Fagridalur

Gengið var suður og vestur með Leirdalshöfða. Svæðið e rmjög gróið á köflum, en þess á milli hefur orðið þarna mikil jarðvegseyðing. Suðvestan í höfðanum er dalverpi, Leirdalur syðri. Sunnan hans er Leirdalsvatnsstæðið. Nokkurt vatn var í því. Ekki er að sjá að þarna gætu verið tóftir, en þó má, ef vel er að gáð, gefa sér hugsanlegar tóftir (mög gamlar) á einum stað í brekku þar sem gróðurinn er hvað mestur mót suðri nokkru norðan vatnsstæðisins.

Fagridalur

Hrútur við Leirdalstjörn.

Gengið var á móbergsholt, en frá því er ágætt útsýni inn í Fargradal og um Fagradalsmúla autan dalsins. Vestan hans er Vatnshlíðarhornið. Áður hefur verið gengið þarna með Lönguhlíðunum og var þá komið niður í Fagradal. Í fyrstu var engin ummerki að sjá er bent gætu til mannvista, en þegar betur var að gáð mátti greina tóft á grasi grónum hól undir Múlanum, ekki fjarri vatnsstæðinu. Umhverfi hólsins er mikið gróið. Hlíðin er nú einnig nokkuð gróin, en áður hefur þarna verið ber skriðan, kjörinn efniviður í húsbyggingu. Hóllinn er forvitnilegur og því fróðlegt að skoða hann betur við tækifæri.

Breiðdalur

Strýtur í Breiðdal.

Gengið var áfram til vestur sunnan Breiðdals. Þar var að sjá nokkra pýramídalagaða kassa í röð og voru þeir forskallaðir. Erfitt að sjá í fljótu bragði hvað þarna gæti verið á ferðinni. Gengið var ofan Breiðdals, niður í sunnanverðan dalinn og áfram til vesturs sunnan Breiðdalshnúka. Vestan þeirra var beygt upp holtin norðan höfðans. Í miðjum dalnum norðanverðum, skammt innan við Markrakagil, gætu verið gamlar tóftir. Þarna er dalurinn hvað mest gróinn og tiltölulega sléttur. Svo var að sjá sem garðhleðslur væru þar á köflum, jarðlægar.

Fagridalur

Tóftir í Fagradal.

Gengið var upp hálsinn, sem aðskilur Breiðdal og Leirdal nyrðri, nú nefndur Slysadalir. Efst á hálsinum norðanverðum trjónir klettur mikill líkt og hann hafi tekið sig til og aðskilist. Þegar staðið er autan við klettinn sést í honum greinilegt andlit. Svo virðist sem kletturinn hafi ákveðið að ganga þarna framar en fjallið – og tekist það. Ekki er vitað til þess að hann hafi fengið nafn og var því skírður Ing-var, í höfuðið á hinum fyrrum ástsæla góðkratabæjarstjóra Hafnfirðinga, sem varð sextugur um þessar mundir.

Slysadalur

Leirdalur/Slysadalur.

Gengið var niður í Slysadali. Nyrst á grónu svæði er upphækkun. Gæti þar verið um að ræða dys hestanna, sem urðu tilefni nafngiftarinnar. Útlendur ferðamaður var að koma frá Krýsuvík á 19. öldinni, hafði farið um Hvammahraun og FagradaL að vetrarlagi. Hin leiði var um Helluna þarna vestan af, í austanverðum hlíðum Sveifluhálsins ofan við Kleifarvatn, en það mun hafa verið óvegur og ekki fyrir hesta. Vilpur voru í dalnum og voru þær ísi lagðar. Fór svo að maðurinn missti tvo hesta sinna niður um ísinn, en mannskaði varð enginn.

Slysadalur

Slysadalur.

Gengið var áfram upp úr dalnum, í átt að Skúlatúni. Að sumra áliti gæti þar hafa verið landnámsbær, en þó er það talið ólíklegt. Skúlatún er þúfóttur óbrennishólmi í Tvíbollahrauni. Ekki skyldi þó efast fullkomlega eða útiloka með öllu að þar undir kynnu að leynast einhverjar minjar.
Frábært veður – Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Víkingaskip

Hér er birt „lokaorð“ eins FERLIRsfélaganna í tilefni af lokaritgerð hans í námi við HÍ; Fornleifafræði Norðurlanda. Orðin eru birt með leyfi höfundar. Ritgerðin er að sjálfsögðu mun ítarlegri umfjöllun um efnið:
„Víkingaskipin voru með stærstu „gripum“ víkingaaldar, á tímabilinu 800-1100. Samkvæmt heimildum vorGaukstaðaskipið-2u fjölmörg skip smíðuð á tímabilinu – af ýmsum stærðum og gerðum. Þrátt fyrir rannsóknir er ekki vitað hvenær fyrsta víkingaskipið var smíðað, en líklegt er að það hafi orðið til í aðdraganda víkingaaldar eftir langa þróun. Hönnun víkingaskipanna, einkum kjölurinn og „sveigjueiginleiki” skipanna, réði miklu um yfirburði þeirra, bæði hvað snerti grunnsiglingar og burði á löngum og erfiðum siglingaleiðum. Talsvert er til skráð í fornum heimildum um notkun og tegund skipanna, en lítið virðist vera til af nákvæmlega skráðum lýsingum um smíði þeirra og meðferð þar til skipin fundust í Ásubergi, Gaukstað og víðar. Síðan hefur mikillar vitneskju verið aflað. Ljóst er að smíði víkingaskipanna hefur grundvallast á hugviti og þeirri bestu þekkingu er um getur í langri sjólist. Skipin hafa verið einstaklega gagnleg og góð sjóskip. Siglingartækni nútímans grundvallast í raun á þeirri miklu þekkingu er þá var aflað – fyrir meira en þúsund árum síðan.
Af fornleifarannsóknum að dæma voru víkingaskipin af fleiri en einni tegund. Langskip voru t.d. notuð í strandsiglingum og siglingum um ár og fljót, en kaupför og knerrir á lengri leiðum þar sem flytja hefur þurft meira magn.
Skipin voru notuð til annars en siglinga eftir að hlutverki þeirra lauk, t.d. sem grafstaður mektarfólks. Þau hafa, sum hver a.m.k., verið skreytt eftir stílfræði þeirra tíma.
Víkingaskipum sem gripum, smíði þeirra, mismunandi gerðum, eiginleikum og notkun, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn hér á landi í fornleifalegum skilningi. Ástæðan er helst sú að menn hafa ekki átt von á því að finna leifar stórra skipa eða hluta þeirra hér eftir svo langan tíma frá „hvarfi” þeirra. Minni bátar hafa þó fundist. Ekki er með öllu útilokað að fleiri skipaleifar og meiri eigi eftir að finnast hér við land – eða á landi.
Fornleifafræðin, sem og áhugafólk um efnið hefur, aflað dýrmætra viðbótarupplýsinga um víkingaskipin og án efa á þekkingin eftir að aukast í framtíðinni.
Við vinnslu ritgerðarinnar var reynt að takmarka efnið svo sem kostur var – þrátt fyrir að viðfangsefnið væri ærið.“

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

 

