Staður

Hér gengur Jökull Jakobsson með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Þriðji þáttur. Frá 3.febrúar 1973.

Staður

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

„Í gamla daga var Staðarhverfið afskekkt, vegakerfið ekkert, en slóðar víða um hraunin. Það er ákaflega fróðlegt að sjá hin djúpu för í hraunhelluna. Þá gengu menn í skinnskóm svo það hefur tekið langan tíma að móta stígana. Allt var borið á bakinu. Ég man eftir því að fram undir 1925 urðu sjómenn að sækja síldina á bakinu til Keflavíkur. Þegar svo erfitt var að ná í beituna var farið sparlega með hana. Enda gættu formenn þess vel að ljósabeitan, lýsa og karfi og hrognkelsi þegar komið var fram á vertíðina, væri vel nýtt. Þetta þótti ágæt beita og oft fékkst vænn fiskur á ljósabeituna. Ýmsir áttu hér leið um. Sumt voru kynjakvistir og nokkri eru mér minnistæðir frá því að ég var strákur. Má þar nefna Einar póst, Hann var Árnason og var ættaður af Ströndum og hafi sérkennilegt útlit. Hann var dvergvaxinn, með stórt höfuð, hendurnar náðu niður að hnésbótum, boourinn langur en fæturnir mjög stuttir. Þetta var maðurinn sem bar póstinn til Grindvíkinga þegar ég man fyrst eftir. Póstferðunum var þannig háttað að hann var sendur með skipi frá Reykjavík til Keflavíkur þar sem Einar átti heima. Þótt Einar væri lítill var hann annálaður hversu duglegur hann var að bera út. Leið hans lá um Hafnir og til Grindavík og um Grindavík í Selvoginn og austur á Eyrarvakka. Hann skilaði af sér pósti hvar sem hann kom og rölti til baka frá Eyrarbakka til Keflavíkur. Hann var alltaf með hálffula töskuna. Við strákarnir hlökkuðum alltaf til þegar pósturinn kom. Við fylgdumst vel með því er hann kom. Hann birtist upp á Gjánni. Þar stansaði Einar og blés í lúðurinn. Við strákarnir hlupum á móti honum og tókum við pokanum og bárum hann heim í hlað. Einar átti það til að vera erinkennilegur í svörum.
Eitt sinn var Grindvíkingur staddur í Keflavík og spurði Einar. „Er þetta bærinn þinn, Einar“. „Við köllum þetta ekki bæ hér í Keflavík. Við köllum þetta hús.“
Snúum okkur aftur af póstferðum Einars. Við leiddum hann í bæinn. Einar var stuttur í svörum. Svo var honum jafnan borinn matur og drykkur. Hann var jafnan þreyttur eftir gönguna. Það var ekki fyrr en Einar var sestur að góðum málsverði og  fengum við lánaðan lúðurinn undir það er Einar var að verða saddur.
Sigurður Erlendsson (Siggi bóki). Hann var þekktur hé rí Grindavík fyrir það að hann fór á hverju vori um Reykjanesið og seldi bækur. Þær bar hann í þungu kofforti. Hann var rauðbirkinn og talaði hægt og seint. Hann kom hér að Húsatóftum á leið hans frá Höfnum. Pabbi keypti alltaf eitthvað af honum. Siggi bóki las stundum upp úr bókum fyrir okkur krakkana.
Okkur þótti vænt um þegar Hjálpræðisfólkið var hér á ferðinni. Það seldi bækur, Herópið og Unga Ísland. Þessu þótti okkur unga fólkinu mikill fengur.
Þessar konur gengu bæ af bæ og sendu bækur, en voru ekki með samkomuhald, ekki fyrr en seinna. Þær voru tilbreyting við daglega lífið.
Vafalaust var rætt við trúmál við þær, en ég man ekki eftir traumum sérstökum. Gamla fólkið hafði sinn prest og það virtist duga.
Einn þessara manna, Sigurður Sveinbjörnsson, var þekktur lengi í Reykjavík, kallaður Siggi á kassanum og prédikaði á Lækjartorgi. Hann þótti strangur í kenningum. Hann kom hingað og seldi bækur. Hann gisti einu sinni hjá okkur á Húsatóftum. Um kvöldið var þeim, mömmu minni og hann, ósammála um trúmál. Mamma hafði álit á kenningum Haralds heitins Níelssonar, en þær voru Sigga á kassanum ekki að skapi. Um morguninn spurði Siggi hvað næturgreiðinn kostaði: Mamma sagði það ekki venjan að taka fyrir gistingu. Þá tópk Siggi up veskið sitt og lagði 10 kr á borðið og sagði „Ég fer nú ekki að þiggja ókeypis næturgreiða frá andartrúakerlingu“.

Staður

Staður fyrrum.

Það var auðvita fáförult vegna þess hversu hérna var einangrað. Vegur kom fyrst til Grindavíkur 1918. Það voru óskapleg viðbrigði. Vegurinn til Keflavíkur var kominn fyrr og það þurfti átök að fá veginn til Grindavíkur. Grindvíkingar höfðu með sér samtök og samþykktu að leggja til hálfan hlut af vetrarvertíðinni þangað til vegurinn væri kominn til Grindavíkur. Þetta var gert og það tók 4 ár að gera veginn til Grindavíkur. Síðan var haldið áfram og vegur lagður út í Þórkötlustaðahverfið og síðan út í Staðarhverfið. Lífsviðhorfið með tilkomu vegarins gjörbreyting.
Ég gekk í skóla út í skóla út í Járngerðarstaðahverfi. Þangað er þriggja kortera gangur. Við fórum annan hvorn dag. Við sátum í skólastofunni. Þá heyrðist undirgangur, ferlegri en áður hafði gerst í Grindavík. Þá sáum við hvar bíll kom niður veginn og niður að verslun Einars í Garðhúsum. Allir risu úr sætum sínum og við krakkarnir hlupum á dyr og kennarinn kom röltandi á eftir. Við hlupum niður að sjónum þar sem bæíllinn var stoppaður og komum nokkrun veginn jafnt niður að honum. Einar, virðurlegur, kom úr úr sinni búð og tók á móti bílsstjóanum. Það er mér minnistætt hversu bílstjórinn var stór og mikill, með borðalaga húfu, guði líkastur. Honum var boðið inn fyrir búðaborðið, boðinn vindill og Einar spjallaði um bíla og við krakkarnir göptum af forundran.
Svo kom að því að maðurinn fór til baka. Þar kom hann að garði, sem var hindrun. Þar bjuggu bræður sem ekki voru alltaf sammála. Þegar bílstjórinn var að snúa við rakst bíllinn í garðinn og braut hann niður áður en ekið var í burtu.
„Hvað með símann og útvarp?“

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

„Mér er ákaflega minnistætt þegar við náðum í útvarp. Ég var þá 15 eða 16 ára. Ég var staddur úti í Játnegrðarstaðahverfið. Þá sagði kunningi minn að í kvöld væri hægt að hlusta á útvarp í samkomuhúsinu. Menn komu frá Reykjavík og ætluðu að selja atganginn. Það kostaði 2 kr. og 50 aurar. Þetta var dýrt. Kunningi minn lánaði mér upphæðina og ég fór með öðru höfðingsfólki á samkomuma. Þarna var presturinn, kaupmaðurinn og aðrir betri borgarar. Eftir mikið brak og fyrirgang heyrðum við eitthvert surg. Okkur var sagt að hljóðið kæmi alla leið frá London. Okkur þótti mikið til koma. Meira heyrðum við ekki að þessu sinni. Þeir sýndu okkur þó heyrnartæki og leyfðu nokkrum að koma upp á svið til að hlusta. Með því var hægt að einhverra orða skil. Ekki átti ég þó kost á því.
Árið 1930 kom útvarp fyrst út í Staðarhverfi. Þá var keypt útvarp heima hjá okkur. Það var stór stund þegar við gátum hlustað á fréttir, fróðleg erindi og söng. Messurnar voru á sunnudögum. Staðhverfingar komu frá ýmsum bæjum messuklæddir að Húsatóftum til að hlusta á messuna. Menn höguðu sér á allan hátt eins og þeir væru í kirkju.
Þegar horft er yfir víkurnar má minnast þess aðs jórinn hefur gefið mikið, Grindvíkingum og þjóðinni allri. En hann hefur líka heimt sína tolla. Hér hafa örlög ráðst á mjög skammri stundu. Eftir að Slysavarnafélag Ísland kom til sögunnar breyttist margt og með þeim tækjum, sem það bjó yfir. Björgunarsveitin Þorbjörn var stofnuð 29 jan. 1928 og u.þ.b. 4 mánuðum seinna fékk hún sína eldskírn því þá björguðu hún 38 mönnum af frönskum torgara út á Hrauni. Örksömmu eftir að síðasti maðurinn var dreginn í land brotnaði skipið í öldurótinu.
Þessi strönd hefur marga sögu að geyma og sumar þungar. Mér dettur t.d. í hug þegar færeyska skútan Anna frá Tóftum fórst hér. Það var 4. apríl 1924 að menn, sem gengu í fjörunni, fundu brak og það leyndi sér ekki að skip hafði farsit. Fyrsta kvöldið fannst lík og fleiri eftir það. Brak af skútunni fannst skammt utar. Næstu dag avar gengið um fjörur og hinir dánu flutti utan sjó til byggða. Það var ákaflega þungt yfir þessa daga.
Einn morguninn vakti pappi sálugi mig og sagði aðég þyrfti að fara vestur meðs tröndinni að leita. Ég færðist undan þessu, en hann sagði að þetta yrði að ske áður en færi að falla að. Ekki var um annað að hlíða. Þórhallur yngri bróðir minn fór með mér.
Þegar mér var litið niður í föruna á stórgrýttum kampi sá ég mannsfót. Við fórum niður og þá lá líkið í djúpri holu. Fóturinn stóð upp úr. Eftir nokkra erfipðleika náðum við þeim dauða upp úr. Hann var fatalaus, hafði verið stór maður með svöðusár á enninu. Loksins tóks okkur að ná honum upp. Þegar upp á fjöruborðið kom lögðum við manninn til. Ég sneri við honum baki og ætlaði að halda áfram eftir fjörunni. Þá greip mig mikill ótti svo ég tók strikið upp eftir heiðinni og beint heim.
Í nefinu fyrir framan okkur strandaði 1924, fjórum mánuðum fyrr en Anna frá Töfte strandaði, þá strandaði þýskur togari, Slúturp hét hann. Þetta var hans fyrsta ferð og sigldi á fullri ferð upp á malarkampinn. Salt var í honum og stóð hann réttur. Þegar fór að bresta út settu skipsmenn út stiga og gengu þurrum fót í land. Togarinn gaf Reyknesingum mikið af kolum. Þetta strand var í sjálfu sér ekkert harmað. Það meiddist enginn. Farið var með skipsmennina á hestum út í Járngerðarstaðahverfi. Skipstjórinn var mér minnistæður, ákaflega feitur maður. vegna þess að kampurinn var ósléttur var að brúa kampinn með timburrörum svo hægt væri að koma honum yfir heilu og höldnu. Ekki hefur verið auðveldara með björgun en úr þessu strandi.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Árið 1933 var hér hörmulegt strand, aðeins hérna utar, í Alnboga. Þar strandaði Skúli fógeti. Af honum var  bjarga 24 mönnum en 13 fórust. Um nóttina var mjög vont veður, kafaldsbylur, snjóaði mikið og hvassvirði. Ekki sá út úr augum.
Björgunarsveit frá Reykjavík lagði af stað vegna sambandleysis við Grindavík, en komst varla. Björgunarmenn fóru héðan og komu á strandsstaðinn um kl. 05:00 um morguninn. Aðkoman var ömurleg, hátt var í sjó og miðjan á skipunu og brúin voru að mestu í kafi. Björgunarsveitin kom fyrir sínum tækjum. Á mjög skömmum tíma tókst að bjarga eftirlifendum til lands. Þá voru 13 menn dánir. Þeir sem komust á hvalbakinn björguðust allir. Hvað eftir annað gengu holskeflur yfir hvalbakinn og af og til sáust menn hanga utan á hvalbaknum, en alltaf tókst að draga þá inn aftur. Tveimur mönnum aftan á skipinu tókst á milli stórsjóa að komast fram á hvalbakinn og björguðust. Talar var um það að björgunarmennirnir hefðu þarna unnið mikið afrek.
Ef við förum svo hér nokkuð vestar, vestur fyrir Háleyjar, þá strandaði þar botnvörpungurinn Jón Baldvinsson. Það var 31. mars 1955. Þar var 42 mönnum bjargað. Björgunarsveitin var mjög fljót á vettvang enda þótt þeir hafi þurft að bera tækin alllanga leið. Aðstaða til björgunar var góð því báturinn hafði farið upp undir berg, en hins vegar var veltubrim og stórsjóir gengu yfir hann. Mennirnir voru dregnir í land og fljótlega veltu brimskaflarnir Jóni Baldvinssyni á hvolf.

