Núpshlíðarháls

Ætlunin var að fara með Sæmundi á Vatnsleysu o.fl. eftir Núpshlíðarhálsi og kíkja eftir ummerkjum um landamerki á hálsinum. Efri merkjalínur höfðuðbólanna á Ströndinni tóku mið af kennileitum á hálsinum. Þar áttu og að vera fallnar vörður er gætu verið nánari vísbendingar um hvar mörkin voru fyrrum. Menn hefur greint á um hvar uBæjargilm Núpshlíðarhálsinn mörk Krýsuvíkur, Vatnsleysustrandarhrepps og Grindavíkur lágu. Staðsetning Framfells með tilheyrandi ummerkjum gæti gefið ákveðna vísbendingu. Þegar til kom gat Sæmundur ekki komið, en farið hafði verið yfir öll fyrirliggjandi gögn með honum svo hægt yrði að ganga á mikilvægustu kennileitin á leiðinni.
Landamerki sýslna, sveitarfélaga og jafnvel einstakra jarða hafa jafnan valdið deilum. Deilt hefur verið um hvar þau voru nákvæmlega, nöfn og staðsetningar kennileita hafa verið á reiki og einstaklingar hafa hver um sig talið sig vita betur en aðrir hvar mörkin hafa legið. Örnefni, mannvistarleifar og kennileiti geta gefið vísbendingar um legu markanna, einkum þar sem getið er um sjónhendingar og eða hornmerki. Vörður og vörðubrot geta einnig gefið ágætar vísbendingar.
Í þessari ferð var ætlunin að skoða hugsanlegar vísbendingar eða kennileiti á Núphlíðarhálsi, en um hann lágu mörk Krýsuvíkur og Ísólfsskála svo og Vatnsleysustrandarbæjanna.
Í kjölfar þess að ágreiningur reis um landamerki Krísuvíkur í upphafi 17. aldar vitnuðu nokkrir aðilar um merkin síðla árs 1603 og snemma árs 1604. vö vitni gáfu samhljóða lýsingu á landamerkjum Krísuvíkur sem byggð var á vitnisburði þriðja manns 26. desember 1603. Lýsing vitnanna var svohljóðandi: „…Krísuvík ætti austur frá sér allt land að Skildi og þaðan sjónhending suður í sjó í þann stein sem stendur fyrir vestan þann hellir sem er framan í berginu við vatnsstæði eður leirtjörn, hvör leirtjörn þó uppþornar stundum, og aftur sjónhending úr Skildi í miðjan Breiðdal og vestur í GrænavatnseggjarMarkrakkagil. Úr Markrakkagili og vestur yfir Sliturin fyrir norðan Fjallið eina. Þaðan sjónhending og í Dyngju, úr Dyngju og fram eftir miðjum Selsvallahálsi, úr hálsinum og suður í Raufarklett við Selatanga.“ Tveir menn gáfu nánast samhljóða vitnisburð. Sá vitnisburður var efnislega á þessa leið: „Krýsuvík á land allt að steini þeim sem stendur uppá fjallinu hjá Skildi og sjónhending þaðan suður í sjó. Síðan sjónhending úr Skildi og í miðjan Breiðdal, úr Breiðdal og vestur í Markrakkagil, úr Markrakkagili og vestur yfir Sliturin fyrir norðan Fjallið eina. Þaðan sjónhending og í Dyngju, úr Dyngju og fram eftir Selsvallarhálsi [annar aðilinn segir Selsvallarhálsi en hinn segir Selsvallakálfi] og suður í Raufarklett sem stendur við Seltanga. Þeir eru sammála um að telja svo úr Breiðdal vestur (þó sleppt í nr. 6) í Markrakkagil (!). Úr Markrakkagili vestur yfir Sliturinn (!) fyrir norðan Fjallið eina. Þaðan í Dyngju. Úr Dyngju fram eftir Selsvallahálsi og suður í Raufarklett við Selatanga. Nr. 3 segir þó: frameftir miðjum Selsvallahálsi. Slitur virðist vera týnt örnefni, en gæti verið réttnefni á hinu sprungna og úfna gjásvæði N og V við Fjallið eina. Selsvallaháls heitir nú Núpshlíðar og, eða, Vesturháls. Merkjalýsingar þessar eru sá grundvöllur, sem stóllinn gat byggt á, ef merki Krýsuvíkur yrðu véfengd. Þó vantar punktinn, er komið var vestur yfir Sliturinn. Í tíð Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups, nánar tiltekið árið 1642, var jörðin Krísuvík vísiteruð. Hluti skýrslunnar sem unnin var eftir vísitasíuna fer hér á eftir: Í Jarðabók Árna og Páls stendur eftirfarandi um Þórkötlustaði:  „Selstöðu brúkar jörðin og hefur lengi brúkað í Krýsivíkurlandi, þar sem heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sje ljeð frá Krýsivík, en Krýsivík aftur ljeð skipstaða fyrir Þorkötlustaða landi. Er selstaðan að sönnu góð, en miklega lángt og erfitt til að sækja.“
Selvellir - KeilirJón Árnason Skálholtsbiskup vísiteraði Krýsuvík þann 8. maí 1723. Í vísitasíunni er staðfest það sem fram kom í vísitasíunni árið 1642 um jarðeignir Krísuvíkur:  „Anno ut supra þann 8. Maji var visiterud kirkiann ad Krysuvik. Hún ä epter visitatiu herra Gisla Jónssonar heimaland allt, Herdysarvik, ix mäla land ä Þorkótlustódum …“ (Undir þetta rita Halldór Einarsson, Arngrímur Bjarnason, Jón Magnússon, Ólafur Gissursson og Jón Bjarnason).
Rúmum 28 árum síðar, nánar tiltekið þann 10. júní árið 1751, var Krýsuvík vísiteruð af Ólafi Gíslasyni biskupi í Skálholti. Í visitazíunni er minnst á jarðeignir sem voru einnig í eigu Krísuvíkur er vísitasíur voru gerðar þar árin 1642 og 1723 þ.e.:  „…heimaland allt, Herdysarvÿk, 9 mæla land ad Þorkótlustodum …“ (Undir þetta rita Ólafur Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Sigurður Ólafsson, Magnús Jónsson, Jón Sigmundsson).
