Úlfljótsvatnskirkja

Stefnan var tekin að Úlfljóstvatni með það fyrir augum að skoða nokkra staði er getið er um í heimildum, s.s. Brynkastein, Borgarvíkurhelli (fjárskjól), refgildru og gamlar leiðir í nágrenni við bæinn.
BrynkasteinnNorðan við Heiðartjörn sunnan Úlfljótsvatns er stór steinn á heiðinni skammt frá fornri þjóðleið, sem enn sést glögglega í móanum. Tveir aðrir minni steinar eru við þennan þjóðsagnakennda stein. Lóa hafði verpt fjórum eggjum við gömlu götuna.
Leið þessi liggur norður yfir heiðina á milli Bíldsfells og Úlfljótsvatns, austan við Heiðartjörn. Leiðin er allt að 3 m á breidd þar sem mest er og 0,3 – 0,6 m djúp. Hún skiptir sér í a.m.k. 2 rásir á kafla. Nýlegur malarvegur þverar leiðina skammt norður af Heiðartjörn. Þar eru krossgötur þar sem önnur fornleið beygir af í átt að Keramýri (líklega í átt að ferjustað á sunnanverðu vatninu.
Brynkasteinn er nú milli tveggja rafmagnsstaura. „Hann hefur verið nefndur Brynkasteinn síðan 1898, kenndur við Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi. Hann var þá barnakennari á Bíldsfelli og fór til messu á Úlfljótsvatni í miklum snjó og ófærð. Komst hann að steini þessum, en var þá með öllu uppgefinn.

Kirkjuklif

Samferðamenn hans, sem voru tveir, skildu hann þá þarna eftir, en fóru sjálfir alla leið að Úlfljótsvatni, fengu sleða og drógu hann á honum til kirkjunnar“, eins og segir í örnefnalýsingu fyrir Úlfljótsvatn. Steinninn er um 3 x 3 m stór og 2,5 m á hæð. Minnir hann nokkuð á hús með burst.
Skammt norðvestar, efst á hól austanvert í Hádegisholti, er eyktamark, um 70 m vestur af malarvegi. Þetta er varða úr grjóti, 1,3 x 1,7 m (ANA – VSV) og 0,7 m há.
Eyktarmarkið er nokkuð fallið. Neðstu steinarnir eru mosavaxnir.
Þá var haldið í Borgarvík vestan við Úlfljótsvatn eftir viðkomu við kirkjuna. Saga er til tengdu einu leiðanna í kirkjugarðinum, en hún var ekki rifjuð upp að þessu sinni. Í brekkunni gegnt kirkjunni að vestanverðu má greinilega sjá forna götu liggja þar upp klif; Kirkjuklif.

Borgarvikurhellir

Leiðin liggur rétt ofan við kirkjuna og neðan við núverandi malarveg og upp á hálsinn. Í örnefnalýsingunni segir: „Kirkjuklif heitir brekkan, þar sem gatan liggur upp frá bænum upp á þjóðveginn.“
Þá var komið í Borgarvíkurdal. „Borgarvíkurdalur heitir slétt harðvellisflöt vestast í Borgarvíkinni og brattar hæðir til beggja hliða. Borgarvíkurhellir er vestast í Borgarvíkurdalnum að sunnanverðu. Hann var til forna notaður fyrir fjárskýli. Þar sjást enn nokkur mannaverk.“
Engar hleðslur sáust við skoðun né nokkur önnur mannaverk. Hellirinn er innlangur, þröngur og hár; ágætt skjól fyrir nokkrar skjátur. Hugsanlega eru öll fyrrum ummerki komin á kaf í sand eða áfok, sem sjá má á vettvangi. Hellirinn er í mjög áberandi sandsteinskletti sem er sprunginn eða klofinn á nokkrum stöðum.

Gildruholl

Gengið var upp á Gildruhól skammt norðan þjóðvegarins á mörkum Úlfljótsvatns og Villingavatns. Girðing liggur austan hólsins, sem er aflöng lág hamraborg, nokkuð slétt að ofan. Efst á Gildruhólnum norðanverðum er  refagildran, sem hóllin dregur nafn sitt af. Gildran er óheilleg og að nokkru komin í mosa. Opið hefur trúlega snúið mót VSV. Gildran er nær horfinn í mosa. Hún er byggð úr hellum sem mynda einkonar göng frá opi inn í endann (þar sem agnið hefur trúlega verið sem lokaði fyrir opið þegar refurinn var kominn inn).  Um 7 m suður af gildrunni er varða; um 0,8 – 0,9 m í þvermál og 0,4 m há. Hún er fallin að hluta. Neðstu steinarnir eru vaxnir mosa. Varða þessi hefur væntanlega varðað refagildruna.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Valdimar Briem. „Æfisaga Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi.“ Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1915. Reykjavík 1916.
-Örnefnaskrá. Úlfljótsvatn. Handrit 1944. Örnefnastofnun Íslands.

Brynkasteinn

Brynkasteinn.

Heiðmörk

Bautasteinar eru ekki margir hér á landi. Til forna þótti þó tilhlýðanlegt að reisa höfðingjum slík minnismerki að þeim látnum.
Bautasteinn Hákons BjarnasonarBautasteinar voru einnig notaðir sem leiðarmerki og gegndu sama hlutverki og vörður hér á landi, eða til minningar um tiltekinn atburð. Legsteinar hafa og verðir gerðir sem bautasteinar. Þá er það jafnan haft fyrir sið að tala um að einhver reisi sér eða öðrum bautastein þegar hann fer af stað með tiltekna framkvæmd, þ.e. að framkvæmdin eigi að verða honum til merkisminnis.
Orðið BAUTA  er samstofna beatan á ensku og botzen á þýsku. Í Íslenskri Orðabók Menningarsjóðs segir að orðið „bauta“ merki að „slá“. Karlkynsorðið „bauti“ merki bautasteinn eða legsteinn. Farbauti og hylbauti eru einnig gömul líkindaorð um ráðendur. Snorri notar orðið oftar en einu sinni í Heimskringlu [bautaðarsteinn] sem steinminnismerki til forna í Svíþjóð og Danmörku, í tvennum skilningi. Í Hávamálum segir m.a.: „sjaldan bautarsteinar standa brautu nær, nema reisi niðr at nið“. Vísar það til þeirra steina er varða alfaraleiðina líkt og í Róm til forna. Þá kveður og að með sama hætti: „her skal standa steinn ‘ naer brautu;’ or, má eigi’ brautar-kuml’.“

