Færslur

Spákonuvatn

Genginn var hringur frá Rauðhól í Afstapahrauni, að Oddafelli og inn með því að Driffelli, með Keili og áfram niður að Rauðhól.

Núpshlíðarháls

Á Núpshlíðarhálsi. Spákonuvatn og Keilir fjær.

Margt bar fyrir augu á þessari leið, sem jafnframt er að hluta til mikið notuð af fólki, sem gengur að og frá Keili. Gönguleið þessi er mjög auðveld, einkum með Oddafellinu og frá Keili niður að Rauðhól.

Á leiðinni upp að Rauðhól mátti sjá á hægri hönd, uppi á klapparbrúnunum utan við nýja hraunið, fallega hálffallna fjárborg, nefnd Gvendarborg. Borgina hlóð Guðmundur Hannesson er seinast bjó á Ísólfsskála og sá er sagður er hafa skotið síðasta hreindýrið á Reykjanesi.

Keilir

FERLIRsfélagar – Keilir að baki.

Margir hafa gengið á Keili eða ætla sér það. Sumir fara bara til að ganga, en eins og sjá má er margt að skoða þegar gengið er á fjallið, hvort sem farið er frá Oddafelli eða Rauðhól.
Þegar gengið er til vesturs norðan Oddafells, um svonefndan Oddafellsselstíg, er ljóst að þar fyrir innan hafa verið að a.m.k. tvö sel eða sel frá mismunandi tímum. Selin, eða selið, voru frá Minni-Vatnsleysu.
Þau eru greinilega bæði mjög gömul. Gengið er yfir fyrsta stekkinn þegar komið er að vikinu eftir fyrstu hæðina. Sér þaðan inn að Höskuldarvöllum.

Oddafellsel

Oddafellsel – stekkur.

Skammt frá stekknum er tótt og síðan annar hlaðinn stekkur á bak við hraunhrygg. Innar sjást vel tvær tóttir, sem nefna má Oddafellssel nyrðra.
Þar við virðist vera gamall brunnur. Fjórir stígar liggja yfir hraunið, sá fyrsti skammt fyrir innan fyrstu tóttirnar. Hann er greinilega nýjastur syðst og mest farinn af fólki, sem gengur á Keili. Ef haldið er áfram inn eftir hraunkantinum eru greinilegar tóttir, sem nefna má Oddafellssel syðra.
Ofan þeirra eru fallega hlaðnar kvíar utan í hraunkantinum og svolítið ofar má sjá tvöfaldan hlaðinn stekk utan í kantinum. Ef farið er upp á hraunbrúnina ofan við fyrstu kvíina má glöggt sjá gamla stíginn í gegnum hraunið. Sá stígur norður yfir hraunið sameinast síðan stígnum, sem liggur yfir það framar og fyrst var komið að.

Keilir

Keilir – stígur frá Oddafelli.

Enn ofar með Oddafellinu má sjá stíg liggja norður yfir hraunið í átt að Keili, en hann virðist vera nýrri en stígurinn frá seljunum og annar stígur, er liggur til norðurs skammt vestar, á móts við vikið áður en komið er að vestasta Oddafellinu, eða Fjallinu eina. Þar fyrir ofan er Hverinn eini. Hann var einn mesti gufuhver landsins um tíma, en nú er þar einungis litskrúðug lægð í hraunið og smá gufustrókur í henni miðri. Við hverinn er smágert hverahrúður í flögum við 4 eða 5 eldri hveraop.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Frá hvernum má sjá í suðaustri inn í Sogagíg þar sem Sogaselið er, nokkrar tóttir og fallega hlaðinn stekkur utan í norðurhlið gígsins. Þarna var sel frá Kálfatjarnarhverfi og jafnvel Krýsuvík. Í suðri sér inn á Selsvellina, en suðvestast á völlunum eru ein þrjú sel og tveir hlaðnir stekkir. Skammt úti í hrauninu er enn ein tótt og lítil kví. Á ská á móti á völlunum austanverðum, undir hálsinum, eru þrjár tóttir eldra sels. Á Selsvöllum var selstaða frá bæjum í Grindavík. Frá þessum stað er um klukkustunda sérstaklega greiðfær gangur inn eftir völlunum og til baka. Tveir lækir renna eftir völlunum. Einnig er auðvelt að ganga frá þessum stað upp í Sogagýg.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur við Selsvelli.

Efsti stígurinn norður yfir hraunið liggur í átt að norðausturhorni Driffells og er hann styttstur stíganna. Að honum gengnum og þegar komið er yfir hraunið er leiðin greið að uppgöngustíg á Keili.
Margir halda að Keilir sé gamalt eldfjall, en svo er ekki. Hann hefur aldrei gosið. Strýtumyndað fjallið varð til við gos undir jökli og er úr móbergi með dólerít-klöppum efst uppi. Litlir mórauðir móbergstindar standa fyrir norðan rætur hans og eru þeir kallaðir Keilisbörn.

Ef gengið er austur eftir stígnum, sem liggur að uppgöngunni að Keili, er komið að vörðu.

Gvendarborg

Gvendarborg.

Við hana má sjá gamlan stíg, Þórustaðastíg, sem liggur til norðurs niður að Þórustöðum á Vatnsleysuströnd. Ef honum er fylgt kemur annar stígur inn á hann skammt norðar, Rauðhólsselsstígur. Liggur hann þar til austurs. Við hann er há og mjó varða. Stígurinn er vel greinilegur.
Þegar komið er niður grasbrekkur og að hraunkanti liggur stígurinn norður með kantinum.

Göngufólk á Keili styttir sér stundum leið með því að fara upp á hraunið þegar komið er að sléttri klöpp og ganga síðan áfram þar til austurs sunnan Rauðhóls.

Rauðhólssel

Rauðhólssel.

Ef hins vegar haldið er haldið áfram niður með hraunkantinum er gengið yfir gamlan stekk utan í sléttri skjólhellu og þaðan liggur leiðin niður að Rauðhólsseli. Það birtist í grashvammi undir hólnum.
Sel þetta var frá Stóru-Vatnsleysu. Sagan segir að ekki hafi verið vært í selinu eftir sextándu vikur sumar vegna draugagangs. Ekki er að sjá neitt vatnsból við selið, en þar nálægt má vel finna aðalbláberjalyng í þröngum gjám. Í norðanverðum hvamminum er yngsta tóttin og önnur eldri í honum miðjum. Þaðan er hægt að fylgja stígnum áfram til austurs með norðanverðum Rauðhól að upphafsreit.
Frábært veður – Gangan tók um 2 og 1/2 klst.

Sogasel

Sogasel – uppdráttur ÓSÁ.

Tyrkjabyrgi

Gengið var með Eldvörpum að nýfundnum “Tyrkjabyrgjum” (fundust 2006), skoðað í “útilegumannahelli” (fannst 2004), leitað að hlöðnu byrgi við Rauðhól skv. ábendingu Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, og gígurinn í Sandfellshæðardyngju skoðaður. Þá var skoðað í “útilegumannahelli” (fannst 1982) við Eldvörp. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur.

