Þingvellir

Eftirfarandi texti eftir Matthías Þórðarson um búðartóftir á og við Þingvelli við Almannagjá, “Fornleifar á Þingvelli”, búðir, lögrjetta og lögberg, birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1921-1922 og síðan aftur í Árb. 1941-1942. Textinn í fyrrnefndu greininni er 70 bls. svo einungis inngangurinn birtist hér til að leggja áherslu á tóftirnar, sem víða er að finna á og við hinn forna þingstað.

Logberg

“Eins og mörgum mun kunnugt, eru enn í dag sýnilegar allmargar búðarústir og tóttaleifar á Þingvelli, allar vallgrónar og lágar, sumar heillegar og greinilegar, aðrar mjög ógreinilegar. Enn fremur eru á hinum eystri barmi Almannagjár, rjett hjá búðatóttunum, leifar af mannvirki, er þar virðist hafa verið gert í sambandi við alþingishaldið, flatri upphækkun, sem af ýmsum fræðimönnum á síðustu öldum, Jóni Ólafssyni frá Grunnavík fyrstum, hefir verið álitin vera hið forna lögberg, eða eiginlega mannvirki, gert til umbóta á lögbergi svo sem það var frá náttúrunnar hendi. Niður undan þessari upphækkun, og þó litlu norðar, er útflatt, allstórt mannvirki, leifar lögrjettunnar, sem þar var bygð á 17. öldinni. Loks er á Spönginni svo nefndu, þar sem sumir nú um tveggja alda skeið hafa álitið lögberg hafa verið, og er hins vegar við sjálfan þingvöllinn, kringlótt upphækkun eða hringmynduð tótt og önnur ferhyrnd innaní; er þetta nefnt dómhringur (eða »dómhringar«), eða var nefnt svo til skamms tima að minsta kosti.
Thingvellir-137Sigurður málari Guðmundsson, höfundur Þjóðminjasafnsins, er einnig upphafsmaður fornfræðilegrar rannsóknar á Þingvelli, og hóf hann þær rannsóknir áður en safnið varð stofnað. Í brjefi til Jóns Sigurðssonar, líklega rituðu vorið 1863, kemst hann svo að orði um fyrstu upptök þessara rannsókna: »Árið 1860 fór eg til Geysis og skoðaði þá Þingvöll, og myndaði þar þá lögberg og fleira.
Síðan fór eg að fá eins konar áhyggjur út af því, að jafn-merkur staður í sögu landsins lægi þannig alveg órannsakaður, og skrifaði eg um haustið Guðbrandi (svo sem þjer víst hafið orðið varir við), og beiddi hann að komast eftir, hvort þar ytra væru til nokkrar upplýsingar um Þingvöll, en fjekk 13. október1 það svar, að þar væri ekkert til, því máli til upplýsingar. Eg hjelt þá, að enginn hugsaði neitt um það málefni, og fór eg þá um veturinn að rannsaka Þingvöll eftir sögunum*.
Thingvellir-138Vitanlega höfðu margir getið um Þingvóll og alþingishaldið þar í ritum sínum, svo sem sjá má t. d. í Landfr.s. Ísl.s, í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (á víð og dreif) o. fl. Tveir — þrír uppdrættir höfðu verið gerðir af Þingvelli; um einn sbr. Kálunds Ísl. beskr., L, 148, aths.; sá uppdráttur (mynd) er nú í vörzlum Þjóðminjasafnsins; og um annan sjá Ant. Ann. IV., bls., 450 (1827); er það uppdráttur, sem þjóðminjasafni Dana var gefinn 1824, en sá uppdráttur er nú ekki vís. — Sigurður málari hefir og getið þess í skrifum sinum, að Bjarni Thorsteinsson hafi átt mjög lítið kort af Þingvelli, en að lítið muni hafa verið á þvi að græða.
Thingvellir-139Eins og síðar skal vikið að nánar, lauk Sigurður málari ekki við rannsóknir sínar á Þingvelli eða rit sitt um hann; lá víst starf hans í þá átt mjög lengi niðri, sennilega 10 hin síðustu æviár hans; en ýmsu hafði hann safnað.
