Básendar

„Skammt suður frá túninu á Stafnesi eru Básendar, þar sem kaupstaðurinn var.
Ganga þar inn í landi tveir vogar, eigi stórir, og neskorn fram á milli. Nes þetta hefir verið slétt og grasi vaxið, þó nú sé það mjög af sér gengið. Það snýr í basendar-221-loftmyndútsuður. Fremst á nesinu sér til rústanna af bænum á Básendum; eru þær eigi stórar mjög, en allglöggar. Vör hefir þar verið niður frá bænum út í hinn nyrðra voginn. Litlu ofar á nesinu er rústin af búðar- og vöruhúsinu. Það hefir snúið frá útnorðri í landsuður, hér um bil 11 faðma á lengd, en 7 faðma á breidd, eftir þeim undirstöðum, sem nú sjást. Að vestanverðu við hús þetta hefir verið hlífðargarður, stór og mikill, fyrir hafsjó. Nokkrum spöl ofar á nesinu hefir íveruhúsið verið. Rústir þess sjást og múrsteinabrot á millum, þó ei svo glöggar, að mældar verði, en garður hefir verið um það hér um bil 10 faðma á breidd, en 20 faðma á lengd. Allar þessar rústir sýnast að hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar, mest allt hlaðið af hraungrjóti, enda eru hér góð tök í slíku. Undirstöður húsanna eru eins og garðarnir, hrundar mjög og skörðóttar.

Innsigling á Básendum hefir verið vandrötuð og eigi fær fyrir hafskip nema með vissum vindum, enda hafa þar verið mörg sundmerki og nákvæm, sem sum eru enn í manna minnum og sjást, en sum varla eða alls ekki.
Útsker eru eigi fá fyrir framan vogana, en gott, þegar inn kemur. basendar-hringur-221Kaupskipin áttu að hafa legið í syðra vognum. Voru þau jafnan bundin landfestum, svo að ei máttu snúast fyrir vindi; voru af hverju skipi 4 eða 5 festar; það kölluðu þeir svínbundið. Festar þessar sjást enn, og eru 5 á landskerjum eða landi, en 4 á útskerjum. Ég sá eina þeirra aðeins á nesinu, sem fyrr er getið. Er það járnsúla mikil, greypt niður í klöppina og blýi hleypt í kring; gat er á stólpanum og þar í hringur digur og víður. Járnstólpinn er ferskeyttur, á tvo vegu 12 en hina tvo 15 millimet.; hæð hans frá klöppinni var 32 millimeter, diameter hringsins 53½ millim., en yfir um hringinn var digurðin 23 millimeter. Öll þessi járn voru ryðbrunnin mjög. Festar þær, sem í útskerjum voru, gat ég ei skoðað, því enginn bátur var við hendina, enda sagði mér kunnugur maður, að þær væru með sama hætti og umbúningi allar 9. Að öðrum járnstólpa kom ég, og var hann eins og sá, sem þegar er lýst, nemar þar var hringurinn úr. Ég spurði manninn, því svo væri. Hann sagði, að sjómaður einn svarf hann úr með launung, en Stafnesbóndi komst þó að því um það leyti hann var ónýtur orðinn, hringurinn. Varð bóndi þá reiður, kvaðst ei vilja berja manninn, en á meðan hann lifði, mætti enginn hreifa neitt af menjum þessum. Það hefir ei heldur verið síðan.

basendar - ornefni

Yfir þær festar, sem á útskerjum eru, fellur sjór ætíð, og þar ryðbrenna járnin óðum. Við hinn síðarnefnda járnstólpann, sem ég sá, var á klöppina höggið ASS, en á skeri einu var mér sagt, að væru ótal slík fangamörk. Það er að austanverðu við syðri voginn, en þangað komst ég ei, því bát vantaði, en hásjávað var. Um fjöru kvað mega ganga út á það sker. Útskerin eru alltaf umflotin. Landnorðurhallt við nesið sér rúst af kálgarði, eigi alllitlum; þar var brunnur í, djúpur og góður.  Á botni hans segja menn, að verið hafi eikartré slegin í kross, og svo hver tunnan upp af annarri innan í til þess að eigi félli sandur í brunninn. Nú er það allt komið í sand, en sést þó, hvar brunnurinn var, af grjótþúst dálítilli í útsuðurhorni garðsins. Garðurinn liggur móti suður-útsuðri og er skammt frá Básendum. Upp undan syðra vogsbotninum og fyrir nesinu er grasi vaxin flöt, allfríð; það heitir Brennitorfa, því þar áttu kaupmenn að hafa haft brennur. Nokkru sunnar, upp á hrauninu er hóll hár, sem kallaður er Draughóll. Þar átti að hafa verið dys til forna, og rótuðu sjómenn henni alveg um. Þar fundur þeir lítið fémætt. Spölkorn suður þaðan í hrauninu og ekki rétt fram við sjó eru klettar tveir allháir og nokkurra faðma breitt sund á milli. Þá kalla menn Gálgakletta. Áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn á, þegar þá greindi mjög á við einhverja. Er það í munnmælum, að beinum enna hengdu hafi verið kastað í gjótu undir annan klettinn og borið grjót fyrir að framan.“

Heimild:
-Magnús Grímsson: Fornminjar um Reykjanessskaga, bls. 255-257.

Básendar

Á Básendum.

Rofabarð

Rétt eftir landnám jókst uppblástur hér á landi. Síðan hefur uppblástur verið eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Um landnám var rúmlega helmingur (yfir 60%) landsins gróinn, en nú einungis tæplega fjórðungur. Meira en helmingur gróðurlendis er horfinn og svo mun verða enn um sinn.
Helstu orsakir uppblásturs eftir landnám eru t.d. minnkandi loftslag, af völdum náttúrunnar, mikil gjóskugos, eyðing skóga, af mannavöldum og hugsanlega ofbeit Forn gata ofan Krýsuvíkurbúfjárs á afmörkuðum svæðum. Tvær fyrri orsakirnar eru af völdum náttúru og getur því enginn stjórnað því. Vitað er á landnámsöld var loftslag nokkuð hlýrra en á síðari öldum og þessi kólnun á þátt í auknum uppblástri. En uppblástur er gróðureyðing af völdum vinda og vatns á mörkum gróðurlendis og auðnar. Einkum eru það móar sem blása upp en sjaldan mýrar en við sérstakar aðstæður getur hvorutveggja  náð að blása það upp. Þegar fólk gengur um landið, ekki síst Reykjanesskagann, nú til dags með það fyrir augum að gaumgæfa minjar og áætla hvernig umhorfs hafi verið fyrrum þarf að hafa í huga að landið hefur breytt um ásýnd – sumstaðar verulega.
Margir telja að ofbeit búfjárs t.d. lausagangur hesta og sauðfjárs hafi mikil áhrif á jörðina. Með beitinni verður lággróðurinn lágvaxnari og grisnari. Mikið traðk getur opnað gat í grasrótina svo uppblástur af völdum vinda og vatns getur farið af stað. Sauðfé sækir einnig í fersk gras, sem aftur á erfiðara um vik. Á móti má segja að þar sem búfénaður hefur haft viðdvöl um lengri tíma, t.d. í og við selstöðurnar eða fjárskjólin, er grasgróðurinn í hvað bestu ásigkomulagi, jafnvel öld eftir að hann hvarf þaðan.
Gjóskugos er annað atriði sem hefur haft veruleg áhrif á umhverfi Reykjanesskagans. Í miklum gjóskugosum fellur gosaska á víðlend gróðursvæði og kaffærir  gróðurinn. Vindurinn fær mikið efni til þess að taka með sér og dreifa. En gróðurinn er þó jafnan fljótur að jafna sig og vaxa upp í gegnum öskuna og binda hana í jarðveginum. Stór gjóskugos hafa átt sér stað fyrir landnám án þess að uppblástur færi úr böndunum, en hitinn frá hraunkvikunni og endurnýjun hraunanna, hvert ofan á annað, hefur takmarkað lífslíkur gróðurs á sumum svæðum.
Eftir landnám var skógurinn höggvinn miskunnarlaust til kolagerðar og eldiviðar. Eftir það var búfénaði beitt á rjóðrin svo hann átti erfitt með að vaxa upp að nýju. Nú er aðeins um 1/100 hluti landsins skógi vaxinn. Fólk er þó byrjað að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda skógana og eru nú nokkrir skógar hér á landi verndaðir. Í þeim er bannað að höggva trén eða hafa búfjár lausan. Takmarkalaus skógrækt er þó ekki lausnin.
Gróðureyðing í KrýsuvíkÞað er fleira sem náttúran sjálf gerir sem skaðar getur gróðurinn. Sem dæmi má nefna jarðskjálfta og snjóflóð. Í snjóflóðum grefst mikið af gróðri undir mörgun tonnum af snjó og skriðum. Getur það tekið dágóðan tíma fyrir gróðurinn að ná sér aftur upp. Í aurskriðum geta stór gróðursvæði farið undir mold og mulning. Í jarðskjálftum hristist jörðin og getur t.d. mold runnið yfir gróður og þannig sökkt honum í mold.
Það eru einkum móar sem blása upp, sjaldan mýrar því bleytan bindur korn mýramósins saman svo vindur nær ekki tökum á þeim. Við sérstakar aðstæður getur þó vindrof hins vegar náð að þurrka mýrar sem síðan blása upp.
Menn hafa einnig mikil áhrif á uppblástur og gróðureyðingu. Má þar nefna bílaslóða. Alltof víða er hægt að rekja slóð bíla þar sem ökumenn hafa verið að keyra um að því er virðist stefnulaust. Þeir skilja oft eftir sig ljót för í jarðveginum sem geta verið lengi að ná sér. Þessar slóðir eru einnig hættulegar fyrir  gróðurlendi, opna uppblæstri leið og skapa farvegi fyrir afrennsli regn- og leysingavatn. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því víða má sjá hvar vatn hefur grafið fornar götur og reiðleiðir.
Þannig hefur verið stöðug barátta milli uppblásturs og sjálfsgræðslu Íslands, allt frá því að land greri upp eftir að ísaldarjöklar hurfu af landinu fyrir 10.000 árum. Breytist loftslag ekki helst jafnvægi milli uppblásturs og gróðureyðingar, álíka mikið land blæs upp og grær upp. Ef hins vegar loftslag batnar dregur úr uppblæstri, en sjálfsgræðsla eykst, svo gróðurlendi stækkar. Í versnandi loftslagi eykst uppblástur, en sjálfsgræðsla hægir á sér, svo gróðurlendi dregst saman.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Uppblástur er eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Svæðið umhverfis Reykjavík, bústað fyrsta landnámsmannsins, hefur orðið uppblæstri að bráð. Þar sem áður var birkiskógur eru nú ber holt og blásnir melar með mýrasundum á milli. Hrauna- og móbergssvæðin á SV-landi eru mjög illa farin af uppblæstri, Reykjanesskaginn nær alveg blásinn, gróðurlaus og ber. Fyrstu kynni flestra erlendra ferðamanna af íslenskri náttúru eru hrjóstrin milli Keflavíkur og Reykjavíkur, fremur napurleg landkynning.
Jarðvegseyðing er hins vegar ekki séríslenskt vandamál. Víða um heim á sér stað gífurleg jarðvegseyðing. Ofbeit og ofnýting lands kom af stað gífurlegum uppblæstri (Sahara stækkar stöðugt, Bandaríkin, Ástralía og víðar). Skógarhögg og brennsla skóga og meðfylgjandi álag á landið (Grikkland hið forna. Regnskógar hitabeltisins) hafa gjörbreytt gróðurlendi til hins verra. Loftslagsbreytingar eiga hér einnig sinn þátt. Og sífellt hverfur meira gróðurlendi undir mannvirki og malbik.
Gróðureyðing í ofanverðri Krýsuvík