Bautasteinn Guðmundar Marteinssonar

Gamlir vegir í Svíþjóð  virðast hafa verið varðaðir með slíkum „bautasteinum“, allt til þessa tíma, þótt margir hafi þeir fallið og grafist undir yfirborðið. Þúsundir eru þó enn þekktir þar í landi.  Orðið „bautasteinn“ var einnig notað um minnismerki er reist voru vegna virðingar vina og vandamanna á látnum manni eða konu, hvort sem um var að ræða af eðlilegum ástæðum, í stríði, á sjó eða vegna veikinda. Í einstaka tilvikum voru þeir reistir vegna dálætist á lifandi fólki. Venjulega voru þeir þó grafsteinar. Margir voru einnig minnismerki um fólk, sem lést í fjarlægari löndum, þ.e. minnismerki sbr.; „þá skyldi brenna alla dauða menn ok reisa eptir bauta-steina, en síðan er Freyr hafði heygðr verit at Uppsölum þá görðu margir höfðingjar eigi síðr hauga en bautasteina. Svíar tóku lík hans ok var hann brendr við á þá er Skúta heitir, þar vóru settir bautasteinar hans.“ Sagnirnar eru frá 9. og 12. öld.
Bautasteinn Einars G. E. SæmundssenÍ Heimskringlu segir m.a. um Vanlanda: „Vanlandi hét son Svegðis, er ríki tók eptir hann ok réð fyrir Uppsala auð; hann var hermaðr mikill, ok hann fór víða um lönd. Hann þá vetrvist á Finnlandi með Snjá hinum gamla, ok fékk þar dóttr hans Drífu. En at vári fór hann á brott, en Drífa var eptir, ok hét hann at koma aptr á þriggja vetra fresti; en hann kom eigi á 10 vetrum. Þá sendi Drífa eptir Huld seiðkonu, en sendi Vísbur, son þeirra Vanlanda, til Svíþjóðar. Drífa keypti at Huld seiðkonu, at hon skyldi síða Vanlanda til Finnlands, eða deyða hann at öðrum kosti. En er seiðr var framiðr, þá var Vanlandi at Uppsölum; þá gerði hann fúsan at fara til Finnlands, en vinir hans ok ráðamenn bönnuðu honum, ok sögðu at vera mundi fjölkyngi Finna í farfýsi hans. Þá gerðist honum svefnhöfugt, ok lagðist hann till svefns. En er hann hafði lítt sofnat, kallaði hann ok sagði, at mara trað hann. Menn hans fóru til ok vildu hjálpa honum; en er þeir tóku uppi til höfuðsins, þá trað hon fótleggina, svá at nær brotnuðu; þá tóku þeir til fótanna, þá kafði hon höfuðit, svá at þar dó hann. Svíar tóku lík hans, ok var hann brendr við á þá er Skúta heitir. Þar váru settir bautasteinar hans.“
Bautasteinn Steinunnar á HvalsnesiÞá er getið um bautasteina í kaflanum um dauða Dómars: „Dómarr hét sonr Dómalda, er þar næst réð ríki; hann réð lengi fyrir löndum, ok var þá góð árferð ok friðr um hans daga. Frá honum er ekki sagt annat, en hann varð sóttdauðr at Uppsölum, ok var fœrðr á Fyrisvöllu ok brendr þar á árbakkanum, ok eru þar bautasteinar hans.“ Hér má sjá að karlmannsnafnið „Ómar“ hefur verið þekkt í norrænu fyrrum.
Engir bautasteinar eru þekktir á Íslandi frá þessum tíma. Rúnasteinar hafa fundist, sem gerðir voru sem minnismerki um látið fólk, s.s. rúnasteinninn við fornmannagröfina í Garði.
Bautasteinar sem slíkir eru þó ekki með öllu óþekktir hér á landi. Steinninn sem stendur við hlið altarisins í Hvalsneskirkju er áhrifameiri en flestir þeirra. Þessi steinn fannst hulinn moldu fyrir framan kirkjudyrnar fyrir mörgum árum. Á hann er meitlað hrjúfu letri nafn, Steinunn. Við vitum hver það er, og við vitum hver ritaði það í steininn. Hún var dóttir prestsins og trúarskáldsins, Hallgríms Péturssonar, og dó á fjórða aldursári, mikill harmdauði. Hún var augasteinninn hans og eftirlæti. Bautasteinn á fornmannagröf í Garði
Þann 16. júní 1935 var Hákon Bjarnason þáverandi skógræktarstjóri í reiðtúr ofan Elliðavatns í þeim erindum að skoða þar kjarrleifar og gróður er leyndust milli hrauna og meðfram Hjöllunum. Eftir þessa ferð kom Hákon fram með hugmynd um friðland og útivistarsvæði fyrir borgarbúa og verndun kjarrleifa á þessu svæði. Upp úr þessu tóku að þróast í einstökum atriðum hugmyndir um útivistarsvæði Reykvíkinga austan og sunnan Elliðavatns.
Árið 1946 var Skógræktarfélag Íslands gert að landsambandi skógræktarmanna og var þá stofnað nýtt félag, Skógræktarfélag Reykjavíkur sem tók það við ýmsu sem Skógræktarfélag Íslands hafði unnið að, þar með talið hugmyndinni að stofnun Heiðmerkur. Hefur félagið síðan haft umsjón með og annast framkvæmdir á svæðinu samkvæmt samningi sem gerður var við bæjarstjórn Reykjavíkur þann 3. mars 1949.
Fyrsta gróðursetningin fór fram árið 1949 en þá fóru nokkrir starfsmenn félagsins á hestum með plöntur og verkfæri og gróðursettu um 5000 plöntur. Voru það, skógarfura, rauðgreni og sitkagreni og nefnist þessi lundur Undanfari.
Sama ár var lokið við að girða 1350 hektara. Nú var verkið svo vel á veg komið að tímabært var að vígja það formlega. Það gerði þáverandi borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen á vígsluhátíð sem haldin var sunnudaginn 25. júní 1950, með því að gróðursetja sitkagreniplöntu á svokallaðri Vígsluflöt.
Í Heiðmörk hafa verið reistir a.m.k. þrír bautasteinar. Einn var reistur til minningar um Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra 1935-1977. Á steininn er letrað, auk nafns og ártala; „Hann gaf landi sínu nýjan gróður“. Annan stein reistu skógræktarmenn til minningar um Guðmund Marteinsson, verkfræðing, formann Skógræktarfélags Reykjavíkur frá 1946 til 1979. Á þriðja steininum stendur: „Þennan stein reistu skógræktarmenn og hestamenn 1971 til minningar um Einar G. E. Sæmundssen“. Líkt og flest annað í Heiðmörkinni eru bautasteinar þessir faldir í trjágróðri.
Kanína í Heiðmörk

Moshellar

Stórhöfðastígur greinist í tvær leiðir.
Ætlunin var að skoða nyrðri leið Stórhöfðastígs frá Hraunhólum, Storhofdastigur-7yfir Mosana áleiðis að Hrúthólma. Í leiðinni var ætlunin og að reyna að staðsetja Moshella og Sauðahelli er Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingunni sinni fyrir Krýsuvík. Í lýsingunni segir hann m.a. að „[Stórhöfðastígur] nyrðri liggur norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma“. Einnig að „[V]egurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna“.
HraunhólarÍ nefndri örnefnalýsing Gísla segir m.a. um leiðir vestan við Vatnsskarð: „L.M. línan liggur úr Markrakagili yfir Nýjahraun og um Hraunhóla gíga á Fjallstagli Fjallsins eina, þaðan út á svonefnd Slitur, sem nefnd eru í gömlum skjölum, þar sem minnst er á landamerki Krýsuvíkur. Hjá hraunhólum þessum skiftist Stórhöfðastígur. Liggur sá nyrðri norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma. Syðri stígurinn lá sunnan Fjallsins eina og í Grænklofa milli Sandfells og Hrútagjárhorns um Grenklofa sem Grænklofi er einnig kallaður og undir Hrútagjárhraunbarmi) síðan frá Hrútagjárhorninu syðra upp á Krýsuvíkur- eða Ketilstíg. Hrútagjárhraun eða Hrútahraun hefur runnið úr gígum áður nefndum í Sveifluhálsi. Norðurbarmurinn er allur sprunginn og brattur. 

Hraunhólar-2

Þar er Hrútagjá stórgrýtt í botninn og ill umferðar. Syðst liggur stígur af gjánni yfir í Hrúthaga, Hrútagjárstígur. Stígurinn heldur síðan áfram vestur um Dalinn, Móhálsadalinn um sléttar og mosavaxnar klappir allt að Hrútafelli og sunnan þess í Ketilstíg.
Af Slitrum liggur L.M. línan í Markhelluhól.“
Um Undirhlíðaveg og Vatnsskarðsskarðsstíg segir Gísli m.a.: „
L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Mar-krakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum liggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík.
MosarUndan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð. Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu.
Moshellar-2Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur.
Storhofdastigur nyrdriUppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna. Þá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver. Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.“
Því miður er framangreind Ráherraflöt kominn undir Vatnsskarðsnámusvæðið.
Um Stórhöfðastíginn nyrðri segir Gísli: „
Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. 

