Selatangar

Gestur Guðfinnsson skrifaði eftirfarandi um „Ögmundarhraun og Selatanga“ í Morgunblaðið árið 1970:
selatangar-230„Einhvers staðar segir í gömlum fræðum, að í Selatöngum sé „brimhöfn mikil.“ Þama var þó um langt skeið allmikil verstöð og sóttur sjór á árabátum framundir síðustu aldamót eða nánar tiltekið til 1880 eða þar um bil.
Verbúðalíf og sjósókn í Selatöngum hefur fráleitt verið neitt sældarbrauð, maður þarf ekki annað en koma á staðinn, ganga þar dálítið um og virða fyrir sér búðartóttirnar, lendinguna og skerjaklasann úti fyrir ströndinni, til að sannfærast um það.
En áður en lengra er farið út í lýsingu á verbúðalífi og sjósókn í Selatöngum, skulum við virða lítillega fyrir okkur umhverfið, landssvæðið á milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og gera okkur grein fyrir því í stór um dráttum. Það er að vísu ekki sérlega margbrotið, þótt bæjarleiðin sé nokkuð löng. Þetta svæði er landareign tveggja jarða, Krýsuvíkur og Ísólfsskála, og hefur Krýsuvík verið miklu stærri jörð en Ísólfsskáli, landareign hennar nær langt austur fyrir Eldborg eða að svokölluðum Sýslusteini, en þar er allt í senn: landamerki, hreppamörk og sýslumörk. Sömuleiðis langt til norðurs, hverasvæðið sunnan undir Sveifluhálsi, sem allir þekkja, tilheyrði t.d. Krýsuvík. Landareign Ísólfsskála nær hins vegar frá Nípum á Festarfjalli og austur að Selatöngum, en þar eru landamerki þessara tveggja jarða. Var þá miðað við hraunstand uppi í kampinum á Selatöngum, sem hét því undarlega nafni Dágon, en má nú heita alveg úr sögunni.
seltangar-231Verulegur hluti af þessu landi, svæðinu milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, er samfelld hraunbreiða. Aðallega er um tvö hraun að ræða, misjafnlega gömul og ekki runnin frá sömu eldstöðvum. Annars vegar hraunið austur frá fsólfsskála, sem ekkert heildarheiti virðist hafa, a.m.k. á kortum. Það nær á móts við Selatanga og er augsýnilega eldra en hraunið þar fyrir austan. Hins vegar hraunið í Krýsuvíkurlandi, yngra hraunið, en það heitir einu nafni Ögmundarhraun og er talið hafa runnið á 13. eða 14. öld. Dálítið ofan við veginn, sem liggur milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, þar sem heita Almenningar, getur að líta nokkra ósköp sakleysislega gjallhóla, eins konar rauðukúlur, sem fara ljómandi vel í landslaginu og gleðja gestsaugað. Þessar meinleysislegu kúlur eða hólar eru eldvörpin, sem ögmundarhraun hefur komið úr á smum tíma. Traðirnar, sem hraunið hefur myndað um leið og það rann, eru skýrar og greinilegar, og mokstursjötnarnir hafa látið bæði traðirnar og hólana í friði hingað til, svo er fyrir að þakka. Ég held, að við ættum að biðja guð og Náttúruverndarráð að sjá til þess, að þeim yrði einnig þyrmt í framtíðinni, jarðfræðin og sagan mæla eindregið með því, hvor á sinn hátt, þó að við sleppum öllum fagurfræðilegum vangaveltum. Þetta hefur verið mikið gos, gígarnir sem eru um 100 að tölu, eru á sprungusvæði milli Núphlíðarháls og Sveifluháls.

selatangar-232

Þaðan hefur ógurlegt hraunflóð runnið niður á jafnsléttuna, breiðzt síðan út til beggja handa og lagt undir sig svo að segja hvern blett og skika lands allt í sjó fram. Þetta er yfirleitt apalhraun, úfið og tröllslegt, einkum víða meðfram ströndinni, og hroðalega ógreiðfært yfirferðar. Það eru litlar sem engar heimildir til um hvernig umhorfs var á þessu svæði áður en Ögmundarhraun rann. Þó er vitað með vissu, að þarna var a.m.k. einn bær, Krýsuvík, sem stóð niður við sjóinn, líklega upp undan samnefndri vík, sem hraunið hefur að nokkru leyti afmáð og fyllt og er nú kölluð Hælsvík. í Krýsuvík var kirkja. Gosið hefur efalaust skotið fólkmu í Krýsuvík illilega skelk í bringu og ekki að ástæðulausu. Ekki hefur verið nema um 5 km vegalengd frá eldstöðvunum heim að bænum í Krýsuvík og landinu hallar þangað, þótt lítið sé að vísu eftir að kemur niður á selatangar-233láglendið. Enda fór líka svo, að Krýsuvík lenti í hraunflóðinu, færði hraunið sum húsin í kaf, en staðnæmdist annars staðar við húsveggina. Sér ennþá greinilega fyrir húsarústunum austast í hrauninu, þar sem nú heitir Húshólmi og Óbrennishólmi, m.a. sést þar fyrir aflöngu tóttarbroti, sem talið er að gæti verið rúst kirkjunnar.
Til er örstutt saga af þessum atburðum, upphafi gossins og hvernig smalamaður á að hafa bjargað sér og fénu undan hraunflóðinu. Sagan er skráð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og læt ég hana fylgja hér með, þó að hún hafi sjálfsagt farið margra á milli og kannski brenglazt eitthvað á langri leið í meðförunum, en hún er á þessa leið: „Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram milli hálsanna.

selatangar-238

Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fal sig guði; því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi er hann var. Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstað inn og hraunin storknuð fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfír þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu.

Selatangar-239

Það var svo stórgert og hart að það var óvinnandi og varð ekki veginum komið á.“ Eins og kemur fram í þessari skemmtilegu munnmælasögu var bærinn byggður á nýjum stað eftir gosið, þar sem hann stóð til skamms tíma eða þangað til Krýsuvík fór í eyði, sömuleiðis kirkjan.
Leiðin úr Krýsuvík til Grindavíkur og í Selatanga var heldur ógreiðfær eftir gosið, ekki sízt með hesta. í kvæði frá 15. öld er þess getið, að karl einn fór yfir Ögmundarhraun og missti kapal sinn í hraungjá, hann varð fastur og gekk af einn hófurinn, en karl hét á hinn helga kross í Kaldaðarnesi, sem þá var til margra hluta nytsamlegur. Við það losnaði kapallinn og hófurinn greri aftur við. Nokkuð gömul mun líka eftirfarandi vísa, sem líklega er ort af einhverjum ferðalang, er átt hefur leið um hraunið og þótt það illt yfirferðar: Eru í hrauni Ögmundar ótal margir þröskuldar fáka meiða fæturnar og fyrir oss brjóta skeifurnar.

selatangar-241

Til er saga um hvernig vegur var ruddur yfir Ögmundarhraun. Sú saga minnir nokkuð á söguna í Eyrbyggju um Berserkjagötu, nema hvað berserkurinn í þessari sögu heitir Ögmundur, og af því á nafnið á hrauninu að vera dregið.
En víkjum nú aftur að Selatöngum og verbúðalífinu og sjósókninni þar. Selatangar eru í Krýsuvíkurlandi, vestast í Ögmundarhrauni og veiðistöðin þar talin á vegum ábúandans í Krýsuvík. Sjálfsagt hafa þó ýmsir aðrir en Krýsvíkingar róið þaðan, hvern ig svo sem samningum um það hefur verið háttað. T.d. er getið um, að þaðan hafi gengið biskupsskip frá Skálholti. Líkur eru til, að þaðan hafi verið róið þegar snemma á öldum, þótt af því fari ekki miklar sögur.
Í gömlum sóknarlýsingum er þess getið, að árið 1780 hafi róið þaðan 1 áttæringur, 1 sexæringur og 2 feræringar, og réru á þeim 13 heimamenn úr Krýsuvík og 16 austanmenn. Var veiði þeirra samanlagt 4580 fiskar.
selatangar-241En oft hafa þó útróðramennirnir í Selatöngum sjálfsagt verið fleiri. Til þess bendir m.a. sjómannavísa úr Selatöngum, sem sá merki fræðasafnari, sr. Jón Thorarensen, birti í Rauðskinnu á sínum tíma, en hann hefur leit að uppi og haldið til haga ýmsum fróðleik um verstöðina í Selatöngum. Vísunni fylgir sú saga, að ungur strákur hafi krækt sér í skipsrúm í Selatöngum með því að taka að sér að koma fyrir öllum nöfnum sjómannanna í einni vísu eða þulu. Mér telst svo til, að nöfn 82 sjómanna komi fyrir í vísunni, og þar af eru hvorki meira né minna en 23 Jóraar, og má mikið vera ef þar hefur ekki einhvern tíma verið ruglazt á mönnum.
Mikið er af gömlum búðartóttum í Selatöngum. Það eru vistar verur þeirra sem þarna höfðust við, þakið er að vísu af þeim og hurðirnar týndar og tröllum gefnar, en að öðru leyti eru þær hinar stæðilegustu, enda vel hlaðnar. En heldur virðast þetta hafa verið kaldranialagar og þrömgiar vistarverur, veggir úr hraungrjóti, einungis grjótbálkar til að liggja á, gólfpláss ekki teljandi og upphitun að sjálfsögðu engin. Og öðrum þægindum hefur ekki heldur verið til að dreifa.