Kópavogur
Fornleifaskráning fór fram í hluta af landi Kópavogs árið 2000 undir umsjón Bjarna F. Einarssonar, fornleifafræðings. Þó voru staðir eins og Þingnes ekki skráðir að öllu leiti. Staðurinn er í raun bæði í landi Reykjavíkur og Kópavogs og hann hefur verið rannsakaður í nokkur skipti, en aldrei að fullu. Margt bendir til þess að eldra nafn á staðnum sé Krossnes, en heitið Þingnes hefur fest sig í sessi á seinni tímum og verður væntanlega notað eftirleiðis.

Kópavogur

Álfhóll.

Það var annars einkennandi fyrir Kópavog, líkt og svo marga aðra staði á landinu, hversu gengið hafði verið óhikað á fornminjar og þeim ýmist eytt (meðvitað eða ómeðvitað), en seinni tíma iðrun einungis orðið til þess að opinbera vitund fólks um mistökin án þess að beinilínis hafi sést merki um að það hafi dregið dýrmætan lærdóm af þeim, sbr. Hjónadysina og Systkinaleiðin við Þinghól – og það þrátt fyrir fomlega friðlýsingu frá hinu háverðuga Alþingi Íslendinga. Þeir staðir, sem þó hafa verið varðveittir til framtíðar og teljast verða merkilegir, eru hins vegar ómerktir. Hér á eftir er byggt á skýrslu Bjarna, en jafnframt gerðar við hana smávægilegar athugasemdir. Hingað til hefur það ekki þekkst að gerðar séu athugasemdir eða ábendingar við fornleifaskráningarskýrslur, en kominn er tími til að breyta því, a.m.k. þeim er lúta að Reykjanesskaganum. Sumar hverjar virðast verulega ábótavant og aðrar beinlínis rangar. Þrátt fyrir það byggja opinberir aðilar mikilvægar ákvarðanir sínar m.a. á þeim gögnum.

Þinghóll

Afhjúpun upplýsingaskilta við Þinghól.

Í skýrslu Bjarna (frá árinu 2000) kemur m.a. fram að „ef velja á fornleifar sem eru einkennandi fyrir ákveðið hérað eða svæði er mikilvægt að vita hvaða fornleifar eru til svo hægt sé að velja.“
Einnig kemur fram að „í hugum nútímafólks er Kópavogur tiltölulega sögulaust sveitarfélag, sem á upphaf sitt að rekja til 20. aldar. Sveitarfélagið sjálft var ekki stofnað fyrr en 1948, en þétting byggðar hafði hafist nokkrum árum áður eða um 1936. Kaupstaðarréttindi fengust svo árið 1955. Á seinustu tveimur öldum var Kópavogur ekki í brennidepli og þótti jafnvel ekki búsældarlegt um að litast. Segir danski fræðimaðurinn Kristian P.E. Kålund svo frá jörðinni Kópavogi í ferðalýsingu sinni er birtist á prenti árin 1877-82: „Bærinn er áleiðum og ömurlegum stað; umhverfis hann eru lág grýtt hæðardrög eða dökkleitar þýfðar mýrar.“ Kópavogsjörðin var lang rýrasta jörðin af þeim jörðum sem eru í Kópavogslandi. Ekki er víst að jarðirnar hafi talist eftirsóknarverðar til ábúðar. Það að nafnið á Hvammi breyttist í Hvammskot árið 1552 gefur vísbendingar um það. Hvammskotsnafninu var svo breytt um 1875 af Þorláki Guðmundssyni alþingismanni í Fífuhvamm. Ekki hefur þó þróunin alltaf verið neikvæð því í jarðarbókum 17. aldar og Jarðamati Johnsens árið 1847 og yngri jarðamötum, hækkaði jarðarmat allra jarða innan bæjarlandsins nema Digraness.
Borgarholt Elsta ritaða heimild um byggð í landi Kópavogs er frá árinu 1234. Þá bregður Vatnsenda fyrst fyrir í Máldagaskrá um eignir Maríu kirkju og staðar í Viðey. Segir m.a. svo í skránni: „hvn a oc Elliðavatz land hálft. Oc allt land at vatzenda. Með þeim veiðvm oc gæðvm er þeim hafa fylgt at fornv. … Hamvndur gaf til staðarins holm þann. Erliggr j elliða am. niðr fra Vatzenda holmi.“ Heimildir segja svo ekkert um svæðið fyrr en árið 1313, í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá eru nefndir til sögunnar bæirnir Hvammur og Digranes, auk Vatnsenda. Segir m.a. svo um leigumálana í skránni: „At vatz ennda iij merkur.J hvamme c leigv.J digranesi iij merkur:“ Nafnið Kópavogur kemur fyrst fyrir í heimildum árið 1523. Er þar átt við Kópavogsþingstaðinn og tilefnið var dómur yfir Týla Péturssyni hirðstjóra, sem fundinn var sekur um morð o. fl. Bærinn Kópavogur kemur ekki fyrir í rituðum heimildum fyrr en1553, þá í afgjaldareikningum Eggerts hirðstjóra Hannessonar á Bessastöðum. Er þar afgjald Þorsteins ábúanda tilgreint, en það var „viijalne vatmell.“ Til eru aðrar og eldri heimildir um byggð í Kópavogi, en það eru fornleifarnar sem þar finnast. Margt er enn ósagt um þær, aðeins nokkrar þeirra hafa verið rannsakaðar og engar þeirra til fulls.

Elsta mannvirki sem í ýtarlegri sögu Kópavogs má lesa í Sögu Kópavogs I-III, sem Lionsklúbbur Kópavogs gaf út árið 1990 og endurminningum Huldu Jakobsdóttur „Við byggðum nýjan bæ“, sem Gylfi Gröndal ritaði árið 1988.
M.a. hefur fundist í Kópavogi jarðhýsi eitt, sem staðsett er undir minjum hins gamla Kópavogsþingstaðar, norðanvert við árósa Kópavogslækjar. Jarðhýsið er C-14 aldursgreint og var niðurstaðan óleiðrétt 1180 ± 130 BP. Sé niðurstaðan hins vegar leiðrétt með 95,4% vissu, er niðurstaðan sú að húsið hafi verið í notkun einhverntíma á bilinu 600 – 1200. Talið er að jarðhýsið geti jafvel verið frá 9. öld. Ofan á áðurgreindu jarðhýsi fannst smiðja, sem var mun eldri en frá 1500 miðað við afstöðu gjóskulaga, en reyndist vera frá því um 1800 samkvæmt C-14. Ástæðan fyrir þessu misræmi hlýtur að vera sú að viðurinn sem var aldursgreindur hefur borist í húsið á seinni tímum eða mistök átt sér stað á tilraunastofunni. Talið er að smiðjan geti verið frá 12. öld. Skammt suður af jarðhýsinu var byrgð þró. Viðarkolasýni úr henni var aldursgreint og niðurstaða þeirrar greiningar 900 ± 70 BP.

Latur

Latur – „Gamlar“ sagnir eru um að steinninn sé álfabústaður. Einnig kemur hann nokkuð við sögu Jóns bónda Guðmundssonar í Digranesi. Mun hann hafa setið við steininn og sungið þegar hann kom heim úr sollinum í Reykjavík á fyrri helmingi tuttugustu aldar.

