Bláa lónið

Genginn var svonefndur “Bláalónshringur”, þ.e. 6-8 km hringleið frá Bláa lóninu um Eldvarpahraun að Skipsstíg, hinni fornu þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur, og götunni síðan fylgt til suðurs að Lágafelli.

Blaalonshringur

Undir Skjónabrekkum á Bláalónshringnum.

Á leiðinni var komið við í Dýrfinnuhelli þar sem samnefnd kona úr Grindavík átti að hafa dulist með börn sín eftir að “Tyrkir” réðust á Grindvíkinga að morgni 10. júní árið 1627 og rænt þaðan 15 manns.
Rifjuð var upp tilurð og aldur nálægra hrauna; Illahrauns, Bræðrahrauns og Blettahrauns áður en göngunni var framhaldið til austurs með norðanverður Þorbjarnarfelli, um Skjónabrekkur inn á Baðsvelli. Þar voru skoðaðar leifar af selstöðum Járngerðarstaðabænda fyrr á öldum og skógrækt Grindavíkurkvenfélags-kvenna frá 1950.
Loks var haldið yfir Illahraun, framhjá Svartsengisvirkjuninni að Bláa lóninu. Frábært veður.

Bláa lónið

Bláa lónið – þátttakendur.