Storhofdastigur nyrdri - 2

Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestan vert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatn.“
Storhofdastigur nyrdri - 3Í viðleitninni að rekja Stórhöfðastíginn nyrðri var lagt af stað við neðsta hraunhólinn í Hraunhólum og síðan gengið upp með þeim áleiðis að Fjallinu eina, þ.e. syðri leiðina, í von um að hún gæfi færi á kennileitum v/hinn fyrrnefnda. Þegar komið var upp undir fjallstöglin var stefnan tekin inn undir brúnum áleiðis að Mosum. Þeir voru síðan fetaðir upp í Moshella. Hellarnir eru greinileg fjárskjól. Gróin varða er á einum þeirra. Einhverra hluta vegna hefur þeirra verið getið sem „Sauðabrekkukjól“. Nefnt skjól er hins vegar í norðanverðum Sauðabrekkum. Það er skjól fyrir smala eða þann/þá er áttu leið um Hrauntungustíg.
Storhofdastigur-4Þegar komið var upp að gatnamótum Stórhöfðastígs og Hrauntungustígs austan Hrúthólma var auðvelt að fylgja fyrrnefnda stígnum yfir mjóa apalhraunstungu áleiðis að Hrútargjárdyngjubrúninni. Reykjavegurinn hefur af einhverjum ástæðum verið lagður þarna til hliðar við hina fornu götu og yfir aðalhraunið á miklu mun óaðgengilegri stað en gamli stígurinn.
Stígnum var fylgt að grónum rauðamelshól. Á honum var varða. Síðan var stígnum fylgt eðlilegustu leið niður annars greiðfært hraunið, niður að fallegri sprungureinagígaröð, miklu mun yngri en dyngjuhraunið, og niður að annarri slíkri þar sem hann beygði með neðstu brúninni áleiðis að Hraunhólum. Einungis ein varða var við ofanverða leiðina, sem verður að teljast svolítið sérstakt.
Tvi-DrangarÞegar komið var niður á Mosana var stígnum fylgt eðlilegustu leið milli gjáa. Leiðin liggur síðan með lágum hæðum á hægri hönd, í svo til beina stefnu á Stórhöfða. Þegar kemur fram á brúnirnar og séð verður niður á syðri Stórhöfðastíginn liggur leiðin með grónum hraunhólum niður í stóra lægð í hrauninu með svo til beina stefnu á Tví-Dranga, tvo samliggjandi klettadranga við Stórhöfðastíginn. Þar virðist hafa verið áningarstaður og þar við eru gatnamótin.
Nyrðri leið Stórhöfðastígar virðist gleymd og tröllum gefin, en hefur engu að síður bæði verið greiðfær og einna sú beinasta millum Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar (Stórhöfða) fyrrum.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimidlir m.a.:
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur – Gísli Sigurðsson.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

 

Svartiklettur

Örnefndin Svartiklettur og Svíri hafa verið til í Grindavík og þá sem mið á Járngerðarstaðasundið. Ætlunin var að reyna að staðsetja klettinn í fjörunni. Meðferðis var höfð gömul ljósmynd frá því í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar.
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Járngerðarstaði segir m.a.: „Austan við SvartikletturAkurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var kallaður Gamlisjór. Næst nefinu var Stokkavör [Fornavör], þá Suðurvör og síðan Norðurvör sem hét öðru nafni Skökk. Næst austur af er Staðarvör. Þar var uppsátur Skálholtsskipa og síðar útgerðin. Þegar S.T. fékk lóð þarna og gróf niður í kálgarði sínum voru þar fyrir vaðsteinar og brýniskubbar o.fl. í axlardýpt.
Næstur er Svartiklettur austan við Staðarvör, upp úr sjó í fjörunni. Þar upp af heitir Svíri, klettahryggur sem aðskilur Hópið frá sjónum. Út af honum kemur vestri garður hafnarinnar. Vegur liggur eftir Svíra fram á bryggjurnar sem eru innan á hafnargarðinum. Á Svíra var hlaðin varða, Svíravarða, en áður bar Svartiklettur þetta nafn.“ Hér í lokin má sjá svolitla villu í lýsingunni, sennilega vegna þess að Svíri var horfinn þegar hún var gerð. Bæði Svartiklettur og Svíri (Svíravarða) voru til, en hin síðarnefnda var eyðilögð þegar bryggjur í Hópinu (Svíragarður) voru gerðar. Ekki er ólíku saman að jafna er unnið var undir Hraðfrystihús Þórkötlustaða. Þá var allt grjót sótt í nálæga grjótgarða. Þannig voru t.d. hinir löngu garðar ofan við Hraun sóttir og notaðir í undirlagið (Sigurður Gíslason). Í dag er mikil eftirsjá af þeim görðum. Þetta voru vandaðar hleðslur enda fékk bóndinn á Hrauni dannebrogsorðuna fyrir verkið á 19. öld.

SvartikletturÁ Svíravörðu og á Svartakletti voru þríhyrnd innsiglingarmerki. Þótt bæði hafi sjórinn brotið ströndina sem næst honum hefur legið, þ.m.t. af Svartakletti, og mennirnir brotið undir sig landið ofanvert og hlaðið á það varnargarði, má enn sjá það sem eftir er af Svartakletti í fjöruborðinu skammt austan við Staðarvör (Skálholtsstaðarvör). Steinsteypt ræsi liggur um Svartaklett svo segja má að nú sé Snorrabúð stekkur (eða Svartiklettur steinn).
Utan við Svartaklett urðu endalok þjónustufars og þar með hluta af sjó- og verslunarsögu Grindavíkur um aldarmótin 1900.
Þjónustufar þetta, gufuskip, nefndist Oddur, oftast nefnt Bakka-Oddur. Það var í eigu Lefoliiverslunarinnar á Eyrarbakka. Útgerðin gerði út skip, sem hún sendi til Grindavíkur og allt vestur fyrir Reykjanes með vörur að sumrinu til. Fyrsta skipið gekk undir nafninu Den Lille. Á eftir því kom bátur, sem hét Oddur (Bakka-Oddur eða Bakkabáturinn).
„Sumarið 1888 gerði Lefoliiverslun samning við Grindvíkinga, sem tryggði þeim fyrirgreiðslu við femrinhu og afffermingu vélbáts, sem þangað áti að sigla á vegum verslunarinnar. Undir samning þennan skrifuðu Einar Jónsson í Garðhúsum, Sæmundur Jónsson á Járngerðarstöðum og P. Nielsen, verslunarstjóri. Oddur V. Gíslason var vitundarvottur. Sumarið 1892 skrifaði hann gOddurrein í Sæbjörgu undir fyrirsögninni „Bravo „Oddur““. Í greininni segir Oddur m.a.: „Víst má Grindavík muna sína aðra, þegar saltfiskur var reiddur á hestum til Keflavíkur, og konur báru salt á baki sjer úr Vogum og Keflavík og ekki ólíklegt, að viðskipti Grindavíkur til Eyrarbakka fari vaxandi….“.
Helstu verkefni Bakka-Odds, sem var um 35-45 tonna járnskip, voru fisk- og saltflutningar en einnig flutti hann ýmsar vörur til vertíðarmannanna, s.s. smjör og rúgmjöl. Saltið var aðallega flutt á haustin en fiskurinn á vorin, þegar vetrarvertíð var lokið. Algengt var, að vermenn færu þá með bátnum austur á Eyrarbakka, og hefur Sæmundur Jónsson sagt svo frá ferðum Bakka-Odds í kringum lokadaginn 11. maí.: „Þá voru vermenn mjög önnum kafnir að binda þorskhausa og fleira í pakka til flutnings austur með Oddi, enda fóru þeir þá líka margir með bátnum austur á Bakka… Oft var skrítið að sjá þegar hann fór austur um lokin, því að þorskhausa baggarnir voru margir og þeim hlaðið hátt upp.“
Fyrir vermennina hafa ferðir Bakka-Odds verið til mikils hagræðis, enda ólíkt þægilegra að flytja færur og skreið með bátnum heldur en á reiðingshestum yfir hraun og vegleysur.
Sem strandferðaskip þjónaði Bakka-Oddur hlutverki sínu með sóma um árabil. Bakka-Oddur endaði daga sína uppi í fjöru í Grindavík haustið 1904. Átti hann í það sinn eitthvert smávægilegt erindi til Grindavíkur og var rétt nýlagstur við akkerisfestar utan við Svartaklett, þegar gerði suðaustan rok og hafrót svo mikið, að keðjurnar slitnuðu og bátinn rak upp í fjöru. Ekki var báturinn mikið brotinn eftir volkið, en svo fór að sjórinn braut hann þarna í fjörunni, og var hann þá rifinn og seldur í brotajárn.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing AG fyrir Járngerðarstaði.
-Jón Þ. Þór – Saga Grindavíkur 1996, bls. 180-181.
-Sigurður Gíslason frá Hrauni.

