Sigurðarsel

Á ýmsum kortum af Þingvallasvæðinu má sjá örnefnið „Sigurðarsel“, en bara á jafn mörgum stöðum og kortin eru mörg. Á sumum þeirra er selið skráð sunnan þjóðvegarins í gegnum þjóðgarðinn, sunnan við svonefndan Klukkustíg, og á öðrum er það staðsett skammt norðan þjóðvegarins. Á öllum kortunum er selið þó staðsett austast í Þingvallahrauni, vestan Hrafnagjár.

Hellishaedarhellir

Þegar FERLIR var að fylgja sjálfboðaliða-samtökum um náttúruvernd um Þingvallahraun daginn eftir þjóðhátíðardaginn 17. júní með það fyrir augum að rekja fornar götur, s.s. að Hellishæðahelli, um Svínhóla og síðan Klukkustíg frá Hrafnagjá að Þórhallsstöðum austan Skógarkots, birtist selið skyndilega uppljómað í heiðinni.
Reyndar kostaði það nokkurra mínútna undirbúning á áningarstað vestan undir Svínhólum eftir að komið hafði verið við í hellinum í Hellishæð. Í Jarðabókinni 1703 mátti lesa eftirfarandi um selstöðuna frá Þingvallabænum: „Selstöðu góða á staðurinn í sínu landi, en þar er örðugt til vatns í þerra sumrum, því brunnurinn þornar aldeilis upp.“
Í örnefnalýsingu um Þingvallahraunin er birtist í Árbókinni 1937-1939 mátti lesa eftirfarandi um svæðið umleikis og  Sigurðarsel (Þingvallarsel): „Frá Gjábakkastíg vestur að Tjörnum hækkar hraunið norður-eftir, norður fyrir Þingvallahelli; er svo að mestu leyti flatt norður-af Sigurðarseli og Hellishæð og vestur-að Hábrún, en hallar þaðan vestur- að Mosalág og Lágbrún.
Sigurdarsel-4Þetta heitir einu nafni Brún. Þetta var þrautastaður, að því er sauðbeit snerti á vetrum, bæði fyrir hraunbúa og aðra; jafnvel var f je rekið þangað til beitar austan úr Laugardal.
Eins og áður er sagt, heitir Klukkustígur þar, sem hverfur hallinn á vestri barmi Hrafnagjár. Alla leið þangað frá Hallstíg er gjáin djúp, breið og að öllu hin hrikalegasta. Þar fyrir norðan verður austurbarmurinn hár á dálitlum kafla, en vesturbarmurinn nær því jafn hrauninu, enda hækkar það þar á ný og hallar mót suðvestri; heitir sá halli Sigurðarsel. Sunnan í því er stór og falleg brekka, sem heitir Sigurðarselsbrekka; suður frá henni, vestur af Klukkustíg, er stór hóll, sem heitir Klukkustígshóll. Á gjánni, þar sem barmar hennar eru orðnir jafnir, er Selstígur; þar norður-frá eru fornar tóftir, sem má ske hafa verið hið virkilega Sigurðarsel. Skógur var um 1900 stærstur og sverastur í Sigurðarseli, en þar fyllist fljótt að snjó, sjerstaklega í norðaustan-hríðum.

Sigurdarsel-5

Sigurðarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Við norðvestur-horn Sigurðarsels[hæðar] er Hellishæð. Það er há hæð, sem snýr h.u.b. í austur og vestur, með skógi vaxna grasbrekku að sunnanverðu. Uppi á henni er hellir, ei all-lítill, sem notaður var frá Skógarkoti til fjárgeymslu. Hann var mörgum hellum betri að því leyti, að hann var talsvert hár, en blautur var hann þar, sem gólfið var lægst. Lægð lítil er við vesturenda Hellishæðar; fyrir
vestan hana er Litla-Hellishæð, dálítill hóll með vörðubroti; sunnan undir henni, niður á Brún, er klettahóll, sem heitir Þorkelsklettur. Norðvestur frá Litlu-Hellishæð er stór, sundurtættur klappahóll, sem heitir Ketilhöfðaklettur.“
Þetta verður að teljast sérstaklega merkur fundur, bæði vegna þess að líklega hefur enginn núlifandi maður áður litið tóftirnar augum og auk þess verður staðsetningin að teljast merkilegt innlegg í sögu búsetu á Þingvöllum fyrr á öldum. Selstaðan er á mjög fallegum stað með tilkomumiklu útsýni yfir Þingvallahraunið. Um er að ræða heilstaðan selsklasa með baðstofu og búri og hliðstæðu eldhúsi. Mikið hefur verið lagt í að gera vatnsbólið nýtilegt með ganghleðslum umleikis. Tvískiptur hlaðinn stekkur er skammt norðan við selið.
Ekki er ólíklegt að sauðaskjólið í Hellishæð hafi tengst selstöðunni fyrrum.
Annars hylur birkiskógur minjarnar svo önnur en vel þjálfuð leitaraugu eiga mjög erfitt að koma auga á þær, sem betur fer.
Ferðin um Þingvallahraunið var farin með félögum í Sjálfboðasamtökum um náttúruvernd (SJÁ).
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Jarðabókin 1703, Þingvellir.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, örnefni í Þingvallahrauni, bls. 147-149.

Sigurðarsel

Sigurðarsel.

Gjár

Gjár eru milli Klifsholts og Fremstahöfða, skammt ofan við Hafnarfjörð – norðan Kaldársels. Um er að ræða fjölbreytilegt hraunlandslag og sérstaklega afmarkað sem náttúruverndarsvæði. Hraunið virðist afmarkað og stakt, jafnvel einstakt – og það er það líka, ef betur er að gáð.

Inngangurinn í Gjáaskjólið

Uppruni hraunsins er í Búrfellsgíg, 1-2 km fjær. Búrfell er eldborg, u.þ.b. 7,5 km frá Hafnarfirði. Þaðan rann hraun niður í Hafnarfjörð og Skerjafjörð. Heildarflatarmálið er u.þ.b. 18 ferkílómetrar. Hraunið er talið vera í kringum 7200 ára (m.v. sýni, sem tekið var við Bala á Álftanesi).
Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Fellið sjálft er hringlaga gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfellið gaus aðeins einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst fyrrnefnt Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Hraunið er bæði innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar.
Hrafnslaupur í GjánumTveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur, líkt og hraun þess, undir ýmsum nöfnum. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun (kennt við fuglinn smyril sem gerði sér hreiður þarna), Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Í öðru eldgosi, sem líklega varð á tólftu öld, rann örþunnt hraun úr Gvendarselsgígum (nyrstu gígunum á 25 km langri sprungurein er fæddi m.a. Ögmundarhraun, Afstapahraun og Nýjahraun (Kapelluhraun)) niður í Kaldárbotna sjálfa og þaðan niður fyrir Kaldársel og nam þar staðar. Þetta hraun hefur verið mjög heitt og þunnfljótandi því að það fyllti í allar lægðir á leið sinni og storknaði án þess að í því mynduðust kólnunarsprungur og gjótur. 

Hleðsla fyrir vesturenda Gjáaskjóls

Þegar grunnvatnsborð í Kaldárbotnum lækkar niður fyrir efri brún hraunsins hverfur Kaldá undir hraunyfirborðið. Þegar grunnvatnsyfirborðið er hærra í Kaldárbotnum rennur Kaldá hins vegar ofan á þessu þétta hraunlagi. Þar sem hraunið endar, fyrir neðan Kaldársel, hverfur Kaldá ofan í hraunin þar fyrir neðan. Það hraun er einmitt hluti af Búrfellshrauni, líkt og Gjárnar.
Þegar gengið er um Gjár má sjá allnokkra hella og skúta. Hér verða hins vegar einungis tveir þeirra gerðir að umtalsefni, báðir í sömu hrauntröðinni. Í rauninni má sjá allmiklar hrauntraðir á tveimur stöðum Gjánum, við Nátthaga og á Gjáabrúnum. Utan við Nátthaga eru t.a.m. Gróin hrauntröð í GjánumHreiðrið, Kaðalhellir og Gjáhús, en í Gjáabrúnum eru Gjáaskjólið og Gjáahellir. Sá fyrrnefndi er um 20 m löng hraunrás í myndarlegri hrauntröð. Fyrir austurendann hefur verið hlaðinn veggur. Einnig í vesturendann, sem er allnokkru þrengri. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að nýta rýmið þar á millum. Einhverju sinni hefur fallið úr þunnu loftinu og gat myndast. Hellirinn er rúmgóður og greiðfær. Að vestanverðu tekur við opin hrauntröð, nú gróin og birkitrjáum þakin. Hún greinist skammt vestar og hefur meginstraumurinn runnið til norðurs undan hallanum. Áður hefur þó mikið gengið á um skamman tíma. Svo er að sjá að þar fyrir ofan hafi fyrst orðið nokkur kvikusöfnun um skeið. Bráðið hraunið hefur staðnæmst um stund, blásið frá sér gasefnum og myndað uppstreymi. Loks hefur bráðin kvikan náð að bræða grannbergið og finna sér leið áfram, bæði um hrauntröðina og einnig um rás, sem nú hefur lokast. Neðar birtist það sem Gráhelluhraun og síðan sem Stekkjarhraun neðan Setbergs. Í þeim hraunum er ekki að finna hraunrásir, enda á tiltölulega sléttu landi.
Gasuppstreymisopið í Gjánum má enn berja augum. Dýptin niður á botn geymisins er um 8 metrar. Hægt er að komast inn í hann (fyrir grannt fólk) um þröng op í hrauntröðinni. Í veggjum uppstreymisopsins má sjá tvo hrafnslaupa.
Svæðið í kringum hrauntröðina lætur ekki mikið yfir sér, en hefur upp á fjölmargt að bjóða. Sunnar er t.a.m. myndarleg hrauntröð. Við enda hennar er enn einn skútinn, enn ókannaður.

 

Gjár

Gjár – hleðslur.

 