Clam

Clam á strandsstað.

Færum aðeins vestar og þá vestur fyrir litla vitann. Þar strandaði olíuskip, Clam held ég að hafi heitið. eitthver stærsta skip sem strandað hafði á Íslandi um 10.000 tonn að stærð. Verið var að draga það frá Reykjavík áleiðis til Englands. Ekki var vont veður. Þegar kom hér við Reykjanesið slitnaði dráttartauginn og það rak að  landi. Skipið strandaði nokkrum mínútum áður en björgunarsveitina bar að. Lágir sjóir skullu á það. Svo óheppilega vildi til að menn þustu í tvo björgunarbáta. Yfirmenn skipsins lögðu brátt bann við að menn færu í bátana, en ekki var hlustað á það. Þegar bátarnir voru fullir rak bátana og hvolfdu. Allri drukknuðu, nema tveir menn sem sjórin kastaði upp á bergsillurnar. Eftri einum þeirra varð að síga. Vel gekk að bjarga hinum, sem um borð í skipinu voru. Þetta voru Englendingar og Kínverjar. Mér var sagt að álíka margir hefðu farist af hvoru þjóðerni. Þarna var 24 mönnum bjargar að ég tel 54. Skipið var þarna lengi vel á eftir, en nú sést ekkert til þess lengur.
Búðarklettur frá Hafnarfirði strandaði hér utan við í vondu veðri. Skipverjar björguðust, en tveir farþegar um borð fórust. Öðlingur, lítill bátur af Stokkeyri, rak þarna upp, en hann var mannlaus. Hann hafði verið yfirgefinn utan við Stokkseyri í vopndu veðri og brotnaði undir Hrafnkelsstaðabergi. Bátur frá Vestmannaeyjum var á veiðum grunnt undan Háleyjum þegar kviknaði í honum. Áhöfnin gat stímað honum í land og allir björguðust.
Síðasta opna skipið sem fórst héðan úr Staðarhverfinu var á vetrarvertíðinni 1915. Það var tvíróið þennan dag, gekk á með éljum. Báturinn fór út til að leggja þorskanetum. Sást til hans undir seglum. Nokkru síðar skall á él og báturinn sást ekki meira. Ellefu menn voru um borð, þ.á.m. þrír bræður, synir Árna Jónssonar, sem bjó hér í Staðarhverfinu þá.
Hér hafa orft orðið hrakningar þegar einuns var hægt að treysta á árar og segl. Brimað gat á nokkrum mínútum. Þá var oft erfitt því ekki var árennilegt að fara hér í gegn. Þá urðu menn að leggja á sundin upp á líf og dauða. Stundum heppnaðist þetta, en ekki alltaf. Hrakningsveður mikil gátu verið hérna. Eitt sinn 1916 var róðið héðan í rennisléttu veðri og hægum andvara. Þá skall á norðanveður eins og hendi var veifað. Einn náði höfn. Aðrir bátar hröktust hér fyrir utan og náðu sumir landi í Víkunum hingað og þangað út eftir, nema fjórir. Þá hrakti út fyrir litla vitann og röstin tók við þeim. Þá vildi til að skúta frá Reykjavík, Ester, var stödd þar fyrir utan. Áhöfnin bjargaði bátsverjum af hinum hröktu skipum. Það var mikið afrek því sjálft var Ester ekki nema 100 tonn.
Næstu dagar voru þungir hjá Grindvíkingum eða allt þar til Ester sigldi inn á víkina með áhafnirnar.
Lífsbaráttan setti mark sitt á mannlífið í Staðarhverfi, einkum á kvenfólkið. Sérstaklega gat þetta verið erfitt fyrir mæðurnar. Þegar útlið var sem erfiðast héldu þær konur sig ekki mikið innan um aðrar, fóru einförum, háðu sína baráttu sína út af fyrir sig.
Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Frá 3.febrúar 1973
.

Grasalækningar hafa verið stundaðar um allan heim frá örófi alda.
Hér á landi má telja víst að landnámsmenn hafi Asdis ragnakomið með þekkinguna með sér þegar þeir námu Ísland en grasalækningar koma bæði við sögu í íslenskum fornsögum svo og í mörgum íslenskum þjóðsögum.
FERLIR fór nýlega í grasaferð með Ásdísi Rögnu Einarsdóttur, grasafræðingi. Hún miðlaði af þekkingu sinni um áhrifamátt einstakra plantna, hvort sem um var að ræða blóm þeirra, stöngla eða rætur.
Í grasalækningum eru seyði, te, stílar, smyrsl eða áburður unnið úr plöntum. Í þessum fræðum eru ekki bara einangruð virk efni jurtarinnar notuð, þ.e. þau sem hafa sterkustu áhrifin, heldur ákveðnir hlutar jurtarinnar í heild sinni, þar sem hin fjölþættu efni hennar hafa víðtæk áhrif á allan líkamann.
Grasalæknar blanda alltaf jurtablöndur fyrir hvern einstakan sjúkling enda er markmiðið ekki eingöngu að vinna á sjúkdómseinkennunum heldur að bæta heilsu sjúklingsins almennt. Á meðan hvönnin vinnur t.d. gegn sleni og niðurbroti líkamans bætir vallhumallinn blóðstreymið, garðabrúðan vinnur gegn of miklum tíðum kvenna og svo mætt lengi telja. Nánast hver einasta villta planta landsins fjarri þéttbýli getur þannig gagnast einhverjum til að bæta fyrir eitthvað, sem betur mætti fara.

Heimildir:
-madurlifandi.is

Gullkollur

Gullkollur og blóðberg.

Krýsuvík

Í Lögbergi árið 1948 er viðtal við Jens Hólmgeirsson, framkvæmdastjóra, um fyrirhugað stórfellt landnám í Krýsuvík undir fyrirsögninni „Stórfellt landnám í Krýsuvík á vegum Hafnarfjarðarbæjar –
Lokið er byggingu eins íbúðarhúss og hafinn undirbúningur að túnrækt og byggingu gróðurskálans:

krysuvik-221„Í Krýsuvík á sunnanverðu Reykjanesi var áður allmikil byggð, sem lagðist með öllu niður fyrir nokkru. Þar eru mikil jarðhitasvæði og allgóð aðstaða til ræktunar bæði við jarðhita og án hans. Nú hefir Hafnarfjarðarbær hafið þar landnám að nýju. Er ætlunin að stunda þar bæði nautgriparækt til mjólkurframleiðslu og ræktun matjurta og grænmetis í upphituðum gróðurskálum. Framkvæmdastjóri garðræktarinnar þar hefir verið ráðinn óskar Sveinsson garðyrkjumaður, en Jens Hólmgeirsson mun sjá um stofnun og starfrækslu kúabúsins. Tíðindamaður blaðsins hefir átt tal við Jens Hólmgeirsson um þessi mál.

Heil kirkjusókn í eyði
— Var ekki allmikil byggð í Krýsuvík áður fyrr?
— Jú, Krýsuvík var stórbýli fyrr á öldum og höfuðból, og auk þess voru áður í Krýsuvíkurhverfinu 10—12 hjáleigur og smærri býli. Á þeim tíma var þarna all-fjölmennt og fram undir 1600 var prestur í Krýsuvík. Eftir það var Krýsuvíkurkirkja annexía frá Strönd í Selvogi, en síðar var kirkjunni þjónað frá Grindavík. Árið 1928 mun kirkjan hafa verið lögð niður, enda var þá aðeins fátt fólk eftir í sókninni. Munir og gripir kirkjunnar voru þá fluttir í Þjóðminjasafnið, en húsið, stendur ennþá. Árið 1901 eru taldar 42 sálir í Krýsuvíkursókn, og eru þá aðeins fimm bæir í byggð. Árið 1934 mun síðasti bóndinn hafa flutt úr byggðarlaginu. — Bjó hann í Nýjabæ og hafði verið þar bóndi um 40 ára skeið og komið upp 17 mannvænlegum börnum.

Bjó einn í kirkjunni
Byggð féll þó eigi niður í Krýsuvík fyrr en árið 1945. Síðasti íbúi Krýsuvíkur var Magnús Ólafsson. Hann kom 18 ára gamall sem vinnumaður til Árna sýslumanns Gíslasonar, sem flutti til Krýsuvíkur nokkru fyrir síðustu aldamót. Magnús ílentist svo í Krýsuvík, tók órjúfandi tryggð við staðinn og undi þar vel hag sínum, þótt aðrir flyttu brott. Síðustu árin bjó hann þar einn síns liðs með kindur sínar. Hafði hann íbúð í kirkjunni eftir að hún var lögð niður. 1945 veiktist Magnús, þá um eða yfir 70 ára að aldri, og var fluttur til Hafnarfjarðar. Með brottför hans var í bili lokið byggð í Krýsuvík.

Allgóðir landkostir og mikill jarðhiti
jens— En hvernig eru landkostir í Krýsuvík?
— Krýsuvíkurland má heita eina verulega gróðurlendið á Reykjanesskaga vestan línu, sem dregin er frá Hafnarfirði í Selvog. Samkvæmt mælingu Ásgeirs L. Jónssonar, ráðunauts, sem gerði ræktunarmælingar af landinu, er graslendi í Krýsuvík nálega 350 ha. að flatarmáli. Er þá ekki talið með gróðurlendi í hallandi hlíðardrögum, né heldur hálfgrónir melar, en það land skiptir vafalaust hundruðum ha. Verulegur hluti hins mælda graslendis er mýrar og hálfdeigjur. Sums staðar er undirlag þó mókennt, en annars staðar leirblandið. Þá er og jarðhiti allmikill í Krýsuvík, þar á meðal stór gufu hver, sem ýmsir telja einn hinn hrikalegasta gufuhver í heimi Hafnarfjarðarbær hefur nýtt landnám í Krýsuvík. Krýsuvíkurland er, sem kunnugt er, eign Hafnarfjarðarbæjar. Hefir stjórnin í huga að hefja þarna nýtt landnám. — Er einkum rætt um tvennt; í fyrsta lagi ræktun alls konar matjurta og grænmetis í gróðurskálum við jarðhita. í öðru lagi er áform að að stofna þar kúabú til mjólkurframleiðslu fyrir Hafnarfjörð, og hefir í því sambandi einkum verið rætt um framleiðslu barnamjólkur. Fleiri framkvæmdir munu og hafa komið til greina, en hér verður ekki um þær rætt.

Skilyrði til búskapar góð
— Hvernig telur þú skilyrði til búskapar þar?
— Þau má telja allgóð. Ræktanlegt land ætti að geta framfleytt um 300 kúm, án þess þó að nota að nokkru hugsanlega túnræktarmöguleika á melalandinu. Verulegur hluti af landi því, sem kortlagt hefir verið til ræktunar, verður að teljast fremur gott. Þá eru og sterkar líkur fyrir því, að hægt sé að fá geysimikinn jarðhita í Krýsuvík. Nú þegar mun mega staðhæfa, að hann sé nægur fyrir hendi til stórfelldrar gróðurskálaræktunar, súgþurrkunar á heyi og til hitunar íbúða þeirra, sem byggja verður vegna þeirrar starfsemi, sem að framan hefir verið greint frá.

Miklar framkvæmdir
krysuvik-903Svo sem áður er sagt, eru ekki til staðar í Krýsuvík eldri mannvirki, sem nothæf eru, hvorki húsakostur né ræktað land. Hér verður því um að ræða hreint landnám frá rótum. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu því verða einhver hin stórfelldustu og myndarlegustu átök til nýs landnáms, sem ennþá hafa verið gerð á landi á einum stað og af einum aðila. Verður hér um að ræða algera nýbyggð á landssvæði, sem komið var í fullkomna auðn og var áður heil kirkjusókn að stærð.
Fyrstu framkvæmdirnar í ræktunarátt hóf Hafnarfjarðarbær fyrir nokkrum árum með því að girða landið. Mun girðingin vera um 27 km. að lengd og landið innan hennar um 2000—2500 ha. að flatarmáli. Var girðingunni lokið 1946. Sama ár var hafizt handa um skurðgröft til þurrkunar á væntanlegu ræktunarlandi. Alls hafa nú verið grafnir opnir skurðir, sem eru liðlega 5,3 km. að lengd og eru samtals yfir 23 þús. teningsmetrar að rúmmáli. Þá hefir og verið hafið nokkuð landbrot. Mun það nema nú nálægt 27 ha. að stærð, og er þar innifalinn meginhluti gömlu túnanna, en um ræktun og gróðurfar eru þau eðlilega litlu betri en úthaginn. Ekkert af þessu landi er þó fullunnið ennþá. Lokið byggingu eins íbúðarhúss og hafin bygging gróðurskála.
— En hvað er að segja um byggingarframkvæmdirnar?
— Eitt íbúðarhús hefir verið byggt og er það ca. 10×26 metrar að grunnstærð. Stendur það á melöldu -norðaustan við Gestsstaðavatn, en þar í grennd hefir gróðurskálunum verið valinn staður. Í húsinu eru tvær rúmgóðar fjölskylduíbúðir auk geymslurúms og einstakra herbergja fyrir starfsfólk. — Húsið er hitað með gufu. Hús þetta er einkum ætlað fyrir væntanlegt starfsfólk gróðurhúsanna. Má það nú heita nær því fullgert. Á s. l. sumri flutti Óskar Sveinsson garðyrkjumaður í húsið með fjölskyldu sína. Munu þá hafa verið liðin tæp tvö ár frá því að Magnús Ólafsson, einbúinn, sem ég minntist á hér að framan, flutti alfarinn úr Krýsuvík.

