Staður

Hér gengur Jökull Jakobsson með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Þriðji þáttur. Frá 3.febrúar 1973.

Staður

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

“Í gamla daga var Staðarhverfið afskekkt, vegakerfið ekkert, en slóðar víða um hraunin. Það er ákaflega fróðlegt að sjá hin djúpu för í hraunhelluna. Þá gengu menn í skinnskóm svo það hefur tekið langan tíma að móta stígana. Allt var borið á bakinu. Ég man eftir því að fram undir 1925 urðu sjómenn að sækja síldina á bakinu til Keflavíkur. Þegar svo erfitt var að ná í beituna var farið sparlega með hana. Enda gættu formenn þess vel að ljósabeitan, lýsa og karfi og hrognkelsi þegar komið var fram á vertíðina, væri vel nýtt. Þetta þótti ágæt beita og oft fékkst vænn fiskur á ljósabeituna. Ýmsir áttu hér leið um. Sumt voru kynjakvistir og nokkri eru mér minnistæðir frá því að ég var strákur. Má þar nefna Einar póst, Hann var Árnason og var ættaður af Ströndum og hafi sérkennilegt útlit. Hann var dvergvaxinn, með stórt höfuð, hendurnar náðu niður að hnésbótum, boourinn langur en fæturnir mjög stuttir. Þetta var maðurinn sem bar póstinn til Grindvíkinga þegar ég man fyrst eftir. Póstferðunum var þannig háttað að hann var sendur með skipi frá Reykjavík til Keflavíkur þar sem Einar átti heima. Þótt Einar væri lítill var hann annálaður hversu duglegur hann var að bera út. Leið hans lá um Hafnir og til Grindavík og um Grindavík í Selvoginn og austur á Eyrarvakka. Hann skilaði af sér pósti hvar sem hann kom og rölti til baka frá Eyrarbakka til Keflavíkur. Hann var alltaf með hálffula töskuna. Við strákarnir hlökkuðum alltaf til þegar pósturinn kom. Við fylgdumst vel með því er hann kom. Hann birtist upp á Gjánni. Þar stansaði Einar og blés í lúðurinn. Við strákarnir hlupum á móti honum og tókum við pokanum og bárum hann heim í hlað. Einar átti það til að vera erinkennilegur í svörum.
Eitt sinn var Grindvíkingur staddur í Keflavík og spurði Einar. “Er þetta bærinn þinn, Einar”. “Við köllum þetta ekki bæ hér í Keflavík. Við köllum þetta hús.”
Snúum okkur aftur af póstferðum Einars. Við leiddum hann í bæinn. Einar var stuttur í svörum. Svo var honum jafnan borinn matur og drykkur. Hann var jafnan þreyttur eftir gönguna. Það var ekki fyrr en Einar var sestur að góðum málsverði og  fengum við lánaðan lúðurinn undir það er Einar var að verða saddur.
Sigurður Erlendsson (Siggi bóki). Hann var þekktur hé rí Grindavík fyrir það að hann fór á hverju vori um Reykjanesið og seldi bækur. Þær bar hann í þungu kofforti. Hann var rauðbirkinn og talaði hægt og seint. Hann kom hér að Húsatóftum á leið hans frá Höfnum. Pabbi keypti alltaf eitthvað af honum. Siggi bóki las stundum upp úr bókum fyrir okkur krakkana.
Okkur þótti vænt um þegar Hjálpræðisfólkið var hér á ferðinni. Það seldi bækur, Herópið og Unga Ísland. Þessu þótti okkur unga fólkinu mikill fengur.
Þessar konur gengu bæ af bæ og sendu bækur, en voru ekki með samkomuhald, ekki fyrr en seinna. Þær voru tilbreyting við daglega lífið.
Vafalaust var rætt við trúmál við þær, en ég man ekki eftir traumum sérstökum. Gamla fólkið hafði sinn prest og það virtist duga.
Einn þessara manna, Sigurður Sveinbjörnsson, var þekktur lengi í Reykjavík, kallaður Siggi á kassanum og prédikaði á Lækjartorgi. Hann þótti strangur í kenningum. Hann kom hingað og seldi bækur. Hann gisti einu sinni hjá okkur á Húsatóftum. Um kvöldið var þeim, mömmu minni og hann, ósammála um trúmál. Mamma hafði álit á kenningum Haralds heitins Níelssonar, en þær voru Sigga á kassanum ekki að skapi. Um morguninn spurði Siggi hvað næturgreiðinn kostaði: Mamma sagði það ekki venjan að taka fyrir gistingu. Þá tópk Siggi up veskið sitt og lagði 10 kr á borðið og sagði “Ég fer nú ekki að þiggja ókeypis næturgreiða frá andartrúakerlingu”.

