðhóllinn í Smalaskálakeri hvað merkilegastur. Þessi gamli „litli“ rauðamelshóll áorkaði að stöðva framrás hrikaleika Hrútagjárdyngju-hraunsins á þessu svæði. Augljóslega má sjá að mikil kvikusöfnun hefur átt sér stað allt umleikis og hún lyft storkuðu yfirborðinu. En þrátt fyrir álagið hefur rauðhóllinn staðið fyrir sínu og ekki látið hið mikla hraunálag yfir sig ganga. Sambærilega gjallhóla má sjá í Stóra Rauðamel og Litla Rauðamel skammt norðar.

Heimild:
-hraunavinir.net
-Morgunblaðið 23. apríl 2005.

Smalaskáli

Smalaskáli í Smalaskálahæð.

Kerlingabúðir

Af og til hefur verið leitað að letursteini við Kerlingarbúðir undir Stapanum. Á hann er, skv. heimildum, klappað ártalið 1780.
Túnakortið frá 1919Ef skoðað er túnakort frá Brekku frá árinu 1919 má lesa eftirfarandi á handritinu undir uppdrættinum af búðunum: “Aths. Kerlinga(r?)búðir eru stuttan spöl s.v. frá vestri túnfætinum (sem áður hefur verið sérbýli). Þar er í líkri afstöðu og sýnt er: 1. tótt af íbúð kerlingar, 2. tótt af sjóbúð, 3. af eldhúsi, er stór klettur hefur brotið, 4. klettur lágur eftst í fjöruþanggróðri með ártalinu 1780.
NB. Steinninn aðeins er stækkaður tífalt móti öðru (1:200) og ártalið mikið meira. 3. fiskihjallaleifar milli kletta er þar í nánd frá konungsútvegi (og má vel vera meira – Fljótlega skoðað í rökkri).”
Þegar gengið var eftir kortinu virtist það allnákvæmt hvað Brekku (Stapabúðarhlutann) varðaði. Austast eru tóftir hússins og kálgarður norðvestan við það. Sunnan þess er tóft. Innan garðs vestan við kálgarðinn mótar fyrir tóft, brunnur enn vestar sést enn svo og tóft norðvestan hans. Kerlingarbúðir eru spölkorn norðvestar með ströndinni, undir hamrahlíð.
Ef tekið er mið af hlöðnum grónum vegg svo til alveg á fjörubakkanum þaðan sem sjá má í fiskihjallaleifarnar fyrrnefndu á kortinu (við stóran klett), má sjá hvar steinninn var 1919. Tóftir merktar nr. 3 og 2 á uppdrættinum eru horfnar í sjó. Eftir stendur suðurveggur tóftar nr. 1. Skv. því ætti steinninn að vera skammt norðaustan við vegginn, niðri í fjöruborðinu (ef sjórinn hafði ekki fært hann annað).
Kerlingarbúðir heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann Tóftarveggurinnað róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri. Þannig hefndi kerling þessa verknaðar.
Við nákvæma leit í fjörunni þar sem hver einasti steinn var skoðaður nákvæmlega í línu austan við tóftir nr. 1-3, sem sýndar voru á uppdrættinum frá 1919, allt út að sjólínu. Yst var brimsorfið grágrýti, en nær kambinum var stórt grjót, sem fallið hafði úr hlíðinni fyrir ofan og sjórinn fært síðan til á meðan hann hafði dundað við að rífa niður gróðurræmuna á bakkanum.
Um það leiti sem gefast átti upp á leitinni, enn eini sinni, var ákveðið að gera enn eina atlöguna. Grjót var fært ofan af grjóti í veikri von – og þá birtist eitthvað er virtist vera talan 17. Svartar skófir voru fjarlægðar með vírbursta, olíu í nálægum brúsa makað yfir og
 skafið á ný. Þá virtust sjást tölustafirnir 1, 7, 8, og 0. Og með því að maka mold úr bakkanum efra yfir steinflötinn birtist ártalið – Letursteinninn1780. Skynja mátti að þarna hefði kerlingin haft einhver áhrif því hefur ekki verið einleikið hversu þrálátlega leit hefur verið gerð að steini þessum.
Nú getur vörslufólk fornleifa í landinu andað léttar því nú á það a.m.k. að geta gengið þurrum fótum (í fjöru) að enn einni fornleifinni hér á landi.

Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Túnakort 1919.
-Örnefnaskrá.

Stapinn

Stapinn – uppdráttur ÓSÁ.