Síðan hafa ýmsir skrifað um Þingvöll. Einna fyrstur George Webbe Dasent, dálitla ritgerð, með uppdrætti, í I. b. af útleggingu sinni af Njáls-s., 1861, bls. cxxiii o. s. frv. Búðatóttunum hefir fæstum verið lýst nokkru sinni greinilega í ritgerðum um Þingvöll, en upphækkunina á gjárbarminum og mannvirkin á Spönginni, sem eru beint þar austurundan, 300 m. frá, rannsakaði Sigurður Vigfússon nokkuð með grefti og mældi, snemma sumars 1880; eru skýrslur um þær rannsóknir hans hið fyrsta, er ársrit þetta birti (Árb. 1880—81, bls. 8 o. s. frv.), enda gerðar að fyrirlagi Fornleifafjelagsins, sem hafði þá nýlega (8. nóv. 1879) verið stofnað, einmitt til þess fyrst og fremst, að fá framkvæmdar þessar og fleiri rannsóknir á Þingvelli.
Um leið rannsakaði S. V. 2 af hinum fornu búðatóttum, þær sem nefndar voru byskupabúð og Njáls-búð, og Thingvellir-139dálítið hina, Snorra-búð. í sambandi við skýrslur sínar um þessar rannsóknir, ritaði S. V. jafnframt um ýmislegt annað, viðvíkjandi Þingvelli og umhverfl hans, dró upp mynd af honum og jók nöfnum við á uppdrátt (»kort«), sem Björn Gunnlögsson hafði gert um 20 árum áður, 1861. Eftir að öll þessi 3 kort og 3 ritgerðir höfðu komið út, Kálunds og kort Björns 1877, S G. með korti hans (og B. Gr.) 1878 og S.V. með korti B. Gunnl, auknu af S. V. sjálfum 1881, varð aftur hlje á rannsóknunum á sjálfum staðnum, en almennt viðurkend niðurstaða ekki fengin í lögbergsmálinu.
Landmælingadeild herforingjaráðsins danska gjörði uppdrátt af Þingvelli árið eftir, 1908, og gaf hann út 1910; stærðin var 1 : 5000, miklum mun stærri en útgáfurnar af uppdrætti Björns Gunnlögssonar, (sem voru hluti af frumkortinu, 1 : 6912). Þessi nýi uppdráttur náði og yfir nokkru stærra svæði; jafnframt gerði landmælingadeildin uppdrætti af öllu umhverfinu og gaf út næsta ár (1909); voru það blöð af hinu stærra Íslands-korti hennar, stærðin 1 : 50000. Þessir uppdrættir eru vitanlega rjettir að því er mælingar og afstöðu snertir, en ekki með nægilega mörgum nje rjettum nöfnum á, og eiga þessi blöð að því leyti sammerkt við önnur blöð af þessum mikla lands-uppdrætti. — Á Þingvalla-kortinu eru flestar búðatóttirnar markaðar, en hvorki mannvirkið á gjárbarminum lægri fyrir norðan Snorra-búð, nje mannvirkin á hinu svonefnda Lögbergi, og að ýmsu leyti er kort þetta ekki nægilega nákvæmt til að sýna þennan margbreytta stað með öllum hans einkennum.
Thingvellir-143Í mörgum af fornsögum vorum og Sturlunga-sögu eru nefndar ýmsar búðir á Þingvelli, sumar austan ár, en aðrar vestan. Um enga þeirra er neins staðar tekið fram nákvæmlega, hvar hún hafi verið, svo nákvæmlega, að nú sje hægt að benda á staðinn, t. d. á búðartótt þar nú. Þó hefir Sigurður málari Guðmuudsson, eins og áður var drepið á, reynt að gera það í riti sínu um Þingvöll, bls. 9—27 (»búðir, eldri en Sturlunga tíð«) og 28—35 (»búðir Sturlunga«); reynir hann að ákveða, hvar búðirnar hafi verið, af frásögnunum, en einkum af katastasis Sigurðar lögmanns Björnssonar. Á uppdrætti sínum setur hann búðirnar með hinum fornu nöfnum, bæði þar sem nú sjást tóttir og þar sem nú verður á engan hátt sjeð, að búðir hafi nokkru sinni verið bygðar. — Björn Gunnlögsson setti
einnig samkvæmt katastaais Sigurðar Björnssonar, og líklega nokkuð eftir tillögum Sigurðar Guðmundssonar, fornbúðanöfnin sum á tóttir þær, er hann roarkaði á sinn uppdrátt.