Katlahraun-239

Sums staðar var hlaðið fyrir op á hellum eða hraunskútum og plássið notað til ýmissa þarfa, svo sem smíða eða mölunar og kallað samkvæmt því: Mölunarkór, Sögunarkór o.s.frv. Þá er þarna á töngunum mikið af görðum og fiskbyrgjum, þar sem fiskur var hertur eða verkaður á annan hátt. Talsverður trjáreki er þarna og notuðu vermenn rekaviðinn óspart til smíða í landlegum, sem munu hafa verið nokkuð algengar, vegna þess hvað brimasamt er við lendingarstaðinn. En fjaran og trjárekinn er líka mikið dundursefni flestum þeim sem nú heimsækja staðinn. Þarna rekst maður stundum á allt upp í tíu fimmtán álna tré, að maður nú ekki tali um rótarhnyðjurnar, sem margur kannski fær ágirnd á, kippir upp af götu sinni, og hefur heim með sér, enda missir víst enginn æruna fyrir slíkt nú orðið.
Katlahraun-231En það er fleira skoðunarvert þarna en hin gömlu mannvirki útróðrarmannanna og trjárekinn í fjörunni. Hraunið vestan við tangana er t.d. gríðarlega tröllslegt og stórbrotið meðdjúpum grasi grónum kvosum og skvompum og hraunhryggjum á milli. Það heitir Katlahraun. Þar er býsna gaman að eyða tímanum stund úr degi. Enn er reyndar margt ósagt um Selatanga, sem vert hefði verið að drepa á, t d. reimleikana og verbúðadrauginn Tanga-Tómas, en rúmið leyfir ekki lengra mál. Þegar landkrabbar eins og sá sem þetta ritar koma í forna verstöð eins og Selatanga horfa þeir náttúrlega blindum augum á marga hluti og skilja hvorki upp né niður í þeirri tilveru, sem þar var einu sinni, en nú er liðin undir lok. Það skjóta ýmsar spurningar upp kollinum, sem vafizt geta fyrir þeim, sem aldrei hefur migið í saltan sjó eða ýtt báti úr vör, hvað þá tekið brimlendingu á stað eins og Selatöngum.“

Heimild:
Morgunblaðið 16 maí 1970, bls. 8-9.

Selatangar

Selatangar varða við rekagötuna vestari að Ísólfsskála.

Fossvogskirkjugarður

Á mbl.is þann 12. september 2007 kom m.a. fram að Játvarður hertogi af Kent hafi afhjúpað minnisvarða í Fossvogskirkjugarði um fallna flugmenn bandamanna sem höfðu bækistöð á Íslandi á stríðsárunum.
Minnismerkið um fallna bandamennViðstödd voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Alph Mehmet, sendiherra Bretlands ásamt fyrrum flugmönnum hins konunglega flughers Breta. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og forseti Flugmálafélags, minntist á það hlutverk sem flugsveitir bandamanna gegndu hér á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni en þessi minnisvarði er gjöf Flugmálafélagsins. Hertoginn af Kent hélt einnig ræðu áður en hann afhjúpaði minnisvarðann þar sem hann heiðraði minningu hinna föllnu flugmanna. Forseti Íslands minntist sömuleiðis þeirra sem féllu og sagðist vonast til að komandi kynslóðir þyrftu ekki að færa jafn miklar fórnir til að fá að lifa við frið og lýðræði.
Séra Jón A. Baldvinsson vígslubiskup á Hólum blessaði minnisvarðann og minningu þeirra flugmanna sem minnisvarðinn er tileinkaður.
Játvarður hertogi af Kent er sonur Georgs prins sem var fjórði sonur konungsins Georgs V. og er hann 23. erfðaröðinni til bresku krúnunnar, en þrátt fyrir erfðafjarlægðina er ættarmótið hið sama. Játvarður tók við hertogatitlinum ungur að aldri, einungis sex ára er faðir hans lést í flugslysi 1942. Játvarður hlaut síðar menntun sína við Sandhurst herskólann.
Minnismerki um þýska hermennÍ tilefni þessarar athafnar er rétt að minnast þess að fleiri legstaði og minnismerki um fallna erlenda hermenn má finna í nágrenninu – og auk þeirra minnismerki um innlenda er fallið hafa, bæði vegna styrjalda og í baráttunni um lifibrauðið (sem verður að teljast öllu merkilegra og verðugra umfjöllunarefni). Þegar upp er staðið geta styrjaldir aldrei orðið verðugar, en þó má, líkt og í framangreindu tilefni, gera sér dagamun tilefnisins vegna, til að heiðra þá einstaklinga er urðu í raunininni fórnarlömb ráðamanna þess tíma.
Í Fossvogskirkjugarði má t.d. finna eftirfarandi legstaði eða minnismerki; Minningaröldur og minnisvarði óþekkta sjómannsins og minningarreit um áhöfn og farþega af Glitfaxa, en auk þess grafreiti erlendra manna, sem farist/látist hafa á eða við Ísland, þ.e. breskir, franskir, norskir, pólskir, áhöfn (m.s. Wigri) og þýskir. Auk þess minnismerki um áhöfn m.s. Clam, sem fórst utan við Reykjanesvita, flestir kínverjar.

Af slysstað í Kastinu þar sem Andrew, yfirmaður gerafla bandamanna í Evrópu fórst ásamt félögum sínum

Fossvogskirkjugarður var vígður 12. desember 1948. Fyrsti maðurinn sem grafinn var í Fossvogskirkjugarði var Gunnar Hinriksson vefari. Hann var jarðsettur 2. september 1932 og er hann því „vökumaður“ garðsins. Kirkjugarðurinn í Fossvogi er um 28,2 hektarar að stærð, og er þá talið með svæðið vestast í garðinum, sem tekið var í notkun 1987. Á miðju ári 1982 var búið að nýta allt land innan marka garðsins, og var þá öll nýgreftrun færð yfir í Gufuneskirkjugarð. Áætlað er að um 40 þús. legstaðir séu í Fossvogskirkjugarði.
Minningaöldur sjómannadagsins er heiti á minnisvarða sem Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði lét reisa árið 1996 vestan Fossvogskirkju, við hlið minnisvarðans um óþekkta sjómanninn. Minnisvarðinn er gerður úr tilsöguðum grásteini og myndar fjórar öldur. Á sléttum flötum Minningaaldanna hefur verið komið fyrir nöfnum sjómanna og sæfarenda sem drukknað hafa og ekki fundist né komist í vígða mold. Á sjómannadaginn, 6. júní 1996, voru Minningaöldurnar vígðar við hátíðlega athöfn. Fyrir vígsluna höfðu verið letruð á minnisvarðann nöfn 12 skipverja sem fórust með vitaskipinu Hermóði 18. febrúar 1959 og tveggja sjómanna er fórust með m.b. Pólstjörnunni ST-33, 17. desember 1977. Á stalli Minningaalda Sjómannadagsins er áletrun úr Gamla testamentinu, Jesaja spámanni, 43. kafla, 1. versi: „Nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig: Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig með nafni, þú ert minn.“

Glitfaxi

Reykjavík – Glitfaxi: minnismerki.

Minnismerki eftir Einar Jónsson var reist árið 1955 um þá, sem fórust með flugvél Flugfélags Íslands, Glitfaxa, á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur 31. janúar 1951.
Tilefni athafnarinnar fyrrnefndu í Fossvogskirkjugarði var við hæfi sem og tilkoma minnisvarðans, en staðsetningin hefði verið meira viðeigandi á einhverjum sögulegum slysavettvangi atburðanna sem áþreifanlegs vitnisburðar um þá fjölmörgu er fórnuðu lífi sínu vegna ákvarðanna annarra. Minjarnar, víðast hvar, eru ekki síst merkilegar vegna þess. En þangað hefðu hinir hátignu gestir varla getað ómakað sig með góðu móti – fótgangandi.
Á vefsíðunni eru tíunduð allflest flugslys er urðu á Reykjanesskaganum á stríðsárunum.

