Selvogsgata

Í tilefni af því að FERLIRsferðirnar náðu tölunni 1800 laugardaginn 14. júlí var gamla Selvogsleiðin gengin frá Bláfjallavegi í Selvog. Leiðin er um 24 km.
Selvogsgata-603Eftirfarandi lýsing Gísla Sigurðssonar um gömlu Selvogsleiðina birtist í Þjóðviljanum árið 1973:
„Áður fyrr var álgengt, að farið væri í kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar úr Selvogi. Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Minjasafns Hafnarfjarðar, fylgir okkur suður í Selvog eftir velheppnaða verzlunarferð í Firðinum. Gísli Sigurðsson, fyrrverandi lögregluþjónn, er margfróður um sögu Hafnarfjarðar og Reykjaness. Hann þekkir gamlar slóðir um Reykjanes eins vel og lófann á sér, og hefur gengið þær flestar margoft. Það er þess vegna ærin upplyfting að fara með honum í gönguför suður í Selvog. Seinna geta svo lesendur farið sjálfir af stað og látið þessa leiðarlýsingu Gísla vísa sér veginn.

Lagt af stað úr Firðinum Ein er sú gönguleið, sem ég tel með þeim skemmtilegri hér í nágrenni við höfuðborgina, það er Selvogsgatan eða Selvogsgata-604Selvogsleiðin, sem ég ætla að fara með ykkur um, og við skulum fylgja lestum þeirra Selvogsinga. Þeir hafa verið í kaupstaðarferð. Hafa búið vel upp á hesta sína. Þeir leggja upp frá plássinu, Akurgerði, og leiðin liggur suður yfir Hamarskotslæk suður á Mölina upp í Illubrekku, og sveigir til austurs neðan undir Austurhamri. Og þvi er nú til Selvogsgata í Hafnarfirði, að Selvogsingar fóru þessa leið. Við förum með lækjarsytru sem rennur með Hamarskotstúngarði upp á öldurnar þar ofan. Á leiðinni verða fyrir okkur nokkur móabörð og austasta barðið heitir Moldarbarð og er þar nú kirkjugarðurinn.
Mosahlíðin blasir nú við okkur, og við förum upp á Hrygginn, þaðan liggur leiðin niður undir Hraunið og yfir hraunrimann, og höfum við þá Lækjarbotnana á hvora hönd. A vinstri hönd eru Neðri-Lækjarbotnar þar sem tekið var vatnið i fyrstu Selvogsgata-605vatnsleiðsluna til Hafnarfjarðar.
En á hægri hönd eru Efri-Lækjarbotnar, nokkrar lautir i hrauninu með tæru vatni og fersku. Þegar yfir Hraunrimann er komið, er þar lækjarfarvegur, venjulega þurr nema á vetrum, og er þá Svinholt á vinstri hönd, en Gráhelluhraunið á hægri. Nokkru sunnar eru Moldir og er þá Setbergshlíð á vinstri hönd, allhá hlíð vaxin birkikjarri. Innar gengur fram svo kallað Háanef, en fyrir innan það hallar landinu móti okkur og er þar upp hraunbrekku að fara. Þar komum við að helli, sem heitir Kethellir. Suður af honum er hellir, sem mun hafa verið bæði í landi Setbergs og Hamarskots. Þarna var í eina tíð sel, að líkindum frá báðum þessum bæjum. Á tímum hraungosanna miklu úr Búrfelli hefur um þessa brekku runnið mikill hraunfoss. Við færumst fet fyrir fet upp brekkuna, en á brúninni komum við á grágrýtisklappir. Sléttuhlíðarhorn, og niður af þeim er þá Sléttahliðin á hægri hönd en Smyrilbúðarhraun á vinstri.

Selvogsgata-606

Svæðið, sem leiðin liggur um, kalla Selvogsingar Torfur og ná þær allt að gjá þeirri, sem er framhald af Hjöllunum. Gjáin er mjó en á þó sína sögu. Maður nokkur Kristján að nafni var þarna á ferð með folaldsmeri. Hann missti folaldið í gjána. Varð hann að fara til Hafnarfjarðar eftir mannhjálp til að ná folaldinu upp úr gjánni. Því kölluðu Hafnfirðingar gjána Folaldagjá, en Selvogsingar Stjánagjá. Frá Gjánni liggur leiðin suður eftir sléttu hrauni, sem heitir Helluhraun allt að okkar fagra Helgadal. Þar er gjá yfir að fara niður í dalinn. Leiðin upp úr dalnum liggur í troðningum tveim megin við rúst, sem ég hygg að sé fjárhúsarúst. Hún stendur nú undir vernd fornminjavarðar, allt frá því að Brynjólfur fræðimaður Jónsson frá Minna-Núpi var hér á ferð 1897.
En hraunriminn austur frá Helgadal geymir sína sögu. Í Setbergsannál segir svo frá við árið 1427: „Voru 12 þjófar í einu teknir syðra í helli einum í fjalli einu eða felli, þar sem nefnt er Húsfell. Voru allir hengdir um sumarið“. Í hraunrima þessum er hellir, og hygg ég, að þar sé hellir sá, sem um getur í annálum. Kannske getum við giskað á, hvar þjófar þessir voru réttaðir þegar við komum lengra.
Við höldum svo yfir Helgadalsás og niður af honum og austur um og förum þar eftir móbergsklöppum, og erum við þá komnir að Valahnúkum, norð-austan við Helgafell, okkar tignasta fell, sem ég trúi að margur Hafnfirðingur óski sér að deyja í og sitja þar að sumri og skrafa saman við langelda. Í Valahnúkum er Músarhellir. Þar sváfu eina nótt fjárleitarmenn á haustum, þeir sem smöluðu Norðurfjallið. Nú hefur helli þessum verið annað nafn gefið, heitir Valaból.
Og áfram höldum við og komum i grunnar dalkvosir sem heita Migludalir. Líklega hefur einhver áð þar á gæðing sínum, henni Miglu, sem skeiðaði allra hrossa mest. Nú liggur leiðin upp yfir hraunrima allbreiðan og er þar í gjá, sem nefnist Húsfellsgjá.

Selvogsgata-609

Þegar kemur upp fyrir hraunið taka við melhæðir með hraunrimum á milli. Svæði þetta heitir Strandartorfur, og segja munnmælin, að þar hafi Strandarkirkja átt skógaritak. Þar fer nú lítið fyrir skógi eða kjarri. Siðar hefur svæði þetta fengið nafnið Kaplatóur.
Þegar kemur suður fyrir taka við Hellurnar; er það helluhraun mikið og liggur upp undir Grindarskörð, sem blasað hafa við sjónum allt frá því, að við vorum hjá Músarhelli. Hér má sjá að um hafa farið langar lestir hesta, því víða eru gótur sorfnar í klappirnar. Hér hefur líka verið farið með rekstra, ekki sízt þegar aðalsláturhöfnin var i Hafnarfirði. Þegar við höfum farið um 10 mín. gang upp Hellurnar eru á hægri hönd klettar sem heita Gálgaklettar.
Mér er að detta í hug, að þegar Álftnesingar hafi verið búnir að fanga útileguþjófana í heimahögum sínum hafi þeir farið með þá að klettum þessum og hengt þá þar.

Selvogsgata-608

Þegar komið er eftir hellunum upp þar sem aðalbrekkan byrjar, er þar jarðafall mikið, þar í eru hellar nokkrir. 1927 eða 8 var einn þessara hella notaður af rjúpnaskyttum, sem stunduðu veiði upp um fjöllin og lágu þarna við nokkrar nætur. Þórðarhelli kalla ég þennan helli og kenni hann við Þórð nokkur Eyjólfsson, sem bjó á Brúsastöðum.
Þegar hér er komið taka við Mosarnir, og nokkru ofar er svæðið nefnt Flá, og er þá komið að örðugasta hjallanum, Kerlingarskarði. Þarna deildust vegir. Stígur lá upp hraunbungu á vinstri hönd, Grindarskarðastígur. Lá hann suður um austurenda Stórkonugjár upp að Heiðartoppi á Heiðinni há og austur áfram að Vindheimum í ölfusi.
Við höldum nú upp þennan örðuga hjalla. Brekkan er svo brött að kunnugir segja mér, að þeir hafi Selvogsgata-607orðið að hvila hestana minnsta kosti einu sinni áður en upp var komið. Svo komumst við á brekkubrúnina. Þá höfum við austan okkur Mið-Bolla, sem eru tveir, og vestan eru svo Þríbollar, sem Selvogsingar kalla Kerlingahnúka. Við hnúk næsta tökum við eftir stlg sem liggur yestur. Þetta er Námastigurinn og liggur vestur í Brennisteinsnámur. En við höldum áfram og liggur leiðin um austurenda Draugahliðar. Þar hefur bæði verið ruddur vegur og hlaðinn. Þegar niður kemur liggur leiðin yfir hraun, sem nefnist Skarðahraun, kennt við Grindaskörð. Þar förum við gegnum girðingarhlið og litið eitt austar eru svo tvær vörður, sem við köllum Tvívörður. Liggur nú leiðin austur og upp undir Kóngsfellið litla.
Í hrauntröðum, sem þar eru, blasir við okkur lítill skúti. Hann er kallaður Dauðsmannsskúti. Þar varð úti maður um 1860. Selvogsgata-441Skörðin búa yfir mikilli dul, þvi 1633 hvarf þarna maður og hefur ekkert af honum fengizt. Haldið var að tröll hafi heillað hann. Þorstanum svalað í Sælubunu Nú tekur leiðin á sig hlykk og stefnir vestur og liggur þar um svonefndan Grafning. Við Þrívörður eru vegamót. Þar niður eftir sléttu klapparhrauni liggur Stakkavíkurvegur, fyrir endann á vestari Hvalhnúk og slðan niður Fjallið niður um Selstig að Stakkavik og vestur að Herdísarvík. Annar stigur liggur nokkru austar niður Fjallið og heitir hann Hlíðarvegur, liggur í Hlíðarskarð og niður skarðið að Hlíð. Þessir vegir eru nú sjaldan farnir.
Þegar komið er niður úr Grafningi er komið I fagran dal, sem heitir Stóri-Leirdalur. Þar er grösugt og sléttar flatir norður með Hvalhnúknum. Úr Leirdal liggur leiðin upp í Hvalhnúkaskarð og niður úr því sunnan við gil, sem þar er.
Blasir nú við Fjallið, sem þeir kalla sSelvogsgata-442vo Selvogsingar, Herdísavíkurfjall, Stakkavíkurfjall og Hlíðarfjall,og er þetta afréttur þessara bæja í Selvogi. Þegar kemur fram úr Hvalhnúkaskarði liggur leiðin vestur undir hliðartöglum Heiðarinnar háu, er þar víða grösugt, og heita á vinstri hönd Hvalhnúkabrekkur.
Góðan spöl suður frá Skarðinu er hraunhóll mikill og heitir Þorvaldshóll. Þegar honum sleppir taka við móar og er gatan heldur ógreið um þá. Þá er komið í Litla-Leirdal, sem eiginlega er slakki utan í Heiðinni. Þar nokkru neðar er svo uppspretta og kringum hana flöt, og er þetta kallað Rituvatnsstæði. Nokkru neðar verða á vinstri hönd við okkur fell, sem heita Urðarfell. Þau eru tvö, Urðarfellið stóra og Urðarfellið minna. Þau eru aðskilin af gili er nefnist Kálfsgil. Í því er uppspretta nefnd Sælubuna. Gott vatn ungum sem gömlum.
Utan í Urðarfelli stóra er Strandardalur, en í Urðarfelli litla eru Hliðardalirnir tveir. Þá komum við i Katlana og Katlahraun. Við sniðskerum það vestur á við og erum þá komnir á fjallsbrúnina. Heita Selvogsgata-610hér Katlabrekkur þar sem leiðin liggur niður af fjallinu. Þar í grasivaxinni laut eru vegamót. Liggur ein leiðin þaðan út með Hlíðarfjalli og heitir þar Hlíðarvegur. Önnur leið er þarna og heitir Vogsósaleið. Liggur hún niður svæði sem kallast Rofin um Aldindal og Stekkjardali í Hlaupandahóla heim til Vogsósa.
Hópurinn dreifist En við skulum halda áfram ogstefna á byggðina. Leiðin liggur um Austur-Rofin,og sunnar er fell á vinstri hönd, sem heitir Vörðufell. Þar voru lögréttir þeirra Selvogsinga. En fell þetta er einnig frægt fyrir sinar mörgu vörður. Svo er mál með vexti, að þegar unglingar voru sendir að leita fjár eða annars búpenings, þá kom oft fyrir, að þeir fundu ekki gripina. Fóru þeir þá á Vörðufell, og ef þeir hlóðu vörðu brást það ekki að þeir fundu gripina.
Leiðin liggur þarna upp svo nefndar Eymu-Illhæðir eða Eymu-Hellhæðir, og svo er komið að Selvogsgata-611Kökhól og Skálinn er þar ekki langt frá. Austan leiðarinnar eru nokkrarhæðir, svo sem Strandarhæð og Strandarhellir, og þar skammt frá e r hellirinn Gapi, og enn sunnar er Bjarnarhellir. Á þessum stöðum eru rúmgóðir fjárhellar.
Nú erum við komnir niður á þjóðveginn og þar hittum við á vegamót. Við höldum svo niður í Klifið og eru þá Dalhólalágar á hægri hönd, en nokkru neðar á vinstri hönd eru Bjarnastaðahólar. Þeir sem byggja Þorkelsgerði fara nú í suð-vestur, en Bjarnastaðamenn og Nesmenn halda niður undir túngarð. Þar skilja enn leiðir, og halda Bjarnastaðamenn suður og heim, en Nesmenn austur með garði um slétta velli, sem heita Flatir, síðan í túngarðshliðið og heim til bæjar.
Við köllum þetta Selvogsleið eða Selvogsveg, en Selvogsingar kalla hana Suðurferðaleið, og er það einkennilegt, þvi leiðin liggur þvi sem næst i norður.

