Gufunes

Kristján H. Kristjánsson skrifaði eftirfarandi nýlega (2023) um „Gufunesið“ á samfélagsmiðlunum:

Gufunes

Gufunes.

„Ég kannaði Gufunesið sem er ógeðslegasta svæði Reykjavíkur. Mikið af drasli og vond lykt enda er umhverfissóðinn SORPA með starfsemi þarna. Ég tók eftir krossi við hól skammt frá Sorpu og kom þá í ljós að þarna eru margar líkamsleifar grafnar skv. minnisvarða, sem voru áður í kirkjugarð Maríukirkju, þar sem áburðarverksmiðjan var. Í Þorláksmáldaga sem kenndur var við Þorlák Þórhallsson biskup og gerður árið 1180 segir að Maríukirkja sé í Gufunesi. Prestur í Gufunesi á þeim tíma var Ásgeir Guðmundsson en hann lést kringum 1180. Kirkjan var lögð niður 1886. Kirkjan stóð um nokkra hríð og var notuð sem skemma en var svo rifin og kirkjugarðurinn sléttaður. Staðsetning kirkjunar glataðist með tímanum en við byggingaframkvæmdir við Áburðaverksmiðjuna 1978 komu upp mannabein sem reyndust tilheyra gamla kirkjugarðinum.

Gufunes

Gufunes.

Ákveðið var að láta grafreitinn víkja fyrir framkvæmdum og voru beinin flutt í nýjan grafreit í túninu og hófst verkið 6. ágúst 1968. Mjög víða í garðinum voru “leiðin” hvert ofaná öðru. Sumsstaðar mátti greina 3 beinagrindur hverja niður af annarri. Einnig mátti sjá það að engin kista hafði verið utan um líkið, heldur bara “fjöl” undir. Líka leit svo út fyrir að ekkert hafi verið, annað en líkaminn lagður í moldina. Engin kista var heil, utan ein barnskista, sem náðist heilleg, en mjög fúin. Á öllum kistunum var lokið fallið niður að botnfjöl og yfirleitt voru þessar kistufjalir svo fúnar að þær duttu í sundur þegar hreyft var við þeim. Við uppgröftinn komu upp 748 mannabein eða höfuðkúpur, sem taldar voru, auk barnskistunnar.

Gufunes

Gufunes.

Beinin voru látin í 125 kassa, sem voru allir af sömu gerð og stærð. Ekki fundust legsteinar eða brot af þeim. Undir lokfjöl einnar kistunnar lá silfurskjöldur áletraður, Páll Jónsson, sýslumaður, Elliðavatni, settur sýslumaður Gullbringu- og Kjósasýslu 1801-1803 og síðar 1818, dáinn 1819. Og í annarri kistu fundust tvö silfurlauf af sömu gerð, en mismunandi stærð. Þessi lauf voru á höfuð- og fótagafli. Í þriðju kistunni lá naglbítur. Þessi gripir og bein Páls fóru í Þjóðminjasafnið. Varðveist hefur altari úr kirkjunni. Það barst að Úlfarsfelli eftir að kirkjan í Gufunesi var aflögð.

Gufunes

Gufunes.

Þar var það lengi notað sem búrskápur, þar til séra Hálfdán Helgason á Mosfelli rakst á það og flutti heim að Mosfelli og notaði það við hjónavígslur. Síðar var það flutt að Reykjalundi og gert upp af Magnúsi Ingvarssyni, sem málaði rósamynstur á það, sem hann lærði í Noregi og er það núna notað þar við guðþjónustur. Ég fékk leyfi til þess að taka þessar myndir af altrarinu. – Ég tel rétt að flytja beinin í Gufuneskirkjugarðinn vegna þess að þetta er allt of ógeðslegur staður fyrir látna.“

Heimild:
-Kristján H. Kristjánsson.

Gufunes

Gufunes.

Heiðarvegur

Haldið var eftir slóð upp og austur yfir Bláfjallahorn. Þar blasir við varða á Heiðarveginum, h.y.s 591m. Vörðubrot er sunnar út undir Bláfjallahorninu.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Gengið var austur framhjá stórri vörðu hlaðinni úr hraunhellum. Framundan eru leirsléttur og eru nokkrar grjóthrúgur á þeim (hugsanlega fallnar vörður). Síðan tekur við vörðuð leið austur fyrir Kerlingarhnjúk. Fljótlega kemur stikaða leiðin um Reykjaveg á Heiðarveginn og hafa vörðurnar verið hlaðnar upp á þeim kafla. Við 14. vörðu eða vörðubrot beygir Reykjavegurinn í norð-austur í skarð á milli Bláfjalla og Kerlingarhnjúks. Áfram var haldið þvert fyrir dalkjaftinn milli Bláfjalla og Kerlingarhnjúks og fram á brúnir austan við hnjúkinn. (Taldar voru 7 vörður og vörðubrot á þeim kafla). Vörðubrot er á brúninni.

Heiðarvegur

Varða á Heiðarvegi.

Vegalengd frá Bláfjallahorni er um 2 km. Héðan sést austur til jökla og suður til sjávar. Nokkuð bratt er beint niður brekkuna en meira aflíðandi rétt norðar utan í Kerlingarhjúk og einnig sunnar í hrauninu og er þar hugsanlega gata (steinar ofan á steinum). Mikið úrrennsli er hér og djúpir vatnsfarvegir í þykkum jarðvegi niður dalverpi í aflíðandi halla. Fljótlega sér fyrir götum í grasi og er mikið úrrennsli úr þeim. Lækjarfarvegur er hér með hraunbrún Heiðarinnar há og sjást götur norðan við farveginn. Virðist fylgja honum niður á Hrossahryggi og Hrossaflatir þar sem þær koma á Ólafsskarðsveginn.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Þegar neðar dregur verða göturnar greinilegri, liggja í vallendi á bökkum vatnsfarvegsins sem orðinn er að árfarvegi. Þessi farvegur virðist taka við miklu af leysingarvatni af Heiðini há og Bláfjöllum austanverðum. Nú er komið að vörðu. Gatan virðist skiptast nokkrum sinnum. Önnur fer áfram niður með ánni en hin fer stytting yfir móa og virðist þræða valllendisræmur í gegnum móana. (Getur verið að vallendið hafi myndast við umferðina?). Næst er komið fram á brekkubrún og sést þá klettaborg framundan með þrem vörðum. Tvær eru syðst á klettinum og ein á norðurbrún og er hún stærst. Stór hella er neðarlega í hleðslunni og skagar út úr henni og virðist hún vísa á götuna norðan með klettinum.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – Geitafell fjær.

Í holtinu er fallegt vatnsstæði eða drykkjarsteinn í berginu. Vörðurnar gætu hafa verið merki um það. Framundan sést steinn á kletti (varða) og er gatan sunnan við hana. Enn er varða á leið okkar nærri árfarveginum. Vegamót virðast vera á Hrossaflötum. Beint áfram er lækjarfarvegur sem hefur stefnu á Þúfnavelli austan við Geitafell. Hraun er hér undir og suður í átt að Geitafelli.
(Frá því að gengið var á brúnir í júní virðist eitthvað hafa verið átt við vörðurnar síðan þá).
Frábært veður – sól og blíða. Gangan tók 2 klst og 20 mín.

Heiðarvegur

Varða við Heiðarveg.

Krýsuvík

Austan í Bæjarfellshálsi sunnanverðum er rétt; Krýsuvíkurétt. Réttin sú er augljós og hefur því veriðs kráð sem fornleif í opinberum skráningum. Skammt ofan við vestanverða réttina er húsatóft. Þessarar tóftar er hins vegar hvergi getið, hvorki í örnefnalýsingum fyrir Krýsuvík né fornleifaskráningum.

Krýsuvíkurrétt

Bæjarfellsrétt (Krýsuvíkurrétt) í Bæjarfellshálsi.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar segir m.a: „Krýsuvíkurbærinn stóð á svo nefndum Bæjarhól hallaði honum niður til suðurs og var þar Hlaðbrekkan. Suð-austan við bæinn stóð Kirkjan í Kirkjugarðinum. Hallaði hér einnig niður frá Kirkjunni, bæði sunnan við að framan og austan til bak við. Kirkjubrekkan. Krýsuvíkurtúnið var eiginlega allstórt. Vestan Krýsuvíkurtúngarðs framan í Bæjarhálsi eða Bæjarfellshálsi er Krýsuvíkurrétt, þar var rekið að á vorin.“

Krýsuvíkurrétt

Tóftin á Bæjarfellshálsi.

Þegar FERLIR var að skoða bæjarsvæðin rákust augu í forna tóft á Bæjarfellshálsi. Tóftin er grjóthlaðin, um 6.00×4.80m. Op er mót suðri. Yfir henni liggur mosi og lyng. Hleðslur eru greinilegar. Að sjá virðist hún vera mjög gömul.

Krýsuvík

Krýsuvík 1906 – herforingjaráðskort.

Í fyrstu mætti ætla að þarna hefði verið fjárborg, en lögun hennar sem og hleðsla í vesturenda benda til annarra nota. Þessarar fornleifar er hvorki getið í fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík né fornleifaskráningu fyrir Suðurstrandarveg, sem á að liggja þarna skammt frá.

Tóftarinnar er, líkt og áður sagði, ekki getið í örnefnalýsingum fyrir Krýsuvík. Þar segir einungis: “Vestan Krýsuvíkurtúngarðs framan í Bæjarhálsi eða Bæjarfellshálsi er Krýsuvíkurrétt, þar var rekið að á vorin. Hér vestur undan fellinu er svo nefnd Krýsuvíkurheiði eða Vesturheiði.”
Tóft þessi er hins vegar allgreinileg. Telja verður því líklegt að á Krýsuvíkursvæðinu kunni enn að leynast ófáar fornleifar, sem ekki hafa verið skráðar.

Heimild:
-Krýsuvík – örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar

Bæjarfellsrétt.

Krýsuvíkurrétt (Bæjarfellsrétt) í Krýsuvík. Tóftin er efst til vinstri.