Eldvörp

Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar stundum bökuð brauð. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora við Eldvörp um sumarið brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með greinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum.
Fyrst var þó haldið um Sundvörðuhraunið (sem reyndar er eitt Eldvarpahraunanna) að áður þekktum “Tyrkjabyrgjunum” (fundust 1872). Ætlunin var m.a. að skoða alla þá staði er tengja má vangaveltum manna í meira en hundrað ár um tilgang og tengsl þeirra.
Byrgin, sem fundust 1872, eru í einum krika þess mót vestri og fundust fyrir tilvikjun þenna vetur, líkt og þær nýrri, sem einnig fundust í Eldvörpum fyrir tilviljun 134 árum síðar. Á fyrrnefnda staðnum eru 10 tóftir (sú 11. fannst reyndar í þessari ferð), en á þeim síðari eru þær tvær. Tóftirnar eru mjög svipaðar á báðum stöðum. Stærsta tóftin í hraunkrikanum er t.d. 4.0 m að lengd og stærri tóftin í Eldvörpum er 4.2 m á lengd. Sum byrgjanna eru mun minni og er eitt þeirra t.a.m. þrískipt.
Stígur liggur nú úr Eldvörpum suður yfir Sundhnúkahraunið, niður af því að sunnanverðu og áfram áleiðis að Húsatóftum. á leiðinni má berja augum fallið byrgi, sennilega refaskyttu, og hlaðinn leiðigarð.
“Tyrkjabyrgin” eru skammt norðaustan við stíginn eftir að komið er út úr apalúf Sundhnúkahrauns og niður á sléttari öldung Eldvarpahraunanna. Þetta eru 10 tóftir, en tvær þeirra eru uppi á hraunbrúninni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4.0 x 1,5 m á stærð. Hæðin er um 1.3 m. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
EldvörpÍ Sögu Grindavíkur (1994) segir á bls. 118 (I) að “Það var vetur inn 1972, að rústir af mörgum smáum kofum, hlöðnum úr grjóti, fundust af tilviljun í hraunkvos skammt vestur af Sundvörðuhrauni… Sumarið 1902 kom Brynjúlfur Jónnson frá Minna-Núpi til Grindavíkur (bjó m.a. í Klöpp) og skoðaði þá rústirnar. Hann brirti lýsingu á þeim í skýrslu sinni í árbók Fornleifafélagsins árið 1903 og taldi tóttirnar vera alls sjö, en of litlar til að menn gætu hafa dvalið þar nema skamman tíma í einu. Löngu síðar rannsakaði Ólafur Briem rústirnar, og taldi hann alls tíu tóttir, auk þess sem hann fann í hraunviki skammt frá þeim manngert aðhald, augljóslega til að handama fé. Lýsing Ólafs af tóttunum er ýtarleg, en ekki kemst hann, fremur en Brynjúlfur og Þorvaldur, að ákveðinni niðurstöðu um það, til hvers kofarnir hafai verið notaðir. Þar virðast einkum tveir möguleikar koma til greina; að þarna hafi útilegumenn hafst við skamma hríð, eða að byggðamenn hafi útbúið þarna fylgsni, sem flýja mætti í ef ófrið eða ræningja bæri að höndum. Væri þá trúlegast að kofarnir hafi verið hlaðnir á 17. öld, eftir Tyrkjaránið.´”Útilegumannabælið” í Sundvörðuhrauni er á Fornleifaskrá, sem friðlýstar fornleifar.
Hér verður ekki reynt að skera úr um tilgang þeirra, sem kofana hlóðu í öndverðu, en bent skal á, að árið 1982 fannst hellir við Eldvörp, skammt vestur af Þorbirni, og virðst svo sem þar hafi útilegumenn átt fylgsni. Frá þessum helli að rústunum í sundvörðuhrauni er aðeins um 1 km, og er ekki loku fyrir það skotið að sambadn hafi verið á milli þessara tveggja felustaða.”
EldvörpEkki er að sjá að Þorvaldur, Brynjúlfur eða Ólafur hafi skoðað hlaðna, mosagróna, refagildru, sem þarna er örskammt frá rústunum. Þá má sjá vörðu ofan við byrgin, skófvaxna líkt og veggir byrgjanna. Enn ofar í úfnu og óárennilegu hrauninu má sjá a.m.k. enn eitt byrgi, fallið saman, en með greinilegu hleðslulagi. Ekki er ólíklegt að ætla að fleiri slík kunni að leynast þar efra – ef grannt væri skoðað.
Ef rústirnar eru skoðaðar – hver af annarri – má sjá að fjórar þeirra eru með sama lagi (þrjár í krikanum og ein á hraunbrúninni). Þær eru og svipaðar að stærð þó ein sé sýnum stærst (4.0 m á lengd). Gluggaop eru á neðri byrgjunum, en ekki því efra. Inngangsopin snúa að hraunkantinum eða hrauninu. Hleðsluhæð veggja er svipuð á þeim öllum. Ekki hefur verið lögð áhersla á að þakið héldi vatni, a.m.k. benda sléttar þunnar hraunhellur í gólfum til þess að þær hafi einungis verið lagðar yfir og væntanlega mosi ofan á þær. Þó skal bent á að þrátt fyrir friðlýsingu og vangaveltur um notkun húsanna hefur engin vísindaleg rannsókn farið fram á þeim, ekki einu sinni á gólfum þeirra, sem mögulega gætu gefið vísbendingu um tilgang þeirra og jafnvel aldur.
Tvö lítil byrgi eru sunnar með vestanverðum hraunkantinum. Annað er þrískipt þar sem öll rýmin eru lítil, innan við 0.6 m, og hitt hefur annað lag en fyrrnefnd byrgi. Það er líkara húslagi, en miklu mun minna í sniðum.
Eldvörp Upp á hraunbrúninni er, auk byrgisins, sem fyrr er lýst, er hringlaga lítið skjól. Í fyrstu virðist þar vera um skjól fyrir mann að ræða er gæti hafa verið þar á “útkikki”, en ef betur er að gáð virðist þar fremur hafa verið einhvers konar geymsla. Norðar er fallna byrgið, sem fyrr er lýst, og varðan.
Önnur mannvirki þarna eru norðan og norðvestan við byrgin þrjú í krikanum. Eitt þeirra er gerðið fyrrnefnda og síðan má sjá hleðslur með kantinum, sem virðast hafa verið lítil gerði eða aðhald, t.d. fyrir fé.
Refagildran vestan við byrgin tvö í suðvestanverðum hraunkrikanum, er svo til alveg heil. Fallhellan er fyrir opinu. Stuðningssteinarnir eru enn á sínum stað. Gangurinn á gildrunni er heill og þakhellurnar á sínum stað. Hið eina, sem ekki fyllir heildarmyndina er að sá, sem síðastur fjarlægði dauðan ref úr gildrunni, setti hana ekki upp að nýju, þ.e. hann lét fallhelluna á sinn stað, en setti ekki farg á þakið. Steina, sem til þess hafa verið ætlaðir, eru í mosanum við hliðina á gildrunni. Gildran gæti hvort sem er verið jafngömul byrgjunum eða jafnvel yngri – allt eftir því til hvers þau hafa verið notuð. Ef þau hafa verið ómannaðar birgðastöðvar vegna yfirvofandi árásar ræningja er gildran væntanlega jafngömul byrgjunum. Ef um útilegumannaskjól hefur verið að ræða gæti gildran verið yngri – eða jafngömul.
Ein kenning, sem ekki hefur verið skráð, er sú að þarna gætu hafa verið um mjög skamman tíma hugmynd í framkvæmd um varasjóð Húsatóftahreppstjóra í tengslum við þurfamannahjálp þess tíma. Fleiri hugmyndir og tillögur um tilvist byrgjanna haf og komið fram, en einungis sem vangaveltur.
Eldvörp Þá skal um stund horfið frá byrgjunum í “Sundvörðuhraunskrika” og velt vöngum yfir umhverfinu og svæðinu sem merkilegu jarðfræðifyrirbæri.
Reykjanes er framhald Reykjaneshryggjarins – ofanjarðar. Flest sjávargos á sögulegum tíma hafa verið undan Reykjanesi. Eldvörpin eru afraksturs stórbrotinnar jarðsögu um langan tíma. Þau eru í raun afleiðingar dæmigerða gosa á sprungurein Norður-Atlantshafshryggjarins þar sem hann gengur fyrst á land á sunnanverðu landinu. Sambærilegar gígaraðir eru Stampar (Hörsl) skammt vestar, gígaröð Ögmundarhrauns (Afstapahrauns og Nýjahrauns), gígaröð eldborga í Brennisteinsfjöllum, Bláfjöllum og Hengli, auk eldri systkina þar sem eru Fagradalsgígaröðin (Festisfjall, Vatnsfellin og Keilir), Núpshlíðarhálsin og Sveifluhálsin sem og Geitarhlíð, Sandfell, Vörðufell, Kistufell og Draugahlíðar er urðu til fyrir nútíma, þ.e. undir jökli).
Dyngjurnar Skálafell, Háleyjarbunga og Sandfellshæð mynda undirstöðu Reykjanesskagans að vestanverðu. Gos úr þeim urðu eftir að jökla leysti, eða fyrir og eftir 10.000 f.Kr.
Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið langt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118.
Eldvörp Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum” árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.
Skoðaðir voru nokkrir gígar Eldvarpanna. Einn þeirra er dýpri en aðrir, sem jafnan standa hátt sem “hörsl” (ójöfnur). Stiga þarf til að komast niður í hann, en dýptin niður á botn virðist verða ca. 8.0 m. Þegar staðið er upp á einhverjum gíganna má vel sjá hvernig gígarnir hafa raðað sér á sprungureinina. Þeir eru áþreifanlegur vottur um uppstreymisop hraunkvikunnar er myndað hafa hraunin umhverfis, sem ýmist hafa storknað þunnfljótandi (helluhraun) eða seigfljótandi (apalhraun). Af ummerkjum er ljóst að hraunflæðin hafa orðið með einhverju millibili og gosið varað í nokkurn tíma, jafnvel nokkur ár. Grindavíkureldarnir eru t.a.m. taldir hafa orðið á árabilinu 1220-1240, þótt mesta virknin muni hafi verið á árinu 1226.
Út frá gjall- og klepragígum Eldvarpa eru víða miklar og fallegar hrauntraðir, auk hraunæða.
Eldvörp “Tyrkjabyrgin” í vestanverðum Eldvörpum eru mjög svipuð hinum fyrrnefndu. Um km er á milli byrgjasvæðanna. Um tvö byrgi virðist vera að ræða, en þó gætu fleiri reynst þarna í þykku gamburmosahrauninu. Efra byrgið er stærra, eða 1.2 m x 4.2 m. Hitt er 3.0 m x 1.2 m. Hæð á veggjum niður á núverandi gólf er 1.3 m Gólfin eru gróin, en undir eru sléttar hellur, sem notaðar hafa verið fyrir þak. Sumar liggja upp með veggjum.
Umhverfi byrgjanna er sérstakt. Byrgin, sem eru þarna í mjög góðu skjóli, eru þakin þykkum mosa að utanverðu svo mjög erfitt er að koma auga á þau. Þegar betur er að gáð má vel sjá hversu heilleg þau eru; veggir standa heilir og þakhellur liggja við veggi eða eru undir mosa í gólfum. Ekki voru ummerki um að maður hafi stigið þarna niður fæti um langan tíma.
Opið á efra byrginu snýr í norður (á langvegg). Opið á því neðra snýr hins vegar í vestur (á endavegg).
Þar sem byrgin hafa að öllum líkindum verið ósnert í langan tíma má ætla að mögulegt væri að áætla aldur þeirra með vísindalegri rannsókn. t.a.m. með því að athuga gólfin. Í þeim gætu falist upplýsingar um notkun byrgjanna og jafnvel áætlaður aldur. Sú niðurstaða gæti einnig varpað ljósi á tilgang og aldur byrgjanna í hraunkrika Sundvörðuhraunsins.
Og þá var komið að “útilegumannahellinum” við Eldvörp. Sá er einungis nokkra tugi metra frá síðastnefndum byrgjum. Þótt FERLIR hafi komið þar að og skoðað hellinn nokkrum sinnum virðist alltaf jafnerfitt að finna opið. Það tókst þó að þessu sinni, líkt og áður, eftir nokkra leit.
Opið er lítið. Það er beint niður í hraunhelluna í hraunbrekku traðar. Æðar eru allt um kring. Í miðju opinu er þverhleðsla, mosavaxin, um 0.6 m há og um 0.8 m breið. Ef farið er niður á við (í vestur) er komið inn í rýmilega hraunrás. Í henni er hlaðið hringlaga bæli. Megintilgangur hennar virðist hafa verið tvíþættur; annars vegar að veita skjól umhverfis bæli og hins vegar að fela “innra rýmið”, þ.e. skúta er skýlt gæti hafa einum eða tveimur mönnum. Sá, sem af einhverri einskærri heppni eða tilviljun, liti inni í rásina gæti því ekki (ljóslaus) hafa séð þann eða þá, sem þar leyndust.
Tyrkjabyrgi Í efri hluta rásarinnar er fyrirhleðsla og síðan hlaðið undir bæli. Sama fyrirkomulag er þar og í neðri hlutanum; ef einhver leit þar upp að tilviljun gat hann ekki séð ef einhver leyndist þar efra.
