Sjávarkambur, sem einnig er nefndur malarkambur, myndast einkum í stórbrimi þegar aldan brotnar með boðaföllum og kastar möl og grjóti upp í fjöruna og jafnvel hátt á land.
LábariðÁ sumum fjörum Reykjanesskagans má sjá hvar Ægir hefur skilað á land hinum fjölmörgu lábörðum leikföngum sínum; hnöttóttum misstórum steinum. Steinar þessir hafa áður tekið á sig ýmsar myndir, allt eftir gerð og efnisinnihaldi. Víða má sjá áhugaverðar ummyndanir – ef vel er að gáð, sumsstaðar jafnvel alllangt frá sjó vegna upprisu landsins (t.d. ofan við Bæjarsker við Sandgerði). Hér má sjá nokkrar lámyndanir í fjörunni utan við Óttarsstaði í Hraunum.

Fjara

Í fjörunni.

 

 

Reykjanesvirkjun

„Efsta gjóskulagið víðast hvar á Reykjanesskaganum er Kötlulag sem talið er vera frá lokum 15. aldar (Guðrún Larsen 1978). Þetta lag hefur gjarnan verið nefnt K-1500 og er þykkast gjóskulaga á svæðinu frá því eftir landnám.
Gjoskulog-21Næstefsta lagið er orðið til við gos í sjó skammt undan Reykjanesi á þriðja áratug 13. aldar, sennilega árið 1226 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a, 1992b). Þetta lag samsvarar því gjóskulagi sem almennt hefur verið nefnt miðaldalagið (ML).
Næst kemur auðþekkjanlegt tvílitt gjóskulag, með ljósan neðri hluta og dökkan efri hluta, svonefnt Landnámslag (LNL eða Vö~900). Efnagreiningar sýna að neðri hlutinn er úr súrri gjósku en sá efri úr basískri. Landnámslagið varð til í miklu gjóskugosi á Veiðivatna- og Torfajökulssvæðinu um 900 e.Kr. (Guðrún Larsen 1984). Nærri miðju sniðsins er ljóst gjóskulag sem gjarnan hefur verið tengt Heklulaginu H3. Athuganir Bryndísar G. Róbertsdóttur (1992a) á gjóskulögum á Suðurlandsundirlendinu benda til að hér sé um Heklulagið HA að ræða, sem hún telur vera 2400-2600 ára gamalt.
Neðan Heklulagsins koma svo þrjú svört Kötlulög með stuttu millibili. Efri lögin tvö eru um hálfur sentímetri að þykkt en það neðsta 5-6 sentímetrar og jafnframt þykkast gjóskulaga. Í frjórannsóknum sínum hefur Þorleifur Einarsson (1956, 1961) talið þetta þykka lag vera 4000-5000 ára gamalt. Bryndís G. Róbertsdóttir (1992b) hefur leitt rök að því að hér sé um 3200-3400 ára gamalt Kötlulag að ræða. Þá kemur grágrænt þunnt gjóskulag sem samkvæmt efnagreiningum er frá Heklu komið. Ekki er vitað með vissu um hvaða Heklulag hér er að ræða. Ljós gjóskudreif er í mónum nokkru neðan Heklulagsins, en þar sem fullnægjandi efnagreiningar fengust ekki er uppruni óviss. Þorleifur Einarsson (1961, 1962) hefur merkt þessa dreif með „S“ í sniðum á Reykjavíkursvæðinu. Neðst, skammt ofan ísaldarleirsins, koma síðan svörtu gjóskulögin tvö sem hér verða til umfjöllunar. Milli þeirra er tæplega eins sentímetra þykkur mór og er efra lagið um þriggja sentímetra þykkt en það neðra tæpur sentímetri.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 62. árg. 1992, 3.-4.tbl. bl.s 130-131.
Önglabrjótsnef

Vörður

Eftirfarandi skrif „um fjallvegu, vörður og sæluhús“ má lesa í tímaritinu Mána 1880: „Til þess að greiða samgöngur og tryggja félagsskap milli sveita og héraða má fyrst telja þjóðveguna.

Varda-22

Félög vor og samtök eru lítil, og kemur það víst að nokkru leyti til af því, að land vort er strjálbyggt og örðugt yfirferðar, en vegir eigi nógu greiðir, og tefur það allmikið fyrir samtökum, samgöngum og félögum milli sveita og sýslna. Hvervetna erlendis þar sem fylgi og félagsskapur er mestur milli þjóðanna þar eru líka þjóðvegimir greiðastir, löndin sljett, árnar skipgengar, grafin sýki, byggðar járnbrautir o. s.
frv. Hér er eigi um neitt þesskonar að tala; land vort er fjöllótt, árnar straumharðar, og margar vatnslitlar, en brimgarður og og sker fyrir mynni þeirra, og víðast er það að sá sem vill ferðast milli sveita eða sýslna verður að fara yfir dali, hóla, fjöll og firnindi, og verður það opt mjög tilfinnanlegt í illum veðrum, er ætíð má búast við á fjallvegum einkum á vetrum.

varda-23

Nú er þó svo komið hjá oss að mikil lögun er komið á marga fjallvegu og þeir orðnir góðir yfirferðar á sumrum, og hefir nú á síðastliðnum 10 árum allmiklu fé verið kostað til vegabóta, og erum vér vissir um að meiri hluta alþýðu þykir því fé vel varið, og hafa orðið að góðum notum, en samt sem áður eru vegirnir ófullkomnir, þar eð þeir flestir eru að eins sumarvegir. Vér Íslendingar þurfum eigi síður greiða vegu um landið á vetrum og opt er það að þá þarf maður helst að reyna á þá. Á vetrum er slétt yfir alla vegu af snjó og ís, og þótt vegirnir séu hlaðnir upp, er það opt að eigi sést til þeirra fyrir snjó. Einnig er það líka að ef maður, eins og opt Vagnvegur-21kemur fyrir, á vetrum, tekur af sér króka með því að ganga beinnan vegurinn liggur, að hann á þá opt illt með að finna veginn, ef hann eigi er gagnkunnugur honum, en af slíku geta menn opt komist í vandræði og jafnvel beðið bana, ef misjöfn eru veður; til þess að ráða bót á slíku ættu sýslunefndir að fara að hugsa um það efni og sjá svo um að hlaðnar væru vissar vörður á fjallvegum, er ferðamenn gætu óhultir farið eptir, til þess að komast áfram leið sína til byggða; vörðurnar þyrftu að vera þéttar, svo að þær sæjust glöggt þó illt væri veður og kafald; það sjá allir að nauðsyn er á einhverjum vissum leiðarvísi fyrir ferðamenn á vetrum, er svo opt eru á ferð, þar sem samgöngur milli héraða eru nokkuð að aukast, einkum póstferðir, og menn eru sendir með áríðandi bréf og sendingar, er fljótt og áreiðanlega eiga að komast til skila.
Vagnvegur-22Erlendis eru víða vitar, er sjómenn og landfarar beina leið sína eptir, en að hafa vita hér sýnist óhugsandi, sakir ýmsra annmarka. Vér viljum telja hér nokkra hina helstu fjallvegu, er óumflýjanlegt er að fara yfir, og nauðsyn væri að hlaðnar væru vissar vörður á, fyrir pósta og aðra ferðamenn að rjetta sig eptir á vetrum. Allir þessir vegir eru langir og illir yfirferðar og mjög villugjarnir.
Þegar lengra er haldið áfram yfir Suðurlandið, má telja Reykjanesfjallgarðinn; yfir hann liggja 7 alfaravegir. Nyrðstur er Kaldadalsvegur milli Þingvallasveitar og Kalmannstungu, þá Mosfellsheiði
milli Kárastaða í Þingvallasveit og Mýdals í Mosfellssveit; þá Dyravegur suður um Henglafjöll milli Grímsness og Mosfellssveitar, þá Hellisheiði frá Reykjum i Ölvesi að Lækjarbotni í Mosfellssveit, þá Lágaskarð frá Hrauni í Ölvesi að Lækjarbotni, þá Ólafsskarð frá Breiðabólstað í Ölvesi að Lækjarbotni,
þá Grindaskörð milli Ólvess og Selvogs að austan og Kaldársels að sunnan, þá Sandakravegur milli Krýsarvíkur og Kvíguvoga. Allir eru vegir þessir yfir Reykjanesfjallgarð mjög farnir á vetur.
villuvarda-21Nokkrir af vegum þeim, er áður eru taldir, hafa reyndar fengið allgóða lögun, en hvergi nærri fullkomna til þess, að þeir gætu heitið vetrarvegir, þar eð flesta þeirra vantar sæluhús og vörður eða einhver glögg einkenni, er ferðamenn gætu óhultir rétt sig eptir, ef veður eru misjöfn. Það sjá allir hvað póstferðirnar eru nauðsynlegar, og án þeirra getur enginn félagsskapur né samgöngur orðið að góðum notum, en það sjá líka allir hve örðuga og geigvænlega leið póstar eiga fyrir höndum á vetrum, er þeir í tvísýnu veðri og illri færð eins og þá opt kemur fyrir, verða að ferðast um þessar heiðar og eyðimerkur til þess að ná til byggða. Vörður þær, er hlaðnar eru á fjallvegum eiga að hafa áttavita, það er að segja út úr tveimur hliðum vörðunnar eiga að standa þrep, er snúi hvort frá öðru í gagnstæðar áttir t. d. úr suðurhlið og norðurhlið vörðunnar, og ætti eigi lengra að vera milli varðanna en svari 30—40 föðmum; best væri að vörðurnar væru hlaðnar skammt frá veginum en þó allar á sömu hlið við hann, og ætti einkum að sjá svo til, að þær gætu staðið nokkuð hátt, svo eigi þyrfti að óttast fyrir að snjó legði yfir þær; ef þær stæðu mjög nærri veginum, ætlum vér hættara við að þær kynnu fremur að falla ef ógætilega væri hjá þeim farið.

villuvarda-22

Þótt vegir séu hlaðnir upp, þarf engu síður vörður við þá, ef þeir liggja yfir óbyggðir. Sæluhús eru ómissandi á mörgum fjallvegum hér, og það er undarleg vanhirða þjóðarinnar, að eigi skuli sæluhús enn vera orðin almennari í
mestu alfara óbyggðum landsinsenþaueru, og flestir þeir sæluhúskofar, er til eru, eru hafðir mannlausir, svo þeir undir eins fúna niður, og verða að litlum notum. í nokkrum óbyggðum landsins er þar á móti gnægð af villuvörðum, er nauðsynlegt væri að felldar væru niður til grunna. Vér viljum taka til dæmis hér syðra heiðina, er liggur frá Vogastapa og suður á Garðskaga, milli Hafna, Rosmhvalsneshrepps, Garðs, Leiru, Keflavíkur og Njarðvíka. Heiði þessi er allstór, smáhólótt, og ákaflega villugjörn, en svo að segja er varða þar á hverjum hól, og verða þær að líkindum fleiri mönnum að bana, en illt loptslag þar, draugar og staupagjafir í Keflavík, sem hingað til hefir verið álitið að væri orsök til þess, að svo margir hafa orðið úti og dáið þar í heiðinni. Ef vissar vörður væru í heiði þessari, er vel mætti rekja sig eptir og engar villuvörður (draugar í heiðinni) í kring, mundu færri verða þar úti. Villuvörður þessar hafa smalar eða þeir er staðið hafa yfir fé að líkindum hlaðið sér til dægrastyttingar, en eigi gætt þeirra afleiðinga, er verða kynni af verki þeirra fyrir ókunna ferðamenn.“

Heimild:
-Máni, 1. árg. 1879-1880, 3. tbl. bls. 21-22.
-Máni, 1. árg. 1879-1880, 4.-5. tbl, bls. 34-35.
-Máni, 1. árg 1879-1880, 8. tbl. bls.60-61.