Þorlákshöfn

Til að hefta sandfokið nálægt Þorlákshöfn var landið friðað fyrir búfjárbeit 1935 og girt af. Girðingin er 21,8 km löng og telst þetta með stærri landgræðslusvæðum um 7.550 ha.
Þorlakshofn-sandgraedslan-1Svæðið nær frá Ölfusá og að Nesvita í Selvogi, en sjórinn afmarkar svæðið að sunnan allt austur að Hamarendum sunnan við Hraun í Ölfusi og neðan við Vindheima, Breiðabólsstað, Litlaland, Hlíðarenda yfir Selvogsheiði og allt til sjávar austanvert við Nes í Selvogi.
Sandgræðslan keypti lönd frá Nesi í Selvogi, Hlíðarenda, Litlalandi, Breiðabólstað og Vindheimum í Ölfushreppi. Seinna var eigendum Hrauns Í Ölfusi afhent það land er þeir áttu innan girðingarinnar.
Landgræðslan á núna allt land innan girðingar nema Þorlákshafnarland.
Eftir að girðingin var komin var reynt að vinna að sandgræðslu eftir því sem fjármagn og geta leyfði en fyrstu 30 árin var lítill sem enginn árangur.
Þorlakshofn-sandgraedslan-2Í bókinni „Græðum Ísland – landgræðslan 1988” er eftirfarandi haldið fram: „Sjómenn hafa haldið því fram að aðalástæða fyrir því að fiskigöngur hurfu þarna skyndilega af landgrunninu hafi verið sandfok ofan af landinu. Hinir tíðu norðaustanvindar, sem bera sandinn í sjó fram, hafa einnig iðulega gert mönnum erfitt fyrir að stunda fiskvinnslu í Þorlákshöfn enda vart hægt að hugsa sér óeðlilegri og óæskilegri aðstæður við fiskvinnslu en sandfok”. (Bls. 146-147).
Í samvinnu við fólkið í þorpinu hóf Sandgræðslan (nafninu var síðar breytt í Landgræðslan) að gera stórátak í að hefta sandfokið með því að sá melgresi.
Landslagið innan landgræðslusvæðisins er hraun sem er erfitt viðureignar, þar skiptast á hraunhólar og lægðir sem eru fullar af sandi og þegar blæs þyrlast sandurinn upp. Landslagið gerir það einnig að verkum að það getur verið erfitt að nota vélar við sáningu. Þá hefur oft á tíðum þurft að grípa til þess að sá og slétta úr sandhólunum með berum höndum.
Þorlakshofn-sandgraedslan-3Erfitt er að eiga við sjávarsandinn í flæðarmálinu, því hann skolar upp á háflóði og þegar hann þornar fýkur hann og það sama gerist með framburðinn úr Ölfusá. Þetta ástand er verst alveg við þorpið í Skötubótinni. Eftir að höfnin var stækkuð 1974-1976 safnast sandurinn að hafnargarðinum og þar getur orðið upphaf sandfoks.
Fyrstu stóru landgræðsluframkvæmdirnar voru gerðar 1958 þegar byggðir voru sandvarnargarðar á leirunum austan við þorpið. Hælar voru reknir niður í sandinn og negld vour á þá tvö 6 tommu borð. Milli garða voru hafðir 100 m en alls voru notuð í þá rúmlega 17 km af borðum. Melgresi var sáð beggja megin garðanna. Garðarnir drógu verulega úr sandskriði og sandurinn færði garðana í kaf.
Í kjölfar landgræðsluframkvæmdanna myndaðist sjávarkambur sem hefur hækkað mjög vegna áfoks sands.
Þorlakshofn-sandgraedslan-4Kamburinn er án efa merkasti melgresissjóvarnar-garður hér á landi. Til glöggvunar má nefna að fyrsti síminn var lagður á þessu svæði 1920 eftir innanverðum kambnum. Nú eru nokkrir símastauranna komnir í kaf í sandinn.
Árið 1958 var byrjað að dreifa fræi og áburði úr flugvél í Þorlákshöfn. Í fyrstu var notuð lítil flugvél til dreifingar og hörð leira notuð sem lendingarstaður en hún var í fjöruborði við Ölfusá vestan Hamarenda, sunnan Hrauns í Ölflusi. Þetta gaf svo góða raun að hafist var handa við byggingu flugbrautar við Hafnarnes 1968 sem notuð var í nokkur ár þar til að farið var að nota áburðarflugvélina Páll Sveinsson. Með til komu áburðarvélarinnar margfaldaðist afkastagetan við styrkingu gróðurs innan landgræðslugirðingarinnar.
Helstu markmið Landgræðslunnar í Þorlákshöfn er að verja byggðina fyrir sandfoki með landgræðslu sem fellst í því að sá fræjum, gróðursetja plöntur og bera áburð á svæðið. Landgræðslan vaktar ástand á gróðri og jarðvegi og gerir framkvæmdaáætlanir með tilliti til árangurs og framvindu gróðurs.

Heimild:
-ismennt.is/not/siggud/landgr/girding.htm

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – Skötubót.

Grindavík

Sjómerki, innsiglingarvörður, sundmerki og sundvörður þóttu ómissandi leiðarmerki sjófarenda fyrr á öldum, langt fram eftir 20. öldinni. Þau voru bæði nýtanlegar til leiðsagnar við landtöku, en ekki síður sem aflamið. Þótt flestir bátar séu nú útbúnir nútíma stafrænum tækjabúnaði má víða á ströndum Reykjanesskagans enn í dag sjá minjar leiðarmerkjanna, sem í fyrstu voru hlaðnar vörður, sumar með brennum á, og síðar með spjöldum og ljósmerkjum. Hér verða tekin nokkur dæmi.

Í Þjóðólfi árið 1889 er fjallað um „Leiðir og lendingar“:Auglýsing
„Hjer með skora jeg á bjargráðanefndir þær, sem nú eru í suður- og vesturamtinu, að senda mjer áreiðanlega og nákvæma lýsing á þeim leiðum og þeim þrautalendingum, sem almenningi þurfa að vera kunnar.
Öll undirmið þurfa að vera sundmerki; súlur eða vörður með trje í, því hæðir, bakkar, garðshorn, bæjarþil og strompar, hólar, hjallar og þvíumlíkt, er ónógt og óljóst flestum, nema heimamönnum.
Ef nokkuð er að athuga við sundalýsingar o.s.frv. í Árnessýslu þarf jeg að að fá athugasemdir um það.
Brjef þessu viðvíkjandi og öðrum bjargráðamálum, óska jeg send mjer á „Geysir“ í Reykjavík fyrir 5. janúar 1890. – P.t. Geysir, 25. nóv. 1889.
0.V. Gíslason.“

Í Ægi árið 1919 er fjallað um „Sjómerki„:

Bessastaðanes

Bessastaðanes – sjómerki.

„Eitt af mjög mörgu, er þarf athugunar við, eru sjómerkin hér.
Sjómerkin eru tvennskonar. Á landi: vörður, að einhverju leyti auðkendar, eða sundmerki, sem bera saman, notuð í þröngum siglingaleiðum. Á sjó: baujur með stöng á, með kústi einum eða fleirum. —
Í öðrum löndum eru settar reglur um hvernig sjómerki skuli vera, þannig, að sjófarandi veit um leið og hann sér merki, hvernig hann á að sigla eftir þeim. Ekki eru þessar reglur alþjóðlegar, heldur hefir hvert land oft reglur fyrir sig. Til frekari skýringar þessu, gætum við hugsað okkur reglur, sem væru settar við innsiglingar á hafnir. Bauja með uppbendandi kústi væri höfð stjórnborða. Bauja með tveimur uppstandandi kústum á bakborða. Vörður með rauðri rönd á stjórnborða, með tveimur á bakborða.
Sundmerkin væru lík og gömlu sundmerkin voru, vörður með stöng upp úr, sem á væri þríhyrningar rauðmálaðir og eitt hornið vísar upp, hin til hliðar, o.s.frv. Hér er öllu þessu grautað saman.“

Í Faxa árið 1951 er grein; „Saga slysavarnardeildarinnar „Þorbjörn“ í Grindavík„. Þar er m.a. fjallað um sundmerki:

Eiríkur Tómasson

Eiríkur Tómasson.

„Á síðasta missiri má segja, að Grindvíkingar hafi getað haldið tvíheilagt afmæli í Slysavarnasögu byggðarlagsins. Fyrst 2. nóvember s. 1., en þá átti Slysavarnardeildin „Þorbjörn“ tuttugu ára afmæli og svo 24. marz, er tuttugu ár voru liðin frá fyrstu björgun deildarinnar, sem var jafnframt fyrsta björgun með fluglínutækjum hér á landi.
Strax á framhaldsstofnfundinum, sem haldinn var 18. janúar, var hafin barátta fyrir raunhæfum aðgerðum. Úr fundargerð þess fundar er eftirfarandi tekið: „Eiríkur Tómasson talaði um hversu nauðsynlegt það væri að öll sundmerki væru höfð skír og glögg, áleit hann að sundmerkin, sérstaklega hér í hverfi (Járngerðarstaðarhverfi) og Þorkötlustöðum þyrftu töluverðar umbætur, einnig talaði hann um að brimmerkin hér þyrftu að vera gleggri. Einar G. Einarsson, kaupmaður, tók í sama streng og lofaði hann því að gefa kr. 50,00 fyrir efni, ef með þyrfti til að endurbæta með sundmerkin í hverju hverfi, gegn því að menn ynnu verkið endurgjaldslaust. Til að koma þessu verki í framkvæmd kaus fundurinn þessa: Formann Eirík Tómasson, Guðmund Erlendsson, Guðmann Jónsson, Benedikt Benónýsson og Guðstein Einarsson, Dalbæ. Einnig kom fram svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn krefst þess að öllum formönnum í Grindavík sé skylt að þekkja öll sundmerki „hér í sveitinni og allar varúðarreglur þar að lútandi“.
Þessar fyrstu ráðstafanir voru f.o.f. gerðar til að auka öryggi þeirra manna, sem daglega þurftu að fara eftir krókóttum leiðum brimsundanna. En í sumum þeirra höfðu tugir manna látið lífið á liðnum öldum. Svo vel hefur tekizt til, að enginn maður hefur farizt á grindvísku sundunum síðan að félagið var stofnað.“

Í Morgunblaðinu árið 1983 er m.a. fjallað um „Vörður„:

Heiðarvarða

Grindavík – Heiðarvarðan ofan Hóps.

„Þótt víðast væri látið nægja að miða af sjó við ýmsa staði í landslaginu, eins og áður er vikið að, urðu margir til að gera sér kennileiti í því skyni og þá einkum vörður. Verður hér getið nokkurra. Varða ein í Þorlákshöfn var beint upp af skerinu Kúlu, vestan við uppsátrin og í hana miðað.

Grindavík

Grindavík – Heiðarvarðan (Stamphólshraunsvarða).

Þegar sundið í Herdísarvík var tekið, átti Sundvörðu eystri, sem var ofangarðs í norður frá Gerðishúsinu, að bera í Sundhamar, sem er austast í Herdísarvíkurfjalli.
Í Grindavík hlóðu sjómenn margar vörður til að miða í. Nokkuð langt uppi í heiði var Sigguvarða. Hana var miðað af 26 stöðum, eða öllum grunnmiðunum. —

Grindavík

Grindavík – efri Hópsvarðan (innsiglingarvarða).

Stamphólavarða var uppi á hraunbrúninni og framan á henni eins konar tréþil, svo hún yrði gleggri sem mið. — Niðri á sjávarkampinum var Svíravarða og Fiskivörður á Staðarbergi. Einnig var miðið: Látravarða um Sílfell eða um Þorkötlustaðanes. Vörðurnar voru þrjár á háum hól — Strýtuhól.
Miðavarða var í heiðinni upp af Höfnum.
Kolbeinsstaðavarða var rétt fyrir ofan túngarðinn á samnefndum bæ á Miðnesi — og var gamalt sund- og fiskimið.
Í Faxaflóa var miðið Ásvörðuslóð, en þá átti Valahnúka að bera um Austari- og Vestari-Ásvörðu á Ásfjalli fyrir ofan Hafnarfjörð. Önnur varðan stendur enn.“

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1948 fjallar Ólafur Þorvaldsson um „Ásvörðu„:
Ásvarða
„Skammt suður frá Hafnarfirði er hæð nokkur eða fell, sem Ásfjall heitir. Fjall þetta má að vísu telja til hinna smærri fjalla, þó tekur það yfir nærliggjandi holt og hæðir þar í grend.
Þó fjall þetta láti litið yfir sjer, hefur það þó nokkra þýðingu, og var oftar umtalað en allar aðrar hæðir um þessar slóðir.
Börn og fullorðnir töluðu um Ásfjall sem mesta berjaland í grennd Hafnarfjarðar, á sumrum, en sjómenn kringum sunnan verðan Faxaflóa, sem mið meira og minna allt árið. Á norðurhæð fjallsins var ævaforn grjótvarða. Fram undir síðustu aldamót var hún ekki hærri en 4—5 álnir.

Ásvarða

Útsýni af Ásfjalli – Ásvarða 2020.

Saga Ásvörðu, eins og umrædd varða var allt af kölluð, er aldagömul saga, sennilega jafngömul sögu áraskipanna við Faxaflóa, eftir að skipin stækkuðu svo að mönnum óx svo fiskur um hrygg, að þeir gátu gert skip sín svo úr vör, að viðlit var að fara á þeim til hinna djúpu fiskimiða. Þegar nú annað tveggja fisk þraut á grunnmiðum, eða hann kom ekki á þau þetta eða hitt árið og sjómenn fóru að leita út á djúpið, hafa þeir komist fljótt að því, að ekki var sama hvar eftir fiski var leitað. —
Ólafur Þorvaldsson
Þegar svo kom þar sem nægur fiskur var undir, var áríðandi að tína ekki þeim bletti aftur. Fóru menn þá að miða staðinn, og var það gert með því að horfa til lands, taka einskonar lengdar- og breiddar-mæling, gert að eins með athugulum augum, því að annað sem til má nota var þá ekki fyrir hendi. Voru þá venjuleg fjöll og önnur kennileiti á landi notuð sem mið. Alltaf urðu miðin að vera fjögur, tvö og tvö, sem báru saman í hvorri átt, samsvarandi lengdar og breiddar línunni.
Venjulega voru há fjöll eða hlutar þeirra, sem hátt báru, höfð að yfirmiði, en aftur önnur, sem oft voru nær sjó og lægra, lágu, að undirmiði. Kölluðu svo menn þessa stáði, sem þannig var búið að miða sig niður á, á sjónum, mið eða slóðir. Þannig varð Ásvörðuslóð til, mjog fisksælt mið á Suður-Sviði í Faxaflóa. Var Ásvarða undirmið en Valahnjúkur venjulega yfirmið. Á þetta fisksæla mið hafa margar kynslóðir sótt, og fært þaðan þjóðarbúinu mikla björg.
Þessi góðu, gömlu fiskimið urðu því vinsæl, og umræður um þau oft fljettaðar inn í samtöl fólks þess er við sjóinn bjó. Nú mun tími gömlu fiskimiðanna að mestu liðinn, því ekki mun standa eins glöggt nú, hvar línu eða botnvörpu sje í sjóinn kastað frá borði, samanborið við það, þegar að eins um handfæri var að ræða á opnum skipum.“

Í Faxa árið 1950 er fjallað um innsiglingarmerkið „Kölku“ á Háleiti ofan við Njarðvík:

Kalka

Njarðvík – Kalka efst. Teikning Áka Grenz.