Óneitanlega er hægt að setja fyrrnefnd byrgi og þetta skjól í ákveðið samhengi. Og þegar við bætast mannvistarleifar (svipaðar hleðslur) í helli nokkur norðar aukast líkur á ákveðinni niðurstöðu (sem þarf alls ekki að vera rétt).
Frá “Tyrkjabyrgjunum” vestan Eldvarpa var haldið eftir Reykjavegi að Prestastíg. Prestastígur (Hafnaleið) er gömul þjóðleið á milli Húsatótta í Grindavík og Kalmanstjarnar. Þessi leið er greinileg og vel vörðuð. Henni var fylgt um hraunið norðan Rauðhóls þar sem víða má sjá hana djúpt markaða í slétta hraunhelluna.
Frá Rauðhól hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára.
Gengið er framhjá Rauðhól. Norðan við hann eru mosagróin og nokkuð slétt apalhraun. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann um 1226. Þá opnaðist fyrrnefnd 10 km löng gossprunga. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku.
Eldvörp Stefnt var á Sandfellshæð. Á toppi Sandfellshæðar (sem er dyngja) er gríðarlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Talið er að hæðin sé um 12500 ára gömul. Hraun hennar þekja um 120 km2. Til samanburðar má geta þess að Þráinsskjöldur er talinn vera 13000 ára og þekur um 130 km2 svæði. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell.
Þá var stefnan tekin til austurs, áleiðis að Eldvörpum. Gengið var yfir tiltöluelag slétt apalhraun. Sums saðar var fyrrum skriðdrekaslóða fylgt, enda svæðið verið æfingarsvæði fyrir varnarlið um áratuga skeið. Víða má sjá rafmagnsþræði og lágreist skyttuskjól.
Komið var að Eldvörpum rétt vestan við borholuna. Þar undir er “útilegumannahellir”. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Í hellinum er hlaðið lítið skjól, eða (að sumra áliti) umgjörð brauofns. Þarna var til skamms tíma allnokkur hiti, en það breyttist þegar borðar var á svæðinu. Líklegt má telja, vegna nálægðar við fyrrum mannvistarleifar, að þar hefðu einhver tengsl verið á millum, einkum minjanna sunnar með vestanverðum Eldvörpum. Um 1.0 km er á milli minjasvæðanna. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri minjar kunni að leynast þarna á millum.
Eldvörp Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti. Örstutt vestan við borholuna er hellir í hrauninu. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Eldvörðin eru í raun einstakt jarfræðifyrirbæri. Á Íslandi eru einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita því landi er ungt og enn í mótun. Hér á Íslandi eru stærstu jöklar og þar með jökulár Evrópu, mestu há – og lághitasvæðin, óvenjumikið eld- og jarðskjálftavirkni auk stórbrotinnar náttúru. Talið er að Ísland hafi myndast eins og Surtsey sem er suðvesturundan Vestmannaeyjum. Gosið uppgötvaðist 14. nóvember 1963 þegar gosmökkur myndaðist og reis í 3.500 m hæð. Slíkur gosmökkur er að mestum hluta vatnsgufa og mismunandi stór gjóskukorn sem þeytast upp í loftið. Mestur hluti gjóskunnar fellur niður við gosopið og þar myndast stórt hrúgald sem smám saman nær upp fyrir sjávarmál. Strax á öðrum degi gossins náði gjóskuhrúgan 10 m upp fyrir sjávarflötinn og Surtsey var fædd. Það var þó ekki fyrr en 4. apríl 1964, sem gosopið var orðið nægilega vel lokað fyrir innrennsli sjávar.
Virkt gosbelti Íslands liggur eftir flekaskilunum endilöngum. Landið vestan megin við flekaskilin tilheyrir Ameríkuflekanum en landið austan megin tilheyrir Evrópuflekanum.
Flekana rekur í sundur frá flekaskilunum um það bil 1 cm á ári þannig að bergið sem einu sinni myndaðist þar hefur flust austur og vestur á firði.
Eldvörp Á Íslandi gýs að meðatali á 5 ára fresti og verða eldgos eingöngu á virka gosbeltinu.
Smám saman dragast Eldstöðvarnar út af gosbeltinu þannig að það gýs æ sjaldnar úr þeim þar til þær deyja að lokum.
Síðasta stóra umbrotahrinan undan var á árunum 1724-1729.
Á síðustu árþúsundum hafa gengið yfir gostímabill með rúmlega 1000 ára millibili. Síðast gekk goshryna yfir Reykjanesskagann fyrir 800-1000 árum. Orkuverið í Svartsengi stendur á einu af yngstu hraununum.
Þegar Reykjanesskaginn er athugaður má lesa þar ákveðna jarðsögu. Greinilega má sjá hvar Reykjaneshryggurinn kemur í land hjá Reykjanestá en þar er stór sigdalur sem sýnir hvar flekaskilin eru.
Ennfremur gefa stórar sprungur til kynna hvernig landið rifnar í sundur. Flest gos á Reykjanesskaga, og raun á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.
Reykjanes er á plötuskilum. Sjálf skilin eru á yfirborði mörkuðu eldvirkni og háhita. Háhitasvæðin verða til þar sem mest er um innskot ofarlega í jarðskorpunni.
Á síðustu árþúsundum hafa gengið yfir gostímabil með rúmlega 1000 ára millibili. Svæðin eru jafnan virk í um 300 ár, en síðan hjaðnar virknin næstu 700 árin. Segja má því, út frá tölfræðinni, að kominn sé tími á nýja goshrinu á virka gosbeltinu í gegnum landið.
Á Reykjanesskaga eru umfangsmikil jarðhitasvæði. Þau öflugustu liggja eftir skaganum frá Reykjanestá um Eldvörp, Svartsengi, Trölljadyngju og Krýsuvík og síðan má segja að í beinu framhaldi þvert yfir landið til norðaustuhornsins, séu hitasvæði, þar á meðal Nesjavellir við Þingvallavatn þar sem Hitaveita Reykjavíkur hefur virkjað.
Eldvörp Ef velta ætti fleiri vöngum yfir áætluðum aldri byrgjanna í Sundhnúkahrauni og við Eldvörp má telja víst að þau séu eldri en frá 13. öld því eldvirknin á svæðinu þar á undan hefði annað hvort komið í veg fyrir byggingu þeirra eða fært þau að hluta til í kaf í ösku. Og ef einhver byrgi hafa verið á þessu svæði fyrr væru þau nú komin undir hraun og öllum ósýnileg. Þessi byrgi eru hins vegar vel sýnileg – og heilleg. Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul, varla eldri en frá 17. öld. Mosi er á hleðslunum og í gólfi og skófir á veggjum. Það gefur til kynna að byrgin séu a.m.k. aldar gömul.
Um meintan tilgang “tyrkjabyrgja” og “útilegumannaskjóla” er erfitt að fjölyrða. Þegar hafa komið fram kenningar um tilgang þeirra, þ.e. annað hvort hafi þau verið hlaðin af útilegumönnum eða sem skýli fyrir fólk er þyrfti að forða sér undan endurkomu Tyrkjanna og þá væntanlega til skemmri dvalar.
Báðar framangreindar tilgátur gætu komið til greina. Mikil hræðsla var á meðal fólks í Grindavík og víðar við aðsteðjandi árás Tyrkja (sjóræningja) og því ekki óraunhæft að ætla að það hafi viljað getað flúið með engum fyrirvara ef sú yrði raunin. Þá var gott að geta átt sér skjól á stað, sem erfitt var að finna. Þá kemur vel til greina að ætla að í byrgjunum hafi verið einhverjar nauðsynjar, s.s. vatn, geymslumatur og skjólflíkur. Ef byrgin hafa verið ætluð til þessara nota er ólíklegt að þau hafi nokkrun tímann verið notuð því Tyrkirnir sneru ekki aftur til Grindavíkur. Þó gæti fólk hafa hræðst aðkomuskip fyrst á eftir og talið sig öruggt þarna upp frá uns upplýstist um erindi þeirra.
Eldvörp Og þá eru það útilegumannatilgátan. Fjögur húsanna í Sundvörðuhrauni gæti hafa hýst einn mann hvert, jafnvel tvo það stærsta (með gluggunum). Sama á við um byrgin við Eldvörp. En ef svo hafi verið þá hefur það verið í skamman tíma. Við Eldvörp eru mannvistarleifar í a.m.k. tveimur hellum. Reyndar fundust hleðslur í þeim þriðja í þessari ferð.
Í helli vestan við byrgin við Eldvörp er hlaðið hringlaga skjól og einnig veggur ofan við opið. Þar mótar og fyrir bæli. Í helli austan við byrgin eru hleðslur í helli, líkar byrgjunum en miklu mun minni. Hafa ber í huga að þarna var mikill jarðhiti fyrrum svo um getur verið að ræða aðhald utan um brauðbakstur enda herma gamar sagnir að fólk frá Húsatóftum hafi bakað þarna brauð.
Ljóst er að fólk hefur séð ástæðu til að hlaða þarna mannvirki. Það þurfa þó ekki að hafa verið útilegumenn heldur gætu þessar hleðslur átt að þjóna sama tilgangi og byrgin, þ.e. skýla fólki í skamman tíma. Mjög erfitt hefur verið að finna opin. Til marks um það þá fannst austari hellirinn ekki fyrr en jarðýta braut niður hluta af þakinu. Opið á vestari hellinum er alltaf jafnerfitt að finna, hversu oft sem farið er á svæðið.
Enn ein tilgáta um byrgin í Sundvörðuhrauni og vestan við Eldvörp hefur og komið fram. Hún er sú að byrgin hafi verið hlaðin af “njósnurum”. Hvaða?, kann einhver að spyrja. Jú, árin fyrir hinn afdrifaríka atburð er varð ofan við Stóru bót í Grindavík aðfararnótt 11. júní 1532 er 15 fullir Englendingar voru drepnir þar á nokkrum mínútum fylgdust Þjóðverjar og Bessastaðavaldið vel með ástandi mála í Grindavík vegna sífelldra kvartana íbúanna um yfirgang enskra.
Eldvörp Foringi þeirra, Jóhann breiði, hafi tekið konur traustataki til eigin nota, flutt þær í skip sitt, misboðið eiginmönnum þeirra, tekið hross heimamanna til eigin brúks og sýnt af sér alls kyns hroka og mikilmennsku. Fyrrgreindir, stoltir menn, reyndu því eðlilega að sæta lagi til að færa hlutina til betra horfs. Færið gafst loks 10. júní er Englendingar ætluðu að gera sér glaðan dag í Virkinu ofan við Bótina. Um nóttina réðust Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, menn frá Básendum og Bessastöðum auk fleiri að þeim með fyrrgreindum afleiðingum. Fimmtán lágu dauðir, þ.á.m. Jóhann breiði. Ekki var einu sinni talin ástæða til að skifa skýrslu um málið – svo sjálfsögð þótti afgreiðslan og er það til marks um undangengnar þrengingar Grindvíkinga. Afleiðingarnar snérust því ekki um atvikið heldur um það hver skyldi hreppa hvaða herfang. En meira um aðdragandann.
Áður en hinn mikli liðsafnaður, er kom saman við Þórðarfell skv. sögunni, hélt til Grindavíkur hafa forkólfarnir vafalaust viljað hafa öruggar spurnir af ferðum Englendinga því að öllu óbreyttu gátu þeir búist við mikilli mótspyrnu og þar með mannfalli. Ekki er því ólíklegt að svo stór atlaga hafi verið vandlega undirbúin. Einn þáttur hennar gæti hafa verið að hafa menn til að fylgjast með ferðum Englendinga. Þeir gætu hafa haft dvalarstaði á fyrrnefndum stöðum, þ.e. í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp, þaðan sem mannaferða var síst að vænta. Þegar staðið er í gíg Eldvarpa ofan við byrgin má vel sjá niður að Stóru bót og reyndar um svo til allt Grindarvíkursvæði Járngerðarstaða. Gígskálin er sú eina í gígaröðinni, sem nú er gróin.
Ef þessi tilgáta er rétt eru byrgin margnefndu a.m.k. frá því um 1532.
Um fleiri möguleika kanna að vera að ræða varðandi tilurð og tilgang byrgjanna sem og annarra mannvistarleifa við Eldvörp.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Briem (1883); Útilegumenn og auðar tóttir, 161.
-Saga Grindavíkur I (1994), 119.
-Brynjúlfur Jónsson (1903), 45-46.
-Þorvaldur Thoroddsen (1913), ferðabók I, 174.
-Um rústirnar og kenningar um tilgang þeirra og notkun, Ólafur Briem (1983), 163-169.
-Markviss leit – FERLIR.
-Árni Hjartarson – vorráðstefna JÍ 2003,

