Hópssel

Gengið var eftir gamla vagnveginum er lá úr Járngerðarstaðahverfi framhjá og ofan við Hóp að Þórkötlustaðahverfi og áfram að Hrauni. Sunnan vegarins má enn sjá hina fornu götu er lá á milli hverfanna. Ofan við Klöpp/Teig var gömlu þjóðleiðinni frá Þórkötlustöðum fylgt upp á Skógfellastíg (-veg/Vogaveg). Þar sem gatan kemur inn á veginn skammt sunnan Sundhnúks eru gatnamót götu er lá upp frá Járngerðarstöðum. Þaðan var haldið eftir Reykjaveginum til vesturs inn fyrir Hagafell að Gálgaklettum, síðan til baka og Jángerðarstígsgata Skógfellavegar fetuð niður í Járngerðarstaðahverfi.

Lagt af stað

„Allir leiðir liggja til Rómar“ var sagt fyrrum. Á sama hátt má segja að fyrrum hafi  „allar götur hafi legið til Grindavíkur“. Grindavík var t.d. um aldir ein mesta „gullkista“ Skálholtssbiskups. Afurðir þaðan brauðfæddu alla skólasveina stólsins sem og heimilisfólkið, þ.á.m. biskupinn sjálfan. Sagt er og að biskupinn hafi af og til nartað í fisk frá Grindavík, öðrum til samlætis. Aðal útflutningsafurðir Biskupsstóls komu og frá Grindavík. Það þarf því engan að undra að göturnar fyrrnefndu hafi markast djúpt í hraunhelluna undan hinni miklu umferð – því flestir, sem komu til Grindavíkur, fóru reyndar þaðan aftur, sumir þó seint og um síðir.

Fræðsla

Grópför gatnanna í hraunhellunni gætu jafnvel verið eldri en byggðin, þ.e. landnám Molda-Gnúps árið 934. Sundhnúkahraunið að austanverðu er t.d. 2400 ára. Eldvarpahraunin eldri, sem verja undirstöðuna að vestanverðu, eru frá svipuðum tíma. Um Sundhnúkahraunið liggur Vogavegurinn (Skógfellastígur) frá Járngerðarstöðum, Hópi og Þórkötlustöðum upp fyrir Skógfellin (algengt var að götur voru nefndar eftir ákvörðunarstað, sbr. Selvogsgötu frá Hafnarfirði í Selvog er einnig var nefndur Suðurfararvegur)). Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Vegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi“.

Gamli vagnvegurinn

Um eldri Eldvarparhraunin lágu Skipsstígur frá Járngerðarstöðum og Árnastígur frá Húsatóftum. Þessar götur sameinuðust í eina við ofanverðan Rauðamel og enduðu í Njarðvíkum.
Í örnefnalýsingu fyrir Járngerðarstaði segir: „Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana en þeir reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum) eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli og hét þar Skipsstígur“. Sumir hafa nefnt stíg þennan Skipstíg (Skipsstíg) eða Skipastíg. Ekkert af því er vitlausara en annað.

Gatan

Hluti Skipsstígsins, norðvestan undir Lágafelli, var gerður upp sem vagnvegur skömmu eftir aldarmótin 1900. Um var að ræða atvinnubótavinnu er dugði skammt við endurnýjun vegarins og aðlögun hans að nútímakröfum þar sem stígurinn lá um Lágafellsheiðina þar sem nú er loftskeytastöð. Þá segir: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“

Skógfellavegur

„Prestastígur“ hefur jafnan verið genginn í seinni tíð, en hans er hvorki getið í örnefnalýsingum fyrir Húsatóftir né Stað. Í örnefnalýsingu sem Vilhjálmur Hinrik Ívarsson gerði fyrir Hafnir er heiti götunnar ekki heldur nefnt, einungs: “ Til norðvesturs er feikistór hóll upp af gjárbarminum og heitir hann Presthóll. Meðfram honum lá hestagata frá Kalmanstjörn og undir Haugum til Grindavíkur. Vegur þessi var varðaður og standa margar vel enn í dag“. Prestastígur var reyndar til forðum, en þá lá hann frá Höfnum að Stað – um Hafnaheiði. Vörðubrot yfir heiðina gefa legu hans til kynna. Sú gata, sem seinna hefur verið genginn, og vörður upp hlaðnar, hefur fremur verið farin til skemmtunar en gagns því vörðurnar voru hlaðnar eftir að Staðarprestur hætti að þjóna Höfnum. Það á þó einungis við um nyrðri hlutann, þ.e. norðan Sandfellshæðar. Syðri hlutinn er hluti af gömlu götunni milli Staðar og Hafna. Prestarstígurinn er þó allur eftir sem áður áhugaverð leið fyrir þá sem nenna að hreyfa sig og vilja kynnast stórmerkilegri jarðfræði Reykjaness, s.s. flekakenningunni (Haugsvörðugjá), gosmyndunum á sprungureinum (Eldvörp og Stampar (Hörsl)) og tilurð nútímahrauna í bland við stórkostuleg dyngjugosin í Sandfellshæð, Háleyjabungu og Skálafelli.
Hér að framan hefur verið minnst á aðalleiðirnar, s.s. Árnastíg versus Skipsstíg, Skógfellastíg (Vogaveg og Grindavíkurveg) og Prestastíg. Aðrar leiðir lágu og til Grindavíkur eða millum hverfanna í Grindavík.  Auk þess lágu leiðir að tilteknum stöðum, s.s. selstígar frá Stað og Járngerðarstöðum að Baðsvallaseljunum og síðar upp á Selsvelli undir Núpshlíðarhálsi, frá Hópi að Hópsseli undir Selhálsi og frá Hrauni að Hraunsseli millum Þrengsla.

Götur

Sandakravegurinn millum Ísuskála (Ísólfsskála) kemur inn á seinni tíma kort og þá þjóðleið með sunnan- og vestanverðu Fagradalsfjalli. Áþreifanlegi merki eru þó um hann frá Sandhól áleiðis millum Skógfellanna, djúpt markaðan í hraunhelluna. Þarna mun hafa verið þýðingarmikil aðflutningsleið fyrrum, bæði að Selatöngum og fyrir austanmenna að verunum á norðanverðum Reykjanesskaganum, s.s. á Vatnsleysuströndinni.
Þá er í örnefnalýsingu getið um Gyltustíg: „Vestan við Klifhól, utan í fjallinu [Þorbirni] vestast, er Gyltustígur, eins konar hraunveggur (sjá HÉR). Hann er vestarlega í Þorbirni að sunnanverðu frá Lágafellstagli og upp úr“.
GengiðInnanhverfagötur má nefna t.d. Hraunkotssgötuna milli Hrauns og Hraunkots, þeirra austastur í Þó

rkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðagötuna millum Hrauns og Þórkötlustaða og Eyrarveginn, eða Randeiðarveginn, millum Hrauns og Járngerðarstaða. Sú gata var einnig nefnd Kirkjugatan því hún var jafnframt kirkjuvegur Þórkötlustaðabúa um eiðið út að Staðarkirkju áður en kirkjan var flutt í Járngerðarstaðahverfi og endurvígð það árið 1909 og eiðið var grafið inn í Hópið. Sjá og örnefnalýsingu: „Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna (LJ). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er Við Gálgaklettanorðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi“. Síðar kom fyrrnefnd gata (vagnvegurinn) milli Þórkötlustaðahverfis og Járngerðarstaðahverfis um Hóp. Lá hún um svonefnda Kirkjuhóla og ofan hverfisins um „garðhliðið á Hrauni“.
Enn má nefna, þótt stuttur hafi verið, svonefndan „Hópsanga“, frá Hópi upp á Skógfellastíg (Grindavíkurveg). Enn ein meginleiðin inn á Skógfellaveginn frá Grindavíkurbæjunum var Hraunsgata. Lá hún frá Skógfellaveginum móts við Sundhnúk, skammt ofan gatnamóta Vogavegar, og síðan niður með hraunjöðrum Beinvörðuhrauns og Dalahrauns að Vatnsheiðadyngjunni. Lá hún milli Grenhóls og Húsafjallsaxlarinnar að Hrauni.
Í SundhnúkahrauniEnn eru ótaldir Ísólfsskálavegur, bæði frá Hrauni um Skökugil upp á Siglubergsháls, bakleiðin vestan Hrafnahlíðar og Ögmundarstígurinn (sjá HÉR) og Hlínarvegurinn sem framhald af hvorutveggja til Krýsuvíkur. Einnig leið frá Þórkötlustöðumk þvert á Skógfellaveg (Grindavíkurveg) yfir sunnanverðan Sýlingarfellsháls og áfram inn á Skipsstíg móts við Lat. Allar hafa þessar leiðir ákveðið menningargildi því þær endurspegla samgöngusögu svæðisins frá upphafi mannlegra vega.
Síðasta menninngarverðmætir er krefjast mun þessa tiltils á næstu árum er gamli Grindarvíkurvegurinn, sem lagður var á árunum 1914 til 1918 (sjá HÉR). Nýjasti rennireiðarrenningur þessi varð til á sjöunda áratug 20. aldar. Auk hans liggja nú seinni tíma malarvegir vegir að Grindavík frá Reykjanesvita (upphaflega lagður 1918) og frá Krýsuvík (Ögmundarstígur og Hlínarvegur) 1956.
ÞorbjörnÍ Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hróflsson hafi numið Grindavík, líklega um 934, og Þórir haustmyrkur Vígbóðsson nam Selvog og Krýsuvík. Synir Molda-Gnúps voru Gnúpur, Björn, Þorsteinn og Þórður. Eiginkona Gnúps var Arnbjörg Ráðormsdóttir og Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrolleifssonar (á Hrauni). Í annarri útgáfu Landnámu (Hauksbók) segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir; Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík, líklega í hverju hverfanna þriggja.
ÁðLítið er vitað um byggð í Grindavík fyrstu 300 árin. Má það teljast eðlilegt því á ofanverðum 

þeim tíma hefur byggðin líklega tæmst um tíma. Um 1150 byrjaði að gjósa austan við Grindavík og aftur um 1188. Mikið hraun rann. Um svipað leyti byrjaði að gjósa að austanverðu. Um 1211 færist goshrinan nær (Eldvörpin) og enn 1226 þegar Illahraun og Afstapahraun ógna byggðinni. Ekki er ólíklegt að fólk hafi þá verið búið að fá nóg og því flutt sig til öruggari staða, a.m.k. um tíma.
Líklegt má telja að Molda-Gnúpur Hrólfsson, eða synir hans, hafi sest að þar sem nú er Hóp (aðrir nefna Þórkötlustaði. Á báðum stöðunum vottar fyrir leifum landnámsskála. Fyrrnefnda nafnið bendir til samnefnu bæjar hans í Álftaveri veturinn áður er nefnt hafði Hof, er gæti í Grindavík hafa breyst í Hóp eftir að kristni var innleidd.
Hér að framan hefur verið reynt að koma á framfæri svolitlum fróðleik um nú fjarlægar þjóðleiðir – Grindavíkurgöturnar fyrir vora daga.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Við GálgaklettaVið gatnamótin á Skógfellavegi

Grindavík

Jarðskjálftar á Íslandi verða á brotabelti á flekaskilum. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við Tjörnes. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 að stærð og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru tíðir undir brotabeltunum og undir megineldstöðvum.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin eftir jarðskjálftann 31. júlí 2022.

Reykjanesskaginn er umorpin eldsumbrotum frá fyrri tíð. Elstar eru dyngjurnar s.s. Þráinsskjöldur og Hrútargjárdyngja, þá stakir gígar s.s. Stóra-Eldborg og Búrfell og loks gígaraðir á sprungureinum, s.s. Eldvörp og Sundhnúkar. Öllum þessum umbrotum fylgja ógrynnin öll af misstórum jarðskjálftum, líkt og íbúar Grindavíkur og nágrennis hafa áþreifanlega orðið varir við í aðdraganda eldgossins í Geldingadölum í Fagradalsfjalli í aprílmánuði árið 2021.

Grindavík

Þórkötlustaðarétinn 1. ágúst 2022.

Enn og aftur, nú í júlílok og byrjun ágústmánaðar árið 2022 skelfur jörð í umdæmi Grindavíkur með tilherandi óróa. Óvenjustór jarðskjálfti varð síðdegis þann 31. júlí, eða 5.5 á Richter. Skjálftinn felldi m.a. nokkar vörður og auk þess hluta af fjárrétt Grindvíkinga í Þórkötlustaðahverfi líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í sögulegu samhengi hefur orðið manntjón, en það hefur breyst með betri byggingu húsa skv. stöðlum sem eiga að standast skjálfta sem vænt er í Íslandi.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin 1. ágúst 2022.

Hveragerði

Þorpsmyndun hófst í Hveragerði árið 1929, Hveragerðishreppur var stofnaður 1946 og varð bæjarfélag 1987. Í árslok 2021 eru íbúar Hveragerðisbæjar 2.982.

Hveragerði

Reykjafoss.

