Færslur

Bláa lónið

Jón Jónsson, jarðfræðingur, fjallar um “Gönguleið; Bláa Lónið – Slaga” í Morgunblaðinu árið 1991:
Jón Jónsson“Hér á eftir er stiklað á stóru í jarðfræði þess svæðis sem farið verður um. Sé gengið frá Bláa lóninu austur yfir, má fara hvort heldur vill norðan Svartengisfells eða suður yfir Selháls og austur eftir hraununum þar fyrir sunnan og austan. Hvor leiðin sem farin er þarf að ganga þvert yfir gígaröðina, sem þar gaus fyrir 2400 árum, en þá varð Þórkötlustaðanes til og Grindavík skapaðist. Gígaröð þessi er um 8 km löng og á þeirri sprungugrein hefur áður gosið.
Sé gengið norðan fellsins, er vert að veita því athygli hvað gróður breytist þegar kemur austur fyrir gilið, sem er upp af samkomustaðnum gamla [Svartsengi]. Vestan gilsins er fellið gróið upp eftir hliðinni og þar grænkar fyrr á vorin. Þetta stafar af jarðhita og gilið er tengt sprungu og ummyndun af jarðhita er þar mikil.

Sýlingafell

Sýlingafell – sýlingurinn (gígur/hvylft/laut).

Á háfellinu er myndarlegur gígur [Sýlin] og frá honum hafa hraun runnið og þekja fjallið.
Austan við Sundhnúkahraunið tekur Vatnsheiði við. Það er hraunskjöldur (dyngja) eða hraunskildir öllu heldur, því gosopin eru fleiri en eitt. Nyrsti skjöldurinn er þó þeirra mestur en hraunið er pikrít, mjög ólívínauðugt berg, sem sums staðar er nærri grænt af ólívínkristöllum, en þeir eru mjög dreifðir um bergið. Vatnsheiði er eldri en sprunguhraunin í kring og hverfur því hraunið úr dyngjunum undir þau.

Vatnsheiði

Gígur í Vatnsheiði.

Dyngjuhraunin hafa verið þunnfljótandi, heit og talið er að þau komi djúpt úr jörðu, jafnvel neðan úr möttli.
Fagradalsfjall er stapi og gígurinn er á norðurhorni þess og er all myndarlegur. Hraunborð er svo ofan á fjallinu og hallar borðinu til suðurs. Er talið líklegt að jökull hafi haldið að á báðar hliðar þegar komið var á lokastig gossins og þannig markað hrauninu rás svo úr verði þríhyrningur. Syðst á fjallinu eru yngri (nútíma) gígar og hraun í og við lítinn sigdal (snoturt umhverfi, góður hvíldarstaður).

Slaga
Sunnan frá séð er Slaga mest áhugaverð. Neðst ofan við skriðurnar koma fram gráir stuðlabergshamrar (grágrýti). Að ofan eru þeir rispaðir af jökli (sést ekki nema upp sé klifrað, varúð, grjóthrun getur átt sér stað).

Slaga

Slaga.

Ofan á þessu kemur svört brotabergskennd gosmyndun, sem þó er yngri en jökull sá er heflaði grágrýtið. Aðrennslisæð þessarar gosmyndunar má sjá norðaustan til í brúninni, ljósgrá brík, gangur, skerst þar upp í brún og fleiri gangar, þunnir, eru þarna. Á síðjökultíma hefur sjór fallið upp að fjallinu. Hraun hafa runnið þarna þarna og nokkuð austar eftir skapað væna sneið af nýju landi.” – Höfundur er jarðfræðingur

Heimild:
-Morgunblaðið 3. maí 1991, Jón Jónsson “Gönguferð; Bláa lónið – Slaga”, bls. 25.

Slaga

Slaga – berggangur.

Bláa lónið

Lagt var af stað frá bílastæði Bláa Lónsins – þar sem gestum Lónsins er þakkað fyrir komuna og boðnir velkomnir aftur.

Bláa lónið

Bláa lónið – upphaf göngu.

Á leiðinni var m.a. gengið um þau óteljandi hraunafbrigði er Illahraun hefur að geyma, en Bláa Lónið er einmitt í því hrauni, sem rann árið 1226 (að því er talið er). Auk þess var kynnt til sögunnar annað það, sem fyrir augu bar á leiðinni; gígar, fjöll og tröll. Loks var farið yfir sögu Hitaveitu Suðurnesja og saga Bláa Lónsins rakin í grófum dráttum. Ljóst er að svæðið býður upp á óteljandi útivistarmöguleika og er hér einungis lýst einum þeirra.

Kenningin sem Alfred Wegener setti fram var að meginlöndin hefðu fyrir um 200 milljónum ár legið saman í einu stóru meginlandi sem nefnd var Pangea er óvíða áþreifanlegri en á Reykjanesskaganum.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Kenningunni var reyndar hafnað á þeim tíma en ný rök komu fram á 7. áratug 20. aldar sem vöktu kenninguna til lífsins og er hún megin kenning jarðfræðinnar í dag.
Talið er að jarðskorpan skiptist í nokkra fleka eða plötur sem rekur afar hægt. Fyrir um 60 milljónum ára voru flekarnir í Norður-Atlandshafi einn fleki, en hann brotnaði síðan. Skilin milli flekanna eru af tveimur gerðum, annars vegar úthafshryggir þar sem bráðið berg streymir upp úr iðrum jarðar og myndar nýja skorpu og aðliggjandi fleka rekur frá. Þetta á einmitt við um Ísland. Á öðrum stöðum rekast tveir flekar hins vegar saman. Þá er úthafsflekinn þyngri og gengur innundir meginlandsflekann sem er léttari. Dæmi um slík skil eru Klettafjöllin í Norður-Ameríku.
Jörðin er gerð úr kjarna, möttli og skorpu. Talið er að hringstreymi sé í möttlinum þar sem heitt möttulefni stígur upp frá kjarnanum í átt að skorpunni, kólnar og sígur síðan aftur niður. Þar sem er uppstreymi togast plöturnar frá hvor annarri. Þær togast sundur í rykkjum sem kallast jarðskjálftar. Við það myndast sprungur sem fyllast af kviku að neðan. Ef kvikan nær til yfirborðs verður eldgos. Plötuskil eru allstaðar staðsett á hafsbotni nema í Eþíópíu og á Íslandi.

Bláa lónið

Bláa lónið – ganga.

Land myndast þegar eldvirkni er mun meiri en á venjulegu hryggjarstykki. Talið er að þessi landmyndun orsakist af möttulstróknum, en það er strokklaga uppstreymi af heitu efni djúpt í iðrum jarðar. Tveir þekktustu möttulstrókarnir eru undir Íslandi og Hawaii. Ef ekki væri möttulstrókur undir Íslandi væri hér ekki land heldur um 3000 m sjávardýpi. Möttulstrókurinn er staðsettur undir norðvestanverðum Vatnajökli.
Ísland hefur myndast á mið-Atlandshafshryggnum sem liggur á milli tveggja fleka. Þá rekur í gagnstæða átt (plötuskil), um 2 cm á ári. Úthafshrygghakerfið er í heild um 80.000 km langt og sést ekki á landi nema á Íslandi og austur-Afríku.

Bláa lónið

Bláa lónið – hraunsprunga.

Hraun, sem eru svo áberandi umhverfis Bláa Lónið, er glóandi kvika er rennur frá eldstöð eftir yfirborði jarðar og storknar þar nefnist hraun. Þau hlaðast hvert yfir annað þannig að yngsta hraunið er ávallt efst. Jarðlagastafli Íslands er nær eingöngu orðinn til við slíka upphleðslu hrauna síðustu 20 milljón árin. Hraun geta verið ólík að útliti og stærð og stafar það af aðstæðum á gosstað, gerð kvikunnar og hegðun gossins. Eftir útliti eru hraun flokkuð í apalhraun og helluhraun.
Apalhraun [aa] kallast úfin hraun sem mynduð eru úr einu lagi. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti en neðar tekur við grófstuðluð samfelld hraunklöpp. Oft má greina stórgerða garða eða múga á yfirborðinu sem myndast þvert á rennslisstefnu hraunsins og kallast þeir svigður. Jaðar apalhraunanna er jafnan mjög brattur þegar þau skríða eða velta fram og hrynur þá laust gjall úr honum og lendir undir hrauninu. Þannig myndast botnlag úr gjalli undir hrauninu og er það einkennandi fyrir apalhraun.

Apalhraun

Apalhraun.

Súr og ísúr kvika er ávallt seigfljótandi og myndar því jafnan mjög úfin apalhraun sem geta verið tugir metra á þykkt. Sem dæmi um slík hraun má nefna Laugahraun í Landmannalaugum og Hekluhraunin. Basísk kvika myndar einnig apalhraun einkum kvika sem rennur við blönduð gos á sprungum. Þegar líða tekur á gosin hafa hraunin oft náð mikilli útbreiðslu og er þá mestur hluti þeirra storknaður. Leitar kvikan þá í vissa farvegi á leið sinni út frá gígnum.
Við lok gossins tæmast farvegirnir oft og tíðum og kallast þeir þá hrauntraðir. Slíkar hrauntraðir sjást víða t.d. við Lakagíga, Þrengslaborgir og Búrfell ofan Hafnarfjarðar.
Helluhraun [pahoehoe] eru slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða.

