Náma

Námusvæði eru víða á Reykjanesskaganum. Sem dæmi um eitt sveitarfélaganna á Skaganum má nefna Hafnarfjörð. Í marsmánuðu árið 2004 lagði starfshópur um námumál í Hafnarfirði fram greinargerð og tillögur fyrir Skipulags- og byggingaráð bæjarins. Innihaldið er í besta falli lélegur brandari um háalvarleg mál – ekki síst í ljósi reynslunnar, fyrirliggjandi staðreynda um verðmæti óraskaðs lands til lengri framtíðar litið og annarra möguleika í námuvinnslu.
Náma í Undirhlíðum - við BláfjallavegHópurinn hélt 14 fundi og fór í skoðunarferð um námasvæðin. Í greinargerðinni eru lagðar fram niðurstöður starfshópsins í samræmi við samþykkt Skipulags- og byggingaráðs. Auk þess fjallaði hópurinn um neðangreind sértæk mál sem til hans var vísað og gerði um þau tillögur til skipulags- og byggingaráðs: Bráðabirgðaleyfi til handa JVJ verktökum til efnisvinnslu í Undirhlíðum og leyfi til handa Borgarvirkis ehf til grjótnáms í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, auk þess sem viðbrögð við úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna efnisvinnslu í landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni/Hrauntungum var kynnt. Loks var kveðið á um losun jarðvegsefna og óvirks byggingaúrgangs, sbr. m.a. eftirfarandi:

Fyrri stefnumótun
Haustið 2001 var lögð fram skýrslan “Stefnumótun og verklagsreglur um efnistöku í landi Hafnarfjarðar” og var sú Undirhlíðanáman - loftmyndstefnumótun sem í henni fólst samþykkt á fundi bæjarstjórnar 13.11.2001. Áður hafði umhverfisnefnd bæjarins samþykkt hana fyrir sitt leyti (29.10.2001) sem og Skipulags- og umferðarnefnd (23.10.2001). Skýrsla þessi er yfirgripsmikil og er þar að finna stefnumótun, framkvæmdaáætlun, ástandslýsingu einstakra efnistökusvæða ásamt tillögum um tilhögun vinnslu eða frágang og verklagsreglur um veitingu framkvæmdaleyfa, eftirlit o.fl. Auk þess er í skýrslunni ítarleg heimildarskrá, viðauki með leiðbeiningum Skipulagsstofnunar og yfirlitskort af efnistökusvæðum.
Skýrslan og sú stefnumótun sem hún inniheldur tekur mið af þeirri staðreynd að skipulagi efnistöku í bæjarlandinu hefur í gegn um tíðina verið ábótavant og hefur það leitt til umhverfisspjalla. Ennfremur skorti á að efnistakan færi fram í samræmi við skipulags- og byggingalög, lög um náttúruvernd og lög um mat á umhverfisáhrifum. Skýrslan og stefnumótunin byggir fyrst og fremst á “umhverfissjónarmiðum og eru helstu meginviðhorf í umhverfisvernd lögð til grundvallar, þ.e. hugmyndafræði sjálfbærrar nýtingar, nytjagreiðslureglan, mengunarbótareglan og varúðarreglan.
HamranesnámanStefnumótunin felur í sér þrenn meginmarkmið: Að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi með skynsamlegri nýtingu jarðefna þannig að komandi kynslóðir njóti sömu gæða Að vernda sérstakt landslag og jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar og spilla ekki mikilvægum náttúruvættum og náttúruminjum Að efnistaka sé í samræmi við hlutaðeigandi lög og að ekkert jarðrask fari fram án tilskyldra leyfa Skilgreindar eru leiðir til að ná þessum markmiðum og síðan fjallað um stjórnskipan efnistökumála, efnistökusvæði í aðalskipulagi, deiliskipulag efnistökusvæða, mat á umhverfisáhrifum, framkvæmdaleyfi og gjaldtöku.

Námurekstur á Höfuðborgarsvæðinu
Námusvæði í KapelluhrauniVið stefnumótun í efnistökumálum er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar yfirlit yfir slíka starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn hafði ekki tök á að gera á þessu nákvæma greiningu en hér að neðan er finna gróft yfirlit. Efni  sem unnið er úr helstu efnistökunámum má skipta í neðangreinda  flokka:
Fyllingarefni, notað til jarðvegsskipta á byggingarsvæðum, vega- og gatnagerðar, landfyllinga við sjávarsíðu, hafnargerðar o.fl. Helstu efni eru:
Skeljasandur og sandur/möl Skeljasandur og sandur/möl af sjávarbotni. Skeljasandur er mikið notaður í uppfyllingar við sjávarsíðu.  Þetta er ódýrasta efnið þegar um mikið magn er að ræða, en yfirleitt þarf að setja ofan á það lag út t.d. bögglabergi. Unnið af botni Faxaflóa þar sem mikið magn er til staðar. Þá er einnig notað mikið magn af basaltsandi sem dælt er upp í Hvalfirði og Kollafirði.  Slíkur sandur hefur verið notaður í steypu og vandaðar fyllingar.  Mjög hefur gengið á námur á þessum stöðum og er nú reynt að takmarka notkunina eins og kostur er. Leyfisveitandi er iðnaðarráðuneytið.
Bögglaberg (gosmyndunum frá ísöld). Hentar mjög vel sem burðarhæft fyllingarefni undir vegi, götur og byggingar. Helstu námur eru Vatnsskarð í landi ríkisins í Krýsuvík (lögsagnarumdæmi Grindavíkur örskammt sunnan Hafnarfjarðarlands), Undirhlíðar í Hafnarfirði, Bolaöldur og Lambafell (tvær námur) í landi Ölfushrepps. Efnið er bæði notað óunnið og harpað í mismunandi kornastærðir.
Námusvæði í KapelluhrauniHraungrýti unnið úr lausu yfirborðslagi apalhrauna. Notað á svipaðan hátt og bögglabergið, Mun núorðið eingöngu unnið í landi Skógræktar ríkisins vestan Krýsuvíkurvegar í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar.  Þessari vinnslu fylgja mikil umhverfisspjöll þar sem fremur lítið efni fæst á hverja flatareiningu.
Mulningur frá grjótnámi.  Við grjótnám myndast allhátt hlutfall mulins efnis sem gjarna er notað í fyllingar sem tengjast notkun grjótsins.
Grjót.  Einkum notað til sjávarna og þá unnið í mismunandi stærðum eftir ölduálagi. Námurnar eru í tvenns konar jarðlögum:
Grágrýti, helstu námur hafa undanfarið verið Hamranes í  Hafnarfirði og Geldinganes í Reykjavík. Áður fyrr voru opnaðar námur á ýmsum stöðum vegna einstakra verkefna.

Námusvæði í Kapelluhrauni

Hraungrýti, unnið úr hraunlögum eftir að yfirborðsvinnsla lausra efna hefur farið fram. Eina náman á svæðinu af þessu tagi sem nú mun í notkun er í Kapelluhrauni ofan iðnaðarsvæðisins í Hellnahrauni
Steypuefni, einkum möl og sandur af hafsbotni og úr sjávarseti sem nú er ofan sjávarmáls. Steypumöl er þó unnið úr bögglabergi í nokkrum mæli.
Iðnaðarefni, efni til sementsframleiðslu og annarrar sérhæfðrar vinnslu.  Gjallvinnsla í Óbrennishólum fellur undir þennan flokk.

Bögglabergsnámur
Af fyllingarefnum er bögglabergið mikilvægast og ljóst að mikil þörf verður fyrir það um fyrirsjáanlega framtíð. Því er mikilvægt að tryggja góðan aðgang að slíkum námum jafnframt því að haga vinnslu þannig að umhverfisáhrif verði í lágmarki.  Jafnframt er unnt að hætta allri annarri vinnslu fyllingarefna svo sem yfirborðsvinnslu hrauns, nema þegar slíkt er liður í því að nýtt land er tekið undir byggingarsvæði samkvæmt skipulagi.
RauðamelsnámurEkki liggja á lausu upplýsingar um vinnslu úr hinum ýmsu bögglabergsnámum sem fyrr er getið, nema Undirhlíðanámu, sjá töflu hér að neðan.
Greiðsla til landeiganda (Hafnarfjarðarbæjar) fyrir efni úr námunni er 10 kr. á m3 og hefur verið óbreytt frá 1994. Verktaki stendur skil á greiðslum til Þjónustumiðstöðvar, en engar mælingar eða annað beint eftirlit með efnismagni fer fram af hálfu bæjarins. Efnið er notað bæði óunnið og mulið og harpað í mismunandi kornastærðir. Verð á óunnu efni til verktaka mun vera um 175 kr á m3 án vsk.
Matsskýrsla vegna umhverfisáhrifa námavinnslunnar í Undirhlíðum hefur verið unnin af Umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðar, samkvæmt henni má vinna allt að 2 millj. m3 til viðbótar úr núverandi námu og um 5 – 6 millj. m3 í nýrri námu vestan þeirrar sem nú er í notkun. Heildarmagn gæti þannig orðið allt að 8 millj. m3.
Ekki liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna Vatnsskarðsnámu og ekki er til áætlun um nýtingu hennar eða afmörkun svo vitað sé. Þetta hlýtur að teljast óviðunandi þar sem námavinnslan hefur mikil áhrif á ásýnd lands og umhverfi á Þorbjarnarstaða-Rauðamelsnámursvæðinu.  Náman er í landi Krýsuvíkur rétt utan landamerkja Hafnarfjarðar og því í lögsögu Grindavíkur. Landeigandi er ríkissjóður og fer landbúnaðarráðuneytið með forræði námunnar. Réttmæti eignarhalds ríkissjóðs hefur þó verið dregið í efa.
Upplýsingar liggja ekki fyrir um efnismagn úr námunni á undanförnum árum en gróflega má áætla að það sé á bilinu 300 – 500 þús. m3 á ári. Núverandi samningur ríkisins og rekstraraðila var gerður 30.11.2000 og rennur út 31.12. 2004. Kveður hann á um fastar greiðslur sem taka breytingum samkvæmt byggingavísitölu, 2.900 þkr á ári í upphafi, en nú um 3.400 þkr. á ári. sem svarar til um 6 til 11 kr. á m3 m.v. fyrrgreindar forsendur um magn.
Rekstur bögglabergsnámanna er með tvennum hætti. Í Vatnsskarði annast sérstakt fyrirtæki sem ekki er í verktakastarfsemi vinnsluna og selur verktökum eða örðum kaupendum efnið. Í öðrum námum hafa verktakafyrirtæki reksturinn með höndum og nota efnið í eigin verk eða selja örðum í mismiklum mæli.