Selvogsgata-612

Þessi leið sem við höfum nú farið er ágæt gönguleið að sumri til. Tekur 6 klukkustundir að ganga hana þegar rólega er farið. Ráðlegg ég öllum sem vilja halda sér ungum að ganga hana tvisvar til þrisvar á sumri.“ Gísli Sigurðsson
Taka má undir orð Gísla að leiðin heldur eldrendum yngri. Sá hluti er nú var genginn, frá Bláfjallavegi í Selvog um Grindaskörð, er sem fyrr sagði, 24 km löng. Hér er Kerlingarskarðsleiðin látin liggja á milli hluta, hvort sem um er að ræða annan hluta Selvogsgötunnar eða tvískiptar götur Hlíðarvegar og Stakkavíkurvegar.
Selvogsgata-613Tvær vörður segja til um leiðina norðan Kerlingarskarðs-leiðarinnar.
Þær leiða göngufólk að neðanverðum Skörðunum. Neðarlega í þeim er leiðin nokkuð augljós. Úrbætur hafa verið gerðar á nokkrum stöðum á leið upp í öxlina norðan Konungsfells. Á seinni tímum hefur fellið fengið örnefnið „Stóri-Bolli“, en það stafar líklega af ókunnugleika. Samnefndur bolli er norðvestan í fellinu, all mikilfenglegar, en jafnframt mörgum duldar jarðminjar.
Þegar komið er yfir Skörðin skiptist Selvogsleiðin gamla í tvær leiðir, eða reyndar þrjár að meðtöldum Heiðarvegi. Tvær vörður gefa vísbendingu um gatnamótin. Heiðarvegurinn liggur þaðan að vestanverðum Bláfjallaenda, áfram niður með Kerlingarhnúk og niður í Ölfus. Frá Endanum er gatan vörðuð að mestu.
Hinar tvær leiðir Selvogsgötunnar eru annars vegar til vinstri niður með hraunbrúninni og hins vegar upp á hana og yfir. Leiðirnar koma saman skammt sunnar, milli Konungsfells og Litla-Kóngsfells. Vörður vísa leiðina. Síðarnefndin er öllu greiðfærari um slétt helluhraun.
Að þessu slepptu skýrir gatan sig nokkuð vel þegar gatnamótum (tvær vörður) Grindaskarðsleiðar annars vegar og Kerlingarskarðsleiðar hins vegar sleppir. Gatan getur að vísu verið torráðin á köflum, s.s. neðan Fossagils, neðan Hvalshnúkaskarðs og sunnan við Strandarmannahliðið. Að öðru leiti ætti leiðin að vera auðrakin þeim er kunna að lesa landið. Aðrir gætu lent í vanda á þessari leið.
Þess má geta að jafnan þegar auglýstar eru ferðir um „Selvogsgötuna fornu“, jafnvel af virtum ferðafélögum, er Hlíðarvegurinn jafnan genginn um Kerlingarskarð að Hlíðarskarði. Það verður að teljast alveg sérstaklega ódýr biti í hundskjaft, ekki síst ef tekið er tillit til hinnar sögulegu notkunar og þróunnar vega (leiða) millum Selvogs og Hafnarfjarðar. Minna má á, ekki síst vegna þessara leiða, að mikil makatengsl lágu fyrrum milli þessara byggðalaga og eiga afkomendurnir þeim miklar þakkir skyldar.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín.

Heimild:
-Þjóðviljinn, 15. júlí 1973, Gísli Sigurðsson, Gamla Selvogsleiðin, bls. 6-7Selvogsgata-602

Örn

Arnarörnefnin hér á landi eru fjölmörg. Þótt fuglinn hafi hörfað frá flestum fyrrum óðulum sínum á suður- og suðvesturlandi standa örnefnin eftir. Þá eru arnarörnefndin oft tengd landa- og hornmerkjum.
Svavar Sigmundsson, fyrrum forstöðumaður Örnefnastofnunar, fjallar m.a. um örninn á Vísindavef HÍ þar sem hann fjallar um framangrein auk örnefnisins Arnarhóls (Arnarhváls):

Svavar Sigmundsson

Svavar Sigmundsson.

„Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „… við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem svo er nefndur. Líklegt er að Arnarhóll sé kenndur við fuglinn þó að mannsnafnið hafi vissulega verið þekkt á landnámstíma, og faðir Ingólfs heitið Örn. Engar heimildir er að finna um að mannsnafnið hafi haft áhrif á staðarnafnið. [Engar heimildir eru heldur til um að svo hafi ekki verið (Ó.)] Þórhallur Vilmundarson segir í grein sinni, „Örnefni landsins, sem fór undir vatn í Stíflu“, í Grímni 2 (44):
Arnarhóll við Stífluá í landi Hvamms er trúlega eitt hinna fjölmörgu örnefna, sem geyma minningu um, að ernir hafa vakað yfir veiði í vatnsföllum og stöðuvötnum víðs vegar um land, áður en þeim fækkaði svo mjög, að við liggur, að þeim hafi verið gereytt.

Arnarhóll

Arnarhóll – kort.

Nafnið Arnarhóll er til á nokkrum stöðum annars staðar á landinu. Bær í Neshreppi innan Ennis á Snæfellsnesi er nefndur Arnarhváll í Eyrbyggja sögu, nú Arnarhóll í Snæfellsbæ (Íslensk fornrit IV). Skammt frá Öxnafelli í Eyjafirði var Arnarhváll (Landnámabók, 253, 268), nú Arnarhóll, sem var á landamerkjum í landnámi Helga magra. Auk þess eru sex bæir að minnsta kosti nefndir Arnarhóll: 1) í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu, 2) í Sandgerði, 3) í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, 4) í Presthólahreppi í Norður-Þingeyjarsýslu, 5) á Jökuldal á Norður-Héraði og 6) í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu.

Arnarhóll

Arnarhóll, handan Stjórnaráðshússins, 1874.

Örnefnið Arnarhóll kemur víða fyrir, til dæmis eru Arnarhólar nærri 20 talsins á Suðurlandi eingöngu. Sums staðar má finna Arnarhól nærri landamerkjum, stundum sem klappar- eða klettahól. Það leiðir hugann að því hlutverki sem tákn arnarins hafði ef til vill við setningu landamerkja, eins og þekkt er með öxina. Í Árnessýslu eru átta Arnar-örnefni á landamerkjum, þar af tvö hornmörk, Arnarhreysi og Arnardys. Á Þingvöllum er Arnarklettur á barmi Almannagjár og kann að hafa gegnt hlutverki sem landamerki. (Um þetta má lesa nánar í grein Helga Þorlákssonar, „Örn og öxi“, í tímaritinu Níu nóttum frá árinu 1993.)

Arnarhóll

Arnarhóll og tukthúsið (Stjórnarráðshúsið) um 1820.

Ekki er vitað hvenær Arnarhváll í Reykjavík varð sérstök jörð, en hún er nefnd Arnarhóll (einnig skrifað Annarhóll) 1534 (skráð um 1570, Íslenskt fornbréfasafn IX, 693-694). Bærinn Arnarhóll stóð nokkurn veginn þar sem nú er stytta Ingólfs. Land hans náði frá ósi Arnarhólslækjarins að Bankastræti á þá hlið og hefur Arnarhóll þá verið nærri mörkum móti Vík. Núverandi Skólavörðuholt var áður kennt við Arnarhól, nefnt Arnarhólsholt (Páll Líndal, Reykjavík: Sögustaður við Sund, 1. bindi. Sjá Kort 5 í 5. bindi sem Einar S. Arnalds og Guðlaugur R. Guðmundsson sáu um).
Upphaflega nafnmyndin Arnarhváll hefur breyst í Arnarhvoll, samanber hljóðbreytinguna svá > svo, en víxlmyndin Arnarhóll er að minnsta kosti komin til sögu um 1570.“

Á vefsíðu Náttúruminjasafns Íslands er fjallað um örninn og m.a. getið um Arnarklett á Þingvöllum, sem fáir þekkja, en er þó áberandi kennileiti ofan Lögbergs.

Örn við Öxará

Þingvellir

Örn yfir Þingvöllum. Arnarklettur v.m. við flaggstöngina á Lögbergi.

Örn á öðru ári gerði sig heimakominn við Öxará 30. október s.l. en ernir (1 til 4 ára) sjást reglulega við Sog, Þingvallavatn og í Ölfusi. Á þessu svæði eru þekkt 5 gömul arnarsetur sem fóru öll í eyði á fyrri hluta 20. aldar. Fullorðnir ernir hafa heimsótt þau reglulega á síðustu árum og orpið einu sinni, en varpið misfórst. Í ljósi útbreiðsluaukningar á Vestur- og Norðurlandi á síðustu árum og áratugum, má gera ráð fyrir ernir hefji varp að á þessu slóðum innan skamms.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Örninn sveimaði yfir og reyndi fyrir sér á grynningunum þangað sem urriðinn leitar til hrygningar sem áin rennur út í Þingvallavatn. Örninn sást ekki taka fisk en skorti þó ekki áhugann eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Torfi Stefán Jónsson og Snorri Þór Tryggvason tóku. Haförn getur náð allt að 5 kg þyngd og vænghafið verið 2–2,4 metrar. Þrátt fyrir það gætu stórvaxnir þingvallaurriðarnir reynst honum erfiðir viðfangs en þeir stærstu verða jafnvel yfir einn metri á lengd og 10–13 kg á þyngd. Meira um haförn hér.

Þingvellir

Þingvellir – Lögberg (sjá má Arnarklett á brún Almanngjár v.m. við miðju.

Í Almannagjá eru a.m.k. tveir hrafnslaupar og lét krummi sig ekki muna um að hjóla í þennan óvelkomna og óvænta gest sem er miklu öflugri en krummi verður þyngstur rúmt kíló og vænghafið mest 1,5 m.

Haförn (Haliaeetus albicilla)
Haförninn er af ættbálki haukfugla (Accipitriformes) og af haukaætt (Accipitridae). Hann er eini fulltrúi ættbálksins hér á landi.

Útlit og atferli
Haförn er stærsti og

Örn

Arnarpar.

sjaldgæfasti ránfugl landsins, með yfir 2 m vænghaf, oft nefndur konungur fuglanna. Aðallitur er brúnn. Fullorðinn örn er gulur eða ljósbrúnn á höfði, aftur á bak og niður á bringu en fjaðrajaðrar ljósir á baki og yfirvæng (hann er „hreistraður“). Fleyglaga stélið er hvítt. Ungfugl er allur dekkri, mógul- og rauðbrúnflikróttur að ofan, ljósari að neðan, sérstaklega á bringu. Hann lýsist smám saman með aldrinum, stél á undan höfði, og verður fulltíða sex ára. Kvenfuglinn, assan, er töluvert stærri en karlfuglinn, arinn. Goggurinn er stór, krókboginn og gulur en dökkur á ungfugli. Fætur eru gulir og klærnar dökkar. Augu eru rauðgul á fullorðnum erni, dökkgrá á ungfugli.

Örn

Örn.

Örninn er auðgreindur á stærð og lögun og ferhyrndum vængjunum með ystu handflugfjaðrir vel aðskildar (fingraðar). Svífur gjarnan en er þunglamalegur í flugtaki. Oft má sjá úr mikilli fjarlægð hvar örninn svífur á þöndum vængjum yfir landi eða hafi og leitar að bráð, eða hvar hann situr langtímum saman kyrr á sama útsýnisstaðnum. Venjulega er hann styggur og friðsamur en getur verið ágengur við hreiður. Ernir eru oftast stakir, í pörum eða smáhópum (ungfuglar).

Hljóð arnarins eru hrjúft gelt eða hlakk, assan er dimmraddaðri.

Lífshættir

Örn

Örn.

Örninn veiðir sér til matar og er aðalbráðin fýll sem hann tekur á flugi, en æðarfugl tekur hann á sjó og fisk (hrognkelsi, laxfiskar) grípur hann við yfirborð. Lundi og máfar eru einnig teknir. Hann etur gjarnan hræ og rænir stundum æti frá öðrum fuglum.