Helluhraun

Helluhraun.

Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar því hraunreipi. Verði yfirborðsskánin þykkri brotnar hún oft upp í fleka við framskrið og hreyfingar á bráðnu undirlaginu. Við slíkar aðstæður myndast oft háir hólar í helluhraununum. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins.

Bláa lónið

Illahraun – gígur (Rauðhóll).

Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Frá gígnum rennur hún yfirleitt úr hrauntjörninni um göng og oft langar leiðir undir storknu yfirborðinu uns hún flæðir upp um augu á hraunþekjunni. Þannig renna ótal hraunspýjur hver yfir aðra og því eru helluhraun, einkum ættuð frá dyngjum, mjög lagskipt og er ekki að finna gjall eða önnur millilög milli laganna. Hraungöngin tæmast oftast eins og hrauntraðirnar að gosi loknu og verða þá til hraunhellar sem geta orðið mörg hundruð metrar á lengd. Þekktastir slíkra hella eru Surtshellir í Hallmundarhrauni og Raufarhólshellir í Þrengslum. Oft eru fallegar myndanir dropsteina og hraunstráa í slíkum hellum.

Illahraun

Illahraun – gígur (Rauðhóll).

Í nágrenni við Bláa Lónið má víða sjá hella og skúta. Sumir þeirra tengjast sögum af útilegumönnum og ekki síst komu sjóræningja (Tyrkja) til Grindavíkur í júní 1627. Sagt var frá því að Grindvíkingar hafi þá falið sig um tíma í skjólunum og síðan haft þau til að flýja í ef ræningjarnir skyldu koma aftur. Í hraununum ofan Grindavíkur má einnig finna hlaðin (nú mosavaxin) skjól, sem talið er að íbúarnir ætluðu að leita skjóls í af sömu ástæðu.
Rauðhóll er áberandi gjallgígur suðvestan Bláa Lónsins. Sunnan hans er tveir aðrir myndarlegir klepragígar. Þarna var uppkoma hinnar glóandi hraunkviku á fyrri hluta 13. aldar og myndaði Illahraun. Í suðvestri sést vel til Eldvarpagígaraðarinnar, sem einmitt er dæmigerð sprungurein á Reykjanesskagagnum.

Bláa lónið

Bláa lónið – skreið í skúta.

Algengustu gos á Reykjanesskaganum eru gos á sprungureinum, allt a- 10-15 km löngum. Þær eru jafnan virkar í u.þ.b. 300 ár en hvíla sig síðan á milli á u.þ.b. 1000 ár. Sprungureinarnar færasr til sem nemur landrekinu (2 cm að jafnaði á ári).
Gjall- og klepragígaraðir eru víða þar sem gosið hefur apalhrauni á sprungum. Sprungugos af þessari gerð eru mjög algeng hér á landi og einkennandi fyrir eldvirkni landsins og virðist svo hafa verið frá upphafi jarðsögu Íslands.
U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²). Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði.

Á Reykjanesi eru jarðskjálftar tíðir.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – eldgos á nútíma.

Fjögur til fimm söguleg gos á Reykjanesi á tímabilinu 875 – 1340 og hraun u.þ.b. 16 talsins. Hraun við Hlíðarvatn frá 1340. Ögmundarhraun frá 1150. Hraun efst í Heiðmörk og Í Bláfjöllum u.þ.b. 1000 ára. Svínahraun gæti verið kristintökuhraunið frá 1000. Svartahraun við Bláa lónið frá 1226. Kapelluhraun frá 1150. Afstapahraun frá sögulegum tíma. Stampahraun og Arnarseturshraun eru einnig frá árinu 1226.
Blandgos nefnast gos sem bæði mynda hraun og gjósku. Kvikan er þá seigari en í hraungosunum. Þegar gasið brýtur sér leið úr kvikunni veldur það kvikustrókavirkni og smásprengingum.

Eldvörp

Eldvörp – gjallgígaröð.

Gjall- og klepragígar geta ýmist verið á sívalri eða aflangri eldrás. Þeir myndast einkum í byrjun goss þegar kvikustrókar þeytast upp úr gígnum. Nái kvikusletturnar, sem þeytast upp úr gígnum, ekki að storkna áður en þær lenda á gígbarminum hleðst upp klepragígur úr seigfljótandi kvikuslettum. Storkni sletturnar hins vegar á flugi sínu úr gígskálinni lenda þær þyngstu sem gjall á gígbarminum og mynda gjallgíg umhverfis gosrásina. Kvikan frá blandgígum myndar yfirleitt apalhraun.

Bláa lónið

Bláa lónið – ganga.

Þegar staðið er við Rauðhól má vel virða fyrir sér fjallahringinn; Þorbjarnarfell næst (sólarganginn) með Þorbjörn Gamla vestast í hlíð þess – Lágafell – Eldvörp – Sandfellshæð – Sandfell – Lágafell – Gígur – Súlur – Þórðarfell – Stapafell (horfið að mestu) – Litla-Skófell – Fagradalsfjall – Stóra-Skógfell – Svartsengisfell (Sýlingarfell) – og loks Hagafell (Gálgaklettar).
Í Þorbjarnarfelli er m.a. Þjófagjá og undir því að norðanverðu eru Baðsvellir.
Þorbjörn eins og fjallið er oftast kallað er um 243m hátt og að mestu úr bólstrabergi og bólstrabrotabergi, hefur orðið til við gos undir jökli.

Grindavík

Bólstraberg Í Þjófagjá á Þorbjarnarfelli.

Slíkt berg er myndað úr bólstrabrotum eins og nafnið gefur til kynna. Það einkennist af kubbum sem á einn kant hafa svarta glerhúð en eru að öðru leyti ekki frábrugðnir basaltmolum sem koma fyrir í þursabergi. Það er smáholótt og brotnar auðveldlega í eins konar stuðla sem mynda, sem næst rétt horn við glerkennt og þétt yfirborðið. Innan um eru reglulegir, heilir bólstrar. Það sem er sérstakt við þetta fjall er að það er klofið að endilöngu af sprungum og í því er sigdalur.
Þjóðsaga er til af þjófunum er héldu til í Þjófagjá og á Baðsvöllum. Til að gera langa sögu stutta voru þeir handteknir eftir brellur í laug á Baðsvöllum og síðan hengdir skýrslulaust í Gálgaklettum í Hagafelli – þarna skammt austar. Einar Bárðar (Idol-formaður) hefði nú einhvern tímann talið það lögreglumál, en hreppstjórinn í Grindavík var á öðru máli – á þeim tíma. Enda mætti stundum halda að önnur lög giltu á því svæði en á öðrum svæðum landsins.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Grindvíkingar höfðu um alllangan tíma selstöður á Baðsvöllum. Vel má sjá tóftir seljanna þar enn. Þegar beit varð að skornum skammti á Baðsvöllum færðu þeir sig inn á Selsvelli undir Núpshlíðarhálsi (Selsvallafjalli). Þar eru einnig greinilegar minjar eftir veru þeirra, s.s. sel, stekkir, vatnsstæði og grópmarkaðar selsgötur.
Efst í vestanverðu Þorbjarnarfelli er tröll. Sagt er að það hafi verið á leið að finna frænku sína í Festarfjalli. Eins og vitað er fóru tröll ávallt beint að augum. Tröllið var heldur seint fyrir. Þegar það kom upp á brún Þorbjarnarfells kom sólin við það sama upp við sjóndeildarhringinn í austri. Tröllið varð samstundis að steini – og er þar enn.

Ef vel er að gáð má sjá andlit Þorbjörns Gamla í vesturhlíð fellsins. Hakan og skeggið er neðst, en ofar nef og enni. Handans hans að sunnanverðu er Gyltustígur (fjallað er um hann á annarri FERLIRssíðu), auðveldasta gönguleiðin á fellið.

Blá lónið

Bláa lónið – ganga.

Þá var komið að hinu eiginlega athafnasvæði “fornvirkjunar” Hitaveitu Suðurnesja. Það var reyndar aðstoðarforstjóri Hitaveitunar er nefndi hana þessu nafni í erindi er hann hélt fyrir verðandi svæðaðleiðsögumenn á Reykjanesi, enda virkjunun þegar orðin u.þ.b. 30 ára gömul – sem þykir gamalt aldur af virkjun að vera. Á athafnasvæðinu er Gjáin þar sem kynnast má jarðfræði svæðisins með mynd- og textarfræðilegum hætti – jafnvel áþreifanlegum.

Bláa lónið

Svartsengi.

Saga Hitaveitu Suðurnesja mun, af þeim sem þekkja til, vera þessi:
“Eftir fund hjá Lionsmönnum í Grindavik 1969 var ákveðið að athuga meira með þennan hita sem var í hrauninu fyrir norðan Grindavík. Grindvíkingar voru búnir að velta þessu fyrir sér gegnum árin því þarna í hrauninu var alltaf auður blettur þegar snjór var yfir öllu og rauk of úr.
Talað var við Ísleif nokkurn Jónsson frá Einlandi sem sem gerði meira en aðrir Grindavíkingar hann lærði verkfræði, og fór að vinna hjá jarðborun ríkisins.
Ísleifur tók vel í þetta og pældi mikið með þessum áhugasömu Grindvíkingum, sagði hann að annað hvort væri þetta há eða lág hitasvæði. Lághita svæði væri 100 gráður eða minna en há hita svæði 200-300 gr, eða meira.