Rannsóknin á Kópavogsþingstað sýnir svo að varla verður um villst að búseta hefur hafist á staðnum þegar á landnámsöld, kannski við upphaf hennar í lok 9. aldar. Jarðhýsi finnast nær aldrei ein og sér, þau eru ævinlega á bæjarstæðum, verslunarstöðum, þingstöðum eða eins og ýmislegt bendir til, á kumlateigum. Ekki er líklegt að jarðhýsið í Kópavogi hafi tilheyrt neinu öðru en bæjarstæði, sem er þá elsta bæjarstæði Kópavogs sem vitað er um í dag. Hvar bærinn hefur nákvæmlega staðið er ekki gott að segja, en þau jarðhýsi sem fundist hafa á bæjarstæðum hérlendis eru öll nálægt bæjarhúsunum, varla meira en 10 m frá þeim. Jarðhýsið í Kópavogi sker sig þó úr öðrum jarðhýsum hér á landi hvað tvö atriði varðar. Húsið er aðeins grafið niður um 20 sm í jökulruðninginn, sem er mjög lítið miðað við öll önnur jarðhýsi hér heima og erlendis. [Hér er í raun um vafamál að ræða, því hæpið er að kalla þetta „jarðhýsi“, svo grunnt sem það er og því fellur frekari rökstuðningur um nálægð við aðra bæjarhluta um sjálfan sig]. Á gólfinu er steinalögn sem gæti verið eldstæði, öll eða hluti hennar. Smiðjan ofan á jarðhýsinu segir okkur einnig að skammt frá hafi verið býli um 1200. Smiðjur virðast stundum hafa verið einhvern spöl frábæjarhúsum í öndverðu en færst svo nær býlunum, trúlega í upphafi miðalda, sbr. Stöng o.fl. bæi.Við önnur bæjarstæði í Kópavogi, Hvamm (Fífuhvamm), Digranes og Vatnsenda, eru/voru vafalítið mjög fornar minjar. Fífuhvammur er horfinn að mestu leyti, ef ekki öllu, og Digranes horfið að talsverðu leyti þó ýmislegt markvert kunni að leynast þar enn undir grasrótinni. Við Vatnsenda er enn búið og bæjarstæðið og nánasta umhverfi þess geymir örugglega mikið af upplýsingum um forsögu þess bæjar sem gæti hafa verið talsverð, samanber orðalag Máldagaskrá Viðeyjarkirkju. Í raun má segja að núverandi íbúðarhús standi á bæjarhól, en slíkir hólar geyma yfirleitt gríðarlegt magn upplýsinga um búskaparhætti á liðnum öldum. Niðurstaðan er því sú að þó að ritaðar heimildir segi ekki mikið um mannlífið á Kópavogsbæjunum að fornu og að svæðið virðist ekki hafa komið við sögu helstu atburða Íslandssögunnar, þá geyma fornleifarnar gríðarlegt magn af upplýsingum sem eru enn mikilvægari þegar hinar rituðu heimildir skortir. Í tilviki Kópavogs eru þær að sumu leyti einu heimildirnar sem við höfum um mannlíf og sögu svæðisins fyrstu aldirnar.

Þinghóll Í Sögu Kópavogs I segir að þegar klóak hafi verið grafið fyrir neðan Kópavogshælið, meðfram Fífuhvammsvegi, hafi verið fylgst með verkinu af fornleifafræðingi og hann skráð og teiknað upp eftir þörfum. Skilti á staðnum sýnir að hreinsað hefur verið ofan af gólfum og veggir lagaðir eitthvað til. Að öðru leyti virðist bærinn ekki hafa verið rannsakaður frekar. Skammt frá Digranesi stóð rúst sem líklega var fjárhús frá bænum. Var rústin fjarlægð með vélgröfu undir eftirliti Þjóðminjasafns.
Árið 1988 voru tvær dysjar rannsakaðar er gengu undir heitinu Hjónadysjar. Kom í ljós að þar hvíldu maður og kona og getum að því leittað þau hafi verið Sigurður Arason frá Árbæ og Steinunn Guðmundsdóttir, einnig frá Árbæ sem dæmd voru árið 1704 fyrir morð á eiginmanni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni.
Í Kópavogi hafa 53 staðir verið skráðir og á þeim voru meir en 75 minjar. Þá eru rústir á Þingnesi ekki taldar með, en þær eru fleiri en 18 og a.m.k. fjórar þeirra eru í landi Kópavogs.

Þinghóll

Minningarsteinn um erfðahyllinguna 1662 á Þinghól.

Fjórir staðir eru friðlýstir. Eru þeir Kópavogsþingstaður, Hjónadysjar, Systkinaleiði og Þingnes. Allir staðirnir voru friðlýstir árið 1938. Þingnes er þó að mestu leyti í landi Reykjvíkur, en hið friðhelga svæði nær þó eitthvað inn í land Kópavogs og vafalítið eru nokkrar rústir í landi Kópavogs (þær vestustu). Í friðlýsingu Kópavogsþingstaðar segir: 1. Þinghússtóft syðst á túninu og fangakofatóftir skammt frá. 2. Dysjar austan túns, nefndar Hjónadysjarnar og Systkinaleiðin. Ekki er svæðið tilgreint nánar. Rústir við sjálfan þingstaðinn eru taldar friðlýstar í fornleifaskrá, þó ekki sé víst hvernig lögin taki á þeim. Rústir fyrir utan þingstaðinn eru ekki taldar friðlýstar í fornleifaskrá. Þyrfti að endurskoða friðlýsinguna og friðlýsa allt svæðið. Í friðlýsingu Þingness segir að friðlýstar fornleifar séu: Mannvirkjaleifar á hinum forna Kjalarnessþingstað í Þingnesi, sem gengur út í Ellliðavatn að sunnanverðu.
Þinghústóftin (þingbúð) á Kópavogsþingstað var rannsökuð árin 1973-76, auk nokkurra minja undir henni. Rústin virðist síðan hafa verið endurhlaðin á staðnum. Hjónadysjar voru rannsakaðar og fjarlægðar árið 1988, en Systkinaleiði hvarf á fyrri helmingi þessarar aldar án nokkurra rannsókna. Á Þingnesi hófst rannsókn sumarið 1982 og stóð yfir í nokkur sumur. Ekki er víst að rannsóknum þar sé lokið.

Kópavogur

Álfhóll.

Af 53 stöðum sem skráðir voru töldust fjórir hafa hátt minjagildi, 17 talsvert, 32 lítið og enginn ekkert minjagildi. Staðir geta haft hátt minjagildi þó einstakar fornleifar við þá hafi talsvert, lítið eða ekkert minjagildi. 22 fornleifar á 19 stöðum eru horfnar, þ.m.t. þær sem voru rannsakaðar og fjarlægðar. Flestar, ef ekki allar, hafa horfið á þessari öld og aðeins tvær þeirra eru rannsakaðar, en það eru Hjónadysjarnar. Ástæður fjarlægingar eru m.a. athafnir setuliðsins á stríðsárunum og vöxtur bæjarins. Af 53 stöðum eru 11 í mikilli hættu, 9 í lítilli og 15 í engri hættu. Mikill meirihluti minjanna finnast stakar og lítið er um heilar heildir. Einu heildirnar eru Kópavogsþingstaðurinn ásamt bæjarstæðinu þar og Þingnes við Elliðavatn. Þessi staðreynd eykur gildi þessara tveggja staða.

Merkilegustu fornleifarnar í Kópavogi eru eftirfarandi fornleifar í númeraröð:
1. Jarðhýsi.
2. Smiðja.
3. Þingbúð. I –VIII: Skurðir. (Guðrún Sveinbjarnardóttir 1986:21). Kópavogsþingstaður og Kópavogsbærinn. Staðurinn býr yfir afarmiklum upplýsingum sem ná frá nútíma allt aftur á landnámsöld. Ekki er mikið til ritað um staðinn og þeim mun mikilvægari eru þær heimildir sem geymdar eru undir sverðinum. Þarna má ímynda sér að skálabyggingar, fjós og önnur hús séu geymd í heilu lagi eða í brotum. Þessu fylgir mikið magn af upplýsingum sem felast í gripum, beinum og jarðveginum sjálfum.
4. Álfhóllinn. Hóllinn er trúlega þekktasti álfhóll Kópavogs og hefur skapað sér slíkan sess í skipulagi bæjarins að varla verður honum hnikað héðan af. Hann er sýnilegt dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan tíma.

Kópavogur

Digranesbærinn.

5. Digranesbærinn. Hér stóð eitt sinn höfuðbýli Kópavogs. Hluti af bænum stendur enn ásamt tröðinni, kálgarðinum og ýmsum minjum undirsverðinum allt í kring. Vandamálið er hve nálægt skóla staðurinn er og hve ágengni er mikil. Þessu mætti snúa í andhverfu sína og gera það að höfuðgildi staðarins, þ.e. að tengja hann kennslu grunnskólabarna með beinum hætti.
5. Selstaða? Staðurinn er skammt frá bæjarstæði Fífuhvamms. Nálægðin bendir til þess að hér sé ekki selstaða, en þó er ekki loku fyrir það skotið að hér hafi verið haft í seli svo nálægt bæ. Örnefnin Selflatir,Selvellir og Selhryggur eru nokkuð langt frá til að geta verið í tengslum við þessar rústir. Hvort sem um er að ræða selstöðu eða annað þá eru rústirnar (mjög) fornlegar að sjá. Þær eru býsna nálægt fjölbýlishúsum og við þær liggja stígar. [Ef grannt er skoðað er ljóst að tóftirnar eru ekki leifar sels. Meiri líkur benda til beitarhúsatófta, enda vottar fyrir heykumli aftan við ílanga megintóftina. Sel Fífuhvamms má enn sjá norðan í Rjúpnahæð þar sem byggðin hefur enn ekki náð til þess og þess er getið í heimildum. Selsins er hins vegar ekki getið í fornleifaskráningarskýrslunni, sjá annars á vefsíðunni; Fífuhvammur – Fífuhvammssel].

Landamerkjasteinn

Landamerkjasteinn.