Gígur

Rauðhóll

Rauðhólarnir á Reykjanesskaganum eru nokkrir. Má þar t.d. nefna fallegan strýtumyndaðan hól, sem var (og leifarnar sjást enn af) sunnan undir Hvaleyrarholti.
Þetta var lítill hóll, úr Rauðhóll neðst til vinstri - hrauntröðin til norðursrauðu hraungjalli og með grunna gígskál. Um er að ræða gervigíg. Varðandi aldur þessa Rauðhóls er ekki hægt að segja nákvæmlega en hann hlýtur að vera eldri en hraunið sem hefur runnið upp að honum sem er Hellnahraun yngra og talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Efni úr hólnum var tekið til vegagerðar og gryfjan síðan notuð sem sorphaugur. Nú stendur gígurinn þarna sem gapandi sár við eina fjölförnustu þjóðleið landsins. Ferðamenn á leið til og frá Hafnarfirði er leið eiga um Reykjanesbrautina sjá nú þessa óhrjálegu gryfju í stað hins formfagra Rauðhóls.
Undir Rauðhól í landi Stóru-Vatnsleysu við suðurjaðar Afstapahrauns var haft í seli, sem heitir Rauðhólssel. Hóllinn, mosavaxin að mestu, hefur fengið að ver að vera í friði, en bræður hans honum að norðanverðu hefur verið raskað verulega því efni úr þeim var ekið undir veg.
Rauðhóll er einnig áberandi gjallgígur suðvestan Bláa Lónsins. Hann er stærstur þriggja gíga í Illahrauni, sem mun hafa runnið um 1226.
Nafni hans skammt vestan við sunnanverð Eldvörp er aðalgígurinn (og raunar sá eini, sem enn sést) er rúmlega 2000 ára. Hraunið úr honum myndaði svonefnt Klofningshraun.
Þá má nefna Rauðhóla við Suðurlandsveg skammt norðaustan Elliðavatns. Þeir eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni. Hólaþyrpingin eru nú verulega afmynduð vegna efnistöku. Hún hefur nú verið friðuð.
Allir Rauðhólarnir eru (voru) náttúruverðmæti, en nú hafa verið unnar skemmdir á þremur þeirra, svo miklar að ekki verður úr bætt. Hér er ætlunin að beina athyglinni fyrst og fremst að sjötta Rauðhólnum, vestan við Vatnskarðið í Sveifluhálsi, skammt frá gatnamótum Djúpavatnsvegar. Hann er dæmigerður fyrir ómetanlegt jarðfræðifyrirbæri, sem fyrir sammsýni mannanna hefur verið raskað varanlega. Gígopinu sjálfu var ekki einu sinni þyrmt þótt ásóknin hafi fyrst og fremst verið í gjallið í jöðrum hólsins og niður með þeim, en síður í harðan gostappann. Þegar eldgos eru skoðuð þarf að byrja neðst af eðlilegum ástæðum; það sem fyrst kemur upp, þ.e. askan og gjallið, lenda fyrst á jörðinni umhverfis. Síðan rennur hraun yfir og kleprar setjast á gígbrúnir. Rauðhóll er í raun hluti af 25 km langri gígaröð er gaus 1151, þ.e. á sögulegum tíma. Úr honum rann meginhraun Nýjahrauns, einnig nefnt Bruninn og Kapelluhraun, utan í og yfir sléttan Óbrinnishólabrunnann í norðri og síðan til norðvesturs ofan á því og misgömlum Hellnahraunum Rauðhóll - ein og hann lítur út í dag(Tvíbollahraunum) til sjávar. Þegar glóandi kvikan hefur byrjað að streyma frá gígnum bræddi hún leið undir og út úr gígnum þar sem hraunið streymdi áfram undan hallanum í mikilli hrauntröð áleiðis til sjávar. Hrauntröðin er að mestu heil ofan Bláfjallavegar og norðan Krýsuvíkurvegar, en sunnan vegarins skammt frá upptökunum hefur henni verið raskað verulega. Á sama tíma og þetta gerðist runnu miklir hrauntaumar úr gígaröðinni til norðvesturs utan í Dyngjurana og myndaði Afstapahraun og til suðurs úr gígaröð utan í austanverðum Núpshlíðarhálsi og myndaði Ögmundarhraun.
Slétt Hellnahraunið norðan Kapelluhrauns að vestan er ekki eitt hraun heldur a.m.k. tvö; Hellnahraun eldra (Skúlatúnshraun) er slétt helluhraun og er talið hafa runnið fyrir 2000 árum. Það kom úr Brennisteinsfjallakerfinu, líklega frá Stórabolla í Grindaskörðum og stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Hellnahraun yngra kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum og er sléttara og þynnra. Haukahúsið stendur á þessu hrauni. Þetta hraun hefur valdið því að Ástjörnin varð til.
Námuraskið við RauðhólÓbrinnishólahraunið rann hins vegar um 190 árum f.Kr. – um vorið. Það er blandhraun, en Kapelluhraunið er að mestu úfið apalhraun, nú þakið hraungambra.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá svipuðum tíma og Hellnahraunið yngra og úr sömu hrinu. Hraunið sem álverið við Straumsvík stendur á Kapelluhrauni, eða Nýjahraun, og er yngsta hraunið á svæðinu í kringum Hafnarfjörð. Kapellunafngiftin kom til vegna bænahúss, sem reist var í hrauninu við gömlu Alfaraleiðina yfir Brunann, sennilega á 15. eða 16. öld. Staðurinn kom við sögu eftirmála af aftöku Jóns Arasonar, Hólabiskups, í Skálholti árið 1551 er sótt var að gerningsmönnunum í Kirkjubóli á Rosmhvalanesi og þeir handsamaðir og síðan stjaksettir við kapelluna – öðrum til viðvörunar. Þannig má segja að Rauðhóll hafi með sæmilegu sanni fætt af sér tilefni þeirra afleiðinga, sem síðar urðu – sögulega séð.
Árið 1950 rannsakaði Kristján Eldjárn kapellu á nálægum slóðum og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Hún var góð til áheita gegn hvers konar eldsgangi. Einnig var hún verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðs- manna, námumanna, verkfræðinga og jarðfræðinga. Vuið rannsóknina kom í ljós hlaðið ferkantað hús, sem hafði verið reft, með dyr mót vestri. Hann hafði grafið upp samskonar bænahús á Hraunssandi rétt við Ísólfsskálaveg austan við Grindavík. Það hús var verpt sandi að lokinni rannsókn, en tóftin í Vinna við álverið fyrir 1970Kapelluhrauni, var skilin eftir óvarin, enda inni í miðju hrauni við gamla aflagða þjóðleið. Þegar Keflavíkurvegurinn var endurlagður og ofanvarinn steypu á sjöunda áratug 20. aldar og álverið byggt á þremur árum og vígt í maí 1970 hafði öllu hinu sjónumræðna hraunssvæði ofan við verksmiðjuna verið raskað óþekkjanlega til lengri framtíðar litið. Eftir var skilin hraunleif, sem geymdi forna grunnmynd kapellunnar. Þjáðir af samviskubiti tóku nokkrir sig taki og ákváðu að endurhlaða bænahúsið á þeim stað, sem það hafði staðið. Svo óhöndullega vildi til að úr varð líkan fjárborgar – öllu óskylt við upprunann. Einhverra hluta vegna er þessi rúst á fornminjaskrá. Það eina, sem telja má bæði upprunanlegt og eðlilegt er gólfið og u.þ.b. 10 metra kafli af gömlu Alfaraleiðinni sunnan við mannvirkið.
Kapelluhraun er ákaflega fallegt, en úfið og mosagróið. Hörmung er þó að sjá hvernig karganum hefur verið rutt af yfirborði þess á stórum svæðum. Á og utan í lágum hraunhólum inni í hrauninu er mannvistarleifar á nokkrum stöðum, s.s. hlaðið byrgi á hraunhól, hlaðið skjól í hraunklofa og annað utan í hraunvegg. Minjar þessar eru skammt ofan við gömlu Alfaraleiðina milli Hafnarfjarðar og Útnesja. Þá má, ef vel er að gáð, enn sjá leifarkafla fyrsta akvegarins yfir Brunann nokkru austan Alfaraleiðarinnar.
Svo virðist sem kjörnir forsvarsmenn er ákvarða námuleyfi séu með öllu ómeðvitaðir um gildi þeirra til annarra nota. Mikil skammsýni virðist ráða afstöðu þeirra. Hvernig væri t.a.m. ásýnd landsins nú ef Rauðhóll undir Vatnsskarði eða Óröskuð eldborg á Reykjanesskaga - staðsetningunni er haldið leyndri til að koma í veg fyrir röskunEldborg undir Trölladyngju hefðu í dag verið ósnert? Í hvað munu ferðamenn framtíðarinnar leita eftir eina öld – þegar önnur lönd heimsins verða meira og minna þéttsetin, afrúnuð og rúin náttúrulegu landslagi? Svarið er augljóst; þeir munu þá sem fyrr leita að vísan til ósnortinnar náttúru, umhverfis sem mun geta útskýrt uppruna sköpunarverksins og vakið aðdáun neytandans. Myndbreytingar alls þess eftirsóknarverða, til lengri framtíðar litið, er enn til á Reykjanesskaganum – þrátt fyrir að sumar þeirra hafi þegar verið eyðilagðar.
Aftur að upphafinu. Rauðhóll er nú líkt og Eldborg undir Trölladyngju – minnismerki um gjalltökusvæði, sem af skammsýni ættu að verða öðrum áminning um hvar hin raunverulegu verðmæti liggja – til lengri framtíðar litið.
Rauðhóll er í umdæmi Hafnarfjarðar. Eins og umhverfið er nú væri tilvalið að staðsetja þarna malartypp, bæði með það fyrir augum að lagfæra ásýnd landsins og til að fylla upp í skurði og minnka þannig slysahættu, sem er veruleg. Handan Krýsuvíkurvegar blasir við enn ein afleiðing eyðileggingar á náttúruverðmætum – malarnáma á mest áberandi stað milli Vatnsskarðs og Markrakagils. (Á öðrum stað á vefsíðunni er fjallað um ákjósanlegri námusvæði – án röskunnar á varanlegum náttúruverðmætum.