Bláa lónið

Bláa lónið – aðfall.

Ákvað þáverandi hreppsnefnd að leggja í þetta mál eina milljón, sem sagt að bora. Var tekin jarðbor á leigu frá jarðborun ríkisinns og beið hann næstu tvö árin. Svo var það í janúar 1973 að hreppsnefnd fór í þær framkvæmdir að bora og þeim til mikillar skelfingar kom upp allt of heitt vatn og mikil gufa vatnið var stór mengað af allskonar efnum sem menn höfðu ekki séð fyrr og með 1/3 af seltu sjávar.
Hugmyndafræðin var að fá upp lághitavatn og senda það beint í húsin eins og gert hafði verið í Reykjavík og víðar.
Fór þá Grindavíkurhreppur og orkustofnun í tveggja ára tilraunastarfsemi við að finna lausn á þessu máli, og lausnin sem fékkst var að bora eftir fersku vatni sem nóg var af og hita það upp með gufu sem upp kom, var þetta dýrt vegna þeirrar tækni, þekkingu, tækja og tóla sem til voru á þeim tíma.

Bláa lónið

Bláa lónið – aðfall.

Bauð þá Grindavík hinum sveitarfélögunum á Suðurnesjum að vera með í þessu verkefni, var það svo í des 1974 að ríkið kom inn í dæmið m.a. fyrir hönd flugvallarinns og áttu þeir 40%. Á móti sveitarfélugunum.
Úr varð að ferskvatn var hitað upp í 70-80 gráður en mengaða vatnið var látið renna út í hraun , átti síðar að búa læk þar sem vatn þetta átti að renna út í sjó niður í Bótina í Grindavík.
Fyllti þessi mengun eða kísill upp í allar holur í hrauninu og í framhaldi af því varð Bláa lónið til, umhverfisslys, eða algjör Paradís sem það er í dag.

Bláa lónið

Bláa lónið – gamla.

En það má í raun segja að Keflvíkingur, hann Valur Margeirsson, hafi fundið upp áhrif og og átt upphaf að vinsældum Bláalónsinns því hann fór fljótlega þess á leit við stjórn hitaveitunnar að fá að baða sig í þessu en hann var með phoriassis, var það fúslega veitt og settu þeir upp smá skúr fyrir hann til að skipta um föt í, en fljótlega var hann ekki nógu stór því vinsældirnar spunnust hratt út, var þá settur upp annar skúr og svo annar og á endanum var stofnað annað fyrirtæki utan um Bláa lónið eins og það er í dag.

Má einnig geta þess að árið 1942 hafði hreppsnefnd Grindavíkur með Guðstein Einarsson í fararbroddi látið bora annarsstaðar eða við Selhálsinn sem gaf ekki góða raun. Líka að milljónin sem hreppurinn lagði í tilraunaborun 1971 var engvan veginn nóg og þurfti að bæta annarri við og meira en það.

Bláa lónið

Bláa lónið – gamla.

Fyrstu tvær holurnar sem boraðar voru, voru á bilinu 200-500 m djúpar og er löngu búið að loka þeim. En 1974 voru boraðar tvær holur í viðbót og voru þær 1713 m og 1519 m djúpar.
1978-81 voru 7 holur til viðbótar boraðar allt frá 425 m til 1998 m djúpar.
Árið 1985, þegar rafveiturnar sameinast, breytist hlutur ríkisins úr 40% í 20 %.á móti sveitarfélögum á Suðurnesjum.
Við þetta má bæta að 9-11 borholur hafa verið gerðar á svæðinu. Starfsemin hófst árið 1975 eftir að lög um Hitaveitu Suðurnesja voru samþykkt á Alþingi árið áður. Í dag framleiðir Hitaveitan hitaorku og raforku, auk þess sem hún er hluthafi í Bláa Lóninu og hefur unnið með ýmiskonar nýbreyttni í jarðgufurannsóknum.”

Bláa lónið

Bláa lónið – ganga.

Keflvíkingar í Hitaveitunni vilja hafa söguna öðruvísi þar sem byrjað er á áhuga Keflavíkurbæjar og síðan Njarðvíkinga að leita að heitu vatni á svæðinu, en hvernig sem menn reyna, verða ártölin ávallt yngri í þeirri sögu en að framan greinir.
Fræðslusetrið Gjáin er á svæði Hitaveitunnar. Í henni má fræðast um jarfræði svæðisins, eldgosin, hraunin, jarðskjálftana, jarðvarðmann og annað það er merkilegast getur talist. M.a. er líkt þar eftir jarðskjálfta.
Ekki, og reyndar aldrei, má gleymast að fara þarf varlega um verðmæti sem hraunsvæðin á Reykjanesskaganum eru. Hitaveitan hefur haft það að opinberu kenniorði að “búa í sátt við umhverfið”, en nauðsynlegt er jafnan að samhæfa orð, vilja og verk.

Bláa lónið

Bláa lónið nýja – opnað 1999.

Bláa Lónið er í Illahrauni er stundum sagt vera komið úr Eldvörpum. Það er reyndar að hluta til rétt því undirhraunið, eins og víðast annars staðar á Reykjanesskaganum, er nokkru eldra, eða um 2000 ára gamalt.

Bláa Lónið myndast af afrennsli orkuverinu í Svartsengi og er nú einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Hundruð þúsunda gesta heimsækja lónið árlega og vegna sérstöðu sinnar nýtur það mikillar hylli fjölmiðlafólks um allan heim. Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar psoriasis sjúklinga og þar er nú sérstök, fjölsótt aðstaða fyrir þá og sjúklingarnir koma víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins.

Bláa lónið

Grindavík ofanverð – kort.

Bláa Lónið hf var stofnað árið 1992 og er meginmarkmið félagsins að vera í forystu um uppbyggingu heilsu- og ferðaþjónustu á Íslandi. Á vefsíðu Bláa Lónsins kemur m.a. fram að öll starfsemi félagsins byggi á einstakleika og eiginleikum BLUE LAGOON jarðsjávarins sem inniheldur steinefni, sölt, kísil og þörunga eða nálægð við jarðsjóinn og einstakt umhverfi hans.
Starfsemi félagsins er á þremur sviðum: rekstur Bláa Lónsins – heilsulindar, þróun og markaðssetning á BLUE LAGOON húðvörum byggðum á virkum efnum BLUE LAGOON jarðsjávarins og rekstur lækningalindar þar sem veitt er meðferð við húðsjúkdómnum psoriasis. Hjá fyrirtækinu starfa 90 manns.
Bláa Lónið – heilsulind er fullkomið dekur fyrir líkama og sál. Heilsulindin er vel þekkt víðsvegar um heiminn og hefur meðal annars fengið verðlaun fyrir að vera besta náttúrulega heilsulind heims, einn af tíu ótrúlegustu baðstöðum heims og ein af 25 bestu heilsulindum í heimi.

Bláa lónið

Bláa lónið – Þorbjarnarfell fjær.

Það er einstök upplifun að slaka á í hlýju lóninu (37 – 39°C) á meðan virku efni BLUE LAGOON jarðsjávarins, steinefni, kísill og þörungar leika um húðina. Steinefnin veita slökun og koma jafnvægi á húðina, þörungarnir næra hana og mýkja og kísillinn hreinsar og gefur húðinni slétta og fallega áferð.
Í heilsulindinni er einnig að finna veitingastað sem býður upp á spennandi a la carte matseðil. Gestir njóta þess að snæða góðan mat í einstöku umhverfi og háir glerveggir veita stórkostlegt útsýni yfir blátt lónið.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Í Bláa Lóninu – lækningalind – er veitt náttúruleg meðferð við húðsjúkdómnum psoriasis. Lækningalindin er starfrækt í samvinnu við íslensk heilbrigðisyfirvöld og greiðir Tryggingastofnun Ríkisins hlut innlendra sjúklinga.
Bláa Lónið tók nýlega í notkun þessa nýju og glæsilegu lækningalind, sem er staðsett á miðri hraunbreiðunni, þar sem “kraftmikið náttúrulegt umhverfi hefur endurnærandi áhrif á líkama og hug. Böðun í “Bláa Lóninu jarðsjó” sem þekktur er fyrir lækningamátt og einstök virk efni: steinefni, kísil og þörungar er mikilvægasti þáttur meðferðarinnar og er lón lækningalindarinnar sérhannað með þarfir meðferðargesta í huga.

Bláa lónið

Bláa lónið – lækningalind.

Rúmgóð innilaug fyllt “Bláa Lóninu jarðsjó” er einnig í lækningalindinni. Lækningalindin er eina húðlækningastöðin í heiminum, sem einbeitir sér eingöngu að rannsóknum og meðferð á psoriasis.”
Frá lækningalindinni norðaustan við Bláa Lónið er fallegur göngustígur í gegnum hraunið, yfir að Bláa Lóninu – heilsulind.
Kunnugir vita að umhverfi Bláa Lónsins býður upp á óteljandi möguleika til útivista, hvort sem um er að ræða styttri eða lengri göngu- eða skoðunarferðir, þar sem hægt er að skoða einstakt umhverfi sem á sér fáa sína líka á jarðkringlunni – líkt og Bláa Lónið sjálft.