6. Landamerkjasteinninn Markasteinn. Fallegasti landamerkjasteinninn í Kópavogi. Hann hefur fengið nýtt hlutverk á seinni tímum, auk síns gamla, en það er að vera hluti af girðingu utan um Rjúpnahæð.
7. Beitarhús suður af Litlabás. Eins og algengt er þá er beitarhúsið ekki langt frá landamerkjum Vatnsenda og Vífilsstaða. Þannig var hægt að nýta betur sitt eigið land og jafnvel land nágrannans einnig. Húsið er eitt tveggja beitarhúsa í Kópavogi (eða á hinu skráða svæði) og það elsta. [Hér ber að hafa í huga fyrri umfjöllun um beitarhús því tóftir meints sels skammt frá Fífuhvammi virðast eldri en hér um ræðir].
BeitarhúsÍ þéttbýli Kópavogs og næsta nágrenni eru sem fyrr segir 53 staðir skráðir sem fornleifar og geyma þeir 75 stakar fornleifar. Kópavogur á sér ekki mjög mikla sögu sem lesa má um í rituðum heimildum, en fornleifarnar geyma býsna spennandi sögu sem nær að líkindum allt aftur til landnámsaldar. Eitt megin hlutverk þessarar fornleifaskrár er að hjálpa skipulagsyfirvöldum að standa vörð um fornleifarnar og marka stefnu í skipulagsmálum/minjavernd sem tekur mið af þessum fornleifum. Fornleifaskráningu lýkur í raun aldrei og hana þarf að endurskoða reglulega. Þegar einhverjar áður óþekktar fornleifar finnast við jarðrask ber að færa slíka staði inn á fornleifaskrá auk ákvæðanna um tilkynningu í þjóðminjalögum.“
Rétt er að taka undir og árétta orð Bjarna um mikilvægi fornleifanna með hliðsjón af menningarlegu mikilvægi þeirra því þau geta, ef vel er að verki staðið, sagt engu minni sögur en þær sem skráðar hafa verið með fjaðurstaf á hinu fornu skinnhandrit – og jafnvel bætt um betur.
Meginheimildir:
-Fornleifaskrá Kópavogs – Bjarni F. Einarsson – 2000.Aðrar heimildir m.a.:
-Bjarni F. Einarsson (a). The Settlement of Iceland; a Critical Approach. Granastaðir and the Ecological Heritage. Reykjavík 1995.
-Bjarni F. Einarsson (b). Fornleifaskrá Reykjavíkur. Skýrslur Árbæjarsafns XLVI. Reykjavík 1995.
-Bjarni F. Einarsson (c). „Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður. Fyrrigrein: Upphafið og lögin.“ Sveitarstjórnarmál. 1. tbl. 1996.
-Bjarn F. Einarsson. „Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður. Síðari grein: Skyldur okkar gagnvart fortíðinni. Sveitarstjórnarmál. 2. tbl.1996.
-Bjarni F. Einarsson. „Fornleifaskráning á Íslandi: Forsendur og markmið.“ Fréttabréf safnmanna. 6. árg. 1. tbl. 1997.
-Frásögur um fornaldarleifar 1817- 1823. Fyrri hluti. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. Reykjavík 1983. Guðlaugur R. Guðmundsson.
-Hinar fornu jarðir Kópavogsþingstaðar. Örnefnastofnun. Handrit 1970.
-Guðmundur Ólafsson. „Sakamannadysjar í Kópavogi.“ LesbókMorgunblaðsins 23. mars 1996.
-Guðmundur Ólafsson. „Þingnes by Elliðavatn: The first Local Assembly in Iceland. “Proceedings of the Tenth Viking Congress. Universitetets Oldsaksamlings Skrifter. Ny Rekke. Nr. 9. Ósló 1987.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir. Rannsókn á Kópavogsþingstað. Meðviðaukum. Kópavogur 1986.
-Íslenskt fornbréfasafn. Fyrsta bindi. Kaupmannahöfn 1857-76.
-Íslenskt fornbréfasafn. Annað bindi. Kaupmannahöfn 1888.
-Íslenskt fornbréfasafn. Níunda bindi. Reykjavík 1909-13.
-Íslenskt fornbréfasafn. Tólfta bindi. Reykjavík 1923-32.
-Kaalund, Kristian P.E. Íslenskir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Reykjavík 1984.
-Lýður Björnsson. „Kópavogur 1936 – 1955.“ Saga Kópavogs II. Frumbyggð og hreppsár 1935 – 1955. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjóri Adolf J.E. Petersen. Kópavogur 1990.
-Magnús Þorkelsson (a). „Af Kópavogsbæjum frá fyrri öldum.“ Saga Kópavogs I. Saga lands og lýðs á liðnum öldum. Safn til sögubyggðarlagsins. Ritstjóri Árni Waage. Kópavogur 1990.
-Magnús Þorkelsson (b). „Þingstaðir í Kópavogslandi.“ Saga Kópavogs I. Saga lands og lýðs á liðnum öldum. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjóri ÁrniWaag. Kópavogur 1990.
-Matthías Þórðarson. „Nokkrar Kópavogsminjar.“ Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1929. Reykjavík 1929.
-Orri Vésteinsson. „Fornleifaskráning og fornleifarannsóknir.“ Fréttabréf safnmanna. 5. árg. 4. tbl. 1996.
-Skipulags- og byggingalög 1997, nr. 73, 28. maí.
-Þjóðminjalög 1989, nr. 88, 29. maí. Með síðari breytingum.
-Þór Magnússon. „Skýrsla um Þjóðminjasafnið 1986.“· Árbók Hins ísl.fornleifafélags 1986. Reykjavík 1987

Kálfadalir

Gengið var frá Stóra-Nýjabæ yfir í Kálfadali, upp Víti og inn að eldborgunum norðan Æsubúða. Kíkt var  eftir hugsanlegum hellisopum á leiðinni. Þaðan var haldið til suðurs að Æsubúðum og um Hvítskeggshvamm niður að Deildarhálsi ofan við Stóru-Eldborg. Gamla þjóðleiðin til Krýsuvíkur var síðan rakin að upphafsstað.
Víti framundanÍ dag er venjulega talað um að landamerki Árnessýslu og Gullbringusýslu hafi legið úr Seljabót um Sýslustein í Kóngsfell. Í öðrum heimildum er getið um að landamerki Árnessýslu og Gullbringusýslu hafi legið um Hvítskeggshvamm. Undir honum hittust, a.m.k. samkvæmt þjóðsögunni, þær Herdís og Krýsa á sínum tíma til að skera úr um landamerki bæja þeirra. Afleiðinguna má sjá á dysjum þeirra kerlinga skammt austar, í Kerlingadal (Kerlingahvammi).
Í dómi Hæstaréttar 1996/2849 segir að „takmörk Ölfushrepps í vestri eru í sjó við Seljarótarnef, þaðan í Sýslustein undir Geitahlíð, þaðan eftir þinglýstri landamerkjalínu í Litla Kóngsfell.“ Hér er rétt að taka eftir heitinu „Litla-Kóngsfell“.
Þegar lagt var af stað frá Stóra-Nýjabæ áleiðis í Kálfadali var ljóst að fá örnefni hafa varðveist á því svæði þrátt fyrir fjölmörg sérkenni og kennileiti. Utan Vegghamra, hamrastandar sem blasa við vestan Geitafells, eru Kálfadalir er liggja upp frá Vegghömrum til norðurs, allt að Gullbringu austan Kleifarvatns, einu örnefnin. Víti er þó í syðri Kálfadal, en svo er nefndur mikill hraunfoss er runnið hefur og storknað í austanverðum Kálfadalahlíðum.
VítiBer og sandorpin hæðardrög liggja þarna samátta öðrum sprungureinamyndunum Reykjanesskagans. Móbergshryggirnir eru táknrænir fyrir eldri bergmyndanir, en millum þeirra má sjá yngri hraungígamyndanir. Litadýrðin er fáu lík; ljósbrún móberg, rauðleitt gjall, grágrýti og berg og öskumyndanir með skörpum skilum. Ofan á þessu trjóna litlar grágrýtisborgir er skotið hafa kolli sínum upp úr íshellu síðasta ísaldarskeiðs. Á kafla er landslagið líkt og ímynda mætti sér að það væri á Tunglinu, enda komu verðandi og einu tunglfarar Bandaríkjamanna á þetta svæði til æfinga áður en haldið var út í geiminn.
Á þessu svæði var einnig tekin fyrsta leikna íslenska stuttmyndin árið 1954, en hluti hennar átti einmitt að gerðast á Tunglinu. Móbergshellar í formynduðum veggjum gefa hugmyndarfluginu lausan taum á stað sem þessum.

Sunnanverð Brennisteinsfjöll

Eitt kennileiti á þessu svæði er hár og breiður grágrýtisstandur; Borgin. Aðrar smærri eru í nágrenni hennar; Smáborgir.  Ein þeirra er tákngervingur jarðskjálfta. Fyrir skömmu stóð þar fallegur grágrýtisstandur, lítill, en eftir jarðskjálftana miklu 17. júní 2000 breyttist hann á örskömmri stundu í óformaða skriðu. Þannig er „standurinn“ nú. Minnir það á sögu þá er Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála sagði eitt sinn er hann og félagar hans úr Grindavík voru að reka fé að Vigdísarvallaréttinni. Þetta var um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Skyndilega reið yfir svo mikill jarðskjálfti að réttarveggirnir hrundu og flöttust hreinlega út. Féð þusti í allar átti svo ekki var annað að gera en að halda heim á leið. Þórkötlungar höfðu þá forgöngu um að byggja nýja rétt í Borgarhrauni (1935), sem enn stendur. Réttin við Vigdísarvelli var lagfærð, en ekki notuð aftur í sama mæli og var. Af þessu tilefni vildi Jón undirstrika að Vigdísarvallaréttin er nú þar sem var bærinn Bali, en Vigdísarvallabærinn sjálfur hafi staðið austar á túninu, líkt og sjá má. Afi Jón bjó á Vigdísarvöllum til síðari hluta aldarinnar, en fluttist þá að Ísólfsskála.