Búðaskrá
Thingvellir-144Samanber meðfylgjandi uppdrátt af Þingvelli.
1. Búð Lýðs Guðmundssonar, sýslumanns í Vestur-Skaftafellssýslu 1755—1800.
2. Búð Jóns Helgasonar, sýslumanns í Austur-Skaftafellssýslu 1759—1798.
3. Búð Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Dalasýslu 1754—1803.
4. Búð Guðmundar Ketilssonar, sýslumanns í Mýrasýslu 1778—1806.
5.—7. Óvíst hverra búðir. I Snorrabúð goða Þorgrímssonar. — Búð Sigurðar Björnssonar, lögmanns sunnan og austan 1677—1705, Sigurðar sonar hans, sýslumanns í Árnessýslu 1724—45, og síðast Magnúsar Ólafssonar lögmanns 1791 —1800.
10. Byrgi, tilheyrandi Snorra-búð að líkindum.
11.—12. Óvíst hverra búðir.
13. Búð Magnúsar Gíslasonar, lögmanns sunnan og austan 1732 — 1756; síðar amtmanns, sbr. amtmannsbúð, nr. 28. — Síðar mun Ólafur Thingvellir-145Stephánsson, seinna amtmaður og stiptamtmaður hafa tjaldað þessa búð, og loks dr. Magnús Stephensen, sonur hans, varalögmaður og lögmaður 1788—1800.
14. Búð Benedikts Þorsteinssonar, lögmanns norðan og vestan 1727 —1733.
15. Búð Þorleifs Nikulássonar, landþingsskrifara (1764—) 1780—1800. Önnurhvor var búð Odds Magnússonar, landþingsskrifara 1734—1738. Um hina er óvíst, hver tjaldað hafi.
18. (16. eða 17.) Búð Guðmundar ríka á Möðruvöllum (óvíst).
19. „Fógeta-búð”. Búð Povls Michaels Finne, landfógeta 1796—1804. Kann að hafa verið áður búð Skúla Magnússonar, landfógeta 1749—93.
20.—27. Óvíst hverra búðir. — Vatnsfirðinga-búð kann að hafa verið þar sem er 24. eða 25. búð, sbr. Njáls-s. og Laxd.-s.
28. Búð Christophers Heidemanns landfógeta, hlaðin ásamt 30. búð (amtmannsbúð) 1691, fyrstu búðirnar á síðari öldum. Um miðja 18. öld v
ar hér bygð „amtmannsstofa,, (— búð) úr timbri. — Hér á fyrrum að hafa verið búð Geirs goða.

29. Byrgi, sennilega tilheyrandi amtmannsbúð
30. Amtmannsbúð, bygð 1691 (sbr. 28. búð); fyrstur tjaldaði hana Christian Miiller amtmaður (d. 1720) og síðan eftirmenn hans fram á miðja 18. öld, er „amtmannsstofa”
var bygð (sbr. 28. búð). — Mosfellinga-búð (búð Gissurar hvíta) kann að hafa verið hér.
31. Búð Guðmundar Sigurðssonar, sýslumanns í Snæfellsnessýslu 1734—1753.
32. Búð Jens Madtzens Spendrups, sýslumanns í Skagafjarðarsýslu (1715—) 1718—1735.
33. Búð Bjarna Halldórssonar, sýslumanns í Húnavatnssýslu 1729—1773.
34. Búð Nikulásar Magnússonar, sýslumanns í Rangárvallasýslu (1727—) 1730 — 1742.
35. „Njáls-búð”, svo kölluð, en ekki er fullvíst, að Njáll hafi verið í henni.
36. Byskupa-búð, svo nefnd, eða Gyrðs-búð, eða Ogmundar-búð, kend við Gyrð Ivarsson, byskup í Skálholti 1349—1360, og Ogmund Pá!sson, byskup s. st. 1521 — 1542.
37. Byrgisbúð, á 11. og 12. öld; virki um, að því er virðist.