Grjótnámur
Eins og fyrr greinir eru tvær grjótnámur í landi Hafnafjarðar. Grágrýtisnáman í Hamranesi er þegar að mestu fullnýtt samkvæmt gildandi mati á umhverfisáhrifum og því nauðsynlegt að ganga frá svæðinu sem fyrst. SmalaskálahæðarnámurAð vestanverðu afmarkast námasvæðið af klettarana sem skilinn var eftir til að minnka áhrif námuvinnslunnar á ásýnd landsins. Komið hafa upp hugmyndir um að hagkvæmt væri að nýta námasvæðið undir byggingaland, en þá væri eðlilegast að fjarlægja ranann, en það gæfi um 100 þús. m3 af grjóti.
Í Kapelluhrauni ofan iðnaðarsvæðisins í Hellnahrauni er grjótnám sem heimilað hefur verið samkvæmt mati á umhverfisáhrifum sem gerði ráð fyrir vinnslu 4 – 500 þús. m3 grjóts.  Um þriðjungur þess hefur þegar verið nýttur.
Fyrrgreindar grjótnámur hafa einkum verið nýttar af Hafnarfjarðarhöfn en einnig af verktökum sem hafa annast sjóvarnir á Álftanesi. Þeir greiða nú sem svarar 88 kr. á m3 grjóts og 25 (verð eru án vsk) á m3 mulnings .
Rekstur grjótnáma er með örðum hætti en rekstur bögglabergsnáma að því leyti að vinnslan er alfarið tengd ákveðnum verklegum framkvæmdum. Því er ekki grundvöllur til samfellds reksturs með sama hætti. Þó ber þess að geta að mölun bergs er sífellt að verða ódýrari kostur, malað efni úr grjótnámum getur keppt við efni úr bólstrabergsnámunum ef flutningsvegalengd er lítil. 

Tillögur stafshópsins
Rauðhólsnáman við KeflavíkurveginnGóður aðgangur að námum er nauðsynleg forsenda þess að unnt sé með hagkvæmum hætti að þróa byggð og byggja samgöngumannvirki svo sem vegi, hafnir og flugvelli. Í landi Hafnarfjarðar eru ákjósanlegar aðstæður til námuvinnslu og er þar um auðlind að ræða sem eðlilegt er að nýta fyrir sveitarfélagið sjálft sem og aðra aðila. Jafnframt þessu tekur hópurinn undir þá áherslu á náttúru- og umhverfisvernd sem fyrri stefnumótunin byggir á. Hópurinn telur að unnt sé að samræma sjónarmið nýtingar og umhverfisverndar við efnistöku í landi Hafnarfjarðar.
Við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags verði gert ráð fyrir nauðsynlegri efnistöku á afmörkuðum svæðum sbr. nánari tillögur hópsins hér á eftir. Önnur efnistaka verði ekki leyfð.
Engin efnistaka fari fram í landi Hafnarfjarðar án tilskilinna leyfa þar sem m.a. er kveðið á um frágang svæðis samkvæmt sérstakri áætlun eða deiliskipulagi.
Ný efnistökusvæði á landi í eigu bæjarins verði eingöngu tekin í notkun að undangengnu mati á umhverfisáhrifum.
Fyrir efnistöku á landi í eigu bæjarins komi sanngjarnt efnistökugjald. Tekin verði upp sú meginregla að viðhafa útboð á leyfum til efnistöku.
Eftirlit með efnistöku verði markvissara en nú er og lúti að magni sem unnið er, umgegni á vinnslutíma og frágangi að vinnslu lokinni.
Gerð verði áætlun um frágang náma og efnistökusvæða þar sem vinnslu hefur verið hætt. Endanlegum frágangi verði lokið innan 5 ára.
Þegar á næsta sumri fari fram hreinsun á aflögðum námasvæðum.

Tillögur um efnistök svæði
Vatnsskarðs- og Rauðhólsnáman1. Undirhlíðanáma (bögglaberg). Efni verði áfram unnið í  núverandi námu og stefnt að því að vinna þar eins mikið magn og kostur er. Gerð hefur verið matsskýrsla um umhverfisáhrif vinnslunnar og í henni afmarkað námasvæði til vesturs frá núverandi námu, vestan núverandi vegar. Hópurinn leggur til að bæjaryfirvöld leggi áherslu á leið 3 í skýrslunni sem felur í sér vinnslu allt að 8 mill. m3. Afmörkun vinnslusvæðis ráðist af endanlegri niðurstöðu  mats á umhverfisáhrifum.
2. Vatnsskarðsnáma (bögglaberg). Vatnsskarðsnáman hefur mjög mikil áhrif bæði landfræðilega og skipulagslega í nánasta umhverfi lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarbæjar. Nauðsynlegt er að skipuleggja námuvinnsluna og frágang hennar og að hafa gott og reglulegt eftirlit með henni.Vegna legu svæðisins er eðlilegt að yfirvöld í Hafnarfirði komi að því máli. Því er lagt er til að bærinn leiti leiða til þess að ná eignarhaldi á námusvæðinu í Vatnsskarði sem nú telst í eigu ríkissjóðs. Svæðinu hefur þegar verið raskað og þar eru möguleikar til mikillar efnistöku til langs tíma.

Námusvæði sunnan Stórhöfða

Þar sem náman er á áberandi stað í landslagsheild sem mótar aðkomuleið að upplandi Hafnarfjarðar leggur starfshópurinn áherslu á að Hafnarfjarðarbær móti sér stefnu um hvernig beri að vinna efni á þessu svæði m.t.t. til landslagsbreytinga.
Lagt er til að námuvinnsla þessi verði tilkynnt til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu en núverandi samningur við landbúnaðarráðuneytið gildir til 31. desember 2004.
3. Landareign Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni (hraungjall). Úrskurðanefnd skipulags og byggingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun bæjaryfirvalda um að synja aðilum um framkvæmdarleyfi. Lagt er til að leitað verði samkomulags við landeiganda um að vinnsla á lausu hrauni verði takmörkuð við þegar röskuð svæði og henni hætt alfarið þegar því líkur.  Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála tók ekki afstöðu til þess hvort áframhaldandi vinnsla á svæðinu væri matsskyld enda það ekki hennar hlutverk. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar og er úrskurður Skipulagsstofnunar sá að framkvæmdin sé matsskyld, sbr. úrskurð hennar dags. 1. mars 2004. Starfshópurinn leggur áherslu á að takamarka eigi námuvinnslu á þessu svæði við þegar raskað hraun.

Náma í Íbrinnishólum

4. Kapelluhraun ofan Hellnahrauns (grjótnám). Grjótnám fari áfram fram í Kapelluhrauni á svæði því sem þegar hefur farið í gegn um mat á umhverfisáhrifum og til að byrja með í því magni sem þar er gefin heimild fyrir (um 400-500 þús. m3).  Hópurinn leggur til að skoðuð verði frekari námuvinnsla grjóts á röskuðu landi umhverfis námuna og á nærliggjandi svæðum og unnið nýtt mat á umhverfisáhrifum þegar tillaga um umfang stækkunar og/eða ný námusvæði liggur fyrir. Reynist ekki forsendur fyrir nægjanlegri stækkun á þessu svæði verði hugað að nýtingu annarra svæða í Kapelluhrauni sem þegar hefur verið raskað með yfirborðsvinnslu.
5. Hamranes (grjótnám). Vinnslu er að mestu lokið í samræmi við mat á umhverfisáhrifum. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um notkun námunnar en hópurinn leggur til að skoðaðar verði aðrar hugmyndir í rammaskipulagi íbúðabyggðar Völlum. Hópurinn leggur því til að metið verði hvort fjarlægja beri með frekari vinnslu rana þann sem skilinn var eftir vestan námunnar og svæðið þannig gert aðgengilegt sem byggingarsvæði eða til annarra nota.   Við lok námuvinnslu verði  gengið frá námunni  þannig að vel fari í landslagi og öryggi íbúanna tryggt.
6. Óbrennishólar (gosefni til iðnaðarframleiðslu). Vinnsla á gosefnum í Óbrennishólum verði takmörkuð við þegar raskað svæði og í samræmi við  fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum.  Gerð verði frágangsáætlun fyrir svæðið og vinna samkvæmt henni hafin sem fyrst.

Rekstrarfyrirkomulag, leyfisveitingar, gjaldtaka og eftirlit
Eldborgir sem þessa er ekki lengur að finna innan umdæmis HafnarfjarðarHópurinn leggur til að í Undirhlíðanámu verði einungis einn rekstraraðili samtímis. Núverandi rekstraraðili hefur stundað þar vinnslu með óformlegu leyfi bæjaryfirvalda frá 1987. Hann hefur sótt um formlegt rekstrarleyfi og leggur hópurinn til að það verði veitt til 5 ára, en að þeim aðlögunartíma liðnum taki við nýtt fyrirkomulag sem byggi á útboði. Vegna samkeppni og lágra námugjalda sem nú tíðkast í öðrum námum, einkum Vatnsskarðsnámu er ekki talið raunhæft að hækka námugjöld í Undirhlíðanámu á aðlögunartímanum verulega frá því sem nú er. Lagt er þó til að gjaldið hækki í samræmi við hækkun byggingavísitölu frá 1994 þegar það var síðast ákveðið og verði á þessu ári kr. 15 á m3 fyrir utan vsk. Gjaldið hækki síðan árlega til samræmis við vísitöluna eins og hún er í ársbyrjun.
Grjótnám fer yfirleitt fram í tengslum við ákveðnar framkvæmdir en liggur niðri þess á milli og verður ekki séð að grundvöllur sé til samfellds reksturs eins og í bögglabergsnámum. Lagt er til að veitt verði leyfi vegna hverrar einstakrar framkvæmdar og gjaldtaka verði samkvæmt rúmmetragjaldi eins og verið hefur.
Lagt er til að eftirlit með efnistöku verði markvissara en nú er og lúti að magni sem unnið er, umgegni á vinnslutíma og frágangi að vinnslu lokinni.
Lagt er til að lokið verði við gerð verklagsreglna um úthlutun leyfa,  uppgjör námugjalda, eftirlit með vinnslu og efnismagni,  umgegni á vinnslutíma, frágang að vinnslu lokinni og önnur atriði. Frágangsáætlun verði unnin af verktaka og fylgi framkvæmdarleyfinu. Gengið verði stranglega eftir því að frágangsáætlanir séu gerðar og þeim framfylgt.
Í grjótnámum verði gerð frágangsáætlunar og framkvæmd frágangs á vegum bæjarins Bærinn getur þá mælt fyrir um að vinnslu skuli háttað með tilteknum hætti m.t.t. frágangs. Gert er ráð fyrir að núverandi grjótnámur geti nýst undir byggð  Í öðrum námum annist leyfishafi þessa þætti undir eftirliti bæjarins og beri kostnað af þeim.”
Hvergi er getið um heimildir til efnistöku eða leyfi til að eyðileggja náttúruverðmæti.
Í fylgiskjali með greinargerðinni og tillögunum er reyndar athyglisverðasti hlutinn, sem reyndar ekkert mark hefur verið tekið á síðustu þrjú árin (eins og reyndar gildir um skýrsluna í heild).

Fylgiskjal 1 – Aflögð námusvæði
1. Gígur SV í Kapelluhraunsgígaröðinni: Gígurinn er vestan Krýsuvíkurvegar nokkru áður en komið er að Djúpavatnsvegi og er þetta stærsti gígurinn í gígaröðinni. Náman er ekki sjáanleg frá veginum en vegslóði liggur upp í hana. Tekið hefur verið úr gínum vítt og breytt og hann stórskemmdur.
2. Kapelluhraun SV gígs í nr. 1. Náman er spölkorn frá gígnum í stefnu á Fjallið eina í fremur sléttu hrauni. Rauðamöl hefur verið unnin þarna þannig að myndast hefur djúp gjá með snarbröttum veggjum og verður á telja að talsverð slysahætta stafi af þessari námu. Á svæði þarna skammt frá við hraunjaðarinn hafa greinilega verið stundaðar skotæfinga og er þar mikill sægur af tómum skothylkjum.
3. Kapelluhraunsgígar austan krýsuvíkurvegar. Gígaröðin liggur til NA frá gíg  nr. 1, austan Krýsuvíkurvegarins. Rótað hefur verið í allri gígaröðinni og hún meira eða minna verið eyðilögð.
4. Eldgígur sunnan Kvartmílubrautar. Suður frá u.þ.b. miðri Kvartmílubraut liggur slóði að gígum sem rauðamöl hefur verið unnin úr. Miklar skemmdir hafa verið unnar á gígunum og miklu rusli hefur verið í þá fleygt.”

