Krýsuvík

Í Fjarðarpóstinum 24. ágúst 2022, bls. 10, er fjallað um “Ævintýrið í Krýsuvík“:

Krýsuvík

Krýsuvík – starfsmannahúsið.

“Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Fjósið skýldi fjárstofninum um tíma.

Krýsuvík

Krýsuvík – bústjórahúsið.

Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960.
Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka en fóru heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í húsi því sem reist hafði verið byggt til handa fyrirhuguðu starfsfólki mjólkurbúsins fyrirhugaða. Það hýsti einnig um tíma starfmann gróðrarstöðvarinnar og fjölskyldu hans. Drengirnir unnu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmiskonar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.”

Sjá má t.d. meira um framkvæmdir í Krýsuvík HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Heimild:
-https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/pdf/FF-2022-09-vef.pdf

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið er nú (2022) notað fyrir kvikmyndatöku.

Brunntorfur

Gengið var að Þorbjarnarstaðaborginni í Kapelluhrauni, austast í Almenningum.

Þorbjarnarstaðaborg

Í Þorbjarnarstaðaborginni.

Þegar komið var að borginni léku sólstafir um hana þannig að hún líktist fremur musteri en fjárborg. Börn hjónanna Þorkels Árnasonar og Ingveldar Jónsdóttur á Þorbjarnarstöðum í Hraunum hlóðu borgina skömmu fyrir aldarmótin 1900. Í útliti minnir borgin á merki Skjás eins því í miðjum hringnum er hlaðinn beinn veggur. Sennilega hafa börnin ætlað að topphlaða borgina líkt og Djúpudalaborgin í Selvogi (Þorkell Árnason var einmitt frá Guðnabæ í Selvogi), en hætt við það af einhverri ástæðu.
Gengið var upp í Almenninga og síðan austur með hraunkantinum inn í Brunntorfur með kvöldsólina í bakið. Mörg falleg furu-, leki- og grenitré hafa verið gróðursett við hraunröndina og marka skörp skil á milli nýrra og eldra hrauns. Eitt trjánna er þó sérstæðast, en það er lágt og “feitt” rauðgreni, sem breiðir úr sér í jarðfalli og fyllir svo til alveg út í það.

Krækiber

Krækiber.

Komið var að fallegum trjálundi með hávöxnum grenitrjám. Hljómfagur fuglasöngur og sumarangan. Ef aldingarðurinn Eden hefði verið til á Íslandi þá væri hann þarna – mosahraunið á aðra höndina og kjarrivaxnar brekkur á hinar með öllum sínum litatilbrigðum. Í svona landslagi eru ávextirnir aukaatriði, en þeir voru nú samt þarna sbr. meðfylgjandi mynd. Lundurinn myndar algert skjól og útsýnið þaðan gerist vart fegurra, a.m.k. ekki í augum listmálara.
Á leiðinni fylgdust nokkrir “hraunkarlar” með ferðalöngunum árvökulum augum.
Veðrið var frábært – sól og lygna nákvæmlega klukkustundina á meðan gengið var.

Þorbjarnastaðarborg

Þorbjarnastaðarborg.

Gvendarborg

Sesselja G. Guðmundsdóttir hefur endurútgefið bók sína “Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysustrandar-hreppi” frá árinu 1995.
Gamla bókinBókin var löngu uppseld, enda einungis gefin út í 500 eintökum. Það var Lionsklúbburinn Keilir, sem stuðlai að hinu merka framtaki – líkt og nú. “Gamla” bókin var 152 bls. með fallegum ljósmyndum og upplýsandi örnefnakortum af Vogaheiði og Strandaheiði. Með nýju bókinni (útg. 2007) hefur Sesselja bætt um betur; endurbætt og staðfært kortin og fjölgað ljósmyndum af merkilegum stöðum, sem eru fjölmargir á landssvæðinu ofan Voga og Vatnsleysustrandar. Nýja bókin er 184 bls, aukin og endurbætt. Hún er ágætur vitnisburður um dugnað, elju og þrautseiglu manneskju er þykir bæði mjög vænt um landið sitt og uppruna og jafnframt vilja til að miðla eftirlifandi kynslóðum af forsögunni og áþreifanlegum menningararfi – sem verður dýrmætari með hverju árinu sem líður.
Nýja bókin hefur verið gefin út í 1000 eintökum og ef að líkum lætur munu þau eintök verða fljót að fangast fegnum aðdáendum útivistar og fróðleiks. Með nýju bókinni hefur höfundinum tekist að nálgast viðfangsefnið enn frekar – líkt og sjá má á kápumyndinni.
Bók Sesselju fæst bæði hjá henni sem og í öllum betri bókaverslunum landsins, einkum á Reykjanesskaganum – næst Vogum á Vatnsleysuströnd.

Örnefndi og gönguleiðir í Vatnsleysstrandarhreppi

Örnefndi og gönguleiðir í Vatnsleysstrandarhreppi – II.

 

Hvalsnesgata

Gamla þjóðleiðin yfir Miðnesheiði milli Hvalsness og Njarðvíkur hefur verið nefnd Hvalsnesvegur. Melabergsvegur (-gata) hefur hún einnig verið nefnd því hún liggur niður með Melabergi að vestanverðu. Þaðan liðast hún um sléttlendi að Hvelsnesi, nú að mestu gróið.
Í örnefnalýsingum er Hvalsnesvegar (Melabergsvegar) ekki getið. Annað hvort hefur hann þótt of auðsjánlegar til þess að geta hans sérstaklega eða hann hafi hreinlega gleymst. Fáir virðast hafa haft áhuga á gömlu leiðunum eftir að nútímavegirnir komu til á Suðurnesjum (eftir ~1912). Verktakar (ríkis og bæja)og aðrir framkvæmdarmenn virðast ekki einu sinni hafa orðið þeirra varir á leiðum sínum við seinni tíma vegargerð um mela og móa Rosmhvalanessins. Slík eru ummerkin (og frágangurinn) að líkt er og þar hafi blindir menn verið að verki. Nóg um það í bili (því viðhorfið virðist hafa breyst svolítið til hins betra í allra seinustu tíð).
Á háheiðinni, rétt innan varnargirðingarinnar beggja vegna, greinist Hvalsnesvegur, annars vegar í sveig til vesturs þar sem gatan er grópuð í móann eftir uppkast, frákast og ágang og hins vegar í beina leið, svonefnda vetrarleið, vel varðaða.
Margvörður er fyrsti hóllinn við götuna innan varnargirðingarinnar að sunnanverðu (gegn flugstöðinni). Þegar komið er upp fyrir Margvörðuholtið, undir girðinguna, beygir gatan áleiðis til vesturs. “Innan við Margvörður er Kaupmannsvarðan (vestan götunnar með bendil til austurs, aðrar vörður við vetrargötuna benda til vesturs), sem er við krossgötur rétt hjá flugvellinum.” Þarna eru sem sagt krossgöturnar; annars vegar hinnar gömlu hlykkjóttu götu Hvalsnesleiðar og hins vegar annarrar vel varðaðrar götu – svo til beint að augum.

Óvarðaða leiðin er áreiðanlega miklu mun eldri en sú varðaða, enda vörðurnar að öllum líkindum komið af gegnu tilefni, jafnvel ítrekuðum tilefnum. Miðnesheiðin er ekki há á heiðamælikvaðra landsins. Í rauninni er hún flatlendi m.a. við flestar aðrar slíkar. En á móti koma að Miðnesheiðin gat verið mjög villugjörn því fátt er þar um séstök kennileyti. Þau fáu, sem þar eru, virðast öll líkjast hverjum öðrum. Enda urðu margir úti á þessari heiði. Nafngreindi hafa verið í heimildum á þriðja tug manna er létust þar á u.þ.b. tuttugu ára tímabili og á fjörutíu ára tímabili 19. aldar urðu nálægt 60 menn úti í heiðinni á fjörtutíu árum, eða sem svarar einum og hálfum manni á ári að jafnaði. Flestir þessarra manna voru á leið frá kaupmanninum í Keflavík eftir að hafa annað hvort drukkið ótæpilega af áfengistilboði verslunarinnar eða byrjað snemma að dreipa á verslunarvarningnum á heimleiðinni. Nafngiftin Brennivínshóll við Sandgerðisveg ofan Grófarinnar, sá fyrsti ofan byggðar, er ágæt staðfesta þess efnis. Nokkrar “dauðsmannsvörður” eru í Miðnesheiðinni sem og aðrar vörður heitnar eftir einstaklingum er þar fundust látnir. Þótt ekki hafi verið um langar vegarlengdir að ræða milli byggðalaga eða hverfa (7-8 km) þá hafa þær verið nógu langar til að drukkið illa klætt fólk þess tíma hefur ekki getað varist kulda og vosbúð.

Stundum þurfti ekki áfengi til, s.s. dæmi er um af Sigurðu B. Sívertssen, presti á Útskálum, er hreppti skyndilega íshraglanda og óveður á leið hans um Garðstíg (-veg) á ofanverði 19. öld – en lifaði það af fyrir “miskunnsemi drottins”.
Vörðurnar við vetrarleið Hvalsnesvegar standa enn – þökk sé varnargirðingunni. Allt of margar stæðilegar vörður við gamlar þjóðleiðir sem og garðar var tekið undir önnur seinni tíma mannvirki, s.s. bryggjur og vegi. Þá var vörubílum þess tíma ekið að þessum fyrrum þarflegu mannvirkjum og grjótið úr þeim kastað upp á pallinn. Þægilegra gat það ekki orðið þar sem efnið stóð þarna tilbúið og uppstaflað. Nokkrir “sérvitringar” þess tíma spynrtu við fótum og fenguð því framgengt að sumum hinna gömlu mannvirkja var þyrmt – sem betur fer. Víða við hinar gömlu leiðir má sjá vörðufót (neðsta umfarið), en ofanáumförin eru horfin.
Ekki er að sjá ummerki eftir umgang milli varða vetrarleiðar Hvalsnesvegar. Ástæðan gæti verið þríþætt. Í fyrsta lagi var þessi leið einungis gengin á klaka, ís, frosinni jörð eða snjó að vetrarlagi. Í öðru lagi eru vörðurnar sennilega ekki mjög gamlar, varla eldri en u.þ.b. eitt hundrað ára. Ástæðan er þessi: “Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að stærsta þorpinu á Suðurnesjum, höfuðstað svæðisins. Má rekja verslunarsögu Keflavíkur allt til upphafs 16. aldar og er vitað um þýska kaupmenn þar árið 1518. Undir lok 16. aldar komu Hamborgarkaupmenn til Keflavíkur en þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll Keflavík í hendur Kaupmannahafnar.

Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að Einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Keflavíkurhreppur var stofnaður 1908 og þann 22. mars 1949 fékk Keflavík kaupstaðaréttindi.” Hlutverk hreppanna var í fyrstu fátækrahjálp og sameiginleg framkvæmdagerð, s.s. vegagerð. Þarna gæti kaupmaðurinn í Keflavík hafa haft frumkvæði að því, að gefnu tilefni, að varða erfiðasta hluta Miðnesheiðar (Hvalsnesvegar). Með því hafi hann viljað skora á hreppinn að klára verkið. Hreppar Suðurnesja veittu á þessum tímum fé til úrbóta á aðalleiðum milli byggðalaga. Ástæðan var sú að betra þótti að ráða menn til starfa við slíkar tímabundnar úrbætur og um leið skapa þeim atvinnu en að greiða nauðsynlegar þurfabætur. Ef þetta er rétt verða vörður þessar fornleifar í fyrsta lagi árið 2008. Annars gæti kaupmaðurinn í Keflavík hafa stuðlað að framkvæmdinni mun fyrr, eða eftir að einokunarverslunni var aflétt hér á landi.
Í þriðja lagi gæti umferð um vörðuðu leiðina hafa verið það lítil að framkvæmd lokinni að ekki hafi náðst að myndast slóð milli varðanna. Að athugun lokinni má vel sjá að gamla “hlykkjótta” leiðin er mun greiðfærari fótgangi fólki en sú varðaða, sem fer svo til beint að augum um holt og lágar hæðir.

Á Hvalsnesleiðinni

Þegar gatan er rakin neðan frá (frá Hvalsnesi) er miklu mun aðgengilegra að rekja sig eftir gömlu leiðinni því sú varðaða er alls ekki augljós frá þeirri hlið.
Ástæður ferða fólks um hinar gömlu leiðir, s.s. Hvalsnesleiðina, hafa verið margþættar. Beggja vegna Hvalsness, annars vegar á Stafnesi, Básendum og í Þórshöfn, og hins vegar í Másbúðum, Nesjum og Fuglavík, voru vermenn á vertíðum. Verslunarstaðir voru fyrrum að vestanverðu, þ.e. við Þórshöfn og að Básendum. Á Stafnesi var væntanlega þungamiðjan um tíma, einkum forðum, því þar eru sagnir um dómhring (sem nú er reyndar búið að planta trjám umhverfis). Fólk á útvegsbæjum strandanna þurfti að fara á milli byggða við afhendingu og öflun varnings og annarra nauðsynja og verslun færðist um 1800 frá Básendum til Keflavíkur. Vinaheimsóknir og annar tilgangur hefur og fyrrum verið svipaður og nú er. Loks er ekki útilokað að fólk hafi fetað þessar gömlu leiðir í þeim tilgangi að skoða og fræðast um staði og svæði, sem það hafði ekki áður augum litið – líkt og nú.