Heimild m.a.
http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/RAUDHOLL.HTM

Hraunhólar

Hraunhólar undir Vatnsskarði.

Tyrkjabyrgi

Gengið var upp eftir Prestastíg frá Hjálmagjá ofan við Húsatóptir og upp að Rauðhól ofan við Eldvörp. Tilgangurinn var að reyna að staðsetja svonefndan “Hamrabóndahelli”, sem enn er ófundinn.

Prestastígur

Prestastígur – brú yfir Hrafnagjá.

Nefndur hellir er sagður verða sauðahellir, sem Þorsteinn, bóndi frá hjáleigunni Hamri, hlóð einhvers staðar uppi í hrauninu eftir að honum sinnaðist við hreppsstjórann á Húsatóptum. Þeim hafði samist um að Þorsteinn gætti fjár hreppsstjóra, en héldi sínu fé einnig til haga. Þegar hreppsstjóri sá að Þorsteinn beitti sínu fé í fjöruna gerði hann athugasemd við það. Þorsteinn, sem var stór upp á sig, rauk þá með sauði sína upp í efri hluta Húsatóptarlands, hlóð þar fyrir skúta og hélt sauði sína þar um veturinn. Sauðagangur Þorsteins hefur verið bæði reglulegur og takmarkaður. Nefndur Þorsteinn er sá hinn sami og hafði járnsmiðju í hellinum undir Hellunni í Sveifluhálsi, við Kleifarvatn.
Helgi Gamalílesson, fæddur á Stað, hafði farið um fermingu með föður sínum og bræðrum upp í Þórðarfell til að sækja þangað eftirsótta málma þess daga. Á leiðinni var stoppað, drengirnir hlupu til og leituðu skothylkja eftir Kanann, og sáu þá allt í einu í fallega hlaðið op fjárskjólsins. Síðan eru liðin mörg ár.

Prestastígur

Prestastígur – varða.

Helgi hefur fylgt FERLIR á hugsanlegt svæði, en minningin er orðin þokukennd. Helgi taldi að opið væri í litlu jarðfalli í sléttu hrauni er vísaði mót suðri. Það hafi verið nálægt hraunkanti.
Í örnefnaskrá fyrir Húsatóptir og hjáleigur þess segir m.a. að “vestur af Grýtugjá, upp undir jarðri apalhraunsins (Eldborgarhrauns), er Hrafnagjá.
Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla. Troðningur þessi eða einstigi er fær öllum, þótt slæmur sé.” Það segir að “gatan liggur í norðvestur upp frá vestanverðu túninu á Húsatóptum í Hafnir. Frá túninu á Húsatóptum að Eldvörpum liggur gatan um mosagróið hraun, mjög úfið á köflum. Norðan Eldvarpa er landið sléttara, grónara og auðveldara yfirferðar.”

Prestastígur

Gengið um Prestastíg.

Nú var Prestastígnum fylgt frá Hjálmagjá upp að Rauðhól ofan við Eldvörp. Á leiðinni vakti þrennt sérstaka athygli; nef út úr tveimur vörðunum bentu til norðurs, frá stígnum, litlar vörður voru á nokkrum stöðum á hraunkanti Sundvörðuhrauns, en Prestastígur liggur til norðvesturs sunnan hans, og loks mátti sjá litlar vörður liggja frá Hamri upp hraunranann vestan Húsatópta, upp heiðina og áleiðis upp í norðnorðvestanvert Sundvörðuhraun.

Prestastígurinn sjálfur liggur um móa ofan við Húsatóptir og er vel varðaður svo til alla leiðina. Víða hafa vörður verið endurreistar, en einnig má sjá fallnar vörður milli þeirra.
Gatan er sumsstaðar grópuð í klöppina eftir hófa, klaufir og fætur liðinna alda. Þegar komið er upp fyrir Skothól og hlaðna brú á Hrafnagjá tekur Sauðabælið við. Norðan þess er gróin sprunga í hraunkantinum; tilvalið sauðabæli. Hins vegar var ekki að sjá neinar hleðslur þar við. Lægð liggur inn í hraunið í gróna kvos, en síðan tekur ekkert við.

Prestastígur

Prestastígur.

Ofar er einnig slétt mosahraun með mörgum smáskútum. Þegar komið var upp fyrir Eldvörp tók einnig við nokkuð slétt mosahraun með mörgum smáskútum. Víða voru smávörður á hraunhólum, en að því er virtist án tilgangs.
Þegar leiðin var fetuð til baka var reynt að rýna í hraunkantinn. Hann gaf ekki tilefni til lausnar spurningunni um “Hamrabóndahelli”.
Fjórar gjár eru milli Hjálmagjár og Hrafnagjár. Grýtugjá er næst þeirri síðarnefndu. Í einni gjánni munu vera mannvistarleifar.
Þegar komið var niður að tóftum Hamars mátti sjá litlar vörður liggja þar upp heiðina vestan við Nónvörður. Við þar mátti sjá vörðurnar liggja áfram upp heiðina, með stefnu á norðnorðvestanvert Sundvörðuhraunið. Víða í heiðinni mátti einnig sjá hinar formfegurstu fuglaþúfur.
Það mun verða næsta verkefni FERLIRs að fylgja litlu vörðunum frá Hamri upp heiðina og jafnvel áleiðis í gegnum hraunið. Til þess mun þurfa flokk manna og kvenna.
Þess má geta að í Sundvörðuhrauni eru hin svonefndu Tyrkjabyrgi (útilegumannabyrgi), sem eru í raun gömul fiskibyrgi: sjá m.a. HÉR og HÉR.

