Fornasel
Gengið var í gegnum trjáræktarsvæði Skógrækar ríksins sunnan við Hrauntungur með beina stefnu að Laufhöfðavörðu ofan við Laufhöfða, norðvestan Gjásels. Vörður greina Hrauntungustíginn þarna í gegnum norðaustanverðan Almenning, sem nú hefur náð að ala af sér birkikjarr að nýju.
Þá var gengið upp í Gjásel og síðan að

Laufhöfðavarða

FERLIR við Laufhöfðavörðu.

Steininum sunnan Hafurbjarnarholts, Klofaklettsvörðu, Fjallgrensvörðu, síðan niður í Fornasel og að Þorbjarnarstaðaborginni utan í Háabruna norðvestan við Brunntorfur.
Laufhöfðavarða stendur á klettasnös og vísar leiðina milli Þorbjarnastaða og Gjásels, Fornasels og Fjárborgarinnar (Þorbjarnarstaðaborgar). Vestan vörðunnar eru þrjár smávörður, sem vísa á Illuholu, jarðfall sem gat reynst hættulegt mönnum og búfénaði, sérstaklega að vetrarlagi.
Stígur liggur upp með Laufhöfða frá Alfaraleið sunnan Þorbjarnastaða, svonefndur Straumsselsstígur. Á kafla markar stígurinn djúp för í harða hraunhelluna, sem ber vitni um mikla umferð í langan tíma. „Af honum“ neðan Laufhöfða liggur síðan stígur upp í gegnum Gjásel og áfram upp í Fornasel. Þar heldur stígurinn áfram upp í Brunntorfur. Samkvæmt Jarðabókinni 1703 áttu Þorbjarnarstaðabændur selstöðu í Gjáseli; „Selstöðu á jörðin þar sem kallað er Gjásel, en þar eru hagar góðir, en vatn slæmt“, en óljósara er með Staðarhaldara í Fornaseli. Stígurinn liggur hins vegar, varðaður, svo til beint upp í fjárskjól Þorbjarnarstaðabóndans í Brunntorfum. Í Jarðabókinni 1703 segir að Lambhagabændur hafi „brúkað selstöðu ásamt Þorbjarnarstöðum þar sem heitir Gjásel…“. Hið vandkvæða er, og mun síðar verða útskýrt, hvers vegna er einungis ein selstaða í Gjáseli, en tvær í Fornaseli, þar skammt ofar. Gætu nöfnin hafa víxlast?

Steinninn

Steinninn.

Annar stígur, og mun greiðfærari, frá Straumi liggur upp í Straumssel, um gróið hraun vestan Draughólahrauns. Hann er enn vel greinilegur. Draughóll er kjarri vaxin hæð í miðju kargahrauni norðvestan Straumselshöfða. Villuráfandi sauðir áttu það til að gera fjármönnum lífið leitt er þeir sóttu í kjarrlendið í Draughólahrauni. Smalar reyndu þá að lokka sauðina úr hrauninu frekar en elta þá uppi, enda hraunið sjálft erfitt yfirferðar.
Gjásel er dæmigert sel á Reykjanesskaganum, þrískipt seltóft, stekkur (norðvestan við hraunholtið, sem selið er á) og vatnsstæði (vestan tóftanna). Víðsýnt er frá Gjáseli yfir Hrauntungur og Nýjahraun (Kapelluhraun).
Eftir að hafa skoðað Gjásel var stefnan tekin á Steininn um Hrauntungustíg.
Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Háabruna að Hrauntungum í Almenningi. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings að Sauðabrekkum. Farið er yfir Sauðabrekkugjá um Mosa vestur fyrir Fjallið eina að Hrútagjárdyngju. Stefnt er á Hrúthólma og farið um helluhraun að Hrútafelli og þá er stutt í Ketilstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur (Seltúns). Hrauntungustígur sést enn við Krýsuvíkurveginn, einkum milli hans og malarnámu, sem þar er. Malarnámið hefur síðan tekið stíginn í sundur, en hann sést síðan aftur sunnan þess. Þar má rekja sig eftir stígnum í gegnum Hrauntungurnar, framhjá Hrauntunguskjóli og áfram upp með Gjáseli.

Straumssel

Straumsselsvarða.

Þegar skoðað er „vörðukort“ af þessu svæði Almennings má sjá að hinar gömlu leiðir hafa eitthvað „misfarist“ á kortum, a.m.k. Hrauntungustígurinn sem og Stórhöfðastígurinn. Þessar leiðir voru jafnan varðaðar. Skv. kortinu, ef vörðunum væri fylgt, ætti Hrauntungustígurinn að liggja í gegnum Fornasel og Stórhöfðastígurinn nokkuð vestar en hann er nú merktur inn á kort.
Steinninn er margsprunginn hraunhæð, sem er á landamerkjum Þorbjarnastaða og Straums. Umhverfis hæðina var gott beitiland, en mosi og lynggróður hafa náð að breyta ásýnd landsins frá því sem áður var. Fuglaþúfa á Steininum vekur athygli þegar horft er á hann frá réttu sjónarhorni. Í raun er Steinninn í austanverðri sprungu hæðarinnar og sést ekki fyrr en komið er að honum. Helsta leiðarmerkið eru tvær vörður á hæðinni. Sú vestari er steinn, sem stendur upp á endann, en skammt frá sprungunni er mjó varða með þremur eða fjórum steinum. Hún sést ágætlega úr fjarlægð, en á flestum hólum á þessu svæði eru litlar vörður er gætu villt fyrir fólki.
Steinninn, eða hraunhóllinn sem hann er í, er nokkurn veginn í suður af landamerkjastöplinum á Hafurbjarnarholti. Stöpullinn sést vel af hólnum. Frá honum sést einnig vel til Klofningskletts í vestri.
Þegar sólin dansar við skýin gleðjast mennirnir. Geislar hennar leika þá við valin svæði. Það sjónarspil er einka fallegt í Almenningi þar sem hver hraunhóllinn, ýmist mosavaxinn eða kjarrivaxinn, skipta litum á víxl eftir gróðrinum. Það gefur regnbogadansi sólarinnar lítið eftir.
Fornaselsvarða

Fornaselsvarða.

Klofaklettsvarða er toppmjó landamerkjavarða á klofnum hraunkletti efst í hraunbrekkum, sem nefnast Bringur (nokkru vestar). Varðan sést ágætlega frá Steininum. Einnig Gamla Þúfa þar skammt norðnorðvestar. Frá Steininum ber vel á klettinum og varðan er auðþekkjanleg á löguninni. Svæðið ofan Klofakletts er kallað Mosar – líkt og svo mörg önnur í eða við Almenning. „Greinilegustu“ Mosarnir eru þó vestan við Skógarnefið þar sem Mosastígur liggur upp með norðanverðu Lambafelli. Í því fallegur klofningshóll þar sem þunnfljótandi hraunið hefur náð að smyrja „klofið“ mælt upp yfir handarkrika hærri manna.
Norðan við Litlu-Sauðabrekku og Sauðabrekkugíga er áberandi landamerkjavarða á mörkum Straumslands og Óttarsstaðalands, sem nefnist Fjallgrensvarða og skiptir hinum mosavöxnu Fjallgrensbölum á milli jarðanna, en þar voru áður grösugir hagar. Ofan vörðunnar tekur við nokkuð sléttir mosar á helluhrauni. Grenin eru merkt með dæmigerðum steinum á þremur stöðum og hlaðin skotbyrgi grenjaskyttnanna er þar skammt frá. Á norðurbrúninni verða umskipti; annars vegar er að baki hið daglega amstur, fagurt útsýni er yfir hraunsvæðin norðan Almennings og hin sjálfsagða nálægð við mennina, og hins vegar er framundan hið sérstaka, áskorunin og vonin um sigur á sljóttugri veiðibráð – tófunni. Brúnin hefði þess vegna mátt heiða „Umskiptabrún“.

Fjallsgrensvarða

Fjallsgrensvarða.

Þegar gengið var til baka áleiðis niður að Fornaseli mátti víða sjá fugla fljúga af hreiðrum eða með mat í goggi. Ungar voru greinilega að komast þarna til fugls.
Fornaselsvarða er tignarlega hlaðin og stendur austan við selið. Sá, sem sett hefur stærsta steininn í hana, hefurverið rammir að afli. Nema það hafi verið kona. Varðan vísar á selið (skammt norðvestar) og, að sögn, Hrauntungustíg, forna þjóðleið sem liggur um selshlaðið.
Fornleifarannsókn, sem gerð var 2000-2001 leiddi í ljós að selstaða mun hafa verið í Fornaseli frá u.þ.b. 1550 fram á miðja 19. öld. Grafið var í eldhústóftina sunnan seltóftanna tveggja, sem þarna eru. Þær eru báðar tvískiptar svo þarna hafa verið tvær selstöður, búr og baðstofa í hvoru um sig.
Gott vatnsstæði er við Fornasel. Líklegt má því telja að það hafi jafnan verið nýtt. Landið tilheyrir Þorbjarnarstöðum svo spurningin er hvort nöfn Gjásels og Fornasels hafi víxlast á einhverju tímabili. Það sem einkum styður þessar vangaveltur er það að í Fornaseli eru tvær selstöður, en einungis ein í Gjáseli. Samt áttu bæði Þorbjarnarstaðir og Lambhagi að hafa haft þar selstöðu. Hins vegar er einungis að sjá þar eitt eldhús, sem styrkir líkur á framkominni lýsingu á samnýtingu. Mögulegt er að Lambhagi, eða annar bær í Hraunum, hafi síðar nýtt sér selstöðuna, sem nú er nefnd Gjásel.

Gjáselsvarða

Sagt hefur verið að milli Gjásels og Fornasels liggi stígur um háhrygg Almennings, yfir Brunnhólagjá á jarðbrú, sem tvær smávörður vísa á. Þegar komið er yfir gjána er stefnan tekin á Fjallið eina og þar tekur Hrauntungustígur við. Austan Brunnhólagjár var gjöfult beitiland, svonefndir Brunnhólar, en líka kallaðir Sauðahólar. Trúlega er hér um eina leið af mörgum að ræða um þetta hraunssvæði. Þegar komið er ofan frá Hrúthólma og ætlunin er að feta mögulega leið niður um austanverðan Almenning verða ávallt nokkrir möguleikar úr um að velja. Þegar „vörðukort“ er skoðað að svæðinu gefur það tilefni til að ætla að leiðirnar hafi verið fleiri en ein og fleiri en tvær. Og ekki er endilega víst að hver um sig hafi heitið eitthvað umfram annað. Fólk, sem þurfti að fara þarna um tók bara mið af greinilegum kennileitum og hélt sinni stefnu um þetta annars greiðfæra hraunsvæði. Víðast hvar eru góð skjól til áninga og jafnvel má finna þar vatn til að brynna skeppnum. Ágætt dæmi er um slíkt í „afbrigðilegum útidúr“ frá Hrauntungustíg. Ef vikið er spölkorn af honum til austurs nokkuð sunnan Sauðabrekkuskjóla má finna þar hið ágætasta vatnsstæði. Að því liggur stígur og síðan áfram inn á hinn fyrrnefna aftur skammt sunnar. Kunnugir hafa að öllum líkindum getað fetað aðrar leiðir en þeir sem minna þekktu til.
 Ofar er Stórhöfðastígur. Hann liggur einnig frá Ástjörn um Hádegisskarð og Ásflatir, sniðhallt yfir Bleiksteinsháls að Hamranesflugvelli og út á Selhraun. Gengið er suður með vestanverðum Stórhöfða þar til komið að suðurhorni hans. Þar sést stígurinn liðast inn á hraunið til suðurs, hlykkjast á hraunhrygg að Bruna og í áttina að Snókalöndum. Þegar þangað er komið er farið yfir Krýsuvíkurveg í áttina að Brunntorfum og Þrísteinavörðum fylgt að Fjallgjá. Gengið er með misgenginu að Fjallinu eina og austanverðum eða vestanverðum (báðar leiðir farnar) fjallsrótum þess fylgt að Hrútargjárdyngju. Þegar farið er að austanverðu kemur að því að mætast Stórhöfðastígur og Undirhlíðavegur, sem fylgja norðanverðum Sveifluhálsi að Ketilsstíg. Þegar farið er að vestanverðu er gengið með norðanverðum Dyngjubökkum um Hrúthólma, framhjá Hrútafelli og inn á Ketilsstíg. Stórhöfðastígur og Hrauntungustígur sameinast Rauðamelsstíg, sem liggur upp frá Óttarsstaðaseli, við Hrúthólma.
Fornasel

Fornasel – vatnsstæði.

Á leiðinni til baka niður að Þorbjarnarstaðaborg sýndu rjúpur þátttakendum sérkennilegt háttarlag. Í stað þess að fljúga frá viðkomandi flugu þær að þeim. Það gat einungis gefið eitt til kynna – jarðfætlingarnir voru of nálægt hreiðinu. Ekki var staðnæmst til að skoða hreiðrið, enda keppikeflið að raska sem minnst ró heimabúandi á svæðinu.
Þorbjarnarstaðaborgin var hlaðin af nokkrum barnanna ellefu á Þorbjarnarstöðum um aldamótin 1900. Hleðslulagi hennar og væntanlegu byggingarlagi hefur verið lýst í öðrum FERLIRslýsingum. Hið áhugaverða að þessu sinni var vörðuð leið er frá henni að skúta ofan við Brunntorfur. Vörður liggja þétt yfir hálsinn að hlöðnu fjárskjóli í Brunntorfum, þar sem nú er skógræktarsvæði. Það er há og löng hleðsla fyrir innskot undir háum hraunbakka með op til norðurs. Allt hefur þetta, vörður og aðrar mannvistarleifar, jú ákveðinn tilgang, sem óþarfi er að horfa framhjá.
Gangan tók 4 klst og 4 mín. Frábært veður – mikið fuglalíf er nú í Almenningi.

Heimildir m.a.:
-Ratleikur Hafnarfjarðar 2006.
-Gísli Sigurðsson.
-Ásbjörn (kort).

Steinninn

Steinninn.

Jaðar

Í Skýrslu nefndar um „Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972, og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973″, þann 31. ágúst 2010 má lesa eftirfarandi um heimavistaskólann að Jaðri:

Jónas B. Jónsson

Jónas B. Jónsson.