Bali

„Bali var austasta jörðin í Garðahverfi og er hún í Garðahrauni, en svo nefnist hraunið Garðamegin við merkin, en Hafnarfjarðarhraun hinum megin. Áður mun allt hraunið hafa verið nefnt Garðahraun.

Bali

Bali – bæjarteikning 1903.

Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún (ÖS-KE). Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns hafði Bali verið tómthús og hafði það verið uppbyggt u.þ.b tíu árum áður en jarðirnar voru skráðar. Það var þó komið í eyði þegar Jarðabókin var skráð og samkvæmt henni myndi það aldrei byggjast aftur nema mikill fiskigangur kæmi inn í Hafnarfjörð.“ (Jarðabók ÁM-PV).

Í Lesbók Morgunblaðsins 1977 er m.a. fjallað um bæi í Garðahverfi. Þar segir: „Bali er austastur bæja í Garðahverfi og stendur á hraunbrúninni, þar sem hraunið hefur runnið lengst í vestur. Þar var örlítið tún, en landið er aðeins rúmir 6 hektarar og allt í hrauni. Skammt er niður í fjöru og Hallgrímur sá er þar bjó framundir 1916 hafði bátkænu og veiddi mikið, bæði þorsk og grásleppu. Venjulega var aðeins 1 kýr í Bala en eftir 1930 fór Ólafur H. Jónsson kaupmaður í Hafnarfirði að búa í Bala. hann hafði þar um tíma 8 kýr og nokkrar kindur og keypti þá hey. En á seinni árum var hann hættur að hafa skepnur. Nú er Bali í eigu Garðabæjar og íbúðarhúsið er leigt Elísabetu Brand íþróttakennara, en Ingi Guðmundsson leigir gripahúsin og hefur þar hesta.“

Bali

Bali 1977.

Ari Gíslason skráði örnefni í Garðahverfi: „Hluti af Garðahreppi er það, sem fyrr var prestssetrið Garðar og hjáleigur þess. Þetta eru nú margar jarðir með samliggjandi túnum. Upplýsingar eru aðallega frá Guðmanni Magnússyni, Dysjum.
Eins og fyrr segir, eru þessar jarðir samtúna, og hallar þeim frá hæðinni, sem heitir einu nafni Garðaholt, og mót vestri niður til sjávar. Fyrst við merkin móti Hafnarfirði er Bali. Þar er klettur, sem heitir Balaklettur. Þar upp af er Balatjörn, og úr henni er Balatjarnarlækur. Upp með hraunbrúninni, ofan við Balatjörn, skerst hraunnef fram í tjörnina. Það heitir Mónef. Þar ofan við veginn í hraunjaðrinum er græn flöt, sem heitir Hvítaflöt og hraunnef þar ofar. Bakkastekksnef. Ofar er gamall stekkur, sem heitir Bakkastekkur. Mýrin öll, sem nær frá Garðaholti að hrauninu heitir Dysjamýri. Nú hefur henni verið skipt milli býla í hverfinu.“

Bali

Bali – loftmynd I.

Kristján Eiríksson skráði örnefni í Garðahverfi: „Stuðzt var við lýsingu Gísla Sigurðssonar á Garðahverfi, og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra. Þessir voru heimildarmenn: Guðmann Magnússon, fv. hreppstjóri, á Dysjum (Austur-Dysjum). Hann er fæddur á Dysjum 5. desember 1908 og hefur búið þar alla tíð, og ætt hans hefur verið á Dysjum síðan fyrir 1860.

Bali

Bali – liftmynd II; örnefni og minjar.

Jósef Guðjónsson í Pálshúsum. Hann er fæddur á Aðalbóli í Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., 16. júní 1899. Hann kom að Pálshúsum árið 1919 og hefur búið þar síðan. Feðgarnir í Miðengi, Kristján Eyjólfsson og Ágúst Kristjánsson. Kristján er fæddur 9. september 1892 í Sviðholti á Álftanesi, og þar var hann alinn upp. Hann flutti í Miðengi 1928 og hefur búið þar síðan. Ágúst er fæddur í Miðengi 15. september 1931 og hefur alla tíð átt þar heima. Gísli Guðjónsson í Hlíð. Hann er fæddur á Setbergi 10. júlí 1891. Árið 1919 flutti hann að Hlíð og hefur búið þar síðan.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

Tryggvi Gunnarsson í Grjóta. Hann er fæddur 14. janúar 1899 að Ragnheiðarstöðum í Flóa. Hann kom þriggja ára gamall að Miðengi í Garðahverfi, og var þar til 25 ára aldurs eða þar um bil. Þá flutti hann í Grjóta og hefur búið þar síðan. Ólafía Eyjólfsdóttir á Hausastöðum. Hún er fædd að Holti í Garðahverfi 17. desember 1890. Hún kom í Hausastaði 1895(?) og hefur að mestu átt þar heima síðan. Hefur sumt af henni verið fellt inn í þessa lýsingu, orðrétt eða því sem næst. Kristján Eiríksson skráði lýsinguna veturinn 1976 – 77.

Garðahverfi

Balastekkur.

Landamerki Garðahverfis eru úr steyptri vörðu á Balaklöpp vestan við Skerseyrarmöl. Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrði á leið til og frá Hafnarfirði. Úr vörðu á Hvíluhól er svo línan í vörðu á hraunbrún sunnan við Engidal Austasta jörðin í Garðahverfi er Bali, og er hún í Garðahrauni, en svo nefnist hraunið Garðamegin við merkin, en Hafnarfjarðarhraun hinum megin. Áður mun allt hraunið hafa verið nefnt Garðahraun.

Bali

Bali – matjurtargarður.

Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. Beint framan hans var lítil tjörn, nefnd Innritjörn. Vestan Innritjarnar og Bala er Balatjörn, dálítil tjörn innan við malarkampinn. Hér áður ruddi tjörnin sig í gegnum kampinn, sem kallaður er Balamöl, þegar mikið var í henni. Var hún þá kölluð Balasíki. Svo sagði afi Guðmanns á Dysjum, og einnig nefnir Sveinbjörn Egilsson Balasíki í sjóferðasögu sinni. Balaklettur gengur í sjó fram innan (austan) við Balamöl. Vestan við hann var lending frá Bala.

Bali

Bali – húsgrunnur.

Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u. þ. b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar. Álatjörn er suður af Bala, niður við malarkampinn. Í hana hefur borizt mikil möl á seinni árum. Austan hennar er Balaklöpp, áðurnefnd, og landamerkjavarða á henni. Lítil tjörn er fast vestan markalínunnar, fast austan við Balaklöpp. Skammt austan við þá klöpp lá gamli vegurinn til Hafnarfjarðar upp á hraunið og síðan niður af hraunbrúninni og með sjónum til Hafnarfjarðar. Út af Balaklöpp er skerjarani langt úti í sjó, sem nefnist Torfasker.

Bali

Balarétt.

Dysjamýri er milli Garðahrauns og Garðaholts. Þessi örnefni eru á hraunjaðrinum með henni: Norðan við Bala gengur Mónef fram í mýrina. Hér áður var tekinn upp mór í Dysjamýri, en því var hætt, þegar Guðmann man eftir. Mórinn mun hafa verið þurrkaður á Mónefi. Áður lá vegur af Mónefi yfir Dysjamýri. Hann var nefndur Dysjabrú. Hvítaflöt er gróið hraunnef á vinstri hönd, þar sem vegurinn til Hafnarfjarðar liggur upp á hraunið. Næsta nef þar fyrir ofan er Oddsnef. (Ath.: G. S. segir, að Oddsnef hafi stundum verið kallað Hraunsnef, en ekki kannast Guðmann við það nafn). Þar sem hraunið skerst lengst út í Dysjamýri, fyrir innan Oddsnef, heitir Bakkastekksnef. Norðaustan í því eru tóftir af Bakkastekk.“

Bali

Nýliðar í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu að spreyta sig við slökkvistörf og reykköfun í bænum Bala, rétt fyrir utan Hafnarfjörð, í gær [Mbl. 2004].

Í „Fornleifaskráningu í Garðabæ“ árið 2009 má lesa eftirfarandi um Bala: „“Bali hefur verið tómthús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. … Nú er þetta býli öldungiss eyðilagt og í tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskiganga inn á Hafnarfjörð komi,“ segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703.
„Sýslumaður nefnir eigi býli þetta, en jarðabækurnar telja hér 3 smábýli, sem sé Garða kirkjueign (Lángeyri, Bali og Skerseyri), en prestur nefnir Lángeyri eingaungu,“ segir jarðaskrá Johnsens frá 1847.
„Balatún: Tún býlisins Bala. Er eiginlega í Garðahverfi, en þar sem hann er á Hrauninu verður hann hér með. Balatúngarður: Túngarður austan túnsins aðallega,“ segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar.

Bali

Fiskhjallurinn, sem lengi stóð eftir og var einu leifar í Bala síðustu árin, var brenndur á sjómannadaginn 4. júní 2023.

„Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. .. Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u.þ.b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931 og brennt á æfingu nýliða slökkviliðsins 2004. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar,“ segir í örnefnaskrá Garðahverfis. Nákvæm staðsetning býli þess
sem getið er í jarðabók er ekki þekkt, en samkvæmt lýsingu hefur það sennilega verið skammt frá hjalli sem er nú á þessum slóðum og er á hraunbrúninni.
Í lægð í hrauninu, um 220 m N af hjalli sem er við Balakletta skammt frá þar sem býlið Bali var áður, er lítil rétt hlaðin úr hraungrýti.

Bali

Bali – fjárhús.

