Vegfarendur um Lækinn í Hafnarfirði hafa á síðustu árum séð hvítar gæsir auk hinna hefðbundnu og í sumar hefur hvítflekkóttri gæs borið þar fyrir. Um tilvist aligæsanna hvítu vita fáir.

Laekurinn-21Sá sem sleppti þeim á Lækinn fyrir nokkrum árum var Ingi Gunnlaugsson, Hafnfirðingur og tannlæknir. Hann hafði fengið aligæsaunga hjá Hermanni í Stakkavík (Grindavík) fyrir hátt í tveimur áratugum síðan, alið þá upp undir húsveggnum hjá sér í Setbergshverfinu, börnum hans til mikillar ánægju. Fyrir nokkrum árum ákvað Ingi að sleppa gæsunum á Lækinn og hann hefur fylgst með þeim síðan. Síðastliðið sumar paraði aligæs sig t.d. við grágæsarstegg, hún verpti þremur eggjum og tveir ungar komust á legg, annar fannst síðar dauður en hinn unir sér vel eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.