Grindavík

Grindavík.

Sveifluháls

Þeir eru margir sauðahellarnir og sauðaskjólin á Reykjanesskaganum.
Til var þó einn slíkur er bar það nafn; Sauðahellir. Hann var og er á Sveifluhálsi sunnan Sandfellsklofa. Um er að ræða sérstaklega Sandfellsklofifáfarið svæði því gamla þjóðleiðin, Undirhlíðaleið, lá undir vestanverðum hálsinum, en mjög fáir fóru þá með honum ofanverðum. Gömul gata upp á hálsinn frá Sandklofa bendir þó til þess að sú leið hafi verið farin fyrrum, enda Sveifluhálsinn allur sérstaklega auðveldari yfirferðar en almennt hefur verið talið. Líklega má telja að þessi leið hafi verið fjölfarnari en ætla mætti, þótt engin séu þar sporin. Hafa ber í huga að yfirborðið er þarna móberg og basaltsandur. Öll ummerki á yfirborði hverfa því við fyrstu veðrabrigði, eins og dæmin sanna.
Sauðir voru jafnan í hávegum hafðir, einkum góðir sauðir. Á sumrum héldu þeir hópinn og er nefndur Sauðahellir til sanninda um það. Enn í dag (árið 2010) má finna sterka sauðalykt í hellinum. Raunar er hellirinn sá ekki einn, heldur tveir, með stuttu millibili, og ættu því að heita Sauðahellar.
Sveifluháls-4Annars er svæðið þar sem hellirinn/hellarnir eru bæði allnokkuð sérstakt en þó eðlilegt miðað við þróun eldgosa í gegnum árþúsundin. Sveifluhálsinn myndaðist í goshrinu undir jökli á ísaldarskeiði. Myndun hans er móberg. Gígarnir ofan við Sandfellsklofa og Norðlingasand mynduðust hins vegar á sprungurein á núverandi hlýskeiði. Um hefur verið að ræða lítið gos með litlu hraunrennsli og miðað við útlit þess og gróninga gæti verið um hraun að ræða frá svipuðum tíma og Ögmundarhraun, eða frá því á 12. öld. Afstaða þessi er ekki studd neinum vísindalegum rökum.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Krýsuvík segir m.a. um svæði þetta: „L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Markrakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum liggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík. 

Sauðahellir

Undan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð.
Sveifluháls-5Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu. Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna. Þá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver.
Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — Sveifluháls-6miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.“
Svo mörg voru þau orð – enda standa þau óröskuð enn þann dag í dag. Af lesningunni má sjá að Gísli hafði ekki litið Sauðahelli auga. Hann er ekki í alfaraleið hefðbundinna leiða til og frá Krýsuvík, en engu að síður hefur hann verið vel kunnur kunnugum á Krýsuvíkuleiðunum. Sem fyrr sagði gátu kunnugir gjarnan haldið á hálsinn, hvort sem þeir komu Undirhlíðaleiðina um Sandsfellsklofa eða syðri Stórhöfðastíginn upp með austanverðri Hrútargjárdyngju í stað þess að þræða undirlendið með hálsrótinni að norðanverðu. Ætlunin er að rekja nyrðri Stórhöfðastíginn í næstu FERLIRsferð.
Sauðaanganin er a.m.k. enn í Sauðahelli/Sauðahellum á framangreindum stað.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

 

Grímshóll

Stapinn virðist lítt áhugaverður, a.m.k. þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni. Hann lætur ekki mikið yfir sér (fer reyndar huldu höfði) þegar litið er til hans úr suðri, en úr vestri og norðri horfir allt öðru vísi við.
Hólmabúð fjær - Stapabúð nærVogastapinn, sem er um 80 metra hár, hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi, en er stundum kallaður Stapi. Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó framað norðanverðu. Uppi á hæstu brún trjónir Grímshóll. Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað fram af berginu. Enn má sjá leifar þessa óþrifnaðar, en hann er þó á hverfanda hveli.
Stapinn er hvað kunnastur fyrir Stapadrauginn. Reykjanesbraut liggur um sunnanverða undirhlíð Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint. Vegurinn lá fyrr á öldum nokkru norðar, þ.e. um Reiðskarð, en var síðar færður sunnar uns núverandi vegstæði varð fyrir valinu. Ástæðan fyrir órökkrinu er væntanlega sú að áður fyrr fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg.  Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum. Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni. Einungis er vitað um að einu sinni hafi tekist að ná mynd af draugsa á Stapanum, en hún virðist óskýr.
Leifar KerlingarbúðarUndir Stapanum eru allnokkrar minjar, þ.á.m. Kerlingarbúðir. Búðirnar heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri.
Fiskislóðin Gullkista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á miðunum í Stakksfirði, en svo nefnist fjörðurinn, sem Stapinn stendur við, en Vogavík innar nær Vogum. Til er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli. Nokkrar verstöðvar voru undir stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúð, sem kennd var við hólma skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum. Síðar flutti hann starfsemina til Sandgerðis og endanlega til Akranes. Hvorki Vogabúar né Sandgerðingar voru par ánægðir með viðskilnaðinn, hvorir á sínum tíma. Innar eru minjar Stapabúðar, enn einnar verstöðvarinnar.
Camp Dailey
Bandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og veggir þess húss standa enn þá. Uppi á efstu brúnum Stapans byggðu þeir vígi, þar sem þeir gátu fylgzt vel með umferð á Faxaflóa sunnanverðum. Hleðslurnar sjást enn utan í Grímshól.
Nokkurn spöl vestar gengur Skollanef í sjó fram og vestan þess er Gilið, grasi gróið frá fjörugrjóti og upp á brún. Þegar komið er út fyrir Gilið fer landið hækkandi upp á Grímshól. Neðan Grímshóls gengur klettanef í sjó fram sem heitir Hólnef.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Þjóðsaga er til um Grím nokkurn af Rangárvöllum sem réði sig í skipsrúm til huldumanns á þessum slóðum og varð að lokum bergnuminn í Grímshól. Mölvík er rétt vestan við Hólnefið, lítil bogmynduð malarfjara. Í víkinni vex gróskumikil hvönn.

Stapinn

Stapagata ofan Reiðskarðs.