Réttin er skammt vestur af Balaafleggjaranum sem liggur af Garðavegi, um 90 m SV af útihúsi, 15-20 m N af útihúsi. Réttin er í grasigrónu hrauni. Nokkuð þýft er inni í aðhaldinu og í kring. Réttin er eitt hólf, sem er í laginu eins og hálfur hringur, en frá hólfinu liggur garðbrot til norðurs. Aðhaldið er hlaðið upp við hraunbrún ofan í lægð, og myndar hraunbrúnin austurvegg réttarinnar. Þó er búið að hækka og bæta í hraunbrúnina með hleðslum á tveim stöðum. Aðhaldið er um 15×9 m N-S að utanmáli. Það er hlaðið úr hraungrýti af öllum stærðum og er tilgengið og yfirgróið. Þykkt hleðslanna er 0,5-1 m og mest hæð er 1 m, en er víðast nokkuð minni.“

Heimildir:
-Jarðabók ÁM og PV 1703.
-Lesbók Morgunblaðsins – 31. tölublað (28.08.1977)
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Garðahverfi.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Garðahverfi.

Bali

Bali – fiskhjallurinn 2022.

Straumssel

Straumsselið er merkilegt – ekki síst í sögulegu samhengi Almennings. Það er einn merkilegasti fornminjastaðurinn í Almenningi. Þar í kring eru nú [2014] minjar sem ekki hafa verið skrásettar. Má þar nefna seltóftirnar sjálfar, sem eru nokkru ofan við bæjartóftir þær er nefndar eru til sögunnar hér á eftir (og sjást að ofan).

Straumssel

Straumssel. Tóftir af húsi skógarvarðarins efst til vinstri.

Straumssel var á sínum tíma ekki bara sel heldur lögbýli frá 1849 þegar Guðmundur Guðmundsson sem var konungsskipaður umsjónarmaður skógarhöggs settist þar að. Búið var í Straumsseli fram undir aldamótin 1900 þegar bæjarhúsin brunnu.

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

Straumssel er með stærri seljum í Hraunum. Þar var ágætis húsakostur fyrir aldamótin 1900 eins og tóftirnar bera með sér. Guðmundur Guðmundsson sem keypti jörðina af Páli Árnasyni setti byggð í Straumsseli 1849, en hafði þá búið þar í tvö ár. Fyrsta árið  bjó hann í selinu ásamt föður sínum, Guðmundi Bjarnasyni, sem var oft nefndur KrýsuvíkurGvendur. Þeir bjuggu stutt í selinu því Guðmundur Bjarnason  andaðsti aldraður maður í Lambhaga vorið 1848 og Guðmundur sonur hans nokkrum árum seinna á Setbergi. Guðmundur Guðmundsson var settur skógarvörður í Almenningi og taldi auðveldast að sinna starfi sínu frá Straumsseli.

Straumssel

Straumssel.

Bjarni Einarsson leiguliði Guðmundar og ábúandi í Straumi klagaði búsetuna í selinu til yfirvalda þar sem honum þótti það skerðing á fornum rétti sínum. Guðmundur lofaði að fjölga ekki býlum í Straumslandi á meðan Bjarni byggi þar. Bjarni gekkst við sáttinni að því tilskildu að bygging hins gamla Straumssels væri sér með öllu óviðkomandi skyldu yfirvöld kæra.

straumssel-gardar

Byggt var vandað bæjarhús og var föst búseta  í Straumsseli í ein 40 ár með hléum enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði. Meðal ábúenda í selinu voru hjónin Kolfinna Jónsdóttir og Sigurður Halldórsson sem bjuggu þar 1850-1860, er þau fluttu þau inn í Hafnarfjörð. Þessi hjón bjuggu síðan í Kolfinnubæ sem stóð þar sem Strandgata 41 er nú. Farnaðist þeim vel á þeim áratug sem þau bjuggu í Straumsseli þó kjörin hefðu verið kröpp. Sonur þeirra Bjarni fæddist í Straumsseli árið 1857. Talið er að síðast hafi verið búið í selinu 1890-1895. Jón Þorsteinsson bjó þar síðastur allra, en hann fórst þegar bærinn brann og eftir það var ekki byggt upp aftur í Straumsseli.

Á einum stað í Almenningi voru hugsanleg landamerki Ölfuss og Seltjarnarneshreppsins gamla, er varðan talin vera mjög merkileg, ef hún telst vera landamerkjavarða. Á ofanverðum Skorási er landamerkjavarða [-vörður] milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, sem er þá líka merkjavarða á milli sveitarfélaganna Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Telja ber að vörður hafi almennt mikið minjagildi – og sama gildir um hlaðna garða við selin.

Fornasels-, Gjáselsstígur.

Fornasels-, Gjáselsstígur.

Stundum er sagt að viðkomandi varða sé illa hlaðin, sennilega endurhlaðin eða nýleg varða. Um þetta má segja að ekki er hægt að bera saman þjóðleiðavörðurnar sem voru gerðar samkvæmt konungsskipun á seinni hluta 19. aldar og eru mjög vandaðar og nokkuð svipaðar að gerð.

Hafurbjarnarholt

Hafurbjarnarholt – varða.

Þessar vörður voru lögvörður og áttu að hafa ákveðið útlit og standa lengi. Vörðurnar í Almenningi eru af nokkrum tegundum og auðþekkjanlegar. Þær eru aldrei mjög vandaðar og alls ekki í líkingu við þjóðleiðavörðurnar. Lesa má þó úr vörðunum hvaða merkingu þær höfðu m.t.t. til tilgangs. Búlduleit varða sem er eins og heysáta, lítil eða stór, vísar nánast alltaf á fjárhelli, skúta eða fyrirhlaðið skjól. Uppmjóar vörður vísa á sel, eða staði þar sem hrís (eldiviður) var geymt. Lágar vörður sem eru bara nokkrir steinar vísa á innansveitar leiðir, t.d. leiðirnar í selin, í stekkina, réttirnar eða eitthvað ámóta.  Tveir steinar á þremur stöðum benda á gömul greni. Á nokkrum stöðum eru voldugri vörður, eins og við Straumsselsstíginn austari, en sá stígur var á sínum  tíma nytjaleið út frá Fornaselsstíg  og Gjásselstíg.

Straumssel

Straumssel – brunnurinn.

Landamerkjavörðurnar milli Hraunajarðanna eru oft með uppmjóum steini í toppinn eða einum stórum steini sem er miklu stærri en hinir sem mynda grunninn. Svo eru hleðslur sem líta út eins og vörður en eru í rauninni skotbyrgi sem notuð voru þegar legið var fyrir ref, því hann ógnaði mjög sauðfénu sem var á útibeit allt árið. Eina slíka má sjá við Straumsselstíginn (vestari) er liggur upp með vestanverðu Draughólshrauninu. Á þeirri leið er t.d. Straumsselsstígsskjólið.

Fornasel

Fornasel – tilgáta.

Selstígur sá, sem á seinni tímum hefur verið nefndur „Straumsselsstígur“ er í raun Fornaselsstígur og síðar Gjáarselsstígur, eins og fyrr sagði. Afleggjari af honum liggur upp í Straumssel ofan við Flár. Varða er á mótunum. Þessi selsstígur er allur innan fyrrum landamarka Þorbjarnarstaða.
Straumsselsstígurinn liggur hins vegar um Straumslandið vestan Draughólshrauns – beint í Straumsselið fyrrum. Hann er miklu mun greiðfærari en „tvíburabróður“ hans í austri. – og vel varðaður allt upp að „millumstíg“ Straumssels og Óttarsstaðasels.

Straumssel

Straumsselsvarðan.

 

Klöpp

Eftirfarandi frásögn Ágústs Lárussonar var lesin í Útvarpinu, „Man ég það sem löngu leið“ (rás 1) 4. júní 2023 – á fæðingadegi Árna Guðmundssonar frá Klöpp í Grindavík (var áður á dagskrá 19. febrúar 1985).

Ágúst Lárusson

Ágúst Lárusson frá Kötluholti í Fróðársveit.

Ágúst Lárusson var frá Kötluholti við Hólm, kenndur við afa sinn. Þorsteinn Matthíasson les frásögnina, sem hann skrásetti. Ágúst fæddist í Stykkishólmi 27. ágúst 1902.

Í þessari frásögn segir Ágúst m.a. frá því er hann fór á vetrarvertíð í Grindavík aðeins 18 ára gamall. Hann lýsir mjög nákvæmlega öllum aðbúðnaði vermanna á þessum tíma, ekki síst samskiptum hans við Guðmund bónda Jónsson í Klöpp í Þórkötlustaðahverfi og son hans, Árna Guðmundsson.

Við byrjum þennan texta á frásögn Ágústs þar sem hann er kominn til Reykjavíkur árið 1921 á Breiðafjarðar-Svaninum ásamt félögum sínum, þeim Þorleifi Einarssyni í Hrísakoti og Matthíasi Matthíassyni frá Orrabóli á Fellsströnd í leit að vertíðarplássi. Matthías var ráðinn á bát Dagbjarts Einarssonar á Velli, síðar í Ásgarði, Grindavík. Formaður á bátnum var ráðinn Guðmundur Guðmundsson, Öxney. Við Þorleifur voru óráðnir.

Reykjavík

Reykjavíkurhöfn og Reykjavík 1920.

„Eftir sautján tíma siglingu komum við á Reykjavíkurhöfn, en ekki var farið upp að bryggju um kvöldið. Mér fannst mikið um ljósauppljómun byggðarinnar á landi og ólíkt tilkomumeira en ég hafði áður séð í umkomulitlu þorpunum á Snæfellsnesi. Þegar ég sá tvö ljós sem næstum saman á hreyfingu um göturnar þóttist ég vita að þar væru bílar á ferð. Um þá hafði ég lesið en aldrei séð þá fyrir vestan.

Um morguninn, miðvikudaginn 9. febrúar, var svo lagst upp að bryggju og það leyndi sér ekki hvaða merkisdagur var. Stúlkurnar, sem þarna voru á ferli, tóku mér sem fullgildum öskubera og hengdu utan á mig poka hvar sem þær náðu til. Því er verr að ég lét alveg undir höfuð leggjast að geyma neinn þeirra til minningar um fyrstu kveðjurnar frá höfuðstað landsins.

Hótel ísland

Hótel Ísland – mynd Sigfúsar Eymundssonar.