Grindavík

Megi minning um góðan mann lifa.
JárngerðarstaðirTómas Þorvaldsson lést þann 2. desember s.l. (2008). Hann bjó lengst af að Gnúpi í Grindavík, fæddist að Eiði í Grindavík 26. desember árið 1919. Foreldrar hans voru Þorvaldur Klemensson, bóndi á Járngerðarstöðum í Grindavík (1891-1967) og Stefanía Margrét Tómasdóttir (1893-1969). Systkini Tómasar voru Margrét (1917), Halldóra (1921), Guðlaugur (1924-1996) og Valgerður (1927). Hálfsystir hans var Lovísa (1913-2000).
Tómas kvæntist Huldu Björnsdóttur frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði (1931-2008). Þau eignuðust Eirík (1953), Gunnar (1954), Stefán Þorvald (1956) og Gerði Sigríði (1960). Hálfsystir þeirra var Stefanía Kristín (1939-1948).
Tómas, eða Toddi eins og hann var jafnan nefndur meðal heimamanna, kynntist snemma sjómennskunni. Hann gekk jafnan ásamt öðrum sjómönnum eftir sjávargötunni árla morguns, staðnæmdist við leiði Járngerðar, tók ofan og fór með sjóferðarbæn áður en haldið var áfram stíginn niður að bátnum er beið sjósetningar ofan við Norðurvör. Hann réð sig fyrst sem hálfdrætting til sjós á „Járngerðarstaðaskipinu“ sem svo var nefnt í daglegu tali, en hét reyndar Björgvin GK 35, opinn bátur gerður út frá Járngerðarstöðum í Grindavík.

Tómas

Þetta var árið 1934. Áður hafði hann setið yfir ánum í Stekk[jar]hrauni þar sem hann þekkti hverja þúfu. Áður lauk hverri sjóferð á árabátnum með því að leggja á seilar. Næstu árin stundaði hann sjóinn á ýmsum vélskipum og bátum sem veiddu og lögðu upp afla allt í kringum landið. Með tilkomu vélbátanna var tekist á við að skapa varanlega hafnagerð í Grindavík. Tómas lagði þar sitt af mörkum við erfið skilyrði. Á stríðsárunum stjórnaði hann vinnuflokkum sem unnu við að byggja upp flugvelli og braggahverfi fyrir breska hermenn. Eftir stríðið gerðist hann bílstjóri hjá Hraðfrystihúsi Grindavíkur. Tómas var virkur í félagsmálum bæði til sjós og lands. Hann var í stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur í nokkur ár. Tómas var í fyrstu stjórn Íþróttafélags Grindavíkur og formaður félagsins 1948 til 1963. Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Tómas og HuldaÞorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1987. Hann stofnaði ásamt þremur félögum sínum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Þorbjörn hf í Grindavík árið 1953 og var framkvæmdarstjóri þess fram til ársins 1985. Tómas var í stjórn Þorbjarnar til ársins 2000 eða í 47 ár. Hann var mjög virkur í öllu félagsstarfi í sjávarútvegi anna sinn starfsaldur. Hann var í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda árið 1959, fyrstu tvö árin sem varaformaður og síðan stjórnarformaður til ársins 1981. Hann sat í stjórnum Landssambands íslenskra útvegsmanna, Fiskifélagsins, Fiskveiðisjóðs og Verðjöfnunarsjóðs. Hann var varaformaður Viðlagasjóðs þegar hann var stofnaður í Vestmannaeyjagosinu 1973. Þegar hafist var handa við byggingu heimilis aldraða í Grindavík, Víðihlíð, var hann í byggingarnefnd heimilisins. Þar dvaldi hann síðustu mánuðina áður en hann lést.
Tómas Þorvaldsson var börnum sínum góður faðir og mikill vinur vina sinna. Honum var eðlislægt að bregðast jákvætt við bónum fólks, ekki síst þess er minna mátti sín. Þannig kom hann mörgum Grindvíkingnum til aðstoðar þegar mest á reyndi. Sá er þetta ritar minnist Todda, allt frá því að hann ók honum lífakstur árið 1959, illa slösuðum eftir bílslys, í aftursæti drossíunnar um harðtenntan Grindavíkurveginn og krókóttan Keflavíkurveginn að anddyri Landspítalans, og allt til þeirra daga er sá hinn sami naut fylgda Todda um umdæmið þar sem hann miðlaði af ómetanlegri þekkingu sinni um menningu, minjar og sögu Grindavíkur.

Hjónin 1981

Nú, eftir fráfall hans, hafa þau verðmæti margfaldast að andlegu verðgildi, þökk sé honum. Sumt hefur verið skráð og annað geymt, en engu gleymt. Bækur hans um sögulegt lífshlaupið eru nú sem fyrr ómetanleg heimild um þróun Grindavíkur á tímamótum er hið forna samfélag var að nútímavæðast og byrja kapphlaupið mikla við umheiminn – í seinni tíð meira af kappi en forsjá. Þegar rætt  var við Tómas símleiðis fyrir u.þ.b. viku hafði hann á orði að menn hefðu betur tekið mið af þeirri einföldu fyrirhyggju Einars verslunarmanns í Garðhúsum að góður væri geymdur aur. Hafa ber í huga að Einar var eini kaupmaðurinn á Suðurnesjum er lifði af kreppuna miklu 1930 af þeirri einföldu ástæðu að hann gætti þess að eiga jafnan fyrir sínum skuldum.

Toddi

Sumt af því er Tómas miðlaði má sjá hér á vefsíðunni, s.s. fróðleik um Dýrfinnuhelli, Járngerði og Þórkötlu, Skips[s]tíg sem og um staðháttu fyrrum og örnefni í Grindavík.
Margir munu á næstunni skrifa mörg orð um ágæti Tómasar, nú að honum gengnum. Greinarhöfundi finnst þó, á þessari stundu, mest um vert að hafa getað sagt Tómasi sjálfum frá viðhorfi hans til alls þess merkilega er hann hafði lagt af mörkum um ævidagana – ekki síst mjög meðvitaðrar varðveislu menningarverðmæta er hann hafði þá þegar skilað áfram til komandi kynslóða.
FERLIR þakkar Todda samfylgdina á liðnum árum. Systrum og afkomendum Tómasar eru vottuð innileg samúð. Megi þau nýta sér það besta er hann gaf þeim þá er hann lifði.
Tómas

Hjartartröð

Gengið var eftir Hjartartröðinni í Stórabollahrauni og skoðaðir hellastubbarnir á leiðinni. Úr vestasta niðurfallinu heldur rásin, víð og breið, áfram til vesturs undir nýrra hraun. Innan í henni er mikið hrun, en hægt er að komast áfram hægra megin í rásinni, fast við hellisvegginn. Þar fyrir innan er nokkurt hrun, en ef vilji er fyrir hendi er hægt að halda áfram yfir það og innar í rásina.

Þríhnúkar

Þrihnúkar – skjól.

Í Kristjánsdölum fannst hlaðið refabyrgi og greni þar nálægt. Gengið var á hraunrás undir Lönguhlíðum inn af Þjófadölum. Í henni er rás, nokkuð mjó, en mjög falleg. Hún var skoðuð lítillega. Þá var haldið á Þríhnúka og litið ofan í dýpsta helli á landinu, Þríhnúkahelli. Aðalgígur Þríhnúka er á milli hnúkanna, fallega sléttur hraundalur. Sunnan undir austasta hnúknum er hraunhóll, holur að innan og er hurð fyrir opinu. Inni var steinbekkur og borð. Yfir hólinn hafði verið lagður dúkur og hann hulinn. Einnig var hraunhóllinn klæddur plastdúk að innan. Svo virðist sem einhver, eða einhverjir, hafi notað stað þennan sem skjól um tíma. Norðan hólsins er mjög fallegur gervigígur.