Staður

Staður fyrrum.

Það var auðvita fáförult vegna þess hversu hérna var einangrað. Vegur kom fyrst til Grindavíkur 1918. Það voru óskapleg viðbrigði. Vegurinn til Keflavíkur var kominn fyrr og það þurfti átök að fá veginn til Grindavíkur. Grindvíkingar höfðu með sér samtök og samþykktu að leggja til hálfan hlut af vetrarvertíðinni þangað til vegurinn væri kominn til Grindavíkur. Þetta var gert og það tók 4 ár að gera veginn til Grindavíkur. Síðan var haldið áfram og vegur lagður út í Þórkötlustaðahverfið og síðan út í Staðarhverfið. Lífsviðhorfið með tilkomu vegarins gjörbreyting.
Ég gekk í skóla út í skóla út í Járngerðarstaðahverfi. Þangað er þriggja kortera gangur. Við fórum annan hvorn dag. Við sátum í skólastofunni. Þá heyrðist undirgangur, ferlegri en áður hafði gerst í Grindavík. Þá sáum við hvar bíll kom niður veginn og niður að verslun Einars í Garðhúsum. Allir risu úr sætum sínum og við krakkarnir hlupum á dyr og kennarinn kom röltandi á eftir. Við hlupum niður að sjónum þar sem bæíllinn var stoppaður og komum nokkrun veginn jafnt niður að honum. Einar, virðurlegur, kom úr úr sinni búð og tók á móti bílsstjóanum. Það er mér minnistætt hversu bílstjórinn var stór og mikill, með borðalaga húfu, guði líkastur. Honum var boðið inn fyrir búðaborðið, boðinn vindill og Einar spjallaði um bíla og við krakkarnir göptum af forundran.
Svo kom að því að maðurinn fór til baka. Þar kom hann að garði, sem var hindrun. Þar bjuggu bræður sem ekki voru alltaf sammála. Þegar bílstjórinn var að snúa við rakst bíllinn í garðinn og braut hann niður áður en ekið var í burtu.
“Hvað með símann og útvarp?”