 Heimild m.a.:
-mbl.is. 12. sept. 2007.
-kirkjugardur.is

Af slysavettvangi í Fagradalsfjalli

Stafnesheiði

Fulltrúi FERLIRs mætti nýlega (sept. 2009) í enn einn tímann í fornleifafræði í Háskóla Íslands.
Umskipti hafa orðið á kennurum í faginu. Kennarinn nú, annar af tveimur (reyndur Vörðubrotfornleifafræðingur), lagði sérstaka áherslu á að „menn ættu að tjá sig um það sem þeir hefðu vit á, en þegja um það sem þeir hefðu minna vit á“. Orðunum var beint til hinna 11 nemenda, sem voru þarna á þessari stundu saman komnir á aldrinum 20-55 ára. Mörg spurningarmerki kviknuðu, en elsti (og reyndasti) nemandinn (að sjálfsögðu frá FERLIR), lét sér hvergi bregða því augljóst var að fullyrðingin átti ekki við hann. 
Veturinn framundan á háskólavígstöðvunum lofaði greinilega góðu fyrir FERLIRshugann.
Hverfum aftur til fortíðar. Eftir nýlega ferð FERLIRs með Jóni Ben Guðjónssyni að svonefndum Grjótgarði (Skjólgarður – Pétursvarða), þar sem m.a. var gengið fram á óútskýrt vörðubrot á klapparhæð ofarlega í Stafnesheiði, vaknaði áhugi hans á að kanna heiðina nánar m.t.t. frekari ummerkja fyrri tíðar.
HleðslurJón sagðist oft hafa farið um heiðina sem barn og unglingur í leit að fé því þarna hefðu á sumrum á fyrri hluta 20. aldar gengið hátt á fjórða þúsund fjár. Þótt svæðið virtist nú vera eyðilegt á að líta var þar fyrir gróðurþekja. Börðin hefðu t.a.m. náð honum í axlir, en þau hefðu smám saman fokið út í buskann, einkum að vetrarlagi. Þeir komu tímar að varla var útgengt á Stafnesi vegna moldar- og sandoks af heiðinni. Hún hefði án vafa verið gróðurmikil á landnámsöld og löngum eftir það, enda undirbergið augsýnilega fornt [um er að ræða elsta berg Reykjanesskagans], en með miklum og stöðugum ágangi manna og búfénaðar hefði roföflunum verið gert auðvelt um vik – líkt og nú má sjá afleiðingarnar af.

Systur

Jón sagðist hafa fyrir nokkrum góðvirðisdögum hafa að ákveðnu tilfefni gengið upp að fyrrnefndu vörðubroti í heiðinni, staðnæmst og hugleitt bæði aðstæður fyrrum og ferðamöguleika fólks á þeim tímum. Þá hafi vaknað hjá honum sú vitund, sem hann hafði reyndar áður grunað, að fyrrum hafi eðlilega legið (nú óþekktar) leiðir millum hverfiskjarnanna í Keflavík, Njarðvíkum og Höfnum (Grindavík) og hins forna verslunarstaðar á Básendum. Þegar hann hafi skoðað aðstæður nánar, metið möguleika og gengið að vörðu við hugsanlega upphafsleið [nú norðvestan bílastæðis á Ósabotnavegi] komu í ljós Systurvísbendingar um a.m.k. þrjár fornar leiðir.
Á þeim öllum eru vörðubrot (a.m.k. 20 talsins) er gætu gefið leiðina til kynna (þrátt fyrir gróðureyðinguna). Jón hafði skilmerkilega sett vörðubrotin á blað, en ætlunin er að ganga leiðirnar hverja um sig fljótlega og reyna að staðfesta þær sem slíkar (sjá FERLIR-birtist síðar).
Við nánari skoðun kom í ljós að athuganir Jóns virtust bæði skynsamar og eiga við rök að styðjast.
Þegar skoðuð var ein örnefnalýsing af þremur [Ara Gíslasonar eftir Metúsalem Jónssyni] af Stafnesi mátti lesa eftirfarandi: „Þá er að bregða sér upp í heiðina. Á Flötunum fyrrnefndu er svo nefnd Urðarvarða, og ofan túns er Heiðarvarða.
Stafnessel IIBeint upp af túni eins og 1 km
 er varða á leið til Hafna. Hún heitir Pétursvarða og stendur þar á klettasyllu. Þar til austurs er garðbrot fyrir fé, nefnt Skjólgarður. En niðri við Flatirnar er vik, sem fellur upp í og er nefnt Fagradalsvik. Þar upp frá er Fagridalur, sem nú hefur verið girtur af. Hér nokkuð austar upp frá sjó, suður frá Draughól, eru klettar tveir allháir og nokkurra faðma breitt sund á milli. Heitir þetta Gálgaklettar. Þar norður af er há klöpp, sem heitir Kiðaberg. Við Skjólgarðinn fyrrnefnda er komið upp fyrir hraunbeltið. Er þá fátt um nöfn. Heitir það Neðri-Mosar og Efri-Mosar, aðskilið af grjótbelti. Kiðaberg er há klöpp, sem fyrr var nefnd. Skammt suður og upp af Gálgum er fyrst hóll. Í honum er gren, sem heitir Kollóttagren. Allmikið sunnar er Þórshöfn, sem fyrr getur, og er þar mjór og langur bás inn í hraunið. Þangað fóru kaupskip hér fyrr. Sunnar var grasi vaxinn tangi, nefndur Þórshafnarbali. Nú er hann horfinn. Þar austar er Hvalvík, og upp af henni er hnúkur eða klettur nefndur Æsuberg (nefnt svo 1703).

Vörðubrot

Skammt suður og upp frá Gálga eru lágar klappir nefndar Klofningar. Þar suður og upp af Þórshöfn er einstök varða á klöpp, Mjóavarða, sem var innsiglingarmerki á Þórshöfn. Suðaustur af henni eru svo tvær vörður á klöpp, sem nefndar eru Systur. Þar austur af eru Stórubjörg, og austan þeirra er gamalt sel, sem heitir Stafnessel. Hraunið upp af Gálgunum er nefnt Gálgahraun. Utan við Djúpavog meðfram voginum er svonefnt Illaklif. Torfmýrar hafa verið til hér í hlíðinni, en það, sem hæst ber hér upp af, heitir Háaleiti og er nú komið undir flugvöllinn.“

 

Stafnes

Stafnes – heiðarvegirnir.

Athugun Jóns leiddu m.a. til staðfestingar á örnefnunum Systur. Þær eru þó ekki „suðaustur“ af Þórsmörk heldur norðaustan við hana. Jón sagði að honum hefði verið gert grein fyrir að fyrrnefndar „Systur“ væru þarna vestan við ætlaðar seltættur. Við þær væru hleðslur á tveimur stöðum og fyrrum skjólsæll hvammur á millum. Enn austar, innan varnargirðingar, væru líklega minjar um enn eitt Stafnesselið.
Ábendingar Jóns eru sérstaklega áhugaverðar, bæði vegna ummerkjanna (s.s. vörðubrotanna) og vegna þess að framangreindar minjar virðast bara alls ekki hafa ratað inn í fornleifaskráningarskýrslur af svæðinu. Til gamans má geta þess að t.d. vörðurnar „Systur“ hafa ekki áður ratað inn á Netið öðru fólki til upplýsinga og fróðleiks.
Ælunin er að ganga Stafnesheiðina með Jóni Ben spjaldanna á millum fljótlega.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stafnes – Ari Gíslason skráði eftir Metúsalem Jónssyni.

Stafnes

Jón Ben. á Stafnesi við Loddubrunninn.

Almenningur

Ætlunin var að skoða þann hluta Hrauntungustígsins, sem liggur um trjáræktarsvæði Skógræktar ríkisins við Brunntorfur (Brundtorfur/Brunatorfur) norður undir Almenningi. Þarna ofan við hraunrönd hins mosavaxna Nýjahrauns (Kapelluhrauns), í gróður- og kjarrríkt Hrútargjárdyngjuhraunið, hefur verið plantað miklu magni af greni- og furutrjám.

Bruninn

Birkið hefur náð sér vel á strik í skjóli þeirra og er orðið allhátt. Vaxið hefur upp á örfáum áratugum myndarlegur skógur í bollóttum og hólóttum hlíðunum. Þegar trjánum var plantað á sínum tíma var þess, eins og svo víða annars staðar, ekki gætt að hlífa hinum gömlu götum um hraunlænurnar heldur trjám stungið niður hvar sem skjól var að finna. Ekki er víst að skógræktarfólkið hafi haft auga fyrir götunum eða það metið þær nokkurs. Fólk getur engu að síður blindast af litlum trjáplöntum en stórum. Reyndar ætti að vera í lagi að setja niður skóg í lægðum sem þarna eru, en gæta þarf þess vel að halda honum á takmörkuðum svæðum. Ísland er nú svo fallegt land að það er óþarfi að hindra útsýnið til dýrðarinnar. Svæði þessu var úthlutað til áhugasamra einstaklinga um skógrækt á sínum tíma.
Hrauntungustígurinn liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Brunann að Hrauntungum. Þar hefur stígurinn vikið á löngum kafla fyrir efnisnámum Skógræktarinnar. Bera þær með sér einstakan vitnisburð hins einsleita gildismats. Fallegt nútímahraunið (rann 1151) fékk að fjúka til að hægt væri að ná inn aurum fyrir nokkrum trjáplöntum. Nú eru þarna stór sár, sem aldrei verða söm sem fyrr.