Krýsuvík

Fjósið í Krýsuvík.


Af öðrum byggingum má nefna skýli yfir 30 kw. dieselrafstöð, sem sett hefir verið upp. Einnig 60 rúmmetra steyptan vatnsgeymi og dæluhús við Gestsstaðavatn, en þar er neyzluvatnið tekið. Þá er hafin bygging tveggja gróðurskála um 600 fermetra að flatarmáli. Er það þriðjungur þeirra gróðurskála sem ráðgert hefir verið að byggja á næstunni. Var að því komið að steypa veggi gróðurhúsanna, þegar frostin hófust í desembermánuði s. l. Þá hefir verið lokið við vatnsleiðslu að íbúðarhúsinu, nokkrir vegarspottar lagðir og fleiri smærri framkvæmdir gerðar. Framkvæmdir á þessu ári Svo sem fyrr getur, hefir lítt eða ekki verið byrjað á þeim byggingum, sem væntanlegu kúabúi eru nauðsynlegar. Má þar til nefna, fjós, hlöðu, votheysgryfjur og íbúðir starfsfólks o. fl. Að sjálfsögðu er aðkallandi að ljúka verulegum hluta af þessum byggingum á yfirstandandi ári og því næsta. Takist það, má telja nokkra von til að mjólkurframleiðsla geti byrjað í Krýsuvík seint á árinu 1949. En svo sem kunnugt er, eru slíkar framkvæmdir bundnar fjárveitingarleyfi og allfrekar á erlent byggingarefni, en á því er nú mikill hörgull eins og allir vita. Verið er að vinna að þess um málum nú. En að þessu sinni verður ekkert um það sagt, hvernig afgreiðslu þeirra reiðir af. — Tíminn, 18. marz.“

Heimild:
-Lögberg. 20. maí 1948, bls. 7

Krýsuvík

Á leið til Krýsuvíkur. Vesturengjar framundan.

Lambafellsklofi
Gengið var um Lambafellsklofa og Einihlíðar er liggja suðaustan við Mosa. Þetta eru lágar en gróðurríkar hlíðar sem snúa mót vestri [útnorðri] og liggja millum Lambafells og Mávahlíða.
Í LambafellsklofaEinihlíðabruni er ofan við Einihlíðar og á tveimur stöðum fellur hraunið í fossum niður hlíðarnar og sameinast þar öðrum hraunum, s.s. Eldborgarhrauni. Í ferðinni var og ætlunin að skoða svæðið vestan Mávahlíða. Leiðin lá m.a. yfir gróið snæviþakið hraun sem á ættir sínar að rekja til Krýsuvíkurelda 1150 – 1188. Ljóst er að þarna er enn víða að finna hita skammt undir yfirborðinu því á köflum var alger snjóleysa.
„Að Hvassahrauni liggur Vatnsleysa til vesturs, hafið til norðurs, Lónakot og Óttarsstaðir til austurs og Krýsuvík til suðurs. Hvassahrauns er getið í heimildum allt frá fyrri hluta 13. aldar.
Samkvæmt landamerkjabréfi Hvassahrauns og Vatnsleysu, dags. 15. júní 1889 og þingl. 17. júní 1889 eru merki Hvassahrauns til vesturs sögð frá ,,..Innra hraunshorninu í Fögruvík, og þaðan í Afstapaþúfu, og þaðan beina stefnu í Snókafell, og úr Snókafelli beina stefnu í Krýsuvíkurland.” Landamerkjabréfið er áritað vegna Hvassahrauns og Vatnsleysu. Merkjum er lýst með sambærilegum hætti í gerðabók
fasteignamats 1916-1918 og þar segir að merki milli Hvassahrauns og Vatnsleysu séu miðuð við ,,… Klettur innan til við Fögruvík, þaðan í Afstapaþúfu þaðan í Snókafell, það að Krýsuvíkurl.” Síðasta örnefnið sem er tiltekið áður en línan er dregin að Krýsuvíkurlandi er Snókafell. Fellið liggur fyrir norðan Eldborgarhraun og er því nokkru fyrir neðan mörk Krýsuvíkur.
Afstapahraunið nýrra kom upp í sömu goshrinu og Nýjahraun/Bruninn (Kapelluhraun) og Ögmundarhraun (1151-1188). Fremst á því trjónir nú EinihlíðarAfstapavarðan.
„Einihlíðar liggja suðaustan við Mosa. Þetta eru lágar en gróðurríkar hlíðar sem snúa mót vestri [útnorðri] og liggja langleiðina suður að Lambafellum. Hægast er að finna Bögguklett frá Einihlíðum. Einihlíðabruni er ofan við einihlíðar og á tveimur stöðum fellur hraunið í fossum niður hlíðarnar og sameinast þar örðum hraunum, s.s. Eldborgarhrauni.“
Landsvæðið sem um ræðir er mjög flatt, láglent og einsleitt og er þakið misgömlum hraunlögum. Í hraunbreiðunum er nokkuð um dældir og skúta. Nyrst á landsvæðinu er mosavaxið Rjúpnadalshraun og liggur torfær Afstapahraunbreiðan vestan þess. Fyrir miðju landsvæðisins er Geldingahraun (einnig nefnt Afstapahraunið eldra, en rani þess nær alla leið niður í Selhraunin ofan við Gerði í Hraunum). Þar fyrir sunnan er hraunbreiða sem kallast Dyngnahraun/Dyngjuhraun og er hún nokkuð úfin. Norðaustarlega á Dyngnahrauni er stórt og rennislétt mosasvæði með nokkrum hólum eða klettum sem standa upp úr því og kallast þetta svæði Mosar. Sunnan Mosa liggja Einihlíðar en það eru lágar, langar en gróðurríkar hlíðar. Lambafell eru tvö fell, Eystra-Lambafell (182 m) og Vestra-Lambafell (162 m) og standa þessi tvö fell upp úr hraunbreiðunni. Um 2 km norðan Vestra-Lambafells stendur ávallt og gróðurlítið Snókafellið (143 m).

Einihlíðakarl

Ferðin hófst „við Afstapaþúfuna fremst á Afstapahrauni en þúfan er þar sem raninn er hæstur fast ofan við Reykjanesbraut og Kúagerði. Þúfan er á mörkum Hvassahrauns og Vatnsleysu. Árin 1953-4 lagði Þórður Jónasson (1895-1959) bóndi á Stóru-Vatnsleysu um 9 kílómetra langan Höskuldarvallarveg frá Kúagerði upp allt afstapahraun og að Höskuldarvöllum. Þórður hóf ræktun þar með stórt kúabú í huga en entist ekki aldur til þess að ljúka þeim áformum.“ Illu heilli var ofaníburðurinn í veginn tekið úr Rauðhólum (við Höskuldarvallaveg) og Eldborginni undir Trölladyngju. Um var að ræða eitt mesta umhverfisslys þess tíma.
Frá Eldborginni var gengið til norðurs áleiðis með austanverðu Eystra-Lambafelli, klofað upp á það og haldið sem leið lá niður misgengisgjána í því miðju. Bólstar í bergi eru þar óvíða greinilegri. Í Einihlíðum vakti steinkarl yfir undirlendinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimildir m.a.:
-SGG – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007.

Trölladyngja

Kýrgil

Í síðustu ferð FERLIRs þar sem metnar voru aðstæður í Bæjargili og Kirkjugili í sunnanverðu Mosfelli kom fátt fram er bent gæti til þess að silfur Egils væri þar að finna. Gilin eru, og hafa væntanlega ekki verið, vænleg til fjárfelu.
NKýrgilú var kíkt á Kýrgilið, það austasta af þremur fyrrnefndum. Gilið er jafnframt það grynnsta og lengsta af þeim. Á bökkum þess og ofar eru gróningar undir og millum mela. Þegar komið var upp fyrir brúnir, í gróningana, sáust tvær mannvistarleifar. Sú fyrri virðist vera af fornu húsi, en það efra er torráðnara. Fuglasöngur fyllti lognið við undirspil gilslækjarins. Þegar komið var að efri mannvistarleifunum tók málmleitartæki, sem hafði verið með í för í öðrum tilgangi, vel við sér – lét jafnvel svo illum látum að ekki var komist hjá því að slökkva á því til að fá viðværunæði á vettvangi.
Reglugerð um þjóðmunavörslu (374/98) segir m.a. að „yfrborðskannanir (mælingar, myndun o.þ.h.), jarðsjármælingar, kannanir með málmleitartæki (eftir leyfi þjóðminjavarðar) og aðrar þær aðgerðir á fornleifasvæðum, sem ekki hafa í för með sér jarðrask, teljast ekki til fornleifarannsókna í merkingu 54. gr. og 1. mgr. þessarar greinar.“
Í Þjóðminjalögum (107/2001) segir í 16. gr. að „óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.“

Dularfull

Hér er reyndar um einstaklega þröngsýnt ákvæði að ræða, sett til að minnka líkur á að „einhverjir“ leiti að forngripum með málmleitartæki og „skjóti þeim undan“. Skynsamlegra væri að hvetja fólk til að nota málmleitartæki við leitir að forngripum – og að tilkynna um árangurinn. Í 19. gr. Þjóðminjalaga er t.a.m. hvati til þess að svo verði, sbr. að „nú finnst forngripur úr gulli eða silfri, þar á meðal gullpeningar eða silfurpeningar, og skal þá Fornleifavernd ríkisins meta málmverð hlutarins og leggja ofan á tíu af hundraði. Skal annar helmingur fjárhæðarinnar greiddur finnanda en hinn landeiganda…“
Í fyrsta lagi eru mjög litlar líkur á að forngripir finnist með hjálp tækjanna hér á landi (það hefur verið reynt af „sérfræðingum“) og í öðru lagi, ef slíkur gripur myndi finnast, þá má telja næsta öruggt að haft yrði samband við Þjóðminjasafnið, enda myndi hann verða lítt eigulegur hversdags og án allrar verðskuldugrar athygli. Fundurinn myndi áreiðanlega kalla á forvörslu og varðveislu, umleitan tengsla og samhengis og nánari uppljóstrun eða frekari upplýsingagjöf. Forngripir, sem finnast hér á landi, eru ekki í svo „eigulegu ástandi“ eða slíkt augnayndi að ástæða sé til að takmarka möguleika á fundi þeirra og þar með auknum líkum á almannayndi með framangreindu lagaómyndarákvæði.
TóftinMeð aukinni notkun málmleitartækja aukast hins vegar líkur á að eitthvað áhugavert finnist, sem ella myndi liggja óhreyft í jörðu og engu til gangs.
Annað ákvæði laganna (18. gr) kveður á um að „forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri. Þegar forngripir finnast sem liggja eða legið hafa í jörðu skal finnandi tilkynna Fornleifavernd ríkisins fundinn svo fljótt sem við verður komið.“ Hér fara reyndar ákvæði laganna og raunveruleikinn lítt saman því varla er til verri stofnun en Fornleifaverndin til að annast móttöku slíkra tilkynninga. Hafa viðbrögð hennar hingað til frekar virkað fælandi en hvetjandi. Það eitt, umfram öll boð og bönn, dregur úr áhuga fólks á að tilkynna fundi, en eykur að sama skapi líkur á að munir skili sér ekki til opinberrar varðveislu.
Til að auka líkur á afrakstri fornleifakannanna hér á landi er nauðsynlegt að skapa sameiginlegan (vinsamlegan) vettvang fræðimanna og áhugafólks þar sem víðsýni, jákvæðni og skilningur ræður ríkjum.
Spurningin er hvort minjarnar á meðfylgjandi mynd, sem var tekin í ljósaskiptunum, gæti gefið til kynna hugsanlegan hvílustað þræla þeirra er Egill átti að hafa drepið eftir að hafa komið silfursjóð sínum fyrir á „öruggum“ stað? Stærðin gefur a.m.k. vísbendingu um tvöfalt mannvistarrými.
Frábært veður – sem og útsýni og hljómlist kvöldkyrrðarinnar.