Í Eldvörpum

Eldvörp.

Hafnarfjörður

“Fast sunnan undir Hvaleyrarholti stóð til skamms tíma lítill hóll að mestu úr rauðu hraungjalli og með grunna gígskál í kolli. Hann hét Rauðhóll.
Raudholl-552Nú er lítið eftir af Rauðhól. Í hans stað er komin stór malargryfja. Um 1940 var farið að taka þarna mikið af rauðamöl í vegi og fleira. Nú er hún upp urin að kalla, svo að undirlag hennar, sem er harðla fróðlegt, kemur í ljós. Eftir stendur þó stabbi í miðju, og sér enn fyrir botni gígskál arinnar upþi á honum. Þessi stabbi, sem er sjálfur hrauntappinn í gígnum, reyndist of fastur fyrir, er rauðamölinni var mokað á bíla, og því var honum leift. Rauðhóll er mjög lítið eldvarp. Þar hefur aðeins komið upp eitt smágos, sem virðist ekki hafa afrekað annað en hrúga upp þessum gíghól. Ekki er að sjá, að neitt hraun hafi runnið frá honum. En því get ég Rauðhóls hér, að hann hefur að geyma furðu merkilegar og auðlésnar jarðsöguheimildir. Þær komu ekki í ljós fyrr en hann var allur grafinn sundur. Þessar heimildir eru vitaskuld jarðlög, og við lestur þeirra ber að byrja á neðstu línunni og lesa upp eftir. Þessi lög hafa eflaust myndazt víðar, en máðst burt aftur, þar sem þau lágu berf en Rauðhóll hefur hreint og beint innsiglað þau og varðveitt með því að hrúgast ofan á þau og liggja þar eins og ormur á gulli.
raudholl-523Dýpzt í malargryfjunni liggur einkennilegt leirlag allt að hálfum metra á þykkt. Þetta er svokölluð barnamold. Hún er mjúk og þjál og ljós-gulbrún að lit meðan hún er vot, en verður stökkari viðkomu og snjóhvít við þurrk. Ef barnamoldin er látin undir smásjá, kemur í ljós, að hún er því nær eingöngu úr örsmáum skeljum og skeljabrotum, af lífverum þeim, er nefnast kísilþörungar (eða eskilagnir eða díatómeur). Þetta eru örsmáar svifverur, sem lifa víða í mikilli mergð í vatni, og teljast til jurtaríkisins, þó að margar þeirra syndi knálega um í vatninu. Þegar jurtirnar deyja, rotna þær upp, en skeljarnar falla til botns og mynda eðju eins og þá, sem hér var lýst. Danskur sérfræðingur hefur rannsakað fyrir mig lítið sýnishorn af barnamoldinni undan Rauðhól og fann í henni 117 tegundir kísilþörunga. Sú tegundagreining leiddi í ljós, að barnamoldin hefur setzt til í ósöltu vatni, a.m.k. að mestu leyti. Af þessu er sýnt, að þarna hefur verið tjörn, oftast eða alltaf með ósöltu vatni, löngu áður en Rauðhóll varð til.
Raudholl-553Ennfremur sannar barnamoldin, að sjávarflóðið mikla í ísaldarlokin hefur þá verið að mestu fjarað, eða a. m. k. niður fyrir 10 m hæð yfir núv. sjávarmál, því að í þeirri hæð liggur hún. Yfir barnamoldinni í Rauðhólsgryfjunni liggur fínn ægissandur morandi af skeljum og skeljabrotum. Skeljarnar eru allar af sjódýrum. Eg hef getað greint tíu tegundir af þeim örugglega, og eru allar þær tegundir enn algengar lifandi á sams konar sandbotni hér í Faxaflóa. Þetta lag sýnir, að sjórinn hefur hækkað aftur í bili og flætt ínn yfir landið, þar sem tjörnin var áður. Ennfremur sýna dýrategundirnar, sem eru frekar kulvísar, að þetta hið síðara sjávarflóð var ekki öllu kaldara en Faxaflói er nú, og hefur því ekki getað átt sér stað fyrr en alllöngu eftir ísaldarlokin, er sjórinn var fullhlýnaður. Yfir þessum ægissandi liggur fremur þunnt lag af fínni, brúnni sandhellu, sem er miklu fastari í sér og hefur engar skeljar að geyma. Þykir mér sennilegt, að það sé fokmyndun, til orðin á þurrlendi, eftir að síðara sjávarflóðið fjaraði. Ekki hef ég fundið neinar gróðurleifar í þessu lagi, en það sannar engan veginn, að landið hafi verið ógróið.
Raudholl-555Ofan á þessu móhellulagi stendur loks Rauðhóll sjálfur. Hann hefur hrúgazt þarna upp í litlu eldgosi, eins og fyrr segir, ofan sjávar, en ef til vill nærri sjávarströndu. Rauðhóll er elzta gosmyndun í grennd við Hafnarfjörð — að undanskildu grágrýtinu, sem að vísu er hraun að uppruna, en runnið löngu fyrir ísaldarlok, enda ekki. kallað hraun í daglegu tali. Nokkur rauðamöl er enn eftir í Rauðhól, en ekki auðvelt að ná henni. Það ber til, að hraunflóð eitt mikið hefur runnið kringum hólinn og ekki aðeins upp að honum, heldur yfir hin yztu börð hans, sem einnig eru úr Rauðamöl. Aðeins háhóllinn, sem stóð upp úr hrauninu, er burt grafinn. Hraunið kringum Rauðhól nefnist nú Hvaleyrarhraun. Það hefur runnið út í sjó sunnan við Hvaleyrarholt og komið að suðaustan, en verður ekki rakið lengra í átt til upptaka en að Stórhöfða. Þar hverfur það undir miklu yngra hraun, Brunann, sem síðar verður getið. Í börmum malargryfjunnar í Rauðhól liggur Hvaleyrarhraunið víðast milliliðalaust á rauðamölinni. Það þótti mér lengi benda til, að aldursmunur væri lítill, jafnvel enginn, á hólnum og hrauninu. En þegar gryfjan stækkaði, kom reyndar í ljós á litlum kafla í nýja stálinu örþunnt moldarlag og þar yfir svart öskulag, hvort tveggja á milli rauðamalarinnar og hraunsins. Í öskunni fundust kolaðir lyngstönglar. Þetta þunna millilag með jurtaleifum sínum sannar ótvírætt, að þarna hefur þó verið komin lyngtó með þunnum moldarjarðvegi neðarlega í austurbrekku Rauðhóls, áður en Hvaleyrarhraun rann þar yfir. Askan er sennilega úr sama gosi og hraunið, sem yfir henni liggur.
Hvaleyrarhraun er einna fomlegast hrauna í grennd við Hafnarfjörð, og má vel vera, að það sé elzt þeirra allra.”

Heimild:
-Þjóðviljinn, 24. desember 1954, Hraunin í kringum Hafnarfjörð, Guðmundur Kjartansson, bls. 10-12.

Rauðhóll

Eldvarpahraunið (það yngsta) kemur frá syðsta hluta Eldvarpanna og niður til sjávar á Staðarbergi á milli Klofningahrauns að vestanverðu og Sundvörðuhrauns að austanverðu. Neðst, austan þess að austanverðu, er Lynghólshraun, nokkuð gróið. Í örnefnalýsingu fyrir Stað segir að “Lynghólahraun er breitt og víðáttumikið. Dregur það nafn af Lynghólum, sem eru ávalar, líttgrónar hraunbungur, rétt ofan við gamla veginn – en hann liggur spölkorn fyrir neðan bílveginn”. Enn eitt hraunið, “Básahraun er á hægri hönd, ofan við Hróabása.” Í Básum, skammt ofan við bergið, má m.a. finna eina af fallegri hlöðnu refagildrum á Reykjanesskaganum sem og aðra skammt ofar, í vörðu.