Hrauntungustígur

Úr Hrauntungunum liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum. Þá er farið yfir Sauðabrekkugjá um Mosa vestan við Fjallið eina að Hrútagjárdyngju. Stefnan er síðan á Hrúthólma og farið um nokkuð slétt helluhraun að Hrútafelli. Þá er stutt yfir á Ketilsstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.
Það var sem sagt leiðin frá Hrauntungunum og upp á milli Fornasels og Gjásels, að Stóra-Steini, sem ætlunin var að rekja að þessu sinni – í gegnum skógræktina og upp fyrir hana, austur fyrir Hafurbjarnarholt.
Gatan sést vel þar sem hún fer í gegnum Hrauntungurnar og undir girðingu Skógræktarinnar. Príla er á girðingunni skammt norðar. Þarna er mosinn ráðandi og hefur hann náð að afmá götuna á körflum. En ef vörðunum er fylgt af nákvæmni má rekja götuna í gegnum og upp grónar hraunkvosir, undir hraunhólahlíðum og áfram áleiðis upp norðurhlíð Almennings.
Í rauninni er hægt að velja um þrjár leiðir þegar komið er spölkorn upp í skóginn. Hér á eftir verða tvær raktar upp eftir (til suðurs) og ein síðan til baka (til norðurs). Gatnamótin eru þar sem lækkunin er hvað mest í skógræktinni, en erfitt er að kom auga á þau vegna trjánna.
Áður en komið er að Fornaseli greinist fyrsta gatan, sú austasta, í tvennt; annars vegar áfram til suðausturs að Fornaseli, og hins vegar upp nokkuð þægilega gróna lægð norðvestan þess. Ef götunni upp í selið er fylgt kemur hún að við vörðu skammt norðvestan við það. Frá vörðunni sést gróið selið og umhverfi þess mjög vel, einkum selsvarðan austan þess. Áfram liggur gatan síðan til suðausturs og beygir síðan til suðurs austan við kúptlagaðan (ávalan) hraunhól.

Í Almenningi

Ofan hans eru gatamót þeirrar götu og götunnar, sem greindist af henni neðan Fornasels. Ef henni er fylgt upp eftir kemur hún vestan við þennan ávala hól. Sú leið er greiðfærust og þægilegust allra gatnanna, hvergi klöngu, einungis aflíðandi gangur. Báðar leiðirnar eru varðaðar með litlum vörðum. Á þeim báðum koma fram stærri vörður svolítið utan við þær, en þar er um að ræða landamerkjavörður Þorbjarnarstaða. Línan liggur úr vörður á Hafurbjarnarholti til norðausturs yfir hraunhlíðina. Við leiðirnar má sjá a.m.k. þrjár þeirra. Tvær varðanna eru stærri en gengur og gerist með vörður við Hrauntungustíginn.
Þegar komið er upp fyrir ávala hólinn sameinast göturnar á ný. Þá liggur gatan í krókum upp hlíðina uns hún beygir til vesturs og síaðn aftur til suðurs á hábrúninni. Þaðan sést í vörður við Stóra-Stein og aðra ofar. Gatan liggur síðan með hraunhólnunum upp að Fjallsgrensvörðu þar sem hún beygir til austurs, eins og áður hefur verið lýst (Hrauntungustígur – norðan Sauðabrekkugjár).
Þá var gatan rakin til baka, að gatnamótum þess stígs sem vestast liggur niður í Hrauntungur. Farið var að halla að ljósakiptum. Ljósir sveppirnir urðu skyndilega áberandi í landslaginu. Lyngið og kjarrið runnu saman í eitt.
VarðaGatan liggur til norður vestan við ávala hraunhólinn og er augljós í gróningunum. Vörður eru á stangli. Þegar komið var niður á holtið austan Gjásels fór gatan yfir hina augljósu götu milli seljanna, Gjásels og Fornasels. Nútímamenn hafa gengið til nýrri götu suðvestan skógræktargirðingarinnar, en ef gömlu götunni er fylgt á milli seljanna þarf að fara inn fyrir girðinguna og í lægð á milli hraunhóla. Þaðan liðast hún um hvylftir milli hraunhóla. Litlar vörður eru á þeim. Trén hindra að vísu eðlilega leið, en þó óverulega.
Þegar gatan fyrrnefnda er rakin áfram niður að Hrauntungum þarf að hafa augu vel opin. Á kafla virðast tré hafa vaxið yfir leiðina, en hægt er að feta sig framhjá og meðfram þeim inn á götuna að nýju. Með góðu móti er þannig hægt að rekja hana alla leið niður að fyrstnefndu gatnamótunum þar sem jafnsléttan er hvað mest undir hlíðunum. Í rauninni þyrfti bæði að merkja þau gatnamót sem og þau efri. Fyrir þá sem vilja ganga styttri götu en allan liðlangan Hrauntungustíginn væri kjörið að ganga vestustu götuna upp fyrir ávala hólinn (réttast væri að nefna hann Vegamótahól) og síðan til baka um austustu götuna með viðkomu í Fornaseli. Um er að ræða bæði fallega og fjölbreytilega leið, ca. 1 1/2 – 2 km).

Varða

Skógræktarfélag Íslands hefur nú gefið út leiðbeiningar hvernig og hvað skógræktarfólks þurfi að varast þegar fornminjar eru annars vegar. Þar segir m.a.: „Skógrækt í nágrenni fornleifa þarf að skipuleggja þannig að þær spillist ekki. Slikum minjum á að reyna að gera hátt undir höfði á ræktunarsvæðunum, enda eykur vitneskja um þær fjölbreytileika svæðanna. Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar.
Hér á eftir eru listaðar helstu tegundir fornleifa, sem búast má við að finna á Íslandi en ekki má þó líta á þennan lista sem tæmandi upptalningu allra fornleifa: Búsetuminjar, vinnustaðir, samgöngumannvirki (Gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingarmerki ásamt kennileitum þeirra), varnarmannvirki, áletranir og fleira.

Hrauntungur

Eftirtalin atriði þarf að varast þegar skógrækt er undirbúin nærri fornleifum:
1. Mikilvægt er skógræktin sé skipulögð þannig að hún falli sem best að slíkum minjum í landinu. Ekki síst á það við um skógarjaðarinn næst minjunum. Einnig fer oft betur að hafa meira en 20 m radíus í kringum minjarnar. Fornminjasvæði auka mjög á útivistargildi viðkomandi skógræktarsvæða og gera þau áhugaverðari.
2. Ekki skal jarðvinna með vélum á svæðum þar sem talið er að fornminjar séu í jörðu.
3. Oft eru fleiri einstakar fornminjar nálægar og mynda heild. Þá skal opið, skóglaust svæði vera nægjanlega stórt umhverfis þær allar.
4. Þess skal gætt að girðingar, vegir og slóðar liggi ekki þvert yfir fornminjarnar.“
Að öllu jöfnu eiga allir að forðast að skemma verðmæti sem fyrir eru s.s. fornminjar og útsýni. Hafa ber í huga að hinar gömlu götur eru fornminjar. Í rauninni er sárgrætilegt að sjá nýlega gróðursettar plöntur í fornum tóftum, t.a.m. seljum – nú þegar skilningurinn ætti að vera miklu mun meiri en raun ber vitni.

Hrauntungustígur

Hvað um það – Hrauntungustígurinn er ekki einn. Hann liggur um Almenning á fleiri en einum stað, enda má ætla að kunnugir hafi farið þar sínar eigin götur, allt eftir því á hvaða leið þeir voru og hverra erinda.
Víða eru litlar vörður við hraunker og klofninga. Þær hafa leitarmenn hlaðið til að auðvelda þeim sín verk. Vörður við leiðir hafa ferðamenn hlaðið til að gera þeim kleift að fara auðveldustu, og jafnvel stystu leiðina á langri leið – og svona mætti halda lengi áfram.
Sameiginlegt með þessum leiðum er að þær liggja um tilkomumikið, fjölbreytilegt og gróið hraunsvæði, sem nútímamanninum ætti að vera kærkomið tækifæri til útivistar.
Sjá MYNDIR.
Frábært veður.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnarstaðaborg.

Bollar

Ætlunin var að halda í Hjartartröð í Stórabollahrauni og skoða niður í rásina. Nokkur op eru á henni. Rásin er í raun framhald af Leiðarenda, sem er þarna skammt vestar í hrauninu, um 750 m langur. Stuttur gangur er að tröðinni frá Bláfjallavegi, eða um 365 metrar.
Hjartartröð miðsvæðis - loftmyndÍ nýju hellabókinni (BH-2006, Íslenskir hraunhellar), er ekki getið sérstaklega um Hjartartröð vegna þess þá er hún orðin viðurkenndur hluti Leiðarenda. Í gömlu bókinni, Hraunhellar á Íslandi (1990) lýsir Björn þessum hluta rásarinnar: „Mikil hrauntröð liggur í Tvíbollahrauni [Stórabollahrauni] skammt norðan nýja Bláfjallavegarins vestan Markraka. Frá austri talið er fyrst um 150 m löng hrauntröð án þess að þak sé yfir. Þar vesturaf heldur hrauntröðin áfram um 200 metra og eru víða brýr yfir tröðinni á þeirri leið og því hellar undir, fæstir þó langir. Fyrir vesturenda hrauntraðarinnar tekur svo við um 110 m langur hellir. Hann er víðasthvar þröngur en í honum er töluvert um skemmtilegar hraunmyndanir. Í enda hans eru t.d. tugir dropsteina, þeir lengstu um 15 cm, og hundruð hraunstráa sem eru allt að 35 cm löng. Heildarlengd Hjartartraðar er um 310 metrar.
Fóðurstöðin - StóribolliHjörtur Jóhannsson fann hellinn í ársbyrjun 1990, þá 12 ára, og bar hellirinn þess ekki merki að þar hefði fólk verið áður. Hér er hellinum því gefið nafn Hjartar og nefndur Hjartartröð enda stór hluti hellisins fallinn saman og þar blasir nú aðeins við hrauntröð.“
Í dag ber hellirinn ummerki eftir heimsóknir fólks, sem ekki þykir vænt um hella. Plastpokar og drasl mátti sjá innan við anddyri meginrásarinnar, þeirra er Björn lýsti hér að framan. Eftir að hafa tekið þar til og komið ruslinu fyrir í einum pokanum var tröðin skoðuð nánar. Lýsing Björns er vel við hæfi og engu hallað þar í máli. Bæta má þó við hana einni lýsingu á hliðarrás til norðurs. Um gæti verið að ræða hið ákjósanlegasta fjárskjól með sléttum botni og góðri aðkomu, ef einhverjum hefði dottið í hug að reisa selstöðu í hinum fyrrum grónu Dauðadölum. Þar er bæði vatn og skjól að fá, auk þess sem Skúlanafngiftin (Skúlastaðir; fornt býli) gæti hafa verið nálægt Skúlatúni, óbrennishólma í Stórabollahrauni skammt frá Leiðarenda. Jón Jónsson, jarðfræðingur (1983) segir aldur hraunsins vera „1075 +/- 60 ár. Tvíbollahraun er því runnið árið 875 eða á árunum þar í kring. 