Mos

Krýsuvík

Mánudaginn 12. marzmánaðar var kveðinn upp dómur í máli bóndans á Litla-Nýjabæ í Krýsuvík; nr. 3/1906: Réttvísin gegn Sigurði Magnússyni.
Krysuvik-loftmynd-221„Dómur – Mál þetta var í héraði höfðað gegn ákærða, sem þá var bóndi í Litla-Nýjabæ í Krýsuvík, fyrir að hafa dregið óleyfilega undir si gull af kindum, er aðrir áttu, en hann rúði fyrir þá óbeðið, eins og alltítt er að bændur geri í Krýsuvík við kindur utansveitarmanna, er þar hittast órúnar.
Var málið dæmt í aukarétti Gullbringu- og Kjósarsýslu 25. okt. f. á. þannig, að refsing fyrir brot það, er ákærði áleizt sekur um og heimfært var af héraðsdómaranum undir 259. gr. alm. hegningarlaga, var látin niður falla, en ákærði dæmdur til að greiða kostnaðinn, er af málinu leiddi. En þessum dómi hefir stjórnarráðið skotið til yfirdómsins.
Það er sannað í málinu með játningu ákærða og öðrum skýrslum, að vorið 1904 rúði hann í Krýsuvíkurrétt meðal annara kinda svarta á tilheyrandi Halldóri bónda Halldórssyni á Setbergi, en skilaði ekki ullinni eigandanum, heldur tók hana til sín og hagnýtt sér hana. Ákærði hefir fært sér það til afsökunar, að hann hafi verið í óvissu um, hver kindina átti, vegna óglöggs eyrnamarks á henni. Ákærða var þó skýrt frá því í réttinni, hver eigandi kindarinnar væri, og hún var með réttu horna- og brennimarki þess manns, er hún var eignuð, og þar sem ákærði lét þó ullina saman við sína eigin ull, án þess að grenslast nokkuð eftir eiganda kindarinnar, verður að álíta, að hann hafi sviksamlega dregið sér hana.

Krýsuvíkurrétt

Krýsuvíkurrétt.

Það hefir verið borið í málinu, að ákærði hafi einnig dregið undir sig ull af 2 öðrum kindum, er hann hafi rúið, aðra vorið 1903, en hina vorið 1904, en ákærði hefir neitað því, að hafa rúið og tekið ull af kindum þessum, og hefir ekki fengist full lagasönnun til að hnekkja þessari neitun hans.
Þá er það og upplýst í málinu, að ákærði sumarið 1904 lagði inn í kaupstað miklu meiri ull en hann gat hafa fengið af kindum þeim, er hann átti sjálfur, og að vísu er sú skýring hans á þessu atviki harla ósennileg, að hann hafi fundið alla þá ull, um eða yfir 70 pd., í haganum sumarið 1903 og vorið 1904, sem innlegg hans nam meiru en ullinni af hans eigin kindum.
Hinsvegar sést það af málinu, að aðrir menn hafa fundið á sama hátt ull svo tugum punda skifti, einkum sumarið 1903, og virðist því ísjárvert að telja það sannað, að ákærði hafi verið óráðvandlega kominn að ullarinnleggi sínu eða nokkru af því.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Það verður þannig eigi álitið, að ákærði hafi gerst sekur i öðru refsingarverðu athæfi en ullartöku þeirri af kind Halldórs Halldórssonar, er fyr er nefnd, og er rétt að heimfæra það brot ákærða, eins og héraðsdómarinn hefir gert, undir 259. gr. alm. hegningarlaga, en þar sem ákæruvaldið hefir eigi viljað sleppa málsókn fyrir brotið, verður ákærði að sæta refsing fyrir það, er þykir hæfilega ákveðin 8 daga einfalt fangelsi. Ákærða ber að greiða allan kostnað, er leitt hefir af málinu, bæði í héraði og fyrir yfirrétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir yfirdóminum, er ákveðast 10 kr. til hvors þeirra.
Það vottast, að rekstur málsins í héraði hefir verið vitalaus og málsfærslan fyrir yfirdóminum lögmæt.
Því dæmist rétt vera:
Ákærði Sigurður Magnússon á að sæta 8 daga einföldu fangelsi, og greiða allan kostnað málsins, bæði í héraði og fyrir yfirdómi, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og skipaðs verjanda við yfirdóminn, yfirréttarmálaflutningsmannanna Odds Gíslasonar og Guðm. Eggerz, 10 kr. til hvors þeirra. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum.“

Heimild:
-Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar úr íslenskum málum, 7. árg 1909, bls. 212-214.

Kind

Kind virðir fyrir sér kvöldsólina.

Drumbdalastígur

Eftirfarandi er frásögn Gísla Sigurðssonar um leiðir í Krýsuvík. Hér lýsir hann Drumbdalastígnum og leiðum að honum frá Krýsuvík…

Bæjarfell

Bæjarfell.

“Við höfum verið við guðsþjónustu í Krýsuvíkurkirkju. Við höfum notið góðgerða á heimili kirkjuhaldarans. Við kveðjum þá alla með virktum. Komnir fram á hlað ráðum við ráðum okkar, því um tvær leiðir er um að ræða. Við tökum þá sem liggur austur úr túni, enda verðum við samferða Norðurkotsbóndanum. Við förum ofan traðanna og yfir Dalinn í Norðurkotstraðir og eftir þeim. Norðurkotsbóndinn fer heim til sín, en við höldum austur og innar með Bæjarfelli. Erum áður en langt um líður komin að garði er liggur ofan úr fellinu og út á Rauðhólsmýrina, er garður þessi átti að liggja norðan og ofan við Litla-Nýjabæ, en verkinu lauk þarna úti í mýrinni. Þegar komið er alveg norður fyrir fellið verður fyrir okkur steinn mikill og n okkrar rústir kringum hann. Hér er Hafliðastekkur, en hvenær sá Hafliði bjó hér og hafði hér stekk er ekki að vita. Héðan stefnum við svo norður og upp mýrina austan við Skugga og þar upp á hálsinn.

Krýsuvík

Krýsuvík – Arnarfell (t.v.) og Bæjarfell.

Við erum þá aftur stödd heima á hlaði í Krýsuvík. Og nú höldum við vestur um Dal í túninu og þar vestur úr Vesturtúngarðshliði og erum áður en varir komin á Alfaraleiðina gömlu, upp á Bæjarhálsi og höldum eins og leið liggur vestur yfir melana að Svartakletti, vestur frá honum norðan við Einbúa og þar upp á Hálsinn og erum þá komin að Stóra-Drumb.

Höldum svo norður um ofanverða Drumbsdali og yfir hálsinn hjá Litla-Drumb. Leið þessi nefnist Drumbsdalastígur. Þegar þangað kemur sveigir gatan nokkuð til norð-austurs og niður að læk. Þá er vert að staldra við. Ég var svo heppinn fyrir nokkru, að fá í hendurnar kort, sem út var gefið 1931 af Bókmenntafélaginu, eins og þar stendur “af Hinu íslenska bókmenntafélagi”.

Bæjarfell

Bæjarfell – tóft.

Þegar ég leit á þetta kort og tók að lesa örnefni og fleira, hvað er það þá sem ég rekst á? Ekkert minna en að leiðin sem við erum að fara um, þegar kemur norður fyrir Litla-Drumb. Hún nefnist S V E I F L A: Og þá höfum við fundið hvers vegna Austurhálsinn er kenndur við, en eins og þið vitið nefnist hann SVEIFLUHÁLS: Vil ég einnig minna á að hálsarnir hér eru á korti Ólafs Ólavíusar, kallaðir Móhálsar og leiðin hér, kirkjugatan frá Vigdísarvöllum er þar nefnd MÓHÁLSASTÍGUR. Einnig eru hálsarnir nefndir Núpshlíðarháls (Vesturháls) og Sveifluháls (Austurháls) eins og áður greinir.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Við höldum svo niður af hálsinum að Kringlumýrarlæk og austur með honum að vaði yfir hann. En áður en við höldum áfram er ómaksins vert að koma við þar sem lækurinn fellur vestur af og niður. Þar fellur hann um móbergsklappir. Hefur hann, þó lítill sé, grafið gil í móbergið og skilið þar eftir sig þvílíkan skúlptúr að aðdáunarvert er. Brestur mig orð til að lýsa hvílíka fegurð þar er að finna. En sjón er sögu ríkari og komið þið með með og skoðið listaverk þessa litla lækjar.
Við höldum svo niður af Hálsinum í dalinn milli Móhálsanna og yfir að Vigdísarvöllum. Það er af Vigdísarvöllum að segja, að um aldir var þar selstöð frá Þorkötlustöðum í Grindavík. Var selstaðan látin í té fyrir skipsuppsátur á Þorkötlustöðum. 1834 segja kirkjubækur fyrst frá því, að þar sé ábúandi, leiguliði frá Krýsuvík. Bali aftur á móti er ekki byggður fyrr en 1845 og er í byggð fram til 1870. En Vigdísarvellir voru í byggð fram um aldamótin síðustu. Um æði margar gönguleiðir er að ræða frá Vigdísarvöllum.”

-Handrit Gísla Sigurðssonar – Landslag og leiðir – Útvarpið – Gönguleiðir út frá Krýsuvík.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Straumsvík

Í Vísi árið 1965 var fjallað um Straumsvík, Hrólfsvík og fyrirhugaða byggingu álvers á svæðinu – „Kyrrláta Straumsvíkin„:
straumsvik 1965„Allt útlit er fyrir það, að stórir atburðir fari að gerast hér suður með sjó, á stað þeim sem heitir „í Straumi“. Þetta er einn fallegasti og hlýlegasti staðurinn á allri strandlengjunni frá Hafnarfirði og suður að Vogum. Og meðan ferskt vatn skortir á Vatnsleysu-ströndinni eins og nafnið ber með sér er mikið af fersku streymandi vatni í Straumi, eins og nafnið ber líka með sér. Þarna á nú að fara að reisa risastór aluminium—verksmiðju, ef samningar takast milli íslenzku ríkisstjórnarinnar  og hins svissneska málmbræðsluhrings, en samningar um það mál standa yfir í Reykjavík og eru á lokastigi; þannig að nú verður að segja af eða á, hvort verða skal úr þessu. Þessi staður hefur verið valinn fyrst og fremst vegna hafnarskilyrðanna, en hvergi á öllu Reykjanessvæðinu eru hafnarskilyrði eins góð og þarna: nema ef vera skyldi í Hafnarfirði sem er góð höfn frá náttúrunnar hendi. Sætir það jafnvel furðu, að ekki skuli fyrir löngu risið upp þarna fiskihöfnÞannig hagar til, að þarna rennur hraun í sjó út. Svo virðist á ytra borði, að hraun þetta sé flatt og aflíðandi og gætu menn dregið þá ályktun af því að þar út af hlytu að vera langar grynningar. En svo er ekki, því að þarna koma mikil skil og hraunbrúnin er snarbrött niður í sjóinn og þar inni á Straumsvíkinni er 10 metra dýpi, nægilegt fyrir stærstu skip. Þarf lítið annað að gera en steypa sléttan hafnarbakka framan á hraunbrúnina og e. t. v. að leggja varnargarð gegn útnyrðingnum, sem er þó sjaldgæf átt hér um slóðir. Áður fyrr skildu menn, að Hraunsvík var afbragðshöfn og virðist sem þýzkir og enskir kaupfarar sem hingað komu á miðöldum hafi ýmist siglt á Hafnarfjörð eða Straumsvík, báðar voru jafngóðar til skipa lægis. Einu sinni á það m.a. að hafa skeð þegar stríð var milli enskra kaupmanna og Hansamanna, að Englendingar fóru í land í Straumsvík, læddust svo að Hafnarfirðí landveg, komu Hansamönnum að óvörum, sigruðu þá og hertóku.