Eldvörp

Áður en lagt var af stað hafði verið haft samband við Kristján Sæmundsson, jarðfræðing, sem gengið hefur mikið um þetta hraunssvæði sem og önnur á Reykjanesskaganum. Kristján sagði m.a.: “Klofningahraunið er rúmlega 2000 ára.
Aðalgígurinn í því (og raunar sá eini) er Rauðhóll. Tvö stór jarðföll eru suðvestan við hann. Eldvarpagígaröðin (frá 13. öld) er 400-500 m austan við Rauðhól. Hraun úr henni nær að hólnum austan og norðan megin. Það er hleðsla í gígnum (í Rauðhól) þegar kemur dálítið inn í hann sunnan frá. Gat ekki séð til hvers hún hefði verið, sennilega þó skýli.
Sunnar eru gígar sem tilheyra Eldvarpagosinu (frá 13. öld) og austan við þá er stakur eldri gígur, nokkuð gróinn, sem stendur upp úr Eldvarpahrauninu. Annar álíka stór er norðaustar, með gróðurtorfu innanvert, í hávestur frá borholum Íslandslax, svo sem 500 m frá. Sá þriðji, er langminnstur suðvestan við þann fyrrnefnda (suðvestastur í röðinni).
Eldvörp Milli hans og þeirra eru 200-300 m. Ég er ekki alveg viss um aldur þessara gíga, fannst þeir myndu vera eldri en Rauðhóll. Það þarf samt að athuga betur. Þarna við gígana heitir einhvers staðar Mönguketill. Klofningar munu vera allhá brún, mjög sundurklofin, í Klofningahrauni. Þar heitir einhvers staðar Dringull. Gott væri ef hægt væri að staðsetja þessi örnefni og þá líka Bíldarholt sem á að vera 0,8-1 km suðvestur frá Rauðhól. Þessi örnefni fékk ég hjá Ólafi Gamalíelssyni skömmu áður en hann lést.”
Þarna kemur fyrir örnefnið Mönguketill og að hann geti verið suðvestan við neðstu gígana. Möngusel og Mönguselsgjá eru til efst í Hafnasandi, nálægt svonefndum Nauthólum. Selið er í hraunskál, opinni til norðurs. Ofan hennar er Mönguselsgjá. Spurningin er hvort þarna kunni að vera einhver tengsl?
Gengið var inni í Óbrennishóla. Ofarlega í þeim austasta virtist vera hlaðið aðhald. Stígur liggur upp úr hólnum efst með stefnu í sunnanverða Eldvarpagígaröðina suðaustan við Rauðhól.
Áður en lagt var af stað var rætt við Helga Gamalíelsson. Hann sagði Mönguketil auðfundinn. Vegslóði lægi upp í hann. Um km frá honum til austurs væru Klifsgrenin svonefndi, Efra- og Neðra. Hinum megin í Eldvarpahrauninu, að vestanverðu, væru á annan tug grena. Neðar í hrauninu væru örnefni sem hétu Einbúi og Kerling, en hann væri ekki viss um hvort væri hvað.
Klofningar eru löng læna upp úr Klofningahrauni og í gegnum Eldvarpahraun sunnan Rauðhóls. Í örnefnalýsingu fyrir Stað er heitið Klofningar samheiti fyrir hraunið, sbr. “Upp af hraunlægðinni (í Moldarlág austan við Reykjanesklif, en klifin eru tvö á sitt hvorum hábrúnum Berghrauns, Staðarklif að vestanverðu og Reykjanesklif að austanverðu) eru Klofningar eða Klofningshraun, sem ná austur að Lambagjá, en sú gjá er upp af Moldarláginni.”
Eldvörp Í Eldborgarhrauni liggur önnur hrauntunga til suðausturs. Í henni er m.a. Óbrennishólar. Sunnan þessarar hrauntungu er hraun er nefnist Berghraun.
Ætlunin var að ganga áfram upp úr hólunum í Eldvarpahrauni og síðan upp í Rauðhól. Rauðhóll er eini gígurinn í Klofningahrauni. Tekið átti hús á hann. Suðvestan hans eru tvö stór jarðföll. Þar eru sagðar hafa sést hleðslur, sem ætlunin var að kanna. Þá var ætlunin að skoða gígana sunnar í Eldvarpahrauni sem og hin miklu hrauntröð sunnan þeirra. Á leiðinni var ætlunin að finna fyrrnefnd örnefni Mönguketill, Klofningar og Dringull á þessu svæði. Ekki var ætlunin að líta á svonefnt Vatnstæði í Klofningahrauni ofan við Hróabás að þessu sinni.
Yfirleitt voru nöfnin á básum undir Staðarbergi (Sölvabásar eru þar einnig, en austar) þessum höfð í fleirtölu, þótt í rauninni sé hvor um sig bara einn bás. Hróabásar eru við vestari bergsendann. Í þeim var flóruð vör og sjást hennar enn nokkur merki. Bendir það til þess að þarna hafi eitt sinn verið útræði, en um það eru engar skráðar heimildir – aðeins munnmæli. Í Sölvabásum áttu Húsatóftir sölvatekju þó svo að vestari mörg Staðar hafi verið í “austanverðan Valagnúp”.
Í örnefnalýsingu fyrir Stað segir að “Dringull heitir stakur klettur, u.þ.b. 2-3 km norðvestur af Mölvík. Var hann alkunnugt kennileiti í smalamennskum hér áður. (Austur af honum er Stampahraun)”.
Eldvörp Samkvæmt þessu átti Dringull að vera á vesturmörkum Klofningahrauns og áberandi kennileiti þar. Vestan við Hróarbása er Mölvík og enn vestar Sandvík. Þetta, niður við ströndina, er nefnt hér til að auðveldara er að átta sig á kennileitum uppi í landinu. Beint upp af Hrófabásum, ofan þjóðvegarins er Vatnsstæðið. “Rétt við veginn ofan við Mölvík er smátjörn, nefnt Vatnsstæði eða Mölvíkurvatnsstæði til aðgreiningar frá samnefndum tjörnum við Húsatóftir og Járngerðarstaði.” Jafnframt segir í örnefnalýsingunni að “norðaustur af Vatnsstæðinu er Mönguketill, einstakt eldvarp. Tófugreni er í Möngukatli.”
Ferðin upp í Rauðhól gekk vel, enda að mestu um slétta hraunlænu að fara milli úfnari hrauna. Á leiðinni var gengið framhjá Svinx þeirra Grindvíkinga, en hann gefur hinum egypska frænda sínum lítið eftir í reisn. Suðaustan við Rauðhól er stór kvikuþró og önnur mun stærri suðvestan við hann. Á milli hennar og Rauðhóls er mikil hrauntröð. Allt svæðið var gaumgæft með það fyrir augum að finna framangreindar hleðslur, en án árangurs að þessu sinni. Snjór þakti jörð að mestu og gerði það leitina erfiðari en ella. Fljótlega er ætlunin að fara með Kristjáni Sæmundssyni í Rauðhól og njóta leiðsagnar hans um svæðið.
Gengið var niður um Klofið, en síðan vent til austurs inn í Eldborgahraunið og síðan fljótlega til suðurs, að gígaröð þar niðri í hrauninu. Kristján hafði sagt þessa gíga vera hluta af nýrra Eldvarpagosi, frá 13. öld, en syðstu gígarnir að ofanverðu, austan Rauðhóls, tilheyra því einnig. Sjá mátti göt niður í annars slétt hraunið og smágígaröð. Þá var komið að stærsta gígnum í neðstu röðinni, fallegur gjall- og klepragígur. Sunnan hans er enn einn gígurinn, Mönguketill. Úr honum liggur falleg hrauntröð til suðurs.
Eldvörp Að þessu sinni var gengið til austurs frá stóra gígnum. Austan hans eru nokkrar smávörður við greni. Ljóst er að sum þeirra eiga íbúa því sumsstaðar sáust spor eftir skolla, ýmist tvo og tvo saman eða einn sér, og þá móóttan.
Reynt var að skoða klapparhæðir á leiðinni, en sagan segir að á tilteknu svæði hafi nokkrir Grindvíkngar haft bruggaðstöðu í myndarlegri hraunbólu. Gat hafi verið á þakinu, en undir vatn. Enn ætti að sjást móta fyrir tunnustöfum í bólunni. Hins vegar hafi henni verið lokað með hraunhellum og því torfundin, enda gekk það eftir – að þessu sinni.
Svæðið í heild er einstaklega fallegt og bíður upp á ýmsa möguleika til útivistar. Það eru ekki mörg svæðin við þröskuld Stór-Grindavíkursvæðisins sem og annarra hluta höfuðborgarsvæðisins er bjóða upp á slíka jarðfræðibirtingu sem þarna er; gígaröð á sprungurein, hraun frá sögulegum tíma, mannvistarleifar frá óskilgreindum tíma (sumir segja frá því fyrir norrænt landnám), óteljandi hraunmyndanir og gerðir hrauna, undirheima og allt annað það sem áhugavert gæti talist á ekki stærra svæði.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur.
-Örnefnalýsing fyrir Stað í Grindavík.

Eldvörp

Eldvörp.

Kapelluhraun

Gengið var frá íþróttahúsinu á Ásvöllum yfir að Rauðhól, síðan um Hellnahraunin yfir að Kapelluhrauni og hraunið skoðað milli iðnaðarsvæðisins og gasstöðvar Álversins. Þar er lægð í hrauninu, sléttari en umhverfið og ef vel er að gáð má sjá þar mannvistarleifar á nokkrum stöðum.

Rauðhóll

Rauðhóll – uppdráttur GK.

Rauðhóll er, eða öllu heldur var, sunnan undir Hvaleyrarholti. Þar stóð áður lítill hóll, úr rauðu hraungjalli og með grunna gígskál. Líklega var hér um gervigíg að ræða en þeir myndast þegar hraun rennur yfir votlendi og það tekur í sig gufuna, tætist í sundur og verður að gjalli og rauðamöl. Á tímabili var tekið mikið af rauðamöl úr honum í vegi. Síðan var gryfjan notuð sem sorphaugar. Núna er lítið eða ekkert eftir af honum. Í stað hans er malargryfjan, en í miðjunni hefur verið skilinn eftir smá stabbi. Ferðamenn á leið um Reykjanesbrautina sjá nú þessa óhrjálegu gryfju í stað hins formfagra Rauðhóls. Bergið í hólleifunum var fremur fínkornótt með plagióklasdílum og örsmáir ólivíndílar komu fyrir en sáust varla með berum augum.

Rauðhóll

Rauðhóll við Hafnarfjörð – uppdráttur GK.

Varðandi aldur Rauðhóls er ekki hægt að segja nákvæmlega en hann hlýtur að vera eldri en hraunið sem hefur runnið upp að honum sem er Hellnahraun yngra og talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Rauðhóll hafði að geyma merkilegar jarðsöguheimildir. Dýpst í malargryfjunni var svokölluð barnamold sem var allt að ½ metri að þykkt. Moldin er mjúk, þjál og ljósgulbrún að lit meðan hún var vot, en varð stökkari viðkomu og snjóhvít við þurrk. Ef hún var sett undir smásjá kom í ljós að hún var næstum því eingöngu úr örsmáum kísilþörungaskeljum.

Rannsóknir hafa sýnt að þarna hafi verið tjörn áður en hóllinn varð til. Næst kom fínn sandur morandi af skeljum og skeljabrotum af sjódýrum. Skeljar finnast þarna vegna þess að hraunið sem gígurinn er í hefur runnið yfir setlög á strönd.