Vestasta op Hjartartraðar - Helgafell fjær

Tvíbollahraun gæti verið fyrsta hraun sem rann á Íslandi eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar sem mynduðust hér á landi á sögulegum tíma.
Mikil hellarás er í hlíðinni niður úr gígunum, nafnlaus eftir því sem næst verður komist. Lengstu hellisbútarnir eru nokkrir tugir metrar en í nokkrum þeirra er hátt til lofts. Ekki er fært í alla hellisbútanna án þess að síga og eru sumir þeirra lítt eða ekki kannaðir.“ Hafa ber í huga að umrædd skrif eru í lok 20. aldar. Enn, í upphafi 21. aldar, hafa undirheimar hraunssvæðisins ekki verið fullkannaðir – og það einungis 36 km frá Grindavík, fjölmennasta þéttbýliskjarna á sunnanverðum Suðurnesjum. 

Hluti HjartartraðarAnnars er aðkoman að vestasta hluta Hjartatraðar eins og að framan er lýst. Þegar komið er inn í rásina, sem er bæði há og víð með sléttu gólfi, blasir við mikið hrun, en þegar haldið er inn og hægra megin við hrunið má auðveldlega komast framhjá því, fast við hellisvegginn. Þar fyrir innan er nokkurt hrun, en ef vilji er fyrir hendi er hægt að halda áfram yfir það og innar í rásina uns dropsteina- og hraunstráamyndunin birtist framundan. Þarna endar þessi hluti rásarinnar, en ljóst má þeim vera er þar staðnæmist og áður hefur skoðað efri hluta Leiðarenda, að stutt er þar á millum. En svona er sköpunarverkið – torskilið og blindgötuvarið.
Rás Hjartartraðar er bæði víð og há, enda ofanfari Leiðarenda. Meira hrun er í þessum hluta hraunrásarinnar líkt og venja er um stærri rásir, sbr. Búra. Mjórri rásir virðast halda sér skár og því betur sem þær eru á meira dýpi. Allt er þetta lögmálunum samkvæmt.
Þarna, lengst inni í Hjartartröðinni var tilvalið að staldra við og skoða myndunarferlið.
Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það getur þykknað verulega á stóru svæði auk þess sem svonefndir „troðhólar“ myndast. Þessa sér til dæmis víða stað á Reykjanesskaganum.

Hliðarrás Hjartartraðar

Þessi háttur, að hraunkvikan „troðist inn í“ hinn bráðna hluta hraunsins líkt og vatn í belg, er sennilega mun algengari en hinn fyrrnefndi, einkum þegar um rúmmálsmikil hraun er að ræða.
Þegar hraun rennur eftir hrauntröð myndast þegar í stað storkin skán á yfirborði þess. Þegar skánin þykknar getur hún orðið að föstu þaki yfir hraunrásinni sem helst stöðugt þótt lækki í hraunstraumnum undir. Hraunhellar eru sem sagt rennslisrásir eða „pípur“ sem hafa tæmst að meira eða minna leyti.
Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hraunkvika er blanda af mörgum efnum og því hefur hún ekki eitt skilgreint bræðslumark heldur storknar eða kristallast yfir langt hitabil, stundum stærra en 100°C. Burtséð frá þessu er hraun orðið að „hörðum steini“ löngu áður en það er fullstorkið. Reynslan er sú að hörð skorpa myndast á glóandi hrauni eftir fáeinar sekúndur og fljótlega er hægt að ganga á hrauninu á góðum skóm vegna þess hve slæmur varmaleiðari (eða góður einangrari) berg er.

Innan við vestasta op Hjartartraðar

Varminn frá 1200 stiga heitri kviku streymir sem sagt hægt út gegnum storknuðu skorpuna. Undir henni heldur bráðin kvikan að renna, bræðir grannbergið og finnur sér nýjar leiðir uns fóðuröfluninni líkur.
Storknun tekur þannig mjög mislangan tíma eftir ytri aðstæðum: Gjóska (eldfjallaaska, gjall og vikur) kólnar á fáeinum sekúndum, ekki síst ef gosið verður í vatni eða undir jökli. Hraun verða að „hörðum steini“ á skömmum tíma þótt glóðin geti varað í 10 ár inni í hrauninu, eins og gerðist í Eldfellshrauninu í Vestmannaeyjum þar sem varminn í hrauninu var nýttur til húshitunar í áratug. Kvika sem er djúpt niðri í jörðinni getur tekur aldir að storkna.
Þegar komið var út brosti sólin sínu breiðasta á hvanngrænan hraungambran. Ákveðið var að kíkja yfir í Leiðarenda og skoða efra innvolsið nánar í tengslum við framangreint.
Frábært veður (þegar út var komið). Ferðin tók
1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3763

Bollar

Gengið um Stórabollahraun.

 

Vogaheiði

Í Morgunblaðinu árið 2004 birtist eftirfarandi frétt um sprengju í Vogaheiði undir fyrirsögninni „Landhelgisgæslan segir að sprengjuleit á Vogaheiði sé margra ára verkefni – Málmflísarnar þeytast eins og byssukúlur“.

Vogaheidi-1„Það er ekki hvellurinn sem er hættulegastur heldur allar málmflísarnar sem þeytast frá sprengjunni eins og byssukúlur,“ segir Jónas Þorvaldsson, sprengju-sérfræðingur hjá Landhelgis-gæslunni, áður en rafstraumi er hleypt á litla sprengjuhleðslu sem komið hafði verið fyrir á gamalli bandarískri sprengikúlu. Sprengikúlan er á botni um 10 metra djúprar hraungjótu á Vogaheiði en heiðin var notuð sem skotæfingasvæði bandaríska hersins fyrir um hálfri öld. Eins og gengur féllu sumar sprengjurnar niður án þess að springa og síðan farið var að leita að þeim með skipulögðum hætti hafa ríflega 800 slíkar sprengjur fundist.
Í gær var TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fengin til að flytja sprengjubrot og annað brak úr hrauninu sem fundist hafa við leit landhelgisgæslumanna í sumar og í fyrrasumar.
Adrian King, sem einnig er sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar, segir að sprengikúlan í gjótunni innihaldi um tvö kíló af TNT og þótt hún sé um hálfrar aldar gömul sé sprengiefnið enn virkt. Hætturadíus slíkrar sprengju er um einn kílómetri. Til að koma af stað sprengingu setur Adrian plastsprengiefni utan á sprengikúluna og tengir það síðan við langan rafmagnsvír. Þegar allir viðstaddir eru komnir í örugga fjarlægð er straumi hleypt á. Nánast samstundis kveður við mikill hvellur og þykkur grásvartur reykur liðast upp úr gjótunni. Þó að blaðamanni finnist þetta býsna tilkomumikið er sprengjan sjálfsagt algjört smáræði fyrir þá Jónas og Adrian sem sl. vetur dvöldu við sprengjueyðingar í Írak. Þar sem hermenn skutu áður úr skriðdrekum, fallbyssum, sprengjuvörpum og öðrum tiltækum skotvopnum er nú orðið vinsælt útivistarsvæði.