Heimild m.a.:
-Örnefni fyrir Keflavík.
-reykjanesbaer.is – saga.
-Saga Keflavíkur.

Varða

Vörður við Hvalsnesleiðina – vetrarleiðina.

Stafnes

Gengið var um hluta af Stafneslandi með Jóni, Ben Guðjónssyni, sem þar þekkir hvern krók og kima sem og sérhverja vörðu.

MyllusteinnStafnes (Starnes, Sternes, Stapnes, Stafsnes) er lítið nes á Reykjanesskaga, nánar tiltekið vestast á Miðnesi, nálægt Hvalsnesi. Þar er samnefnd jörð sem tilheyrði Rosmhvalaneshreppi en í dag Sandgerði. Upphaflega hefur nesið heitið Starnes (líklega eftir melgresi sem vex þar í fjörunni) og kemur fyrir undir því nafni í heimildum frá því um 1270 og síðar. Nafnið Stafnes kemur fyrst fyrir í Jarðabókum undir lok 17. aldar. Jörðin hefur verið stórbýli frá upphafi með margar hjáleigur og útgerð, þótt höfuðbólið Hvalsnes hafi verið stærra, en varð fyrir miklum skemmdum vegna stórflóða og sandblásturs á 17. og 18. öld. Stafnes var keypt af Magnúsi Einarssyni biskupi fyrir Skálholt kringum árið 1140, en hefur síðan gengið til Viðeyjarklausturs, hugsanlega við stofnun þess. Við siðaskiptin varð Stafnes konungsjörð. Jörðin var boðin upp í Reykjavík 27. júní 1792 ásamt 24 öðrum konungsjörðum á Miðnesi, en boðin sem fengust voru svo lág að stjórnin féllst ekki á neitt þeirra. 10. september 1805 var jörðin svo loks seld á kaupþingi í Keflavík og komst í bændaeigu. Á Stafnesi var ein mesta konungsútgerð á Miðnesi frá því fyrir 16. öld og fram um miðja 18. öld. Árið 1548 eru í skilagrein Kristjáns skrifara talin upp á staðnum fimm skip í eigu konungs; einn tólfæringur, tveir teinæringar og tveir áttæringar, en með tímanum minnkuðu skipin og undir lokin voru tvíæringar orðnir algengastir á Miðnesi. Auk konungs gerðu útvegsbændur báta sína út frá Stafnesi, eins og kauphöfninni Básendum lítt sunnan við. Útgerð frá Stafnesi hélst töluverð fram undir miðja tuttugustu öld, en eftir það sáralítil.

Glaumbæjarhola

Við Stafnes hafa verið tíð sjóslys um aldir, enda skerjótt þar úti fyrir. Á síðustu öld má nefna strand togarans Jóns forseta árið 1928, en þá fórust 15 menn og 10 björguðust. Þetta sjóslys mun hafa valdið miklu um stofnun Slysavarnafélags Íslands og fyrstu björgunarsveitar þess, sem er Sigurvon í Sandgerði. Í örnefnalýsngu fyrir Stafnes segir m.a.: “Byrjar nú sjávarröndin í Stafneslandi: Nyrzt, rétt við mörkin, er hóll á bakkanum með gamalli bæjarrúst; heitir það Harðhaus. Þá liggur túnbakkinn bogadreginn til suðvesturs; heitir það Refar. Ná þeir yfir túnspildu talsverða neðan af túninu og fram á tanga þann, sem heita Refagarðar, en fremst heitir það Refstangi. Er þarna fjöldi af gömlum bæjarrústum. Má það eðlilegt kalla, að eitthvað sjáist af rústum, því 10 voru hjáleigurnar, sem Stafnesi fylgdu 1703, og auk þess 12 eyðihjáleigur og búðir, allar taldar með nafni í jarðabók. Þó eru nokkur nefnd nú, sem ekki eru þar talin; hafa líklega verið byggð síðar, en þó fyrir löngu í eyði komin.nesi var reistur viti árið 1925.

Sveinshöfaklappir

Víkin fyrir framan Refagarða heitir Vallarhúsavík, og fremst í henni eru Sveinshöfðaklappir. Á þeim stóðáður bær með því nafni. Við sjóinn niður af Refagörðum er Borgarvör, gamall lendingarstaður. Upp af Sveinshöfðaklöppum er Kerlingarlón efst í fjörunni milli klappanna og túnbakkans, féll sjór upp í lón þetta á stórstraumsflóðum, en ekki þess í milli; fúlnaði þá í lóninu vegna þara og óþverra, og þótti heldur ami að. Vallarhúsarif liggur til suðvesturs frá Selatöngum; fremst á því er hnúður, sem heitir Vallarhúsahaus. Á Refstanganum er svo kölluð Litla-Rétt. Heitir hún svo, af því að önnur rétt stærri var þar nokkru sunnar, en Réttarkampur heitir moldarhryggur við sjóinn milli Réttanna.
Beint vestur af heimabæ í Stafnesi er hóll, sem heitir Vallarhúsahóll. Þar hefur verið mikil byggð hér áður fyrr. Ofan við efra húsið á Stafnesi í túni er hringur, nefndur Lögrétta. Ekki er vitað, hvað þetta var, og má geta þess, að hann er ekki eins í laginu og slíkir lögréttuhringir eru vanir að vera.

Lodda

Rétt vestur af húsinu eru allmiklar rústir, sem ekki er vitað um, hvað er. Austur af Eystrahúsinu í Stafnesi heitir Lodduvöllur, og í honum er Loddubrunnur. Kvíslarhóll er gamall öskuhaugur við Loddu. Býli voru mörg hér og hvar, og örugglega eru sum þeirra farin alveg í sjó. Má t.d. nefna, að 1703 er talað um landssvæði, sem hét Snoppa. Nú veit enginn, hvar það hefur verið. Krumfótsbúð var gömul sjóbúð, sem ekki er vitað, hvar var.
Þá er að bregða sér upp í heiðina. Á Flötunum fyrrnefndu er svo nefnd Urðarvarða [hefur  verið flutt upp á kampinn], og ofan túns er Heiðarvarða. Beint upp af túni eins og 1 km er varða á leið til Hafna. Hún heitir Pétursvarða og stendur þar á klettasyllu. Þar til austurs er garðbrot fyrir fé, nefnt Skjólgarður.

Loddubrunnur

Á klöpp niður af Litlu-Rétt, beint fram af Refstanga, er stór svartur steinn, sem er mið á innsiglingu og verður síðar getið Fram af Litlu-Rétt er rif eitt, hátt nokkuð, sem heitir Bóndarif, en fram af Bóndarifi liggur sjálft Stafnesrif til suðvesturs. Milli Bóndarifs og Stafnesrifs er djúpt lón eða öllu heldur hylur; mun þar vera 12-14 faðma dýpi um lágflæði. Utan við hylinn er slétt sker, sem aðeins kemur upp úr um fjöru; heitir það Kolaflúð. Þar hafa strandað tvö botnvörpuskip, svo vitað sé, Jón forseti 1928 og Admiral Toco 1913. Strandaði hinn síðarnefndi í foráttu brimi, svo engin björgun var hugsanleg, enda fórust menn allir, og svo einkennilega bar við, að aldrei hefir lík rekið af því skipi. Sömu urðu afdrif þessara skipa, að þau limuðust sundur á Flúðinni, flökin hurfu niður í hylinn og bólar ekki á þeim síðan. Þarna virðist vera dauður blettur; aldrei fellur brim yfir hylinn sjálfan, og kyrrð virðist í botni, því ekkert rekur upp af því, sem þar sekkur niður.

Dómhringur

Spöl norður af Kolaflúð eru Litli-Hásteinn og lítið eitt norðar Stóri-Hásteinn, hvorttveggja einstakir steinar upp úr sjó að sjá með lágsjávuðu. Eru nú talin örnefni í Hólakotsbót.
Gelluklappir (frb. hart, eins og hella, fella) heita klappirnar háu og stóru, sem eru syðst og yzt fram af Stafnestúni. Þar stóðu fiskhús allra hverfismanna efst á klöppunum og ofan við þær. Var húsaþyrping þessi kölluð Garðarnir og var algengt mið út af Norður-Miðnesi, einkum á Skörðum. Stafnesvitinn stendur á Gelluklöppum, byggður 1925. Er hann góð leiðbeining sjófarendum fyrir hina hættulegu Stafnestanga, þó raunar hafi strönd orðið þar síðan. Fram af Gelluklöppum er Möngurif, fremur stutt, en nokkuð hátt, það liggur til suðvesturs út í Gjána, er síðar verður nefnd.

Heiðarvarða

Milli Gelluklappa og Möngurifs er mjó rás fast við klappirnar; flýtur þar bátur með hálfföllnum sjó. Var rásin oft notuð í ládeyðu, ef för var heitið norður á bóginn. Önnur rás var utan við Bóndarif; heitir hvor tveggja rásin „Hörmungasund“, og sama mið á báðum, en það er, að Stóri-Básendahóll jaðri við Skiphólma.
Frá Gelluklöppum liggur sjávarmál til austurs, inn í svo nefnt Sandhúsavik, sem er sunnan við Stafnestúnið. Eru þar þessi örnefni.
Í suðurenda Gelluklappa myndast lítið vik, sem heitir Norðlingabaðstofa. Mun nafnið vera frá þeim tíma, er Norðlingar sóttu sjó á Stafnesi fyrir öldum síðan. Ýmsar sagnir eru skráðar um sjómennsku Norðlinga þar. Ein er sú (úr Sögu Íslendinga VI, 452), er Skúli Magnússon, síðar landfógeti, hafði ráðsmennsku Hólastóls.

Fiskbirgi

„…Þá hafði Stóllinn 9 menn í veri á Stafnesi syðra um vetrarvertíð 1742. Var hlutur vermanna alls 30 hundruð stór og 70 fiskar, og var afli þessi verkaður alls 70 vættir og 5 1/2 fjórðung, auk sundmaga og hausa.“

Má nærri geta, að ekki hafa þetta verið einu Norðlingarnir, sem þá reru á Stafnesi. – Önnur sögn, sem er í ýmsum annálum, er hér tekin upp úr Suðurnesja annál séra Sigurðar B. Sívertsen á Útskálum (prentaður í Rauðskinnu 1953, III, 19):

Íshús

„1685. Mannskaðavetur. Skiptapar ógurlegir á Góuþrælnum. Sjö á Stafnesi. Drukknuðu 58 menn. Það sjöunda [hér er einhver villa] gat hleypt inn Hamarsund og björguðust menn. Á tíæringunum frá Stafnesi voru flestir útróðrarmenn að norðan og margir valdir menn . . . þar á meðal Ólafur yfirlestamaður frá Hólum, Þorsteinsson. — Þann 11. marz voru 42 menn jarðsettir við Útskálakirkju, en daginn eftir rak 47 upp, er einnig voru grafnir þar, í almenningi að kórbaki. Reiknaðist svo til, að í allt hafi drukknað 156 manns …“

Gamlavör

Austan við Norðlingabaðstofu er Stokkavör, ævagömul, enda stundum nefnd Gamlavör. Þar innan við er Gosuvik; hefir þar verið gjörð lending, sem heitir Gosuvör, en er oft nefnd Skökk; mun það vera af því að hún stefnir skáhallt inn í grjótið. Þar uppi á bakkanum er hóll með rúst. Þar stóð bærinn Gosa. Innan við Gosuvör er Skiphólmi. Það er hár hóll, grasi gróinn að nokkru. Þar var áður býli, en nafnið er týnt, það kynni að vera Litlu-Hólmahús, sem var eitt af eyðibýlunum við Stafnes 1703. Til suðvesturs frá Skiphólma liggur grynningatunga út í Gjána. Hyldýpi er báðum megin við, en á tungu þessari eru þrjú sker, sem heita: Vatnasker, grynnst, þá Brúnkolla og Hvirfill, yzt, er Hvirfill aðeins þaratoppur. Austan við Skiphólma er annar hóll stór, með gömlum bæjarrústum; hét það Sandhús, en hóllinn heitir nú Sandhúsahóll. Sjór er enn góðan spöl inn í landið. Er það fremur mjótt vik og heitir Sandhúsavik. Það er inn af Gjánni eða innsti hluti hennar. Slétt láglendi er upp af vikinni, og fellur þar sjór langt upp á land í stórflóðum. Fyrir sunnan Sandhúsavik er stórt, slétt og fallegt graslendi; heitir það Flatir.