Hveragerði byggðist í landi Vorsabæjar í Ölfusi en nafnið var upphaflega á hverasvæði því sem er í bænum miðjum, sunnan og vestan kirkjunnar. Hveragerði er fyrst skráð í Fitjaannál laust fyrir 1700 þar sem sagt er frá tilfærslu goshvers í landskjálftum 1597. Af lýsingu Ölfushrepps árið 1703 eftir Hálfdan Jónsson lögréttumann á Reykjum má ætla að hverir hafi þá verið nýttir til baða, suðu og þvotta. Enn kemur Hveragerði við sögu árið 1844 þegar ákveðið var að flytja lögréttir Ölfusinga frá Hvammi í Borgarheiði við Hveragerði. Fyrsta tilraun til þurrabúðarlífs í Hveragerði tengist byggingu ullarverksmiðju við Reykjafoss í Varmá árið 1902. Vatnshjól og reimdrif knúðu vélar hennar og árið 1906 var sett upp lítil vatnsknúin rafstöð til ljósa og gatan að þjóðvegi við Ölfusréttir upplýst ári síðar, fyrsta götulýsing í dreifbýli á Íslandi.

Hveragerði

Hveragerði – grunnur ullarverksmiðjunnar.

Reykjafossverksmiðjan var rekin til 1912 og árið 1915 var hún rifin nema grunnurinn sem enn sést.
Samvinnufélag um Mjólkurbú Ölfusinga var stofnað 1928, 45 ha lands keyptir og var hverasvæðið þar í. Mjólkurstöðvarhús var byggt sumarið 1929 (Breiðumörk 26) og sama sumar risu tvö fyrstu íbúðarhúsin, Varmahlíð og sumarhús í Fagrahvammi þar sem ylrækt hófst í Hveragerði.

Hveragerði

Vatnsaflsstöðin.

Ullarverksmiðjan Reykjafoss var starfrækt við samnefndan foss í Varmá í Hveragerði á árunum 1902-1914 og sjást sökklar hússins enn. Verksmiðjan var reist til þess að vinna afurðir úr íslenskri ull og var tilraun til þess að auka arðsemi ullarinnar og íslensks landbúnaðar. Ullarverksmiðjunni var valinn þessi staður svo nýta mætti fossaflið til að knýja vélar verksmiðjunnar en einnig vegna þess að Varmá frýs aldrei, sem var mikilsvert fyrir verksmiðju sem átti að starfa allan ársins hring. Framleiðslan gekk þó ekki eins vel og vonir höfðu staðið til en lopi, sem var aðalframleiðsluvaran, þótti ekki henta nógu vel til tóskapar. Þann tíma sem fyrirtækið starfaði var því fremur haldið uppi af framfararhug og góðum vilja manna úr héraðinu en fjárhagslegri getu. Fór svo að lokum að verksmiðjan varð gjaldþrota og var húsið rifið í maí 1915 og selt á uppboði ásamt vélum.

Hveragerði

Stífla ofan við vatnsaflstöðina.

Með ullarverksmiðjunni bárust jafnframt ýmsar nýjungar sem ekki höfðu áður sést í sveitum austan fjalls. Árið 1906 var tekin í notkun lítil vatnsaflsrafstöð til lýsingar og árið eftir var sett upp götulýsing frá heimreiðinni og út að þjóðveginum við gömlu Ölfusréttir.

Fjölbreytilegar tilraunir til nýtingar jarðvarma í atvinnurekstri einkenna sögu Hveragerðis. Jarðhitasvæði í miðjum bænum og næsta nágrenni skapa Hveragerði sérstöðu meðal þéttbýla á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Heimildir:
-https://www.hveragerdi.is/is/mannlif/hveragerdisbaer/saga-hveragerdisbaejar
-https://www.facebook.com/HveragerdiSightseeing/photos/ullarverksmi%C3%B0jan-reykjafoss-var-starfr%C3%A6kt-vi%C3%B0-samnefndan-foss-%C3%AD-varm%C3%A1-%C3%AD-hverager/1607717886034702/

Hveragerði

Vatnsaflsstöðin.

Slysadalur

„Af hæðinni innan Blesaflatar liggur gatan inn á Breiðdal, sem sendinn er að sunnanverðu, en að austan og norðan samfelldur harðvellisgróður og sem tún yfir að líta.
Upp úr norðurbotni Breiðdals er farið yfir allbratt melhaft, og þegar Gvendarsel - stekkurnorður af því kemur, er komið í Syðri-Leirdal, sem er aðeins sandur og leir, og má svo heita, að samtengdur sé innsta dalnum á þessari leið — Slysadal. Það nafn mun þessi dalur hafa fengið á síðari helmingi nítjándu aldar, eftir að vinnumaður frá Krísuvík, sem var á leið til Hafnarfjarðar, missti þar ofan um ís þrjá hesta, sem allir fórust. Í öllum þessum dölum er að vísu allmikið vatn á vetrum, sem svo leggur í frostum, og ættu þeir því ekki að vera hættulegri yfirferðar en Kleifarvatn. Hér hefur áreiðanlega einstök slysni hent þennan umrædda ferðamann, þar eð hann var klaklaust kominn yfir Kleifarvatn (Saga þessi er í Þjóðs. Jóns Árnasonar I, bls. 636—37. Í nafnaskrá er gert ráð fyrir, að bærinn sé Kaldrani á Skaga, enda er Kleifarvatn ekki nefnt á nafn í sögunni. Sbr. þó Árbók fornl.fél. 1903, bls. 50.) og syðri dalina. En svo er háttað, að nyrzt á Slysadal, þar sem hann er gróinn sem tún væri, eru jarðföll nokkur, sem sennilega hafa myndazt þar, sem vatn hefur hlaupið í jörð á vorin. JarðfÖll þessi eru að vísu ekki djúp, 2—4 m, en nógu djúp til þess, að þegar vatn er og ísar yfir öliu, er í þeim meira vatn en svo, að hestar nái niðri, ef ofan í lenda. Af þessu má ráða, að ferðamaðurinn hafi verið svo óheppinn, að leið hans hafi legið yfir eitthvert jarðfallið, þar eð þau flest eru nærri götu, vatn verið hlaupið undan ísnum og hol komið milli íss og vatns, og ísinn þar með misst viðhald að neðan, sem svo leiddi til þess, að ísinn brast undan þunga hestanna. Hafi þetta slys þannig að borið, var vonlaust fyrir einn mann að bjarga hestunum, enda tókst það ekki.

Gvendarsel-231Þegar Slysadal sleppir, er komið á Bakhlíðar. Liggur gatan með þeim, um smáhæðir og daladrög, þar til komið er á Gvendarselshæð. Þar var haft í seli á síðustu öld, og sagt hefur verið, að þar hafi svo þykkur rjómi verið á trogum, að haldið hafi uppi vænni silfurskeið, aðrir segja skaflaskeifu.
Frá Gvendarseli er stutt, þar til farið er ofan af Undirhlíðum, í Kúadal, og þá komið á Krýsuvíkurleið, aðalleið, skammt sunnan Kaldársels. Þótt þessi leið væri heldur fáfarin sökum annmarka, fannst mér hún þess verð, að hennar væri að nokkru getið.
Hér skal ekki fjölyrt um Krýsuvík, þetta forna stórbýli með 10 hjáleigum sínum, — þótt nú séu bæirnir hrundir og löndin auð —, sem áður var sérstök kirkjusókn og allar þessar leiðir lágu til. Þó er hún á svo margan hátt stórbrotin og merkileg jörð, að vel væri til fallið, að saga hennar væri skráð.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49. árg., 1943-1948, FORNAR SLÓÐIR MILLI KRÝSUVÍKUR OG HAFNARFJARÐAR eftir Ólaf Þorvaldsson, bls. 93-94.