Kjörlendi hafarnar er strendur með miklu útfiri, einnig fiskauðugar ár og vötn. Hann verpur í hólmum, á klettasyllum, stöpum í bröttum hlíðum eða hraunum. Hreiðrið er stundum allmikill birkilaupur en oftast lauslega samsett dyngja úr þangi, hvannnjólum og grasi. Eggin eru 1-3, en þrír ungar komast sjaldan á legg. Útungunartíminn er 5-6 vikur og ungarnir verða fleygir á 10-11 vikum.

Útbreiðsla og stofnstærð

Örn

Örn við Faxaflóa.

Haförninn er staðfugl. Hann var áður dreifður um land allt en höfuðstöðvarnar hafa ávallt verið á Vesturlandi. Þar hélt hann velli þrátt fyrir skefjalausar ofsóknir undir lok 19. aldar. Hann var alfriðaður 1913 en var þrátt fyrir það nærri útdauður um 1960, þá voru aðeins um 20 hjón í stofninum. Árið 1963 var Fuglaverndarfélag Íslands stofnað til verndar erninum. Síðan þá hefur stofninn er rækilega vaktaður í samstarfi Fuglaverndar og Náttúrufræðistofnunnar.

Á síðustu áratugum hefur erninum fjölgað hægt en örugglega og var stofninn 75 pör, 200-250 fuglar, árið 2016. Þar af verpa 63% við Breiðafjörð, en afgangurinn við Faxaflóa, á Vestfjörðum og við Húnaflóa. Sennilega á örninn eftir að nema land í öðrum landshlutum að nýju. Hann hefur reynt varp á Suðurlandi á síðustu árum, en ekki komið upp ungum. Þeir leita aftur á gamla varpstaði, sem hafa ekki verið notaðir í áratugi. Á veturna má búast við þeim hvar sem er. Annars staðar verpa hafernir frá Vestur-Grænlandi austur um Evrópu og Asíu að Kyrrahafi.
Ekki má nálgast hreiður arna á varptíma, nema með sérstöku leyfi frá Umhverfisstofnun. Allar hreiðurmyndir sem fylgja pistlinum eru teknar með leyfi stofnunarinnar.

Þjóðtrú og sagnir

Örn

Örn í Ölfusi.

Eins og eðlilegt má teljast, fylgja ófár sagnir og mikil þjóðtrú erninum. Það er alþekkt þjóðtrú, að ernir taki börn. En börn urðu minnug af að drekka mjólk gegnum arnarfjöðurstaf. Til að sjá hulda hluti skal maður bera á sér arnarauga eða maka því í kringum augu sér. Ef gull er látið í arnarhreiður, skapast óskasteinn og úr ófrjóu eggi brýst sá mikli ránfugl, sem flugdreki nefnist.

Kveðskapur
Örninn flýgur fugla hæst um forsal vinda.
Hinir það sér láta lynda,
leika, kvaka, fljúga og synda. – Þjóðvísa.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3209
-https://nmsi.is/frettir/orn-vid-oxara/

Örn

Örn.

Litla-Skógfell

Stefnan var tekin á Skógfellaveginn, gamla þjóðleið milli Voga og Grindavíkur. Vegarkaflinn er u.þ.b. 16 km langur, en greiðfær og augljós, enda er hann bæði varðaður alla leiðina og auk þess hefur hann verið stikaður í seinni tíð.
Í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, er m.a. fjallað um Skógfellaveginn. VarðaÞar segir: „Í lægðinni við Stapahornið og ofanvið Reykjanesbrautina [nú ofan gangna undir brautina] sjáum við fyrst móta fyrir Skógfellavegi sem var fyrrum þjóðleið til Grindavíkur. Í heimildum ber leiðin eftirfarandi nöfn: Skógfellavegur, Skógfellsvegur, Vogavegur (það nafn notuðu Grindvíkingar), Sandakravegur, Sandakadalsvegur og Sandhálsavegur. Af Suðurlandi og víða var öldum áður sótt skreið til Suðurnesja og menn fóru þangað í fiskiver. Á þeim tímum var Sandakravegur notaður enda djúpt markaður í klappir en með breyttum atvinnuháttum lagðist hann af.

Háibjalli

Háibjalli.

Á kortum og í örnefnaskrám er getið um Sandakraveg eða Sandakradalsveg. Leiðin er sögð kljúfa sig út úr Skógfellsvegi á brún Stóru-Aragjár (sjá hér á eftir), sveigja til suðausturs upp að Fagradal og Fagradalsfjalli að vestanverðu og síðan áfram suður úr milli hrauns og hlíðar. Það hefur engin þjóðleið fundist á þessum slóðum en fyrir neðan Stóra-Skógfell greinist Skógfellaleiðin í tvær og liggur önnur í átt að syðri hluta Fagradalsfjalls, þ.e. Kasti. Þarna er hinn eini sanni Sandakravegur eða í það minnsta hluti hans. Til þess að ákvarða götur sem gamlar þjóðleiðir verða að finnast um þær heimildir svo og að sjást á þeim einhver mannanna verk eins og vörður, útkast eða för á klöppum.

Skófellavegur

Björn Gunnlaugsson skráði Sandakraveg inn á kort sín árið 1831 og 1844 og þar er vegurinn stikaður frá vesturenda Vogastapa (Innri-Njarðvík) yfir Skógfellahraun að Litla-Skógfelli, þaðan að syðri enda Fagradalsfjalls og síðan áfram suður úr. Lengi vel var talið að vegurinn lægi áfram frá Litla-Skógfelli eða sunnan þess vestur til Seltjarnar og svo þaðan í Njarðvík og hans var leitað á þeim slóðum en fannst ekki. Fyrir fáuum árum fannst loks vestasti hluti Sandakravegar eða sá spotti sem liggur frá Snorrastaðatjörnum og upp undir vegamót Grindavíkurvegar en þar hverfur hann í uppblástur og rask.
Þeir sem fóru um Sandakraveg á leið til Suðurnesja áðu við Snorrastaðatjarnir en ekki Seltjörn og héldu síðan yfir Bjallana og inn á Gamla-Stapaveg nálægt eða við Mörguvörður. Skógfellaleið hefur nú verið stikuð og liggur austan við Litla-Skógfell og Stóra-Skógfell sem er í Grindavíkurlandi. Skógfellaleiðin lagðist af um 1918 þegar bílvegur var lagður til Grindavíkur en enn má rekja sig eftir vörðunum alla leið „upp eftir“ eins og hér var og er málvenja að segja. Skógfellaleiðin eins og hún er í dag sést fyrst á landakorti frá árinu 1910.

Björn Gunnlaugsson

Uppdráttur Björns Gunnlaugssonar.

Við upphaf Skógfellavegar við Stapahornið er Lágibjalli eða Litlibjalli og í framhaldi af honum til suðvesturs er Háibjalli. Hann er sá austasti af fimm slíkum sem ganga út úr Vogastapa til suðvesturs. Við Háabjalla er nokkur skógrækt. Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík hóf skógrækt sunnan undir Háabjalla árið 1949 en ári áður höfðu bændur í Vogum gefið félaginu 15 hektara lands undir starfsemina. Upp úr 1960 tók Skógræktarfélag Suðurnesja við ræktuninni og loks var reiturinn afhentur Skógræktarfélagi Íslands. Nú tilheyrir þessi 60 ára trjáreitur Skógræktar og landgræðslufélaginu Skógfelli sem stofnað var af hreppsbúum árið 1998.“
Í lýsingu Skógfellavegar segir: „Skógfellavegur er hluti gömlu þjóðleiðarinnar til Grindavíkur frá Vogum, Strönd og Hafnarfirði og dregur nafn sitt af tveimur fellum, Litla-Skógfelli og Stóra-Skógfelli sem standa rétt við götuna með nokkru millibili um miðja vegu til Grindavíkur.
SkógfellavegurNafn götunnar hefur breyst í tímans rás því áður hét hluti hennar Sandakravegur, þ.e. sá hluti sem liggur frá Stapahorni og langleiðina að Stóra-Skógfelli en þar eru vegamót. Sandakravegur heldur svo áfram í átt að Kasti í Fagradalsfjalli en Skógfellavegur til Grindavíkur. [Við Sundhnúk greinist Skógfellavegur hins vegar í þrjár leiðir; niður að Hrauni, að Þórkötlustöðum og að Járngerðarstöðum.]
Í sóknarlýsingu séra Péturs Jónssonar á Kálfatjörn frá árinu 1840 segir: „Norðan við Stapann liggur vegur upp í heiðina austur, er kallast Sandakravegur. Á þeim vegi mætir ofan Stapans, 3 tjarnir, sem heita Snorrastaðatjarnir.“ Séra Geir Bachmann á Stað í Grindavík segir í sinni lýsingu: „Yfir þau [hraunin út frá Grindavík] liggja 4 aðalvegir, þrír þeirra til Keflavíkurkaupstaðar og einn til Hafnanna. Sá norðasti kallast Sandakravegur; liggur hann í norður útnorður út úr þeim eina alfaravegi austanmanna, sem frá Ölfusinu og Selvogi er hingað, skammt fyrir austan og ofan Hraun (bær í Grindavík), fram hjá Fiskidalsfjalli og Skógfellunum, sem öll er að vestanverðu við veginn, og kemur maður af honum ofan á Vogastapa.“

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fyrrum landnám Ingólfs – kort Björns Gunnlaugssonar 1844.

Á korti frá árinu 1910 er Sandakravegur sagður liggja frá Vogum til Grindavíkur en út úr þeirri leið við Stóru-Aragjá er merkt önnur leið, nafnlaus, og liggur sú til Fagradalsfjalls og áfram. Á nýrri kortum heitir gamla þjóðleiðin til Grindavíkur Skógfellavegur en nafnið Sandakravegur hefur færst yfir á slóðann nafnlausa (sem reyndar finnst ekki) sem fyrr er getið um. Allt um það þá er nafnið Skógfellavegur fullgilt í dag og hefur skapað sér sess í tugi ára meðal Suðurnesjamanna og útivistarfólks. Vegurinn lagðist af um 1920 þegar akvegur var lagður frá Stapanum til Grindavíkur.
VarðaSamkvæmt nákvæmum athugunum er engin gömul þjóðleið á svæðinu frá Stóru-Aragjá og að Fagradalsfjalli og því síður leiðarvörður og hefur þessi misskilningur um götu (Sandakraveg) þarna því miður fest rætur. Víst getur þó verið að þarna um hafi menn stytt sér leið yfir sumartímann og þá þeir sem voru á leið austur í sveitir frá Suðurnesjum og öfugt. Þeir sem reyna að greina þjóðleiðir í hraununum frá öðrum götum, t.d. smala- eða kindagötum, þurfa að finna nokkur mannaverk á slóðinni, t.d. hófför í klöppum, úrkast eða nokkrar vörður. Engin mannaverk – líklega ekki þjóðleið.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – skilti.

Við hefjum gönguna um Skógfellaveg rétt ofan við Reykjanesbrautuina við austasta hluta Stapans en þar er vegvísir á götuna. Gatan er nokkuð óljós framan af og vörður fáar og ógreinilegar og því var það þarft verk að stika þennan hluta leiðarinnar svo gatan tapaðist ekki alfarið. Við fylgjum stikunum og komum fljótlega að nokkuð löngu grágrýtisholti, Nýjaselsbjalla, og um það austarlega liggur gatan en holtið er suðaustur af Snorrastaðatjörnum. Undir Nýjaselsbjalla austan götunnar eru litlar seltóftir undir lágum hamri sem snýr til norðurs og dregur bjallinn nafn sitt af selinu.
Nokkrar gjár eru á leiðinni en þeir verða okkur ekki til trafala, enda auðeldar yfirferðar og snúa hamraveggir þeirra allra til strandar. Fyrsta gjáin sem eitthvað kveður að er Huldugjá en þar sem gatan liggur yfir hana er sagt að Huldugjárvarða hafi staðið. Á þessum slóðum liggur vel mörkuð leiðin nálægt austurjarðri Skógfellahrauns.
SandakravegurinnVið gerum smá lykkju á leið okkar, förum spölkorn með gjánni og skoðum Pétursborg, sem stendur á barmi Huldugjár. Borgin er gamalt sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum nefnt eftir Pétri Andréssyni bónda þar. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.
Á milli Huldugjár og næstu gjár sem heitir Litla-Aragjá er gatan nokuð óljós á kafla en greinileg þar sem hæun liggur yfri Aragjá. Þar er tæpt til beggja handa en stór varða stendur á efri gjárbarminum.

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá (Aragjá).