Rauðhóll

Rauðhóll í dag.

Á eftir skeljasandinum lá frekar þunnt lag af fínni brúnni sandhellu sem var miklu fastari í sér og þar voru engar skeljar að finna.
Þegar gengið er yfir nokkuð slétt Hellnahraunið er ljóst að þar er ekki einungis um eitt hraun að ræða.
Hellnahraun eldra (Skúlatúnshraun) er slétt helluhraun og er talið hafa runnið fyrir 2000 árum. Það kom úr Brennisteinsfjallakerfinu, líklega frá Stórabolla í Grindaskörðum og stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts.
Hellnahraun yngra kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum og er sléttara og þynnra. Nýja Haukahúsið stendur á þessu hrauni. Þetta hraun hefur valdið því að Ástjörnin varð til.

Leynir

Skjól í Leyni.

Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sama tíma og sömu hrinu og á því 1000 ára afmæli einmitt þetta ár, en haldið verður upp á 1000 ára afmæli kristintökunnar núna í sumar.
Hraunið sem Álverið við Straumsvík stendur á heitir Kapelluhraun eða Nýjahraun og er allra yngsta hraunið á svæðinu í kringum Hafnarfjörð. Það er frá árinu 1151. Hraunið er komið úr stuttri gígaröð er opnaðist undir Undirhlíðum. Kapelluhraun rann norðan á skaganum og til sjávar og myndað þar tanga, en vestan undir honum er Straumsvík.
Kapelluhraun er ákaflega fallegt úfið og mosagróið apalhraun en hörmung er að sjá hvernig karganum hefur verið rutt af yfirborði þess á stórum svæðum. Á og utan í lágum hraunhólum inni í hrauninu er mannvistarleifar á nokkrum stöðum, s.s. hlaðið byrgi á hraunhól, hlaðið skjól í hraunklofa og annað utan í hraunvegg. Minjar þessar eru skammt ofan við gömlu Alfaraleiðina milli Hafnarfjarðar og Útnesja.

Kapella

Kapellan 2022.

Í hrauninu ofan við álverið er hlaðin rúst í hrauninu, sem er nefnd Kapellan. Árið 1950 rannsakaði Kristján Eldjárn kapellu á nálægum slóðum og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Hún var góð til áheita gegn hvers konar eldsgangi. Einnig var hún verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðs- manna, námumanna,verkfræðinga og jarðfræðinga. Einhverra hluta vegna er þessi rúst á fornminjaskrá og þar má sjá eftirlíkingu af líkneskinu, en hún er í raun líka eftirlíking af hinni fornu kapellu, sem var eyðilögð þegar hraunið var fjarlægt á sínum tíma.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/RAUDHOLL.HTM

Kapeluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort.

Markrakagil
Á vinstri hönd er Markrakagil, eða Markraki. Landamerki Garðakirkju lágu um gilið. Eins og svo títt er í landamerkjadeilum telja sumir að þar sem um sama skarð og ræða og Vatnsskarð, en aðrir að hið eiginlega Vatnsskarð sé undir Vatnsshlíðarhorninu þar sem fyrst sér til Kleifarvatns. Hvað sem þeim deilum líður er Markrakagil merkt á landakort við Markraka á Undirhlíðum.
Í Breiðdal er steyptur stólpi, sem komið hefur niður úr skarðinu. Hann mun einhvern tímann hafa staðið uppi á brúninni, en einhver séð sig knúinn til þess að spyrna við honum.

Markrakagil

Markrakagil.

Gilið mun áður hafa heitið Markagil á Marraka eða Marrakagil á Undirhlíðum, en síðar er það nefnt Marrakagil í skjalinu frá 21. júní 1849 um Álftanesskóga. Það er það sama og annar staðar er nefnt Markrakagil (Melrakkaskarð, Vatnsskarð) eða Melrakkaskarð (Vatnsskarð, Markrakaskarð) í Undirhlíðum eins og það er nefnt sitt á hvað í “Merki á landi Garðakirkju….” frá 7. júní 1890 og sem staðfest er í landslögum nr. 13. frá 22. október 1912 um merki í landi Garðakirkju. Auk þess virðist þetta kennileiti hafa verið stafað Markragil, Marakki, Markragil o.s.frv. og á sumum stöðum staðsett á röngum stað. Í dag er þetta skarð eða gil aðeins nefnd Vatnsskarð. Eigandi Krýsuvíkur er samþykkur aðalmarki Garðakirkju og Krýsuvíkur í Vatnsskarði (Markrakagili, Melrakkaskarði), samkvæmt fyrrgreindu skjali frá 1890 og bréfi frá 14. apríl þ.á. (undirritaður tekur Vatnsskarð út fyrir sviga).

Hraunhóll

Hraunhóll.

Námusvæði er í vestanverðum Undirhlíðum norðan Vatnsskarðs. Vestan þess, sunnan Krýsuvíkurvegar, er Hraunhóll, enn eitt jarðfræðifyrirbrigðið, sem skemmt hefur verið í gegnum tíðina. Úr honum rann Nýjahraun, síðar nefnt Kapelluhraun, um 1188. Gígurinn hefur verið eyðilagður sem og allt umhverfi hans, Hraunhóll, stundum nefndur Rauðhóll, var með fallegri gígum á Reykjanesi og í rauninni stolt svæðisins. En þegar ráðist er að stolti landsins er dregið úr verðmæti þess. Skammsýni, þegar landsgæði eru annars vegar, hefur því miður verið eitt af höfuðeinkennum Íslendinga, allt frá landnámi til vorra daga.

Hraunhóll

Hraunhóll – upptök Kapelluhrauns.

Með gengdarlausri eyðingu skóga kom landeyðingin, skjólið hvarf og landsmenn stóðu berrassaðir á berangri um aldir. Nú þegar ferðamennskan er að verða ein aðalatvinnugrein landsmanna standa þeir enn og aftur berrassaðir fyrir framan ferðamennina, með landið sundurkorið og með óafturkræfar námur á einum fallegustu og nærtækustu svæðunum. Þeir, sem fengið hafa að ráða ferðinni í þessum málum, eiga að verða verðlaunaðir með fálkaorðunni fyrir eindæma skammsýni í þessum efnum. Nóg um það í bili.
Haldið var suður með Sveifluhálsi, um Sandfellsklofa. Þessi leið var fyrrum farinn frá Kaldárseli til Krýsuvíkur, Undirhlíðavegur. Hún er sendin frá Vatnsskarði og upp fyrir Norðlingaháls, en þá taka við grónar brekkur og sléttur að Ketilsstíg. Svæðinu um Sandfellsklofa hefur nú verið spillt með efnistöku, auk þess sem vélhólafólk hefur sett för sín á landið.

Sandfellsklofi

Sandfellsklofi – hrauntröð.

Mikil og löng hrauntröð, sem nú er að mestu sandi orpin, liggur samhliða klofanum. Hún var elt upp í gígana, sem eru í brekkunni áður en beygt er upp að Hrútargjárdyngju. Vegurinn liggur um þá. Jarðföll taka við tröðinni, en í því efra er hægt að komast niður í Klofahelli.Hraunrennslið hefu nær eingöngu orðið úr syðstu gígunum. Stærð hraunsins nær ekki einum ferkílómetra, en raunveruleg stærð þess gæti verið mun meiri. Aldursákvörðun hefur verið gerð á gróðurleifum undir hrauninu (Jón Jónsson, 1983) og fékkst aldurinn 3010 +/-70 eða um 1060 ár f.Kr.

Sandfellsklofi

Sandfellsklofi – hellisop.

Nokkrir hellar ganga fáeina tugi metra inn frá miklum niðurföllum við suðurenda hrauntraðarinnar. Í þessum smáhellum hefur mikið hrunið, en þeir eru nafnlausir og hluti af Klofahelliskerfinu.
Inn frá litlu opi ofan við Djúpavatnsveginn. Inn frá því til norðausturs er Klofahellir. Fyrst er klöngrast niður þrönga rás, sem á stunum er á tveimur hæðum. Þar innanvið er mikil hvelfing með um fjögurra metra lofthæð og um átta metrar eru milli veggja. Aftur þrengist hellirinn nokkra vegalengd þar til komið er í “símaklefann”, en þar má rétta úr sér á ný. Inn frá símaklefanum eru um 10 m göng, en ákaflega þröng og ekki á færi allra að fara þar í gegn. Þar innan við stækkar hellirinn á ný, en endar svo í miklu hruni. Klofahellir er um 115 m langur.
Suðvestan við Klofahelli er enn einn hellir eða skúti. Heildarlengd er um 15 metrar. Í honum voru fjögur pör af skóm og fékk hellirinn því nafnið Skóhellir.

Sandfell

Sandfell – austurhliðin er snýr að Sandfellsklofa.

Sandfellið er auðvelt uppgöngu. Fallegt útsýni er af því yfir að Hraunhól, yfir Kapelluhraun og Óbrennisbrunahraun. Gengið var niður af fellinu að austanverðu og haldið yfir nokkuð slétt hraunið og sandsléttu að upphafsstað. Upp úr henni gægist ein og ein burnirót. Ósjálfrátt fara tvífætlingar að gaumgæfa hvar þeir stíga niður. Það, sem næst er, yfirsést – oftast.
Á leiðinni var gengið yfir tiltölulega litla hraunsprungu. Jarðvinnuvél hafði verið ekið af óskiljanlegri ástæðu yfir sprunguna og verið rótað með henni að hluta til yfir hana. Forvitnilegt skoðunarverkefni síðar.
Innst í Sandfellsklofa eru glögg merki þess hversu utanvegaakstur getur spillt annars fallegu landslagi.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson.

Sandfellsklofi

Sandfellsklofi – ummerki eftir utanvegaakstur.