Stapinn er bæði skjólgóður og sagnaríkur staður. Um hann ofanverðan liðast Stapagatan milli Reiðskarðs og Stapakots í Innri Njarðvík. Skammt frá henni má greina gamlar tóftir norðan undir Narfakotsborginni (Grænuborg), gróinni fjárborg við sjónarrönd. Líklegt er að þessar minjar og fleiri munu hverfa fyrir fullt og allt vegna framkvæmdargleði Njarðvíkurmegin.
Líklega eru mikilvægustu minjarnar á Njarðvíkurheiðinni gróinn fótur landamerkjavörðu. Þegar höfnin var byggð í Vogum var allt tiltækt grjót tekið og sturtað í höfnina, m.a. þessi varða. Stærsta og þyngsta grjótið varð jafnan eftir og má því sjá þess merki á lágum klapparhól skammt vestan við núverandi Reykjanesbæjarskilti og Rockvillestíl. Ef tekið væri af þessu kennileiti mið í Innri-Skoru annars vegar og Arnarklett við Snorrastaðatjarnir hins vegar – enda sjónhending þar á millum – myndi land Voga stækka sem því nemur. Ekki er óraunhæft að ætla, og eflaust eru til gögn þessu til staðfestingar. Bara það eitt væri hið ágætasta efni í enn eina þjóðsöguna.Stapinn

Fjárskjólið

Ætlunin var að ganga niður frá Litlu-Eldborg um Litlahraun vestan Krýsuvíkurhrauns að Bergsenda (eystri).
GongusvaedisFylgja átti Bergsendastíg á Strandabergi ofanverðu neðan Klofninga, framhjá Keflavík, neðan Fjárskjólshrauns og að Háahrauni. Þar var ætlunin að koma við á Skyggnisþúfu og Hraunþúfu. Á báðum eru vörður. Á leiðinni átti að skoða hinar fjölskrúðugu bergmyndanir ofan bergsins. Til baka var ætlunin að fara Krýsuvíkurhraunið skágengið um Hellnastíg að upphafsstað. Annars var Krýsuvíkurbergið fyrrum skipt sbr.; „Austast er Strandaberg, þar átti Strandakirkja ítak til eggjatekju og fuglaveiða. Vestan við það er Kotaberg, þar áttu hjábýli Krýsuvíkur rétt á eggjatekju og fugla. Þar næst er Heimaberg, þar átti höfuðbólið fugla- og eggjatekju.“
KotabergÞegar skoðuð er örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar af svæðinu má m.a. lesa eftirfarandi: „
Eldborg stóru, sem áður er á minnst, og Eldborg litlu, sem er aðeins neðar og liggur Akvegurinn milli þeirra. Krýsuvíkurhraun kallast allt hraunið, en niður af Eldborgunum er Klofningur eða Klofningshraun. Milli Eldborganna er reyndar talað um Eldborgahraun. Neðst á Klofningi er Kletturinn og þar rétt hjá er Klettsgreni. Stígurinn sem liggur af Breiðgötum nefnist Bergsendastígur. Neðan við Klett spölkorn liggur stígur upp á hraunið og austur um það, nefnist Hellnastígur. Í austur frá honum þar sem hann beygir niður og í suðurátt blasir við Hellnahæð, og á henni Hellnahæðarvarða. Þar spölkorn neðar á sléttu klapparhrauni eru hellar. Gvendarhellir er þeirra merkastur, tekur móti 200 fjár. Nokkru neðar er svo Bjálkahellir, og austur frá þessum hellum er svo Krýsuvíkurhellir og enn austar er Fjárskjólshellir í Fjárskjólshrauni.
BergsendastigurGuðmundur sá er byggði Lækjarbæinn hafði fé sitt í Gvendarhelli. Hann byggði sér skýli allgott við Hellismunnann. Að sunnan var íbúðarkompa hans, en að ofan var geymsla. Þar á milli var gangur, þar um fór féð í hellirinn. Við þetta bjó Guðmundur nokkra vetur: Þótti honum langt að fara að fé daglega heima frá Læk austur í hraunið.
Klettstrýta er hér ekki langt frá Hellunum, nefnist hún Arnarsetur. Héðan er skammt niður í Keflavík. Austur af Fjárskjólshrauni er Háahraun. Í því er Háahraunsskógur. Þar var gert til kola frá Krýsuvík. Tvær hraunnybbur eru þarna Keflaviká hrauninu, nefnast, önnur Skyggnisþúfa, hin Hraunþúfa. Er þá komið á Austurbrún hraunsins.“
Þegar framangreindar götur eru gegnar má sjá að
Gísli hefður greinilega ruglað saman Hellnastíg og Bergsendastíg. Báðir eru greinilegir í gegnum hraunin ofan bergsins. Fyrrnefndi stígurinn liggur beint að Gvendarhelli, en erfiðara er að rekja hann að Fjárskjólinu í Fjárskjólshrauni. Víða í sléttur og grónu hrauninu hafa verið hlaðnar litlar vörður, en þær vísa allar á greni. Síðarnefndi stígurinn er auðrakinn að Keflavík. Frá Víkinni liggur stígur yfir á gróna sléttu ofan bergsins og má telja augljóst að þar hafi fé úr Fjárskjólinu verið beitt fyrrum, enda Skyggnisþúfan beint þar fyrir ofan.
StrandarbergEn hvar voru nefndar Breiðgötur. Í örnefnalýsingunni segir: „Fitjagata lá austur og inn um lægð norðan undir Strákum og er komið var að Selöldu, þá lá hún upp í Heiðina upp á fyrr nefndan Húsmel. Vestan við Fitjalækinn liggur nú Bílaslóðin allt niður á berg og vestur að hraunbrúninni. Austan og sunnan Austurlækjar er Bleiksmýrin. Fram af henni niður og austur allt að hrauninu liggur svo Krýsuvíkuheiðin eystri eða Austurheiðin. Fátt er hér örnefna. Suður á heiðinni er Heiðarfjárhús. Beitarhúsið. Síðan ekki neitt fyrr en kemur fram á Berg. Frá Austurlækjarvaði og Áningaflöt liggja slóðir eða götur. Alfaraleið austur á allbreiða mela ofan Bleiksmýrar. Þar nefndust Breiðgötur. Er austar dregur liggja þær alveg neðst við Geitahlíðarskriður. Hér blasir Eldborgin við Stóra-Eldborg. Milli hennar og Geitahlíðar er skarð, nefnt Deildarháls.“
Alfaraleiðin er enn augljós undir Geitarhlíð og um Deildarháls. Þegar kvikmyndin „Flags of ours fathers“ var tekin á og undir Arnarfelli var hluta götunnar eytt við Grástein, þ.e. þar var gert bílastæði með samþykki Fornleifaverndar ríkisins. Svo undarlega vildi til að jarðýtan bilaði er tönninn rakst í steininn – og þótti kunnugum það ekkert undarlegt í sjálfu sér. Fornleifafræðingur á vegum stofnunarinnar sagði götuna vera „lækjarfarveg“, en öðrum minna menntuðum fannst skrýtið að lækur hefði runnið þar upp á móti. Steininum var þyrmt af sjálfsögðum ástæðum og sést hann enn í utanverðu stæðinu (sem var).
GvendarhellirMálið er að skoða þarf hlutina í samhengi; Gísli fór allra sinna ferða fótgangandi. Ein dagsferð (jafnvel eftir fullan vinnudag) til Krýsuvíkur „orkaði“ ekki lengri ferð en þangað, hvað þá að halda áfram inn í Klofninga eða um Bergsenda til Keflavíkur og jafnvel lengra til að meta aðstæður. Því má telja næsta víst að margt af því sem hann skráði hafði hann ekki hvorki haft tök á að sannreyna né haft yfirsýn yfir og því ekki ólíklegt að eitthvað hafi getað skolast til í lýsingunum, sbr. framangreint. Gísla til málsbóta má þó telja að allflest það sem hann skráði hefur við nánari skoðun átt við rök að styðjast, sumt reyndar með smá frávikum sem varla er orð á gerandi.
HellnastígurÍ öllum lýsingum hans er getið aragrúa örnefna svo telja verður af sanngjarni að einhver þeirrra kunni að orka tvímælis. Svo var t.d. um örnefnin „Skyggnisþúfa“ og „Hraunþúfa“ í þessari ferð. Þau eru bæði til og á nefndum stöðum, merkt með vörðum, en ekkert gefur í raun nákvæmlega til kynna hvar þau eru í landsaginu. Háahraun er t.a.m. allnokkuð ofan við þessi kennileyti sem og Háahraunsskógur.
Hafa ber í huga að Gvendarhellir var allflestum gleymdur á 20. öldinni. Á örnefnakorti fyrir Krýsuvík er hann t.d. staðsettur í Litlahrauni, en þar mun hafa verið selstaða um tíma frá Krýsuvík. Þá hafði einnig þjóðsagan um Grákollu frá því í byrjun 18. aldar fallið í gleymsku um Arngrím frá Læk, sem áður hafðist við í nefndum „Gvendarhelli“.
Frábært veðir. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.