„Kalka er heiti á landamerkjavörðu, er stóð uppi á Háaleiti, þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur og braggahverfi honum tilheyrandi.
Einnig er þess getið til, að hún hafi verið notuð sem innsiglingarmerki skipa á dögum Selstöðukaupmanna hér á Suðurnesjum. Varðan er sögð hafa verið hvít kölkuð, svo að hún sæist langt að, og hefir hún dregið nafn þar af. Var þessi ævagamla varða við líði, þar til nú á stríðsárunum, að setuliðið jafnaði hana við jörðu. – H.Th.B.“

Heimildir:
-Ægir, t. tbl. 01.07.1919, Sjómerki, bls. 84.
-Faxi, 3. tbl. 01.03.1951, Saga slysavarnardeildarinnar „Þorbjörn“ í Grindavík, bls. 25.
-Morgunblaðið, 291. tbl. 18.12.1983, Vörður, bls. 58.
-Lesbók Morgunblaðsins, 21. tbl. 13.06.1948, Ásvarða – Ólafur Þorvaldsson, bls. 296.
-Þjóðólfur, 56. tbl. 29.11.1889, Leiðir og lendingar, bls. 224.
-Faxi, 1. tbl. 01.01.1950, Kalka, bls. 8.

Grindavík

Grindavík – neðri Hópsvarðan 2021.

Jökulgil

Haldið var upp eftir slóða austan Þverár, frá Leirvogsá norðvestan við Hrafnhóla. Stefnan var tekin á hinn gamla Svínaskarðsveg.
Tóftir Þverárkots kúra sunnan undir Brú á SvínaskarðsvegiBæjarfelli austan Þverár. Svo var að sjá að eyðibýlið“ væri að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga.
Austar er Þverárkotsháls. Þegar komið var á móts við Þverárdal, þar sem Skarðsá rennur í Þverá, var lagt af stað fótgangandi eftir Svínaskarðsvegi áleiðis upp í Svínaskarð. FERLIR barst nýlega upplýsingar um að brak úr flugvél væri að finna í Þverárdal. Ætlunin er að skoða það fljótlega.
Um Svínaskarðið lá aðalvegurinn milli Kjósar og byggðarinnar við Sundin áður fyrr og um það skarð fóru flestir þeir ferðamenn, sem komu að vestan eða norðan eða fóru vestur og norður á land. Þá lá gatan meðfram Leirvogsá, hér fyrir neðan Mosfellið og beint til Reykjavíkur. Þá voru þessi býli undir Esjuhlíðum í þjóðbraut en þegar akvegurinn var lagður vestan við Esjuna á 3-ja áratug 20. aldar lagðist umferðin um Svínaskarðið af . Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið, en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan. Jarðvísindamenn segja, að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2.5 -3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmansfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar og myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun sem það hefur í dag.
SvínaskarðÁ hægri hönd voru Haukafjöllin og Þríhúkar, en Gráhnúkur og Þverfell á þá vinstri. Ofar var Bláhnúkur og Móskarðshnúkar hreyktu sér hátt upp við himinröndina. Framundan var Skálafell og Stardalshnúkar sunnar (að sjá, en þeir eru auðvitað suðvestar).
Þegar komið var upp með Þverfellshlíðinni lagðist vegurinn í meðaltalið milli Láar og Lóðar. Andstætt, austan Skarðsáar, hallaði Skálholtsöxlinn sér niður að Sumarkinninni, sem nú var farin að grænka í vanga. Ofar brosti útvörður Hnúkanna (807 m.y.s) sínu blíðasta. Með austanverðum Svínaskarðsveginum mátti af og til sjá holur – og jafnvel hringlaga hleðslur. Fljótlega leystist sú gáta. Fyrrum hefur stauraröð, sennilega síminn, verið lögð yfir hálsinn og í Kjósina. Þegar ekki var lengur brúk fyrir staurana, enda síminn verið jarðaður, hafa bændur fengið að fjarlægja þá og komið þeim í girðingastaurastað. Þannig má á einum stað sjá hringlaga hól við veginn, sem gæti sýnst hafa verið dys, en var það að sjálfsögðu ekki. „Dysin“ efst á hálsinum hefur án efa fæðst sem símstaurastuðningur, en endað sem átrúnaður. Á einum stað á Svínaskarðsveginum hafa einhverju sinni farið fram umtalsverðar vegaumGatan með vestanverðum Svíndadal - ofanverðumbætur þar sem lækur rennur yfir hann úr Móskarðshnúkum. Mikil og vandlega gerð grjóthleðsla heldur veginum uppi svo hann telst þar fær enn þann dag í dag. Í skorningnum neðan hleðslunnar vex dýjamosi við undirspil lækjarniðarins, auk þess hann hefur laðað að sér spóa til vörpunar undir brúnum.
Þessi fyrrnefnda „dys“ er efst í Svínaskarðinu – smásteinótt varða, sem orðið hefur til og stækkað smám saman (eftir að eiginlegu hlutverki hennar sem símstaurastuningur lauk) þegar vegfarendur um skarðið hefa staðnæmst við hana stutta stund, áð, virt fyrir sér stórbrotið útsýnið beggja vegna, teygt sig að því búnu eftir steini og kastað í hrúguna. “Dysjar” sem þessu má víða sjá á veghálsum landsins. Varðan er á endimörkum Þverárkotslands í norðaustri. Austurmörkin fylgja síðan Skarðsánni yfir Háskoru. Helstu heimildir um merki jarðarinnar er þinglýst landamerkjabréf Þverárkots ásamt Hrafnhólum frá 10. febrúar 1890, en þar er landamerkjum lýst orðrétt svo: „Landamerkja bréf fyrir jörðinni Þverárkoti ásamt Hrafnhólum. Úr vörðunni sem er í austur frá svonefndu Hádysi á Svínaskarði sem er hornmark, beina stefnu suður yfir Háskoru, frá Skorpu beina stefnu í læk þann sem er fyrir vestan beitarhús frá Stardal, svo ræður Leirvogsáin niður í vörðu á norðurbakkanum, þaðan beina stefnu uppí Hátind.”
Hrútshornið sést mjög vel utan í suðaustanverðri hlíð Móskarðshnúks (-hnúka) og Kerlingin, 4-7 m hár (svartur) drangur, svo til undir toppi fjallsins.
Hnúkarnir (stundum er talað um hnúk í eintölu (þann austasta) og aðrir sérnefndir) eru í austanverðri Esjunni og virðast ávallt baðaðir sólskini og það jafnvel þegar sólarlaust er. Örnefnastofnun segir að „hnúkarnir [séu]kenndir við svonefnd Móskörð. Á korti yfir Gullbringu- og Leifar Junker 88 í JökulgiliKjósarsýslu sem Björn Gunnlaugsson teiknaði fyrir Bókmenntafélagið 1831 hefur hann skrifað Móskarðahnúkr (Haraldur Sigurðsson, Kortasaga Íslands frá lokum 16. aldar til 1848, milli bls. 244 og 245 (1978)).
Jónas Hallgrímsson nefnir Móskarðahnúka svo í sínum skrifum, m.a. í dagbókum 1840 (Ritverk. Bréf og dagbækur II:364 (1989)). Hið sama gerir sr. Magnús Grímsson í Ferðabók sinni fyrir sumarið 1848, bls. 12 og víðar (1988). Hann talar um Móskarðahnúkinn enn eystasta sérstaklega. Um tildrög nafnsins hefur hann þessi orð: “grjótið í öllum þessum hnúkum er ljósrautt tilsýndar, og þar af mun Móskarða-nafnið dregið”.
Þannig lýsir sr. Stefán Þorvaldsson hnúkunum undir fyrirsögninni Fjöll í sóknalýsingu Mosfells- og Gufunessókna 1855: “Móskörð, háir fjallahnúkar af gulleitu (Thrachyt) grjóti, vestanvert við Svínaskarð. Þetta fjall er hæsti tindur allrar Esjunnar.” (Sýslu- og sóknalýsingar. Landnám Ingólfs III:221 (1937-39)).
Leifar Junker 88 í JökulgiliÞorvaldur Thoroddsen nefnir Móskarðshnúk 1890 (Ferðabók III:10) (1958) en Móskarðshnúka 1883 (Ferðabók I:102), og 1898 (Ferðabók IV:114). Sú nafnmynd hefur yfirleitt birst á opinberum kortum fram undir þetta. Á nýju korti Landmælinga Íslands, Ferðakorti 2 í mælikvarðanum 1:250.000 (2003), er nafnmyndin þó Móskarðahnúkar, sett að tillögu Örnefnastofnunar.
Í landamerkjalýsingu Eyja í Kjós frá 1887 er hnúkanna ekki getið en hinsvegar í landamerkjalýsingu frá 1921, þar sem segir: “alla leið suður á Móskarðahnúk”.
Egill J. Stardal lýsir Móskörðum á þessa leið í Árbók Ferðafélags Íslands 1985: “Móskörð eru hnjúkahvirfing úr baulusteini eða líparíti. Austasti hnjúkurinn og þeirra tígulegastur er Móskarðahnjúkur, sem rís vestan Svínaskarðs, einn og stakur eins og tröllvaxinn píramídi.” Í sömu bók talar Ingvar Birgir Friðleifsson um Móskarðahnúka, en einnig í eintölu um Móskarðahnúk (166). Sr. Gunnar Kristjánsson skrifar í sömu bók um Móskarðshnúka.
Örnefnaskrár í Örnefnastofnun nefna ýmist Móskarðahnúka (þar á meðal Egill J. Stardal) eða Móskarðshnúka og eru heimildarmenn um sitt hvort jafnvel frá sama bæ og sýnir það hversu mjög á reiki nafnmyndirnar hafa verið. Yfirleitt er við því að búast að orðmyndin –hnúkur sé á Suðurlandi en –hnjúkur norðan- og austanlands, en sumum finnst hnjúkur “réttari” mynd en hnúkur.
Sérkennilegt er að kalla –skörð fjöll eins og sr. Stefán gerir í sóknalýsingu sinni en skörðin eru fleiri en eitt og því eðlilegt að nefna hæsta hnúkinn Móskarðahnúk. Ekki er gott að segja um hvort eintalan –hnúkur hefur leitt af sér Leifar Junker 88 í Jökulgilieintöluna Móskarðs-, eða hvort Svínaskarð austan við hann hefur haft áhrif á það. Fleirtalan Móskarða- kann að hafa haft áhrif á myndun fleirtölunnar –hnúkar, þó að vissulega lægi beint við að hafa þá mynd, af því að hnúkarnir eru fleiri (3) vestur af honum og eru nafnlausir.“
Svínaskarð er milli Skálafells að suðaustanverðu (Skarðskinn heitir norðvesturhlíð þess) og Móskarðshnúkar í Esju að vestanverðu. Þegar horft er frá Svínaskarði út Svínadal er Múlinn milli Svínadals og Trönudals á vinstri hönd en Hádegisfjall á þá hægri. Það fjall nefnir sr. Sigurður Sigurðsson reyndar Írafellsfjall í sóknarlýsingu sinni frá 1840. Ofan af Hádegisfjalli er útsýni gott yfir Kjósina. Sunnan við það er Skálafellið. Sagnir segja það væntanlega kennt við skála Ingólfs Arnarsonar: „Ingólfr lét gera skála á Skálafelli”, segir í Landnámu, en þegar komið er að fellinu frá Stardal má vel sjá hina stóru skál þess. Líklegra er að Skálafell dragi nafn sitt af henni.
Leifar Junker 88 í JökulgiliÖrn H. Bjarnason hefur m.a. lýst hinni gömlu leið frá Lækjartorgi í Hvalfjarðarbotn – um Svínaskarð (fyrst í útvarpserindi og síðan í greinum). Þar segir hann m.a.:
„Sumt fólk í dag virðist halda að fyrstu landnámsmennirnir hafi verið þeir sem innleiddu íslenska sjónvarpið. Svo er þó ekki. Áður en sjónvarpið kom til sögunnar hafði þjóðin lifað í þessu landi í 1100 ár og fréttaflutningur einna helst með förufólki, en ferðamátinn lengst af tveir jafnfljótir eða þarfasti þjónninn. Hvaða leiðir menn fóru getur verið forvitnilegt að skoða.”
Örn heldur áfram: „Frá Skeggjastöðum lá leiðin á vaði yfir Leirvogsá og í brekkurótunum norður af Hrafnhólum, en síðan hjá Haukafjöllum sérkennilegum hamraborgum og norður yfir Svínaskarð, Svínaskarðsveg svonefndan. Þarna eru glöggar götur.
Svínaskarð er 481 m.y.s. og þar lá gamla þjóðleiðin um sumardag en á veturna var þar oft ófært vegna svellalaga og fannfergis. Þetta var styttri leið en að fara út fyrir Esju. Norður af lágu göturnar á gilbarmi og niður í Svínadal. Eftir honum rennur Svínadalsá og var á víxl farið vestur fyrir hana eða austan megin.
Leifar Junker 88 í JökulgiliDys er í Svínaskarði. Margt hesta- og göngufólk hefur þann sið að kasta steinvölu í Dysina, vill friða æðri máttarvöld. Það er betra að hafa Írafellsmóra með sér en á móti. Náttúran er óblíð þeim sem ekki leitar samkomulags við hana.
Svínaskarði er tengd hryggileg saga. Á aðfangadag jóla árið 1900 lagði 15 ára piltur frá Hækingsdal í Kjós á skarðið. Hann ætlaði að eyða jólunum með foreldrum sínum. Þegar hann skilaði sér ekki hófst umfangsmikil leit að honum og fannst hann loksins dáinn í snjóskafli í háskarðinu. Þannig voru þessi jól í Hækingsdal.
Sveinn Pálsson lýsir því í Ferðabók sinni að hinn 9. október 1792 hafi hann farið frá Meðalfelli í Kjós um Svínaskarð til Mosfellssveitar. „Koldimmt var orðið þegar við komum upp á háfjallið,“ segir hann, „og komumst við með naumindum að Gufunesi kl. 11 um kveldið. Þar fengum við bát og komum til hinnar fögru Viðeyjar um miðnætti og var þá ferðum mínum lokið að því sinni, en ég mun hafa vetursetu í Viðey eins og síðastliðinn vetur.“
Leifar Junker 88 í Jökulgili - áletrunFyrst var farið á bíl um Svínaskarð árið 1930. Í árbók Ferðafélags Íslands 1985 kemur fram að Vígmundur Pálsson, mjólkurbílstjóri og síðar bóndi, hafi brotist þessa leið ásamt félögum sínum í fólksbíl árið 1930. Þá höfðu menn ekki einu sinni látið sér detta í hug að fara með hestvagna um Svínaskarð.”
Svínaskarðsvegurinn brattaði sig verulega niður á við í Sneiðingunum að norðanverðunni. Á kortum má sjá Jökulgilið upp úr þeim að suðaustanverðu. En Jökulgilið, sem stefnan var nú tekin á, er vestan þeirra, milli Móskarðshnúka og Trönu. Reyndar renna lækir giljanna saman og mynda ásamt ótal öðrum slíkum Svíndalsána, sem eðlilega fer vaxandi eftir því sem neðar dregur.
Ef staldrað er við í Svínaskarðinu má sjá leifar hinnar fornu leiðar; annars vegar að sunnanverðu, beint sunnan „dysjarinnar“ og einnig að norðanverðu, eftir stutta göngu. Þar beygir gamli vegurinn til vesturs með hlíðinni, fer yfir læk og stefnir síðan niður með hlíðinni í vestanverðum Junker 88Svínadal með stefnu í neðanvert Jökulgilið (vestanvert). Þessi leið er miklu mun þægilegri fyrir fótgangendur á leið um hálsinn. Líklega hafa þarna verið „vegskil“, annars vegar þeirra er leið áttu í neðanverða Kjósina og hins vegar þeirra er leið áttu um hana ofanverða. Hinir síðarnefndur hafa farið skáhalt niður hlíðina að austanverðu og síðan niður með austanverðri hlíðinni austan Svínadalsár. Þar mótar fyrir tveimur götum í hlíðinni.