Letursteinn

Fram af Flötum er stór og breiður hraunfláki, sem nær langt út í sjó; nokkuð flatur yfir að líta, er það Urðin, er svo heitir. Fremst á Urðinni er stórt lón, heitir það Urðarlónið. Þvert yfir Urðina liggja tvær rennur eða rásir; heitir sú fremri, sem liggur þvert yfir Lónið, Ytri-Dyr. Hin, sem er nokkru ofar, heitir Innri-Dyr. Fara mátti í ládeyðu á bátum um Rennurnar og með því stytta sér leið, ef hæfilega hátt var í sjó. Fram yfir 1880 sáust grasblettir víða um Urðina, og í Lóninu sjálfu hafði verið stargresi. Mun þar af dregið hið forna nafn jarðarinnar: „Starnes“. Enn fremur er sagt, að áður fyrr hafi gengið í Urðarlón bæði silungur og lax. Hafi svo verið, hefir sjór ekki gengið svo að við Stafnes sem nú er. Yfir alla Urðina fellur í stórstraumsflóði, og svaði mikill er þar í brimi. Þó muna elztu menn, að laxar fundust við Lónið, en það mun hafa verið fyrir aðgjörðir sela eða veiðibjöllu. Ofarlega á Urðinni er Sundvörðuklöpp, nokkuð stór klapparbunga; á henni stóð sundvarðan áður, en var síðar flutt hærra upp, vegna sjávarágangs.

Stóra-rétt

Urðin er nokkurn veginn ferköntuð í laginu, þó nokkuð lengri til sjávar en með landi. Útnorðurhornið er skarpast, nærri vinkilhorn; er það kallað Urðartáin. Norðan í tánni er klettur, sem upp kemur með lágum sjó, kúpulagaður eins og skál á hvolfi; er hann nefndur „Steinninn“. Hann er við innri snúninginn á sundinu. Við hann er 10-12 faðma dýpi, og má fara fast við hann, því hann kastar frá sér.
KnastásÞó mest beri á hnullungs grjóti á börmum Urðar, er hún svo snarbrött, að nærri er þverhnípt við tær þess, er stendur á brúninni, og hyldýpi fast upp að henni, bæði vestan og norðan, þess vegna er aldrei brim fyrir framan Urðina, en stórfellur á blábrúninni, sem að hafi veit. – Skal nú reynt að lýsa innsigling á Stafnesi.
Litla-rétt á Refatanga”
Er það alræmdur hættustaður. Hafa þar mörg skipströnd orðið og mannskaðar, sem kunnugt er. Sunnan megin er hraunflákinn, sem heitir Urðin; hún nær fram undir miðið Kerlingin. Milli Stafnesrifs og Urðar er stórt lón; mætti næstum segja: lítill fjörður, heitir það Gjáin. Dálítil sjávarálma liggur úr Gjánni utan við Möngurif en innan við Stafnesrif, norður með Gelluklöppum í kverkina við Bóndarif og Refstanga. 18-20 faðma dýpi er víðast hvar á Gjánni. Oft er þar straumrugl og sjór tipplóttur, stundum svo, að varla er sjór skiplægur þar.

Refshalakot

Sundið er oftast nefnt Stafnessund, en heitir Álsund, og liggur sundið um Álinn svo nefnda. Mið á Álnum (sundinu) eru: Hólakotsvarða, þó oftar nefnd Heiðarvarða, er stendur í hrauninu skammt fyrir ofan Hólakotstúnið, það er stór og allgild grjótvarða með sundtré eða þríhyrning ofan á. Önnur varða nákvæmlega af sömu gerð stóð á Urðinni, kölluð Urðarvarða. Þetta er þá Állinn (sundið): vörðurnar saman, og mun sundið oftast byrjað á miðinu Valahnúkur. Þegar farið er inn Álinn og komið er á miðið Kerlingin laus, er skammt upp að Urðinni, enda er þá snúið norður með henni (eða beðið lags, ef með þarf) og haldið undan Kerlingu, en þá er annað mið fram undan í sömu stefnu, en það mið var fjárrétt, sem var á Hvalsnestanga (nú horfin) í svarta steininn á klö[p]pinni fram af Refstanga eins og áður var getið. En þá er á bakborða hættulegasti boðinn „Stafurinn“, sem er fram af Urðinni. Hann tekur sig upp á miðinu, Eldborg grynnri, og stefnir upp á Urðina. Verður því að róa undir flötum Stafnum.

Brak

Má segja, að skip og menn séu milli tveggja elda, þegar róið er fast við bak Urðarbrims, en Stafurinn, stór og hár, stefnir á flatt skipið. En öllu er óhætt, því að full vissa er fyrir, að Stafurinn dettur niður, nema mikil forátta sé, enda er sundið ófært, ef hann veður í land, en það kemur ekki fyrir nema í aftaka brimi. Sömu stefnu er haldið, þar til komið er norður fyrir „Steininn“ norðan í Urðartánni.
Er þá snúið að og haldið inn Gjána, Heiðarvörðu um rofbakka ofan við Glaumbæ (nú í eyði). Suður úr Stafnesrifi er grynnsli nokkurt; á því fellur boði, sem stefnir upp á Gjána, heitir hann Hólmaflaga. Hann gengur allnærri sundinu um snúninginn við Steininn, en veldur þó eigi verulegum baga.

Vallarhús

Eins og áður segir, var oft tipplóttur sjór á Gjánni í brimi og verri, er átt var vestlæg. Er þá farið þvert yfir hana að utan og haft skjól af rifinu inn Gjána norðanverða. Einkum er slæmur eitill norðan og innan við Steininn. Gýs eitill þessi upp snögglega, en fellur nærri ofan í sjálfan sig. Þetta er Hvirfillinn, sem er fremst á grynningatungunni, er liggur út í Gjána. Að öðru leyti verður ósjórinn af aðstæðum þarna. Gjáin er djúp og alllöng, en fremur þröng, brimöldurnar skella á Urð, rifi og Gelluklöppum, mynda frákast öllu megin, sem mætist á Gjánni. Auk þess veldur brimið ætíð sogadrætti í öllum þrengslum. Orsakar allt þetta straumköst og ósjó.

Annað sund eiga Stafnesingar. Það heitir Stafsund. Liggur það beint inn á Gjána, norðan við boðann, Stafinn, á miðinu Heiðarvarða um rofbakkann ofan við Glaumbæ. Þetta sund var aðeins notað í brimlausu til að stytta sér leið.

Garðar

Þegar komið var inn úr Gjánni, var lent í Stokkavör, sem var aðallendingin. Þar var fiskurinn seilaður og borinn upp á skiptivöll við sjávarhúsin. Þegar búið var að losa skipin, voru þau færð að Skiphólmanum, sem var uppsátur skipanna. Var þá farið innan við Vatnasker og inn með Hólma sunnan megin og lent austan á Hólmanum. Þar eru sléttar klappir í flæðarmáli, svo nefndur Flór. Þegar góð var tíð og daglega róið, voru skipin látin standa á Flórnum yfir nóttina, en ef útlit versnaði, voru þau hækkuð upp meira eða minna eða sett alla leið upp á Hólmann. Var það ærið erfitt verk, meðan ekki voru önnur tæki en bök mannanna, því Skiphólmi er hár og snarbrattur.
“Minnismerki um Jón forseta á Stafnesi” Efst uppi er sléttur flötur, og þar stóðu skipin, en þykkur tvíhlaðinn grjótgarður er umhverfis flötinn, skipunum til skjóls fyrir ofviðri, enda var þeim óhætt í þessu ágæta nausti, hvað sem á gekk. Skiphólmi stendur neðan við flóðmál og fellur kringum hann á stórstraumsflóðum. Var gjörð grjótbrú milli lands og Hólma, en með því að sogadráttur var sterkur í þröngri rásinni, vildi oft ruglast hleðslan, svo fótfesta varð óviss. Einkum var þetta illt, ef bera þurfti beitt lóðarbjóð yfir brúna í dimmu, en mjög fallið yfir. Var svo jafnan þar, sem slíkar brýr varð að nota.

Refamýri

Stakkavör eða Gamlavör hefír augsýnilega verið rudd inn í stórgrýtisurð einhvern tíma fyrir löngu síðan. Hún líkist nú mest gróinni götu, aflöguð af grjótburði og öll þangi vaxin, Á síðari árum útgerðar á Stafnesi var steypt gangbraut eða vagnvegur á austurbrún Gömlu-Varar, en aldrei var lokið verkinu til fulls. Útgerðinni lauk fyrr. Nú er sjórinn að brjóta skörð í steypuna og ónýta hana. Þannig eyðast og hverfa gömlu sporin, hvert sem litið er.

Hvergi á Miðnesi var eins gott til sóknar sem á Stafnesi. Þar var jafnan útgerð mikil, bæði fyrr og síðar, enda dugnaðarmenn, sem að henni stóðu og að unnu. Þar voru einnig sjávarhús mörg og myndarleg. – Gætu Stafnesklappir talað, mættu þær taka undir með gömlu konunni gigtveiku. „Önnur var mín ævi.“ Nú hefir Urðarvarða misst prýði sína, tréstólpann með þríhyrning. Eftir stendur enn grjótvarðan, óþekkjanleg frá öðrum systrum sínum, ef ekki verður að gjört. Grjótbyrgi hrunin. Sjómannakofar horfnir. Önnur hús, er enn standa, drúpa hnípin og afrækt. Svo er jafnan um það, sem hætt er að nota, enda mun útgerð á Stafnesi hafa lagzt niður fyrir fullt og allt um 1945, og þó áður mjög úr henni dregið.

Gosa

Góðir Stafnesingar, sem enn eruð starfandi! Þið eruð afkomendur og eftirmenn mikilla formanna á Stafnesi. Má þar nefna Daða Jónsson og Eyleif Ólafsson, sem voru með þeim síðustu. Væntanlega setjið þið strax skautafaldinn á Urðarvörðu, til heiðurs við margar merkar minningar frá fornri útgerð á Stafnesi og til þess, að hún megi þekkjast frá óæðri systrum sínum um hraun og heiði. Hún heitir enn Urðarvarða og á að halda því nafni, þó flúin sé upp á Flatir.
Sundmerkjum á Stafnesi á að halda við, svo lengi sem sögur eru til af einum merkasta útgerðarstað á Íslandi frá fyrri tíma.
Loddubrunnur var brunnur frá bænum Loddu. Hann er enn til, því að Eiríkur Jónsson, sem síðar bjó í Norðurkoti, gróf hann upp um eða fyrir 1920.”

Gamli brunnur

Gengið var um Stafneslandið frá Loddu, afrúnuðum hól í túninu austan við Lodduflöt og Loddubrunn austan íbúðarhússins á Stafnesi. Kíkt var á Glaumbæjarholu, hlaðinn brunn, Lindina, sem fyrrum var hlaðin og tröppuð, gamla brunninn á Stafnesi, Vallarhúsabrunn, brak úr skútunni Sigríði er strandaði utan við Stafnes og knastás úr henni, Stóru- og Litlu-rétt á Refatanga, kvarnasteinn frá Básendum, brak úr Kristbjörgu í Refatjörn (strandaði um 1970) og áletrunina G 1924 á steini til minningar um strand Sigríðar neðan við Stafnesvita. Tækifærið var notað til að gera frumuppdrátt af svæðinu.
Meira verður fjallað um Stafneshverfið síðar, m.a. Kirkjugötuna að Hvalsnesi. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Stafnes.
-Jón Ben Guðjónsson, borinn og barnfæddur Stefnesingur.
-Rauðskinna (Sögur og sagnir), IX-X bindi, ritstj. Jón Thorarensen, Reykjavík, 1958.
-Landið þitt Ísland, 4. bindi S-T, Þorsteinn Jósepsson/Steindór Steindórsson, Reykjavík 1983.

Stafnes

Stafnes – örnefni. ÓSÁ.