Við vorum nú orðnir matarþurfi og maður sem ég kannaðist við vísaði okkur Þorleifi á Hótel Ísland. Þar keyptum við svo mat en skammturinn fannst okkur talsvert annar en á bestu bæjum í sveitinni og höfðum ekki áhuga á að heimsækja þann stað aftur.

Í mannþrönginni á götunum missti ég sjónar á Þorleifi og rölti því áleiðis upp á Laugaveg. Þar mætti ég manni, sem vék sér að mér og spurði hvort ég vildi ráða mig í skiprúm. Hann kvaðst vera úr Höfnunum en ég hafði sett mér það takmark að róa frá Grindavík, jafnvel þótt allir staðir á Suðurnesjum væru mér jafn ókunnir. Þessi Hafnamaður vildi líka aðeins taka einn mann á skip sitt og það kom ekki heim við ráðagerðir okkar Þorleifs að vera skipsfélagar.

Nú lagði ég leið mína niður að Herkastala. Þar hitti ég eldri mann sem spyr mig sömu spurningar og Hafnamaðurinn.

Herkastalinn

Herkastalinn í Reykjavík.

Það virtist auðsætt að í ferð í bænum voru útvegsbændur eða formenn þeirraerinda að manna skip sín. Mér leist þessi maður geðfelldur svo ég spyr hvar hann eigi heima og hver hann sé. Hann sagðist heita Guðmundur og eiga heima í Klöpp í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík og sagði að hann vantaði tvo menn á skip sitt. Ég kvaðst fús að ráða mig hjá honum, en lét þess jafnframt getið að með mér væri félagi minn, verkamaður og sjómaður, og við hefðum ráðgert að vera í sama skiprúmi um vertíðina. Ég sagði sem var að ég væri óvanur brimlendingu. Nú kemur Þorleifur til okkar og þá var málið leitt til lykta og við vorum báðir orðnir hásetar á skipi Guðmundar frá Klöpp.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – hús Hjálpræðishersins að Austurgötu 26.

Um nóttina gistum við félagar á Herkastalanum og ákváðum að fara árla næsta morgun áleiðis til Grindavíkur. Eftir gamla veginum suður Vatnsleysuströndina var okkur sagt að vegalengdin myndi vera 56 kílómetrar. Ég bjó mig til göngunnar eins og ég var vanur heima hjá mér með buxnaskálmarnar brotnar niður í sauðsvarta ullarsokka sem merktir voru með Á og L…
Ég axlaði pokann minn við dyr Herkastalans, skóskipti þurfti ég ekki að hafa en félagar mínir röltu á sínum spariskóm með sjópokann á höndunum. Þeir vildu ekki láta sjá sig á Reykjavíkurgötunum með poka á bakinu eins og útgegnir sveitamenn…

Hvaleyri

Málverk sem sýnir Hvaleyrina. Myndina málaði sænskur málarisem bjó á Íslandi og gekk undir listamannsnafninu Thy-Molander. Talið er að myndin sé máluð í kringum 1950.

Þá var næst að spyrja vegfarendur um leið til Grindavíkur og í því efni fengum við greið svör. Félagar mínir settust nú niður við vegbrúnina þegar út úr þéttbýlinu kom og höfðu skóskipti. Síðan öxluðu þeir sína poka á sama hátt og ég og við héldum áfram til Hafnarfjarðar. Þegar þangað kom þurfi Matthías endilega að koma við á Hjálpræðishernum því faðir hans var starfandi foringi í þeim félagsskap. Auðvitað tafði þetta ferð okkar. Stúlkurnar á Herkastalanum ráðlögðu okkur að koma við á Stóru-Vatnsleysu og biðjast þar gistingar, en þessi leiðsögn þeirra dugði skammt því þegar við komum suður á Hvaleyrarholt var orðið nær fulldimmt. Loftið var alskýjað og tröðningarnir suður hraunið illsjáanlegir.

Auðnar

Auðnar á Vatnsleysuströnd.

Loksins sáum við staura þeim megin vegarins þar sem Stóra-Vatnsleysa er. Þar sáum við hlið og ljós bregða fyrir á lukt. Við gengum í þá átt og hittum fyrir mann hjá stóru íbúðarhúsi. Við vörpuðum á hann kveðju og spurðum hvar við værum staddir. Hann kvað bærinn vera Hvassahraun og bóndinn þar héti Sigurður Sæmundsson. Þarna fengum við svo gistingu um nóttina og skömmu eftir að við voru sestir að komu þangað tveir bræður og þáðu einnig næturgriða. Þeir voru af Miðnesinu.

Almenningsvegur

Almenninsgvegurinn um Vatnsleysuströnd.

Næsta morgun var hið ákjósanlegasta veður, en ekki höfðum mikið gagn af samfylgd Miðnesinga. Við sáum heim að Stóru-Vatnsleysu og sýndist okkur bátur fljóta skammt frá landi. Við heldum áfram en svo fór okkur að svengja og sækja að okkur þorsti því við gengum rösklega. Okkur datt þá í huga að fara heim að litlum torfbæ sem stóð nærri veginum. Þar hittum við úti miðaldra mann. Ég hafði orð fyrir félögum mínum og spurði hvort hann gæti selt okkur mjólk og brauð. Nei, hann kvaðst ekki geta það því hann ætti enga mjólk. Svo bætir hann við. „Það fórst bátur í nótt hérna við ströndina. Af honum drukknuðu fimm menn. Einn þeirra var bróðir minn“. Þetta var vélbáturinn Haukur sem stundaði róðra frá Sandgerði. Hann mun hafa lent á grynningum vegna myrkurs. Við fórum síðan heim að Auðnum og fengum þar bestu fyrirgreiðslu sem ég borgaði fyrir sem til stóð enda þótt konan vildi ekkert taka fyrir greiðann. Stefán, bóndi á Auðnum, var ekki heima, en kom um það leiti sem við voru að fara. Hann hafði verið á slysstaðnum.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur á Stapanum 1921.

Við héldum svo áfram suður ströndina og voru samferða manni sem ætlaði út í Leiru. Leiðir okkar skildu á vegamótum Grindavíkur og Keflavíkur. Í hrauninu skammt frá Svartsengi náði okkur vörubíll á leið til Grindavíkur. Á pallinum var staflað vörupokum og á þeim sátu nokkri menn. Okkur var boðið að koma upp á pallinn og sitja þar til Grindavíkur eða ofan í Járngerðarstaðahverfið. Þessu boði tókum við feginshendi og var þetta mín fyrsta ferð á bíl.
Síðasti áfangi ferðarinnar var svo úr Járngerðarstaðahverfinu og austur í Þórkötlustaðahverfi – og þar með var lokið átta daga ferð að heiman.
Mér er minnisstætt þegar ég kom að Klöpp í þetta sinn. Margrét Árnadóttir, kona Guðmundar, tók á móti mér og það var eins og hún rétti mér hlýjar móðurhendur. Hjá þessum hjónum var ég síðan sex vertíðir. Þá hættu þau að hafa sjómann á heimilinu. Bátur Guðmundar í Klöpp hét Lukku-Reynir og formaðurinn á skipinu var Árni sonur hans, sem nú er níutíu og þriggja ára. Við erum tveir eftir lifandi af þeim ellefu mönnum, sem reru á skipinu þessa vertíð, en þá var Árni á þrítugasta árinu.
Guðmundur Jónsson og margrét Árnadóttir í Klöpp.Ég var í fyrstu hálfhræddur að róa úr brimlendingu. Það hafði ég aldrei reynt áður, en eftir eina sjóferð var þeim ótta lokið. Enda fékk ég starx traust á formanninum. Lendingikn, sem við rerum frá, hét Buðlungavör og var klettaglufa fyrir neðan Þórkötlustaði.
Í byrjun vertíðar skipaði formaðurinn hásetunum til rúms eins og þeirra áttu að sitja, tíu saman undir árum. Ég var settur í andófsrúm á stjórnborða. Allar árarnar voru merktar með skorum í árastokk frá eitt til fimm og var númer fimm fremsta árin á hvoru borði.

Sjómenn

Sjómenn í Grindavík.

Allir menn sem ráðnir voru upp á kaup fengu frí skinnklæði og sjóvettinga. Sjóvettlingarnir voru merktir hverjum manni. Minn litur var blár og hélst svo út allar vertíðirnar. Þegar við fórum í aðgerð fengum við aðra vettlinga, en þjónustan tók sjóvettlingana og þvoði þá og þurrkaði eða skipti um vettlinga sýndist henni þess þörf og afhenti svo hverjum manni fyrir næsta róður. Skinnklæði voru sauðskinnsbrækur með kálfskinssetjara og sauðkinsstakkur. Öll voru þau lýsisborin. Sjóskór voru úr sútuðu leðri. Hver maður annaðist sín sjóklæði.

Róðurinn hófst með því að formaðurinn kallaði háseta sína til skips. Hann sótti beituna og skipti henni á milli lagsmanna þeirra er beittu bjóð saman, tveir og tveir. Vanaleg línulengd í hverju bóði voru fimm hundruð krókar.

Seilað

Seilar í vör.

Beitan var geymd í ískassa, sem hafður var í torfkofa sem safnað var í snjó eða klaka þegar færi gafst til. Það var ekkert frystihús í Grindavík og síld til beitar var sótt á hestum til Keflavíkur – stundum jafnvel borin á bakinu. Til að drýgja síldina var notuð svokölluð ljósabeita, þ.e. karfi, steinbítur og ýsa.Þetta var látið í ískassann og fryst með. Einnig var beitt gotu, en hana var ekki hægt að frysta. Á vorin um sumarmál voru lögð grásleppunet og þá vitjað um þau áður en farið var að beita. Ásamt öðru var beitt hrognum og öðru innan úr grásleppunni og var það kallað að beita ræksnum. Oft veiddist vel á þetta.

Buðlungavör

Buðlungavör.