Keflavík

Keflavík – rekaítak Krýsuvíkurkirkju.

 

Eldvörp

Í Fréttablaðinu árið 2012 er umfjöllun;  „Gengu fram á óþekktar minjar„, eftir  Óla Kristján Ármannsson. Fjallað er um minjar í og við Eldvörp ofan Grindavíkur.

Óli Kristján Ármannsson

Óli Kristján Ármannsson.

„Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, fornleifafræðingur og áhugamaður um náttúru og menjar á Reykjanesi, telur að mannvistarleyfar í Eldvarpahrauni við Grindavík kunni að vera enn eldri en talið er. Í félagi við annan gekk hann fyrir nokkrum árum fram á byrgi sem enginn hefur komið nálægt í hundruð ára. Hann leiddi blaðamann og Gunnar V. Andrésson ljósmyndara um svæðið og fræddi um kenningar sínar. Minjarnar séu „Tortóla“ verkafólks við útgerð.

Fornminjar í Eldvarpahrauni þarf að rannsaka mun betur áður en tekin er ákvörðun um aðrar framkvæmdir á svæðinu, sem er í nýtingarflokki í drögum að rammaáætlun. Eldvörp eru norðvestur af Grindavík, ekki ýkja langt frá Bláa lóninu. Þar er að finna lítt rannsakaðar mannvistarleifar.

Gunnar V. Andrésson

Gunnar V. Andrésson.

„Og aldrei að vita hvað annað kæmi í ljós ef fram færi gagnger rannsókn á svæðinu,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu og fornleifafræðingur, sem safnað hefur margvíslegum fróðleik um náttúrufar og minjar á Reykjanesi. Hann telur að minjar sem er að finna í Eldvörpum séu jafnvel enn eldri en leitt hefur verið líkum að áður, því þær kunni að tengjast útgerð í Grindavík, en heimildir eru um verstöð þar frá miðöldum, allt frá tólftu og fram á fimmtándu öld.
„Menn hafa velt upp alls konar hugmyndum um þessi hlöðnu byrgi, þar á meðal hvort þarna kunni að hafa verið felustaðir sem fólk hafi komið sér upp eftir Tyrkjarán af ótta við fleiri árásir,“ segir hann, en telur sjálfur útilokað að þarna sé um einhverja mannabústaði að ræða, einkum smæðar þeirra vegna.

Ómar Smári Ármannsson

Ómar Smári Ármannsson.

„Mér finnst líklegra að þarna hafi verið fiskigeymslur. Nokkurs konar „Tortóla“ þess tíma þar sem verkafólk gat skotið fiski undan og sótt í þegar vistir þraut. Útvegsbændur áttu ekkert í þá daga – Skálholtsstóll átti allt. Sækja mátti þarna fisk til nauðþurfta. Um tveggja alda skeið sultu Grindvíkingar heilu hungri. Það skyldi því engan undra að þeir hafi reynt að koma einum og einum fiski í skjól til nota þegar í nauðir rak. Fólk þurfti ekkert að hlaða sér felustaði þarna í hrauninu þar sem nóg er um rúmgóða hella þar sem fjöldi fólks hefur getað látið fyrirberast. Auk þess líkjast byrgin í Eldvörpum öðrum fiskigeymslum með ströndinni, hvort sem er í Strýthólahrauni, við Nótarhól eða á Selatöngum.“

Fundu áður óþekkt byrgi
Um leið áréttar Ómar Smári að kenningar þessar kalli allar á mun meiri rannsóknir til þess að nálgast megi lausnina á þeirri ráðgátu sem þessar mannvistarleifar í Eldvörpum eru. Standist kenningin um undanskotið gæti þarna hins vegar verið um að ræða mannvistarleifar frá því ekki löngu eftir að gaus síðast í Eldvörpum 1228.
EldvörpÞá segir Ómar Smári annað benda til þess að hlöðnu byrgin hafi verið notuð undir eitthvað matarkyns. Á svæðinu eru nefnilega um sjötíu hlaðnar refagildrur sem enn sjást. „Og þá hafa menn viljað koma í veg fyrir að refurinn kæmist í eitthvað.“ Að auki voru refaskinn allmikil verðmæti hér áður fyrr og því eftir nokkru að slægjast með því að veiða refinn.
Eins bendir staðsetning byrgjanna til þess að um felustaði af einhverju tagi hafi verið að ræða. „Það fer enginn hingað lengst inn í torfarið hraun án einhvers sérstaks erindis,“ segir Ómar Smári. Enda er það svo að jafnvel nú, með vegi í grennd og göngufólk ágætlega búið, að handleggur er að komast að byrgjunum.
EldvörpNokkur hlaðin byrgi eru þekkt í Eldvarpahrauni og greinilegt að þangað hefur göngufólk komið til að skoða þau. Það svæði hefur verið þekkt frá því það fannst aftur, að sögn Ómars Smára, árið 1872. Seinna fjallaði Ómar Ragnarsson svo um það í einum af Stiklu-þáttum sínum í Sjónvarpinu. Alls er þar að finna um tólf hleðslur, að sögn Ómars Smára, byrgi og refagildrur.
Ómar Smári og félagi hans Óskar Sævarsson römbuðu svo fram á tvö til viðbótar nokkru fjær árið 2006 í einni af gönguferðum þeirra. „Það var eiginlega Óskar sem rak augun í þetta þar sem við stóðum þarna á gjábarminum. Eru þetta ekki hús, sagði hann og benti? Jú, sagði ég. Tvö!“ Einu sporin í mosanum við þessi byrgi eru eftir Ómar sjálfan. „Þarna væri kjörið að taka jarðvegssýni í öðru hvoru byrginu til aldursgreiningar,“ segir hann.

Verðgildi svæðisins gæti aukist
EldvörpByrgin eru hlaðin úr hraunhellum. „Síðan hefur verið hlaðið rekaviði ofan á og fergt með hraunhellum. Við þetta myndast kjöraðstæður til að geyma þurrkaðan fisk, annað hvort í stæðum eða hengja hann í rjáfur,“ segir Ómar Smári, en hraunið er náttúrulega þannig að ofan í það hverfur raki og svo blæs í gegn um hellurnar sem hjálpar til við að halda fiskinum þurrum. „Ofan í þessum byrgjum má núna sjá hellurnar sem hafa hrunið ofan í þau þegar rekaviðurinn hefur fúnað undan þeim í aldanna rás.“
Byrgin eru svo ekki einu leifarnar um mannvistir í hrauninu. Ekki langt frá borholu HS Orku í Eldvörpum er að finna stóran helli þar sem fjöldi fólks gæti látið fyrir berast. „Og inni í hellinum er hlaðinn garður þannig að ekki sést hvað er fyrir innan,“ segir Ómar Smári.

Eldvörp

Í Brauðhelli.