Straumsvik-223

Síðari saga Straums er sú, að Bjarni Bjarnason átti jörðina fyrir 1930 og byggði þá íbúðarhús það og fjárhús sem burstastíl, en síðan fór Bjarni og gerðist skólastjóri á Laugarvatni. Síðan bjó Sigurður Þorgilsson bóndi, faðir sr. Bjarna á Mosfelli lengi á jörðinni eða yfir stríðsár. Eigendur hafa verið bræðurnir Jens og Ingólfur kaupm. í Ljósafossi og síðan Bjarni í Matarbúðinni í Hafnarfirði og bróðir hans Kristinn. Var þá tekið til við að reka þar svínabú og hafa rekið það m. a. Blomsterberg og nú Sölvi Magnússon.
Núna á þessari öld – framfara, fór mönnum í bæjunum brátt að verða ljós náttúrufegurð þessa staðar í hraunkvosum og smákjarri við streymandi lindina undan hrauninu, og fóru menn að sækjast eftir að eignast þar sumarbústaði. Einna fyrst reisti Þórarinn Egilsson í Hafnarfirði sér þar lítinn sumarbústað fyrir sunnan veginn þar sem heitir í Gerði, síðar eignaðist Ólafur Johnson stór kaupmaður Gerðið og bjó þar lengi á sumrum með fjölskyldu sinni. Þann sumarbústað á nú Ragnar Pétursson kaupfélags stjóri í Hafnarfirði. Sumarbústaðurinn í Gerði sést ekki á myndinni er talsvert lengra til hægri. En úti á tanganum þar sem Aluminiumverksmiðjan á að risa þar sem heitir Lambhagi sjást sumarbústaðir. Stærstur þeirra er sumarbústaður Lofts Bjarnasonar hins athafnamikla útgerðarmanns í Hafnarfirði. Má vera að honum þyki gerast þröng fyrir sínum dyrum, að fá í nábýli við sig stærsta mannvirki og verksmiðju á landinu. Að öðru leyti skýrir myndin sig sjálf með þeim áletrun um sem þar eru. Þarna sést aðeins í gamla Keflavíkurveg inn og sá nýi liggur sléttur og glansandi í sveig um landið. Nálægt miðri mynd sést á hið um deilda tollskýli við nýja veginn og í fjarlægð má greina hvíta byggðina í Hafnarfirði en Esjuna í baksýn, Esjan er nefnilega ekki aðeins fjall Reykvíkinga, hún setur svip sinn á út sýnið frá Strönd og Vogum.“

Heimild:
-Vísir, 2. desember 1965, bls. 3 og 6.

Stóri-Lambhagi

Tóftir Stóra-Lambahaga við Straumsvík.

Kleifarvatn

Pálmi Hannesson skrifaði fróðlega grein um „Kleifarvatn“ í Náttúrufræðinginn árið 1941. Hér má sjá hluta hennar:

KLEIFARVATN

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Sumarið 1930 rannsakaði ég Kleifarvatn eftir tilmælum dr. Bjarna Sæmundssonar. Tilgangur rannsóknanna var sá að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar til skiptis, eins og kunnugt er, og hafa menn verið harla ófróðir um orsakir þeirra breytinga. Í þennan tíma var eigi bílfært nema skammt eitt suður frá Hafnarfirði, og gat ég því eigi komið við þeim tækjum, er ég hefði helzt kosið. Ég keypti norskan bát, fjórróinn, og lét flytja hann suður að vatninu með allmiklum erfiðismunum. Á bátinn lét ég festa tvær litlar vindur (spil), aðra fyrir línu, til þess að mæla vegalengd frá landi, en hina fyrir lóðlínu.

DÝPT

Kleyfarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Höfuðverkefni mitt var það að fá vitneskju um dýpi vatnsins og botnlag, enda hafði hvorugt verið rannsakað áður, svo að kunnugt væri. Alls mældi ég dýpi á nálega 100 stöðum, og reyndist það býsna tímafrekt með þeim útbúnaði, er ég hafði, því að torvelt var að mæla, ef á vatninu var nokkur alda að ráði. Niðurstaðan af mælingunum er í stuttu máli þessi: Vatnið er yfirleitt mjög djúpt eftir stærð og víðast mjög aðdjúpt, einkum undir Sveifluhálsi. Megindýpið liggur eftir vatnsfætinum endilöngum, samhliða hálsinum og nærri honum. Er það þannig að skilja, að hlíð hans gengur niður undir vatnsflötdnn óbrotin af öðru en vagli því eða þrepi, sem öldurótið hefir skapað. Mest dýpi í vatninu, 87,5 m, mældist út frá Syðri-Stapa, aðeins 200 m frá landi. En þar er megindýpið mjóst, því að Stapinn þrengir að því sín megin, en frá hinu landinu gengur grunn lengra út en í mitt vatnið. Sunnan við þessa mjódd breiðist megindýpið út, og er vatnsbotninn suður þaðan nokkuð regluleg skál með jöfnu aðdýpi og þó allmiklu, allt suður undir Geithöfða. Þó verður þar um 50 m. hár hamar, er gengur suður frá Syðri-Stapa nokkuð úti í vatninu.
Kleifarvatn liggur þannig í lokuðum dal og fyllir dalbotninn. Vatnsflóturinn er um 9,5 km2, og er þá mælt eftir uppdrætti herforingjaráðsins danska, sem gerður er samkv. mælingu frá 1908, en þá var mjög hátt í vatninu. Árið 1930 var vatnið allmiklu minna. Þá var þurr fjara framan við Innri-Stapa, norður vík vatnsins, Lambhagatjörn, þurr með öllu, svo að hvergi sá þar vatn, en að sunnan vatnaði aðeins inn fyrir tangana, sem afmarka víkina, er gengur upp að Nýjalandi. Telst mér svo til, að þá hafi flatarmál vatnsins verið um 8,65 km2 eða nærri 90 ha minna en þá, er mest er í vatninu.

BOTN

Kleifarvatn

Kleifarvatn – botnhverir.

Í öllu megindýpi vatnsins er leirbotn og raunar víðast þar, sem dýpi er 15 m eða meira. Út frá Syðri-Stapa eru þó hamrar og stórgrýti að minnsta kosti niður á 40 m dýpi. Leirinn á vatnsbotninum er límkenndur og mislitur, víðast gráblár eða grár, en sums staðar þó svartur, rauðleitur eða mógulur. Hann reyndist að langmestu leyti ólífrænn, enda mun hann vera veðrað móberg og hafa borizt í vatnið með vindi og í leysingum. Ofan á sandinum er víðast mógrátt lag eða himna, og kveður þar mest að lífrænum efnum, rotleifum og eskilögnum. Í víkunum undir Sveifluhálsi er dökkur vikursandur, léttur og hvarflandi fyrir öldugangi. Við báða enda vatnsins og víkina sunnan við Lambhaga er kastmöl í fjörum og út þaðan í vatnið. Hefir öldurótið orpið henni upp í granda og malargarða.

FJARA
Við suðvesturlandið er fjaran víðast föst, og er þar víðast grjót, en sums staðar klappir.Svo er og við stapana báða, Lambatanga, Geithöfða og Lambhaga, nema hvað þar eru hamrar víðast. í víkunum beggja vegna við Syðri-Stapa er dökkur vikursandur mjög laus, en malarfjörur við vatnsendana, eins og áður getur.

HITI

Kleifarvatn

Hverir við Kleifarvatn.

Þá daga, er ég dvaldist við vatnið, neyndist yfirborðshiti þess um 10° C eða mjög hinn sami og meðalhiti loftsins í júlímán., enda breyttist hann með lofthitanum. Botnhiti á megindýpinu mældist 4,6° C, en á grunnunum tæp 9° C. Hitavarp (Sprungschicht) virtist eigi greinilegt, en þó lækkaði hitinn mest á 20 —30 m dýpi. Ekki var þó unnt að rannsaka þetta til hlítar né mæla botnhita á mesta dýpinu, því að mælitækin, sem raunar voru af vanefnum ger, ónýttust fyrir óhapp, er til vildi, áður en slíkt mætti verða.
Tveir hverir að minnsta kosti koma upp í vatninu, báðir í því sunnanverðu, er annar skammt norður frá Lambatanga, en hinn austan við Geithöfða, nærri landi. Virðast þeir hafa hlaðið um sig hóla á vatnsbotninum og kemur allmikið vatn upp úr þeim. Hita gætir þó eigi nema örskammt út frá þeim og aðeins í yfirborði, enda hafa þeir engin áhrif á hita vatnsins í heild. Sumarið 1930 vatnaði yfir hveri þessa, en þó eigi meira en svo, að bátur flaut ekki yfir þann eystri, og rauk þar upp úr vatninu, þegar loft var kyrrt og rakt. Árið 1932 voru þessir hverir komnir upp úr vatninu.

AÐRENNSLI OG VATNSKOSTIR

Kleifarvatn

Afrennsli í Kleifarvatn frá Seltúni og Hveradal.

Svæði það, er veitir vatni Kleifarvatns, er ca 30 km-, enda hefir vatnið ekkert fast aðrennsli ofan jarðar. Lækjarkorn eitt rennur þó að jafnaði sunnan í það, en sumarið 1930 þornaði þessi lækur upp áður en hann næði vatninu. Hann kemur frá hverasvæðinu hjá Seltúni og er nokkuð mengaður brennisteinssamböndum. Allt umhverfis vatnið má kalla gróðurleysur, nema að suðvestan, en þar liggja engjalönd frá Krísuvík. Mjög lítið af áburðarefnum, einkum köfnunarefni, mun því berast í vatnið, enda er það ófrjótt. Sjóndýpi mældist ca 8 m norðanvert í vatninu, en ca 4,5 í því sunnanverðu, og hygg ég, að þar kenni brennisteinssambanda (kclloida) frá hverunum.

GRÓÐUR OG DÝRALÍF
Botnfastur gróður í vatninu er nær einvörðungu bundinn við grunnin, en þar eru talsverðar græður af Chara allt út á 10 m dýpi. Annarra plantna gætir lítið. Allstórir blettir eru þó á víð og dreif gróðurlausar með öllu, og yfirleitt eru plönturnar heldur þroskalitlar, enda mun köfnunarefni skorta. Grunnin og þeir aðrir hlutar vatnsins, þar sem botngróður getur þrifizt, munu varla vera meira en ca 180 ha, þegar ekki eru taldar víkurnar við vatnsendana, er þurrar voru vorið 1930. Á grunnunum er allmikið um vatnabobba (Limnaea psregcr), einkum nærri landi, þar sem grýtt er. Mest virðist mér kveða að þeim sunnan til, og nálægt hverunum voru þeir mjög margir. Eigi fann ég önnur botndýr, en þó nokkuð af hömum og hýsum eftir skordýralirfur, bæði í vatninu sjálfu og vogrekum úr því. Aftur er mikil mergð hornsíla í vatninu og mörg stórvaxin. Mjög mörg þeirra voru með bandorm (schistccephalus), svo að ég hefi hvergi annars staðar slíkt séð. Veltust þau hundruðum saman við fjörurnar dauðvona með orminn hálfan út úr kviðnum. Heyrt hefi ég, að eitt sinn hafi lifandi silungur verið fluttur í vatnið, en hans sér nú engin merki. Svifdýr eru fá, einkum virðist einstaklingafjöldinn lítill í samanburði við önnur vötn, og eigi fann ég nema hinar algengustu tegundir svo sem Bosmiina obtusirostris, Cycliops strenuus og Diaptcmus glacialis. Fjörubeltið er tiltakanlega lífsvana, og veldur þar vafalaust miklu, að vatnið vex og minnkar frá vori til hausts og ári til árs. Nokkurt mý var við vatnið og fáeinar vorflugur. Sundfuglar dvöldust þar ekki að jafnaði, en nokkrar stokkendur komu þangað öðru hverju sem gestir.

VATNSHÆÐARMÆLINGAR

Kleifarvatn

Indíánin í Kleifarvatni – kemst stundum á þurrt.