Brennisteinsfjöll sunnanverð - Eldborg efst

Á vesturbrún Kálfadala má sjá hvar fyrrnefndur hraunfoss hefur steypst niður austurhlíðina og síðan runnið til beggja átta í dalnum. Hraunfóðrið entist ekki til að fylla dalina og því er það þarna sem nokkurs konar sýnishorn af því sem verða vildi.
Haldið var yfir hrauntunguna í suðurdalnum eftir fjölfarinni fjárgötu og síðan upp (austur) með henni. Hraunkantinum var fylgt að Geitahlíð norðanverðri. A.m.k. tvö greni voru á leiðinni, auk ops og rásar, sem ókönnuð er. Tekin voru hnit af opinu. Rásin er í sléttu og eldra helluhrauni undir hinu úfna apalhrauni er myndað hefur Víti. Upptök þess áttu eftir að koma í ljós.
Þegar upp á hábrún hraunsins var komið, þar sem hraunið hafði runnið hæst upp að hlíð Geitafells, var haldið eftir fjárgötu austur yfir það og síðan vent til suðurs, áleiðis upp á fellið. Þegar upp var komið blasti dýrðin við.
GeitafellsgigurinnBrennisteinsfjöll eru í einum af fjórum megin eldstöðvakerfum á Reykjanesi og er það kennt við fjöllin. Nær það allt frá Krýsuvíkurbjargi í suðvestri og inn á Mosfellsheiðina í norðaustri. Virknimiðjan í kerfinu er hins vegar í kringum Brennisteinsfjöllin og að Bláfjöllunum, en hvað mest eldvirkni hefur verið í Brennisteinsfjöllunum sjálfum. Eldborg undir Geitahlíð og Eldborgir í Leitarhrauni marka syðri og nyrðri mörk eldstöðva í kerfinu. Síðast er vitað til þess að gosið hafi í Brennisteinsfjöllum laust eftir landnám.
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir ÆsubúðirI:51). Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.
Æsubúðir er grágrýtisdyngja í 386 m.y.s. Gígurinn er austan háhæðarinnar. Frá Æsubúðum er stórbrotið útsýni til norðausturs að sunnanverðum Brennisteinsfjöllum þar sem Eldborgin trjónir efst á gígaröðinni, til austurs yfir ofanvert Herdísarvíkurfjall þar sem hrauntaumarnir ofanverðir leika aðalhlutverkið, til Vestmannaeyja í suðvestri, yfir Klofninganna í suðri og Grindavík, Reykjanes og Eldey í vestri. Hálsarnir í norðvesti liggja þarna flatir sem og höfuðborgin í gegnum Vatnsskað (hið gamla) í norðri. Neðanverðir eru Kálfadalirnir með hraunbreiðunum fyrrnefndu.
Gengið var skáhallt niður af Æsubúðum að ofanverðum Hvítskeggshvammi. Frá honum sést vel yfir Elborgarhraunin. Elborgirnar, Litla- og Stóra-Eldborg, eru friðlýstar. „Samkvæmt heimild í 22. gr laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, hafa [Umhverfisstofnunar] og náttúruverndarnefnd Grindavíkur ákveðið að friðlýsa sem náttúruvætti Stóru – Eldborg og Litlu – Eldborg undir Geitahlíð, Grindavík, ásamt næsta nágrenni.
Mörk hins friðlýsta svæðis eru eftirfarandi:
HvítskeggshvammurAð norðan fylgja þau mörkum hrauns og hlíðar, 200 m austur fyrir nyrstu gíga í gígaröð Litlu – Eldborgar. Þaðan hugsast bein lína í austurhorn hrauntraðar frá Litlu – Eldborg um 225 m sunnan borgarinnar. Síðan bein lína í vestnorðvestur að þjóðvegi, eftir honum að vesturjaðri hraunsins frá Stóru – Eldborg. Að vestan fylgja mörkin hraunjaðrinum.
Eftirfarandi reglur gilda um svæðið:
1. Gjalltaka og mannvirkjagerð er óheimil, svo og hvers konar jarðrask, sem breytir eða veldur skemmdum á
útliti gíganna.
2. Skylt er vegfarendum að sýna varúð, svo að ekki spillist gróður eða aðrar minjar á hinu friðlýsta svæði
umhverfis eldstöðvarnar.
3. Akstur utan vega og merktra slóða er óheimill.
4. Beitarréttindi skulu haldast svo sem verið hefur.
Til undanþágu frá reglum þessum þar leyfi [Umhverfisstofnunar] og náttúruverndarnefndar Grindavíkur. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.“
Stóra-EldborgGengið var niður ofanverðan Hvítskeggshvamm, allt niður á hina gömlu götu, milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, um Deildarháls.
Ein þjóðsagan segir: „Krýsuvík er austastur bær í Gullbringusýslu með sjávarsíðunni, en Herdísarvík er vestastur bær í Árnessýslu. Þetta eru næstu bæir sinn hvoru megin við sýslumótin; hvort tveggja er landnámsjörð og svo að ráða sem sín konan hafi gefið hvorri nafn er þar bjuggu lengi, og hét sú Krýs er byggði Krýsuvík, en Herdís sú er setti bú í Herdísarvík.
Jarðir þessar hafa alla tíð verið taldar með beztu bólstöðum hér á landi og er það ekki að undra, því báðum fylgir útræði, fuglaberg mikið og trjáreki nógur. Á landi áttu báðar jarðirnar veiðivötn ágæt: Krýsuvík mörg í suður og austur frá bænum þar sem hann er nú, en Herdísarvík litla tjörn eina í heimatúni milli sjós og bæjar. Rétt hjá veiðivötnunum átti Krýsuvík starengi mikið og fagurt. Herdísarvík átti aftur á móti ekkert engi, en beitiland svo miklu betra fyrir sauði en Krýsuvík að nálega Útsýni frá Deildarhálsi að Trygghólumtekur aldrei fyrir haga í Herdísarvíkurhrauni; er þar bæði skjólasamt af fjallshlíð þeirri er gengur með endilangri norðurbrún hraunsins og kölluð er Geitahlíð og skógur mikill. Þótt fjarskalöng bæjarleið, hér um bil hálf þingmannaleið, sé milli þessara bæja voru þær Krýs og Herdís grannkonur og var nábúakritur megn á milli þeirra; því hvor öfundaði aðra af landgæðum þeim er hin þóttist ekki hafa, Krýs Herdísi af beitilandinu, en Herdís Krýs aftur af enginu. Svo hafði lengi gengið að hvor veitti annari þungar búsifjar; rak Krýs sauðfénað sinn í land Herdísar, en Herdís vildi aftur ná í engið, og beittust svo þessu á víxl með því landamerki virðast annaðhvort hafa verið óglögg eða engin í það mund.
Þegar þær grannkonurnar eltust meir fóru þær síður að hafa fylgi á framkvæmdum til að ásælast hvor aðra, en ekki var skap þeirra að minna eða vægara fyrir það. Bar þá svo við einhverju sinni að Herdís hafði gengið út í hraun og síðan út með Geitahlíð svo sem leið liggur út í Krýsuvík. En utarlega undir hlíðinni ganga úr henni hæðir Stóra Eldborg og gamla þjóðleiðinnokkrar fram að hrauninu og eru þær kallaðar Eldborgir. Yfir þessar hæðir liggur vegurinn. Þann sama dag er Herdís tókst þessa göngu á hendur fór og Krýs að heiman. Í suður frá Krýsuvík er slétt melgata; er hún nokkuð langur skeiðsprettur suður undir hornið á Geitahlíð, en þegar komið er fyrir það horn blasa Eldborgir við sunnar með hlíðinni og er allskammt þangað undan hlíðarhorninu.
Nú segir ekki af ferðum þeirra grannkvennanna fyrr en Krýs kemur þar á götunni sem hún liggur yfir hina nyrztu Eldborgina, þá kemur Herdís í flasið á henni að sunnan. Þegar þær hittust varð fátt af kveðjum, en því fleira af illyrðum á milli þeirra er hvor um sig þóttist eiga land það er þær stóðu á. Ekki er þess að vísu getið hvernig hvorri um sig hafi farizt orð, en svo lauk að hvor hézt við aðra vegna landadeildarinnar. Lagði þá Krýs það á Herdísi að allur ætur silungur skyldi hverfa úr veiðitjörn hennar, en verða aftur full af loðsilungi, sumir segja öfugugga. En Herdís lagði það aftur á Krýs að allur silungur í veiðivötnum hennar skyldi verða að hornsílum. Enn lagði Krýs það á Herdísarvík að þaðan skyldi týnast tvær Útsýni frá Geitafelli til norðvesturseða þrjár skipshafnir. Herdís mælti aftur það um fyrir Krýsuvík að starengið þar skyldi smásökkva á hverjum 20 árum, en koma upp á jafnlöngum tíma. Eftir þessi ummæli sprungu þær báðar þar sem þær stóðu og eru þær dysjaðar báðar til vinstri handar við götuna þegar riðið er út í Krýsuvík norðan til á Eldborginni nyrztu, og sér dysirnar þar enn; dys Krýsar er það sem nær er Krýsuvík, en Herdísar hitt sem fjær er. Meðan þær voru að mæla hvor um fyrir annari kom að þeim smalinn úr Krýsuvík, en svo brá honum við heitingar þeirra að hann féll þegar dauður niður og er hann dysjaður hægra megin við götuna þar upp undan sem þeirra dys er niður undan svo ekki skilur nema gatan ein. Dys þeirra grannkonanna eru enn kölluð Krýs og Herdís og þar með eru þau kölluð sýsluskil Gullbringusýslu og Árnessýslu, svo eru þau og talin landamerki milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur.“
Í annarri þjóðsögu segir: „
Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.
Útsýni að KrýsuvíkurhúsunumÞað þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík.
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.
Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
KrýsuvíkÞangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.“Krýsuvíkurkirkja
Í enn einni þjóðsögunni segir: „
Herdís og Krýs hétu konur tvær í fyrri daga; þær bjuggu í víkum þeim í Gullbringusýslu sem við þær eru kenndar síðan, Krýs í Krýsuvík, en Herdís í Herdísarvík.
Þar er vatn eitt uppi á heiðunum sem þá var veiði í. Þóktust báðar kerlingarnar eiga veiðina í vatninu og notuðu hana hvor um sig eftir megni.
Einu sinni mættust þær á leiðinni til vatnsins í hrauninu milli víkanna; þar deildu þær út af veiðinni og heituðust og urðu loks sín að hvorum steini. Standa þar steinarnir sinn hvorumegin við götuna í hrauninu, og heitir hinn syðri Herdís en hinn nyrðri Krýs.“
Í Hvítskeggshvammi má finna
sjaldgæfari tegundir ýmssa blómplantna, t.d. fjalldalafífil. skógfjólu, geithvönn og jarðaberjalyng.
Þjóðsagan segir og að „o
far Eldborgar er Hvítskeggshvammur þar sem sagt er að skipið Hvítskeggur hafi verið bundið við festar í bjarginu.“ Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir: „Beint upp af Stóru-Eldborg er hvammur, sem Krýsvíkingar kalla Hvítskeggshvamm, en annarstaðar heitir Hvítserkshvammur eða jafnvel Hvítskeifuhvammur. Hvítskeggshvammur er hann nefndur í Landfr. s. Ísl II, 312, þar sem sagt er frá því, að þar hafi fundizt fleiri lækningajurtir en á nokkrum öðrum stað.“
Þegar skoðaðar eru heimildir um landamerki á þessum stað má t.a.m. sjá að í
lýsingu lögréttumannsins Hálfdanar Jónssonar á Ölfushreppi frá 1703 er að finna eftirfarandi upplýsingar um sýslumörk: „Þessi eru haldin sýslumót milli Árnessýslu og Kjalarnesþings, fyrst er Vilborgarkelda, er liggur á Mosfellsheiði, fyrir vestan Heiðarbæ. Þaðan ræður Laufdælingastígur, í vestur liggjandi eftir heiðinni, allt í nyrðri Lyklafellsenda. Síðan í þann einstaka stein, er stendur við Hellirsheiðarveginn á melnum fyrir sunnan Lyklafell, er kallast Sýslusteinn. Þaðan í það stóra bjarg, er liggur við veginn í Ólafsskarði. Síðan sjónhending í Hvítskeggshvamm, fyrir sunnan Geitahlíð, milli Herdísarvíkur og Krýsivíkur.“
Krýsuvík 1810n Vestmann, prestur í Vogsósum, lýsir takmörkum Strandarsóknar á eftirfarandi hátt árið 1840: „Takmörk Strandarkirkjusóknar í Selvogi að austanverðu er Viðarhellir við sjó, sem er suðurhafið. Þaðan upp eftir Selvogsheiði, sem er hólvaxin, breið um sig, klettalaus, með góðum högum í lágum og brekkum, en mosavaxin á hæðum. Þaðan upp í Geitafell, sem stendur upp úr aðalfjallgarðinum, er liggur einlægur strandlengis ofan frá jöklum og vestur fyrir Krýsuvík. Geitafell er hátt, ílanghnöttótt, óbrunnið, með skörpum brúnarklettum, blásið að norðan og austan, en skriðurunnið að sunnan og vestan. Þaðan eru téð takmörk upp í Heiðina háu, sem er afréttur Selvogssveitar, Þórlákshafnar og vestustu bæja í Hjallasókn. Þessi heiði er hátt, breitt, ávalt fjall, gnæfir upp úr fjallgarðinum, blásið í grjót og berg að norðan, en sunnanvert með góðum fjallhögum í lágum og brekkum, en mosabörð með standklettum, hKrýsuvík 1886álfeldbrunnum, þar á milli. Þaðan er takmark þvert vestur í Kóngsfell, sem hefur nafn af því, að fjallkóngur í Selvogi skipti þar á haustum fólki í fjárleitir. Þaðan sjónhendingu vestur til Brennusteinsfjalla. Þau eru langur og hár fjallsás upp úr aðalfjallgarðinum. Á þeim er Kistufell, tilsýndar sem kista. … Takmark Strandarsóknar til vesturs er stefna úr téðum fjöllum suður á fjallsbrún vestanvert við Lyngskjöld, sem er óbrunninn blettur yst í Herdísarvíkurfjalli. Þaðan stefnu fram í Sýslustein við alfaraveg. Þaðan fram á Seljanef við sjó. Eru þetta og svo takmörk Gullbringusýslu og Krýsuvíkursóknar að austanverðu. Hennar takmörk að norðan: Vestari partur
Brennusteinsfjalla allt vestur í Kleifar, norðan til við Kleifarvatn. Þaðan til útsuðurs fram eftir Vigdísarhálsi fram á Núphlíð, sem hvervetna eru blásin að norðvestanverðu, en grösugri móti suðaustri, þó mikið skriðurunnin, samt með góðum högum. Loksins liggur takmark Krýsuvíkursókna til sjávar á Selatöngum, útveri frá Krýsuvík.“
Frá Deildarhálsi var gömlu götuni fylgt vestur með sunnanverðri Geitahlíð. Hún sést þana mjög vel og víða eru vegkantar lagaðir. Líklegt má telja að þarna hafi verið fyrsti akvegur sjálfrennireiðarinnar millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og að gamla þjóðleiðin hafi verið löguð til þess at arna.Vegurinn hefur verið lagaður fyrir 1943 er jarðýtur voru notaðar til að gera vegstæði núverandi þjóðvegar, endurbættan. Hann getur því ekki talist til fornleifa, en vel má lögjafna hann til þess ígildis – til framtíðar litið.
Vormót Hraunbúa í Krýsuvík - 2007. Guðni Gíslason í forgrunniVegurinn hverfur á kafla, e
n birtist síðan að nýju skammt norðaustan núverandi þjóðvegar. Suðvestan hans hefur vegurinn verið eyðilagður vegna vangár starfsfólks Fornleifaverndar ríkisins. Skammt vestan þeirrar vangár sést hann enn á ný og nú með stefnu að Krýsuvíkurbæjunum.
Vormót Hraunbúa var í fullum gangi undir austanverðu Bæjarfelli þegar FERLIR bar að garði. Guðni Gíslason, mótsstjóri, tók fagnandi á móti þátttakendum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Hálfdan Jónsson, “Descriptio Ölveshrepps anno MDCCIII.” Árnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Reykjavík. 1979, s. 250.
-Jón Vestmann, “Selvogsþing (Strandar- og Krýsuvíkursóknir).” Árnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Reykjavík. 1979, s. 211.
-Friðlýsing – Stj.tíð. B, nr. 622/1987. Menntamálaráðuneytið, 10. desember 1987.
-Jón Árnason I – 459.
-Þjósagnasafn Jóns Árnasonar.