Þríhnúkahellir

Sigið í Þríhnúkahelli.

Haldið var austur með sunnanverðu Þríhnúkahrauni, norðan Stórkonugjár, að mjög djúpu jarðfalli við enda mikillar hrauntraðar, milli hennar og Þríhnúkahellis. Ekki er hægt að komast þar niður nema á bandi. Þarna niðri gætu leynst göng til vesturs, í átt að hellinum. Við austurenda hrauntraðainnar er mikill gígur. Norður af honum liggur hrikaleg gjá. Við enda hennar, austanmegin, er hellisop; falleg hraunrás er liggur í beygju til vinstri og hallar niður með hlíðinni. Hún var skoðuð að hluta. Gólfið er grófur brúnleitur hraunfoss.
Á leið niður hlíðina vestan við Eyra var litið á Kristjánsdalahellana. Einn þeirra, sá austasti undir hraunbrún, er sá fallegasti af þeim. Hinir eru fremur lágir.
Dýrindisveður, logn og sól og útsýnið eftir því.

Hjartartröð

Hjartartröð.

Selalda
Stefnan var tekin á austanverða Selöldu. Þegar komið er yfir hálsinn blasir við gróin brekka suðvestan undir honum. Mikið landrof hefur orðið þarna í gegnum tíðina, en þó markar enn fyrir hleðslum neðst í brekkunni er gætu hafa verið mjög gamall stekkur.
Selalda

Selalda – uppdráttur ÓSÁ.

Einhvern tímann hefur allstór lækur runnið austast vestur með sunnanverðri Selöldunni. Vestar með hlíðunum er grasigróið svæði og tóttir. Hér er  að Krýsuvíkursel hafi verið. Í Jarðabókinn frá 1703 er sagt að Krýsuvík hafi bæði haft í seli til fjalla og fjöru. Hitt selið var á Seltúni undir Sveifluhálsi. Skammt vestan við tóftirnar er stór steinn. Við hann er talsvert gróið og líklegt er að þar hafi verið stekkur suður undir honum. Ummerki benda til þess.
Skammt suðvestar við selið eru margar tóftir og sumar heillegar. Hér er talið að bærinn Eyri hafi staðið, rétt ofan við lækjarfarveginn. Bærinn fór í eyði árið 1775.

Eyri

Eyri.

Frá tóftunum ætti að vera best að ganga áfram vestur með Selöldunni, en ef gengið er frá þeim til suðurs kemur nokkuð merkilegt í ljós. Á grashól eru miklar hleðslur, greinileg fjárborg. Hennar er hvergi getið og verður því hér nefnd Neðri-Eyrarborg. Vestan í henni er stekkur eða löng og mjó hústótt. Ofar, til austurs, er önnur fjárborg, svolítið minni. Verður hún nefnd Efri-Eyrarborg.
Vestast í sunnanverðri Selöldunni, á Strákum, eru miklar hleðslur undir móbergskletti. Þetta er fjárhús og eru veggir þess svo til alveg heilir. Suðvestan undir Strákum eru svo heillegar tóttir gamals bæjar, er nefndist Fitjar.
Frábært veður.

Eyri og Krýsuvíkursel

Eyri undir Selöldu – uppdráttur ÓSÁ.

Trönur

 Allar eiga ártíðarnar sína álfa og sín tröll; hraun, skóga, dali og fjöll. Hver ártíð á auk þess sér sinn sjarma; vorið kemur með morgunroðann og laufilman, sumarið með hlýindin og blómgunina, haustið með kvöldroðann og dvalann og loks veturinn með frostmyndanirnar og snjóinn. Allar bjóða þær því upp á útvist með tilbrigðum – allt árið um kring. Allt er þetta mönduhalla jarðarinnar að þakka. Virkni hans er þó mismunandi á jarðarhlutana.

Hraun, dalir, skógar og fjöll

Reykjanesskaginn er hluti af jörðinni og hefur, því líkt og aðrir hlutar hennar, fjórar ártíðir. En eins og vetur í Mið-Afríku eru t.d. öðruvísi en vetur á Íslandi þá eru vetur á Reykjanesskaganum öðruvísi en t.d. á Vestfjörðum. Fyrrnefndi staðurinn er snjóléttur á meðan miklir snjóar eru að jafnaði fyrir Vestan. Það er ekki þar með sagt að vetur fyrir Vestan séu verri, en vályndi þeirra eru þó óneitanlega meiri. Þess vegna er vorið flestu fólki kærkomnara þar en á Reykjanesskaga.
Straumar þeir, er liggja að landinu, hafa mikil áhrif á alla veðráttu. Það er Golfstraumnum að þakka, að loftslag hér á landi er miklu mildara en við mætti búast eftir hnattstöðu landsins. Á Íslandi er eyjaloft; í þeim löndum, þar sem eyjaloft (úthafsloftslag) er, er svo háttað, að vetrarkuldi er lítill og sumarhiti lítill, litlar daglegar hitabreytingar, mikill Golfstraumurinn hitar eigi aðeins Ísland,heldur og allar norðvesturstrendur Evrópu; þess vegna nær hitinn þar miklu lengra norður á við en fyrir vestan haf. Hitamuninn má best sjá á línum, sem menn hugsa sér dregnar um alla þá staði, er hafa jafn mikinn árshita, hitalínur. Eftir sólarganginum ættu allar þessar hitalínur að ganga jafnhliða við breiddarbaugana, en margar orsakir eru til þess, að eigi er svo. Meðalhiti ársins á Ísafirði er 1.6 (Celsíus), í Stykkishólmi 2.7 (Celsius) og á Reykjanesskaganum 4.2 (Celsíus).
MiðsvetrarfrostverkunTil að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báðum þessum skilyrðum oft fullnægt á veturna (og einstaka sinnum á sumrin, til dæmis á fjöllum). Í ýmsum löndum sem liggja nær miðbaug og þar sem vetur eru mildari snjóar hins vegar sjaldan. Við þurfum ekki að fara lengra en til Bretlands til að það eigi við á láglendi, en þar er úthafsloftslag eins og hér þannig að lítill munur er á sumri og vetri og vetur eru mildir.
Fróðlegt er að bera saman snjóalög á Norðurlandi og Suðurlandi. Á Norðurlandi er norðanáttin yfirleitt bæði köld og rök og því miklar líkur á að henni fylgi snjókoma á vetrum. Á Suðurlandi er norðanáttin að vísu oftast köld en hins vegar þurr og þess vegna minni líkur á snjókomu með henni. Sunnanáttin er á hinn bóginn rök en um leið hlý sem dregur úr líkum á snjókomu með henni. Það er þess vegna engin furða að oft er mikill munur á snjóalögum á útmánuðum norðan lands og sunnan.
Snjólaus ReykjanesskaginnÞegar gervitunglamyndir af landinu eru skoðaðar á vetrum má jafnan sjá Reykjanesskagann snjólausan meðan aðrir landshlutar eru alhvítir á að líta. Þetta ætti einhverjum, sem vill nýta sér landssvæðið til útivistar, að verða áhugavert umhugsunarefni. Í raun má segja að allir Reykjanesskagadagar gefi bæði tilefni og tækifæri til útivistar.
Einn er þó að verða hængur á. Það er vaxandi skógrækt. Þegar eru dæmi um að forn mannvirki hafi verið fórnað fyrir trjáplöntur, þrátt fyrir ákvæði í lögum að slíkt sé óheimilt.
Skógur er ekki mikill á Íslandi og er reiknað með að hann sé aðeins um 1% af flatarmáli landsins. Þar er birkið mest áberandi. Mikið er þó plantað í dag af erlendum tegundum eins og ösp, greni og lerki. Þegar síðast var komið í Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir á Reykjanesskaganum mátti sjá hvar plantað hafi verið í seltóftina. Seltóft á Baðsvöllum er nú orðin áratuga gömlum skógi að bráð. Trjám hefur verið plantað í gömlu þjóðleiðina við Ró[s]selsvötn milli Hvalsness og Keflavíkur. Skógur er nú undir Selhlíð [Sólhlíð] þar sem gamla þjóðleiðin ofan af Stapa til Grindavíkur lá fyrrum. Lerkitré eru í stekknum frá Hvaleyrarseli við Hvaleyrarvatn og svo mætti lengi telja.
Líkt og hugsunarleysi getur svo auðveldlega eyðilegt minjar getur áhugaleysi á sama hátt vannýtt tilbrigði ártíðanna – ekki síst hér á Reykjanesskaganum.
Skógur er víða til vandræða