Alveg ofan í borholunni er svo svokallaður Brauðhellir, en hann opnaðist þegar jarðýta braut ofan af honum við framkvæmdir á svæðinu. „En hitaveitan má eiga það að þeir gengu vel frá í kringum hann og pössuðu upp á hann eftir að hann kom í ljós.“ Áður var bara á hellinum lítið op og mikil gufa í honum og hiti sem væntanlega hefur verið nýttur til að seyða brauð og nafnið af því dregið, en í hellinum má líka sjá fornar hleðslur.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

„Allt þetta svæði þarf að kanna í leit að fornminjum,“ segir Ómar Smári og telur að varlega þurfi að fara í frekari orkuvinnslu í Eldvörpum. Í drögum að rammaáætlun eru Eldvörp í nýtingarflokki og áform uppi um að reisa þar allt að fimmtíu megavatta jarðhitavirkjun. „Ef þetta fær að vera óraskað í eitt til tvö hundruð ár þá margfaldast verðgildið í náttúruperlum eins og þessum. Nálægðin við þéttbýli gefur svæðinu líka aukið gildi.“

Eldvörp

Hellir nálægt Bláa lóninu.

Ómar Smári Ármannsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fornleifafræðingur. Hann er sérstakur áhugamaður um gönguleiðir, náttúru og sögu Reykjanesskagans og heldur úti ferðavefnum Ferlir.is, þar sem boðið er upp á margvíslegan fróðleik um svæðið, auk skipulegra gönguferða fyrir smærri og stærri hópa. Fram kemur á vefnum að upphaflega hafi FERLIR staðið fyrir „FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík“ sem hóf starfsemi árið 1999. Verkefnið vatt svo upp á sig.
„Og ég fór í fornleifafræði, svona til þess að fræðimennirnir gætu ekki slegið mig af borðinu sem áhugamann,“ segir Ómar Smári kankvís.“

Heimild:
-Fréttablaðið, 125 tbl. 15.12.2012, Gengu fram á óþekktar minjar – Óli Kristján Ármannsson, bls. 36.
Eldvörp

Geldingatjarnarsel
Samkvæmt afsölum var Geldingatjörn á Mosfellsheiði fyrrum í landi Mosfells.
Seljabrekka hét áður Jónssel og var Jónssel ein af jörðum þeim er tilheyrðu kirkjuléninu Mosfelli sem varð konungseign eftir siðskiptin og síðar eign íslenska ríkisins. Mosfell var stórjörð og átti Mosfellsdal og alla Mosfellsheiði austur að landi Árnesinga. Seljabrekka var gert að býli 1933 með sameiningu Jónssels og Mosfellsbringna og síðan hefur verið bætt við býlið landi frá aðliggjandi jörðum og jafnframt hafa farið fram makaskipti á landi.Seljabrekka er sunnan við veginn til GeldingatjörnÞingvalla og liggur milli Laxness og Leirvogsvatns og er því við jaðar Mosfellsheiðar. Landinu hallar frá þjóðvegi og niður til Geldingatjarnar sem er í lægsta hluta landsins. Þegar kirkjumálaráðherra f.h. íslenska ríkisins seldi Mosfellshreppi Mosfellsheiðina frá kirkjujörðinni Mosfelli þann 24. maí 1933 þá var Jónssel undanskilið í sölunni eins og segir í afsali: „…þá sel ég hér með nefndri hreppsnefnd fyrir hönd nefnds hrepps frá næstu fardögum að telja Mosfellsheiðarland, eins og það hefir tilheyrt nefndu prestsetri, að undanskildu svonefndu Jónsseli, grasbýlinu Mosfellsbringum, nýbýlinu Svanastöðum, sbr. leigusamning um land handa þessu nýbýli 5. júní 1930, og veiðiréttinum í Leirvogsvatni svo og þeim hluta Leirvogsár, er að heiðarlandinu liggur“. Kirkjumálaráðuneytið leigði ábúendum jörðina allt til ársins 1999 er ábúandinn Guðjón Bjarnason keypti hana en seldi síðar umbj. mínum. Í afsali er ekki lýst merkjum en vísað til þess að kaupandi hafi kynnt sér merkin. Í ábúðarsamningi var ætíð getið merkja en í byggingarbréfum 1968 og 1984 stendur: „Landamerki Seljabrekku (hét Jónssel) sem áður var hluti Mosfells, eru þessi: Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca. 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku.
Að vestan landamerki Laxnesslands, að norðan þjóðvegur og að austan landamerki heiðarlands eins og þau eru ákveðin í kaupsamningi milli Mosfellshrepps og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 24. maí 1933.“ Landamerki gagnvart Laxnesi eru glögg og hafa eigendur Laxness látið gera uppdrátt (des. 92) með hnitsettum Geldingatjörnmerkjum jarðarinnar, sem eigendur nágrannajarða hafa áritað. Eigandi Seljabrekku vinnur að því að afla gagna frá ráðuneytum um réttindi sín og afmörkun landsins. Seljabrekka fékk í skiptum við íslenska ríkið Selholtsland austan síns lands samkvæmt bréfi Landnámsstjóra. Þótt ekki sé nefnd stærð landsins í bréfinu var um 150 ha að ræða en það var landstærð Selholts neðan þjóðvegar. Enginn uppdráttur fylgdi eða skýr markalýsing. Merkjalínan er lítið eitt sunnar en girðing sú er sveitarstjórn lét setja upp til að halda fé á Mosfellsheiðinni og liggur milli Geldingatjarnar og Leirvogsvatns. Ábúendur jarðarinnar settu urriða í Geldingartjörnina en hún var án veiði á fyrri tímum. Þá hafa þeir stíflað tjörnina til að koma í veg fyrir að hún botnfrjósi en það mun oft hafa komið fyrir að hún þornaði upp á sumrum. Eigendur Seljabrekku hafa smalað land sitt sjálfir en við haustsmölun á Mosfellsheiði hefur verið smalað sameiginlega heiðarlandið af Mosfellingum og þá hefur verið talið að heiðin byrjaði þar sem hallinn upp á við byrjar, þ.e. hallanum öndvert við Seljabrekku, upp frá mýrinni sem er milli Leirvogsvatns og Geldingatjarnar.
Gengið var til suðurs frá Þingvallavegi þar sem hann rís hæst, á Hádegisholti, milli Seljabrekku og Stardals. Ætlunin var m.a. að skoða hugsanlega fjárborg á heiðinni er sést hafði á loftmynd sem og kanna staðfestingar á óljósum sögnum af selsminjum norðan Geldingatjarnar (sem reyndar höfðu einnig sést á loftmyndinni). Ekki er vitað til að þær minjar hafi áður verið skráðar á léréft, hvað þá í skjátexta.
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, voru Svanastaðir við útfallið úr Leirvogsvatni. Þeir voru byggðir um 1930, en íbúðarhúsið rifið um 1970. Aðstæður breyttust þarna þegar afrennsli vatnsins var stíflað.
Geldingatjarnarsel Landið á þessu svæði, sem og víða á heiðum Suðvestanlands, hefur að hluta orðið jarðvegseyðingunni að bráð; mosaþembur tekið við af runnagróðri sem og berir melar, en einstakar gróðurtorfur náð að þrauka, enn sem komið er.
Stefnan var tekin á hámelinn með væntanlegri fjárborginni. Áður hafði fótgöngulið verið sent í kring um Geldingatjörnina. Það þóttist finna þar eldgamla tóft, breiða. Tekið var hnit þar og myndir teknar. Ekki lá þá ljóst fyrir hvort um væri að ræða tóft eða náttúruleg ummerki, því þarna er ekkert gras, bara mosaþúfur. Þarna á melnum fyrir ofan meintar seltóftir er nyrðri Bringnaleiðin (óvörðuð, enda ekkert stæði eða efni á melnum), en leiðirnar voru tvær og komu saman við Illaklif.
Sem fyrr segir var stefnan tekin á hina meintu fjárborg á Hádegisholti, annað hvort nýhlaðinni eða endurhlaðinni (þrjú umför með langböndum á millum). Um 12 vindstig voru af norðri svo gott var að setjast niður í borginni og láta reyna á skjólið. Þótt „borgin“ væri ekki hærri en raun bar vitni (samt nógu há fyrir rollur), var þar feykigott skjól. Fróðlegt var að fá að vita að hvaða tilefni „fjárborg“ þessi var hlaðin og það þarna, á hæsta melhól heiðarinnar. Hafði eldri fjárborg verið þar fyrir? Þegar svara var leitað hjá Magnúsi bónda í Stardal, kom í ljós að Tryggvi Hansen, hleðslumeistari, hafði hlaðið þetta mannvirki fyrir ca. 20 árum vegna einhvers sérvitringsháttar. Staðurinn átti að vera merki í beinni línu milli Reykjavíkur og Þingvalla og afmarka eitthvað óljóst.
Tekin var stefna á tóftina á loftmyndinni. Gengið var beint á hana þar sem hún kúrði í skjóli undir lágum og reisulitlum mel, varin fyrir austanáttinni. Ofan melarins og neðan er hins vegar hið ákjósanlegasta beitarland, mýrar með safagrænum störum. Um er að ræða eitt hús, stekk aftan við það og kví norðaustar, fast undir melbrúninni. Kannað var og næsta umhverfi, en engar aðrar minjar voru sýnilegar. Selsvörðu var ekki til að dreifa, enda lítið um efni til uppbyggingar hennar. Hins vegar mátti sjá móta fyrir einum af hinum þremur Bringnavegum ofan selsins. Þetta sel virðist vera eins og Jónssel (eitt hús), en í Jónsseli er auk þess tóft er virðist vera hús, en gæti eins hafa verið kví. Fjárborg Erfitt er að áætla aldur þessarar tóftar, en eitt er víst; hún hefur að mestu verið gerð úr torfi og virðist forn.
Í leiðinni var litið á fjárborgir tvær skammt ofan við Gljúfrastein í landi Laxness. Þær voru friðlýstar árið 1976. Í lýsingum segir frá þeim, „það sem önnur er neðan þjóðvegarins og hin ofan hans. Heitir önnur Grænaborg, en hin er ónefnd“. Málið er að Þingvallavegurinn liggur milli fárborganna. Sú efri er sýnum minni en sú neðri, sem nefnd hefur verið Grænaborg. Fæstir vegfarendur, sem um Þingvallaveginn aka, virðast sjá þessar fornu minjar, en stefna þó óðfluga á hinn forna þingstað þar sem fátæklegra er um að litast – ef grannt er skoðað. Þingstaðurinn segir jú ákveðna sögu um sjórnskipan og menningu þjóðar í mótun, en fornar fjárborgir eru áþreifanlegur vottur um raunverulegt brauðstrit fólksins, sem flest okkar eru fædd af og fóstruð. Sama gildir um selin í heiðunum, götur, garða og önnur mannvirki hins árstíðarbundna amsturs. Þá voru greinileg skil milli verka, þ.e. hvað var gert í á vetrum og sumrum. Ártíðarhringurinn réði því til hverra verka var gengið hverju sinni. Sauðburðurinn á vorin, endurgerð mannvirkja, eggjatínsla, áburður, túnslétta, sláttur, slátrun, úrvinnsla afurða, kvöldvökur og þreying þorra. Allt voru þetta fastir liðir í lífi fólks og hver ártíð gerði sínar kröfur. Í dag er þessu öðruvísi farið; fólkir gerir kröfurnar og reynir jafnframt að uppfylla þær – með misjöfnum árangri þó.
Þá er það næsta: „Úlfarsfell hafði sel á heimalandi“. Spurning er hvar það kann að leynast?
Frábært veður. Sól og nægt súrefni að norðan. Gangan tók 33 mín.