Þann 28. maí 1758 var Krýsuvík vísiteruð af Finni Jónssyni Skálholtsbiskupi. Í vísitasíubókinni stendur eftirfarandi: „… visiterud kkian að Krysuvik Hun á efter þeim gomlu maldogium heimaland allt enn nu orden stols Jord. Efter Vilchins maldaga a hun, alla Herdysarvyk, ix mæla lands a Þorkotlustódum … Enn efter maldaga Gísla bps. á hun Herdysarvyk og ix mäla land á Þorkotlustodum …” (Undir þetta rita Finnur Jónsson, Jón Magnússon, Jón Sigmundsson og Sigurður Sæmundsson).
Selvellir J. Johnsen minnist á það í bók sinni, Jarðatal á Íslandi, að stólsjörðin Krýsuvík hafi verið seld þann 8. ágúst 1787. Þann 26. júní 1790 er gefinn vitnisburður um landamerki Krýsuvíkur. Þar greinir sá sem skrifar undir lýsinguna frá því að hann hafi:  „…heyrt af vissum mönnum, sem hér í Krýsivík hafa verið, um landamerki þau, sem heyrt hafa henni, Krísivík, til, eru svoleiðis: Úr Raufarklett á Selatöngum og í Trölladyngju, úr Trölladyngju og í Gráhellu, úr Gráhellu og í Markrakkagil, úr Markrakkagili og Mígandagröf á fjalli, úr Mígandagröf á fjalli og í stein á Herdísarvíkurfjalli, úr þeim steini og á Seljabótarnef við sjó.“ Landamerkjalýsing þessi er staðfest af tveimur mönnum.
Um mitt ár 1800, en þá var Geir Vídalín biskup, var Krýsuvík vísiteruð. Í greinargerðinni sem samin var vegna þessarar eftirlitsferðar kemur eftirfarandi fram:  „Anno 1800 þann 1sta Julii, visiteradi Biskupinn Geir Vidalin Kirkiuna ad Krysevík; hun hefur ad fornu átt heimaland allt, sídann var hun i meir enn 200 ár, Skálhollts Biskupsstolls, égn, og er nu loks, asamt ödrum Biskupstólsins fastégnum, ásamt jördinni, af Kongl. Hátign burtuseld, svo hun er nu bónda egn – hún á alla Herdisarvik, ix Mælira lands á Þorkötlustodum …“ (Undir skrifa: Arne Nathanaelss., Geir Vidalin, B. Sveinson, Gudmundur Þorsteinsson).
Í kaflanum um Krísuvík með hjáleigunum Suðurkoti, Norðurkoti, Stóra-Nýjabæ og Litla–Nýjabæ í jarðamati 1804 stendur að:  „Jorden har god Udegang for Faar og Heste, af de sidste indtages nogle fra Fremmede mod Betaling 1 rdlr. aarlig. Tillige ejer den Sætter til Fiælds, hvoraf for nærværende, ogsaa 2 andre Jorde betjene sig, mod Betaling 20 al. aarlig af hver. Endelig findes her en god Svovelmine som dog ej benyttes, da ureenset Svovel ikke finder Afsætning, og kan dette derfore ikke evalueres.gaae ude, haves desuden de færreste Stæder i nogen betydelig Mængde, uden hvor Udegangen er fortrinlig god, saa formeenes Nedsættelse af denne Herlighed ikke fornöden, uden i Fölge særdeles Omstændigheder, der da paa vedkommende Stæder skal blive anmærket.“
Þann 12. ágúst 1838 seldi Erlendur Jónsson á Brunnastöðum P.C. Knudtzon jörðina Kríýuvík. Henni fylgdu hjáleigurnar Stóri – Nýibær, Litli – Nýibær, Norðurkot, Suðurkot, Austurhús og Vesturhús og tvær nýlendur; Vigdísarvellir og Garðshorn.
SelvellirÍ lýsingu Grindavíkursóknar frá 1840 eftir séra Geir Bachmann segir:  „ … Enn eru takmörk sóknarinnar sjónhending fjallasýn úr Fagradalshagafelli til austurs landsuðurs í enn eitt fell, Hraunselsvatnsfell, aftur í sömu átt þaðan í Framfell, en á Vigdísarvöllum Vesturfell kallað, og er þá að norðan og landnorðanverðu Strandamanna land ….“
Árið 1839 settist Einar Þórðarson að á nýbýlinu Bala sem var nálægt bænum Vigdísarvöllum en þar bjó bóndinn Jón Þorsteinsson. Hann var ósáttur við veru Einars á Bala og þann 20. maí 1840 samdist þeim Einari um að sá síðarnefndi myndi flytja frá Bala á næstu fardögum. Bali er þó talinn meðal hjáleigna Krýsuvíkur í Jarðatali Johnsens og Nýrri jarðabók eins og síðar verður nefnt en ekki hefur verið kannað í sóknarmannatölum hvernig búsetu var háttað þar.
Samkvæmt bókinni Jarðatal á Íslandi, sem gefin var út 1847, fylgja Krýsuvík sjö hjáleigur Suðurkot, Norðurkot, Stóri – og Litli – Nýibær, Vigdísarvellir, Bali og Lækur.