Hraun

Tekið var hús á Sigurði Gíslasyni á Hrauni við Grindavík.

Grindavík

Grindavík – dys við Hraun.

Gengið var með honum um svæðið. Þegar komið var að hleðslum á grónum hraunhól norðan þjóðvegarins skammt vestan heimkeyrslunnar að bænum sagði Siggi aðspurður að þar væri líklega um dys að ræða. Hann kvaðst ekki kunna frekari deili á dysinni, en sagði dr. Kristján Eldjárn hafa haft mikinn áhuga á að skoða hana. Þá hafi hann rætt við gamlan mann, fæddan á svæðinu. Sá sagði að dysin væri frá því í Tyrkjaráninu. Hennar væri getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Hraun

Dysin við Hraun.

Sagan segir að bóndasonur á Hrauni (aðrir segja Ísólfsskála) hafi séð skip koma í Hraunsvíkina og ætlað að fagna komumönnum. Hafi hann lagt af stað á rauðri meri, en þegar hann sá hversu óvinveittir aðkomumenn voru, sneri hann þegar við hófum merinnar. Hún var hins vegar svo svifasein að Tyrkinn, sem fremstur fór, en svo munu þeir aðkomumenn hafa verið, hefði náð í taglið. En við það sama hafi merin sparkað aftur fyrir sig og kom höggið í Tyrkjann, sem drapst samstundis. Önnur saga segir að Tyrkirnir hafi verið tveir og merin sparkað þá báða til dauðs (Brynjúlfur Jónsson). Félagar Tyrkjans komu þá þar að, náðu bóndasyni og drápu. Hann var síðan dysjaður á hólnum. Brynjúlfur nefnir þó Dysina á Hraunssandi, sem staðinn þar sem þeim var komið fyrir, en við uppgröft þar á sjötta áratug 20. aldar kom í ljós kapellutóft.
Segja má að sagan sé alls staðar sýnileg – hvert sem litið er.

Hraun - kort

Hraun í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Víða um land eru duldar (faldar) söguminjar, jafnvel allt frá upphafi landnáms norrænna manna. Sumstaðar eru minjarnar þó bæði heillegar og í rauninni stórmerkilegar í sögulegu samhengi.
En svo virðist sem bæði forsvarsfólk Minnismerkiðsveitarfélaga vegna áhugaleysis og ferðamálafólk ómeðvitað hafi bundist samtökum um að fela þessa aðdrætti fyrir áhugasömum ferðalöngum. Hér skal tekið nýlegt dæmi. FERLIRsfélagi, sem örsjaldan fer út fyrir Reykjanesskagann (enda eitt samfellt minjasvæði), hafði nýlega hug á að skoða svonefndar „Auðartóftir“ við Hvammsfjörð á sunnanverðu Reykjanesi vestra. Félaginn hafði lesið sig til um hugsanlega staðsetningu. Eknir voru ófáir kílómetrarnir með tilheyrandi kostnaði. Kennileitið var Krosshólaborg. Borgin reyndist vera merkt þegar að var komið, enda hefur minnismerki um frú Auði verið reist á henni (minna mátti það varla vera). Steinkross var settur upp á  borginni til minningar um hana árið 1965.
Í Landnámu segir um Auði djúpúðgu: „Kollur hét maður Veðrar-Grímsson, Ásasonar hersis; hann hafði forráð með Auði og var virður mest af henni. Kollur átti Þorgerði, dóttur Þorsteins rauðs.
Erpur hét leysingi Auðar; hann var son Meldúns jarls af Skotlandi, þess er féll fyrir Sigurði jarli hinum ríka; móðir Erps Auðartóftirvar Myrgjol, dóttir Gljómals Írakonungs. Sigurður jarl tók þau að herfangi og þjáði. Myrgjol var ambátt konu jarls og þjónaði henni trúliga; hún var margkunnandi. Hún varðveitti barn drottningar óborið, meðan hún var í laugu. Síðan keypti Auður hana dýrt og hét henni frelsi, ef hún þjónaði svo Þuríði konu Þorsteins rauðs sem drottningu. Þau Myrgjol og Erpur son hennar fóru til Íslands með Auði.
Auður hélt fyrst til Færeyja og gaf þar Álöfu, dóttur Þorsteins rauðs; þaðan eru Götuskeggjar komnir. Síðan fór hún að leita Íslands. Hún kom á Vikrarskeið og braut þar. Fór hún þá á Kjalarnes til Helga bjólu bróður síns. Hann bauð henni þar með helming liðs síns, en henni þótti það varboðið, og kvað hún hann lengi mundu lítilmenni vera. Hún fór þá vestur í Breiðafjörð til Bjarnar bróður síns; hann gekk mót henni með húskarla sína og lést kunna veglyndi systur sinnar; bauð hann henni þar með alla sína menn, og þá hún það.
Eftir um vorið fór Auður í landaleit inn í Breiðafjörð og Krosshólaborglagsmenn hennar; þau átu dögurð fyrir norðan Breiðafjörð, þar er nú heitir Dögurðarnes. Síðan fóru þau inn eyjasund; þau lendu við nes það, er Auður tapaði kambi sínum; það kallaði hún Kambsnes.
Auður nam öll Dalalönd í innanverðum firðinum frá Dögurðará til Skraumuhlaupsár. Hún bjó í Hvammi við Aurriðaárós; þar heita Auðartóftir. Hún hafði bænahald sitt á Krosshólum; þar lét hún reisa krossa, því að hún var skírð og vel trúuð. Þar höfðu frændur hennar síðan átrúnað mikinn á hólana. Var (þar) þá gör hörg, er blót tóku til; trúðu þeir því, að þeir dæi í hólana, og þar var Þórður gellir leiddur í, áður hann tók mannvirðing, sem segir í sögu hans.“
Í Skrá yfir friðlýstar fornminjar má sjá eftirfarandi um Auðartóftir: „Hvammur. a. Forn, aflangur hringur suðvestur á túninu, nefndur „Lögrjetta“.  b. Virkisbali, svo nefndur, nál. ferhyrnt mannvirki í túninu fyrir ofan og vestan bæinn. Sbr. Árb. 1882: 75. c. Rústabunga forn, suður og niður undir túngarði. d. Auðarnaust, er svo heitir, leifar af tóft á sjávarbakkanum austanmegin við útfall Hvammsár. e. Auðartóftir, svo nefndar, hjer um bil 13 faðma upp og vestur frá naustinu. Sbr. Árb. 1893: 63. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 24.06.1931.“
SöguskiltiÞrátt fyrir leit fundust engar vísbendingar á vettvangi hvert skyldi halda svo hægt væri að skoða fyrrnefnt „Auðarnaust“ og „Auðartóftir“, áþreifanleg ummerki eftir hinn fyrsta landnámsmann á svæðinu. En með reynslu fyrri FERLIRsferða á Reykjanesskaganum fundust minjarnar eftir nokkra leit. Uppgötvunin og staðsetningin við þær veðuraðstæður, blankandi sól og hita, voru leitarinnar virði. Auðartóftir, í skjóli neðan undir Krosshólaborginni, eru en vel greinilegar og þar má enn sjá heillagar hleðslur í tóftunum.
Á vef Dalaprestakalls frá 13. júli 2008 segir: „Vel á annað hundrað manns sóttu guðsþjónustu á Krosshólaborg í dag. Eins og fyrir 43 árum rættist úr veðrinu og var sól í sinni viðstaddra. Athöfnin fór fram á borginni og að henni lokinni var afhjúpað söguskilti fyrir neðan borgina um landnám Auðar. Konur úr kvenfélaginu sem hóf að safna fyrir krossinum afhjúpuðu skiltið. Síðan var drukkið kaffi og djús með veitingum úti í náttúrunni í boði sóknarnefndar.“
Batnandi fólki er best að lifa…. Uppsetning söguskiltisins við Krosshólaborg verður vonandi öðrum um land allt hvatning til frekari dáða – og góðra ráða.