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

“Mér er ákaflega minnistætt þegar við náðum í útvarp. Ég var þá 15 eða 16 ára. Ég var staddur úti í Játnegrðarstaðahverfið. Þá sagði kunningi minn að í kvöld væri hægt að hlusta á útvarp í samkomuhúsinu. Menn komu frá Reykjavík og ætluðu að selja atganginn. Það kostaði 2 kr. og 50 aurar. Þetta var dýrt. Kunningi minn lánaði mér upphæðina og ég fór með öðru höfðingsfólki á samkomuma. Þarna var presturinn, kaupmaðurinn og aðrir betri borgarar. Eftir mikið brak og fyrirgang heyrðum við eitthvert surg. Okkur var sagt að hljóðið kæmi alla leið frá London. Okkur þótti mikið til koma. Meira heyrðum við ekki að þessu sinni. Þeir sýndu okkur þó heyrnartæki og leyfðu nokkrum að koma upp á svið til að hlusta. Með því var hægt að einhverra orða skil. Ekki átti ég þó kost á því.
Árið 1930 kom útvarp fyrst út í Staðarhverfi. Þá var keypt útvarp heima hjá okkur. Það var stór stund þegar við gátum hlustað á fréttir, fróðleg erindi og söng. Messurnar voru á sunnudögum. Staðhverfingar komu frá ýmsum bæjum messuklæddir að Húsatóftum til að hlusta á messuna. Menn höguðu sér á allan hátt eins og þeir væru í kirkju.
Þegar horft er yfir víkurnar má minnast þess aðs jórinn hefur gefið mikið, Grindvíkingum og þjóðinni allri. En hann hefur líka heimt sína tolla. Hér hafa örlög ráðst á mjög skammri stundu. Eftir að Slysavarnafélag Ísland kom til sögunnar breyttist margt og með þeim tækjum, sem það bjó yfir. Björgunarsveitin Þorbjörn var stofnuð 29 jan. 1928 og u.þ.b. 4 mánuðum seinna fékk hún sína eldskírn því þá björguðu hún 38 mönnum af frönskum torgara út á Hrauni. Örksömmu eftir að síðasti maðurinn var dreginn í land brotnaði skipið í öldurótinu.
Þessi strönd hefur marga sögu að geyma og sumar þungar. Mér dettur t.d. í hug þegar færeyska skútan Anna frá Tóftum fórst hér. Það var 4. apríl 1924 að menn, sem gengu í fjörunni, fundu brak og það leyndi sér ekki að skip hafði farsit. Fyrsta kvöldið fannst lík og fleiri eftir það. Brak af skútunni fannst skammt utar. Næstu dag avar gengið um fjörur og hinir dánu flutti utan sjó til byggða. Það var ákaflega þungt yfir þessa daga.
Einn morguninn vakti pappi sálugi mig og sagði aðég þyrfti að fara vestur meðs tröndinni að leita. Ég færðist undan þessu, en hann sagði að þetta yrði að ske áður en færi að falla að. Ekki var um annað að hlíða. Þórhallur yngri bróðir minn fór með mér.
Þegar mér var litið niður í föruna á stórgrýttum kampi sá ég mannsfót. Við fórum niður og þá lá líkið í djúpri holu. Fóturinn stóð upp úr. Eftir nokkra erfipðleika náðum við þeim dauða upp úr. Hann var fatalaus, hafði verið stór maður með svöðusár á enninu. Loksins tóks okkur að ná honum upp. Þegar upp á fjöruborðið kom lögðum við manninn til. Ég sneri við honum baki og ætlaði að halda áfram eftir fjörunni. Þá greip mig mikill ótti svo ég tók strikið upp eftir heiðinni og beint heim.
Í nefinu fyrir framan okkur strandaði 1924, fjórum mánuðum fyrr en Anna frá Töfte strandaði, þá strandaði þýskur togari, Slúturp hét hann. Þetta var hans fyrsta ferð og sigldi á fullri ferð upp á malarkampinn. Salt var í honum og stóð hann réttur. Þegar fór að bresta út settu skipsmenn út stiga og gengu þurrum fót í land. Togarinn gaf Reyknesingum mikið af kolum. Þetta strand var í sjálfu sér ekkert harmað. Það meiddist enginn. Farið var með skipsmennina á hestum út í Járngerðarstaðahverfi. Skipstjórinn var mér minnistæður, ákaflega feitur maður. vegna þess að kampurinn var ósléttur var að brúa kampinn með timburrörum svo hægt væri að koma honum yfir heilu og höldnu. Ekki hefur verið auðveldara með björgun en úr þessu strandi.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Árið 1933 var hér hörmulegt strand, aðeins hérna utar, í Alnboga. Þar strandaði Skúli fógeti. Af honum var  bjarga 24 mönnum en 13 fórust. Um nóttina var mjög vont veður, kafaldsbylur, snjóaði mikið og hvassvirði. Ekki sá út úr augum.
Björgunarsveit frá Reykjavík lagði af stað vegna sambandleysis við Grindavík, en komst varla. Björgunarmenn fóru héðan og komu á strandsstaðinn um kl. 05:00 um morguninn. Aðkoman var ömurleg, hátt var í sjó og miðjan á skipunu og brúin voru að mestu í kafi. Björgunarsveitin kom fyrir sínum tækjum. Á mjög skömmum tíma tókst að bjarga eftirlifendum til lands. Þá voru 13 menn dánir. Þeir sem komust á hvalbakinn björguðust allir. Hvað eftir annað gengu holskeflur yfir hvalbakinn og af og til sáust menn hanga utan á hvalbaknum, en alltaf tókst að draga þá inn aftur. Tveimur mönnum aftan á skipinu tókst á milli stórsjóa að komast fram á hvalbakinn og björguðust. Talar var um það að björgunarmennirnir hefðu þarna unnið mikið afrek.
Ef við förum svo hér nokkuð vestar, vestur fyrir Háleyjar, þá strandaði þar botnvörpungurinn Jón Baldvinsson. Það var 31. mars 1955. Þar var 42 mönnum bjargað. Björgunarsveitin var mjög fljót á vettvang enda þótt þeir hafi þurft að bera tækin alllanga leið. Aðstaða til björgunar var góð því báturinn hafði farið upp undir berg, en hins vegar var veltubrim og stórsjóir gengu yfir hann. Mennirnir voru dregnir í land og fljótlega veltu brimskaflarnir Jóni Baldvinssyni á hvolf.