Götunni að vestanverðu var fylgt beint niður í vestanvert Jökulgilið. Nú var þar öðruvísu umhorfs en var snemmvors. Enginn snjór var í framgilinu, en þegar haldið var upp eftir því, að flugvélaflaksleifaskoðun lokinni, tók snjórinn við. Gilið hefur háa og tignarlega barma, en í brjóstskoru Móskarðshnúka og Trönu. Og þar eru engin smábrjóst til beggja handa. Efst þrengist gilið umtalsvert, en þar leikur lækurinn við mórauða líbarítshelluna, ólíkt því sem gerist neðar í grjótruðningnum.
MóskarðsbrjóstiðEkkert brak er sjáanlegt ofan við meginstaðinn rétt ofan við gilskjaftinn. Þar má sjá ýmsa smáhluti úr Junker 88 flugvélinni þýsku, sem þar fórst þennan örlagaríka dag árið 1942.
Sjónarvottar segja að flugvélinni, sem var af Junker 88 D-5 gerð, hafi verið flogið lágt þennan dag, 18. október 1942, inn Svínadal með geltandi orrustuflugvélarnar á eftir sér. Flugmennirnir á þeim hafa áreiðanlega ekki ætlað að láta bráðina sleppa sér úr greipum. Þýska flugvélin var hins vegar bæði stór og þung og hefur því verið mjög erfitt að lyfta henni á skömmum tíma móti háum fjöllunum framundan. Eina von flugmannanna hefur því verið að reyna að sleppa í gegnum skörð á fjöllunum. Svínadalurinn er breiður og hækkunin lítil – til að byrja með. Þegar innar dregur snarhækkar á alla vegu. Jökulgilið virðist vera eina undankomuleiðin, en þegar þangað var komið lokaðist það skyndilega með háum hamravegg. Því fór sem fór. Af ummerkjum að dæma virðist flugvélin hafa sprungið í loftinu og flakið dreifst um ofanverðan Svínadalinn.
Hrútshornið á niðurleiðAð standa þarna í gilinu og gera sér grein fyrir fyrrgreindum aðdraganda þessa harmleiks er áhrifaríkt.
Samkvæmt slysaskráningu bandamanna átti framangreint atvik sér stað þann 18. október 1942. Um borð í vélinni voru þeir Harald Osthus (f: 9.3.1912), Franz Kirchmann (f: 6.1.1920) og Josef Ulsamer (f: 23.2.1917). Það var J.D. Shaffer, flugmaður á P-30 orrustuvél, sem veitti Junkerflugvélinni athygli í mynni Hvalfjarðar. Vélarnar skiptust á skotum áður en Junkerinn hvarf í skýjabakka. P-39 fylgdi á eftir. Í látunum snertust flugvélarnar og hluti af stéli þeirrar þýsku laskaðist. Þrátt fyrir það tókst að lenda P-39 vélinni heilu og höldnu í Reykjavík. Hermennirnir, sem komu að Möðrufelli skömmu eftir atvikið, virðast ekki hafa fundið flugvélina því í skýrslunni segir jafnframt að þann 5. nóvember (eða rúmum hálfum mánuði síðar) fann leitarflokkur Junker 88 flugvélina nálægt fjallinu Esju. Þrjú lík fundust í vélinni. Raymond Hudson, major, sem tók þátt í leitinni, fékk hjartaáfall á meðan á henni stóð Brú á Þveráog lést. Það var því ein orrustuflugvél bandamanna, sem elti þýsku flugvélina frá Hvalfirði áður en hún hvarf sjónum manna með hlíðunum suður Svínadal. Þar skall flugvélin í bröttum hlíðunum þar sem eldur kom upp í brakinu.
Eggert Norðdahl telur að hér hefi reyndar verið um annað tilvik að ræða en eigi við um flugvélina, sem brakið er af í Svínaskarði.
Nú, 65 árum síðar, er lítið eftir af leifum flugvélarinnar, en þó má sjá hvar slysstaðurinn var. Gilslækurinn, vígreifur á vorum, hefur smám saman urðað brakið, en flutt annað niður í Svínadalsána, þar sem sjá má hluta úr henni allt að 6 km niður með henni.
Af fræðilega rituðum greinargerðum um mismunandi útbúnað Junker 88 má m.a. lesa þær upplýsingar að flugvélin hafi ýmist verið tveggja eða þriggja hreyfla og jafnvel búnar mismunandi hreyflum eftir notkunartilgangi hverju sinni. Þannig hafi þessi tiltekna flugvél (1726) átt að hafa komið frá bækistöð í Noregi og verið búin „línuhreyflum“. Þeir voru aflminni, en sparneytnari. Af þeirri ástæðu hafa flugmenn þessarar flugvélar ekki náð að komast yfir hlíðar Svínadals þetta sinnið og því endað ævidagana í gilinu magnaða. Í einhverjum tilvika mun vélin hafa verið búin þremur hreyflum. Þessi flugvél hefur eflaust verið létt svo sem kostur er og með lágmarksáhöfn, en eldsneytið, rúmlega helmingur farmsins, hefur takmarkað möguleika hennar verulega á undankomu.
Í bakaleiðinni var rakin gamla gatan er að framan er lýst, upp vestanverðan Svínadalinn, yfir hálsinn og síðan spölkorn niður úr Svínaskarðinu. Þríhnúkarnir lágu fyrir fótum ferðalanganna, Hrútshornið og loks Þverárdalur á hægri hönd – vettvangur næstu FERLIRsferðar. Austar er Skánardalur. Í honum er falllegur foss. Við fossinn eru háir stuðlabergsstandar. (Sjá meira HÉR.)
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Mbl. júlí 1980, Áfangar 2. tbl. 1982

Svínaskarð

JU-88 í Svínaskarði skömmu eftir slysið.

 

Óttarsstaðasel

1. Lækjarbotnar:
Laekjarbotnar-221Lækjarbotnar voru vatnslind Hafnfirðinga frá byrjun síðustu aldar. Árið 1917 var vatni veitt úr Kaldá yfir í aðrennslissvæði Lækjarbotna og sjást merki þess enn ofan Kaldársels.
Vatnið skilaði sér svo eftir nokkurn tíma í Lækjarbotnum. Merkið má finna í birkikjarri austan við lónið.

2. Fjárhúsatóft:

Setberg

Setberg – fjárhústóft í Fjárhúsholti.

Í Setbergshlíðinni má finna stóra fjárhústóft sem hefur tekið við af Setbergsseli. Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, byggði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, fjárhúsið eftir aldarmótin 1900. Svæðið heitir Húsatún. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan við bæinn á Setbergi, þar sem nú er íbúðabyggð. Merkið er í innhorni tóftarinnar.

3. Hlaðið gerði:

Smyrlabúð

Smyrlabúð – gerði.

Vestan Smyrlabúðar má finna leifar af hlöðnu gerði við Selvogsgötuna. Selvogsbúar nefndu götuna jafnan Suðurferðarveg, en þá lá hún um Grindarskörð, en ekki Kerlingarskarð, eins og nú. Nokkrir áningarstaðir eru við leiðina og er þetta einn þeirra. Merkið er við stóran stein í gerðinu.