Vogaheidi-2

Jónas segir að í kringum Snorrastaðatjarnir og annars staðar þar sem helst sé að vænta mannaferða hafi svæðið verið fínkembt. Til leitarinnar var m.a. notað nýlegt málmleitartæki sem er þeirrar náttúru að það getur fundið málmhluti í hrauni sem önnur lakari tæki ráða ekki við sökum segulmögnunar í íslenskum hraunum.
Gylfi Geirsson, yfirmaður sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, segir að skotæfingasvæðið hafi verið um átta kílómetrar að lengd og hátt í fjögurra kílómetrar breitt þar sem það er breiðast.
Flatarmál svæðisins er talið um 15 ferkílómetrar en í rauninni er yfirborðið enn umfangsmeira þar sem sprengjurnar geta leynst í holum og hraungjótum auk þess sem margar hafa grafist ofan í svörðinn. Enn leynast þarna virkar og hættulegar sprengjur
Árið 1986 stóð varnarliðið fyrir umfangsmikilli sprengjuleit á svæðinu og tíu árum síðar var aftur leitað. Það dugði þó ekki til og telja sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar að enn leynist þar margar bombur sem enn eru virkar og hættulegar. „Það er margra ára verkefni að kemba allt svæðið,“ segir Gylfi. Svæðið verði seint eða aldrei fullleitað. Hann brýnir fyrir göngufólki að snerta ekki sprengjur heldur tilkynna fundinn til lögreglu eða Landhelgisgæslunnar.“

Heimild:
-Morgunblaðið 10. ágúst 2004, bls. 10.

Kálffell

Sprengja í Kálffelli efst í Vogaheiði.

Básendar

Á Básendum fundust nýlega áletranir frá því á 17. öld. Ætlunin var að fara þangað við hagstæðar aðstæður fljóðs og fjöru og vöðluvaða út í hólma og sker með það fyrir augum að líta þar á áletranir á klöppum. Einnig var ætlunin að leita að hugsanlega fleiri áletrunum í skerinu. Það er ekki heiglum hent að vaða út í sker og feta þara á hálum klöppum, en FERLIRsfélagar láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Með í för var G. Sigurbergsson, en hann hafði komið auga á þessar áletranir af tilviljun fyrir nokkru síðan og tók þá m.a. meðfylgjandi myndir.

Básendar

Á leiðinni út að Básendum eru tveir myndarlegir grónir hólar á leiðinni á hægri hönd. Sá eystri er Stóri-Básendahóll og sá vestari Litli-Básendahóll.
Nafnið Básendar er ekki vafalaust. Kemur það fyrir í þremur myndum; Bátsenda (danskir skrifuðu það Botsendar), Bátsandar og loks Básendar (eða Bassendar). Nafnið kemur fyrst fyrir í Fornbréfasafninu 1484. Þar er ritað „Bátsendum“.
Básendar urðu verslunar- og útgerðarstaður strax á 15. öld. Framan af voru þeir í eigu Viðeyjarklausturs en eftir siðaskiptin tók konungsvaldið útgerðina í sinar hendur og máði hún hámarki að fyrstu tugum 18. aldar en um þær mundir voru konungsbátar í Gullbringusýslu milli 80 og 100 talsins. Rekstur konungsútgerðarinnar var þó ekki burðugri en svo að árið 1769 var hún lögð niður. Enn um sinn héldu þó danskir einokunarmenn áfram að stunda verslun frá staðnum og voru margir þeirra afar illa þokkaðir. Í kvæðinu Básendapundarinn eftir Grím Thomsen segir frá útistöðum Skúla fógeta við einn slíkan.
Básendar Í fornleifaskráningu um Básenda segir m.a. að „í Stafnesslandi, á hraunnefi milli tveggja víka sunnarlega á vestanverðu Miðnesi sunnar en Stafnes, heita Básendar. Þar var ein af höfnum einokunarverslunar Dana og náði verslunarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes. Aðfaranótt 9. janúar 1799 gerði óveður usla allt frá Þjórsá og vestur um Seltjarnarnes, kirkjur fuku, skip brotnuðu, jarðir í Staðarsveit urðu óbyggilegar og Seltjarnarnes varð eyja í flóðinu. Grótta á Seltjarnarnesi varð að eyju til frambúðar en áður var hún landfastur tangi. Á Básendum gerði flóðið þó líklega mestan usla. Flest ef ekki öll hús kaupstaðarins sópuðust burt, roskin og veikburða kona drukknaði en annað heimilisfólk bjargaðist við illan leik. Atburður þessi hefur síðan verið kallaður Básendaflóðið.
Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt inn í Brenntorfuvíkina. Skipaleiðin inn í leguna var nokkuð löng, fyrst bein sigling á Gálga, en síðan var vent í vinkil til vinstri með stefnu á vörðu utan við hólana og rennan tekin til norðurs milli skerja og inní höfnina. Þar voru skipin svínbundin, ýmist á ytri höfninni eða innri höfninni. Á teikningu frá 18, öld má sjá bæði siglingaleiðina sem og staðsetningu festarhringjanna í landi.

Á Básendum má einnig enn sjá leifar kaupstaðarins, þ.á.m. minjar um landfestar, varir, fiskbyrgi og verslunar- og birgðahús auk búsetuminja. Þar standa ágætlega varðveittar leifar af rétt, hlöðu og fjósi. Einnig má finna þar leifar garðs sem hlaðinn var í hálfhring utan um verslunarstaðinn. Samanburður heimilda og húsaleifa á vettvangi bendir til að fjórar rústir geti verið leifar lifrarbræðsluhúss, skemmu, lýsisbúðar og vörugeymslu. Loks skal getið kaupstaðavegarins. Hann er nær því óskertur frá Kirkjuvogi heim að Básendum. Minjagildi hans er verulegt, ekki einungis vegna þess að fáar ef nokkrar fornar leiðir eru svo stórkostlega vel varðveittar, heldur er hann sýnilegur í landinu með upphækkuðum brúnum og vel til gönguferða fallinn.“

Básendar

Básendar komu við sögu í aðdraganda Grindavíkurstríðsins, eða Fimmta þorskastríðsins, eins og það er stundum nefnt.
Árið 1480 kom stórt þýskt vöruflutningaskip og lá við landfestar við Straumsvík. Sex ensk herskip komu og tóku skipið, fluttu það út og seldu áhöfnina m.a. í ánauð. Englendingar fluttu sig til Grindavíkur, en Þjóðverjar til Básenda. Sú regla gilti að sú áhöfn sem fyrst kom að höfn að voru átti einkaaðstöðu þar það sumarið. Upp spratt verslunarstétt, nefnd “verslunarduggarar”. Þeir fóru að sigla til Íslands, ekki bara yfir sumarmánuðina, heldur alveg fram í nóvember. Íslendingar unnu hjá þeim og sáum um veiðar og vinnslu aflans, t.d. í Grindavík, á Básendum og í Hafnarfirði.
Eftir að Englendingar byrjuðu að sigla hingað komu þeir sér upp umboðsmönnum. Í Grindavík var það Marteinn Einarsson frá Stað. Stjórnaði hann verslun Englendinga hér. Systir hans var gift Englendingi. Lærði Marteinn m.a. listmálun í Englandi. Eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Hafnarfjörð fóru þeir að herja á Englendinga annars staðar, t.d. á Básendum við Stafnes (sem hét Starrnes til forna).
Hinrik VIII. var við völd í Englandi. Aðalhafnir Englendinga voru á Básendum og í Grindavík. Þegar Þjóðverjar komu til landsins 2. apríl 1532 fóru þeir ekki til Grindavíkur heldur inn á Básenda. Fyrirliði þeirra, Ludtkin Smith, hafði sagst ætla að vinna eina höfn af Englendingum, en hann mun hafa verið skyldur fyrirliða þeim er enskir hertóku við Straumsvík og færðu í þrældóm. Samkvæmt reglunni átti hann rétt á aðstöðunni (fyrstur að vori).

Básendar Básendar var aðalhöfnin á Romshvalanesi. Keflavík var ekki einu sinni orðið þorp. Skömmu síðar komu Englendingar að Básendum, réru í land og báðu um að fá að hafa þar aðstöðu. Ludtkin hafnaði beiðni þeirra, sagðist ætla að bíða eftir væntanlegu öðru þýsku skipi þangað. Englendingar virtust taka þessu furðu vel og réru til baka út í skip sitt. Skömmu síðar kom annað enskt skip þar að. Þá breyttist framkoma Englendinganna gagnvart Þjóðverjum. Annað skipið sigldi inn í höfnina og réðst á Þjóðverjana. Héldu Englendingar að þeir hefðu í fullu tré við þá. En þeir vissu ekki eitt, Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði haft vetursetu á Básendum, varðveitt fiskistafla, sem ætlunin var að flytja út að vori, og vingast við heimamenn. Þegar Þjóðverjar sáu hvert stefndi, söfnuðu þeir liði, aðallega Íslendingum, og mikil orrusta verður með fylkingunum. Þjóðverjum og Íslendingum tókst að gersigra Englendinga. Öðru skipinu var sökkt, en Þjóðverjar náðu hinu.
Þótt nú sé fátt á Bátsendum (Básendum) er sýnt getur augljóslega aðstæður þar þennan örlagaríka dag árið 1799 má þó enn sjá ýmislegt ef vel er að gáð. Brunnurinn er t.d. ofan við það sem húsin stóðu, sökkla timburhúsanna má sjá þar, tóftir ofan við vörina, festarkengina frá tímum konungsverslunarinnar og Brennuhól (Brenntorfuna) þar sem eldur var kynntur til leiðsagnar sjófarendum, auk þess sem aðstæður við Bátsenda gefa fólki mynd af því hvernig gæti hafa verið umhorfs þarna fyrr á öldum þegar umsvifin voru hvað mest. Garðar eru hlaðnir utan og ofan við Básenda um túnbleðla, þar er nokkuð heilleg hlaðin rétt og tóftir má sjá nálægt brunninum.
Básendar Tóftir síðasta Básendabæjarins eða sjóbúðarinnar, sem líklegra er, sést enn fremst á tanganum austan Brennitorfuvíkur og neðan hennar er lendingin. Til skamms tíma mátti í henni sjá för eftir kili árabátanna, sem þar voru dregnir upp.
Skoðaðar voru fundamental kaupmannshússins, leifar lýsisbræðslunnar, réttin, sem er nýlegra mannvirki, brunnurinn og garðarnir umhverfis. Þá var litið á Brennitorfuhól, eða Brennihól eins og hann var einnig nefndur. Á honum var tandrað bál þegar rökkvað var orðið og ekki allir bátar komnir inn til lendingar. Draughóll er skammt sunnar. Á honum er talið að hafi verið dys, en það mun ókannað.
Þar sem staðið er á flóraðri stétt sölubúðarinnar á Básendum, sem enn sést, má vel gera sér grein fyrir hvernig þarna var umhorfs fyrr á öldum. Húsið hefur verið í vinkil, fremur lítið. Vestan við það hefur vöruhúsið staðið. Sér þar fyrir grunni, um 20 m á lengd og 12-15 m á breidd. stærra hús. Austan við sölubúðina hefur kaupmannshúsið staðið staðið, en framan og til hliðar við húsin hefur lýsisbræðslan verið. Planið framan við húsin er flórað og sést drjúgur hluti þess enn. Ljóst er að mikill umgangur hefur verið um planið, enda vel máð. Neðan þess er vik í klappirnar, rétt sunnan festarkengs, sem þar er. Annar kengur var í klöpp skammt vestar, en virðist nú horfinn. Hugsanlega er þarna um að ræða leifar lendingar smærri báta, sem ferjað hafa varning að og frá kaupskipinu, sem bundið var í innri víkinni, neðan verslunarhúsin. Léttari varningur hefur væntanlega verið dregin í land á lyftuböndum.