Þingstaðurinn forni á Þingvelli
Thingvellir-140Þau fimm ár, sem jeg var prestur á Þingvöllum, 1923—28, gekk jeg oft um þingstaðinn forna og var að hugleiða, hvar mestar líkur væru fyrir því, að »Lögberg« og »Lögrjetta« mundu hafa verið til forna, því að jeg var frá byrjun sannfærður um, að »Lögberg« var aldrei á þeim stað, sem nú er talið og merkt sem »Lögberg« á austurbarmi Almannagjár, norðan Snorrabúðar.
Það, sem fyrst benti mjer á, að sá staður væri vafasamur, var það, að tveir jafnmiklir fræðimenn og þeir prófessor Björn M. Ólsen og Matthías Þórðarson fornmenjavörður gátu ekki komið sjer saman um, hvar »Grýla«, búð Snorra Sturlusonar, sem byggð var samkv. Sturlungu: »upp frá Lögbergi«, stóð, og augljóst mál, að báðir höfðu á röngu að standa, ef farið væri niður til búðar þeirrar frá lögbergi, eins og þeir þó báðir telja, að hafi verið, er annar, Björn M. Ólsen, telur að Grýla hafi verið niður við á, fyrir neðan hallinn, en hinn, Matthías Þórðarson, að hún hafi verið niðri í gjánni, í vestur frá þessu svonefnda »Lögbergi«. Þeir virðast hafa slegið því föstu fyrirfram, að þessi staður á gjárbarminum eystra væri lögberg og orðið því í vandræðum með Grýlu.
Thingvellir-146Þetta mannvirki, sem nú er merkt »Lögberg«, segir M. P. að sje »langstærsta mannvirkið á hinum forna þingstað« (Árb. Fornl. fjel. 1921 — 22, bls. 80), en það er engan veginn rjett, flestar elztu búðaleifarnar virðast hafa verið eins stórar eða stærri, og mannvirkið milli Brennugjár og Flosagjár er til muna stærra. En það virðist hafa verið eitt með öðru, sem studdi að því, að M.Þ., vill telja þetta mannvirki á austurbarmi Almannagjár sem lögberg, að það var svo mikið mannvirki og erfitt að gjöra það, sem mjer virðist þó heldur benda í gagnstæða átt.
Við rannsókn Sigurðar Vigfússonar 1880 kom það í ljós, að í glufu undir þessu mannvirki fannst aska, og um það segir M.Þ. (Árbók, ’21 — 22, bls. 85): »mjer fyrir mitt leyti þykir líklegast, að þessi aska hafi verið borin þarna í glufuna til þess að koma henni frá einhverri búðinni, sennilegast frá Snorrabúð, sem næst var«, og er það án efa rjett á litið, nema því að eins, að þarna hafi staðið búð og askan sje frá henni sjálfri.
Thingvellir-146En hvort heldur sem er, þá er þessi aska sönnun þess, að lögberg hefur ekki verið þarna, þegar askan var flutt þangað. Það er vart hugsanlegt, að neinn maður hefði látið bera öskuna frá búð sinni á jafn-helgan stað sem lögberg var og fleygja henni þar, enda mundu höfðingjarnir hafa unað því illa, að sitja í öskuryki á lögbergi, ef vindur bljes. En hafi búð staðið þarna, er mannvirkið leifar hennar en ekki lögbergs.

Lögberg og lögrjetta

Það virðist ætla að verða erfitt, að sannfæra suma menn um það, að lögberg hafi verið þar á þingstaðnum forna við Öxará, sem Jón Ólafsson frá Grunnavík benti á og lýsti, og kvaðst álíta, að það hefði verið, bergið með áhleðslunni miklu á gjárbakkanum norðan við Snorrabúð.