Vonandi hefur starfshópurinn ekki fengið greitt fyrir þessa “fjórtánfundavinnu” sína því bæði eru forsendur vinnunnar meingallaðar og niðurstöðurnar eftir því. Gleymst hefur að telja upp nokkur námuvinnslusvæði í bæjarlandinu og auk þess verður að telja framtíðarsýn þátttakendanna verulega hæpna, bæði með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um raunveruleg verðmæti ósnortins lands til lengri tíma litið og nútíma möguleika í jarðvegsnýtingarendurvinnslu. Af fylgiskjölunum að dæma er getið bæði um eyðileggingu og slysahættu. Ekki er að sjá að brugðist hafi verið við þeim ábendingum frekar en öðru sem fram kemur í skýrslunni.

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.

 

Arnarfell
Í frjálsri ferð FERLIRs um Arnarfellssvæðið á leið um Krýsuvíkurheiði (Arnarfellsrétt) og um Arnarfell varð kvikmyndatökulið hr. Eastwoods, Flags of our Fathers, á vegi gönguhópsins. Við það tækifæri gafst ráðrúm til að skoða bæði sviðsmyndina og verksummerki á og við fellið.

Arnarfell

Eftir málamyndaafskipti og tilraun svokallaðra varðmanna að hefta för utan við fellið hélt hópurinn um heiðina, um Ræningjastíg og að Arnarfellsrétt. Stígurinn er vörðum varðaður frá norðri til suðurs – og öfugt. Önnur vörðuð gata er austur yfir heiðina. Hún liggur framhjá svonefndri Jónsbúð, sem þar er.
Frá réttinni var haldið áleiðis upp að Arnarfelli með viðkomu við Arnarfellsvatn (Bleiksmýrartjörn). Manngangur var um fellið, en enginn virtist veita göngufólkinu athygli. Gengið var upp á suðaustanvert fellið og stikum og grannri línu fylgt áleiðis upp á við. Undir norðausturhorni Arnarfells hafði verið komið fyrir ógangfæru beltaökutæki, skammt frá tjaldi. Umhverfis það hafði gróðurinn verið sviðinn máttleysislega á allnokkru svæði. Ekki var farið inn á svæðið, en á eyðingarsvæðinu hafði verið komið fyrir deyjandi lágvöxnum pálmatrjám; ímynd Kyrrahafseyjagróðursins. Niðurstaða allrar þessar fyrirhafnar endurspeglast í orðum eins þeirra eftirlifanda er reistu “myndatökufánan” á tindi fellsins; “þetta varð að einhverju allt öðru, einhverju sem aðrir vildu”. Merkt hafði verið gönguleið upp fjallið, framhjá tilbúnu spýtuskotbyrgi. Út úr því stóð myndarlegt rör, líku klóakröri; táknræn fallbyssa.

Arnarfell

Haldið var áfram upp eftir stígnum. Einmana treyjuermi lág við stíginn. Líklega yrði einhver leikaranna sektaður um eina og hálfa milljón króna fyrir að skila henni ekki aftur í leikbúningadeildina. Fimmþúsundkallinn, launatékkinn yfir daginn, hrekkur líklega skammt til að brúa það bil, en ætti að duga til að greiða landafnotaleiguna til handa Hafnarfjarðarbæ.
Arnarhreiðrið virtist óhreyft. Vestan þess tóku við pálmahríslur og rörbútar; líklega hluti af virki Japana á fjallinu Iwo Jima. Þyrla sveimaði utan í Eiríksvörðu skammt vestar. Þar stóðu fimm menn og virtust vera að undirbúa lokamyndatökuna; upprisu hins ameríska fána á fjallsbungunni. Vel mátti ímynda sér hversu mikið hefur verið til haft til lítils í hinni miklu orrustu, a.m.k. þegar mannslífin voru annars vegar.
Milli arnarhreiðursins og Eiríksvörðu var allskonar drasl, rör og fyrirkomnir pálmar, auk greina og steina. Mikið traðk. Táknræn leikmynd. FERLIR fikraði sig áfram að Eiríksvörðu. Hrunið hafði úr fellinu að sunnanverðu. Á Arnarfellinu mátti lesa tálsýn óraunveruleikans annars vegar og staðreyndir lífsbaráttunnar hins vegar; sýndarveruleikann og hina raunverulegu nýtingu forfeðranna á landinu til handa afkomendum þeirra. Sorgleg mynd í annars sagnaríku og tilkomumiklu landslagi. En svona er nú einu sinni mismunandi birtingarmynd manna; að hluta til blekking og að hluta til raunveruleikinn er endurspeglar hið daglega amstur.
ArnarfellÚtlendingarnir á og við Arnarfell virtust mjög uppteknir af sögu sinni, sem reynar er glæný miðað við sögu hinnar íslensku þjóðar. Eiríksvarðan var t.d. hlaðin þegar Bandaríkin voru enn ekki til sem slík. Þeir, sem á fellini voru virtust gjörnseyddir allri meðvitund um sögulegar staðreyndir þessa merkilega búsetulandlags, sem þarna er allt um kring.
“Flags of Our Fathers” snýst um orrustuna um Iwo Jima í síðari heimstyrjöldinni árið 1945. Orrustan um Iwo Jima (eldfjallaeyju) var háð á milli Bandaríkjanna og Japana í febrúar og marsmánuði þetta ár. Iwo Jima var hluti heimasvæðis Japana – aðeins um 650 mílur frá Tókyo.
Orrustan, sem var hluti af Kyrrahafsstríði Seinni heimstyrjaldarinnar, var hatrömm því hún var að mati Bandaríkjanna, eindregin atlaga þeirra að hjarta Japana, hisn svarna óvinar. Þessi orrusta varð, vegna mikils mannfellis Bandaríkjanna (7 þúsund móti 20 þúsund Japönum) undanfari á notkun kjarnorkusprengju þeirra. Hin fræga fréttaljósmynd, sem sögð var tekin á toppi Iwo Jima í lok orrustunnar, var í rauninni sviðsett – að því er virtist til að réttlæta hið mikla mannfall Bandaríkjanna í orrustunni.

Arnarfell

Orrustan sjálf var bæði ein stórkostulega orrusta og ein sú klaufalegasta, sem Bandaríkjamenn höfðu háð í sögunni.
Sagan lýsir þessari orrustu, sem árás Bandaríkjamanna gegn varnarher Japana, “árás hins mannlega holds gegn hatrammri steinsteypu,” eins og það var orðað til að friðþægja almenning heima fyrir. Þarna var engin framlína. Sjóherinn gat ekki séð óvininn, og Japanir gátu ekki séð sjóherinn fyllilega. Þetta var því blint stríð, sem hvorugur gat séð fyrir hvernig myndi enda. Liðsmunur réð þó úrslitum.
Orrustan var einstök fyrir sitt leyti. Um 100.000 menn háðu hatramma baráttu á þessari litlu eyju, sem var 1/3 af stærð við Manhattan. Í 36 daga, varð Iwo Jima ein þéttbýlasta svæði jarðar. Svæðið varð einnig eitt hið eitt hið skaðvænlegasta. Fleiri landgönguliðar Bandarríkjahers áunnu sér heiðusmerki á Iwo Jima en í nokkurri annarri orrustu hersins í Seinni Heimstyrjöldunni. Bandaríkin heiðruðu aðeins 353 manns í allri styrjöldunni. Af þeim voru 27 heiðraðir fyrir þessa 36 daga orrustu á Iwo Jima.
Kvikmyndagerðafólk við “Flags of Our Fathers” hefur vonað að myndin endurspeglaði sýn vitnanna að orrustunni, sennilega þeirri stærstu í Seinni heimstyrjöldinni. Hún varð hins vegar engin frægarför og réði ekki úrslitum um gang stríðsins. Það var heldur ekki ætlunin að gera þessa mynd að hetjusögu. Clint Eastwood hefur sagt að hann langi ekki til að “geta einhverja aðra John Wayne skítavellu”. Hann langar til að sýna hvernig stríðið raunverulaga var. “Eins og það var og hvers vegna dauðshlutfallið var um 75% – í nánast töpuðu stríði.”
ArnarfellFERLIR, sem jafnan virðir málefnalega og tilfinningalega afstöðu manna til landsins, hélt göngu sinni áfram áleiðis upp að Vegghömrum, sem og segir í fyrri FERLIRslýsingu um þessa ferð.
Rétt er að undirstrika að það var aldrei ætlun FERLIRs að valda töfum eða skemmdum á tökustöðum, einungis vekja athygli á hugsanlegum landsspjöllum við tökur kvikmyndarinnar. Þá gaf hann út að gengið yrði um hin almennu svæði Reykjanesskagans, svo sem honum sýndist, þrátt fyrir kvikmyndatöku hinnar erlendu aðila. Við hvorutveggja hefur verið staðið. Hið ánægjulega er að svo virðist sem reynt hafi verið að taka það tillit til umhverfisins í Krýsuvík svo sem unnt er miðað við umfang verksins. Hvorki hafa verið grafnir sprengjugígar né ekið utan vegslóða.
Þess má geta að bæjarstjóri Hafnarfjarðar reyndi fyrir nokkru að vekja athygli FERLIRs á því að umgengi um beitarhólfið, sem Arnarfell er í, væri bönnuð, en gleymdi því að um það liggur þjóðvegur, öllum ætlaður. Sjá einnig HÉR og HÉR.
Frábært veður.

Arnarfell

FERLIRsfélagr í herbúðunum við Arnarfell.

Fálki

Meðfylgjandi um heimspeki gönguferða eftir Skúla Skúlason birtist í tímaritinu Útivera 2006:

fjarborg-21“Útivist, ferðalög og ekki síst gönguferðir eru eðlilegur og sumir myndu segja bráðnauðsynlegur hluti af lífi hvers manns. Værum við spurð hvers vegna svo sé myndum við vafalaust benda á þau lífsgæði sem ferðirnar færa okkur – þær hjálpað okkur að slaka á í daglegu amstri, þær eru hollar fyrir sálina og líkamann, hjálpa okkur að svala forvitni okkar og veita okkur ýmsan nýjan fróðleik. Í þessum skrifum langar mig sérstaklega að huga að gönguferðum um náttúruna, velta því fyrir mér hvað þær fela í sér fyrir okkur og með hvaða hætti þær geta aukið skilning okkar á náttúrunni og gert líf okkar innihaldsmeira og betra. Ég held því fram að gönguferðir geti ræktað heimspekinginn í okkur öllum – það sé nefnilega til ákveðin „heimspeki gönguferða“.
Forn gata-21Í gönguferð erum við í orðsins fyllstu merkingu í nálægð við náttúruna. Við notum líkamann – sérstaklega fæturna og ekki síður skilningarvitin. Við erum í beinni snertingu við umhverfið, sem kann að vera síbreytilegt, veðrið, bergið, þúfur, hóla, hæðir, fjöll, læki, ár og dali – auðnir, gróður, pöddur, fiska og fugla. Við getum sagt að við séum í samfelldri upplifun á náttúrunni í okkur sjálfum og í umhverfinu sem við förum um. En hvað felst í þessu orði „upplifun“?  Vísar þetta orð ekki á vitund okkar um að við séum til sem náttúrulegar verur – lifum og hrærumst sem hluti af náttúrunni – undraverki alheimsins? Ekki svo að skilja að svona djúpstæður skilningur leiki sífellt um huga okkar í gönguferð um náttúruna, heldur er hér vísað til þess sem gerist innra með okkur í gönguferðum. Ég vil nefna þrennt: Í fyrsta lagi skynjum við náttúruna á síbreytilegan hátt vegna þess að við erum á hreyfingu og margt ber fyrir augu. Í öðru lagi yfirvegum við stöðugt þessa skynjun, beitum eigin skynsemi og hjálpargögnum (t.d. handbókum) sem við höfum til að túlka það sem við skynjum, komumst t.d. að því að fuglinn sem við sáum var lóa eða hrafn. Í þriðja lagi tökum við ákvarðanir og framkvæmum, veltum því t.d. fyrir okkur hvar best sé að vaða yfir ána. Í gönguferð getur ákvörðun á stundum verið mjög mikilvæg og varðað líf okkar og limi. Það er ekki sama hvar farið er yfir jökul eða framhjá hættulegu gili.
leid-21Heimspeki gönguferða birtist í þessari þrískiptingu vegna þess að hún gerir okkur kleift að skilja betur hvað við skynjum, hvernig við hugsum og hvers vegna við gerum það sem við gerum. Við erum að læra um heiminn og notum þennan lærdóm til að bæta líf okkar. Getur verið að hin mikla fullnægja og gleði sem fylgir gönguferð um hálendi Íslands spretti af slíkum lærdómi? Ég svara því umsvifalaust játandi og ég held því líka fram að þessi lærdómur gagnist okkur í daglega lífinu sem og þeim vísindum eða listum sem við kunnum að leggja stund á. Aðalatriðið í þessari heimspeki er að í gönguferðinni veltur svo mikið annars vegar á skynjun okkar og hins vegar á hugsunum okkar og úrvinnslu að við þjálfum þess eiginleika mun meira en ella.
Athafnir verða að blom-21byggjast á skýrri úrvinnslu, annars er hætta á að ferðin verði í skásta falli leiðinleg og marklaus eða í versta falli stórhættuleg. Í daglega lífinu hættir nútímamanninum oft til þess að framkvæma án hugsunar.  Í gönguferð er slíkt mun sjaldgæfara vegna þess að skynjun og hugsun eru svo ríkur þáttur í upplifuninni.  Við getum því sagt að gönguferð er ákveðin meðferð fyrir mannsandann því hún knýr fram samræmi milli skynjana okkar, hugsana og athafna. Það er segin saga að þegar þetta gerist – þ.e. að við „upplifum“ þetta samræmi – þá líður okkur vel, okkur finnst okkur miða áfram og vera á réttri leið.
Skoðum nú aðeins nánar hvernig þetta gerist í raunveruleikanum. Í gönguferðinni getum við séð, heyrt, snert, lyktað af og bragðað marga hluti.
Upplýsingar um það sem við skynjum hlaðast upp. Við skynjum óendanlega marga hluti í einu hellir-21og uppgötvum stöðugt hve heimurinn er ógnarstór, stórkostlegur, flókinn og jafnvel óhugnalegur. Við finnum fyrir smæð okkar og vanþekkingu. Hér tekur hugsunin við og leitast við að greina þennan flækjuvef og gera hann merkingarbæran. Til að komast að niðurstöðu vegum við og metum upplýsingarnar, gefum þeim heiti og setjum fram tilgátur og kenningar um hlutina. Í þessu ferli skiptir yfirvegað mat á einstökum þáttum og samhengi þeirra höfuðmáli; við komumst að því að eitthvað sé fallegt, gott, slæmt, rétt eða rangt. Á þessu mati byggjum við síðan ákvörðun um framhaldið – hvort við eigum að fara nær þessu fjalli vegna fegurðar þess eða leggja lykkju á leið okkar vegna þoku á þeirri leið sem landabréfið segir að sé styst og best.  Við getum kallað þetta yfirvegaða eða skapandi ákvörðun þó flest okkar séu nú kannski ekki að klæða málin í svo hátíðlegan búning í venjulegri gönguferð.
nattura-21Kjarni málsins hér er hvernig nándin við náttúruna minnir okkur á allt hið óþekkta í heiminum. Þessari áminningu fylgir jákvæður kraftur sem fóðrar hugann og sköpunargáfuna. Það er eins og smæðartilfinningin gagnvart alheiminum efli göngumanninn sem hugsandi veru. Hversu oft heyrum við ekki að það sem gerði gönguferðina um auðnir Íslands svona frábæra var að finna smæð sína og vanmátt gagnvart náttúrunni allt um kring. Það felast mikil verðmæti í hinu óþekkta því þar byrjar lærdómur okkar, sköpun og framtíðarsýn. Virðingin fyrir náttúrunni er að miklu leyti falin í að leyfa sér að finna hversu flókin og óskiljanleg hún er – skynja sjálfan sig sem hluta af undravef hennar. Hér liggur þungamiðjan í heimspeki gönguferða. Sannleikur náttúrunnar er falin í henni sjálfri, en ekki í hugmyndum okkar, kenningum og sköpunarverkum. Verk okkar geta nálgast þennan sannleik, ekki síst ef við vöndum til þeirra, en við megum aldrei trúa að í þeim felist endanlegt svar eða þekking – sköpunin heldur stanslaust áfram í síbreytilegum heimi – og í gönguferðinni!  Göngukortið og veðurspár eru gagnlegar og nauðsynlegar en við megum ekki fylgja þeim í blindni. Á sama hátt megum við ekki umgangast vísindakenningar eða almennar skoðanir á hlutunum sem algildan sannleik. Þá afskrifum við hið óþekkta, heftum mátt skynjunar okkar og hugsunin verður ekki lengur skapandi. Það er stórhættulegt að stöðva þekkingarleitina með þessum hætti og getur leitt til mikilla mistaka. Slíkri heftingu þekkingarleitar og sköpunar má líka við andlega frelsissviftingu.
Hinn frjálsi göngumaður þjáist ekki af þessum sjúkdómi – hann nýtur frelsis skynjunar sinnar og hugsunar fjoll-21og það gerir honum kleift að uppgötva heiminn og taka ákvarðanir sem skipta hann máli.
Það er ekki tilviljun að miklir hugsuðir og heimspekingar halda því fram að þeir hafi fengið sínar bestu hugmyndir í gönguferðum.  Ég er þess fullviss að margt göngufólk hefur sömu sögu að segja. Gönguferðir byggja okkur upp sem frjálsar, hugsandi verur.
Þessi heimspeki gönguferða hefur eins og fram hefur komið sterka tilvísun til lista, vísinda og að sjálfsögðu daglegs lífs.  Frjáls skynjun og hugsun hvetur til sköpunar í vísindum, listum og við úrlausn hversdagslegra vandamála. Segja má að þannig felist vegurinn til visku í síkviku samspili milli þekkingar okkar á náttúrunni og náttúrunnar sjálfrar. Og skynjunin á umhverfinu er brúin þar á milli. Íslensk náttúra er um margt sérstök; hún er falleg, fjölbreytt og síbreytileg.  Það er mikilvægt að við ræktum okkur í samspili við hana sem frjálsar verur með frjóan huga. Það er á ábyrgð okkar sjálfra að vernda þetta frelsi. Við missum frelsið ef við hættum að undrast og pæla – það er afdrifaríkt. Drífum okkur öll í gönguferð og ræktum frjálsa ferðalanginn í okkur!”

Heimild:
-Útivera 2006.

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

Flekkuvíkursel

Gengið var frá Hafnhólum við Reykjanesbrautina með stefnu í Flekkuvíkursel. Tekið var mið af vörðunum Bræður, sem sjást vel frá brautinni. Nafngiftin hefur verið óljós fram að þessu. Skammt norðan við vörðurnar er hlaðið byrgi á hól. Byrgið er greinilega hlaðið með það fyrir augum að veita skjól úr suðri. Skýringin á því kom í ljós síðar.

Flekkuvíkursel

Bræður.

Frá Bræðrum sést vel að Flekkuvíkurseli í suðri. Um 10 mínútna gangur er að því frá vörðunum. Selið sjálft er undir löngu holti, Flekkuvíkurselási. Á því er varða, Selásvarða. Annars eru sjánlegar vörður á holtum þarna allt í kring, átta talsins. Í selinu má vel greina 8 tóttir. Stekkur er undir holtinu skammt sunnar, en vestan við selið eru hleðslur er gætu verið rétt og eldra gerði. Vel gróið er í kringum selið, Seltúnið. Norðan við selið er klapparhóll. Í kvos norður undir norðurholtinu er hlaðin kví. Norðan þess eru þrjár tóttir er benda til þess að þar hafi verið minna sel. Norðan þess er u.þ.b. metershár hóll með hleðslum. Talsverð landeyðing er í kringum hann, en þarna gæti hafa verið stekkur, lítil borg eða hlaðið hús. Hugsanlega gæti þetta hafa verið sel frá öðrum Flekkuvíkurbæjanna, en Flekkuvík skiptist í Austurbæ og Vesturbæ, auk þess sem bærinn Refshali (Rifshali) var býli þar í túnkróknum (fór í eyði 1920). Tvær varir voru t.a.m. í Flekkuvík; Austurbæjarvör og Vesturbæjarvör. Flekkuvíkursel var reyndar fyrrum í landi Kálfatjarnar svo annað selið gæti líka hafa verið nýtt frá einhverjum Kálfatjarnarbæjanna, s.s. Naustakoti, Móakoti, Fjósakoti, Hátúni, Hliði, Goðhóli, Bakka, Bjargi, Króki eða Borgarkoti [B.S. ritgerð Oddgeirs Arnarssonar 1998].

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Skýringin á vörðunum tveimur, “Bræðrum”, gæti mögulega verið sú að þarna hafi verið tvö sel frá sitthvorum Flekkuvíkurbænum eða öðrum bæjum. (Ekki verri en en hver önnur). Nyrðri rústirnar gætu einnig hafa verið sel frá Vatnsleysu því landamerki Vatnsleysu og Flekkuvíkur eru í vörðu á Nyrðri Selásnum [S.G.]. Úr því verður þessu verður þó sennilega aldrei skorið með vissu.

Flekkuvíkursel

Í Flekkuvíkurseli.