Básendar Sjóbúðin vestast á tanganum virðist í fljóti bragði hafa verið bær, en það getur þó varla verið. Til hliðar við búðina, sem hefur staðið með gaflinn mót hafi (vestri), eru afhýsi, líklega notuð til geymslu varnings og veiðarfæra. Ólíklegt er að áhafnir hafi haldið til í búðinni, en hún mun þó líklega hafa hafst þar við á meðan róðralotur stóðu yfir, en þess á milli dvalið heima hjá sér eða á nærliggjandi bæjum.
Norðaustar er hlaðinn rétt eða kálgarður með hesthúsi að baki, en hlöðuveggir eru þar laust norðvestan við. Austan við brunninn hefur verið kálgarður, tvíhlaðinn úr úrvalsgrjóti. Frá þessum stað má sjá að kaupstaðurinn hefur verið alveg afgirtur að sjó. Fiskabyrgi, lítil og kringlótt eða sporlaga, úr einhlöðnu grjóti, hafa verið á klettum og hólum víðsvegar að ofanverðu.
Mikið útræði var lengi á Stafnesi og nærliggjandi bæjum, enda stutt á miðin. Vörin er beint fyrir neðan sjóbúðina. Um aldamótin 1900 er því lýst að þar hafi mátt sjá merki eftir kjöl bátanna, sem þar voru dregnir upp.
Þegar Básendar eru gaumgæfðir út frá minjunum, örnefnum og aðstæðum vakna þeir ósjálfrátt til lífsins og auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig mannlífið, sjósóknin og verslunin hafa gengið fyrir sig þótt ekki séu þar enn heil hús eða búðir.
Vöruhúsið á Básendum var flutt til Keflavíkur árið 1800 og stóð við Hafnargötuna sunnan við Norðfjörðsgötu og kallað Svarta pakkhúsið.
Ætlunin er að fara fljótlega aftur að Básendum og gaumgæfa skerin.
Frábært veður.

Básendar

Básendar – letur.

Garðaflatir

„Skemmtilegar sagnir um Garða hafa spunnist um örnefnið Garðaflatir í hinu forna afréttarlandi Álftaneshrepps og birtust hjá Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni í Gráskinnu árið 1928:

Gardaflatir - yfirlit

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

„Sagt er að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður. […] Maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsar hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varizt svefni. Hann dreymir að maður tígulegur kemur til hans og segir:

gardaflatir - minjar

Garðaflatir; eldhús?

„Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, þá hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur.“
Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýms merki þess má sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sézt til skamms tíma.“
Í sagnaþáttum sínum árið 1951 telur Ólafur Þorvaldsson einnig að umgetnar flatir hafi fengið nafn af Görðum en skýring hans er þó
jarðbundnari: „Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi […] Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum“. Ólafur segir auk þess frá því að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.“

Heimild:
Ragnheiður Traustadóttir og Rúna Knútsdóttir, 2004. Garðahverfi – Fornleifaskráning 2003. Bls. 29-30.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

 

Maríhellar

Kíkt var á „Maríhellana“ í Heiðmörk. Um er að ræða nútímalegt samheiti tveggja hella, sem notuð voru sem fjárskjól fyrrum; Urriðakotshelli og Vífilsstaðahelli. Í sumum heimildum er talað um Vífilstaðahelli í nyrsta hellinum og Urriðakotshelli í miðhlutanum. Á seinni tímum hefur syðsti hluti Urriðakotshellis verið nefndur Draugahellir, en hann þjónaði áður engum sérstökum tilgangi. Tiltölulega nýlega hafa hellarnir fengið samnefnið Maríuhellar.

Maríhellar

Maríuhellar.

Miðhlutinn (Urriðakotshellir) er oft notaður af fólki til dægrastyttinga, einkum þegar vel viðrar. Í austurhluta jarðfallsins er Maríuhellir. Landamerki bæjanna, Urriðakots og Vífilsstaða, eru á urðarhól (Dyngjuhól/Hádegishól) skammt ofan við hellana.
Syðsti hellirinn (Draugahellir) er með þröngu opi, en þegar niður er komið er um rúmgóðan helli að ræða. Sver hraunsúla er í honum, sem hægt er að umhverfis og einnig afhellir.
Nyrsti hellirinn (Vífisstaðahellir) er aðgengilegur. Hann er í stóru jarðfalli, en þegar inn er komið tekur við nokkuð rúmgóð og löng hraunrás með mold í gólfi. Allt um kring vaka steinrunnin tröll yfir munnunum. Einhverjum húmaristanum fannst tilvalið að nefna Vífilsstaðahelli „Jósepshelli“ eftir að hafa komið í „Maríuhelli“, en það lýsir fyrst og fremst fákunnáttu þess sama á staðháttum.

Maríuhellar

Maríuhellar – uppdráttur ÓSÁ.

„Maríuhellar“ eru ágætt dæmi um hversu illa hægt er að leika hella ef of margir hafa aðgang að þeim. Þeir hafa greinilega liðið fyrir nálægðina. Ef einhvern tímann hefur verið falleg hraunmyndun í einhverjum þeirra þá eru hún horfin núna. Sama gildir og um aðra hella í nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Auðvelt er að eyðileggja nokkurra þúsund ára steinmyndanir á skömmum tíma af fákunnugum. Jafnan hendir fólk miklu drasli af sér í hellana, en þeir hafa þó verið hreinsaðir af og til. Þegar þetta er ritað var umgengnin með besta móti.
Mikilvægt er að fólk, sem vill sækja hella heim, fari varlega og gæti þess að skemma ekki verðmæti, sem í þeim eru. Það á reyndar við um allt annað – allstaðar – alltaf.
Frábært veður.

Maríuhellar

Í Maríuhelli.

Krýsuvíkurkirkja

Eftirfarandi frásögn Þórðar Jónssonar frá Eyrarbakka um „Ferð til Krýsuvíkur“ birtist í Heimilisblaðinu árið 1945:
krysuvik-323„Ég hafði margheitið því að fara til Krýsuvíkur undir eins og þangað væri komin bílfær vegur.
Hinn nýi Krýsuvíkurvegur er einhver fallegasti og bezt gerði vegur, sem ég hef séð. Að þeirri vegabyggingu hafa áreiðanlega unnið þeir menn, sem verkinu voru vaxnir. Vegkantar og uppfylling á jafn ósléttu landi eru snilldarverk. Það er ekki sök þeirra, sem hlaðið hafa þennan fallega veg, þótt hann sé með sama miðaldalaginu og aðrir vegir sem lagðir hafa verið á landi hér síðustu áratugina, að engin leið er nútíma flutningatækjum að mætast á þeim nema á vissum stöðum — útskotunum svonefndum — þar sem hve verður að bíða eftir öðrum. Sjá allir, hvers ramgallað slíkt fyrirkomulag er. Það er skiljanlegt, að allt á þetta að vera til sparnaðar. En það vita þeir, sem við veglagningar hafa unnið, að vegkantarnir eru víðast hvar langdýrasti hluti vegarins, en minnstu munar, ef efni til uppfyllingar til staðarins, hvort vegurinn er nokkrum sentimetrum breiðari.