Bláa lónið

Bláa lónið – þátttakendur að göngu lokinni.

Nú starfa yfir 90 manns við Bláa Lónið og þegar er byrjað á enn frekari framkvæmdum – hóteli.
Gangan tók 1 klst og 33 mín.

Heimildir m.a.:
-www.ismennt.is
-www.hs.is
-www.blaalonid.is
-Dagbjört Óskarsdóttir.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Bláa lónið

Á Vísindavefnum fá m.a. finna eftirfarandi upplýsingar um tilurð Bláa lónsins sem og notargildi þess:

Bláa lónið

Bláa lónið.

Bláa lónið er affallslón jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi. Ef til vill er hægt að tala um Bláa lónið sem manngert jarðfræðifyrirbæri, ásamt til að mynda uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana.

Bláa lónið

Bláa lónið – umfjöllun í Bæjarbót – jan. 1987.

Andstætt uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana er Bláa lónið ekki forsenda jarðvarmavirkjunarinnar við Svartsengi heldur fylgifiskur hennar. Vena mikils þrýstings í leiðslum orkuversins fellur kísillinn þó ekki út fyrr en vatnið er komið út úr orkuverinu út í Bláa lónið. Þar falla kísilagnirnar til botns og mynda hina hvítu kísileðju lónsins. Svífandi kísilagnir gefa vatninu einnig hinn einkennandi rjómabláa lit, sem lónið dregur nafn sitt af, því kísilsameindirnar endurkasta best bláa litnum úr sólarljósinu.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma um 90% allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Lónið er þekkt víða um heim fyrir fegurð sína þar sem það liggur furðublátt í kolsvörtu hrauninu við Svartsengi. Orðstír Bláa lónsins er þó ekki síður tilkominn vegna eiginleika baðvatnsins, sem er ríkt af uppleystum steinefnum og hafa þau heilnæm áhrif á ýmsa húðsjúkdóma.

Bláa lónið

Bláa lónið – vistkerfi.

Í jarðfræðilegu tilliti er Bláa lónið einnig um margt sérstakt. Bláa lónið er affallslón jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi, og því manngert án þess þó að vera mannvirki í venjulegum skilningi þess orðs, að sjálfum byggingunum umhverfis lónið undanskildum. Það er ef til vill hægt að setja það í flokk manngerðra jarðfræðifyrirbæra, ásamt til að mynda uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana. Öfugt við uppistöðulónin þá er Bláa lónið hins vegar í sífelldri framrás. Frá gangsetningu virkjunarinnar 1976 hefur lónið farið sístækkandi, fikrað sig lengra og lengra út í svart hraunið með hverju árinu.

Andstætt uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana er Bláa lónið ekki forsenda jarðvarmavirkjunarinnar við Svartsengi heldur fylgifiskur hennar. Ráðist var í virkjun háhitasvæðisins við Svartsengi árið 1971 þegar hafist var handa við borun jarðhitahola þar. Fyrstu holurnar voru ekki nema nokkur hundruð metra djúpar en nægilega öflugar til að hægt væri að nýta rúmlega 200°C heitan jarðhitavökva úr þeim til framleiðslu á heitu vatni, en árið 1976 hófst dreifing á heitu vatni frá Svartsengi.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Jarðhitavökvinn í Svartsengi er afar ríkur af uppleystum efnum og er því ákaflega tærandi. Af þeim völdum er ómögulegt að nýta hann beint til upphitunar húsa, þar sem vökvinn myndi eyðileggja pípulagnir. Vökvinn er því nýttur til að hita upp ferskvatn, sem síðan er dælt til þéttbýlisstaðanna á Suðurnesjum. Er þetta raunar einnig gert á öðrum háhitasvæðum svo sem á Nesjavöllum.

Bláa lónið

Bláa lónið – gamla (MWL).

Þar sem jarðhitavökvinn sjálfur er ekki nýttur beint gengur hann af við heitavatnsvinnsluna. Strax við gangsetningu virkjunarinnar á miðjum áttunda áratugnum var því byrjað að dæla afgangsvökvanum einfaldlega út í hraunið við virkjunina. Hraunið sem Svartsengisvirkjunin stendur á nefnist Illahraun og er það talið hafa runnið í eldgosi árið 1226 úr stuttri gígaröð nokkru vestan við Bláa lónið.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Vegna ungs aldurs er hraunið ferskt og gljúpt og seytlar yfirborðsvatn auðveldlega niður í gegnum hraunið. Í fyrstu hefur affallsvatnið frá virkjuninni því horfið niður í gegnum hraunið ofan í berggrunninn. Vökvinn er hins vegar ákaflega kísilríkur og fellur stór hluti af kíslinum út í vatninu við kólnun. Þannig myndast eðja í vatninu sem þéttir hraunið og fljótlega eftir virkjun tók lón að myndast þar sem affallsvatnið rann út í hraunið. Fyrst um sinn var lónið þó ekki mikið um sig og fáum hefur líklega dottið í hug að baða sig í sjóðheitum og rammsöltum pollinum.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Það var ekki fyrr en síðla árs 1981 að ungur Keflvíkingur, Valur Margeirsson, hóf að baða sig í útfallsvatninu með leyfi forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Valur glímdi við húðsjúkdóminn psóríasis og ákvað að láta reyna á hvort vatnið myndi draga úr einkennum sjúkdómsins, sem það og gerði. Í samtali við blaðamann mun Valur hafa kallað staðinn Bláa lónið og var það strax gripið á lofti.

Bláa lónið

Bláa lónið – gamla.

Fljótlega eftir þessar tilraunir hófst uppbygging aðstöðu við lónið, sem var í fyrstu sérstaklega ætluð fólki með erfiða húðsjúkdóma. Undir lok níunda áratugarins var svæðið svo girt af og búningsaðstaða opnuð. Síðan þá hefur uppbyggingin verið stöðug og er nú gríðarumfangsmikil heilsulind með hótel- og veitingarekstri rekin við lónið. Árið 1999 var nýtt baðlón útbúið ásamt aðstöðu lengra frá virkjuninni sjálfri.

Ástæða þess að vatnið í Bláa lóninu hefur reynst svo vel í baráttu við húðsjúkdóma er ekki fyllilega ljós. Líklegast er þó um að ræða samspil uppleystra efna í jarðhitavökvanum og lífríkisins í lónvatninu. Lífríki Bláa lónsins er ekki fjölbreytt og kveður mest að tveimur lífverum. Annars vegar er þar um að ræða ákveðna tegund blágrænþörunga og hins vegar bakteríutegund sem hvergi hefur fundist annars staðar en í Bláa lóninu.
Þessar lífverur dafna vel í söltu vatninu og eru taldar hafa jákvæð áhrif á húð baðgesta. Yfirleitt fer ekki mikið fyrir lífríkinu en þó kemur það fyrir á sólríkum sumardögum að aukinn vöxtur hleypur í blágrænþörungana og getur það valdið því að lónvatnið fær fagurgrænan blæ.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Jarðhitavökvi háhitasvæða eins og Svartsengis er yfirleitt mjög ríkur af uppleystum efnum. Á miklu dýpi ofan í jörðunni leysir sjóðheitur vökvinn í jarðhitakerfunum auðveldlega upp ýmis frumefni og efnasambönd úr berginu sem vatnið leikur um og ber jarðhitavökvinn þessi uppleystu efni með sér upp á yfirborð. Miðað við önnur háhitasvæði er vökvinn í Svartsengi hins vegar óvenjuríkur af uppleystum efnum. Stafar það af því að jarðhitauppspretta Svartsengis, djúpt undir Reykjanesskaganum, er miklu saltari en gengur og gerist annars staðar á landinu. Er það vegna áhrifa frá hafinu umhverfis skagann, en sjór leitar inn í jarðlögin undir skaganum og er grunnvatnið því salt á miklu dýpi. Þegar þannig háttar er talað um jarðsjó og finnst hann raunar yfirleitt þegar borað er í jörðu nálægt ströndum landsins.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Ofan á jarðsjónum flýtur þunnt lag af ferskvatni, tilkomið vegna úrkomunnar sem fellur á Reykjanesskaganum. Til að komast í jarðsjóinn þarf því að bora niður í gegnum hið ferska grunnvatn en í Svartsengi eru um 100-150 metrar niður á jarðsjóinn. Borholurnar á svæðinu ná hins vegar flestar margfalt dýpra en það, og eru núverandi vinnsluholur á milli 400 og 1900 metra djúpar. Úr grynnstu holunum fæst aðeins sjóðheit gufa en holur sem eru dýpri en þúsund metrar eru svokallaðar tvífasa holur, sem þýðir að úr þeim fæst bæði gufa og heitur jarðsjór. Þetta þýðir að vatnsyfirborð jarðhitakerfisins liggur einhvers staðar á 700 til 900 metra dýpi og hefur það lækkað töluvert síðan virkjunin var gangsett.