Gvendarsel

Gvendarsel.

 

Hrauntún

Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði um Hrauntún á Þingvöllum í Lesbók Morgunblaðsins árið 1984. Þar lýsir hún m.a. Hrauntúnsbænum.
Hrauntun-baerinn„Það var orðið kvöldsett, bjart yfir fjöllum og bláleit sumarmóða brá undursamlegri mýkt yfir umhverfið. Túnið fyrir innan garðinn var allt í mjúkum öldum þar sem hraunhólarnir lágu undir grassverðinum.

Mitt í þessu fagra ilmandi grængresi reis bærinn Hrauntún, hlýr og vinalegur eins og torfbæir einir gátu orðið. Tvær burstir sneru til suðurs fram á hlaðið og bæjargöngin á milli. Baðstofan var með einum sexrúðu glugga á stafni og tveggjarúðu glugga til vesturs. Stofan var meðþrísettum glugga og klædd bárujárni.
Baðstofan með eldhúsið og fjósið afturaf var allt klætt torfi. Vandlega hlaðin stétt úr hraunhellum var fyrir framan bæinn. Hlaða, fjárhús og skemma með þvottahjalli lágu við heimtraðirnar sem lágu í norður í átt að Ármannsfelli. Þrennir fjárhúskofar voru dreifðir um túnið. Austur af túninu var afgirt gerði sem notast var við sem kúahaga. Brunnhola var vestan undir baðstofuveggnum. Var þar sæmilegt drykkjarvatn þó að vatnsmagnið væri lítið. Þegar þvottar voru þvegnir í Hrauntúni varð að fara niður á Leirur og þvo við lækinn sem þar rennur enn. Þar voru hlóðir og þar við soðinn þvotturinn.

hrauntun-gardur

Framan við bæinn var kálgarður með grónum vallargarði í kring. Allt var þarna með hinum mesta snyrtibrag, hver hlutur á sínum rétta stað. Upp við bæjarvegginn reis sleggja gerð úr blágrýtishnullungi með gati sem stungið var í vænum birkilurk. Þetta var fisksleggja. Mamma barði að dyrum og út kom dökkhærður maður lágvaxinn með yfirskegg, léttur í hreyfingum og alúðlegur. Þetta var Halldór sonur Jónasar bónda sem bjó hjá föður sínum. Þeir voru menn ekki líkir.
Halldór fylgdi okkur inn göngin. Hurð lá inn í stofuna til hægri og önnur hurð inn í geymslukompu þar innar af. Gengið var upp tvö þrep inn í baðstofu til vinstri en í eldhús og fjós fyrir enda ganganna. Í baðstofu voru fjögur rúm. Jónas bóndi svaf næst glugga og var borð undir glugganum. Lítil bókahilla, full af rímnakverum og riddarasögum, var yfir fótagafli á þili.
Okkur mæðgum var vísað á rúmið gegnt rúmi bónda. Aftur af okkar rúmi svaf Bjarni Gíslason vinnumaður og Halldór gegnt honum. Ofurlítil kabyssa og tvær hillur fyrir bollapör og diska voru í hinum enda baðstofu.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 22. desember 1984, bls. 40 – Sigurveig Guðmundsdóttir.

Hrauntún

Hrauntún – loftmynd.

Straumssel

„Í ritgerð þessari vil ég minnast Guðmundar Tjörva Guðmundssonar. Hann bjó að Straumi í Hraunum. Hraunabæir nefndist syðsta byggðin í Garðahreppi, nema allra syðsti bærinn, Hvassahraun, en það er í Vatnsleysustrandarhreppi. Sú jörð liggur syðst í Setbergsbaerinn-231hraunjaðrinum að norðanverðri Vatnsleysuvík.
Þó bóndi þessi bæri tvö nöfn var hann ævinlega bara nefndur Tjörvi. Í mínum stráksaldri kynntist ég honum vel en var nærri fulltíða maður er ég varð þess áskynja að hann hefði heitið tveim nöfnum.

Guðmundur Tjörvi fæddist 16. ágúst 1850 að Setbergi í Garðahreppi. Þar búa þá foreldrar hans, Guðmundur Guðmundsson og Katrín Guðmundsdóttir. Guðmundur faðir Tjörva var sonur Guðmundar Bjönssonar, hann bjó í Hafnarfirði, Krýsuvík og víðar. Föðurmóðir Tjörva var, Dagbjört Tjörvadóttir. Þess má geta til gamans að Tjörvanafnið hefir loðað þar við ætt frá því fyrir 1700 og er þá komið úr Skagafirði, því Guðrún Tjörvadóttir sem var úr Skagafirði var langa-langamma Tjörva bónda í Straumi. Katrín móðir Tjörva var talin farsæl ljósmóðir. Þessi Katrín Tjörva móðir var þrígift, átti fyrst Halldór Halldórsson frá Hrauntúni. Aðeins er getið eins sonar þeirra, það var Halldór Halldórsson bóndi að Nýjabæ á Arnarnesi. Annar maður Katrínar var Guðmundur Guðmundsson bóndi á Setbergi. Sá var faðir Tjörva. Hann deyr 1855, þannig verður Tjörvi föðurlaus aðeins fimm ára gamall. Þriðji maður Katrínar Tjörvamóður var Guðmundur Símonarson, bóndi og hreppstjóri á Setbergi og síðar í Straumi, en þessar jarðir voru báðar í Garðahreppi. Katrín átti tvær dætur með þessum þriðja manni sínum, þær hétu Valgerður og María. Þær þóttu allfjarri því að erfa skörungsskap móður sinnar, auk þess dóu þær báðar um þrítugsaldur.