„Reykjavíkurbær hóf starfsemi heimavistarskóla að Jaðri í Elliðavatnslandi hinn 5. febrúar 1946. Þingstúka Reykjavíkur hafði þá nýlega lokið við byggingu sumardvalar- og félagsheimilis að Jaðri og leigði Reykjavíkurbær húsnæðið yfir vetrarmánuðina. Á tíu ára starfsafmæli skólans árið 1956 hélt fræðslufulltrúi Reykjavíkur, Jónas B. Jónsson, ræðu þar sem hann lýsti aðdraganda stofnunarinnar og hver aðkoma fræðslufulltrúaembættisins hefði verið: „Haustið 1943 er ég tók við núverandi starfi mínu, var eitt fyrsta verk mitt að gera spjaldskrá yfir alla skólaskylda nemendur í barnaskólum bæjarins. Mér þótti sýnt, að þá fyrst væri hægt að sjá hvað væri af nemendum, sem þyrftu sérstakrar umönnunar við, hverjir sæktu illa skóla og hverjir kæmu alls ekki í skóla. Þegar þessi spjaldskrá var fullgerð og skólasókn barna var könnuð, kom í ljós, að allmargir drengir sóttu ekki skóla og aðrir mjög illa. Nánari eftirgrennslan hjá skólunum svo og hjá lögreglunni og barnaverndarnefnd sýndi að þeir drengir sem iðkuðu útigang og lausung á kvöldin komu ekki í skóla, þeir voru hnuplsamir, þeir reyktu og höfðu oftsinnis komist í kast við lögregluna. Um þetta gerði ég allítarlega skýrslu og sendi bæjarráði.“
Skýrsla fræðslufulltrúa sem minnst var á hér að ofan var send bæjarráði í janúar 1944 og þar var bent á að fyrir afbrotadrengi þyrfti að setja á stofn „nokkurs konar heimavistarskóla, helzt á einangruðum stað […] sem hafi sterk uppeldisleg áhrif, sem kenni drengjunum til munns og handa, skapi þeim verkefni, góða aðbúð og vellíðan […]“.

Jaðar

Jaðar á frumbýlisárinu.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar og á fundi í febrúar 1944 samþykkti bæjarstjórn að stofna heimavistarskóla í nágrenni bæjarins fyrir þau börn á skólaskyldualdri, sem heimilin hafa ekki hemil á að dómi fræðslufulltrúa og barnaverndarnefndar.“ Fræðslufulltrúa var falið að vinna að athugun málsins og vorið 1944 kom hann með tillögu um að finna skólanum stað í Öxney á Breiðafirði. Tekið var vel í tillöguna í bæjarstjórn en ekkert varð þó úr því að heimavistarskólinn yrði stofnaður þar eða á annarri jörð í sveit.

Jaðar

Jaðar.

Í lok maí 1945 barst bæjarráði Reykjavíkur bréf frá formanni og ritara Landnáms Templara að Jaðri en svo nefndist stjórnin í Þingstúku Reykjavíkur sem fór með málefni Jaðars. Í bréfinu sagði: „Á síðastliðnu ári skoðaði Barnaverndarnefnd og fræðslufulltrúi Reykjavíkur, byggingu þá er við höfðum í smíðum að Jaðri, með tilliti til þess að bærinn tæki hana á leigu í sína þágu, þann tíma árs er við rekum ekki þar okkar eigin starfsemi. Mæltist Barnaverndarnefnd til þess að fá að sitja fyrir, ef húsið yrði leigt til afnota yfir vetrarmánuðina. Með tilvísun til þessa og með því að sýnt er að húsið verður fullgert innan skamms, leyfum við okkur að bjóða bæjarráði húsið til leigu. […] Við erum reiðubúnir til að leigja húsið 8-9 mánuði ársins fyrir sanngjarnt verð“.

Jaðar

Jaðar.

Bæjarráð óskaði eftir áliti barnaverndarnefndar Reykjavíkur og á fundi nefndarinnar hinn 1. júní 1945 var samþykkt að mæla með því að Reykjavíkurbær tæki tilboði Þingstúku Reykjavíkur um að leigja húsið að Jaðri fyrir heimavistarskóla. Á fundi bæjarstjórnar hinn 16. ágúst 1945 samþykkti bæjarstjórnin að heimila bæjarráði að leigja húsið að Jaðri og var fræðslufulltrúa falið, „í samráði við skólanefndir og borgarstjóra að annast rekstur skólans.“ Í janúar 1946 ritaði fræðslufulltrúi Reykjavíkur bréf til fræðslumálastjóra og tilkynnti um fyrirhugaða starfsemi á Jaðri: „Heimavistarskólinn á að vera fyrir skólaskyld börn, sem eiga ekki samleið með öðrum börnum í barnaskólum bæjarins. Tekin verða í fyrstu 10-16 börn, en síðan 24. Skólinn er aðallega ætlaður fyrir drengi.“

Jaðar

Jaðar.

Fyrstu önnina sem skólinn starfaði, vorið 1946, voru 14 nemendur og veturinn 1946-1947 voru nemendur 20. Næstu þrjá veturna voru 22-23 nemendur í skólanum og á sjötta og sjöunda áratuginum voru oftast á bilinu 25-30 nemendur sem dvöldu á Jaðri hvern vetur en nánar er fjallað um aldursskiptingu og námstíma nemenda á Jaðri í kafla 3.2 hér síðar. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hafði umsjón með því að ákveða hvaða drengir færu á Jaðar en þó í samráði við nokkra aðila, svo sem skólastjóra í viðkomandi barnaskólum, skólastjóra Jaðars og í sumum tilvikum barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Frá og með hausti 1961 fór Sálfræðideild skóla með það hlutverk að rannsaka þá drengi sem sótt var um vist fyrir á Jaðri og mæla síðan með því við skólastjóra Jaðars hverjir fengju vist.

Jaðar

Jaðar.

Fyrstu veturna starfaði heimavistarskólinn að Jaðri frá október og fram í maí en starfstíminn var lengdur skólaárið 1951-1952. Eftir það hófst kennsla um miðjan september og henni var lokið um miðjan maí. Stundaskráin var þétt skipuð alla daga með kennslu, útivist, heimanámi og kvöldvökum. Í skýrslu til fræðslufulltrúa Reykjavíkur vorið 1946 lýsti þáverandi skólastjóri, Loftur Guðmundsson, fyrirkomulaginu á eftirfarandi hátt: „Í skólastofu fór venjulega fram kennsla í 4-5 stundir á degi hverjum, en auk þess fylgdist skólastjóri með námsstarfi nemenda, er þeir voru komnir til herbergja sinna á kvöldin, og veitti þeim þá aðstoð eftir föngum. […] Hvað kennslu viðvíkur, var aðaláhersla lögð á lestrar-, reiknings- og skriftarnám. […] Ef til vill má þó segja, að mest áhersla hafi verið lögð á að bæta framferði barnanna og hegðun, og venja þau við að hlýta [sic] sanngjörnum aga“.

Jaðar

Jaðar.

Þegar Björgvin Magnússon tók við skólastjórn árið 1955 var nemendum skipt upp í tvær deildir, yngri og eldri deild. Í yngri deildinni voru ólæsir nemendur en í eldri deildinni hinir læsu. Björgvin gerði grein fyrir skiptingunni og daglegum störfum í skólaskýrslu fyrir veturinn 1959-1960: „Námið í vetur gekk annars vel, og varð árangur sæmilegur, í sumum tilfellum ágætur, þótt við erfiðar aðstæður sé við að etja, sem aðallega stafa af mismunandi aldri drengjanna. Aðeins er hægt að skipta í tvær deildir. Eru þeir læsu í annarri, en þeir ólæsu í hinni. – Áður en haldið er lengra vildi ég með fáum orðum lýsa dagskránni hjá okkur, hvernig dagurinn skiptist milli náms, leikja o.fl. Kl. 8 er vakið. Drengirnir klæða sig, þvo og snyrta, síðan er tekið til í herbergjunum. Að því búnu er farið í morgunverð. Þrisvar í viku er morgunleikfimi. Kl. 9-12 er kennsla. Kl. 12 miðdegisverður. Kl. 1-3 er útivist, þá eru drengjunum kenndir leikir ýmiss konar o.s.frv. Kl. 3:30 er drykkja. Kl. 4-6 er svo nám. Kl. 6:30 kvöldverður, kl. 7-8 nám aðallega lesið undir næsta dag. Kl. 8-9:30 eru svo leikir, framhaldssögulestur, kvikmyndasýningar og skátakvöldvökur. Kl. 10 kyrrð“.

Jaðar

Jaðar.

Á starfstíma Jaðars voru lagðar fram nokkrar tillögur um breyttar áherslur í starfsemi skólans. Fyrstu hugmyndirnar í þá veru komu frá Jónasi B. Jónssyni fræðslufulltrúa Reykjavíkur þegar árið 1950. Það ár rann út leigusamningur Reykjavíkurbæjar við Þingstúku Reykjavíkur og af því tilefni ritaði Jónas bréf til borgarstjóra og lagði til að starfsemin yrði færð að Laugarási í Biskupstungum: „Húsakynni þar [að Jaðri] hafa verið hin prýðilegustu, en aðstaða til starfa slæm. Það hefur því vart verið hægt að beina orku drengjanna til jákvæðra starfa, heldur hefur starf kennara mest megnis orðið kennsla og gæzla. Hefur því oftsinnis komið óyndi í drengina og þeir strokið í bæinn, enda hægt um vik sökum nálægðar og góðra samgangna. […] Segja má, að skilyrðifyrir heimavistarskóla [að Laugarási í Biskupstungum] fyrir þá drengi, sem áður hefur verið minnst á, séu þarna góð. Þarna má hafa fjölþætt starf, alls konar ræktun, alifuglarækt o.fl. Fjarlægðin frá bænum stuðlar að því, að umsjón með drengjunum verður minni og þeir því eðlilega óþvingaðri. Drengirnir geta fengið útrás fyrir orku sína við eðlileg og gagnleg störf“.

Jaðar.

Jaðar.

Hér enduróma upprunalegu hugmyndir fræðslufulltrúans um að best færi á því að heimavistarskóli á borð við Jaðar væri staðsettur í sveit þar sem drengjunum væri bæði kennt „til munns og handa […]“. Bæjarráð samþykkti á fundi í maí 1950 að fela fræðslufulltrúa að „leita samninga um framlengingu á leigumála um Jaðar, eða leigu á öðrum stað fyrir skólastarfið, sem til þessa hefir verið á Jaðri.“ Ekkert varð þó af fyrirhuguðum flutningi starfseminnar og leigusamningur um Jaðar var framlengdur síðar á árinu 1950.241 Vorið 1951 sendi Bragi Magnússon þáverandi skólastjóri á Jaðri skýrslu til fræðslufulltrúa um þá drengi sem verið höfðu í skólanum undangenginn vetur. Í niðurlagi skýrslunnar lét skólastjórinn það álit sitt í ljós að skóli sem Jaðar ætti ekki aðeins að starfa veturlangt heldur allt árið um kring þar sem margir nemendur hefðu ekki í góð hús að venda þegar skólastarfi lyki að vori. Mæltist hann því til þess að tilraun yrði gerð með sumardvöl fyrir drengi af Jaðri í heimavist Laugarnesskólans. Fræðslufulltrúi tók vel í tilmæli skólastjóra og kannaði möguleikana á því að hafa sumardvöl í heimavist Laugarnesskóla en þetta komst þó aldrei í framkvæmd.

Jaðar

Jaðar.

Fræðslufulltrúi Reykjavíkur ítrekaði þörfina fyrir heilsársstarfsemi á Jaðri í greinargerð um barnaheimili á vegum Reykjavíkurbæjar árið 1956. Þar sem skilyrði á Jaðri „til atvinnu og starfa [voru] nálega engin […]“ lagði fræðslufulltrúinn til að nýbyggingar fyrir barnaheimili og heimavistarskóla yrðu reistar „á kyrrlátum stað utan bæjar, þar sem landrými er nóg og staðhættir góðir.“ Barnaheimilanefnd tók undir þetta sjónarmið í tillögum sínum til borgarstjóra árið 1957 og þar var gert ráð fyrir tveimur heimavistarskólum fyrir 25 drengi hvor og einum fyrir 25 stúlkur sem starfa skyldu allt árið.

Jaðar

Á Jaðri.

Sumarið 1961 skrifuðu Jónas Pálsson forstöðumaður Sálfræðideildar skóla og Símon Jóh. Ágústsson prófessor álitsgerð um vistheimili og barnaverndarmál í Reykjavík. Gerðu þeir athugasemd við það að í stað þess að á Jaðri „dveldust drengir, sem vanrækja nám og skólasókn […]“, eins og upphaflega var ætlast til, væri reyndin sú að „aðalástæðan til vistunar allmargra drengja þar [væru] vondar heimilisástæður, sem jafnframt hafa þá truflað nám þeirra.“ Töldu þeir æskilegt að Jaðri yrði ætlað skýrar afmarkað hlutverk og þar vistaðir drengir sem vanræktu nám og skóla og væru haldnir áberandi hegðunarvandkvæðum í skóla. Einnig var gagnrýnt í álitsgerðinni að allmargir nemendur dveldu þar í 3-4 vetur og var lagt til að dvalartíminn yrði yfirleitt eitt skólaár og að enginn dveldi þar lengur en tvö skólaár. Að lokum var lagt til að nemendur yrðu ekki teknir í skólann „nema á undan hafi farið athugun sérfræðinga á þeim, og sálfræðingur sé til ráðuneytis um rekstur skólans, sitji t.d. fundi með skólastjóra og starfsfólki tvisvar í mánuði“.

Jaðar

Jaðar.

Sálfræðideild skóla tók við síðastnefnda hlutverkinu en hún hafði verið sett á laggirnar árið 1960. Björgvin Magnússon skólastjóri á Jaðri gat þessa í skólaskýrslu fyrir skólaárið 1961-1962: „Í vetur varð sú breyting á hér í sambandi við skólann, að allir drengir, sem hingað koma, eru rannsakaðir og prófaðir af Sálfræðideild skóla, og hefur nú deildin ásamt fræðsluskrifstofunni ákvörðun um, hverjir eru sendir hingað í skólann. Forstöðumaður deildarinnar, Jónas Pálsson, sálfræðingur, kom svo hingað einu sinni í viku og hélt fund með kennurum og húsmóður skólans“.
Í nóvember 1962 settu Jónas B. Jónsson fræðslustjóri Reykjavíkur og Jónas Pálsson forstöðumaður Sálfræðideildar skóla fram tillögur varðandi vistheimili og ráðstafanir vegna barna sem gátu ekki dvalist á heimilum sínum. Þar áréttuðu þeir að afmarka þyrfti hlutverk Jaðars skýrar: „Að því er stefnt, að heimavistarskólinn á Jaðri gegni því aðalhlutverki enn frekar en nú er, að vera heimili til enduruppeldis og sérstakrar meðferðar (milieu-behandling) á börnum, sem eru taugaveikluð; sýna hegðunarvandkvæði eða eru afbrigðileg að öðru leyti, en þó innan „normal“ marka að greindarþroska. Skróp, uppeldisvandræði og taugaveiklun eiga sér afar oft sameiginlegar rætur í lélegri heimilisaðstöðu barnsins, enda þótt um mörg þessara afbrigðilegu barna verði ekki sagt, að heimili þeirra í efnahagslegu né félagslegu tilliti séu léleg“.

Jaðar

Jaðar.

Af minnisblaði sem Jónas Pálsson forstöðumaður Sálfræðideildar skóla ritaði árið 1967 má ráða að ekki hafi fyllilega gengið eftir að afmarka hlutverk Jaðars skýrar eins og lagt var til í álitsgerðinni árið 1961 og tillögunum frá árinu 1962. Í minnisblaðinu kom fram að ákvörðun um ráðstöfun drengja á Jaðar byggðist að „langmestu leyti á félagslegri og uppeldislegri aðstöðu barnanna, þ.e. hve þörf þeirra [væri] brýn fyrir bætta heimilis- og uppeldisaðstöðu.“ Af þessu leiddi að heimavistarskólinn að Jaðri gegndi fyrst og fremst hlutverki vistheimilis en ekki „hlutverki meðferðastofnana (milieubehandling hjem eða observationskole) nema að takmörkuðu leyti, enda [væru] engar beinar heimildir í lögum eða reglugerðum um rekstur slíkra sérkennslustofnana.“

Jaðar

Jaðar.