Í Jarðamati 1849–1850 er kafli um Krísuvík og hjáleigurnar, Suðurkot, Norðurkot, Stóra – Nýjabæ, Litla – Nýjabæ, Vigdísarvelli, Bala, Læk og Fitjar. Þar stendur m.a.:  „Landrými mjög mikið. … Skógarló. Talsverður brennusteinn. … Jörðin að flestum ínytjum mjög örðug og fólksfrek, þareð þær liggja langt frá og eru sumar sameinaðar lífshættu.“
Í byrjun janúar 1870 sendi sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hreppstjóra Vatnsleysustrandarhrepps fyrirspurn um það hvort að tiltekin maður, sem sýslumaðurinn taldi búsettan á Vigdísarvöllum, væri heimilisfastur í Vatnsleysustrandarhreppi. Ástæða fyrirspurnarinnar var sú að téður maður hafði neitað að greiða tíund í Grindavík á þeirri forsendu að hann hefði greitt hana í Vatnsleysustrandarhreppi. Í svarbréfi til sýslumannsins greindi hreppstjórinn frá því að hann teldi manninn heimilisfastan á Vatnsleysuströnd, þó hann flytti sig og fé sitt um sumartímann á Vigdísarvelli, líkt og þegar Grindavíkurmenn hefðu í seli á Selsvöllum.
Í landamerkjalýsingu Þórustaða í Vatnsleysustrandarhreppi frá 1886 segir  „…úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum …”.
Gígur í gígaröð vestan við NúpshlíðarhálsÞann 20. nóvember 1886 var skrifað undir landamerkjalýsingu jarðarinnar Herdísarvíkur. Lýsingunni var þinglýst 3. júní 1889:  „Maríu kirkja í Krýsuvík á í Arnessýslu samkvæmt máldögum jörðina Herdísarvík. Landamerki Herdísarvíkur eru þau er nú skal greina: …að vestanverðu, milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur ræður mörkum stefnulína frá áður nefndu Kongsfelli í Seljabótarnef lágan hraunhnúk, vestast í Seljabót, við sjó fram. – Kirkjan á … sömuleiðis allar landsnytjar innan hjer taldra ummerkja, með þeim takmörkunum, er síðar greinir (sbr. No 2). …“
Í landamerkjaskrá fyrir Krýsuvík, dags. 14. maí 1890 [og] lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890, segir [svo]:  „Landamerki Krýsuvíkur eru: 1. að vestan: sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól háan steindranga við Búðarvatnsstæði…“
Landamerkjabréf Krýsuvíkur var undirritað 14. maí 1890 og þinglesið 20. júní s.á.:  „…1. að vestan: sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi…“
HryggurEinnig er greint frá því í landamerkjabréfinu að Strandarkirkja og Kálfatjarnarkirkja eigi ítök í landi kirkjunnar, þar á meðal mánaðarselsátur í Sogum, sunnanvert við Trölladyngju, samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna, eign Kálfatjarnarkirkju, og að allar brennisteinsnámur á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurlandi séu í eigu útlendinga. Þar stendur einnig:  „Þess skal hjer getið, að ýmsir eigna kirkjunni talsvert meira land, sem jeg ekki finn ástæðu til að taka til greina, geti hlutaðeigendur orðið ásáttir um landamerki þau, sem hjer eru talin.“
Landamerkjabréfið er samþykkt af eigendum Ísólfsskála, Hrauns og Vatnsleysulands, eigendum og umboðsmönnum Knarrarnesja og Ásláksstaða, eigendum og umráðamönnum Brunnastaðatorfu, eiganda Þórustaða og Landakots og eiganda og umboðsmanni Auðnahverfis og 1/3 Breiðagerðis auk umboðsmanns skólasjóðsins. Það er einnig samþykkt af forráðamönnum Óttarsstaða og Strandarkirkju og umboðsmanni Hlöðunesstorfu svo og Garðapresti. Nokkrir þeirra sem skrifuðu undir gerðu athugasemdir við landamerkjabréfið. Umboðsmaður jarðanna Staðar og Húsatópta skrifaði:  „Hinsvegar skráðum landamerkjum Krýsuvíkur verð jeg að mótmæla hvað 1. tölulið snertir um sjónhending úr Dagon í Trölladyngju fjallsrætur að vestan þar jeg hefi aldrei annað heyrt frekar, en Krýsuvík ætti land úr Dagon, eptir Núpshlíð og vesturfjallgarði áfram N–austur eptir, en að öðru leyti hefi jeg ekki að athuga nema óráðið mun um rjetta þekkingu á „Markhellu” að vestanverðu.“
Eftirfarandi athugasemd kom frá eigendum og umboðsmönnum Hvassahrauns:  „Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahraunshverfis leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir „Markhellu” sje settur „Markhelluhóll”. Að öðru leyti samþykkt.
Fjárráðandi Kálfatjarnarkirkjulands lét líka skrá niður athugasemd:  „Framanskráðu landamerkjaskjali er jeg samþykkur sem fjárráðandi Kálfatjarnarkirkjulands, að undanskildum tölulið 2. í ítökum Kirkjunnar þ.e. Krýsuvíkurkirkju, þar eð Kálfatjarnarkirkju er í máldögum eignaður allur reki á Selatöngum; mótmæli eg þessvegna nefndum tölulið 2.“ Í lok landamerkjabréfsins er eftirfarandi athugasemd: „Af ókunnugleik mínum hef jeg látið sýna Selvellirlandamerkjalýsingu þessa sumum, sem engan eignarrjett hafa yfir landi við landamerkin að vestan (jeg vildi vera viss um að engum yrði sleppt, sem land ætti að), t.d. Grindavíkurpresti, eigendum Brunnastaðatorfunnar o.fl., svo ekki verður af undirskriptunum einum ráðið, að hinir undirskrifaðir eigi allir land að landamerkjum Krýsuvíkur, og verður það bezt sjeð á merkjalýsingum þeirra þegar þær koma í ljós, svo hinar óþörfu undirskriptir þurfa engan vafa eða misskilning að gjöra.“ Á. Gíslason.
Setninguna „… Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði” er vert að athuga nánar. Ca. km fyrir ofan vatnsstæðið er trúlega hinn eini sanni Markhelluhóll og á landakortum síðustu ára eru mörkin um hann. Á hólnum er varða og stendur hann rétt ofan við djúpa en þrönga gjá og eru stafirnir sem getið er um í landamerkjabréfi Óttastaða – Hvassahrauns meitlaðir stórum stöfum á hólklöppina sem snýr til norðausturs. Það er merkilegt hvað stafirnir eru greinilegir ennþá og vel getur verið að þeir hafi verið skýrðir upp einhverntíman á þessari öld.