Talsvert norðan við selið er klapparhóll. Á honum virðast vera þrjár fallnar vörður, en þegar betur er að gáð er líklegt að þarna hafi áður verið hlaðnar refagildrur. Hrúgurnar eru þannig í laginu. Svo virðist sem reynt hafi verið að lagfæra eina þeirra. “Gildrur” þessar eru í beinni sjónlínu á byrgið, sem komið var að á leið í Flekkuvíkursel. Þarna hjá gætu hafa verið greni áður fyrr, sem bæði hefur verið reynt að vinna með gildrum, sem virðast hafa verið nokkuð algengar á Reykjanesi, og skotvopnum. Þegar gengið var frá hólnum að byrginu var t.d. komið að nýdýrgrafinni, rúmgóðri og djúpri, holu í móanum.
Veður var frábært – sól og lygna. Gangan tók 1 og ½ klst. Tækifærið var notað og Flekkuvíkurselið rissað upp.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Hafnavegur

Ætlunun var að rekja hina gömlu leið “Hafnaveg” milli Hafna og Ytri-Njarðvíkur. Vörður og vörðubrot eru við leiðina.
Gatan sést enn vel sunnan Ósa og Ósabotna (innsta hluta Ósa) og um Bringur og Ketilsbrekku. Þar var byggður Vindmyllustandurherkampur (Camp Hopkins)
 ofan á götuna á stríðsárunum seinni. Hún sést norðan hans og áfram undir varnargirðinguna. Innan hennar taka við gamlir sorphaugar, en handan þeirra sést gatan á kafla. Reyna átti að rekja götuna í gegnum Vallarsvæðið og áfram um Háaleiti, en svæðinu hefur verulega verið raskað þar, að því er virðist algerlega að óþörfu.
Þegar á enda var komið og upphafsreiturinn endurmetinn var ljóst að “Hafnavegur” er tvískiptur; annars vegar gamla gatan (göngu- og reiðleiðin) og hins vegar vagngata (gæti verið frá því rétt fyrir 1900). Síðarnefnda gatan hefur verið lögð ofan í elstu götuna á köflum, einkum næst Höfnum/Kirkjuvogi (vestan Ósabotna) og í Bringum. [Gamlir kallar hér í Kirkjuvogshverfi töluðu um Bringa (ofan við „í vötnum’’) – flt. Bringar, þ.e. í karlkyni – hef séð báðar útgáfurnar notaðar.] Ofan við Ósabotna (austan Hunangshellu) greinist gatan í þrennt; götu áfram út með Ósum, elstu götuna og vagnveginn (syðst). Ofan við Ketilsbrekku greinist gatan aftur í tvennt og er vagngatan þá ofan (norðan) við hina.
StrokkhóllHin forna þjóðleið milli Rosmhvalaness (Keflavíkur/Ytri-Njarðvíkur) og Hafna lág um Hafnaveg. Gatan er glögg þar sem hún liggur frá Höfnum austan þorpsins ofan við eyðibýlið Teig, út með Ósum að Ósabotnum, um Bringur áleiðis upp í Ketilsbrekku og að varnargirðingunni. Innan hennar voru gerðir sorphaugar svo gatan hverfur þarna undir þá.
Í frásögn Leós M. Jónssonar í Höfnum kemur eftirfarandi fram um svæðið frá Þrívörðuhæð að Höfnum: “Af veginum á Þrívörðuhæð, beint af augum, sjást Ósar, eða Kirkjuvogur, en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndst vegna landsigs. Vísbendingar um það er að minnst er á 50 kúa flæðiengi, sem lægi undir jörðina Vog sem var norðan Ósa, í Vilkinsmáldaga frá 1397. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er óvenjuleg fjölbreytni í lífríki fjöruborðsins auk fuglalífs. Ofan af Þrívörðuhæð liggur vegurinn niður slakka og nefnist hann Bringar. Þegar komið er niður á jafnsléttu eru vegamót á hægri hönd. Þar er Suðurstrandarvegur og liggur hann til Sandgerðis.

Hafnavegur

Stuttum spöl lengra, næst veginum, er vík sem nefnist Ósabotn. Hún liggur á milli Þjófhellistanga að vestanverðu og Steinboga sem er lítill klettatangi að austanverðu (nær Bringum). Spölkorni lengra er Hunangshella klöpp norðvestan vegarins (á hægri hönd). Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni – nú grasi gróið. Sjálf Hunangshellan er stærri hluti klapparinnar sjávarmegin, nokkuð löng klöpp sem hallar móti norðvestri. Á háflóði eru 25-30 metrar frá Hunangshellu til sjávar. Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. En þessi meinvættur var svo vör um sig að engin leið reyndist að komast í færi til að vinna á henni – ekki fyrr en einhverjum hugkvæmdist að smyrja hunangi á klöppina.
Á meðan dýrið sleikti hunangið skreið maður með byssu að því og komst í skotfæri. Sagt er að hann hafi til öryggis Vagngatanrennt þrísigndum silfurhnappi í hlaup framhlaðningsins en fyrir slíku skoti stenst ekkert, hvorki þessa heims né annars.
Þegar ekið er áfram og nú í vestur meðfram Ósum er komið að gamalli heimreið. Á hægri hönd sést eins konar steyptur strompur. Það mun vera það eina sem eftir er af mannvirkjum býlis sem hét Teigur og er reyndar ekki strompur heldur gömul undirstaða vindrafstöðvar sem framleiddi rafmagn fyrir loðdýra- og síðar svínabú sem þar var sett á stofn snemma á 6. áratug síðustu aldar. Það var rekið fram á síðari hluta 8. áratugarins og mun hafa verið eitt fyrsta stóra svínabú landsins og sem slíkt merkilegur áfangi í nútímaiðnvæðingu en fóðrið var matarúrgangur frá mötuneytum í herstöðinni á Miðnesheiðinni (en með honum streymdu hnífapör og annað dót í Hafnir). Bóndinn í Teigi hét Guðmundur Sveinbjörnsson, var frá Teigi í Fljótshlíð, lærður skósmiður og hafði rekið skósmíðastofu í Reykjavík þegar hann setti upp búið í Teigi. Og þótt það sé aukaatriði má geta þess að Guðmundur í Teigi mun hafa verið einna fyrstur manna til að kaupa og nota japanskan ,”pikköpp-bíl” hérlendis – en Guðmundur í Teigi mun hafa verið á undan sínum samtíðarmönnum í ýmsu sem laut að tækni. [Við leifar útihúss má t.d. sjá nokkur járnherfi frá byrjun síðustu aldar.]

Hafnavegur

Þá er komið í Kirkjuvogshverfi sem nú nefnast Hafnir í daglegu tali en þar hafa búið 80-130 manns s.l. 3 áratugi. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog.”
Hafnavegurinn er mjög greinilegur, sem fyrr sagði. Kastað hefur verið upp úr götunni svo hún sést vel þar sem hún liðast upp lágheiðina (Bringurnar). Nokkrar heilar vörður (sennilega endurhlaðnar) eru við götuna og auk þeirra má víða sjá fallnar vörður. Herkampur, Camp Hopkins, var settur yfir götuna á kafla. Má enn sjá ummerki eftir mannvirkin, ekki síst “vörðu” glerbrota bjórflaska. Hlutaðeigendur virðast því hafa notið dvalarinnar meðan á stóð.
Tvær vörður hafa nýlega verið hlaðnar á kampssvæðinu. Á þær eru fest upplýsingaspjöld um tilkomu Bandaríkjahers hér á landi 1941 er þeir tóku við af breska hernámsliðinu. Ýmsir kampar voru vítt og breitt um Suð-Vesturland.
HafnavegurÍ fyrstu var búið í skálum Bretanna. Bandaríkjamenn reistu síðan aðra tegund af bröggum, Nissen-bragga, sem þóttu bæði reisulegri og betri mannabústaðir. 

Um Ketilsbrekku segir m.a. í gamalli þjóðsögu: “Eitt sumar var Ketill í Kotvogi á heimleið frá Keflavík. Hann hvíldi sig í brekku einni á Hafnaheiði, sem kölluð er Ketilsbrekka. Þar hafði hann skamma viðdvöl en lagði síðan af stað aftur.
Skömmu áður en að hann kom að Þrívörðum á miðri heiðinni, sá hann stúlku koma gangandi móti sér sunnan að. Honum varð nokkuð starsýnt á stúlkuna, af því að búnaður hennar allur og fas var með nokkurum öðrum hætti en þá tíðkaðist. Litla tágakörfu hafði hún í hendi, fulla af margvíslega litum, skrautlegum blómum.
Stúlka þessi var svo Glerbrot grönn í vexti að það vakti sérstaka athygli Ketils. Er hún varð Ketils vör virtist koma á hana hik og ókyrrð nokkur. Hún hélt þó áfram eftir veginum þar til á að giska 30 metrar voru á milli þeirra. Þá nam hún skyndilega staðar og blíndi á hann, en vék síðan af vegi og gekk á svig við hann svo að alltaf var jafn langt á milli.
Katli fannst kona þessi undarleg mjög og þegar hún vék úr vegi kallaði hann til hennar og heilsaði henni. Ekki svaraði hún einu orði, en hélt áfram að stara unz hún var komin jafn langt aftur fyrir og hún hafði verið fyrir framan hann er hún fór út af veginum. Gekk hún þá aftur inn á götuna og hélt áfram austur eftir henni. Alltaf horfðumst þau í augu, en eftir að hún kom á þjóðveginn aftur virtist hún ekki hafa eins mikinn beyg honum. Þó leit hún oft um öxl. Ketill reyndi ekki frekara að ná tali af henni eða grennslast eftir hver hún væri. En ekki kannaðist hann við hana úr nærsveitunum því að þar þekkti hann hvert mannsbarn.”
Á leiðinni frá Höfnum er farið fyrir ofan Stekkjarnes og framhjá Hunangshellu. Um hana segir ein þjóðsagan: “Finngálkn Hunangshellaer það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.
Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta.
Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna.”

Varða

Ofar, ofan núverandi þjóðvegs, eru Þríhólar og Strokkhóll vestar. Í honum eru álfar eða huldufólk sagt búa. Hæðin norðar, þaðan sem fyrst sést að Höfnum er núverandi þjóðvegur er ekinn, heitir Þrívörðuhæð – (Þrívörður skv. örnefnalýsingu fyrir Hafnir).
Þótt auðvelt sé fyrir vana sporgöngumenn að rekja Hafnaveginn er hann ekki sjálfgefinn. Augljóst er þó að vagngatan frá því í lok 19. aldar hefur verið lögð ofan á gömlu leiðina á köflum, sem fyrr sagði, en eldri leiðina má vel greina þar sem hún liggur hlykkjóttari með vöngum lágra hjalla. Báðar leiðirnar stefndu þó augljóslega að sama marki – til byggðalaganna beggja enda. Ein varðan stendur ein í lægð undir Bringum. henni hefurverið haldið við til langs tíma einhverra hluta vegna. Frá henni liggur vörðuð gata til norðurs, áleiðis að enda Djúpavogs. Þar gæti verið um að ræða hluta “Kaupstaðaleiðarinnar”. Vegna vanhugsaðra framkvæmda á svæðinu millum Ósabotna og Bringa hefur vagngatan verið eyðilögð að hluta. Í raun er hér um að ræða eina merkilegustu einstöku fornleif svæðisins – sem þó virðist vera á fárra vitorði og lítill sómi hefur verið sýndur.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Rauðskinna I 4, Þjóðsagnabókin I 30.
-Jón Árnason I 611.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnir.
-leoemm.com