Í Buðlungavör var ævinlega seilað út inn í vörina. Formaðurinn var með stjakann á meðan og sá um að halda skipinu á floti. Bakborðmegin var há klöpp en stórgrýtisurð stjórnborðsmegin. Þegar búið var að seila voru seilarnar dregnar upp að urðinni eins og þær flutu, bundnar þar saman og látnar vera meðan sett var. Hvert skip hafði sitt markaða pláss upp á klöppunum og út af því var aldrei breytt. Eftir að sett hafði verið var fiskurinn borinn upp á klappirnar í burðarólum og þaðan í kassabörum á skiptivöll. Formaðurinn var á skiptivelli og deildi afanum í sjö köst, þ.e. fjórtán hluti; þrjá hluti fyrir skipið og veiðafærin og svo ellefu mannahluti. Þótt einhver væri veikur og gat þess vegna ekki róið fékk hann alltaf sinn hlut.

Þórkötlustaðanes

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.

Þegar skiptum var lokið var farið heim og borðað og svo hófst aðgerðin. Lagsmenn, sem áttu kastið saman, unnu að því í félagi. Allt var hirt.
Fiskurinn var saltaður, sundmaginn tekinn úr hverjum fiski um leið og hann var flattur. lifur og gota lögð inn hjá bræðslumanni, sem alltaf var ósár okkur á lýsissopann. Hausar og hryggir voru þurrkaðir og slorið látið í forina til áburðar. Allt var þetta borðið í kassabörum heim af skiptavelli. Mannshöfnin var eina aflið til allra verka, bæði á sjó og landi. Að lokinni aðgerð var lónan stokkuð upp ef ekki leit út fyrir ræði næsta dag, annars var beitt að kvöldi.

Tíróin áttæringur

Tíróinn áttæringur í Grindavík.

Fyrsti róðurinn minn í Grindavík var 17. febrúar 1921 í góðu veðri og reitingsafla. Þá fannst mér ég hafa verið tekinn í þann skóla sem lífsframi minn byggðist á. Um einkunnina læt ég svo samferðamenn mína dæma. Formennirnir þarna voru snillingar í sinni grein, a sjá út veður og sjólag, oft í náttmyrkri. Ekki voru veðurfregnir útvarpsins til að styðjast við, en þeir voru flestir fluglæsir á rúnir loft og laga.

Árni í TeigiÉg skal hérna nefna eitt dæmi af mörgum. Þeir feðgar Guðmundur Jónsson og Guðmundur sonur hans lágu báðir rúmfastir vegna lungnabólgu. Rúm Guðmundar eldri var langt frá glugga svo hann sá ekki neitt til sjóar. Það var blíðviðri, en brimmikið og allir bátar með net í sjó svo mikill hugur var í mönnum að komast út til að draga. Einn maður úr Þórkötlustaðahverfinu var búinn að kalla menn sína til skips og byrjaður að setja ofan af. Ég kom upp á loftið til Guðmundar sem farinn var að hressast og bað mig um að spila við sig, en það var hans uppáhaldsskemmtun. „Það þýðir ekkert“, sagði ég, „það verður róið. Einn er byrjaður að setja ofan“. Þá segir gamli maðurinn: „Það er alveg óhætt að spila við mig. Það fer enginn út úr Buðlunguvör i þessu brimi. Ég heyri hvernig brýtur í Bótinni“. Þetta reyndist rétt. Sá sem byrjaður var að setja ofan varð að setja upp aftur. Hann hafði aldrei lag til að komast út.
Hann Guðmundur á Klöpp hefur oft verið búinn að hlusta á tóna sjávarins þau fjörutíu ár sem hann hafði verið formaður. Og hann kenndi Árna syni sínum og sú kennsla tókst vel.
Ingveldur og ÁrniÁrni var mikill sjómaður, heppinn aflamaður, öruggur og gætinn formaður. Hann var ljúfmenni í samskiptum við háseta sína og talaði aldrei styggðaryrði til nokkurs manns. Einu sinni hvatti hann okkur til að róa vel. Það var 14. mars 1926. Þann dag var mikið brim. Þá fórst skip Jóns Magnússonar í Baldurshaga í Járngerðarstaðasundi. Þegar við lögðum á leiðina vestur fyrir Nesið sagði Árni: „Róið þið nú vel, piltar mínir“ og ég held að við hefðum hlítt því og ekkert dregið af okkur. Ég þekki Árna vel og er viss um að í þetta skipti hafi hann beðið Guð um að stýra sínu fari heilu heim.

Klöpp

Gamli Klapparbærinn árið 2020.

Vertíðaraflinn var ákaflega misjafn, stundum voru bestur hltir um tólfhundruð, aðrir ekki nema um sexhundruð. En fyrir þessum afla var mikið haft, ekki síst þegar loðnan gekk á miðin og aflahrotan kom á Hraunsvíkina. Þá var svefntími sjómannanna stundum ekki langur. Á lokadaginn 11. maí var oftast búið að taka upp netin og þá var líka fiskurinn horfinn af miðunum. Þá fóru allir aðkomumenn, hver til síns heima. þegar leið á tók heimþráin aðkomumenn föstum tökum.

Buðlungavör

Buðlungavör – för eftir kili bátanna á klöppinni.

Svo næsta vetur þegar kom fram í janúar var hugurinn jafn sterkur að komast í verið. Þetta líkist dálítið farfuglalífi.“

Umfjöllun Ágústs Lárussonar birtist m.a. í Sjómannadagsblaði Snæfjellsbæjar og í Sjómanndagsblaði Grindavíkur árið 1999.

Sjá meira HÉR.

ÓSÁ.

Heimild:
-https://www.ruv.is/utvarp/spila/man-eg-thad-sem-longu-leid/33824/a2i8h0

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – örnefni og minjar (ÓSÁ.)

Grindavík

Grindvíkingar hafa í seinni tíð verið duglegir að farga fortíð sinni á áramótabrennum. Má þar t.d. nefna gömlu árabátanna eftir að notkun þeirra var hætt.

Bátabrenna

Áramótabrenna…

Nú hafa nokkrir samviskubitnir afkomendur, „Hollvinir áttæringsins, látið smíða endurgerð af gömlum tírónum áttæringi með Grindavíkurlagi að tilstuðlan bátasmiða frá Reykhólum og komið honum fyrir utan Kvikuna (fyrrum Saltfiskssetursins) í Grindavík.
Þjóðminjasafnið hafði forgöngu um að láta teikna upp „síðasta Grindavíkurskipið“ á sínum tíma og Lúðvík kristjánsson notaði síðar í stórvirki sínu um „Íslenska sjávarhætti„.

Í nýjasta Sjómannadagsblaði Grindavíkur má lesa eftirfarandi um „Grindavíkurskipið„:

Grindavíkurskip„Allt frá upphafi Íslandsbyggðar var árabáturinn eitt helsta tæki fólks við sjávarsíðuna til sjálfsbjargar. Hann var hluti af daglegu amstri fólks og áhrifavaldur í lífi þess og starfi. Báturinn var forsenda þess að maðurinn gat nýtt sér hafið til framfærslu. Í þúsund ár var hann fiskibátur Íslendinga, oftast knúinn afli mannsins þar sem hver og einn ræðari lagði til orkun af sjálfum sér. Þó að tími árabátanna sé löngu liðinn lifa áfram með þjóðinni ótal tilvitnanir og orðtök frá fyrri tíð sem vitna um mikilvægi hann fyrir líf og störf þjóðarinnar.

Haukur Aðalsteinsson segir m.a. eftirfarandi um fiskibátinn: Þótt uppruni tvíæringsins sé óþekktur er ástæða til að ætla að hann hafi verið algengur fiskibátur við Flóann allt frá fornu fari sbr. lýsingu Skúla Magnússonar: „Sótt var á tveggja manna förum frá ómunatíð í Hafnarfirði og við Stapa“.

Grindavíkurskip

Hollvinir áttæringsins í smiðju bátamiðanna.

Haukur segir að árabáturinn hafi jafnan verið skipt í stærðir og samkvæmt hefðinni voru þeir skilgreindir eins og áratal þeirra gaf til kynna: Tvíæringur, feræringur, sexæringur, áttæringur, teinæringur og tólfæringur. það var mikill munur á stærðum skipa og báta sem gengu til sjóróðra og má segja að þar hafi ólíkar aðstæður ráðið. Miðað við hleðslu batanna var miðað við að eftir stæði eitt borð fyrir báru. Á bátunum var sótt jafnt á handfæri og að net eftir að þau komu til sögunnar, en á færaveiðum var legið við stjóra meðan setið var fyrir fiski.

GrindavíkurskipVið undirritun smíðasamnings um byggingu þessa tíróna áttærings með Grindarvíkurlagi voru m.a. fulltrúar Hollvinafélags Áttæringsins, Ólafur R. Sigurðsson, Óskar Sævarsson og Marta Karlsdóttir.

Á vefmiðlinum Vísi 19. jan. 2023 var viðtal við bátasmiðinn Hafliða Má Aðalsteinsson undir fyrirsögninni „Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið“:

„Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn. Í fréttum Stöðvar 2 var litið inn í skemmu í eigu Faxaflóahafna í Korngörðum í Sundahöfn. Þar vinnur Breiðfirðingurinn Hafliði Már Aðalsteinsson við þriðja mann við að gera upp gamla trébáta. En núna eru þeir að smíða fornbát, svokallaðan áttæring, sem menn réru á fyrir tíma vélbátanna.

Grindavíkurskip

Hafliði Már Aðalsteinsson, bátasmiður úr Hvallátrum á Breiðafirði.

„Þú verður að athuga það að þessir bátar eru grundvöllur að útgerð nútímans. Afar þeirra sem gera út núna gerðu út svona báta. Þetta er bara hluti af menningunni okkar og sögunni okkar,“ segir Hafliði.

Þessi verður ellefu metra langur, á stærð við teinæring en samt áttæringur, smíðaður eftir teikningu úr Íslenskum sjávarháttum. Áhugamenn í Grindavík undir forystu Ólafs Sigurðssonar skipstjóra ásamt Sjómannafélaginu í Grindavík standa fyrir smíðinni.