Árið 1970 tilnefndi Jónas B. Jónsson fræðslustjóri Reykjavíkur nefnd sem fjalla skyldi um starfrækslu heimavistarskólanna að Jaðri og Hlaðgerðarkoti og tengd verkefni. Í nefndinni sátu Þorsteinn Sigurðsson sérkennslufulltrúi, Ragnar Georgsson skólafulltrúi og Jónas Pálsson forstöðumaður Sálfræðideildar skóla sem var formaður nefndarinnar. Í júní 1971 kynnti nefndin tillögur sínar ásamt greinargerð. Lagði nefndin m.a. til að innan skólanna á skyldustiginu í Reykjavík yrði komið á fót stuðningskennslu og meðferð í smáum hópum þar sem nemendur yrðu áfram kyrrir í almennum bekkjum en fengju hjálp sérmenntaðra kennara en einnig að þar yrðu sérbekkir, svokallaðir „observationsbekkir“.

Jaðar

Jaðar – stytta.

Þá var lagt til að utan skólanna yrðu á vegum fræðsluráðs og félagsmálaráðs sett á laggirnar skólaheimili, heimavistir fyrir vanrækt börn og unglinga og meðferðarheimili fyrir taugaveikluð börn og unglinga undir stjórn Sálfræðideildar skóla. Tillaga nefndarinnar varðandi Jaðar var á þá leið að skólaárið 1971-1972 yrði starfsemi skólans með svipuðu sniði og verið hefði en stefnt skyldi að því að flytja kennslu- og meðferðarþátt starfseminnar til borgarinnar jafnóðum og aðstaðan og úrræðin í framkomnum tillögum nefndarinnar væru komin í gagnið.

Jaðar

Jaðar 2020 (mynd; Hafsteinn Björgvinsson).

Tillögur nefndarinnar voru í anda svokallaðrar blöndunarstefnu sem ruddi sér til rúms á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar en með henni var leitast við að finna stöðugt fleiri börnum stað í almenna skólakerfinu og færa sérkennslu frá stofnunum og inn í skólana. Veturna 1971-1972 og 1972-1973 var starfsemi á Jaðri óbreytt nema að því leyti að nemendur voru færri en áður eða 18 og 17 hvorn vetur. Skólahald hófst með venjubundnum hætti haustið 1973 en skömmu síðar var ákveðið að hætta starfseminni frá og með 1. desember 1973 og var öllum starfsmönnum sagt upp.

Jaðar

Jaðar 2020 (mynd; Hafsteinn Björgvinsson).

Veturinn 1973-1974 var komið á fót sérdeild við Réttarholtsskóla fyrir nemendur með geðræna erfiðleika og hegðunarvandkvæði og tók hún við því hlutverki sem Jaðar hafði gegnt. Á árunum 1974-1979 voru samskonar sérdeildir stofnaðar við sex aðra skóla í Reykjavík, svonefnd skólaathvörf.“

Með framangreindum þrætum var starfseminni á Jaðri sjálfhætt.

Heimild:
-Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007, Áfangaskýrsla nr. 2 – Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972, og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973, Reykjavík, 31. ágúst 2010.

Jaðar

Jaðar – framtíðarhugmyndir; líkan á Þjóðminjasafninu.

Þorbjarnastaðastekkur

Gengið var upp með vestanverðum Þorbjarnarstaðatúngarðinum með það fyrir augum að skoða Straumsstíg (Straumsselsstíg) upp í Tobbuklettaskarð, rekja síðan markavörður með hraunbrún til suðurs, fara niður í Grenigjá og fylgja gjáargötunni inn á Straumsselsstíg og síðan til baka.

Tóftir Þorbjarnarstaða í Hraunum

Meðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnastöðum lá Straumsstígurinn. Honum var fylgt norður með tvöfalt hlöðnum túngarðinum. Var þá fyrst komið að Lambhúsinu, sem er rétt utan við Lambhús-hliðið. Vikið var svolítið af leið. Við norðurtúngarðinn er/var Þorbjarnastaðaréttin, vel hlaðin rétt af grjóti. Hún hefur haldist vel – hleðslur eru um 120 cm að jafnaði. Hér var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot – fallegt mannvirki og fagur vitnisburður um fyrrum búskaparhætti í Hraunum.
Skammt austur frá hliðinu á austurtúngarðinum eru tveir hraundrangar, nær mannhæðarháir og voru áberandi af sjó fyrrum. Þeir nefndust Riddarar. Um þá og Riddarann á Helgafelli (austanvert fellið) var mið á Rifið út frá Óttarsstaðatúni. Þar utan við er nú innsiglingin inni í Straumsvíkurhöfnina. Fiskurinn lá gjarnan í hraunkantinum og það vissu útvegsbændurnir.
Í GránuhelliRétt suður af Þorbjarnarstaðatúni er Miðmundahæð. Á henni er Miðmundarvarða og austur af henni er svonefnt Seljahraun sem nær svo að merkjum. Rétt er að geta þess að Geldingahraun (Afstapahraunið eldra) er þarna þversum á millum – ein og glöggleg má sjá). Ofan þessa hrauns er eru svo gjár sem heita Grenigjár. Neðan við Seljahraunið er svo hæð sem heitir Gvendarbrunnshæð og þar er gömul svalalind Gvendarbrunnur. Þá er Rauðimelur, austur af honum er í Hrauninu Rauðamelsrétt. (Þegar hér var komið var örnefnalýsingin komin út fyrir göngusvæðið). Því er hér farið aftur inn á Straumsselsstíg neðan (norðan) Geldingahrauns.
Hér liggur stígurinn upp með sléttri klapparhæð. Norðan hennar er Stekkurinn; falleg heimafjárrétt Þorbjarnarstaðafólksins. Fyrrnefnda var sameignarrétt, en þessi; undir hárri hraunklapparbrún í góðu skjóli, tvíhlaðin af festu, var réttin þeira. Í henni er hlaðin lambakró, sem segir nokkuð til um til ganginn, líkt og sjá má í heimarétt Óttarsstaðamanna allnokkru norðvestar.
Eftir að Stekkurinn/réttin hafði verið virt virðingarinnar viðlits í kvöldsólinni var haldið til vesturs yfir að Gránuhelli/-skúta. Hlaðinn ingangurinn sést vel kunnugum, en getur leynst furðuvel ókunnugum. Innan við opið er flórað gólf, eitt af fáum fjárskjólum með ummerkjum um slíka natni við sauðkindina.
Tobbuklettar austariSkammt norðaustar er varða á enn einum hraunhólnum. Hún virðist merkingarlaus, en ef betur er að gáð má sjá allgóða sprungu í hólinn við vörðuna. Þegar farið var niður í sprunguna var hægt að horfa inn í hinn myndarlegasta skúta þvert á gjána; allgott skjól fyrir þann eða þá, sem þar vildu leynast. Grjót hafði verið fært til við innganginn, en alls ekki þannig að það yki útsýnið í skjólið. Ef laust hefði verið um þetta skjól má ætla að einhver hafi haft um það leynd óskráð orð – einhvern tímann.
Haldið var áfram upp eftir Straumsselsstíg. Í Geldingahrauni er hástend varða, á uppréttu klettanefni. Gengið var  yfir línuveginn og stígnum fylgt upp í Tobbukletta. Klettarnir nafngreindu eiga að hafa verið þrír; og þeir eru það, ef vel er að gáð.
Í örnefnalýsingum hefur verið getið um Tobbukletta vestari og Tobbukletta austari. Einhverra hluta vegna hefa vestari klettarnir verið færðir vestar svo austari Tobbuklettar hafa orðið að Tobbuklettum austari. Í raun eru klettarnir u.þ.b. 30 metra frá hvorum öðrum – sitt hvoru megin við Tobbuklettaskarð.
GrenigjárréttFörum spölkorn til baka. Í örnefnalýsingu segir að „af Tókletti lá landamerkjalínan suður yfir Seljahraun í Tobbuklett vestari. Þar uppi á klettunum er Tobbuklettsvarða. Í skrá G.S. segir, að þarna hafi einnig verið Tobbuklettsrétt. „Nafnið þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar. Vestur frá Tobbuklettum eru klettar miklir og margsprungnir. Óvíst er um heiti þeirra, en vestan þeirra eru Grenigjár. En suður frá Tobbuklettum liggur landamerkjalínan um Flárnar eða Flárnar nyrðri eða Neðriflár.“
Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. „Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefur verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).“
Þegar svæðið er skoðað gaumgæfilega mátti sjá hleðslu (aðhald) í klettunum austan Straumsselsstígs. Grasgróningar eru í botninum. Opið er mót norðvestri. Hraunkarl við GrenigjárréttLandamerkjavarðan er ofan skjólsins. Skammt vestar eru Tobbuklettar vestari. Í þeim er fyrirhleðsla í klettasprungu. Ofan sprungunnar er varða; „Tobbuklettsvarða“?
Reyndar ætti austari varðan að hafa þann titil því svo til í beina stefnu frá henni til suðurs eru a.m.k. 6 vörður; landamerkjavörður. Tvær þeirra standa á Draughól. Svo til beint ofan við Grenigjár eru tvær vörður.
Þegar stefnan var tekin frá þeim niður í Grenigjár (sem fremur ættu að heita Birkigjár m.v. hávaxnar birkihríslurnar í lægðum gjánna), var tiltölulega auðvelt að rata leiðina niður í Grenigjárréttina. Gjárnar eru þó ekki nefndar eftir gróðrinum heldur grenjum, sem þar voru (eru).
Réttin er mótuð í náttúrulega ílanga klapparhæð. Fyrirhleðslur er í gjánni og hlaðið umhverfis. Op er á réttinni til norðurs. Austan þess er sérkennilegur og sérstakur hraunkarl, líkt og oft má sjá í aplahraunum.
Þegar gengið var til baka, mót kvöldsólinni, var komið að Miðmundahæð suðaustan Þorbjarnarstaða, eyktamarki frá Þorbjarnarstöðum. Þar er fyrrgreind stór varða.
Þegar komið var niður með tvíhlöðnum görðum hinna gömlu Þorbjarnarstaða, þess einstaka staðar er hýsti, verndi og kom fjölda barna til mannvista, þ.e. tóftir bæjarins anspænis bláköldum nútímanum, stærðarinnar farmskipi og álveri í bakgrunni, vakna óneitanlega spurningar – um lífið og tilgang þess??!!
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Straum (AG og GS) og Þorbjarnarstaði (GS).
-Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnarstöðum og Ingveldur Jónsdóttir, húsfreyja á Þorbjarnarstöðum.

Alafaraleið

Varða við Alfaraleið.

Þorbjörn

Gengið var frá Húsatóptum (-tóftum, -tóttum) yfir að Þorbjarnarfelli um hinn forna Árnastíg og hinn nýja Reykjaveg. Á leiðinni var staðnæmst við ýmislegt, sem fyrir augu bar, en það er reyndar fjölmargt á ekki lengri leið. Hlélaust tekur

Húsatóftir

Nónvörður.

gangan u.þ.b. 2 klst, en með því að staldra við og skoða það er markverðast getur talist, s.s. jarðfræðifyrirbæri, jurtir, þjóðsögukennda staði og sjáanlegar minjar, getur ferðin tekið nálægt 4 klst.
Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Húsatóptir, þar sem golfvöllur Grindvíkinga er nú, var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Hin var Staður, sem hverfið dregur nafn sitt af. Árið 1703 voru Húsatóptir konungsjörð og lá til Viðeyjarklausturs. „Selstöðu hefur jörðin lángvaranlega haft þar sem heitir á Selsvöllum, er þángað bæði lángt og erfitt að sækja.“ Hjáleigur voru Kóngshús og Garðhús. Árið 1936 var jörðin seld „með fleiri kóngsjörðum þetta ár, fyrir 630 ríkisdali í silfri til þáverandi landseta. Höfðu Viðeyingar hér áður útræði (1847). Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóftalandi. Til endurgjalds áttu Húsatóftir þangfjörutak á Stað. Kaupstaður var á Húsatóptum og var lent við Kóngshellu. Jörðin fór í eyði 1946. Fimm tómthúsbýli voru byggð í landi Húsatópta á árunum 1906-1934; Dalbær (1906-46), Vindheimar (1911-34), Blómsturvellir (1914-22), Hamar (til 1930) og Reynistaður (1934-38). Vel má sjá móta fyrir öllum þessum býlum í vesturjaðri golfvallarins sunnan Húsatópta. Alls má sjá leifar a.m.k. 18 býla í Staðarhverfi.

Húsatóftir

Húsatóftir – fikibyrgi.

Árið 1703 var túnið á Húsatóptum mjög spillt af sandi og „enn hætt við meiri skaða“. Engvar öngvar og mestallt landið hraun og sandi undirorpið. Árið 1840 var hins vegar önnur lýsing gefin af Húsatóptum: „Mörgum þykir fallegt á bæ þessum því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa, eru þau og allvel ræktuð.“
„Bærinn stóð spottakorn frá sjó, á háum og víðsýnum fleti“, segir í sóknarlýsingu. Á túnkorti frá 1918 eru sýndar tvær húsaþyrpingar, en tvíbýli var á Húsatóptum. Tóftir gömlu bæjanna eru þar sem nýrra íbúðarhúsið stendur nú, uppi á brekkunni ofan vegarins. Annars eru tóftir fyrir austan húsið og hins vegar um 15 m vestan þess. Tóftirnar eru enn greinilegar að hluta, en sléttað hefur verið fyrir golfvellinu allt umhverfis þær.
„Frá þeim tíma [þ.e. verslunarinnar] er gólfið þar í bæjardyrunum steinlagt með tígulsteini. Er líklegt að Kaupmannshúsin hafi verið rifin þegar verzlunin lagðist niður, en svo aftur byggður bóndabær í „tóptum“ þeirra, og fengið þar af nafnið, sem hann hefur nú“, segir Brynjúlfur Jónsson í grein frá árinu 1903. Íbúðarhús úr steini var byggt á bæjarhólnum 1930, en fram að því hefur verið þar toftbær. Hús voru byggð 1777 með „binding úr torfi og grjóti að utan en göflum úr timbri“. Á ÁrnastígEinnig var þar íbúðarhús beykisins, byggt 1779, „með veggjum úr torfi og grjóti, enm þaki úr timbri“. Eldra íbúðarhúsið er nú stendur að Húsatóptum, byggt 1930, stendur neðar og vestar en tóftirnar. Það hýsir nú golfskála Grindvíkinga. Tóftirnar fast austan við nýja íbúðarhúsið eru á hól. Þær eru tveggja hólfa, en á milli hólfanna er steyptur pallur. Um 20 m norðaustan við tóftirnar eru leifar húss eða kálgarðs.
„Hjáleigan Kóngshús stóð niður við Húsatóptarvör“, segir í Sögu Grindavíkur. Fast vestan Tóptarvarar er stór klöpp, sem á standa rústir sjóhúss. Er líklegt að hjáleigan hafi verið á svipuðum stað. Klöppin er alltaf upp úr sjó, en getur verið mikið umflotin á flóði. Hún er grasi gróin að hluta. Ekki eru aðrar tóftir á klöppinni en steypurústin, en sunnan í klöppinni standa tveir fúnir timburstaurar úr sjó.
Barlestarsker er beint niður af Húsatóptum, millli Þvottaklappa og Garðsfjöru, í Vikinu. Skerið er skerjatangi syðst í Garðsfjörunni. Ef tekið er mið af klöppinni með steyptu rústinni er Tóptarklöpp austan við hana, en Barlestarsker sunnan við hana. Þau eru tvö. Þar munu verslunarskipin hafa tekið barlest. Í öðru Barlestarskerinu var festarbolti gegnt öðrum í Bindiskeri í Vatnstanga í landi Staðar.
Keðja mun hafa legið þvert yfir víkina milli festarboltanna og voru verslunarskipin á dögum kóngsverslunarinnar svínbundin við keðjuna, þar sem þau lágu á víkinni. Svínbundið var þegar skip var bundið bæði aftan og framan langsum á keðjuna, þannig að hlið lægi að henni.