Kristófer Bjarnason

Allt of lítið hefur verið gert að því að leita til eldri Íslendinga með það að markmiði að fá hjá þeim upplýsingar um æviskeið þeirra, sérkenni, breytingar, þróun og aðra vitneskju, t.a.m. um tilvist sjáanlegra minja, tilurð þeirra og notkun. Til eru sérstakar opinberar stofnanir, sem ætlað er að sinna þessu hlutverki, en betur mætti á halda en raun ber vitni.
Eggert KristmundssonÞann 23. nóvember s.l. [2007], stóðu Miðstöð munnlegrar sögu og Minni – félag um munnlegan menningararf fyrir ráðstefnu um byggðarsögu og munnlegar heimildir. Bar ráðstefnan heitið Raddir að heiman – Munnlegar heimildir í byggðarsögu og fór fram í Þjóðarbókhlöðu.
Ráðstefnuna hóf Friðrik G. Olgeirsson sem rakti sögu byggðarsöguritunar á 20. öld. Hann skýrði frá því að hlutur munnlegra heimilda í slíkum rannsóknum væri meiri en flesta renndi í grun. Margir kaflar í byggðarsögu tiltekinna héraða væru reyndar óritanlegir án þess að leitað væri til einstaklinga sem upplifað hefðu söguna á eigin skinni.
Næstur tók til máls Arnþór Gunnarsson. Hann skýrði frá því að fyrir all nokkrum árum hefði bæjarstjórn Hafnar ráðið hann til þess að taka viðtöl við eldri íbúa Hafnar. Verkefnið hefði þróast á þá leið að viðtölin urðu á endanum að tveggja binda verki um sögu Hafnar. Arnþór, sem er alinn upp á Höfn sagði að persónuleg tenging hans við svæðið hefði á margan hátt auðveldað honum vinnuna. Hann hefði þekkt til manna og málefna, staðarnafna og atburða. Það að tilheyra samfélaginu sem hann hafði til rannsóknar gerði það líka að verkum að hann átti greiðan aðgang að viðmælendum sínum. Náin tengsl rannsakandans og viðfangsefnisins höfðu sömuleiðis í för með sér að bæjarbúar voru ófeimnir við að hafa skoðun á vinnu Arnþórs og verklagi.

Gísli Sigurðsson er ágætt dæmi um frumkvæðissafnara

Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnastjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu, gerði stöðu munnlegra heimilda að umtalsefni sínu þegar hún spurði „Hvað er í kössunum“? Hún benti á að eitt sérkenni sögu sé sá þáttur sem fræðimaðurinn á öllu jafna í sköpun þeirra heimilda sem hann eða hún vinnur með. Þetta sérkenni á reyndar sérstaklega við hinn íslenska fræðiheim, þar sem hingað til hefur verið erfitt hefur að nálgast munnlegar heimildir á annað hátt en með því að fara á stúfana með upptökutæki og taka viðtöl. Safn Árnastofnunar hefur lengst af verið eina aðgengilega safnið þar sem hægt er að nálgast munnlegar heimildir, en því efni sem þar er að finna er vitanlega fyrst og fremst safnað með þjóðfræðina í huga. Fyrir rétt rúmu ári síðan gerði Miðstöð munnlegrar sögu könnun á því hvað væri til af munnlegum heimildum á íslenskum söfnum og setrum og í ljós kom að til er töluvert magn slíks efnis. Vandinn er hinsvegar sá að þetta efni að mestu leyti óskráð og í ofanálág er aðgengi að því í mörgum tilvikum takmarkað. Unnur María ræddi niðurstöður könnunarinnar, benti á dæmi um athyglisverðar heimildir sem enn hefði ekki verið unnið með og útskýrði hversvegna það væri brýnt að samvinna takist milli allra þeirra sem að málinu koma um varðveislu og skráningu þessa efnis.
Margrét Jóhannsdóttir, kennari, sagði frá Þórður Bjarnason - mikil, en vanrækt heimildlokaverkefni sínu við KHÍ. Upphaf verkefnisins rekur hún aftur áranna 1990 – 92, en þá vann hún í litlu skólaseli stutt frá Borgarnesi. Aðstæður voru erfiðar og nemendur á mismunandi aldri. Ásamt þáverandi samkennara var hún í námi í KHÍ og átti að skila ritgerð í kennslufræðum og tilraunakenna efnið sjálf. Þær ákváðu að vinna verkefni um heimabyggðina og nefnduð það Sögur, líf og list á Mýrum. Efnið skiptist í marga þætti og tók til náttúrufræði, listsköpunar og sagnavinnu. Íslenskunámið féll í hlut Margrétar, en það átti að bjóða upp á fjölbreytt verkefni með listrænu ívafi. Þar vaknaði áhugi Margrétar á sagnahefðinni. Hún bendir á að mikilvægi þess að varðveita sagnir, vinnulag, búskaparhætti, samskipti, tækni og fleira verði okkur æ ljósara þegar við eldumst. Það sé nefnilega svo ótrúlega stutt í það að nútíðin verði fortíð, í þessu hraða samfélagi sem við lifum í. Sagnamenn týna tölunni, þeir eldast eins og aðrir og verða ekki endalaust á meðal okkar og það sé hverjum manni nauðsynlegt að þekkja fortíðina og þá þróun sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu.