Bláa lónið

Bláa lónið – umfjöllun í Bæjarbót 1987.

Ástæða þess að vatnið í Bláa lóninu hefur reynst svo vel í baráttu við húðsjúkdóma er ekki fyllilega ljós. Líklegast er þó um að ræða samspil uppleystra efna í jarðhitavökvanum og lífríkisins í lónvatninu.

Bláa lónið

Bláa lónið – úr bæjarbót 1987.

Hinn jarðefnaríki vökvi skýrir hið mikla magn kísileðju sem finna má í botni Bláa lónsins og notuð er í húðvörur frá lóninu. Sem fyrr segir er jarðsjór og gufa fyrir orkuverið í Svartsengi tekin af 400-1900 metra dýpi og er jarðhitavökvinn þá um 230-240°C heitur. Jarðhitavökvi við svo hátt hitastig getur haldið miklu magni af uppleystum efnum og eru helstu efnin í jarðhitavökva Svartsengis klóríð og natrín, sem saman mynda sjávarsalt, auk kalsíns, kalíns og kísils. Önnur efni og efnasambönd, svo sem brennisteinn, karbónat og magnesín, eru einnig til staðar en í miklu minna magni.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Á leið sinni um virkjunarmannvirkin kólnar vökvinn hins vegar niður og þegar affallsvatninu er dælt út úr virkjuninni er það ekki nema um 70-80°C heitt. Við kólnunina minnkar geta jarðhitavökvans til að halda fyrrgreindum efnum uppleystum. Fyrir flest efnanna er það ekki vandamál en kísillinn verður hins vegar það sem kallað er „yfirmettaður“. Það þýðir að of mikið er af kísli í vökvanum til að hann geti haldist í upplausn þegar jarðhitavökvinn hefur kólnað. Kísillinn fer því að falla út og mynda litla ógegnsæja kristalla í vatninu.
Þótt flestir telji Bláa lónið nú vel heppnað og það megi teljast góð nýting á affallsvatni virkjunarinnar í Svartsengi þá kristallast þó í því mikill og aðkallandi vandi tengdum jarðvarmavirkjunum. Sumir segja að Bláa lónið sé umhverfisslys, þar sem affallsvökva jarðhitavirkjunarinnar hafi verið hellt út í umhverfið.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Í tilfelli Bláa lónsins er kannski fulldjúpt í árinni tekið að tala um umhverfisslys en Bláa lónið er hins vegar alls ekki eina lónið sem myndast hefur við dælingu affallsvatns frá háhitavirkjunum landsins út í umhverfið. Svipuð lón má sjá við virkjanirnar í Bjarnarflagi, Kröflu, og úti á Reykjanesi, auk þess sem affallsvatni frá Nesjavallavirkjun er einnig að stórum hluta hellt beint út í umhverfið. Affallsvökvi jarðhitavirkjana inniheldur ýmis óæskileg eða jafnvel hættuleg efni í sem gætu í versta falli spillt grunnvatni á stórum svæðum neðan virkjanasvæðanna.

Bláa lónið

Bláa lónið.

En affallsvatnið í Bláa lóninu er þó ekki einu umhverfisáhrifin frá orkuverinu við Svartsengi. Útblástur frá jarðhitavirkjunum inniheldur ýmis efnasambönd og er brennisteinsvetni eitt þeirra. Brennisteinsvetni gefur hina einkennandi brennisteinslykt á háhitasvæðum en í miklu magni er það eitrað fyrir lífríkið. Mosaþekjan á hrauninu umhverfis virkjunina hefur látið töluvert á sjá á þeim um það bil 40 árum sem liðin eru frá því virkjunin tók til starfa og er það áhyggjuefni þar sem mosi vex afar hægt.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi árið 1976. Reykjanesskaginn er fyrst og fremst samsettur úr gljúpu hrauni og er hraunið ekki þéttara en svo að það hleypir sjó í gegnum sig. Djúpt í iðrum jarðar eru katlar sem eru fullir af jarðsjó en það er blanda af sjó og ferskvatni í hlutföllunum um það bil (65/35%). Efnasamsetning jarðsjávarins breytist við það að efni losna úr aðliggjandi bergi, sem er mjög kísilríkt. Efnastyrkur kísils (e. silicon) hundraðfaldast (430 mg/kg) við þetta, en hins vegar fellur magnesín (magnesium) út og styrkur þess minnkar um það bil þúsundfalt.
Litur Bláa lónsins stafar af því að kísilsameindir í vatninu dreifa bláu ljósi meira en öðru á svipaðan hátt og sameindir lofthjúpsins þegar þær gera himininn bláan.

Svartengi

Svartsengi.

Við Svartsengi eru borholur sem ná nokkur hundruð metra niður í neðanjarðarkatla og er hitastigið þar um 240° C. Jarðsjó er veitt upp á yfirborðið gegnum þessar borholur. Gufan sem myndast er notuð til að drífa gufuhverfla sem framleiða rafmagn en vökvinn er hins vegar notaður til að hita kalt ferskvatn sem síðan er veitt til byggða á Suðurnesjum og notað til húshitunar.
Að þessu loknu er jarðsjónum dælt út yfir aðliggjandi hraunbreiðu. Þegar hér er komið sögu er hitastig jarðsjávarins um 70° og eru það um það bil 900 rúmmetrar sem dælt er út yfir hraunbreiðuna á hverri klukkustund. Mestur hluti jarðsjávarins rennur ofan í gljúpt hraunið, en töluverður hluti gufar upp. Þegar jarðsjórinn kólnar ofurmettast vökvinn af kísli og langar keðjur af kísilsameindum myndast. Þessar kísilsameindir falla að lokum út og mynda hvíta leðju sem gestir Bláa lónsins kannast við.

Bláa lónið

Fyrsta “Bláa lónið” við Svartsengi.

Leðjan lokar sprungum í hrauninu og þéttir botninn, sem stuðlar enn frekar að myndun lóns. Styrkur kísils er um 140 mg/kg, en það eru einmitt þessar kísilsameindir í vökvanum sem dreifa ljósinu sem á lónið fellur þannig að blár litur myndast og af því dregur Bláa lónið nafn sitt.

Heimildir:
-Árni Hjartarson. 1981. Jarðsjór og salt grunnvatn á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 51 (3), 116-122.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson. 1988. Aldur Illahrauns við Svartsengi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 7.
-Hrefna Kristmannsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir og Kristján H. Sigurðsson. 1996. Efnasamsetning vatns og kísilleðju í Bláa lóninu. – Styrkur þungmálma og helstu ólífrænna sporefna (skýrsla). Orkustofnun, Reykjavík.
-Jón Örn Bjarnason. 1991. Um efnasamsetningu vökva í Bláa lóninu í Svartsengi (skýrsla). Orkustofnun, Reykjavík.

-Sjá https://www.visindavefur.is/svar.php?id=14019
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4919

Bláa lónið

Bláa lónið – gönguhópur FERLIRs.

Bláa lónið

Genginn var svonefndur “Bláalónshringur”, þ.e. 6-8 km hringleið frá Bláa lóninu um Eldvarpahraun að Skipsstíg, hinni fornu þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur, og götunni síðan fylgt til suðurs að Lágafelli.

Blaalonshringur

Undir Skjónabrekkum á Bláalónshringnum.

Á leiðinni var komið við í Dýrfinnuhelli þar sem samnefnd kona úr Grindavík átti að hafa dulist með börn sín eftir að “Tyrkir” réðust á Grindvíkinga að morgni 10. júní árið 1627 og rænt þaðan 15 manns.
Rifjuð var upp tilurð og aldur nálægra hrauna; Illahrauns, Bræðrahrauns og Blettahrauns áður en göngunni var framhaldið til austurs með norðanverður Þorbjarnarfelli, um Skjónabrekkur inn á Baðsvelli. Þar voru skoðaðar leifar af selstöðum Járngerðarstaðabænda fyrr á öldum og skógrækt Grindavíkurkvenfélags-kvenna frá 1950.
Loks var haldið yfir Illahraun, framhjá Svartsengisvirkjuninni að Bláa lóninu. Frábært veður.

Bláa lónið

Bláa lónið – þátttakendur.

 

 

Bláa lónið

8. Bláa lónið – Grindavík

-Bláa lónið
Bláa lónið (gamla) myndaðist vegna frárennslis frá orkuverinu í Svartsengi og var einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Ný þjónustumiðstöð, stærri og betri var tekin í notkun í júní 1999. Nokkur hundruð þúsunda gesta heimsækja það árlega og vegna sérstöðu sinnar nýtur það mikillar hylli fjölmiðlafólks um allan heim. Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós, að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar þeirra, sem þjást af húðsjúkdómum (psoriasis) og þar er sérstök aðstaða fyrir þá. Sjúklingarnir koma víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins. Góð þjónusta er við ferðamenn við Bláa lónið og er þar gott hótel og veitingahús ásamt miðstöð upplýsinga og minjagripasölu.