Básendar

Í lok ágúst 2009 var gengið um Básenda með Jóni Ben Guðjónssyni frá Stafnesi. Jón er borinn og barnfæddur Stafnesingur og þekkir hvern hól á svæðinu.
BásendagatanGísli Brynjólfsson ritað um “Básendaför” í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978. Þar kemur ýmislegt fram um staðháttu á Básendum:
“Hér skal litið um öxl – a.m.k. tvær aldir aftur í tímann – og litast um á þeim slóðum þar sem allt fór í auðn árið fyrir aldamótin 1800. Og hefur ekki verið byggð síðan. Þetta eru Básendar fyrir eina tíð syðsta byggðin á Miðnesi en tók af í flóðinu mikla, sem við plássið er kennt – Básendaflóðið – aðfaranótt 9. janúar 1799.
Ekki eru Básendar kunnir fyrir útræði heldur sem pláss þar sem “útnesjafólkið fátækt og spakt” varð að leggja inn fiskinn sinn hversu léttur, sem hann reyndist, því að reizlan var bogið og lóðið var lakt eins og Grímur kvað í sínu kvæði.
BrunnurBærinn Básendar var byggður í Stafneslandi upphaflega – hvenær skal ekki sagt.
Þar var ekki mikið um fiskirí enda var Stafnes sjálft frá fornri tíð eitthvert besta útver og þaðan skemmst í fiskileit á öllu Miðnesi. Frá Stafnesi gengu líka konungsbátarnir. Hefur það eflaust verið nokkur hagur fyrir verzlunina og  vera í næsta nágrenni við útgerð þeirra.
Bæði enskir og þýskir hafa verzlað á Básendum fyrr á öldum. Gekk á ýmsu í viðskiptum þeirra þar eins og víðar við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Eitt sinn (árið 1645) kom hollenskt skip á Básenda. Á því var íslenskur maður, Einar Þórðarson, – og verzlaði þar.
Árið 1640 var tekin upp sigling til Básenda eftir nokkurt hlé. Hélst svo, þar til verslun lagðist þar alveg niður.
BásendarVerslunarsvæðið var Hafnir og Miðnes. Þó voru merkin ekki gleggri en svo, að mikil deila og málaferli urðu milli Básenda og Keflavíkurkaupmanns um nyrstu bæðina á Miðnmesi (Kirkjuból, Kolbeinsstaði og Hafurbjarnastaði).
Höfðu bæir þessir sótt verzlun ýmist til Keflavíkur eða Básenda. Gekk dómur í málinu 1693 á þá leið, að svo skyldi standa, sem verið hefði að undanförnu. Voru menn því litlu nær. Þetta kom þó ekki að sök þegar sami kaupmaður verzlaði á báðum stöðunum. Þá ber þess að geta, að Grindavík var a.m.k annað veifið einskonar útibú frá Básendum. Fengu Grindvíkingar styrk til að flytja afurðir sínar til Básenda og úttektina heim. Samt var Básendaverzlunarsvæði fámennt og innleggið misjafnt. Það fór Kaupmannshúsiðvitanlega eftri því, hvernig fiskaðist. Básendar voru dæmigerð fiskihöfn mótsett sláturhöfn, þar sem sveitabændur voru aðalviðskipta-mennirnir.
Básendar voru því fámennur staður. Þar var lítið um að vera nema í kauptíðinni, sem stóð misjafnlega lengi fram eftir sumri eftir því hvenær kaupmanni þóknaðist að læsa búðinni og hætta að höndla, ef enginn var eftirleggjarinn.
næst siðasti kaupmaðurinn á Básendum hét Dines Jespwersen. Þegar hann hætti, lokaði hann búðinni 16. ágúst 1787. Mundi þá engin vara fást þar fyrr en næsta vor. Bændur í Rosmhvalaneshreppi með hreppsstjóra og prest í fararbroddi kærðu þetta til Skúla fógeta, töldu að með þessu væri emstum hluta sveitarinnar stefnt í opinn dauðann, skepnur voru fáar sökum grasleysis s.l. sumar, afli svo rýr s.sl. vertíð, að “kaupstaðavaran hrökk ekki fyrir vorum þungbæru skuldum”, En nógar matvörur lágu lokaðar inni í kaupstaðnum engum til nota nema mús og maur. En fólkð má deyja úr hor og hungri, kónginum og föðurlandinu til skaða.

Friðlýsing

Engum trúði þetta fólk betur til að rétta sinn hag heldur en honum, sem yfir rummungunum reiddi hátt, réttar laganna sverð.
Skúli brást heldur ekki trausti þeirra. Hann rak nauðsyn hinna bágt stöddu Suðurnesjamanna við Levetzone stiftamtmann, sem úrskurðaði, að eftir nýjárið mætti sýslumaður opna Básendabúð og láta fólkið fá nauðsynjar sínar, vitanlega eftir ströngustu útlánsreglum.
Þrír menn hafa lýst ummerkjum á Básendum síðan þar varð auðn.

Um það bil hálfri öld eftir Básendaflóð var Magnús Grímsson, síðan prestur á Msofelli, f. 1825 d. 1860, á ferð um Reykjanes til að athuga fornminjar.
Um Básenda segir sr. Magnús, að á nesinu milli voganna sjáist greinilega rústir af Básendabænum. Það hefur verið lítill bær með svör niður undan út í norður-voginn.
Litlu ofar eru rústir af búðinni og vöruhúsinu, 11 faðmar á lengd og 7 á breidd. Vestan þess var stór og mikill sjóvarnargarður. Ofan við vöruhúsið var Kaupmannshúsið. Utan um það hefur verið 200 ferfaðma garður. “Allar þessar rústir sýnast hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar,… undistöður hrundar, mjög skörðóttar.”
BásendarInn í höfnina var vandratað, en legan góð. Kaupskipin munu hafa legið í syðri voginum, bundin 4 eða 5 festum, “það kölluðu þeir svínbundið”. Tvo af festarboltunum sá sr. Magnús, ferkantaða járnstólpa með gati og digrum járnhring ryðbrunna mjög. Alls munu festarboltarnir hafa verið níu, 5 í fjörunni, 4 á útskerjum. Brunnur hafði verið á Básendum – djúpur og góður. Á botni hans var eikarkross og svo hver tunnan upp af annarri, svo að eigi félli saman. Nú fullur af sandi.

FestarkengurAf örnefnum telur sr. Magnús þessi: Brennitorfa þar sem kaupmenn höfðu brennt út gamla árið. Nokkur sunnar er Draughóll þar sem sjómenn höfðu rótað í dys fornri án þess að finna nokkuð fémætt. Í suður frá Draughól eru klettar tveir allháir með nokkurra faðma millibili – Gálgaklettar. áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn þegar þá greindi mjög á við einhverja.

Næsta lýsing á Básendum er frá 1919. Þá var þar á ferð Vigfús fræðimaður Guðmundsson, og skrifaði síðan um Básenda og Básendaflóðið í 3.h. Blöndu. Er oft og  víða til hennar vitnað enda V.G. viðurkenndur nákvæmur og natinn fræðimaður.
V.G. segir, að enn sjáist miklar leifar mannvirkja á Básendum: Fimm sambyggðar kofatættur þar sem bærinn stóð, grunnur vöruhússins, 20 , á lengd og 12-15 m á breidd og tveir húsgrunnar aðrir, en hæst og norðaustar á hraunrimanum telur V.G. að útihúsin hafi staðið. Þá getur hann um brunninn fullan af sandi, kálgarð 400m2 og lítil kringlótt fiskbirgi, þar sem fiskurinn var verkaður í skreið.

FiskbirgiÁ þangi vaxinni klöpp, 42 m frá húsgrunninum stóra, stendur gildur járnfleinn, 30 cm hár. Hann er steyptur í klöppina með bræddu blýi. Í gati á teininum er brot af hring. Í hann voru skipin á legunni bundin. Síðan rekur V.G. verzlunarsögu Básenda, segir frá flóðinu og síðasta kaupmanninum.

Sá þriðji, sem ritað hefur um Básenda, er Magnús Þórarinsson fyrrnefndur. Hans skrif er að finna í Safnritinu “Frá Suðurnesjum” – Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi. Magnús stráir um sig örnefnum í krafti kunnleika síns og stálminnis. Hann nefnir Stóra og Litla-Básendahól. Þarna er Gunnusandur, framan við hann Innri innsiglingarvarðanRóklappir, Rósandur, Rósker, – fyrir utan það skerjagarðurinn: Básendasker. Innan þeirra er ílangt lón – höfnin – með bindibolta á skerjum og klöppum í kring.
Suðurtakmörk hafnarinnar eru við Arnbjarnarhólma.
Utan kauptíðar var hér oftast aðeins fámennt heimili. Hér var hvorki búskapur né útræði í stórum stíl.
Árið 1703 bjó á Básendabæ Árni Þorgilsson 47 ára með konu sinni Jódísi Magnúsd. 12 árum eldri, og dóttur þeirra Steinunni 17 ára. Þau höfðu vinnumann og vinnukonu. Hjá þeim er Árni Jónsson (60 ára) stjúpfaðir Jódísar, veikburða. Loks er Rasmus, eftirliggjandi á Básendum. Þ.e. vetursetumaður tile ftirlits fyrir kaupmanninn.
Ytri innsiglingarvarðanNæstu áratugi fara ekki sögur af fólkinu á Básendum. síðan er það að þakka sr. Sigurði Sívertsen á Útskálum, að við vitum hverjir bjuggu þar á síðari hluta 18. aldar. Hann ritaði sálarregestur Hvalsnesþings 1758-1790 upp úr rotnum sundurlausum blöðum. Það manntal sýnir, að á Básendum fjölgaði mikið um 1780. Þá eru þar til heimilis hátt í 20 manns; kaupmaðurinn, Dines Jespersen, 40 ára, kona hans, 2 börn og tökubarn, pige (stofustúlka), beikir og kona hans, 2 drengir (námspiltar við verzlunarstörf), ráðsmaður, vinnumaður og  vinnukona. Auk þess er þar Ingjaldur Pétursson tómthúsmaður með fólki sínu.
Hér verður ekki sagt frá Básendaflóðinu fræga. Það er allt að því átakanlegt, að lesa um það, hvernig flóðbylgjan hrífur kaupmanninn, þennan Á Básendum“almáttuga” mann og allt hans fólk, hrekur þau stað úr stað uns þau bjargast upp á baðstofupallinn í Loddu (Lúðvíksstofu) nær, “örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki” og var tekið þar af mestu alúð og hjartagæsku.
Þannig kastaði Básendaflóðið síðustu kaupmanns-fjölskyldunni á Básendum í fang eins fátæks hjáleigubónda, sem bjargaði henni frá bráðum bana.”

Í skrifum Helga S. Jónssonar – Básendar, verslunarstaður á Suðurnesjum, í Lesbók Mbl 1967 kemur m.a. eftirfarandi fram um Básenda:
“Básenda er ekki getið í Landnámabók, heldur miklu síðar og þá fyrst sem útbýlis frá Stafnesi.
BásendabærinnUm 1500 er þar mannaferð nokkur en mest útlenzkir. Þá lentu enskir og þýskir í orrustu um verzlunarvöldin og söfnuðu þýskir liði um suðurnes og fengu 48 stríðsmenn og er talið í gömlum annálum að ekki hafi komizt lífs af nema 8 þeirra manna, sem af Suðurnesjum voru. Í þetta skipti höfðu Þjóðverjar sigur yfir Englendingum. mestur hluti þeirra þýzku voru menn, sem höfðu bólfestu að Básendum, svo að þá þegar skömmu eftir aldamótin 1500 eru Básendar byggðir.
Undir Stafnes lágu 24 hjáleigur auk Básendakaupstaðar. Ennþá lifa ýmis kúnstug nöfn þeirra í minnum, s.s. Refshalakot, Gossa, Hattkollur, Þemba, Halastaðir og Lodda.
Talið er að upphaflega hafi síðastnefnda kotið heitið Lúðvíksstofa. Þar er talið að búskapur hafi verið fram Básendará miðja 19. öld. Nokkur grasnyt munhafa fylgt Loddu. Sagan hermir, að þar hafi um eitt skeið búið Bergþór nokkur og kona hans Þorkatla; voru þau gleðimanneskjur og gestrisin mjög. Er svo sagt, að talsháttur sá hafi myndazt um heimili þeirra, að “lítið en ljúft væri í Loddu veitt”. Bergþór bóndi dó snögglega og gerðist draugur í Loddu.
Að Þembu bjó eitt sinn maður er Narfi hét. Hann var fæmdur burtu af faktor og dó að Kirkjuvogi í Höfnum. Gerðist hann síðan draugur að Þembu.
Básendar voru mikill verzlunarstaður í sinn tíð. Árið 1655 eru innfluttar vörur til Básenda taldar vera 10185 ríkisdala virði, en útfluttar vörur þaðan fyrir 11324 ríksidali. Þarna mun vera um nokkurs konar vöruskiptaverð á staðnum að ræða, en ekki endanlegan hagnað á íslenska varningnum.