Thingvellir-147

Að sönnu hefir mikið af því, sem ritað hefir verið um það, hvar lögberg hafi verið á þingstaðnum, snúizt um það, að sýna fram á, að það hafi ekki verið austan Öxarár, og því ekki á Spönginni, heldur vestan árinnar, enda mun það hafa á unnizt, að menn eru farnir að sjá sannleikann í þessu efni. Hitt sýnist þar á móti ekki hafa gengið í suma menn enn þá, að lögberg hafi verið þar, sem Jón frá Grunnavík áleit, og nokkrir aðrir fræðimenn á síðasta fjórðungi síðustu aldar og fyrsta fjórðungi þessarar. Því var það, er alþingishátíðin var haldin, að lítilfjörleg klettsnös í Hamraskarði var tekin til að vera hið forna lögberg, að því, er virtist; stóðu ræðumenn þarna og sneru bakinu að deginum og hinum forna þingstað, en áheyrendum var troðið ofan-í Almannagjá, svo mörgum, sem þar komust fyrir, og þar sem þeir að sjálfsögðu hefðu lítið eða sem ekkert heyrt til ræðumanna flestir, ef ekki hefði verið talað hátt og í »gjallarhorn«.
Thingvellir-148Geta menn nú sjeð, hversu eðlilegt það var, að einmitt næsta sumar, »anno 1504, samtóku allir þingmenn lögrjettuna að færa í annað pláss við 0xará, með kongs leyfi,« sem höfuðsmaður sjálfur vissi, að þeir höfðu fengið fyrir rúmum 30 árum, 1563. Ekki hvað sízt var það eðlilegt, ef lögrjettan hefur allt til þessa verið á sínum forna stað, og hann orðinn hólmi af vatnagangi. Það hefur ekki verið þægilegt að sitja þar, stundum í misjöfnu veðri, ef til vildi, og enginn furða, að reynt yrði að komast af með 1 dag eða 2 til þinghaldsins.
Eftir að notkun lögbergs lagðist niður, þingtíminn styttist og hætt var að tjalda hlaðnar búðir á Þingvelli, hefir þinghaldið farið fram í lögrjettu og þingmenn hafzt við nálægt henni, austan ár, tjaldað þar á völlunum og fyrir norðan ána, undir hallinum og uppi í Almannagjá. En eftir að lögrjetta var flutt vestur fyrir á, hefir þinghaldið farið fram þar og þingmenn flestir hafzt þar við, — síðustu 2 aldirnar, — þótt hina fyrri þeirra yrði lítið um löng þing og búðabyggingar, meðan lögrjetta var ekki heldur tjölduð.
En Thingvellir-149tvent var það, sem látið var fara fram mjög nálægt hinum gamla lögrjettustað austan ár, og benda örnefnin Brennugjá og Höggstokkseyri, nyrzt á hólmanum framundan mynni hennar, á það. Þegar jeg ritaði greinina um lögrjettuna í Árb. 1921—22, bls. 70—80, þótti mjer ekki næg rök til að halda þeirri skoðun fram, að hún hefði ekki verið færð nema einu sinni, þar eð sumt, sem þá og nú var getið, benti til, að hún hefði verið flutt tvisvar að minnsta kosti. En eins og þær athugasemdir, er hjer hafa verið settar fram, bera með sjer, virðast mjer nú allmiklar líkur til þess, að lögrjetta hafi verið færð að eins einu sinni, — svo sögur fari af, sumarið 1594. Apríl 1942. M.Þ.