„Það var enginn svona til. Það var búið að henda þeim öllum. Við erum duglegir að brenna þetta á gamlárskvöld. Áttæringar voru ekkert margir. En svo voru sexæringar, það voru bátar sem þeir notuðu mest í sjóróðrana. Áttæringana í hákarlalegurnar og svoleiðis eitthvað stærra, og svo í flutninga. Menn réðu ekkert við stærri báta en sexæringa. Það þurfti að draga þetta upp alltaf undan sjó. Það voru engar hafnir.

Grindavíkurskip

Áttæringurinn á smíðastofunni.

Bátasmíðin fer fram í skemmu Faxaflóahafna í Sundahöfn í Reykjavík. Hafliði er sjöundi ættliður bátasmiða, lærði skipasmíðar af föður sínum í Hvallátrum á Breiðafirði, og þar smíðuðu menn síðast svona bát árið 1904 eða 1906. Þó ekki úr íslenskum við.
„Forfeður okkar notuðu rekavið í þetta. Núna er hann hættur að koma. Þá notum við íslenskt.“
Þannig eru böndin og kjölurinn úr sunnlenskum skógi, íslenskt greni úr Þjórsárdal.
„Þetta eru máttarviðirnir. Eins og kjölurinn, rúmlega sjö metra langur. Þannig að það eru orðin sæmileg tré til.“
-Þannig að það er hægt að treysta íslenskum skógum fyrir bátum?

„Já, já, já. Við getum gert það,“ svarar skipasmíðameistarinn. „Finnsk fura fer þó í byrðinginn en möstrin tvö eru íslenskt lerki.“

En hafa menn áður smíðað bát úr íslenskum skógarviði?

Grindavíkurskip

Grindavíkurskipið í smíðum.

„Ekki svo að ég viti.“
-Heldurðu að landnámsmenn hafi gert það?
„Jaa.. Hvernig voru skógarnir hérna þá? Voru þeir háir? Eins og það sem við þekkjum af þessu er óttalegt kjarr og hefur varla verið mikið nothæft í smíðar, – ekki í báta. En við vitum að fjörurnar voru fullar af við, væntanlega frá Síberíu.“
-En hvenær á svo að sjósetja?
„Sjómannadaginn.“
-Við hátíðlega athöfn í Grindavík?
„Það geri ég ráð fyrir, já. Það er þeirra hlutur. Ég ætla bara að vera við,“ svarar Hafliði Már Aðalsteinsson, bátasmiður úr Hvallátrum á Breiðafirði.“

Grindavíkurskip

Grindavíkurskipið í smíðum.

Í Vísi 1. júní 2023 er aftur fjallað um bátasmíðina:
„Bátasmiðir voru í dag að leggja lokahönd á fyrsta áttæringinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi í meira en öld. Máttarviðir bátsins eru afrakstur íslenskrar skógræktar.
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá smíði bátsins í skemmu Faxaflóahafna í Sundahöfn. Þar var Hafliði Már Aðalsteinsson að tjarga, þó ekki með biksvartri tjöru heldur blandaðri með línóleum.
„Ef þetta er eintóm tjara þá verður hún lin í sólinni og þá fer fólk að skemma fötin sín á þessu. Af því að þetta verður sýningargripur fyrir fólk í góðum fötum en ekki fyrir sjómenn í skinnfötum, eins og var í gamla daga,“ útskýrir bátasmiðurinn.
Báturinn er ellefu metra langur og nær teinæringi í stærð en áttæringi. Svona bátar voru helstu atvinnutæki landsmanna á nítjándu öld fyrir tíma vélbáta.

Grindavíkurskip

Grindavíkurskipið við Kvikuna í Grindavík 03. júní 2023.

Við sögðum frá bátasmíðinni í fréttum í janúar þegar hún var nýhafin. Verkbeiðendur eru áhugamenn í Grindavík um forna sjávarhætti og er áformað að Grindvíkingarnir sæki bátinn á morgun.
Hafliði heldur að svona skip hafi síðast verið smíðað á Íslandi árið 1910. Þó að báturinn teljist áttæringur er hann á stærð við teinæring, ellefu metra langur.
„Þeir voru ekkert mikið stærri meðan menn voru að nota þetta í alvörunni. Þetta er náttúrlega nítjándu aldar bátur í rauninni. Svona voru þeir áður en vélarnar komu til.“

Grindavíkurskip

Einar Jóhann Lárusson er yngsti iðnlærði bátasmiður landsins.

Yngsti tréskipasmiður landsins, Einar Jóhann Lárusson, var að leggja lokahönd á siglutrén. Þau verða tvö á bátnum, afturmastur og frammastur, smíðuð úr íslenskum við.
„Íslenskt lerki úr Þjórsárdal. Það er mjög gaman að geta byrjað að nota íslenskan við í þetta,“ segir Einar.
„Máttarviðirnir, bönd, kjölur og stefni, eru greni innan úr Þjórsárdal og svolítið af því reyndar úr Heiðmörkinni líka. En furan er finnsk og naglarnir norskir. Þannig að þetta er svona norrænt, samnorrænt,“ segir Hafliði.
Báturinn verður frumsýndur á sjómannadeginum á sunnudag í Grindavík á Sjóaranum síkáta.“
Heimildir:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 2023, Grindavíkurskipið, bls. 36-47.
-https://www.visir.is/g/20232366920d/smida-attaering-forfedranna-ur-sunnlenskum-skogarvid
-https://www.visir.is/g/20232422716d/fyrsti-attaeringurinn-fra-batasmidum-i-heila-old

Grindavíkurskip

Grindavíkurskipið í Grindavík í júní 2023.

Teigur

Í skýrslu um „Húsakönnun í Þorkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð“ frá árinu 2018 eru teknar saman upplýsingar um hús í hverfinu.

Teigur

Teigur 1988.

Um sambyggðu húsin Klöpp og Teig segir: „Teigur var byggt 1934. Fyrstu eigendur voru Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir. Um er að ræða metnaðarfullt steinsteypuhús frá fyrri hluta 20. aldar. Það er lítið breytt og er hluti af svipmóti hverfisins. Húsið var byggt 1934, sambyggt Klöpp sem byggð var fjórum árum áður. Steinsteypt hús, ein hæð með einhalla bárujárnsþaki. Útveggir suðvesturhliðar og beggja gafla ná upp fyrir þakið. Þeir eru láréttir að ofan með tökkum. Um tvö sambyggð hús er að ræða en þau eru svo keimlík að nær er að fjalla um þau sem eitt hús með tveimur íbúðum.

Klöpp

Klöpp 2008.

Útidyr eru á göflunum. Við suðurgaflinn er lítil viðbygging úr steinsteyptum hleðslusteinum en sambærileg bygging er ekki á Klöpp. Suðausturhluti hússins hefur verið með skeljasandsmúrhúð á suðurhlið sem að mestu leyti hefur máðst af. Lítilsháttar munur er á frágangi við þakbrún húshlutanna tveggja.

Að Teigi er upphleypt, lárétt brík neðan við takkana en á Klöpp er lítilsháttar láréttur stallur í sömu hæð og efri brún bríkur á Teigi. Á norðvesturhliðinni slútir þakskeggið fram yfir útvegginn.

Teigur

Teigur og Klöpp 2023 – Þorbjarnarfell í bakgrunni.

Gluggaskipan er líklega óbreytt frá upphafi en gluggar hafa allir verið endurnýjaðir og póstaskipan líklega breytt. Búið er í Klöpp en ekki á Teigi.
Stíleinkenni sem þessi hafa gjarna verið kennd til gotnesk áhrif. Einar Erlendsson húsameistari teiknaði nokkur hús í Reykjavík með þessum einkennum, meðal annarra hús Sturlubræðra við Laufásveg. Nokkuð sérstætt hús.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

„Húsin byggðu hjónin Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir árið 1934. Þau bjuggu áður í Gamla-Teigi sem var fyrir Austan Buðlungu.“ Teigur var með vindmyllu til ljósa áður en Sogsvirkjun var lögð til Grindavíkur. Ekkert hús er við Teig en fjárhúskofi var áður um 20 m ASA við en er horfinn.“

Teigur

Teigur og Klöpp 2022.

Um Klöpp eða Vestur‐Klöpp segir: “ Byggingarárið er 1930. Fyrsti eigandi var Guðmundur Guðmundsson og Margrét Andreasdóttir. Um er að ræða metnaðarfull steinsteypuhús frá fyrri hluta 20. aldar, hluti af svipmóti hverfisins. Önnur lýsing er sú sama og um Teig.
Húsið var byggt 1930 en fjórum árum síðar var byggð spegluð bygging við það sem nefndist Teigur. „Húsið byggðu hjónin Guðmundur Guðmundsson og Margrét Andreasdóttir árið 1930. Þau bjuggu áður í Gömlu-Klöpp og síðar í Bjarmalandi“. Um 15 m norðaustan við húsið er geymsluskúr, hús 19. Klöpp áttu einnig annað fjárhús sem stóð nálægt þeim stað sem dreifistöðin er nú við Hraðfrystihúsið en það er horfið.“

Klöpp

Gamla-Klöpp.

Klöpp var myndarbýli austan Buðlungu, en nú sjást einungis rústir gamla torfbæjarins, nokkuð heillegar, sem og skemma og útihús. Á túnakorti 1918 er hluti Klappar sagt vera Gerði, sem engar heimildir eru til um. Líklega er þar um að ræða bæinn Vestur-Klöpp. Timburhús, sem byggt var á jörðinni, svolítið austar, flaut upp í stórviðri árið 1925. Eftir það var húsið fært ofar í landið, þar sem það er nú, samfast samnefndu húsi.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson frá Teigi.