Steindranginn sem nefndur er í lýsingunni er til þarna í nágrenninu og er hann spöl neðan og vestan við hólinn út í illfæru og grófu apalhrauni. Rétt við steindranginn er gömul mosagróin varða, há og mikil um sig, hlaðin úr stórum hraunhellum. Í lýsingunni hefur því verið blandað saman í eitt mark, hólnum og drangnum og eins gæti hugsast, að mörkin hafi einhverntímann legið neðar, þe.a.s um drangann en ekki hólinn. Hvassahraunsbændur gerðu sér grein fyrir því, við undirskrift bréfsins) að hægt var að ruglast á þessu tvennu og lögðu áheyrslu á örnefnið Markhelluhól sem er drjúgum ofar….“
MoshóllEf athuguð eru kort frá Landmælingum Íslands sést að línan hefur lengi verið á flækingi og skráð sem óviss mörk. Kort frá 1910, mælt 1908, sýnir Krísuvíkurlínuna (austurlínuna) um efstu brúnir Grænudyngju … . Útgefin kort 1936 og 1940 sýna austurlínuna í dalnum milli Dyngnanna … Á sérkorti frá 1986 er austurlína komin í Trölladyngjufjallsrætur, vestanverðar …].
Merki jarðarinnar eru samkvæmt lögbundnum gerðardómi uppkveðnum 4. nóvember 1938 og afsali íslenska ríkisins á landi Krýsuvíkurtorfunnar til sýslunefndar Gullbringusýslu, dags. 29. september 1941 og þinglýstu 18. nóvember 1941, svo og samkvæmt dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar í málinu nr. 329/1964 uppkveðnum 14. desember 1971, sem hér segir: „Að vestan eru landamerkin sjónhending úr Dágon, (p. 1) sem er klettur við sjó á Selatöngum, og í rætur Trölladyngju (p. 2) að vestan og þaðan í Markhelluhól (p. 3) svonefndan við Búðarvatnsstæði…“
Um landamerki Ísólfsskála á móti Krýsuvík segir m.a.í einni lýsingunni: „Nú tökum við aðra umferð og byrjum enn austan frá. Upp af Selatöngum er hraunið nafna- og auðkennalítið, frekar jafnlent, þó ekki sé það slétt. Merkin eru hér línan úr Dagon í Trölladyngjurætur að vestanverðu, en Trölladyngja er útbrunnið eldfjall. Hraun á ekki svo langt til norðurs. Núphlíðarháls, sem reyndar vafi er, hvort Hraun á í. Hlíðin sunnan í hálsinum heitir Núphlíð. Þar uppi er hið forna Vigdísarvallaland. Á móti þar austast er fjallshlíðin nefnd Skalli, og er það í Vigdísarvallalandi. Vestur af því er smárauf nefnd Litlaból, lítið fjárból, er blasir vel við frá Selatöngum, enda innsiglingamið þar á leguna. Þar upp af er lægðin nefnd Dalur og upp, og ofan eða austanvert við há-Núphlíð heitir Langagörn. Hún liggur meðfram dalnum alla leið að Vigdísarvöllum, breytir þar um útlit og nefnist innst Litli-Hamradalur. Vel má vera, að öll Langagörn sé í Horft norður eftir vestanverðum NúpshlíðarhálsiKrýsuvíkurlandi, en ég set hana hér, því annars glatast hún. Vestar og hærra en Litlabót er Stórabót. Það er móhella. Þar austur og upp af er Skálagörn, skora, er liggur til norðurs. Þar er vinkilbeygja á gamla veginum.“Í annarri lýsingu segir:  „Allmiklu skakkar hér um landlýsingu þeirra nágrannanna. Vel má vera, að öll Langagörn sé í Krísuvíkurlandi, en ég set hana hér, því annars glatast hún. 4) Langagörn er ekki öll í landi Krýsuvíkur. Landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur eru eftir Löngugörn.“
Landamerkjabréf Ísólfsskála dags. 20.06.1890, þinglýst 20.06.1890:  „… úr fjöru við festargnípu við svonefndan Skálasand liggja mörkin til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, þaðan til austurs sem sjónhending ræður á miðja suðuröxl á Borgarfjalli, þaðan sama sjónhending austur Selsvallafjall að landamerkjum jarðarinnar Krýsuvík, þaðan til suðurs eftir Löngugörn meðfram sömu landamerkjum að Dágon kletti á kampinum fyrir vestan Selatanga, þaðan sama sjónhending fram í stórstraumsfjöruborð, einkennismerki markasteinsins er L.M…“
Eftir því er tekið við skoðun þessa máls að þrjár jarðir, Ísólfsskáli, Hraun og Þórustaðir, teljast skv. landamerkjabréfum eiga mörk í Vesturhálsi, öðru nafni Selsvallahálsi.