Varda-21

Ármannsfell

FERLIR hafði fyrir skömmu hnitsett Hrafnabjargagötuna milli Hlíðargjár og fornbæjarins Hrafnabjarga.
Prestastigur-31Nú var ætlunin að rekja Prestastíginn, gleymda þjóðleið frá Barmaskarði um Hrafnarbjargaháls að Ármannsfelli. Þá var og tilgangurinn að rekja efri (nyrðri) hluta Hlíðarstígs milli Hrafnarbjargagötu og Prestastígs. Á milli þeirra gatna liggur síðan Hrafnabjargavegur áleiðis að Hrauntúni. Prestastígur lá um Litla-Hrauntún og átti því að skoða rústir þess eyðikots í leiðinni.
Lagt var af stað undir Stórkonugili í Ármannsfelli, skammt sunnan Hofmannaflatar. Á sléttum hraunhrygg mátti greina vörðubrot. Þegar að því var komið mátti sjá að þarna hafi fyrrum staðið myndarleg varða. Gata lá með henni með stefnu til suðausturs inn á Prestahraun. Norðvestan vörðunnar hallaði niður og mátti þar greina djúpa gróna götu. Við hlið hennar er fjárgata. Ljóst var að Prestastígurinn hinn forni væri nú vel gróin gata og við hlið hennar á hvora vegu mætti greina kindastíga, sem ekki mætti láta rugla leitina.
Prestastigur-32Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði um Prestastíginn í Árbókina árið 1905: „Forn vegur liggur yfir ofanvert Þingvallahraun. Hann liggur frá Reyðarmúla (nú Reyðarbarmi til norð-vesturs yfir Hrafnabjargaháls, ofan af honum skamt vestur frá Hrafnabjörgum, norður hjá bæjarrústinni, sem þar er og svo þvert yfir hraunið til Ármannsfells og kemur á þjóðveginn litlu fyrir neðan Hofmannaflöt. Þessi vegur heitir Prestastígur. Er sagt að prestar af Vesturlandi hafl oft farið hann í Skálholtsferðum sínum. Og svo er að sjá, sem Sturla Sighvatsson hafi farið hann, er hann fór Apavatnsför. Það er miklu beinna en að fara um Þingvelli. En mjög er þessi leið ógreið víðasthvar, svo mjó að eigi getur farið nema 1 hestur í senn og að því skapi er hún grýtt. En hvar sem hún liggur um greiðfæra bletti, verður hún að mörgum og djúpum götum. Þar af sést, að allmikil umferð hefir verið þar fyrrum. Nú er Prestastígur ekki notaður.“

Prestastigur-33

Prestastígur er ekki merktur inn á kort og því var kærkomið að reyna að rekja hann í gegnum Prestahraunið, gegnum Litla-Hrauntún, yfir Hlíðargjá, um Kræklur, framhjá býlinu Hrafnabjörgum og áleiðis upp hálsinn suðvestan Hrafnabjarga(fjalls).
Í Lögréttu árið 1919 segir m.a. um Litla-Hrauntún: „Litla-Hrauntún stóð langt norðri á Þingvallahrauni hjer um bil miðja vegu milli Ármannsfells og Hlíðargjár. Liggur sú gjá norður af Hrafnagjá.“ Þá segir um Hrafnabjörg: „Sá bær stóð fyrir ofan Hlíðargjá upp undan svokölluðum Prestastíg. Er sögn manna, að þar hafi verið hálfkirkja til forna. Þar sjest enn fyrir mannvirkjum.“

 

Prestholl-23

Rétt er að geta þess varðandi „hálfkirkjuna“ að hennar er getið á uppdrætti Brynjúlfs af tóftunum af Hrafnabjörgum. Á þeim tíma, um og í kringum aldarmótin 1900, var jafnan reynt að staðsetja goðhús, hálfkirkjur eða bænhús við að það talið var fornar bæjarrústir. Það átti að vera til marks um aldur þeirra. Við seinni tíma rannsóknir á þessum „goðhúsum“ hafa nánast engin þeirra reynst hafa verið slík.
Þegar gengið var um Prestahraun áleiðis upp í Kræklur mátti vel sjá hversu rýrt þetta forna hraun var af gróðri. Tré var helst að sjá undir hólum og í lægðum.
Í framangreindum skrifum í Lögréttu er fjallað meira um „Þingvelli við Öxará“: „Þingvallasveit er með einkennilegustu og fegurstu sveitum hjer á landi. Í fornöld mun hún líka hafa verið með bestu búsældarsveitunum, sem marka má af þjettbýlinu, sem þar hefur verið.
Nú er hún ekki nema skuggi einn hjá því sem áður var, hvað Prestholl-21búsældina snertir, — á þeim tíma er hún öll var gróðri vafin og skógi skrýdd. Í sveitinni er nú skógurinn takmarkaður á litlu svæði, á hrauninu norður af Þingvallavatni milli Almannagjár og Hrafnagjár. Og allstaðar bera þessar skógarleifar vott um, að þeim er ofþjakað af fjárbeit.
Hraunylurinn, jarðvegurinn og veðursældin hafa haldið skóginum við — þar sem hann er, annars væri hann fyrir löngu upprættur, og bæirnir komnir í eyði, sem mest nota hann. En allar líkur eru til að samt reki að því, fyr eða síðar, að hann hverfi með öllu, ef ekki verður tekið bráðlega í taumana.
Engar brigður er hægt að bera á það, að Þingvallasveit hefur öll verið skógivaxin í fornöld, og það jafnvel alla leið norður undir Skjaldbreið. Það sannar bæði landslagið, jarðvegurinn og loftslagið. Sveitin liggur langt frá sjó, en þó ekki hærra en 100—200 metra yfir sævarflöt. Saltir sævarvindar hafa ekki náð að blása inn á þetta svæði, er skapað hafi skóginum aldur.

Prestholl-22

Ekki stafar skógeyðingin heldur af eldgosum eða skriðum. Hún á eingöngu rót sína að rekja til óskynsamlegrar aðferðar mannanna sjálfra, sem búið hafa við skóginn. Þeir hafa rifið hann upp með rótum, höggið hann takmarkalaust og ofboðið honum með fjárbeit. Mörgum hefur verið illa við skóginn, þótt hann tefja fyrig smalamensku og rýra ullina á sauðfjenu á vorin, og óskað honum því norður og niður. Þess eru dæmi enn í dag, að bændur á skógjörðunum hafa haft það á orði, og þeir væru búnir að kveikja í skóginum og brenna hann til kaldra kola, ef þeir vissu það ekki fyrirfram, að landið mundi blása upp á eftir og breytast í gróðurlausa auðn.

Litla-Hrauntun 21

Hræðslan við þetta hefur hlíft skóginum á einstaka stað á landinu. En menn hafa þó ekki alstaðar verið svo skynsamir að sjá þetta — fyr en eftir á, — þess vegna hefur verið herjað á skóginn með fjárbeit, eldi og járni, — gengdarlaust og fyrirhyggjulaust, hann upprættur á stórum svæðum og landinu breytt í eyðimörk.
Í Þingvallasveit hlaut skógurinn fyrst að hverfa af bersvæði, hálsum, hæðum og halllendi, þar sem ekkert skjól var í neinni átt, og minst var mótstöðuafli gegn eyðingunni. Jafnskjótt og skógurinn hvarf breyttust skilyrðin fyrir hann að vaxa upp aftur, enda hafði hann ekkert næði til þess vegna sauðfjárbeitar. Og þegar skógurinn var horfinn alstaðar í sveitinni, nema á litlum bletti í Þingvallahrauni, fengu allir bændur í sveitinni samt undantekningarlaust aðgang að skóginum til fjárbeitar, kolagerðar, eldiviðar og raftviðar.
Vegna þess hve mikið orð fór af skógargæðunum í Þingvallahrauni, náðu bændur úr öðrum Litla-Hrauntun 22hjeruðum ítaki í honum, gerðu þar til kola, og sóttu þangað óspart eldsneyti. Í eina tíð átti Skálholtskirkja ítak í Þingvallaskógi. Þá var og sóttur viður í Þingvallaskóg neðan úr Grafningi, hjeðan af Suðurnesjum og vestan úr Kjós. Engan þarf því að furða þótt skógarleifarnar i Þingvallahrauni sjeu nú rýrar, eftir alt sem á undan er gengið.
Jarðabók Árna Magnússonar telur 30 jarðir i Þingvallasveit árið 1711; af þeim voru 14 í eyði. Ennfremur hafði Á. M. það eftir munnmælum, að 50 bæir hefðu verið i sveitinni fyrir pláguna miklu (Svartadauða) 1402, og að Hrafnabjargir hafi staðið í miðri sveit. Sá bær stóð langt norð-austur í hrauninu niður undan Hrafnarbjargaklettum. Umhverfis þann stað er nú gróðurlaust og berblásið hraun að kalla má. Bygðabýli í Þingvallasveit eru nú 16 að tölu og eyðibýlin 15, sem menn vita fyrir víst að voru í ábúð fyr á tímum. Flestöll eru þau nefnd í jarðabók Á. M. Og eru þau þessi:

Prestastigur-35

1. Bárukot fyrir ofan Almannagjá, en norðan Öxarár. Var af sumum mönnum bær þessi kallaður Þverspyrna eða Fótakefli. Kotið var fyrst bygt árið 1684, og var í ábúð aðeins 8 ár og lagðist svo í eyði.
2. Grímastaðir eða Grímakot var skamt fyrir norðan Bárukot. Árið 1711 sást þar votta fyrir garðhleðslu og mun að líkindum sjást fyrir henni enn. Bær þessi mun áður hafa heitið
Grímsstaðir og kendur við Grím hinn litla, sem getið er um í Harðarsögu og Hólmverja, og bygði hann þar fyrstur og hafði stórt bú.
3. Múlakot, af sumum nefnt Mosastaðir, var sunnan undir Sleðási norður við Ármannsfell. Um 1680 var sá bær bygður upp úr fjárhúsum frá Svartagil. Ekki hafði það verið í ábúð nema eitt eða tvö ár.
4. Litla-Hrauntún stóð langt norðri á Þingvallahrauni hjer um bil miðja vegu milli Ármannsfells og Hlíðargjár. Liggur sú gjá norður af Hrafnagjá.
5. Hrafnabjörg. Sá bær stóð fyrir ofan Hlíðargjá upp undan svokölluðum Prestastíg. Er sögn manna, að þar hafi verið hálfkirkja til forna. Þar sjest enn fyrir mannvirkjum.
6. Bövarshóll er örnefni í skóginum skamt frá Vellankötlu. Býli þetta var komið í eyði löngu fyrir 1700. — Sagt er að býlið hafi tekið nafn af Böðvari nokkrum, sem kvað hafa bygt það fyrstur. Um 1680 er sagt, að maður nokkur að nafni Sæfinnur nafi búið þar rúmlega hálft ár eða svo, og hafi þar dáið.