Víti

Víti framundan.

 

 

Herforingjaráðskort

Upp úr aldamótunum 1900 var lagður grunnur að þeim mælingum hér á landi sem stór hluti korta af Íslandi hefur byggst á til þessa.

Herforingjaráðskort

Mælingamenn við Kirkjuvog í Höfnum.

Danska hermálaráðuneytið gaf út tilskipun til landmælingadeildar herforingjaráðsins um að leggja grundvöll að nýjum landmælingum og kortagerð á Íslandi. Þetta mikla verkefni stóð yfir í 27 sumur á árunum 1900 til 1940, þar með talinn allur undirbúningur. Árið 1928 var danska landmælingastofnunin Geodætisk Institut stofnuð og leysti hún herforingjaráðið af hólmi með Íslandsmælingarnar.

Herforingjakort

Herforingjarðaskort – Seltún í Krýsuvík 1908.

Í lok Heimsstyrjaldarinnar síðari höfðu Danir, á grundvelli framangreindra mælinga, gefið út Atlaskort í mælikvarða 1:100 000, alls 87 kortblöð sem þekja allt landið. Að Atlaskortagerðinni stóðu 70 landmælinga- og kortagerðarmenn og um það bil 300 aðstoðarmenn, íslenskir og danskir. Þessi kort ásamt fleirum má sjá í Kortsjá og sækja í Kortasafn Landmælinga Íslands.

Hafnarfjörður

Herforingjaráðskort – Hafnarfjörður 1902.

Dönsku landmælingamennirnir gerðu uppdrátt af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum sem sjá má í Kortasjánni. Gerð uppdráttanna fór fram á tímabilinu 1902-1920.

Þá er að finna í Kortasjánni nokkuð af ljósmyndum sem dönsku landmælingamennirnir tóku í upphafi síðustu aldar, flestar frá árunum 1900 til 1910. Myndirnar bárust í stórri gjöf frá dönsku landmælingastofnuninni til Landmælinga Íslands vorið 1985. Ljósmyndirnar voru á glerplötum og myndaspjöldum, flestar þrívíddarmyndir/steriomyndir og um 70 myndir voru í tví- eða þrítökum svo að heildarfjöldi myndanna telst vera 594 myndir.

Heimild:
-https://www.lmi.is/is/landupplysingar/soguleg-gogn/soguleg-gogn

Herforingjaráðskort

Herforingjarnir dönsku í náttstað. Mikill farangur fylgdi mælingaflokkunum.

Leynir

Leynidalir eru í hraunklofa ofan við Þórðarvík mitt á milli Hvaleyrar og Straums. Ofan við víkina er Hellnahraun en við hana vestanverða er (var) Bruninn (Kapelluhraun). Upp með honum lágu landamerki Hvaleyrar, Þorbjarnarstaða og Lambhaga í Hraunum – upp í gegnum Leynidali. Neðanvert í þeim er Hellnahraun, en í þeim ofanverðum er lágbruninn. Línan liggur (lá) upp með Brunahorninu Neðra um þessa dali, í beina stefnu á Grænhól. Þar á millum má enn sjá gamlar merkjavörður. Sú neðsta, Stóravarða, er fast austan við Reykjanesbrautina.