krysuvikurkirkja-344

Þetta fyrirkomulag á hinum nýju vegum sem hér er drepið á, er áreiðanlega vafasöm búhyggindi. Næstu kynslóðir munu ekki sætta sig við svona vegi með sífellt stækkandi flutningatæki, og endirinn verður að óhjákvæmilegt verður að endurbyggja alla þessa vegi, og það jafnvel áður en langt um líður.
Það er ekkert undarlegt, þótt mönnum verði tíðrætt um Krýsuvík. Mönnum er ljóst að Krýsuvík á sína sögu engu síður en aðrir landshlutar þessa lands. Þar sem bæirnir hafa staðið, sjást tóftarbrot hálf- og alfallin, og eru nú grasi vaxin. Aðeins kirkjan er eftir og sætir furðu, að hún skuli hafa staðið af sér alla storma eyðileggingarinnar. Að kirkjunni vík ég síðar.
Eins og kunnugt er, hefur einn maður af síðustu kynslóð Krýsuvíkurbyggðar aldrei yfirgefið þetta byggðarlag. Hann virðist hafa verið bundinn þessu byggðarlagi órjúfandi böndum tryggðar og vináttu. Þessi aldraði merkismaður heitir Magnús Ólafsson. Hann er nú — að mig minnir — 73 ára að aldri og hefur átt heima í Krýsuvík óslitið í 55 ár að undanteknum nokkrum vikum úr sumum þessum árum. Eftir að öll hús byggðarinnar voru fallin og rifin flutti hann sig í gömlu kirkjuna og hefur búið þar síðan, og má vel vera að sú sé orsökin, að kirkjan hefur ekki hlotið sömu örlög og önnur hús á þessum stað.

magnus olafsson-231

Þarna vorum við félagar þá komnir heim á hið forna höfðingjasetur Krýsuvík eftir röskan klukkustundar akstur frá Reykjavík, það sem áður var margra klukkustunda ferð. Nei, það var engin lygi, að það væri búið að færa þessa sveit nær menningunni.
Úti fyrir kirkjudyrum sat hinn aldraði húsbóndi og tók,mjög vingjarnlega kveðju okkar ferðalanganna. Ég fór að telja á fingrum mér hve mörg ár væru nú liðin síðan ég kom þarna síðast, síðan í febrúar 1896 (ég var þá á sextánda ári). Vildi þá útkoman verða nálægt fjörutíu og níu og hálft ár. Jú, það skeður nú margt á skemmri tíma. Mér varð hugsað til þessarar fyrri komu minnar samanborið við þessa komu mína á þennan stað. Nú var sólbjartur sumardagur, en þá hörku norðanbylur og snjór í hné eða meir. Ég strákhnokki með allan minn veraldarauð í strigapoka á bakinu og að auki rúma krónu í buddunni sem farareyri og gat naumast staðið uppréttur undir þeim ofurþunga. En hvernig voru nú ástæðurnar? Bezt að koma öllum þessum reikningum á hreint. Nú var ég þó létt klæddur með hendur í vösum, en annað setzt á bak mér engu léttara en pokinn í fyrri daga. Gamla konan Elli var nú farin að gerast áleitin en frábitin öllum ástaratlotum og lagaskilnaði, og þó ekki um annað að gera en lúta valdi hennar — gömlu konunnar. Þegar öllu var á botninn hvolft var þá líklega pokinn með tilheyrandi öllu viðkunnanlegri en slíkt konuríki. Að öllu þessu fljótlega athuguðu settist ég hjá gamla manninum við kirkjudyrnar og tók að spyrja hann spjörunum úr. Mér varð fljótt ljóst, að þarna var maður, sem vert var að kynnast og tala við, bráðgreindur maður og alúðlegur, sem þekkti sögu þessarar sveitar langt aftur í tímann eins og fingur sína. Það hefði vissulega verið gaman og gagnlegt að mega tala við Magnús í ró og næði og jafnvel ferðast með honum þarna um nágrennið.

krysuvik-354

En tími okkar félaga var naumur og nokkuð áliðið dags. Ég labbaði um kirkjugarðinn með Magnúsi. Hann benti mér á leiði, sem hann sagði, að síðast hefði verið jarðað í. Austan undir kirkjugaflinum varð mér starsýnt á eitt leiði sökum þess að það var eina leiðið í kirkjugarðinum, sem á var lítilsháttar minnismerki. Er það þó ekki annað en trégirðing komin að falli. Magnús sagði mér, að þarna væri jarðaður Árni sýslumaður Gíslason, en hann bjó í Krýsuvík um nokkurra ára skeið, sem kunnugt er, og var hann þar húsbóndi, er mig bar að garði, sem fyrr segir.
Og nutum við, ég og félagar mínir, krysuvik-371hinnar mestu gestrisni og höfðingsskapar, sem Árni sýslumaður var kunnur fyrir á sinni tíð. Svona eru örlögin. Nú var ég allt í einu staddur við legstað míns forna gestgjafa og ég hörfaði skref aftur á bak. Þarna mátti ég ekki stíga með skó á fótum á jafn helgan stað og bæla græna grasið umhverfis leiðið hans, ef til vill raskaði ég með því grafarró hins mæta manns.
Ég bað Magnús að lofa okkur að sjá kirkjuna, sem nú er íbúðarhús hans, og var það auðsótt. Þarna var þá rúm hans við austurgafl framan verðan. Það var þá ekki annað en húsgaflinn, sem aðskildi höfðalagið og leiði hans forna húsbónda, Árna sýslumanns. Það er ekkert ýkja langt frá veruleikanum, að þar hvíli húsbóndinn og þjónninn við sama höfðalagið, þótt annar sé lífs en hinn liðinn. Sjaldgæft er þetta, en Magnús hefur tekið ástfóstri við kirkju og kirkjugarðinn og allt annað í Krýsuvík.
Mér er í barnsminni, að ég heyrði talað um hinn stórbrotna búferlaflutning Árna sýslumanns austan frá Kirkjubæjarklaustri og til Krýsuvíkur. Hann var sýslumaður Skaftfellinga og bjó stórbúi á Kirkjubæjarklaustri.
Það má nærri geta að slíkir krysuvik-432búferlaflutningur á þeirri tíð var engum heiglum hent öll þessi vegalengd og allar þær stórár, og allt varð að flytja á hestum (á klökkum) sundleggja hestana og ferja á smábát allan farangur yfir stórvötnin. Hvernig mundi nú tímakynslóðinni geðjast að slíkum vinnubrögðum?
Ég heyrði talað um, að sauðfé Árna sýslumanns hefði verið um 1200 talsins, er hann fluttist að Krýsuvík. Ef það væri satt, hafa eflaust ekki margir bændur á Íslandi verið fjárfleiri en hann á þeirri tíð.
Mér er sagt, að nú sé Hafnarjarðarbær eigandi Krýsuvíkur. Er það vel farið, að það land lenti hjá því bæjarfélagi, úr því að íslenzka ríkið var ekki svo framtakssamt að eignast það. Það er sagt að Hafnfirðingar hafi í huga stór áform í Krýsuvík, enda eru þar margbrotnir ræktunarmöguleikar. Hafnfirðingar eru líka allra mannna líklegastir til þess að bæta þessum eyðijörðum í Krýsuvík upp giftuleysi liðinna ára.
Ég get ekki lokið svo við þessar hugleiðingar mínar um Krýsuvík, að ég minnist ekki ofurlítið frekar á kirkjuna og kirkjugarðinn þar. Kirkjan þar og kirkjugarðurinn eru í mínum augum helgir dómar, og þessa helgu dóma má með engu móti eyðileggja. Kirkjugarðinn verður að girða og breyta í trjá- og skrúðgarð og vanda þar allt til sem bezt. Kirkjuna verður að byggja að nýju í sama formi og hún er, og á sama stað.
Kirkjan á „sjálf víst ekki grænan eyri til endurbyggingar, Krysuvikurkirkja-371en hvað munar menn og ríkið um slíka smámuni? Það er verið reisa úr rústum gamlar kofarústir inn um alla afrétti og við skömmum liðnar kynslóðir fyrir trassaskap og vanrækslu í meðferð verðmæta – sem við köllum svo — hví skilum við þá á þessari mennta- og menningaröld fara að eyðileggja allar menjar um forna frægð Krýsuvíkur? Ég á vont með að trúa því, að nokkur Íslendingur nú á tímum væri svo auðvirðilega nískur að telja eftir nokkrar krónur til endurbyggingar á kirkjunni í Krýsuvík, þótt sú kirkja yrði aldrei notuð til messugjörða. Það er heldur vissulega ekki meining mín.
Að endingu þetta: Það verður líka að byggja sómasamlegt hús í Krýsuvík handa hinum aldraða Magnúsi Ólafssyni, ef hann æskir þess að fá að vera þar það sem eftir er lífdaganna, gamla manninum, sem sýnt hefur þessu plássi hina frábæru tryggð.
Ég þakka svo Magnúsi Ólafssyni fyrir vinarþel og kurteisi og ef til vill á ég eftir að hitta hann aftur í Krýsuvík, mér til ánægju og fróðleiks.“

Heimild:
-Heimilisblaðið 34. árg., 9.-10. tbl. 1945, bls. 172-174 og 193.

Krýsuvík

Bleikhóll í Krýsuvík.