Prestastigur-36

7. Ölkofra var bær norðaustur í hrauninu frá Þingvöllum. Fyrir austan Skógarkot er enn þá örnefni, sem heitir Ölkofrastaðir og Ölhóll. Mun sá bær hafa dregið nafn af Þórhali. Ölkofra, sem Ölkofra-þáttur er af. Gerði Ölkofra öl á alþingi til fjár sjer. Hann kveikti í Goðaskógi í Þingvallahrauni. Þá var bær hans kallaður Þórhallastaðir í Bláskógum. Bær þessi var í ábúð um 1700, en þar áður ýmist bygður eða í eyði.
8. Þórhallastaðir. Sá bær lagðist í eyði í Svartadauða, en löngu seinna er sagt, að bærinn hafi verið bygður upp aftur þar sem Skógarkot er nú, og að þar hafi þeir staðið áður. Hjer virðist eitthvað blandað málum með eyðibýlin. Að líkindum hafa Þórhallastaðir og Ölkofra verið sami bærinn, og ýmist verið kenndur við Þórhall eða Ölkofra, og færður þangað, sem Skógarkot er nú. Þó ei ekki loku fyrir það skotið, að hjer geti verið um tvo bæi að ræða.
9. Eiríksstaðir eru sagðir að hafa staðið fyrir norðan Mjóafell, milli þess og Skjaldbreiðar. Bæiar þessa er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss og Ármannssögu. Eiríkur frá Eiríksstöðum var einn þeirra manna sem glímdu á Hofmannafleti.
10. Fíflavellir áttu að hafa verið í landsuður frá Skjaldbreið. Getið er um þenna bæ í Ármannssögu.
11. Rótólfsstaðir voru norðan undir Miðfellsfjalli.
12. Kárastaðakot var bygt úr Kárastaðalandi um 1685. Þar var búið í 6 ár, svo lagðist það i eyði.
Prestastigur-3413. Neðridalur var bær í dalnum norður af Stíflisdal. Hann lagðist í eyði í Svartadauða. Um 1700 sást þar votta fyrir girðingum og tóttum.
14. Hólkot var í landsuður frá Stíflisdal. Þar var bygð fyrir Svartadauða. Sagt er, að þar hafi sjest fyrir tóftum og garðhleðslu.
15. Móakot var bygt á 19. öld, milli Skálabrekku og Heiðabæjar. Það var í ábúð aðeins sárfá ár.
Hvort nokkuð er hæft í því, að 50 bæir hafi verið í Þingvallasveit á 13. og 14. öld og þar áður, og að Hrafnabjargir, sem áður eru nefndar, nafi staðið í miðri sveit, er ekki hægt að fullyrða; hefur það ekki verið rannsakað. En ekki er ósennilegt að svo hafi verið, því að skógarsveitir voru yfirleitt mjög þjettbýlar til forna. Til þess að ganga úr skugga með það, þarf að rannsaka alt það svæði, sem líkindi eru til að bygðin hafi náð yfir í Bláskógum. Sagt er, að enn sjáist leifar af tóftum norður undir Skjaldbreið. En hvort það eru fornar bæjarrústir, vita menn ekki. Svo gæti víðar fundist, ef vel væri leitað. Hafi bygð verið áður í Þingvallahrauni, á skóglendi, þar sem nú er algerlega berblásin jörð, hafa bæirnir lagst í eyði af öðrum orsökum en þeim, að menn fengjust ekki til að búa á jörðunum, ef það hefði verið nokkur leið. Jarðirnar lögðust í eyði sökum þess, að skógurinn var rifinn og upprættur með öllu, en landið bljes upp og varð óbyggilegt.

Hlidargja-21

Að líkindum hefur alt svæðið fyrir norðan og austan Þingvallavatn heitið Bláskógar til forna. Hefur það verið mjög víðáttumikið land, og alt skógi vaxið. Í útjöðrum skógarins, þar sem bygðin náði lengst til fjalla, var jarðvegurinn, að líkindum, mjög þunnur ofan á hrauninu, þar var hættan mest fyrir uppblæstri. Enda byrjaði uppblásturinn þar. Vindurinn skóf jarðveginn alveg ofan á hraun, þar sem skógurinn var upprættur, og jafnt í kringum býlin sem annarstaðar. Skógarkjörrin sem stóðu eftir hjer og hvar í afdrepi hjeldust ekki við til lengdar. Þegar alt var berblásið í kring um þau, vindur og vatn svarf að utan, þangað til allur gróður var upprættur. Túnkragarnir kringum kotin stóðu lengst, því að þar var ofurlítil rækt í jarðveginum, og gróðurmoldin þjettari fyrir, en urðu þó að lokum vindi og vatni að bráð, svo ekki sást örmull eftir af þeim heldur.

Prestholl-24

Skógeyðingin og uppblástur landsins færðist smámsaman suður eftir Þingvallahrauni og tók með sjer hvert býlið á fætur öðru og jafnaði þau að jörðu. Það er því ekki að undra, þótt litlar eða engar menjar sjáist eftir horfnu býlin í Þingvallasveit. Nú eru að eins eftir 4 býli í Þingvallahrauni; verður ekki annað sjeð, en að þau eigi fyrir höndum sömu útreið og horfnu býlin.
Skóginum er spilt enn í dag á þessu svæði, og landið blæs árlega upp. Þegar hraunið er orðið bert og nakið, verður það smámsaman mosavaxið. Með tímanum fúnar mosinn og myndar nýjan jarðveg, — nýja gróðurmold. — Jurtafræ berst á ný yfir á jarðveginn og festir þar rætur, og hraunið klæðist aftur grösum og skógi.
Náttúran ræktar sig sjálf á þennan hátt, ef hún Prestholl-25má vera sjálfráð; en til þess þarf hún að njóta algerðar friðunar um langan aldur. Skógurinn hefur hingað til verið lifæð býlanna á Þingvallahrauni. Jafnskjótt og hann hvarf, hurfu býlin líka. Og þessir 4 bæir: Þingvellir, Skógarkot, Hrauntún og Vatnskot, sem segja má að sjeu leifar af heilli sveit í Þingvallahrauni, standa og falla með skóginum. Þeir hverfa úr sögunni fyr eða síðar, af sjálfsdáðum, þegar skógurinn er horfinn. Ef ekki tekst að halda í skóginn, verður fornhelgi þingstaðurinn — hjarta landsins, sem kallað er — svo útleikinn í framtíðinni, að þar sjást engar minjar fornra mannvirkja, og umhverfi hans eintóm gróðurlaus eyðimörk. Það var níðingshönd, sem breytti skóglendinu í gróðurlausa auðn og öræfi. Og það þarf volduga verndarhönd til að hjálpa náttúrunni að græða og bæta aftur það, sem spilt hefur verið. Verður það ekki gert með öðru mót, en að afgirða svo vítt svæði, sem skógur vex á í Þingvallahrauni, eða svæðið frá Ármannsfelli, milli Almannagjár og Hrafnagjár, suður að Þingvallavatni. 

Hrafnabjorg-27

Gera síðan Þingvelli að friðlýstum þjóðskemtigarði til gagns og gleði fyrir þjóðina, og hafa þar griðastað öllum íslenskum jurtategundum, sem þar geta þrifist og aukið kyn sitt, óáreitt um aldur og æfi. Þetta getur ekki komist í framkvæmd, nema því að eins að búpeningsrækt sje útrýmt á þessu svæði. Og þá verður að taka ábúð af 4 býlum, sem eru á Þingvallahrauni, og áður eru nefnd. En búskapnum hefur alt af farið hnignandi öld eftir öld á jörðum þessum. Því til sönnunar má geta þess, að árið 1397 voru 14 kýr á Þingvöllum, en 1711 voru þær ekki orðnar fleiri en 7. Nú mun ekki hægt að hafa þær fleiri en 3. Hrauntún var 1711 selstöð frá Þingvöllum. Þar var ekki sjálfstæð ábúð fyr en á 19. öld. Má þar nú hafa 1—2 nautgripi. Á Skógarkoti voru árið 1711 9 nautgripir. Nú munu þar vera 2—3.

Prestastigur-37

Á Vatnskoti voru þá 4 kýr og 3 geldneyti. Túnkraginn gefur nú ekki af sjer hálft kýrfóður, hvað þá meira. Enda hefur kotið lengi verið í eyði. En fyrir nokkrum árum síðan var það tekið í ábúð. Á þessum 4 jörðum eru engar útheysslægjur, eða hafa verið, aðrar en þær, sem sækja verður langt út fyrir Þingvallahraun. Af þessu má sjá, að búskapnum hefur farið hnignandi að sama skapi og skóginum. Jarðirnar gefa nú ekki af sjer meira ræktað fóður en ein lítilfjörleg jörð annarstaðar á landinu. Á Þingvöllum er fjölbreyttari og einkennilegri náttúra, en í nokkurri annari sveit á Íslandi.

Prestastigur-38

Auk þess er staðurinn svo frægur úr sögu landsins, að þjóðgarður á þessum stað mundi bera órækan vott um ræktarsemi Íslendinga til sögu þjóðar sinnar, engu síður en til náttúru landsins. Mönnum er nokkurn veginn ljóst, hvar merkustu og helstu sögustaðirnir eru á Þingvöllum. Þar verður að setja glögg merki, sem sýna við hvaða menn og atburði þeir eru tengdir, svo að menn, sem koma á þingstaðinn, geti áttað sig á þeim. Eins og áður er drepið á, verður að taka ábúð af jörðunum í Þingvallahrauni, til þess að þjóðgarðsstofnunin geti náð tilgangi sínum.
Fáir eða engir munu neita því, að þjóðgarðsstofnun á Þingvöllum sje rjettmæt. Og staðurinn vel þess virði, að svo verði með hann farið. En það gagnar lítið að viðurkenna þetta í orði, án þess að gera eitthvað til að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. G. D.“
MeyjarsaetiÞegar komið var yfir Hlíðargjá og upp í Kræklur blasti Presthóll, sprunginn hraunhóll, við. Við skoðun í og við hólinn komu í ljós leifar af hlöðnu skjóli og tóft, líklega sæluhús. Skjólið er inni í hólnum en tóftin fast suðaustan við hann.
Prestastígnum var fylgt upp fyrir tóftir Hrafnabjarga – og síðan til baka að Ármannsfelli. Stígurinn er enn vel greinilegur ef athyglinni er haldið. Sem fyrr sagði er hann víða gróinn, en kindagata fylgir honum drjúgan hluta leiðarinnar. Leiðin er auðgengin og einstaklega falleg á að líta.
Tækifærið var notað til að hnitsetja stíginn.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1905, Brynjúlfur Jónsson, bls. 47.
-Lögrétta, 14. árg. 19. tbl. 07.05.1919, Þingvellir við Öxará, bls. 67.