Áður en ég fór til rannsóknanna fékk ég mér nokkur merki til þess, að unnt væri að mæla vatnshæðina og fylgjast með þeim breytingum, sem á henni verða. Eftir allmikla leit að hentugum stað, setti ég merki þess í klett í Syðri-Stapanum. Lítil vík gengur inn í stapann frá norðri, klettum kringd, og eru merkin utarlega við víkina að austan. Þau eru fimm naglar, sem reknir eru inn í móbergið og surhjir festir með brennisteini. Efst er járngaddur, laust fyrir ofan efstu sýnilgeg flóðmörk, þá eirfleinar tveir og neðst tveir járnnaglar.
Það er gamalt mál, að í Kleifarvatni gæti flóðs og fjöru og komi hvorttveggja á 40 ára fresti þannig, að vatnið vaxi í 20 ár, en minnki í önnur 20. Tvenn merki höfðu menn til þessa. Annað er það, að Krýsvíkingar fóru með kaupstaðarlestir sínar fram með vatninu, þegar þar var fært með hesta, en þar er ófært talið nema fara megi fjöru framan við Innri-Stapa. Hitt merkið er engiland frá Krýsuvík, sem liggur sunnan við vatnið og fer í kaf, þegar hæst er í því. Má gera ráð fyrir því, að Krýsuvíkurmenn hafi gefið gaum að þessum merkjum, og er því líklegt, að munnmælin um vatnið hafi við rök að styðjast. Guðmundur Jónsson, sem síðastur bænda bjó að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, sagði mér það, sem hér fer á eftir:

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Árið 1880 fluttist Árni sýslumaður Gíslason að Krýsuvík. Var vatnið þá talið minnkandi, en þó mikið. Engjarnar voru komnar upp, en fífugróður þar svo mikill, að á Nýjalandi „fékkst vel á engjalest“, og bendir gróðurfar þetta til þess, að engjarnar hafi verið komnar undan vatni fyrir nokkrum árum.
Árið 1895 fluttist Guðmundur að Nýjabæ. Var vatnið þá talið vaxandi, og ófært fyrir Stapann. Ekki vissi Guðmundur, hvenær vatnið hefði orðið minnst milli 1880 og 1895, en taldi þó, að það hafi alltaf verið fremur mikið á því tímabili og vafasamt, hvort þá hafi verið fært fyrir Stapann, enda var tíðarfar kalt og votviðrasamt á þeim árum.
Eftir 1895 óx vatnið jafnt og þétt, og fóru Krýsuvíkurengjar í kaf árið 1907 eða 1908. Telur Guðmundur, að vatnið hafi komizt hæst árið 1912, en tekið síðan að lækka, og árið 1916 komu engjarnar aftur upp úr. Eftir 1920, einkum eftir 1924, hyggur hann að mestu hafi munað um lækkunina, en ekki var þó farið fyrir stapann fyrr en 1929, en þá var komin þar allgóð fjara, svo að hann telur líklegt, að þar hafi verið fært 1—2 árum fyrr. Á uppdrætti herforingjaráðsins er vatnsborðið talið 135,00 m yfir sjó árið 1908, en ekki mun sú ákvörðun alls kostar nákvæm.
Eftir samanburðarmælingum, sem Jón Víðis hefir gert, stóð vatnið 132,44 m yfir sjó árið 1930, en 131,67 m árið 1932, þegar það var lægst. Samkvæmt þessu hefir vatnið staðið 3,33 m hærra árið 1908 en árið 1932, en eftir 1908 hækkaði það enn til 1911 eða 1912, og má því ætla, að munurinn á mestu og minnstu hæð þess hafi verið 4,0—4.5 m.
Árið 1926 tók Emil Jónsson, vitamálastjóri, mynd við vatnið, og mátti af henni marka hæð vatnsins þá með mikilli nákvæmni. En síðan 1930 hefir vatnshæðin verið mæld árlega og sum árin oftar en einu sinni. Mælingarnar annaðist Emil Jónsson frá 1932 —1938, en vegamálastjórnin eftir það. Það gefur að skilja, að þessar mælingar séu of fáar til þess, að af þeim megi draga miklar ályktanir um breytingar vatnsins, hversu þær gerist eða hve lengi hver umferð (cyclus) standi. Þó sýna þær, að vatnið hefir ekki vaxið jafnt hin síðari ár, heldur í stökkum með kyrrstöðu á milli eða jafnvel afturhvarfi. Þannig hækkaði vatnsborðið um 212 cm frá 1932—1934, stóð svo í stað til 1935, en lækkaði síðan á næsta ári um 107 cm. En heimildir þær, sem hér hefir verið getið, benda til þess, að hið síðasta breytingaskeið vatnsins hafi verið um 40 ár, eins og munnmælin herma, og má því ætla, að þau styðjist við athuganir. Að minnsta kosti má telja víst, að vatnið hafi orðið mest árið 1911 eða 1912, en farið síðan minnkandi til 1932.

ORSAKIR VATNSBORÐSBREYTINGA

Kleifarvatn

Kleifarvatn um Stapana.

Ýmsar tilgátur hafa komið upp um það, hvað valda muni þessum breytingum á vatninu, og mun sú almennust, að það hafi afrennsli neðanjarðar gegnum gjár eða hella, er ýmist teppist eða lokist einhverra orsaka vegna. Sumir hugsa sér þetta afrennsli sem einhvers konar sogpípu, er taki að verka, þegar vatnið er hæst, en fyllist lofti, þegar í því lækkar. Ekki virðast mér þessar skýringar næsta sennilegar, og kennir þar raunar misskilnings á eðli stöðuvatna. Mun því rétt að ræða þetta mál nánar og freista þess að finna skýringu, er við megi hlíta, að minnsta kosti sem undirstöðu frekari rannsókna.
Kunnugt er, að Kleifarvatn vaxi á vetrum, en minnki á sumrum, hvað sem hinum langvarandi breytingum líður. Guðmundur í Nýjabæ sagði mér, að þegar bátt væri í vatninu, gengi það hærra á Krýsuvíkurengjar á vetur en sumar, og er fjara tæki. kæmu engjarnar upp úr að sumrinu aðeins, en hyrfu undir vatn á veturna fyrst í stað. Sumarið 1931 mældum við Emil Jónsson lækkun vatnsborðsins frá efstu fjörumörkum um vorið til 15. júlí, og nam hún 70 cm. Síðari mælingar sýna og, að vatnið minnkar frá vori til hausts. Þannig lækkar vatnsborðið um 20 cm frá 18. maí til 25. cm. árið 1938, en árið 1936 lækkar það um 20 cm frá 16. júlí til 16. ágúst, eða nærri því um 0,6 cm á sólarhring að meðaltali.
Kleifarvatn er ekkert einsdæmi að þessu leyti, heldur eiga öll afrennslislaus vötn sammerkt í því, og er munurinn á vatnsborðinu vor og haust sums staðar miklu meiri, t. d. í ýmsum smávötnum á hálendinu. Þar hefi ég mælt fulla 6 m frá vatni að efstu fjörumörkum ársins. Skýringin á þessum árlegu vatnshæðarbreytingum virðist mér í stuttu máli þessi:
Afrennslislaus stöðuvötn eru hluti af jarðvatninu og verða þar, sem jarðvatnið liggur ofar en yfdnborð jarðar. Vatnsborð þeirra er því raunar jarðvatnsborðið sjálft. Nú nærist jarðvatnið á úrkomum;, þeim hluta hennar, sem ekki gufar upp eða rennur fram ofanjarðar. Jarðvatnsborðið hækkar því í úrkomum, en lækkar í þurrkum. Sama máli gegnir þá um afrennslislaus vötn Þau hækka því að jafnaði yfir veturinn, en lækka yfir sumarið. Á hálendinu verður þessi árstíðamunur meiri en á láglendinu, því að þar geymist vetrarúrkoman að mestu sem snjór, er leysir á skömmum tíma á vorin. Vötnin verða því mest, er leysingum lýkur.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Hver er þá orsök hinna langvarandi vatnsborðsbreytinga? Samkvæmt þeirri skoðun, sem hér hefir verið lýst, verður að ætla, að þær stafi af langvarandi breytingum á úrkomu. Ekki er mér kunnugt um, að slíkar úrkomubreytingar hafi verið rannsakaðar hér á landi, en svo ber við, að erlendir fræðimenn hafa fært að því veigamikil rök, að þær eigi sér stað.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Maður er nefndur Bruckner. Hann rannsakaði afrennslislaus vötn á meginlandi. Evrópu og komst að þeirri niðurstöðu, að þau tækju langvarandi breytingum líkt og Kleifarvatn. Þessar breytingar reyndust misjafnlega miklar á hinum ýmsu vötnum, þannig að sum hækkuðu og lækkuðu meira en önnur, en öll fylgdust þau að, og reyndust breytingaskeiðin um 35 ár að meðaltali. Jafnframt rannsakaði hann skýrslur um veðurfar og sýndi fram á, að frá því um 1700, er slíkar skýrslur hefjast, og fram undir síðustu aldamót hafa jafnan skipzt á þurr tímabil og rök. Reyndust þurrkatímarnir 17 ár að meðaltali og votviðraskeiðin 18, en umferðin öll 35 ár. Við samanburð kom í ljós, að vötnin fylgdu veðráttunni, uxu á votviðratímunum, en minnkuðu á þurrviðristímunum. En sagan er ekki fullsögð enn. Bruckner og aðrir héldu rannsóknunum áfram, og kom þá í ljós, að þessara breytinga gætti í öllum heimsálfum, ekki aðeins í afrennslislausum vötnum, heldur í öllum vötnum og ám, jöklum og jafnvel úthafinu sjálfu. Vitanlega hafa þessar rannsóknir verið vefengdar, en almennt eru þó niðurstöður þeirra taldar góð latína meðal jarðfræðinga. Verður því að ætla, að þær eigi við hér á landi sem annars staðar. Þess er þó að geta, að langvarandi vatnsborðsbreytingar eru ekki kunnar hér nema frá Kleifarvatni einu, en auðvelt er að færa rök að því, að menn hafi fremur veitt þeim athygli þar en annars staðar. Kleifarvatn liggur fast að byggð. Þegar það vex tekur það engjar af og alfaraveg, en er það lækkar, þorna allstór svæði við enda þess ibáða, og fær slíkt ekki dulizt fyrir kunnugum. Önnur afrennslislaus vötn eru aftur lítil flest eða fjarri byggðum, svo að þeim hefir verið minni gaumur gefinn. Hins er og að geta, að eftir munnmælunum eiga tjarnirnar hjá Straumi í Hraunum að hækka og lækka að sama skapi sem vatnið. Guðmundur í Nýjabæ kvaðst hafa tekið“ eftir því, að þetta væri rétt, ög auk þess taldi hann að vötnin hjá Krýsuvík, Grænavatn og Gestsstaðavatn, væru sams konar breytingum báð, en breytingarnar væru þar minni en í Kleifarvatni í sömu átt benda athuganir, sem ég hefi gert við Rauðavatn í Mosfellssveit. Árið 1931 setti ég þar merki, og næstu árin virtist vatnið breytast á sama hátt og Kleifarvatn, aðeins í minna mæli. En síðan 1937 hefi ég ekki getað fundið merkið, og mun það hafa verið tekið. Varð því ekki af mælingum eftir það.
Samkvæmt munnmælunum, er breytingaskeið Kleifarvatns 5 árum lengra en tímabil Bruckners, en ekki er ósennilegt, að þar skeiki munnmælunum, enda þótt þau séu rétt í meginatriðum, og telji þau breytingaskeiðið fremur í fullum áratug en hálfum. Ekki skiptir það heldur máli, þó að síðasta hækkunarskeið vatnsins hafi reynzt 20 ár, því að sumir votviðrakaflar Bruckners voru svo langir.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Hér virðist því, að öllu athuguðu, fengin viðunandi skýring á breytingum Kleifarvatns. Vitanlega verður þó að halda rannsóknum áfram, unz úrskurður fæst, og þarf að mæla jöfnum höndum úrkomuog vatnshæð. Varla mun mega mæla sjaldnar en einu sinni í mánuði, enda er slíkt sæmilega auðsótt, þar sem ágætur vegur er kominn að vatninu.
Ekki er unnt að skiljast við þetta mál, án þess að geta um merkilega athugun, sem Ólafur Friðriksson hefir gert við Kleifarvatn. Árið 1938 kom hann að ósnum, sem verður milli aðalvatnsins og víkurinnar í norðurenda þess, Lambhagatjarnar. Sá hann þá, að straumur er í ósnum, og rennur úr vatninu inn í víkina. Ég hefi síðar gengið úr skugga um, að þetta er rétt, og er ósinn raunar lygn lækur eða stokkur. Af þessari athugun dró Ólafur þá ályktun, að í víkinni væri einhvers konar svelgur, er kyngdi jafnmiklu og inn streymdi um ósinn.
Árið 1930 var Lambhagatjörn þurr með öllu. Gekk ég þá um botn hennar allan. Það er sléttur leirbotn, og sér þar engin merki svelgs né annars afrennslis. Eftir það lækkaði vatnið enn í tvö ár, eins og áður segir, og hlýtur annað að hafa valdið þeirri lækkun en leki á botni Lambhagatjarnar. Ef menn fallast á þá skoðun, að Kleifarvatn sé hluti af jarðvatninu, er næsta ósennilegt, ef ekki óhugsandi, að hað hafi annað afrennsli en rennsli jarðvatnsins sjálfs, því að glufur og gjár, sem kynnu að vera í bergið undir því og umihverfis, hljóta að vera fullar af vatni upp að jarðvatnsborðinu, og gera verður ráð fyrir því, að rennsli jarðvatnsins sé mjög jafnt, nema hvað það hlýtur að vaxa eitthvað, ef jarðvatnið hækkar. Sogpípa kemur ekki til álita fyrir margra hluta sakir.

Kleifarvatn

Gengið um Litlu-Grindavík í Kleifarvatni þurrum fótum.