Búðaskrár Jóns prófasts Steingrímssonar
Skrifaðar af honum sjálfum í bók þá, sem nú er í handritasafni Landsbókasafnsins nr. 574, 4to. Um búðastæði á alþingi við Öxará, fornaldarmanna, sem landsins sögur og annálar um geta. Þeim til Thingvellir-149fróðleiks og gamans, er það girnist að sjá eða heyra. Heimskur er sá, að öngu spyr. Flosabúð var norður lengst fyrir vestan ána, við fossinn í Öxará. Þorgeirs Ljósvetninga[-goða] búð þar vestar með hallinum. Snorra goða búð var þar, sem hún enn nefnist og stendur.
Guðmundar ríka [búð] næst Þorgeirs Ljósvetninga[-goða] búð, fyrir vestan ána. Áður var hans búð fyrir norðan ána, nærri því gamla lögbergi.  Eyjólfs Bölverkssonar biíð var á hól fyrir sunnan Snorrabúð, að stefna á Þingvelli.
Gissurs hvíta búð þar fyrir vestan; en næst fyrir norðan Heedemannsbúð var Geirs goða [búð].
Ásgríms Elliða-Grímssonar [búð] var norðar upp með gjánni, mótsvið Geirs goða búð.
Höskuldar Dala-Kollssonar búð var milli árinnar og Oeirs goða búðar.
Egils Skalla-Grímssonar [búð] milli Geirsbúðar og Hjalta Skeggjasonar [búðar].
Flosi hafði áður búð fyrir austan ána, skammt frá Síðu-Halls búð, sem síðar var Ogmundarbúð, [fyrir] vestan traðirnar á Þingvallatúni.
Thingvellir-150Lögbergið er fyrir austan ána; eru þar vatnsgjár á báðar síður.
Fyrir austan lögrjettutóftina á þvt er svo-kallað Flosahlaup yfir austari er einstigi að búð Skafta lögmanns Þóroddssonar, Markúsar Skeggjasonar og Gríms Svertingssonar.
Suður lengst með ánni, móts-við Þingvelli, stóð Njálsbúð, nærri ánni, fyrir sunnan Gissurs hvíta búð, [og] Rangvellinga [búð].
Marðar gígju búð [var] út-með berginu, fyrir ofan og vestan Gissurs hvíta búð.
Þá kristnin var í lög tekin, var lögrjettan færð á hólmann í ánni, en aftur þaðan færð í tíð Þórðar Guðmundssonar lögmanns og Jóns Jónsssonar vestur-yfir ána, í þann, stað, hvar hún hefur síðan verið.
Kross-skarð, sem næst er fyrir norðan Snorrabúð, þess hæð er eftir Ólafi kóngi Tryggvasyni og Hjalta Skeggjasyni. Hleðslan, sem þar er á milli á gjábarminum, var áður fjórðu[n]gsdóma-þingstaður. Menn kalla nú það pláss Kristna-lögberg.

Um búðastæði nú á alþingi, 1783

Þingvellir

Búð á Þingvöllum.

Eftir siðaskiptin aflögðust allar þær fornu búðir fyrir utan Snorrabúð, er sagt er ætíð hafi haldizt við lýði. Brúkuðu þá landsins yfirvöld sín tjöld allt fram á þessa öld, 1700, svo 1730 voru allfáar búðir á alþingi, en síðan hafa þær árlega fjölgað, og það í þeim stað, er þær voru ei til forna, sem er í svo-kallaðri Almannagjá, fyrir vestan og ofan hallinn, sem fornar sögur ei um geta. Mun þar þá ei hafa verið því-Iíkt graslendi í gjánni, sem það er nú. Þessar eru nú búðir í gjánni: Næst fyrir vestan fossinn í g[j]ánni, undir austara berginu, er búð og tjöld sýslumanna úr Skaftafellssýslu. Þar yfir-af og undir vestara berginu búð sýslumanna úr ísafjarðarsýslu. Þar næst undir austara berginu búð sýslumanns úr Barðastrandar-og Dala-sýslu. Par fyrir sunnan, frá uppgöngu fógetabúðar, er búð sýslumanns úr Rangárþingi, en syðst, fyrir vestan stíg frá Snorrabúð, stendur búð sýslumanns úr Þingeyjarsýslu. Þar sem Flosabúð var, við fossinn, er nú fógetabúð. Þar næst var lögmannsins búð, sem þjenaði að sunnan og austan á landinu. Þar til [forna] var Þorgeirs Ljósvetninga[goða] búð. En þar [sem varalögmanns búð]in nú stendur, var búð Guðmundar ríka. En þar sem að [var] búð Eyjólfs Bölvekssonar, má um tvíla, hvort heldur er landþings[sk]rifara búð, á hól fyrir austan götuna að Þingvöllum, eður stift[am]tmanns, sem er fyrir vestan sömu götu. Þar Gissurs hvíta búð var, er nú amtmannsins búð. Þar Geirs goða búð var, er nú [bú]ð sýslumanns úr Árnessýslu. Í Snorrabúð sýslumenn [úr] Mýra- og Borgarfjarðar-sýslu. Þar. Ásgrímur Elliða-Grímsson var, hafa sýslumenn úr Múlasýslu sinn aðsetursstað, og enn ofar í Hallinum sýslumaðurinn úr Kjósar- og Gullbringu-sýslu.
Höskuldar Dala-Kollssonar er nú sýs[!]umanns úr Strandasýslu. Njálsbúð tjaldar sýslumaður Skagafjarðarsýslu og klaust[ur]haldari þaðan. En Marðar gígju sýslumaður úr Húnavatnssýslu, nú síðast sá nafnfrsegi Bjarni Halldórsson. —
En fyrir austan ána eru aflagðar allar búðir. Eru þar hjer og þar tjöld geistlegra manna. Þar sem Síðu-Halls-búð var, standa nú biskups tjöld. Undir Thingvellir-153berginu að vestanverðu, þar sem a[ð] stóðu búðir Skafta, Markúsar og Oríms, eru tjaldstæði prófasta úr Skaftafells- og Barðastranda[r]-sýslum, en framar, á hólmunum, prófasta úr Gullbringu- og Rángárvalla-sýslum. En hinir aðrir, sem ei fá sjer verur á Þingvöllum, þar í heimahúsum, eru hjer og þar inn-á flötunum fyrir norðan ána, í svo-kölluðum Prestakrók, og þeim megin, næst við fossinn, eru svo-kölluð fálkafangaratjöld og bókaseljara frá Hólum.”
Af framangreindu má sjá að aldur og staðsetning einstakra búðatófta eru einungis getgátur. Full ástæða væri til að gera rannsóknaráætlun á öllum búðunum 37 (50) m.t.t. aldursgreiningar og staðfestingar á tilvist þeirra – svo langt sem það næði.