Hrafnabjörg

Hrafnabjörg.

Húshólmi

Í ritinu „Brísingamen Freyju“ skrifar Skuggi (Jochum Eggertsson) nokkrar greinar. Í þeim er m.a. fjallað um landnámið og Reykjanesið:

Forn skálatóft við Gömlu-Krýsuvík

„En laust eftir aldamótin 700, þegar norrænir víkingar, er þá og síðar vóru yfirleitt nefndir „danir„, tóku að herja og ræna vestur á bóginn frá aðalbækistöð sinni á meginlandinu er enn heitir Normandí í Frakklandi, var höfuðbækistöðin flutt norður til þess óbyggða eylands, er nú heitir Ísland, en þá hét Þúla eða Þýli = Sóley, síðar Thule eftir að þ-ið hvarf úr engilsaxnesku stafrófi), og sett niður eftir útreikningi bendingargeisla Cheops-merkisins, þar sem enn heitir Krýsuvík undir Gullbringum, er Gullbringusúsannan (c: sýslan) ber enn í dag. Víkin, við sjóinn, Gamla Krýsuvík, er síðan kennd við Chrýsiana, gulljónana eða gullmunnana, og ber enn þeirra nafn, þótt nafn höfuðbólsins, Víkurinnar, flyttist síðar, eða nálægt 1340, sakir eldsumbrota, hraunrennslisins og eyðibyggingar, hærra upp í landareignina, alla leið upp í dalinn milli Gullbringnanna, en það er enn í dag eina óbrunna svæðið á öllu Reykjanesinu. en fyrir eyðilegginguna var Krýsuvíkurland blómlegasta svæði landsins og víða vaxið stórskógi. Eru enn þykkar jarðvegspildur eftir til og frá á hæstu fjöllum og hnjúkum á þessu svæði, er sýna og sanna að þarna hefur til forna fagurt land verið, Krýsuvík (þeirri gömlu við sjóinn) var eftir þetta höfuðbækistöð Krýsiana og síðasta skipulagða starfsemi þeirra í veröldinni, starfrækt vitandi vits og í vaxandi gengi allt til haustsins 1054, að gerð var fullnaðaraðför að þeim, og þeir ýmist fangaðir eða drepnir. Það var Kolskeggur vitri, (Kölski) er þá var aðalforystumaður Krýsa. Undir hans stjórn tók starfsemin öll þeirri stökkþróun, er einsdæmi er, hvar sem leitað er í veraldarsögunni, en fyrirrennari hans, Ioan „inn gamli“ var þá örvasa orðinn og kominn að fótum fram.
Forn garður við Gömlu-Krýsuvík[Hér er innskot: Mest allt Reykjanes var, aður en það brann, lang blómlegasta og byggilegasti hluti landsins. Hálendið var allt, að heita mátti hulið þykkum jarðvegi og skógi þakið, og var sumt það, er kallast mætti stórskógur á okkar mælikvarða. Á síðustu ísöld hefur jökull ekki legið meginhluta Reykjanesfjallgarðsins, það sýnir þykkt jarðvegsleifanna, sem enn eru eftir til og frá fjöllunum á þessum slóðum. Allur annar jarðvegur á landi hér er miklu yngri, myndaður eftir síðustu ísöld, því á ísöldinni eyddu skriðjöklarnir öllum jarðvegi landsins, þar sem þeir fóru. – Í fræðum Kolskeggs vitra (Kölska), er sagt, og vitnað til fornra bóka, að byggð hafi verið hér á landi fyrir Syndaflóðið (c: Nóaflóðið), en það var hlýindatímabil mikið, er gekk yfir allt norðurhvel jarðar alllöngu fyrir Krist burð. Þetta hlýindaskeið var svo stórfenglegt, að það eyddi miklum hluta af öllum jöklum á norðurhveli, og hækkaði yfirborð sjávar um marga metra, svo sjór lagðist yfir allt láglendi. Má sjá menjar þessa forna fjöruborðs, í jafnri hæð yfir sjávarmáli, kringum allt landið. Aldur jarðvegsins á láglendinu hér á landi er því ekki eldri en frá síðari hluta þessa hlýindatímabils, að aftur tók að kólna, jöklar tóku að vaxa og yfirboðr sjávar lækkaði á nýjan leik. Skógargróður sá, allvöxtulegur, er víða finnst í mómýrum, og sem næst botni, er síðasti vitnisburður þessa hlýindatímabils, er hvergi  eins auðvelt að rekja og á Reykjanesskaga. Til dæmis hefur forni eldgýgurinn Þorbjörn, fyrir ofan Grindavík, þá verið eyja, því forna fjöruborðið, frá þessu tímabili er umhverfis hann.

Forn skálatóft við Gömlu-Krýsuvík

Hvergi er önnur eins gullnáma fyrir náttúrufræðinga sem Reykjanesskagi, en allt er þar órannsakað enn. Þá mundu og fornfræðingar eiga þangað erindi. Eða langar þá kannske ekkert að vita hvar rústir Gömlu-Krýsuvíkur hafa að geyma? Síðustu leifar þessa stórbýlis hafa varðveizt á undraverðan hátt, umkringdar og greiptar í hraunstorkuna og bíða þar grasi grónar eins og þær hafa gert síðastliðin 600 ár. Yngsta gólfskánin hefur því tíðindi að segja frá þeim tíma. En hvaða fréttir kynni sú elsta að færa? – Höf.]
Krýsar áttu mest allt þetta svokallaða „landnám Ingólfs“, er þeir vóru drepnir, og miklar eignir aðrar í löndum og lausum aurum, því þeir vóru vellauðugir. Meðal annars vóru 9 hafskip (kaupskip) af þeim tekin, en kaupskip þeirra sigldu mest til Suðurlanda og vóru aðalviðskipti þeirra Marseille í Frakklandi, en fóru þó stundum allt til Egyptalands og inn í Nílarósa. Aðalviðskiptastaður þeirra hér og skipalægi vóru í Ölvésá við Arnarbæli og Hvítá í Borgarfirði. Fyrsti biskupsstóllinn á Íslandi, Skálholtsstóll, var stofnaður af reitum þeirra, skömmu eftir aðförina eða nánar sagt árið 1056. – Ungúlf Arnarsson, fyrsta norræna landnámsmanninn eða fyrsta „danann“, settur þeir til höfðingja yfir „allan og einasta“ byggða hluta landsins, og gerðu allan veg hans sem viðurlegastan, „til þess eins, að þar yrði ekki síðar á leitað með ránum og hernaði.“

Forn garður við Gömlu-Krýsuvík

Landið var ekki meira en fullbyggt, er Noregskonungar fóru að reyna að ná því undir sig með Kristnina að vopni. Og strax með auknu páfakirkju og kóngavaldi, jukust andlegu átökin og taugastríðið milli kristnikóngavaldisins og Krýsa, sem endaði eins og kunnugt er, með sigri þess er kyrkti frelsið, þar af komið nafnið „kyrkja“ í norrænu máli (svo ritað til forna). Þessi sigur kyrkingarinnar (kirkjunnar), endaði eins og kunnugt er, með glötun frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar og margra alda eymd og niðurlæging. Með kristnitökunni var þjóðin raunverulega komin undir erlent áhrifavald, og þá fyrst og fremst Noregskonunga, og því aðeins tímaspursmál hvenær hún gæfist upp til þrautar og glataði öllu frelsi sínu. Þetta vissu Krýsar allt og sáu í hendi sér, löngu fyrirfram.“
Þá er fjallað um hin fyrstu skrif af sögu þjóðarinnar. Sagðir höfundar Íslendingasagna eru nefndir, s.s. Snorri Sturluson. „Þessa menn lét hann rita úr fornum fræðum Krýsa og auka við, eftir beztu heimildum, því merkasta eftir þeirra daga, því gerzt hafði frá því um miðja elleftu öld. Það er ekki fullsannað, að Snorri hafi sjálfur verið skrifandi. Þó hefur fundist eitt orð: „Snore“, undir eignaskjali, sem haldið er að hann hafi sjálfur skrifað.“ Getið er um að Krýsar hafi barsit mót kristninni „af oddi og eggju, á sína andlegu vísu og gerðu Ása dýrkuninni allt til vegs og sóma. Þeir sömu norrænu goðasögurnar og gáfu þeim það ódauðlega snilldarform, sem enns ést merki til í „Gylfaginning“ og „Skáldskaparmálum Snorra-Eddu, enda þótt þar sé margt afbakað og niður fellt og víða hlaupið á hundavaði“.
Kirkjuflöt - mögulegur grafreitur við Gömlu-KrýsuvíkUm aðdraganda atlögunnar Krýsum segir: „Bandamenn fóru þegar að safna að sér liði, sumarið 1054, og fóru með óvígan her, 2 þúsund vopnaðra manna, að þeim „Kölska“ og „Gamla“. Þeir settust bæði um Gömlu-Krýsuvík og Vífilsstaði, en þar voru höfuðbækistöðvarnar og skólar þeirra gullmunnanna. Hét sá Grímur Hrafnsson, er var yfirnemi á Vífilsstöðum, en meistarinn Jón Kjarvalarson, „sá gamli“, var, eins og áður er sagt, orðinn hrumur af elli og kominn af fótum fram. Kolskeggur reið því ávalt á milli Vífilsstaða og Krýsavíkur. Hann hafði 12 gæðinga til reiðar, alla hvíta og báru allir faxanöfnin. Tveir hvítir hundar eltu hann jafnan.
„Sá gamli“ var brenndur inni á Vífilsstöðum, en „Kölski“ slapp úr umsátri á Gömlu-Krýsuvík og komst á einn hesta sinna, Brimfaxa, mikinn gæðing. Vopnuðum varðsveitum Bandamanna var skipað við allar leiðir og vegamót, en Kolskeggur slapp í gegnum hvert umsátrið af öðru, en var loks ofurliði borinnn og drepinn, er hestur hans fótbrotnaðu í Straumrandahrauni, þar sem nú er Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar.  [„Því er jór ónýtur / ef einn fótur brotnar,“ stendur í Hávamálum, en þetta er auðsjáanlega innskot einhvers afritara, er vitað hefur afdrif höfundarins, og kunnað betur við að „punta dálítið uppá“, frá eigin brjósti, eins og siður var afritara, en sá leirburður er auðþekktur.]