BásendarVaran sem flutt var til landsins var ekki fjölbreytt á nútímamælikvarða. Fáar tegundir matvöru, veiðarfæri, trjáviður og járn, lítilsháttar af fatnaði og efni til fatagerðar. Árið 1655 voru fluttar til Básenda 193 tunnur af mélvöru, 18 tunnur skonrok og 30 tunnur skipakex. Það ár fengu þeir 3 kjöltré, 12 stefnistré, 24 stykki 7 og 10 álna tré, 8 hástokksefni og 30 planka, 386 línur af mismunandi lengdum og 36 pund af netagarni, 1000 öngultauma og 1 1/2 þúsund öngla. Svolítið var af salti og koparkötlum, talsvert af skeifum og hóffjöðrum, flauelshöttum og höttum með þremur snúrum. Einna ríflegastur hefur innflutningur á drykkjarvörum verið. Það kom í Básendabúð á þessu eina ári 1 uxahöfuð af frönsku víni, eitt anker franskt brennivín, 16 tunnur kornbrennivín, 6 tunnur mjöður, 8 föt og 24 tunnur Lybist öl, 12 tunnur 3ja dala öl, 30 tunnur af 6-marka skipsöli. Með þessari lagervöru eru tilfærðar 3 tunnur af tjöru og er samanlagt innflutnings-verðmætið 700 ríkisdalir.

BásendavörinÞegar Danir tóku upp siglingar að Básendum árið 1640, lagðist Grindavíkurhöfn niður, enda þótt höfnin væri talin nokkru betri en Básendar. Mestu mun hafa ráðið að það var betri veiðistöð.
Kaupsvið Básenda var ekki fjölmennt. Árið 1703 voru þar ekki nema hátt á 4. hundrað manns. Á Stafnesi hafði konungsútgerðin aðalbækistöð sína, enda var þar talin bezta verstöð á öllu landinu. [Ofan við Stafnes má enn sjá leifar af 30-40 hlöðnum fiskbyrgjum.] Þegar konungsbátarnir hættu 1769, hnignaði mjög útgerð frá Stafnesi Jónog þar af leiðandi verzlun að Básendum.

Árið 1684 leigði Tomas Jensen Dobbelsteen Grindavíkur- og Básendaverzlanir fyrir 740 ríkisdali. Hann var stöðugt að berja sér yfir tapinu á verzluninni, en hækkaði þó leigutilboð sitt árið 1689 í 1150 ríkisdali og hélt þeirri leigu til 1694.

Básendar eyddust í miklu sjávarflóði 9. janúar 1799, í stórvirði, sem gekk yfir af suðvestri. Í skýrslu Hinriks Hansens, síðasta kaupmannsins á Básendum, segir m.a.: “Íbúðarhúsið – suðurhliðin í burtu, sú sem að sjónum snéri, sömuleiðis hálf norðurhliðin, gluggar allir brotnir og burtu. Lýsisbúðin er algjörlega farin.
Hús þetta byggði kaupmaður í fyrra. Önnur hús sem Festarhringursópuðust alveg í burtu voru íslenski bærinn, lítið vörugeymsluhús, skemman og hlaðan. Þau hús sem eitthvað hékk uppo af voru Sölubúðin, Bræðsluhúsið, Vöruhúsið mikla og fjósið. Garðurinn umhverfis var einnih gjörfallinn, þó hlaðinn væri úr stórgrýti. Sjö bátar af ýmsum stærðum voru gjörónýtir.”
Vorið eftir og árið 1800 dvali Hansen á Stafnesi og vann að því að flytja til Keflavíkur nothæft timbur og reisti af því hús, sem alla jafna var kallað “Svarta pakkhús”, en varð síðar að flutt um set vegna skipulagsbreytinga. Þar hrundi það í stormi og efnið notað í álfabrennu.”

LetursteinnÁ göngunni með Jóni Ben var m.a. tekið mið af örnefnalýsingum frá Básendum: “En víkjum nú aftur upp á land. 20 til 30 föðmum suður af Stóra-Básendahól er graslaus klapparhóll; heitir hann Litli-Básendahóll. Sunnan við þann hól stóð Básenda-verzlunarstaður. Þar fram af er malartangi með sljóu horni. Á tanganum sér enn til rústa eftir meira en 150 ár, en 1799 var Básendaflóð. Sunnan við tanga þennan er ílangt lón; það var Básendahöfn. Leiðin inn á höfnina hefir verið löng milli skerja, en að mestu bein og djúp. Sundmerki eru nú gleymd. Má enn sjá leifar af umbúnaði, hringjum og stólpum, sem var tinsteyptur í klappir og sker til þess að svínbinda skipin.

Varla hefir þetta verið góð og örugg höfn, eins og nokkrir hafa talið, en það vita kunnugir bezt, hve Áletrunhollt er að vera á vélarlausum dekkbát inni á milli skerja sunnan við Stafnes í sunnanátt og hroða, þó að sumri sé. En stundum dróst afgreiðsla skipanna fram á haust, enda brotnaði þar skip 1669, albúið til siglingar, og tvö skip 1714, hlaðin fiski, segir Suðurnesjaannáll.

BásendarSkúli Magnússon landfógeti ræðir í sýslulýsingu sinni nokkuð um Básenda, þar segir svo: „Verzlunarhöfnin Básendar er í Stafneslandi. Þar er höfn 2 skipum milli lands og skerjagarðsins, en þó hættuleg, einkum í vestanstormum, þegar hásjávað er. Nokkur skip hafa farizt þar, einkum fyrrum, enda var ekki siglt á höfn þessa um hríð. Höfnin er því eigi örugg nema um hásumar og með því að nota járnhringa þá, sem reknir hafa verið bæði í kletta í skerjagarðinum og í jarðfasta fjöruklettana. Eru þeir festir með blýi, svo að hægt sé að binda skipin í þá. Í innra skipalæginu eru 4 járnhringar og 3 í hinu ytra. Í fyrr nefndu skipalægi er dýpið 2 1/2 faðmur um fjöru, en 4 1/2 í hinu síðar nefnda. Þarna lækkar og lækkar í sjónum um 9 fet í góðu veðri, þegar stórstreymt er, en um 5 fet, þegar smástreymt er. Innsiglingin er hættuleg, og verður að gefa nánar gætur að siglingamerkjunum á landi … Kringum hinar lágu klappir, sem verzlunarhúsin standa á, er allt þakið svörtum sandi, og eru aðstæður því illar til fiskverkunar.

KvarnarsteinnAftur á móti er fiskverkunarstæði því betra kringum Stafneslendingu, einkum á Refshalabæjum svo nefndum. Að vísu hafa þeir lagzt í eyði síðan konungsbátarnir voru lagðir niður 1769. Þó mætti byggja þá upp aftur, ef þörf væri á, því að á Stafnesi hefir þótt fremst fiskiver á Íslandi um vetrarvertíð á fyrri tímum og allt fram að því ári. En síðan hefir sjósókn þorrið þar mjög.“

Efalaust hefir útgerð og sjósókn þorrið á Stafnesi, sem annars staðar á síðari hluta 18. aldar og framan af þeirri 19., þegar eymdarhagir voru á landi hér, enda mátti víst heita, að Stafnes væri í eyði um aldamótin 1800 (sjá um Básendaflóð eftir Vigfús Guðmundsson í Blöndu III, bls. 57). En á síðari hluta 19. aldar voru 20 til 25 stórskip gerð út á vetrarvertíðum af bændum á Miðnesi, og ætíð var Stafnes talið í fremstu röð, með þá merkismennina hvern fram af öðrum: Erlend Guðmundsson, Eyvind Pálsson og Hákon Eyjólfsson. Það hefir í annálum og öðrum ritum verið talað um útgerð og aflabrögð á Stafnesi, og yngsti annállinn, Suðurnesjaannáll, sem ritaður var á 19. öld, er fjölorður um mikil aflabrögð hjá Stafnesmönnum, enda var þar bezt til sóknar af Miðnesi á tíma áraskipanna.

BásendarBátsendahöfn mun heita réttu nafni Brennitorfuvík, en Brennitorfa var þar fyrir ofan. Þar höfðu Básendamenn brennur sínar. Stendur þar nú varða á grjótholti, en Torfan sjálf er örfoka. Sunnan við Brennitorfu er Draughóll og Draughólskampur með sjó fram til suðurs. Fram af kampi þessum er stór klettahólmi úti í sjó; heitir hann Arnbjarnarhólmi. Þar eru suðurtakmörk Básendahafnar. “

Kristján Eldjárn, fyrrum þjóðminjavörður, kom að Básendum og setti m.a. niður “friðlýsingarskiltið”, sem þar er enn í kaupmannshúsarústunum. Tiltölulega auðvelt var að sjá út grunna fyrrum verslunarhúsanna sem og tóftir gamla bæjarins. Neðri og efri innsiglingarvörðurnar má enn sjá beggja vegna hafnarinnar sem mið á Pétursvörðu er trjónir hæst á heiðinni.

Loddubrunnur var brunnur frá bænum Loddu. Hann er enn til, því að Eiríkur Jónsson, sem síðar bjó í Norðurkoti, gróf hann upp um eða fyrir 1920. Skammt norðaustan við brunninn, hálfa leið að Glaumbæ, er hóll, sem hefur verið sléttaður. Þar vildi Jón meina að hafi verið hin víðfræga Lodda, þ.e. kotið sem kaupmaðurinn komst að eftir undanhaldið í flóðinu 1799.

Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Stafnes.
-Jón Ben Guðjónsson frá Stafnesi.
-Gísli Brynjólfsson – Básendaför, Lesbók Mbl 09.07.1978.
-Helgi S. Jónsson – Básendar, verslunarstaður á Suðurnesjum, Lesbók Mbl 26.05.1967.Vöruhúsið

Stafnes

Minnivarði um strand togarans Jóns forseta var í gær afhjúpaður á Stafnesi.
Jón forseti RE 108 markaði tímamót í íslenskri útgerðarsögu en hann var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga og kom til landins þann 23. janúar 1907.

Reynir Sveinsson og Höskuldur FrímannssonAð morgni 28. febrúar 1928 strandaði Jón forseti við Stafnes.  Á þeim tíma voru engin tæki til björgunarstarfa og engin vegur né sími var á Stafnesi. Bátar voru sendir frá Sandgerði með olíu til að hella í sjóinn og reyna þannig að lægja öldur.
Áhöfninni tókst að láta flot reka að landi sem varð til þess að hægt var að draga litla skektu að skipinu og þannig tókst að bjarga níu mönnum.
Þegar ekki var lengur hægt að nota skektuna voru þrír menn eftir á lífi um borð í togaranum. Ákváðu tveir þeirra að fara úr sjóstökkum og stígvélum og fara í sjóinn á stórri öldu sem bar þá langa leið að landi. Annar þeirra komst lifandi til lands en það var Frímann Helgason. Hann var þá 18 ára og varð síðar kunnur íþróttamaður.
MinnisvarðinnStrand Jóns forseta var mikið áfall fyrir íslensku þjóðina. Fimmtán menn drukknuðu í sjóslysinu. Forsetinn hafði verið flaggskip íslenskra togara um árabil.
Slysavarnafélag Íslands var nýstofnað á þessum tíma og  setti kraft í að stofna slysavarnadeildir um landið. Sú fyrsta var stofnuð í júní 1928 í Sandgerði. Hún hlaut nafnið Sigurvon.

Þann 27. ágúst 2009 var á Stafnesi afhjúpaður minnisvarði um togarann Jón Forseta sem fórst utan við Nesið 28. febrúar árið 1928. Reynir Sveinsson og Höskuldur Frímannsson, sonur síðasta mannsins sem bjargaðist af Jóni Forseta, afhjúpuðu minnisvarðann.

SkjöldurKristinn Jónsson, framkvæmdastjóri slysavarnafélagsins Landsbjargar, flutti stutt ávarp að lokinni vígslu og sagði meðal annars frá því að afi sinn hafi verið skipstjóri á Jóni Forseta er hann strandaði.