Clam

Clam á strandsstað.

Færum aðeins vestar og þá vestur fyrir litla vitann. Þar strandaði olíuskip, Clam held ég að hafi heitið. eitthver stærsta skip sem strandað hafði á Íslandi um 10.000 tonn að stærð. Verið var að draga það frá Reykjavík áleiðis til Englands. Ekki var vont veður. Þegar kom hér við Reykjanesið slitnaði dráttartauginn og það rak að  landi. Skipið strandaði nokkrum mínútum áður en björgunarsveitina bar að. Lágir sjóir skullu á það. Svo óheppilega vildi til að menn þustu í tvo björgunarbáta. Yfirmenn skipsins lögðu brátt bann við að menn færu í bátana, en ekki var hlustað á það. Þegar bátarnir voru fullir rak bátana og hvolfdu. Allri drukknuðu, nema tveir menn sem sjórin kastaði upp á bergsillurnar. Eftri einum þeirra varð að síga. Vel gekk að bjarga hinum, sem um borð í skipinu voru. Þetta voru Englendingar og Kínverjar. Mér var sagt að álíka margir hefðu farist af hvoru þjóðerni. Þarna var 24 mönnum bjargar að ég tel 54. Skipið var þarna lengi vel á eftir, en nú sést ekkert til þess lengur.
Búðarklettur frá Hafnarfirði strandaði hér utan við í vondu veðri. Skipverjar björguðust, en tveir farþegar um borð fórust. Öðlingur, lítill bátur af Stokkeyri, rak þarna upp, en hann var mannlaus. Hann hafði verið yfirgefinn utan við Stokkseyri í vopndu veðri og brotnaði undir Hrafnkelsstaðabergi. Bátur frá Vestmannaeyjum var á veiðum grunnt undan Háleyjum þegar kviknaði í honum. Áhöfnin gat stímað honum í land og allir björguðust.
Síðasta opna skipið sem fórst héðan úr Staðarhverfinu var á vetrarvertíðinni 1915. Það var tvíróið þennan dag, gekk á með éljum. Báturinn fór út til að leggja þorskanetum. Sást til hans undir seglum. Nokkru síðar skall á él og báturinn sást ekki meira. Ellefu menn voru um borð, þ.á.m. þrír bræður, synir Árna Jónssonar, sem bjó hér í Staðarhverfinu þá.
Hér hafa orft orðið hrakningar þegar einuns var hægt að treysta á árar og segl. Brimað gat á nokkrum mínútum. Þá var oft erfitt því ekki var árennilegt að fara hér í gegn. Þá urðu menn að leggja á sundin upp á líf og dauða. Stundum heppnaðist þetta, en ekki alltaf. Hrakningsveður mikil gátu verið hérna. Eitt sinn 1916 var róðið héðan í rennisléttu veðri og hægum andvara. Þá skall á norðanveður eins og hendi var veifað. Einn náði höfn. Aðrir bátar hröktust hér fyrir utan og náðu sumir landi í Víkunum hingað og þangað út eftir, nema fjórir. Þá hrakti út fyrir litla vitann og röstin tók við þeim. Þá vildi til að skúta frá Reykjavík, Ester, var stödd þar fyrir utan. Áhöfnin bjargaði bátsverjum af hinum hröktu skipum. Það var mikið afrek því sjálft var Ester ekki nema 100 tonn.
Næstu dagar voru þungir hjá Grindvíkingum eða allt þar til Ester sigldi inn á víkina með áhafnirnar.
Lífsbaráttan setti mark sitt á mannlífið í Staðarhverfi, einkum á kvenfólkið. Sérstaklega gat þetta verið erfitt fyrir mæðurnar. Þegar útlið var sem erfiðast héldu þær konur sig ekki mikið innan um aðrar, fóru einförum, háðu sína baráttu sína út af fyrir sig.
Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Frá 3.febrúar 1973
.