Í viðtali við Árna kom fram að „bærinn Teigur var upphaflega kot sem ég fékk að reisa á jörðinni hans pabba. Þar reisti ég timburhús a hólnum Harðhaus, sem stóð í átta ár. Þegar ég byggði þetta hús áttaði ég mig ekki á því að sjórinn var alltaf að brjóta landið og einu sinni í miklu brimi komu sjóarnir alveg upp að bæjardyrunum hjá mér. Þá varð konan hrædd, sem vonlegt var – ég réðst þá í að rífa húsið og notaði timbrið úr því til að byggja steinhús ofar í þorpinu [þ.e. Teig]. Þar átti ég svo heima alla tíð með fjölskyldu minni og síðast einn þar til í sumar sl. að ég fluttist hingað á Hrafnistu í Hafnarfirði“.

Klöpp

Gamla Klöpp – uppdráttur ÓSÁ.

Við framangreint má bæta að Ármann Árnason keypti Teig af föður sínum árið 1969. Árni Guðmundsson hafði áður, 1947, keypt hálfa jörðina Klöpp af móður sinni, Margréti Árnadóttur. Sýslumaður setti húsið á uppboð árið 1988 vegna kr. 25.000- bankaskuldar, auk hálfrar jarðarinnar Klappar. Landsbankinn keypti húsið og jarðarhlutann. Ómar Smári, sonur Ármanns taldi gjörning sýslumannsins ólöglegan hvað varðaði hálfa jörðina Klöpp. Eftir áralangan málarekstur samþykkti sýslumaður að afhenta afkomendum Ármanns jarðarhlutann og þar með hlutdeildina í óskiptu landi Þórkölustaðahverfis.

Klöpp

Klapparbærinn vestan Buðlungu.

Eigandi Klappar, Jón Ársæll Gíslason, keypti húseignina Teig af Landsbankanum árið 1992 og nýtti það að hluta til íbúðar uns Sverrir Sverrisson keypti Teig árið 2021 og hefur hann síðan verið að gera húsið upp til heiðurs sæmdarhjónunum er byggðu það upphaflega. Sverrir verður með opið hús fyrir afkomendur hjónanna á afmælisdegi Árna, 4. júní n.k. (2023).

Árni Guðmundsson frá Teigi ­ minning 1991

Þórkötlustaðir

Vestari-Vesturbær (lengst til vinstri), Miðbær (nú horfinn) og Austurbærinn. Árni Guðmundsson segir frá.

Árni fæddist 4. júní 1891 og lést 29. apríl 1991. Lífshlaupi hans spannaði nánast eina öld; rúman mánuð vantaði hann í 100 árin.
Þau voru falleg hjónin Árni og Ingveldur í Teigi, svo sallafín og strokin með höfðingjafasi, ástfangin eins og unglingar frá því ég sá þau fyrst, allt þar til leiðir skildust, þegar hún var komin þétt að áttræðu. Nú hefir hann aftur hitt fallegu stúlkuna sína eftir rúmlega 20 ára aðskilnað, sem oft hefir verið honum erfiður, en því mótlæti mætti hann einsog öðru, sem á hann var lagt, æðrulaus eins og formanni sæmir. Framan af ævinni var hann einmitt formaður og útvegsbóndi í Klöpp og síðan í Teigi í Grindavík. Það fórst honum vel úr hendi eins og annað, sem hann tók að sér.

Teigur

Teigur – minningarskjöldur.

Ég hefi bæði séð í rituðu máli og eins hefir sagt mér gamall háseti hans, að hann hafi verið frábær stjórnandi til sjós, aldrei tapað stillingu á þeim vettvangi, jafnvel á örlagastundum, sem verða svo margar hjá sjómönnum, ekki síst meðan opnu trillurnar voru aðalfarkosturinn, en einmitt slíkum báti stjórnaði Árni.

Klöpp

Gamla Klöpp – flugmynd ÓSÁ.

Þau hjónin, Árni og Ingveldur Þorkelsdóttir, f. 14. des. 1891, eignuðust 11 börn. Úr þeim hópi misstu þau tvo drengi í bernsku.
Árni var maður gleðinnar, naut sín vel þar sem fagnað var, söng bæði mikið og vel og var lengi í kór í Grindavík. Hann var kátur og hlýr í dagfari og mjög spaugsamur. Það væri efni í væna bókað lýsa persónuleika Árna og fer ég ekki út í þá sálma, en það segir dálitla sögu, að hans hefir oftverið getið í rituðu máli og vitnað bæði til hans og heimilis hans. Hinn þekkti þáttagerðarmaður Jónas Jónasson átti við hann ítarlegt viðtal í útvarpinu fyrir nokkrum árum og fór Árni þar á kostum. Höfð hafa verið við hann blaðaviðtöl og síðast eftir að hann var kominn á tíunda áratuginn. Það var opnuviðtal í Morgunblaðinu.

Árni Guðmundsson

Fyrsta skólfustungan fyrir heimili aldraðra í Grindavík.

Hann kom fram í tveimur kvikmyndum, sem sýndar hafa verið í Sjónvarpinu, og hefir þá eflaust þar ráðið vali kvikmyndastjórans, hvað Árni var mikill persónuleiki í sjón, enda sómdi hann sér vel á hvíta tjaldinu. Hann var með hlutverk í auglýsingu frá DAS, sem lengi birtist á sjónvarpsskjánum.
Árni var fljótur að ná sambandi við fólk, sem hann hitti á förnum vegi. Hann hafði mjög gaman af að spila. Hann var sérstaklega barngóður, enda dýrkaður af afkomendum sínum og því meira, sem þeir voru yngri.

Ingveldur Þorkelsdóttir og Árni Guðmundsson – aldarminning 1991

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir í Hraunum – tilgáta

Ingveldur var fædd 14. desember 1891 og lést 21. janúar 1970. Árni var fæddur 4. júní 1891 og lést 29. apríl 1991. Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Ingveldar, og 4. júní sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Árna, en hann vantaði rúman mánuð til að lifa það afmæli. Ingveldur var fædd í Lambhaga í Hraunum, dóttir hjónanna Ingveldar Jónsdóttur frá Helludal í Biskupstungum [Jóns Guðmundssonar frá Tortu, Bryggju, Álfsstöðum, Hvaleyri og Setbergi) og Þorkels Árnasonar [frá Guðnabæ í Selvogi] bónda í Lambhaga, síðar á Þorbjarnarstöðum í Hraunum. Árni var fæddur í Klöpp í Grindavík, sonur hjónanna Guðmundar Jónssonar frá Þorkötlustöðum á sama stað og Margrétar Árnadóttur, Klöpp, Grindavík.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir ásamt börnum sínum.

Eftir þeim heimildum sem fyrir liggja eru ættir þeirra beggja samansettar af duglegu og umfram allt þrautseigu fólki sem barðist harðri baráttu fyrir tilveru sinni.
Árni og Ingveldur giftust árið 1914 og hófu búskap í Klöpp í Grindavík, síðar í Teigi á sama stað. Þau eignuðust 11 börn á 19 árum. Þau eru í aldursröð: Margrét, fædd 18. febrúar 1915, dáin 9. apríl 1986; Jónína Vilborg, fædd 16. júlí 1917, dáin 24. mars 1968; Dagmar María, fædd 4. apríl 1918; Guðmundur, fæddur 16. janúar 1920; Laufey, fædd 18. júlí 1921; Þorkell, fæddur 3. janúar 1923; Jón, fæddur 25. desember 1925, dáinn 5. janúar 1989; Ingi Ármann, fæddur 18. október 1927, dáinn 4. mars 1934; Unnur, fædd 28. apríl 1929; Vilberg Magnús, fæddur 29. desember 1930, dáinn 27. apríl 1931; Ingi Ármann, fæddur 4. júlí 1934, dáinn 5. desember 1990.

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir.

Ingveldur Þorkelsdóttir og Árni Guðmundsson.

Af framangreindri upptalningu er ljóst að einhvern tímann hefir þurft að taka til hendi, hvíld hefir verið knöpp, frístundir engar, allir framkrókar hafðir til að afla daglegs brauðs. Árni stundaði sjóinn frá barnsaldri, var mjög ungur formaður á opnum árabáti, seinna á stærri vélbáti. Er rómuð stjórnun hans af fyrrverandi hásetum sem voru hjá honum margar vertíðir. Einn tók þannig til orða að Árni hefði verið snillingur í brimlendingu. Segir þetta töluvert um skaphöfn hans.
Ekki fær Ingveldur síðri umsögn síns samferðafólks. Hún var tiltekin fyrir dugnað og myndarskap og hagsýni hennar var óumdeild. Var stundum eins og hún skæfi brauð af steinum. Var tiltekið hvað hópurinn hennar var alltaf vel klæddur og að sjálfsögðu saumaði hún og prjónaði á þau hverja flík.

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir.

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir.

Eins og að framan segir var sjórinn uppistaða afkomunnar. Árni var útvegsbóndi. Með sjónum stundaði hann smávegis búskap, átti nokkrar kindur, eina til tvær kýr og hest. Heyföng voru lítil og erfið, túnið í Klöpp þætti nytjarýrt á nútíðar máta, og til að ná endum saman var hver grænn blettur nytjaður nær og fjær, t.d. heyjuðu þau hjónin nokkur sumur inn á Vigdísarvöllum sem eru milli Hálsa vestur af Krýsuvík. Þangað er löng leið og ekki auðveld frá Grindavík. Þarna sló Árni og Ingveldur rakaði og þurrkaði. Dagsverkið var baggar upp á einn hest. Ef að líkum lætur hefir Ingveldur stundum verið barnshafandi þegar hún var í þessum heyskaparleiðöngrum og geta má nærri hversu örþreytt hún hefir verið að loknu dagsverki. Þetta dæmi er tekið til að gefa okkur allsnægta kynslóðinni smávegis innsýn í lífsbaráttu foreldra okkar.