Þegar líður á gönguna verður gatan greinilegri og næsta gjá sem eitthvað kveður að er Stóra-Aragjá. Grjótfylling og hleðsla er í Stóru-Aragjá þar sem leiðin liggur yfir hana og þar stendur myndarleg varða sem heitir Aragjárvarða. Þarna við vörðuna heitir gjáin Brandsgjá en saga hennar er eftirfarandi: Á jólaföstu árið 1911 var Brandur Guðmundsson (1862-1955) bóndi á Ísólfsskála á leið heim úr Hafnarfirði með tvo hesta og dró sú ferð dilk á eftir sér. Hann lagði á Skógfellaveginn um kl. 17:00 eftir að hafa heimsótt Bensa vins sinn í Vogum og ætlaði síðan inn á Sandakraveg og niður á Ísólfsskála. Veður versnaði þegar leið á kvöldið og lenti Brandur í umbrotafærð suður heiðina. Allt í einu gaf fönn sig undan trússhestinum og hann hrapaði ofan í Stóru-Aragjá. Þarna hafði Brandur leitt Móskjóna utan við klifið og fór að aflífa þurfti hestinn í gjánni, síðan heitir þar Brandsgjá. Brand kól mikið á fótum og varð örkulma. Í kjölfar þessa hörmulega slyss brugðu þau hjónin búi.
BrandsgjáFyrir ofan Stóru-Aragjá tekur fljótlega við helluhraun sem nær langleiðina að Litla-Skógfelli og er vegurinn vel varðaður á þessum slóðum. Á fyrsta spottanum þarna er gatan mjög djúp því grjóti hefur verið rutt úr henni í miklum mæli en þegar ofar kemur taka við sléttar klappir markaðar djúpum hófförum.
Á hægri hönd eru Krókar, hraunhólar, eða kjarri í dældum, en á vinstri hönd, spöl sunnar, er Nyrðri-Mosadalagjá. Gjáin snýr bergvegg til suðausturs og þess vegan greinum við hana ekki frá götunni. Milli hennar og Syðri-Mosadalagjár (með bergvegg til norðvesturs) er víðáttumikill misgengisdalur þakinn mosa og heitir sá Msoadalur eða Mosadalir.
Við austurrætur Litla-Skógfells þurfum við að klöngrast yfir haft af grónu apalhrauni þar sem gatan liggur en þegar yfir það er komið liðast hún „milli hrauns og hlíðar“ um skriðugrjót og grasteyginga.  Skógfellin bera ekki nöfnin með réttu í dag því þau eru að mestu gróðurlaus. Fyrir neðan og austan Litla-Skógfell er þó dálítið kjarr, bæði birkihríslur og víðir, og sjálfsagt hefur svæðið allt verið við vaxið endur fyrir löngu. Nú er hafi trjárækt við Litla-Skógfell á vegum skógræktarfélagsins Skógfells í Vogum. Við Litla-Skógfell endar Vatnsleysustarndarhreppur og Grindavíkurhreppur tekur við. [Hér er komið í land Þórkötlustaðabænda.]

Skógfellastígur

Varða við Skógfellaveg.

Frá hlíðum Litla-Skógfells er gaman að horfa á „vörðuskóginn“ framundan en á milli Skógfellanna er einkennasnauð hraunbreiða sem auðvelt væri að villast um ef ekki væru vörðurnar. Þarna standa þær þétt saman eins og menn á mósagrónu taflborði og gatan er djúpt mörkuð af þúsundum járnaðra hestahófa.
Þegar komið er langleiðina að Stóra-Skógfelli greinist Sandakravegurinn út úr til suðausturs yfir hraunið og að Sandhól.
„Eins og fyrr segir gengur Sandakravegur út úr Skógfellaleið rétt neðan Stóra-Skógfells og stefnir á Kastið og Syðri-Sandhól en hólinn stendur við rætur þess að vestan.
BirkigróningarLeiðin þarna á milli er um 3 km. Sandakravegur virðist hafa lagst af að mestu löngu áður en hætt var að nota Skógfellaleiðina. Brandur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála notaði þó Sandakaraveginn eftir aldamótin 1900 og líklega hefur Ísólfsskálafólkið verið einu vegfarendurnir á þeim tíma enda breytt þjóðlíf með breyttum samgöngum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Mikil umferð hefur verið um þessa götu fyrrum því djúp hófför sjást í klöppum og hún hefur verið vörðuð þó vörðurnar séu nú hrundar. Ef til vill hafa þær verið eyðilagðar af mannavöldum til þess að fólk villtist ekki af Skógfellaleið yfri á Sandakraveg. Þarna gæti verið komin skýring á nafnbreytingunni því líklegt er að sú leið sem mest var farin í upphafi, þ.e. Sandakravegurinn, hafi verið aðalleið austanmanna milli Fagradalsfjalls og Stapans. Leiðin sem lá til Grindavíkur hefur frekar verið aukavegur út frá alfaraleið en skipt svo um hlutverk við Sandakraveginn á seinni tímum.

Varða

Sandhólar er örnefni vestan Fagradalsfjalls og austanmenn hafa lagt á hraunið við Syðri-Sandhól. Eki er ólíklegt að fleiri örnefni tengd sandi, s.s. Sandakrar, hafi verið á þessum slóðum.“
Til gamans geta göngumenn leikið sér að því að telja vörðurnar frá Litla-Skógfelli að gatnamótunum en þær eru 22. Sandakravegurinn þarna er fallegur, djúpt markaður og skoðunarverður.
Vestan við Stóra-Skógfell er Gíghæð og er stutt ganga frá fellinu í gígana og þá um leið yfir á Grindavíkurveg. Á henni er Arnarsetur, gígur Arnarseturshrauns frá árinu 1226. Í austri blasir Fagradalsfjallið við með sína fylgifiska, s.s. Sandhól og Kast. Görnin er handan Kasts.

Sundhnúkur

Sundhnúkagígaröðin að Stóra-Skógfelli.

Sunnan Stóra-Skógfells liggur vegurinn austan undir fallegri gígaröð, Sundhnúksgíginn, sem er um 8 km löng og áfram að Sundhnúk sem er aðalgígurinn og stendir hann norðan við Hagafel. Þegar komið er fram hjá Hagafelli að austanverðu fer að halla undan til Grindavíkur og spölkorn neðar greinist leiðin til „allra átta“ um gamalgróin hraun niður til bæja.
Göngferð eftir Skógfellaveginum tekur 5-6 stundir með hvíldum og trúlega er skemmtilegra að ganga hann frá suðri til norðurs því útsýni er á víðáttumeira og spannar lengri tíma ferðarinnar.“
JökulsorfnarFramangreind lýsing er ágæt, en sem göngulýsingu má bæta hana verulega. Í fyrsta lagi er „betra“ að ganga Skógfellaleiðina eins og henni er lýst hér að framan – frá Vogum til Grindavíkur. Tilbreytingalausasti og langdregnasti kaflinn er í raun Vogakaflinn. Leiðin er grjótþakin og liggur í ótal hlykki um móa og gróið Þráinnskjaldarhraunið. Tilbreytingin felst í gjánum, sem hver tekur við af annarri; fyrst Huldugjá (Huldugjárvarðan) með Pétursborg ofanvert, þá Litla-Aragjá (varða) og Stóra-Aragjá (Brandsgjá) (Aragjárvarða). Reyndar eru vörðurnar tvær ofan við Brandsgjá (Stóru-Aragjá). Milli gjánna er hvalbak, ummerki elsta bergsins (um 200.000 ára) á svæðinu er annars má sjá á Stapanum neðra. Á því má sjá jökulrispur ísaldarskeiðsins.
GullkollurVið vörðu (þar sem gatan beygir til suðurs) má, ef grant er skoðað, sjá gamla götu. Hún er torséð, en þegar komið er að brún Nyrðri-Mosadalagjár svolítið norðar, smá sjá hvar gata hefur legið niður með gjánni og síðan hlykkjast um Mosadal[i] að Syðri-Mosadalagjá. Syðst við gjárvegginn þar er gata upp á gjárbraminn. Þar beygir hún til norðausturs, inn á svonefnda Aura. Þar er varða. Um Aurana hefur leiðin legið inn í Fagradal og áfram suður með vestanverðu Fagradalsfjalli. Þarna getur verið kominn misskilningurinn um Sandakraveginn á þessum slóðum, en að öllum líkindum hefur hér verið um undantekningalegan stytting að ræða hjá kunnugum eins og fram kemur í lýsingu SG. Bæði í Mosadal og ofan við Syðri-Mosadalagjá er leiðin hins vegar ótrúlega greið inn að Nauthólum í Fagradal. Gæti það hafa valdið því að einhver hefur viljað færa álitlegan veginn þangað og ekki vitað betur um raunverulega legu hans inn á milli Skógfellanna.
Þegar Skógfellavegurinn (Sandakravegurinn) er skoðaður milli Skógfellanna má annars vegar sjá vel markaða götu í slétta hraunhelluna og hins vegar engin ummerki eftir slíkt. Ástæðan eru „vörðuskógurinn“. Vörður þessar voru endurhlaðnar af vinnuskólaunglingum fyrir u.þ.b. 10-12 árum síðan. 

Skógfellavegurinn

Svo virðist sem vinnugleði hafi gripið hópinn á stundum. Sumar vörðurnar eru ekki hlaðnar við hina gömlu götu, heldur mun vestar. Síðan hefur fólk fetað leiðina með vörðunum og markað nýja. Hin forna þjóðleið liggur nú á köflum í grámosanum úrleiðis. Þörf væri á að marka gömlu götuna í mosann með það fyrir augum að endurheimta hana þar sem hún er raunverulega mörkuð í hraunhelluna. Um er að ræða dýrmætar minjar, sem helst mega ekki fara forgörðum vegna athyglis- og/eða áhugaleysis hlutaðeigandi yfirvalda.
Á merktum stikum við Skógfellaveginn (Sandakraveginn) er t.d. komið að gatnamótum, annars vegar Skógfellavegar og hins vegar Sandakravegar. Í raun eru gatnamótin nokkru norðar. Það sést vel á hinum grópuðu götum. Af ummerkjum að dæma er ljóst að Sandakravegurinn hefur verið meginleiðin, allt frá Vogum, og áfram áleiðis að Ísólfsskála (Selatöngum). Sunnan gatnamótanna hverfa grópanirnar og því má ætla að sú leið hafi verið áfangi inn á meginleiðina gömlu.
SkógfellavegurHandan, í austri, er Kastið. Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar 4. maí árið 1943, kl. 16:20. Flugvélin var að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl ofan við Keflavík. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Hlutar flugvélarinnar eru á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Flugvélin skall á hlíðinni ca. 1/5 neðan við efstu brún. Þar má sjá leifar, s.s. bráðið ál utan um grjótmola, en hlíðin öll er skriða með litlum steinhnullungum. Þarna neðan við og til hliðanna má sjá ýmsa vélarhluta.

Um borð í vél þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum.

Kastið

Á slysstað í Kastinu.

Eftirminnilegar ljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.
Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.

Slysavettvangur

Flugvélin hafði verið að koma frá Bretlandi. Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Flugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs. Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.

Andrews

Andrews – minnismerki.

Í febrúar þetta ár hafði Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., „Hap“ Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.
Árið 2001 var haldin minningarathöfn þarna á staðnum. Til stendur að setja þar upp minnismerki um atburðinn.

Undir hlíðum Litla-Skógfells má sjá breiður af brönugrasi. Birkið hefur tekið við sér að nýju eftir sauðfjárfriðun svæðisins svo segja má að lengi lifi í gömlum glæðum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur – kort ÓSÁ.

Undir Sundhnúkagígaröðinni sunnan Stóra-Skógfells tekur við Sprengisandur. Dalahraun er austar. Vatnshæðin (-heiðin) er sunnar. Um er að ræða dyngjuhæðir vestan Fiskidalsfjalls og Húsafjalls. Sunnan Sprengisands eru þrenn gatnamót; leið að Hrauni, leið að Þórkötlustöðum og leið að Járngerðarstöðum, hver önnur álitlegri. Þó má segja, án allrar hlutdrægni, að leiðin niður að Þórkötlustöðum er bæði sú greiðasta og fallegasta á leiðinni.

Heiðarvarðan, ein af þremur innsiglingavörðum inn í Hópið blasir við neðanvert. Hún hafði fallið að hluta, en FERLIRsfélagar endurreistu hana fyrir nokkur árum.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007

Skógfellavegur

Skógfella- og Sandakravegur.

Reykjanes

Í Ægi árið 1926 er fjallað um Reykjanes.
„Ferðir fara nú að verða tíðar til Reykjaness og þegar farnar að birtast skemtilegar ferðasögur um leiðina og landslag. Reykjanes-221Vænta má, að framvegis verði ferðir þangað tíðar, að sumarlagi og þeir sem vilja taka eftir ýmsu, sem þar er að sjá, gefst kostur á að bera saman hvernig umhorfs er nú og fyrir 66 árum og geta þar af dregið hvort rétt sé ályktað, að Suðurland sé að sökkva í sjó.. Þegar farið er framhjá Vatnsleysu liggur vegurinn yfir jarðsprungu, sem nær þar ofan að sjó og yfir þveran Reykjanesskagann; er það Hrafnagjá sem víðkar eftir því, sem suðureftir dregur og er agaleg á köflum t. d. upp af Vogum.
Í ritinu „Blanda“ (2. árg. 1. h.) er lýsing á Höfnum samin af Brandi hreppstjóra Guðmundssyni, eftir beiðni sóknarprestsins Sigurðar B. Sívertsens á Útskálum, er það sóknarlýsing Kirkjuvogssóknar árið 1840. Brandur var fæddur árið 1771 og andaðist í Kirkjuvogi 16. júní 1845. Hann var talinn einn hinn besti skipasmiður í sinni tíð og fljótvirkur. Á 40 árum smíðaði hann 40 stór skip og 100 smærri. Hann var lengi hreppstjóri í Hafnahreppi og mjög vel látinn.

