Spöngin

“Alþingisstaðurinn forni á Þingvöllum er mjög mikilvægur vettvangur rannsókna í íslenskri fornleifafræði af því að hann var miðstöð þjóðarinnar á víkingaöld. Þingvellir hafa verið brennidepill rannsókna frá því fyrstu kortin af staðnum voru spongin-901útbúin á 18. öld til upphafs íslenskrar fornleifafræði á 19. öld sem leiddi til þróaðri fornleifafræðilegri rannsókna og uppgrafta á 20. öldinni. Enda þótt þessar rannsóknir hafi aukið þekkingu og lagt grunninn að vitneskju um Alþingisstaðinn, þá eru þær eingöngu byrjunin, og þörf á fleiri rannskóknum til þess að skilja betur fornleifafræðilegan bakrunn Alþingis hið forna. Markmið þessarar rannsóknar er að auka framlag á þessu sviði og bæta við þekkinguna um hið óþekkta mannvirki Byrgisbúð á Spönginni.
Spöngin líkist hálsi á austurhluta Alþingisstaðarins. Hún er staðsett á enda hraunbreiðunnar og er umlukin tveimur vatnsgjám sem heita Flosagjá og Nikulásargjá. Sýnt er fram á í þessari rannsókn að Spöngin fellur vel að þeirri hugmynd að hún sé norræn lagastaður, einkum vegna þess að hún líkist hólma í miðju vatni. Trú og stjórnmál voru óaðskiljanleg á víkingaöld og er það lykillinn að þeim skilningi hvernig fundir voru skipulagðir á Alþingi til forna. Spöngin getur verið auðkennd sem norrænn lagastaður af því að útlit hólmans vísar til hugmyndarinnar um helgistað sem er umlukinn `helgu vatni´ og mikilvægi innávið/útávið aðskilnaðar, á milli helgidóms (helgra vé) og þess sem er óguðlegt. Slíkur staður var vettvangur manna til lagalegs ágrennings og tilbeiðslu heiðinna guða.
Byrgisbúð er þyrping af fornleifafræðilegum rústum sem eru staðsettar í miðri Spönginni á breiðasta oddanum. Þetta flosagja-901mannvirki hefur oft verið grafið upp og kortlagt, en fullnægjandi túlkun hefur ekki enn komið fram. Í þessari rannsókn var farið yfir fyrri athuganir og sýnt fram á með nýrri rannsókn að Byrgisbúð samanstendur af fjórum aðskildum mannvirkjum, frá tveimur tímaskeiðum. Fyrstu þrjú mannvirkin eru hringlaga en það fjórða er rétthyrnt og aðskilið frá hinum mannvirkjunum með öskulögum og viðarkolum sem bendir til að þau hafi ekki verið samtengd.
Tilgátan sem sett er fram í rannsókn þessari er að upprunalega Lögréttan hafi verið staðsett á Spönginni þegar Alþingi var stofnsett árið 930. Mikilvægi hringlaga mannvirkjanna koma fram í staðsetningu þeirra, sem líkist hólma umlukinn vatni, og hringlaga formi þeirra. Fyrsta hringlaga mannvirkið hafi verið heiðinn helgistaður. Það var þá notað eins og undirstaða fyrir samsetninginu Lögréttu, sem samanstóð af þremur sammiðja hringlaga bekkjum, nægjanlega stórum til þess að 36 Goðar og ráðgjafar þeirra gátu setið saman. Þegar Lögrétta var stækkuð árið 965, fyrir 39 Goðar og síðar fyrir 48, var stærð hringjanna á Spönginni of lítil og því hafi Lögréttan verið flutt niður að Öxará, á Neðrivelli eða á hólmann við Öxará. Þrátt fyrir að Lögréttan hafi flust þá hélt Spöngin áfram að vera heiðinn helgistaður þar til Ísland tók upp kristni árið 1000.”

Heimild:
-Þingvellir: Archaeology of the Althing, MA 2010 – Aidan Bell
http://skemman.is/stream/get/1946/6937/18731/1/ÞingvellirAJB.pdf

Þingvellir

Þingvellir 1905 – Ásgrímur Jónsson.