Bláa Lónið hefur á örfáum árum þróast úr því aðvera tilfundinn baðstaður í það að vera einn af fjöl-sóttustu ferðamannastöðum landsins. Yfir 300 þús-und manns koma í Lónið ár hvert.Bláa Lónið er til komið sem affallsvatn frá orku-verinu í Svartsengi, sem verðugt er að skoða.Fljótlega kom í ljós lækningamáttur vatnsinsþegar fólk með psoriasis fór að lauga sig í lóni þvísem myndast hafði. Ný og glæsilega aðstaða hefurverið byggð á nýjum stað fyrir Bláa Lónið með veit-ingasölu og gjafavöruverslun. Í nágrenni Bláa Lónsins er að finna gott hótel og veitingahús. Bláa Lónið er kjörinn hvíldarstaður eftir góða skoðunarferð um Reykjanes áður en haldið er á gististað.

-Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon.

-Tilurð lónsins og sérstaða
…svo sem – spa, nudd, vatnið í lóninu, efni í því, hitastig, kísill, minjagripir, veitingar, leigð handklæði og sundföt…

-Illahraun – aldur, gerð og fleira.
Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld (1226).

-Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon. Nú er verið að opna þar sérstaka Húðlækningamiðstöð þar sem fyrir er hótelaðstaða fyrir 30 manns. Ætlunin er m.a. að bjóða þeim að nýta sér hið margbreytilega umhverfi Bláa lónsins.

-Sýlingarfell – Svartsengisfjall – Svertingsfell
Gígur uppi á fellinu.

-Gjáin
Í “Gjánni” hefur verið komið upp sýningu um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar. Tæknibúnaður þar er mjög fullkominn og gjáin hljóðdeyfð þannig að unnt er sýna margar myndir og spila mismunandi hljóð samtímis. Myndskjáir eru 42″ plasmaskjáir í stærðarhlutfallinu 16:9 sem er hið nýja form fyrir sjónvarpsmyndir. Á myndskjánum eru sýndar tölvumyndir og kvikmyndir. Víðóms hljóðflutningur er með hverri mynd. Þar sem er þulartexti er hann bæði á íslensku og ensku.
Hljóðkerfi með stafrænum mögnurum er einnig í sjálfri gjánni og nýtist það m.a. fyrir ýmis hljóð sem tengjast gossprungu og jarðskjálftalíkani sem þar er komið fyrir. Þessi hljóð, auk annarra íslenskra náttúruhljóða, eru geymd á stafrænum hljóðspilurum sem stýrt er í samræmi við það sem er að gerast í gjánni á hverjum tíma.

Gjáin er opin almenningi alla virka daga og stundum um helgar.

-Þorbjörn
Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.

Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.

Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom

-Örlítið um Grindavík áður en komið er þangað
Grindavík er í dag 2800 manna bær og einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er grósku mikilútgerð og fjöldi báta. Þótt sjávarsókn brauðfæðiGrindavík er ferðaþjónusta mjög áberandi og örtvaxandi. Fjöldi veitingahúsa og nokkur gistihús eru í Grindavík og gott tjaldsvæði. Í Grindavík er einnigbílaleiga og hestaleiga. Byggð hefur verið ný kirkja í Grindavík þar sem sú er flutt var frá Stað var löngu orðin of lítil. Staðarkirkjan hefur nú fengið nýtt og sérstakt hlutverk – hún er nú barnaheimili. Grindavíkur er vel getið í sögu erlendra kaupmanna á Ís-Búrfellstraðir landi og oft vegna ófriðsamlegra aðgerða eins og 1532 þegar Íslendingar, Danir og Þjóðverjar sameinuðust gegn Englendingum. Tyrkir gerðu sigeinnig heimakomna í Grindavík öld síðar. Vert er að veita skrúðgarðinum Sólarvé sérstaka athygli en hann er við sundlaugina. Sólarvé er skipulag og hlaðið í fornum stíl og vitnar til horfinnar menningar landsins.

Grindavík

7. Grindavík – Bláa lónið

-Ekið eftir nýja veginum frá Grindavík til Bláa lónsins.

-Stutt kynning á Grindavík
Hvern hlakkar ekki til að koma til Grindavíkur. Fróðleikur, sem á eftir fylgir, mun gera heimsóknina enn áhugaverðari en ella hefði verið.

Grindavík er einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem veita íbúum og fjölda aðkomumanna atvinnu. Ferðaþjónusta er í örum vexti og verslun og léttari iðnaður þrífast vel. Í Grindavík er skrúðgarðurinn Sólarvé, rétt við sundlaugina, en hann er hlaðinn í fornum stíl og ber vitni horfinni menningu landsins. Strandhögg Tyrkja í Grindavík 1627 er vel þekkt meðal þjóðarinnar en áður kom oft til ófriðsamlegara aðgerða eins og þegar Íslendingar, Danir og Þjóðverjar sameinuðust gegn Englendingum árið 1532.

Landnámabók greinir frá því að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934. Landnámsmenn voru tveir. Þeir hétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast.
Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi. 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið og upp úr 1950 hófst alvöru hafnargerð. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi 1974. Um aldamótin síðustu voru íbúar 357 talsins. Grindavík er öflugt sveitarfélag á suðurströnd Reykjanesskaga um 50 km frá Reykjavík. Íbúar voru 2.382 þann 1. desember sl. Fallegt bæjarstæði við rætur Þorbjarnarfells, nálægð við gjöful fiskimið, ferðamannastaður og heilsulind eins og Bláalónið sem og öflugt íþróttastarf með ungu fólki, allt þetta hjálpast að við að skapa gott mannlíf í framsæknu bæjarfélagi. Nú höfum við bætt við menningu okkar hérna í Grindavík og reist Saltfisksetur Íslands í Grindavík þar höfum við eignast stórt og mikið menningarsetur sem notað verður í þágu Grindvíkinga jafnt sem Íslendinga.

Meðal stærstu fyrirtækjanna má telja Þorbjörn-Fiskanes hf, Stakkavík,Vísir og Samherji/Fiskimjöl og Lýsi. Grindavíkurhöfn hefur lengi verið í hópi þeirra 4 – 5 hafna sem mestum afla skila á land á hverju ári. Þótt Grindavík hafi lengst af byggt afkomu sína á sjávarútvegi hefur á síðustu árum orðið verulegur samdráttur í vinnu landverkafólks og það ýtt undir leit að nýjum atvinnutækifærum. Aukin vinna við þjónustu kom með byggingu glæsilegrar langlegudeildar í Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra í Grindavík. Deildin tilheyrir Sjúkrastofnun Suðurnesja í Keflavík. Þá varð mikill uppgangur í þjónustu við ferðamenn með uppbyggingunni við Bláalónið og tilkomu Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Þar er verið að byggja hótel og meðferðaraðstöðu við Lónið á nýjum stað þar sem baðgestir eru alveg öruggir og öll aðstaða verður eins og best verður á kosið. Nú er hótel við Bláalónið, veitingastaður og einnig fer þar fram vinnsla á heilsuvörum sem unnar eru úr efnum úr Lóninu. Í bænum er öll nauðsynleg þjónusta heilsugæsla, tannlæknir, verslanir, löggæsla, skrifstofa Sýslumanns.

Grindavík er í dag 2600 manna bær og einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er grósku mikilútgerð og fjöldi báta. Þótt sjávarsókn brauðfæðiGrindavík er ferðaþjónusta mjög áberandi og örtvaxandi. Fjöldi veitingahúsa og nokkur gistihús eruí Grindavík og gott tjaldsvæði. Í Grindavík er einnigbílaleiga og hestaleiga. Byggð hefur verið ný kirkja í Grindavík þar sem sú er flutt var frá Stað var löngu orðin of lítil. Staðarkirkjan hefur nú fengið nýtt ogsérstakt hlutverk – hún er nú barnaheimili. Grindavíkur er vel getið í sögu erlendra kaupmanna á Ís-Búrfellstraðir landi og oft vegna ófriðsamlegra aðgerða eins og 1532 þegar Íslendingar, Danir og Þjóðverjar sam-einuðust gegn Englendingum. Tyrkir gerðu sigeinnig heimakomna í Grindavík öld síðar.Vert er að veita skrúðgarðinum Sólarvé sérstaka athygli en hann er við sundlaugina. Sólarvé erskipulag og hlaðið í fornum stíl og vitnar til horfinnar menningar landsins.