Skjól

Þegar upp á Grænhól var komið lá línan áfram inn á Brunann og í hann austanverðan í Brunatorfum, allt að Efstahöfða á mörkum Straums og Garða.
Handan við Brunahornið-Neðra, ofan og utan þess og Grísaness, voru Grófirnar í landi Hvaleyrar. Þær eru í Hellnahrauninu. Í þeim voru nokkur skjól og sjást a.m.k. tvö þeirra enn. Grófunum verður gerð betur skil hér á eftir.
Í Leynidali lá Leynisstígur yfir Brunann frá Þorbjarnarstöðum ofan við Gerði. Birki óx í dölunum. Fé sótti þangað yfir svo hlaðin voru þar smalaskjól, eitt á klettastandi og annað í hraunsprungu. Til langs tíma mátti sjá hlaðið skjólið á standinum, en fyrir stuttu hefur einhver verktakinn (væntanlega með leyfi hlutaðeigandi yfirvalda) gert sér að leik að brjóta klettastandinn niður sem og skjólið, án sýnlegs tilgangs. Eftir standa í Leynidölum leifar stígsins, markavörðurnar og annað smalaskjólið. Sennilega fær það að vera óskemmt um tíma því erfiðara er að koma auga á það en hitt sem á standinum var.
LandamerkjavarðaÍ örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri segir m.a.: „Þórðarvík, er þar við brunann. Hér upp frá sjónum er allúfið brunahraun, sem heitir Hvaleyrarhraun eða Hellnahraun. Upp frá Þórðarvík opnast dalir, er ganga þaðan inn í hraunið, og heita þeir Leynidalir. Þeir eru innan til við hæsta brunann. Austur af þeim, rétt innan við lága brunann, er hóll, sem nefndur er Grænhóll.“
Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: „Norðurtakmörk ofannefndrar jarðar er, samkvæmt máldaga Hvaleyrarkirkju frá 15. öld, norðurbrún Nýjahrauns milli fjalls og fjöru. Af þessari landareign á hver jörð sitt umgirta tún, en utantúns á Þorbjarnarstaðir 3/4 en Stóri-Lambhagi 1/4.“ (Bréfið dags. í Hafnarfirði 1890.)
„Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól.“
VarðaOg þá yfir að Grófunum – handan (norðaustan) við Leynidali. Þær eru einnig geil upp í úfnara hraun (Hellnahraunið yngra) líkt og Leynidalir eru í Brunanum, bara ofar. Niður á Grófirnar kemur Hrauntungustígur. Varða er við stíginn þar sem hann kemur niður af nýrra hrauninu. Önnur varða var áður skammt ofar, á brunabrúninni, en henni var velt um koll þegar núverandi rafmagnslína var lögð. Raskið, sem henni fylgdi, fjarlægði Hrauntungustíg á kafla, en hann kemur aftur í ljós handan við Krýsuvíkurveginn. Þar er steinn á háum steini við stíginn.
Þar sem Hrauntungustígurinn kemur niður til norðurs, niður í Grófirnar, eru skammt utar tvö skjól, Grófarhellir að austan og fjárskjól að vestan. Fyrirhleðslur eru við bæði skjólin. Í því vestara má sjá hvar sléttar hraunhellur standa enn fyrir fyrrverandi þaki. Skjólið er um 12 metra langt, en grunnt og lágt.
VarðaGrófarhellir er hins vegar hið ágætasta skjól enda hafa börn notað það til leikja. Skjólið nýtist vel fyrir austanáttinni (rigningaráttinni). Á veggjum má einnig sjá sléttar hellur fyrir þak. Þegar inn fyrir opið er komið er ágæt rými til beggja handa.
Í örnefnalýsingu fyrir Ás segir m.a.: „Bliksteinsháls og Bliksteinsstígur eru einnig nöfn, sem hér eru viðhöfð. [Landamerkja]Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól. Hann var eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú saman hruninn. Í örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri er hann nefndur Grófarhellir, en þar mun hafa verið átt við annað skjól í sjálfum Grófunum stutt frá Hrauntungustígnum.
FjárskjólÍ Dalnum liggur Hrauntungustígurinn upp á Hamranes og áfram inn að Stórhöfða þar sem hann beygir til suðurs inn á hraunin, áleiðist upp á Undirhlíðaveg ofan við Hrútagjá.
Þaðan [frá Ási í vestur] liggur aftur á móti Skarðsstígurinn upp í svonefnt Skarð á Ásfjallsöxl vestari. Skarðsvarðan var þarna, sem einnig nefndist Hádegisvarða og Hádegisskarð skarðið. Hér um rann féð til beitar suður á Grófirnar, Bláberjahrygg og Vatnshlíðina. Hellishraun, svo var hraunið í Hellisdal einnig nefnt.“
Í fornleifaskráningum, gömlum og nýjum, hefur Leynidölum og Grófunum jafnan verið ruglað saman sem og minjunum, sem í þeim eru. Skárra er þó að vita af vitleysunni s.s. í Grófunum, en vanskráningunni í Leynidölum því þar hafa aðilar komist upp með að ganga að vild á fornleifar sem þar eru (voru). Reyndar hafa fornleifarnar í Grófunum ekki heldur farið varhluta af þeim, sbr. Grísanesskjólið sem og annað „ómerkilegra“ fjárskjól, sem var þarna skammt norðvestar. Það fór undir athafnasvæði Sorpu fyrir nokkrum misserum síðan.
GrófarhellirEins og sjá má er enn að finna leifar af gamla bændasamfélaginu inni á milli hraunbrúnanna í næsta nágrenni við þéttbýlið, en segjast verður eins og að ráðamenn virðast bera óvenjulitla virðingu fyrir slíkum leifum þegar á hólminn er komið. Hversu léttvæg sem sérhver fornleif kann að vera er hún jafnan hluti af heildar búskaparsögu svæðis – og ber að varðveita sem slíka.
Annars væri það áhugavert viðfangsefni fyrir einhvern fornleifafræðinema við Háskólann að gera rannsókn og skrifa ritgerð um áreiðanleika fornleifaskráninga. Niðurstaðan myndi án efa þykja áhugaverð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Ás, Hvaleyri, Lambhaga, Straum og Þorbjarnarstaði.

Leynir

Leynir – loftmynd.

Nýjaland

Enn og aftur var haldið inn á Krýsuvíkursvæðið í leit að seljatóftum, sem tilgreindar hafa verið í gömlum heimildum. Að þessu sinni var haldið í Hvamma undir Hverahlíð, en svæðið, sem er sunnan við Kleifarvatn, er á fyrirhuguðu virkjunarsvæði Hitaveitu Suðurnesja. Í örnefnalýsingum má ætla að Hvammahryggur hafi verið hæðargarðurinn austan við Hvamma, en öllu sennilegra er hann melhryggurinn vestan við þá. Hæðarhryggurinn austan við Hvammana hefur jafnan verið nefndur Ásar og ná þeir til suðurs utan (suðaustan) við Austur-Engjar.
Í raun var um tímamóta FERLIRsferð að ræða því hér birtist 1000. ferðalýsingin. Alls hafa verið farnar 1269 FERLIRsferðir frá upphafi svo aðrar óinnfærðar lýsingar bíða betri tíma.
StekkurÍ Hvömmum hefur vestari hlutinn einnig verið nefndur Nýjabæjarhvammur, en sá austari Selhvammur. Þar eru nú „hnakkageymslur“ hestamanna. Grasbalar þar hafa verið sléttaðir og litlum húsum komið þar fyrir. Hafi verið tóftir í hvamminum eru þær horfnar. Um hvamminn rennur Sellækur. Vestan við Nýjabæjarhvamm er Nýjaland sbr. eftirfarandi:
„Svo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan að vatninu, virðist sem fjöll þessi nái saman, við norðurenda vatnsins. [Þar heitir Vatnsskarð.] Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum og skal því ekki farið út í þá sálma hér, enda ekki leikmönnum hent að leggja þar orð í belg.
Sá hluti af Krýsuvíkurveginum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið innra og fremra). Misvöxtur vatsnins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og frema, og kallast tangi sá Rif.

Gerði eða rétt ofan við Nýjaland

Vestan við fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vestur-Engjum og í Seltúnshverunum, en smálindir koma þó í hann að Austur-Engi, úr Hvömmunum og Lambafellum.
Svo er landslagi háttað, að Fremralandið er miklu lengur slægt en hið Innra og nemur sá tími einatt nokkrum sumrum og eins og áður er lauslega vikið að, má í góðu grasári heyja um 600 hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið er svo þorrið, að unnt er að slá þau bæði. ekki er það fátítt að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnar há, því að oftast nær flæðir Ósinn yfir að vetrarlagi, hvað sem vexti Kleifarvatns líður.
Hverir eru í vatninu og sést hvar reyki nokkura leggur upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður.
„Þegar lítið er í vatninu“ var jafnan farið með því, þá er sækja þurfti til Hafnarfjarðar áður fyrr, liggur sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveifluháls. Var sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan „með hlíðum“, enda liggur bílvegurinn þar nú.“

Hugsanlegt sel í Nýjabæjarhvammi

Gengið var út með „Hvammahrygg“ og stefnan tekin upp á hálsinn er skilur undirlendið frá Austur-Engjunum austan og suðaustan Stóra-Lambafells. Þegar yfir hálsinn var komið er þar Seljamýrin eða Nýjabæjarengi, stundum nefnt Þrætuengi. Leitað var minja á svæðinu. Ekki fundust þar hús, en hleðsla allnokkur (ferhyrnd), sennilega leifar stekks, eru þar á hæð. Húsin hefðu þá átt að vera neðar og sunnar, en Austurengjalækurinn (Grófarlækurinn) hefur brotið allnokkuð af landinu. Líklegra má ætla að hús hefðu verið austar og við ferskvatnslæk, en hafi svo verið, munu moldir úr hlíðunum hafa fært þau í kaf. Þá má jafnvel áætla að engin varanleg hús hafi verið þarna því bæði er stutt til bæja (u.þ.b. 40 mín. gangur) og enn styttra yfir í selið á Seltúni (u.þ.b. 10 mín gangur). (Sjá meira HÉR).
Gengið var niður með Stóra-Lambafelli til norðurs og vesturs. Þegar niður var komið blasti þar við ferhyrnt gerði. Sennilega hefur það verið gerði eða rétt, torfhlaðið að hluta, frá 19. öld eða byrjun 20. aldar. Gerðið er við fjölfarna götu frá Vestur-Engjum inn í Hvammana.
Lóan og spóinn léku við hvern sinn fót.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Ósinn (Seltúnslækur)