4. Helgadalur:
Helgadalssel-221

Rétt við girðinguna þar sem gönguleiðin liggur niður í Helgadal er gömul selstaða, væntanlega frá Görðum. Fornleif þessi er enn óskráð, en var þó þinglýst friðuð 15.11.1939.
Elstu seljaleifar á Reykjanesskaganum eru kúasel, en síðan tóku fjárselin við. Þótt bæirnir sjálfir séu víðast horfnir eru selin enn óröskuð. Saga þeirra er saga þróunar í búskaparháttum frá landnámi fram til loka 19. aldar.

5. Beitarhús:

Beitarhús

Beitarhús í Húshöfða.

Inni á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eru skýr ummerki eftir beitarhús frá Jófríðarstöðum. Tóftin er ca. 5×7 m og eru veggir hennar mjög vel greinilegir. Beitarhús tóku við er selin lögðust af. Eftir það var fært frá heima við bæ, en fé áfram haldið í sumarhögum. Merkið er í stóru furutré neðan við beitarhúsatóftina. Þar hjá má sjá fleiri minjar, s.s. gerði o.fl.

6. Seltóft:
Seldalssel-221Þegar komið er upp í Seldal sunnan Selhöfða má leifar heimasels frá Hvaleyri.
Heimasel voru jafnan í göngufæri frá bæjum. Í slíkum seljum voru jafnan ekki hús; baðstofa, búr og eldhús, eins og í hefðbundum seljum, einungis stekkur og vatnsból. Á Selhöfða ofan við selstöðuna eru leifar af gamalli fjárborg, sem stekkur hefur síðar verið byggður upp úr.

7. Stórhöfði:

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Stórhöfðastígur liggur vestan Stórhöfða frá Ási (Hafnarfirði) og þaðan í átt að Krýsuvíkurvegi, upp á Undirhlíðarveg ofan Hrútagjárdyngju og síðan um Ketilsstíg yfir Sveifluháls að Krýsuvík. Í klofa eða gili í sunnanverðum Stórhöfða má finna merkið ofan við birkihríslu.

8. Selstígur:

Kaldársel

Kaldársel – selstígur.

Selstígurinn liggur við hraunjaðarinn á köflum. Uppi á hrauninu má finna merkið í stórri lægð. Kaldársel var lengi vel selstaða frá Görðum.
Undir lok selstöðutímabilsins var hún leigð öðrum, t..d. Þorsteini Þorsteinssyni, sem þar bjó um tíma, og síðar Kristmundi frá Stakkavík, sem hélt þar fé tvo vetur. Svo fór að bóndinn á Setbergi keypti húsakostinn, sem í framhaldinu var rifinn. Sjá má leifarnar við sumarbúiðir KFUMogK í Kaldárseli.

9. Dalaleið:

Kýrskarð

Kýrskarð.

Frá Kaldárseli liggur Dalaleið, fyrst í Undirhlíðarleið og síðan upp Kýrskarð, norður með Gvendar­sels­­hæðar og síðan suður með henni austanverðri, um Leirdal (Slysadal) og Breiðdal að Vatnshlíðarhorni (fyrrum Vatnsskarði) og að Hellunni við Kleifarvatn. Þegar mikið var í vatninu þurfti að fara “ofan á Hellunni” og hentaði það ekki lofthræddum. Merkið má finna við tré ofan við slétta flöt.

10. Gálgaklettar:

galgaklettar-221

Við Selvogsgötuna austan Helgafells má finna Gálgakletta sem svipar mjög til klettanna á Stafnesi.
Á svæðinu eru fjölbreytt hraun, gróin svæði og klettabelti. Klettarnir sjást vel ef Selvogsgötunni er fylgt til austurs þegar komið er yfir ásinn austan Mylgludala (austan Valahnúka (Valabóls)). Merkið er við klettanna NA götunnar.

11. Gerði:

Hvaleyrarsel

Réttin undir Stórhöfða.

Við Stórhöfðastíginn, í Brunntorfum, rétt við Krýsuvíkurveg má finna hlaðið gerði. Gerðið er eitt af mörgum slíkum í Brunntorfum. Þau voru ýmist notuð sem aðhald, til rúninga eða annarra nota. Gróningarnir hafa einnig verið nefndir Brundtorfur og Brunatorfur. Merkið er í gerðinu.

12. Stórhöfðastígur:
Storhofdastigur-221Þegar Stórhöfðastígur fer yfir Krýsu­víkurveginn liggur  hann meðfram veginum og hraun­kantinum. Þar skammt ofar er áberandi klofinn klettur þar sem merkið er að finna. Kletturinn er í rauninni klofinn hraundrangi á hraunbrúninni, stundum nefndur “Tvídrangi”. Það er að öllum líkindum nýlegt örnefni. Á svæðinu eru leifar af einhvers konar mannvirki.

13. Þorbjarnarstaðaborg:
Thorbjarnarstadaborg-221Sunnan til í vesturjaðri Brunans (Nýjahrauns/Kapellu-hrauns) er að finna veglega hringlaga hlaðna fjárborg með skilvegg í miðju. Veggurinn bendir til þess að topphlaða hafi átt borgina. Verkið u
nnu börnin á Þorbjarnarstöðum í Hraunum í kringum 1900.
Börnin voru 11 talsins. Faðir þeirra var Þorkell Guðnason frá Selvogi og móðirin Ingveldur Jónsdóttir frá Setbergi. Hætt hefur verið við hleðslu borgarinnar í hálfkveðnu  verki, einhverra hluta vegna. Tilbúnir helluhraukar standa enn umhverfis hana. Í Djúpudölum í Selvogi er að finna sambærilega topphlaðna fjárborg. Merkið er í borginni.

14. Gránuskúti:
Granuskuti 221SV við grasivaxið Gjáselið er fjárskjól, sem hlaðið er fyrir. Opið er er nú umvafið birkikjarri. Laufhöfðavarðan er áberandi á svæðinu (vestan við selið), fast við Gjáselsstíginn frá Þorbjarnarstöðum.
Í suður frá henni má sjá mælistand á Hafurbjarnarholti. Fjárskútar og –skjól sem þetta eru um 300 talsins á Reykjanesskaganum. Skútinn er skammt sunnan við vörðuna. Merkið er utan við skútann.

15. Straumssel:
Straumssel-221Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanesskaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Þegar Guðmundur Guðmundsson keypti Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana 1839 af konungssjóði leigði hann heimajörðina en stofnaði sjálfur nýtt lögbýli. Guðmundur var gerður að skógarverði í Almenningi og settist að í Straumsseli og húsaði selið vel um 1847. Guðmundur skógarvörður andaðist fimm árum síðar í selinu, nánar tiltekið 1853. Þegar hann gerði Straumssel að bústað sínum klagaði leiguliði hans í Straumi búsetuna til sýslumanns. Leiguliðinn var Bjarni Einarsson útvegsbóndi sem hafði búið þar allt frá því jörðin var í konungseigu. Honum þótti það vera skerðing á fornum rétti landseta að skipta jörðinni upp með þessum hætti. Guðmundur lofaði að fjölga ekki býlum í Straumslandi meðan Bjarni byggi þar.
Bjarni gekk að sáttinni að því tilskyldu að bygging hins gamla Straumssels væri sér með öllu óviðkomandi, skyldu yfirvöld kæra búsetuna. Föst búseta var í Straumsseli í ein 40 ár með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði. Talið er að síðast hafi verið búið í Straumsseli 1890-1895. Bærinn, sem Guðmundur lét reisa í Straumsseli, stóð fram undir aldamótin 1900 eða aðeins lengur en þá mun hann hafa brunnið. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarleg
ar og vel greinilegar ásamt hlöðnum görðum umhverfis Seltúnið. Einn helsti fræðimaður um sel á Reykjanesskagnum er fornleifafræðingurinn Ómar Smári Ármannsson.  Norðan við selið er vatnsból þar sem finna má merkið.

16. Óttarsstaðasel:
Ottarsstadasel-221Óttarsstaðasel eru rústir dæmigerðrar selstöðu; baðstofa, búr og hliðsett eldhús.
Dæmigerðar selsminjar eru allt umhverfis; s.s. stekkur, nátthagi, nokkur fjárskjól, selsvarða og vatnsból að ógleymdum selstígnum (því ekki notuðu men þyrlur fyrrum til að komast á milli staða). Sunnan við grónar selsleifarnar er vatnsból þar sem merkið er að finna.

17. Meitlaskjól:

Óttarsstaðasel

Meitlaskjól.

Fjárskjól í klofnum hraunhólum rétt vestan við Óttarsstaða-selsstíg. Þetta er eitt af nokkrum fjárskjólum við selsstíginn. Þegar gengið er selsstíginn er ekki úr vegi að kíkja á Sveinsskúta (hlaðið fjárskjól) og Bekkjarsskúta (hlaðið fjárskjól). Merkið er utan við skjólið.

18. Gvendarbrunnshæðarskjól:

Gvendarbrunnshæðarhellir.

Gvendarbrunnshæðarhellir.

Fjárskjól frá Óttarsstöðum skammt frá Alfaraleiðinni, norðvestan við Gvendarbrunn; sögufrægt vatnsból. Gvendarbrunnar (Gvendarhola)  eru a.m.k. fimm talsins á Reykjanesskaganum. Öll rekja örnefnin til sagna af Guðmundi góða (1161 –1237) biskupi í Skálholti. Hlaðið er fyrir skúta í hraunkantinum. Merkið er í skjólinu.

19. Þorbjarnarstaðir:
Thorbjarnarstadir-221Í Þorbjarnarstaðatjörninni er fallega steinhlaðin mosagróin bryggja, í tjörninni skammt norðvestan við Alfaraleiðina.
Framan við hana má á fjöru sjá steinhlaðinn brunn þar sem hreint vatn streymir upp úr hrauninu á fjöru. Staðurinn er táknrænn fyrir það hvernig forfeður/-mæður okkar reyndu að bjarga sér við brunngerð fyrri tíma. Merkið er við klofaklett ofan við bryggjuna.

20. Klofinn klettur:

Óttarsstaðir.

Óttarsstaðir – Klofaklettur.

Sunnan Óttarsstaða er stór klofaklettur, Hádegishæð frá vestari bænum. Óttarsstaðaselstígurinn liggur skammt austan við klettinn. Í klofanum hefur verið lagður flóraður stígur. Ofar í klofanum eru gamlar hleðslur. Auk þess má í honum sjá hinn dæmigerða “risahraunburkna”.  Merkið er að finna í einni sprungunni.

21. Fjárskjól:

Lónakot

Lónakot – fjárskjól.

Skammt vestan Lónakots er fjárskjól í skúta með hleðslu þar sem raftað hafði verið yfir. Fjárskjólið er eitt af sjö slíkum þekktum umhverfis Lónakot. Líklega er þetta fjárskjól það, sem nefnt er “Hausthellir” í gömlum heimildum. Búið var í Lónakoti framundir 1930. Merkið er í skjólinu.

22. Alfaraleið:

Alfaraleið

Alfaraleiðin ofan Þorbjarnarstaða.

Þar sem Alfaraleið og Lónakotsstígur mætast má sjá tvær vörður”, segir í örnefnalýsingu. Reyndar eru vörðurnar þrjár talsins, sem er bara eðlilegt. Ein varðan er við Alfaraleiðina og hinar tvær við gatnamótin. Þannig voru þau merkt fyrrum. Merkið er ekki langt undan.

23. Lónakotsstígur:

Lónakot

Varða við Lónakotsselsstíginn.

Við sérhvert sel er selsvarða. Ofan við Lónakostssel er varða há og myndarleg varða (augljós) á Skorás. Lónakotsstígur liggur að selinu.  Skammt vestan Lónakotssels er fjárskjól og stekkur í verulegu jarðfalli. Í Lónakotsseli eru ummerki þriggja misgamalla bygginga. Auk Lónakotssels voru þarna sel frá tveimur hjáleigum Óttarstaða, Eyðikoti og Kolbeinskoti. Merkið er inni í fjárskjólinu í fyrrnefndu jarðfalli.

24. Mið-Krossstapi:
Midkrosstapi-221Eitt af landamerkjum Hafnarfjarðar og Voga er hár klofinn klettur. Þar er merkið að finna.
Skammt sunnan við stapann er Urðarás, stórmerkilegt náttúrufyrirbrigði. Eins og risageimfar hafi brotlent og rist upp hraunið á kafla. Það á þó sína jarðfræðilegu skýringu, ef grannt er skoðað.