Landnámsmenn í Grindavíkurhreppi voru tveir: Molda-Gnúpur Hrólfsson, er nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson er nam Selvog og Krýsuvík. Í Landnámabók segir svo frá Moldar-Gnúpi að hann hafi verið sonur Hrólfs höggvandi, sem bjó í Moldartúni á Norðmæri í Noregi. Þeir Gnúpur og Vémundur bróðir hans voru vígamenn miklir og vegna drápa þeirra fór Gnúpur til Íslands. Hann nam land á milli Kúðafljóts og Eyjarár og allt Álftaver. Þar bjó hann uns byggðin spilltist af hraunstraumi en þá hélt hann vestur til Höfðabrekku og reisti sér skála, þar sem nú heita Kaplagarðar og dvaldist þar um veturinn. Þar lenti hann enn í ófriði og hélt um vorið ásamt sonum sínum vestur til Grindavíkur og tóku þeir sér þar bólfestu.
(Þessi saga er rituð í Sturlungabók, en í annarri gerð Landnámu, Hauksbók, segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir, Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík. Sérfræðingar geta ekki fullyrt hvort er rétt en telja meiri líkur á að Molda-Gnúpur hafi komist alla leið.)
Erfitt er að tímasetja landnámið nákvæmlega. Nýlegar rannsóknir jarðfræðinga sýna að hraun hefur runnið yfir Álftaver og þau svæði sem Moldar-Gnúpur settist fyrst að á um og eftir 934. Þessu ártali kann að skeika um 1 eða 2 ár til eða frá, en ef það er notað til viðmiðunar hefur Moldar-Gnúpur og fólks hans komið til Grindavíkur um og eftir árið 940.
Fólkinu virðist hafa gengið vel að koma sér fyrir eins og fram kemur í hinni frægu sögu um Hafur-Björn: “Björn hafði nær ekki kvikfé; hann dreymdi að bergbúi kæmi at honum og byði að gera félag við hann, en hann játti. Þá kom hafr til geita hans litlu síðar; því var hann Hafr-Björn kallaðr. Hann gerðist bæði ríkr og stórauðigr. Þat sá ófresk kona, at allar landvættir fylgdu Hafr-Birni þá er hann fór til þings en Þorsteinn ok Þórði bræðrum hans þá þeir fiskuðu”.

Vitneskja okkar um upphaf byggðar í Grindavík takmarkast við frásögn Landnámu af Moldar-Gnúpi og sonum hans og ekkert er vitað með vissu um byggðina og sögu hennar næstu 300 árin eftir landnám. Engu að síður verður að telja líklegt að flestar bújarðirnar hafi byggst þegar á 10. og 11. öld og með því að gefa hugarfluginu lausan tauminn til þess að reyna að lesa milli línanna í Landnámu og þætta saman frásögn hennar og alþekktrar þjóðsögu má geta sér til hvernig hin fyrsta byggð í Grindavík hefur risið.
Hvergi kemur fram hve margt fólk fylgdi Moldar-Gnúpi á ferð hans austan úr Álftaveri, en varla hafa það verið færri en 20-30 manns, fjölskylda og fylgdarlið.
Þegar landnemarnir voru komnir á áfangastað hafa þeir vafalaust byrjað á því að velja sér stað til vetursetu og reist þar skála. Sá staður hefur að öllum líkindum verið í námunda við Hópið, trúlega á einhverjum þeirra staða sem síðar risu bæirnir Húsatóftir, Hóp og Járngerðarstaðir. Hópið var ákjósanlegur staður til að setjast að og reisa skála. Þar var öruggt vatnsból, stutt sjávargata, góð lending fyrir báta og mikil fjörugæði. Hinn fyrsta vetur hafa landnemarnir vafalítið notað til að kanna landkosti í nýjum heimkynnum og ekkert var eðlilegra en þeir Molda-Gnúpssynir tækju að svipast um eftir löndum fyrir sjálfan sig. Að sögn Landnámu voru þeir allir fullorðnir er hér var komið sögu og frumbyggjasamfélagið krafðist þess að menn staðfestu ráð sitt og hæfu búskap eins fljótt og auðið var.
Við vitum ekki í hvaða röð þeir bræður giftust né hvar hver þeirra reisti sér bú. Við vitum að bræðurnir fjórir; Gnúpur, Björn (Hafr-Björn), Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjandi. Við vitum líka að Gnúpur (yngri) giftist Arnbjörgu Ráðormsdóttur og að Hafr-Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrollleifssonar. Björn og Jórunn bjuggu í Grindavík, en óvíst er hvort Gnúpur og Arnbjörg hafi gert það líka.

Flestir kannast við þjóðsöguna um þær Járngerði og Þórkötlu, sem bjuggu á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum. Þjóðsögur geyma oft löngu gleymda vitneskju. Það er því ekki ólíklegt að konur með þessum nöfnum hafi í fyrndinni búið í Grindavík á þessum tveimur jörðum og jarðirnar dragi nöfn sín af þeim. Er þá ekki hugsanlegt að þær hafi verið tengdardætur Molda-Gnúps, giftast Þorsteini hrugni og Þórði leggjanda, og þá fyrstu húsfreyjur á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum. Hafi svo verið hafa þeir bræður verið fyrstir til að búa á þessum tveim bæjum og á sama hátt getum við hugsað okkur Moldar-Gnúpur hafi búið á Hópi (Hofi), en Gnúpur eða Björn á Stað og hinn á Húsatóftum.
Þetta er aðeins tilgáta en skemmtilegt að velta þessu fyrri okkur. Það er staðreynd að allar stærstu jarðirnar í sveitinni hafa byggst strax á landnámsöld og hverfin 3 vaxið út frá höfðubólunum.
Í Krýsuvík er landnámsmaður talinn Þórir haustmyrkur. Hann hafi búið í á bæ, sem Hlíð hét og lagt veg yfir svonefnd Grindarskörð. Þar átti þá að hafa verið svo mikill skógur að hann hafi tekið börkinn af nokkrum trjám og búið til grind og sett á skarðsbrúnina vestanverða til að merkja hvar fara ætti þegar ferð lá yfir fjallið. Er ekki ósennilegt að sú skýring að örnefninu Grindavík og Grindarskörð séu dregin af veggrindum á fjöllum uppi eigi rætur að rekja til þessarar sögu.

Hér á eftir er fjallað um nokkur áhugaverð atriði er varða Grindavík. Fólk á leið í og um bæinn gæti nýtt sér þennan fróðleik til að upplifa hluta af sögu hans því flest það, sem minnst er á má sjá með berum augum ef vel er að gáð.
1. Það er alltaf sól í Grindavík – stundum að vísu á bak við skýin. Hér er súrefnið hvað ferskast og svo til ónotað er það kemur með vindum og golfstraumnum sunnan úr höfum. FERLIR hefur farið um 750 ferðir um Reykjanesskagann, en einungis þrisvar fengið kærkomna rigningu á þeim ferðum. Reykjanesskaginn er sennilega ónýttasta útivistarsvæði landsins – í nálægð við u.þ.b. 200.000 neytendur, auk annarra áhugasamra Íslendinga, að ekki sé talað um nýtingu skammstoppandi útlendingum til handa. Svæðið hefur upp á allt að bjóða, sem önnur fjarlægari svæði gætu boðið upp á – jarðfræðina, náttúruna, fegurðina, fjölbreytina, minjarnar, söguna og þjóðtrúna, eitt helsta sérkenni okkar Íslendinga.
2. Mikilvægt er fyrir leiðfarendur að vera jákvæða og uppbyggjandi – vera innblásturshvetjandi, frumlega og leitandi að einhverju áður ókunnu. Nægan eldivið fyrir slíkt er að finna í Grindavík og nágrenni.
3. Mörk Grindavíkur að norðanverðu – Í Arnarklett við Snorrastaðatjarnir og þaðan yfir í Seltjörn (Selvatn) – í Þórðarfell og áfram niður í Valahnúkamalir við Reykjanestá. Austurmörkin eru í Seljabót þannig að landið, og ekki síst ströndin, er víðfeðmt.

-Fjarskiptamöstrin – til hvers eru þau notuð?
Möstrin voru reist fyrir hlustunarstöð fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli. Sendistöðin var við Rockwille á Miðnesheiði, en móttökumerkin eru hér. Önnur svipuð stöð var austur á Hraunssandi, en var rifin á sjöunda áratugnum. Þessi stöð er enn í notkun. Hún þjónar hluta til Landssímanum.

-Þorbjörn – þjófagjá – Gálgaklettar
Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.

Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.

Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom

-Illahraun
Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld (1226).

-Skipsstígur
Frá Fitjum í Njarðvík liggur forna þjóðleiðin Skipsstígur til Grindavíkur. Vörður hafa fallið á fyrrihluta leiðarinnar en eru mjög greinilegar frá Stapðafelli til Grindavíkur og Húsatófta (Árnastígur). Áætlaður göngutími er u.þ.b. 5 klst.

-Sundvörðuhraunsbyrgin
Aðeins um það bil 1 km austur/suðaustur af þessum helli eru húsarústir í Sundvörðuhrauni sem vert er að leggja leið sína að. Þær eru skammt vestur af Sundvörðunni, vel faldar í dálítilli hraunkvos. Þetta eru 10 tóftir, flestar vestanundir hraunbrún en tvær þeirra eru uppi á henni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4 x 1,5 m á stærð.
Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.

-Gyltustígur
Misengi í vestanverðum Þorbirni. Klifhólahraun sunnan fellsins.

-Svartsengi
Grasfletir norður frá Grindavík. Þar hafa verið haldnar sumarsamkomur Grindvíkinga. Sunnan við það er svartsengisfell. Mikið háhitasvæði er við Svartsengi. Er hitaveita leidd þaðan til allra Suðurnesja. Affallsvatn af orkuverinu sem þar er myndar Bláa Lónið.

-Bláa lónið

Bláa lónið gamla myndaðist vegna frárennslis frá orkuverinu í Svartsengi og var einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Ný þjónustumiðstöð, stærri og betri var tekin í notkun í júní 1999. Nokkur hundruð þúsunda gesta heimsækja það árlega og vegna sérstöðu sinnar nýtur það mikillar hylli fjölmiðlafólks um allan heim. Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós, að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar þeirra, sem þjást af húðsjúkdómum (psoriasis) og þar er sérstök aðstaða fyrir þá. Sjúklingarnir koma víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins. Góð þjónusta er við ferðamenn við Bláa lónið og er þar gott hótel og veitingahús ásamt miðstöð upplýsinga og minjagripasölu.