Leynihver

Haldið var í Hrútargjárdyngjuhraun í leit að Leynihver. Þótt hverinn komi upp úr u.þ.b. 5400 ára gömlu hrauninu hefur nýrra hraun, ca. 2200 ára, runnið yfir það og fyllt með þunnu lagi upp í lægðir og gjár. Upp úr því hrauni gægist augað, sem myndað hefur Leynihver, stakan gufuhver.
KöldunámurVindur blés ljúflega undan sól í suðri svo gengið var af stað heldur norðar en ætlunin var að leita, enda eins gott því hverinn fannst á lyktinni. Erfitt væri að finna hann ella. Hverinn kúrir undir háum apalhraunvegg. Lítil varða er ofan við hveraaugað. Á nokkrum stöðum má sjá gufu streyma upp um lítil op og sumsstaðar má sjá gulan brennisteininn.
Í Landfræðissögu Íslands, bindi II, bls. 84-94, fjallar Þorvaldur Thoroddsen um Gísla Magnússon sýslumann Rangvellinga frá 1659. Gísli var einnig nefndur Vísi-Gísli sökum kunnáttu sinnar. Hann var hinn fyrsti lærði náttúrufræðingur á Íslandi og fór vítt um landið til þess að rannsaka steina og málma. Árið 1647 fékk Gísli á alþingi einkaleyfi til brennisteinsnáms. Á bls. 87-88 í bókinni segir „ Í bréfi dagsettu á Bessastöðum 4. sept. 1619 (það ár getur reyndar ekki staðiðst þar sem Gísli var ekki fæddur fyrr enn 1621, ártalið hlýtur að vera einhverntíma í kringum 1650) ritar Gísli Magnússon Birni syni sínum, er þá var við nám í Kaupmannahöfn, á þessa leið: „Þann brennistein, sem hér er að fá, hefi ég látið upptaka í sumar, sem er fáeinar lestir, svo sem fyrir lítið skip barlestarkorn; ég hefi látið leita í öllum Suðurfjöllum, ég hefi látið leita hjá Keilir og Móhálsum og var þar ei nema á 12 hesta að fá, item hefi ég látið leita á Reykjum í þeim öllum fjöllum, einnig í Henglafjöllum …“

Leynihver

Miðað við lýsinguna hefur Gísli væntanlega sótt brennistein í Hverinn eina neðan við Sogin, undir Núpshlíðarhálsi. Þá gæti hann einnig hafa skoðað Köldunámur í Sveifluhálsi sem og Leynihver í hrauninu þar skammt vestar. Sá hver er á fárra vitorði, en myndar enn brennisteinsútfellingar því jarðhiti er þar meiri en í hinum hverunum tveimur.
Í umsögn Náttúrufræðistofu vegna rannsóknarleyfis fyrir Hitaveitu Suðurnesja í Krýsuvík 2006 er m.a. minnst á Leynihver, sbr.: „Í skýrslu ÍSOR eru nefnd þrjú borsvæði á Krýsuvíkurrein. Austurengjahver, Köldunámur og Hveradalir en einnig er merktur 15 km2 reitur „… ef einhvers staðar innan hans skyldi finnast vinnsluhæfur jarðhiti. Á þessum reit er mestallur jarðhiti í Krýsuvík….“ Ekki er ljóst af hverju þessi reitur er tekinn fram, en innan hans eru Austurengjahver og Hveradalir. Ef ætlunin er að hafa „frjálsar hendur“ með boranir innan þessa reits verður það að teljast fullkomlega óeðlilegt. Krýsuvík er mjög fjölsóttur ferðamannastaður og svæðið nýtt til útivistar. Ennfremur eru þarna staðir sem eru verndaðir skv. náttúruverndarlögum og nokkrir eru á náttúruminjaskrá.“

Gná yfir Leynihver

Skýrslan er í raun dæmigerð fyrir umsagnaraðila varðandi fyrirhugaðar jarðhitarannsóknir í Krýsuvík. Allt svæðið er lagt undir og væntanlega á litlu sem engu að þyrma þegar upp verður staðið.
Í MBL í september 2007 segir t.d. um fyrirhugaðar rannsóknarboranir: „Hitaveita Suðurnesja hefur átt fund með Skipulagsstofnun þar sem kynnt voru alls sex svæði á Reykjanesskaga þar sem HS fyrirhugar borun rannsóknarholna. Svæðin eru við Trölladyngju, Köldunámur, Austurengjahver, Hveradali í Krísuvík, Sandfell og Eldvörp.“ Öll þekkja jú umgengni HS í Sogunum. Og fyrrnefnd umsögn um virkjunarkostina ætti enn að auka áhyggju fólks af því sem koma skal – ef virkjunarsinnar fá einhverju ráðið.
Í skýrslu um jarðhitakosti, Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, hér á landi segir Kristján Sæmundasson m.a. um Leynihver: „Í Köldunámur heita vestan í Sveifluhálsi langt norður frá jarðhitanum í Krýsuvík. Þar skammt vestur af eru gufuaugu í hraunbolla og nokkur brennisteinn (Leynihver), en í hlíðinni [Köldunámur] köld jarðhitaskella. Gipsmulningur sést sem bendir til að þar hafi einhvern tíma verið brennisteinshverir.“
Köldunámur virðast kólnaðar við fyrstu sýn, en þegar komið er upp í námusvæðið er augljóst að undir niðri kúrir hiti, enda má bæði heyra og finna hann á lyktinni – þrátt fyrir gnauðið í Gná.
Frábært veður gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Kristján Sæmundsson.

Í Leynihver

Straumsselsstígur

Gengið var eftir Straumsselsstíg ofan við Þorbjarnastaði og honum fylgt til suðurs upp í Flár. Þar var strikið tekið til vesturs að Gvendarbrunni og Alfaraleiðinni síðan fetuð til norðurs, að Straumsselsstíg.

Straumsselsstígur

Straumsselsstígur vestari – skotbyrgi.

Straumsselsstígur er enn greinilegur. Hann er gróinn í hrauninu og því tiltölulega auðvelt að fylgja honum áleiðis upp að Selhrauni og áfram upp í selið. Að þessu sinni var stígnum fylgt yfir Alfaraleiðina og upp í svonefndar Flár, nokkuð slétt hraun norðan við Selhraun. Á klapparhrygg við stíginn er hlaðið byrgi refaskyttu. Frá byrginu sést vel yfir Flárnar. Refaskyttan hefur getað greint hvern þann ref, sem leið átti niður úr ofanverðu hrauninu í átt að byggðinni í Hraunum. Slík byrgi eru við flest grenin á Reykjanesskaganum. M.a. er mjög svipað byrgi við efri Straumsselshella. Það er hlaðið úr réttarveggnum, sem þar var. Byrgið mun vera hlaðið af Jónasi Bjarnasyni og félögum er þeir voru við tófuveiðar í Almenning skömmu eftir miðja síðustu öld. Svo mun einnig vera um byrgið við Straumsselsstíginn og byrgið við Sléttugrenin norðan við Sauðabrekkugjá. Fallegasta og jafnframt heillegasta byrgið er þó á hraunsléttunni norðvestan við Búðarvatnsstæðið, auk refagildru norðan Húsfells..

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur.

Hrauninu var fylgt til vesturs norðan við Selhraun, að Gvendarbrunni á mörkum Óttarsstaða og Lónakots. Brunnurinn er við Alfaraleiðina, hina gömlu þjóðleið milli Innnesja og Útnesja. Segir sagan að Guðmundur góði biskup hafi vígt brunn þennan líkt og nokkra aðra á Reykjanesi, nefnda eftir honum, s.s. við Voga, í Arnarnesi og í Hólmshrauni. Skammt norðvestan við brunninn er hlaðið fjárskjól undir hraunvegg. Girðingin á mörkum Óttarsstaða og Lónakots liggja við brunninn er má enn sjá undirhleðslur hennar alveg að mörkum Óttarsstaða og Krýsuvíkur uppi í Almenning.
Alfaraleiðin gamla var gengin að Straumsselsstíg og hann síðan að upphafsstað. Fallegar vörður eru við gömlu götuna sem og gatnamótin. Skammt austan þeirra er varðan á Miðmundarholti; Miðmundarvarða, eyktarmark frá Þorbjarnastöðum.
Frábært veður. Gangan tók 50 mín.

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Suður-Reykir

Bæjarheitið Reykir eru til víða um land. Hér verður fjallað um Reyki í Mosfellssveit. Á upplýsingaskilti við bæinn er eftirfarandi áletrun: „Sambyggð íbúðarhús á Reykjum voru byggð á árunum 1909 og þar á eftir. Þau eru nú horfin. Útihúsin voru byggð á árunum 1927-1929. Íbúðarhúsið (til vinstri á myndinni) sem fyrr var reist (1909) fékk hitaveitu sama árið og það var byggt. Það var fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi sem hitað var upp með heitu vatni. Hitt íbúðarhúsið var reist á árunum 1923-1925.
SkiltiÁ Reykjum var fyrsta upphitaða gróðurhús á Íslandi reist, á árunum 1922-1923, og sjást rústir þess enn. Árið 1943 var hafist handa við að dæla heitu vatni til Reykjavíkur frá Reykjum og dælustöð byggð skammt neðan við Reykjalund. Erlendur her hafði mikil umsvif í landi Reykja á stríðsárunum og var hér m.a. bæði rekið þvottahús, veitingaskáli og kvikmyndahús fyrir hermennina.
Winston hurchill forsætisráðherra Breta kom í heimsókn til Íslands árið 1941 en þá var landið hersetið af breskum her. Churchill kynnti sér m.a. ylrækt á Reykjum.
Á Reykjum (Suður-Reykjum) hefur löngum verið stórbýli og hér var fyrrum kirkja helguð Þorláki helga en hún var lögð niður með konungsbréfi árið 1765. Jörðin var áður nefnd Suður-Reykir og í landi hennar er eitt mesta jarðhitavsæði í nágrenni Reykjavíkur. Á Reykjum hófst jarðhitanotkun snemma á 20. öld og segir sagan að prestur sveitarinnar hafi komið hingað til að sjá mannvirkjagerðina og haft á orði að menn ættu að fara varega í að dæla heitu vatni úr iðrum jarðar, maður vissi ekki hvaðan það væri ættað“.

Mosfellsbær

Suður-Reykir – skilti.