Kleifarvatn liggur í djúpri dalkvos milli bbrattra hlíða. Beggja vegna við það hlýtur því jarðvatnsiborðið að liggja allmiklu hærra en vatnsflöturinn og halla að honum. Jarðvatnið hlýtur því að streyma stöðugt til vatnslægðarinnar, en aðstreymi þess er ekki svo mikið, að það nægi til þess að fylla hana svo, að vatnið fái framrás ofanjarðar. Hins vegar hallar svo stóru svæði að vatninu, að óhugsanlegt er, að uppgufun frá vatnsfletinum hamli á móti aðrennslinu. Vatnið hlýtur því að hafa afrennsli neðan jarðar, og það afrennsli er rennsli jarðvatnsins. Nú getur jarðvatnið ekki fremur en annað vatn runnið þangað, sem hærra vatnsborð er fyrir, en þannig er háttað beggja megin við Kleifarvatn, eins og áður segir. Hæð Grænavatns og Gestsstaðavatns sýnir, að sama máli gegnir um lægðina suðvestur frá vatninu. Afrennsli vatnsins hlýtur því að vera til norðausturs, undir skarðinu, sem verður milli Lönguhlíðar og Sveifluháls. Í Kleifarvatni öllu er því straumur til norðausturs — straumur jarðvatnsins. Þegar vatnið er svo hátt, að Lambhagatjörn sé þurr. Liggur afrennslið undir botni hennar. En ef vatn er í tjörninni, rennur fyrst inn í hana úr aðalvatninu, en síðan aftur út úr henni um norðausturfjöruna. Í ósnum hlýtur straumurinn að vera mestur, og þar má mæla afrennslið. Mjög væri fróðlegt að fá úr því skorið, hvort þetta afrennsli er jafnt eða ekki. Í miklum þurrkum er trúlegt, að uppgufunin úr vatninu verði meiri en aðrennsli þess, og ætti þá að renna úr tjörninni inn í vatnið, að minnsta kosti ætti straumurinn í ósnum að verða mjög lítill. Í júlí 1930 mældi ég vatnshæðina daglega, og virtist mér bún fara mjög eftir veðri. Mest var lækkunin 0,9 cm á sólarhring, og var þá hinn glaðasti þurrkur. Samkvæmt því hafa á þessum tíma horfið úr vatninu um 778 500 smálestir og svarar það til nærri 9 m3 rennslis á sekúndu. Er næsta ótrúlegt, að aðrennslið nemi, svo miklu.
Jarðvatnsborðinu hallar alls staðar að Kleifarvatni, nema að norðaustan, og hallinn er víðast mikill. Úrkomuaukning á því greiða leið að vatninu. Aftur liggur afrennsli þess gegnum þröngt skarð og eykst því ekki svo mjög, þó að vatnsborðið hækki, heldur stendur það fyrir líkt og stífla. Er ekki ósennilegt, að þetta skýri það, að Kleifarvatn virðist hækka og lækka meira en önnur vötn.“

Heimild:
-Náttúrfræðingurinn, 11. árg. 1941, 3.-4. tbl. bls. 156-168.

Kleifarvatn

Hellir við Kleifarvatn.

Hlöðunessel

Í bók Sesselju G. Guðmundsdóttur um Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, er getið um öll sel, sem þar er að finna.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Brunnaselstöðunni er t.d. lýst svo:”….Selstöðu hefur jörðin við fjallgarð, er þar hagar litlir, en vantsskortur að miklu meini, þegar þerrar gánga”. Þessi segir okkur margt um erfiða búskaparhætti og ástand gróðursins í heiðinni. Árið 1703 var búfénaður á Brunnastöðum sem hér segir: 10 nautgripir, 27 kindur ásamt lömbum, 29 sauðir og 4 hestar. Heimilsfólk var 14 talsins. Hjáleigurnar voru 5 og þar 8 kýr og 7 kindur. Því má ætla að um aldamót 1700 hafi 10-12 kýr verið í Brunnastaðaseli og 30-40 kindur og er það hreint ekki lítið.
[Þess skal geti að höfundur hefur gengið mikið með Sesselju um selin ofan Vatnsleysustrandar og orðið margs áskynja. Eitt af merkilegri seljum þar er Gjásel. Það er undir Stóru-Aragjá og er sennilega eitt fyrsta “raðhúsið” hér á landi. Í einni keðju eru a.m.k. 7-8 hús undir gjárveggnum og tveir stekkir. Þarna hefur greinilega verið um einhvers konar samyrkjubúskap að ræða, sem fróðlegt væri að reyna að fá gleggri upplýsingar um].

Fornusel

Fornusel í Sýrholti – uppdráttur ÓSÁ.

Í upphafi voru líklega bæði kýr og kindur hafðar í seli hér í hreppnum og afurðirnar, jafnvel ullin, unnar á staðnum. Selfarir lögðust trúlega endanlega af hér og víðar á landinu upp úr miðri nítjándu öldinni, og þá á bilinu 1850-1880. Selstæðin voru kennd við höfuðbýlin en hjáleigubændurnir höfðu líka afnot af þeim og víða voru því 4-6 búendur á sama selstæðinu.
Í heimildum um seljabúskap í Dalasýslu er sagt að sumir bæir hafi átt tvö sel og þrjú sel og notað a.m.k. tvö sama sumarið, þ.e. flutt búpeninginn á milli selja þegar beit var uppurin í því sem fyrst var flutt í. Ekki er getið um kýr í seljum þar vestra á 19. öldinni, aðeins kindur. Í ritinu segir: “Í seljum þessum störfuðu venjulega 2-3 menn; selsmalinn og selráðskonan og oft einn unglingur þeim til aðstoðar, ýmist piltur eða stúlka. Áður fyrr voru þar gerðir úr mjólkinni, ostar, skyr, smjör og sýra….sótt var í selið tvisvar í viku; skyr, mysa og smjör og flutt heim á hestum”.

Vogasel

Vogasel – Uppdráttur ÓSÁ.

Líklega hefur seljabúskapurinn hér verið með svipuðu sniði og fyrir vestan en ekki er vitað til þess að býli hafi átt tvær selstöður. Hér í hreppi hefur verið meiri nauðsyn á að hafa kýr í seli en í Dölunum vegna þess hve heimahagarnir vorur rýrir.
Vatnsskorturinn í heiðinni er tíundaður í Jarðarbókinni 1703 og er sagt þar að fólk hafi þurft að flytja hem úr seli vegna vatnsleysis og uppblásturs. Heimidlir eru til um vatnsflutninga á hestum til selja í Hafnahreppi og einnig að bræða hafi þurft snjó úr gjám til sömu nota. Það sama hefur eflaust gilt hvað varðar selstöðurnar hér og víðar þegar þurrviðrasamt var. Við nokkur selin í heiðinni eru smá vatnsstæði í klöppum og gamlar heimildir eru til um vatnsból við önnur en þau hafa ekki fundist þrátt fyrir mikla leit.

Pétursborg

Pétursborg og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

[Selin á Vatnsleysustrandarheiði eru öll ofan Reykjanesbrautar]. Norðaustur og upp frá Pétursborg [á Huldugjárbarmi] en rétt neðan Litlu-Aragjár er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu sem liggur gegn um einn hólinn. Þarna hefur ólíklega verið sel enda engar húsarústir sjáanlegar. [Minjarnar í og við hólana benda til þess að þarna hafi verið sel. Ekki er útilokað að tjaldað hafi verið yfir gjána, en í henni eru hleðslur veggja].

Undir Arahnúk [þar sem Stóra-Aragjá rís hæst] er Arahnúkasel eða Arasel. Ekki er vitað við hvern þennan Ara selið er kennt við, en getgátur hafa verið uppi um það, sem ekki verður fjallað nánar um hér. Selið dæmigert fyrir selin á Reykjanesskaganum; í skjóli fyrir austanáttinni.

Arasel

Arasel – Uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðurinn eyddist.
[Þess ber að geta framangreindu til staðfestingar, að við leit að vatnsstæðum og vatnsbólum við sel á Reykjanesi sumrin 2002 og 2003 kom í ljós að sum þeirra höfðu þornað alveg upp miðsumars, enda um óvenjuhlý sumur að ræða.]

Fjárborgir eru margar hér enda hreppslandið talið gott sauðfjárland. Skúli Magnússon segir í landlýsingu sinni árið 1785 að Strandarheiðin sé “….eitthvert hið besta land til sauðfjárræktar það sem ég hefi séð á Íslandi….”.
Merki um 10 fjárborgir eru sjánlegar og eru þær mismunandi heillegar, allt því að vera svo til óskemmdar niður í illgreinanlegar hringlaga grjóthrúgur.

Gvendarborg

Gvendarborg á Vatnsleysuheiði.

Um síðustu aldarmót var t.d. setið yfir tugum sauða í Kálffelli [sunnarlega í Vogaheiðinni]. [Þar má bæði sjá hleðslur við fjárskjól á a.m.k. tveimur stöðum, stekk og hlaðið gerði. Auk þess er þar að finna helli Odds frá Grænuborg, en hann hélt til í honum um aldarmótin 1900]. Í Kálffelli var setið yfir sauðum um og eftir síðustu aldamót og var frægasti sauðamaðurinn þar Oddur Stefánsson frá Grænuborg (d: 1925). Í gígnum eru hlaðnir garðar og við hellaop ofan við gíginn eru einnig hleðslur sem líklega hafa átt að beina fé í skjól ef veður var vont.

Oddshellir

Oddshellir.

Oddshellir er í Brunnhól rétt sunnan við gígskálina. Hóllinn dregur nafn sitt af lögun hellisins og eða “dyrum” hans. Opið er eins og brunnop og til þess að komast niður þurfum við að stökkva niður á nokkrar hellur sem hlaðnar hafa verið neðan dyranna. Líklega hefur Oddur í Grænuborg átt afdrep í þessum helli og af því er nafngiftin trúlega komin. Sagnir eru um að þegar mest var af sauðum í Kálffelli hafi þeir verið á annað hundrað.

[Nýjasel er austanvið Snorrastaðatjarnir. Þar mótar fyrri nokkrum tóftum og stekk undir lágreistum bjalla. Snorrastaðasel er norðan við Snorrastaðatjarnir. Um eina tóft er að ræða. Í hana hefur, af öllum stöðum, verið plantað grenitré. Talið er að Snorrastaðasel hafi verið kúasel].

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

Nokkurn spöl vestan við [svonefnda] Viðaukahóla er nokkuð stórt slétt svæði sem áður fyrr hefur verið grasi vaxið en er nú sundurskorið af stórum moldarflögum. Svæðið er rétt ofan við vegamótin niður í Voga og gæti heitið Þórusel. Nafnið Þórusel kannast flestir eldri menn við en erfitt er að staðsetja það eftir heimildum. Vogamenn segja umrætt svæði líklega heita Þórusel en Strandarmenn segja svæði neðan við Reykjanesbrautar og rétt austan Vogaafleggjara heita Þórusel. Víst er að Þórunafnið er úr Vogum því gamlar sagnir eru til um Þórusker við Voga, en í því átti að satnda höfuðból með átján hurðir á hjörum. Engar rústir eru sjánlegar á fyrrnefndu svæði þó grannt sé leitað, en við tökum gildar heimildir úr Vogum um Þórusel á þessum stað þó að ólíklega hafi verið selstaða svo nærri byggð.
[Rétt er að geta þess að þarna skammt vestar er gróinn hóll. Í honum má sjá marka fyrir hleðslum í klofi hans. Utan með er það gróið og enn utar það mikil eyðing, að erfitt er að sjá hvor þar geti verið hægt að finna heilleg mannvirki. Þó er það ekki útilokað]. Ein sögn er til að Þórusel hafi verið um tíma í Fornuseljum í Sýrholti.

Kvíguvogasel - SnorrastaðirUtan í Vogaholtinu að norðaustanverðu er Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel. Þar sjást þrjár gamalgrónar tóftir og ein nýlegri rétt fyrir ofan uppblásna kvos sem heitir Vogaselsdalur. Í Jarðabókinni 17003 segir að þarna hafi Stóru- og Minni-Vogar í seli. Ekkert vatnsból hefur fundist við Gamla-Vogasel.
[Í brekkunni suðaustan við Gömlu-Vogasel má sjá tóftir Nýju-Vogaselja. Þær eru nokkrar á a.m.k. tveimur stöðum; aðrar undir klapparhól og hinar skammt neðar utan í grónum hól. Ofar er stekkur og fleiri hleðslur].
Frá Gamla-Vogaseli, austur af Vogaholtinu, er Brunnastaðasel undir Brunnastaðaselsgjá og er um 15 mín. gangur á milli seljanna. Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru um Brunnastaðaselsvansstæði ofan við og sunnan selsins en það hefur ekki fundist enn svo óyggjandi sé.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr. Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst byggðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir en aðeins norðar og neðar sjáum við litla kví óskemmda með öllu og hafa gjárveggnirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltartíma.

Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið og þá líklega sami stígur og liggur um Gjásel og Brunnastaðasel.
Undir Hlöðunesskinn í lægð mót austri stóð Gamla-Hlöðunessel eða Hlöðunessel og þar sjáum við tvær mjög gamlar tóftir en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem er mikill þarna. Í Jarðabókinni 1703 segir að selið í Hlöðunesi sé aflagt vegna vatnsskorts. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við selið.[Þegar Hlöðunessel var skoðað komu í ljós mjög gamlar tóftir á tveimur stöðum á torfu þeirri, sem enn er heil, en í kringum selið er mikill uppblástur, eins fram hefur komið, en þarna er greinilega um mjög gamalt sel að ræða, sem erfitt er að koma auga á].

Fornasel

Fornasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í austurátt frá Skrokkum er lítið selstæði sem heitir Fornasel. Ein heimild segir það vera frá Þórustöðum, en önnur heimild segir að selið gæti heitið Litlasel og vera frá Landakoti. Í Jarðarbókinni 1703 er ekki getið um Fornasel eða annað sel á þessum slóðum, en bókin nefnir Fornuselshæðir, sem eru líklega nokkuð ofar í heiðinni.
Selið sést vel frá Skrokkum og er stutt ganga að því. Það liggur utan í hól mót vestri og sjást þar þrjár tóftir og lítil kví neðan við þær. Rétt fyrir ofan hólinn að austanverðu er smá vatnsstæði í klöpp, 3-4 m á legnd, um 2 m á breidd með grjóthleðslu í kring.
Fyrir ofan fornasel liggur Línuvegurinn. Ofan hans blasir Klifgjá við og framundan er bergveggur hennar hár og mikill, en lækkar til austurs og vesturs þegar fjær dregur.
Yfir gjána á þessum slóðum eru tveir stígar með nokkru millibili; Knarranesselstígur og Auðnaselsstígur nokkurn spöl norðaustar.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – vatnsstæðið.

Knarrarnessel er nokkurn spöl ofan við Klifgjá og þar er flatlendast miðað við önnur selstæði í heiðinni. Selsstígurinn er ekki augljós frá Klifgjánni og upp í selið, en hann liggur fast við Knarrarnesselsvatnstæðið sem er um 100 m neðan og norðan við nyrstu tóftirnar. Þar er oftast vatn enda vatnsstæði þetta með þeim stærstu í heiðinni.
Selstæðið er stórt með mörgum tóftum enda höfðu líklega flestir bæir í Knarrarnesshverfi selstöðu þarna og í heimildum er getið um Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel á þessum stað. Rétt fyrir ofan selið er nokkuð stór gjá sem snýr bergvegg til sjávar og er Gjáselsgjá framhald hennar til suðvesturs.

Breiðagerðissel - Auðnasel

Auðnasel – Uppdráttur ÓSÁ.

Næst er Auðnasel, en það er norðaustur af Knarranesseli innan við [Breiðagerðisslakka]. Um 20 mín. gangur er á milli seljanna. Selið liggur suðvestan við hæð eina sem heitir Sýrholt. Margar tóftir eru þar mismikið grónar, en þarna var haft í seli frá bæjum í Auðnahverfinu, s.s. Auðnum, Höfða og Breiðagerði. Á hæsta hólnum í seltúninu er varða. Vatnsstæði hefur ekki fundist við selið, en heimildir segja það vera norðvestur af því nokkurn spöl neðan þess og sunnan við háan og brattan klapparhól. [Við leit að vatnsstæðinu sumarið 2003 kom í ljós að það er niðurgrafið undir nefndum klapparhól, skammt norðan vestustu tóftanna].
Fornuselshæða er getið í Jarðabókinni 1703 og þá þar sem Kálfatjörn og Þórustaðir höfðu í seli áður en þeir bæir fengu selstöðu í Sogaseli. Engin önnur heimild er til um Fornuselshæðir, en líklega eru hæðirnar í eða við Sýrholtið. Vestan í holtinu sjást þrjár mjög gamlar kofatóftir og þar hefur mjög líklega verið sel fyrrum og gæti verið selstaða sú sem getið er um í Jarðabókinni. Mikill uppblástur er á þessum slóðum og á holtinu sjást merki eftir landgræsluflug. [Við skoðun á Sýrholti og Fornuseljum sumarið 2002 komu í ljós tóftir á tveimur stöðum. Tóftir eru norðvestan í holtinu. Þá eru tóftir nokkru norðar. Norðan þeirra, í gjá, er hlaðin kví].

Kolhólasel

Kolhólasel – uppdráttur ÓSÁ.

Drjúgan spöl suðaustan Kolgrafarholts og Kirkholts, en norðan Sýrholts er Flekkuvíkursel. Selið stendur nokkuð fyrir neðan Grindavíkurgjá og er háa, nafnlausa, varðan ofan og austan Auðnasels í suðurstefnu frá Flekkuvíkurseli. Um hálftíma gangur er milli Auðnasels og Flekkuvíkursels. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví. Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásnum norðan tóftanna og fáeinir steinar við það. Þeir Kálfatjarnarbræður Gunnar og Ólafur Erlendssynir nefna Flekkuvíkursel í örnefnaskrá árið 1976 og segja: “Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, f: 1858, kom í selið sem barn og voru þar þá bæði smali og selráðskona. Í selinu voru þá einnig eingöngu hafðar kindur”.

Flekkuvíkursel

Selsvarða við Flekkuvíkursel.

Selás eða Flekkuvíkurselás heitir langt klapparholt við selið að ofanverðu og inn í holtið skerast grasbollar beggja vegna. Ásinn greinist samkvæmt gömlum landamerkjalýsingum í Vestri-
Flekkuvíkurás og Nyrðri-Flekkuvíkurás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum. Norðan ássins rétt neðan við vatnsbólið eru þrjár gamlar tóftir og há grasivaxin grjóthrúga, líklega mjög gömul húsatóft.
Þórustaðastígurinn liggur milli Selshálsins og Sýrholtsins, síðan yfir Grindarvíkurgjána og áfram upp í heiðina.

Rauðhólssel

Rauðhólssel – uppdráttur ÓSÁ.

Norðan Flekkuvíkursels, svo til mitt á milli selsins og Reykjanesbrautar, eru tvær stórar vörður, sem standa mjög þétt saman og heita Bræður.
Undir norðaustanverðum Rauðhól er Rauðhólssel, en það var frá Stóru-Vatnsleysu. Sagt var fyrrum að ekki hefði verið hægt að hafast við í selinu eftir að sextán vikur voru af sumri vegna draugagangs. Við selið finnst ekkert vatnsból. Upp með hraunjaðrinum frá Kúagerði liggur Rauðhólsselsstígur, eða Rauðhólsstígur, upp í selið.
Í austurátt frá Haugrúst og langan veg suðaustur frá Brennhólum sjáum við Selásinn eða Selhæðirnar og þar norðvestan undir er Hvassahraunssel. Selstæðið er nokkuð stórt og þar eru tvennar tóftir af kofayrpingu, en kvíin er vestarlega í seltúninu. Austarlega á Selásnum er há varða sem sést víða að.
Jón Helgason frá Litlabæ á Vatnsleysuströnd (1895-1986) segir í sendibréfi árið 1984: “Ég tel að alllangt fram á 19. öldina hafi verið haft í seli frá Hvassahrauni, því móðir Þórunnar, sem þar bjó lengi, Ingibjörg, var þar selráðskona þegar hún var ung að árum, en hún lifði líklega fram á anna tug þessarar aldar”.

Arasel

Ara(hnúks)sel – Uppdráttur ÓSÁ.

Sé þetta rétt hafa a.m.k. tveir bæir í hreppnum haft í seli vel fram á 19. öldina; það eru Hvassahraun og Flekkuvík. Einnig er líklegt að ámóta lengi hafi verið selsbúskapur í Arahnúkaseli og Gjáseli því tóftir þar eru nokkuð nýlegar. Trúlega hafa öll sel lagst af í kjölfar fjárkláðans árið 1856, en þá var allt fé skorið niður hér um slóðir eins og [áður] er getið um.
Hvassahraunsselstígur liggur frá bænum og upp í selið og er nokkuð greinilegur á köflum þó svo að við göngum ekki að honum vísum við Reykjanesbrautina. Líklega eru örnefnin Selskrínshæð og Hálfnaðarhæð við stíginn og þá Hálfnaðarhæðin fast hægra megin við hann sé gengið upp eftir. Örnefnið Selskrínshæð gefur til kynna að þangað hafi selfólkið farið með selskrínunarr og þær síðan verið sóttar á hæðina af heimafólki og eða skipt um ílát þar.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstígurinn liggur áfram langt upp úr austan við Selásana og fellur þar inn í Skógargötuna sem liggur úr Hafnarfirði um Óttarstaðasel og upp að fjallgarði. Gata þessi ber mismunandi nöfn: Í Hafnarfjarðarlandi heitir hún Rauðhólsstígur eða Óttarstaðaselsstígur, fyrir ofan Hvassahraun heitir hún Skógargatan og þegar ofar kemur heitir hún Mosastígur.
Heimildir geta um vatnsból við Hvassahraunssel og þá undir skúta, eiginlega beint austur af selinu, og er erfitt að finna það. Nokkur leit hefur verið gerð að vatnsstæðinu, en það hefur ekki fundist. [Gerð var leit að því sumarið 2003 og fannst það á nefndu stað skammt fyrir ofan selið. Þar eru nokkrir hraunbollar og í einum þeirra var greinilegt vatnsstæði undir].
Næst er fallegasta gróðursvæðið á öllum Reykjanesskaganum, en það eru Selsvellirnir, sem liggja meðfram endilöngu Selsvallafjalli (338 m) að vestanverðu. Fjallið greinist frá Grænuvatnseggjum af smá dalverpi eða gili, en um það liggur Þórustaðastígurinn upp á fjallið. Vellirnir eru um 2 km að lengd, en aðeins rúmlega 0.2 km á breidd.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Á Selsvöllum var selstaða frá bæjum í Grindavík og í sóknarlýsingu þaðan frá árinu 1840 er sagt að allir bæir í sókninni nema Hraun hafi þar í seli. Jafnframt segir í lýsingunni að Selsvellir séu “í Strandamannalandi eður fyrir norðan Grindavíkurlandamerkin”. Þrátt fyrir þess heimild og fleiri hafa bændur í Grindavíkurhreppi eignað sér Selsvellina í tugi ára og á kortum Landmælinga Íslands er línan alltaf Grindvíkingum í hag þó svo hún sé að vísu einatt skráð sem óviss mörk.
Tveir lækir, Selsvallalækir, ranna um sléttuna, en hverfa svo niður í hraunjaðarinn, sem afmarkar vellina til vesturs. Sá nyrðri kemur úr gili sunnan Kúalága, en sá syðri rennur fram drjúgum sunnar og nokkuð nálægt Selsvallaseli.
Seltóftirnar kúra í suðvesturhorni vallanna fast fast við hraunkantinn og þar virðast hafa verið þrjár kofaþyrpingar og tvær nokkuð stórar kvíar nálægt þeim. Úti í hrauninu sjálfu fast við fyrrnefndar tóftir er ein kofatóft til og lítil kví á smá grasbletti. Í bréfi frá séra Geir Backmann, Staðapresti, til biskups árið 1844, kemur fram að sumarið áður hafi sjö búendur úr Grindavíkurhreppi í seli á völlunum og að þar hafi þá verið um 500 fjár og 30 nautgripir. Út frá selstæðinu liggur selstígurinn til Grindavíkur í átt að Hraunsels-Vatnsfelli. [Þess ber að geta til glöggvunar að eldri seltóftir eru austan Selsvalla skammt norðar. Á milli þeirra liggur greinilegur stígur að nýrri selstóftunum. Kemur hann inn á selstíginn yfir hraunið, áleiðis til Grindavíkur, vestan þeirra. Stígurinn, sem reyndar greinist í fleiri stíga, er djúpt markaður á kafla eftir lappir og fætur liðinna kynslóða.

Hraunsels-Vatnsfell

Vatnsstæði í Hraunssels-Vatnsfelli.

Handan við hraunkantinn að vestanverðu er Hraunsels-Vatnsfell. Uppi á því austanverðu er gígur með vatni í; vatnsstæði. Það hefur greinilega verið mikið notað í gegnum aldirnar, ef marka má hinn markaða stíg, sem þarna liggur á millum].

Heimild:
-Selin í Vatnsleysustrandarheiði – eftir Sesselju Guðmundsdóttur – “Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd”.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.