Reynis Sveinssonar, verðandi formaður Slysavarnardeildarinnar Sigurvonar í Sandgerði (hann hefur verið vikur í deildinni í 23 ár), flutti einnig ræðu við athöfnina:

“Góðir gestir,
Ég vil bjóða ykkur öll velkomin hingað að Stafnesi þar sem afhjúpaður verður minnisvarði um strand togarans Jóns Forseta RE 108.
JónStafnes á merka sögu tengda sjóslysum, má þar nefna að árið 1685 á góuþrælnum fórust sjö skip frá Stafnesi og drukknuðu 58 menn á einum degi.
Nafn þessa staðar Stafnes er tilkomið vegna sjóslyss, en fyrr á öldum var nafnið Nes ávallt notað um þennan stað. Fyrir margt löngu bjó hér útvegsbóndi sem var orðinn fótalúinn. Hann sat í smiðju og var að tálga sér staf, er tvær vinnukonur komu til hans og sögðu honum þau döpru tíðindi að bátur sem tveir sona hans hafi verið á hafi farist er báturinn tók land og bræðurnir hafi báðir látist.
Gamli maðurin kláraði að tálga stafinn og bað nokkru síðar vinnukonurnar að fylgja sér að þeim stað þar sem báturinn fórst. Þegar þau voru komin út á klappirnar þar sem sjórinn braut á, lyftir gamli maðurinn nýja stafnum upp, lamdi honum í sjóinn og mælti “Héðan í frá skal enginn láta lífið sem tekur land á Nesi sé farin rétt sundleið og skal Nesið héðan í frá heita Stafnes”.
23. janúar árið 1907 urðu tímamót í Íslenskri útgerðasögu, en þann dag kom fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga, Jón Forseti RE 108.
Jón forsetiAð morgni 28. febrúar árið 1928 nefndu menn nafn skipsins í hálfum hljóðum með óræða bæn í svip og fasi. Forsetinn var strandaður við Stafnes.
Þá tók við barátta upp á líf og dauða hjá áhöfn skipsins við miskunarlaust hafið, en á þessum tíma voru engin tæki til björgunarstarfa, engin vegur né sími var á Stafnesi.
Bátar voru sendir frá Sandgerði með olíu til að hella í sjóinn og lægja öldur.
Áhöfninni tókst að láta flot reka að landi sem varð til þess að hægt var að draga litla skektu að skipinu og þannig tókst að bjarga níu mönnum. Þegar þrír menn voru eftir á lífi um borð í Jóni forseta og ekki lengur hægt að notast við litlu skektuna,  ákváðu tveir þeirra að fara úr sjóstökkum og stígvélum og fara í sjóinn á stórri öldu sem bar þá langa leið að landi. Aðeins annar þessara manna komst lifandi til lands, Frímann Helgason þá 18 ára og varð hann síðar kunnur íþróttamaður.
Þetta strand var mikið áfall fyrir Íslensku þjóðina. Fimmtán menn drukknuðu í sjóslysinu og Forsetinn hafði verið flaggskip íslenskra togara um árabil.
JónSlysavarnafélag Íslands sem var ný stofnað setti nú kraft í að stofna Slysavarnadeildir um landið og var fyrsta deildin stofnuð í júní árið 1928 í Sandgerði og hlaut hún nafnið Sigurvon.
Árið 1929 kom björgunarbáturinn Þorsteinn til Sandgerðis og fljótlega eftir komu bátsins var hafist handa við að leggja veg frá Fuglavík að Stafnesi svo hægt væri að fara með bátinnn að Stafnesi ef slys bæri að höndum.  Það var sagt að þessi vegur væri ógnarbreiður en það kom til útaf breidd vagnsins sem flutti Þorstein og er Stafnesvegur sennilega eini vegurinn sem er lagður fyrir bát hér á landi.
Að lokum langar mig að þakka þeim systrum á Vestur-Stafnesi fyrir að ljá land undir minnisvarðann, öllum þeim starfsmönnum sem komu að verkefninu þar á meðal jarðvinnu og girðingavinnu, Sjóminjasafninu Víkin á Grandagarði, Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands sem veitti styrk til verkefnisins ásamt Sandgerðisbæ.
Hér á meðal okkar er Höskuldur Frímannsson sonur síðasta mannsins sem bjargaðist af Jóni Forseta og vil ég biðja hann að koma hingað og afhjúpa verkið.”

Þess má geta að Reynir var upphafsmaður að setja upp þennan minnisvarða, vann við að finna grjót og láta skera mynd skipsins út ásamt því að stórbæta allt umhverfið, stækka planið og girða umhverfis minnisvarðan. Við hann eru 15 minni steinar til minningar um þá 15 menn er fórust í þessu slysi.

Heimild:
-245.is
-vikufrettir.is

Stafnes

Á Stafnesi með Sigurði Eiríkssyni.

Seltún

Ólafur Þorvaldsson var vel kunnugur örnefnum í Krýsuvík. Sumarið 1968 aðstoðaði hann við að staðsetja og merkja örnefni svæðisins inn á meðfylgjandi kort. Meðfylgjandi fylgdi eftirfarandi texti: “Skrá þessi um örnefni í Krýsuvík á við kort 1:50.000, Blað 1512 I og 1612 IV, þar sem númerin eru færð inn. Skrásetning á kortin er gerð með aðstoð Ólafs Þorvaldssonar sumarið 1968. Nánari heimild um örnefnin er spjaldskrá um Krýsuvík – 30.7. 1968. S.S.”
Ólafur ÞorvaldssonFERLIR fékk gögnin frá Örnefnastofnun eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eins og hún nefnist í dag (2022).
Á einu kortanna er skráð leiðrétting um staðsetningu Búðarvatnsstæðisins eftir Gunnar Sæmundsson. Skv. því liggja landamerki Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar í Markhelluhól við Búðarvatnsstæðið (á hólnum er mosavaxin varða) en ekki í Markhelluna eins og nú er, en hún er allnokkru austar en merkin sýndu áður.
Þegar örnefnalistinn er skoðaður kemur ýmislegt annað áhugavert í ljós. Má þar t.d. nefna að Eiríksvarðan á Arnarfelli er nefnd “Arnarfellsvarða” (7) og Stínuskúti í norðaustanverðu fellinu er nefndur “Arnarfellshellir” (4).

Húshólmi

Beinteinsbúð í Húshólma.

Örnefnið “Beinteinsbúð” (16) er staðsett ofan við Svörtuloft á milli “Útheiðar” (140) og Húshólmafjöru (70). Þar eru að vísu gróinn óbrinnishólmi í vik neðst í Ögmundarhrauni, en engar greinanlegar tóftir. Líklegra að átt sé við sjóbúðartóftina ofan Hólmastígs í neðanverðum Húshólma, en þaðan gerðu Arnarfellsbændur út allt ársins 1913. Minjarnar þar eru enn óskráðar (líkt og svo margar aðrar). Ekki er minnst á sundvörðuna á hraunbrúninni skammt austar.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Á kortinu er getið um “Engjafjallsveg” (35), sem var syðri hluti “Dalaleiðar” (26) sunnan Kleifarvatns. Þá er getið um Engjafjall (34), en það er ekki merkt sem slíkt. Getið er um “Eldborgarhelli” (31), en hann er ekki heldur merktur, sem og “Krýsuvíkurhellir” (95), “Bálkahellir” (15), “Gvendarhellir (57) og “Lambhagahellir” (100). Ekki er Lambhagaréttar getið í örnefnaupptalningunni.
“Miðdalavegur” (28) er staðsettur milli Vigdísarvalla og “Drumbdalastígs” (28) vestan “Drumbsdals” (29). “Breiðugötur” (22) eru staðsettar vestan við Deildarháls ofan Stóru-Eldborgar og Krýsuvíkurbæjanna. “Fagradalsstígs” (42) er getið í upptalningunni, en hann er ekki merktur á kortið. Líklega er þar um að ræða götu upp frá Dalaleið inn í Fagradal, upp á ofanvert Vatnshlíðarhorn og yfir í Hvamma austan Kleifarvatns. Spákonuvatn ofan við Sogin er nefnt “Smákonuvatn” (125).
“Jónsvörður” (81) eru merktar á “Miðheiðinni” (106), en Jónsbúðar er ekki getið. Fleira áhugavert mætti nefna ef grannt er skoðað – sjá meðfylgjandi örnefnalista:

Örnefni í Krýsuvík:
1 Afvatnabrekkur
2 Ál(f)steigar
3 Arnarfellsbær
4 Arnarfellshellir
5 Arnarfellstagl
6 Arnarfellstjörn

Krýsuvík

Eiríksvarða á Arnarfelli (Arnarfellsvarða).

7 Arnarfellsvarða
8 Arnarsetur
9 Ásar
10 Augu(n)
11 Austurengjar
12 Austurengjavegur
12a Austurlækjarvað
13 Baðstofubrekka
14 Bali

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

15 Bálkahellir
16 Beinteinsbúð
17 Bergsendi eystri
18 Bergsendi vestri
19 Bleiksflöt
20 Blettahraun
21 Breiðdalsvatnsstæði
22 Breiðugötur

Seltún

Seltún – minjar brennisteinsvinnslunnar.

23 Brennisteinshúsatættur
24 Bæjarfellshellir
25 Bæjarhals
26 Dalaleið
27 Dalirnir
28 Drumbsdalastígur
29 Drumbsdalur
30 Dýjakrokar

Krýsuvík

Krýsvík – Ólafur Þorvaldsson; örnefni og kort I.

31 Eldborgarhellir
32 Eldborgarskarð
33 Eldborgarhraun
34 Engjafjall
35 Engjafjallsvegur
36 Engjaháls
37 Engjalækur
38 Engjar
39 Eystra-Hlíðarhorn
40 Eystrigjá
41 Fagradalsmúlavatnsstæði
42 Fagradalsstígur
43 Fíflavellir

Fitjar

Fitjar.

44 Fit(j)ar
45 Fjárskjólshraun
46 Flatengi
47 Flóðin
48 Geststaðir
49 Giltungur
50 Eystrigjá
51 Vestrigjá
53 Grásteinn
54 Grásteinsmýri
55 Grjóthóll
56 Grænavatnsmelar

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli (Arngrímshelli).

57 Gvendarhellir
59 Hafliðastekkur
60 Hálsendi
61 Hamradalir
62 Hattshverir
63 Heimaberg
64 Herdís
65 Hermannshilla
66 Hettumýri

Hetturvegur

Hettuvegur.

67 Hettuvegur
68 Hnaus
69 Hrossabrekkur
70 Húshólmafjara
71 Húshólmabruni
72 Hvalbásar
73 Hveradalabarð

Krýsuvík

Hverafjall, Hveradalur og Baðstofa efst.

74 Hveradalir
75 Hverafjall
76 Hæll
77 Hælsheiði
78 Höfðamýri
79 Höfði
80 Jónsmessufönn

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.

81 Jónsvörður
82 Kaldrani
83 Kálfadalahnúkur
84 Kálfadalir
85 Katlahraun
86 Katlar
87 Ker(ið)
88 Kerlingadalur
89 Kirkjuflöt

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar fremst.

90 Kirkjulágar
91 Klettur
92 Klofningar
93 Kotaberg
94 Kringlumýri
64 Krýs
95 Krýsuvíkurhellir
96 Krýsuvíkurhraun
97 Krókamýri
98 Kúablettur
99 Lambhagaflöt

Lambhagarétt

Lambhagarétt. “Lambhagahellir (100) er efst v.m.

100 Lambhagahellir
101 Látur eystri og vestri
102 Lækjarvellir
103 Lönguhlíðarhorn
104 Máfafláar
28 Miðdalavegur
105 Miðdalir
106 Miðheiði

Mígandagróf

Mígandagröf.

107 Mígandagröf (-gróf)
107a Móholt
108 Mosalágar
109 Mosar
110 Möngulag
110a Nýibær
111 Ós(inn)
112 Rauðhólsmýri
113 Ræningjastígur
114 Selalón

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

115 Selatangabúðir
116 Selbrekkur
117 Selhella
118 Selhóll
119 Seljabótarklettar
120 Seljabótarnef
121 Seltúnsbörð
122 Skál
123 Skyggnisþúfa
124 Slysadalur

Spákonuvatn

Spákonuvatn og Keilir.

125 Smákonuvatn
126 Smalaskáli
127 Smali
128 Sog
129 Steinabrekkur
130 Steinbogi
131 Stekkjarmýri
132 Stórabrú
133 Stóri-Skógarhvammur
134 Stórkonugil

Krýsuvík

Strákar í Selöldu.

135 Strákar
136 Strandarbergskriki
137 Syðstiskalli
138 Sýslusteinn
52 Teigar

Krýsuvík

Krýsuvík – Ólafur Þorvaldsson; örnefni og kort II.

139 Urðarfell(in)
140 Útheiði
141 Vaðlar
142 Vatnsskarðsháls
147 Vestrigjá

Krýsuvík

Krýsuvík; örnefni og kort – Ólafur Þorvaldsson III.

143 Vigdísarvallagil
144 Víti
145 Yrphóll
146 Ytra-Hlíðarhorn
148 Þúfnadalir
149 Ögmundardys

Hér á neðan má sjá framangreind örnefni í samantektinni  hafa verið færð yfir á loftmynd af svæðinu til að auðvelda yfirsýn. Taka ber viljan fyrir verkið…

Heimild:
-Krýsuvík; örnefni og kort – Ólafur Þorvaldsson 1968.

Krýsuvík

Örnefni úr samantekt Ólafs Þorvaldssonar – gullituð.

Hvalsnesgata

Gengið var frá Hvalsnesi eftir svonefndri Hvalsnesgötu(Melabergsleið) um Melabergsvötn og Miðnesheiðina yfir að Stakksnípu norðan Helguvíkur. Tilefnið var að feta í fótspor Rauðhöfða sem lið í Ljósahátíð Reykjanesbæjar, þeim er segir frá í samnefndri þjóðsögu. Sagt er að eftir atburði þeim, sem þar er tilgreindur, heiti nú staðir við Faxaflóa, s.s. Stakkur, Stakksfjörður, Hvalfjörður, Glymur, Hvalfell og Hvalvatn.

Hvalsnesvegur

Hvalsnesvegur – varða.