Dýrfinnuhellir

Dýrfinnuhellir.

Boltinn í Barlestarskeri var stór, fleygmyndaður með auga í efri endanum. Hann var lengi notaður sem hestasteinn á hlaðinu á Húsatóptum, en er nú sagður vera í garði húss í Járngerðarstaðahverfi. Festarboltinn á Bindiskeri er enn á sínum stað. Í lýsingu Brynjúlfs Jónssonar frá 1903 segir „að skipin hafi verið bundin á þrjá vegu við járnbolta, sem festir voru í klappir. Tveir af þeim voru í Húsatóptalandi, en einn í Staðarlandi. Jón bóndi Sæmundsson á Húsatóptum lét, nálægt 1850, taka upp báða þá boltana, sem í hans landi voru og færa heim til bæjar. Var annar hafður sem hestasteinn“.
Búðarhella er upp af Kóngshellu. Næstur er Búðasandur er tekur við af Garðsfjöru allt frá Tóptarvör. Danska verslunarhúsið stóð á litlum hól, u.þ.b. 80 m upp af Tóptarvör. Ennþá sést móta fyrir grunni þess. Í sóknarlýsingu 1840 segir: „Stóðu höndlunarhúsin niður við sjó nálægt Hvirflunum, en kaupmenn bjuggu heima á Húsatóptum.“ Á innri klöppinni (ofan við Kónshellu), sem er mun hærri, hafði krambúðin síaðst staðið. Þar stóð enn fisksöltunarhús Húsatóptarmanna er þar var róið 1865 og 1866. Þar á klöppini var aflanum skipt eftir róðra og gjört að fiskinum. Líklega er hóllinn, sem talað er um hóll sá, sem sumarbústaðurinn Staðarhóll stendur nú. Fast sunnan við hann er Búðasandur.
Úr flugvélinniVerslun var í Grindavík áður, en hætt var við hana snemma á 18. öld. Höfnin var rétt við prestsetrið Stað, við hólma, sem hjallur var á. Skipin lágu milli hans og Barlestarskers.  Verslunarhúsin stóðu á Búðartanga, en nú er tanginn að mestu brotinn af brimi. Þegar grafið var þar fyrir löngu fannst þar lóð, 100 pund að þyngd, sem bar merki Kónsghöndlunar. Þar finnast enn krítarpípur ef vel er leitað. Búðin var byggð 1779, einnig eldhús með múraðri eldstó og Gamla pakkhúsið (sennilega eldri verslunarbúð). Verslun var tekin upp á ný í Grindavík árið 1664, en hafði fram til 1639 verið í Járngerðarstaðalandi. Kaupmenn „fluttu sig um set vestur í Arfadal í landi Húsatópta. Þar var ráðist í umtalsverðar framkvæmdir og á uppdrætti, sem Kristófer Klog gerði af Grindarvíkurhöfn árið 1751 má sjá verslunarhús niðri við ströndina. Þau stóðu skammt frá svonefndum Hvirflum, sem heita Búðarsandur…“, segir í Sögu Grindavíkur.
Á uppdrættinum sést tvílyft hús, talið vera krambúðin, sem reist var 1731, og minna hús sambyggt við austurendann. Þetta hús mun hafa staðið fram undir lok 18. aldar, en 1779 hafði ný krambúð verið byggð.
Kau

Árnastígur

Árnastígur.

psigling var í Staðarvík til 1745, en eftir það var aðeins siglt til Básenda, þó ennþá væri verslað í húsunum í Grindavík. Árni Jónsson keypti húsin á Búðasandi 1789, krambúð, eldhús og „gamla pakkhús“, en hann varð gjaldþrota 1796 og lagðist þá verslun alveg af í Grindavík. Verslunarhúsin voru rifin 1806.
Í Arfadal, neðan við túnið á Húsatóptum, eru pípuklettar. Neðan þeirra, með sjávargötu frá Húsatóptum, er lítill klettur (gróinn hóll), sem Pústi heitir. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim. Nú er Pústi í golfvellinum.
Út undir Hvirflum eru klettar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim erumörg grjótbyrgi, og var fiskur þurrkaður a þeim, áður en söltun kom til. Í hrauninu fast norðan við þjóðveginn eru margir greinilegir srjóthlaðnir hleðslugarðar. „Þá notuðu m.a. Skálholtsmenn til að herða fisk sinn“, segir Þorvaldur Thoroddsen í Ferðabók sinni.
Vestur af Húsatóptum er landið nokkuð hærra og heita Hæðir suðvestur af bænum. Á þeim eru Nónvörður, eyktarmark frá Húsatóptum. Vörðurnar eru tvær og standa á hárri ógróinni hraunbungu norðan við þjóðveginn. Fremri varðan sést greinilega frá veginum. Sagan segir að „þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo fyrir um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini.“ Hefur það orðið að áhrínisorðum, enda standa Nónvörður enn, auk vörðunnar á Nónhól skammt vestar, í Staðarlandi.
Árnastígur er sunnan við Klifgjá, vestast í jarði hennar, austan við túnið á Húsatóptum, vel rudd braut um apalhraun. Gamli vegurinn milli Staðarhverfis og Keflavíkur lá um Árnastíg og Klifgjá, þar norð-austur af er Þórðarfell. Um gjána lá svokallað Klif, snarbratt niður í hana. Er það hálfgert einstigi og illt yfirferðar með klyfjahesta, segir í örnefnaskrá.
Varða við ÁrnastígSyðsti hlutinn var bæði kallaður Staðar- og Tóptarvegur. Norðan Stapafells, kom gatan inn á svonefndan Járngerðarstaðaveg á landamerkjum Njarð- og Grindvíkinga. Leiðin er um 16 km löng.
Hjálmagjá er norðvestast (efst) í túni Húsatópta, grasi gróin í botninn. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsa með dýrlegum ljóshjálmum, sem bárum mjög af lýsiskolum í mannheimi. Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika listir sínar á skautum í tungsljósinu (.þe.a.s. í lægð í Húsatóptatúni, sem kallast Dans, og þar mynduðust góð svell í frosthörkum á vetrum), segir í örnefnaskrá.
Sunnan við Dans (sem er norðaustast í túninu) er Kvíalág og Fjósskák sunnan hennar. Næst er Harðhaus. Hann er ósleginn túnpartur um 120 m norður af bænum, fast utan golfvallarins. Þar hraktist aldrei hey. Í óþurrkatíð var Harðhaus sleginn til að fá þurrkt. Fjósaskák og Harðhaus náðu alveg heim að gamla bænum.
Þangggarðar voru suðaustan við bæjarhlaðið þar sem nú eru gamlar veggtóftir. Þar var þurrt þang geymt til vetrarins. Var því hlaðið þar upp og tyrft yfir það eins og hey. Á veturna var það svo notað til eldiviðar. Þangið var skorið í fjörunni, helst þegar stórstreymt var, og reitt á hestum upp á sjávarbakkann til verkunar. Þegar sterkur álandsvindur var, þá var þang of skorið „undir straum“, vafið um það gömlum netariðli ogmeð flóði fleytt í efsta flóðfar og þaðan reitt á hestum á þurrkvöll. Þá var breitt úr þanginu eins og heyi til þurrkunar. Nú var nauðsynlegt að rigndi vel á þangið, svo úr færi selta. Næst var þangið þurrkað vel, bundið í bagga eins og hey og flutt í geymslur til vetrarins. Oftast var þungu þangi hlaðið í bing í eldhúsinu og brennt á hlóðum. Vel þurrt þang logaði vel, með snarki og neistarflugi, en heldur þótti það léttur eldiviður. Kom sér þá vel að hafa „rekaspýtu í augað“.
Skipadalur er neðst í túninu. Þangað munu vertíðarskipin til forna hafa verið sett í vertíðarlok. Golfskálinn stendur í raun í

Árnastígur

Refagildra við Árnastíg.

Skipadal. Þar er nú sléttað malarplan. Skammt vestar er Húsatóptarbrunnurinn, sem enn sést móta fyrir.
Þegar lagt var af stað upp með golfvellinum á Húsatóptum mátti sjá Þorbjarnarfellið (243 m.y.s.) í norðaustri, en það var ágætt kennileiti alla gönguna.
Fyrsta varðan (nú sýnileg) á Árnastíg er skammt ofan við golfvöllinn. Hægra megin við hana liðast gamla gatan um móann áleiðis að lágri hraunbrekku á vinstri hönd. Lengra til hægri eru þrjár hlaðnar refagildrur. Búið er að rjúfa þakið á einni þeirra, en hinar tvær hafa fengið að halda sér eins og þær voru upphaflega byggðar.
Skriðdrekaslóði liggur víða ofan á hinni gömlu þjóðleið Árnastígs. Síðan hefur honum verið haldið við með akstri annarra ökutækja. Þó má sumsstaðar sjá gömlu götuna til hliðar við slóðann. Á a.m.k. tveimur stöðum eru hlaðnar brýr á henni.
Árnastígur liggur yfir mjóa apalhrauntungu úr Sundvörðuhrauni og inn á slétt helluhraun Eldvarpahrauns.Fallegar hraunæðar, hraunreipi, katlar og önnur fyrirbæri varða leiðina upp fyrir suðaustanverð Sundvörðuhraunið. Sundvörðuna, hár hraunstöpull í austanverðu hrauninu, var mið sjómanna fyrrum, en vestan við Stekkjartúnskamp við Arfadalsvík eru B17klettabásar, nefndir Sölvabásar. Vestan við Sölvabása skagar tangi fram í sjó. Heitir hann Vörðunes, en er í daglegu tali nefndur Vörðunestangi. Beint upp af honum, u.þ.b. 1 km, er stór hlaðin varða. Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður. Efri varðan er um 800 m austan við bæjarhólinn á Húsatóptum, í uppgrónu hrauni. Í örnefnaskrá segir að „þegar þær bar í háan hraunstand [Sundvörðuna í Sundvöðruhrauni] í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi. Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóptarvör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera komin á Snúning.“ Varðan er hlaðin úr hraungrýti og er um 2 m á hæð. Hún er mest um 1,5 m í þvermál og umför grjóts eru um tíu. Neðri varðan er skammt austan við þar sem hús fiskeldisins standa nú (suðvestar).
Þegar komið var að gatnamótum ofan við sauðfjárvarnargirðingu þótti ástæða til að staldra við. Þvergatan til vinstri nefndist Brauðstígur. Hann fór fólk frá Húsatóftum uppí Eldvörp til að baka brauð við hverahitann.

Eldvörp

Eldvörp – „Tyrkja“byrgin svonefndu; undanskot Grindavíkurbænda!?

Skammt frá stígnum eru nokkur hlaðin smáhús, svonefnd „Tyrkjabyrgi“. Þau eru í hraunkrika sunnan undir Sundvörðuhrauni. Þetta eru 10 tóftir, auk hlaðinnar refagildru, en tvær tóftanna eru uppi á hraunbrúninni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstór en stærsta rústin er um það bil 4 x 1,5 m á stærð. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
Þar sem Árnastígur beygir til norðurs inn á hraunhelluna að Eldvörpum eru nokkrir hraunhólar, Vegamótahólar. Þar greinist leiðin, annars vegar að Húsatóptum um Árnastíg og hins vegar að Járngerðarstöðum um Járngerðarstaðastíg. Mosinn er horfinn af þessu svæði, en hann brann um ´56 þegar brottflognir Bandaríkjamenn voru þarna við heræfingar.
Skammt norðar má sjá veg í hrauninu, sem endar skammt norðar. Þar má sjá nokkurt brak. Hann var gerður til að bjarga leifum af flugvél, sem varð eldsneytislaus og lenti á hrauninu. Skv. upplýsingum frá Friðþóri Eydal „er brakið væntanlega brot úr þessari B-17 sprengjuflugvél sem lenti í villum á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands með fyrirhugaðri viðdvöl á Keflavíkurflugvelli og nauðlenti þarna er eldsneytið þraut eftir 14 klst. flug þann 17. apríl 1943.
GönguleiðinÞá var snúið spölkorn til baka og vent til vinstri, inn á svonefndan Reykjaveg. Í fljótu bragði virðist Reykjanesskaginn hrjóstugur og illur yfirferðar og því ekki vel fallinn til gönguferða. Við nánari skoðun kemur annað í ljós. Hann hefur upp á flest að bjóða sem göngufólk leitar að. Hraunið og auðnin hefur aðdráttarafl ekki síður en gróskumikið gróðurlendi þótt á annan hátt sé. Víða leynast fallegar gróðurvinjar og mosinn í hraununum er sérkennilegur. Þar eru líka einstök náttúrufyrirbrigði eins og hraunsprungur og misgengi, eldgígar, hrauntraðir, jarðhitasvæði, hellar og fuglabjörg. Þótt fjölbreytt mannlíf hafi aldrei verið á þeim slóðum sem Reykjavegurinn liggur um eru samt til sögur og minjar um mannlíf á þeirri leið. Gamlar götur líkar Árnastíg liggja víða um Reykjanesskagann og skera eða tengjast Reykjaveginum á mörgum stöðum.
Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur. Hann er hluti af Atlantshafshryggnum mikla sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 13. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir tólf til fimmtán þúsund árum hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva.

Gyltustígur

Gyltustígur.