Hafnavegur

Bollar

Gengið var um Selvogsgötu (Suðurfararleið) um Grindarskörð austan Stórabolla með það fyrir augum að skoða Bollana ofan Skarðanna, þ.e. Stórabolla, Tvíbolla (miðbolla) og Syðstubolla (Þríbolla). Þoka setti dulúðlegan svip á umhverfi eldvarpanna efst í Skörðunum.
bollar-2“Grindaskörðin blasa við sjónum manna frá Innnesjum. Í þeim eru nokkrir gígar, stundum nefndir Grindaskarðahnúkar, en heita samt sínum nöfnum. Austastur er Stóribolli, þá Tvíbollar, en vestastir eru Þríbollar (Syðstubollar). Skarðið milli Tvíbolla og Þríbolla heitir Kerlingarskarð og þar upp liggur gata. Vestan undir Tvíbollum, austan við götuna, er smá slakki. þar eru nokkrar snapir fyrir hesta og segir Ólafur þorvaldsson í fyrrnefndri grein, að lausríðandi menn hafi oft farið þar af baki, einkum á austurleið. þarna munu vera einhverjar leifar af húsarúst. Ólafur gerir þá grein fyrir henni að W.G.Spencer Paterson forstjóri brennisteinsvinnslunnar hafi látið byggja umhleðslustöð í þessum slakka. Brennisteinninn var selfluttur þannig ” að lest að austan fór ekki lengra en ofan fyrir skarðið í hvilft þá, sem hér er nefnd, og sú sem frá Hafnarfirði kom, stansaði einnig þarna. Svo var skipt um farangur, þannig að önnur lestin tók bagga hinnar og fór sína leið aftur til baka”.
Bollar-loftmynd“Framundan eru sex hnúkar sem nefnast Grindaskarðshnúkar eða Bollar og milli þeirra eru Grindaskörð. Austast er Stóri Bolli, sem reyndar er talinn vera hið eina sanna Kóngsfell, en framan í bollanum er gígur sem er líkur bolla í lögun. Þetta er gamalt fiskimið sem sjómenn miðuðu út um aldir og tóku þá gjarnan stefnuna um Helgafell. Næst koma Tvíbollar, einnig nefndir Miðbollar, en vestan þeirra er Kerlingaskarð þar sem Selvogsgatan liggur um. Vestast eru berghnúkar sem nefnast Syðstubollar eða Þríbollar. Leiðin liggur eftir varðaðri leið upp í skörðin um Kerlingaskarðsstíg og þegar komið er upp á brúnina er hægt að velja nokkrar leiðir.”
Bollar-3Stórabollahraun kom úr Stóribolla. Um er að ræða dyngjuhraun. Annað nafn á hrauninu neðanverðu er Skúlatúnshraun. Það mun vera um 2000 ára gamalt, en gæti þí verið yngra, jafnvel einungis svolítið eldra en Tvíbollarhraun. Tvíbollahraun kom úr Tvíbollum, Grindarskörðum um 875.
Þrú öskulög eru jafnan notuð á þessu svæði til að greina aldur nútímahraunanna eftir landnám.
• Landnámslagið 870–880 er eitt mikilvægasta öskulagið á Íslandi, en það mun hafa fallið skömmu eftir að land byggðist og hefur dreifst víða. Öskulagið er talið vera komið frá Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu árið 870–880 og er tvílitt, með ljósan neðri hluta og dökkan efri hluta (Guðrún Larsen 1984; Karl Grönvold o.fl. 1995; Zielinski o.fl. 1997). Landnámslagið finnst víða og er grundvöllur margra aldursákvarðana á hraunum.
Oskulog• Miðaldalagið er dökkgrátt öskulag komið frá gosi við Reykjanes 1226–27 og er nokkuð auðgreint á svæðinu þar sem það er ívið grófkornóttara en önnur dökk öskulög þar. Þetta er mikilvægt öskulag á Reykjanesskaga og var því fyrst lýst af Gunnari Ólafssyni sem nefnir þrjú möguleg gos ábyrg fyrir gjóskunni (Gunnar Ólafsson 1983) en síðari athuganir benda til að gosið hafi verið 1226–27 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson 1995).
• Katla-1500 er yngsta öskulagið sem stundum sést efst í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Það skiptir litlu máli varðandi eldvirkni á svæðinu því gos hafa ekki orðið eftir að Miðaldalagið féll árið 1226. Lagið styrkir hinsvegar tilvist og greiningu annarra laga, en er yfirleitt þunnt og ræfilslegt þar sem það sést (Guðrún Larsen 1978; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992).
Bollar-4Á brún Lönguhlíðar eru tveir stórir dyngjugígar frá síðustu ísöld og sá þriðji austan við Stórabolla. Þessir gígar eru skýrir og fallegir og er verndargildi þeirra hátt. Svona svæðum nálægt þéttbýli fækkar sífellt og með auknum ferðamannastraumi verða þau æ áhugaverðari og verðmætari þeim sem vilja njóta útivistar og kyrrðar náttúrunnar.”
Í Tvíbollahrauni eru nokkrir hellar, s.s.
Spenastofuhellir. Hann er um 200 metra langur og í honum margslungnar og sérkennilegar hraunmyndanir. Völundarhúsið hefur sex hellismunna og teygir arma sína víða eins og völundarhúsum er tamt. Mikil litadýrð og ýmis storknunarform hraunsins gleðja augað. Hellirinn er um 200 metra langur.
Spenastofuhellir-21Nyrðri-Lautarhellir hefur fjóra hellismunna og í honum skiptast á heillegir kaflar og nokkuð hrundir. Víðast er hægt að ganga uppréttur. Í heild er hellirinn um 150 metrar að lengd. Syðri-Lautarhellir er um 170 metra langur og í honum er að finna fjölmargar áhugaverðar hraunmyndanir.
Í Stórabollahrauni er m.a. Leiðarendi. Hann er um 900 metra langur og hin mesta draumaveröld. Hellirinn gengur til beggja átta út frá niðurfalli og tengjast leiðirnar þannig að hellirinn liggur í hring.

Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Tómas Einarsson.
-Helgi Torfason, Náttúrufræðistofnun Íslands. Magnús Á. Sigurgeirsson, Geislavörnum ríkisins – Brennisteinsfjöll, Rannsóknir á jarðfræði svæðisins, 2002.
-Björn Hróarsson.

Bollar

Bollar framundan.

Rauðhóll

Rauðhólarnir á Reykjanesskaganum eru nokkrir. Má þar t.d. nefna fallegan strýtumyndaðan hól, sem var (og leifarnar sjást enn af) sunnan undir Hvaleyrarholti.
Þetta var lítill hóll, úr Rauðhóll neðst til vinstri - hrauntröðin til norðursrauðu hraungjalli og með grunna gígskál. Um er að ræða gervigíg. Varðandi aldur þessa Rauðhóls er ekki hægt að segja nákvæmlega en hann hlýtur að vera eldri en hraunið sem hefur runnið upp að honum sem er Hellnahraun yngra og talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Efni úr hólnum var tekið til vegagerðar og gryfjan síðan notuð sem sorphaugur. Nú stendur gígurinn þarna sem gapandi sár við eina fjölförnustu þjóðleið landsins. Ferðamenn á leið til og frá Hafnarfirði er leið eiga um Reykjanesbrautina sjá nú þessa óhrjálegu gryfju í stað hins formfagra Rauðhóls.
Undir Rauðhól í landi Stóru-Vatnsleysu við suðurjaðar Afstapahrauns var haft í seli, sem heitir Rauðhólssel. Hóllinn, mosavaxin að mestu, hefur fengið að ver að vera í friði, en bræður hans honum að norðanverðu hefur verið raskað verulega því efni úr þeim var ekið undir veg.
Rauðhóll er einnig áberandi gjallgígur suðvestan Bláa Lónsins. Hann er stærstur þriggja gíga í Illahrauni, sem mun hafa runnið um 1226.
Nafni hans skammt vestan við sunnanverð Eldvörp er aðalgígurinn (og raunar sá eini, sem enn sést) er rúmlega 2000 ára. Hraunið úr honum myndaði svonefnt Klofningshraun.
Þá má nefna Rauðhóla við Suðurlandsveg skammt norðaustan Elliðavatns. Þeir eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni. Hólaþyrpingin eru nú verulega afmynduð vegna efnistöku. Hún hefur nú verið friðuð.
Allir Rauðhólarnir eru (voru) náttúruverðmæti, en nú hafa verið unnar skemmdir á þremur þeirra, svo miklar að ekki verður úr bætt. Hér er ætlunin að beina athyglinni fyrst og fremst að sjötta Rauðhólnum, vestan við Vatnskarðið í Sveifluhálsi, skammt frá gatnamótum Djúpavatnsvegar. Hann er dæmigerður fyrir ómetanlegt jarðfræðifyrirbæri, sem fyrir sammsýni mannanna hefur verið raskað varanlega. Gígopinu sjálfu var ekki einu sinni þyrmt þótt ásóknin hafi fyrst og fremst verið í gjallið í jöðrum hólsins og niður með þeim, en síður í harðan gostappann. Þegar eldgos eru skoðuð þarf að byrja neðst af eðlilegum ástæðum; það sem fyrst kemur upp, þ.e. askan og gjallið, lenda fyrst á jörðinni umhverfis. Síðan rennur hraun yfir og kleprar setjast á gígbrúnir. Rauðhóll er í raun hluti af 25 km langri gígaröð er gaus 1151, þ.e. á sögulegum tíma. Úr honum rann meginhraun Nýjahrauns, einnig nefnt Bruninn og Kapelluhraun, utan í og yfir sléttan Óbrinnishólabrunnann í norðri og síðan til norðvesturs ofan á því og misgömlum Hellnahraunum Rauðhóll - ein og hann lítur út í dag(Tvíbollahraunum) til sjávar. Þegar glóandi kvikan hefur byrjað að streyma frá gígnum bræddi hún leið undir og út úr gígnum þar sem hraunið streymdi áfram undan hallanum í mikilli hrauntröð áleiðis til sjávar. Hrauntröðin er að mestu heil ofan Bláfjallavegar og norðan Krýsuvíkurvegar, en sunnan vegarins skammt frá upptökunum hefur henni verið raskað verulega. Á sama tíma og þetta gerðist runnu miklir hrauntaumar úr gígaröðinni til norðvesturs utan í Dyngjurana og myndaði Afstapahraun og til suðurs úr gígaröð utan í austanverðum Núpshlíðarhálsi og myndaði Ögmundarhraun.
Slétt Hellnahraunið norðan Kapelluhrauns að vestan er ekki eitt hraun heldur a.m.k. tvö; Hellnahraun eldra (Skúlatúnshraun) er slétt helluhraun og er talið hafa runnið fyrir 2000 árum. Það kom úr Brennisteinsfjallakerfinu, líklega frá Stórabolla í Grindaskörðum og stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Hellnahraun yngra kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum og er sléttara og þynnra. Haukahúsið stendur á þessu hrauni. Þetta hraun hefur valdið því að Ástjörnin varð til.
Námuraskið við RauðhólÓbrinnishólahraunið rann hins vegar um 190 árum f.Kr. – um vorið. Það er blandhraun, en Kapelluhraunið er að mestu úfið apalhraun, nú þakið hraungambra.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá svipuðum tíma og Hellnahraunið yngra og úr sömu hrinu. Hraunið sem álverið við Straumsvík stendur á Kapelluhrauni, eða Nýjahraun, og er yngsta hraunið á svæðinu í kringum Hafnarfjörð. Kapellunafngiftin kom til vegna bænahúss, sem reist var í hrauninu við gömlu Alfaraleiðina yfir Brunann, sennilega á 15. eða 16. öld. Staðurinn kom við sögu eftirmála af aftöku Jóns Arasonar, Hólabiskups, í Skálholti árið 1551 er sótt var að gerningsmönnunum í Kirkjubóli á Rosmhvalanesi og þeir handsamaðir og síðan stjaksettir við kapelluna – öðrum til viðvörunar. Þannig má segja að Rauðhóll hafi með sæmilegu sanni fætt af sér tilefni þeirra afleiðinga, sem síðar urðu – sögulega séð.
Árið 1950 rannsakaði Kristján Eldjárn kapellu á nálægum slóðum og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Hún var góð til áheita gegn hvers konar eldsgangi. Einnig var hún verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðs- manna, námumanna, verkfræðinga og jarðfræðinga. Vuið rannsóknina kom í ljós hlaðið ferkantað hús, sem hafði verið reft, með dyr mót vestri. Hann hafði grafið upp samskonar bænahús á Hraunssandi rétt við Ísólfsskálaveg austan við Grindavík. Það hús var verpt sandi að lokinni rannsókn, en tóftin í Vinna við álverið fyrir 1970Kapelluhrauni, var skilin eftir óvarin, enda inni í miðju hrauni við gamla aflagða þjóðleið. Þegar Keflavíkurvegurinn var endurlagður og ofanvarinn steypu á sjöunda áratug 20. aldar og álverið byggt á þremur árum og vígt í maí 1970 hafði öllu hinu sjónumræðna hraunssvæði ofan við verksmiðjuna verið raskað óþekkjanlega til lengri framtíðar litið. Eftir var skilin hraunleif, sem geymdi forna grunnmynd kapellunnar. Þjáðir af samviskubiti tóku nokkrir sig taki og ákváðu að endurhlaða bænahúsið á þeim stað, sem það hafði staðið. Svo óhöndullega vildi til að úr varð líkan fjárborgar – öllu óskylt við upprunann. Einhverra hluta vegna er þessi rúst á fornminjaskrá. Það eina, sem telja má bæði upprunanlegt og eðlilegt er gólfið og u.þ.b. 10 metra kafli af gömlu Alfaraleiðinni sunnan við mannvirkið.
Kapelluhraun er ákaflega fallegt, en úfið og mosagróið. Hörmung er þó að sjá hvernig karganum hefur verið rutt af yfirborði þess á stórum svæðum. Á og utan í lágum hraunhólum inni í hrauninu er mannvistarleifar á nokkrum stöðum, s.s. hlaðið byrgi á hraunhól, hlaðið skjól í hraunklofa og annað utan í hraunvegg. Minjar þessar eru skammt ofan við gömlu Alfaraleiðina milli Hafnarfjarðar og Útnesja. Þá má, ef vel er að gáð, enn sjá leifarkafla fyrsta akvegarins yfir Brunann nokkru austan Alfaraleiðarinnar.
Svo virðist sem kjörnir forsvarsmenn er ákvarða námuleyfi séu með öllu ómeðvitaðir um gildi þeirra til annarra nota. Mikil skammsýni virðist ráða afstöðu þeirra. Hvernig væri t.a.m. ásýnd landsins nú ef Rauðhóll undir Vatnsskarði eða Óröskuð eldborg á Reykjanesskaga - staðsetningunni er haldið leyndri til að koma í veg fyrir röskunEldborg undir Trölladyngju hefðu í dag verið ósnert? Í hvað munu ferðamenn framtíðarinnar leita eftir eina öld – þegar önnur lönd heimsins verða meira og minna þéttsetin, afrúnuð og rúin náttúrulegu landslagi? Svarið er augljóst; þeir munu þá sem fyrr leita að vísan til ósnortinnar náttúru, umhverfis sem mun geta útskýrt uppruna sköpunarverksins og vakið aðdáun neytandans. Myndbreytingar alls þess eftirsóknarverða, til lengri framtíðar litið, er enn til á Reykjanesskaganum – þrátt fyrir að sumar þeirra hafi þegar verið eyðilagðar.
Aftur að upphafinu. Rauðhóll er nú líkt og Eldborg undir Trölladyngju – minnismerki um gjalltökusvæði, sem af skammsýni ættu að verða öðrum áminning um hvar hin raunverulegu verðmæti liggja – til lengri framtíðar litið.
Rauðhóll er í umdæmi Hafnarfjarðar. Eins og umhverfið er nú væri tilvalið að staðsetja þarna malartypp, bæði með það fyrir augum að lagfæra ásýnd landsins og til að fylla upp í skurði og minnka þannig slysahættu, sem er veruleg. Handan Krýsuvíkurvegar blasir við enn ein afleiðing eyðileggingar á náttúruverðmætum – malarnáma á mest áberandi stað milli Vatnsskarðs og Markrakagils. (Á öðrum stað á vefsíðunni er fjallað um ákjósanlegri námusvæði – án röskunnar á varanlegum náttúruverðmætum.