Fólk vill sögulegan fróðleik

Í seinni hluta ráðstefnunnar var fulltrúum safna og stofnana boðið að kynna þau verkefni sem er annað hvort nýlokið, yfirstandandi eða í bígerð. Safnafólk hefur á síðustu árum orðið vart við stóraukinn áhuga almennings á sögu og menningu síns byggðarlags og á því að taka virkan þátt í sköpun eigin sögu í samvinnu við menningarstofnanir í héraði. Á sama tíma hefur tilkoma stafrænnar tækni og vefmiðlunar fjölgað þeim möguleikum sem eru á bæði söfnun og miðlun munnlegra heimilda. Þau ótal setur og þær fjölmörgu nýjar sýningar sem sprottið hafa upp síðustu ár eru glöggt merki um þessa þróun Byggðasagan skipar þar sterkan sess en jafnframt hefur áhugi á sértækari sögu t.d. atvinnuvega eflst.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar skýrði frá áformum byggðasafnsins um að veita áhugasömum bæjarbúum þjálfun í töku viðtala og veita þeim aðgang að upptökutækjum í þvi skyni að safna frásögnum af svæðinu. [Hér gleymist að sinna þarf hinum áhugasömu því frumkvæðið kemur oftast frá þeim]. Þorsteinn E. Arnórsson frá Iðnaðarsafninu á Akureyri flutti erindi um starfssemi Iðnaðarsafnsins og mikilvægi munnlegra heimilda í starfi þeirra. Heiðrún Konráðsdóttir, sagnfræðingur skýrði frá rannsókn sinni á gamla samfélaginu í Flatey. Björg Erlingsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, sagði frá því hvernig Menningarmiðstöðin hyggst nýta þær munnlegu heimildir sem þar eru varðveittar.
Ljóst er af framangreindu að áhugi byggðasafna og annarra launaðra „verkefnisstjóra“ þeirra virðist fara vaxandi á því hlutverki sínu að sinna menningarsögu byggðalaganna með það fyrir augum að hún varðveitist komandi kynslóðum til handa – en enn er langt í land að sú staða skapist að aldrað fólk og annað fólk með þekkingu á viðfangsefninu fái tækifæri til að skýra arfleifð sína fyrir eftirlifendum.

Óskar Aðalsteinsson

Gísli Sigurðsson ræðir við hjónin Hönnu Jóhannsdóttur vitavörð og Óskar Aðalstein fyrrum vitavörð á Horni og í Galtarvita um ýmis fyrir bæri þessa heims og annars. Viðtalið átti sér stað þegar Hanna var vitavörður í Reykjanesvita. Hér birtist hluti þess:

Hanna Johannsdottir-1„Ætlar ekki telpan að koma með ykkur inn?“
„Hvaða telpa“, spurði ég forviða.
„Telpan, sem er með ykkur í bílnum“, og Óskar Aðalsteinn bendir á mannlausan bílinn.
„Það er engin telpa með okkur“, áréttaði ég; „hún er að minnsta kosti ekki þessa heims. Hvernig lítur hún út?“
„Hún er með kastaníubrúnt hár og klædd í röndótt pils. Látum það vera; maður sér svo margt og hér við Reykjanesvitann ber ýmislegt fyrir augu. Þetta er eins á torgi lífsins. Stundum allt fullt af fólki. Og fegurðin, — allir þessir hreinu litir. Já, eins og á torgi lífsins. Æjá, ég var að vakna, þegar þú bankaðir. Var að skrifa einn kafla í bókina og lagði mig á eftir. Verst að Hanna er ekki heima. Hún rétt skrapp til Grindavíkur og hlýtur að fara að koma. Hún á að taka veðrið eftir smástund og verður hér á mínútunni. Nú skreppur hún í kaupstað, þegar með þarf. Það er einhver munur eða í Galtarvita. Annars kunnum við alltaf vel við okkur þar, enda búin að vera þar í 24 ár“.
Reykjanesviti-221„Og eftir öll þessi ár ertu orðinn vitavörður á Reykjanesi?“
„Nei, konan mín er tekin við. Hanna er vitavörður í Reykjanesvita og ég er bara goskarl hjá henni, enda tími til kominn. Hún er fyrsta konan á Íslandi, sem skipuð er í embætti vitavarðar. Áður var hún búin að vera aðstoðarvitavörður í Galtarvita og þekkti þetta allt vel. Ég er bara að skrifa og held, að ég sé með efni í ágæta bók. Hún kemur út í haust ef guð lofar og Guðmundur Jakobsson. Það er gott að skrifa hérna. Og gott að rölta um hlaðið og sjá útsýnið. Ég tek menn tali og segi þeim frá kríunni. Hún verður eins og voldugt herlið, þegar líða tekur að hausti, — mikill fjaðraþytur, enda langt flug framundan. Já, þetta er eins og leiksvið, — þannig verkar það á mig: Þessi vin hér í auðninni, hóllinn með tígulegum vitanum og heitir víst Bæjarhóll… bíddu annars; við skulum hafa allt á hreinu og fletta þessu upp í bók. Það er allt um þennan stað í Ferðafélagsárbókinni frá 1936.“
Í þeim svifum kom Hanna vitavörður á Skódanum austan úr Grindavík og með henni ungur drengur, sem er til heimilis í vitavarðarhúsinu ásamt með þeim hjónum. Hann kallar þau afa og ömmu, en er raunar kjörsonur eiginkonu sonar þeirra. Hanna tilkynnir um veðrið, ber gestunum kaffi. Allt hennar fas vitnar um festu og örugg tök á hverju verkefni.
Óskar Aðalsteinn: „Nei, hér sé ég, að hann heitir Húshóll. Og vitinn verður 100 ára nú í desember. Kannski verður þá haldin veizla. Reykjanesvitinn var fyrst reistur á Valahnjúk, sem skagar út í sjóinn og sést hér út um gluggann.

Reykjanesviti-223

En eftir snarpar jarðhræringar þótti ekki ráðlegt að hafa hann þar lengur og þá var hann endurreistur á Húshól.“
Hanna er dóttir Jóhanns Loftssonar á Háeyri á Eyrarbakka og áður í Sölkutótt á sama stað. Jóhann var formaður framanaf og átti fyrsta bílinn, sem komst upp Kamba. Óskar Aðalsteinn er aftur á móti frá Ísafirði og hefur þar til nú átt heima á Vestfjörðum. Hann hefur sinnt ritstörfum jafnframt vitavörzlu og hafa alls komið út eftir hann 15 bækur: sú fyrsta 1939.
Óskar Aðalsteinn: „Aðal vitaævintýrið hófst þegar ég gerðist vitavörður í Galtarvita við Súgandafjörð. Sú varðstaða stóð í 24 ár. Við vorum orðin mjög rótgróin þar eins og nærri má geta. Galtarvitinn stendur á allháum sjávarbakka í Keflavík; sá víkurkriki skerst inní hálendið norðan Súgandafjarðar.
Yfir vitann gnæfa fjöllin Göltur og Öskubakur; hamraborgir, þar sem hvert klettabeltið tekur við af öðru frá sjávarmáli Galtarvititil efstu brúna. Líkt og á Horni er Galtarviti með afskekktustu byggðu bólum á landinu. Þar ríkir sú þögn, sem aldrei verður fundin í fjölmenni. En það er í henni hreyfing, ljúf og góð, sem líkja má við bylgjuhreyfingu túngresis á lognkyrrum sumardegi. Og útnesjaþeyrinn á vorin; enginn lýsir honum svo viðhlýtandi sé.
Við Galtarvita er mjög magnað og dulrænt umhverfi; hafi maður þá gáfu að sjá það sem oft er kallað einu nafni huldufólk, er maður aldrei einn. Í nánd við vitann er ein af meiriháttar álfabyggðum á landinu; þar eru Hulduhvammar, Álfhólar, Tröllaborgir og Dvergasteinar. Og álagablettir eru þar um allt. Sögur af samskiptum manna og huldufólks á þessum stað eru flestar fallnar í gleymsku, en sumar lifa enn; til dæmis sagan um litlu telpuna, sem týndist og var síðan skilað og ekki hægt að sjá á þriðja degi, að neitt hefði fyrir hana komið. Talið var að álfkona hefði lagt ofurást á barnið og hnuplað því, en skilað aftur þegar hún sá hræðsluna og sorgina á bænum. Mér fannst huldufólkið við Galtarvita bæði gott og listrænt. í Keflavíkurhól var heil sinfóníuhljómsveit.