Reykjanes-222

Lýsingin byrjar á Höfnum og er of löng til að taka hana upp í „Ægir“; verður því byrjað á Kalmannstjörn óg þaðan farið vestur eftir, og tekið upp úr „Blöndu“ eins og lýsing Brands heitins hreppstjóra er framsett þar, skulu menn muna, að hún er frá árinu 1840: „Bæjarleið sunnar með ströndinni [en Merkines] er Kalmanstjörn (Kalimanstjörn, hdr.) 20 hndr. jörð með Junkaragerði, sem 1/2 partur úr nefndri jörðu, og er skammt bil milli túna. Tún eru þar stórskemdum undirorpin af sandfoki og sjávarbroti á Gerðið; þó hafa menn þar optast haft 4 kýr, því melaslægjur eru þar, en tún mikið þverbrestasamt. Spölkorn sunnar er eyðijörðin Kirkjuhöfn („Hefur óbygð legið um 40 ár“. Jarðab. AM. 1703). Hún mun hafa lagzt í eyði vegna sandfoks; þar var kirkja áður en í Kirkjuvogi. Á milli þessa og Kalmanstjarnar eru girðingar nokkrar líkast til sem eptirstöðvar af húsagrundvelli, hver í orði er, að þýzkir, þá höndluðu hér við land, er á tali, að hafi átt, en höfnin þá verið Kirkjuhöfn. Þar er gott sund í öllum sunnanáttum, en lending verri.
Sunnar er Sandhöfn, eyðijörð, aflögð vegna sandfoks („Hefur óbygð legið hér um 50 ár“, segir í Jarðab. AM. 1703.) því ekkert sést eptir, utan lítið af hól, hvar bærinn skyldi hafa staðið.
Reykjanes-223Sunnar er Eyrin innan Hafnabergs. Þar var bær og útræði seinast fyrir rúmum 50 árum; er þetta í vík nokkru (fyrir) sunnan Kalmanstjörn. Skammt sunnar byrjar Hafnabergs nyrðri endi, og er þar fyrnefnd Klauf, klettar með gjá í millum; bergið er um hálfa viku sjávar á lengd, rúmir 20 faðmar þar hæst er, ógengt, en sigið í það og stöku sinnum lent við það að neðan; þar er svartfugl, lítið af súlu, eggvarp og fuglatekja nokkur, sem heyrir til Kalmanstjörn. Fyrir sunnan bergið eru sandar og hraungrýti; kallast það Lendingarmalir (líklega réttara: melar, sbr. skýrslu Þorkels hér á undan.), og er þar lent þá verður brims vegna i norðan- og austanátt, þá menn sökum storma ekki geta dregið inn fyrir bergið.
Sunnar eru Skjótastaðir, sem meint er forn eyðijörð, enda er í tali, að allt Reykjanes hafi fyrrum byggt verið. Sunnar er Stóra Sandvík og er í mæli, að Kaldá skyldi hafa fallið þar í sjóinn, og liggur þar gjá líka vatnsfarvegs afarstórs, en það getur upp undan og inn til fjalla, sem myndar líka svo hafa myndazt af eldrennsli, því allt Reykjanes er af eldi einhverntíma gersamlega brunnið (á aukablaði getur höf. nánar um gjá þessa, er hannn kallar Haugsvörðugjá, er sé þar stærst gjáa að lengd og breidd, og sumstaðar með hömrum beggja vegna; muni víða vera um 100 faðma breidd og sumstaðar miklu meiri; sé sagt, að Kaldá, er þar eigi að hafa runnið, hafi hlaupið í jörð í jarðeldum, en vatn sé ofarlega í Sandvík, þar sem Kaldá hafi átt að renna í sjó fram, en hvort það vatn síist frá sjónum gegnum sandkampinn, segist höf. ekki vita.). Sunnar er Litla-Sandvík, þá klettabelti með litlum grasteigingum og blöðkuhnubbum, þá Kistuberg, lítið berg, nytjalaust; síðan Kinnin, berg nokkurt gróðurlaust, síðan Aunglabrjótur, nef syðst á nesinu það vestur veit, beygist það svo til suður landsuðurs. Stendur þar Karl, klettur mikill í sjó fyrir nesinu um 50—60 faðma hár, er var þó hærri fyr, því í jarðskjálfta féll ofan af honum hetta mikil í þeirra manna minni, er nú lifa; upp undan honum á landi er bergsnös, kallast Kerling, og eru þau brúkuð fyrir mið í Reykjanessröst og víðar m. fl. Sunnar eru: Valahnúkar, bergsnös há, Valahnúkamöl og Skarfasetur syðst; beygist þá nesið til austur landnorðurs, því stór vik skerst þar inn í og má því kallast hálfeyja.
Framundan Skarfasetri á sjó eru 2 klettar, sem varast þarf, þá fyrir það er lagt, og boði einn; er þar sem optast iðukast og óhreinn sjór. Á nesinu eru Reykjanes-224jarðhitar og hverir, stórir hólar eða lítil fjöll, sandöldur, ægisandur og hraun; sumstaðar sjást grasteigingar, blöðkuhnubbar, lyng, einiangar hér og hvar og grófasta brunahraun. Frá Kirkjuvogi til syðsta tanga þess mun vera um 2 1/2 míla vegar, en frá Kalmanstjörn til Grindavíkur 2 mílur og er það þjóðvegur, liggur til landssuðurs. Annar vegur liggur frá Höfnum til kauptúnsins Keflavíkur í norður nær 1 1/2 míla langur.

Fiskafli er þar helzti bjargræðisstofn manna; sjómenn eru þar í betra meðallagi og sjósókn, langræði mikið, en optast með landi suður. Fiskur gengur á öllum árstímum, helzt með stórstraum; menn hafa tekið eptir, að austangöngur með sílhlaupum koma helzt með góu og þeim straumnum, líka stundum síðar; vestangöngur, sem eru sjaldgæfar fyrri, lenda einkum í röst; þorskur ýsa keila, þyrslingur, skata, karfi, langa eru þær fiskitegundir, er veiðast á færi og öngla, líka hákarl nokkuð við andþóf og stundum stjóra. — Sundið i Kirkjuvogi er þrautgott, en langt og ógurlegt í brimum, snúningar eru á því lakari og lending háskasöm; eru þar blindsker fyrir sunnan sundið spottakorn.
Reykjanes-225Í Merkinesi er lakara sund, en lending um flóð betri. Bæði liggja sund þessi til austurs í land til þess við er snúið og haldið í suður. Sundið á Kalmanstjörn liggur í sömu átt, er stutt, þröngt og slæmt í brimum, en beint. Útsker er fyrir innan nyrðri enda bergsins og skammt frá landi, sést á það með hálfföllnum sjó; það heitir Eyrarsker. Önnur útsker eru ekki með Reykjanesi Hafnamegin.
En Eldey er klettur stór í hafinu í vestur frá Reykjanesi um 3 vikur sjávar; það er mestpartinn hengiberg með fáum hillum; að austan má lenda við klöpp í ládeyðu, og er þvert niður með henni 9 faðma djúp. Skerjahryggur með 2 ósum inn í liggur hálfhring til útnorðurs og vesturs frá nefndri klöpp; tvö sker eru í boga þessum, hann kemur upp með hálfföllum sjó. Klöppin er um 3 eða 4 ljábrýnur að stærð eða 80 ferskeytta faðma. Klettur þessi, það til lands veit, mun vera að ágizkan vel svo 100 faðma langur, um 40 að norðan, en á sjósíðuna (nefnil. vestan) 80—90 faðma og suðurhornið 15—20 faðmar, hæðin eptir ágizkun 90—100 faðma mest, móberg með blágrýti neðst, öllum mönnum ógengt. Slý er mikið á klöppinni og því hættulegt upp að komast, sem er um 2 faðma hæð um fjöru, og er þá skárst að lenda. Súgur er þar mikill og iðukast. Fugl er mikill á nefndri klöpp og á einni hillu stórri uppundan, sem ekki verður upp á komizt, súla mest uppá eynni.

Reykjanes-226

Maður, sem þangað hefur farið nokkur vor, segist hafa náð þar mest 10 í hlut af svartfugli, 2 og 3 súlu, — 24 geirfuglum alls á skip langmest, en optast 5 til 8, en seinustu 2 vorin hafi hann ekki sést — og 100 í hlut af eggjum. Litið er þar af sel, en afarstyggur. Skammt frá Eldey er klettur í útsuður, kallaður Eyjadrangi (mun vera það sem nú ka]last Eldeyjardrangur), sem hvergi verður upp á komizt, enda er hann gæðalaus. Geirfuglasker er í vestur í hafinu undan Eldey. Sagt er, að menn hafi gert þangað ferðir fyrir og eptir slátt á sumri, sem þá lukkaðist, hafi mannshlutur orðið fullt svo mikill sem fullkomins manns sumarkaup úr Norðurlandi. Skrifað finnst, að skip hafi farizt þar (Sumarið 1639 fórust með allri áhöfn 2 skip af 4, er til Geirfuglaskers fóru til aflafanga af Suðurnesjum (sbr. Skarðsárannál) í suður frá skerinu er klettur, sem kallast Skerdrangi, en í vestur frá því eða til útnorðurs hefur brunnið í hafinu fyrir fáum árum. Í mæli er, að 12 vikur sjávar séu úr Höfnum í skerið, en 6 til Eldeyjar.
Reykjanes-227Í Höfnum er rigninga- og snjóasamt frá austurs— landssuðurs og sunnanáttum og stormasamast, líka bitur kuldi; norðanveður eru vægari að tiltölu, útnyrðingar hættusamastir sjófarendum, útsynningar ganga miklir um jólaaðventu og á útmánuðum, skruggur stundum, en ekki orðið skaði af, hrævareldar og ýmsar loptsjónir orðið vart við. Flestar grasategundir munu þar á heiðinni og hraununum, líka nærri sjó. Engin eru þar rennandi vötn og ekki fjöll það heifa megi. Trjáreki á Kalmanstjarna rekaplássi, sem er stórtré opt, allarðsamur til húsabóta, engir skógar. Ekki hefur hval rekið i Höfnum yfir 60 ár; engir skógar, engar vita menn þar fornmenjar í jörðu eða á, en steinkol meina menn vera á Reykjanesi.

Athugagrein.
Af 60 ára reynslu er aðgætt, að flóð hafi orðið mest um og eptir veturnætur, veður mest um jól fram eftir miðjan vetur af land og hafsuðri til útsuðurs, en vestan- og útnorðanáttir hafa verið skæðastar sjófarendum í Höfnum.
Klettur er framan Hafnaberg, laus við land, má fara milli hans og þess, stendur optast upp úr um flóð, og því ekki sérlega hættulegur. Víða eru boðar með landi, en ekki sérleg rif eða útgrynni. Röstin fyrir Reykjanesi liggur til vesturs frá nesinu til Eldeyjar; hálfa viku sjávar frá því er svo mikið misdýpi, að á skipslengd er 14 og líka 40 faðma djúp, og er það hraunhryggur þverhníptur að norðan, en flatur suður af.

Reykjanes-228

Viku sjávar frá landi verður sandalda um 50 faðma djúp, en botnast ekki þá norður eða suður af ber; sandalda þessi breikkar því meira sem fram eptir dregur og ætla menn hún nái framt að Eldey. Skammt frá henni, hér um bil 80 faðma, er 40 faðma djúp landsmegin, en grynnra að vestan. Opt er straumur svo mikill í röstinni, þó veður sé gott, að ekki gengur á fallið, þótt siglt sé og róið af mesta kappi. Aðfall er þar venjulega meira en útfall; stundum ber til, að þar [er] ekki skiplægur sjór, þó annarsstaðar sé ládeyða. Vestan- og sunnanáttir eru þar beztar, þá hægar eru, en austanáttir hættulegastar, því að sækja er á einn landsodda í austur, en haf á allar síður, en straumar opt óviðráðanlegir. Ekki hefur þar skip farizt svo menn viti (þ. e. í Reykjanesröst), en erfitt er að sækja þangað; mörg hefur þaðan máltíð fengizt; það er um 4 vikna sjóarlengd þangað frá Kirkjuvogi.
Þetta er þá sú upplýsing, er er get í stuttu máli meðdeilt yður, prestur minn góður, í því áður umtalaða og bið eg yður auðmjúklega vel að virða, en skyldi þar þurfa nokkru við að bæta, vildi eg að því leyti geta sýnt viljann, en bið auðmjúklega leiðréttingar á missmíðinni og yfirsjónum.“

Heimild:
-Ægir, 19. árg. 1926, bls. 182-187.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Sandskeið