Kapellan í Kapelluhrauni 1954

Þessi voru síðustu og einu orð Kolskeggs vitra, um leið og hann var lagður til bana: „Sækja sóknhvattar sveitir háleitan!“
Kapella var síðan reist, þar við fornu reiðgötuna í auðninni þar sem Kolskeggur var veginn; var á miðöldum kölluð „Kölskakapella“ eða „Kölska-kyrkja“. Nýtt hraun hefur runnið á hana og kaffært hana að nokkru leyti, en vegsummerki hennar sjást þó enn greinilega á hraunhryggnum og storkunni, austurgaflinn nokkurnveginn heillegur að innan og innganginn og fyllt hana þeim megin. Hraunið dregur síðan nafn af Kapellunni. Það fylgir fornu sögninni, að bein Kölska hafi verið geymd eða dysjuð þar í Kapellunni. Þetta vóru nú öll skáldalaun höfundar Njálu, og vera auk þess í þjóðtrúnni gerður að nokkurskonar hálfheimskum og þó fremur hrekklausum og heiðarlegum drýsildjöflaforingja, er aldrei gekk á gerða samninga og varð því oftast undir í viðureigninni fyrir þeim er höfðu nóga hrekki og klækjavit.
Kolskeggur vitri reit sjálfur eftirfarandi Íslendingasögur og í þessari röð: „Frumlandnámu“, öðru nafni Gullbringa eða Gullskinna, Laxdælu, Gunnlaugssögu, Njálu, Hrafnkötlu og Bandamannasögu. [Innskot: „Sú gerð Landnámsbókar, er mest er farið eftir og stuðst við af nútímamönnum er Hauksbók, er Haukur lögm. Erlendsson reit í byrjun 14. aldar, eftir landnámabókum þeirra Sturla lögm. Þórðarsonar og Styrmis prests hins fróða, eins og Haukur lögm. segir sjálfur í eftirmála og ennfremur; „að hægara sé að sanna fyrir útlendum mönnum, að vér séum ekki komnir af þrælum og illmennum, ef vér vitum víst vorrar kynferðir sannar.“

Minjar og handrit

Þá getur H. þess, hverjir hafi fyrst ritað um landnám á Íslandi: „Ari prestr en fróði Þorgilsson og Kolskeggr enn vitri.“ Þetta er alveg rökrétt hjá Hauki lögmanni; þó margir fræðimenn hafi látið sig villast á þessu: Haukur rekur frá sjálfum sér upp eftir alla leið að byrjuninni, og endar á frumhöfundinum; Kolskeggi vitra! Það þurfti nefnilega að breyta frumlandnámu norrænum mönnum í hag og koma henni á „danska tungu“, en þurrka út „þrælana og illmennin.“]
Leifar gömlu Rauðskinnu (Gullskinnu) – þessi slitur 27 blaða – eru eins og vænta má, svo hörmulega farin, að eigi verða með vissu lesin og ráðin yfir 30 orð, eða til heildar nær hundruð stafir, ef grandskoðað er.“
Þá má þess geta að í þjóðsögunum segir að Eiríkur galdraprestur í Selvogi hafi áskotnast Gullskinna þessi, en hann ákveðið að urða hana í Kálfsgili í Urðarfelli, enda um að ræða „mestu galdrabók allra tíma“.
Framangreindur texti er settur hér fram til fróðleiks. Ekki er tekin afstaða til innihaldsins, en hafa ber í huga að skrifin eru gerð áður en Kapellan í Brunanum var rannsökuð og áður en áhugi vaknaði á rústunum í og við Húshólma (Gamla-Krýsuvík). Um Þorbjörn er það að segja að það er að hluta til rétt að fellið er að hluta til eldra en frá síðustu ísöld og nokkru norðan þess má sjá leifar hlýindaskeiðsins (Rauðamelur). Þá gildir og enn sú áhríningsorð til forn[leifa]fræðinga að byrja nú að rannsaka þær merkilegu leifar, sem þar er að finna, þótt ekki væri til annars en að ákvarða aldur þeirra og tengsl við forsöguna.

Sjá Brísingamen Freyju.

Heimild:
-Skuggi (Jochum Eggertsson), Brísingamen Freyju, Reykjavík 1948.

Þorbjörn ofan Grindavíkur

Gufuskálar

„Gufuskálar, Miðskálar og Útskálar eru nefndir í fornum rekaskrám Rosmhvalaness, svo og Miðskálaós og Útskálaós.
Miðskálar eru einnig nefndir Miðskálagarður, sem mun eiga að merkja heimajörð með Gufuskalar-222hjáleigum. Í óprentuðu riti eftir séra Sigurð B. Sívertsen á Útskálum hefi eg séð það, að bærinn á Miðskálum heiti nú í Vörum og Miðskálaós Varaós, en Útskálaós Króksós. Sr. S. B. S. getur þess til, að þessir þrennir »-skálar«, svo skamt hver frá öðrum, hafi í fyrstu verið eitt land með einu nafni (Gufuskálar), en skifzt fyrst í 3 jarðir, er allar hafi haldið nafninu, en hinar yngri verið aðgreindar með afstöðuorði framanvið nafnið (Mið-Gufuskálar, Út-Gufuskálar), en svo hafi nöfnin verið stytt í framburðinum er frá leið. Þessi tilgáta gerir ráð fyrir því, að bygð á Gufuskálum hafi eigi lagzt niður, þó Ketill gufa færi þaðan, heldur hafi landeigandi þá sezt að í »skálum« hans, og er ekkert á móti því. Það gerir tilgátuna sennilegri, að samskonar tilfelli hefir átt sér stað með Arnarbæli undir Eyjafjöllum. Úr þeirri jörð hafa verið bygðar jarðirnar: Mið-Arnarbæli og Yzta-Arnarbæli, en nöfnin síðar orðið að: Miðbæli og Yztabæli. Fleiri dæmi lík þessu mun mega finna. Eg vil nú bæta þeirri tilgátu við, að Miðskálagarður hafi í fyrstu verið haft um Miðskála sem höf-ból, en smámsaman verið látið ná yfír alt það hverfi, sem þar myndaðist. Nafnið hafi svo í daglegu tali verið stytt og að eins nefnt: Garðurinn. Miðskálanafnið hafi síðan týnzt, en nafnið: »Garðurinn« haldist, og loks náð bæði yfir Miðskálahverfi (nú Inn-Garðinn) og Útskálahverfi (nú Út-Garðinn). — Rit séra Sigurðar er að mörgu fróðlegt, sem von er af slíkum fræðimanni. Ætti Landsbókasafnið að eignast það.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 18. árg. 1903, bls. 35.

Gufuskálar

Brunnur við Gufuskála.

Brúsastaðir

Magnús Jónsson skrifaði um „Bæi í bænum“ í Alþýðublað Hafnarfjarðar árið 1962:

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

„Í flestum eða öllum tungumálum veraldar munu finnast dæmi þess að sama orðið geti haft fleiri en eina merkingu. Sem kunnugt er, er þessu þannig farið hjá okkur með orðið bœr. Getur það t.d. merkt bæði kaupstað og sveitabýli.
Einnig er þetta orð notað af eldri og — mig langar til að segja — rökréttar hugsandi kynslóðinni, í sumum tilfellum þar sem aðrir nota orðið hús. Þessi skilgreining milli notkunar orðanna bær og hús, mun vera öllu meira á reiki í sveitunum.
Þar er, eins og áður er drepið á, hægt að nota orðið bær um býlið eða jörðina í heild, þótt engin bygging þar hafi hið raunverulega bæjarlag. En bæjarlag hefur sú bygging, sem er svo veggjalág, að hún er öll undir súð og ekki er um um glugga að ræða, nema á göflunum. En til þess þá þó að drýgja húsrýmið lítið eitt, er venjulega inngönguskúr áfastur bænum. Annars væri varla um annað að ræða en að hafa dyr á öðrum hvorum gaflinum.
Í Reykjavík eru til nokkrir steinbæir. Veggir þeirra eru þykkir og steyptir, eða oftar hlaðnir úr meira eða minna tilhöggnu grjóti, lögðu í bindiefni. Oftast er þó efri hluti gaflanna úr timbri. Stundum var látið nægja að sletta aðeins steypu í hleðsluna á eftir. Er góð lýsing og teikning af steinbæjum í kaflanum um húsbyggingar í Iðnsögu Íslands.

Hvaleyri

Hvaleyri 1925 – málverk.

Hér, í þéttbýli Hafnarfjarðar, eru engir steinbæir, heldur eru þeir, eins og flestar byggingar hér frá fyrri hluta aldarinnar, úr timbri og nú klæddir bárujárni. En íbúðarbyggingin í Hjörtskoti á Hvaleyri minnir nokkuð á steinbæ og svo tveir bæir sem síðast verður getið. Vafasamt er að hve miklu leyti má segja að þetta byggingarlag sé einkennandi fyrir Ísland. En þótt íbúar hinna Norðurlandanna láti sér nægja fornfáleg húsakynni, þá er svo mikið víst, að hið eiginlega bæjarlag, sem hér er um að ræða, ersjaldgæft í nágrannalöndum okkar.
Ásbúð
Ef farið væri í eins konar húsvitjun í umrædda bæi og byrjað syðst, þá yrði fyrst fyrir okkur Ásbúð, þ.e. Ásbúðartröð 1, hjá Andrési Johnson rakara. Tæplega er þó þessi bygging í hinum hreinræktaða hafnfirzka bæjarstíl frá aldamótunum, með því að inngangurinn er á annari hliðinni miðri. Þar er einnig gluggi, sem Andrés þó telur vissara að hafa hlera fyrir, vegna margvíslegra verðmæta innan dyra. En þegar inn er komið, dylst engum að hér er um raunverulegan bæ að ræða, og að sumu leyti í enn eldri stíl en hér er til umræðu, m. a. að því leyti að hér eru eins konar bæjargöng. Til hægri úr þeim er gengið inn í eldhúsið, en til vinstri inn í safnherbergi. Hér er ekki ætlunin að ræða um hið víðtæka og víðkunna söfnunarstarf Andrésar. En þótt þetta sé nefnt safnherbergi, þá var réttilega að orði komist hjá þjóðminjaverði í afmælisgrein um Andrés sjötugan, að takmörkin milli safns hans og heimilis væru raunverulega horfin. Fyrir enda bæjarganganna er lítið herbergi sem gengið er úr til vinstri inn í baðstofuna. Þetta, sem hér hefur verið talið, er undir sama risi, annað en eldhúsið. Þessi mannvirki telur Andrés vera að stofni til allt frá árinu 1806. Árið 1931 keypti hann þau, eftir lát Halldórs Helgasonar, sem þar hafði búið alla sína búskapartíð. Þá var allstórt útihús vestan við bæinn, en það lét Andrés rífa og byggja í þess stað skemmu í stíl við baðstofuna. Stendur hún aftast húsa. Þótt öll séu þessi húsakynni lágreist, þá er grunnflöturinn ekki svo lítill. Framhliðin er 9,25 m og stafnarnir samanlagt nokkru meira. Þess má að lokum geta, að Andrés hefur ætíð lagt áherzlu á viðhald bæjarins og málað hann að utan í sterkum litum.

Asbúð

Hafnarfjörður um 1900.