Reykjavegurinn sem liggur um endilangan Reykjanesskagann var stikaður sumarið 1996. Hann liggur frá Reykjanesi að Nesjavöllum og er um 130 km langur eða meira en tvöföld vegalengd Laugavegarins margfræga á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Víða hafa myndast gönguslóðar á leiðinni, sérstaklega þar sem hún liggur um mosavaxin hraun. Á öðrum stöðum liggur leiðin um gamlar götur sem öðlast hafa nýjan tilgang. Einn helsti kostur Reykjavegarins auk þess að vera mjög skemmtileg gönguleið, er hvað hann er nálægt byggð og aðkoma að honum þægileg á mörgum stöðum án þess að fólk verði vart við skarkala þéttbýlisins. Hann liggur um óbyggð svæði og fullnægir því vel þörfum fólks sem vill vera í náinni snertingu við náttúruna og hvíla líkama og sál frá hraða hversdagsins.
Við þennan hluta Reykjavegar má t.d. sjá hraunæðar sem burnirótin hefur náð að nýta sér sem skjól, líkt og tófugrasið.
Þegar komið var inn á Skipsstíg, forna götu er lá milli Járngerðarstaða og Njarðvíkur, var haldið að Dýrfinnuhelli. Þar segir sagan að samnefnd kona hafi dvalið með börn sín eftir að hafa flúið undan Tyrkjunum er herjuðu á Grindavík að morgni 20. júní 1627 Tyrkjasagan.
Gengið var til austurs um grasgrundir milli Illahraunsbrúnarinnar og Lágafells un staðnæmst var neðan við Gyltustíg í Þorbjarnarfelli.
Frábært veður.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Baggalútar

Baggalútar eru bergtegund, litlar kúlur sem stundum eru samvaxnar, oft 0,5-2 cm. Þeir eru oftast rauðbrúnir eða gráleitir. Baggalútar myndast þegar nálar af kvartsi og feldspati vaxa inn í gasbólur sem orðið hafa innligsa í kvikunni. 

Baggalútar

Séu þeir brotnir sjást oft sammiðja hringir. Þeir eru harðari en bergið umhverfis og verða því eftir þegar það veðrast. Þeir finnast helst í skriðum og á áreyrum, t.d. í Hvalfirði og Borgarfirði eystra.
Baggalútar eru einnig nefndir hreðjasteinar eru ein tegund hnyðlinga (e. concretions) sem myndast í bergi eða seti við samsöfnun efnis meðan bergið/setið er að storkna eða setjast til. Annað dæmi eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti.
Flæðimynstur bergsins liggur gegnum baggalútana, þannig að þeir vaxa eftir að kvikan staðnæmist. Baggalútar myndast í súru bergi og hafa iðulega geislótt mynstur sem kemur fram í kúlulaga yfirborði. Í miðjunni er kvars eða kristóbalít (háhita-afbrigði af kvarsi, SiO2) en geislarnir eru sambreyskja af kvarsi og hematíti (FeO3). Kúlurnar vaxa þannig út frá sameiginlegri miðju úr vatnsríkum vessum afgangsbráðarinnar. Kúlurnar hafa vaxið eftir að kvikan hætti að flæða, því flæðimynstrið (stuttar láréttar línur) gengur í gegnum þær. (Hatch, Wells & Wells: Petrology of the Igneous Rocks).
Baggalútar geta verið allt frá örsmáum baunum upp í hnefastórar kúlur og jafnvel allt að 15-20 cm í þvermál. Með því að kúlurnar eru talsvert harðari en bergið sem þær myndast í, standast þær betur rof og veðrun og finnast því gjarnan í seti – frægur fundarstaður í nágrenni Reykjavíkur er Hvaleyri sunnan við Hvalfjörð.
Orðið baggalútur getur einnig merkt lítill drengur og dordingull.

Heimild m.a.:
-www.mr.is
-www.natkop.is
-visindavefur hi.is

Baggalútar

Baggalútar.

Straumssel

Stefnan var tekin í Straumssel um vestari Straumsselsstíg (Mosastíg). Ætlunin var m.a. að skoða selið og fjárskjólin ofan við selið.
Straumssel-22Í lýsingum er talað um tvær götur upp í Straumssel. Straumsgatan liggur frá Straumi að vestanverðu til suðurs, skammt austan við Straumsréttina. Frá götunni liggur stígur, hér nefndur Straumsstígur, upp á hraunstallana vestan Þorbjarnarstaða. Þar greinist gatan; annars vegar til suðurs yfir Alfaraleiðina austan Draugadala, upp í gegnum Seljahraunið og áfram upp í gegnum Mjósundið (Gjásels- og Fornaselsstígur) og hins vegar upp hraunið vestan Grenigjáa á landamerkjum Straums og Óttarsstaða. Gatan fylgir vestanverðu Gráhelluhrauninu og Draughólshrauni, upp með Straumsselshöfða [neðan við selið] og upp í Straumssel að vestanverðu. Auðvelt er að rekja þessa götu upp frá Straumi þar sem hún liggur til suðurs austan Straumsréttar, yfir Reykjanesbrautina og áfram til suðvesturs (nálægt fallinni fjárgirðingu á mörkum Straums og Óttarsstaða sem fyrr sagði). Hin gatan (sú eystri) hverfur ofan við Mjósundið og vestan við Laufhöfða á kafla undir kjarr, sem hefur gróið þar vel upp, en kemur fljótlega aftur í ljós skammt sunnar. Stefnan á vestari götunni er hins vegar tekin á áberandi landamerkjavörðu skammt neðan stígs milli Straumssels og Óttarsstaðasels. Þaðan er gatan auðrakin í hvort selið sem er.
Straumsselsfjarhellar nyrdri-22Straumsselsstígsins eystri er getið í örnefnalýsingu, sem fyrr sagði. Hann liggur til suðurs vestan Sölvhóls og áfram fast við vestanverðan túngarð Þorbjarnastaða. Grunsemdir eru um að þessi stígur, sem síðan liggur beint út frá Þorbjarnastaðartúninu til suðurs og áfram áleiðis upp í Gjásel og Fornasel, sem voru sel frá Þorbjarnastöðum og hugsanlega Lambhaga, hafi verið forn gata þaðan. Þessi sel lögðust af allnokkru fyrr en Straumsselið. Túngarðurinn í Straumsseli var hlaðinn um 1900 en þá hafði selsbúskapur í Hraunum lagst af með öllu. 

Straumsselsfjarhellar nyrdri-23

Þess vegna er ekki nú hlið á garðinum þar sem selsstígurinn mætir túninu. Eystri selstígurinn er merktur að hluta, en á röngum stað að hluta frá selinu en réttur áleiðis niður Laufhöfða.
Þessi selsstígur liggur til suðsuðausturs vestan við Stekkinn (Efri Þorbjarnarstaðaréttina) sunnan Þorbjarnastaða, yfir Mið-Seljahraunið (þau eru fjögur á þessu svæði), framhjá Miðmundarhæð (á hægri hönd), um “grennsta” haftið á Seljahrauni og áfram til suðausturs austan Grenigjáa, upp með Eystri Tobbuklettum, um Flárnar, meðfram austanverðu Draughólshrauni og upp meðfram Jónshöfða. Stígurinn hlykkjast um hraunið. Við Laufhöfða eru gatnamót. Þar beygir Straumsselsstígur til suðurs þar sem hann liggur um Katlana.

Straumsselsfjarhellar sydri-5

Skammt þar austan við er Kápuhellir, í landi Þorbjarnarstaða. Norðan undir Straumsselshöfða beygir stígurinn til vesturs og kemur vestan og sunnan hans upp í selið. Reyndar skiptist gatan undir norðurhorni höfðans, en þaðan liggur gata áleiðis að Straumsselshæð og inn í selið að norðaustanverðu.
Á leiðinni sást vel yfir að Tobbuklettum og vörðu við Grenigjár, en í þeim er nokkuð stór rétt innan hraunhólaþyrpingar. Selsstígurinn er vel markaður í klöppina á kafla, einkum neðst í Flánum. Einnig er hægt að komast inn á hann eftir stíg af Gerðarstíg, sem er austastur þessara stíga. Hann liggur til suðurs austast í Seljahraununum.
Fyrir ofan Straumssel er Straumsselshæð og á henni Straumsselshæðarvarða. Ofar og sunnar eru Stórhæðir. Efst austan til er Fremstihöfði en í Straumssel-23suðvestur sér í hæstu hæð Gömluþúfu. Í því er Gömluþúfugrenið.
Sunnarlega í Straumselshöfða er Höfðavatnsstæðið, uppi á hól. Þar á sumrum var drykkur fyrir tvo smala og hunda þeirra.
Straumsselið er eitt hið merkilegasta á Reykjanesskaganum. Seltætturnar eru í Straumselstúni. Þarna stóð bær fram á síðustu öld, sem Guðmundur Tjörvi lét reisa. Bærinn brann síðan. Áður var faðir hans, Guðmundur (sonur Krýsuvíkur-Gvendar) um tíma skógarvörður í Almenningum og hélt þá til í selinu.
Seltúnsgarðar liggja um nokkurn hluta túnsins. Gamla selið er hér innangarðs sem og Selsgarðurinn, matjurtargarður. Vatnsstæði er í skúta norðan við þær, Selsbrunnurinn. Hlaðin hestarétt er vestan við Selstúnið.
straumsselsstígur eystri-2Í Straumsseli var búið stundum á 19. öldi. Síðast á árunum 1890-1895. Bæjarhúsin eyddust af bruna og hefur ekki verið búið þar síðan. “Í suðri sést í Hafurbjarnaholt, kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum”.
Straumsstígurinn kemur í selið ofan við hestaréttina. Líklega hefur hún verið notuð af hestafólki, t.d. þeim sem þurftu að hitta Guðmund skógarvörð í Straumsseli á meðan hrístakan stóð yfir.  Einnig hefur heimilisfólk í selinu notað hesta fyrir utan auðvitað vöruflutninga.
Suður frá garði frá selinu liggur Straumshellnastígur, suður að Straumshellum nyrðri, miðja vegu milli Gömluþúfu og Straumssels. Þaðan liggur stígur í Straumshellana syðri. Hér voru allgóð fjárskjól og hafði Tjörvi þarna fé. Við syðri hellana er Gerðið, sem notað var til samrekstar.
Norðan við neðri hellana er gott varðað vatnsstæði í hraunkvos. Í neðri hellunum er rúmgóður fjárhellir utan í holti og snýr opið til vesturs. Hlaðið er framan við munnann. [Skammt sunnan við opið mótar vel fyrir öðrum miklum hleðslum við op. Hleðslurnar eru fallnar og hafði lokast fyrir opið, en hefur nú verið opnað á ný. Þarna mun vera op á öðrum fjárhelli, sem langur gangur átti að hafa verið inn í].
TobbuklettarÍ efri hellunum er rúmgóður fjárhellir og vel manngengur. Hlaðið er fyrir munnann, en hellisopið er innan við fallega hlaðið gerði í hraunbala. Ofan við gerðið að norðanverðu er hlaðið byrgi eftir refaskyttu, sem Jónas Bjarnason og félagar hlóðu eftir miðja 20. öld, væntanlega úr grjóti réttarinnar.
Vestari selsstígnum var fylgt úr hlaði. Hann liggur til suðurs út frá bænum og beygir síðan til vesturs og loks til norðurs. Stígurinn til vesturs yfir að Óttarsstaðarseli þverar hann vestan við selið. Stígurinnn er vel markaður í landið og er augljós á köflum.
Straumsselsstígnum var fylgt til norðurs vestan Straumsselshöfða og yfir á vestari Straumsselsstíginn, sem síðan var rakin áleiðis niður að Þorbjarnastöðum með viðkomu í Tobbuklettum.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Straum og Óttarsstaði.

Straumssel

Straumssel. Tóftir af húsi skógarvarðarins efst til vinstri.

Marhálmur

Þegar gengið var um Borgarkot á Vatnsleysuströnd birtist m.a. enn ein hlaðna refagildran frá því fyrr á tímum, æði heilleg.
VatnsstæðiðAð vísu hafði FERLIR fundið aðra slíka skamt ofar í heiðinni, en láðst að færa hana í þar til gerða skrá um fornminjar á Reykjanesskaga. Úr því hefur verið bætt. Í ferðinni var gengið fram á áður óséð vatnsstæði ofan við Réttartanga, sem ekki er getið í heimildum. Í vatnsstæðinu vex bæði hin hvítasta og þéttbýlasta fífa er sést hefur sem og lófótur, öður nafni marhálmur. Marhálmur er mikilvæg fæða fyrir ýmsa fugla af andaætt, einkum margæs og álft. Hann er einnig þýðingarmikill sem búsvæði fyrir þörunga og hryggleysingja og bindur saman leir- og sandbotn, líkt og melgras gerir á þurru landi. Áður fyrr var búfénaði beitt á marhálm þegar heyfengur var rýr. Þá var hann nýttur sem stopp í sængur og dýnur fyrr á öldum.
KirkjugatanÞegar gengið er frá ofanverðum Bakka inn í Borgarkotslandið verður fyrst fyrir gamla kirkjugatan að Kálfatjörn. Hún sést enn greinilega allt þar til komið er inn á tjanarsvæði ofan við Nausthólsvík.
„Frá Gamla-Bakkarústum sveigist ströndin miklu meira til austurs en áður inn að Garðsendaklöpp. Innan (norðan) við klöppina skerst inn lítil vík, Nausthólsvík. Norðan hennar og gegnt Garðsendaklöpp er stór og hár hóll, er Nausthóll heitir, nú laus við land. Sagt er, að héðan hafi fyrr meir verið verstöð frá Krýsuvík og jafnvel Skálholti, en engan sér þess nú staðinn. Örskammt innan við Nausthól (60-80 m) eru sléttar klappir á kampi og grónir balar. Þar heitir Litli-Nausthóll; upp frá honum um 100 m, eru fjárhústóftir, Helgahús, nefnd eftir þeim er lét reisa þau, Helga kenndan við Tungu í Reykjavík, Þau voru reist um 1920.
MarhálmurSkammt austan fjárhústóftanna (um 60-70) er Kálfatjarnar-vatnsstæði. Það er allstórt, um 100 ferm., en grunnt. Þar þrýtur ekki vatn nema í almestu þurrkasumrum. Nokkru sunnar með sjónum eru Réttir, dálítið nef allgróið. Efst á því eru tveir hólar, litlir um sig, en algrónir, Réttarhólar. Fram af Réttum eru Réttartangar og Réttarhnífill þar fram af. Líklegt telur Ólafur [Erlendsson], að réttir hafi áður verið á Réttartanga, en þess sér nú engan stað utan hvað garðlag er þvert yfir tangann framarlega. Gæti það hafa verið aðhald fyrir skepnur og hafa þá réttirnar staðið framar, en þar hefur sjór brotið landið.“ Reyndar er réttin enn til, bæði heilleg og fallega hlaðinn efst í Réttartöngum. Erfitt er þó að koma auga á hana því hún kúrir undir lágu holti.
Fífan„Inn með sjónum frá Réttum er allbreiður bakki, er Breiðafit nefnist. Nær hún að Borgarkotstúni. Ofan við Breiðufit miðja eru 2 hólar allstórir hver upp af öðrum og grónir nokkuð upp. Norðan undir þeim, sem nær er bakkanum, er lítið vatnsstæði, það heitir Vatnssteinar. U.þ.b. 30 m norðvestur af Vatnssteinum sést smá rúst. Þar heitir Skothús. Veggir þess stóðu vel fyrst þegar Ólafur man eftir. Í Skothúsinu var legið bæði fyrir tófu og sjófugli. Skothúsið hefur líklega verið byggt um miðja 19. öld. Innan við Breiðufit tekur við Borgarkotstún, dálítill túnblettur, mestur á lengdina, meðfram sjónum, illþýft og hólótt. Bæjarrústirnar í Borgarkoti eru nálægt miðju túni á bakkanum; brýtur sjór nú framan af þeim. Einnig rótar sjór nú í seinni tíð mjög miklu grjóti upp á bakkann eins og reyndar allsstaðar á Vatnsleysuströnd sunnan Keilisness. Borgarkot mun hafa farið í eyði á 18. öld.
StórgripagirðingTildrög þess eru sögð þau, að eitt sinn er Flekkuvíkurbóndi fór til kirkju á aðfangadagskvöld, kom hann að bóndanum í Borgarkoti, þar sem hann var að skera sauð frá honum. Varð það til þess að koma honum undir mannahendur og lagðist býlið í eyði eftir það.“
Hér er hlaupið yfir a.m.k. þrennt; stórmerkilega stórgripagirðingu, sem enn sést ofan Borgarkots, rúningsrétt undir lágum ílöngum klapparhól og stóra vatnsstæðiðið, sem fyrr er nefnt. Í því vex bæði fífa og lófótur (marhálmur). Suðaustan við vatnsstæðið eru grónar hleðslur, líklegt aðhald eða nátthagi. Marhálmur er eina blómstrandi háplantan sem vex að öllu leyti í sjó við Ísland.