25. Lítil varða:

Krossstapi

Krossstapi.

Þegar komið er upp frá Urðarási (Mið-Krossstapa) úr norðri er ekki erfitt að rekast á slóða í gegnum hæfilega úfið hraunið og upp á Skógarnefið. Fremst á því, við sæmilega gróinn hól, með litla vörðu að sjá má finna merkið. Á leiðinni til baka má sjá leifar að fornri refagildru (ein af 56 þekktri á Reykjanesskaganum).

26. Sauðabrekkuskjól:
Saudabrekkuskjol-221Sauðabrekkugígar eru falleg gígaröð með fallegum hraunmyndunum. Þar má finna lítið skjól með flóruðu gólfi og glugga með hellu fyrir og litlum þakglugga. Þar er merkið.
Á svæðinu eru stórar og djúpar gjár, m.a. Sauðabrekkugjá. Skjólið hefur að öllum líkindum verið nýtt sem “sæluhús” annars vegar, ferðalanga um Hrauntungustíg, og/eða smala er gættu fjár umhverfis Sauðabrekkuhella, þarna skammt ofar.

27. Undirhlíðar:

Stóri-Skógarhvammur

Stóri-Skógarhvammur framundan.

Innan við Stóra-Skógarhvamm (Stóra-Hríshvamm) í Undirhlíðum er Stóra-Skógargil, mikil hvelfing. Þar hafa hrafnar gert sér laup um langt skeið, nú síðast í vor. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar plantaði trjánum á árunum 1958 til 1964 með aðstoð drengja úr Vinnuskólanum í Krýsuvík. Skógurinn var opnaður almenningi 25. apríl 2007. Nú er þar mikil lúpína og því best að fylgja lækjarfarveginum upp gilið.Husatun-221

Helgafell

Helgafell ofanvið Hafnarfjörð er 340 m hátt. Ein sjö samnefnd fell eru til í landinu; þetta suðaustur af Hafnarfirði, ofan Kaldárbotna, klettótt og bratt á flesta vegu, í Mosfellssveit, fjall og bær sem sama nafni, á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan (einnig samnefndur kirkjustaður), hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar, fell í Strandasýslu vestan Hrútafjarðar, í Þistilfjarðarfjallgarði norðaustan Öxarfjarðarheiðar og í Vestmannaeyjum.

Riddarinn á Helgafelli

Hugsanlega er nafnið tengt lögun þessara fjalla, en þau eru að minnsta kosti sum hver regluleg eða heilleg að útliti. Af einhverjum ástæðum var talin helgi á Helgafelli á Snæfellsnesi. Nú er og helgiblær á Helgafellinu ofan við Hafnarfjörð eftir að fólk frá KFUMogK í Kaldárseli reisti trékross á Kaldárhnúkum vestari.
„Orðið helgur er samandregin mynd úr heilagur, sem er skylt orðinu heill. Örnefni með Helga- að fyrra lið geta einnig verið dregin af mannsnafninu Helgi. Nafnið Helgafell gæti vísað til helgi á fjallinu til forna. Þar uppi er varða. Vísir menn á borð við Þórarinn Þórarinsson arkitekt hafa tengt saman vörður á fjöllum í nágrenni Reykjavíkur á kort, t.d. á Helgafelli, Ásfelli og Sandfelli, og fundið líkindi til þessa að þær hafi markað tímatal eftir gangi sólar. Gæti því verið að fjall eins og Helgafell hafi notið sérstaks álits í heiðnum sið? Enn aðrir segja að á Helgafelli kunni að vera grafinn Hinn heilagi bikar.
MálverkiðÁ mynd af málverkinu Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci sést hvar Kristur 
bendir á borðið og virðist segja: „Hvar er bikarinn?“, og lærisveinar reyna að útskýra fyrir honum hvar honum hafi verið komið fyrir. Einn bendir t.d. upp og þar virðast vera vísbendingar um staðsetninguna.
Helgafell er ein af mörgum, smáum móbergsmyndunum Reykjanesskagans og myndað við gos undir jökli mjög seint á ísöld. Það stendur upp af hraunum Trölladyngjukerfisins, sem sum hver eru frá sögulegum tíma en melar liggja að því í norðri og ásar tengja það við Valahnúka sem eru mun lægri móbergshryggir. Fjallið er sérkennilega kúpt og minnir helst á risastóra, brúna þúfu.“

Veðrað móberg á Helgafelli

Reyndar er „varðan“ efst á Helgafelli berggangur, sem grjóti hefur verið hróflað utan í á seinni árum. Auk þess hafa nýlega verið hlaðnar litlar vörður uppi á fjallinu, skammt frá, svona til minningar um fólkið, sem þær hlóð.
Eftirfarandi lýsing á gönguferð í kringum Helgafell er úr grein í Mbl frá árinu 1980: „
Helgafell er algengt örnefni á Íslandi. Margt bendir til að þessi nafngift hafi upphaflega verið í tengslum við heiðinn átrúnað, smbr. sögnina um Helgafell á Snæfellsnesi, sem sagt er frá í Landnámabók og margir kannast við. Í nágrenni Reykjavíkur veit ég um tvö Helgafell. Annað fyrir norðan Reykjalund í Mosfellsbæ, en hitt er fyrir austan Hafnarfjörð. Þangað er förinni heitið að þessu sinni.
Kaldársel er forn selstaða sem og fornt býli og var í ábúð fram til 1886. Nú er þar starfrækt barnaheimili á sumrin. Kaldársel skipar sess í bókmenntasögu okkar því þar Útsýni til Grindarskarðavar Sölvi látinn alast upp, en hann er aðalpersónan í samnefndri sögu eftir sr. Friðrik Friðriksson og margir hafa lesið. Framhjá íbúðarhúsinu rennur Kaldá, ein stysta á landsins, því hún hverfur í hraunið skammt fyrir vestan barnaheimilið. Segja sumir, að hún komi aftur upp í Straumsvík.
Helgafell er úr móbergi, hlaðið upp við gos undir ísaldarjöklinum og því með eldri jarðmyndunum hér um slóðir. Þegar við erum komin upp á hæðirnar fyrir austan Kaldársel, tekur við rennislétt helluhraun, sem liggur upp að fellinu að vestan. Hér er gott að ganga, því fast er undir fæti og ekki spillir það fyrir ánægjunni að víða verpa smáhellar og hraungjótur á vegi okkar, sem sjálfsagt er að kanna nánar og ekki síst, ef einhver af yngstu kynslóðinni er með í för.
Við höldum suður með fellinu og beygjum fyrir suðvesturhorn þess. Þar opnast nýtt útsýni, því nú blasir fjallgarðurinn við, sem er framhald Bláfjallanna til vesturs. Við greinum m.a. Grindaskörðin, en um þau lá aðalleiðin frá Hafnarfirði austur í Selvog og Ölfus fyrr á tímum þegar hesturinn var aðalfararskjóti þjóðarinnar.

Vatns- og vindrof á Helgafelli

Nú fara fáir um þessar gömlu götur, en þær eru fyllilega þess virði að kynnast þeim nánar. En gangan milli þessara staða fram og til baka er stíf dagleið.
Leiðin meðfram Helgafellinu að austanverðu er mjög greiðfær, gatan liggur þar milli hrauns og hlíðar og er fær bilum með drifi á öllum hjólum. Þegar komið er norður fyrir svonefndan Riddara (sjá kort), getur að líta gatklett einn mikinn hátt uppi í hlíðinni og er ekki úr vegi að skreppa þangað, ef tíminn er nægur.
Fyrir norðan Helgafell eru Valahnúkar, og er greiðfært skarð á milli þeirra og Helgafells. Við skulum lengja gönguna og skreppa norður fyrir hnúkana. Leiðin er eins greiðfær og fyrr. Við förum rólega og njótum augnabliksins. Innan skamms komum við að voldugri girðingu, sem gerð hefur verið um skjólgóðan hvamm norðan í hnúkunum. Þetta er Valaból, sem Farfuglar hafa helgað sér. Þar hafa þeir hlúð að gróðri, sáð grasfræi og og gróðursett tré. Enda eru þeir nú að taka við launum þessa erfiðis síns. En það er annað og meira að skoða hér. Innan girðingarinnar er Músarhellir, gamall næturstaður gangnamanna, rjúpnaskyttna og ferðamanna fyrr á tímum. Farfuglarnir hafa sett hurð fyrir hellinn og lagfært margt þar inni, enda hafa þeir oft gist þar í hópferðum sínum. Við komumst yfir girðinguna á göngustiga og sjálfsagt er að staldra þarna við og skoða staðinn nánar.
Frá Valabóli höldum við svo í áttina að Kaldárseli. Leiðin liggur meðfram girðingunni sem umlykur Helgadalinn, en þar eru miklar lindir, Kaldárbotnar, sem Hafnfirðingar taka úr sitt neysluvatn og þurfa að vernda. Og þar eru upptök Kaldár. Nokkru áður en við komum að bílnum verður garðhleðsla á vegi okkar. Liggur hún frá þessum vatnsbólum og í áttina að Hafnarfirði. Þetta eru undirstöðurnar af gömlu vatnsleiðslu Hafnfirðinga.
Í stað þess að leggja vatnið í lokuðum leiðslum til Veðrun á Helgafellibæjarins, eins og nú er gert var vatnið leitt í lokuðum stokk yfir hraunið og vestur undir Sléttuhlíð. Þar rann það ofan í hraunið en skilaði sér aftur í Lækinn, sem rennur um Hafnarfjörð, en þá höfðu bæjarbúar nýtt lækinn að fullu. Tilraunin heppnaðist fullkomlega og dugði þetta viðbótarvatn Hafnfirðingum í rúmlega 30 ár eða fram að1950. Þá var lögð fullkomin vatnslögn ofan frá Kaldárseli sem dugar enn.“
Gengið var upp á Helgafell að vestanverðu. Aðkoman liggur yfir slétt helluhraun. Gangan upp er greiðfær og tiltölulega auðveld. Á leiðinni er komið upp í bergsal og upp úr honum liggur leiðin upp hann innanverðan til suðausturs. Þegar upp var komið, eftir 15 mín göngu, voru skoðaðar veðraðar móbergsmyndanir með alls kyns stílbrögðum. Utan í fellinu að suðaustanverðu eru listaverkasalir vatns og vinda. Heilsað var upp á Riddarann syðst á ofanverðu fellinu, en hann átti sér tvo bræður (vörður, sem mið af sjó) á suðvestanverði Brunabrúninni skammt ofan við Straumsvík. Þær hafa nú verið eyðilagðar.
Víðsýnt er af Helgafelli, bæði yfir höfuðborgarsvæðið sem og til fjalla og fjallgarða allt umleikis.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-visindavefurinn.is
-Mbl. 10.júlí 1980.

Útsýni af Helgafelli yfir höfuðborgarsvæðið

Brúsastaðir

Á Brúsastöðum við Malirnar standa tvö hús, gamli Brúsastaðabærinn nærri sjónum og ofar í landinu stendur nýbýlið Brúsastaðir 2. Nú er verið að endurbyggja og stækka gamla Brúsastaðabæinn við Litlu-Langeyrarmalir.
Neðan bæjarins ganga hraundrangar í sjó fram, sem sjórinn Stifnishólarhefur brotið á síðustu áratugum. Nefnast þeir Stifnishólar og segir sagan að þar hafi verið kveðinn niður draugur um 1800. Ofan þeirra er hlaðinn garður og bátarétt skammt vestar. Brúsastaðir voru eins og hvert annað hafnfirskt grasbýli með smá túnskika í kringum bæjarhúsin, litla matjurtargarða í gjótum og vatnsbrunn í nálægri hrauntjörn. Fólkið sem byggði þessi grasbýli lifði af því sem landið og sjórinn gaf, hafði fáeinar kindur og mjólkandi kú, reri til fiskjar og vann tilfallandi störf til sjós og lands.

Stifnishólar

Stifnishólar og Brúsastaðir.