Næst verður fyrir okkur bærinn Suðurgata 87. Reyndar er á gaflinum númeraskiltið 85, en hitt mun vera réttara. Samræmi er milli bæjarins og nánasta umhverfis hans, — ræktaðs grasbletts, kálgarðs og lækjarsytru. Bærinn mun hafa verið byggður 1908, af Stefáni Grímssyni sem þá hóf þar búskap með konu sinni, Maríu S. Sveinsdóttur. Tvær dætur þeirra eru nú búsettar í Keflavík. Nágranni Stefáns, Steindór í Brandsbæ, mátti teljast yfirsmiðurinn. Iðulega voru leigjendur í þessum bæ, jafnvel heilar fjölskyldur. Á öðrum tug aldarinnar leigði þar t.d. Agnar Þorláksson, bróðir Sigurðar trésmiðs og Kristmundar frá Stakkavík, með fjölskyldu sína. Bærinn er að vísu lítið eitt stærri en t.d. sá sem getið verður um hér næst á eftir, og hefur hann tvo glugga á hvorum gafli. Hann er 6,35 m. á lengd og rúmir 4 m á breidd og kjallari undir honum. Nú býr þarna Ármann Kristjánsson með fjölskyldu sína. En svo að vikið sé aftur að fyrri íbúum, þá andaðist Stefán árið 1918, en María ekki fyrr en 1958. Hún yfirgaf ekki bæinn fyrr en sem sjúklingur, er ekki á afturkvæmt.
MýrinTæplega var talað um bæinn Mýri eða í Mýrinni sérstaklega, heldur var þetta „bærinn hennar Maríu í Mýrinni“ (I). Og hvað Maríu snertir, þá var hún yfirleitt ekki kennd við föður sinn, heldur eins og hér er gert, innan tilvitnunarmerkjanna. Svo náið getur sambandið verið milli manns og moldar. Bær nokkur stendur að segja má í skugga st. Jósepsspítalans. Hann er talinn við Hlíðarbraut. Þessi bær hefur einna hreinræktaðasta hafnfirzka bæjarbyggingarlagið og er næstum alveg óbreyttur frá fyrstu tíð. Fæstir þessara bæja voru þó járnklæddir upphaflega. En kaþólska trúboðið á þakkir skilið fyrir að láta bæinn standa og að lúta að svo litlu að nota hann. Vonandi fær hann að standa lengi enn. Bær þessi er byggður af Jóni Ólafssyni frá Hliði á Álftanesi (Gamla-Hliði), um 1904. Fyrst eftir að hann kom til Hafnarfjarðar, með konu sinni, Þóru Þorsteinsdóttur, voru þau í Holti. Það var næstum þar sem nú er húsið Hringbraut 64. Eins og áður hefur verið getið í þessu blaði, eignuðust þessi hjón eina dóttur, en hún dó um fermingaraldur.
HoltÝmislegt er hliðstætt um þær Maríu í Mýrinni og Þóru í Holti. Þóra var í mörg ár ekkja, því að J. hún missti mann sinn 1915, en lifði sjálf til 1954 og var í bænum svo lengi sem hún gat. Svipað er líka að segja um nafngiftina, því að eiginlega er vafasamt hvort nafnið Holt fluttist á bæinn, eða að þetta er aðeins „bærinn hennar Þóru í Holti“. Umhverfis bæinn er ræktuð lóð, sem má teljast stór, og undir honum er lágur kjallari, sem gengið er í á miðri norðurhlið. Sú hlið er að utan klædd láréttum plægðum borðum, en ekki bárujárni. Bærinn er eitt herbergi og eldhús, og að sjálfsögðu með inngönguskúr, eins og myndin ber með sér. Lengd bæjarins er aðeins 5,75 m, en breiddin um 4 m. Rafmagn er lagt í bæinn, en ekki vatn. Er enn brunnur rétt hjá honum, byrgður og með heilnæmu vatni, sem aldrei þrýtur. Meinið er að brunnar eru mannvirki, sem ekki verða flutt á byggðasöfn! Eins og áður er sagt, hefur kaþólska trúboðið nú bæinn og lóðina.

Krosseyrarvegur

Krosseyrarvegur 5 t.v.

Árið 1908 komu til Hafnarfjarðar hjónin Halldór Sigurðsson frá Merkinesi í Höfnum og Pálína Pálsdóttir. Bjuggu þau fyrst í Gesthúsum. En þau vildu, eins og aðrir, búa undir eigin þaki og létu nægja lágreist bæjarlag á þeirri byggingu, þótt þá væri komið árið 1919. Gata var lögð framhjá bænum þrem árum síðar og þá lögð í hann vatnsleiðsla. Jafnframt hlaut hann númerið Krosseyrarvegur 5. Halldór dó árið 1920, en kona hans fimm árum síðar. Fóstursonur þeirra, Janus Gíslason, bjó áfram í bænum, ásamt dótturdóttur þeirra hjóna, Pálínu Arnadóttur. Hún giftist Hallbergi Péturssyni, og bjuggu þau í þessum bæ allt til ársins 1953. Þá var hann seldur Ottó W. Björnssyni og fluttur burt og stendur nú í góðu yfirlæti sem Brattakinn 29. Jafnframt var inngönguskúrinn lengdur, svo að nú er hann sem viðbygging jafnlöng bænum. Kjallarinn varð einnig allur ofanjarðar. Lengd bæjarins er 5,8 m, en breidd hans hefur upphaflega verið um 3,8 m. Með viðbyggingunni er hún orðin yfir 5 m. Hjá bænum hefur Ottó byggt útihús vegna atvinnu sinnar.

Hellisgerði

Hellisgerði 1923.

Í Hellisgerði, þessu stolti og prýði Hafnarfjarðar, stendur bær. Áður voru þeir fleiri, en árið 1958 var sá næst-síðasti rifinn. Á honum var þó „typiskara“ bæjarlag en þeim sem enn stendur, og ekki var heldur um vegarlagningu að ræða á þessum stað, svo að bærinn þyrfti að víkja þess vegna. í þessu tilefni niætti rita langt mál um samband og samræmi milli verka mannsins og verka náttúrunnar og hvenær varðveizla hvors um sig á við. En það verður alltaf nokkurt tilfinningamál og smekksatriði, og ekki þýðir heldur að sakast um orðinn hlut. Yngri bærinn stendur nokkru ofar í Gerðinu, lítið eitt lengra frá Reykjavíkurveginum og er talinn Reykjavíkurvegur 15 B. Hann mun vera yngstur bæjanna í Hafnarfirði, byggður 1924, af Þorgrími Jónssyni. Þorgrímur missti konu sína, Guðrúnu Guðbrandsdóttur, árið 1939, og skömmu síðar fór hann úr bænum til fóstursonar síns, Helga Vilhjálmssonar. Settust þá að í bænum yngri hjón, Jón S. Jónsson, sonur Jóns Sölvasonar, sem síðastur bjó í eldri bænum áðurnefnda, og hona hans, Ingileif Brynjólfsdóttir. Bjuggu þessi hjón í bænum fram undir árslok 1950, og fæddust þeim þar átta börn. Þröngt mega sáttir sitja. Bærinn er 5,65 m á lengd og 3.8 m á breidd, en gerð glugganna og hátt ris sýnir að hann er ekki ýkja gamall. Undir bænum er kjallari með steyptum hliðarveggjum.
OddrúnarbærSamdægurs sem Jón fluttist úr bænum, kom þangað Oddrún Oddsdóttir og býr þar nú. Eins og áður er sagt, var bærinn sem nú er eign Ottós W. Björnssonar byggður af Halldóri frá Merkinesi. í byrjun aldarinnar hafði önnur fámenn fjölskylda sunnan úr Höfnum setzt að í Hafnarfirði. Voru það þau hjónin Erlendur Marteinsson og Sigurveig Einarsdóttir, með dóttur sína, Sigríði. Þessa fjölskyldu mun ekki þurfa að kynna Hafnfirðingum í löngu máli, og allra sízt lesendum Alþýðublaðsins. Bærinn Kirkjuvegur 10 hefur nú verið aðalbækistöð þess blaðs hér í 37 ár. Þennan bæ byggði Erlendur handa sér og sínum árið 1902. Hefði því þessa átt að vera getið í fyrri skrifum um Hafnarfjörð hér í blaðinu, en svo er ekki.
Á þessum árum var Augúst Flygenring að hefja þilskipaútgerð sína og veitti nokkrum sjómönnum byggingarlán. Fengu þeir þannig eigin húsakynni, en hann fékk tryggðan vinnukraft. Voru Erlendi lánaðar 494 kr. og 10 aurar, og var það greitt upp samkvæmt samningi á fjórum árum. Algengast var í þessum bæjum að skilrúm væri þvert yfir, nær öðrum enda. Var þá styttri hlutinn annað hvort hólfaður sundur í eldhús og mjög lítið herbergi, eða að hann var eldhús eingöngu. Í þessum bæ var styttri endinn hólfaður í tvennt, en samt var þar ekkert sérstakt eldhús í fyrstunni. Annað herbergið varð sem eins konar innbyggð forstofa, því að inngönguskúr var enginn. Aðeins varð sem kvistur á þakinu, vegna dyranna. Bærinn er um það bil 6.2 m á lengd og 3.8 m á breidd. Og svo ótrúlegt sem það er nú, þá var litla herbergið í norðurhorninu leigt út. Þar leigði Valgerður Ólafsdóttir frá Hliðsnesi, sem síðar bjó með Bjarna Narfasyni. Þegar áðurnefnd fjögur ár voru liðin og skuldin greidd, var ráð á að járnklæða þakið og síðan fengu veggirnir járn yfir pappann smátt og smátt. Lítill inngönguskúr var byggður og eldhús tekið í notkun. Skúrinn var stækkaður um 1915 og um það leyti byggt útihús. Kom það í góðar þarfir, þar sem bærinn er kjallaralaus, og stendur það enn. Þótt þessi bær sé sá elzti, næst Ásbúðarbænum, er hann sá eini þar sem sama fólkið býr ennþá, þ. e. mæðgurnar Sigurveig og Sigríður. Erlendur dó árið 1935. En bærinn er líka sá eini þeirra sem þarf að færast vegna skipulagsins, a.m.k. áður en mjög langt um líður.
SiggubærTeikningar af öllum byggingum kaupstaðarins eiga að finnast á einum stað, þ. e. á skrifstofu bæjarverkfræðings. Þar er þó ekki feitan gölt að flá, hvað þetta efni snertir sem hér um ræðir. Þó má draga upp úr gulu umslagi, sem á stendur Langeyrarvegur 8 B, teikningu nokkra. Plagg þetta hefur það einnig fram yfir mörg önnur af þeim eldri í þeirri hirzlu, að á því er lítið eitt meira en sjálf teikningin. Þar stendur orðrétt: „íbúðarhús Lárusar Bjarnasonar við Booklessstíg. Byggt úr timbri, þak pappavarið, grunnur hlaðinn úr hraungrjóti. Hafnarfirði, 20. 9. 1920: Ásgeir G. Stefánsson“.
Nú er bærinn járnklæddur, eins og þeir eru allir. Lárus og kona hans, Elísabet Jónasdóttir, eignuðust fimm börn, og munu tvö þau yngstu hafa fæðzt í þessum bæ. Árið 1932 keypti Sesselja Sigvaldadóttir bæinn og býr þar enn, en Lárus fluttist til Reykjavíkur. Ekki er stórri lóð fyrir að fara í kringum þennan bæ, en innan húss ber allt vott um lireinlæti og snyrtimennsku. Bærinn er að ytri gerð mjög svipaður bænum í Hellisgerði og í þeim báðum er styttri endinn hólfaður í tvennt. Þessi bær er 6.4 m á lengd og 3.9 á breidd. Kjallarinn er að nokkru leyti í jörð, en sá hluti veggjanna sem sést, er æði ósléttur. Um Booklessstíg skal þess eins getið, að fæstir munu nokkru sinni liafa heyrt hann nefndan.
EyrarhraunÍ byrjun þessarar aldar, eða um það leyti sem Augúst Flygenring hóf fiskverkun á Langeyrarmölum, fór í eyði lítill bær í hraunkvos norðan við það athafnasvæði. Það var nefnt á Flötunum. En skömmu síðar, þ.e. árið 1904, var byggður bær lítið eitt ofar í hrauninu og nefndur Eyrarhraun. Hann kostaði 600 krónur, enda hafði eigandinn, Sigurjón Sigurðsson, leyft sér þann íburð að klæða hann allan með panil að innan, og það sem meira var, að mála þennan panil. Með ráðskonu sinni átti Sigurjón tvö börn, Kristínu, sem dó ung, og Engiljón, nú vélaeftirlitsmann í frystihúsi Bæjarútgerðarinnar. Árið 1919 keypti Gísli Guðmundsson frá Saurbæ í Ölfusi bæinn. Fluttist hann þangað með konu sína, Valgerði Jónsdóttur, og börnin tvö, Guðjón og Sigríði. Þau eru bæði búsett hér í Hafnarfirði. Gísli seldi Júlíusi Jónssyni bæinn árið 1923. Kona hans var Helga Guðmundsdóttir, héðan úr Firðinum. Barnahópurinn varð stór, en furðu sjaldan heyrðust þar frekjuorg, þótt lítið væri leikrýmið innan húss. Þessa er ekki getið til að þóknast ritstjóra þessa blaðs, enda eru heimildirnar aðrar.
Jón Pétursson vélsmiður keypti bæinn árið 1943, og býr þar nú með fjölskyldu sinni. Reyndar býr hann í meira en bænum, svo lítill hluti sem hann er nú af byggingunni á þessum stað, eins og myndin ber með sér. (Það er að sjálfsögðu á bænum sem glugginn með krosspóstinum er.) Í rauninni er umdeilanlegt hvort hann getur talizt sem sjálfstæð bygging lengur, og hvort þá hefði yfirleitt átt að geta hans hér. Stærð hans mun upphaflega hafa verið um 3.8×6 m, en áður en Jón keypti hann var búið að lengja hann. Undir bænum er kjallari.
FagrihvammurÍ undanfarandi kafla var ráðskonu Sigurjóns á Eyrarhrauni ekki getið með nafni. Hún hét Engilráð Kristjánsdóttir. Árið 1919 lét hún byggja bæ, álíka langt frá sjó og Eyrarhraun og um 200 m fjær megin byggð Hafnarfjarðar. Þar átti hún síðan heima í 17 ár, fyrst ásamt syni sínum, Engiljóni, en síðar oftast einsömul. Skömmu fyrir lát sitt, árið 1936, seldi hún bæinn Ingimundi Stefánssyni, sem þá kom heim til Íslands eftir 26 ára dvöl í Þýzkalandi, ásamt þarlendri konu sinni, Margrethe. Hún er á lífi, en fluttist úr þessum bæ við lát manns síns, árið 1957. Nú býr í bænum Valdimar Ingimarsson frá Vestmannaeyjum með fjölskyldu sína. Engilráð vann iðnum höndum á gamla vísu, hafði nokkrar kindur og kom hinu mishæðótta landi kringum bæinn í rækt. Hins vegar lagði hún ekki áherzlu á að hann hlyti neitt sérstakt nafn. En Ingimundur kunni að meta þessa breytingu hrjóstrugs hrauns í grænan gróðurreit og nefndi býlið Fagrahvamm. Hefur það haldizt síðan. Þótt breyting húsakynnanna sé ekki eins mikil og á Eyrarhrauni, þá eru þau nú allmiklu meiri en í fyrstu. T.d. er eldhúsið ekki í hinum upphaflega bæ. Hann var eitt herbergi og eldhús og var það tvennt að utanmáli 3,6×4,5 m. Svo er skemma, jafnlöng bænum en nokkru mjórri, eða um 3 m. Hliðarveggir þessa bæjar og neðri hluti gaflanna eru steyptir. Skemman er með lofti, en kjallari er enginn. Vegna síðari tíma breytinga, er vafi á um fleiri bæi en Eyrarhraun, hvort þeir eigi að teljast hér með.
Brúsastaðir
Varla má þó láta hjá líða að minnast á Brúsastaði, þó að stækkun frá því um 1925 hafi breytt útliti bæjarins mjög. Þessi bær var byggður árið 1914 af Eyjólfi Kristjánssyni, bróður Engilráðar. Hann hafði byrjað búskap með konu sinni, Ingveldi Jónsdóttur, á hinu gamla býli Langeyri, en síðar byggðu þau nýbýlið Hraunhvamm. Þau eignuðust mörg börn, sem flest eru á lífi. Það elzta þeirra, Þórður, hefur búið á Brúsastöðum, ásamt konu sinni, Salome Salómonsdóttur, frá því að foreldrar hans fluttust í þéttbýli kaupstaðarins árið 1932. Brúsastaðabærinn er gott dæmi um steinbæ. Hliðar og neðri hluti gafla er hlaðið og „kastað í“. Hann er um 7 m langur og yfir 5 m breiður. En innanmál er miklu minna, því að þessir hlöðnu veggir eru mjög þykkir. Auk áðurnefndrar viðbyggingar, sem öll er steypt, hefur verið byggt við innganginn á svipaðan hátt og í Fagrahvammi, Jxótt ekki sé Jxað notað sem eldhús. Þeim megin við bæinn er útihús, nokkru yngra en hann, en hefur þó fengið á sig virðulegan elliblæ, ef svo mætti segja.

