Rauðhóll

Rauðhólarnir á Reykjanesskaganum eru nokkrir. Má þar t.d. nefna fallegan strýtumyndaðan hól, sem var (og leifarnar sjást enn af) sunnan undir Hvaleyrarholti.
Þetta var lítill hóll, úr Rauðhóll neðst til vinstri - hrauntröðin til norðursrauðu hraungjalli og með grunna gígskál. Um er að ræða gervigíg. Varðandi aldur þessa Rauðhóls er ekki hægt að segja nákvæmlega en hann hlýtur að vera eldri en hraunið sem hefur runnið upp að honum sem er Hellnahraun yngra og talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Efni úr hólnum var tekið til vegagerðar og gryfjan síðan notuð sem sorphaugur. Nú stendur gígurinn þarna sem gapandi sár við eina fjölförnustu þjóðleið landsins. Ferðamenn á leið til og frá Hafnarfirði er leið eiga um Reykjanesbrautina sjá nú þessa óhrjálegu gryfju í stað hins formfagra Rauðhóls.
Undir Rauðhól í landi Stóru-Vatnsleysu við suðurjaðar Afstapahrauns var haft í seli, sem heitir Rauðhólssel. Hóllinn, mosavaxin að mestu, hefur fengið að ver að vera í friði, en bræður hans honum að norðanverðu hefur verið raskað verulega því efni úr þeim var ekið undir veg.
Rauðhóll er einnig áberandi gjallgígur suðvestan Bláa Lónsins. Hann er stærstur þriggja gíga í Illahrauni, sem mun hafa runnið um 1226.
Nafni hans skammt vestan við sunnanverð Eldvörp er aðalgígurinn (og raunar sá eini, sem enn sést) er rúmlega 2000 ára. Hraunið úr honum myndaði svonefnt Klofningshraun.
Þá má nefna Rauðhóla við Suðurlandsveg skammt norðaustan Elliðavatns. Þeir eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni. Hólaþyrpingin eru nú verulega afmynduð vegna efnistöku. Hún hefur nú verið friðuð.
Allir Rauðhólarnir eru (voru) náttúruverðmæti, en nú hafa verið unnar skemmdir á þremur þeirra, svo miklar að ekki verður úr bætt. Hér er ætlunin að beina athyglinni fyrst og fremst að sjötta Rauðhólnum, vestan við Vatnskarðið í Sveifluhálsi, skammt frá gatnamótum Djúpavatnsvegar. Hann er dæmigerður fyrir ómetanlegt jarðfræðifyrirbæri, sem fyrir sammsýni mannanna hefur verið raskað varanlega. Gígopinu sjálfu var ekki einu sinni þyrmt þótt ásóknin hafi fyrst og fremst verið í gjallið í jöðrum hólsins og niður með þeim, en síður í harðan gostappann. Þegar eldgos eru skoðuð þarf að byrja neðst af eðlilegum ástæðum; það sem fyrst kemur upp, þ.e. askan og gjallið, lenda fyrst á jörðinni umhverfis. Síðan rennur hraun yfir og kleprar setjast á gígbrúnir. Rauðhóll er í raun hluti af 25 km langri gígaröð er gaus 1151, þ.e. á sögulegum tíma. Úr honum rann meginhraun Nýjahrauns, einnig nefnt Bruninn og Kapelluhraun, utan í og yfir sléttan Óbrinnishólabrunnann í norðri og síðan til norðvesturs ofan á því og misgömlum Hellnahraunum Rauðhóll - ein og hann lítur út í dag(Tvíbollahraunum) til sjávar. Þegar glóandi kvikan hefur byrjað að streyma frá gígnum bræddi hún leið undir og út úr gígnum þar sem hraunið streymdi áfram undan hallanum í mikilli hrauntröð áleiðis til sjávar. Hrauntröðin er að mestu heil ofan Bláfjallavegar og norðan Krýsuvíkurvegar, en sunnan vegarins skammt frá upptökunum hefur henni verið raskað verulega. Á sama tíma og þetta gerðist runnu miklir hrauntaumar úr gígaröðinni til norðvesturs utan í Dyngjurana og myndaði Afstapahraun og til suðurs úr gígaröð utan í austanverðum Núpshlíðarhálsi og myndaði Ögmundarhraun.
Slétt Hellnahraunið norðan Kapelluhrauns að vestan er ekki eitt hraun heldur a.m.k. tvö; Hellnahraun eldra (Skúlatúnshraun) er slétt helluhraun og er talið hafa runnið fyrir 2000 árum. Það kom úr Brennisteinsfjallakerfinu, líklega frá Stórabolla í Grindaskörðum og stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Hellnahraun yngra kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum og er sléttara og þynnra. Haukahúsið stendur á þessu hrauni. Þetta hraun hefur valdið því að Ástjörnin varð til.