Geldingatjörn

Geldingatjörn.

Ölkelduháls

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum allt að 135 MW jarðvarmavirkunar á Bitru,
Sveitarfélaginu Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi, samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Af Á Ölkelduhálsiúrskurðarorðunum að dæma myndu sömu rök og hér eru notuð gilda og um öll önnur fyrirhuguð jarðvarmavirkjunarsvæði á Reykjanesskaganum.
„Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. Skipulagsstofnun telur ljóst að upplifun ferðamanna innan áhrifasvæðis Bitruvirkjunar myndi gerbreytast þegar horft er til umfangs fyrirhugaðra framkvæmda og þeirra ásýndarbreytinga sem þær hefðu í för með sér. Stofnunin telur að í ljósi þess yrði ferðaþjónusta og útivist eins og hún er stunduð í dag samkvæmt framlögðum gögnum ekki lengur möguleg innan áhrifasvæðis virkjunarinnar.
Stofnunin telur að ráða megi bæði af umfjöllun í matsskýrslu sem og í umsögnum og Maríuerluegg á Ölkelduhálsiathugasemdum að um verði að ræða mikil neikvæð, óafturkræf og varanleg áhrif á ferðaþjónustu og almenna útivist vegna breyttrar ásýndar svæðisins og verulegs ónæðis af völdum hávaða bæði á framkvæmda- og rekstartíma. Fyrirhugað framkvæmdasvæði Bitruvirkjunar er að stórum hluta til inni á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Ástæða fyrir skráningu svæðisins á náttúruminjaskrá er stórbrotið landslag og fjölbreytileg jarðfræði, m.a. jarðhiti. Þá njóta hverir, laugar og hraunið úr Tjarnarhnúki verndar samkvæmt 37. gr. náttúruverndarlaga. Á undanförnum árum hefur, samkvæmt matsskýrslu, það sjónarmið fengið aukið vægi í landslagsmati að svæði með tilteknu landslagi hafi meira verndargildi sem heild en vegna sérstakra, stakra, náttúrufyrirbæra. Breytingar á slíkum heildum hafa áhrif á heildarsvip landsins og sundra jafnvel heildinni. Mannvirki Bitruvirkjunar munu valda talsverðum neikvæðum áhrifum á upplifun landslags á svæði sem í dag hefur ákveðið gildi og nýtur sérstöðu vegna þess að þar eru fá og lítt áberandi mannvirki. Þannig breytist ásýnd landsins úr því að vera náttúrulegt yfir í manngert. 

Í Reykjadal

Ferðalangar sem nú aka um veginn inn á  Bitru koma skyndilega inn í litskrúðugt og fjölbreytt landslag og útsýni sem teygir sig yfir til Þingvallavatns. Þrátt fyrir núverandi verksummerki af mannavöldum hefur svæðið enn að geyma óvænta upplifun fáfarins svæðis.
Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mannvirki við Bitru muni rýra gildi svæðis sem er á náttúruminjaskrá m.a. vegna landslags. Virkjun á þessu svæði muni hluta niður svæði á náttúruminjaskrá, þar sem landslag miðað við núverandi ástand, myndi nær óraskaða heild sem gefi svæðinu gildi.“
Orkuveita Reykjavíkur hefur slegið frekari framkvæmdum á svæðinu á frest. Maríuerlan, sem hafði gert sér hreiður á fyrirhuguðu virkjunarsvæði mun því fá tækifæri til að koma upp unga sínum þetta sumarið.
Í raun gildir, sem fyrr sagði, framangreindur úrskurður um öll lítt eða óröskuð svæði Reykjanesskagans. Við sérhvert þeirra eru bæði landslagsheildir sem og/eða friðuð nútímahraun. Og á hvaða svæði skagans myndi slík virkjun ekki hafa „verulega neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu, þar sem um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins„?
Maríuerlan reynir að draga athygli frá hreiðrinu