Vatnssteinar

Plantan getur orðið allt að 1 m á lengd. Marhálmur er grastegund sem vex í sjó, er oftast 30 til 70 cm á lengd en getur orðið meira en einn metri. Ofan í botnleirnum vaxa jarðlægir stönglar og upp af þeim blaðþyrpingar með reglulegu millibili. Blöðin eru löng og bandlaga og bogadregin fyrir endann. Þau eru 2 til 4 mm á breidd og með einum til þremur æðastrengjum. Blöð marhálms eru dökkgræn á litinn en jarðlægu stönglarnir eru hvítir eða ljósgrænir. Marhálmur er fjölær, vex aðallega á vorin og blómgast um mitt sumar. Fræaxið er í fræhulstri á hulsturblaði sem lítur að öðru leyti eins út og laufblöðin. Marhálmur missir megnið af blöðunum í byrjun vetrar en ný blöð fara að vaxa aftur upp af jarðstönglunum snemma vors. Talið er að marhálmur geti lifað í meira en 50 ár.
RefagildraFífan hvíta hefur löngum fangað auga náttúruunnenda. Þegar litið er yfir þær plöntutegundir, sem lagðar voru til grundvallar vali Íslendinga á þjóðarblómi eða plöntu kom fífan sterklega til greina; hana þekkja flestir, hún er sérstök, stílhrein, sterk í formi og myndrænt séð kjörin sem táknmynd; „eitthvað villt og gróft, sem er svo lýsandi fyrir Ísland“.
Fífa er mjög áberandi planta, ekki síst aldinið, sem má telja eitt fegursta djásn íslenskrar náttúru og skrýðir landið lengur en nokkur önnur plantna, eða frá sólstöðum þar til ullin fýkur burt með haustvindum. Þá skreytir fífa öðrum plöntum fremur jafnt hálendi sem láglendi og hefur í aldanna rás stuðlað að jarðvegsfestu, umfram flestar aðrar plöntur landsins: með þéttriðnu rótarkerfi árþúsunda og rotnandi leifum hennar í raklendi hefur aldrei heyrst getið um landrof í fífuflóa; þannig skapar fífa „táknræna samstöðu um gróðurvernd“.
Refagildra ofan við BorgarkotHve einkennandi fífa er fyrir landið sést best á því hvílíka eftirtekt hún vekur meðal erlendra ferðamanna, en hún er fyrsta og að jafnaði eina plantan sem þeir spyrja hver sé, strax á fyrsta degi ferðar um landið; hún er m.ö.o. flestum erlendum ferðamönnum framandi og þar með eitt af sérkennum landsins; hennar gætir vart annars staðar á byggðu bóli í vestrænni veröld utan nyrstu og strjálustu byggða norðurhvelsins; auk þess er fífa enn þann dag í dag sú íslenska planta sem hve mest er safnað til þurrkunar og híbýlaprýði á vetrum, e.t.v. ómeðvitað sem einskonar minni um birtu og gróanda sumarsins.
skeljarFífan var undirstaða íslensks þjóðlífs í aldanna rás, en í u.þ.b. 1.000 ár af sögu landsins brann á kveikjum hennar svo og stönglum sbr.: „Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum…“, það eina ljós er birtu bar í drungalegar vistaverur genginna kynslóða; þar með gerði hún íslenskri þjóð kleift að vinna, lesa og skrifa á löngum og dimmum vetrarkvöldum; fífa er þannig undirstaða andlegrar jafnt sem verklegrar menningar landsins og um leið tákn ljóssins í tvöföldum skilningi þar eð hún skrýðir landið einnig umfram aðrar plöntur í nóttlausri voraldarveröld íslensks sumars.

Borgarkot

Borgarkot – krossgarður.

„Rétt norðan við túnið í Borgarkoti, á bakkanum, er hlaðinn garður í kross, nefndur Skjólgarður. Þessir garðar voru hlaðnir svona til þess að fé hefði þar skjól í öllum veðrum, hvaðan sem blés. Þarna eru og gerði eða réttir. Allar þessar hleðslur eru mjög ósjálegar, sumar sokknar í jörð að mestu, aðrar sundurtættar af minkaveiðimönnum. Norðan við Skjólgarðinn mun Borgarkotsvör hafa setið. Þess sér nú lítil merki. Frá Borgarkoti inn að Neskletti er nokkur spölur. Þar heitir Keilisnes. Nesklettur er klettarani, sem gengur í sjó fremst á Keilisnesi. Í honum er svolítið skarfakál. Þar á bakkanum, miðsvæðis, er hringlaga tóft um 4 m að þvermáli. í hana er hlaðinn þverveggur. Kallast hún Þjófabyrgi. Því hefur nú verið umturnað af minkaveiðimönnum.“
Hér hefur refagildran góða, lík vörðu á lágum grónum klapparhól, gleymst. Þegar að var komið virtist vera um einfalda vörðu að ræða, en glöggt augað gaf þegar til kynna að þarna myndi Fífanvarða vera óþörf; mannvirkið varð því áhugaverðara fyrir bragðið. Við nánari skoðun komu í ljós tvær fallhellur austan og vestan í „vörðunni“. Þegar þær höfðu verið fjarlægðar birtist inngangur í refagildru. Gildra þessi hefur fengið að vera í friði af a.m.k. tveimur ástæðum; í fyrsta lagi hafa menn almennt talið að þarna hafi bara  og eigi að vera varða á hól og í öðru lagi sáust engin ummerki um að þarna hafi verið refagildra, fyrr en við nákvæmari skoðun. Þessi gildra bætist við a.m.k. þrjár aðrar í landi Borgarkots. Hún var skráð nr. 41 í landnámi Ingólfs, en með skráningu hinna tveggja eru refagildrunar í raun orðnar 43 talsins. Önnur er nokkur ofar í heiðinni, heilleg og með greinileg op, en hin er við fyrrnefnt vatnsstæði. Henni hefur verið raskað verulega. Þá má sjá leifar af enn einni refagildrunni skammt sunnar, utan í lágu klapparholti (44).
Sjá meira um Borgarkot HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3. klst og 3 mín.

Borgarkot

Borgarkotsstekkur ofan Borgarkots.

 

 

Blikdalur

Þegar FERLIR fór enn og aftur í sérstaka leitarferð um Blikdalinn fannst enn ein selstaðan, sú efsta í dalnum hingað til.
Blikdalur-226Áður höfðu átta selstöður verið skráðar beggja vegna í dalnum.
Ætlunin var að rekja selstígana og skoða hvert þeir leiddu. Og þar sem engin selstaða hafði áður fundist ofan við miðjan dalinn var lögð sérstök áhersla á að gaumgæfa hana m.t.t. hugsanlegra minja. Og viti menn (og konur); Í ljós komu nánast jarðlægar leifar af þremur húsum og aflöngum stekk. Veggir voru hlaðnir úr grjóti. Efst var stekkurinn, þá minna hús, líklega eldhús, lítill skáli (5-6 m langur) og loks fjós (10-11 m langt). Enn ofar var hlaðið lítið gerði, hugsanlega kví. Selstaðan var á skjólgóðum stað og greinilega mjög gömul.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 40 mín (í 21°C hita og sól).

Blikdalsselin

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

 

Esjuberg

Þegar Kjalnesingasaga er lesin má m.a. berja augum eftirfarandi:
„Andríður reisti bæ í brautinni og Buahellir-22kallaði Brautarholt því að skógurinn var svo þykkur að honum þótti allt annað starfameira. Andríður setti þar reisulegt bú saman.
Þann vetur er Andríður bjó fyrstan í Brautarholti andaðist Helgi bjóla í Hofi. Það þótti mönnum hinn mesti skaði því að hann var hinn vinsælasti maður.
Um vorið skiptu þeir bræður föðurarfi sínum. Hafði Þorgrímur föðurleifð þeirra og mannaforráð því að hann var eldri, en Arngrímur útjarðir. Hann reisti bæ við fjörðinn er hann kallaði Saurbæ. Hann fékk borgfirskrar konu er Ólöf hét. Þau gátu tvo sonu saman er hétu Helgi og Vakur. Þeir urðu fræknir menn en ekki miklir á vöxt.
Þorgrímur reisti bú um vorið að Hofi. Var það brátt stórkostlegt enda stóðu margar stoðir undir, vinir og frændur. Gerðist hann héraðsríkur.
Andríður og Þuríður (frá Þormóðsdal) höfðu búið nokkura vetur í Brautarholti gátu þau son saman. Sá var vatni ausinn og kallaður Búi. Hann var brátt mikið afbragð annarra manna ungra, meiri og sterkari en aðrir menn og fríðari að sjá.

Buahellir-23

Esja bjó að Esjubergi sem fyrr var sagt. Hún bauð til fósturs Búa syni Andríðs og fæddist hann upp að Esjubergi. Búi var kallaður einrænn í uppfæðslu. Hann vildi aldrei blóta og kveðst það þykja lítilmannlegt að hokra þar að. Hann vildi og aldrei með vopn fara heldur fór hann með slöngu eina og knýtti henni um sig jafnan.
Það vor er Búi var tólf vetra en Þorsteinn son Þorgríms var átján vetra stefndi Þorsteinn Búa um rangan átrúnað til Kjalarnessþings og lét varða skóggang. Þessa sök sótti Þorsteinn og varð Búi sekur skógarmaður. Eigi lét Búi sem hann vissi og öllum ferðum sínum háttaði hann sem áður. Hann fór jafnan í Brautarholt að finna föður sinn og móður og svo gerði hann enn. Af þessu öllu saman urðu fáleikar miklir millum húsa.
Buahellir-24Búi dvaldist nokkurar nætur í Brautarholti og er hann bjóst heim kom Þuríður móðir hans að honum og mælti: „Það vildi eg son minn að þú færir eigi svo óvarlega. Mér er sagt að Þorsteinn hafi hörð orð til þín. Vildi eg að þú létir fara með þér hið fæsta tvo vaska menn og bærir vopn en færir eigi slyppur sem konur.“
Búi segir: „Skyldur er eg að gera eftir þínum vilja en þungt er fóstru minni að annast slíka fleiri sem eg er. En vant er að sjá þótt fund okkarn Þorsteins beri saman hverjir frá kunna að segja þótt eg eigi við liðsmun nokkurn. Mun eg fara að sinni sem eg hefi ætlað.“
Eftir það fer Búi leið sína austur með sjá og þegar fékk Þorsteinn njósn af. Þeir tóku þá vopn sín og urðu saman tólf. Búi var þá kominn á hæð þá er heitir Kléberg er hann sá eftirförina. Nam hann þá staðar og tók að sér steina nokkura. Þeir Þorsteinn fóru mikið og er þeir komu yfir læk þann er þar var þá heyra þeir að þaut í slöngu Búa og fló steinn.
Sá kom fyrir brjóstið á einum manni Þorsteins og fékk sá þegar bana. Þá sendi Búi steina nokkura og hafði mann Buahellir-25fyrir hverjum. Voru þeir Þorsteinn þá mjög komnir að Búa. Sneri Búi þá af hæðinni annan veg. Var þá leitið eitt í millum þeirra. Í því laust yfir myrkri því að hvergi sá af tám sér.
Nú líður á til vetrar. Þá fer Búi einn aftan seint út í Brautarholt og var þar um nóttina. Um morguninn fyrir dag var hann á fótum. Sneri hann þá austur á holtið þar er hann sá gjörla til bæjarins að Hofi. Veður var heiðríkt og bjart. Hann sá að maður kom út snemma að Hofi í línklæðum. Sá sneri ofan af hliðinu og gekk stræti það er lá til hofsins. Kenna þóttist Búi að þar var Þorsteinn. Búi sneri þá til hofsins og er hann kom þar sá hann að garðurinn var ólæstur og svo hofið. Búi gekk þá inn í hofið. Hann sá að Þorsteinn lá á grúfu fyrir Þór. Búi fór þá hljóðlega þar til er hann kom að Þorsteini. Hann greip þá til Þorsteins með því móti að hann tók annarri hendi undir knésbætur honum en annarri undir herðar honum. Með þeim hætti brá hann Þorsteini á loft og keyrði höfuð hans niður við stein svo fast að heilinn hraut um gólfið. Var hann þegar dauður. Búi bar hann þá út úr hofinu og kastaði honum undir garðinn. Síðan sneri hann inn aftur í hofið. Hann tók þá eldinn þann hinn vígða og tendraði. Síðan bar hann login um hofið og brá í tjöldin. Las þar brátt hvað af öðru. Logaði nú hofið innan á lítilli stundu. Búi sneri þá út og læsti bæði hofinu og garðinum og fleygði lyklunum í logann. Eftir það gekk Búi leið sína.
Buahellir-26Sneru Esja og Búi þá fyrir ofan garð með fjallinu og þar yfir ána og síðan gengu þau einstigi upp í fjallið og til gnípu þeirrar er heitir Laugargnípa. Þar varð fyrir þeim hellir fagur. Var það gott herbergi. Þar var undir niðri fögur jarðlaug. Í hellinum voru vistir og drykkur og klæði.
Þá mælti Esja: „Hér muntu nú fyrst verða að byggja.“
Helga Þorgrímsdóttir, kona Búa, bjó að Esjubergi með börnum þeirra Búa. Þá stóð enn kirkja sú að Esjubergi er Örlygur hafði látið gera. Gaf þá engi maður gaum að henni. En með því að Búi var skírður maður en blótaði aldrei þá lét Helga húsfreyja grafa hann undir kirkjuveggnum hinum syðra og leggja ekki fémætt hjá honum nema vopn hans.“