Á heimasíðu Brúsastaðaættar er sagt að nafnið tengist fuglum af ætt Brúsa, þ.e. Himbrimum og Lómum. Þessi nafnahugmynd er nýleg en til er eldri og sennilegri skýring á nafninu.
Í eina tíð stóðu margar verbúðir í landi Garðakirkju við norðanverðan Hafnarfjörð. Þegar einokunarverslunin lagðist af 1787 fjölgaði lausakaupmönnum og versluðu m.a. á Langeyri. Kaupmennirnir stóðu ekki lengi við en grasbýli tóku að byggjast þar sem kaupbúðir og verbúðir stóðu áður.

Getið er um Litlu-Langeyri í manntali 1801. Þetta kot var í eyði þegar Jón Oddsson kom þangað 1890 og tók Stifnishólar og Brúsastaðavörinað endurbyggja bæinn. Þegar hann var að grafa fyrir grunni hússins fann hann brot úr leirbrúsa og kallaði bæinn þar eftir Brúsastaði. Sigurgeir Gíslason vegaverkstjóri [sá er hafði m.a. verkstjórn á Grindavíkurveginum 1914-1918, tengdasonur Jóns Oddsonar lýsti nafngiftinni á þennan hátt fyrir Gísla Sigurðssyni lögregluþjóni og örnefnasafnara á sínum tíma. Það má ímynda sér að leirbrúsinn hafi verið frá þeirri tíð er lausakaupmenn versluðu á Langeyri seint á 18. öld, þó skýringin geti verið önnur.

Brúsastaðir

Brúsastaðir.

Oddur Jónsson og kona hans Sigríður Guðrún Eiríksdóttir sem komu frá Brynjudal í Hvalfirði tóku við Brúsastöðum af Jóni, en Eyjólfur Kristjánsson Welding og Ingveldur Jónsdóttir fluttu í Brúsastaðabæinn frá Hraunhvammi 1915. Það eru afkomendur þessara hjóna sem tilheyra Brúsastaðaættinni. Sonur þeirra Þórður Kristinn tók við búskapnum árið 1932 og eftir hans dag 1965 bjó Unnur dóttir Þórðar á Brúsastöðum ásamt Birni Kristófer Björnssyni eiginmanni sínum.
Margir, sem ganga með ströndinni neðan Brúsastaða, hafa mikla ánægju af fuglalífinu í fjöruborðinu sem og hinu hljómfagra samspili sjávar og steina.

Heimild:
-fp-2002.

Fjöruskil við Stifnishóla

 

Selvogsgata

Gengið var áleiðis upp Grindarskörð millum Kristjánsdalahorns og Kerlingarhnúka (Kerlingarskarðs).
Ætlunin var að ganga gömlu Selvogsgötuna (Suðurfararveginn) milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Ferðafélög og leiðsögumenn síðustu Selvogsgata um Grindarskörðáratuga hafa gjarnan fetað aðra götu upp Kerlingarskarð og síðan fylgt vörðum frá því á sjötta áratug síðustu aldar niður að Hlíðarskarði – og kynnt þá leið sem hina einu sönnu „Selvogsgötu“. Í rauninni eru nú um þrjár götur að velja og er „túrhestagatan“ nýjust, eins og síðar á eftir að minnast á. „Túrhestagatan“ er seinni tíma „gata“, beinvörðuð. Um var að ræða vetrarsýsluveg Selvogsmanna um þann mund er fyrri tíma þjóðleiðir voru að leggjast af (um 1940). Vörður við leiðina hafa síðan verið endurhlaðnar og virðist leiðin þess vegna við fyrstu sýn „sú eina“ millum Selvogs og Hafnarfjarðar. Raunin er hins vegar allt önnur.
Að baki var úfnasti hlutu Hellnanna. Líklega það sem kallað var Flár. Þar er víðsjál vegferð með bröttum klifum niður í svonefnda Mosa, einnig ótrygg vegferð. Að baki voru sjálfar Hellurnar með vel ruddri og varðaðri hestagötu í beinstefnu ofan við Strandartorfur. Þegar komið var upp Hellurnar sást vel til hinna grösugu Kristjánsdala er liggja norðan undir fjallshlíðum þeim er sveigjast í suðaustur frá Kerlingarskarði í átt að Kristjánsdalahorni.
Tvær vörðuleifar eru á þessum hluta Selvogsgötu (Eystri), en annars er yfir slétt helluhraun að fara. Leiðin er nokkuð eðlileg, bæði með hliðsjón af lestarferðum og vatnsöflun. Undir Grindarskörðum er öllu jafnan ágætt vatnsstæði. Nú var það þurrt líkt og öll önnur vatnsból við götuna, önnur en Rituvatnsstæðið millum Litla-Leirdals og Hliðardals.
Gatan upp Grindarskörðin er augljós þar sem hún liggur í sneiðinga. Vörðubrot eru á stefnumiðum. Þrátt fyrir þarf að lesa hlíðina vel, nú tæplega 70 árum eftir að síðasta lestarferðin var farin þessa leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Bæði hefur vatn fært jarðveginn til á köflum og gróðureyðingin sett svip sinn á leiðina. Með góðri athygli má þó sjá hvernig lestarstjórarnir hafa leitt stóð sín ákveðið og óhikað upp sneiðingana, allt upp á efstu brún á hálsinum. Þar er varða og augljóst hvar gatan hefur legið vestan hennar.
Efst í GrindarskörðumÞegar lestirnar komu frá Selvogi fram á norðurbrún Grindarskarða blasti við augum víð og fögur sýn allt til þéttbýliskjarna á strönd hins fagurbláa Faxaflóa og til Akrafjalls og Esju í norðri, nær okkur Helgafell og Húsfell. Á háskarðinu höfðu lestirnar jafnan verið um 5 klukkustundir á ferð úr heimabyggð í Selvogi. Ferðin frá Mosum og upp á skarðsbrúnina hafði tekið um þrjá stundarfjórðunga (án lestarinnar).
Frá brúninni liggur gatan á ská niður hálsinn (Grindarskörðin) og þaðan svo til beint að augum. Tvær vörður eru áberandi framundan. Fyrri varðan vitnar um gatnamót; annars vegar Selvogsgötu og hins vegar Heiðarvegar niður  að Hrauni í Ölfusi. Næsta varða er á þeirri leið, upp á og niður með Heiðinni há. Við fyrri vörðuna var beygt til hægri og stefnan tekin milli gígs á vinstri hönd og hraunbrúnar á þá hægri. Framundan voru vörðubrot við götuna, sem annars virðist augljós. Þegar komið var að gatnamótum norðvestan við Litla-Kóngsfell var staðnæsmt um stund. Í norðvestri blöstu Stóri-Bolli, Miðbolli, Kerlingahnúkar og Syðstu Bollar við. Norðaustan við Kelringahnúka er Kerlingarskarð, sem leið FERLIRsferðalanganna átti síðar eftir að liggja um.
Dæmigert vörðubrot við SelvogsgötunaHér reis slétt hraunhella upp úr móðurhrauninu; táknræn varða. Skammt sunnar voru tvö vörðubrot sitt hvoru megin götunnar. Vestar voru vörður og síðan tvær beggja vegna götu er lá millum þessarar og „Selvogsgötu Vestari“ og Hlíðarvegar (hinna beinvörðuðu vetrarleiðar). Gatan lá yfir að „Hliðinu“ á sýslugirðingunni, sem lá þarna upp að sunnanverðum Grindarskörðum. Leifar hennar sjást enn vel.
Gömlu Selvogsgötunni var fylgt um Grafninga neiður með Litla-Kóngsfelli og áfram niður í Stóra-Leirdal. Á leiðinni verður fyrir þurr foss á vinstri hönd og uppþornaður lækjarfarvegur, sem stundum fyrrum hefur þótt óárennilegur. Þess vegna liggur gatan yfir hann (en ekki eftir) og upp á hraunbrúnina að vestanverðu. Þar liðast gatan skamman veg niður af henni aftur að austanverðu. Eftir það liggur gatan um Stóra-Leirdal, vel gróinn slátturdal ofan við Hvalskarð. Þar mátti sjá á sumardögum á beit 50-100 sauðfjár, en að þar hafi verið heyjaðir hundruð hestburðar, eins og sagnir eru til um, verður að teljast vafasamt. Hestar lestanna fyrrum urðu hér léttari í spori niður á grasvöll dalsins, enda hefðarlöggiltur áningastaður á hinni löngu lestarleið yfir Grindarskörð. Hér eru hestburðir ofan teknir og hestar leystir úr lestarbandi og þeim leyft að grípa niður með reiðing sínum og beisli um háls. Þar spenntu lestarmenn töskur sínar frá hnakki og tóku fram nesti sitt.
„Lestargatan milli skarða var allgóður lestarvegur með árlegu viðhaldi í ruðningi á árum áður, einnig í skorningunum milli hrauns og hlíðar er Grafningar nefndust. Sumsstaðar var sýnt að gamalt hraun ofan af heiðinni hafði hnigið undir vegferð lestargötunnar. Þarna gæti veri það sem kallað hefur verið Hrauntraðir. Ferð lestarinnar milli skarða miðar vel og er komin um hálftíma ferð frá Stóra-Leirdal norður úr Grafningum og að beygja sunnan við Litla-Kóngsfell“.
„Lestargangur í Stóra-Leirdal var um 4 klukkustundir á fótinn frá Selvogi. Sunnan við dalinn liggur gatan í sneiðing upp Vestari leiðinlágt skarðið. Þegar upp er komið blasir vitinn í Nesi við sem og Selvogur vestan hans. Hér er leiðin tæplega hálfnuð (gengnir höfðu verið 14 km) niður á Strandarhæð (og er þó Selvogsheiðin eftir).
Handan Hvalskarðins liggur gatan eftir lágbrekkuhalla og sveigist brátt í suðaustur að hraunmóa með grasdrögum hér og þar, einnig með klifum sem voru á tímum lestarferðanna þannig gerðar að þær yrðu hestum sem best færar. Hinir mörgu svigar á vegferð þessari eru vegna hraunhólanna neðan við Hvalskarðsbrekkur.“
Þegar komið var niður fyrir Hvalskarð var látið staðar numið. Héðan er gatan augljós niður í Litla-Leirdal, Hlíðardal, Strandardal og um Standarmannahliðið að Selvogsheiði, allt niður á Strandarhæð (Útvogsskála[vörðu]).
Staldrað var við í aðalbláberjahvammi og horft var eftir Hvalhnúk og Austurási, allt vestur að Vesturási. Kjói lét öllum illum látum. Líklega var hreiðurstæði hans í nánd. Sólin baðaði allt og alla og lognið umlék þátttakendur á alla vegu. Í dag var 17. júní, þjóðhátíðardagurinn sjálfur. Líklega var hvergi betra að vera en einmitt hér í tilefni dagsins. Fánar blöktu við götuna á hverjum bakpoka í tilefni af merkilegheitum dagsins.
Eftir stutta hvíld var gengið vestur með Hvalhnúk og vestur fyrir Austurása. Líklega eru nafngiftirnar augljósari en einmitt sunnan við fellin. Ásarnir; Austurás og Vesturás, eru móbergshæðir á sprungureinum (gos undir jökli), en Hvalfell er grágrýtisbrotafell frá upphaf nútíma (í lok ísaldar). Með fellunum eru, þrátt fyrir gróðureyðingu síðustu áratuga, fjölbreytilegt blómaskrúð.