Setbergssel-231

Eins og fyrr greinir dó Guðmundur faðir Tjörva þegar drengurinn var aðeins fimm ára. Fljótlega kemur annar Guðmundur til sögunnar, sá var Símonarson. Hann varð stjúpfaðir Tjörva. Mér skilst að með þeim hafi verið knappir dáleikar, en Katrínu móður sína mat hann mikils og ræddi oft og vel um hana á sínum efri árum. Eins talaði hann oft um föðurmóður sína Dagbjörtu Tjörvadóttur. Mér þykir sennilegt að hann hafi munað vel eftir þessari ömmu sinni frá uppvaxtarárum sínum á Setbergi enda má það vel vera ef hún hefir verið enn á dögum eftir að hann fer vel að muna eftir sér.
Ekki veit ég hvenær Tjörvi flytur frá Setbergi að Straumi ásamt móður sinni og stjúpföður þó hefir það ekki verið síðar en á vordögum 1867. Eg marka það af því, að þetta tilgreinda vor sest að á Setbergi, Jón Guðmundsson. Hann var fæddur að Fossi í Hrunamannahreppi 23. desember 1824 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum fram á tólfta aldursár. Jón þessi var langafi minn. Jafnan nefndur Jón á Setbergi og er svo raunar enn þegar hans er minnst. Út frá þessu veit ég með vissu að Tjörvi hefir ekki verið eldri en á sautjánda ári þegar hann flyst að Straumi. Hvenær hann tók þar við búsforráðum er mér ekki ljóst, þó býr mér í grun að hann hafi ungur búið þar í skjóli móður sinnar löngu áður en hann tók þar við að fullu og öllu sem eigandi jarðarinnar. Eg marka þetta af munnmælasögum sem gengu þar syðra um stjúpföður hans Guðmund Símonarson.

Straumur-231

Þær herma að hann hafi búið að nokkur leyti sér, m.a. haft selstöðu við norðanverðar Undirhlíðar sem er í afréttarlöndum Garðahrepps. Þar er enn þekkt örnefnið Gvendarsel og Gvendarselshæð, einnig var talað um Gvendarselshellir. Þessi örnefni áttu að vera kennd við þennan sama Guðmund sem var Tjörva fóstri.
Tveir eldri bræður mínir, Guðmundur sem bjó á Kluftum og Diðrik sem bjó á Kanastöðum þekktu vel hellisskútann og töldu hann bera með sér glögg mannvistareinkenni.
Útilokað er að þarna sé málum blandið varðandi Straumssel, sem var og er þekkt örnefni miklu vestar og sunnar í hraunbreiðunni. Þetta er sunnarlega í heimalöndum Straumsjarðarinnar. Mér þykir líklegt að Tjörvi hafi tiltölulega ungur verið farinn að búa í Straumi nokkuð sjálfstætt áður en hann hlaut þar fullt forræði yfir jörðinni. Kona Tjörva var Arnleif Stefánsdóttir frá Sviðholti af efnuðu og velmetnu fólki komin. Þau Arnleif og Tjörvi bjuggu að Straumi meðan þeirra samvistir entust. Einkadóttir þeirra hlaut að nafngjöf Stefanía Guðlaug, hún fæddist 2. september 1883. Henni varð ekki auðið langra lífdaga, því hún lést úr bráðaberklum sextán ára gömul laust fyrir aldamótin 1900.
Ég veit ekki hvaða ár Tjörvi missti Arnleifi konu sína. Eftir að hann varð ekkjumaður bjó hann lengi með ráðskonu, fyrst að Straumi Gvendarsel-231og svo í svonefndum Tjörvabæ í Hafnarfirði.

Fyrr á tíð þótti Straumur góð bújörð. Áður fylgdi jörðinni allmargar hjáleigur sem áttu þar að mestu óskipt land með heimajörðinni en voru a.m.k. sumar í séreign ábúenda seinni árin sem þær voru í byggð. Þær hétu: Litli-Lambhagi, Stóri-Lambhagi, Gerði, Þorbjarnarstaðir, Þýskabúð og Péturskot.
Tjörvi þótti góður bóndi. Sauðfjárbúskapur mun hafa verið traustasta undirstaða búskapar í Hraununum. Vetrarbeit reyndist þar farsæl og örugg í flestum árum, bæði til fjalls og fjöru. Sölvareki á hausti og í vetrarbyrjun var árviss við Þórðarvík skammt frá Lambhagabæjum. Kvist- og lyngbeit ágæt upp um hraunlandið.
Á Reykjanesskaganum er oft æði úrkomusamt þá komu sauðkindinni oft til góða öll þau skútaskjól sem hraunlandið býður þar upp á. Áður hafa Hraunamenn efalítið stólað talsvert á sjávarafla sér til búdrýginda, þó trúi ég að Innnesjamenn hafi verið þeim aðsætnari á því sviði. Þetta má teljast fullkomlega eðlilegt þegar til þess er litið að Hraunabyggðin bauð upp á tiltölulega trausta afkomu af sauðfjárbúskap. Straumsvík var lygn vogur sunnan við bæinn í Straumi, farsæll og öruggur lendingarstaður.
Gudjon Gudmundsson-231Áður en Tjörvi gekk í hjónaband eignaðist hann son sem Guðjón var nefndur. Móðir þessa drengs hét Oddbjörg. Ekki veit ég með hve miklum dáleikum þessum Tjörvasyni var tekið þegar hann kom í þennan heim. Oftar en ekki reynist sú ánægja eitthvað blendin þegar „holubörn“ eiga í hlut. Hitt veit ég með vissu að enga lifandi afkomendur ætti Tjörvi ef Guðjón þessi hefði ekki komið til sögu í þessu efni.
Mér er ekki kunnugt um hver afskipti Tjörva hefur haft af syni sínum á þeim árum sem drengur þessi óx úr grasi. En ljóst er af framvindu mála að Straumsbóndinn byggir syni sínum hluta af eignarjörð sinni í þann mund að Guðjón staðfestir ráð sitt. Kona Guðjóns hét Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum í Hraunum. Ég veit engin deili á Guðmundi þessum önnur en þau að hann var seinni maður Ragnheiðar húsfreyju á Óttarsstöðum og Þorbjörg var einkabarn þeirra. Ragnheiður var Hannesdóttir frá Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Hennar ættir víðar um Flóa og ofanvert Árnesþing. Styttra varð í búskap þessara ungu hjóna en til stóð, því konan deyr skyndilega, þá ný stigin upp af sæng eftir sinn fyrsta barnsburð. Þannig tvístraðist þessi fjölskylda. Litla stúlkan sem þessi ungu hjón eignuðust var látin heita Þorbjörg Stefanía, bar því nafn móður sinnar og hálfsystur föður síns, sem var Stefanía Guðlaug Tjörvadóttir, en hennar er getið hér að framan. Guðjón kemur Þorbjörgu litlu dóttur sinni í fóstur hjá ömmu hennar Ragnheiði Hannesdóttur á Óttarsstöðum. Hann hrökklast fljótlega frá búskap sínum í Straumi. Enn stóðu opnar dauðans dyr gagnvart afkomendum Tjörva, því Guðjón sonur hans er allur sex árum síðar, þá var Þorbjörg dóttir hans á sjöunda ári.
Þegar hér er komið sögu var þessi litla stúlka Þorbjörg Stefanía eini þálifandi afkomandi Tjörva í Straumi. Þegar Þorbjörg þessi er uppkomin giftist hún Vilmundi Gíslasyni frá Kjarnholtum í Biskupstungum, þar hófu þau búskap á vordögum 1924. Þau bjuggu í Kjarnholtum til vors 1934, en þá flytjast þau að Króki, sem er smábýli í Garðahverfi. Þessi dapurlegu bústaðaskipti komu ekki til af góðu.