Hornbjargsviti

Slíka tóna hef ég aldrei heyrt og þeir voru ekki frá venjulegum hljóðfærum. En þar var líka vera af öðrum toga, sem átti eftir að halda tryggð við okkur æði lengi. Á Horni var slangur af verum á sveimi, þar á meðal Breti, sem gekk þar ljósum logum og vildi helzt vera í fjósinu. Ég talaði oft við hann, sem var erfitt, því hann talaði ensku og ég ekki nógu harður af mér í því máli. Ég var alltaf að hvetja hann til að koma sér áfram til æðri heimkynna, en hann var svo jarðbundinn. Hann hefur líklega ekki kunnað sem verst við félagsskapinn við okkur, því hann fluttist með okkur til Galtarvita og einnig þar hélt hann sig í fjósinu. Ég kallaði hann alltaf Gumma og hann var eins og einn af heimilisfólkinu. Stundum stóð hann við bæjardyrnar og þá sagði ég: „Farðu nú frá Gummi minn, — mér leiðist að ganga í gegnum þig. Ég verð alltaf svo þungur af því. Þú ert svo baneitraður“. Gummi var bezta grey. Lengi vel talaði hann bara ensku.

Reykjanesviti-330

En eftir rúm tuttugu ár var hann töluvert farinn að tala íslenzku og tók framförum. Einu sinni var ég að koma einsamall á báti frá Súgandafirði, þegar vélin bilaði og ég utanvið mig eins og vant er og hafði gleymt að taka árar með. En þá er Gummi allt í einu kominn um borð og knýr bátinn áfram á fullum hraða með fótunum. Hann virtist vita á undan okkur, þegar það skref var tekið að flytja frá Galtarvita og var mjög óánægður, þegar við fórum. Ennþá hefur hann ekki sést hér við Reykjanesvita.
„En eru ekki huldubyggðir hér við Reykjanesvita?“
„Ég hef séð huldufólk hér nærri, en lítið náð sambandi við það, nema einn ungan mann.
Það er truflandi hér, einkum austur undir Grindavík, hvað mikið er um svipi látinna manna. Nokkru áður en við fluttumst að Reykjanesvita, átti ég Reykjanes-brim-2leið hingað frá Grindavík. Veður var vont; rigning og dimmviðri. Þá sá ég einhverja furðulegustu sýn, sem fyrir mín augu hefur borið: Öldur bárust á land, brimöldur og í þeim fjöldi manns, sem barst uppí sjávarlokin. Þessir menn engdust og fórnuðu höndum, — þó var sem þeir væru gagnsæir. Þeir gáfu frá sér lág, en gífurlega sterk hljóð. Ég er ýmsu vanur af þessu tagi, en þarna fylltist ég óhugnaði og varð smeykur. Síðar hef ég oft farið í allskonar veðri til Grindavíkur og alltaf orðið var við eitthvað.
Hér í íbúðarhúsinu hef ég orðið var við karl og konu, sem ganga í gegn annað slagið, en tala ekki við mig. Helzt vildi ég að þau hyrfu og að við gætum fengið að vera hér útaf fyrir okkur. Um það vil ég ekki segja annað í bili.
En hér í kring er allt kvikt og fullt af ljósum, þegar rökkva tekur og það er bara til ánægju. Það eru lituð ljós, oft blá eða ljósgræn og öðruvísi en okkar ljós„.
„En álfar?“
„Ég veit ekki, hvort maður á að kalla það álfa. Líklega hef ég ekki komizt í kynni við þessa blómálfa, sem sumir hafa séð. Aftur á móti sé ég smáfólk, mjög elskulegt og óvíða meira um það en einmitt hér við Reykjanesvitann. Ég veit ekki hvort það er huldufólk. Maður sér það í nánd við uppsprettulindir og eftir að rökkva tekur eru oft heilir skarar að leikjum í nánd við hverina, — það dansar og skemmtir sér. Það er fyrst og fremst þetta, sem er sérstakt við umhverfi Reykjanesvitans.

Reykjanesviti-332

Ég fer varla svo út í ljósaskiptunum, að ég sjái ekki heilu hringdansana: Karlmenn í grænum, rauðum og bláum kirtlum, en kvenfólkið hvítklætt og með slæður. Þetta er mjög fallegt fólk; aðeins smærra en við. Stundum koma hingað heilar fylkingar, sem virðast ná allt upp til fjallanna innar á skaganum. Einn og einn hefur komið til mín án þess að tala til mín. En þeir vita af mér og þeir vita, að ég sé til þeirra. Smáfólkið aftur á móti; það er öðruvísi og við suma þar hef ég talað. Það er tvennskonar, sumt saklaust og elskulegt og virðist lifa áhyggjutaust frá degi til dags. En svo eru þeir, sem sitja löngum hjá villtum blómum og lifa mikið í hugsuninni. Þeir hafa hvatt mig til að skrifa bókina þá arna, sem nú er í smíðum. Þetta er gott fólk og enginn ótugtarskapur er þar á ferðinni. Og það vil ég segja þeim, sem ekki sjá og efast eðlilega, að þeir hefðu gott af návistum
við þetta fólk aungvu síður. Það gerir maður með því að hverfa til svona staða úti í náttúrunni og setjast niður. Fyrst kemur smáfólkið og kannar stemmninguna, en svo koma aðrir stærri og gefa manni styrk.
Sumt huldufólk hefur þá gáfu til að bera, að það skapar eitthvað úr engu og lætur það eyðast jafnóðum. Sumir skrifa til að mynda með fingrinum út í loftið og þá verða til myndir í litum, en eru við lýði í skamma stund og leysast þá upp. Á sama hátt virðast þeir geta skapað sér hús, sem aðeins standa um stundarsakir.