Námuraskið við RauðhólÓbrinnishólahraunið rann hins vegar um 190 árum f.Kr. – um vorið. Það er blandhraun, en Kapelluhraunið er að mestu úfið apalhraun, nú þakið hraungambra.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá svipuðum tíma og Hellnahraunið yngra og úr sömu hrinu. Hraunið sem álverið við Straumsvík stendur á Kapelluhrauni, eða Nýjahraun, og er yngsta hraunið á svæðinu í kringum Hafnarfjörð. Kapellunafngiftin kom til vegna bænahúss, sem reist var í hrauninu við gömlu Alfaraleiðina yfir Brunann, sennilega á 15. eða 16. öld. Staðurinn kom við sögu eftirmála af aftöku Jóns Arasonar, Hólabiskups, í Skálholti árið 1551 er sótt var að gerningsmönnunum í Kirkjubóli á Rosmhvalanesi og þeir handsamaðir og síðan stjaksettir við kapelluna – öðrum til viðvörunar. Þannig má segja að Rauðhóll hafi með sæmilegu sanni fætt af sér tilefni þeirra afleiðinga, sem síðar urðu – sögulega séð.
Árið 1950 rannsakaði Kristján Eldjárn kapellu á nálægum slóðum og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Hún var góð til áheita gegn hvers konar eldsgangi. Einnig var hún verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðs- manna, námumanna, verkfræðinga og jarðfræðinga. Vuið rannsóknina kom í ljós hlaðið ferkantað hús, sem hafði verið reft, með dyr mót vestri. Hann hafði grafið upp samskonar bænahús á Hraunssandi rétt við Ísólfsskálaveg austan við Grindavík. Það hús var verpt sandi að lokinni rannsókn, en tóftin í Vinna við álverið fyrir 1970Kapelluhrauni, var skilin eftir óvarin, enda inni í miðju hrauni við gamla aflagða þjóðleið. Þegar Keflavíkurvegurinn var endurlagður og ofanvarinn steypu á sjöunda áratug 20. aldar og álverið byggt á þremur árum og vígt í maí 1970 hafði öllu hinu sjónumræðna hraunssvæði ofan við verksmiðjuna verið raskað óþekkjanlega til lengri framtíðar litið. Eftir var skilin hraunleif, sem geymdi forna grunnmynd kapellunnar. Þjáðir af samviskubiti tóku nokkrir sig taki og ákváðu að endurhlaða bænahúsið á þeim stað, sem það hafði staðið. Svo óhöndullega vildi til að úr varð líkan fjárborgar – öllu óskylt við upprunann. Einhverra hluta vegna er þessi rúst á fornminjaskrá. Það eina, sem telja má bæði upprunanlegt og eðlilegt er gólfið og u.þ.b. 10 metra kafli af gömlu Alfaraleiðinni sunnan við mannvirkið.
Kapelluhraun er ákaflega fallegt, en úfið og mosagróið. Hörmung er þó að sjá hvernig karganum hefur verið rutt af yfirborði þess á stórum svæðum. Á og utan í lágum hraunhólum inni í hrauninu er mannvistarleifar á nokkrum stöðum, s.s. hlaðið byrgi á hraunhól, hlaðið skjól í hraunklofa og annað utan í hraunvegg. Minjar þessar eru skammt ofan við gömlu Alfaraleiðina milli Hafnarfjarðar og Útnesja. Þá má, ef vel er að gáð, enn sjá leifarkafla fyrsta akvegarins yfir Brunann nokkru austan Alfaraleiðarinnar.
Svo virðist sem kjörnir forsvarsmenn er ákvarða námuleyfi séu með öllu ómeðvitaðir um gildi þeirra til annarra nota. Mikil skammsýni virðist ráða afstöðu þeirra. Hvernig væri t.a.m. ásýnd landsins nú ef Rauðhóll undir Vatnsskarði eða Óröskuð eldborg á Reykjanesskaga - staðsetningunni er haldið leyndri til að koma í veg fyrir röskunEldborg undir Trölladyngju hefðu í dag verið ósnert? Í hvað munu ferðamenn framtíðarinnar leita eftir eina öld – þegar önnur lönd heimsins verða meira og minna þéttsetin, afrúnuð og rúin náttúrulegu landslagi? Svarið er augljóst; þeir munu þá sem fyrr leita að vísan til ósnortinnar náttúru, umhverfis sem mun geta útskýrt uppruna sköpunarverksins og vakið aðdáun neytandans. Myndbreytingar alls þess eftirsóknarverða, til lengri framtíðar litið, er enn til á Reykjanesskaganum – þrátt fyrir að sumar þeirra hafi þegar verið eyðilagðar.
Aftur að upphafinu. Rauðhóll er nú líkt og Eldborg undir Trölladyngju – minnismerki um gjalltökusvæði, sem af skammsýni ættu að verða öðrum áminning um hvar hin raunverulegu verðmæti liggja – til lengri framtíðar litið.
Rauðhóll er í umdæmi Hafnarfjarðar. Eins og umhverfið er nú væri tilvalið að staðsetja þarna malartypp, bæði með það fyrir augum að lagfæra ásýnd landsins og til að fylla upp í skurði og minnka þannig slysahættu, sem er veruleg. Handan Krýsuvíkurvegar blasir við enn ein afleiðing eyðileggingar á náttúruverðmætum – malarnáma á mest áberandi stað milli Vatnsskarðs og Markrakagils. (Á öðrum stað á vefsíðunni er fjallað um ákjósanlegri námusvæði – án röskunnar á varanlegum náttúruverðmætum.

Heimild m.a.
http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/RAUDHOLL.HTM

Hraunhólar

Hraunhólar undir Vatnsskarði.