Hraun er næsta jörð við Ísólfsskála og Kríýuvík. Austast í Siglubergshálsi eru móbergshnúkar og heita Móklettar. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru úr Eystrinípu í Festi og í norðurhnúk Mókletta. Þar er merki klappað í móklöpp. Þaðan eru merkin í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Síðan ber landeigendum ekki saman um landamerki. Eigendur Hrauns segja þau í vörðu á Núphlíð og síðan norður í Sogaselsdal. Eigandi Ísólfsskála segir þau úr öxl Borgarfjalls og í Selsvallafjall og þaðan í Sogaselsdal.“
Vigdísarvellir frá VesturfelliLandamerkjabréf Hrauns var samið 12. október 1889 og þinglesið 20. júní 1890:  „Í miðjum „marka-bás“ í fjöru er mark á klöpp, er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þorkötlustaða, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við „Húsafell“ og yfir „Vatnsheiði“, þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum, fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af „Sogaselsdal“, þá eptir Selsvallafjalli, til suðurs, samhliða landamerkjum jarðarinnar „Krísuvíkur“ þar til að mið suðuröxl á Borgarfjalli ber í merktan klett við götuna á „móklettum“, skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar „Ísólfsskála“, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu í fjöru. Einkennismark marksteinanna er L.M. er þýðir landamerki.“
Lýsing þessi var samþykkt af eigendum og umráðamönnum Ísólfsskála, Klappar, hálfs vesturbæjarins og miðbæjarins á Þorkötlustöðum, Kálfatjarnarkirkjulands og óstaðsetts vesturbæjar [líklega er átt við vesturbæ á Þorkötlustöðum]. Fyrir neðan ofannefndar undirskriftir stendur eftirfarandi: „Hinsvegar tilgreind landamerki jarðarinnar Hrauns í Grindavík samþykkjast hjermeð að því leyti sem þau ekki koma í bága við landamerkjalýsingu Krísuvíkur, sem naumast getur hugsast, þar sem allir þrír eigendur Hrauns hafa samþykkt og undirskrifað hana óbreytta.“ Undir þennan texta skrifar Á. Gíslason, Krýsuvík 17. júní 1890.
Vörðuleifar á FramfelliÁ manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp sem haldið var 1. júní árið 1900 var þinglesið skjal frá eigendum og ábúendum jarðarinnar Hrauns. Í skjalinu kom fram að fyrrnefndir aðilar hefðu ákveðið að banna allskonar landrif í landareign jarðarinnar, að undanskildum mosa. Bannið skyldi taka gildi sama dag og skjalið var þinglesið þ.e. 1. júní.  Í greinargerð í fasteignamati Gullbringusýslu 1916 – 1918 er greint frá landamerkjum jarðarinnar Hrauns:  „Landamerki að vestanverðu, svonefndur markabás á Slokatá þaðan beina línu vestan í vatnsheiði [fell yfirstrikað] í Kálffell, þaðan í vatns katla (steinker) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan að Sogaseli fyrir norðan Selsvelli í Selsvallafjalli, þaðan til suður eftir háfjallinu í göngumannaskarð á Núphlíd, þaðan í götuna hjá móklettum, þaðan yfir há – Festarfjall á sjó út.“  Þar kemur einnig fram að útengi sé ekkert og að útbeit sé fjalllendi.
Í maí 1920 gáfu umráðamenn eftirtalinna jarða á Vatnsleysuströnd yfirlýsingu um afnot á landi ofan jarðanna:
„Vjer undirritaðir eigendur og ábúendur jarðanna: Knarrarnes, Breiðagerði, Auðnar, Landakot, Þórustaðir og Kálfatjörn, allar í Vatnsleysustrandarhreppi í Gullbringusýslu, lýsum því yfir með skjali þessu að vjer í samráði við
hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps, fyrirbjóðum innbyggendum Grindavíkurhrepps, innan Gullbringusýslu, öll afnot af landi því, er, samkvæmt landamerkjalýsing fyrir Knarranesi, þinglesin á manntalsþingi Vatnsleysustrandar- og Grindavíkurhrepps 1887, sem eru: Þaðan sunnan til við svonefnda digruvörðu fyrir sunnan Hellur (bæinn) beint í Knarrarnessholt sunnanhalt, þaðan í Eldborgargren, þaðan beint í Krýsuvíkurland. Hversu sunnahöll við markalínuna að Digurvarða og Knarranessholt eru, sjest, þegar bein lína er dregin frá klöppinni (í fjörunni) í Eldborgargren…. Allt það land sem fyrir innan þessa línu er, eða er milli hennar og Krýsivíkurlands, teljum vjer eign áðurnefndra jarða sbr. landamerkjalýsingar fyrir öllum áðurnefndum jörðum, þinglesnar á báðum stöðunum 1886 og 1887 og undirskrifaðar af Árna sál. Gíslasyni í Krýsuvík 1891.ann 31. maí 1920 var haldið manntalsþing í Grindavíkurhreppi. Á því þingi mótmælti Vörðuhróf á VigdísarvallahálsiHafliði Magnússon, bóndi á Hrauni, landamerkjalýsingu fyrir Auðnahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi, dagsettri 12. júní 1886, og yfirlýsingunni um landamerki fyrir jarðirnar Knarrarnes, Breiðagerði, Auðna, Landakot, Þórustaði og Kálfatjörn sem gefin var út í maí 1920, en þessi skjöl voru þinglesin á manntalsþinginu. Hafliði greindi einnig frá því hver hann teldi landamerki Hrauns og Þórkötlustaða þar sem þau liggja að landi Strandahrepps eiga að vera:
Lína tekin úr Sogaselsdal beint vestur í Kálffell og þaðan beina línu í þúfuna á litla Skógfelli. Fram kom í máli Hafliða að þessum landamerkjum hefði áður verið lýst á manntalsþingi í Grindavík hinn 12. október 1889.
Í þeim hluta fasteignamatsins 1932 sem fjallar um jörðina Hraun stendur m.a. að beitiland hennar sé víðlent og skjólsælt. Deilur séu um landamerki milli eiganda og Vatnsleysustrandarhrepps.
Sóknarlýsingin 1840 [sóknarlýsing Grindavíkursóknar] segir línuna í Framfell en Hraunsbréfið segir í Selsvallafjall. Ekki er fullvíst hvar Framfell (Vesturfell) er en mjög líklega er það hæsta fjallið (359 m) á hálsinum milli Vigdísarvalla og Þrengsla.