Bláa Lónið hefur á örfáum árum þróast úr því aðvera tilfundinn baðstaður í það að vera einn af fjöl-sóttustu ferðamannastöðum landsins. Yfir 300 þús-und manns koma í Lónið ár hvert.Bláa Lónið er til komið sem affallsvatn frá orku-verinu í Svartsengi, sem verðugt er að skoða.Fljótlega kom í ljós lækningamáttur vatnsinsþegar fólk með psoriasis fór að lauga sig í lóni þvísem myndast hafði. Ný og glæsilega aðstaða hefurverið byggð á nýjum stað fyrir Bláa Lónið með veit-ingasölu og gjafavöruverslun. Í nágrenni Bláa Lónsins er að finna gott hótel og veitingahús. Bláa Lónið er kjörinn hvíldarstaður eftir góða skoðunarferð um Reykjanes áður en haldið er á gististað.

-Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon.

-Sýlingarfell – Svartsengisfjall – Svertingsfell

-GjáinÍ “Gjánni” hefur verið komið upp sýningu um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar. Tæknibúnaður þar er mjög fullkominn og gjáin hljóðdeyfð þannig að unnt er sýna margar myndir og spila mismunandi hljóð samtímis. Myndskjáir eru 42″ plasmaskjáir í stærðarhlutfallinu 16:9 sem er hið nýja form fyrir sjónvarpsmyndir. Á myndskjánum eru sýndar tölvumyndir og kvikmyndir. Víðóms hljóðflutningur er með hverri mynd. Þar sem er þulartexti er hann bæði á íslensku og ensku.
Hljóðkerfi með stafrænum mögnurum er einnig í sjálfri gjánni og nýtist það m.a. fyrir ýmis hljóð sem tengjast gossprungu og jarðskjálftalíkani sem þar er komið fyrir. Þessi hljóð, auk annarra íslenskra náttúruhljóða, eru geymd á stafrænum hljóðspilurum sem stýrt er í samræmi við það sem er að gerast í gjánni á hverjum tíma.

-Tilurð lónsins og sérstæða – upplýsingar sem þið teljið muni nýtast gestum ykkar áður en farið er í bað, svo sem – spa, nudd, vatnið í lóninu, efni í því, hitastig, kísill, minjagripir, veitingar, leigð handklæði og sundföt…

Vatnshólavarða

Gengið var eftir Melabergsleið (Hvalsnesleið), upp að Vatnshólavörðu og síðan var leiðinni fylgt áfram um Miðnesheiðina að hringtorginu austan við Leifsstöð.

Melaberg

Melaberg.

Vatnshólavarðan sést vel frá Melabergsvötum. Þegar komið var framhjá þeim blasti Leifsstöðin við – inngöngudyr ferðamanna til Íslands. Á leiðinni var tækifærið notað og vöngum velt yfir stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu.
Undanfarin ár hefur ferðamönnum fjölgað verulega hér á landi. Fjöldi þeirra er nú um 360.000 á ársgrundvelli og hefur verið að fjölga um 12-14% að jafnaði á milli ára. Ekki er því langt að bíða þangað til fjöldi þeirra verður kominn í milljónamarkið. Áður en það verður þurfa hagsmunaðilar ferðaþjónustunnar þó væntanlega að vera búnir að ákveða hvernig þeir vilja stýra ferðamennskunni og ferðum gestanna hér um land með hliðsjón að undirbúningi á einstökum svæðum.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkuflugvöllur.

Í ljósi breytinga í atvinnumálum og nær ótæmandi möguleikum á Suðurnesjum er ljóst að mikilvægt er að stuðla að eflingu atvinnulífsins t.d. með verulega aukinni þjónustu. Það er m.a. hægt að gera með því að nýta þá ótrúlegu kosti sem svæðið býður upp á. Aðstaðan er einnig mjög góð til fiskeldis, og svo er nauðsynlegt að hlúa að þeirri starfsemi sem fyrir er, þ.á.m. sjávarútvegi og iðnaði. Til að mæta samdrætti í starfsemi á Keflavíkurflugvelli þarf að skapa ný störf í öðrum greinum, einkum iðnaði og þjónustu, ekki síst ferðaþjónustugreinum.

Melabergsleið

Melabergsleið – vörður.

Eitt af forgangsverkefnunum er að að skapa Suðurnesjum jákvæða ímynd í hugum fólks og nýta vel þá kosti sem svæðið hefur upp á bjóða, s.s. alþjóðaflugvöllinn og nágrenni hans, orkulindir til iðnaðarframleiðslu, ágæta hafnaraðstöðu og hina einstöku sagnfræðilegu, náttúru- og jarðfræðilegu möguleika til að stórefla ferðaþjónustu, helsta vaxtarbroddinn í íslensku atvinnulífi.
Hingað til hefur mikið verið fjallað um vilja til aðgerða. Sumu hefur og verið komið í framkvæmd. Í skýrslum, sem gerðar hafa verið og gefnar út á undanförnum árum um þetta efni, má t.d. lesa um;
a) hugleiðingar Samgönguráðuneytisins frá árinu 2002 þar sem fjallað er um framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu og m.a. fjallað um ímynd Íslands, umhverfismál, gæða- og öryggismál, menntamál, samgöngumál, byggðamál, skipulag ferðamála, rekstrarumhverfi og markaðsmál. Þá segir að meginþættir ferðaþjónustu séu fjórir: ferðafólkið, fyrirtæki og stofnanir, opinber þjónusta og áfangastaðurinn. Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunnar er lögð til grundvallar framtíðarsýninni.

Brimketill

Brimketill.

b) efni Ferðamálaráðs Íslands 2002 um Auðlindina Ísland með hliðsjón af ferðaþjónustusvæðum þar sem markaðssvæðin eru skilgreind, sérstaða þeirra dregin fram, teknar saman fyrirliggjandi upplýsingar, seglar skilgreindir og tillögur gerðar.
c) framsetningu Samgönguráðuneytisins um íslenska strandmenningu árið 2004 þar sem er fjallað um gæðaferðaþjónustu, markaðsrannsóknir og frumkvöðlastarf.
d) fróðleik frá samgönguráðuneytsiins um menningartengda ferðaþjónustu 2002 þar sem er fjallað um íslenska menningu og ferðaþjónustu sem og nútímamenningu Íslendinga og nauðsyn stefnumörkunar.
e) tillögur samgönguráðuneytisins um stefnumörkun íslenskrar ferðaþjónustu 1996 þar sem er kannað með áhuga og möguleika hinna einstöku þjóða að nýta sér Ísland sem ferðamannaland.
f) og einnig má sjá rit frá ferðamálaráðstefnu Reykjavíkurborgar 2004 þar sem ræddir voru styrkleikar og veikleikar Reykjavíkur skilgreindir og gerðar tillögur um markaðassetningu borgarinnar til ferðamanna.

Melabergsvegur

Melabergsvegur.

En svo virðist sem eitt nærtækasta, en jafnframt eitt áhugaverðasta ferðamannasvæðið (a.m.k. fyrir Íslendinga), hafi orðið mikið til útundan, þ.e. Suðurnesin og Reykjanesskaginn allur. Yfirleitt er getið um að þar sé “útsýni mikið og fagurt”, þar megi finna “áhugaverða staði” og eru þrír slíkir jafnan nefndir til sögunnar, þ.e. Svartsengi, Bláa lónið og Reykjanesviti. Jafnframt að á svæðinu sé fuglalíf og strandir.
Í raun býður svæðið upp á allflest það sem aðrir landshlutar hafa upp á að bjóða, hvort sem lýtur að jarðfræði, náttúru, menningu eða sögu. Dvalartími útlendinga er að styttast og margir koma hingað í öðrum tilgangi en áður, þ.e. til ráðstefnu eða fundarhalda eða í viðskiptaerindum. Þetta fólk þarf oft að bíða hálfan eða heilan dag eftir flugi. Hvaða svæði er þá nærtækara til að nota því til handa en Suðurnesin? Þar er hægt að fara í stuttar ferðir, hvort sem er akandi eða gangandi, skoða fallega hraunhella, þjóðsagnakennda staði, ómótstæðilega náttúru, fuglabjörg, minjar frá upphafi búsetu, nútímahraun, gamlar leiðir markaðar í bergið, eldgíga, atvinnu- og byggðasöguna, verstöðvar, sjóslys, drauga- og huldufólksstaði og svona mætti lengi telja – eða einfaldlega njóta útiveru í fallegu umhverfi. Þá eru afþreyingarmöguleikar sennilega hvergi meiri en á þessu svæði.
En þetta er s.s. allt vitað – og meira til – og eflaust munu hlutaðeigandi aðilar ætla að nýta sér þetta allt til handa framtíðargestunum að utan sem og landsmönnum öllum.
Umhverfið rann saman við vangavelturnar og ferðahugleiðingarnar á leiðinni, en veðrið var frábært.
Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Reykjanes

Á Reykjanesi.