Árni og Ingveldur

Teigur endurgerður…

Sem betur fer breyttust kjör Árna og Ingveldar til betri tíðar þegar lengra leið á ævina og þau kunnu manna best að njóta þess jákvæða sem hver dagur bar í skauti. Börnin flugu úr hreiðrinu og efnahagurinn batnaði. Þau voru einstaklega samhent og mikið ástríki var á milli þeirra svo til var tekið. Þau nutu þess að taka á móti gestum enda gestkvæmt mjög í Teigi. Mikið og innilegt samband var við börnin og þeirra fjölskyldur, allur frændgarðurinn var aufúsugestir hvenær sem var, svo og tengdafólkið. Teigur var í hugum alls þessa fólks, sannur sælureitur þó húsið væri hvorki hátt til lofts né vítt til veggja rúmaði það óendanlega kærleika húsbændanna, sem allir fundu fyrir sem umgengust þessi elskulegu hjón.

Þessi fátæklegu orð eru sett á blað frá okkur sem nutum ástar þeirra og kærleika og við munum finna fyrir alla okkar daga. Við teljum það mikið lán að hafa átt þessa góðu foreldra sem miðluðu okkur ást sinni og lífsvisku sem hvorki mölur né ryð fær grandað.

Blessuð sé minning okkar elskuðu foreldra.“
Sverrir hefur, auk þess að endurbyggja Teig, komið fyrir í húsinu ættartré þeirra Árna Guðmundssonar og Ingveldar Þorkelsdóttur.  Tréð sýnir 380 afkomendur þeirra hjóna. Þeir eru boðnir velkomnir að Teigi eftir hádegi n.k. Sjómannsdag, 4. júní, þ.e. á fæðingardegi Árna.

Teigur

Teigur – ættartré.

Foreldrar Ingveldar og Árna, sem og systkini voru eftirfarandi:

Lambhagi

Lambhagi.

Ingveldur Jónsdóttir frá Setbergi við Hafnarfjörð, f: 22. okt. 1862. Þorkell Árnason, f. í Guðnabæ 12. des. 1853, bóndi í Lambhaga, á Þorbjarnarstöðum og í Straumi í Garðahreppi, d. 18. nóv. 1943.

Börn: Oddgeir, f. á Ásólfsstöðum 27. maí 1881, bóndi á Ási við Hafnarfjörð. Ingólfur, f. í Reykjavík 18. okt. 1884, Jón, f. í Lambhaga 1. nóv. 1886, Árni Steindór, f. í Lambhaga 24. júní 1888, Vilborg, f. í Lambhaga 17. júlí 1890, Ingveldur, f. í Lambhaga 14. des. 1891, Guðbjörg, f. í Lambhaga 23. jan. 1894, Steinunn, f. í Lambhaga 17. júlí 1895, Katrín, f. á Þorbjarnarstöðum 3. mars 1898, Guðmundur, f. á Þorbjarnarstöðum 21. ágúst 1900, Ástvaldur, f. í Straumi 11. febr. 1902.

Guðnabær

Guðnabær.

Guðmundur Jónsson, f. á Þórkötlustöðum 19. okt. 1858, d. 3. des. 1936. Margrét Árnadóttir, f. 1861, d. 1947.

Börn: Einar Guðjón, f. 1882, d. 1968, Guðrún, f. 1883, d. 1885, Valgerður, f. 1886, d. 1967, Jón, f. 1887, d. 1908, Árni, f. 18891, d. 1991, Guðmundur Ágúst, f. 1894, d. 1963, Guðmann Marel, f. 1900, d. 1936.

Foreldrar Guðmundar voru: Jón Jónsson, f. í Garðhúsum 14. nóv. 1825, d. 13. des. 1882, og Valgerður Guðmundsdóttir, f. á Hrauni 7. feb. 1829, d. í Akurhúsum 25. júní 1895.

Heimild:
-Húsakönnun í Þorkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð, Reykjavík 2018.
-Minningagreinar um Árna Guðmundsson og Ingveldi Þorkelsdóttur.

Þórkötlustaðarétt

Þórkötlustaðarétt – Klöpp og Teigur t.h.

Herdísarvík
“Fornmenn lögðu einnig mikla stund á smíðar, og mun lítið hafa verið flutt af smíði til landsins í fornöld, nema helst vopn og ef til vill skrautgripir.
Árbæjarsafn

Smiðja í Árbæjarsafni.

Járnið unnu fornmenn sjálfir úr mýrarmálmi, og var nefnt rauði og rauðablástr. Dró Rauða-Björn nafn sitt af því, að hann blés fyrstur mann rauða á Íslandi. Skallagrímur var og járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrum. Lét hann gera smiðju með sjónum langa leið frá Borg, þar sem heitir Raufarnes, og þótti honum skógar þar eigi fjarri til eldilviðar. En hann fékk þar engan stein svo harðan eða sléttan, að honum þætti gott að lýja járn við. Fór hann þá til og kafaði eftir steini miklum, er hann setti niður fyrir smiðjudyrum og hafði fyrir rekstein.

Raufarnes

Raufarnes – smiðjusteinn Egils. Í Raufarnesi hafði Skallagrímur smiðju og sagt er að hann hafi sjálfur kafað eftir steini niður á hafsbotn, sem heppilegur væri til að lýja á járn, þ.e. berja óhreinindi úr járninu. Raufarnes heitir nú Rauðanes. Niðri í fjöru neðan við bæina Rauðanes I og Rauðanes II má sjá þennan stein en sagan segir að þetta sé steinn Skallagríms. (Bíllyklarnir ofan á steininum eru stærðarviðmiðun. Steinninn er þó alls ekki allur sýnilegur því hann er hálfgrafinn í fjörusandinn.) Í Egils sögu segir að á ritunartíma hafi þurft fjóra menn til að bifa steininum. Væri spennandi að vita hvernig nútíma kraftakarlar stæðu sig í að lyfta þessum steini!

Þegar Egils saga Skallagrímssonar var færð í letur löngu-löngu eftir hans dag, lá steinninn þar enn og mikið sindur hjá, og sá á steininum að hann var barður ofan. Þorsteinn Kuggason í Ljárskógum var og járngerðarmaður mikill og smiður. Hann lét gera kirkju á bæ sínum og brú heiman frá bænum, og var hún ger með hagleik miklum. Utan á brúnni undir ásunum, er héldu henni uppi, voru gerðir hringar og dynbjöllur, svo að heyrði yfir til Skarfsstaða, hálfa viku sjávar, ef gengið var um brúna. Hafði Þorsteinn mikinn starfa fyrir þessari smíð. Grettir var hjá honum einn vetur í Ljárskógum og setti Þorsteinn hann til að drepa járn, og þótti hann atgangsmikill, en nennti misjafnt. Við gröft og túnasléttun á síðari árum (1883-84) hafa menn komið ofan á leifarnar af rauðanlásturssmiðju Þorsteins Kuggasonar, að því er ætla má.

Í túninu í Ljárskógum, nál. 30-40 fðm. frá bænum, varð fyrir einkennileg tóft, 20 fet á lengd og 10 á breidd að innanmáli. Í öðrum enda var hlaðinn þverveggur úr stóru grjóti, og myndaðist við það lítið afhús bogadregið fyrir gafl.

Skógar

Uppgröftur að Skógum – ummerki eftir járnvinnslu.

Gegnum þvervegginn lá steinlögð renna, kjölmynduð í botninn, og voru steinarnir vel lagðir og felldir þétt saman. Fyrir innan rennuna í afhúsinu lá hellusteinn mikill eggsléttur að ofan, en fyrir utan rennuna í aðalhúsinu var þró ofan í gólfið.

Lítur helst út fyrir, að hin svonefnda afhús hafi aðeins verið steinhlaðinn ofan til rauðabræðslu, og hefir þá hið brædda járn runnið úr ofninum eftir rennunni og niður í þróna í aðalhúsinu.

Mýrarrauði

Mýrarrauði – járn.

Var bæði hellusteinninn og grjótið í rennunni mjög eldleikið og eins kamparnir á milliveggnum. Tóftin var öll full af kolaösku og gjalli, en rétt hjá henni var all-stór hóll, er reyndist tóm aska og gjall, þegar grafið var í hann. Ber þetta allt hvað með öðru órækan vott um, að hér hefir verið járngerð mikil og rauðablástur. Smiðjuleifar frá fornöld hafa víða fundist, enda mun hafa verið smiðja svo að segja á hverjum bæ, því fornmenn smíðuðu sjálfir allt járn til heimilsþarfa. Voru sumir þjóðhagir bæði á tré og járn og orðlagðir fyrir smíðar sínar, eins og t.d. Gísli Súrsson.”

Gröf

Fornleifauppgröftur að Gröf – ummerki eftir járnvinnslu.

Í örnefnaslýsingu fyrir Herdísarvík segir t.d.: „Á lágum hól nær vatninu voru þessi hús: Smiðja, hjallur og austur af þeim var pakkhús.“
Á Reykjanesi má víða sjá smiðjur á „óhefðbundnum“ stöðum, s.s. í helli undir Hellunni á Sveifluhálsi þar sem Þorsteinn frá Hömrum við Húsatóftir vann við járnsmíðar um tíma. Í verstöðvum voru smiðjur og má m.a. sjá þess merki í „Smiðjunni“ á Selatöngum, en hún var í skúta skammt norðan við austustu sjóbúðina þar. Sjórinn hefur kastað grjóti fyrir opið, en undir því á t.a.m. að vera bollasteinn þar sem hamrað járnið var kælt.

Mýrarrauði

Mýrarrauði.

Líklegt má telja að rauðablástur (sjá aðra fróðleikslýsingu) hafi verið unninn í sérstökum ofnum, aðskildum frá sjálfri smiðjunni. Á Reykjanesi er líklegt að slíkir ofnar hafi verið fáir þar sem lítið hefur verið um mýrarrauða. Hafa þeir helst verið þar sem hægt var að reisa upp sæmilega stórar hraunhellur eða hlaða ofn úr grjóti á láglendi nálægt eldiviðaraðdrætti og kolagerð. Ekki er mörgum slíkum stöðum til að dreifa, en þeir hafa þó verið til.Úr “Gullöld Íslendinga” – menning og lífshættir feðra vorra á söguöldinni – alþýðufyrirlestrar með myndum eftir Jón Jónsson, Reykjavík 1906.

Hellurhellir

Smiðjuhellir undir Hellunni.