Buahellir-27

En hver voru viðbrögð sagnfræðinga við framangreindri sögn? Hér er eitt dæmi: „Þessi saga er nú svo að segja tómur skáldskapur og ekkert í henni bygt á fornum arfsögnum. Hún er saman sett á öndverðri 14. öld; það er því ómögulegt, að skoða hana sem sjálfstætt heimildarrit. Höfundurinn hefir notað eitthvert Landnámuhandrit og tekið úr því nafn Helga bjólu til að byrja með og segir frá Örlygi og Pátreki byskupi eftir þeirri bók, en breytir til eftir eigin geðþótta og býr til nýja menn og tengdir, sem aldrei hafa átt sér stað: lætur t. d. Helga vera giftan dóttur Ingólfs landnámsrnanns og eiga við henni tvo sonu; alt þetta er tilbúningur. Hann hefir þekt fleiri rit eða heyrt úr þeim; hann nefnir Konofogor konung á Írlandi; svo nefnist smákonungur einn í Óláfs sögu helga, er Eyvindr úrarnorn barðist við. Þaðan er nafnið komið inn í Kjalnesingasögu. Hér þarf ekki vitnanna við. Þegar svo á stendur, er það hæpið, að ég ekki segi ómögulegt, að hofslýsingin í þessari sögu sé forn sagnararfur, sem hafi gengið ætt frá ætt og loks hafnað í sögunni. Þegar lýsingín svo er krufin til mergjar, sannast það til hlítar, at svo er ekki máli farið. Lýsingin er blátt áfram »lærður« samtíningur úr öðrurn og eldri ritum, aukinn af höfundi sögunnar eftir hans eigin ímyndun og hugarburði.“
Buahellir-28Og hér er lýsing fornfæðings á aðstæðum að Esjubergi: „Þaðan fór eg út að Esjubergi. Þar fyrir austan bæinn sést móta fyrir ferhyrndri girðingu gamalli, sem er kölluð kirkjugarðr, og þar á kirkjan að hafa staðið til forna; enn lítið eða ekkert sést þar fyrir kirkjunni inni í garðinum. Að Esjubergi var reist einhver hin fyrsta kirkja á Íslandi. Síðan fór eg út að Hofi til að leita eftir leifum þeim, sem þar kynni að finnast af Kjalarnesshofi hinu mikla, sem þar stóð: Kjalnesingasaga segir um hof þetta, bl. 402 : „Hann (Þorgrímr) var blótmaðr mikill; lét hann reisa hof mikit í túni sínu, þat var c fóta langt, en sextugt á breidd“. Melabók segir, I.n. 1843, 3352 6 : „Hof í Vatnsdal ok Hof á Kjalarnesi hafa hér á landi stærst verit, einkum(?) stórt hundrað fóta á lengd, þat syðra var ok L X fóta breitt“.
Litlar eða engar leifar sjást nú af hofi þessu; austan til við bæinn í túninu hefir verið gamall heygarðr, sem nú hefir að mestu leyti verið gjörðr úr kálgarðr, þar suðr af gengr langr hóll og nokkuð mjór fram í mýrina, sem nú er kallaðr Goðhóll; á hofið að hafa staðið þar eftir munnmælum; framan til í hólnum er bergklöpp, og þvers fyrir framan hann er kelda eða fen, sem kölluð er blótkelda, enn niðr á hólnum sjálfum sjást engin merki til tóttar. Niðr frá kálgarðinum sést fyrir dálítilli girðingu, sem auðsjáanlega er ekkert úr hofinu, heldr eitthvað nýjara; þar fyrir neðan, ofan til á Goðhólnum, er eins og lægð og þar umhverfis lægðina, er eins og votti fyrir einhverri upphækkun. Eg kannaði það alt með stálstaf mínum, og fann þar grjót á þrjár hliðar djúpt niðr, enn að ofan er eins og hin girðingin liggi fram undir lautina. Breiddin milli þess, er eg fann grjótið niðri í, er hér um bil 40 fet.
Eg get alls eigi sagt, hvort þetta eru nokkur Buahellir-29mannaverk eða ekki, enn sé það, þá eru þau gömul. Eg skal og geta þess, að að Hofi eru allar byggingar bygðar nær því úr tómu torfi, þvíað þar er nær engan stein að fá. í nánd. Þetta eru allar þær leifar, sem eg gat séð á þessum stað, ef það annars getr heitið því nafni. Það er eigi óhugsanda, að þetta kynni að vera endin á hofinu, enn hinn hluti hofsins sé undir girðingunni og heygarðinum, sem áðr er um talað. Enn eitt er hér, sem sýnist nokkuð óeðlilegt, sem er, að hofið hefir þá staðið í nokkrum halla, nl. endi þess undan brekkunni, ef þetta skyldi vera leifar af hofsendanum; annars þykir mér jafnvel eðlilegra, að hofið hafi staðið lengra upp frá Goðhólnum, þar sem gamli heygarðrinn var, því að þar fyrir gæti vel heitið Goðhóll þar niðr undan, sem gengr fram í mýrina fram að Blótkeldunni. Það væri helzt tiltök að rannsaka, þar sem eg þóttist finna grjótið niðri í; kæmi þá í Ijós, hvort þar eru nokkur mannaverk eða ekki. Eg skal geta þess, að fram á Goðhólnum hefir hofið ekki getað staðið, nema það hafi verið gjört af timbri, eða tóttin þá síðar sléttuð út.“

Buahellir-30„Búi heitir fellið, sem gengur út úr Esjunni upp af Esjubergi. Búi er samstofna við orðið bóndi og búandi. Mér er ókunnugt um þetta orð sem örnefni annars staðar nema í samsetningum: Búastaðir er bær í Vopnafirði og Einbúi er algengt nafn á einstökum hólum. — Í Noregi bera margir bæir nafnið Buen, en þar er það “ yfirleitt talið merkja búð, samanber verbúð og búseta. Í miðaldaheimildum er nokkrum sinnum getið manna, segir t.d. um nafnið Búi, en aldrei | hefur það verið algengt manhsnafn. Það mun sæmilega öruggt, að Búi Andríðsson, sem um getur í Kjalnesingasögu, sé þjóðsagnapersóna eins og ástmær hans. Fríður Dofradóttir úr Dofrafjöllum í Noregi. Það er líklegt, að fjallið Búi sé kennt við vætti — verndarvætti þeirra á Esjubergi hafi búið í fjallinu. Á Vestfjörðum eru allmörg örnefni kennd við dísir: Landdísabrekka, Landdísahóll, Landdísalækur og Landdísasteinn, en þar hefur einnig verið landbúi eíns og Landbúasteinn í landi Gilsbrekku í Súgandafirði gefur til kynna. Dísa- og landvættatrú íslendinga að fornu þarfnast nánari rannsókna en hingað til hafa verið unnar. Slík rannsókn gæti leítt í ljós, hvort telja beri Búa til landvætta. — Þess ber að gæta, að orðið landbúi er einnig til að forna í merkingunni búandi og leiguliði.“

Buahellir-31

Sjá einnig kafla Kjalnesingasöguhttp://www.snerpa.is/net/isl/kjalnes.htm
Þegar Kjalnesingasaga er lesin þarf að huga að því hvort eggið gæti hafa komið á undan hænunni og hvort Íslendingasögurnar gæti hafa orðið einhverjum innblástur í þjóðsögur um Íslendinga. Íslendingasögurnar voru ritaðar á 12. öld, en Kjalnesingasaga á 14. öld. Sögulegar skáldsögur hafa tíðkast í seinni tíð og hafa án efna tíðkast fyrrum, sbr. álfa-, huldufólks-, trölla-, útilegumanna- og kynjasögurnar fyrrum gefa svo vel til kynna. Sögurnar eiga oftast uppruna sinn í nærumhverfinu þar sem þekktra örnefna er getið til að nánari staðsetningar. Í sögunum er bæði reynt að útskýra örnefnin eða gefa þeim sennilegar skýringar. Kjalnesingasaga er afbrigði slíkra sagna.
Buahellir-32Ljóst er að bæjarnöfnin, s.s. Hof, Brautarholt, Saurbær, Esjuberg, Kollafjörður, Vatn og Korpúlfsstaðir voru til í kjölfar landnáms hér á landi. Réttra landnámsmanna er víðast hvar getið með stuðningi Landnámu- og Íslendingabókar, en þegar kemur að umhverfislýsingum fæðist fyrsta eggið. Fjallið Esja er sagt nefnt eftir hinni fjölkyngnu Esju á Esjubergi, en líklegra er þá að bærinn hafi verið nefndur eftir fjallinu. Engar vísbendingar er að finna um að nefnd Esja hafi fest þar búsetu eftir Örlyg Hrappson. Örlygur var kristinn líkt og Kolli, skipsfélagi hans er byggði Kollafjörð og nágranni hans, Helgi Bjóla, í Hofi.
Og eggin eru fleiri er koma á undan hænunum í Kjalnesingasögu; Búi sprettur úr einu egginu, Ólöf væna úr öðru, Kolfinnur á Vatni úr því þriðja og svo mætti lengi telja. Allir spinnast þræðir afkvæma og forfeðra saman í útskýranlega frásögn af því hvernig kristið samfélag í nýjum heimi þurfti að víkja fyrir heiðnu nútímafjölmennningar- samfélagi þar sem krafa er gerð um að hinir fáu verði eins og allir hinir. Þetta er stutt tímabil í Íslandssögunni, en afdrifarríkt. Sagan er í rauninni kennslubók í einelti og afleiðingum þess.
Buahellir-33Búi fæddist að Brautarholti, en er alinn upp af fóstru sinni, Esju, að Esjubergi. Rudd skógargata er millum bæjanna. Á miðri leið er Hof. Þar búa örlagavaldarnir, einkum eftir trúarskiptin á þeim bænum. Búi, líkt og margir nærþenkjandi Íslendingar, lætur sér umbúnaðinn og valdboðin litlu máli skipta. Hann fer sínar leiðir og leiðir hjá sér dægurþrætur þeirra er öllu og öllum vilja stýra og stjórna. Þó kemur að því að hann telur sig knúinn að verjast eineltinu – og það gerir hann það með afdrifarríkum afleiðingum; drepur húsráðanda á Hofi og brennir hofið (reyndar eftir sá hinn sami hafði áður árangurslaust reynt að drepa búa með ofurefli liðs). Á leiðinni að Esjubergi kemur hann við á „Hólum“ og lýsir þar víginu á hendur sér. Líklegar er þar um „Skrauthóla“ frekar en „Sjávarhóla“ að ræða, enda um mun eldra jarðarmark að ræða.
Buahellir-34Esja felur Búa í helli í Esjunni sbr. 4. kafla Kjalnesingasögu: „Sneru þau þá fyrir ofan garð með fjallinu og þar yfir ána og síðan gengu þau einstigi upp í fjallið og til gnípu þeirrar er heitir Laugargnípa. Þar varð fyrir þeim hellir fagur. Var það gott herbergi. Þar var undir niðri fögur jarðlaug. Í hellinum voru vistir og drykkur og klæði.“
Í örnefnalýsingu fyrir Esjuberg er getið um „Laugalæk“ austan og neðan við bæinn. Á mörkum Móa heitir lækurinn Móalækur.“ Í örnefnalýsingu fyrir Móa er sagt að lækurinn sé á mörkunum og ofan við beygju á honum sé „Gvendarbrunnur“. Í dag er land þarna allt umturnað frá því sem var, komin slétt tún og reglulegir skurðir á milli sléttanna. Erfitt er því nú að staðsetja bæði „Laugalæk“ og „Gvendarbrunn“ af nákvæmni. Engrar volgrur eða líklega laug er nú að finna undir Laugargnípu. Að sögn nálægra íbúa sjást þar aldrei votta fyrir gufum á vetrum. Bóndinn á Völlum lét t.a.m. bora fyrir heitu vatni fyrir nokkrum árum, en án árangurs.
Buahellir-35Í dag eru Búi, Búahellir og nú síðast Búahamar á landakortum vestan Gljúfurdals, vestan Grundarár. Tóftir bæjarins eru austan árinnar, en útihúsin vestan hennar. Mjög líklegt verður að telja að Grundará hafi áður heitið Laugará og þá runnið, líkt og árfarvegurinn bendir til, niður með vestanverðum Árvelli og austan Esjubergs. Síðan hafi áin breytt um farveg, líkt og ár eiga tilhneigingu til, og þá runnið vestar, niður með Grund og klofið útihúsin frá bænum, líkt og nú má sjá. Í Árbókinni 1703 segir að skriður hafi hlaupið á Esjuberg 1602 og síðan aftur 1608. Skriðurnar ofan Esjubergs benda augljóslega til þess að áin, hvaða nafni, sem hún hefur verið nefnd á hverjum tíma, hefur hlaupið útundan sér ofar en einu sinni og oftar en tvisvar. Af þeim ástæðum hefur fyrsti landnámsbær Örlygs Hrappsonar verið færður niður á sléttlendið og þá líklegast að Hofi. Víst er að að „hin fyrsta kirkja á Íslandi“ hefur mjög ólíklega verið reist í skriðunum neðan Gljúfurdals, að fenginni reynslu. Ef svo ólíklega hefur verið gæti kirkjustæðið og kirkjugarðurinn hafa verið suðaustan við núverandi bæ bæ (6413111-02146192), en ekki vestan hans eins og sýnt er á kortum.
Buahellir-36Af framangreindri lýsingu í Kjalnesingasögu um „Búahelli“ má leiða líkum að nefnt einstigi hafi átt að vera beint ofan við núverandi Esjubergsbæ – í og undir Lauganípu. Þar má sjá árfarveg koma nánast þvert á bergið og sameinast núverandi Grundará. Vatn hefur hins vegar þá áráttu að leita stystu leiða niður á jafnsléttu undan halla. Skv. þeirri kenningu hefur vatnið úr „einstiginu“ runnið áleiðis niður að Esjubergi. Til að komast yfir gilfarveginn hefur það þurft að renna upp á við á kafla, en það verður að teljast ólíklegur kostur.
Niðurstaðan um „Búahelli“, skv. Kjalnesingasögu, er sú að um þjóðsagna- og draumkennda lýsingu sé að ræða með hliðsjón af hugmyndum og tilgangi skráarritara. „Staðsetningin“ á hellinum, skv. sögunni, á að vera í Laugagnípu, en einhverra hluta vegna hefur áhugasamt fólk fært staðsetninguna yfir Grundarána og þá hafi það orðið til þar í hömrunum örnefnið „Búi“, „Búahamar“ og „Búahellir“. Líklega er það vegna þess að eina sýnilega litla „svartholið“ í nágrenninu er þar í hömrunum, en ef grannt er skoðað hefur hvorki nokkrum manni geta tekist að klifra þangað upp án klifursbúnaðar né geta dvalið þar í grunnri holunni vegna gólfhallans.

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað, Björn Þorsteinsson, Nokkrir örnefnaþættir, 12. júlí 1964, bls. 629-630.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski eftir Finn Jónsson, 13. árg, 1898, bls. 32-33.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Rannsókn á blóthúsinu að Þyrli og fleira i Hvalfirði og um Kjalarnes, eftir Sigurð Vigfússon, 1880, 1. árg. 1880-1881-, bls. 66-69.

Esja

Gengið á Esjuna.