Bjarni Bjarnason-231

Vilmundur frændi minn lenti í alvarlegum og langvarandi veikindum, fyrir þær sakir neyddust þessi ungu hjón til að hverfa frá blómlegu búi og afburða góðri bújörð, sem þar að auki var föðurleifð Vilmundar. Þau Þorbjörg og Vilmundur eignuðust fjögur börn, þau systkini og þeirra niðjar eru eina fólkið, sem eru afkomendur Tjörva fyrrum bónda í Straumi.
Þegar Tjörvi brá búi seldi hann Bjarna Bjarnasyni, skólastjóra jörðina og áhöfn að stærstum hluta. Ekki veit ég með vissu hvenær þau kaup gerðust. Ég tel víst að það hafi verið um 1925 eða jafnvel fyrr.
Bjarni var kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1912 -1915 og skólastjóri við sömu stofnun 1915 – 1929. Jafnframt stundakennari öll árin 1912 – 1929 við Flensborgarskólann. Hann keypti Straum í Hafnarfirði og rak þar búskap 1918—1930. Þegar Bjarni fer frá Straumi tekur hann við skólastjórastarfi að Laugarvatni og var löngum kenndur við þann stað frá þeim tímamótum.
Tjörvi andaðist 6. febrúar 1934. Eftir fráfall Tjörva bjó Gerða gamla í bænum sem
alltaf var við hann kenndur eftir að þau settust þar að. Þarna átti hún samastað allt til síns endadægurs. – Jón í Skollagróf.“

Heimild:
-Litli Bergþór, 20. árg. 1999, bls. 26-30.

Gamli Setbergsbaerinn-2331

Gamli Setbergsbærinn.

 

 

Selsvellir

Gengið var inn á Selsvelli til suðurs með vestanverðum Núpshlíðarhálsi. Fagurt umhverfið allt um kring. Trölladyngjan að baki, Keilir og Moshóll á hægri hönd, Kúalágar og Selsvallafjall á þá vinstri og Hraunsels-Vatnsfell framundan.

Selsvellir

Við selstóftir á Selsvöllum.

Á tveimur stöðum á Völlunum er miklar selsrústir. Allir Grindavíkurbæirnir nema Hraun höfðu þar selstöðu. Hraunsselið er nokkru sunnar með hálsinum, neðan svonefndra Þrengsla. Þar var síðast haft í seli á Reykjanesi eða til ársins 1914. Sogavallalækirnir tveir renna um sléttuna.
Austan á Völlunum, upp undir Selsvallafjalli eru tóttir eldri seljanna. Ein er þeirra stærst, en neðan hennar eru allnokkrar húsatóttir. Gengið var spölkorn áfram til suðurs og síðan beygt eftir gamalli götu svo til þvert á Vellina. Gatan, sem hefur verið nokkuð breið, liggur að nýrri seljunum suðvestast á Völlunum. Þar eru a.m.k. selstóttir á þremur stöðum, auk stekkja og kvía. Miðstekkurinn, sem er einna heillegastur, mun hafa verið notaður sem rétt af Vogamönnum, nefnd Vogarétt.

Selsvellir

Sel við Selsvelli.

Selsstígnum til vesturs frá seljunum var fylgt inn í hraunið. Eftir u.þ.b. 500 metra kom hann inn á gömlu leiðina frá Hraunssels-Vatnsfelli. Þeirri götu var fylgt áfram til vesturs, en hún greinist fljótlega í tvennt. Einn hópurinn fylgdi gömlu slóðinni að fellinu, en annar fór slóð er lá til vinstri. Sú gata liggur inn á breiðan stíg er liggur frá Hraunssels-Vatnsfelli nokkru sunnar en hinn og áfram austur yfir tiltölulega slétt helluhraun. Þessi gata er mun greiðfærari en sú nyrðri, en ekki eins klöppuð. Vestast í hrauninu nær slétt mosavaxið helluhraunið til suðurs með fellinu. Engar vörður voru við þessa stíga. Syðri stígnum var fylgt til austurs og var þá komið inn á Selsvellina u.þ.b. 500 metrum sunnan við selstóttirnar.

Selsvellir

Tóft við Selsvelli.

Ljóst er að vestanverð nyrsta gatan hefur verið mest farin. Syðsta leiðin liggur beinast við Grindavík, en sú nyrsta liggur beinast við vatnsstæðinu á Hraunssels-Vatnsfelli. Selstígurinn í miðjunni er greinilega leiðarstytting á þeirri götu að og frá seljunum. Tvennt kemur til er skýrt gæti hversu nyrsta gatan er meira klöppuð en hinar. Gatan er einungis meira klöppuð að vestanverðu eftir að selsstígurinn kemur inn á hana. Í fyrsta lagi gæti það verið vegna þess að gatan var notuð til að komast að og frá vatnsstæðinu. Vesturendi hennar bendir til þess að hún hafi einungis legið upp að því. Þegar 500 fjár og 30 naugripir arka sömu götuna fram og til baka sumarlangt í nokkur hundruð ár eru ummerkin eðlileg. Aðdrættir og fráflutningur hefur líklega farið um hluta götunnar, en þá verið beygt út af henni á tengigötuna inn á þá syðri og áfram suður með austanverðu Hraunssels-Vatnsfelli.

Selsvellir

Selsstígurinn að Selsvöllum.

Til stendur að fara fljótlega upp Drykkjarsteinsdal og áfram á leið að vestanverðum hraunkantinum og fylgja honum þar til suðurs. Í öðru lagi gæti þarna verið um gamla þjóðleið að ræða og gæti stígurinn þvert á Selsvellina gegnt henni skýrt það. Sú gata liggur í áttina að grónum sneiðing í Núpshlíðarhálsi, en þar virðist hafa verið gata upp hálsinn. Þetta þarf allt að skoða betur í enn betra tómi síðar.
Veður var frábært – logn, 16 °C hiti og sól.
Gangan tók u.þ.b. 2 klst.
Sjá MYNDIR.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Reykjanesskagi

Málfríður Ómarsdóttir skrifaði í apríl 2007 ritgerð með yfirskriftinni; „Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp„. Þar sem efnið er vel unnið og á brýnt erindi til áhugafólks um Reykjanesskagann verður hluti textans birtur hér.
Jarðfræðikort af Reykjanesskaga

„Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu sem liggur þvert í gegnum Ísland og er í raun ofansjávarhluti af Reykjaneshryggnum en hann liggur neðansjávar suðvestur í haf. Hann er hluti af Atlantshafshryggnum og hefur um langt skeið dregið að sér athygli náttúrufræðinga og hefur hún aðallega beinst að þeim þáttum sem mest setja svip sinn á landslagið eins og eldvörp, gígar, hraun, sprungur, jarðhiti og misgengi.
Eldstöðvarkerfi á Reykjanesskaga eru fjögur talsins og eru þekkt tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Töluvert mikið er um eldvörp á svæðinu og er náttúrufar Reykjanesskaga afar sérstætt og því ekki furða að áform séu uppi um að auka náttúruverndargildi hans og jafnvel að gera Reykjanesskaga að eldfjallagarði.