Eyktarmark frá Vigdísarvöllum á VigdísarvallahálsiÁ korti Landmælinga Íslands frá 1910 er heitið Núphlíðarháls notað yfir hálsinn sunnan Selsvalla en Grænadyngja heitir þar sem nú eru Grænavatnseggjar og þá Selsvallafjall samkvæmt Hraunsbréfinu. Í þeim tveimur örnefnalýsingum sem til eru frá sjónarhóli Grindvíkinga segir annarsvegar: „ … Selsvellir … Heitir fjallið þar upp af Selsvallafjall.“ (Loftur Jónsson, Örnefnastofnun). Í hinni lýsingunni segir: „ … Selsvellir … Sunnan við þá er Núphlíð, eftir henni eru mörk milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Inn af Núphlíð (þ.e. inn eftir, séð frá Grindavík. S.G.) er Selsvallaháls“ (Þorsteinn Bjarnason, Örnefnastofnun). Undir Hraunsbréfið skrifaði aðeins einn hreppsbúi og það sjálfur presturinn á Kálfatjörn, séra Árni Þorsteinsson.
Hraunsbréfinu var samið og þinglýst aðeins 4 árum eftir að flestum landamerkjabréfum bænda héðan var þinglýst og enginn Strandarbóndinn sá ástæðu til þess að mótmæla þeim gjörningi. Undir bréfið skrifar einnig Árni Gíslason í Krýsuvík og segir: „Hinsvegar tilgreind landamerki jarðarinnar Hrauns í Grindavík samþykkjast hjermeð að því leyti sem þau ekki koma í bága við landamerkjalýsingu Krýsuvíkur, sem naumast getur getur hugsast, þar sem allir þrír eigendur Hrauns hafa samþykkt og undirritað hana óbreytta.” Nú er augljóst að Hraunsbréfið „kemur í bága” við Krýsuvíkurbréfið eins og sést á eftirfarandi: Ef Krísuvíkurbréfið (dags. 14/5 og þingl. 20/6 1890) er fullgilt sem líklegt má Túngarður Vigdísarvallatelja, þ.e. „ … sjónhending úr Dágon …. í Trölladyngjufjallsrætur að vestan” því allir aðilar skrifuðu undir það, einnig Hraunsmenn, þá fellur Hraunsbréfið (dags. 17/6 og þingl. 20/6 1890) um sjálft sig þar sem segir: „ …. þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af Sogaselsdal.” því þegar lína er dregin um Trölladyngjufjallsrætur samkvæmt Krýsuvíkurbréfinu og um ætlað „Selsvallafjall” uppaf „Sogaselsdal” samkvæmt Hraunsbréfinu þá skarast löndin um ca. 1 kílómeter og það Krýsuvík í hag því Hraunsbréfið var samið rétt rúmum mánuði eftir að Krýsuvíkurbréfið var gert og aðeins þremur dögum fyrir þinglýsingu beggja bréfanna.
Jarðabókin 1703 segir að Staður og Húsatóftir hafi selstöðu á Selsvöllum en um Hraun er sagt: „Selstaða langt í frá en þó sæmilega góð.” Sóknarlýsing Grindavíkursóknar frá 1840 segir að Selsvellir séu „ … Í Strandamannalandi eður fyrir norðan Grindavíkurlandamerki.” og einnig  „Litlu vestar en Selsvellir er selstaða frá Hrauni … og eru landamörk á milli seljanna í svokölluðum Þrengslum … “ Nú gætu eflaust allir staðkunnugir bændur orðið sammála um það að selstaða á Selsvöllum er ólíkt betri en sú sem Hraun hafði í Þrengslunum og þá óskiljanlegt af hverju Hraun nýtti ekki eigið (betra) land fyrir eigið sel.
Bali[Ef rétt er að elstu heimildir gildi í landamerkjadeilum er óyggjandi að samkv. sóknarlýsingu Grindavíkursóknar frá 1840 eru Selsvellir “í Strandamannalandi eður fyrir norðan Grindavíkurlandamerki”… . Þar segir einnig að línan sé í Framfell (Vesturfell) en það er mjög líklega á Vesturhálsinum vestan Vigdísarvalla.]
Einn slæmur galli er á landamerkjalýsingum Strandarbænda og hann er sá að yfirleitt eru engin örnefni tiltekin á markalínunni ofarlega í landinu. Aðeins í Þórustaðabréfinu er greint frá örnefni rétt við Krísuvíkurlínuna og er það Grænavatnseggjar, hin eru öll drjúgum neðar, s.s. Keilisbróðir, Klofi og Hrafnafell.
Í Knarrarnesbréfinu (vesturmörk) er fyrst farið að tala um „ .. að landi Krýsivíkur” og er svo áfram inn úr en í lýsingum allra bæja sunnan Knarrarness segir. „ … svo langt sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær” eða „ … upp í fjall.” og undirstrikar það ennfrekar að Knarrarnes er fyrsti bær á Ströndinni sem á land að Krísuvíkurlandi en ekki Hraunslandi. Ef Hraunsbréfið lýsir „réttum” mörkum hvernig ætli standi þá á því að í öllum landamerkjabréfum, hér í hrepp, innan Ásláksstaða er sagt „ …að landi Krýsuvíkur” en ekki Hrauns sem væri að sjálfsögðu eðlilegra….
VigdísarvellirNæst skulum við athuga eitt örnefnið enn sem tengist mörkum Hrauns og Vatnsleysustrandarhrepps, og er tiltekið í Hraunsbréfinu, en það eru Vatnskatlarnir, norðaustan Fagradalsfjalls. Í sóknarlýsingu Geirs Bachmann frá 1840 eru Vatnskatlar ekki nefndir, heldur „ … sjónhending fjallasýn úr Fagradalshagafelli til austurs landsuður í enn eitt fell, Hraunsselsvatnsfell …” Tvö fell eru norðaustan Fagradalsfjalls, þ.e. Vatnsfell, eða Fagradalsvatnsfell, nær fjallinu, og svo Hagafell, eða Fagradalshagafell, sem er samtengt Vatnsfellinu til austurs.
Í sóknarlýsingu Kálfatjarnarsóknar frá 1840 eftir séra Pétur Jónsson eru talin upp: Fagradalsfjall, Hagafell, og loks Keilir, en hann minnist ekki einu orði á Vatnsfell né Vatnskatla frekar en Grindavíkurpresturinn.