Heimild m.a.
http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/RAUDHOLL.HTM

Hraunhólar

Hraunhólar undir Vatnsskarði.

Fagridalur

Gengið var um undirlendi Lönguhlíðar að Fagradalsmúla og hann “sniðgenginn”. Ofan hans var haldið eftir utanverði brún hlíðarinnar að Mýgandagróf og síðan niður Kerlingargilið innanvert við Lönguhlíðarhornið. Frá vörðu á efstu brún Lönguhlíðar er æði víðsýnt um vestan- og norðanverðan Reykjanesskagann. Ekki er ólíkt um að litast þaðan og að horfa yfir loftmynd af svæðinu – nema hvað þarna er allt í þrívídd.

Kerlingarskarð

Þegar gengið var um undirlendið fyrrnefnda baðaði Langahlíðin sig ríkumlega í kvöldsólinni. Í þeirri mynd komu allir gilskorningar greinilega í ljós, en ekki síður hinar miklu hvanngrænu gróðurtorfur undir henni. Vel má sjá hvernig gróðureyðingin ofan Leirdalshöfða hefur smám saman sótt að torfunum. Einungis þær hörðustu, sem notið hafa hvað mestan áburð sauðfjárins fyrrum, hafa náð að þrauka áganginn. Grasið ræður þar ríkjum, en mosinn hefur sótt á í hlíðunum. Víða bera þó melarnir að handan vott um sigur eyðingaraflanna, sem stöðugt sækja á. Og ekki hefur mannskepnan látið sitt eftir liggja til liðsinnis eyðingaröflunum. Hún hefur ekið sem slík á jeppum og torfærutækjum um viðkvæmt svæðið svo víða má bæði sjá melarákir í mosa og vatnsrásir í annars sléttum grasflötum. Ber hvorutveggja merki um ótrúlegt virðingarleysi fyrir umhverfinu og náttúrunni, en er jafnframt bæði vottur og minnisvarði um algert hugsunarleysi viðkomandi. Vatn og vindar, frost og þurrkar hafa lagst á eitt við að útvíkka áganginn. Svæðið er því vont dæmi fyrir mannfólkið um það hvernig ekki á að haga sér.
Neðar er Tvíbolllahraunið, úfið apalhraun, klætt þykkum gamburmosa. Hraunið er ~950 ára. Yngra Hellnahraunið er undir því, en það kom úr sömu uppsprettum skömmu áður. Eins og nafnið gefur til kynna er þar um helluhraun að ræða.

Eldra Hellnahraunið, sem einnig kom úr gígum Grindarskarða er u.þ.b. 1000 árum eldra. Stundum er erfitt að sjá greinileg skil á hraununum, en með þolinmæði má þó gera það. Hellnahraunin ná alveg niður að sjó milli Hvaleyrar og Straums, en eldra hraunið mun hafa lokað af kvosir þær er nú mynda Hvaleyrarvatn og Ástjörn. Yngra hraunið bætti um betur.
Í kvöldsólinni, eftir rigningardag, sást vel hvernig grænn mosinn í Tvíbollahrauni og annars rembandi gróðurlandnemar í Hellnahraununum hafa reynt og náð að klæða hraunin, hver með sínu lagi. Fáir nýgræðingar eru enn sem komið er í Tvíbollahrauni, en margir í eldra Hellnahrauninu. Af því má sjá hvernig hraunin ná að gróa upp með tímanum. Í Almenningi má t.a.m. sjá hraun er runnu úr Hrútargjárdyngju fyrir u.þ.b. 5000 árum. Að var og er nú að nýju að mestu kjarri vaxið. Hins vegar er Nýjahraun (Kapelluhraun), sem rann árið 1151, enn nær eingöngu þakið mosa, líkt og Tvíbollahraunið.

Fagradalsmúli

Fjárgötur liggja með hlíðum Lönguhlíðar. Tvær slíkar liggja áfram upp Fagradalsmúlann að norðvestanverðu. Þær eru tiltölulega auðveldar uppgöngu. Leitað var eftir hugsanlegri leið Stakkavíkurbræðra á leið þeirra um Múlann til og frá Hafnarfirði, en erfitt var að ákvarða hann af nákvæmni. Þó má ætla að þeir hafi farið greiðfærustu leiðina upp og niður hlíðina, þ.e. utan við gilskorning, sem þar er.
Þegar upp á Fagradalsmúla er komið er ljóst að leiðin hefur verið greið ofan hans, allt að eldborgum vestan Kistu. Um slétt helluhraun er að ræða alla leiðina, mosalaust. Sunnan eldborganna tekur við mosahraun, en í því er stígur um tvo óbrennishólma. Enn neðar liggur stígur um slétt hraun að Nátthagaskarði eða með brúnum Stakkavíkurfjalls að Selstígnum neðan Stakkavíkursels. Mun þessi leið hafa verið um tveimur kukkustundum styttri en sú hefðbundna um Selvogsgötu eða Hlíðarveg. Þeir, sem gengið hafa þessa leið, geta staðfest það, enda hvergi um torfæru að fara, nema til endanna þar sem hæðirnar hafa tafið fyrir. Þessi leið var einkum farin að vetrarlagi og þá af kunnugum.

Þegar komið var upp á austurbrún Fagradalsmúla var haldið til austurs með ofanverðri brúninni. Í fjarska sást til vörðu. Frá henni var hið stórbrotnasta útsýni er fyrr var lýst. Sjá mátti þaðan hálsana, Sveifluháls (Austurháls) og Núpshlíðarháls (Vesturháls) frá upphafi til enda, Keili, Trölladyngju, Grindavíkurfjöllin sem og Rosmhvalanesið allt. Þaðan var hið ágætasta útsýni er gaf ásjáandanum “heilsusamlega” heildarmynd af svæðinu, án þess að þurfa að horfa upp á eyðilegginguna neðanverða í smáatriðum. Þess vegna var fegurðin allsráðandi. Meira að segja skemmdarverk Hitaveitu eða Orkuveitu náðu ekki athyglinni við slíka yfirsýn.
Gengið var áfram til austurs uns komið var að Mýgandagróf. Um er að ræða sigdæld eða jökulsorfna geil í innanverða hlíðina. Ekki verður langs að bíða (nokkrar aldir kannski) uns dældin mun líta út líkt og aðrar geilir eða skörð í “núverandi” Lönguhlíð. Einungis vantar herslumuninn til að framanvert haftið, milli þess og brúnarinnar, rofni og myndi myndarlegt gil til frambúðar. Geilin er bara það djúp að nægilegt magn vatns hefur enn ekki náð að safnast þar saman með tilheyrandi rofi. Mikil litadýrð er þarna í bökkum og börmum; svo margir óteljandi grænir litir að jafnvel Framsóknarflokkurinn sálumleitandi gæti fyllst stolti við slíka sjón – og er þá mikið sagt er umhverfi og náttúra eru annarsvegar.
Telja má víst að Gísli Sigurðsson, fyrrum lögregluvarðstjóri, göngugarpur, örnefnaskrásetjari og fróðleiksfíkill um Reykjanesskagann hafi gefið þessum stað nafn það sem á hann hefur fests. Lýsingarhöfundi er minnisstæð mynd af Gísla, sem tekinn var efst í Grindarskörðum, einmitt á þessari leið, þar sem hann sat á hraunhól kæddur hlírabol, stígvélum og alklæðnaði þar á millum. Þar virtist “landshöfðinginn” vera í essinu sínu, enda vænlegheit bæði framundan og að baki.