Reykjanesviti-334

Einstaka sinnum hef ég upplifað það fyrirbæri að fara sálförum, sem kallað er og þó nokkrir hafa reynt og skýrt frá. Það er afar einkennileg reynsla. Hjá mér hafa þetta verið minni háttar sálfarir að ég held, utan einu sinni, að ég brá mér á kreik svo um munaði. Þá fann ég vel eins og fleiri hafa lýst, hvernig ég losnaði við líkamann og gat horft á hann úr fjarlægð. Síðan hvarf ég á brott og kom í borg, sem ég þekkti ekki og var heldur ekki þessa heims. Hún var alveg ólík þeim borgum, sem við þekkjum, bæði að gerð og efni. Mér þótti sem þar ætti að fara fram ráðstefna og allt í einu var ég kominn á þessa ráðstefnu, sem vann að því að magna upp straum til að bjarga einhverju á jörðinni að ég held. Þarna myndaðist einn vilji; ég hafði vitund þeirra hinna og þeir mína. Á eftir tóku allir í hendina á mér, leifturhratt en þægilega og á eftir leystist borgin upp án þess að hljóð heyrðist. Alltaf hafði ég á tilfinningunni samband við líkamann, en ég varð ekki var við neinn þráð eins og sumir hafa talað um. Um tíma var ég staddur í tómarúmi og var skelkaður og ég minnist þess greinilega, þegar ég fann líkamann aö nýju og smaug inn í hann.“
Hanna: „Þetta átti sér nokkuð oft stað, meðan við bjuggum í Galtarvita, en það ber minna á því hér. Það er næstum því óhugnanlegt að horfa á hann í þessu ástandi. Hann virðist í fyrstu falla í trans eða djúpan svefn, en eftir dálitla stund opnast augun. og þá er hann mjög uppljómaður á svipinn.
Það er þá eins og hann vakni til annars heims og talar þá eitthvað, sReykjanesviti-336em ég skil alls ekki. Þetta ástand varir í fimm til tuttugu mínútur og það er eins og hann haldi í hendina á einhverjum á meðan. Hann virtist alltaf tala við sama fólkið og af lýsingum hans þóttist ég vera farin að þekkja, við hverja hann var að tala. Svo dró allt í einu af honum; hann slappaðist allur og lá eins og dauður maður, ýmist með augun opin eða lokuð. Fyrir kom, að ég hélt hreinlega, að hann væri látinn og fór þá að reyna lífgunartilraunir“.
Óskar Aðalsteinn: „Á eftir man ég yfirleitt vel, hvað hefur gerst. Það er rétt, að ég hitti og ræði við sama fólkið; það er á sjöunda sviði frá jörðu. Sjálfsagt finnst einhverjum það hljóma undarlega. En þarna er unnið að jákvæðum áhrifum og þar er kona, sem mestu ræður. Sjálfur hef ég þegið hjálp, sem þaðan kemur. Á tímabili var ég oft með verk og óþægindi fyrir hjarta, en það var lagað og ég tel mig vita, hvaðan sú hjálp kom.“
Hanna: „Eftir að við fluttum á Reykjanes, hef ég minna orðið vör við þetta fyrirbæri, en þaö átti sér oft stað á árunum, sem við vorum í Galtarvita. Ég skal játa, að ég var talsvert smeyk fyrst, ekki sízt vegna þess að það er ekkert auðhlaupið til læknis úr Galtarvita. Það gegnir öðru máli hér. Sjálf er ég annars eins gersneydd dulrænum hæfileikum og hugsast getur. Ég verð aldrei vör við neitt og er öll í þessu jarðneska. Og satt að segja líkar mér það bezt þannig“.
„Þú hefur haft æfingu í vitavarðarstörfum að vestan og ekki þurft að læra neitt nýtt, þegar hingað kom?“
Gunnuhver-222Hanna: „Frá 1967 var ég aðstoðarvitavörður í Galtarvita og hafði því góða reynslu, þegar hingað kom. Erfiðast er í skammdeginu; maður veit aldrei, hvað fyrir getur komið, ef eitthvað bilar. Vitinn sér að verulegu leyti um sig sjálfur. Í dagsbirtu gefur hann engin merki, en fótósella setur ljósið í gang um leið og skyggir. Bregðist rafmagnið, er dísilstöð til vara.“
„En þarftu að fara ofan að nóttunni til að gá, hvort allt sé með felldu?“
Hanna: „Það er að miinnsta kosti ekki skylda. En ég vakna tvisvar eða þrisvar á nóttu og fylgist þá með ljósinu. Það venst og maður sofnar fljótt aftur. Í Galtarvita vorum við alveg háð vélum. Ljósið í vitanum þar var framleitt með rafmagni frá dísilstöð og lítilli vantsaflsstöð yfir sumarið“.
„Vandistu alveg þessari miklu afskekkt þarna við Galtarvita?“
Hanna: „Þegar illviðri geysuðu þótti mér það dálítið öryggislaust, en reyndin varð sú, að það kom ekki að sök. Við höfum aö verulegu leyti unnið þetta verk saman og allt hefur gengið vel. Stundum er spurt, hvort ekki sé hætta á, að hjón verði leið hvort á öðru í svo mikilli einangrun. En ég tel að svo sé ekki. Sambandið verður mjög náið. Óskar gerði mikið af því aö lesa upphátt fyrir okkur úr bókum. Það var þá skemmtun, sem við upplifðum sameiginlega og svo gátum við rætt efni bókarinnar og gerðum mikið af því.“
Oskar Adalsteinn„Hverjar eru annars daglegar skyldur vitavarðarins?“
Hanna: „Til dæmis það að taka veðrið sex sinnum á sólarhring. Í vitanum verð ég að hreinsa ryk og seltu af gluggum og sjálfri krónunni. Hér er líka radíóviti, sem sendir frá sér mors-merki og ég þarf að fylgjast með honum. Við getum ekki brugðið okkur frá bæði; það er viðleguskylda. Þetta er bindandi ekki síður en að búa með kýr og í rauninni miklu meir.“
Við gengum upp snarbrattan hólinn og síðan upp hringstigann, sem liggur eins og snigill unz komið er að ljósaverkinu. Þar var allt vel málað og hreint og útsýnið fagurt á þessum lognkyrra júlídegi. En þarna er veðravíti eins og gróðurinn sýnir bezt og ólíkt umhorfs í illviðrum og myrkri skammdegisins.
Ég spurði vitavörðinn á leiðinni niður, hvort hún væri ekki smeyk að fara ein upp í vitann í svartamyrkri.
Hanna: „Sem betur fer kemur ekki oft til þess að ég þurfi að fara þangað ein í myrkri. Ég skal játa, að ég mundi ekki fá mér kvöldgöngu þangað að gamni mínu. Tilhugsunin um það þætti mér ekki þægileg, en þegar á ætti að herða, mundi ég fara þangað eins og ekkert væri og ég býst við að reyndin yrði ekki nærri eins vond og tilhugsunin“.
Óskar Aðalsteinn beið eftir okkur á tröppum íbúðarhússins. Það var tekið að kvölda. Ég spurði: „Er dansinn byrjaður við hverina?“ Skáldið strauk augun og gekk austur yfir hlaðið og skyggndi með höndunum, líkt og menn gera þegar þeir horfa á móti sólu. „Það er í það bjartasta ennþá,“ sagði hann. „en dansinn fer að hefjast. Ég finn hreyfinguna. Er þetta ekki stórkostlegt? Og litirnir, svo hreinir, svo bjartir.
Eins og á torgi lífsins“.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Gísli Sigurðsson, 3. sept. 1978, bls. 8-12.

Vetrarsólhvörf

Vetrarsólhvörf á Reykjanesi.