Þyrill

Tilgangur ferðarinnar var að skoða tófir gamla bæjarins og hofhús að Þyrli í Hvalfirði.
BæjarstæðiðSvo segir í Harðar sögu Hólmverja: “Þorsteinn gullknappur bjó þá á Þyrli, grályndr ok undirförull, slægvitr ok vel fjáreigandi.” Harðar saga, ÍF XIII, 62, sbr. 87 “[Indriði] fór um morgininn einn saman, ok it gegnsta reið hann til Þyrils. hann steig þá af baki ok gekk ofan Indriðastíg hjá Þyrli ok beið þar, unz Þorsteinn fór til blóthúss síns … Hann snýr þá fram fyrir hann ok hjó hann með sverðinu Sótanaut undir kverkina, svá at af tók höfuðit. Hann lýsti þessu vígi á hendur sér heima at Þyrli …” „Bæjarhús jarðarinnar standa undir samnefndu fjalli.“, segir í örnefnaskrá. Í Fornleifaskráningu fyrir Hvalfjarðarstönd 2003 segir að þar sé steinhús með kjallara, byggt 1937, um 5 m norðaustar heldur en gömlu bæjarhúsin stóðu. Ekki er lengur búið í húsinu en er notað sem afdrep í búskaparsnúningum. Ekki er vitað til að mannvistarlög hafi fundist við byggingu hússins.
BærinnHúsin á Þyrli eru á milli tinda Þyrilsins og Þyrilsness sem gengur fram í Hvalfjörðinn. Umhverfis húsið eru sléttuð tún. Allt svæðið er í halla í hlíðarrótum fjallsins Þyrils sem gnæfir yfir bænum, girt klettabelti. Suðaustan við húsið er malarborið og flatt hlað, á milli íbúðarhúss og fjárhúss og hlöðu sem enn eru notuð. Steypta húsið stendur á nokkuð láréttum stalli sem gengur út úr hlíðinni og gæti kallast hóll en þó að öllum líkindum náttúrulegur en ekki upphlaðinn. Lítil ummerki sjást eftir gömlu bæjarhúsin en þó er óslétt og glittir í grjót nokkrum metrum suðvestan við steinhúsið. Eins sker gróður sig úr umhverfinu þar sem gömlu húsin voru, vallhumall áberandi á um 26 m svæði, N-S og um 10 m A-V. Garðlög þau sem eru á túnakorti og voru við gamla bæinn sjást enn greinilega. Gömlu bæjarhúsin stóðu á meðan var verið að byggja nýja húsið en voru rifin fljótlega eftir að nýbyggingu lauk.
MerkiÍ riti Kristians Kålunds um íslenska sögustaði frá 1872-1874 segir: „Ofan við bæinn er svonefndur Goðahóll. Er talið að þar hafi staðið hof það sem nefnt er í Harðar sögu. Tóftin er mjög óljós snýr austur og vestur. Hún er um 6 faðma löng, en mjög mjó, 1 faðmur, svo að hún virðist naumast meira en breið skora; má þó vera að stafi af því, að veggir séu fallnir saman. Dyr virðast hafa verið við syðri langvegg nokkru nær austurenda. [Nmgr. Sigurður Vigfússon gróf upp tóftina, mældi hana og lýsti henni nákvæmlega, taldi hana 17-57 fet. Árb. Fornl. 1880-81, 17.] Í húsvegg skammt frá bæjardyrum er neðst í veggnum allstór steinn (um 1.5 álnar langur, 1 álnar hár), nálægt miðju er skálmynduð laut, að stærð eins og fyrir krepptan hnefa. Steinninn nefnist, þótt undarlegt sé, „blótsteinn Harðar“, en ýmsir telja, að þar sé steinn sá er Þorsteinn blótaði í hofi sínu, að því er sagan segir.“

Hoftóttin

Sigurður Vigfússon, fornfræðingur, kom að Þyrli sumarið 1880 og gróf í tóftina. Hann segir í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1881: „Að Þyrli er forn tótt uppi í túninu fyrir ofan bæinn, sem kölluð eru Hoftóft… Steinn einn mikill hefir lengi verið í bæjarveggnum, er fram snýr á Þyrli. Hann er og hefir verið kallaðr Blótsteinn, og um það eru sagnir, sem einlægt eiga að hafa haldizt, að hann hafi staðið í hofinu eða blóthúsinu á Þyrli… Hann er úr blágrýti. Síðan tók ég nákvæma mynd af steininum, sem hér fylgir með [myndin er sýnd aftast í árbókinni, bls. 124], hann er 1.25 alin á lengð, 0.75 al. á breidd og 0.5 al. á þykt.

Blótsteinninn

Niðr í hann er klappaðr bolli lítið sporöskjumyndaðr. Að innan er bolli þessi sem hálfkúla að lögun og mjög sléttr með lítt ávölum börmum. Hann er að þvermáli 4 þuml. og 2.25 þuml. á dýpt. Að ofan er steinninn mjög sléttr af náttúrunni, því að eigi sýnist hann vera höggvinn. Af einu horninu virðist jafnvel að vera brotið síðar, eins og myndin sýnir. Síðan tók ég að grafa tóttina af blóthúsinu. Tóttin snýr í útnorðr og landsuðr, afhúsið í útnorðr. Hún stendr í nokkrum halla; spottakorn fyrir landsunnan tóttina kemr upp lækr og rennr þar niðr eftir, og minnir mig, að hann sé kallaðr blótkelda… Öll tóttin, þegar hún hafði verið grafin, var 57 fet á lengd út á ytri hleðslur og 17 fet á breidd; afhúsið er 17 fet á lengd, og þannig er það ferskeytt.“
Brynjólfi Jónssyni fornfræðingi segist svo frá í Árbók fornleifafélagsins 1904: „Mér var falið að athuga, hvernig blóthústóftin á 
Þyrli liti nú út.
MyndinÞað eru nú 12 ár síðan Sigurður sál. Vigfússon gróf hana út, og er hún nú aftur grasi gróin; enda er hún í túni. Fyrir bakvegg hennar sér glögglega og er sem mjótt þrep langs með honum að innanverðu. Einnig sér fyrir vesturgafli og er hann bogadreginn. En eigi mótar neitt fyrir framvegg, millivegg eða austurgafli. Að eins standa steinar upp úr grasrótinni hér og þar, alveg óreglulega. Er hætt við, að úr þeim veggjum hafi verið tekið grjót  eftir að S. V. skildi við þá. Nú er annað fólk nýkomið að Þyrli, og vissi það ekkert um blóthústóftina. Að eins einn drengur var þar, sem gat vísað mér á hana. Gjörði eg uppdrátt af henni, eins og hún kom mér fyrir sjónir.“

Hoflindin

Í Frásögum um fornaldaleifar er minnst á merkilega staði í Hvalfirði.: „Geirhólmr á Hvalfirdi, Hardarhæd i Dagverdarnesi, er nú kallast Þyrilsnes, rústir af Hofi Þorsteins Gullknapps á Þyrli og Önundarholt ynnfrá Brecku, er Hólmverja saga hermir frá.“ (FF 1983, 344). Tóftin er friðlýst: „Þyrill. I) Leifar forns blóthúss, vestur á túninu. Sbr. Árb. 1880-1881: 74-76; Árb. 1904: 18. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 22.01.1931.“(Friðlýsingarskrá 1990). Í Harðarsögu segir: „Hann [Indriði] fór um morguninn einn saman, ok it gegnsta reið hann til Þyrils. Hann steig þá af baki ok gerði gekk ofan Indriðastíg hjá Þyrli ok beið þar, unz Þorsteinn fór til blóthúss síns, sem hann var vanur. En er Þorsteinn kom, gekk hann inn í blóthúsit ok fell fram fyrir stein þann, er hann blótaði ok þar stóð í húsinu, ok mæltist þar fyrir…

Hoflindin

Síðan gekk Þorsteinn út ok heim Indriði sá ferð hans gerla. Indriði bað hann eigi hlaupa svá mikinn. Hann snýr þá fram fyrir hann ok hjó þegar með sverðinu Sótanaut undir kverkina, svá at af tók höfuðit.“ (ÍF XIII, 90-92). Tóftin er rétt rúma 100 m norðaustur af bæ. Tóftin er í túnbrekku í hlíðarfæti Þyrils og snýr mót suðvestri. Túnið er í rækt, borið er á það og það slegið. Tóftinni er þó hlíft. Tóftin er orðin mjög svo ógreinileg. Hún virðist snúa NV-SA, 20,5 m á lengd og um 6 m á breidd en þó er erfitt að greina hvar norðaustur langvegg sleppir því hann fjarar út upp í brekkuna að norðaustan.

Hoflindin

Megineinkenni tóftarinnar er fyrrnefndur norðaustur langveggur, eða ruðningur, sem er 20,5 m langur. Hann er hæstur 0,7 m og um 2 m breiður. Við suðausturenda eru 7 steinar, um 0,3 x 0,4 m að jafnaði, í hnapp og liggja tiltölulega óreglulega N-S. Við norðvesturenda mótar fyrir bogadregnum garði – gafli. Suðvestur langhlið er ógreinileg og lítið sem ekkert upphleypt en þó má greina mörk garðsins á þúfum og lægðum í landið.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafræðifélags 1881 fjallar Sigurður Vigfússon um „Um hof og blótsiðu í fornöld“. Þar segir m.a. um hofið í Þyrli: „HlN fyrsta hoftótt, sem rannsökuð hefir verið hér á Íslandi, er blóthúsið á pyrli. MinjasvæðiðAðaleinkenni þessarar tóttar eru einkannlega afhúsið eða þó öllu fremr veggrinn, sem skilr það frá aðalhúsinu, sem, eins og tekið er fram áðr, hefir aldrei verið með neinum dyrum; afhúsið hefir því verið fullkomlega skilið frá aðalhúsinu og enginn gangr þar á milli, eftir því sem tóttin sýnir ; þenna millivegg dyralausan hefi eg einnig orðið var við á fleirum hoftóttum, sem kallaðar eru. Afhús er í öðrum enda og veggrinn milli þess og aðalhússins er fult eins mikill og þykkr eins og aðalveggir tóttarinnar, og er það auðséð, að á honum hafa aldrei dyr verið. Tóttin er hálfkringlótt fyrir endann á af húsinu og miklu kringlóttari enn nokkur tótt, er eg hef séð, enda tóttin öll mjög regluleg. Dyr eru á af húsinu á miðjum gafli; þær sjást glögglega; fyrir hinn endann er tóttin hornótt, eins og vanalegt er, og eru þar einnig dyr á miðjum gafli. Við nyrðra kampinn á dyrunum er hola eða lægð, sem mig minnir að nefnd sé blótkelda, enn í henni er þó ekkert vatn nú eða deigja; enda virðist hún mjög sigin saman.
Tóttin öll er nær 14 faðmar á lengd og Hoftóttin7 faðmar á breidd, sem er ákafleg breidd. pannig sjá menn, að tótt þessi er ákaflega stór, einkannlega á breiddina. pessi tótt er kölluð „Hoftótt“. Málið er ekki, ef til vill, nákvæmt, með því að eg gat að eins stigið tóttina, enn nærri mun það samt láta. Það eru 14 eða 15 ár, síðan eg skoðaði þessa tótt; tók eg þá af henni mynd, sem eg hefi enn til. Eg nefni tóttina á pyrli blóthús, af því að í sögunni er nefnt blóthús á pyrli, enn eigi hof, og hygg eg, að það sé svo nefnt, af því að það hefir eigi verið höfuðhof, heldr einungis heimilishof, ef svo mætti að orði komast, þvíað, eins og kunnugt er, skyldu vera þrjú höfuðhof í hverju þingi, nefnilega eitt höfuðhof í hverju goðorði. par vóru menn vandaðir til að varðveita hofin bæði að vitrleik og réttlæti. peir skyldu dóm nefna á þingum og stýra sakferlum, og því vóru þeir goðar kallaðir. Það, sem enn fremr er einkennilegt við tóttina á þyrli, er það, að afhúsið liggr alt miklu lægra, eins og áðr er getið, og dyrnar út úr hliðveggnum bæði á afhúsinu og aðalhúsinu, og auk þess þessir bálkar i afhúsinu, hvé mjög sem þeir kunna að vera úr lagi gengnir. 

Þyrill

Það er auðvitað, að ekkert verðr með vissu ákveðið að sinni, fyrr enn fleiri hoftóttir verða rannsakaðar, sem nógar eru til á landi hér, og samanburðr fæst; enn hvað sem þessu líðr, þá er tótt þessi í öllu verulegu lík þeirri lýsingu, sem vér höfum á hofum í fornsögum vorum. í afhúsið var skipað goðunum, enn aðalhúsið var haft fyrir veizlusal, er blótveizlur vóru haldnar. Sakir þessa eru engar dyr milli aðalhússins og af hússins, að þangað hefir vist engum verið leyfilegt að koma, nema goðanum sjálfum eða þeim, sem hann leyfði. Alt hofið skoðuðu fornmenn heilagt, og helgi hofanna var aftekin með lögum, þegar kristni var lögtekin, nefnilega „að hof öll skyldi vera óheilög“, enn mest helgi hefir þó hvílt yfir afhúsinu, og milliveggrinn hefir því verið sem nokkurs konar fortjald fyrir afhúsinu sem hinu allra helgasta…“
ÞyrillÍ túnbrekkunni fyrir neðan tóftirnar er brunnur (Hoflind). „Ásinn er enn nefnt Hofið, þar sem blótshúsið stóð, og lind er þar, sem heitir Hoflind; neðan við lindina er kallaður Brunnvöllur. Nafn sitt dregur hann af því að lækurinn frá lindinni var þar leiddur í hlaðinn brunn. Þangað var vatn sótt…“, segir í örnefnaskrá. 6 – 8 m sunnan við fornleif „blóthús“ er brunnur eða lind. 3 m vestan við lindina er raflínustaur. Lindin er í túnbrekku í hlíðarfæti Þyrils sem snýr mót suðvestri. Túnið er í rækt, borið er á það og það slegið. Brunnurinn er hlaðinn, 6 – 7 umför steina sjást ofan við vatnsborð (1,3 m) en ekki er vitað hve langt niður hleðslan nær. Byggt hefur verið yfir grjóthleðsluna, timburraftar þversum yfir brunninn, bárujárnþak yfir röftunum og svo torf þar ofna á. Heildarhæðin er um 1,6 m. Mannvirkið er hringlaga, um 4 m í þvermál. Vatn seytlar úr brunninum, undan brekkunni í vestsuðvestur. Þar sem vatnið kemur út er op og timburfleki þar fyrir sem lokar opinu. Opið er 0,7 m breitt neðst en 1,3 m efst. Lindin sér enn bænum (útihúsum) fyrir vatni og er greinilega viðhaldið.“
Þörf er að afgirða minjasvæðið og beita á það hestum. Við það gætu minjarnar skýrst verulega.
Frábært veður. Gangan tók 33 mín.

Heimildir m.a.:
-Harðar saga, ÍF.
-Örnefnalýsing fyrir Þyril.
-Fornleifaskráning fyrir Hvalfjarðarströnd 2003.
-Kristian Kålunds um íslenska sögustaði frá 1872-1874, 215.
-Árb 1881, 71, 74-75.
-Árb 1904, 18.
-FF, 344.
-Friðlýsingarskrá.
-Sigurður Vigfússon – Árbók Hins íslenska fornleifafræðifélags 1881.

Þyrill

Þyrill.