Fengist hafði leyfi til að ganga leiðina innan ytri varnargirðingarinnar, en þegar leggja átti af stað fengust þær upplýsingar að hliðið þar efra, sem átti að ganga út um, hafi verið fest og ekki hægt að opna það. Því var brugðið á það ráð að ganga með girðingunni á þeim kafla leiðarinnar.
Hins vegar er löngu kominn tími til þess að opna þessa fallegu leið fyrir innlendum svo þeir geti notið eigin fornminja, enda þjónar “varnargirðingin” litlum tilgangi á þessu svæði. Önnur girðing er innar og væri nóg að hafa hana til varnar hersstöðinni.
Gangan hófst á Hvalsnesgötunni skammt sunnan viið Melaberg eftir að þjóðsagan um Rauðhöfða hafði verið rakin í megindráttum.
Hvalsnes er bær og kirkjustaður milli Sandgerðis og Stafness. Hvalsnes var fyrrum prestssetur og útkirkjur í Kirkjuvogi og Innri-Njarðvík. Hvalsnesprestakall var lagt niður 1811 og Hvalsnes og Kirkjuvogskirkjur lagðar til Útskála. Á Hvalsnesi var kirkja helguð guði Maríu guðsmóður, Ólafi konungi og, heilagri Katrínu og öllum guðs heilögum mönnum. Núverandi kirkja var reist á árunum 1886-1887 og vígð á jóladag 1887. Hún er hlaðinn úr tilhöggnum steini. Frægastur prestur á Hvalsnesi er sennilega Hallgrímur Pétursson.

Hvalsnesvegur

Hvalsnesvegur – varða.

Í sögunni (reyndar eru til nokkrar útgáfur) um Rauðhöfða segir frá því að “í fornöld var það mjög tíðkað á Suðurnesjum að fara út í Geirfuglasker til að sækja þangað bæði fugl og egg. Þóttu þær ferðir jafnan hættulegar og varð að sæta til þeirra góðu veðri því bæði eru skerin langt undan landi og svo er líka mjög brimsamt við þau.
Einu sinni sem oftar fór skip eitt út í Geirfuglasker; geymdu sumir skips, en sumir fóru upp í skerin eftir eggjum. Ókyrrði þá sjóinn fljótt svo þeir urðu að fara burtu fyrr en þeir hefðu viljað. Komust eggjatökumennirnir með illan leik upp í skipið allir nema einn. Hann kom seinastur ofan úr skerinu því hann hafði farið lengst og hugsað að ekki mundi liggja svo mikið á. Hann var sonur og fyrirvinna ekkju nokkurrar sem bjó á Melabergi í Hvalsnessókn, og var hinn ötulasti maður og á bezta aldri (sumir nefna manninn Helga). Þegar nú maðurinn kom niður að skipinu þá var hafrótið orðið svo fjarskalegt við skerið að honum varð ekki náð út í skipið hversu mjög sem þar var leitað lags við. Urðu skipverjar að fara burtu við svo búið og töldu þeir manninn af með öllu nema hans yrði bráðlega vitjað. Héldu þeir svo í land og sögðu hvar komið var og átti nú að fara í skerin og vitja mannsins hvenær sem þar gæfist færi á. En eftir þetta varð aldrei framar komizt út í skerin um sumarið fyrir brimi og stórviðrum. Var þá hætt með öllu að hugsa til manns þessa framar eða leiða sér í hug að hann mundi nokkurn tíma sjást lifandi framar.
Nú leið og beið þangað til sumarið eftir. Þá fóru Nesjamenn á skipi út í Geirfuglasker eins og þeir voru vanir. Þegar eggjatökumennirnir komu upp í skerið urðu þeir hissa, þegar þeir sáu þar mann á gangi þar sem þeir áttu sér hér engra manna von. Maðurinn gekk til þeirra og þekktu þeir þar Melabergsmanninn sem eftir hafði orðið sumarið áður í skerinu.

Figlavíkursel

Fuglavíkursel.

Gekk það öldungis yfir þá og þóttust sjá að þetta væri ekki einleikið. Forvitnaði þá nú heldur en ekki að vita hvernig á þessu öllu stæði. En maðurinn sagði þeim óljóst frá því sem þeir spurðu, en í skerinu sagðist hann alltaf hafa verið og hefði þar ekki væst um sig. Samt bað hann á að flytja sig í land og gjörðu þeir það fúslega. Var Melabergsmaðurinn hinn glaðasti, en þó fremur fátalaður. Þegar í land kom varð þar hinn mesti fagnaðarfundur og þótti öllum þessi atburður allur undrum gegna, og enga glögga grein vildi maðurinn gjöra um veru sína í skerinu.
Nú leið enn og beið og var hætt að tala um nýlundu þessa. En seint um sumarið, einn góðan veðurdag þegar messað var á Hvalsnesi, varð sá atburður sem alla kynjaði á. Við kirkjuna var fjöldi fólks og þar á meðal Melabergsmaðurinn. En þegar fólkið kom út (aðrir segja inn í kirkjuna og láta allan atburðinn fara fram fyrir messu) úr kirkjunni stóð uppbúin vagga við kirkjudyrnar og lá ungbarn í vöggunni. Ofan á vöggunni lá dýrindisábreiða sem enginn þekkti hvað í var. Á þetta varð öllum starsýnt mjög og enginn leiddi sig að vöggunni eða barninu og enginn lézt þar vita nein deili á. Nú kemur prestur út úr kirkjunni; sér hann vögguna og barnið og furðar á þessu öllu ekki síður en aðra. Spyr hann þá hvort viti nokkur deili á vöggunni og barninu eða hver með það hafi komið eða hvort nokkur vilji að hann skíri barnið. En enginn lézt vita neitt um þetta og enginn þóttist hirða um að hann skírði barnið. En af því presti þótti allur atburður með Melabergsmanninn kynlegur spurði hann hann ítarlegar um allt þetta en aðra, en maðurinn brást þurrlega við og sagðist ekkert vita um vögguna né barnið enda skipti hann sér öldungis ekkert um hvorugt.

Sandgerðisvegur

Gengið um Sandgerðisveg.

En í því bili sem maðurinn sagði þetta stóð þar kvenmaður hjá þeim fríð sýnum og fönguleg, en æði svipmikil. Hún þreif ábreiðuna af vöggunni, snaraði henni inn í kirkjuna og segir:
“Ekki skal kirkjan gjalda.”
Síðan víkur hún sér að Melabergsmanninum og segir við hann mjög reiðulega:
“En þú skalt verða að hinu versta (argasta) illhveli í sjó.”
Greip hún þá vögguna með barninu og hvarf með allt saman og sást ekki síðan. – Presturinn tók ábreiðuna og lét gjöra úr henni altarisklæði handa kirkjunni, og hefur það verið þar til skamms tíma og þótt hin mesta gersemi.
Nú víkur sögunni til Melabergsmannsins. Honum brá svo við orð hinnar ókunnugu konu að hann tók undir eins á rás frá kirkjunni og heim til sín. Ekki stóð hann þar við, heldur æddi sem vitstola norður eftir þangað til hann kom fram á Hólmsberg sem er fyrir vestan Keflavík, en berg það er fram við sjó, býsna hátt og þverhnípt. Þegar hann kom fram á bergsbrúnina staldraði hann við. Varð hann þá allt í einu svo stór og þrútinn að bergið sprakk undir fótum honum og hljóp fram klettur mikill úr hamrinum. Stakkst maðurinn þar fram af í sjóinn og varð í sama augnabragði að feikilega stórum hvalfiski með rauðan haus því maðurinn hafði haft rauða húfu eða hettu á höfðinu þegar hann brást í hvalslíkið. Af þessu var hann síðan kallaður Rauðhöfði. En kletturinn sem fram hljóp með hann í sjóinn stendur enn fram í sjónum austarlega undir Keflavíkurbergi og er kallaður Stakkur.

Stakkur

Stakkur.

Það er sumra manna sögn, að nú hafi það komið upp á Melabergi eftir móður mannsins að hann hefði sagzt hafa dvalið um veturinn í skerinu (skerið var síðan kallað Helgasker) í álfabæ einum í góðu yfirlæti. Hefðu þar allir verið sér vel, en þó hefði hann ekki geta fest þar yndi. Fyrst þegar hann hefði orðið eftir af lagsmönnum sínum í skerinu hefði hann gengið um skerið í eins konar örvilnan og verið að hugsa um að steypa sér í sjóinn og drekkja sér til að stytta hörmungar sínar. En þá sagði hann að til sín hefði komið stúlka fríð og falleg og boðið sér veturvist og sagt að hún væri ein af álfafólki því sem ætti heima í Geirfuglaskeri. Þetta þá hann, en vegna óyndis fékk hann heimfararleyfi sumarið eftir. Þá sagði hann að álfastúlkan hefði sagzt ganga með barni hans og skyldi hann muna sig um að láta skíra það ef hún kæmi því til kirkju þar sem hann væri viðstaddur, en ef hann gjörði það ekki mundi hann gjalda þess grimmilega. Sumir segja að maðurinn hafi sagt móður sinni frá þessu einhvern tíma einslega um sumarið; sumir segja að han hafi gjört það um leið og hann gekk um á Melabergi frá kirkjunni seinast, en sumir segja að hann hafi sagt það einhverjum trúnaðarmanni sínum öðrum. En ekki er þess getið hvers vegna hann brá út af skipun álfkonunnar með barnsskírnina.
En nú víkur aftur sögunni til Rauðhöfða. Hann tók sér aðsetur í Faxaflóa og grandaði þar mönnum og skipum svo engum var óhætt í sjó milli Reykjaness og Akraness. Varð það fjarskinn allur sem hann gjörði illt af sér í skipsköðum og manntjóni, en enginn gat að gjört eða stökkt óvætti þessum burtu, og áttu margir um sárt að binda af hans völdum þó ekki séu þeir nafngreindir neinir sem hann drap eða tölu hafi verið á þá komið. Upp á síðkastið fór hann að halda til á firðinum milli Akraness og Kjalarness og er sá fjörður því síðan kallaður Hvalfjörður.

Sandgerðisvegur

Sandgerðisvegur.

Þá bjó gamall prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; hann var blindur, en þó ern að öðru leyti. Hann átti tvo syni og eina dóttur. Voru systkini þessi öll uppkomin þegar hér var komið sögunni og hin efnilegustu og ann faðir þeirra þeim mjög. Prestur var forn í skapi og vissi jafnlangt nefi sínu. Synir hans reru oft út á fjörðinn á báti til fiskjar. En einu sinni urðu þeir fyrir Rauðhöfða og drekkti hann þeim báðum. Presturinn faðir þeirra heyrði að synir sínir væru drukknaðir og svo af hvers völdum. Féllst honum mikið um sonamissinn.
Litlu síðar einn góðan veðurdag biður hann dóttur sína að koma og leiða sig niður að firðinum sem er þaðan ekki alllangt frá bænum. Hún gjörir svo, en prestur tekur sér staf í hönd. Staulast hann nú með tilhjálp dóttur sinnar ofan að sjónum og setur stafinn fram undan sér út í flæðarmálið og styðst svo fram á hann. Spyr hann þá dóttur sína hvernig sjórinn líti út. Hún segir hann vera spegilfagran og sléttan. Að lítilli stundu liðinni spyr karl aftur hvernig sjórinn líti út. Stúlkan segir að utan fjörðinn sjái hún koma kolsvarta rák líkt og stórfiskavaður ösli inn fjörðinn. Og þegar hún sagði rák þessa komna nærri á móts við þau biður prestur hana leiða sig inn með fjörunni og gjörir hún það. Var röstin jafnan á móts við þau og gekk það uns komið var inn í fjarðarbotn. En þegar grynna fór sá stúlkan að röstin stóð af ákaflega stórum hval sem synti beint inn eftir firðinum eins og hann væri rekinn eða teymdur. Þegar fjörðinn þraut og þar kom að sem Botnsá kemur í hann bað klerkur dóttur sína að leiða sig upp með ánni að vestanverðu. Hún gjörði það og staulaðist karlinn upp fjallshlíðina með ánni, en hvalurinn öslaði einatt hér um bil jafnframt þeim upp eftir ánni sjálfri, og var honum það þó örðugt mjög sökum vatnsleysis.

Melabergsvötn

Melabergsvötn.