Pétur Jónsson hafði samband við FERLIR.
Sandskeid - slys-2„Sælir, var að skoða vefinn hjá ykkur og þá sérstaklega um flugvélaflök. Sá ekkert þar um leifar af vél sem er á Sandskeiði. Greinilega var um vopnaða vél að ræða þar sem brunnin og sprungin skothylki eru á svæðinu.“
Pétur var spurður hvort hann vissi eitthvað meira um sögu vélarinnar, tildrög slyssins og hverjir voru þar í áhöfn? Og hvar brakið er staðsett?“
„Veit ekkert meira um þetta flak en sá það fyrst þegar ég fór til rjúpnaveiða, sennilega árið ’83. Fór svo aftur í fyrravor og sá það aftur, það var samt töluvert af hlutum. Get vísað á staðinn.“
Farið var með Pétri á vettvang. Hann gekk óhikað að slysstaðnum. Allnokkurt smábrak var þar í gróinni brekku. Greinilegt var að flugvélin hafði rekist beint í brekkuna, eldur komið upp og vélin brunnið. Sprungin skothylki voru á vettvangi með áletruninni F A 42.
Sandskeid - slys-3Leitað var til Eggerts Nordahls og Sævars Jóhannessonar um nánari upplýsingar um flugvélina og slysið.
Eggert sagði: „
Þarna fór niður í spinni Lockheed P-38F Lightning orrustuflugvél árið 1943. Ryðfríar klemmur eru „typcal“ fyrir þá tegund.“ Eggert á í fórum sínum ýmsan fróðleik, bæði um þetta óhapp sem og mörg önnur frá þessum árum.
Á vettvangi, nú 67 árum eftir atvikið, mátti, sem fyrr sagði, sjá ýmislegt smálegt þarna í hlíð hólsins. Ekki er vitað til þess að þessi litli og venjulegi hóll í landslaginu beri neitt sérstakt nafn og mætti því, í minningu atviksins, nefna hann Flugslysahól.
Hér var um að ræða 29. flugvélaflakið frá stríðsárunum er staðsett hefur verið á Reykjanesskaganum.
P48Svifflugfélag Íslands var á þessum árum staðsett á Sandskeiði. Félagið var stofnað 10 ágúst 1936. Aðalhvatamaður var Agnar Kofoed-Hansen eftir flugnám í Danmörku. Hafði honum verið boðið til Lundby, þar var flugvöllur þar sem æft var svif og renniflug.
Veturinn 1937, þann 31. jan. var svo fyrsta svifflugsæfingin í Vatnsmýrini.
Og um haustið er Sandskeiði við Vífilsfell komið í nokun og hefur félagið verið þar síðan. Árið 1938 var samkomulag við Þjóðverja um að hingað kæmi svifflugleiðangur og var kostnaði skipt þannig að Svifflugfélagið greiddi ferðir og uppihald en þjóðverjar sköffuðu dráttarflugvél og svifflugur. Sótti Sviflugfélagið til Seltjarnarhrepps að á fá leyfi til að gera flugsvæði og að byggja flugskýli á Sandskeiði í afrétti hreppsins. Á fundi hreppsnefndar 5. maí 1938 var samþykkt erindi Svifflugfélagsins. Á þessum tíma var Kópavogur ekki til sem sjálfstætt hreppsfélag, var hluti af Seltjarnarneshreppi.
Sandskeid - slys-5V
ið hernám Breta og síðar hersetu Bandríkjamanna var Sandskeið tekið undir skotæfingasvæði og var Sandskeiðið nánast allt sundur skotið. Og en þann dag í dag má sjá sprengjugíg[a] á Sandskeiði rétt utan við girðingu á norðurenda Norður/Suðurbrautar. Bretar höfðu órökstuddan grun um að félagar í Svifflugfélaginu væru hallir undir stjórnvöld í Þýskalandi. Voru þess vegna ekkert vinsamlegir gagnvart Svifflugfélaginu varðandi svifflug og var sagt að þeir hefðu grun um að Sandskeið væri hugsamlegur flugvöllur Þjóðverja.
Haldið áfram uppbyggingu á Sandskeiði og var 1944 keypt bogaskemma „Bragginn“ sem stóð á Geithálsi ofan Reykjavíkur, var skemman tekin niður og sett upp á Sandskeiði og er í dag nýtt sem véla- og vagnageymsla.
Sævar sagði: „Atvikið varð 25. apríl 1943 kl. 15:45. Um var að ræða P38 orrustuflugvél er hrapaði og brann á „Sandkeidi range“. Flugmaðurinn, laut. F.E. Eichman, lést í slysinu“.

Heimildir:
-http://www.cec.archlight.info/?
-Eggert Nordahl.
-Pétur Jónsson.
-Sævar Jóhannesson.

Kópavogur

Herkampur við Sandskeið (Arnarþúfum).

 

 

Hafnir

Í bók Guðna Jónssonar, Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII, er m.a. fjallað um „Brúðarránið“ svonefnda. Erlendur Marteinsson er heimildarmaður og segir hann frá því þegar séra Oddur V. Gíslason, nam konu þá er hann elskaði, á brott frá Kirkjuvogi í Höfnum og flúði með hana til Reykjavíkur einn fagran haustdag árið 1870. Í frásögnum hefur brúðarrán þetta verið sagt hafa verið það „mesta“ er um getur hér á landi. Frásögnin er svona:
Oddur„Síra Oddur V. Gíslason var bráðgáfaður maður og þar eftir skemmtilegur í allri umgengni. Einnig lá honum allt í augum upp á veraldlega vísu. Var hann hugvits – og hugsjónarnaður, en ekki að sama skapi heppinn með áform sín. Eitt af því, sem hann gerði tilraun með, líklega fyrstur manna hér á landi, var að gera þorskalifur að verðmætri vöru, bræða úr henni lýsi. Sigldi hann til Englands í þeim tilgangi að læra lýsisbræðslu, en setti sig síðan niður suður í Höfnum, því þar var þá einn mestur merktarmaður Vilhjálmur Kristinn Hákonarson bóndi í Kirkjuvogi. Þar settist Oddur að. Vilhjálmur átti dóttur þá, er Anna hét. Var hún forkunnar fríð og myndarleg og eftir því góð stúlka. Brátt felldu þau Oddur og Anna hugi saman, og kom svo, að þau bundust heitorði með samþykki foreldra hennar.
Nokkur síðar sigldi Oddur öðru sinni til frekari ráðagerða við Englendinga. Hafði hann nú í hyggju að kom aupp postulínsvinnslu á Reykjanesi, og gat hann komið svo málum sínum við enska menn, að þeir lögðu fram fé nokkurt, og var gerð tilraun með postulínsbræðslu. En hvað sem olli, fór tilraun þessi út um þúfur og varð engum að notum. Þá er svo var komið, tók Vilhjálmur karl að snúast á móti ráðahag Odds og Önnu. Hann var þannig gerður, að hann kunni betur við að sjá arð af því, sem í var lagt, og mat menn mjög eftir því, hvernig þeim gekk að afla fjár, eins og einkennt hefir ríkismenn bæði fyrr og síðar. Þar við bættist, að Oddur fór um sinn að blóta Bakkus meira en góðu hófi mundi gegna. En tryggð Önnu helzt óbreytt eftir sem áður.

Kirkjuvogur

Nú líður svo nokkur tími, að tvísýnt þótti um, hvort Oddur og Anna fengju að njótast sökum ofríkis föður hennar. Þá var það einn fagran haustdag í byrjun jólaföstu, að Vilhjálmur bóndi í Kirkjuvogi lá fyrir dýr suður á Reykjanesi. En er rökkva tók, verður fólk í Kirkjuvogi vart við það, að Anna er horfin og sjást engin merki um burtför hennar, nema föt hennar utast og innst fundust úti á kirkjulofti. Er Önnu nú leitað á bæjum þar í Höfnum, en enginn hafði orðið hennar var. Þá er hennar leitað með sjónum og í útihúsum, ef vera kynni, að hún hefði gripið til örþrifaráða, en leitin bar engan árangur. En um kvöldið á vöku kemur Gunnar bóndi Halldórsson í Kirkjuvogi heim, en hann hafði legið fyrir dýr inni í Ósabotnum um daginn. Hann segir þau tíðindi, að ekki muni þurfa að óttast um Önnu, því að Oddur muni vera kominn með hana inn í Voga. Segist hann hafa mætt tveim mönnum á heiðinni, sem að vísu hafi verið búnir sem karlmenn, ern þar muni Anna þó verið hafa reyndar. Eru nú sendir þrír eða fjórir menn á eftir þeim Oddi.
VarðaEn er þeir koma inn á heiði, hita þeir mann með söðulhest. Þeir spyrja hann erinda, en hann segist vera að bíða eftir Oddi Gíslasyni, hann sé að sækja kvenmann suður í Hafnir og eigi hún að ríða hestinum. Sjá nú hvorir tveggju, að þeir eru gabbaðir, og snúa hvorur sína leið. En af Oddi og Önnu er það að segja, að þau fara rakleitt inn í Njarðvíkur til Björns bónda í Þórukoti. Flýtur þar í vörinni sexmannafar með allri áhöfn. Er ekki að orðlengja það, að undin eru upp segl og siglt til Reykjavíkur um nóttina.
Oddur hafði svo ráð fyrir gert, að maður væri sendur þegar í stað úr Njarðvíkum suður að Kirkjuvogi til þess að segja foreldrum Önnu, hvað komið var. Til ferðar þessarar var valinn Björn nokkur Auðunsson, hávaðamaður og svakafenginn nokkuð. Hann kemur að Kirkjuvogi, 
er búið var að loka dyrum. Guðar hann því á glugga, kallar inn og segir: „Þið þurfið ekki að spyrja um hana Önnu. Hún er komin til Reykjavíkur með Oddi V. Gíslasyni“.
KirkjuvogskirkjaVilhjálmur bóndi, sem var nú kominn heim og var í mjög æstu skapi, tók fregn þessari svo, að hann þreif til byssu sinnar og gerði sig líklegan til skjóta út um gluggan á sendimanninn. Hin góða og hægláta kona hans, Þórunn Brynjólfsdóttir prests á Útskálum, gat þó afstýrt þessu tiltæki manns síns. En Vilhjálmur lagðist í rúm sitt og lá síðan lengi vetrar og varð raunar aldrei samur maður eftir þetta, svo stórt var skap hans. Það skal þó tekið fram, að Oddur sættist fullum sáttum við tengdaforeldra sína, og Anna fékk fullan arf, þegar þar að kom, en sú var venja á þeim tímum, ef börn gerðu stórlega á móti vilja foreldra sinna, að svipta þau arfi.
Þau Oddur og Anna giftust á gamlársdag 1870, og var Oddur síðar prestur í Grindavík og þjóðkunnur maður fyrir baráttu sína fyrir slysavörnum á sjó og rit sín og leiðbeiningar um þau efni. Síðar fluttist hann til Vesturheims, stundaði þar prestsstörf og lækningar og andaðist í Winnipeg 1911. Eignuðust þau hjón mörg börn og efnileg.
Að lokum vil ég bæta því við, að atburður sá, sem hér er sagt frá, er mér í fersku minni, þó að ég væri þá aðeins 6 ára drengur í Merkinesi í Höfnum. En Þau Odd og Önnu þekkti ég persónulega að öllu góðu.“

(Handrit Guðlaugs E. Einarssonar í Hafnarfirði veturinn 1934-35 eftir frásögn Erlends Marteinssonar frá Merkinesi, síðar að Kirkjuvegi 10 í Hafnarfirði).

Heimild:
-Guðni Jónsson, Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII, 1934-35, bls. 126-129.
Hafnir

Spöngin

„Alþingisstaðurinn forni á Þingvöllum er mjög mikilvægur vettvangur rannsókna í íslenskri fornleifafræði af því að hann var miðstöð þjóðarinnar á víkingaöld. Þingvellir hafa verið brennidepill rannsókna frá því fyrstu kortin af staðnum voru spongin-901útbúin á 18. öld til upphafs íslenskrar fornleifafræði á 19. öld sem leiddi til þróaðri fornleifafræðilegri rannsókna og uppgrafta á 20. öldinni. Enda þótt þessar rannsóknir hafi aukið þekkingu og lagt grunninn að vitneskju um Alþingisstaðinn, þá eru þær eingöngu byrjunin, og þörf á fleiri rannskóknum til þess að skilja betur fornleifafræðilegan bakrunn Alþingis hið forna. Markmið þessarar rannsóknar er að auka framlag á þessu sviði og bæta við þekkinguna um hið óþekkta mannvirki Byrgisbúð á Spönginni.
Spöngin líkist hálsi á austurhluta Alþingisstaðarins. Hún er staðsett á enda hraunbreiðunnar og er umlukin tveimur vatnsgjám sem heita Flosagjá og Nikulásargjá. Sýnt er fram á í þessari rannsókn að Spöngin fellur vel að þeirri hugmynd að hún sé norræn lagastaður, einkum vegna þess að hún líkist hólma í miðju vatni. Trú og stjórnmál voru óaðskiljanleg á víkingaöld og er það lykillinn að þeim skilningi hvernig fundir voru skipulagðir á Alþingi til forna. Spöngin getur verið auðkennd sem norrænn lagastaður af því að útlit hólmans vísar til hugmyndarinnar um helgistað sem er umlukinn `helgu vatni´ og mikilvægi innávið/útávið aðskilnaðar, á milli helgidóms (helgra vé) og þess sem er óguðlegt. Slíkur staður var vettvangur manna til lagalegs ágrennings og tilbeiðslu heiðinna guða.
Byrgisbúð er þyrping af fornleifafræðilegum rústum sem eru staðsettar í miðri Spönginni á breiðasta oddanum. Þetta flosagja-901mannvirki hefur oft verið grafið upp og kortlagt, en fullnægjandi túlkun hefur ekki enn komið fram. Í þessari rannsókn var farið yfir fyrri athuganir og sýnt fram á með nýrri rannsókn að Byrgisbúð samanstendur af fjórum aðskildum mannvirkjum, frá tveimur tímaskeiðum. Fyrstu þrjú mannvirkin eru hringlaga en það fjórða er rétthyrnt og aðskilið frá hinum mannvirkjunum með öskulögum og viðarkolum sem bendir til að þau hafi ekki verið samtengd.
Tilgátan sem sett er fram í rannsókn þessari er að upprunalega Lögréttan hafi verið staðsett á Spönginni þegar Alþingi var stofnsett árið 930. Mikilvægi hringlaga mannvirkjanna koma fram í staðsetningu þeirra, sem líkist hólma umlukinn vatni, og hringlaga formi þeirra. Fyrsta hringlaga mannvirkið hafi verið heiðinn helgistaður. Það var þá notað eins og undirstaða fyrir samsetninginu Lögréttu, sem samanstóð af þremur sammiðja hringlaga bekkjum, nægjanlega stórum til þess að 36 Goðar og ráðgjafar þeirra gátu setið saman. Þegar Lögrétta var stækkuð árið 965, fyrir 39 Goðar og síðar fyrir 48, var stærð hringjanna á Spönginni of lítil og því hafi Lögréttan verið flutt niður að Öxará, á Neðrivelli eða á hólmann við Öxará. Þrátt fyrir að Lögréttan hafi flust þá hélt Spöngin áfram að vera heiðinn helgistaður þar til Ísland tók upp kristni árið 1000.“