Drykkjarsteinn í Kerlingarskarði

Milli hnúkanna eru gatnamót; annars vegar Hlíðarvegar og hins vegar Stakkavíkurvegar. Þrjár vörður (og vörðubrot) á hraunbrúninni undirstrika það. Hér var stefnan tekin til baka upp Hlíðarveginn velvarðaða. Selvogsgatan Vestri er skammt vestar. Þar liggur hún upp úfið apalhraun. Eftir skamma göngu eftir slóða austan við „Hlíðarveginn“ lá gata inn á úfið hraunið. Yfir stutt hraunhaft var að fara. Þegar þeirri götu var fylgt áleiðis að vörðunum þráðbeinu var komið inn á Vestari leiðina. Hún liggur upp frá Vesturásum, inn á hraunbreiðuna og upp fyrir hans. Hér var hægt að velja um tvennt; annars vegar að fylgja Hlíðarvegnum með vörðunum eða beygja af og fylgja „Selvogsgötunni Vestri“. Í raun er hér ekki um Selvogsgötu að ræða. Selvogsgatan er þar sem fyrstneftnt var lýst; upp Grindarskörð og niður með Litla-Kóngsfelli, um Grafninga, Stóra Leirdal, Hvalskarð og dalina áleiðis að Strandarheiðinni.
Ákveðið var að fylga „Vestri“ leiðinni. Hún er öllu greinilegri og fótmeðfærilegri en „túrhestagatan“. Fallnar vörður eru við götuna. Ofan við og móts við Gráhnúk sker hún Hlíðarveginn og liggur svo til beint upp að hinum tveimur vörður á millileiðinni er fyrr var minnst á. Annars vegur liggur leiðin til hægri að Selvogsgötunni um Grindarskörð, er fyrr hefur verið lýst, eða til vinstri, að Kerlingarskörðum.
„Ekki var nú lestarferð löng vestur að uppgöngu austanmegin Kerlingarskarðs. En rétt austan við uppgönguna fórum við yfir örmjóa apalhrauntungu er runnið hefur niður Skarðahraun. Þar standa Tvívörður við vegferð og frá þeim í beinlínu eru hinar vel hlöðnu vetravegsvörður í stefnu á vesturenda Hvalhnúks Vestri. Þær höfðu þann kost að út úr sérhverri þeirra stóð steinn í átt þeirrar næstu sem var mikið öryggi þegar hin svarta þoka lá yfir Skarðahrauni sem oft var. Nefndust steinar þessir Vegvísir.
Vestan við apalhrauntunguna lá vegurinn upp á Kerlingarskarð í allsnörpum halla, vel ruddur á tímum lestarferðanna sem og vegurinn yfir nefnda hrauntungu. Þá verður að taka fram að girðing sú sem títt er nefnd í nútíma var enn í þekkt á tímum lestarferðanna því hún var uppsett vegna mæðiveikivarna á stríðsáratugnum. Þá verður að minnast þess að hér skárust saman í sömu uppgöngu á Kerlingarskarð, Eystri leið eftir Katlahrauni og Vestri leið upp Selsstíg frá Herdísarvík og Stakkavík. En rétt áður en við beygðum upp á Skarðið blöstu við á vinstri hönd Draugahlíð og framhjá þeim í vestur sér til Eldborgar. En nær nefndri hlíð er að finna leifar af brennisteinsvinnslu Breta á púðurskots- og hernaðarárum þeirra.“
Gengið um SelvogsgötuAf ummerkjum að dæma má telja líklegt að „Vestri“ leiðin hafði verið framhald af Stakkavíkurselstígnum, enda mjög svipuð leið og önnur leið þess fólks um Brennisteinsfjöll framhjá Eldborg, vetrarleið þess til Hafnarfjarðar. Hvorugur stígurinn er varðaður, en þó hafa einhverjir á seinni tímum lagt sig fram við að rekja þá og merkja með litlum vörðum er það bara hið besta mál.
Líklegt má telja að frá hraunbrúninni við Vesturása hafi sameinast Stakkarvíkurstíg fyrrum Hlíðarvegur áleiðis niður að Hlíðarskarði ofan við Hlíð við Híðarvatn. Umferðin um þær götur hafa varla verið jafnmikil og um sjálfa Selvogsgötuna (Eystri).
„Vestri“ leiðin liggur um slétt helluhraun og er auðfarin. Á einstaka stað hefur gatan verið unnin, sem verður að teljast óvenjulegt, því hvergi er gatan mörkuð í hraunhelluna. Það staðfestir fyrrnefna ályktun. Það er ekki fyrr en upp undir gatnamótunum „tvívörðuðu“ að forn gata fær staðfestu. Þar eru greinileg gatnamót; annars vegar um Grindarskörð og hins vegar um Kerlingarskarð.
„Að götunni vestan megin liggur hið mikla Skarðahraun fast upp að götunni og sumsstaðar yfir hana en það liggur fast að Hvalhnúk Vestri í suðri og til Draugahlíðar og Kerlingarskarðs í norðri en í vestur allt til Brennisteinsfjalla.
Með beygju þessari mildast vegferðin með snögggrónum lautum, ásamt pollum í dældum. Hér verður þessari vegferð lestarinnar í vesturátt til Grindarskarða en hið einkarfallega hringlaga fell Litla-Kóngsfell á hægri hönd. Það er borglaga gígsfell hæst á suðurbarmi og með grasgeira neðantil. Norðaustur af því er gjá mikil, Stórkonugjá. Það er talið að fjall þetta sá á markalínu Gullbringu- og Árnessýslna með stefnu á Vílfilsfell, enda var Jósepsdalir sunnan þess smalaðar á haustdögum sem afréttarland Selvogshrepps um aldir.“
Í þessari lýsingu kemur m.a. fram að Litla-Kóngsfell sé á markalínu. Í dag er Stóra-Kóngsfell, allnokkru norðaustar, notað sem slíkt viðmið. Verður það að teljast athyglisvert í ljósi þessa (sem og annarra vitnisburða).
Gengið var niður Kerlingarskarð, framhjá drykkjarsteininum sögufræga og niður að Mosum – þar sem gangan endaði (eftir 24 km).
Sjá lýsingu af leiðinni (frá suðri til norðurs) HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8 mín.
Sjá MYNDIR.

Heimild:
-Byggt á heimild Konráðs Bjarnasonar um Selvogsgötuna til norðurs – 1993.

Miðbolli og Litla-Kóngsfell

Ketilsstígur

Gengið var um Sveifluháls af Norðlingahálsi um Folaldadali að Arnarvatni og síðan um Ketilsstíg norðanverðan til baka.
MiddegishnukurÍ grein Ólafs Þorvaldssonar, Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar í Árbókinni (ÁHíf) 1943-48, segir m.a. um þetta svæði:
„Vestur- og norðvesturbrún Ketilsins er þunnur móbergshringur, en norður-, austur- og suðurhliðar eru hálsinn sjálfur upp á brún, og er hæð hans þar um 350 m. Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri, að verið sé 30—45 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. Ketilsstígur er tvímælalaust erfiðasti kaflinn á þessari hér um ræddu leið. Slæmt þótti, ef laga þurfti á hestum í stígnum, og búast mátti við, ef baggi hrökk af klakk, hvort heldur var á uppleið eða ofan, að hann þá, ef svo var lagaður, ylti langt niður, því að utan stígsins, sem heita má snarbrattur, eru mest sléttar skriður ofan í KetilbSveifluháls-7otn.
Ketilsstígur er mjög erfiður klyfjahestum og sízt betri niður að fara en upp. Þegar upp á brún kemur, sést, að hálsinn er klofinn nokkuð langt norður, allt norður að Miðdagshnjúk, og eru í þeirri klauf sanddalir, sem Folaldadalir heita. Af vestari brún hálsins liggur vegurinn spölkorn eftir sléttum mel til suðausturs, og blasir þar við hæsia nípa á austurbrún hálsins og heitir Arnarnípa. Litlu sunnar er komið að dálitlu stöðuvatni, sem Arnarvatn heitir. Eftir það fer að halla niður af hálsinum að sunnan, og er nú ekki eins bratt og að vestan, þar til komið er fram á síðari brekkuna, sem er brött, en stutt. Þegar brekkunni sleppir, er komið í grashvamm, sem Seltún heitir.
Allur er hálsinn uppi, norðan vegar, gróðurlaus, en sunnan vegar er sæmilegur gróður. Allhár og umfangsmikill hnjúkur er sunnan vegarins, þegar austur af er farið, og heitir sá Hattur.
Sveifluháls-8Víðsýnt er af vesturbrún Sveifluháls, þaðan sér yfir allan Faxaflóa, allt til Snæfellsness, en af austurbrún blasir Atlantshafið við, sunnan Reykjaness.“
Gísli Sigurðsson segir um þetta svæði í örnefnalýsingu sinni um Krýsuvík: „Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestan vert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur ÓSveifluháls-8lafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar hjá Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatni. Í vestur eru tveir hnúkar. Annar að sunnan heitir Hattur kúflaga en framan í honum eru Krýsuvíkurnámurnar og Seltún.

Sveifluháls-10

Beint framundan er Hetta. Hattsmýri liggur milli hnúka þessara, en klofnar um Hattsmýrargil. Vestan undir Hettu er Hettuskarð og Hettuskarðsvegur eða Hettuskarðsstígur. Nokkrir nafnlausir tindar eru hér fyrir vestan og vestan þeirra er komið á Drumbsdalastíg. Á sunnanverðum hálsinum er Stóri-Drumbur, en norðar er Litli-Drumbur og milli þeirra Drumbsdalir. Hér fram undan eru Borgarhólar og Borgin. Þess er vert að geta, að Sveifluháls ber nokkur nöfn, svo sem Austurháls og Móháls eystri.
L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Mar-krakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum liggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík. Undan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið.

Sveifluháls-11

Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð. Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu. Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til.

Sveifluháls-12

Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna. Þá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver. Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus.
Þá er Arnarvatnkomið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg. Vestur með hálsi liggur leiðin áfram og blasir þá fyrst við Smjördalahnúkur og Smjördalir milli hans og hálsins. Héðan liggur svo slóðinn frá Hnúknum yfir dalinn að Vigdísarvöllum. Úr dölum þessum kemur lækur og rennur vestur norðan undir Hettu og tekur þar við læk úr Hettu og Hettumýri og nefnist þá Hettumýrarlækur. Enn bætist lítill lækur við, kemur í Kringlumýri og Kringlumýrartjörn með hnúkinn Slögu á hægri hlið þegar vestur er haldið. Síðan rennur lækur þessi um lægð er nefnist Bleikingsdalur. Þar er Bleikingsdalsvað þar sem Drumbsdalastígur liggur yfir lækinn.
Síðan fellur lækurinn norður af og um móbergshjalla, þar sKetilsstigur-2em hann hefur grafið sig niður í móbergið og myndað polla hylji, súlur og boga í margs konar myndum. Lækurinn fellur svo fram og rennur út á hraunið og eftir því og er að fylla gjótur þess og bolla. Þegar hingað er komið blasir við í vesturátt Mælifell Krýsuvíkur-Mælifell eða Innra-Mælifell. Austur úr Mælifelli gengur lágur Mælifellsháls. Austanundir Mælifelli eru Klettavellir. En frá hálsinum milli Mælifells og Borgarhóla liggur Mælifellsdalur. Sunnan í Mælifelli er Mælifellstorfa mið af sjó. Vestur úr Mælifelli gengur Mælifellsás, en framan í því að suðvestan liggur Alfaraleiðin, krækir fyrir hornið og liggur þar framhjá Ögmundardys.“
„Sumarið 1820 fóru tveir Danir um Sveifluháls, en þeir klifruðu heldur stígana yfir Kleifarvatni en að fara undir hlíðum, því að þá langaði til að sjá sem flest á Íslandi þetta sumar og ætluðu líka að safna jurtum og skoða hverina.
Sá rosknari þeirra var Frederik Christian Raben lénsgreifi frá Kristjánshólma á Lálandi, maður um fimmtugt, en hinn var Axel Mörch, 23 ára gaStorusteinaflatirmall lögfræðingur, sem hafði lagt stund á grasafræðinám að afloknu lögfræðinámi og hlotið gullpening háskólans fyrir ritgerð um lifrarmosa þá um vorið.
Þeir félagar fóru suður Sveifluháls á náttlausum góðviðrisdegi um mitt sumar, og virðast hafa farið sér í engu óðslega. Þegar kom þar á hálsinn, sem láglendi tekur að myndast sunnan við klettabeltið,
safnaði Mörch mosa, sem hann hafði aldrei fyrr augum litið og óx í skugga undir klettum eða á steinum allt frá klettunum við ströndina í um 150 metra hæð og upp undir fjallabrúnir.
Hálsinn er gróðurlítill, og jafnvel fátækur að mosum, en Mörch virðist hafa orðið svo hrifinn af þessari óþekktu jurt, að hann safnaði meiru af henni en öðrum mosum þennan eina sumardag á Sveifluhálsi.“
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.
Heimild:
-Árbók hins ísl. fornleifafélags 1943-1948, bls. 84, Ólafur Þorvaldsson – Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar.
-Náttúrufræðingurinn-1963-1964 – Liframosinn, bls. 113-114.
-Gísli Sigurðsson – Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Arnarvatn

Arnarvatn.