Brattakinn

Brattakinn 19.

Ekki þarf orðum að því að eyða, að enn eru ónefndar nokkrar byggingar sem liggja á mörkum þess að þeirra sé getið. Í bænum á Steinum býr enginn, enda er hann ekki hæfur til þeirra hluta lengur, en mynd af honum hefur birzt hér í blaðinu.
Á húsinu Suðurgötu 35 B hefur frá upphafi verið kvistur, sem tekur af því bæjarsvipinn. Og Brattakinn 19, sem upphaflega var sumarbústaður Jóns Mathiesen, getur varla talist til bæja.
Dalbær, sem Sumarliði Einarsson flutti vestur að mörkum Hafnarfjarðar og Garðahrepps, er orðinn óþekkjanlegur sem bær og Hraunhvammur er hinum megin við mörkin.
Að þessu athuguðu læt ég því staðar numið. Mér er ljóst að þessu verki er í mörgu ábótavant, meðal annars er mjög misjafnt hve ýtarlega er greint frá íbúum bæjanna. En þakka vil ég öllum þeim sem hafa veitt mér upplýsingar og bið svo lesendur að dæma villurnar vægt.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 21. árg. 15.12.1962, Bæir í bænum – Magnús Jónsson, bls. 16-18.

Fagrihvammur

Fagrihvammur.

Ölkeldurháls

Í Sæmundi Fróða árið 1874 er m.a. fjallað um ölkeldur undir fyrirsögninni „Húsaapótek fyrir Íslendinga„:
„Í Henglafjöllum eru margar ölkeldur; þær eru ljúffengar, en eigi mjög sterkar; flestar þeirra eru heitari en ölkeldurnar fyrir vestan, að undanteknum þeim við Lýshól í Staðarsveit, sem hafa rjett mátulegan baðhita, og mynda ágætt ag olkelduhals-991styrkjandi bað; er hörmung til þess að vita, að slíkt bað með þess ágætu áhrifum eigi er við haft sem skyldi, þar sem þó án efa margir heilsuleysingjar gætu haft hið mest gagn af því, og það þykist jeg sannfærður um, að væri slíkt bað sem það við Lýshól til erlendis, nálægt fjölbyggðum borgum, mundi það mikil auðsuppspretta. Ölkeldurnar á Ölkelduhálsi, suðaustanvert við Henglafjöll, hafa í sjer talsvert kolasúrt natron og kali, og mundu því einkar góðar gegn magnleysisgigt, enda hef jeg heldur sjeð góð áhrif af því vatni gegn veiklun í mænukerfinu.“
Jón Hjaltalín ritaði Jóni Sigurðssyni „Bréf frá Íslandi“ er birtist í Nýjum félagsritum árið 1853. Þar fjallar hann m.a. um ölkelduvatn til lækninga:
„Á fyrri tímum notuðu forfeður vorir hvera-vatnið í laugar sínar, og var það samkvæmt þeirra siðvenju um öll lönd; nú þykir löndum vorum það ekki ómaksins vert að lauga sig, heldur láta þeir skarnið sitja utan á sér alla æfi sína, eins og það væri einhver dýrgripur, sem maður mætti ekki án vera. Rétt fyrir utan höfuðbæ vorn liggur einhver hin ágætasta laug, en ekki er mér það kunnugt, að Reykvíkingar noti hana til að gjöra þar baðstofur, og enginn umbúnaður sæist þar til þess, þó að allir megi sjá, að nátttúran hefir lagt þar allt upp í hendurnar á mönnum, og hvers getur þá verið að vænta hjá kotúngunum, þegar þeir sem búa í höfuðbænum hirða ekki um slíka hluti, því það lítur þó svo út, sem þeim bæri að ganga á undan öðrum með góðum fyrirdæmum, bæði í þessu og öðru.