Eldvirkni
Eldstöðvakerfin fjögur (ATG)

Reykjanesskagi, ásamt Íslandi, liggur á Atlantshafshryggnum en hann er mörk plötuskila Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans sem mjakast í sitthvora áttina. Þessi hreyfing veldur tíðum umbrotahrinum á hryggnum sem einkennast af jarðskjálftum og eldgosum. Hryggurinn brotnar upp í rekbelti sem tengjast um þverbrotabelti. Slíkt rekbelti er að finna við suðvesturhorn Íslands og nefnist Reykjanesrekbeltið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Reykjanesrekbeltið tengist Atlantshafsrekbeltinu beint og er um 30 km að breidd (Jón Jónsson, 1967). Framhald rekbeltisins er á landi og liggur eftir Reykjanesskaganum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) en hann er einn af tveimur stöðum í heimum þar sem hafshryggur rís úr sjó (mynd 1) en það gerir hann að kjöraðstæðum til að rannsaka myndun og mótun hafshryggja á landi (Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007).
Reykjanesskagi er afar sérstakur hluti af Atlantshafshryggnum því hann er tengiliður milli heits reits og djúpsjávarhryggs (Fleischer, 1974).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967). Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborg í Kristnitökuhrauni (Svínahrauni)

Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Reykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega fyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess.

Stampar

Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Trölladyngju-eldstöðvarkerfið er um 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Úr kerfinu hafa komið um 40-50 rek- og goshringur og 3 dyngjur. Síðast gaus í því 1151-1180 sem í gosi sem kallaðist Krísuvíkureldarnir en þar á undan fyrir um 2000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Brennisteinsfjallaeldstöðvarkerfið er næst austasta kerfið á Reykjanesskaganum.
Það er 45 km langt og 5-10 km breitt. Það hafa komið um 30-40 rek- og goshrinur úr því ásamt 3 dyngjum. Það varð einnig virkt, á sama tíma og Reykjaneskerfið, í Reykjaneseldunum árin 1211-1240.
Hengilseldfjallakerfið er austasta eldstöðvarkerfið og er sérstætt að því leyti að þar eru vísbendingar um þrjú kvikuhólf þ.e. tvö virk og eitt gamalt og óvirkt. Hengilseldstöðvarkerfið er 100 km langt og 3-16 km breitt. Úr því hafa komið 20 rek- og goshrinur og 6 dyngjur. Síðast gaus í Hengli fyrir um 2000 árum í svokölluðum Nesjavallaeldum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Háleyjarbunga

Á sama tíma myndaðist Sandey í Þingvallavatni (Orkuveita Reykjavíkur, 2006). Þar áður gaus fyrir um það bil 5000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Hengilssvæðið er með stærstu háhitasvæðum á Íslandi (Orkuveita Reykjavíkur, 2006).
Eldstöðvarkerfin fjögur raðast skástígt með stefnu í norðaustur, á bogin plötuskilin. Innan þeirra finnast misgengi og gígaraðir. Plötuskilin eru í raun samblanda af gliðnun og sniðgengishreyfingum. Sniðgengið verður öflugra eftir því sem austar dregur. Norður- og suðurhluti hvers eldstöðvarkerfis einkennist af eingöngu af brotalínum en mesta eldvirknin er þar sem plötuskilin liggja um miðbik hvert þeirra. Þess vegna er upphleðsla þar hröðust og þar hafa myndast hálendi. Hálendið verður hærra eftir því sem austar dregur.
Reykjaneshryggurinn hækkar almennt til norðausturs vegna þess að gosefnaframleiðsla á Íslandi eykst eftir því sem nær dregur heita reitnum á miðju landsins. Um miðbik eldstöðvakerfanna eru háhitasvæðin að finna og hitagjafar þeirra eru grunnstæð innskot (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
GunnuhverÞað má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma. Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978).
Nútímahraunum og gosstöðvum má skipta í þrjá flokka þ.e. gossprungur og dyngjur en dyngjunum má svo skipta aftur skipta í tvo flokka eftir samsetningu hraunanna. Þessa flokka má svo nánar aðgreina út frá aldri og stærð.
Jón Jónsson (1978) telur að hraun runnin á nútíma á Reykjanesskaga nái yfir 1064 km2 og rúmmál þeirra sé um 42 km 3. Af því nái hraun runnin eftir landnám yfir 94 km2 og hafa um 1,8 km3 rúmmál. Nánar verður fjallað um hraun á Reykjanesskaga hér á eftir í kaflanum um hraun.

Eldvörp

Í Eldvörpum

Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga framleiða öll þóleískt berg og aðeins kemur þar upp basalt að Hengilseldstöðinni slepptri. Á Hengilssvæðinu er að finna súrt og ísúrt berg en annars er mest berg á Reykjanesskaganum ólivínþóleít.
Eldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjall- og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Elstu og minnstu dyngjurnar eru úr ólivín pikríti sem runnið er á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km.
Stærri og yngri dyngjurnar eru úr ólivín þóleíti og eru þær allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin.
Sandfellshæð

Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967). Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
ReykjanesvitiDyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið (Þorleifur Einarsson, 1968).
Stærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500- 13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni. Eldborg undir Geitahlíð fyrir austan Krýsuvík er dæmigerð eldborg (Þorleifur Einarsson, 1968).
Þríhnúkar

Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.
Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
HraunÖsku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru sjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir.
Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga. Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa (Þorleifur Einarsson, 1968).

Hraun
Hraunakort (ATG)Flest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám.
Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Ögmundarhraun vestan Krísuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krísuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983). Í Krísuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879. Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvar-kerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar.

HraunYngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á.Sigurgeirsson, 1995).
Stampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin liggur til norðausturs og er mjög slitrótt vegna þess að hún kaffærist á stöku stað af Yngra Stampahrauninu. Skammt austan við Eldra Stampahraun er víðáttumesta hraun á Reykjanesi sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun. Það er úr 1 km langri sprungu sem liggur í norðaustur í framhaldi af Stampagígaröðinni og er það aðeins yngra en Stampahraunið (Jón Jónsson, 1983). Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón  Jónsson,1983).
Elstu hrauninTrölladyngjueldstöðvar-kerfið hefur tvö háhitasvæði þ.e. Krísuvík og Trölladyngja. Dyngjur eru aðeins þrjár en tvær þeirra, sem eru jafnframt nafnlausar, hverfa í skuggann af Hrútagjárdyngjunni sem er stærst þeirra. Hún myndaðist fyrir um 5000 árum. Gjall- og klepragígar eru algengastu gígarnir innan kerfisins. Hjá suðvesturenda Sveifluhálsar eru sprengigígarnir Grænavatn og Gestsstaðarvatn ásamt Augum. Þar hefur verið snörp eldvirkni
með mikilli gufu og gastegundum. Í mörgum hraunkúlum við Grænavatn eru hnyðlingar úr gabbrói sem bendir til slíks innskots í berggrunninum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) og gerir það svæðið afar merkilegt því gabbró hefur ekki fundist annars staðar á Suðvesturlandi. Grænavatn fékk nafnið sitt af græna litnum sem er tilkominn vegna brennisteinssambanda. Þetta vatn er meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð (Sigurður Þórarinsson, 1950).
Frægasta eldstöðin úr Trölladyngju er sennilega Eldborg sem reyndar er nú sundurgrafin. Í Brennisteinseldstöðvarkerfinu er Eldborg undir Geitahlíð en hún er stærsti gígurinn á þessari stuttu gossprungu sem gaus rétt fyrir landnám. Hún er djúpur og reisulegur gígur ásamt nokkrum minni. Nokkru sunnan við miðju kerfisins er að finna Brennisteinsfjöll sem draga nafn sitt af brennisteinsnámum sem þar voru á háhitasvæði sem hefur varma sinn frá innskotum í jarðskorpunni. Það eru þrjár dyngjur í kerfinu þ.e. Heiðin há við suðurenda MóbergBláfjalla og er langstærst með 3,6 km í þvermál og 516 metrar að hæð. Hún er sennilega um 7000-9000 ára. Hvirfill er dyngja frá síðasta frá síðasta jökulskeiði og Leitin er yngsta dyngjan og er um 4700 ára. Í Leitarhrauninu mynduðust Rauðhólar einnig. Fyrir um 2000 árum reið goshrina yfir Reykjanesskagann og myndaðist þá gígaröðin með Stórabolla og Eldborg við Drottningu (mynd 6) sem er einkar glæsileg eldborg og stendur hún við Bláfjallaveginn (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Í Hengilseldstöðvarkerfinu er að finna þrjár dyngjur frá fyrrihluta nútíma. Stærst þeirra er Selvogsheiði sem er úr ólivínþóleíti en hinar eru minni og kannski eldri og nefnast þær Búrfell við Hlíðarenda og Ásadyngjan hjá Breiðabólsstað og eru þær úr pikríti. Gossprungur frá nútíma ná frá Stóra-Meitli í suðri að Sandey í Þingvallavatni í norðri og kerfið er stærsta eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum. Margir gjall- og klepragígar liggja á gossprungunum og eru goseiningarnar um 20 talsins. Stærsti gjallgígurinn er Eldborg undir Meitli en hún er um 2000 ára. Gossprungurnar í Hengilseldstöðvarkerfinu eru yfirleitt þó ekki afkastamiklar (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Samkvæmt Jóni Jónssyni (1983) þá hefur gosið á Reykjanesskaga allt að 12-13 sinnum frá því að landnám hófst en eins og áður segir þá hefur oftast gosið í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Lokaorð
Reykjanesskagi er afar merkilegur jarðfræðilega, sögulega og náttúrufarslega séð.
• Þar má finna flestar gerðir eldfjalla, mörk Evrasíu- og Norður Ameríkuflekanna, háhitasvæði, sögulegar minjar
og fjögur eldstöðvarkerfi.
• Þar hafa orðið tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem hvert stóð í um fjórar aldir og með þúsund ára hléi á milli. Oftast hefur þó gosið í sjó.
• Náttúrufar á Reykjanesskaga er afar viðkvæmt og jarðvegur sérstaklega opinn fyrir rofi sem, meðal annarra þátta, má mögulega rekja til mikillar beitar á svæðinu áður fyrr. Svæðið er einnig einkar opið fyrir vindi. Verndun svæðisins er því einkar mikilvægt málefni sem krefst brýnnar úrlausnar sem fyrst. Það er víst að á Reykjanesskaga myndi eldfjallagarður sóma sér vel og varla annað svæði sem myndi henta betur til þess þótt víða væri leitað. Á Reykjanesskaga má finna flestar tegundir eldfjalla og einstakt tækifæri til þess að skoða myndun og mótun hafshryggja á landi, ásamt því að hann er nálægt þéttbýlasta svæði landsins, sem gerir hann tilvalinn kost til frekari náttúruverndar og útivistarmöguleika. Eldvirknin með þessum stóru háhitasvæðum gerir hann jafnframt að eftirsóknarverðum kosti fyrir jarðhitavirkjanir. En það er stór og ekki síður mikilvæg spurning, hvor kosturinn sé meira virði, þegar til lengri tíma er litið.“

Heimildir:
Andrés Arnalds (1987). Ecosystem disturbance and recovery in Iceland. Arctic and Alpine Research, 19, 508-513.
Ari Trausti Guðmundsson (2001). Íslenskar eldstöðvar. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson (2007). The Reykjanesæ
Ridge between 63°10’N and Iceland. Journal of Geodynamics, 43, bls 73-86.
Fleicher, U. (1974). The Reykjanes Ridge – A Summary of Geophysical Data. Í Kristjansson, L. (ritstj.),
Geodynamics of Iceland and the North Atlantic Area (bls. 17-32). Dordrecht: D. Reidel Publishing
Company.
Guðrún Gísladóttir (1998). Environmental Characterisation and Change in Southwestern Iceland. Doktorsritgerð, Stockholm University, Stockholm.
Jón Jónsson (1967). The rift zone and the Reykjanes peninsula. Í Sveinbjörn Björnsson (ritstj.), Iceland and
mid-oceanic ridges (bls. 142-150). Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur h.f.
Jón Jónsson (1978). Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – I. Skýringar við jarðfræðikort. II. Jarðfræðikort (Rit
Orkustofnunnar – Jarðhitadeild. OS JHD 7831). Reykjavík: Orkustofnun.
Jón Jónsson (1983). Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Náttúrufræðingurinn, 52(1-4), 127-
139.
Landvernd (2007). Reykjanesskagi – Framtíðarsýn Landverndar um eldfjallagarð. Skoðað 8. apríl 2007 á
http://www.landvernd.is/flokkar.asp?flokkur=1776

Keilir

Keilir.