Svo virðist sem nafnið Vatnskatlar (Vatnsfell) hafi tapast en fundist aftur og sett á bréfin frá um 1890 því í Þórkötlustaðarbréfinu segir: „ … þaðan að Kálffelli, þaðan að Vatnskötlum (Vatnsfelli) fyrir norðan Fagradal, (samkvæmt landamerkjum frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 162037), …”
Vatnskatlar eru 2 – 3 gamlir gígar norðantil í Vatnsfellinu og í einum þeirra er alltaf vatn þrátt fyrir þurrkatíð. Hér áður fyrr hefur líklega verið miklu meira vatn þarna en nú er.
Þá vaknar sú spurning hvort Vatnskatlarnir séu hinn rétti landamerkjapunktur eða Hagafellið sjálft sem liggur spöl norðaustar. Ef dregin er bein lína úr Kálffelli í Vesturfell (Framfell) á Núphlíðarhálsi falla Vatnskatlarnir, Hraunsselsvatnsfell og Þrengslin inn í línuna en allt eru þetta punktar sem nefndir eru í heimildum og tengjast landamörkum. Reglustrikunotkun hefur ekki tíðkast á tímum forfeðranna en vel má ætla að umrædd lína hafi einhverntímann verið fullgild sem hreppamörk.
Á kortum Landmælinga Íslands allt frá 1910 er línan alltaf sýnd norðan Vatnskatlana en þó mismunandi norðarlega. Ef kort frá 1910 og til dagsins í dag eru skoðuð hefur línan úr Kálffelli og að Búðarvatnsstæði verið á sífelldum flækingi enda mörkin alltaf sögð „óviss”. Á kortinu frá 1910 er línan frá Kálffelli og beint í Keili, úr Keili í Sogin o.s.frv. Hvorki fyrr né síðar hefur Grindvíkingum verið „eignaður” svo stór hluti Vatnsleysustrandarhreppslands eins og á því korti. Það sama kemur fyrir á korti frá 1936. Lengi vel var línan um Litla Keili en á hann er aldrei minnst í landamerkjabréfum. [Útgefin kort 1936 og 1940 sýna … suðurlínuna [þ.e. Grindavíkurlínuna] enn um Keili. Á sérkorti frá 1986 er … suðurlínan í Litla – Keili en á hann er aldrei minnst í landamerkjalýsingum.]
Vesturfell (efst) frá VigdisarvöllumNýjustu kortin (staðfræðikort 1989) sýna línuna nokkru norðar en Hraunsbréfið frá 1890 segir til um og veit ég að ef Landmælingamenn hefðu borið mörkin undir bændur hér í hrepp hefðu þeir seint sæst á legu línunnar eins og hún er í dag. Þegar kort L.Í. eru athuguð sést vel að heimildarmenn örnefnanna í kring um hreppamörkin hafa verið Grindvíkingar því nokkrir staðir heita allt öðrum nöfnum hér í hrepp, t.d. voru Fagradalshagafell og Fagradalsvatnsfell aldrei kölluð hér annað en Hagafell og Vatnsfell. Það sama má segja um hnúkana sem nú heita á kortum Litli Keilir og Litli Hrútur en í Vatnsleysustrandarhreppi hétu þeir Keilisbræður eða, á seinni tímum; Litli og Stóri Hrútur.
Árið 1887 lætur Jón, bóndi, Daníelsson í Stóru – Vogum þinglýsa landamörkum jarðar sinnar en undir hana skrifa þrír Vogamenn sem vottar að réttri lýsingu. Þessi landamerkjalýsing er skrifuð árið 1840 eða 47 árum áður en henni er þinglýst. Í lýsingunni er getið um að mörkin séu í Rauðgil …. (eyða í handriti) … fyrir sunnan Dalsel. Þetta eru einu heimildirnar sem segja hreppamörkin svo sunnarlega og í Jarðabók 1703 segir um Stóru – Voga: „Selstöðu vísa á jörðin eina nærri þar sem kallað er Vogaholt, aðra vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, en þar eru um misgreiningar því Járngerðastaðarmenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar.”
Um Járngerðarstaði segir Jarðabókin: „Selstaða á Baðsvöllum … deilur við Vogamenn um selstöðu í Fagradal.” Engar aðrar heimildir finnast sem staðfesta lýsingu Jóns Daníelsssonar um landamörkin svo sunnarlega. …
Fyrsta dag ágústmánaðar 1996 fóru fulltrúar sýslumannsins í Keflavík, Stóru–Vatnsleysu og Hrauns í vettvangsgöngu til þess að skoða landamerki jarðanna Minni og Stóru–Vatnsleysu, Hrauns og Krýsuvíkur. Fulltrúi frá landbúnaðarráðuneytinu var einnig með í för vegna Krýsuvíkur og Kálfatjarnar. Ekið var sem leið lá inn að
Spákonuvatni og litið eftir línu sem liggur frá Grænavatnseggjum um Kolhól að Einiberjahóli. Þá var ekið að Reykjanessbraut og litið eftir flöggum á Einiberjahóli og Kolhóli sem Sæmundur Þórðarson, bóndi á Stóru – Vatnsleysu, hafði sett upp. Sáust þau nokkuð vel í sjónauka þegar gengið hafði verið um 100 m í suður frá
Reykjanessbraut. Sæmundur upplýsti að hann hefði farið ca. 1994 með Gunnari Erlendssyni, Kálfatjörn, Gylfa Má Guðbergssyni, prófessor og Sesselju Guðmundsdóttur, höfundi bókarinnar Örnefni og gönguleiðir í
Vatnsleysustrandarhreppi og hefðu þau í þeirri ferð staðsett Kolhól. Sigurður Gíslason, bóndi á Hrauni, tjáði síðan göngumönnum að hann hefði séð Dágon. u.þ.b. 1934 – 35, ca. 13 – 14 ára. Um hafi verið að ræða klöpp sem hafi náð honum í hné u.þ.b. metri í þvermál. Faðir hans, Gísli Hafliðason, og Guðjón Guðmundsson (fæddur og uppalinn í Krýsuvík og lengi búsettur að Hrauni) bentu Sigurði á þetta og kváðu vera Dágon. Dágon hafði verið „upp af vestri hleininni”, en sjáist nú ekki lengur, „það sé alveg öruggt”.