Heimild:
-Þingvellir: Archaeology of the Althing, MA 2010 – Aidan Bell
http://skemman.is/stream/get/1946/6937/18731/1/ÞingvellirAJB.pdf

Þingvellir

Þingvellir 1905 – Ásgrímur Jónsson.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli – fyrsti heimavistarskólinn „Einn fyrsti vísir að reglulegu skólahaldi fyrir börn og ungmenni hér á landi var Hausastaðaskóli í Garðahverfi 1791-1812.
hausastadaskoli-991Tildrög skólahaldsins voru þau að Jón Þorkelsson, fyrrum skólameistari í Skálholti, mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni að eigur hans skyldu renna í sjóð, Thorkilliisjóðinn, og átti hann síðan að standa straum af menntun fyrir fátækustu og mest þurfandi börn í Kjalarnesþingi. Hausastaðir í Garðahverfi urðu fyrir valinu og tók skólinn til starfa árið 1791 (14. mynd) (Ragnar Karlsson & Jón Jónsson, 1992).
Börnin voru tekin í skólann sex til átta ára gömul og voru þar fram á 17. aldursár. Meðal kennslugreina var lestur og skrift sem börnin þurftu að læra til undirbúnings fermingar, reikningur og margvísleg hagnýt störf. Drengirnir áttu að kunna öll venjuleg störf við heyskap, jarðrækt og fiskveiðar, en stúlkurnar fengu tilsögn í hefðbundnum vinnukonustörfum, jafnt utan húss sem innan. Eftir að skólinn hafði verið starfsræktur í 20 ár gekk sjóðurinn til þurrðar. Ekki fékkst fjármagn annars staðar frá til skólahaldsins og var starfsemin því lögð niður árið 1812 og munir skólans seldir á uppboði (Ragnar Karlsson & Jón Jónsson, 1992).“

Heimild:
-Garðahverfi í fortíð og nútíð, Tinna Rut Pétursdóttir, BS 2012.
http://skemman.is/stream/get/1946/15582/37597/1/2012_BS_Tinna_Rut_Petursdottir.pdf

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli – tóftir.

Bær
Þegar landnámsmenn á Íslandi byggðu sín langhús úr torfi og grjóti voru svonefnd stokkhús og bindingsverkshús óðum að ryðja sér til rúms í Scandinavíu, en á Skotlandseyjum færðust hlaðin hús úr steini í vöxt. Þannig áttu Íslendingar eftir að skapa sér sína eigin húsagerð, torfbæinn, sem í raun átti sér ekki sinn líka í nágrannalöndunum en torfbærinn var í notkun hér á landi fram á 20. öld.

Bær

Torfbær.

Elsta gerð híbýla hér á landi eru langhúsin, sem hafði einar eða tvennar dyr nærri gafli á framhlið. Á 11. öld stækkuðu húsin og urðu aðalhúsin þá þrjú; skáli eða eldhús, stofa og búr og var aðeins gengt úr skálanum í önnur hús.
Talið er að á 14. öld hafi skálabæir farið að víkja fyrir gangabæjum en sú breyting mun hafa orðið til þess að skapa hlýindi. Einkenni gangabæja voru göngin sem lágu frá bæjardyrunum, venjulega á miðjum langvegg og gegnum húsin og voru göngin nokkurs konar aðalgangvegur. Gangabæir héldust að mestu óbreyttir til um 1900. Á síðari hluta 18. aldar varð til nýr stíll torfbæja, burstabærinn, sem hafði það einkenni að gaflar bæjarhúsanna sneru fram að hlaði.
Torfbæirnir voru misjafnlega stórir en eins og nú fór stærð bæjanna eftir efnahag íbúanna. Þannig var torfbærinn að Skálholti í Biskupstungum um 1271 m² árið 1784.

Torfbær

Torfbær – bæjargöng.

Árið 1920 var um helmingur allra húsa á Íslandi úr torfi og grjóti. Síðan eru einungis liðin 86 ár. Torfbærinn þjónaði þó sínu hlutverki, allt frá upphafi landnáms. Hann tók breytingum og bæði byggingalag og gerðir voru mismunandi eftir landshlutum, einkum er fram liðu stundir.
Helsta vandamálið við torfbæinn var bleytan. Þegar lak inn í göngin þurfti að bera ösku á moldargólfið. Stundum lak þekjan og þá þurfti að ausa upp úr göngunum. Gera þurfti við þekjuna upp og eftir það var hún þétt. Fyrst var sett torf eins og venjulega og svo strengir yfir, það óx svo saman og myndaði eiginlega tvöfalda þekju. Eins voru settir strengir utan á veggina til að þétta. Bæjarþyrpingin var eilíf hringrás. Endurnýja þurfti a.m.k. eitt hús árlega. Hvert hús entist einungis í u.þ.b. tug ára.

Torfbær

Torfbær.

Annað vandamál var kuldinn. Það gat myndast hálka í göngunum þegar kaldast var. Í baðstofunni var kola, en undir það síðasta 20 línu lampi sem gekk fyrir olíu. Hana varð að sækja þegar sleðafæri var. Stærri lampar voru það stórir að þeir voru hengdir upp í loft. Minni lampar voru þannig að hægt var að ganga um með þá og leggja frá sér eða hengja upp. Þegar tréframgaflar komu með burstabænum á 19. og 20. öld voru fínu þiljustofurnar lítið notaðar á veturna því það var svo kalt.
Maturinn var einfaldur. Léleg lending var við flesta bæi og til að fá fisk voru höfð vöruskipti við bóndann þar mest bar úr bítum. Kýr var á bænum og mjólkurmatur unninn í hlóðaeldhúsinu.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn – baðstofa.

Rúmin voru hlý og góð. Nokkur æðardúnstekja og önnur hlunnindi var á einstökum svæðum og dúnninn var notaður í yfirsængur. Einnig var notaður dúnn og fiður af sjófugli og rjúpu í kodda og undirsængur.
Klæðnaðurinn var sauðskinnskór og bandsokkar, prjónapils og skyrta úr ull. Yst var kjóll sem var gerður úr lituðum poka utan af hveiti eða haframjöli.
Þau daglegu verk sem sérhver þurfti að vinna var að kveikja upp eldinn, sækja vatn í lind sem í túnfætinum. Vatnið var geymt í fötum í eldhúsinu og þurfti síðan að sækja meira þegar vantaði. Fara þurfti út með skólp, hjálpa til með þvotta, standa og hræra í pottum í hlóðaeldhúsinu og eflaust hafa verkin verið fleiri. Enginn tími var fyrir leiki.

Bær

Í bæjargöngum.

Skólaganga barnanna var ekki löng. Í seinni tíma var stundum farskóli. Börnum var komið fyrir á bænum sem farkennarinn var á. Lexían var skrift, reikningur, lestur og kristin fræði og svolítil íslandssaga. Prófið kom að sunnan. Til var myndabók með biblíusögum. Skólinn var í u.þ.b. þrjá mánuði.
Framhliðin á burstabænum sneri í vestur. Margir sneru í suður því þá naut sólar lengur við. Þegar komið var inn í bæjardyrnar var stofa á hægri hönd og hún var þiljuð og máluð blá. Á stofunni var gluggi með sex rúðum. Glerið kom á 17. öld. Vinstra megin við bæjardyrnar var smíðaskemman þar sem hefilbekkurinn var. Þar inni var stigi upp á loft þar sem var geymsla sem lá yfir allt loftið í stofunni líka, þar var geymdur kornmatur og annað.

Bær

Bæjargöng.

Innar í bænum var komið að skellihurðinni og svo inn dimm þiljuð göng með moldargólfi. Þau lágu í austur-vestur. Fyrir endan á þeim var hlóðaeldhús með þremur hlóðum. Grind af gamalli eldavél var ofan á tveimur hlóðum en sú þriðja var til að baka á. Stór strompur var í eldhúsinu. Hann var gerður úr botnlausri tunnu. Eldhúsið var stórt og gott og þar var reykt kjöt upp í rjáfri. Þar var moldargólf og veggirnir ekki þiljaðir. Önnur göng voru sem lágu norður-suður. Þau voru þiljuð, en með moldargólfi. Þessi göng voru lengri en hin og gluggi á endanum sem lýsti þau aðeins upp.
Fyrst var komið að hlöðunni, þá að fjósinu sem rúmaði tvær kýr, og við endann var svo hesthúsið. Fyrir framan það voru tunnur þar sem hland var geymt í, svokölluð keytuker. Til móts við fjósið var stiginn sem lá upp í baðstofu. Svo var komið að búrinu og í endanum var kokkhúsið. Bæði búr og kokkhús voru frekar lítil. Í búrinu var súrmatur geymdur vegna þess að hann fraus ekki þar, líklega vegna hitans sem kom frá kokkhúsinu. Þar inni var Skandia eldavél sem gaf góðan hita. Öll neðri hæðin var vel manngeng.
Innangengt var allstaðar í bænum, líka í fjósið, hlöðuna og hesthúsið.

Fjós

Fjós.

Þegar gengið var inn í baðstofuna var komið í fremri baðstofu en inn af henni var svo hjónahúsið. Svefnpláss hefur ekki verið mjög mikið sem sést á því að krakkarnir voru látnir sofa í eldhúsinu á meðan mæðgurnar bjuggu þarna enn. Baðstofan var öll þiljuð með hefluðum fjölum úr rekaviði og í hjónahúsinu var skarsúð. Þar var gluggi sem var hægt að opna og einnig var gat í gegnum neðsta karminn og það hallaði út. Í því var korktappi sem hægt var að taka úr og hleypa út vatninu sem hafði myndast þegar hélan á rúðunni bráðnaði. Vatnið safnaðist saman því það var smá dæld næst glugganum og brík fyrir framan. Á fremri baðstofunni voru tveir litlir gluggar.
Bærinn var vel þiljaður enda rak mikinn við á land og einnig kork. Þegar að stóra trjáboli rak á land hjálpuðust mennirnir við að saga þá niður og skiptu þeim á milli sín.
Mikið var um ullarvinnu en ullin var unnin heima alveg frá því að hún var tekin af kindinni. Fyrst var togið tekið af og svo þelið, það var kallað þel það sem var undir toginu og það var kembt og spunnið og prjónað úr því. Þetta var vinnan sem fólkið var að gera á kvöldin. Úr þessu voru prjónuð nærföt og sokkar og illeppar, sem kallaðir voru, með rósum í, átta blaða rósum.
Á kvöldin voru oft kvöldvökur, sem kallaðar voru, og þá var lesinn húslestur og svo var spunnið og prjónað því þá voru nú allir sokkar prjónaðir og allir skór gerðir úr sauðskinni, bryddaðir. Það var bara sauðskinn sem var litað, það var litað svart og sútað, en þá var það lagt á klaka og rifið svo upp og teygt til. Þetta var lagt á klaka til þess að gera þetta mýkra þá fór svona einhver húð af skinninu og þetta var rakað. Þetta voru einu skórnir sem ég man eftir frá því að ég var lítil. Krakkar voru oft blautir í fæturna. Það var mikil vinna við þessa skó því að það þurfti oft að gera við þá.

Stóri-Nýibær

Nýibær í Krýsuvík.

