Sveifluháls

Þeir eru margir sauðahellarnir og sauðaskjólin á Reykjanesskaganum.
Til var þó einn slíkur er bar það nafn; Sauðahellir. Hann var og er á Sveifluhálsi sunnan Sandfellsklofa. Um er að ræða sérstaklega Sandfellsklofifáfarið svæði því gamla þjóðleiðin, Undirhlíðaleið, lá undir vestanverðum hálsinum, en mjög fáir fóru þá með honum ofanverðum. Gömul gata upp á hálsinn frá Sandklofa bendir þó til þess að sú leið hafi verið farin fyrrum, enda Sveifluhálsinn allur sérstaklega auðveldari yfirferðar en almennt hefur verið talið. Líklega má telja að þessi leið hafi verið fjölfarnari en ætla mætti, þótt engin séu þar sporin. Hafa ber í huga að yfirborðið er þarna móberg og basaltsandur. Öll ummerki á yfirborði hverfa því við fyrstu veðrabrigði, eins og dæmin sanna.
Sauðir voru jafnan í hávegum hafðir, einkum góðir sauðir. Á sumrum héldu þeir hópinn og er nefndur Sauðahellir til sanninda um það. Enn í dag (árið 2010) má finna sterka sauðalykt í hellinum. Raunar er hellirinn sá ekki einn, heldur tveir, með stuttu millibili, og ættu því að heita Sauðahellar.
Sveifluháls-4Annars er svæðið þar sem hellirinn/hellarnir eru bæði allnokkuð sérstakt en þó eðlilegt miðað við þróun eldgosa í gegnum árþúsundin. Sveifluhálsinn myndaðist í goshrinu undir jökli á ísaldarskeiði. Myndun hans er móberg. Gígarnir ofan við Sandfellsklofa og Norðlingasand mynduðust hins vegar á sprungurein á núverandi hlýskeiði. Um hefur verið að ræða lítið gos með litlu hraunrennsli og miðað við útlit þess og gróninga gæti verið um hraun að ræða frá svipuðum tíma og Ögmundarhraun, eða frá því á 12. öld. Afstaða þessi er ekki studd neinum vísindalegum rökum.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Krýsuvík segir m.a. um svæði þetta: “L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Markrakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum liggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík. 

Sauðahellir

Undan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð.
Sveifluháls-5Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu. Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna. Þá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver.
Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — Sveifluháls-6miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.”
Svo mörg voru þau orð – enda standa þau óröskuð enn þann dag í dag. Af lesningunni má sjá að Gísli hafði ekki litið Sauðahelli auga. Hann er ekki í alfaraleið hefðbundinna leiða til og frá Krýsuvík, en engu að síður hefur hann verið vel kunnur kunnugum á Krýsuvíkuleiðunum. Sem fyrr sagði gátu kunnugir gjarnan haldið á hálsinn, hvort sem þeir komu Undirhlíðaleiðina um Sandsfellsklofa eða syðri Stórhöfðastíginn upp með austanverðri Hrútargjárdyngju í stað þess að þræða undirlendið með hálsrótinni að norðanverðu. Ætlunin er að rekja nyrðri Stórhöfðastíginn í næstu FERLIRsferð.
Sauðaanganin er a.m.k. enn í Sauðahelli/Sauðahellum á framangreindum stað.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.