En þegar inn kom í gljúfrið sem áin rennur um fram af Botnsheiði þá urðu þrengslin svo mikil að allt skalf við þegar hvalurinn ruddist áfram, en þegar hann fór upp fossinn hristist jörðin umhverfis eins og í mesta jarðskjálfta. Af því dregur fossinn nafn og heitir síðan Glymur og hæðirnar fyrir ofan Glym eru síðan kallaðar Skjálfandahæðir. En ekki hætti prestur fyrr en hann kom hvalnum alla leið upp í vatn það sem Botnsá kemur úr og síðan er kallað Hvalvatn.
Fell eitt er hjá vatninu og dregur það einnig nafn af atburði þessum og er kallað Hvalfell. Þegar Rauðhöfði kom í vatnið sprakk hann af áreynslunni að komast upp þangað og hefur síðan ekki orðið vart við hann, en fundist hafa hvalbein mjög stór-kostleg við vatnið og þykir það vera sögu þessari til sannindamerkis. – En þegar prestur var búinn að koma hvalnum fyrir í vatninu staulaðist hann heim aftur með dóttur sinni og þökkuðu honum allir vel fyrir viðvikið.”Sagan um Rauðhöfða er til í nokkrum útgáfum, yfirleitt breyttum og styttum. Ein þeirra fjallar um Melabergsmanninn. “Hann hleypur fram af hamri sem kallast Stakksgnípa. Drekkir 19 skipum milli Akraness og Seltjarnarness. Drekkti bæði syni prestsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og prestsins í Saurbæ á Kjalarnesi. Tóku þeir sig saman og kváðu Rauðhöfða inn fjörðinn á milli bæjanna og heitir hann því Hvalfjörður. Varð þá landskjálfti mikill og því heita hæðirnar við Hvalvatn Skjálfandahæðir.”

Í sögunni um Faxa, sem er um sama efni, segir að “þegar upp komust svik mannsins varð hann óður og steypti sér í sjóinn og breyttist í hrosshveli og kölluðu menn hann Faxa. Af því nafni dregur Faxaflói nafn sitt. Drap tvo syni manns er kunni jafnlangt nefi sínu. Var Faxi rekinn í Hvalvatn þar sem síðan fundust hvalbein til sannindamerkis um þessa atburði.”

Dauðsmannsvarða

Dauðsmannsvarða.

Í sögunni um Melabergs-Helga, enn um sama efni, segir að “ekkja nokkur bjó að Melabergi ásamt sonum sínum þremur og hét einn Helgi. Eitt sinn fóru bræðurnir í Geirfuglasker ásamt öðrum. Þeim varð illt til fengs og fóru því í fleiri sker. En nú fór að brima og komst Helgi ekki í bátinn. Ekki var komist í skerin fyrr en vorið eftir og var leitað eftir beinum Helga. Var undrun manna mikil er hann fannst lifandi og vel á sig kominn. Eftir þetta var skerið kallað Helgasker.
Síðan gerist allt sem í hinum sögunum og er upp komast svik Helga segir hann allt af létta og fer síðan inn þvera heiði og fam af Hólmsbergi. Um leið og hann stakk sér féll úr berginu klettur og er hann hér um 100 faðma fyrir framan bergið og heitir Stakkurinn til þessa dags. Bræður Helga ætluðu heim og komust inn fyrir Melabergsá og urðu þar að steinum. Heita steinar þeir Bræður enn. Helgi breyttist í rauðhöfðaðan hval og hafðist við í Hvalfirði á fjaðrarmótum Kollafjarðar.
Að Reynivöllum bjó prestur og drekkti Rauðhöfði sonum hans tveim. Prestur var skáld og kunnáttusamur. Hann stefndi Rauðhöfða upp í Hvalvatn. Melaberg lagðist í eyði vegna reimleika. En klæðið sem var yfir ruggunni skyldi hafa verið haft fyrir altarisklæði á Hvalsnesi þar til slitið var, þá tekið í sundur og verið lengi til nokkuð af því og ei alllangt síðan eyðilagðist.”

Í sögunni um Mókoll á Melabergi, enn og aftur um sama efni, segir að hann hafi verið “ríkur bóndi á Melabergi. Allt fer sem fyrr en nú er hann finnst er kona ein hjá honum og lætur vel að honum. Segist hún ganga með barn hans og muni koma með það í kirkju til skírnar. En er barnið var til skírnar fært vildi Mókollur ekki kannast við neitt. Hann stekkur úr kirkju og fram á Hólmsberg á snös þá er síðan er kölluð Stakksnös. Þá féll þar úr berginu með honum klettur sá er Stakkur heitir. Á Katanesi bjó karl sem átti tvo sonu sem Mókollur gleypti að karli ásjáandi. Hann kom svo Mókolli fyrir í Hvalvatni.

Dauðsmannsvarða

Dauðsmannsvarða endurgerð.

Í annarri útgáfu af sögunni um Rauðhöfða segir að “Árni hafi heitið kvæntur maður og átti hann nokkur börn. Skip hans hvarf við Geirfuglasker en vorið eftir birtist Árni þessi heima hjá sér. Ekki sagði hann hvernig hann hefði komist af. Nú gerist allt sem áður: barn er fært til skírnar og yfir því er dýrindis klæði í rauðum lit. Presturinn reynir árangurslaust að telja Árna á að viðurkenna barnið og álfkonan leggur á að hann verði að hinum versta fiski í sjónum “og granda skipum og mönnum og aldrei komast úr þeim ánauðum, og jafnan skal einhver ógæfumaður vera meðal niðja þinna, allt í átjánda lið.” Árni var með rauða húfi á höfði er hann tók að tryllast og þrútna út. Stökk hann svo í sjóinn og breyttist í illhveli mikið og hafðist við milli lands og Geirfuglaskerja þar til kraftaskáld nokkur kvað hann upp í Hvalvatn. Mælt er að Einar á Iðu sem var dæmdur til lífláts fyrir barneign í meinum væri kominn að Árna í níunda lið, en nú er komið í hinn tólfta.”

Í sögunni um Álfkonuna í Geirfuglaskeri, sem ein útgáfan af Rauðhöfða, segir að “nú er það presturinn að Útskálum er fær barnið til skírnar og maðurinn kastar sér fram af “Hólsbergi”. Hann drekkir síðan tveim sonum ekkju á Bjarteyjarsandi. Hún var margkunnug og kom illhvelinu fyrir í Hvalvatn.”
Í sögunni um Hvalinn í Hvalvatni segir af Gísla (eða Birni). “Hann hafðist við hjá tveimur konum og gerði þá yngri ólétta. Við messu kemur kona með vöggu og yfir henni er rautt klæði. Þegar Gísli neitar að eiga barnið breytist hann í illhveli og hefst við á Faxaflóa og gengur síðan allt eftir sem fyrr.”

Dauðsmannsvarða

Dauðsmannsvarða við Sandgerðisveg.

Í sögunni um Árna á Melabergi segir að “Árni þessi átti þrjá bræður er bjuggu á næstu bæjum við Melaberg. Hann hvarf við Geirfuglasker um haust og kom fram vorið eftir að Hvalsnesskirkju heill á hófi og vel útlítandi. Nú gengur sem fyrr að kona kemur með vöggu til kirkju og yfir henni er fagur dúkur.
Þegar Árni neitar að meðkenna barnið segir konan: “Illa launar þú mér lífgjöfina og veturvistina enda skaltu í sjóinn fara – og verða að þeim versta og mannskæðasta hval og óhamingja skal fylgja ætt þinni í átjánda lið.”
Árni ærðist og steyptist fram af klettunum hjá Melabergi. Bræður Árna voru við kirkju og urðu þeir allir að steinum á heimleiðinni. Þeir steinar sjást hjá kirkjuveginum og eru stórir drangar og ganga út úr þeim mjóir drangar sem handleggir. Það fylgdi ætt Árna í átjánda lið að í henni var alltaf einhvur ólánsmaður. Seinastur þeirra er talinn Einar á Iðu á Skeiðum sem átti barn með dóttur sinni. Árni varð að versta hval og lagðist inn í Hvalfjörð. Þar var hann þar til hann drekkti tveimur sonum bónda á Kjalarnesi. Þessi bóndi var kraftaskáld og kvað hann hvalinn inn úr Hvalfirði og undir jörðu inn í Hvalvatn þar sem hann sprakk. Eftir hvarf Árna var um langa tíð reimt á Melabergi.”

Á leiðinni, skammt vestan Melabergsvatna, eru hólar að norðanverðu. Þeir heita Smjerhólar. Ofar eru Melabergsvötnin. Þar segir sagan að Tómas nokkur frá Bursthúsum hafi drukknað er hann var að fara yfir brú á vötnunum á 17. öld. Tómasarhóll heitir hóll með fuglaþúfu á nokkur norðaustar í heiðinni, skammt frá horni varnargirðingarinnar. Óvíst er þó að sá hóll tengist atburðinum þótt um sama nafn sé um að ræða.
Norðan við Tómasarhól sést í helsta kennileitið í Miðnesheiði ofan við Norðurkot; Efrivörðu. Sigurður Eiríksson í Norðurkoti hefur hlaðið vörðuna upp ásamt kunningja sínum Guðmundi Sigurbergssyni. Þeir hafa og hlaðið upp nokkrar aðrar nafnkunnar vörður í heiðinni.

Sigurður Eiríksson

Ómar og Sigurður við Dauðsmannsvörðu í Miðnesheiði.

Önnur varða, sem þeir hlóðu upp, er Dauðsmannsvarða, sem er allnokkru austar, fast utan við varnargirðinguna. Sú varða tengist sögn um mann frá Bæjarskeri, sem varð þar úti eins og svo margir aðrir á leið þeirra frá kaupmanninum í Keflavík. Milli þessara varða er Reykhóll.
Margar skráðar heimildir eru til um mannskaða á Miðsnesheiði. Má nefna að á u.þ.b. 40 ára tímabili á 19. öld urðu þar um 60 menn úti á leið þeirra um heiðina.
Melabergsleiðin (Hvalsnesgatan) innan varnarsvæðisins er vel vörðuð þegar komið er upp að og fyrir ofan Melabergsvötn. Þar taka við Efrivötn, mun minni, en ofan við þau þarf að fara í gegnum gat á varnargirðingunni. Venjulega er gatið lokað, en af og til reynist það opið. Annað gat er á girðingunni efra, þ.e. á henni austanverðri. Það er þó oftar lokað en hið neðra.
Götunni var fylgt með augunum þar sem hún liðast upp eftir heiðinni. Norðan við hana er vetrarleiðin, vel vörðuð óröskuðum vörðum.
Austar blasir Vatnshólavarða við. Hún var mun hærri hér áður fyrr, enda lengi notuð sem siglingarvarða í Másbúðarsundið og sem mið af sjó.
Norðar sjást Selhólar, en vestur undan þeim eru tóftir sem og gróin fjárborg. Glæsir er ofar og austar. Þeir, sem fara þurftu um heiðina, töldu sig stundum verða var við draugagang við Glæsi, og sumir beinlínis lögðu lykkju á leið sína til að forðast staðinn, einkum eftir að rökkva tók. Nafnið er til komið eftir að maður, sem átti leið um, lenti þar í miklum ljósagangi.
Þegar komið er upp að svonefndu Margvörðuholti beygir gatan út af götunni og undir girðinguna. Utan hennar var leiðinni síðan fylgt áfram til Keflavíkur.

Melabergsvegur

Melabergsvegur.

Beinvarðaða gatan er yfir háheiðina, frá því að útsýni sleppir að austanverðu uns útsýni næst á ný að Hvalsneskirkju og Melabergi að vestanverðu.
Staðnæmst var á Berginu þar sem Stakksnípa og Stakkur blöstu við. Stakksfjörður er breiður og djúpur fjörður sem gengur til suðurs úr Faxaflóa og afmarkast að austan af Keilisnesi á Vatnsleysuströnd en af Stakksnípu í Hólmsbergi á Rosmhvalanesi að vestan. Viti er á Stakksnípu, reistur 1958. Stakksfjörður dregur nafn af þessum staka klettadrangi, Stakki, sem er undan Hólmsbergi.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir m.a.:
-Jón Árnason – Þjóðsögur og ævintýri III.
-http://bokasafn.reykjanesbaer.is/
-Sigurður Eiríksson.

Melabergsleið

Vörður við Melabergsleið og Hvalsnesgötu.

Vegfarendur um Lækinn í Hafnarfirði hafa á síðustu árum séð hvítar gæsir auk hinna hefðbundnu og í sumar hefur hvítflekkóttri gæs borið þar fyrir. Um tilvist aligæsanna hvítu vita fáir.

Laekurinn-21Sá sem sleppti þeim á Lækinn fyrir nokkrum árum var Ingi Gunnlaugsson, Hafnfirðingur og tannlæknir. Hann hafði fengið aligæsaunga hjá Hermanni í Stakkavík (Grindavík) fyrir hátt í tveimur áratugum síðan, alið þá upp undir húsveggnum hjá sér í Setbergshverfinu, börnum hans til mikillar ánægju. Fyrir nokkrum árum ákvað Ingi að sleppa gæsunum á Lækinn og hann hefur fylgst með þeim síðan. Síðastliðið sumar paraði aligæs sig t.d. við grágæsarstegg, hún verpti þremur eggjum og tveir ungar komust á legg, annar fannst síðar dauður en hinn unir sér vel eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.