Allir hjálpuðust að. Húsbóndinn las oft sögur fyrir fólkið á kvöldin. Húslesturinn var yfirleitt úr einhverjum helgibókum, en einnig úr fornsögunum. En húsbóndinn las einnig oft bara upp úr skáldsögum fyrir fólkið, bara svona til skemmtunar. Allt var saumað heima og prjónað á kvöldin þegar var búið að gera húsverkin.
Helsti maturinn var fiskur og kjöt og svo náttúrulega slátur og innmatur því að allur innmatur var hirtur þá, og svið. Hangikjötið var hengt upp innst í eldhúsinu, þar hékk það á slá efst upp í mænir í eldhúsinu og þar reyktist það bara með reyknum sem kom frá hlóðunum, þar sem að maturinn var soðinn á.
Einnig var fiskur þarna líka, saltaður fiskur og harðfiskur sem var hertur, en hann var hengdur upp í hjalla. Það var sáð miklum kartöflum, rófum og rabbabara. Í búrinu var geymdur súrmatur og einnig saltkjöt og söltuð svið. Kjötið var saltað og slátrið sett í súrt. Þetta var allt í trétunnum. Tunnurnar stóðu í röð á gólfinu. Í þessu litla búri var trégólf.
Þegar slátrið var tekið á haustin tóku allir þátt, því að það var allt saman tekið heim og unnið úr öllu. Allar garnir voru teknar heim og pilluð utan af þeim mörin og hún brædd. Fólk birgði sig upp á haustin, en ekki af kornmat og ekki hveiti og sykur og svoleiðis en allur svona algengur matur var tekinn í sláturtíðinni.

Torfbær

Torfbær.

Mikið var einnig unnið úr mjólkurafurðum. Úr mjólkinni var unnið skyr, smjör og ostar. Þetta var allt saman unnið heima. Þegar fólk vildi þrífa sig fór það bara í bað í stóra bala, þvottabala og þvoði sér upp úr þeim en þetta voru trébalar. Þegar fólk fór í bað voru trébalarnir bara settir í baðstofuna og hitað vatn og borið í.
Allur þvottur var þveginn upp úr trébölum og á bretti. Nálægt bænum var útikamar.
Þegar þrifið var, var bærinn sópaður eða göngin og þessi smá skot sem lágu út í hin herbergin eða út í fjósið og hlöðuna og geymsluna. Það var sópað með strákústa. Svefnloftið var þvegið upp úr sápuvatni og sandi og skúrað með fínum skelsandi eða fjörusandi. Þetta var gert eftir því sem að þurfti. Fyrir jólin var allt hreinsað og þá var til dæmis farið út með allar sængur og alla kodda og það viðrað.
Það var mikið talað um drauga í þá daga, en ekki draugagang.

Heimildir m.a.:
-idan.is
-khi.is

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Kistufell
Fregnir höfðu borist af a.m.k. tveimur álitlegum og áður ómeðvituðum götum í Kistu í Brennisteinsfjöllum.
Stefnan var því tekin síðdegis upp úr Fagradal, út (austur) með hraunbrúninni ofan hans og inn á slétt helluhraun Eldborgar. Kistan blasti við í langri fjarlægð, mitt á milli Kistufells í norðri og Eldborgar í suðri. Þátttakendur voru léttbyrgðir, enda farið hratt yfir. Þarna hefðu reiðhjól komið sér vel til að flýta för því hraunhellan var næsta slétt alla leið upp að fjallsrótum Kistu.
Síðdegissólin var byrjuð að gylla fjöllin, sem færðust óðfluga nær. Þessi nálgun Brennisteinsfjalla er ein sú tilkomumesta; fallegt útsýni með rauðleitum eldborgum nánast alla leiðina, ólík hraunsvæði á báðar hendur, „svartur“ helluhraunsdregill Kistuhrauns fyrir fótum undirvert og heiðblár himininn ofanvert. Brennisteinsfjallasvæðið hefur hingað til ekki verið aflögufært með vatn, en á þessari leið eru vatnsstæðin í grónum hraunbollum allnokkur.
Brennisteinsfjöllin eru með áhugaverðari útivistarsvæðum landsins. Sem dæmi um áhugaleysið, sem þeim hefur verið sýnd, má benda á kort af svæðinu, en á þeim virðast fjöllin vera eyðimörk. Fjölbreytni jarðmyndana, gróðurbreytingar og formfegurð náttúrunnar eru þó óvíða meiri en einmitt þarna. Þá hefur jafnan verið haldið fram að Brennisteinsfjöll væru erfið yfirferðar vegna vatnsskorts, en það er nú öðru nær. Auðvelt er að nálgast vatn í fjöllunum, hvort sem um er að ræða ofan jarðar eða neðan.
Í þessari ferð uppgötvuðust m.a. tvær rásir með nokkrum jarðföllum, önnur nálægt 3 km löng úr vestari Kistugígnum og hin til hliðar við meginrás Kistufells hrauntraðarinnar. Reyndar eru hrauntraðir Kistufellsgígsins tvær. Sú vestari er vel gróin, en stutt, en sú austari er mikilfengleg eftir að hún opnast á hraunsléttunni norðvestan fellsins. Af stærðinni að dæma má ljóst vera að þarna hafi farið um mikill hraunmassi í fljótandi formi. En meira um það síðar.
Auk þessa uppgötvuðust nokkur op á mismunandi stórum hellum. Allt var þetta skráð samviskusamlega og fært í „hellaskrána“, sem nú telur rúmlega 400 hella á Reykjanesskaganum.
Eftir þessa ferð í Brennisteinsfjöll er ljóst að fjallgarðurinn beggja vegna er líkur götóttum osti. Ef vel er gáð má finna op niður í rásir hvar sem stigið er niður. Stærstar eru rásirnar norðvestan Kistufells, en þar eru hellarnir líka stystir, en umfangsmiklir. Lengstar eru rásirnar úr vestanverðum Kistugígnum, eða um 3 km eins og áður sagði. Rásin er hins vegar á svæði, sem hvað „afskekktast“ er í Brennisteinsfjöllum. Hliðarrásin í meginrás Kistufellsgígs er geysistór, en ókönnuð. Vatn er á gólfi hennar fremst svo vaða þarf inn í hana. Engin op er að sjá á henni norðan meginopsins.
Skemmtilegasta atvikið, og það er sannfærði leiðangursmenn um að þarna hefðu verið menn fyrrum, var innan við eitt af stærstu opum Kistuhraunshellanna (3 km). Undir hellisveggnum var rautt bitabox, bambusstafur og nokkrar stuttar fjalir. Þegar bitaboxið var opnað komu í ljós nokkrir litlir timburstafir, sérhver merktur með tölustöfum sem og tveir tússpennar (sjá mynd). Líklega hafa einhverjir verið að merkja jarðföllin í rásinni og annaðhvort gleymt kassanum og öðru, sem þarna var, eða ákveðið að geyma það þarna. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um tilganginn og annað er laut að framkvæmdinni. Við boxið var lítil þrýhyrnd seglveifa. Skammt ofar í rásinni var hið gerðalegasta vatnsstæði.
 Rásinni var fylgt upp hraunið, alla leið að rótum Kistuhrauns. Á henni eru fjölmörg op og víða hrun í rásum svo ekki er hægt að tala um samfelldan helli frá fyrsta jarðfalli til upphafsins, en rásin er í heildina a.m.k. 3 km sem fyrr er á um kveðið.
Þegar upp í vestanverða Kistu var komið var punktur tekinn á Snjólf. Fyrst var þó talin ástæða til að koma við í eldborginni norðan undir hlíðum Háborgarinnar (þeirrar er trjónir hæst), austan Eldborgar í Brennisteinsfjöllum, sem lætur minna fyrir sér fara, en hefur gefið hvað mest fóður af sér.
Frá brún eldborgar sést vel til Vestmannaeyja og Eyjafellsjökuls í austri og Hálsanna (Sveifluháls (Austurháls) og Núpshlíðarháls (Vesturháls) í vestri. Í raun má segja að þarna sé eitt stórbrotnasta útsýni sem hugsast getur (í góðu skyggni).
Þá var kíkt á og niður í Lýðveldishelli. Rásin ofanverð er bæði heilleg og auðvel uppgöngu. Í heild er hellirinn um 200 metrar. Skammt austan við opið er annað op á annarri samhliða rás. Hún var ekki skoðuð að þessu sinni, heldur var stefnan tekin á Snjólf. Opið er þarna skammt norðar. Það lætur lítið yfir sér, er bæði lágt og lítið. En þegar farið er undir hraunbrúnina að sunnanverðu og vent til austurs koma í ljós fallegar rásir, bæði til austurs og norðvesturs. Dropsteinar eru á gólfum, einkum í vestlægari rásinni. Einn er t.a.m. ca. 40cm hár og nokkrir aðrir standa þar þétt við hann. Dropsteinshellar eru sjaldgæfir í Brennisteinsfjöllum og því er þessi litli, en netti, hellir kærkominn – þar sem hann er. Hraunstrá eru í loftum.
Leitað var að tveimur opum í Kistu, sem spurnir höfðu borist af. Annað reyndist nánast efsti hlutinn af fyrrgreindri 3 km rás úr vestari hluta Kistu og hitt reyndist vera nánast efsti hluti af rás úr austari hluta Kistu. Hið síðarnefnda var op niður í stóra rás, en stutta (vegna hruns). Rásinni var fylgt spölkorn til norðvesturs og má telja nokkur lítil op á henni. Hún er þó í heildina fremur stutt (á Brennisteinsfjallamælikvarða).

Þegar rás var rakin upp til rótar vestari Kistugígs komu í ljós nokkur op. Eitt af þeim efri var sérstaklega áhugavert. Greinilegt var að enginn hafði farið þangað inn áður. Einstaklega fagurrauðir separ voru í loftum og rásin reyndist öll hin rauðasta. Þessi hluti var nefndur „Fagurrauður“. Hann er skammt neðan við KIS-04, en ekki er samgangur þarna á milli. Fagurrauður gæti því verð rás til hliðar við KIS-04. Þegar sá hellir var skoðaður komu í ljós einir tilkomumestu „hraunsveppir“ er um getur.
Stefnan var tekin á Kistufellshella. Til að komast þangað var að fara yfir norðaustanvert Kistuhraunið og síðan yfir vestari hrauntröð Kistufellsgígsins. Hún er vel gróin. Kistufellshellarnir eru í geysistórum jarðföllum, sem þó mynda hvergi ákveðna heild. Um er að ræða grágrýtishella, stóra, en án sérstakra myndana. Mikið hrun er í mörgum þeirra. Áhugaverðastur af þeim er Jökulgeimur, íshellirinn, en ekki var farið niður í hann að þessu sinni. Sennilega er myndun hans komin af því að opið snýr mót norðri svo sólin nær ekki að skína inn um það og verma innvolsið. Snjóskafl var enn við opið – og það í júlí.
Leitað var tveggja opa á sléttri hraunhellu skammt frá austari hrauntröð Kistufellsgígsins. Þessi op, tveggja ferfaðma að stærð með ca. 15-20 metra niðurhali, fundust í einni FERLIRsferðinni fyrir nokkrum árum (fyrir tíma GPS-tækjanotkunar), en þrátt fyrir leit á líklegum stöðum endurfundust þau ekki að þessu sinni.
Hrauntröðinni var fylgt til vesturs. Í fyrstu er hún lítil og gróin í botninn, en skyndilega stækkar hún til muna. Austan stækkunarinnar fundust nokkur op á myndarlegum rásum. Ein þeirra var sérstaklega áhugaverð. Þar var tekinn GPS-punktur. Hliðarrás opnast og innan við opið er stór og mikil rás. Vatn er á gólfi svo henni var ekki fylgt inn eftir að þessu sinni. En það mun verða gert innan ekki langs tíma.
Í BrennisteinsfjöllumLjóst er að hliðarrásinar hafa loks runnið saman þar sem megin hrauntröðin opnast. Þar hefur farið um gríðarlegur hraunkvikumassi. Hraunbrú er yfir tröðina nálægt þar sem hún opnast og nokkur hellisop má sjá við brúarskil neðar. Forvitnilegt er að horfa eftir endaþarmi rásarinnar þar sem Kistuhraunið (sem er nýrra) hefur náð að renna að henni og færa hluta þess undir sig.
Þokuslæðingur hafði færst yfir Fjöllin og gerði hið smæsta dulúðlegt við hina minnstu ásýnd. Haldið var niður eftir hinu slétta Kistuhrauni uns komi var að brún Fagradals. Fótur var þræddur niður mosavaxna suðurhlíða hans og gamalli götu síðan fylgt að upphafsstap.
Á göngunni mátti greina grópaðan götustubb á einum stað í Kistuhrauni. Gæti þar verið um að ræða hina gömlu leið Stakkavíkurbræðra með rjúpnafeng sinn til sölu í Hafnarfirði er Þorkell og Eggert Kristmundssynir lýstu á sínum tíma. Þá var farið upp með Eldborginni, er blasir við, og niður Fagradalsmúla. Þessi götustubbur er einmitt á þeirri leið.
Segja má með góðri samvisku að enginn hafi í raun komið í Brennisteinsfjöll hafi hann ekki farið um Fagradal og Kistuhraun.
Gangan tók 6 klst og 60 mín. Meðalhraðinn var 3.2, en á göngu 3.9. Samtals voru gengnir 21.5 km, sem verður að teljast nokkuð gott á 7 klst. Frábært veður – og birtan einstök.

Hellir