Við Kistufell

Frá Mýgandagróf var haldið heldur innlendis uns komið var að vörðu ofan Kerlingargils. Neðan hennar og ofan gilsins er kvos, lituð hvanngrænum mosatóum. Þarna, efst í gilinu, mun hafa farist flugvél á seinni hluta 20. aldar. Hún var hlaðin bílavarahlutum og munu áhugasamir lengi vel lagt leið sína upp í gilið til að leita að hentugum varahlutum. Í dag má sjá þar enn einstaka álhlut og smábrak úr vélinni, einkum við neðanvert gilið.
Ofan frá séð er gilið tilkomumikið og fallegt útsýni er þaðan óneitanlega yfir fyrrnefnd hraun, Skúlatún, Helgafell, Kaldársel og höfuðborgarsvæðið allt. Niðurgangan er mun auðveldari en uppgangan, en FERLIR hefur nokkrum sinnum áður gengið um Kerlingargil á leið sinni upp í Kistufell í Brennisteinsfjöllum.
Þegar komið var neðar í gilið ber “gamlan” hraunhól við sjónarrönd austan þess. Hóll þessi stendur bæði út og upp úr hlíðinni. Þótt fáfróðir hafi jafnan borið því við aðspurðir að litlir hólar eða hæðir gætu varla heitið mikið verðskuldar þessi hóll nafn með rentum. Hann fær hér með nafnið “Uppleggur”, enda ekki hjá því komist að fara upp með honum á leið um gilið.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Langahlíð

Langahlíð.

Hraunsnes

Gengið var um fisbyrgin og minjarnar á Selatanga, skoðaðar sjóbúðirnar, Brunnurinn, Smiðjan, Skjólin, Dágon o.fl. Minnt var á Tanga-Tómas og rifjuð upp sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda. Síðan var gengið að refagildrunum ofan við Nótahelli, um Ketilinn í Katlahrauni og yfir í fjárbyrgi Vígdísarvallamanna (Ísólfsskálamanna).

Selatangar

Verkhús á Selatöngum.

Frá því var gengið í fjórðungssveig yfir að Vestari lestargötunni (Rekagötunni) frá Selatöngum yfir að Ísólfsskála. Erling Einarsson (Skálaafkomandi, sem var með í för) sagðist hafa heyrt að gatan hefði verið nefnd Selatangagata frá Ísólfsskála, en Ísólfsskálagata frá Selatöngum. Gatan er vörðuð þegar komið er upp úr Katlinum. Framundan er greinileg klofin varða. Síðan sést móta fyrir götunni uns komið er að Mölvík. Þá hverfur hún að mestu í sandi, en ef sýnilegum litlum vörðum er fylgt neðan við hraunkantinn kemur gatan fljótlega aftur í ljós. Hún heldur síðan áfram inn á hraunið og áfram áleiðis að Skála. En við hraunkantinn var beygt til vinstri að þessu sinni, niður í Hraunsnes. Þar eru fallegar bergmyndanir, klettadrangar og vatnsstorknir hraunveggir. Gengið var eftir ruddri götu til vesturs. Áður en komið var að enda hennar í vestanverðum hraunkantinum var enn beygt til vinstri, að hinum miklu þurrkgörðum og – byrgjum ofan við Gvendarklappir. Þar var fiskur verkaður vel fram á 20. öldina.
Kaffi og meðlæti var þegið á Ísólfsskála að lokinni göngu.
Því miður gekk skipulagið ekki alveg upp að þessu sinni. Áætlað hafði verið, auk landgöngunnar, hvalaganga og afturganga, en sú fyrrnefnda fór framhjá í kafi, þrátt fyrir þrotlausar æfingar, og sú síðarnefnda sofnaði í einu byrgjanna í góða veðrinu þannig að þátttakendur urðu ekki varir við hana að þessu sinni.
Veður var með ágætum – þægileg gjóla og sól.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Hjallaborg

Bæirnir í Hjallahverfi standa undir Hjallahlíðinni (Kinninni) og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfinu. Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa, með sameiginleg landamerki útávið. Þar sem lönd jarðanna liggja mjög óreglulega, er erfitt að segja hvaða örnefni tilheyra hverri jörð.

Hjallaborg

Hjallaborg.

Gengið var frá Hjalla. Við kirkjustaðinn Hjalla er að sjálfsögðu kirkja; Hjallakirkja. Hún var byggð og vígð 1928 um haustið.
Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Hjallakirkja var útkirkja frá Arnarbæli og frá Hveragerði. Húsameistari var Þorleifur Eyjólfsson og yfirsmiður Kristinn Vigfússon. Kirkjan er steinsteypt, fyrsta steinsteypta kirkjan austanfjalls. Norðan undir kirkjugarðinum er lítið hesthús, sem heitir Granahesthús, um 10 m frá honum. Það var notað fyrir uppáhaldsreiðhesta Hjallabóndans. Stallurinn í því er ein hella, um 20 sm þykk, fullur metri á hæð og um 2 metrar á lengd, nær inn í báða hliðarveggi hússins. Sögn er, að kona sem bjó á Hjalla, hafi reitt hellu þessa fyrir framan sig á hestinum Grana ofan af Hjallafjalli. Aldrei mátti gera við Granahesthús. Fórust skepnur voveiflega, væri það gert. Nú er Granahesthús hrunið en veggir standa að mestu. Túnið norður frá Granahesthúsi upp að Þorgrímsstaðatúni heitir Granaflöt. Ofan við það liggur Þorgrímsstaðastígur (Krikastígur)upp stallinn.
Bæir á Hjallatorfunni voru t.a.m. Krókur (Hjalla-Krókur), norðaustur frá Hjalla. Móakot var austan við Hjalla en sunnan við Krók. Gerðakot er sunnan þjóðvegarins og austan lækjarins. Lækur er vestan Bæjarlækjar, vestur frá Hjalla. Austast í Lækjartúni var Rjómabú um allmörg ár á fyrsta fjórðungi 20. aldar. Það var venjulega nefnt Hjallarjómabú. Það stóð nákvæmlega þar sem nú er vegurinn, brúin yfir lækinn.
Goðhóll hét lítill hóll, grasigróinn, vestan Lækjartúns, ofan við gömlu götuna. Hann var allur tekinn sem efni í veginn. Bjarnastaðir eru upp við Hjallafjall þar sem það er hæst, norður frá Læk.

Lækjarborg

Lækjarborg.

Upp frá Enni liggur gata í sneiðingum upp á brúnina. Hún heitir Krikastígur. Ofan Krikastígs, uppi á brúninni er allstórt móabarð sem heitir Göngumói. Annar stígur, Bjarnastaðastígur liggur upp á brúnina vestan túnsins. Frá Stekkatúni liggur gata upp brekkuna og vestur með klettunum í fjallsbrúninni, en beygir þá upp á brún, gegnum lægð sem heitir Lágaskarð, en neðantil heitir gatan Kúastígur. Það er hægasta gatan upp á fjallsbrúnina, og sú eina sem hestfær var.
Þorgrímsstaðir stóðu austur frá Bjarnastöðum, fyrir botni Bæjarlækjar. Þar í brekkurótunum, austan og ofan bæjarins er húslaga steinn sem heitir Álfakirkja. Neðan við hana eru þrjár þúfur sem heita Biskupaleiði. Þar hvíla huldufólksbiskupar. Aldrei má slá Biskupaleiðin né slétta þau út.
Gengið var upp svonefnt Þorgrímsstaðagil. Rudd gata liggur upp Kinnina og heitir hún Kinnarstígur. Vestan hans er lítill hellisskúti; Baunahellir. Þar ræktuðu ungir menn baunir á öðrum tug 20. aldar. Nú eru allar byggingar afmáðar á Þorgrímsstöðum, og túnum skipt milli Gerðakots og Bjarnastaða.
Ofar, á Hjallafjalli (Neðrafjalli) er Langimói. Hjallaborg er á Neðrafjalli. Ofar er Efrafjall. Þarna skiptast á melar og móabörð, og frekar fátt um örnefni. Upp frá Króksstíg eru Suðurferðarmóar upp að Efrafjalli, fyrir vestan Hest. Þar eru grasbrekkur og lautir í brúninni fyrir vestan Leynira (þeir eru taldir með Bakka), og heita Suðurferðabrekka. Gatan þar upp brekkuna kallast Kálberstígur. Þannig var nafnið víst oftast borið fram, en mun eiga að vera Kálfsbergsstígur, kenndur við Kálfsberg, lítinn klettastapa þar í brúninni.
Neðrafjall hefur nú orðið gróðureyðingunni að bráð, einkum vestari hluti þess. Nú er reynt að planta þar skógi á stóru svæði ofan við Hjallabæina.

Hraunssel

Selsstígur Hraunssels.

Nafnið Kálfsberg er tekið eftir riti Hálfdánar Jónssonar lögréttumanns frá 1703. Það getur ekki átt við nokkurn annan stað en klett þennan eða stapa. Vestan við Suðurferðabrekku. er Brattabrekka, með kletta í brún og hærri en brúnin austar og vestar. Rétt neðan við vesturenda Bröttubrekku er dálítil hæð, sem heitir Háaleiti. Þar hafði Jón Helgason bóndi á Hjalla, síðar kaupmaður í Reykjavík, sauðahús fram yfir aldamótin 1900. Miklar hleðslur eru í rústunum (stundum nefndar Hjallaborg). Stórt gerði er norðaustan við það. Veggir hafa verið tvíhlaðnir.
Ofar (norðnorðaustar), í Lækjarmóum er Hjallasel. Þar eru rústir sels og stekks. Selsleifar eru og enn norðvestar og ofar í heiðinni (sjá aðra FERLIRslýsingu).
Rétt vestan við Lækjarmóa er lítil hæð sem heitir Guðnýjarhæð. Þar er sagt að Guðný smali hafi alið barn. Suðaustan hennar sést Lækjarborgin vel í gróðureyddu landslaginu.
Fjallsendaborg er vestar, undir Kerlingabergi. Selstígur liggur upp með því vestanverðu, áleiðis að Hraunseli, sem þar er í hraunkantinum skammt norðaustan við Raufarhólshelli.

Hjallaborg

Hjallaborg – uppdráttur ÓSÁ.

Spölkorn fyrir vestan Borgarstíg er stór varða uppi á brúninni. Heitir hún Sólarstígsvarða. Aðeins vestan við hana er krókótt, en áberandi, kindagata upp á brúnina. Hún heitir Sólarstígur. Neðan undir Sólarstígsvörðu er stór, stakur steinn niðri á jafnsléttu. Hann heitir Sólarsteinn og er landamerkjahornmark milli Hjallatorfu og Grímslækja.
Skammt fyrir vestan Sólarstíg er gata upp á brúnina, framan í nefi nokkru, og heitir Grímslækjarstígur. Í stórum, algrónum hvammi litlu vestar er enn gata og heitir Hraunsstígur. Skammt fyrir vestan Hraunsstíg er gil. Þar kemur Bolasteinsrás fram af brúninni. Á grænni flöt vestan við rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina. Upp af Bolasteini er grasbrekka, og hellisskúti ofan hennar, en klettar í brúninni. Brekkan heitir Hellisbrekka. Framan í nefi vestan við Hellisbrekku er gata upp á brúnina. Hún heitir Steinkustígur. Þar blæs af, svo hægt er að reka þar fé, þó aðrar götur séu ófærar af snjó. Gata liggur út með hlíðinni frá Hjallahverfi út á Hlíðarbæi. Hún heitir Tíðagata (stikuð með rauðum hælum), og er í mörkum Hjallatorfu út að Hlíðarbæjalandi.
Gengið var niður af Neðrafjalli um Hraunsstíg ofan við Bolastein og Tíðargötunni síðan fylgt að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Hjallasel

Hjallasel – uppdráttur ÓSÁ.