olkelduhals-996

Það þyrfti heldur ekki að kosta bæjarmenn mikið, að láta byggja laugahús inni við Laugarnes, og lángtum minni vorkun er þeim á því, en einstaka bændum uppí sveitum, sem bæði vantar efni og samtök til slíkra hluta; en það er á hinn bóginn eins þarflegt fyrir Reykvíkinga, eins og alla menn í heimi, sem vilja vernda heilsu sína, að lauga sig með jafnaði, og er vonanda, að höfuðbær vor fari að fylgja allra mentaðra manna siðum í þessu efni sem bráðast.
Fyrst eg er nú að hugsa um hverana, þá þykir mér tilhlýðilegt að fara nokkrum orðum um ölkeldurnar hjá okkur, því það sýnist nú að vera komið að því, að menn ætli að fara að nota þær sem almennt læknismeðal. Mér var sagt í Reykjavík, að Skapti Skaptason léti fólk fyrir austan fjall drekka ölkelduvatn nokkuð frá Ölkelduhálsi fyrir ofan Reykjakot; eg sendi þá boð eptir Skapta, og töluðum við saman um þennan hlut og kom okkur báðum saman um, að Skapti talaði bæði greinilega og skynsamlega um þetta efni. Skapti sagði mér, að á Ölkelduhálsi væri ein góð Ölkelda og hefði hann látið ýmsa fyrir austan fjall drekka vatnið úr henni sem læknismeðal; hann kvaðst jafnan hafa látið fólk byrja með lítinn skamt af vatninu í senn, en þá lét hann drekka meira þegar frammí sótti og menn voru farnir að venjast við það. Hann talaði eins greinilega og skilmerkilega um allt, sem þetta áhrærði, svo að báðum okkur læknunum fannst um, hversu nærgætnislega hann skýrði frá ýmsum hlutum þetta efni áhrærandi.
olkelduhals-995Eg fór síðan fleirum sinnum uppá þennan svokallaða Ölkelduháls, og fann eg þar ýmsar ölkeldur, sem fyrrum hafa verið ókunnar, var ein þeirra álíka og stór laug og býsna heit; hjá ölkeldu þeirri, er Skapti hafði látið sækja í, var hlaðin varða og liggur hún nærfellt á miðjum hálsinum, norðanvert við veginn, þegar farið er ofan að Reykjakoti. Eg lét tvisvar sinnum sækja ölkelduvatn í hana og var eg fyrst sjálfur með að fylla flöskurnar og lakka fyrir þær, og tókum við þá hátt á annað hundrað flöskur, sem eg hafði handa veikum og gafst mér vatn þetta einkar vel, en þó er það ekki nærri eins megnt og ölkelduvatnið í Rauðamels-ölkeldu, enda hygg eg hana bera af öllum ölkeldum á Íslandi, og mun hún jafnvel sterkari en flestar ölkeldur á þjóðverjalandi. Eg talaði við ýmsa sjúklinga, sem drukkið höfðu ökelduvatnið frá Ölkelduhálsi, og bar öllum saman um, að þeim hefði orðið léttara við það, og var þó öll von að vatnið hefði mist hið mesta af afli sínu hjá þessum sjúklingum, því þeir höfðu látið sækja það á leiglum, en slík vötn má ekki láta á tré-ílát, ef þau eiga að halda sér. Það er vonanda, að fyrst að menn eru farnir að komast uppá, að drekka ölkelduvatn og hveravötn sér til heilsubótar, þá muni þessu fara fram þegar tímar líða, ef menn vantaði ekki áræði og fyrirsögn, sem altend þarf með, ef allt á að fara í góðu lagi.“

Heimild:
-Sæmundur Fróði, 1. árg. 1874, 12. tbl., bls. 188.
-Ný félagsrit, 13. árg. 1853, bls. 6 og 11-13.

Ölfusölkelda

Ölfusvatnsölkelda.

Siglubergsháls

Þegar unnið var að undirbúningi Suðurstrandarvegar var framkvæmd fornleifaskráning á og við fyrirhugað vegstæði. Þetta var árið 1998. Árið 2000 var hlutaðeigandi skrásetjari sendur til baka um svæðið með skottið milli lappanna og gert að framkvæma aðra og betri fornleifaskráningu. Við það bættust ótal minjar, sem ekki virtust hafa verið til áður skv. fyrri skráningu.

Skálavegur

Gamli vegurinn að Skála um Siglubergsháls – nú horfinn vegna framkvæmda.

Gerð var fyrirspurn um nokkrar fornminjar til viðbótar og kom þá í ljós að þær höfðu missést í yfirferðinni. Enn var spurt um tilteknar fornminjar, t.a.m. gamla vagnveginn yfir Siglubergsháls, en hans var ekki getið í hinum nýjustu skrám. Hann sást reyndar mjög greinilega á þremur stöðum í Siglubergshálsi, en fallegasti hluti vegarins var skammt ofan við Skökugil. Loks, svona til að friða áhyggjufulla, var kveðið úr um að menn þyftu ekki að hafa áhyggjur af þeim kafla vegarins – „hann væri utan við fyrirhugað vegstæði Suðurstrandarvegar“.
Í dag er búið að leggja þennan hluta Suðurstandarvegar – og þessi kafli gömlu þjóðleiðarinnar er jafnframt með öllu horfinn, ekki undir veginn heldur vegavinnuvélar þær er notaðar voru við vegargerðina. Þeim stjórnuðu menn, sem eflaust hefur aldrei verið sagt að gæta varúðar vegna hugsanlegra minja á þessu svæði. Þessi fallega gamla þjóðleið er ágætt (eða vont) dæmi um orð og efndir þegar að minjum og verndun þeirra kemur. En þannig hefur þessu líka verið varið – um allt of langt skeið.

Siglubergsháls

Vegur um Siglubergsháls.

Fyrrum voru ekki til launuð ráð og ábyrgar nefndir, sérstakar umsagnarstofnanir og aðhaldmiklir eftirlitsaðilar er gæta áttu að því að allt gengi eftir leyfum samkvæmt, líkt og nú á að vera raunin. Þrátt fyrir slíkar ráðstafanir var engu framangreindu til að heilsa á Siglubergshálsi árið 2006 – ekkert ráð, engin nefnd, engin stofnun og enginn eftirlitsaðili gætti að gömlu götunni, sem sést á meðfylgandi mynd. Öllum virtist svo nákvæmlega sama – enda var hún kannski ekki gatan þeirra. Þarna brugðust allir sem brugðist gátu – og enginn er ábyrgur.
Hvað um aðrar minjar á Skaganum? Eiga þær von á að verða fórnað vegna andvaraleysis, afskiptaleysis og jafnvel áhugaleysis þeirra er að eiga að gæta skv. lögum. reglum starfslýsingum, stofnanasamþykktum, árangursstjórnunarsammingum og öðru sem nafn hefur verið gefið í seinni tíð, en enginn veit hver tilgangurinn er með?
SVONA ER ÍSLAND í DAG. Þrátt fyrir allar ákvarðanir, ráð, nefndir, eftirlitsaðila og annað má reikna með að fleiri merkar minjar, hin áþreifanlegu tengsl landsmanna við fortíðina, fari forgörðum í framtíðinni, ein af annarri, ef vinnubrögðin eiga að vera eins og að framan greinir.

Siglubergsháls

Festarfjall.

Hellisheiðarvegur

Í „Lýsingu Ölveshrepps 1703“ eftir Hálfdan Jónsson er m.a. getið um nokkrar leiðir í hreppnum:
hellisheidarvegur-779„[Lýsing Ölveshrepps, sem hér fer á eftir, er prenfuð eftir AM. 767 4fo. Er það lítið kver, 52 blöð í ekki stóru broti. Í kveri þessu eru tvö handrit af lýsingunni, og er hið síðara afrit af hinu fyrra. Ber þar ekki á milli, enda er hér ekkert tillit tekið til afrits þessa. Um handrit það, sem hér er farið eftir, er það að segja, að um það hefir Árni Magnússon gert svo fellda athugasemd á smámiða, er nú fylgir kverinu: „Fva Haldane Jonssyne á Reykium i Olvese og er hn author þessa ut puto“. Þykist sá, sem þetta ritar, hafa gengið úr skugga um það, að handritið sé með eiginhendi Hálfdanar Jónssonar. Hitt er vafalaust, að lýsingin er samin af Hálfdani, þótt Arni Magnússon kveði ekki fastara að orði en þetta, að hann ætli, að Hálfdan sé höfundurinn].
Þegar áður greindar sanda auðnur (með sjávarsíðunni kringum Þorlákshöfn og undir Selvogsheiði sig útstrekkjandi) minnka, tekur til megin byggðin með fjallgarðshlíðunum í röð austur eftir sveitinni, allt til Þurrárhrauns. Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðar lönd taka til Suðurnesja jarða.
Fyrir austan Valhnúk er strax Gnúpahnúkur, með miklum hömrum, nær því allt að Gnúpastíg, hver eð liggur fyrir ofan Gnúpatún upp á fjallið, brattur yfirferðar, og samtengist við almenningsveginn á sunnanverðri Hellisheiði, þar Hurðarásvötn heita.
Fyrir austan áðurnefndar Bæjaþorpsjarðir, en vestan Varmá, liggur almennings vegur yfir fjallgarðinn á Suðurnes og í Kjalarnesþing, fyrst upp á Kamba áðurnefnda, síðan vestur yfir Hellisheiði, hver að austanverðu hefur mikla mosa, með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestri partur er víða með sléttum hellum af hraungrjóti, án gatna, nema þær hestanna járn hafa gjört og auðsjáanlegt er þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og við veginn hlaðnar til leiðarvísis. — Fyrir sunnan heiðarhraunið liggur áðurnefnd Hverahlíð með mosum og grasi. Upp á hlíðinni er hátt fell, mjög blásið, þó án hamra, er Skálafell nefnist, með vatnsstæði. Á þessu felli var skáli Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnáma manns, hvar af þetta fell hefur sitt nafn dregið, sem Landnáma ávíkur.
Af þessu téðu felli er víðsýnt um Árnessýslu, hellisheidi-779Rangárþing item Vestmannaeyja og Gullbringusýslu. Vestur af Hellisheiði liggur almennings vegurinn ofan Hellisskarð, vestur yfir Hvannavelli, um endilangt Svínahraun og á Bolavelli, þaðan fyrir sunnan Lyklafell og vestan til í Fóelluvötnum, síðan með þeirri á, er úr vötnunum rennur, allt á Fossvelli og að Tröllbörnum etc.

Upp í hnúknum fyrir norðan fyrrnefnt Hellisskarð er sá stóri steinn einstakur, er Búasteinn kallast, við hvern stein varðist Búi Esjufóstri, sem saga hans tilvísar. Sama saga nefnir Hellisskarð Öxnaskarð, og mun þá hafa sitt nafn öðlast af nautarekstrum Ölves innbyggara vestur yfir heiðina. — Á norðanverðum Hvannavöllum, er strax taka til fyrir neðan skarðið, stendur sælhús (ei langt frá veginum) so kallað, hverju allt til þessa tíma Ölves innbyggjarar hafa uppi haldið vegfarandi fólki harla nauðsynleg á vetrartímanum tii innvistar. Er og lofsvert, að þetta sælhús ei niður falli. Fyrir sunnan Húsmúlann, er liggur í útsuður undan Hengilsfjallinu, en fyrir norðan Hellisskarð, liggja Sleggjubeinsdalir. Þar er náttstaður vesturleitarmanna úr Ölvesi, þá afréttinn á haustin leita. I vestur og útnorður frá sælhúsi og með Húsmúlanum liggja miklir grasvellir, nefndir Norðurvellir, og strekkja sig út allt suður undir Svínahraun, nær því undir Bolavelli, en endast þó þar Uxabrekkur heita. Inn með Hengilsfjallinu liggur dalur og fyrir norðan Húsmúlann, er Engidalur kallast. Úr honum rennur lítil á vestur eftir Norðurvöllunum, fyrir norðan Bolavelli en austan Lyklafell, og fellur síðan í Fóelluvötn.
Þessi eru haldin sýslumót milli Árnessýslu og Kjalarnesþings, fyrst er Vilborgarkelda, er liggur á Mosfellsheiði, fyrir vestan Heiðarbæ. Þaðan ræður Laufdælingastígur í vestur liggjandi eftir heiðinni allt í nyrðri Lyklafellsenda. Síðan í þann einstaka stein, er stendur við Hellisheiðarveginn á melnum fyrir sunnan Lyklafell, er kallast Sýslusteinn.“

Heimild:
-Andvari, 61. árg. 1936, 1. tbl., bls. 57-78.

Núpastígur

Núpastígur.