Eftir því er tekið við skoðun þessa máls að þrjár jarðir, Ísólfsskáli, Hraun og Þórustaðir, teljast skv. landamerkjabréfum eiga mörk í Vesturhálsi, öðru nafni Selsvallahálsi. Sigurður segir hálsinn heita Selsvallaháls en Vesturháls sé nýsmíði. Í þinglýsingarvottorðum frá 25. mars 2004 kemur fram að jörðin Hraun er í einkaeign,41 en úr því hafa verið seldar spildur sem ekki munu koma inn á kröfusvæði.
Drangur í FramfelliMerki jarðarinnar eru samkvæmt landamerkjabréfi, dagsettu 17. júní 1890 og þinglýstu hinn 20. júní 1890, sem hér segir:  „… úr miðjum ,,markabás” (p. 1) í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell (p. 3) og yfir Vatnsheiðin (p. 4), þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum (p. 5) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selvallafjall (p. 6) upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krísuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett (p. 7) við götuna á Móklettum (p. 8). Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu (p. 9) í fjöru …
Hraun : Landamerkjabréf dags. 17.06.1890, þinglýst 20.06.1890: „…úr miðjum „markabás“ í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell og yfir Vatnsheiði, þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af  „Sogaselsdal annarri örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík segir:  „Séu vötn látin ráða mætti ætla að eiginleg L.M. lína um Dyngjufjöll lægi um Fíflavallafjall og þaðan um Sogaselshrygg, því af honum falla vötn í Sogaselsdal og til Djúpavatnshvamms. Þá lægi línan línan héðan vestur og upp á Grænavatnsegg. Grænavatn á Núpshlíð liggur hér í djúpri kvos. Héðan liggur L.M. línan vestur á Selfjall, Selvallafjall. En frá Vigdísarvöllum lá Selvallastígur upp með Vigdísarvallalæk í gilinu og nefndist einnig Selfjallsstígur og lá til Selsvalla, en þar var haft í seli frá Stað í Grindavík. Selvallafjall var einnig nefnt Vesturfjall og Framfell. L.M. línan liggur vestur Núphlíðarháls, en svo nefnist allur raninn austan frá Sogaselsdal. Einnig er hann kallaður Vesturháls og Ól. Ólavius hefir hann á uppdrætti sínum Móháls og Vesturháls og Austurháls Móhálsa. En syðsti hluti hálsins er Núpshlíð og þar syðst er Skalli eða Núpshlíðarskalli.“
Útsýni að eyktarmarkinuHér eru mörkin sögð liggja með vestanverðum Vesturhálsinum. Þegar staðið er á fremsta fjallinu í hálsinum að vestanverðu, milli Selsvalla og Hraunssels má sjá hvar markalínan, sem getið er um í lýsingu Grindavíkursóknar, hefur legið úr Hagafelli í Hraunssels-Vatnsfell og þaðan í toppinn á fjallinu. Framan í því er hár klettastandur. Til norðurs sést línan vel yfir í Selvallafjall og þaðan í Trölladyngjurætur að vestanverðu. Augljóst er af þessu að gömlu selin á Selvöllum hafa verið Krýsuvíkurmegin við línuna, þ.e. austan hennar. Frá toppnum, en á honum virðast vera leifar fallinnar vörðu, má sjá suður með hálsinum, en auk þess niður í Hamradal. Gott útsýni er þaðan og heim að Vigdísarvöllum. Hafa ber í huga að margir álíta tóftirnar á vestanverðum Vigdísarvöllum vera samnefndan bæ, en tóftir hans er hins vegar á austanverðu túninu. Engar vörður eru sjáanlegar á Vesturhálsi, utan vörðuleifa á Framfelli og tveggja annarra sem eru á Vigdísarvallahálsi. Á honum eru tvö vörðubrot á fjallshæð vestsuðvestur frá Vigdísarvöllum. Eystri varðan hefur augljóslega verið eyktarmark frá bænum. Hinni virðist hafa verið hróflað upp á ólíklegum stað fyrir vörðu. Hún er reyndar í línu við hábrún Grænavatnseggja við Hamradal, en svo virðist sem þarna hafi einhverjir vilja koma upp merki til staðfestingar einhverju, líklega til að teygja landamerkin austar á hálsinn en þau í raun voru. Ef tekið er t.a.m. mið af lýsingu Grindavíkursóknar á þessa vörðu vantar algerlega eitt kennileiti á millum, þ.e. fellið, sem fyrr hefur verið nefnt fremst á Vesturhálsi, en það mun að öllum líkindum, m.v. fyrirliggjandi gögn og staðsetningu, vera fyrrgreint Framfell – og þá einnig Vesturfell frá Vigdísarvöllum, enda augljóst þaðan í vestri. Frá Selvöllum stendur fellið og fremst út úr hálsinum ofan við Þrengslin, auk þess sem það er fremsta fellið þaðan frá séð. Skv. því hefur markalínan legið með vestanverðum Vesturhálsi, enda átti bæði Krýsuvík selstöðu í Sogaselsgíg fyrrum og sel Grindvíkinga voru um tíma öll þarna undir hlíðinni, sennilega í skjóli Krýsvíkinga frá fornu fari í nytjaskiptum sbr. Þórkötlustaðaselið á Vigdísarvöllum. Stöðu seljanna virðist ekki hafa verið mótmælt fyrr en þau höfðu verið færð á suðvestanverða Vellina, enda má vel gera sér að leik að deila um hvorum megin hryggjar þau sel voru.
Frábært veður. Gangan um svæðið, fram og til baka, tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Ótal landamerkjabréf, lýsingar og ábendingar.
-Óbyggðanefnd 2005.
-Örnefnalýsingar – ÖÍ.

Núpshlíðarháls