Thingvellir-160

Á skilti við Snorrabúð (vestan Lögbergs) á Þingvöllum eru m.a. eftirfarandi upplýsingar um búðir: “Hér er það Snorrabúð sem staðið er við, kennd við Snorra Þorgrímsson goða en hún er ein sýnilegasta búðatóftin á Þingvöllum. Hana nýttu sýslumenn Árnesinga á síðari öldum en búðin vakti einnig athygli þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) þegar hann orti ljóðið Ísland. Jónas vissi að hinn forni þingstaður hefði mátt muna sinn fífil fegurri.
Uppgrónar tóftir finnast víða á Þingvöllum en þær voru híbýli þinggesta í þær tvær vikur sem þing stóð á hverju sumri. Búðatóftir og tóftabrot munu vera um fimmtíu talsins á svæðinu og finnast meðfram bakka Öxarár beggja vegna árinnar og með brekkunni inn að Valhöll.

Thingvellir-161

Búðir voru iðulega reistar á grunni eldri búða og því eru flestar búðarústir, sem sjást í þinghelginni, frá seinustu tveimur öldum þingsins, 17. og 18. öld. Erfitt er að geta til um nákvæmt byggingarlag búða á Þingvöllum. Þó má telja líklegt að veggir hafi verið hlaðnir úr torfi og grjóti og síðan reist timburgrind sem yfir var tjaldað með teppum eða vaðmáli. Lítið er vitað um búðir þjóðveldisaldar en lýsingar ritheimilda gefa tilefni til að þær hafi oft verið nokkuð miklar að umfangi. Víða stóðu búðir þröngt í þinghelginni og er stundum fjallað um “búðasund” í heimildum.
Í lagasafninu Grágás og Íslendingasögum má finna ýmsar hugmyndir um stærð og notkun búða, m.a. að goðar skyldu tjalda búð þvera með vaðmáli og að þeir skyldu sjá þingmönnum sínum fyrir rými í búð. Þeir sem erindi áttu á þing munu einnig hafa reist sér margvísleg skýli, hreysi og tjöld á meðan þeir heimsóttu þingið. Búðir síðari alda hafa að öllum líkindum verið minni að umfangi en búðir þjóðveldistímans enda störf Alþings þá takmörkuð við dómsstörf.”
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Matthías Þórðarson, Fornleifar á Þingvelli. Búðir, lögrjetta og lögberg, Árbók HÍF 1921-1922, bls. 1-7.
-Guðmundur Einarsson: Þingstaðurinn forni á Þingvelli. Árbók HÍF 1941-1942, bls 34—39.
-Matthías Þórðarson: Lögrjetta og Lögberg. Árbók HÍF 1941-1942, fylgiskjöl: Búðaskrár Jóns prófasts Steingrímssonar. (Hjer með mynd, búðaskrá og kort), bls. 40—68.
-Skilti við Snorrabúð á Þingvöllum.

Þingvellir

Þingvellir – búðartóft.